Hoppa yfir valmynd

Úrskurðir og álit


Sýni 13201-13400 af 19478 niðurstöðum.

Áskriftir

  • A-499/2013. Úrskurður frá 10. október 2013

    A kærði afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum varðandi Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann óskaði eftir a) gögnum sem ráðuneytið kynni að hafa vegna breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar við aðra umræðu fjárlaga ársins 2012 og b) gögnum sem ráðuneytið kynni að hafa vegna tiltekinnar breytingartillögu á fjáraukalögum fyrir árið 2011. Það varð niðurstaða úrskurðarnefndar að ráðuneytinu bæri að afhenda A tilgreind skjöl. Einnig skyldi honum afhent tiltekið bréf ráðuneytisins til fjárlaganefndar Alþingis varðandi breytingar á frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2011 vegna kjarasamninga. Þá skyldi afhenda honum bréf til fjárlaganefndar Alþingis, sem m.a. varðaði breytingar á frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2012. Loks skyldi afhenda honum yfirlit sem ráðuneytið boðaði að það myndi senda fjárlaganefnd Alþingis. Ráðuneytið var talið hafa brotið gegn reglu 11. gr. upplýsingalaganna um aukinn aðgang og reglu 19. gr. um leiðbeiningarskyldu o.fl. Að öðru leyti var málinu vísað til nýrrar meðferðar ráðuneytisins.


  • A-500/2013. Úrskurður frá 10. október 2013

    M kærði þá ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands að synja honum um aðgang að gögnum varðandi Kaupþing banka hf.  Nánar tiltekið um a) aðgang að öllum skjölum er varða mál sem tilgreind voru í kafla IV við bréf sem sett var fram í 11 tölusettum liðum, b) aðgang að öllum  gögnum og skjölum sem greint var frá í fylgiskjali við það bréf, en þessi hluti beiðninnar var nánar tilgreindur í 14 liðum og 14 undirliðum og c) aðgang að þeim gögnum og skjölum sem greint var frá í fylgiskjali við bréf sem sett var fram í 18 liðum og 11 undirliðum. Þjóðskjalasafnið hafði ekki talið upplýsingabeiðnina uppfylla lagaskilyrði en úrskurðarnefndin taldi beiðnina ekki hafa verið svo almenna að ekki hafi verið unnt að afgreiða hana efnislega, a.m.k. að hluta til. Taldi hún því vera óhjákvæmilegt annað en að vísa málinu heim til nýrrar og lögmætrar efnislegrar afgreiðslu Þjóðskjalasafns Íslands.


  • 14. október 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 40/2013

    Ákvörðunartaka.


  • A-498/2013. Úrskurður frá 10. október 2013

    A kærði þá ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands að synja honum um aðgang að skýrslu sem B gaf fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leit til þess að þótt löggjafinn hafi með skýrum hætti ákveðið að þau gögn sem rannsóknarnefndin aflaði vegna rannsóknar sinnar skyldu færð á Þjóðskjalasafn Íslands, og að um aðgang að þeim skyldi fara eftir ákvæðum upplýsingalaga, hefðu þau lög að geyma mikilvæga undantekningu á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna einstaklinga. Við mat á því hvort þessi undanteking ætti við skipti máli að þeim sem gáfu skýrslur fyrir rannsóknarnefndinni var gjarnan heitið trúnaði um upplýsingagjöf þeirra. Að teknu tilliti til einkahagsmuna B taldi úrskurðarnefnd efni skýrslunnar falla undir þessa undanþágu og staðfesti synjun Þjóðskjalasafnsins.


  • 11. október 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 159/2012.

    Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, sbr., 23. gr. laga nr. 134/2009 og 4. gr. laga nr. 103/2011. Hin kærða ákvörðun um að kærandi skuli ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en hann hefur starfað a.m.k. tólf mánuði á innlendum vinnumarkaði og um stöðvun á greiðslum atvinnuleysistrygginga til kæranda var staðfest.


  • 09. október 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 178/2013

    Endurhæfingarlífeyrir


  • 09. október 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 90/2012.

    110%. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of hátt. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun á grundvelli endurskoðaðs verðmats.


  • 09. október 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 91/2012.

    110%. Aðfinnslur vegna birtingar ákvörðunar. Ekki fallist á með kæranda að miða hafi átt við fasteignamat, sbr. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Miðað við stöðu veðkrafna 1. janúar 2011, sbr. 1. gr. laganna. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat  í samræmi við verðmæti fasteignarinnar. Hin kærða ákvörðun staðfest.  


  • 09. október 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 18/2012.

    110%. Miðað við matsgerðir Íbúðalánasjóðs, sbr. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun staðfest.


  • 09. október 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 46/2012.

    110%. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of hátt. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Íbúðalánasjóð að taka nýja ákvörðun á grundvelli endurskoðaðs verðmats.


  • 09. október 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 121/2013

    Slys - ekki skyndilegur utanaðkomandi atburður


  • 09. október 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 88/2012.

    Gjaldfelling veðskuldabréfa. Samþykkis Íbúðalánasjóðs ekki aflað um yfirtöku kaupanda fasteignar á þeim lánum sem ætlað var að hvíla áfram á eigninni og sjóðnum því heimilt að gjaldfella skuldabréf kæranda, sbr. 16. gr. reglugerðar nr. 522/2004. Hin kærða ákvörðun staðfest.  


  • 09. október 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 95/2012- endurupptaka

    Tímabundin aflétting láns. Endurupptaka. Aðfinnslur. Íbúðalánasjóði bar að leggja mat á hvort flutningur veðlánsins yfir á aðra fasteign í eigu annars kærenda teldist gild trygging skv. 3. málsl. 32. gr. reglugerðar nr. 522/2004. Þar sem sjóðurinn hefur einvörðungum metið bankaábyrgð gilda tryggingu og sjóðurinn samþykkti að heimila afléttingu lánsins gegn fullnægjandi bankaábyrgð á greiðslu alls lánsins var hin kærða ákvörðun staðfest.


  • 09. október 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 40/2012.

    Fjárhagsaðstoð. Aðfinnslur vegna afhendingu gagna. Kæra barst að liðnum kærufresti, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 42. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998. Ekki talið að skilyrðum 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 væri fullnægt. Kæru vísað frá.


  • 07. október 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 24/2013

    Aðgangur að upplýsingum.


  • 07. október 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 41/2013

    Uppgjör við lok leigusamnings.


  • 07. október 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 30/2013

    Skipting rekstrar- og viðhaldskostnaðar.


  • 07. október 2013 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

    Frosti ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu í bréfi dags. 23. apríl 2013 um lækkun sérstaks veiðigjalds fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 skv. reglugerð nr. 838/2012.

    Veiðigjöld - Sérstakt veiðigjald - Lækkun veiðigjalds - Samstæður félaga - Samruni


  • 07. október 2013 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

    Sigurbjörn ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu í bréfi dags. 21. janúar 2013 um lækkun sérstaks veiðigjalds fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 skv. reglugerð nr. 838/2012.

    Veiðigjöld - Sérstakt veiðigjald - Lækkun veiðigjalds - Samstæður félaga - Skattframtal


  • 04. október 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 14/2013.

    Mál þetta lýtur að kröfu föður um rýmri umgengni við tvö börn sín. Hinn kærði úrskurður var staðfestur með vísan til 74. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002.


  • 03. október 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 145/2012

    Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • A-497/2013. Úrskurður frá 23. september 2013

    Kærð var sú  ákvörðun landlæknis að synja um aðgang að kaupsamningi milli hans og TM Software – heilbrigðislausna. Af hálfu landlæknis kom fram að umræddur samningur innihéldi mikilvægar upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu. Nefndin taldi að þótt almenn vitneskja um kjör í viðskiptum fyrirtækja við hið opinbera gæti skaðað samkeppnisstöðu þeirra, og kynni jafnvel að skaða samkeppnisstöðu hins opinbera, hvort sem væri ríki eða sveitarfélög, yrði það sjónarmið að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum laga um upplýsingarétt almennings. Þá taldi nefndin ekki hafa verið sýnt fram á að upplýsingar í samningnum væru til þess fallnar að valda samningsaðilum tjóni yrðu þær gerðar opinberar. Því var úrskurðað að landlækni bæri að afhenda kæranda afrit af umræddum kaupsamningi.


  • A-496/2013. Úrskurður frá 23. september 2013

    Kærð var synjun Siglingastofnunar á beiðni um afrit af útsendum yfirlitum með reikningum vegna vinnu tiltekinna starfsmanna. Úrskurðarnefnd féllst í fyrsta lagi ekki á það með Siglingastofnun að synja bæri beiðninni vegna skorts á skýrleika. Þá féllst nefndin í öðru lagi ekki á það með stofnuninni að synja bæri um aðgang vegna þess að í gögnunum væru slíkar upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila að aðgangur að þeim gæti verið til þess fallinn að valda þeim tjóni. Í þriðja lagi var ekki fallist á að synja mætti vegna álags á stofnunina sem hlytist af verkefnaflutningi til Samgöngustofu. Því var úrskurðað að veita bæri umbeðinn aðgang.


  • 03. október 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 58/2011

    Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 03. október 2013 / Endurupptökunefnd

    Mál nr. 2/2013

    Beiðni um endurupptöku hæstaréttarmáls nr. 703/2012


  • 01. október 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál  nr. 8/2013.

    Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að láta kæranda sæta 40 daga biðtíma eftir greiðslu atvinnuleysisbóta vegna eldri viðurlaga var staðfest. Ákvæði 3. mgr. 58. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, á ekki við um tilfelli kæranda.


  • 01. október 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 71/2012

    Endurkrafa


  • 01. október 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 72/2012.

    Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að gera kæranda að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur var staðfest sbr. 2.mgr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006.


  • 01. október 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 72/2012

    Endurkrafa


  • 01. október 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 4/2013.

    Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja kæranda um greiðslu desemberuppbótar var staðfest þar sem kærandi uppfyllti ekki skilyrði 2. gr. reglugerðar nr. 975/2012, um desemberuppbætur úr Atvinnuleysistryggingasjóði.


  • 01. október 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 12/2013.

    Kærandi var talin hafa starfað á vinnumarkaði á sama tíma og hún fékk greiddar atvinnuleysisbætur og var því beitt 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Henni var einnig gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur, að viðbættu 15% álagi


  • 01. október 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 101/2012

    Fæðingarstyrkur -Synjun


  • 01. október 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 102/2012

    Foreldragreiðslur


  • 01. október 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 77/2012

    Endurkrafa


  • 30. september 2013 / Nefnd vegna lausnar um stundarsakir

    Mál nr. 2/2013

    ÁLITSGERÐ nefndar samkvæmt 27. gr. laga 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins í málinu nr. 2/2013


  • 30. september 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 17/2013

    Sameign sumra eða séreign.


  • 30. september 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 22/2013

    Kostnaðarskipting: Gler í þaki.


  • 30. september 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 21/2013

    Kostnaðarskipting: svalagólf.


  • 30. september 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 19/2013

    Hagnýting sameiginlegrar lóðar. Hundahald.


  • 30. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 49/2011

    Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli c og d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 30. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 57/2011

    Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b og c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 30. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 53/2011

    Felld úr gildi ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 26. september 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 16/2013. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi dagsettu 21. maí 2013 kærði Fjarskipti hf. örútboð Ríkiskaupa nr. 15369 „Fjarskiptaþjónusta“. Kærandi krafðist þess að samningsgerð sem fram fór á grundvelli útboðsins yrði stöðvuð, að felld yrði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að taka tilboði Símans hf. og að kærunefnd felldi niður svohljóðandi skilmála útboðsgagna merktan V1 í kafla 1.2: „Til staðar sé virkt og vottað upplýsingaöryggiskerfi eftir viðurkenndum og almennum stöðlum s.s. ISO 27001.“


  • 26. september 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 23/2013: Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 10. september 2013 kærir Inter ehf. ákvörðun varnaraðila, Ríkiskaupa, um að hafna þeirri kröfu kæranda að auglýsa útboð nr. 15468, „Rekstrarvörur fyrir speglun“ á nýjan leik. Í þessum hluta málsins tekur kærunefnd útboðsmála afstöðu til þess hvort rétt þyki að stöðva innkaupaferlið að kröfu kæranda.


  • 26. september 2013 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

    Alda Seafood ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu dags. 17. janúar 2013 um synjun um lækkun sérstaks veiðigjalds fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 skv. reglugerð nr. 838/2012.

    Veiðigjöld - Sérstakt veiðigjald - Lækkun veiðigjalds - Eignarhald - Eigendaskipti


  • 26. september 2013 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 3/2013

    Ráðning í starf. Hæfnismat. Málskostnaður.


  • 26. september 2013 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 4/2013

    Ráðning í starf. Hæfnismat.


  • 26. september 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 19/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi 18. júlí 2013 kærði RST Net ehf. ákvörðun Landsnets hf. um að láta fara fram lokað útboð án auglýsingar í útboðinu „STU-31, Tengivirki Stuðlum, spennuhækkun í 132 kV, stjórn – og varnarbúnaðar og uppsetning rafbúnaðar“. Kærandi krafðist þess að útboðið yrði ógilt og að innkaupaferlið yrði stöðvað þar til leyst yrði úr kæruefninu.


  • 25. september 2013 / Úrskurðir um sjávarútveg og fiskeldi

    Rimý ehf. kærir ákvörðun Fiskistofu um synjun um lækkun sérstaks veiðigjalds fyrir fiskveiðiárið 2012/2013 skv. reglugerð nr. 838/2012.

    Veiðigjöld - Sérstakt veiðigjald - Lækkun veiðigjalds - Samstæður félaga


  • 24. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 10/2013.

    Ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar kæranda í tvo mánuði skv. 1. mgr. 58. gr., og 1.  mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar var staðfest þar sem kærandi hafnaði þátttöku á námskeiði á vegum Vinnumálastofnunar. Ekki var fallist á að skýringar kæranda fyrir nefndinni réttlæti höfnun hans á vinnumarkaðsúrræði


  • 24. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 57/2012

    Endurkrafa


  • 24. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 7/2013.

    Kæru var vísað frá því ekkert í gögnum málsins gaf til kynna að afsakanlegt væri að kæran barst að liðnum kærufresti og engar veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.


  • 24. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 65/2012

    Endurkrafa


  • 24. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 64/2012

    Endurkrafa


  • 24. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 5/2013.

    Kærandi var talin hafa starfað á vinnumarkaði á sama tíma og hún fékk greiddar atvinnuleysisbætur og var því beitt 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Henni var einnig gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur, að viðbættu 15% álagi.


  • 24. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 52/2012

    Endurkrafa


  • 24. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 69/2012

    Endurkrafa


  • 24. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 187/2012.

    Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 17. gr. laga nr. 134/2009. Ástæður kæranda fyrir uppsögn á starfi sínu ekki taldar gildar í skilningi 1. mgr. 54. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar um niðurfellingu bótaréttar í tvo mánuði var staðfest.


  • A-495/2013. Úrskurður frá 23. september 2013

    A kærði drátt á svörum ríkislögmanns við ósk hennar um aðgang að fyrirliggjandi gögnum varðandi tiltekin samskipti hans og velferðarráðuneytisins, tengdum máli hennar á hendur ráðuneytinu. Eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók kæruna til meðferðar var beiðnin afgreidd. Með vísan til þess lá ekki fyrir synjun stjórnvalds á afhendingu gagna í skilningi upplýsingalaga, sem heyrði undir nefndina að fjalla um. Varð því að vísa kærunni frá nefndinni. 


  • 23. september 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál 24/2010B. Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með tölvubréfi 8. nóvember 2012 krafðist Heflun ehf. þess að mál kærunefndar útboðsmála nr. 24/2010: Þjótandi ehf. gegn Vegagerðinni yrði endurupptekið. Í bréfinu var krafa bjóðandans Heflunar ehf. orðuð með svofelldum hætti: „Með hliðsjón af meðfylgjandi áliti umboðsmanns Alþingis óskar [Heflun ehf.] hér með eftir því að nefndin taki mál nr. 24/2010 til meðferðar að nýju og hagi úrlausn málsins í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í áliti umboðsmanns Alþingis [31. október 2012 í máli nr. 6340/2011].“


  • 23. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 48/2011

    Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b og c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 23. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 45/2011

    Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli e-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 23. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 136/2013

    Felld úr gildi ákvörðun skipaðs umsjónarmanns um að mæla gegn nauðasamningi til greiðsluaðlögunar á grundvelli 1. mgr. 18. gr., sbr. 12. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 23. september 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 36/2013

    Lok leigusamnings. Tryggingarfé.


  • 18. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 12/2013.

    Í málinu var til úrlausnar hvort sú rétt hafi verið að loka máli dóttur kæranda sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Með vísan til 22. og 23. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 ber að staðfesta mat Barnaverndar um að rétt hafi verið að loka málinu og er hin kærða ákvörðun því staðfest með vísan til þessa.


  • 18. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 10/2013.

    Staðfestur var úrskurður barnaverndarnefndar Reykjavíkur um að  að eftirlit verði haft með heimili C, sbr. a-lið 1. mgr. 26. gr. barnaverndarlaga, og skóla, sbr. b-lið 1. mgr. 26. gr. sömu laga, í sex mánuði.


  • 17. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 186/2012.

    Kæru var vísað frá því ekkert í gögnum málsins gaf til kynna að afsakanlegt væri að kæran barst að liðnum kærufresti og engar veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.


  • 17. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 175/2012.

    Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar en kærandi var erlendis án þess að tilkynna Vinnumálastofnun um það. Hin kærða ákvörðun var staðfest.


  • 17. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 176/2012.

    Kærandi var talin hafa starfað á vinnumarkaði á sama tíma og hann fékk greiddar atvinnuleysisbætur og var því beitt 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Honum var einnig gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur, að viðbættu 15% álagi.


  • 17. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 134/2012.

    Kæru var vísað frá því ekkert í gögnum málsins gaf til kynna að afsakanlegt væri að kæran barst að liðnum kærufresti og engar veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.


  • 17. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 183/2012.

    Kæru var vísað frá því ekkert í gögnum málsins gaf til kynna að afsakanlegt væri að kæran barst að liðnum kærufresti og engar veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.


  • 17. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 174/2012.

    Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar en kærandi var erlendis án þess að tilkynna Vinnumálastofnun um það. Hin kærða ákvörðun var staðfest.


  • 16. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 66/2011

    Felld úr gildi ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 16. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 44/2011

    Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 16. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 126/2013

    Felld úr gildi ákvörðun skipaðs umsjónarmanns um að mæla gegn nauðasamningi til greiðsluaðlögunar á grundvelli 1. mgr. 18. gr., sbr. 12. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 13. september 2013 / Úrskurðir á sviði sveitarstjórnarmála

    Úrskurður í máli nr. IRR13020131

    Reykjavík: Ágreiningur um álagningu vatnsgjalds


  • 11. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 166/2012.

    Staðfest var niðurstaða Vinnumálastofnunar um að synja kæranda um greiðslur atvinnuleysisbóta fyrir tímabilið 6. ágúst til 14. ágúst 2012. Kærandi stundaði sjálfboðavinnu á þessum tíma og þáði dagpeninga án þess að láta Vinnumálastofnun vita sem henni bar að gera skv. 3. mgr. 9. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006.


  • 11. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 189/2012.

    Fallist var á það með Vinnumálastofnun  að augljóst áhugaleysi í atvinnuviðtali megi jafna við höfnun  á atvinnutilboði með vísan til 1. mgr. 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 1. mgr. 9. gr. sömu laga. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar er því staðfest


  • 11. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 96/2012.

    Fjárhagsaðstoð. Styrkur vegna fyrirframgreiðslu húsaleigu. Kærandi átti ekki rétt á styrk þar sem ekki var liðið ár frá því henni hafði verið veittur fyrri styrkur, sbr. 23. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg.


  • 11. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 94/2012.

    110%. Miðað skal við stöðu veðkrafna 1. janúar 2011, sbr. 1. gr. laga nr. 29/2011. Hin kærða ákvörðun staðfest.


  • 11. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 141/2012.

    Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda í tvo mánuði með vísan til 1. mgr. 59. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, var ómerkt og málinu vísað aftur til Vinnumálstofnunar til löglegrar meðferðar, þar sem hin kærða ákvörðun hafi verið reist á röngum lagagrundvelli.


  • 11. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 4/2013.

    Þjónustuíbúð. Kærandi átti ekki rétt á þjónustuíbúð þar sem hann átti fasteign sem var yfir meðalverði á tveggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu, sbr. c-lið 4. gr. reglna Reykjavíkurborgar um þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Hin kærða ákvörðun staðfest.


  • 11. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 139/2012.

    Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja kæranda um greiðslu atvinnuleysisbóta afturvirkt fyrir tímabilið 13. Júlí til 31. Júlí var staðfest. Kærandi skráði rangar upplýsingar á umsókn sína og á því einungis rétt til greiðslu bóta á meðan hún er í virkri atinnuleit sbr. 13. og 14. gr. laga um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006.


  • 11. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 70/2012.

    110%. Kærufrestur. Endurskoðað verðmat. Fyrirliggjandi verðmat of lágt. Miðað við fyrirliggjandi verðmat. Hin kærða ákvörðun staðfest.  


  • 11. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál 180/2012.

    Hin kærða ákvörðun var felld úr gildi og var Vinnumálastofnun falið að reikna út biðtíma kæranda að nýju í samræmi við ákvarðanir frá 26. júlí 2012 og 27. júlí 2012 sem tilkynnt var kæranda í bréfi.


  • 11. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 86/2012.

    Námsstyrkur. Umsókn kæranda synjað þar sem hann var í lánshæfu námi, sbr. 23. gr. reglna Kópavogsbæjar um fjárhagsaðstoð án þess að fram færi mat á raunverulegum aðstæðum kæranda um hvort hann nyti réttar til láns hjá LÍN. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og vísað til nýrrar meðferðar.


  • 11. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 137/2012.

    Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að gera kæranda að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur var staðfest sbr. 39. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Kærandi þáði lífeyrissjóðsgreiðslur samhliða töku atvinnueysisbóta.


  • 11. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 98/2012.

    Greiðsluerfiðleikaaðstoð. Greiðslubyrði kæranda eftir lok úrræða ekki talin rúmast innan greiðslugetu, sbr. 4. tölul. 4. gr. reglugerðar nr. 584/2001, miðað við tekjur hans áður en til tekjulækkunar kom, sbr. 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar. Hin kærða ákvörðun staðfest.


  • 11. september 2013 / Úrskurðir forsætisráðuneytisins

    Úrskurður forsætisráðuneytisins nr. 2 í máli nr. 1/2013

    Kæra Must Visit Iceland ehf vegna ákvörðunar Sveitarfélagsins Hornafjarðar


  • 11. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 169/2012.

    Kæru var vísað frá því ekkert í gögnum málsins gaf til kynna að afsakanlegt væri að kæran barst að liðnum kærufresti og engar veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar sbr. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993


  • 10. september 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 14/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi mótteknu 7. maí 2013 kærir Gámaþjónustan hf. ákvörðun Garðabæjar og Mosfellsbæjar um að leita samninga við Íslenska gámafélagið ehf. vegna útboðsins „Sorphirða í Garðabæ og Mosfellsbæ 2013-2017“.


  • 10. september 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 20/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 6. ágúst 2013 kærir Kolur ehf. útboð Vegagerðarinnar auðkennt „Vetrarþjónusta í Dalasýslu 2013-2016“. Í kærunni hefur kærandi uppi þær meginkröfur um að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila 26. júlí 2013 um að velja tilboð BS þjónustunnar ehf. og lagt verði fyrir varnaraðila að bjóða innkaupin að nýju út.


  • 10. september 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 21/2013. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 6. ágúst 2013 kæra Fjallasýn ehf., Sel sf., Jón Ingimundarson og Guðmundur Þórarinsson útboð Norðurþings auðkennt „Skólaakstur í Norðurþingi 2013-2017“. Kærendur krefjast þess að „þeir aðilar sem ekki skiluðu skilyrtum gögnum verði útilokaðir frá samningum við Norðurþing og gengið verði til samninga við bjóðendur sem skiluðu inn öllum umbeðnum gögnum“.


  • 10. september 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 10/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi 11. apríl 2013 kærði Roja Holding ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að kefjast gjalds af þátttakendum fyrir afhendingu útboðsgagna í útboði nr. 15429 „Vörubifreið fyrir Isavia“. Kærandi krafðist þess að kærunefnd útboðsmála stöðvaði innkaupaferlið þar til endanlega yrði skorið úr kæru. Þá krafðist kærandi þess að nefndin legði fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Að síðustu krafðist kærandi þess að nefndin úrskurðaði kæranda málskostnað.


  • 10. september 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 11/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi 11. apríl 2013 kærði Roja Holding ehf. ákvörðun Ríkiskaupa um að kefjast gjalds af þátttakendum fyrir afhendingu útboðsgagna í útboði nr. 15397 „Hjólaskófla fyrir Isavia“. Kærandi krafðist þess að kærunefnd útboðsmála stöðvaði innkaupaferlið þar til endanlega yrði skorið úr kæru. Þá krafðist kærandi þess að nefndin legði fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið á nýjan leik. Að síðustu krafðist kærandi þess að nefndin úrskurðaði kæranda málskostnað.


  • 09. september 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 64/2013

    Tímabundinn leigusamningur. Riftun.


  • 09. september 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 34/2013

    Úrskurður vegna kröfu um að leigusamningur frístundahúss verði framlengdur.


  • 09. september 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 27/2013

    Framkvæmdir. Afsláttur.


  • 06. september 2013 / Stjórnsýslukærur - úrskurðir

    Kæra vegna ákvörðunar tollstjóra - afturköllun nauðungarsölubeiðni

    Kærð var ákvörðun tollstjóra um að hafna afturköllun nauðungarsölubeiðni á bifreið.


  • 06. september 2013 / Stjórnsýslukærur - úrskurðir

    Úrskurður vegna kæru þrotabús

    Kærð var ákvörðun tollstjóra um að skuldajafna inneign kæranda í staðgreiðslu.


  • 05. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 44/2013

    Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli b- og f-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.




  • 05. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 40/2011

    Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.




  • 05. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 43/2011

    Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli b- og c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.



  • 05. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 137/2012

    Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli d-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 05. september 2013 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 16/2013, úrskurður 5. september 2013

    Eiginnafn/millinafn: Grethe


  • 05. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 47/2011

    Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.



  • 05. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 42/2011

    Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kærenda um greiðsluaðlögun á grundvelli b- og c-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.



  • 04. september 2013 / Matsnefnd eignarnámsbóta

    Matsmál nr. 1/2013, úrskurður 4. september 2013

    Hestamannafélagið Funi gegn Aðalheiði Guðmundsdóttur


  • 03. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 190/2012.

    Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 52. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, með þeim breytingum sem gerðar voru á málsgreininni með 21. gr. laga nr. 37/2009. Staðfest var ákvörðun Vinnumálastofnunar þar sem undanþágu ákvæði áttu ekki við í máli kæranda þar sem hann var í fleiri en 20 ECTS einingum.


  • 03. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 120/2012.

    Kærandi var talin hafa starfað á vinnumarkaði á sama tíma og hún fékk greiddar atvinnuleysisbætur og var því beitt 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Henni var einnig gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur, að viðbættu 15% álagi.


  • 03. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 172/2012.

    Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, sbr., 23. gr. laga nr. 134/2009 og 4. gr. laga nr. 103/2011. Hin kærða ákvörðun um að kærandi skuli ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en hann hefur starfað a.m.k. tólf mánuði á innlendum vinnumarkaði og um stöðvun á greiðslum atvinnuleysistrygginga til kæranda var staðfest.


  • 03. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 188/2012.

    Mál þetta lýtur að því að umsókn kæranda um atvinnuleysisbætur var hafnað þar sem hann hafði þá ekki starfað að minnsta kosti í tólf mánuði á innlendum vinnumarkaði frá því að ákvörðun um viðurlög skv. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006 var tekin.


  • 03. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 184/2012.

    Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, sbr., 23. gr. laga nr. 134/2009 og 4. gr. laga nr. 103/2011. Hin kærða ákvörðun um að kærandi skuli ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en hún  hefur starfað a.m.k. tólf mánuði á innlendum vinnumarkaði og um stöðvun á greiðslum atvinnuleysistrygginga til kæranda var staðfest.


  • 03. september 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 173/2012.

    Kærandi var talin hafa starfað á vinnumarkaði á sama tíma og hún fékk greiddar atvinnuleysisbætur og var því beitt 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Henni var einnig gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur, að viðbættu 15% álagi.


  • 02. september 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 13/2013

    Úrskurður - frístundahúsamál


  • 02. september 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 11/2013

    Hugtakið hús. Kostnaðarskipting.


  • 02. september 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 7/2013

    Hugtakið hús.


  • 02. september 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 66/2012

    Bílastæði.


  • 02. september 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 33/2012

    Ákvörðunartaka. Framkvæmdir. Verulegar endurbætur.


  • 02. september 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 15/2013

    Kosning stjórnar.


  • 29. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 12/2013

    Endurupptökubeiðni vegna máls nr. 100/2012


  • 28. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 5/2013.

    Fjárhagsaðstoð. Styrkur vegna tannlækninga. Aðfinnslur. Meðaltekjur kæranda voru yfir grunnfjárhæð, sbr. 11. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Hafnarfjarðarbæ, og uppfyllti kærandi því ekki skilyrði 18. gr. reglnanna um að hafa tekjur við eða undir grunnfjárhæð. Hin kærða ákvörðun var því staðfest.


  • 28. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 93/2012.

    Sérstakar húsaleigubætur. Aðfinnslur. Mat sveitarfélagsins á því hvort kærandi uppfyllti undanþágu frá búsetuskilyrði reglna um sérstakar húsaleigubætur í Sandgerðisbæ, Garði og Vogum, vegna mikilla félagslegra erfiðleika, sbr. b-lið 4. gr., var ekki talið fullnægjandi. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og málinu vísað heim.


  • 28. ágúst 2013 / Álit á sviði sveitarstjórnarmála

    Álit innanríkisráðuneytisins í máli nr. IRR12110478

    Garðabær og Sveitarfélagið Álftanes, kynning sameiningakosningar


  • 28. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 89/2012.

    Húsaleigubætur. Ólögráða sonur kæranda dvaldist við nám innan sveitarfélags þar sem hann átti lögheimili er námið hófst og átti því ekki rétt á húsaleigubótum, sbr. 1. og 2. mgr. 4. gr. laga nr. 138/1997 um húsaleigubætur.


  • 28. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 7/2013.

    Fjárhagsaðstoð. Styrkur til að greiða tryggingu vegna húsaleigu. Aðfinnslur. Kærandi naut ekki fjárhagsaðstoðar í mánuðinum sem sótt var um og í mánuðinum á undan, sbr. 23. gr. reglna um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg og átti því ekki rétt á styrk til að greiða tryggingu vegna húsaleigu. Hin kærða ákvörðun var því staðfest.


  • 28. ágúst 2013 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 2/2013

    Ráðning í starf. Hæfnismat.


  • 27. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 99/2012.

    Mál þetta lýtur að því hvort kærandi hafi aflað atvinnuleysisbóta með sviksamlegum hætti í skilningi 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar nr.134/2009. Kærandi þótti hafa brugðist trúnaðar- og upplýsingaskyldum sínum gagnvart vinnumálastofnun þegar hann fór erlendis án þess að láta stofnunina vita. Hin kærða ákvörðun var staðfest og var kæranda gert að greiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur.


  • 27. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 154/2012.

    Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að skerða bótarétt kæranda vegna hlutastarfs á grundvelli 36.gr. laga um atvinnuleysistrygginga nr. 54/2006, er staðfest.


  • 27. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 164/2012.

    Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda þar sem hún hafði hafnað atvinnutilboði með vísan til 1. mgr. 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 1. mgr. 9. gr. sömu laga, var felld úr gildi. Taldi nefndin að málið hefði ekki verið nægilega rannsakað af hálfu Vinnumálastofnunar sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.


  • 27. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 157/2012.

    Kærandi var talin hafa starfað á vinnumarkaði á sama tíma og hún fékk greiddar atvinnuleysisbætur og var því beitt 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Henni var einnig gert að endurgreiða ofgreiddar atvinnuleysisbætur, að viðbættu 15% álagi.


  • 27. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 171/2012.

    Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 9. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006. Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að greiða kæranda bætur frá þeim degi sem umsókn hans var undirrituð var staðfest.


  • 27. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 160/2012.

    Ekki var fallist á að skýringar kæranda réttlættu höfnun hans  á atvinnutilboði með vísan til 1. mgr. 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 1. mgr. 9. gr. sömu laga. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar er því staðfest  





  • 26. ágúst 2013 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 23/2013, úrskurður 26. ágúst 2013

    Eiginnafn: Hreinsdóttir


  • 26. ágúst 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 20/2013

    Upplýsingagjöf. Hússjóðsgjald.


  • 26. ágúst 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 23/2013

    Ótímabundinn leigusamningur: Riftun. Tryggingafé.


  • 26. ágúst 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 64/2012

    Úrskurður vegna kröfu um framlengingu leigusamnings lóðar undir frístundahús


  • 26. ágúst 2013 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 61/2012

    Úrskurður vegna kröfu um framlengingu leigusamnings lóðar undir frístundahús


  • 22. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 83/2013

    Staðfest ákvörðun skipaðs umsjónarmanns um að mæla gegn nauðasamningi til greiðsluaðlögunar á grundvelli 1. mgr. 18. gr., sbr. a- og d-lið 1. mgr. 12. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 22. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 238/2012

    Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli c- og g-liðar 2. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 21. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 112/2013 - Úrskurður

    Sjúklingatrygging


  • 21. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 7/2013.

    Málinu vísað frá kærunefnd barnaverndamála þar sem kærendur eiga ekki aðild að hinni kærðu ákvörðun Barnaverndarstofu skv. 3. mgr. 84. gr. barnaverndarlaga.


  • 21. ágúst 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 12/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með ódagsettu bréfi mótteknu hjá kærunefnd útboðsmála 12. apríl 2013 kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1212 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.


  • 21. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 9/2013.

    Kröfu kæranda um að aflétta nafnleynd tilkynnanda vegna sonar þeirra var vísað aftur til löglegrar meðferðar skv. 4. mgr. 51. gr. barnaverndarlaga. Ekki hafði verið gætt að 22. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.


  • 21. ágúst 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 1/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 15. janúar 2013, kærir Logaland ehf. örútboð Landspítala nr. 1212 „Latex og vinyl skoðunarhanskar – Örútboð innan rammasamnings ríkisins nr. 13.03“.


  • 21. ágúst 2013 / Úrskurðir um matvæli og landbúnað

    Höfnun Matvælastofnununar á innflutningi á söltuðum þorskgellum.

     Innflutningsleyfi - Rekjanleiki vöru - Merking vöru - Viðurkennd starfsstöð


  • 20. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 158/2012.

    Staðfest var niðurstaða Vinnumálastofnunar um að synja kæranda um greiðslur atvinnuleysisbóta fyrir tímabilið 23. mars til 31. maí 2012. Kærandi staðfesti ekki atvinnuleit sína á umræddu tímabili líkt honum bar að gera skv. 6. mgr. 9. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006


  • 20. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 146/2012

    Ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður bótarétt kæranda með vísan til 1. mgr. 58.gr. laga um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006 var felld úr gildi. Talið var að Vinnumálastofnun hefði ekki gætt að leiðbeiningaskyldu sbr. 7.gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, þegar kæranda hafi ekki verið leiðbeint um að aðgerðarleysi hans við skráningu á ráðningastofu gæti leitt til bótamissis.


  • 20. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 153/2012.

    Mál þetta lýtur að túlkun á 1. mgr. 60. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, sbr., 23. gr. laga nr. 134/2009 og 4. gr. laga nr. 103/2011. Hin kærða ákvörðun um að kærandi skuli ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum fyrr en hún  hefur starfað a.m.k. tólf mánuði á innlendum vinnumarkaði og um stöðvun á greiðslum atvinnuleysistrygginga til kæranda var staðfest.


  • 20. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 151/2012.

    Ekki var fallist á að skýringar kæranda réttlættu höfnun hans  á atvinnutilboði með vísan til 1. mgr. 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 1. mgr. 9. gr. sömu laga. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar er því staðfest.


  • 20. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 150/2012.

    Ekki var fallist á að skýringar kæranda réttlættu höfnun hennar á atvinnutilboði með vísan til 1. mgr. 57. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 1. mgr. 9. gr. sömu laga. Kærandi  mætti ekki í boðað atvinnuviðtal og hafnaði starfi vegna heilsufarsvanda tengda vinnunni, en hafði ekki lagt fram nein gögn því til staðfestingar fyrr en við upphaf kærumáls. Hin kærða ákvörðun Vinnumálastofnunar er því staðfest.


  • 20. ágúst 2013 / Úrskurðir um matvæli og landbúnað

    Klukkan 7. ehf. kærir ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 11. mars 2013, vegna innköllunar á vörunni Kickup.

    Innköllun vöru - Stjórnvaldsákvörðun - Leiðbeiningar- og viðmiðunarreglur - Jafnræðisreglan - Leiðbeiningarskylda stjórnvalda


  • 19. ágúst 2013 / Stjórnsýslukærur - úrskurðir

    Úrskurður um stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar tollstjóra um afturköllun afhendingarheimildar

    Kærandi fór fram á að afturköllun tollstjóra á afhendingarheimild á gámi yrði felld úr gildi og krafðist afhendingar gámsins á grundvelli þeirra heimilda sem í gildi voru þegar afhendingarheimildin var gefin út.


  • 19. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 107/2013

    Staðfest ákvörðun skipaðs umsjónarmanns um að mæla gegn nauðasamningi til greiðsluaðlögunar á grundvelli 1. mgr. 18. gr., sbr. a-lið 1. mgr. 12. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 19. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 84/2011

    Felld úr gildi ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli a-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 19. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 78/2011

    Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á umsókn kæranda um greiðsluaðlögun á grundvelli a-liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 16. ágúst 2013 / Úrskurðir velferðarráðuneytisins 2011-2018

    Úrskurður velferðarráðuneytisins

    Umsókn um tímabundið atvinnuleyfi á grundvelli laga nr. 97/2002 um atvinnuréttindi útlendinga. Frávísun.


  • A-493/2013. Úrskurður frá 16. ágúst 2013

    Kærð var ákvörðun landlæknis um aðgang að gögnum um úttekt á lyfjagagnagrunni. Landlæknir hafði orðið við beiðni varðandi gögn á málaskrá en m.a. synjað um aðgang að tölvupóstum sem væru vinnugögn. Í úrskurði segir að stjórnvald geti ekki synjað um aðgang að gagni því það sjálft telji það vera vinnugagn. Heldur ekki vegna þess að gagn hafi ekki verið fært í málaskrá, það ekki verið merkt þar sem vinnugagn eða  verið ranglega flokkað. Þá taldi nefndin oft ekki vera ljóst, að því er tölvupóstana varðaði, hvort um væri að ræða innanhússamskipti eða samskipti eins eða fleiri stjórnvalda. Þá innihéldu nokkrir þeirra mögulega upplýsingar um einkamálefni einstaklinga, sumir virtust hafa að geyma hluta af lyfjagagnagrunni og sumir hafa að geyma fundargerðir eða drög þeim. Nefndin hefði því ekki forsendur til að meta hvort gögnin væru, vegna efnis þeirra, undanþegin upplýsingarétti. Ekki lá fyrir að slíkt mat hafi farið fram af hálfu landlæknis. Varð því að fella ákvörðun hans úr gildi og leggja fyrir hann að taka málið til nýrrar meðferðar. Beiðni um aðgang að gögnum um verkferla var hins vegar vísað frá landlækni, því þau væru ekki til.


  • A-492/2013. Úrskurður frá 16. ágúst 2013

    Kærð var sú ákvörðun Byggðastofnunar að synja M um afhendingu ráðningarsamninga við tilgreinda starfsmenn stofnunarinnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á að það með Byggðastofnun að tiltekin ákvæði upplýsingalaga, um starfsmannamálefni undanþegin upplýsingarétti girtu fyrir að M fengi umbeðinn aðgang. Hún kvað þann rétt, sem upplýsingalögin veita borgurunum til aðgangs að upplýsingum um föst launakjör opinberra starfsmanna, ekki eiga að víkja fyrir slíkum viðskipta- og samkeppnishagsmunum sem Byggðastofnun vísaði til. Þá gæti stjórnvald ekki, án sérstakrar lagaheimildar, lofað þeim sem það gerði ráðningarsamninga við, að aðrir fengju ekki afrit af þeim samningum. Byggðastofnun bæri því að veita aðgang að umræddum ráðningarsamningum. Áður skyldi þó afmá úr þeim upplýsingar um aðild að stéttarfélagi og um aðild að lífeyrisjóði þegar um væri að ræða lífeyrissjóð stéttarfélags starfsmannsins.



  • A-494/2013. Úrskurður frá 16. ágúst 2013

    Kærð var afgreiðsla sérstaks saksóknara á beiðni um afrit af tölvupóstsamskiptum hans og fréttamanns. Við meðferð málsins sagði sérstakur saksóknari að gögnunum hefði að öllum líkindum verið eytt og öryggisafrit væru ekki til. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál segir að þótt ýmsum lagaákvæðum sé ætlað að tryggja að stjórnvöld skrái og varðveiti þær upplýsingar sem þau sýsla með komi eftirlit með þeim ákvæðum í hlut annarra aðila. Hlutverk hennar sé að úrskurða um ágreining vegna synjunar stjórnvalda um aðgang að gögnum. Þar sem umrædd gögn voru ekki til hjá sérstökum saksóknara varð ekki hjá því komist að vísa málinu frá nefndinni.




  • A-491/2013. Úrskurður frá 16. ágúst 2013

    Kærð var sú ákvörðun Fjármálaeftirlitsins að vísa frá beiðni um aðgang að gögnum er tengjast Kaupþingi banka hf. Kærandi krafðist aðgangs að gögnunum. Beiðninni var að hluta til vísað til Fjármálaeftirlitsins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu en beiðni um aðgang að öðrum gögnum sem Fjármálaeftirlitið afhenti Rannsóknaranefnd Alþings og varða Kaupþing banka, þ.e. níunda og síðasta lið beiðni, var vísað frá nefndinni.



  • 15. ágúst 2013 / Úrskurðir um matvæli og landbúnað

    Gísli Pálsson kærir ákvörðun Matvælastofnunar frá 10. október 2012 um að fella niður aðild kæranda að gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu.

    Gæðastýrð sauðfjárframleiðsla - Niðurfelling álagsgreiðslna - Úrbótafrestur - Búfjáreftirlitsmaður - Valdmörk


  • 15. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 94/2013

    Staðfest ákvörðun skipaðs umsjónarmanns um að mæla gegn nauðasamningi til greiðsluaðlögunar á grundvelli 1. mgr. 18. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 15. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

    Mál nr. 25/2013

    Staðfest ákvörðun umboðsmanns skuldara um synjun á beiðni kröfuhafa um breytingu á skilmálum samnings um greiðsluaðlögun á grundvelli 1. mgr. 25. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.


  • 14. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 77/2012.

    110%. Ágreiningur um verðmæti eigna sem komu til frádráttar niðurfærslu veðlána. Íbúðalánasjóði ber að meta hvert mál og gefa umsækjanda kost á að sýna fram á raunverð eigna telji hann eignir rangt metnar í skattframtali. Hin kærða ákvörðun felld úr gildi og málinu vísað heim.


  • 14. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 173/2011

    Endurupptaka. 110%. Ekki talið að úrskurður í máli kæranda hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik. Beiðni um endurupptöku hafnað.


  • 14. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 73/2012.

    Uppgreiðsluþóknun. Yfirlýsing skv. 3. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 522/2004. Rannsóknarskylda framsalshafa skuldabréfs. Innheimta uppgreiðsluþóknunar ekki í andstöðu við 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998. Lánayfirlit vegna fyrirhugaðrar sölu ekki talin hafa áhrif á greiðsluskyldu. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs staðfest.


  • 14. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 24/2013

    SIS-mat. 5. gr. a laga nr. 59/1992. Niðurstaða mats á stuðningsþörf fatlaðs einstaklings ekki talin til stjórnvaldsákvarðana. Engin stjórnvaldsákvörðun hafði verið tekin á grundvelli matsins. Kæru vísað frá.


  • 14. ágúst 2013 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 85/2012.

    Veðlánaflutningur. Eftir veðlánaflutning hefði veðstaða lánsins ekki uppfyllt skilyrði 3 . mgr. 19. gr. laga nr. 44/1998 þar sem fjárhæð lánsins hefði numið minna en 40% af fasteignamati íbúðarinnar, þ.e. 32%. Veðlánaflutningurinn uppfyllti því ekki skilyrði 1. mgr. 32. gr. reglugerðar nr. 522/2004, sbr. 4. mgr. 21. gr. laga um húsnæðismál. Hin kærða ákvörðun staðfest.  


  • 13. ágúst 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 15/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála

    Með kæru móttekinni 15. maí 2013, kærir BYD Auto Ltd. ákvörðun, varnaraðila, Strætó bs., dagsett sama dag, þar sem kæranda var vísað frá þátttöku í samningskaupum nr. 13002 „Endurnýjun strætisvagna“.


  • 09. ágúst 2013 / Úrskurðir um matvæli og landbúnað

    Mjólkursamsalan krefst úrbóta á merkingum á vörunni Hleðsla frá MS

    Merking matvæla - Næringar- og heilsufarsfullyrðingar - Næringargildismerking - Sérfæði - Leiðbeiningarskylda stjórnvalda


  • 29. júlí 2013 / Úrskurðir á sviði sveitarstjórnarmála

    Úrskurður í máli nr. IRR12110447

    Reykjavíkurborg: Kærð ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja um endurupptöku máls og að endurráða ekki í stöðu. Frávísun að hluta. Höfnun að hluta.











  • 25. júlí 2013 / Úrskurðir forsætisráðuneytisins

    Úrskurður forsætisráðuneytisins nr. 1 í máli nr. 1/2013

    Kæra Must Visit Iceland ehf vegna ákvörðunar Sveitarfélagsins Hornafjarðar


  • 23. júlí 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 18/2013.  Ákvörðun kærunefndar útboðsmála:

    Með kæru 2. júlí 2013 kærði Tengill ehf. ákvörðun Vegagerðarinnar um að hafna tilboði kæranda og taka tilboði Rafmanna ehf. í útboði varnaraðila nefnt Múlagöng: Endurbætur á rafkerfi.


  • 22. júlí 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 13/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála

    Með bréfi 19. apríl 2013 kærði Hestvík ehf. val á tilboði í útboði Vegagerðarinnar „Yfirborðsmerkingar á Suðursvæði 2013-2014“.


  • 22. júlí 2013 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 3/2013.  Úrskurður kærunefndar útboðsmála:

    Með bréfi, dags. 24. janúar 2013, kærir Norkring AS samkeppnisviðræður Ríkiskaupa „Broadcast Network Renewal – Digital Television Broadcast“.


  • 12. júlí 2013 / Stjórnsýslukærur - úrskurðir

    Úrskurður vegna stjórnsýslukæru - ákvörðun ÁTVR vegna dreifingu á jólabjór

    Kærð var ákvörðun Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins um að takmarka dreifingu á jólabjór kæranda

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum