Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Svandísar Svavarsdóttur


Dags.Titill
14. maí 2024Samstaða um árangur<p><em>Grein birt í Morgunblaðinu 14. maí 2024</em></p> <p>Fyrr í vetur náðist sá mikli árangur á íslenskum vinnumarkaði að flest aðildarfélög Alþýðusambands Íslands endurnýjuðu kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins. Samningarnir eru að mörgu leyti tímamótasamningar enda renna þeir styrkum stoðum undir stöðugleika í íslensku efnahagslífi til næstu fjögurra ára. Þann 7. mars síðastliðinn birtu stjórnvöld yfirlýsingu þar sem tilteknar aðgerðir voru lagðar fram til stuðnings kjarasamningum á vinnumarkaði. Aðgerðirnar styðja sameiginleg markmið stjórnvalda og samningsaðila um að skapa skilyrði fyrir vaxandi velsæld á Íslandi.</p> <h2><span>Aukinn jöfnuður á Íslandi</span></h2> <p><span>Þessar aðgerðir skipta miklu máli, enda eru þær beinlínis skrifaðar inn í forsenduákvæði samninga. Aðgerðirnar auka ráðstöfunartekjur fjölskyldna verulega á samningstímanum, eða um allt að hálfa milljón króna á ári. Þær munu koma sér sérstaklega vel fyrir tekjulægri barnafjölskyldur, sérstaklega vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða í grunnskólum. Frumvarpi um gjaldfrjálsar skólamáltíðir verður dreift á Alþingi í dag og mun vonandi komast á dagskrá hið fyrsta. Líkt og aðrar þær aðgerðir sem stjórnvöldu lögðu fram eru þær mikilvægt skref í því að ná fram efnahagslegum og félagslegum stöðugleika á Íslandi – sem og forsenda fyrir friði á vinnumarkaði næstu árin. Einnig má nefna að í þinglegri meðferð eru mikilvægar umbætur á lögum um húsaleigu, sem miða að því að auka húsnæðisöryggi leigjenda og skýra ramma um leigumarkaðinn, auk þess sem ég mælti fyrir frumvarpi til þess að hækka húsnæðisbætur frá 1. júní n.k á dögunum. Þær breytingar færa á tímabili kjarasamninga níu milljarða króna til tekjulægri heimila.&nbsp;</span></p> <h2><span>Í eðli sínu góð</span></h2> <p><span>Gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru ekki eingöngu forsenda í þjóðhagslega mikilvægum kjarasamningum heldur er um að ræða aðgerð sem er til þess fallin að ná markvisst til allra barna sem alast upp við fátækt. Slík aðgerð er í eðli sínu góð og réttlát. Skólamáltíðir eiga að vera hluti af opnu skólastarfi, óháð uppruna, bakgrunni og efnahag. Þá eykur aðgerðin jöfnuð, það hefur skaðleg áhrif á börn að alast upp við skort. Með því að draga úr fátækt meðal barna höfum við jákvæð áhrif á farsæld og framtíðarmöguleika þeirra. Þetta sýna rannsóknir á langtímaáhrifum fátæktar á Íslandi.&nbsp;</span></p> <p><span>Stjórnmál snúast um það að ná árangri fyrir samfélagið og með þessari sögulegu samstöðu um árangur munum við ná mikilsverðum árangri. Árangri sem felur það í sér að við auðveldum tilveru þeirra þúsunda barna sem búa á heimilum þar sem áhyggjufullir foreldrar velta fyrir sér hvernig þau geti látið enda ná saman í lok hvers mánaðar. Það er árangur sem skiptir máli fyrir okkur öll, því jafnara samfélag þar sem fátækt barna er minni er betra samfélag fyrir okkur öll.&nbsp;</span></p>
04. maí 2024Samstarf í krefjandi verkefnum<p><em>Grein birt í Morgunblaðinu 4. maí 2024</em></p> <p><span>Grindvíkingar hafa sýnt einstakt þol og vondirfsku á erfiðum tímum, tímum sem eiga sér vart sögulega hliðstæðu. Breið samstaða er um það í íslensku samfélagi að standa með samfélaginu í Grindavík og stjórnvöld hafa einnig gert sitt besta til þess að mæta þessum fordæmalausu verkefnum. Verkefninu er hvergi nærri lokið og í gær kynnti ég eitt skref til viðbótar í þeirri viðleitni að styðja við samfélagið og íbúa Grindavíkur; stofnun framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur. Frumvarpið var unnið í nánu samstarfi við bæjarstjórn og snýst um að veita aukna aðstoð við skipulagningu mikilvægra verkefna og skipuleggja aðkomu ríkisvaldsins betur.</span></p> <p><span>Ríkisstjórnin samþykkti framlagningu frumvarps um framkvæmdanefndina í gær og verði frumvarpið að lögum mun nefndin fara með stjórn, skipulagningu og samhæfingu aðgerða, tryggja skilvirka samvinnu við sveitarstjórn og opinbera aðila og hafa heildaryfirsýn yfir málefni Grindavíkurbæjar. Bæjarstjórn Grindavíkur óskaði eftir samstarfi um tilhögun og stjórnarfyrirkomulag verkefna sveitarfélagsins við þær óvenjulegu aðstæður sem nú eru uppi í sveitarfélaginu, og lagt er til í frumvarpinu að framkvæmdanefndin starfi tímabundið fram að næstu sveitarstjórnarkosningum árið 2026. Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar mun áfram fara með stjórn sveitarfélagsins, starfsmannahald og bera ábyrgð á og hafa fullt fjárstjórnunarvald yfir lögbundnum og ólögbundnum verkefnum, sem framkvæmdanefnd eru ekki falin sérstaklega.</span></p> <p><span>Helstu verkefni nefndarinnar munu snúa að samfélagsþjónustu, framkvæmdum og viðgerðum á mikilvægum innviðum í Grindavík, t.d. því að starfrækja þjónustuteymi á sviði velferðar- og skólaþjónustu fyrir íbúa Grindavíkurbæjar, m.a. varðandi skóla- og frístundastarf, félagsþjónustu, barnaverndarþjónustu, þjónustu við eldra fólk, fatlað fólk og aðra viðkvæma hópa og stuðning á sviði húsnæðis- og vinnumarkaðsmála. Þetta eru verkefni sem hefur til þessa verið sinnt af Almannavörnum og öðrum stjórnvöldum.</span></p> <p><span>Markmiðið með þessu skrefi er fyrst og fremst að hlúa að íbúum Grindavíkurbæjar, stuðla að farsæld samfélagsins í Grindavík til framtíðar og tryggja öryggi og þjónustu í samræmi við þarfir samfélagsins. Með þessum breytingum er aðkoma ríkisins skýrari en verið hefur þannig að aukinn árangur náist. Yfirstandandi atburðir í Grindavík eru ákaflega krefjandi fyrir íbúa Grindavíkur en með samstöðu og samkennd að leiðarljósi, ásamt því að skipuleggja aðstoð ríkisins betur, mun okkur takast betur að takast á við þessar áskoranir sem Grindavíkureldar hafa haft í för með sér. Áfram Grindavík!</span></p>
25. apríl 2024Samgöngur fyrir okkur öll<p><em>Grein birt í Morgunblaðinu 25. apríl 2024</em></p> <p>Öll þurfum við að komast frá einum stað til annars, oft á dag. Höfuðborgarsvæðið er stórt og fyrir íbúa þess eru tveir jafnfljótir ekki alltaf raunhæfur kostur. Af því leiðir að við sem búum þar eyðum miklum tíma í samgöngur. Stórum hluta þess tíma eyðum við í bíl, oft ein. Samkvæmt nýjustu ferðavenjukönnun sem framkvæmd hefur verið hér á landi, frá lokum ársins 2022, voru 72% ferða á höfuðborgarsvæðinu farin á bíl en árið 2019 var það hlutfall 75%. Hlutfall þeirra sem ferðast fótgangandi eða nota aðra ferðamáta en einkabílinn eykst jafnt og þétt en þróunin er hæg og bíllinn er enn ráðandi farartæki. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgar auk þess hratt og hafa 70 bílar bæst við umferðina á svæðinu að meðaltali í viku hverri frá árinu 2016.</p> <p>Þessir mörgu bílar valda losun gróðurhúsalofttegunda, svifryks- og hávaðamengun og hnignandi loftgæðum, auk þess sem umferðin rænir frá okkur dýrmætum tíma. Tíma sem við gætum ráðstafað með fjölskyldum okkar og vinum. Reykjavík hefur verið bílaborg – en mörg vilja endurheimta sinn tíma og breyta því. Sú breyting snýst ekki um að þvinga fólk til að hætta að nota einkabílinn heldur um að gera almenningssamgöngur að raunhæfum valkosti fyrir öll. Ég er viss um að mun fleiri vilja nota almenningssamgöngur og virka ferðamáta en gera það í dag, og kannanir hafa raunar sýnt fram á að sú er raunin.</p> <p>Samgöngusáttmáli ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er lykilatriði í því að stórefla almenningssamgöngur og bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta. Markmið samkomulagsins er að stuðla að auknum lífsgæðum á höfuðborgarsvæðinu með uppbyggingu samgönguinnviða sem eru skilvirkir, hagkvæmir, öruggir og umhverfisvænir, og stuðla að því að ná loftslagsmarkmiðum um sjálfbært og kolefnislaust borgarsamfélag. Þá eru tækifæri með orkuskiptum í almenningssamgöngum. Samkomulagið var undirritað árið 2019 og síðan þá hafa samgöngur á svæðinu batnað og orðið greiðari. Sem dæmi um framfaraskref má nefna að lagðir hafa rúmlega 9 km af hjólastígum, og 3,5 km eru nú í framkvæmdaferli.</p> <p>Ég mun leggja mikla áherslu á að hrinda samgöngusáttmálanum í framkvæmd, forgangsraða og tryggja uppbyggingu Borgarlínu í mínum störfum í innviðaráðuneytinu. Sáttmálinn er grundvallaratriði í því að bæta umferð í höfuðborginni. Þá er augljóst að markmið okkar í orkuskiptum í umferð munu ekki nást nema með því að hrinda samgöngusáttmálanum í framkvæmd. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2025-2029 er fjármagn til samgöngusáttmálans aukið verulega, eða sem nemur 20 milljörðum króna á tímabilinu.</p> <p>Tilkoma Borgarlínu, efling almenningssamgangna og öflugri innviðir fyrir virka ferðamáta gera borgina okkar betri, skemmtilegri og grænni. Það er framtíðarborgin okkar allra.</p>
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum