Hoppa yfir valmynd

Vegabréfsáritanir til Íslands

Rússneskir ríkisborgarar og ríkisborgarar ýmissa annarra ríkja þurfa vegabréfsáritun til að ferðast til Íslands og annarra Schengen ríkja, sjá nánar á Ísland.is.

Sendiráð Íslands í Peking og Moskvu gefa út Schengen vegabréfsáritanir auk þess sem Ísland er með samning við sendiráð annarra ríkja í löndum þar sem Ísland er ekki með sendiskrifstofu til að annast útgáfu fyrir hönd Íslands, sjá lista.

Móttaka umsókna um vegabréfsáritanir í Rússlandi er hjá VFS Global í Moskvu og St. Pétursborg alla virka daga milli 9:00 og 16:00.

Shchipok Str. 11/1, Moscow, Russia, 115054

Bolshaya Raznochinnaya street, 16/7, 2nd floor, St.Petersburg,  197110.

Nánari upplýsingar um umsóknarferlið má finna á vef VFS Global og á Ísland.is.

Viðtalstími áritunardeildar sendiráðsins er milli 10:00 og 12:00 alla virka daga – hægt er að bóka tíma í síma +7 (495) 276 25 18.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum