Hoppa yfir valmynd

Þjónusta við Íslendinga

Sendiráðið Íslands leggur lið bæði þeim Íslendingum sem búsettir eru í umdæmisríkjunum þess, námsmönnum og ferðamönnum.

Aðstoð sendiráðsins getur verið með ýmsum hætti. Algengast er að fólk leiti til sendiráðsins vegna útgáfu vegabréfa, neyðarvegabréfa og ökuskírteina eða er í nauðum statt og þarfnast aðstoðar.

Hægt er að sækja um nýtt ökuskírteini hjá sendiráði Íslands.
Viðkomandi kemur í sendiráðið í eigin persónu og fyllir út umsóknareyðublað

  • Ein passamynd
  • Sendiráðið sendir umsóknina til Ríkislögreglustjóra sem sendir svo skírteinið beint til viðkomandi
  • Ökuskírteini kostar 3500 kr. eða ca. 40 Evrur

Þeir Íslendingar sem eru í nauðum staddir eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við sendiráðið þegar í stað. Sendiráðið mun gera allt sem í þess valdi stendur til að komandi til aðstoðar.

Allir erlendir ríkisborgarar þurfa vegabréfsáritun til Rússlands, sjá nánar undir Ferðast til Rússlands.

Íslandsvinafélagið í Rússlandi – Общество дружбы

Alexander Borisovich Borodin, stjórnarformaður,

Olga Alexandrovna Smirnitskaya, varastjórnarformaður,

Bela Petrovna Karamzina,

Roman Abramovich,

Alexei Arbatov,

Vyacheslav Alexeevich Nikonov,

Tatyana Nikolaevna Jackson.

Ferðast til Rússlands og annarra umdæmisríkja

Rússland

Íslenskir ríkisborgarar þurfa að sækja um vegabréfsáritun þegar ferðast er til Rússlands. Sækja ber um vegabréfsáritun hjá sendiráði Rússneska sambandsríkisins á Íslandi, Garðastræti 33, IS-101 Reykjavík, P.O. Box 380, IS-121 Reykjavík, sími 551 51 56, fax 562 0633. iceland.mid.ru

Önnur umdæmislönd

Íslenskir ríkisborgarar þurfa einnig vegabréfsáritun þegar ferðast er til Armeníu, Aserbaídsjans, Georgíu, Hvíta-Rússlands, Kasakstans, Kirgisíu, Moldóvu, Tadsjikistans, Túrkmenistans og Úsbekistans. Á vefsetri utanríkisráðuneytisins er að finna upplýsingar um vegabréfsáritanir þar sem fram kemur hvar beri að sækja um vegabréfsáritanir til þessara ríkja

Á vefsetri Útlendingastofnunar er að finna upplýsingar um vegabréfsáritanir sem útlendingar þurfa vegna ferðalaga til Íslands.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum