Hoppa yfir valmynd

Þjónusta við Íslendinga

Sendiráðið sinnir margvíslegri þjónustu við íslenska ríkisborgara á Indlandi, s.s. með milligöngu um útgáfu vegabréfa og ökuskírteina, og almennri aðstoð þegar persónuleg vandamál koma upp sem kalla á íhlutun stjórnvalda.

Íslendingum sem hyggjast ferðast til Indlands er bent á að hafa samband við sendiráð Indlands í Reykjavík til að fá vegabréfsáritun. Upplýsingar um bólusetningar vegna ferðalaga til Indlands fást hjá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.

Í neyðartilvikum er bent á sólarhringssíma utanríkisráðuneytisins s. 545 9900 þar sem fá má upplýsingar um heimasíma starfsmanna sendiráðs Íslands í Nýju Delí.

Hægt er að sækja um endurnýjun ökuskírteinis hjá sendiráðinu. Til þess að flýta fyrir afgreiðslu er mælt með því að umsækjandi hafi samband við sendiráðið og gefi upp nafn og íslenska kennitölu. Sendiráðið sendir ríkislögreglustjóra beiðni um svonefnt kennispjald og hefur samband við umsækjanda þegar það berst sendiráðinu. Umsækjandi kemur þá í sendiráðið með passamynd, fyllir út umsókn og greiðir gjald með reiðufé. Umsækjandi fær ökuskírteinið sent með pósti frá Íslandi þegar það er tilbúið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum