Hoppa yfir valmynd

Iðnaður og löggiltar iðngreinar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fer með mál er varða starfsréttindi í iðnaði, á grundvelli iðnaðarlaga og reglugerðar um löggiltar iðngreinar, svo og löggildingu starfsheita í tækni- og hönnunargreinum.

Löggiltar iðngreinar

Iðnaðarlög nr. 42/1978 taka til rekstrar hvers konar iðnaðar í atvinnuskyni. Til iðnaðar telst bæði handiðnaður og verksmiðjuiðnaður, hvaða efni eða orka, vélar eða önnur tæki sem notuð eru og hvaða vörur eða efni sem framleidd eru. Samkvæmt lögunum má enginn reka iðnað í atvinnuskyni á Íslandi nema hann hafi til þess fengið leyfi lögum þessum samkvæmt.

Í reglugerð 940/1999, um löggiltar iðngreinar, eru tilgreindar þær iðngreinar sem löggildingar njóta.

Ráðherra gefur út sveinsbréf til iðnaðarmanna sem lokið hafa sveinsprófi í löggiltum iðngreinum, en um 60 iðngreinar eru löggiltar og lögverndaðar samkvæmt reglugerðinni um löggiltar iðngreinar.

 

 

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira