Hoppa yfir valmynd

Málefni barna

Fjallað er um réttindi barna, vernd þeirra og velferð í ýmsum lögum, enda eru þau viðkvæmur hópur sem mikilvægt er að huga að sérstaklega. Árið 2013 var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálinn, lögfestur hér á landi, sbr. lög nr. 19/2013

Barnasáttmálinn hefur að geyma ýmis grundvallarréttindi og tryggir öllum börnum að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun. Þar er einnig lögð áhersla á að öll börn eigi rétt á því að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu og að á þau sé hlustað, þótt þau njóti ekki allra sömu réttinda og fullorðnir. Meðal verkefna sem hér er fjallað um má nefna barnavernd, barnarétt, barnabætur, ættleiðingar, fæðingar- og foreldraorlof, brottnám barna o.fl.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 3.11.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum