Hoppa yfir valmynd

Ofbeldi gegn börnum - Fræðsluefni

Vitundarvakning
Á árunum 2012-2015 unnu innanríkisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og velferðarráðuneytið saman að verkefni kennt við vitundarvakningu sem hafði það markmið að veita fræðslu og sinna forvörnum til að sporna gegn kynferðislegu, andlegu og líkamlegu ofbeldi gegn börnum. Vitundarvakningin átti rætur að rekja til fullgildingar íslenskra stjórnvalda á Lanzarote-samningi Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu barna. Mikilvægur liður í verkefninu var að kortleggja þá vinnu sem þegar fór fram á þessu sviði, efla samhæfingu og samstarf hlutaðeigandi aðila og stuðla að aukinni félagsvitund um málaflokkinn.

Þverfaglegt samstarf ráðuneytanna helgaðist af því hversu víðfemt efni sáttmálans er og skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta. Samstarfið var einnig til þess fallið að koma í veg fyrir tvíverknað með auknu upplýsingaflæði og samráði um málaflokka sem snerta samfélagslega vernd barna.

Fræðsla og forvarnir beindust fyrst og fremst að börnum, fólki sem vinnur með börnum, réttarvörslukerfinu sem og almenningi. Í tengslum við verkefnið var búið til fræðslu- og upplýsingaefni af ýmsu tagi og er það aðgengilegt hér að neðan.

Leiðin áfram

Leiðin áfram

Leiðin áfram eru tvö myndbönd ætluð 14 ára og yngri og 15 ára og eldri. Þar er farið í gegnum ferlið innan réttarvörslukerfisins eftir að kynferðisbrot hefur átt sér stað.

Stattu með þér!

Stattu með þér

Stattu með þér! er stuttmynd ætluð miðstigi grunnskóla. Myndinni er ætlað að spyrna gegn kynferðisofbeldi og klámvæðingu með sjálfsvirðingu og jákvæðni að leiðarljósi.

Fáðu já!

Fáðu já!

Fáðu já! er stuttmynd sem skýrir mörkin á milli kynlífs og ofbeldis, vegur upp á móti áhrifum klámvæðingar og brýtur ranghugmyndir á bak aftur. Myndin er ætluð framhaldsskólastigi.

Hlutverk skóla

 

Vitundarvakning og Námsgagna-stofnun Reykjavíkur hafa gefið út handbókina Ofbeldi gegn börnum – hlutverk skóla.

Krakkarnir í hverfinu

 

Á hverju ári fá allir aðrir bekkir í grunnskólum landsins sýningu á brúðuleikritinu Krakkarnir í hverfinu sem er ætlað að auðvelda börnum að segja frá ofbeldi sem þau verða fyrir. Boðskapur sýningarinnar er: Þú færð hjálp ef þú segir frá.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 29.2.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum