Hoppa yfir valmynd

Greiðslur vegna langveikra barna

Lög um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna gilda um réttindi foreldra til fjárhagsaðstoðar þegar þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna sérstakrar umönnunar barna sinna sem hafa greinst með alvarlega og langvinna sjúkdóma eða alvarlega fötlun.

Markmið laganna er að tryggja foreldrum fjárhagsaðstoð í þessum tilvikum, þar á meðal vegna þeirra bráðaaðstæðna sem upp koma þegar börn þeirra greinast með alvarlega og langvinna sjúkdóma eða alvarlega fötlun, enda verði vistunarþjónustu á vegum opinberra aðila ekki við komið. Um sameiginlegan rétt foreldra er að ræða.

Um þrenns konar greiðslur er að ræða:

  1. Greiðslur til foreldra á vinnumarkaði
    Foreldrar á vinnumarkaði geta átt rétt á launatengdum greiðslum í allt að 6 mánuði ef störf eru lögð niður vegna alvarlegra veikinda eða fötlunar barns.
  2. Greiðslur til foreldra í námi
    Foreldri í námi getur átt rétt á greiðslum í allt að 3 mánuði ef hlé er gert á námi vegna alvarlegra veikinda eða fötlunar barns.
  3. Almenn fjárhagsaðstoð/grunngreiðslur
    Grunngreiðslur eru greiðslur til foreldra sem hvorki eru í námi né í vinnu. Þær geta einnig verið samþykktar í framhaldi af launatengdum greiðslum eða greiðslum til foreldra í námi.

Fullnægja þarf tilteknum skilyrðum til að geta fengið greiðslur.

Tryggingastofnun ríkisins annast framkvæmd greiðslna til foreldra langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna. Á vef stofnunarinnar eru nánari upplýsingar um framkvæmdina ásamt eyðublaði fyrir umsókn um greiðslur.

Síðast uppfært: 1.2.2022 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum