Hoppa yfir valmynd

Lykiltölur

Í skýrslu þessari er greint frá og birtar upplýsingar um ríkisfyrirtæki sem eru flokkuð skv. hagskýrslustaðli og fjárlögum í A3-, B- og C-hluta ríkissjóðs. Í greiningum og framsetningu lykilsamtalna í ársskýrslu þessari er Seðlabanki Íslands undanskilinn, þar sem áhrif gengisbreytinga á gjaldeyriseignir hans hafa veruleg áhrif á afkomu og eigið fé og þar af leiðandi á afkomu og efnahag ríkissjóðs, og myndi því gera samanburð á þróun helstu lykilhlutfalla í rekstri ríkisfyrirtækja milli ára ómarkvissan.

Árið 2022 námu heildareignir ríkisfyrirtækja um 4.460 ma.kr. og eigið fé samtals um 1.076 ma.kr. Eignarhlutur ríkissjóðs í félögum nam um 931 ma.kr. og voru heildarstöðugildi í öllum ríkisfyrirtækjum á árinu 5.312.

Eignarhluti ríkisins, yfirlit

Lykiltölur. Árið 2022 átti íslenska ríkið 44 fyrirtæki.

Fyrirtækjum í ríkiseigu er hér skipt í sex flokka: fjármálafyrirtæki sem eru stærsti hluti eignasafnsins; orkufyrirtæki sem eru næststærst á þeim mælikvarða; innviðafyrirtækin sem eru næstumfangsmest hvað stöðugildi varðar; þjónustufyrirtæki sem einnig eru umfangsmikil á þeim mælikvarða, auk flokka sem innihalda eignaumsýslu og önnur fyrirtæki eru með umfangsminni starfsemi og rekstur.

Landsbankinn hf. er stærsta fyrirtæki ríkisins hvað eignir varðar (1.787 ma.kr.), en fjölmennasti vinnustaðurinn var Isavia með 1.249 stöðugildi sem er um 23% af heildarstöðugildum ríkisfyrirtækja.

Fyrirtæki í orkugeiranum mynda stærsta hluta eigin fjár fyrirtækja í eigu ríkisins eða tæplega 49% (453 ma.kr.) en Landsvirkjun er þar langstærst með 326 ma.kr. eigið fé

Stöðugildi eftir flokkum og fyrirtækjum

Yfir 5.300 ársstörf eru hjá ríkisfyrirtækjum. Samanlagt eru 45% starfsfólks fyrirtækjanna konur en einungis er 36% hlutfall í hópi lykilstjórnenda konur. Lægst er þá hlutfall kvenna hjá forstjórum fyrirtækjanna en hlutfall þeirra er 33% og hefur lítið breyst milli ára.

Kynjahlutfall

Síðan 2019 hefur ráðuneytið birt upplýsingar um stjórnir í ríkisfyrirtækjum á vef stjórnarráðsins. Þar er greint frá þróun kynjahlutfalls innan stjórna félagana ásamt samandregnu vegnu meðaltals kynjahlutfalli stjórnanna og stjórnarformanna eftir árum, aftur til 2016, sjá nánar í kaflanum Stjórnir og stjórnarlaun.

Hagnaður eftir flokkum

Arðsemi og arðgreiðslur

Í yfirlýsingu fjármálaeftirlitsnefndar í apríl 2020 um áherslur í fjármálaeftirliti á tímum kórónuveirufaraldurs voru fjármálafyrirtæki hvött til að greiða ekki arð á árinu 2020, í samræmi við tilmæli Evrópska bankaeftirlitsins (EBA). Þessar aðgerðir draga því verulega úr meðaltals arðgreiðslum til ríkissjóðs á síðastliðnum fimm árum. Á árinu 2022 greiddu bankarnir 28,3 ma.kr. í arðgreiðslur til ríkisins en orkufyrirtækin greiddu ríkinu 21 ma.kr.

Fyrirtæki í eigu ríkisins

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum