Hoppa yfir valmynd

Siðareglur og sveitarstjórnir

Sveitarstjórn skal setja sér siðareglur sem senda skal innviðaráðuneyti til staðfestingar.

Úr 29. gr. sveitarstjórnarlaga: Ef siðareglur eru í gildi skal ný sveitarstjórn meta hvort ástæða sé til endurskoðunar þeirra. Ef niðurstaðan er sú að siðareglur þarfnist ekki endurskoðunar halda þær gildi sínu. Tilkynna skal ráðuneytinu um þá niðurstöðu. Siðareglur sveitarstjórnar skulu birtar opinberlega á vefsíðu sveitarfélagsins eða á sambærilegan hátt. Öllum kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn og nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar ber að haga störfum sínum í samræmi við settar siðareglur. Samband íslenskra sveitarfélaga skipar nefnd sem veitt getur álit um siðareglur og um ætluð brot á þeim. Ráðuneytið getur borið tillögur sveitarstjórna um siðareglur undir nefndina áður en það tekur þær til staðfestingar.

Samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga skulu þær birtar opinberlega á vefsíðu sveitarfélaga eða á annan sambærilegan hátt og vera þar aðgengilegar öllum. Siðareglur á grundvelli 29. gr. sveitarstjórnarlaga gilda hins vegar ekki um ráðna stjórnendur og aðra starfsmenn sveitarfélaga. Sveitarstjórn getur engu að síður sett siðareglur sem gilda um starfsmenn sveitarfélagsins en þær reglur hljóta ekki staðfestingu ráðuneytisins.

Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út leiðbeiningar til sveitarstjórna um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar. Í leiðbeiningunum eru nýjar sveitarstjórnir minntar á skyldu þeirra skv. 29. gr. sveitarstjórnarlaga til að meta hvort ástæða er til að endurskoða siðareglur sveitarfélagsins og setja siðareglur hafi það ekki þegar verið gert. Jafnframt eru veittar leiðbeiningar um hvernig sé rétt að standa að skráningu siðareglna.

Sjá einnig:

Kæruleiðir

Kærur til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á grundvelli 111. gr. sveitarstjórnarlaga er hægt að senda rafrænt gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins, minarsidur.stjr.is, eða á pdf-formati og senda ráðuneytinu: 

Síðast uppfært: 24.10.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum