Hoppa yfir valmynd

Eftirlit og kærur

Innviðaráðuneytið hefur eftirlit með því að sveitarfélög gegni skyldum sínum samkvæmt sveitarstjórnarlögum, öðrum lögum og stjórnvaldsfyrirmælum, að svo miklu leyti sem það eftirlit hefur ekki verið falið öðrum stjórnvöldum ríkisins. Eftirlitið tekur þó ekki til ákvarðana sveitarfélaga í starfsmannamálum, með tilteknum undantekningum er varða uppsagnir starfsmanna.

Um þetta stjórnsýslueftirlit ráðuneytisins fer eftir ákvæðum XI. kafla sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Fer það fyrst og fremst fram við:

Sem dæmi um svið þar sem stjórnsýslueftirlit með sveitarfélögum hefur verið falið öðrum stjórnvöldum að einhverju eða öllu leyti má nefna:

Meðferð kærumála

Aðilum máls er heimilt að kæra til innviðaráðuneytisins svonefndar stjórnvaldsákvarðanir sveitarfélaga sem lúta eftirliti þess, sbr. nánar 111. gr. sveitarstjórnarlagaKæra skal borin fram innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var tilkynnt um stjórnvaldsákvörðun, nema lög mæli á annan veg. Um kæruleiðbeiningar, kærufrest og meðferð kærumáls fer að öðru leyti að ákvæðum stjórnsýslulaga.

Kærur á grundvelli 111. gr. sveitarstjórnarlaga má senda inn með rafrænum hætti og er kærueyðublað sótt á eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Einnig er hægt að fylla út og prenta kærueyðublað á pdf-formi:

Frumkvæðismál ráðuneytisins

Samkvæmt 112. gr. sveitarstjórnarlaga ákveður ráðuneytið sjálft hvort tilefni er til að taka til formlegrar umfjöllunar stjórnsýslu sveitarfélags sem lýtur eftirliti þess, óháð því hvort um kæranlega ákvörðun sé að ræða skv. 111. gr. laganna. Þetta frumkvæðiseftirlit ráðuneytisins er mikilvægur þáttur í eftirliti þess með stjórnsýslu sveitarfélaganna og mikilvægt réttarúrræði þegar ekki eru til staðar efnisleg skilyrði þess að taka mál til kærumeðferðar á grundvelli 111. gr. Þá getur meðferð frumkvæðismála einnig gegnt því hlutverki að greiða almennt úr réttaróvissu og veita leiðbeiningu um framkvæmd laga. 

Áhersla er lögð á að stjórnsýslueftirlit ráðuneytisins á þessu sviði sé virkt. Í verklagsreglum er kveðið er á um þau viðmið sem horfa skal til við mat á því hvenær hefja skuli frumkvæðismál og lögð er áhersla á að niðurstöður ráðuneytisins séu vel rökstuddar. Þá er einnig kveðið á um það að birta skuli niðurstöðu í a.m.k. þremur slíkum málum á hverju ári. Allt miðar þetta að því að standa vörð um réttaröryggi íbúa sveitarfélaganna, stuðla að samræmdri stjórnsýsluframkvæmd og draga úr réttaróvissu á þessu sviði.

Allir geta lagt fram ábendingu eða kvörtun sem orðið getur tilefni frumkvæðismáls, þ.m.t. íbúar og kjörnir sveitarstjórnarmenn, óháð því hvort þeir teljast aðilar málsins í skilningi stjórnsýsluréttarins. Slík ábending eða kvörtun skal send ráðuneytinu  á póstfangið [email protected] og er hægt að nota til þess sérstakt eyðublað sem útbúið hefur verið.

Sjá einnig:

Kæruleiðir

Kærur til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á grundvelli 111. gr. sveitarstjórnarlaga er hægt að senda rafrænt gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins, minarsidur.stjr.is

Síðast uppfært: 15.12.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum