Hoppa yfir valmynd

Sameining sveitarfélaga

Á Íslandi eru tvö stjórnsýslustig, ríki og sveitarfélög. Stjórnsýsla ríkisins nær til íbúa á landinu öllu og stjórnsýsla sveitarfélaganna nær til íbúa í viðkomandi sveitarfélögum. Með tvískiptingunni er stuðlað að valddreifingu og tækifæri til að sníða stjórnsýslu og þjónustu að þörfum íbúa í hverju sveitarfélagi fyrir sig.

Vaxandi ábyrgð sveitarfélaga á þjónustu við íbúa hefur kallað á eflingu sveitarfélaga í landinu. Stjórnvöld hafa stuðlað að því með ákvæði um lágmarksíbúafjölda og öðrum aðgerðum í Stefnumótandi áætlun í málefnum sveitar­félaga fyrir árin 2019–2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019–2023 og breytingum á sveitarstjórnarlögum. Markmiðið er að styrkja sveitarfélögin til að gera þau sjálfstæðari, auka sjálfbærni þeirra og færni til að takast á við framtíðar áskoranir. 

Nánar...

1. Óformlegar viðræður
2. Formlegar viðræður
3. Undirbúningur
Skref 4: Kynning
5. Sameiningarkosningar
6. Innleiðing
7. Gildistaka
8. Eftirfylgni

Hvað segja lögin?

Í nýlegu ákvæði sveitarstjórnarlaga kemur fram að ef íbúafjöldi í sveitarfélagi er undir 250 fyrir sveitarstjórnarkosningar árið 2022 eða 1.000 fyrir sveitarstjórnarkosningar 2026 skuli sveitarstjórnir hefja sameiningarferli eða senda ráðuneyti sveitarstjórnarmála álit innan árs um stöðu sveitarfélagsins, getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum og kostum mögulegrar sameiningar við önnur sveitarfélög. Álitið skal sent ráðuneyti sveitarstjórnarmála til umsagnar og síðan kynnt íbúum sveitarfélagsins ásamt umsögn ráðuneytisins.

Að því loknu skal sveitarstjórn taka ákvörðun um hvort hefja eigi sameiningarviðræður á grundvelli 119. gr. sveitarstjórnarlaga og hafa um það tvær umræður skv. 18. gr. sömu laga. Taki sveitarstjórn ákvörðun um að hefja ekki viðræður geta minnst 10% kosningabærra íbúa sveitarfélagsins óskað almennrar atkvæðagreiðslu um ákvörðun sveitarstjórnar, hafi slík atkvæðagreiðsla ekki farið fram. Sveitarstjórn skal verða við þeirri ósk eigi síðar en innan 6 mánaða frá því hún berst.

Niðurstaðan er bindandi fyrir sveitarstjórnir.

 

Sameining sveitarfélaga

 

Á vefsíðu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga liggur fyrir yfirlit um fjárhagslegan stuðning sjóðsins við sveitarfélög vegna sameininga óháð því hvaða sveitarfélög sameinast.

Sameining sveitarfélaga

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum