Hoppa yfir valmynd

Verkefni sveitarfélaga

Innviðaráðuneytið hefur birt uppfært yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga, skv. 1. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Yfirlitinu er ætlað til leiðbeiningar fyrir sveitarfélög við stefnumótun og áætlanagerð ásamt því að auðvelda umræðu og yfirsýn yfir skyldur og  hlutverk sveitarfélaga.

Lögmælt verkefni sveitarfélaga eru í yfirlitinu flokkuð eftir málaflokkum og hvort um lögskyld eða lögheimil verkefni er að ræða. Verkefni eru lögskyld ef sveitarfélögum er skylt að rækja þau. Í lögheimilum verkefnum felst að sveitarfélag hefur svigrúm til þess að ákveða hvort verkefninu er sinnt. Ef sú ákvörðun er tekin gildir um verkefnið tiltekinn lagarammi. Í yfirlitinu er jafnframt að finna lista yfir lögmæltar stefnur, áætlanir, reglur og samþykktir og lista yfir lögmæltar stjórnir, nefndir og ráð sveitarfélaga.

Yfirlitið hefur ekki gildi sem sjálfstæð réttarheimild og ráðast skyldur sveitarfélaga ekki af því heldur af viðkomandi lögum. Yfirlitið getur tekið breytingum eftir því sem við á og er öllum frjálst að koma ábendingum á framfæri. Ráðuneytið tekur við ábendingum um efni og form yfirlitsins í netfangið [email protected].

Sjá einnig:

Samtök sveitarfélaga

Kæruleiðir

Kærur til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á grundvelli 111. gr. sveitarstjórnarlaga er hægt að senda rafrænt gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins, minarsidur.stjr.is, eða á pdf-formati og senda ráðuneytinu: 

Síðast uppfært: 13.5.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum