Hoppa yfir valmynd

Vísinda- og tækniráð

Vísinda- og tækniráð mótar opinbera stefnu í vísindum og tækni á Íslandi

Vísinda- og tækniráð hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir, vísindamenntun og tækniþróun í landinu í því skyni að treysta stoðir íslenskrar menningar og auka samkeppnishæfni atvinnulífsins. Vísinda- og tækniráð starfar skv. lögum nr. 2/2003

Forsætisráðherra er formaður ráðsins en þar sitja einnig mennta- og menningarmálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Formaður skipar tvo menn í ráðið auk þess sem 14 fulltrúar eru tilnefndir í ráðið af ráðuneytum, háskólum og aðilum vinnumarkaðarins. Formaður ráðsins getur einnig kveðið allt að fjóra ráðherra til setu í ráðinu.

Ráðið markar stefnu stjórnvalda í vísinda- og tæknimálum til þriggja ára í senn. Umfjöllun ráðsins á hvoru sviði um sig er undirbúin af starfsnefndum ráðsins, vísindanefnd og tækninefnd. Vísinda- og tækniráð fundar fjórum sinnum ári.

Vísinda- og tækniráð 2019

Meðlimir Vísinda og tækniráðs 2019-2021. Frá vinstri Halldór Björnsson, Ásdís Jónsdóttir, Sæmundur Sveinsson, Fríða Björk Ingvarsdóttir, Hilmar Bragi Janusson, Steinunn Gestsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Jón Gunnar Bernburg, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Erla Björk Örnólfsdóttir, Jón Atli Benediktsson, Svana Helen Björnsdóttir, Eyrún Valsdóttir.
 Á myndina vantar: Bjarna Benediktsson, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, Guðmund Inga Guðbrandsson, Kristján Þór Júlíusson, Margréti Helgu Ögmundsdóttur , Róbert Farestveit og Unni Önnu Valdimarsdóttur. 

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira