Hoppa yfir valmynd

Hæfnirammi um íslenska menntun

Markmið hæfniramma um íslenska menntun er að auka gagnsæi innan íslenska menntakerfisins, mynda brýr milli formlegs og óformlegs náms og auðvelda samanburð við menntakerfi annarra Evrópulanda.

Hæfnirammi um íslenska menntun

Mismundandi námslok eru tengd við hæfniþrep og þannig varpar hæfniramminn ljósi á þá hæfni sem einstaklingur býr yfir að loknu námi. Hann getur þannig auðveldað samanburð, gagnsæi og hreyfanleika á milli menntakerfa og landa.

Íslenski hæfniramminn telur sjö hæfniþrep og endurspegla hækkandi þrep auknar hæfnikröfur. Þrepin endurspegla þær kröfur sem gerðar eru til einstaklingsins er varða þekkingu, leikni og hæfni í verkefnum, vinnu og samskiptum. Hæfniramminn eykur þannig gagnsæi og varpar ljósi á þá hæfni sem einstaklingur býr yfir að loknu námi á tilteknu þrepi. Upplýsingar um hæfni má t.a.m. nýta í ferilskrám, við starfsþróun og í umsókn um nám.

Samstarfsaðilar 

Hæfniramminn er samvinnuverkefni ráðuneytisins, Alþýðusambands Íslands (ASÍ), Samtaka atvinnulífsins (SA), BSRB, Kvasa, Leiknar, Bandalags háskólamanna (BHM), Samtaka íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og Landsamtaka íslenskra stúdenta (LÍS).

Innleiðing

Með lögum um háskóla árið 2006, framhaldsskóla árið 2008 og framhaldsfræðslu árið 2010 eru námslok innan formlega menntakerfisins og námskrár innan framhaldsfræðslu nú tengd við hæfniþrep sem eru skilgreind með hliðsjón af þeirri hæfni sem nemandi á að búa yfir við lok hvers þreps.

Lýsing á hæfniþrepum er birt í aðalnámskrá framhaldsskóla og í viðmiðum um æðri menntun og prófgráður, en þessi skjöl hafa reglugerðarígildi. Hæfnirammi um íslenska menntun var birtur í Stjórnartíðindum árið 2021.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum