Skipulag

 

Fjármála- og efnahagsráðuneyti starfar samkvæmt:

Ákvörðun um skipulag fjármála- og efnahagsráðuneytis (október 2016)

Samkvæmt 17. gr. laga nr. 115/2011 kveður ráðherra á um skiptingu ráðuneytisins í skrifstofur eftir verkefnum. Skipulag ráðuneytisins er í meginatriðum þannig: 

  • Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra. Staðgengill hans skal koma úr röðum skrifstofustjóra samkvæmt ákvörðun ráðuneytisstjóra.
  • Með ráðherra starfa einn til tveir aðstoðarmenn.
  • Skrifstofu eða sviði, sem er ígildi skrifstofu í skilningi Stjórnarráðslaga, stýrir skrifstofustjóri.
  • Sérfræðingar starfa innan einstakra skrifstofa eða sviða. Sama gildir um annað starfsfólk. Ráðuneytisstjóri setur skrifstofustjórum erindisbréf en sérfræðingar starfa samkvæmt starfslýsingum.
  • Ráðuneytið starfar sem ein heild og skiptist í fimm skrifstofur og tvö svið.

Upplýsingar um hverja skrifstofu má nálgast hér að neðan.

Þá starfar í umboði ráðherra sérstök eining um kjara- og mannauðsmál. Sú eining heitir: Kjara- og mannauðssýsla ríkisins. 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn