Hoppa yfir valmynd
14. mars 2001 Heilbrigðisráðuneytið

Rafræn sjúkraskrá - almenn kröfulýsing

Verkefnið kröfulýsing fyrir rafræn sjúkraskrárkerfi er þríþætt, almenn kröfulýsing, sértæk kröfulýsing og sérkröfur aðila. Almenna kröfulýsingin lýsir almennum kröfum um gagnauppbyggingu í sjúkraskrám, gagnaöryggi, upplýsingaflæði og annað sem öll sjúkraskrárkerfi skulu uppfylla. Ekki verður heimilt að nota sjúkraskrárkerfi sem ekki uppfylla alla þætti almennu kröfulýsingarinnar. Meginmarkmið almennu kröfulýsingarinnar fyrir sjúkraskrárkerfi er að samræma skráningu upplýsinga, skilgreina lágmarksskráningu, samræma form helstu upplýsinga sem fara á milli stofnana og kerfa innan heilbrigðiskerfisins og að skilgreina lágmarksöryggiskröfur.

Í almennu kröfulýsingu eru settar fram grunnkröfur fyrir almenn sjúkraskrárkerfi sem halda utan um sjúkragögn einstaklings sem verða til vegna meðferðar hans á heilbrigðisstofnun. Sjúkraskrárkerfið þarf að halda utan um grunnupplýsingar um sjúkling, ástæðu komu hans á sjúkra-stofnun, skoðun, meðferðir, árangur og afdrif. Auk þess þarf kerfið að geyma upplýsingar um öll formleg samskipti milli heilbrigðisstarfsmanna um sjúklinginn, t.d. bréf, beiðnir og svör.

Á árinu 1999 voru unnin fyrstu drög að almennri kröfulýsingu fyrir sjúkraskrárkerfi og voru þau send til fjölmargra aðila til umsagnar. Athugasemdir þeirra og alþjóðleg þróun á þessu sviði erlendis var höfð til hliðstjónar við gerð þeirrar almennu kröfulýsingar sem hér liggur fyrir. Í ljósi þess að verulegar breytingar hafa verið gerðar á upphaflegum drögum hefur verið ákveðið bjóða þeim sem áhuga hafa á að koma með frekari athugasemdir við almennu kröfulýsinguna. Stefnt er að því að almenna kröfulýsingin verði gefin út 1. mars 2001 og að hún taki gildi 10. apríl 2001. Það skal tekið fram að þau sjúkraskrárkerfi sem þegar eru í notkun munu fá ákveðinn tíma til þess að laga sig að settum kröfum.

Hér að neðan er almenna kröfulýsingin og þarf Acrobat Reader til þess að lesa skjölin:

Almenn kröfulýsing (109 KB)
Fylgiskjal 1: Lýsing á grunngögnum (32 KB)
Fylgiskjal 2: Lýsing á viðbótargögnum (6 KB)
Fylgiskjal 3: Lýsing á samskiptaupplýsingum (25 KB)
Fylgiskjal 4: Lög og reglugerðir (6 KB)
Fylgiskjal 5: Greinargerð um kóðun klínískra upplýsinga (69 KB)


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum