Hoppa yfir valmynd
21. maí 2021 Félagsmálaráðuneytið

Framtíð vinnumarkaðarins á Norðurlöndunum

Lokaskýrsla fjögurra ára samnorræns rannsóknarverkefnis um framtíð vinnumarkaðarins, sem ber heitið The Future of Work in the Nordic countries: Opportunities and Challenges for the Nordic Life Models, er komin út. Markmið verkefnisins er að greina áskoranir og tækifæri norræna vinnumarkaðslíkansins til framtíðar með hliðsjón af áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar, þ. á m. hvaða breytingar eru í vændum á norrænum vinnumarkaði í kjölfar stafrænnar þróunar, loftslagsvár, öldrun þjóðanna og alþjóðavæðingar.

Um er að ræða eina stærstu rannsókn sinnar tegundar sem framkvæmd hefur verið og umfangsmestu rannsókn sem unnin hefur verið á sviði vinnumála í norrænu samstarfi. Rannsóknarverkefninu var hrint í framkvæmd af norrænu vinnumálaráðherrunum árið 2017 en Fafo rannsóknastofnun í Noregi var falin umsjón með vinnunni sem 30 rannsakendur úr norræna háskólasamfélaginu komu að. Verkefnið samanstendur af sjö minni rannsóknarskýrslum, auk lokaskýrslunnar sem dregur saman heildarniðurstöður hópsins. Árið 2019 var haldin fjölsótt ráðstefna í Hörpu um vinnumarkað framtíðarinnar (Future of Work) þar sem fyrstu niðurstöður verkefnisins voru kynntar.

 „Vinnumarkaður framtíðarinnar er ekki á fyrirsjáanlegri leið heldur má segja að hann sé opinn fyrir tækifærum. Það er bæði tími og svigrúm til þess að aðlaga og vinna gegn ójafnræði og þekkingargjám. Heimsfaraldurinn hefur sýnt okkur að staðan er traust og við erum hæf til að takast á við umbreytingar“ segir Jon Erik Dølvik verkefnisstjóri hjá Fafo.

Hér má lesa ítarlega frétt á vef Norrænu ráðherranefndarinnar um verkefnið.

Hér má finna lokaskýrsluna

Heimasíða rannsóknarverkefnisins.

Í byrjun júní munu norrænu vinnumálaráðherrarnir eiga þemaumræður á fundi um efni lokaskýrslunnar og hvernig megi nýta þá þekkingu til framtíðar. Þá er ljóst að  niðurstöður rannsóknarverkefnisins munu koma til með að nýtast öllum þeim sem koma að stefnumótun á sviði vinnumála á Norðurlöndunum.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira