Hoppa yfir valmynd

Vegabréf

Hægt er að sækja um vegabréf hjá fastanefnd Íslands í Genf.

Panta ber tíma í síma 022 716 1700 eða senda beiðni á tölvupóstfangið [email protected]

Umsækjendur þurfa að hafa í huga að frágangur umsóknar og myndataka getur tekið nokkra stund.

Athugið að umsækjendur verða að greiða með reiðufé, ekki er tekið við greiðslukortum í fastanefndinni.

Gjaldskrá (frá 1. janúar 2018) 18-66 ára Aðrir
Almenn vegabréf CHF 115 CHF 50
Hraðafgreiðsla vegabréfa CHF 225 CHF 100
Neyðarvegabréf CHF 60 CHF 25

Vegabréf eru einu persónuskilríkin sem gefin eru út af íslenskum yfirvöldum og vissa er fyrir að önnur ríki viðurkenni sem gild ferðaskilríki. Því þurfa Íslendingar ávallt að ferðast með vegabréf hvort heldur er innan Schengen, innan Norðurlanda eða þar fyrir utan.

Umsóknarstaðir vegabréfa erlendis eru í flestum sendiskrifstofum Íslands sem og aðalræðisskrifstofum. Öll vegabréf eru gefin út af Þjóðskrá. Afgreiðslutími vegabréfa getur verið allt að 2 virkir dagar auk póstsendingartíma. Athugið að ef frídagar eru á tímabilinu lengist afgreiðslutíminn sem þeim nemur. Hægt er að sækja um hraðafgreiðslu gegn aukagreiðslu. Sjá gjaldskrá ÞÍ.

Umsækjandi þarf alltaf að mæta í eigin persónu á umsóknarstað og skal panta tíma fyrir fram í síma eða með tölvupósti. 

Eftirfarandi þarf að hafa með sér:

  • Eldra vegabréf
  • Umsóknargjald

ATH! Vegabréf eru aldrei endurútgefin né afgreidd í gegnum netið.

Vegabréf sem tilkynnt hafa verið glötuð eru skráð í Schengen og Interpol upplýsingakerfin og eru þar með ónothæf.

Sendiskrifstofum, fastanefndum og ræðismönnum er heimilt að gefa út vegabréf til bráðabirgða (neyðarvegabréf) ef brýna nauðsyn ber til. Neyðarvegabréf eru handskrifuð og ekki tölvulesanleg og hafa þar af leiðandi mun lægri öryggisstaðal en almenn vegabréf. Neyðarvegabréf eru fyrst og fremst ætluð til heimferðar eða ferðar á næsta umsóknarstað almennra vegabréfa.

Öruggast er að panta tíma fyrir neyðarvegabréfaumsókn. 

Gildistími neyðarvegabréfs er aldrei lengri en í 12 mánuði. Handhafa neyðarvegabréfs ber að skila því til lögreglu eftir notkun.

Óvíst er að neyðarvegabréf dugi alls staðar til að fá landgöngu. T.d. heimila Bandaríkin ekki landgöngu á neyðarvegabréfi án áritunar, - einungis heimferð.

Tilkynna skal lögreglu, Þjóðskrá Íslands eða sendimönnum Íslands erlendis þegar í stað ef vegabréf glatast á þar til gerðu eyðublaði á vef Þjóðskrár. Vegabréf sem tilkynnt hafa verið glötuð eru skráð í Schengen og Interpol upplýsingakerfin og eru þar með ónothæf.

Umsækjandi skal:

  • Mæta í eigin persónu á umsóknarstað
  • Sanna deili á sér með eldra vegabréfi eða öðrum persónuskilríkjum
  • Koma með tvær passamyndir af sér
  • Fylla út umsóknareyðublað um neyðarvegabréf hjá sendiskrifstofu.
  • Greiða fyrir vegabréf skv. lögum um aukatekjur ríkissjóðs nr. 88/1991.

Mynd í neyðarvegabréfi skal uppfylla eftirtalin skilyrði:

a.
Myndin skal vera andlitsmynd, tekin þannig að andlitið snúi beint að myndavél og bæði augu sjáist.
b.
Myndin skal vera jafnlýst, bakgrunnur ljósgrár, hlutlaus og án skugga.
c.
Umsækjandi má ekki bera dökk gleraugu eða gleraugu með speglun.
d.
Umsækjandi má ekki bera höfuðfat. Þó má heimila slíkt ef umsækjandi fer fram á það af trúarástæðum.
e.
Ef umsækjandi kemur með ljósmynd á rafrænum miðli má ljósmyndin ekki vera eldri en sex mánaða gömul.

Börn undir 18 ára aldri þurfa eigin vegabréf. Best er ef báðir forsjármenn, ásamt barni, geti mætt þegar sótt er um vegabréf fyrir barn og skrifa undir umsóknina. Sé þess ekki kostur er nóg að annar forsjáraðili mæti með undiritað samþykki vegna útgáfu vegabréfs fyrir einstakling undir 18 ára aldri af báðum forsjársaðilum ásamt 2 vottum. Ef að vottarnir eru erlendir þá þarf að koma með afrit af persónuskilríkjum viðkomandi.

Áður en komið er á umsóknarstað þarf að fylla út samþykki vegna útgáfu vegabréfs fyrir einstakling undir 18 ára aldri. Það varðar sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum ef maður gefur rangar upplýsingar um forsjá barns í þeim tilgangi að gefið verði út vegabréf til þess án samþykkis forsjárforeldris.

Fari einn með forsjá barns er undirskrift hans nægjanleg vegna umsóknar enda staðfesti Þjóðskrá Íslands að viðkomandi fari einn með forsjá.

Ef minnsta óvissa er um forræði þess sem leggur fram umsókn um vegabréf barns, verða upplýsingar staðreyndar eftir fremsta megni.

Börn yngri en 12 ára eru undanþegin fingrafaratöku.

Sérstök athygli er vakin á að hafi forsjáraðili, sem fór einn með forsjá barns, gengið í hjúskap fyrir 01.01.2013 þarf einnig samþykki stjúpforeldris. Hafi forsjáraðili, sem fór einn með forsjá barns, skráð sig í sambúð í þjóðskrá fyrir 01.01.2012 þarf einnig samþykki sambúðarforeldris.

Eingöngu er heimilt að gefa út vegabréf samkvæmt umsókn annars forsjárforeldris þegar hitt forsjárforeldrið er ófært um að veita samþykki sitt vegna sjúkdóms, fjarvistar eða annarra sérstakra aðstæðna að undangenginni athugun á umræddum aðstæðum og mati á því hvort hætta sé á að barn verði fært úr landi með ólögmætum hætti. Fullyrðingar um að annað foreldrið sé erlendis þar sem ekki náist í það eru alls ekki fullnægjandi grundvöllur. Sjá nánar á heimasíðunni www.skra.is

Börn sem fædd eru erlendis þurfa að vera komin með kennitöluskráningu í íslensku þjóðskránni til þess að hægt sé að sækja um vegabréf fyrir þau. Hafi barnið aldrei fengið útgefið vegabréf skal sýna fæðingarvottorð barnsins þegar sótt er um.

Eyðublöð:

Ef umsækjandi hefur breytt nafni sínu þarf að vera búið að fá staðfest að nýtt nafn hafi verið skráð hjá Þjóðskrá (www.skra.is) áður en sótt er um nýtt vegabréf, annars prentast nafnið í vegabréfið eins og það er skráð við umsókn. 

Slíkt gerist ekki sjálfkrafa þó makar taki upp nafn hvors annars við hjónavígslu erlendis.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Veldu tungumál

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira