Hoppa yfir valmynd

Nánar um reglugerð um almenna hópundanþágu

Reglugerð (ESB) um almenna hópundanþágu tiltekur skilyrði þess að veita megi fyrirtækjum ríkisaðstoð á tilteknum sviðum án þess að leita þurfi eftir samþykki Eftirlitsstofnunar EFTA.

Af flokkum aðstoðar sem falla undir gerðina má nefna aðstoð vegna lagningar háhraðanets, menningar og varðveislu menningararfleifðar, orkugrunnvirkja, hljóð- og myndmiðlaverka, grunnvirkja á sviði tómstunda, aðstoð til að bæta tjón vegna tiltekinna náttúruhamfara (m.a. jarðskjálfta og eldgosa), byggðaaðstoð, aðstoð til umhverfisverndar og til menntunar.

Með breytingarreglugerð frá 2017 voru gerðar breytingar á hópundanþágureglugerðinni þar sem bætt var við nýjum undanþágum varðandi fjárfestingar- og rekstraraðstoð vegna flugvalla og hafna. Einnig var gefinn meiri sveigjanleiki til stuðnings við menningu, til fjárfestingaraðstoðar við byggingu íþróttagrunnvirkja og til svæðisbundinnar rekstraaðstoðar í dreifbýli.

Ef til staðar eru heimildir í landslögum geta stjórnvöld, að uppfylltum skilyrðum reglugerðarinnar, veitt fyrirtækjum ríkisaðstoð af því tagi sem kveðið er á um í reglugerðinni og telst hún samrýmanleg ríkisaðstoðarreglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn) og undanþegin tilkynningarskyldu til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Nánar er kveðið á um tilkynningarskylduna í samningi milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls (SED), einkum bókun 3 við hann.

Meirihluti allrar ríkisaðstoðar sem veitt er í dag innan EES fellur undir ákvæði hópundanþágureglugerðarinnar. Framkvæmdin er með þeim hætti að fyrirhugaðar ráðstafanir sem fela í sér veitingu ríkisaðstoðar eru mátaðar við ákvæði reglugerðarinnar eða þær hannaðar frá upphafi með reglugerðina í huga. Í stað þess að ráðstafanirnar þurfi að tilkynna til ESA eru grunnupplýsingar um þær skráðar á staðlað eyðublað sem ESA er látið í té, í hvert sinn sem aðstoðarkerfi er hrundið í framkvæmd eða sérstök (ad hoc) aðstoð er veitt. Eyðublaðið sem fylgir gerðinni hefur verið staðfært af EFTA-skrifstofunni. Sjá einnig leiðbeiningar um útfyllingu og birtingu GBER eyðublaðs.

Birt eyðublöð má nálgast á GBER-vef ESA

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira