Hoppa yfir valmynd

Tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals ÍST-85:2012

Tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 var ýtt formlega úr vör á jafnréttisþing 1. nóvember síðastliðinn. Verkefnið er unnið á vegum aðgerðahóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um um launajafnrétti á grundvelli aðgerðaáætlunar um launajafnrétti.

Ráðgert er að verkefninu ljúki 1. júní 2014. Sérfræðingar á vegum forsætisáðuneytisins, fjármála-og efnahagsráðuneytisins, Samtaka atvinnulífsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga stýra tilraunaverkefninu og efna til samstarfsvettvangs þeirra stofnana, fyrirtækja og sveitarfélaga er taka þátt í verkefninu.

Stofnanir, sveitafélög og fyrirtæki sem eru þátttakendur í tilraunaverkefninu:

 • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
 • Velferðarráðuneytið
 • Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
 • Fiskistofa
 • Menntaskólinn í Kópavogi
 • Ríkiskaup
 • Landmælingar Íslands
 • Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn
 • Náttúrufræðistofnun Íslands
 • Alþingi
 • Tollstjóri
 • Reykjavíkurborg
 • Hafnarfjörður
 • Verkís, verkfræðistofa

Nánari upplýsingar veita:

 • Rósa Guðrún Erlingsdóttir, sérfræðingur í forsætisráðuneytinu, sem er verkefnastjóri aðgerðahóps um launajafnrétti og fulltrúi ráðuneytisins í sérfræðiteymi um tilraunaverkefnið.
  - [email protected], sími: 545 8100
 • Guðný Einarsdóttir og Einar Mar Þórðarson, sérfræðingar í fjármála- og efnhagsráðuneytinu sem leiða tilraunaverkefnið og veita ráðgjöf varðandi innleiðingu jafnlaunastaðals.
  - [email protected], sími: 545 9200
  - [email protected], sími: 545 9200
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira