Hoppa yfir valmynd
B. Forvarnir í leikskólum

Lýsing á aðgerð

B.1. Fræðsla starfsfólks.

Starfsfólk leikskóla hljóti fræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni og forvarnir sem hæfa leikskólabörnum. Leikskólastjórar, með stuðningi frá skólaskrifstofum sveitarfélaga eftir því sem við á, beri ábyrgð á fræðslunni. Tryggt verði að allt starfsfólk hljóti lágmarksfræðslu á netnámskeiði, sbr. aðgerð A.4. Skólaskrifstofur bjóði upp á frekari fræðslu og umræðu innan umdæmis síns og stjórnendur leikskóla nýti annað fræðsluefni til að tryggja viðunandi þekkingu og þjálfun starfsfólks.

  • Mælikvarði: 90% starfsfólks hafi lokið netnámskeiði fyrir lok árs 2025.
  • Kostnaðaráætlun: Innan ramma.
  • Ábyrgðaraðili: Leikskólastjórar.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Skólaskrifstofur, forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félag stjórnenda leikskóla, Barnaverndarstofa og frjáls félagasamtök.

Staða verkefnis

Haldinn var fundur með leikskólastjórnendum í maí 2022 og þingsályktunin kynnt. Í september 2022 hlaut svo starfsfólk leikskóla fræðslu um kynferðislegt ofbeldi og áreitni á örnámskeiði um grunnatriði kynferðisofbeldis, einkenni ofbeldis, ferli mála og tilkynningarskylduna. Námskeiðið var haldið í samstarfi með Barna- og fjölskyldustofu og Barnahúsi og sá sérstakur rannsakandi hjá Barnahúsi um námskeiðið. Þá hefur auk þess nýtt fræðsluefni um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni fyrir leikskóla verið kynnt. Haldinn verður fundur með leikskólastjórnendum í byrjun árs 2024 þar sem netnámskeið Barna- og fjölskyldustofu, sbr. aðgerð A.4, verður kynnt og tryggt að allt starfsfólk hljóti þá fræðslu.

Verkefnið telst vera hafið.

Staða verkefnis

Hafið
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum