Hoppa yfir valmynd
C. Forvarnir í grunnskólum í samvinnu við heilsugæslu, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar

Lýsing á aðgerð

C.5. Forvarnir í félagsmiðstöðvum.

 Fræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni verði beint til unglinga í gegnum félagsmiðstöðvar. Stígamótum verði falið að halda áfram fræðslu til starfsfólks félagsmiðstöðva sem fram hefur farið í tengslum við átakið Sjúk ást. Þannig verði fest í sessi það fyrirkomulag að unglingar sem sækja árlegt ball Samfés þurfi fyrst að fá fræðslu í félagsmiðstöð sinni. Skoðað verði hvernig megi styðja með frekari hætti forvarnastarf í félagsmiðstöðvum, einkum það sem beinist að því að þjálfa starfsfólk félagsmiðstöðva í að fjalla um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni, svo sem með Ofbeldisforvarnaskólanum.

  • Mælikvarði: Allir unglingar sem sækja árlegt ball Samfés hljóti fræðslu Sjúkrar ástar í félagsmiðstöð sinni.
  • Kostnaðaráætlun: 2 millj. kr. á ársgrundvelli árin 2021–2025.
  • Ábyrgðaraðili: Stígamót.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Samfés, Ofbeldisforvarnaskólinn, verkefni Reykjavíkurborgar Opinskátt um ofbeldi, Háskóli Íslands (tómstunda- og félagsmálafræði), Samtökin '78, Fjölmenningarsetur, Tabú og forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Staða verkefnis

Sjúkást-herferð fór í loftið í byrjun mars, þema herferðarinnar í ár er unnið úr gögnum sem fengist hafa í gegnum verkefnið Sjúktspjall, nafnlaust netspjall fyrir ungmenni. Þemun varpa ljósi á hvers kyns fræðslu unga fólkið þarf, en á spjallinu er unga fólkið fyrst og fremst að spyrja hvort það sjálft sé í ofbeldissambandi, hvort það hafi orðið fyrir nauðgun, hvað það geti gert, auk þess að fá speglun á afhverju það geti ekki sagt frá og hvort að það sé eðlilegt að líða svona. Einnig eru sum að spyrja hvort að þau sjálf hafi farið yfir mörk annarra. Snýr því herferðin í ár að því að svara þessum helstu spurningum þeirra sem leita til spjallsins.Þegar herferðin fór af stað voru veggspjöld með nýja efninu send á allar félagsmiðstöðvar landsins (og framhaldsskóla) og efnið sett á vefsíðuna sjukast.is og dreift í gegnum samfélagsmiðla. Í mars var starfsfólki félagsmiðstöðva boðið á fræðslufund þar sem farið var yfir viðfangsefni átaksins, með leiðbeiningum um glærusýningu ársins. Í kjölfarið var sendur út fræðslupakki á allar félagsmiðstöðvar, sem inniheldur glærusýningu, handrit með glærusýningunni, allt myndefnið í ár, upptaka af fræðslufundinum og drög að foreldrabréfi sem félagsmiðstöðvar gátu nýtt sér. Í kjölfar átaksins sendu Stígamót könnun á félagsmiðstöðvar og óskuðu eftir upplýsingum um þátttöku. Svör fengust frá 49 félagsmiðstöðvum sem héldu fræðslur fyrir 5372 ungmenni á sínum vegum. Að auki héldu 20 félagsmiðstöðvar fræðslur í tengdum skólum (alls 34 skólar) og er ljóst að yfir 6000 nemendur fengu Sjúkást fræðsluna.  
 
Verkefnið telst vera komið vel á veg.

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum