Lýsing á aðgerð
C.5. Forvarnir í félagsmiðstöðvum.
Fræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni verði beint til unglinga í gegnum félagsmiðstöðvar. Stígamótum verði falið að halda áfram fræðslu til starfsfólks félagsmiðstöðva sem fram hefur farið í tengslum við átakið Sjúk ást. Þannig verði fest í sessi það fyrirkomulag að unglingar sem sækja árlegt ball Samfés þurfi fyrst að fá fræðslu í félagsmiðstöð sinni. Skoðað verði hvernig megi styðja með frekari hætti forvarnastarf í félagsmiðstöðvum, einkum það sem beinist að því að þjálfa starfsfólk félagsmiðstöðva í að fjalla um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni, svo sem með Ofbeldisforvarnaskólanum.
- Mælikvarði: Allir unglingar sem sækja árlegt ball Samfés hljóti fræðslu Sjúkrar ástar í félagsmiðstöð sinni.
- Kostnaðaráætlun: 2 millj. kr. á ársgrundvelli árin 2021–2025.
- Ábyrgðaraðili: Stígamót.
- Dæmi um samstarfsaðila: Samfés, Ofbeldisforvarnaskólinn, verkefni Reykjavíkurborgar Opinskátt um ofbeldi, Háskóli Íslands (tómstunda- og félagsmálafræði), Samtökin '78, Fjölmenningarsetur, Tabú og forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Staða verkefnis