Hoppa yfir valmynd
C. Forvarnir í grunnskólum í samvinnu við heilsugæslu, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar

Lýsing á aðgerð

C.5. Forvarnir í félagsmiðstöðvum.

 Fræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni verði beint til unglinga í gegnum félagsmiðstöðvar. Stígamótum verði falið að halda áfram fræðslu til starfsfólks félagsmiðstöðva sem fram hefur farið í tengslum við átakið Sjúk ást. Þannig verði fest í sessi það fyrirkomulag að unglingar sem sækja árlegt ball Samfés þurfi fyrst að fá fræðslu í félagsmiðstöð sinni. Skoðað verði hvernig megi styðja með frekari hætti forvarnastarf í félagsmiðstöðvum, einkum það sem beinist að því að þjálfa starfsfólk félagsmiðstöðva í að fjalla um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni, svo sem með Ofbeldisforvarnaskólanum.

  • Mælikvarði: Allir unglingar sem sækja árlegt ball Samfés hljóti fræðslu Sjúkrar ástar í félagsmiðstöð sinni.
  • Kostnaðaráætlun: 2 millj. kr. á ársgrundvelli árin 2021–2025.
  • Ábyrgðaraðili: Stígamót.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Samfés, Ofbeldisforvarnaskólinn, verkefni Reykjavíkurborgar Opinskátt um ofbeldi, Háskóli Íslands (tómstunda- og félagsmálafræði), Samtökin '78, Fjölmenningarsetur, Tabú og forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Staða verkefnis

Í mars sl. fór af stað ný Sjúkást-herferð og ný þjónusta opnuð: Netspjall fyrir ungmenni til að ræða nafnlaust við ráðgjafa Stígamóta. Í tilraunaskyni verður netspjallið opið í ár, en vonandi fest í sessi til frambúðar eftir þann tíma. Veggspjöld og annar varningur var sendur á allar félagsmiðstöðvar landsins (og framhaldsskóla), ásamt fræðsluglærum Stígamóta. Þann 23. mars var starfsfólki félagsmiðstöðvanna boðið á fræðslufund um notkun efnisins. Inn á heimasíðuna www.sjukast.is fóru loks ný próf þar sem ungmenni geta kannað stöðu ástarsambands síns – hvort samskipti parsins séu heilbrigð, óheilbrigð eða ofbeldisfull. 
 
Verkefnið telst vera komið vel á veg.

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira