Hoppa yfir valmynd
D. Forvarnir í framhaldsskólum

Lýsing á aðgerð

D.1. Forvarnir í tengslum við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli. 

 Virkjað verði net tengiliða verkefnisins Heilsueflandi framhaldsskóli í skólum en meðal áhersluþátta heilsueflandi viðmiða eru jafnrétti, kynheilbrigði og öryggi. Tengiliðir, ásamt námsráðgjöfum, fái fræðslu og verkfæri til að stuðla að virkum forvörnum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem beinist einkum að nemendum, í samhengi við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli. Einnig verði hvatt til að hver skóli helgi ákveðinn tíma á skólaárinu umfjöllun um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni.

  •  Mælikvarði: Allir tengiliðir verkefnisins Heilsueflandi framhaldsskóli og námsráðgjafar fái upplýsingar sem stuðli að virkum forvörnum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.
  •  Kostnaðaráætlun: Innan ramma.
  •  Ábyrgðaraðili: Embætti landlæknis.
  •  Dæmi um samstarfsaðila: Forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Jafnréttisstofa, Skólameistarafélag Íslands, umboðsmaður barna og heilsugæslan.

Staða verkefnis

Haldnir voru þrír fundir með skólastjórnendum framhaldsskólanna, tengiliðum heilsueflandi framhaldsskóla og öðru lykilfólki innan skólanna veturinn 2021/2022. Þar fékk starfsfólk kynningu á þingsályktuninni ásamt almennri ofbeldisfræðslu sem verkefnastýrur Embættis landlæknis stýrðu.

Í framhaldi af fundum með tengiliðum Heilsueflandi framhaldsskóla, skólameisturum og náms- og starfsráðgjöfum var útbúið yfirlitsskjal um hvað þyrfti að vera til staða í skólunum til þess að standa vel að ofbeldisforvörnum og viðbrögðum. Skjalið hefur svo verið sent til Mennta- og barnamálaráðuneytis þar sem það er nýtt í starf með Sambandi íslenskra framhaldsskólanema sem hafa verið að vinna að viðbragðsáætlun fyrir framhaldsskólana þegar að upp kemur tilfelli um kynferðislegt eða kynbundið ofbeldi og áreitni innan framhaldsskóla.

Upplýsingar verða áfram veittar til framhaldsskólana um ofbeldisforvarnir í gegnum Heilsueflandi framhaldsskóla og verður það gert í samstarfi við Forvarnarfulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga og annarra hagaðila. 

Unnið er áfram með mennta- og barnamálaráðuneytinu að gerð EKKO viðbragðsleiðbeininga fyrir framhaldsskóla. 

Verkefninu telst vera lokið.

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum