Hoppa yfir valmynd
A. Almennar aðgerðir

Lýsing á aðgerð

A.6. Mat á áhrifum aðgengis barna og ungmenna að klámi.

Framkvæmt verði mat á áhrifum stafræns aðgengis barna og ungmenna að klámi á heilsu þeirra og líðan. Matið verði notað til að gera tillögur að aðgerðum sem stuðla að kynheilbrigði ungs fólks.

  • Mælikvarði: Mat hafi verið framkvæmt og niðurstöður liggi fyrir við árslok 2021.
  • Kostnaðaráætlun: 3 millj. kr. á árinu 2021.
  • Ábyrgðaraðili: Heilbrigðisráðuneyti.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Félagsmálaráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, Jafnréttisstofa, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, embætti landlæknis, SAFT, Samtökin '78 og Stígamót.

Staða verkefnis

Heilbrigðisráðuneytið hefur flutt  verkefnið til Embættis landlæknis. Ákveðið hefur verið að taka saman upplýsingar um nýlegar íslenskar rannsóknir sem hafa verið gerðar á sviðinu auk þess að nýta erlendar niðurstöður um áhrif klámnotkunar barna og ungmenna á heilsu og kynheilbrigði til lengri tíma litið. Verið er að vinna skýrslu í samstarfi við rannsóknarfyrirtæki þar sem áhersla verður á nemendur í 10. bekk annars vegar og nemendur í framhaldsskóla hins vegar. Vinnan sem fyrirhuguð var á vormánuðum tafðist aðeins en er nú í fullum gangi. Áætlað er að skýrslan verði tilbúin fyrir árslok 2022.

Verkefnið telst vera komið vel á veg.

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira