Hoppa yfir valmynd
F. Eftirfylgni og mat á árangri

Lýsing á aðgerð

F.1. Vöktun upplýsinga.

Fylgst verði með niðurstöðum kannana sem mæla umfang kynferðislegs ofbeldis og áreitni gegn börnum og ungmennum, svo sem frá Rannsóknum & greiningu. Upplýsingarnar verði nýttar til að varpa ljósi á árangur af þessari áætlun. Auk þess verði horft eftir vísbendingum um fjölda barna og ungmenna sem greina frá slíku ofbeldi og sérstaklega skal leitast við að greina tíðni og eðli ofbeldis og áreitni sem beinist að fötluðum börnum og ungmennum. Haft verði í huga að tölur geta hækkað með aukinni meðvitund um ofbeldi.

  • Mælikvarði: Árlega verði greindar upplýsingar sem varpa ljósi á umfang ofbeldis og áreitni og fjölda barna og ungmenna sem greina frá slíku.
  • Kostnaðaráætlun: Innan ramma.
  • Ábyrgðaraðili: Barnaverndarstofa (Miðstöð um ofbeldi gegn börnum).
  • Dæmi um samstarfsaðila: Rannsóknir & greining, félagsþjónustan, heilsugæslan, forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs, embætti landlæknis og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.

Staða verkefnis

Búið er að ráða starfsmann í verkefnið og vinnan og eftirfylgnin orðin virk.

Verkefninu telst vera lokið en eftirfylgni og vöktun upplýsinga er viðvarandi verkefni út gildistíma þingsályktunarinnar.

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum