Hoppa yfir valmynd
D. Forvarnir í framhaldsskólum

Lýsing á aðgerð

D.2. Fræðsla starfsfólks. 

Starfsfólk framhaldsskóla hljóti fræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni og forvarnir sem hæfa framhaldsskólanemum. Skólastjórnendur beri ábyrgð á fræðslunni með stuðningi frá forvarnafulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga og í samstarfi við tengilið við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli og námsráðgjafa. Tryggt verði að allt starfsfólk hljóti lágmarksfræðslu á netnámskeiði, sbr. aðgerð A.4. Forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga bjóði upp á frekari fræðslu og umræðu og stjórnendur framhaldsskóla nýti annað fræðsluefni til að tryggja viðunandi þekkingu og þjálfun starfsfólks.

  • Mælikvarði: 90% kennara og starfsfólks framhaldsskóla hafi lokið netnámskeiði fyrir lok árs 2025.
  • Kostnaðaráætlun: Innan ramma.
  • Ábyrgðaraðili: Skólameistarar framhaldsskóla.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Skólameistarafélag Íslands, tengiliður við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli, Barnaverndarstofa og frjáls félagasamtök.

Staða verkefnis

Haldnir voru þrír fundir með skólastjórnendum framhaldsskólanna, tengiliðum heilsueflandi framhaldsskóla og öðru lykilfólki innan skólanna veturinn 2021/2022. Þar fékk starfsfólk kynningu á þingsályktuninni ásamt almennri ofbeldisfræðslu sem verkefnastýrur Embættis Landlæknis stýrðu. Að auki hefur verið unninn leiðarvísi fyrir starfsfólk framhaldsskólanna sem mennta- og barnamálaráðuneytið bar ábyrgð á, í góðu samstarfi við aðila er koma að málefnum framhaldsskólanna að einhverju leyti. Haldin verður önnur fundarröð með starfsfólki framhaldsskóla í upphafi árs 2024 þar sem netnámskeið Barna- og fjölskyldustofu fyrir starfsfólk framhaldsskóla, sbr. aðgerð A.4., verður meðal annars kynnt.  

Verkefnið telst vera hafið.

Staða verkefnis

Hafið
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum