Hoppa yfir valmynd
F. Eftirfylgni og mat á árangri

Lýsing á aðgerð

F.2. Mat á árangri einstakra aðgerða. 

 Árlega verði gerð samantekt yfir stöðu á öllum mælikvörðum sem fram koma í ályktun þessari og hún kynnt samhæfingarhópi, sbr. aðgerð F.3, ásamt yfirliti yfir störf forvarnafulltrúa. Forvarnafulltrúi skili einnig heildstæðri samantekt til forsætisráðuneytis í tengslum við mótun nýrrar aðgerðaáætlunar fyrir árin 2026–2030. Tekið verði mið af áætlun þessari við gerð stefnumarkandi landsáætlunar um framfylgd samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi (Istanbúl-samningsins) frá 2011.

  • Mælikvarði: Árlegt yfirlit yfir alla mælikvarða og störf forvarnafulltrúa kynnt fyrir samhæfingarhópi.
  • Kostnaðaráætlun: Innan ramma.
  • Ábyrgðaraðili: Forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Forsætisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og allir ábyrgðaraðilar fyrir einstakar aðgerðir.

Staða verkefnis

Aðgerðinni er lokið. Forvarnarfulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga vinnur heildstæða samantekt til forsætisráðuneytisins ásamt samantekt yfir stöðu á öllum mælikvörðum og skilar inn fyrir árslok hvert ár. Þessi aðgerð er unnin árlega.   

Verkefninu telst vera lokið.

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum