Hoppa yfir valmynd
C. Forvarnir í grunnskólum í samvinnu við heilsugæslu, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar

Lýsing á aðgerð

C.1. Forvarnateymi grunnskóla.

 Í hverjum grunnskóla starfi teymi sem hafi það hlutverk að tryggja kennslu í öllum árgöngum um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni sem hæfir aldri og þroska nemenda. Teymið verði kennurum og öðru starfsfólki til stuðnings og ráðgjafar varðandi fræðslu og umræðu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni og sjái einnig um að tryggja viðunandi þekkingu og þjálfun starfsfólks. Teymið leitist jafnframt við að tryggja samhæfð viðbrögð starfsfólks með tilliti til ólíkra hópa og ólíkra einstaklinga í tilfellum þar sem börn reyna að greina frá ofbeldi og áreitni. Sérstaklega verði horft eftir merkjum um slíkt í tengslum við umfjöllun sem tengist forvörnum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Hvert teymi verði skipað með eftirfarandi hætti, þó eftir því sem við á innan hvers skóla: stjórnandi, kennari með þekkingu á málaflokknum, skólahjúkrunarfræðingur, skólasálfræðingur, þroskaþjálfi/sérkennari eða annar aðili sem ber ábyrgð á sérkennslu, námsráðgjafi, tengiliður við frístundaheimili og/eða tengiliður við félagsmiðstöð og tengiliður við félagsþjónustu. Teymið verði jafnframt tengiliður við skólaskrifstofur sem sjái um að miðla þekkingu og fræðslu. Skólaskrifstofur fylgi því eftir að innan hvers skóla verði starfrækt slíkt teymi.

  • Mælikvarði: Teymi verði starfrækt í hverjum grunnskóla fyrir árslok 2021.
  • Kostnaðaráætlun: Innan ramma.
  • Ábyrgðaraðili: Skólastjórar grunnskóla og skólaskrifstofur sveitarfélaga.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga og heilsugæslan.

Staða verkefnis

Nú hefur forvarnarteymum ofbeldis verið komið til framkvæmda innan allra grunnskóla landsins.Teymin eru mótuð á mismunandi máta; einhver eru samþætt fyrirliggjandi teymum innan skólanna, önnur eru sameinuð á milli skóla í smærri byggðalögum og sum eru sett upp út frá viðmiðum í þingsályktun. Þá var unnið verklag og gátlisti fyrir forvarnarteymin og skólana að styðjast við ásamt drögum að viðbragðsáætlun fyrir skólana að staðfæra. Viðbragðsferill fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi var einnig þróaður. Starfsfólki skóla og fulltrúum forvarnarteymanna var að auki boðið á örnámskeið um grunnatriði um kynferðislegt ofbeldi og áreitni gegn börnum og ungmennum, ferli mála, tilkynningarskylduna og einkenni ofbeldis. Allt efni sem unnið hefur verið fyrir skólana er aðgengilegt inn á vefgáttinni StoppOfbeldi. Fundað verður með teymunum í upphafi árs 2024 til að kynna netnámskeið Barna- og fjölskyldustofu. 

Verkefninu telst vera lokið.

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum