Hoppa yfir valmynd
A. Almennar aðgerðir

Lýsing á aðgerð

A.3. Ritstjóri hjá Menntamálastofnun.

Innan Menntamálastofnunar starfi ritstjóri/verkefnisstjóri í a.m.k. hálfu starfi sem hafi það hlutverk að byggja upp þekkingu á námsefnisgerð sem styðji forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, þar á meðal gerð námsefnis í jafnréttis- og kynjafræðum. Verkefnisstjórinn skal fylgja eftir þeim verkefnum sem Menntamálastofnun eru falin samkvæmt aðgerðaáætlun þessari. Verkefnisstjórinn skal tryggja að nýtt námsefni sé unnið í samráði við fræðafólk og frjáls félagasamtök til að tryggja að stuðst sé við faglega þekkingu og reynslu af því að beina fræðslu til barna og ungmenna. Verkefnisstjórinn starfi á meðan áætlunin er í gildi en stöðugildið verði endurskoðað í næstu aðgerðaáætlun með tilliti til árangurs af starfinu.

  • Mælikvarði: Ritstjóri/verkefnisstjóri hafi tekið til starfa á árinu 2021.
  • Kostnaðaráætlun: 6 millj. kr. á ársgrundvelli vegna launa- og starfsmannakostnaðar.
  • Ábyrgðaraðili: Menntamálastofnun.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Mennta- og menningarmálaráðuneyti, forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Barnaverndarstofa (Barnahús), Jafnréttisstofa, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, háskólar og frjáls félagasamtök.

Staða verkefnis

Ráðinn hefur verið ritstjóri í hálfu starfi hjá Menntamálastofnun sem mun sinna ritstjórn á forvarnarefni fyrir öll skólastig.

Verkefninu telst vera lokið.

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum