Hoppa yfir valmynd
A. Almennar aðgerðir

Lýsing á aðgerð

A.4. Netnámskeið fyrir fólk sem starfar með börnum og ungmennum.

Útbúið verði gagnvirkt netnámskeið með grunnfræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni fyrir fólk sem starfar með börnum og ungmennum. Efnistök byggist á efni sem hefur verið unnið í tengslum við námskeiðið Verndum þau en höfundar þess eru sérfræðingar í Barnahúsi. Námskeiðið verði í fjórum útgáfum með eftirfarandi markhópa í huga: 1) leikskóla, 2) yngri bekki grunnskóla ásamt frístundaheimilum, 3) eldri bekki grunnskóla ásamt félagsmiðstöðvum og 4) framhaldsskóla. Þá verði útbúið viðbótarefni sem beinist sérstaklega að fagaðilum sem starfa með fötluðum börnum og ungmennum. Byggt verði á netnámskeiði í barnavernd sem útbúið var fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þó verði lögð megináhersla á eðli og afleiðingar kynferðislegs og kynbundins ofbeldis og áreitni. Námskeiðið verði hannað með þeim hætti að stjórnendur geti fylgst með að starfsfólk hafi lokið námskeiðinu og að Barnaverndarstofa fái sjálfkrafa upplýsingar um heildarfjölda þeirra sem taka námskeiðið.

  • Mælikvarði: Netnámskeið verði tilbúin árið 2022.
    Kostnaðaráætlun: 4 millj. kr. á árinu 2021, 4 millj. kr. á árinu 2022 og 0,5 millj. kr. á árunum 2023–2025 til að tryggja eftirfylgni.
  • Ábyrgðaraðili: Barnaverndarstofa (Barnahús).
  • Dæmi um samstarfsaðila: Umboðsmaður barna, samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs, forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Æskulýðsvettvangurinn, Menntamálastofnun, Jafnréttisstofa, Barnaheill, Stígamót, Þroskahjálp/Átak – félag fólks með þroskahömlun, réttindagæslumaður fatlaðs fólks, Tabú, Fjölmenningarsetur og Samtökin '78.

Staða verkefnis

Fjórir fyrirlestrar eru tilbúnir. Búið er að kaupa aðgang að kerfinu Teachable sem notaður verður fyrir fyrirlestraröðina. Verið er að prufukeyra forritið. Farið verður í upptöku fljótlega og spurningar formaðar. Netnámskeiðin ættu að vera tilbúið í árslok 2022.

Verkefnið telst vera komið vel á veg.

 

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira