Hoppa yfir valmynd
D. Forvarnir í framhaldsskólum

Lýsing á aðgerð

D.5. Efling kynjafræðikennslu.

Staðið verði að kynningarátaki um gildi kynjafræðikennslu í framhaldsskólum og þar á meðal um gildi þess að gera kynjafræði að skyldufagi, sbr. 23. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008. Samhliða verði námsefni um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni og um kynheilbrigði og kynhegðun kynnt fyrir framhaldsskólakennurum, sbr. aðgerð D.3.

  • Mælikvarði: Kynningarátak um gildi kynjafræðikennslu í framhaldsskólum hafi átt sér stað á árinu 2022.
  • Kostnaðaráætlun: 1 millj. kr. á árinu 2022.
  • Ábyrgðaraðili: Jafnréttisstofa.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Skólameistarafélag Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema, menntavísindasvið háskólanna og embætti landlæknis.

Staða verkefnis

Undirbúningur er hafinn og viðræður hafnar við höfunda námsefnis sbr. Aðgerð D.3. um að koma að kynningarátaki samhliða kynningu á námsefni sem nú er í vinnslu.

Verkefnið telst vera hafið.

Staða verkefnis

Hafið
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira