Hoppa yfir valmynd
C. Forvarnir í grunnskólum í samvinnu við heilsugæslu, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar

Lýsing á aðgerð

C.4. Þróun fræðsluefnis heilsugæslunnar.

Samhliða aðgerð C.3 verði farið heildstætt yfir fræðsluefni sem nýtt er af skólahjúkrunarfræðingum og stuðlar að forvörnum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Efnið verði uppfært eftir því sem við á og þróað nýtt fræðsluefni sem lýtur einkum að samskiptum, kynheilbrigði og kynhegðun, með hliðsjón af notkun barna og unglinga á stafrænni tækni. Tekið verði tillit til ólíkra þarfa og aðstæðna kynjanna og mismunandi einstaklinga og hópa, svo sem fatlaðra barna, hinsegin barna og barna sem hafa annað móðurmál en íslensku.

  • Mælikvarði: Fræðsluefni skólahjúkrunarfræðinga hafi verið uppfært og nýtt efni þróað fyrir árslok 2021.
  • Kostnaðaráætlun: 2 millj. kr. árið 2021.
  • Ábyrgðaraðili: Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Menntamálastofnun, forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Barnaverndarstofa, Jafnréttisstofa, verkefni Reykjavíkurborgar Opinskátt um ofbeldi, embætti landlæknis, Þroskahjálp, Tabú og önnur frjáls félagasamtök.

Staða verkefnis

Fræðsluefni sem nýtt er af skólahjúkrunarfræðingum í kynheilbrigðisfræðslu í 6., 8., 9. og 10. bekk hefur verið uppfært með tilliti til forvarna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Stærsti hluti efnisins hefur þegar verið tekin í notkun og verður síðasti hlutinn tekin í notkun skólaárið 2021 – 2022. Áætlað er að fá frekara rýni hjá hagsmunahópum og sérfræðingum veturinn 2021- 2022. Efnið verður endurmetið haustið 2022 m.t.t. reynslu af efninu og rýnis. Markmiðið er að a.m.k. 80% barna í viðkomandi árgöngum fái þessa fræðslu en árangursmæling á framkvæmd fræðslu er gerð á hverju skólaári. 

Fræðsluefnið er í fullri notkun.

Verkefninu telst vera lokið.

Staða verkefnis

Lokið
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum