Hoppa yfir valmynd
A. Almennar aðgerðir

Lýsing á aðgerð

A.7. Fræðsluátak um kynferðislega friðhelgi.

Ráðist verði í fræðsluátak um kynferðislega friðhelgi, einkum um eðli og afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis, samhliða aukinni kennslu í grunn- og framhaldsskólum. Líta skal til þeirra breytinga sem hafa orðið á birtingarmyndum kynferðislegs og kynbundins ofbeldis og áreitni með tilkomu stafrænnar tækni og einnig refsiákvæða laga hvað varðar slík brot.

  • Mælikvarði: Fræðsluátak hafi verið gert fyrir árslok 2024.
  • Kostnaðaráætlun: 1 millj. kr. árið 2023 og 1 millj. kr. árið 2024.
  • Ábyrgðaraðili: Jafnréttisstofa.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, SAFT, Kvenréttindafélag Íslands og Barnaverndarstofa.

Staða verkefnis

Fulltrúi Jafnréttisstofu situr í stýrihóp á vegum Embættis ríkislögreglustjóra vegna Fræðslu og forvarna vegna stafræns ofbeldis fyrir ungmenni, ásamt fulltrúum frá 112, Barna- og fjölskyldustofu, Menntamálastofnun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga meðal annarra. Vinna hópsins og verkefnið  Fræðsla og forvarnir vegna stafræns ofbeldis fyrir ungmenni  er nátengd aðgerð A.7 og verður efni sem er í vinnslu innan verkefnisins nýtt í fræðsluátak.
Meðal aðgerða sem unnið hefur verið að má nefna stuttmyndasamkeppnina SEXUNA, sem hýst er á vef Neyðarlínunnar 112.is, og lauk í febrúar síðastliðnum. Öllum 7. bekkjum grunnskóla landsins er boðin þátttaka og fá þau fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd um eina eða fleiri af fjórum birtingarmyndum stafræns ofbeldis: samþykki, nektarmyndir, tælingu eða slagsmál ungmenna.
Undirbúningur er hafinn vegna SEXUNNAR 2024 og verða úrslit kynnt og verðlaunaafhending í byrjun febrúar 2024. Markmiðið er að samkeppnin verði að árlegum viðburði þar sem nemendur 7. bekkja sjá um að búa til fræðsluefni fyrir börn og ungmenni með þeirri nálgun sem þau kjósa, og með því orðfæri sem þau kjósa.

Verkefnið telst komið vel á veg.

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum