Hoppa yfir valmynd
E. Forvarnir í íþrótta- og æskulýðsstarfi og öðru tómstundastarfi

Lýsing á aðgerð

E.1. Fræðsla starfsfólks. 

Starfsfólk og sjálfboðaliðar íþrótta- og æskulýðsstarfs og annars tómstundastarfs hljóti fræðslu um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni og forvarnir sem hæfi iðkendum og öðrum þátttakendum. Stjórnendur íþrótta- og æskulýðsfélaga og annarra tómstundafélaga og listkennslu beri ábyrgð á fræðslunni. Tryggt verði að allt starfsfólk og sjálfboðaliðar hljóti lágmarksfræðslu á netnámskeiði um barnavernd sem hannað var fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf. Jafnframt verði hvatt til þess að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafélög, auk listaskóla, nýti sér annað faglegt og gagnreynt fræðsluefni til að tryggja þekkingu og þjálfun starfsfólks.

  • Mælikvarði: 90% starfsfólks og sjálfboðaliða hafi lokið netnámskeiði um barnavernd fyrir árslok 2025.
  • Kostnaðaráætlun: Innan ramma.
  • Ábyrgðaraðili: Stjórnendur íþrótta- og æskulýðsfélaga og annarra tómstundafélaga og listkennslu.
  • Dæmi um samstarfsaðila: Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsfélaga, Barnaverndarstofa, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, UMFÍ, Æskulýðsvettvangurinn og fagfélög listgreinakennara.

Staða verkefnis

Undirbúningur hafinn. 

Verkefnið telst vera hafið. 

Staða verkefnis

Hafið
Til baka

Jafnréttismál

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira