Hoppa yfir valmynd

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hinn 10. desember 1948. Mannréttindayfirlýsingin er ekki eiginlegur þjóðréttarsamningur og telst því ekki lagalega bindandi fyrir aðildarríki. Yfirlýsingin markaði engu að síður mikil tímamót og hefur samþykkt hennar haft mikil áhrif á þróun mannréttinda út um allan heim.

Mannréttindayfirlýsingin er undirstaða annarra mannréttindasamninga. Árið 1966 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna tvo mannréttindasamninga á grundvelli yfirlýsingarinnar, annars vegar Alþjóðasamninginn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og hins vegar Alþjóðasamninginn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi.

Yfirlýsingin er mjög umfangsmikil og samanstendur af 30 grundvallarréttindum, bæði borgaralegum og stjórnmálalegum og efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum. Í 1. gr. yfirlýsingarinnar kemur fram að sérhver manneskja sé borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum. Er þetta sú grundvallarregla sem allir aðrir mannréttindasamningar byggja á. Jafnframt er sérstaklega áréttað í 30. gr. að ekkert í henni megi túlka á þann veg að það réttlæti athafnir sem gangi gegn þeim réttindum eða frelsi sem skulu njóta verndar samkvæmt yfirlýsingunni.

Texti Mannréttindayfirlýsingarinnar

 

Sjá einnig:

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum