Hoppa yfir valmynd

Aðgangsviðmið háskóla

Aðgangsviðmið háskóla eru leiðarljós um hæfni nemenda sem hefja nám á grunnstigi (fyrsta háskólaþrepi) í einstökum háskóladeildum. Í samningum ráðuneytisins við íslenska háskóla er kveðið á um að þeir birti aðgangsviðmið allra námsleiða sinna.

Aðgangsviðmiðin skulu:

  • vísa í þrepaskipt hæfniviðmið skv. aðalnámskrá framhaldsskóla,
  • tiltaka þá hæfni sem gagnleg er fyrir nemanda þegar hann hefur nám á háskólastigi,
  • styðja við kröfur sem gerðar eru á inntökuprófum þar sem þau eru notuð,
  • vera skýr og auðskiljanleg fyrir framhaldsskólanemendur,
  • vera aðgengileg á vef háskóla.

Aðgangsviðmiðum er ætlað að vera leiðarljós við skipulagningu náms og eiga að:

  • nýtast sem skýr skilaboð til nemenda um hvernig þeir undirbúi sig best undir háskólanám,
  • nýtast  framhaldsskólum við skipulag stúdentsprófs,
  • vera leiðbeinandi við styttingu náms til stúdentsprófs,
  • draga úr skilum milli skólastiga.

Með þessu móti stuðla aðgangsviðmið að markvissu námsvali til undirbúnings fyrir tiltekið háskólanám. Háskólarnir gera skýran greinarmun á aðgangskröfum/inntökuskilyrðum í einstaka námsbrautir og aðgangsviðmiðunum, sem eru einkum leiðbeinandi viðmið. Einnig er áhersla lögð á að aðgangsviðmið séu í takt við kröfur sem fram koma í inntökuprófum eða vinnumöppum, þar sem það á við. Viðmiðin eru undirrituð af fulltrúum deilda og rektor viðkomandi skóla.

Aðgangsviðmiðin eru birt á vefjum háskólanna:

Háskóli Íslands

Listaháskóli Íslands

Landbúnaðarháskóli Íslands Hvanneyri

Háskólinn á Bifröst

Háskólinn á Hólum

Háskólinn á Akureyri

Háskólinn í Reykjavík

Síðast uppfært: 22.1.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum