Hoppa yfir valmynd

Tilkynning um ráðningu kennsluréttindanema

Í vissum tilvikum er heimilt að ráða til kennslustarfa einstakling sem ekki hefur kennsluréttindi. Fjallað er um undanþáguheimildir vegna lausráðninga starfsmanna til kennslustarfa sem ekki eru kennarar í 19. gr. laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 95/2019.

Sæki enginn aðili með leyfisbréf kennara um auglýst kennslustarf í grunn- eða framhaldsskóla, þrátt fyrir ítrekaða auglýsingu, getur skólastjórnandi ráðið umsækjanda sem leggur stund á nám til kennsluréttinda til allt að tveggja ára, að fenginni staðfestingu frá viðkomandi skóla og áætlun um námsframvindu.

Skólastjórnendum er skylt samkvæmt lögum að tilkynna allar slíkar ráðningar til mennta- og barnamálaráðherra.

Ferli tilkynningar

Tilkynna skal um ráðningu á eyðublaðavef Stjórnarráðsins og þarf að hafa til þess rafræn skilríki.

Í tilkynningunni skal koma fram:

  • Nafn og kennitala umsækjanda um kennslustarf.
  • Nafn skóla sem umsækjandi hyggst starfa við og þess sem sendir tilkynningu.
  • Í hverju sérhæfing náms umsækjanda felst.
  • Fjöldi lokinna eininga umsækjanda í námi til kennsluréttinda.
  • Á hvaða námsári umsækjandi er.
  • Áætluð námslok.
  • Dagsetningar fyrri og seinni auglýsingar, ásamt afriti auglýsingar sem skal vera skjáskot eða ljósrit af auglýsingu.

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur eftirlit með framkvæmd laga nr. 95/2019 og er heimilt á grundvelli þeirra að kalla eftir upplýsingum frá skólum um ráðningu í kennslustörf og er skólum skylt að veita þær upplýsingar.

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum