Hoppa yfir valmynd

Meginreglur og alþjóðasamningar

Meginreglur við innkaup

Við innkaup á vörum, þjónustu, verkum og gerð þjónustusamninga gilda lög um opinber innkaup og eru meginreglur við opinber innkaup ávallt jafnræði, meðalhóf og gagnsæi. Markmið með lögum um opinber innkaup er að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu. Telji seljendur á sér brotið í málum er varða opinber innkaup eru nokkrar leiðir færar til að leita réttar síns og eru þær tilgreindar í XI. kafla laga um opinber innkaup. Þar er meðal annars fjallað um kærunefnd útboðsmála sem ber að leysa með skjótum og óhlutdrægum hætti úr kærum fyrirtækja vegna ætlaðra brota á lögum þessum og reglum settum samkvæmt þeim.

Fjármála- og efnhagsráðuneytið ber ábyrgð á mótun stefnu og regluverks á sviði innkaupa hins opinbera. Ríkiskaup er miðlæg innkaupastofnun á vegum ríkisins og hefur það hlutverk að annast innkaup fyrir ríkisstofnanir, rannsaka sameiginlegar þarfir fyrir vörur og þjónustu, beita sér fyrir sameiginlegum innkaupum til þarfa ríkisins og stuðla að þróun skilvirkra innkaupaferla. Ríkiskaup gera rammasamninga fyrir hönd ríkisins þar sem lagt er mat á hæfi og verð og eftir atvikum magn innkaupa. A-hluta stofnunum ber að fara eftir rammasamningum eða skýra frá sérstöðu sinni til ráðuneytis.

Alþjóðasamningar

Ísland er aðili að alþjóðasamningum tengdum opinberum innkaupum, GPA (e. Government Procurement Agreement) samningi WTO og EES. Samningarnir veita réttindi og skyldur og auka samkeppni og jafnræði í opinberum innkaupum og veita fyrirtækjum jöfn tækifæri á því að taka þátt í opinberum útboðum erlendra ríkja sem eru aðilar að samningunum.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum