Hoppa yfir valmynd

Keðjuábyrgð

Í stefnuyfirlýsingu lýsir ríkisstjórnin yfir vilja til að vinna með aðilum vinnumarkaðarins að ábyrgum vinnumarkaði. Sem liður í þeirri vinnu er nú innleitt ákvæði í lög um opinber innkaup um keðjuábyrgð í opinberum innkaupum.

Meginmarkmið ákvæðisins um keðjuábyrgð er að sporna við mögulegri misnotkun á vinnuafli hér á landi í opinberum innkaupum. Þá á ákvæðið einnig að koma í veg fyrir undirboð og óeðlilega samkeppnishætti á vinnumarkaði.  

Með nýju ákvæði um keðjuábyrgð, 88. gr. a. í lögum um opinber innkaup, nr. 120/2016 er aðalverktaka gert skylt að tryggja og bera ábyrgð á að allir starfsmenn, hvort sem um ræðir starfsmenn hans, undirverktaka eða starfsmannaleigna, sem koma að framkvæmd samnings fái laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi.

Leiðbeiningar um framkvæmd ákvæðisins hafa verið unnar í víðtæku samráði og eru hér að neðan.

Sjá einnig:

Síðast uppfært: 28.9.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum