Hoppa yfir valmynd

Úrskurðir og álit


Sýni 201-400 af 19440 niðurstöðum.

Áskriftir

  • 23. janúar 2024 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 4/2024

    Kærandi, sem er læknir, kærði ákvörðun embættis landlæknis um að áminna hann og veita honum tilmæli. Áminningu landlæknis var að rekja til eftirlitsmáls, á grundvelli III. kafla laga um landlækni og lýðheilsu, sem embættið hafði stofnað í kjölfar tilkynninga sem bárust því. Í eftirlitsmáli embættisins gagnvart kæranda varð niðurstaðan sú að kærandi hefði brotið gegn skyldum sínum sem læknir með því að ávísa óhóflegu magni af ávana- og fíknilyfjum til hluta sjúklinga sinna. Sérstaklega var sú heilbrigðisþjónusta sem hann veitti einum skjólstæðing sínum ámælisverð. Þá var eftirfylgni kæranda með öllum sjúklingum hans ábótavant auk þess sem skráning kæranda í sjúkraskrá vegna sjúklinga hans var ófullnægjandi. Var ákvörðun embættis landlæknis staðfest.


  • 23. janúar 2024 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 3/2024

    Kærandi kærði málsmeðferð embættis landlæknis í kvörtunarmáli skv. 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu, en embættið hafði gefið út álit án þess að afla umsögn óháðs sérfræðings. Taldi kærandi að það kæmi í veg fyrir að hlutleysis væri gætt. Í úrskurði ráðuneytisins kom fram að embætti landlæknis bæri ekki skylda til að afla umsagnar óháðs sérfræðings samkvæmt 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu. Það væri hluti af rannsóknarskyldu embættisins að kanna hvort slík umsögn væri nauðsynleg við útgáfu álits. Í málinu reyndi á almenna þekkingu á starfsskyldum lækna sem talið var að væri fyrir hendi hjá embætti landlæknis. Taldi ráðuneytið því að embættinu hafi ekki borið að afla umsagnar óháðs sérfræðings. Var málsmeðferð embættis landlæknis staðfest.


  • 22. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 509/2023-Úrskurður

    Staðfestur úrskurður umdæmisráðs um umgengni kæranda við syni sína.


  • 22. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 499/2023-Úrskurður

    Staðfest ákvörðun barnaverndarþjónustu um að loka máli


  • 22. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 540/2023-Úrskurður

    Greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði. Staðfest ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs um að synja umsókn kæranda um greiðslur úr sjóðnum. Ekki í samfelldu starfi á innlendum vinnumarkaði í sex mánuði fyrir fæðingardag barns.


  • 22. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 501/2023-Úrskurður

    Tilfærsla á rétti til fæðingarorlofs. Staðfest ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs um að synja beiðni kæranda um tilfærslu á fæðingarorlofi þar sem langt var í að barnið næði 24 mánaða aldri.


  • 22. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 533/2023-Úrskurður

    Fjárhagsaðstoð. Felld úr gildi synjun Reykjavíkurborgar á umsókn kæranda um fjárhagsaðstoð til framfærslu. Ekki rannsakað sérstaklega hvort bifreiðar sem skráðar voru á kæranda gætu nýst honum til framfærslu með einhverjum hætti en ýmist var um að ræða bifreiðar skráðar úr umferð, í lagi eða afskráðar.


  • 22. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 532/2023-Úrskurður

    Stuðningsþjónusta. Kærufrestur. Kæru vísað frá þar sem hún barst að liðnum kærufresti. Ekki talið afsakanlegt að kæra barst ekki fyrr né að veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.


  • 18. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 485/2023-Úrskurður

    Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í þrjá mánuði þar sem hún mætti ekki í boðað viðtal hjá stofnuninni.


  • 18. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 508/2023-Úrskurður

    Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hún hafnaði starfi.


  • 18. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 510/2023-Úrskurður

    Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í þrjá mánuði þar sem hann mætti ekki á boðað námskeið.


  • 18. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 511/2023-Úrskurður

    Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hann hafnaði starfi.


  • 18. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 502/2023-Úrskurður

    Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í þrjá mánuði þar sem hann mætti ekki á boðað námskeið.


  • 18. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 504/2023-Úrskurður

    Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra atvinnuleysisbóta vegna lífeyrissjóðsgreiðslna kæranda og ellilífeyrisgreiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins.


  • 18. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 497/2023-Úrskurður

    Viðurlög. Ítrekunaráhrif. Ótilkynnt dvöl erlendis. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta.


  • 18. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 505/2023-Úrskurður

    Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um innheimtu ofgreiddra atvinnuleysisbóta vegna lífeyrissjóðsgreiðslna kæranda.


  • 18. janúar 2024 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 59/2024 Úrskurður

    Ákvarðanir Útlendingastofnunar í málum kærenda og barnanna B og C eru felldar úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að veita kærendum, B og C dvalarleyfi á grundvelli 73. gr. laga um útlendinga.


  • 18. janúar 2024 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 69/2024 Úrskurður

    Ákvarðanir Útlendingastofnunar í málum kæranda og barna hans eru staðfestar.


  • 18. janúar 2024 / Úrskurðir um matvæli og landbúnað

    Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Matvælastofnunar um höfnun á innflutningsleyfi fyrir hænsnastofn.

    Stjórnsýslulög, lög um innflutning dýra nr. 54/1990, reglugerð nr. 151/2005.


  • 18. janúar 2024 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 50/2024 Úrskurður

    Kæru kærenda á ákvörðunum Útlendingastofnunar er vísað frá.


  • 1170/2024. Úrskurður frá 18. janúar 2024

    Óskað var eftir kæru Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til lögreglu í máli Vy-Þrifa ehf. Beiðninni var hafnað því kæran væri hluti af rannsókn sakamáls og þar með undanþegin gildissviði upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að eftirlitið hefði ekki það hlutverk með höndum að rannsaka mál til að komast að raun um hvort refsiverð háttsemi hefði verið viðhöfð. Þá væri ljóst að gagnið hefði orðið til eftir að eftirlitið ákvað að vísa málinu til lögreglu. Því yrði réttur til aðgangs að gagninu ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga og var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.


  • 1169/2024. Úrskurður frá 18. janúar 2024

    Óskað var eftir gögnum Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. og Hildu ehf. í vörslum F fasteignafélags ehf. Beiðninni var hafnað með vísan til þess að félögin tvö hefðu verið undanþegin gildissviði upplýsingalaga meðan þau voru starfandi. Þá væri F fasteignafélag í slitameðferð og félli ekki undir gildissvið upplýsingalaga meðan á því stæði. Úrskurðarnefndin taldi að það að F fasteignafélag væri í slitameðferð þýddi ekki að félagið væri þar með undanþegið gildissviði laganna. Þá teldust gögn Eignasafns Seðlabanka Íslands og Hildu í vörslum F fasteignafélags vera undirorpin upplýsingarétti á grundvelli laganna. Beiðni kæranda var því vísað aftur til F fasteignafélags og lagt fyrir félagið að taka beiðnina til efnislegrar meðferðar og afgreiðslu.


  • 17. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 259/2023-Úrskurður

    Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2022.


  • 17. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 529/2023-Úrskurður

    Sjúkradagpeningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um upphafstíma greiðslu sjúkradagpeninga. Launagreiðslur voru til staðar fyrir ákvarðaðan upphafstíma.


  • 17. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 539/2023-Úrskurður

    Sjúkradagpeningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja umsókn um sjúkradagpeninga. Launatekjur féllu ekki niður að fullu.


  • 17. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 401/2023-Úrskurður

    Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2022.


  • 17. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 399/2023-Úrskurður

    Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun um endurreikning og uppgjör Tryggingastofnunar ríkisins á tekjutengdum bótum ársins 2022.


  • 16. janúar 2024 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 2/2024

    Kærandi kærði málsmeðferð embættis landlæknis í kvörtunarmáli skv. 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu, en embættið hafði ekki tekið kvörtunina til efnislegrar meðferðar. Í úrskurði ráðuneytisins var talið að kvörtun þyrfti að gefa einhverju móti til kynna, á því sviði heilbrigðisþjónustu sem um ræðir, að hún varðaði meint mistök eða vanrækslu við veitingu þeirrar þjónustu til að falla undir gildissvið 2. mgr. 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu. Ráðuneytið féllst á með embætti landlæknis að ekkert í gögnum málsins renndi stoðum undir meint mistök eða vanrækslu. Embætti landlæknis hafi því verið heimilt að ljúka málinu með bréfi til kæranda og málsmeðferð í málinu staðfest.


  • 10. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 308/2023-Úrskurður

    Tannlækningar. Staðfest afgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands á umsókn um greiðsluþátttöku í tannlækningum.


  • 10. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 492/2023-Úrskurður

    Slysatrygging/örorka. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 3% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss.


  • 10. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 424/2023-Úrskurður

    Slysatrygging/örorka. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 8% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss.


  • 10. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 474/2023-Úrskurður

    Slysatrygging/örorka. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 10% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss.


  • 10. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 447/2023-Úrskurður

    Greiðsluþátttaka í heilbrigðisþjónustu. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku vegna aukagjalds hjá sérgreinalækni.


  • 10. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr.. 446/2022-Endurupptekið

    Hjálpartæki. Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um styrk til kaupa á þríhjóli. Málinu vísað aftur til stofnunarinnar til frekari meðferðar.


  • 10. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 430/2023-Úrskurður

    Lyfjaskírteini. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um útgáfu lyfjaskírteinis vegna lyfsins liraglutide.


  • 10. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 422/2023-Úrskurður

    Lyfjaskírteini. Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um útgáfu lyfjaskírteinis vegna lyfsins metýlfenídats. Málinu vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar.


  • 10. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 418/2023-Úrskurður

    Læknismeðferð erlendis. Staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands um endurgreiðslu á erlendum sjúkrakostnaði.


  • 10. janúar 2024 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 351/2023-Úrskurður

    Slysatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um endurgreiðslu hluta kostnaðar vegna sjúkraþjálfunar úr slysatryggingum almannatrygginga.


  • 10. janúar 2024 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 39/2024 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er felld úr gildi og lagt fyrir Útlendingastofnun að taka umsókn kæranda til efnismeðferðar.


  • 10. janúar 2024 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 38/2024 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er felld úr gildi og lagt fyrir Útlendingastofnun að taka umsókn kæranda til efnismeðferðar.


  • 10. janúar 2024 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 37/2024 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli a-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Grikklands er staðfest.


  • 10. janúar 2024 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 5/2023 - Úrskurður

    Synjun um endurnýjun ráðningar. Stjórnvald. Mismunun vegna trúar. Ekki fallist á brot.


  • 10. janúar 2024 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 16/2022 - Úrskurður

    Ráðning. Mismunun á grundvelli kyns. Fallist á brot.


  • 10. janúar 2024 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 49/2024 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli d-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hana til Perú er staðfest.


  • 10. janúar 2024 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 48/2024 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn kæranda um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar á grundvelli d-liðar 1. mgr. 36. gr. laga um útlendinga og senda hann til Chile er staðfest.


  • 04. janúar 2024 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 1/2024

    Kærendur tilkynntu embætti landlæknis um fyrirhugaðan rekstur í heilbrigðisþjónustu. Landlæknir taldi kærendur ekki hafa þá menntun sem nauðsynleg væri til að veita þjónustuna og synjaði staðfestingu á tilkynningunni. Ráðuneytið leit til þess að hluti þjónustunnar varðaði lífsstílstengda ráðgjöf og fræðslu sem kærendum, sem almennum læknum, væri heimilt að veita. Hins vegar gerði ráðuneytið ekki athugasemdir við þá afstöðu embættis landlæknis að ákvarðanir um lyfjagjöf einstaklinga með lífstílstengda sjúkdóma væru á forræði þeirra lækna með sérfræðileyfi í heimilislækningum. Voru ákvarðanirnar felldar úr gildi og lagt fyrir embættið að taka málin til nýrra meðferða.


  • 1168/2023. Úrskurður frá 20. desember 2023

    Kærendur óskuðu svara hjá matvælaráðuneyti um það til hvaða ákvæða í lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands reglugerð nr. 477/2011, um bann við notkun haukalóða við lúðuveiðar, sækti lagastoð sína. Ráðuneytið staðhæfði að ekki lægju fyrir nein gögn sem svöruðu spurningu kærenda. Þeim hefði hins vegar verið leiðbeint um það til hvaða ákvæða væri eðlilegt að líta til við mat á lagastoð reglugerðarinnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi samkvæmt þessu að kærendum hefði ekki verið synjað um aðgang að gögnum, og var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.


  • 1167/2023. Úrskurður frá 20. desember 2023

    Óskað var eftir upplýsingum hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti um þann arf sem hefði tæmst til ríkissjóðs á grundvelli 55. gr. erfðalaga, nr. 8/1962, undanfarin fimm ár. Ráðuneytið kvað upplýsingarnar ekki liggja fyrir í ráðuneytinu og því væri ekki hægt að verða við beiðni kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa og var ákvörðun ráðuneytisins því staðfest.


  • 1166/2023. Úrskurður frá 8. desember 2023

    Óskað var eftir svari Vinnueftirlitsins við því hvort tiltekinn skíðahjálmur væri viðurkenndur við löndun á sama hátt og byggingarvinnuhjálmur. Stofnunin svaraði ekki kæranda og var málinu því vísað til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Vinnueftirlitið taldi að beiðni kæranda rúmaðist ekki innan gildissviðs upplýsingalaga þar sem ekki væri óskað aðgangs að fyrirliggjandi gögnum heldur eftir afstöðu stofnunarinnar. Úrskurðarnefndin féllst á það að beiðnin lyti ekki að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stofnunarinnar. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.


  • 1165/2023. Úrskurður frá 8. desember 2023

    Kærandi gerði kröfu um að fá afhent gögn máls hjá barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands. Í svari barnaverndarþjónustunnar kom fram að beiðnin væri afgreidd samkvæmt tilteknum verklagsreglum. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál upplýsti barnaverndarþjónustan að unnið væri að því að taka gögnin saman fyrir kæranda. Nefndin taldi því að kæranda hefði ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.


  • 1164/2023. Úrskurður frá 8. desember 2023

    Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að símtali við fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra, þar sem óskað hafði verið eftir aðstoð lögreglu vegna kæranda, sem væri mættur í jarðarför óvelkominn. Ríkislögreglustjóri taldi að réttur kæranda byggðist á 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, en að 3. mgr. sömu greinar kæmi í veg fyrir að honum yrði veittur aðgangur að símtalinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að kærandi hefði hagsmuni af því að fá heildstæða mynd af tildrögum og ástæðum þess að lögreglan var kölluð til. Féllst nefndin því á rétt kæranda til aðgangs að símtalinu.


  • 1163/2023. Úrskurður frá 8. desember 2023

    Kærandi óskaði eftir gögnum sem kynnt hefðu verið á fundi sveitarstjórnar sveitarfélags. Sveitarfélagið kvað gögnin aðeins hafa verið kynnt á fundinum en ekki afhent sveitarfélaginu. Þau teldust því ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði til þess að sem sveitarstjórnarfulltrúi hefði kærandi rýmri rétt til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 28. gr. sveitarstjórnarlaga en samkvæmt upplýsingalögum. Ákvörðun sveitarfélagsins yrði þannig ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar og var kærunni því vísað frá nefndinni.


  • 03. janúar 2024 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 25/2024 Úrskurður

    Kröfu aðila er hafnað.


  • 02. janúar 2024 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 11/2024 Úrskurður

    Kröfu aðila er hafnað.


  • 02. janúar 2024 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 12/2024 Úrskurður

    Kröfu aðila er hafnað.


  • 02. janúar 2024 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 8/2024 Úrskurður

    Kröfu aðila er hafnað.


  • 02. janúar 2024 / Úrskurðir um matvæli og landbúnað

    Stjórnsýslukæra vegna synjunar MAST um leyfi til innflutnings á hundi

    Stjórnsýslulög, frávísun, dýravelferð


  • 02. janúar 2024 / Úrskurðir um matvæli og landbúnað

    Stjórnsýslukæra vegna synjunar Matvælastofnunar á undanþágu við slátrun

    stjórnsýslulög, lög um matvæli, höfnun á undanþágu, meðalhófsreglan, reglugerð um merkingar búfjár


  • 02. janúar 2024 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 10/2024 Úrskurður

    Kröfu aðila er hafnað.


  • 02. janúar 2024 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 9/2024 Úrskurður

    Kröfu aðila er hafnað.


  • 30. desember 2023 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 24/2023. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Útboðsskilmáli. Kærufrestur. Bindandi samningur. Fjárhagslegt hæfi. Velta. Áliti á skaðabótaskyldu hafnað.



  • 30. desember 2023 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 35/2023. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Fjárhagslegt hæfi. Ógilding ákvörðunar um val tilboðs. Málskostnaður.


  • 30. desember 2023 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 48/2023. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

    Stöðvunarkröfu hafnað. Bindandi samningur.



  • 30. desember 2023 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 23/2023. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Reglugerð nr. 340/2017. Öllum tilboðum hafnað. Útboð fellt niður. Efnahagslegar ástæður. Viðmiðunarfjárhæðir. Valdsvið kærunefndar útboðsmála.


  • 30. desember 2023 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 21/2023. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Valdsvið kærunefndar. Frávísun.


  • 29. desember 2023 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 22/2022 - Úrskurður

    Greiðsla veikindadagpeninga. Mismunun á grundvelli fötlunar og skertrar starfsgetu. Ekki fallist á brot.


  • 29. desember 2023 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 21/2022 - Úrskurður

    Uppsögn. Ástæður tengdar meðgöngu og barnsburði. Ekki fallist á brot.


  • 28. desember 2023 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 46/2023. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

    Rammasamningur. Útboðsgögn. Kröfu um stöðvun innkaupaferlis hafnað.



  • 28. desember 2023 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 20/2023. Ákvörðun kærunefndar útboðsmála.

    Ákvörðun kærunefndar útboðsmála 13. desember 2023 í máli nr. 20/2023: Howden Finlay Oy, útibú á Íslandi ehf. gegn Nýjum Landspítala ohf. og Tryggja ehf. Við meðferð máls nr. 20/2023 óskaði kærunefnd ú)...


  • 28. desember 2023 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 36/2023. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Tilboðsgögn. Hæfi. Óeðlilega lágt tilboð. Viðbótargögn.


  • 22. desember 2023 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 92/2023-Álit

    Skaðabótaábyrgð húsfélags. Leki meðfram gluggum. Ábyrgð verktaka.


  • 22. desember 2023 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 89/2023-Úrskurður

    Krafa leigusala í tryggingarfé ófullnægjandi.


  • 22. desember 2023 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 87/2023-Álit

    Ákvörðunartaka: Leiktæki á sameiginlegri lóð.


  • 22. desember 2023 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 84/2023-Úrskurður

    Leigusala heimilt að ráðstafa tryggingarfé vegna leigu. Kröfu leigjanda um skaðabætur hafnað.


  • 22. desember 2023 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 82/2023-Úrskurður

    Endurgreiðsla tryggingarfjár. Ágreiningi um bótaskyldu leigjanda ekki vísað til kærunefndar innan fjögurra vikna.


  • 22. desember 2023 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 77/2023-Álit

    Fjöleignarhús. Heimsóknir gæludýra.


  • 22. desember 2023 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 76/2023-Álit

    Sameiginleg lóð. Bílastæði. Skipting.


  • 22. desember 2023 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 75/2023-Úrskurður

    Riftun leigjanda. Krafa um niðurfellingu á leigu.


  • 22. desember 2023 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 70/2023-Álit

    Ákvörðunartaka: Fjarlægja girðingu. Sorptunnuskýli. Breyting bílskúrs í leiguhúsnæði. Aðgengi að sameign.


  • 22. desember 2023 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 64/2023-Álit

    Bótaskylda. Leki af svölum inn í íbúðir.


  • 22. desember 2023 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 58/2023-Úrskurður

    Leigusali gerði ekki kröfu í tryggingarfé.


  • 22. desember 2023 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 52/2023-Úrskurður

    Afsláttur af leiguverði. Skipun úttektaraðila.


  • 22. desember 2023 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 49/2023-Úrskurður

    Leigusali vísaði ágreiningi um bótaskyldu leigjanda of seint til kærunefndar.


  • 22. desember 2023 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 784/2023 Úrskurður

    Kröfu aðila er hafnað.


  • 21. desember 2023 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 781/2023 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja kæranda um vegabréfsáritun til landsins er staðfest.


  • 21. desember 2023 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 782/2023 Úrskurður

    Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja kærendum um vegabréfsáritanir til landsins eru staðfestar.



  • 20. desember 2023 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 3/2023 - Úrskurður

    Ráðning. Mismunun á grundvelli kyns. Fallist á brot.


  • 20. desember 2023 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 12/2023-Álit

    Ákvörðun um sólpall í sameiginlegum garði.


  • 19. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 414/2023-Úrskurður

    Greiðsluáætlun. Staðfestur útreikningur Fæðingarorlofssjóðs á mánaðarlegum greiðslum til kæranda. Ekki litið til tekna á erlendum vinnumarkaði.


  • 19. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 452/2023-Úrskurður

    Ofgreiðsla. Staðfest ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs um endurgreiðslu ofgreiddra fæðingarorlofsgreiðslna. Kærandi fékk of háar greiðslur frá vinnuveitanda samhliða greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði.


  • 19. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Fæðingar- og foreldraorlof

    Mál nr. 495/2023-Úrskurður

    Ofgreiðsla. Staðfest ákvörðun Fæðingarorlofssjóðs um endurgreiðslu ofgreiddra fæðingarorlofsgreiðslna. Kærandi fékk of háar greiðslur frá vinnuveitanda samhliða greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði.


  • 19. desember 2023 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 18/2022 - Úrskurður

    Ráðning. Mismunun á grundvelli fötlunar. Viðeigandi aðlögun. Fallist á brot.


  • 19. desember 2023 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 20/2022 - Úrskurður

    Fötlun. Ráðning. Ekki fallist á brot.


  • 19. desember 2023 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 777/2023 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja kæranda um vegabréfsáritun til landsins er staðfest.


  • 18. desember 2023 / Úrskurðir um matvæli og landbúnað

    Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar MAST um vörslusviptingu búfénaðar

    Lög um velferð dýra, stjórnsýslulög, stjórnvaldsákvörðun, ákvörðun felld úr gildi


  • 18. desember 2023 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 773/2023 Úrskurður

    Kæru kæranda á ákvörðun Útlendingastofnunar er vísað frá.


  • 15. desember 2023 / Úrskurðir félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins

    Úrskurður félags- og vinnumarkaðsráðuneytis 4/2023

    Umsókn um tímabundið atvinnuleyfi vegna skorts á vinnuafli.


  • 14. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 450/2023-Úrskurður

    Biðtími. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði. Kærandi missti starf sitt af ástæðu sem hann átti sjálfur sök á.


  • 14. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 434/2023-Úrskurður

    Endurupptaka. Ofgreiddar atvinnuleysisbætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja beiðni kæranda um endurupptöku máls.


  • 14. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 475/2023-Úrskurður

    Ótekinn biðtími. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að setja greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda á bið. Kærandi hafði ekki áunnið sér rétt til nýs bótatímabils.


  • 14. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 477/2023-Úrskurður

    Viðurlög. Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði vegna ótilkynntra tekna. Einnig staðfest ákvörðun stofnunarinnar um innheimtu ofgreiddra atvinnuleysisbóta.


  • 14. desember 2023 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 746/2023 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar er staðfest. Endurkomubann kæranda verður fellt úr gildi fari hann sjálfviljugur frá Íslandi innan 15 daga.


  • 13. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 488/2023-Úrskurður

    Endurhæfingarlífeyrir. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um upphafstíma endurhæfingarlífeyris kæranda. Kærandi uppfyllti ekki skilyrði fyrir greiðslum endurhæfingarlífeyris fyrr en frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að endurhæfing hófst, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga um félagslega aðstoð og 1. mgr. 32. gr. laga um almannatryggingar.


  • 13. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 489/2023-Úrskurður

    Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.


  • 13. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 493/2023-Úrskurður

    Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og örorkustyrk. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt og gögn málsins benda ekki til þess að kærandi búi við örorku sem sé 50% eða meiri.


  • 13. desember 2023 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 762/2023 Úrskurður

    Kröfu aðila er hafnað.


  • 13. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 513/2023-Úrskurður

    Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri. Ekki talið að endurhæfing hafi verið fullreynd.


  • 13. desember 2023 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 766/2023 Úrskurður

    Kröfu aðila er hafnað.


  • 13. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 373/2023-Úrskurður

    Heimilisuppbót. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja umsókn kæranda um heimilisuppbót. Skilyrði um að búa einn og vera einn um heimilisrekstur samkvæmt 8. gr. laga um félagslega aðstoð var ekki uppfyllt.


  • 13. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 427/2023-Úrskurður

    Félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða. Staðfest ákvörðun um að synja kæranda um veitingu félagslegs viðbótarstuðnings við aldraða. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður kæranda teljast þær ekki sérstakar í skilningi 3. mgr. 2. gr. um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða.


  • 13. desember 2023 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 743/2023 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja umsókn kæranda um dvalarleyfi á grundvelli 65. gr., sbr. 2. mgr. 52. gr. laga um útlendinga er staðfest.


  • 13. desember 2023 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 763/2023 Úrskurður

    Kröfu aðila er hafnað.


  • 12. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 523/2023-Úrskurður

    Húsnæðisbætur. Kærufrestur. Kæru vísað frá þar sem hún barst að liðnum kærufresti. Ekki talið afsakanlegt að kæra barst ekki fyrr né að veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar.


  • 11. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 490/2023-Úrskurður

    Lokun máls


  • 11. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 426/2023-Úrskurður

    Aðgangur að gögnum


  • 11. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 403/2023-Úrskurður

    Felld úr gildi ákvörðun barnaverndarþjónustu um aðgang að gögnum


  • 11. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 454/2023-Úrskurður

    Staðfest ákvörðun barnaverndarþjónustu um loka máli


  • 11. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 552/2023-Úrskurður

    Kæru vísað frá úrskurðarnefndnni


  • 11. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 551/2023-Úrskurður

    Kæru vísað frá úrskurðarnefndinni


  • 11. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Barnaverndarmál

    Mál nr. 444/2023-Úrskurður

    Felldur úr gildi úrskurður umdæmisráðs um umgengni


  • 08. desember 2023 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 734/2023 Úrskurður

    Lagt er fyrir Útlendingastofnun að veita kærendum og barni dvalarleyfi á grundvelli 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga. Ákvarðanir Útlendingastofnunar í málum kærenda og barns varðandi umsóknir þeirra um alþjóðlega vernd eru staðfestar.


  • 08. desember 2023 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 126/2023 Úrskurður 8. desember 2023

    Fallist er á móðurkenninguna Katrínudóttir


  • 08. desember 2023 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 732/2023 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar er staðfest. Endurkomubann kæranda verður fellt úr gildi fari hann sjálfviljugur frá Íslandi innan 15 daga.


  • 08. desember 2023 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 733/2023 Úrskurður

    Ákvörðun Útlendingastofnunar í máli kæranda er varðar umsókn hans um alþjóðlega vernd er staðfest. Lagt er fyrir stofnunina að veita kæranda dvalarleyfi á grundvelli 2. mgr. 74. gr. laga um útlendinga.


  • 07. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 518/2023-Úrskurður

    Stuðningsþjónusta. Heimilisþrif. Staðfest ákvörðun Sveitarfélagsins Árborgar um að synja umsókn kæranda um aukna stuðningsþjónustu. Fullnægjandi mat lagt á aðstæður kæranda og niðurstaða þess mats var í samræmi við reglur sveitarfélagsins.


  • 07. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Félagsþjónusta og húsnæðismál

    Mál nr. 486/2023-Úrskurður

    Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Staðfest ákvörðun stofnunarinnar um að synja umsókn kæranda um hlutdeildarlán. Kærandi var eigandi fasteignar ári áður en hún sótti um hlutdeildarlán.


  • 07. desember 2023 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 722/2023 Úrskurður

    Ákvarðanir Útlendingastofnunar eru felldar úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kærenda til meðferðar á ný.


  • 07. desember 2023 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 725/2023 Úrskurður

    Ákvarðanir Útlendingastofnunar eru staðfestar.


  • 07. desember 2023 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 724/2023 Úrskurður

    Ákvarðanir Útlendingastofnunar eru staðfestar.


  • 07. desember 2023 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 719/2023 Úrskurður

    Ákvörðun Ríkislögreglustjóra er staðfest.


  • 07. desember 2023 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 718/2023 Úrskurður

    Ákvörðun Ríkislögreglustjóra er staðfest.


  • 06. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 441/2023-Úrskurður

    Kærufrestur liðinn. Kæru vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála.


  • 06. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 191/2023-Úrskurður

    Hjálpartæki. Staðfest afgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands á styrk til kaupa á fingurspelku.


  • 06. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 443/2023-Úrskurður

    Ferðakostnaður innanlands. Staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands um greiðsluþátttöku í ferðakostnaði.


  • 06. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 439/2023-Úrskurður

    Tannréttingar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku í tannréttingum.


  • 06. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 476/2023-Úrskurður

    Ferðakostnaður innanlands. Staðfest synjun Sjúkratrygginga Íslands um greiðsluþátttöku í ferðakostnaði.


  • 06. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 428/2023-Úrskurður

    Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.


  • 06. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 496/2023-Úrskurður

    Tannlækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku í tannlækningum


  • 06. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 395/2023-Úrskurður

    Slysatrygging/örorka. Felld úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 0% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss sem kærandi varð fyrir 29. janúar 2021. Málinu vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Málið ekki nægjanlega upplýst.


  • 06. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 451/2023-Úrskurður

    Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Úrskurðarnefndin telur rétt að kærandi láti reyna á endurhæfingu áður en til örorkumats kemur.


  • 06. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 425/2023-Úrskurður

    Hjálpartæki. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja beiðni um styrk vegna kaupa á heyrnartækjum erlendis.


  • 06. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 478/2023-Úrskurður

    Tannlækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku í tannlækningum


  • 06. desember 2023 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 125/2023 Úrskurður 6. desember 2023

    Beiðni um eiginnafnið Gjöll (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 06. desember 2023 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 124/2023 Úrskurður 6. desember 2023

    Beiðni um eiginnafnið Íviðja (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 06. desember 2023 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 123/2023 Úrskurður 6. desember 2023

    Beiðni um eiginnafnið Talia (kvk.) er hafnað.


  • 06. desember 2023 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 122/2023 Úrskurður 6. desember 2023

    Beiðni um eiginnafnið Leah (kvk.) er hafnað.


  • 06. desember 2023 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 121/2023 Úrskurður 6. desember 2023

    Beiðni um eiginnafnið Strympa (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 06. desember 2023 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 120/2023 Úrskurður 6. desember 2023

    Beiðni um eiginnafnið Olivía (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 06. desember 2023 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 118/2023 Úrskurður 6. desember 2023

    Beiðni um eiginnafnið Óri (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 06. desember 2023 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 117/2023 Úrskurður 6. desember 2023

    Beiðni um eiginnafnið Þyra (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 06. desember 2023 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 115/2023 Úrskurður 6. desember 2023

    Beiðni um eiginnafnið Værð (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 06. desember 2023 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 114/2023 Úrskurður 6. desember 2023

    Beiðni um eiginnafnið Apel er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá yfir kynhlutlaus nöfn.


  • 06. desember 2023 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 113/2023 Úrskurður 6. desember 2023

    Beiðni um eiginnafnið Armand (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 06. desember 2023 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 112/2023 Úrskurður 6. desember 2023

    Beiðni um eiginnafnið Doddi (kk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 06. desember 2023 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 111/2023 Úrskurður 6. desember 2023

    Beiðni um eiginnafnið Octavia (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Oktavía.


  • 06. desember 2023 / Mannanafnanefnd

    Mál nr. 110/2023 Úrskurður 6. desember 2023

    Beiðni um eiginnafnið Pálma (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá.


  • 04. desember 2023 / Úrskurðir heilbrigðisráðuneytis

    Úrskurður nr. 25/2023

    Kærandi kærði ákvörðun Lyfjastofnunar um að synja beiðni um framleiðslu forskriftarlyfs. Byggði kærandi á því að synjunin væri ekki í samræmi við 38. gr. lyfjalaga. Í úrskurði ráðuneytisins var vísað til skilyrða um framleiðslu forskriftarlyfja, einkum að ómögulegt væri að fá til landsins sambærilegt lyf með markaðsleyfi. Þá væri óheimilt að veita leyfi ef sambærilegt lyf hefði markaðsleyfi hér á landi. Ráðuneytið taldi ljóst að sambærileg lyf væru seld hér á landi bæði, annars vegar undanþágulyf með markaðsleyfi í öðru ríki, sem og lyf með markaðsleyfi hér á landi. Hefði Lyfjastofnun þannig verið heimilt að synja beiðninni. Var hin kærða ákvörðun því staðfest.


  • 1162/2023. Úrskurður frá 16. nóvember 2023

    Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að samningum sem Happdrætti Háskóla Íslands hefði gert um rekstur á happdrættisvélum. Synjun Happdrættis Háskóla Íslands var byggð á 2. málsl. 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin taldi að samningarnir teldust ekki varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðsemjenda Happdrættis Háskóla Íslands og að 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga stæði aðgangi kæranda þannig ekki í vegi. Þá taldi nefndin að jafnvel þótt gögnin vörðuðu að einhverju leyti samkeppnisrekstur Happdrættis Háskóla Íslands fælu þau ekki í sér upplýsingar sem væru til þess fallnar að valda Happdrætti Háskóla Íslands tjóni ef veittur yrði aðgangur að þeim. Var Happdrætti Háskóla Íslands því gert skylt að afhenda kæranda samningana.


  • 1161/2023. Úrskurður frá 16. nóvember 2023

    Málið varðaði beiðni til ríkislögreglustjóra um gögn sem vörðuðu brottvísun umbjóðanda beiðandans. Ríkislögreglustjóri taldi umboð beiðanda ekki vera gilt og leit því svo á að réttur hans færi samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings. Úrskurðarnefndin taldi að það umboð sem lægi fyrir í málinu skyldi teljast gilt og að ríkislögreglustjóra hefði borið að afgreiða beiðni beiðanda líkt og hún hefði komið frá umbjóðanda hans. Á hinn bóginn væri til þess að líta að ákvörðun um brottvísun teldist ákvörðun um rétt eða skyldu, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga giltu lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál


  • 1160/2023. Úrskurður frá 16. nóvember 2023

    Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók að nýju upp mál nefndarinnar sem lyktaði með úrskurðum nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021. Í málunum komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ríkisskattstjóra væri óheimilt að afhenda upplýsingar um hlutafjáreign úr gögnum sem tengjast skráningu raunverulegra eigenda, sbr. lög nr. 82/2019. Kærandi í framangreindum þremur málum vísaði til þess að upplýsingar um hlutafjáreign fólks væru ekki viðkvæmar og að hann teldi túlkun nefndarinnar á 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, vera ranga. Úrskurðarnefndin vísaði til þess að í nóvember 2022 hefði Evrópudómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að 30. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849, með síðari breytingum, sem veitti almenningi aðgang að ákveðnum upplýsingum um raunverulega eigendur, fæli í sér brot á þeim grundvallarréttindum sem tryggð væru í 7. og 8. gr. sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi. Ákvæði réttindaskrárinnar ættu sér nokkra hliðstæðu í 71. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Við mat á því hvaða upplýsingar yrðu felldar undir 9. gr. upplýsingalaga teldi úrskurðarnefndin að hafa þyrfti hliðsjón af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu, en við túlkun dómstólsins á 8. gr. sáttmálans væri nú höfð hliðsjón af fyrrnefndum dómi Evrópudómstólsins. Ganga yrði út frá því við túlkun 9. gr. upplýsingalaga að löggjafinn hafi ekki ætlað að ganga í berhögg við alþjóðlegar skuldbindingar á sviði mannréttinda. Með hliðsjón til þessa taldi nefndin ekki forsendur til annars en að staðfesta þær efnislegu niðurstöður sem komist var að í úrskurðum nefndarinnar nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021.


  • 1159/2023. Úrskurður frá 8. nóvember 2023

    Deilt var um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að upplýsingum um tollskrárnúmer farms og eðli farmsins um borð í tilteknu flugi flugfélagsins Ukraine Air Alliance, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í lok júlí 2023. Synjun Skattsins byggðist á því að upplýsingarnar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu, sbr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og því væri Skattinum óheimilt að afhenda kæranda gögn sem innihaldi upplýsingarnar. Úrskurðarnefndin rakti að nefndin hefði slegið því föstu að ákvæðið væri sérstakt þagnarskylduákvæði að því er varðaði upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Nefndin taldi að þau gögn sem óskað væri aðgangs að innihéldu slíkar upplýsingar. Því var ákvörðun Skattsins staðfest.


  • 1158/2023. Úrskurður frá 8. nóvember 2023

    Kærðar voru til úrskurðarnefndarinnar tafir á afgreiðslu landlæknis á beiðni um gögn, en beiðninni hafði verið vísað til embættisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu með úrskurði nefndarinnar nr. 1088/2022. Beiðnin hljóðaði á um aðgang að nánar tilgreindum og sundurliðuðum upplýsingum um spítalainnlagnir og legudaga vegna COVID-19-sjúkdómsins, inflúensu og aukaverkana bólusetninga á tilteknu tímabili. Landlæknir tók fram að ekki stæði til að synja beiðni kæranda heldur væri beðið eftir samþykki fyrir því að fá að samkeyra heilbrigðisskrár embættisins til að unnt væri að afgreiða beiðnina. Þar sem ekki lægi fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.


  • 1157/2023. Úrskurður frá 8. nóvember 2023

    Deilt var um rétt til aðgangs að tillögum að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023 og framkvæmdaáætlun fyrir árin 2023–2033 sem voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar í nóvember 2022. Af hálfu Ísafjarðarbæjar var aðallega vísað til þess að gögnin teldust til vinnugagna í skilningi upplýsingalaga og því væri heimilt að undanþiggja þau upplýsingarétti almennings. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin uppfylltu skilyrði þess að teljast vinnugögn í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, en að hluti þeirra innihéldi upplýsingar um atvik máls sem ekki væri að finna annars staðar, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Sveitarfélagið vísaði til þess að upplýsingarnar skyldu vera undanþegnar aðgangi kæranda samkvæmt bæði 9. gr. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi sveitarfélagið ekki hafa rökstutt þá afstöðu með fullnægjandi hætti og vísaði þeim hluta kæruefnisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá Ísafjarðarbæ, en staðfesti að öðru leyti ákvörðun sveitarfélagsins.


  • 1156/2023. Úrskurður frá 8. nóvember 2023

    Sýn hf. óskaði eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1086/2022. Í úrskurðinum var lagt til grundvallar að gögn úr botnrannsókn sem Farice ehf. hefði annast við strendur Íslands árið 2021 teldust ekki vera fyrirliggjandi hjá fjarskiptasjóði. Úrskurðarnefndin lagði þann skilning í endurupptökubeiðni að beiðandi teldi að nefndin hefði ekki átt að leggja til grundvallar að gögn úr botnrannsókn við strendur Íslands teldust ekki fyrirliggjandi hjá fjarskiptasjóði, þar sem nánast öruggt mætti telja að rannsóknin hefði verið greidd úr ríkissjóði en ekki af Farice. Nefndin taldi að úrskurður nefndarinnar hefði ekki byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða að niðurstöður hans hafi byggst á atvikum sem breyst hafi verulega frá því að hann var kveðinn upp. Þá taldi nefndin röksemdir kæranda ekki leiða í ljós vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum. Beiðni um endurupptöku var því hafnað.


  • 01. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 472/2023-Úrskurður

    Viðurlög. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði þar sem hann hafnaði atvinnuviðtali.


  • 01. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 467/2023-Úrskurður

    Almenn skilyrði. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að stöðva greiðslur atvinnuleysisbóta til kæranda þar sem hann var ekki búsettur á Íslandi.


  • 01. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 463/2023-Úrskurður

    Viðurlög. Ofgreiddar bætur. Staðfest ákvörðun Vinnumálastofnunar um að fella niður rétt kæranda til atvinnuleysisbóta í tvo mánuði vegna ótilkynntra tekna. Einnig staðfest ákvörðun stofnunarinnar um innheimtu ofgreiddra atvinnuleysisbóta.


  • 01. desember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

    Mál nr. 352/2023-Úrskurður

    Frávísun. Enginn ágreiningur til staðar í málinu þar sem Vinnumálastofnun hafði afturkallað hina kærðu ákvörðun.


  • 29. nóvember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 464/2023-Úrskurður

    Umönnunarmat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að ákvarða umönnun dóttur kæranda samkvæmt 2. flokki, 43% greiðslur. Fallist á að umönnun dóttur kæranda skuli meta til 2. flokks, 85% greiðslur.


  • 29. nóvember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 471/2023-Úrskurður

    Örorkumat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur og vísað aftur til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar. Að mati úrskurðarnefndar var misræmi í gögnum málsins varðandi mat á andlegri færni kæranda.


  • 29. nóvember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 473/2023-Úrskurður

    Endurhæfingarlífeyrir. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um greiðslu endurhæfingarlífeyris. Endurhæfingaráætlun var ekki talin uppfylla skilyrði 7. gr. laga um félagslega aðstoð þar sem að hún var ekki nægileg endurhæfing ein og sér til að auka frekar starfshæfni kæranda.


  • 29. nóvember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 257/2023-Úrskurður

    Umönnunarmat. Felld úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að meta umönnun vegna dóttur kærenda til 2. flokks, 43% greiðslur. Umönnun stúlkunnar metin til 2. flokks, 85% greiðslur, vegna tímabilsins 1. febrúar 2021 til 31. ágúst 2025. Úrskurðarnefndin telur að ráða megi af tillögu sveitarfélags að umönnunarmati að dóttir kærenda þurfi aðstoð við flestar athafnir daglegs lífs.


  • 29. nóvember 2023 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 85/2023-Úrskurður

    Krafa leigusala í tryggingarfé gerð utan frests.


  • 29. nóvember 2023 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 72/2023-Úrskurður

    Vísitöluhækkun á leigu aftur í tímann. Tómlæti.


  • 29. nóvember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 220/2023-Úrskurður

    Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um upphafstíma örorkumats. Gögn málsins staðfesta ekki með fullnægjandi hætti að kærandi hafi uppfyllt læknisfræðileg skilyrði örorku fyrir þann tíma sem Tryggingastofnun miðar við.


  • 29. nóvember 2023 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 63/2023-Úrskurður

    Krafa leigusala í tryggingu. Leigjandi tók ekki afstöðu til kröfunnar innan fjögurra vikna.


  • 29. nóvember 2023 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 54/2023-Úrskurður

    Ótímabundinn leigusamningur: Hækkun leigu á leigutíma.


  • 29. nóvember 2023 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 44/2023-Úrskurður

    Tímabundinn leigusamningur: Forsendubrestur. Upplýsingaskortur við úrlausn málsins.


  • 29. nóvember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 484/2023-Úrskurður

    Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkumat. Úrskurðarnefndin telur rétt að kærandi láti reyna á endurhæfingu áður en til örorkumats kemur.


  • 29. nóvember 2023 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 37/2023-Álit

    Ákvörðunartaka í litlu húsfélagi. Sameiginlegur kostnaður/sérkostnaður.


  • 29. nóvember 2023 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 30/2023-Álit

    Skaðabótaábyrgð eiganda. Leki í lofti bílageymslu.


  • 29. nóvember 2023 / Kærunefnd húsamála

    Mál nr. 29/2023-Úrskurður

    Tryggingarfé. Frávísunarkrafa vegna aðildarskorts.


  • 29. nóvember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 460/2023-Úrskurður

    Örorkumat. Staðfest ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur. Skilyrði 75% örorku samkvæmt örorkustaðli ekki uppfyllt.


  • 27. nóvember 2023 / Úrskurðir um matvæli og landbúnað

    Stjórnsýslukæra vegan synjunar MAST um niðurfellingu dagsekta

    Stjórnsýslulög, dagsektir


  • 27. nóvember 2023 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 717/2023 Úrskurður

    Ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja kærendum um vegabréfsáritanir til landsins eru felldar úr gildi.


  • 23. nóvember 2023 / Kærunefnd jafnréttismála

    Mál nr. 15/2022 - Úrskurður

    Ráðning í starf. Stjórnvald. Mismunun vegna þjóðernisuppruna. Ekki fallist á brot.


  • 23. nóvember 2023 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 710/2023 Úrskurður

    Ákvarðanir Útlendingastofnunar eru felldar úr gildi. Lagt er fyrir Útlendingastofnun að taka mál kærenda og barna þeirra til meðferðar á ný.


  • 23. nóvember 2023 / Kærunefnd útlendingamála

    Nr. 704/2023 Úrskurður

    Ákvarðanir Útlendingastofnunar eru staðfestar.


  • 22. nóvember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 319/2023-Úrskurður

    Sjúklingatrygging. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um bætur samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.


  • 22. nóvember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 310/2023-Úrskurður

    Slysatrygging/örorka. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um 8% varanlega læknisfræðilega örorku vegna slyss.


  • 22. nóvember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 437/2023-Úrskurður

    Tannlækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að synja um greiðsluþátttöku í tannlækningum


  • 22. nóvember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 344/2023-Úskurður

    Tannlækningar. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um fjárhæð greiðslna vegna tannlæknakostnaðar.


  • 22. nóvember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 317/2023-Úrskurður

    Sjúklingatrygging/örorka. Staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um varanlegan miska og varanlega örorku samkvæmt lögum nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu.


  • 22. nóvember 2023 / Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

    Mál nr. 432/2023-Úrskurður

    Tannlækningar erlendis. Staðfest afgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands á umsókn um þátttöku í kostnaði vegna tannlækninga erlendis.


  • 21. nóvember 2023 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 6/2023. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Hugbúnaðargerð. Útboðsskylda. Málskostnaður.


  • 21. nóvember 2023 / Kærunefnd útboðsmála

    Mál nr. 12/2023. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

    Reglugerð nr. 340/2017. Jafnræði. Frávikstilboð. Bindandi samningur. Frávikstilboð. Álit á skaðabótaskyldu hafnað.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum