Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Bjarna Benediktssonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2016-09-22 00:00:0022. september 2016Ræða fjármála- og efnahagsráðherra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 22. september 2016

<p align="right">Talað orð gildir</p> <p>Kæru ráðstefnugestir!</p> <p>Það er ánægjulegt að fá að koma hingað á ykkar fund - og í þriðja sinn sem ég kem hingað sem fjármála- og efnahagsráðherra og er þess heiðurs aðnjótandi að fá að segja hér nokkur orð. Og það er kærkomið að fá tækifæri til þess að ræða það sem hefur áunnist í samstarfi ríkis og sveitarfélaga.</p> <p>Verkefni ykkar sveitarstjórnarfólks eru mikilvæg og tengsl við íbúa í hverju byggðalagi náin enda viðfangsefnin og þjónustan sem sveitarfélög veita þess eðlis.</p> <p>Gott samstarf og hreinskiptin samskipti milli kjörinna fulltrúa frá hverju byggðalagi annars vegar og fulltrúa ríkisvaldsins hins vegar eru því mikilvæg við úrlausn ýmissa þjóðmála og almenna hagstjórn. </p> <p>Í grunninn hef ég enn sömu sjónarmið og fyrr um samskipti ríkis og sveitarfélaga. En mikið hefur áunnist á undanförnum árum og ég ætla að nota þetta tækifæri hér til að reifa nokkur helstu atriði sem þar hafa komið við sögu og þá sérstaklega með áherslu á fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga.</p> <p>Fyrst vil ég nefna árangur á sviði opinberra fjármála. Á undanförnum árum hefur náðst mikill árangur á því sviði. Saman hafa farið öflugur hagvöxtur, bætt afkoma hins opinbera og markviss vinna við treysta lagalegan ramma opinberra fjármála.</p> <p>Efnahagslífið stendur nú traustum fótum og hagvöxtur er öflugur. Þrátt fyrir hraðan vöxt í efnahagslífinu er verðbólga er lág og skuldir þjóðarbúsins fara lækkandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.</p> <p>Ný lög um opinber fjármál mynda heildstæða umgjörð um þróun opinberra fjármála og marka þáttaskil í fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga.</p> <p>Með þessu aukna samstarfi ríkis og sveitarfélaga er tryggð heildarsýn yfir opinber fjármál og forsendur skapaðar til að beita þeim úrræðum sem best eiga við hverju sinni til að samhæfa fjármálastefnu opinberra aðila og bæta opinbera hagstjórn. Þetta er eitt af þeim atriðum sem við vorum sammála um eftir fall bankanna, eftir þær miklu sveiflur sem urðu í efnahagslífi okkar, að við þyrftum að taka til skoðunar - við þyrftum að gera betur og að það þyrfti að samhæfa betur áherslur ríkis og sveitarfélaga.</p> <p>Fyrst ber hér að nefna fjármálaáætlunina. Hún er lykilþáttur í nýju lögunum. Samkvæmt þeim leggur fjármálaráðherra fram árlega tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun til fimm ára og var fyrsta ætlunin lögð fram síðastliðið vor. Með henni er mörkuð heildstæð stefna fyrir þróun fjármála ríkis og sveitarfélaga.</p> <p>Gert er ráð fyrir því að árleg heildarafkoma hins opinbera verði á tímabili áætlunarinnar jákvæð um sem nemur 1% af vergri landsframleiðslu. Að mestu er sá jákvæði afgangur borinn uppi af ríkinu en áfram er búist við því á næstu árum að heildarafkoma sveitarfélaga verði í járnum. Þessi afkoma skapar engu að síður tækifæri til enn frekari lækkunar skulda en einnig til að ráðast í nauðsynlegar fjárfestingar og styrkja opinbera þjónustu.</p> <p>Þáttur sveitarfélaga í fjármálaáætluninni byggir á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga, eins og formaður hefur hér nýlega komið inn á, en þar er fjallað um markmið um afkomu og efnahag sveitarfélaga sem og ríkisins.</p> <p>Með samkomulaginu setja ríki og sveitarfélög sér sameiginleg markmið um þróun opinberra fjármála og afkomu hins opinbera. Þá er í samkomulaginu fallað um margvísleg sameiginleg verkefni sem snúa að tekjustofnum og útgjaldaþróun.</p> <p>Mér finnst þetta skipta gríðarlega miklu máli. Þetta er ekki bara formsatriði. Þetta er ekki bara lagarammi sem er tómur og við þiggjum eins og vélmenni bara til þess að hafa fyllt út í kassann. Þetta er stórmál og á að breyta verklagi og allri hugsun. Einn bæjarstjóri sagði við mig um árið að það að við skyldum setja fjármálareglu fyrir sveitarfélögin, líkt og ríkið er búið að gera núna, hafi haft áhrif á allan hugsunarhátt á sveitarstjórnarstiginu. Það var ekki bara formsatriði heldur er nú vísað til reglunnar. Með sama hætti vonast ég til þess að menn byggi á samkomulaginu og vísi til þess til þess að setja sér markmið inn í framtíðina.</p> <p>Það er mikilvægt að ríki og sveitarfélög móti sér sameiginlega sýn á helstu viðfangsefni opinberra fjármála til lengri tíma og lyfti sér upp fyrir smærri viðfangsefni sem gjarnan taka mikla orku frá degi til dags. Þannig verður að horfa heildstætt til þróunar tekna og útgjalda helstu málaflokka.</p> <p>Mig langar til þess að hnykkja sérstaklega á einu: Þetta er ekki einhliða loforð sveitarstjórna gagnvart ríkinu. Í samskiptum ríkis og sveitarfélaga finnst mér um of litið þannig á að ríkið geti á grundvelli laga eða samkomulags af þessum toga komið til sveitarstjórnarstigsins og sagt að nú verði það að skila sínu. Þetta er tvíhliða samkomulag. Hvers vegna minni ég á þetta? Það er vegna þess, meðal annars, að nú eru framundan kosningar. Við erum að rísa upp úr öldudalnum. Það flæða fram alls konar hugmyndir um ný útgjaldatilefni ríkisins. Hafið þá í huga góða sveitarstjórnarfólk að eftir því sem að ríkisvaldið ætlar sér meira svigrúm til nýrra útgjalda án þess að tekið sé tillit til þess samkomulags sem gildir milli ríkis og sveitarfélaga, þeim mun meira verður gengið á svigrúm sveitarfélaga til þess að láta til sín taka ef ná á markmiðum um heildarafkomu hins opinbera samkvæmt áætlunum. Þetta skiptir máli í því samhengi til dæmis að í aðdraganda hrunsins þá vorum við sammála um að það hefði skort á samhæfingu milli þessara tveggja stiga.</p> <p>Formaðurinn ykkar kom hér inn á nýtt samkomulag vegna lífeyrismála. En það má segja að ramminn um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga veiti tækifæri til þess að nálgast slík verkefni með nýjum hætti. Með þessum samningi hefur ríkisvaldið tekið að sér að fjármagna verulegan hluta af kostnaði sveitarfélaga vegna breytinga á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. Við gerðum það ekki bara til þess að þið þurfið ekki að hlusta á Karl Björnsson útskýra þessi mál aftur og aftur, eins og formaðurinn kom hér inn á áðan. Við gerðum þetta vegna þess að það er einfaldlega skynsamlegast í ljósi aðstæðna, í ljósi heildarmats á stöðu og afkomu ríkis og sveitarfélaga, að ríkið taki að sér að fjármagna þennan þátt málsins. Það er rétt niðurstaða. Með farsælli niðurstöðu í lífeyrismálinu er gefinn tónninn varðandi þær áherslur sem ríkið leggur í fjárhagslegum samskiptum á næstu árum. Það verður að horfa til stærri þátta sem hafa áhrif á afkomu sveitarfélaga sameiginlega og forgangsraðað með réttum hætti hverju sinni. Þannig getum við sameiginlega stuðað að farsælli stjórn opinberra fjármála.</p> <p>Mig langar líka til þess að minnast stuttlega á samkomulag um gerð rammasamnings til þriggja ára um þjónustu og rekstur hjúkrunarheimila sem rekin eru á daggjöldum. Á grundvelli þess samkomulags lögðum við í gær fram fjáraukalagafrumvarp þar sem við leggjum einn og hálfan milljarð króna inn í þennan málaflokk til viðbótar, til þess að styrkja daggjaldagrunninn. Við höfum sömuleiðis gengið frá bókun um meðferð lífeyrisskuldbindinga. Ég vonast til þess að við getum á grundvelli þessa samkomulags um rammasamninga gengið í framhaldinu frá þjónustusamningum og fengið farsæla lúkningu á áralangt samtal um meðferð lífeyrisskuldbindinga á þessum sviðum – þ.e. hjúkrunarheimili á daggjaldagrunni. Þetta er stórt skref og mikill áfangi og ég gleðst yfir því að við skyldum hafa náð á sumarmánuðum að ljúka því samtali og undirrita þetta samkomulag nú fyrr í þessum mánuði.</p> <p>Góðir ráðstefnugestir. Nokkur orð um tekjustofna sveitarfélaga. Vinna hefur staðið yfir undanfarin misseri við að greina ýmis atriði er varða bæði tekjur og útgjöld sveitarfélaganna.Upphaflega var sú vinna í tengslum við beiðni Sambands íslenskra sveitarfélaga um nýja tekjustofna til handa sveitarfélögunum en eftir að samkomulag við sveitarfélögin var gert á grundvelli nýrra laga um opinber fjármál hafa þessi mál verið hugsuð meira í þann farveg.</p> <p>Vinna ráðuneytisins hefur verið kynnt í reglubundnu samráði milli ríkis og sveitarfélaga, s.k. Jónsmessunefnd.</p> <p>Sú greiningarvinna sem farið hefur fram hefur leitt í ljós hversu mjög fjárhagsleg staða sveitarfélaganna er mismunandi, að því er varðar tekjur og gjöld, afkomu og eignastöðu.</p> <p>Umfjöllun um fjárhag sveitarfélaganna hefur beinst mjög að afkomu þeirra og þá einkum að þeim sveitarfélögum sem eru illa stödd. Því hafa málefni annarra sveitarfélaga kannski fallið nokkuð í skuggann.</p> <p>Bæði ríki og sveitarfélög urðu fyrir miklu tekjufalli í hruninu en síðan þá hafa tekjurnar vaxið nokkurn veginn í takt þegar tekið er tillit til þess að verkefna- og tekjuskipting hefur orðið á undanförnum árum m.a. með flutningi á málefnum fatlaðra.</p> <p>Áfram verður unnið að mati á tekjustofnum á grundvelli samkomulags ríkis og sveitarfélaga. Í því efni er brýnt að mótuð séu viðmið um það hvaða tekjustofnar henti sveitarfélögum best. Ef þörf er talin á að hækka tekjur sveitarfélaga ætti að vera hægt að gera það án nýrra tekjustofna. Við skulum ekki útiloka að við komumst að niðurstöðu um einhverja slíka þætti, til dæmis með vísan til þess sem rakið var hér í inngangserindi. Ég lýsi mig fyllilega reiðubúinn til þess að skoða alla kosti í þeim efnum.</p> <p>Æskilegt er út frá sjónarmiðum um einfaldleika og hagkvæmni að sveitarfélög hafi fáa og skýrt afmarkaða tekjustofna. Þeir ættu að vera tiltölulega stöðugir þannig að áhrif hagsveiflunnar á þá séu takmörkuð, enda er ríkissjóður í mun betri aðstöðu til að takast á við sveiflur í afkomu en sveitarfélögin.</p> <p>Við val á tekjustofnum þarf að horfa til langs tíma og ekki til þess hvaða stofnar eru sterkir hverju sinni. Þá er æskilegt að það sé ákveðið samhengi milli þróunar tekna og samsetningar útgjalda sveitarfélaga, einkum að saman fari þróun tekna og launaútgjalda.</p> <p>Ekki er hægt að fjalla um tekjustofna án þess að koma inn á það hvernig þeim er skipt milli einstakra sveitarfélaga. Í því efni er mikilvægt að tekjuskiptingin sé sanngjörn og að hún tryggi að öll sveitarfélög hafi sambærilega möguleika á að veita góða þjónustu að teknu tilliti til ólíkra aðstæðna, samsetningar íbúa og breytilegra þarfa þeirra.</p> <p>Jöfnunarsjóður sveitarfélaga starfar á grundvelli reglna sem eru komnar til ára sinna. Nú er nýhafin endurskoðun á málefnum Jöfnunarsjóðs sem byggir að hluta á undirbúningi sem átt hefur sér stað yfir allmörg ár.</p> <p>Ég bind vonir við að nýjar reglur leiði til réttlátari skiptingar með tilliti til þeirra verkefna sem sveitarfélög þurfa að sinna af mismunandi þunga. Jafnframt tel ég að eitt af því sem er nauðsynlegt að breyta sé að sveitarfélögin leggi meira til jöfnunarinnar af fasteignasköttum, einkum vegna lögaðila.</p> <p>Sveitarfélögin eru í mismunandi stöðu vegna félagslegrar og lýðfræðilegrar samsetningar íbúanna sem getur verið mjög mismunandi einkum í fjölmennu sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu.</p> <p>Þarna er dæmi um atriði sem vel kemur til greina að jafna á milli eftir útgjaldaþörf og almennt er skynsamlegt að byggja jöfnunina á mælanlegum þáttum í mismunandi útgjaldaþáttum og að skilja enga umfangsmikla þætti eftir.</p> <p><strong> </strong><strong>Góðir fundargestir!</strong></p> <p>Ég hef hér rétt tæpt á nokkrum helstu atriðum er snúa að fjárhagslegum samskiptum milli ríkis og sveitarfélaga um þessar mundir. Árangur hefur náðst enda samstarfið við Samband íslenskra sveitarfélaga og við ykkur öll verið gott og gott traust ríkir í öllum samskiptum. Ef ég man rétt þá nefndi ég það fyrir ári síðan að viss stirðleiki og pirringur í samskiptum ríkis og sveitarfélaga ætti eflaust rætur að rekja til þess að báðir aðilar þurftu mjög að hagræða og finna leiðir til þess að ná endum saman að nýju eftir efnahagslegan samdrátt á Íslandi. Það var í sjálfu sér ekki við öðru að búast en að það myndi kalla fram núning, einhver pirring, átök um leiðir til þess að báðir aðilar gætu mætt markmiðum sínum. En nú eru bjartari tímar, það dregur ský frá sólu og mér finnst sem samskiptin hafi farið batnandi. Ég hef hér rakið nokkur dæmi um áfanga sem við höfum náð á tiltölulega skömmum tíma. Þetta eru risastór mál sem eiga að gefa okkur von um að samskiptin batni áfram og að við getum sameiginlega, ríki og sveitarfélög, náð þeim markmiðum sem við erum að keppa að í þágu landsmanna.</p> <p>Ég vonast þess vegna til þess, hvað sem líður niðurstöðum kosninganna sem eru framundan, að sami andi ríki áfram yfir þessum verkefnum, þ.e.a.s. að það verði sama vægi lagt á mikilvægi þess að viðhalda góðu samstarfi og þétta sameiginlega sýn á opinber fjármál.</p> <p>Þakka ykkur fyrir.</p>

2016-09-21 00:00:0021. september 2016Ræða fjármála- og efnahagsráðherra á ráðstefnu Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu 14. september 2016

<p align="center"><b><i>Hvað hefur breyst?</i></b></p><p>&nbsp;</p><p align="right">[<u>Talað orð gildir]</u></p><p>Ég vil þakka Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu fyrir að boða til þessarar ráðstefnu í tilefni af útgáfu skýrslunnar <i>Hvað hefur breyst</i>. Þetta er gott framtak og þarft innlegg inn í umræðu um þær miklu breytingar sem hafa orðið á löggjöf á þessu sviði frá hruni og einnig þær breytingar sem framundan eru og koma til vegna aðildar Íslands að EES samningnum.</p><p>Ég ætla að byrja á því að reifa nokkur lykilatriði í aðgerðum stjórnvalda frá hruni og hvaða lærdóm við getum dregið af þeim.</p><p>Aðgerðir stjórnvalda í kjölfar fjármálakreppunnar hér á landi með neyðarlögunum svokölluðu, fólu í sér að bönkum og sparisjóðum var leyft að falla, en séð var til þess að innstæðum almennings og fyrirtækja væri borgið ásamt því að greiðslumiðlunarkerfinu var haldið gangandi.</p><p>Eftir hrun hefur komið betur í ljós að staðan á Íslandi hafi verið sú að bankar hafi verið of stórir til að bjarga en áður en fjármálakreppan skall á var það ráðandi viðhorf að íslensku bankarnir væru almennt of stórir til að falla. Vísað var lágrar skuldastöðu ríkissjóðs og af þeim sökum þótti ekki ástæða til af hálfu matsfyrirtækjanna að taka lánshæfi bankanna til endurskoðunar. Segja má að með neyðarlögunum hafi Ísland orðið leiðandi á alþjóðavísu í því að draga stórkostlega úr freistnivanda eigenda fjármálafyrirtækja.</p><p>Sú staðreynd að ríkissjóður var nær skuldlaus þegar kreppan skall á, gerði svo stjórnvöldum það á annað borð kleift að láta til sín taka við endurreisn fjármálakerfisins og takast á við þau fjölmörgu samfélagslegu vandamál sem fylgdu í kjölfar efnahagskreppunnar. Það skiptir líka máli að ríkið var ekki eigandi að bönkunum þegar fjármálakreppan skall á. Gildi þess að hafa skuldlausan ríkissjóð er að mínu mati annar stóri lærdómurinn sem við Íslendingar getum dregið af hruninu. &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; </p><p>Þriðja atriðið sem draga má lærdóm af vegna alþjóðlegu fjármálakreppunnar og þeirrar íslensku er að stjórnvöld geta ekki komið í veg fyrir fjármálakreppur eða að bankar fari á höfuðið en það er hægt að draga úr líkum á slíku og verja ríkissjóð og almenning fyrir afleiðingunum þegar og ef það gerist. </p><p>Í því sambandi er rétt að rekja í örstuttu máli hve ötullega hefur verið unnið frá hruni bankakerfisins að endurbótum á lagaumhverfi fjármálamarkaða til þess að verja almenning og ríkissjóð – eins og skýrlega kemur fram í skýrslunni og sýnir vel að ekkert er hæft í fullyrðingum um að ekkert hafi breyst í umhverfi fjármálafyrirtækja á Íslandi frá hruni.</p><p>Lögum um innstæðutryggingar hefur verið breytt og framundan er innleiðing á Evróputilskipun um innstæðutryggingar, eftirlitsheimildir hafa verið styrktar, ábyrgð stjórnenda aukin, áhættustýring innan bankanna hefur verið efld og reglur bættar, ákvæði um tengsl aðila og stórar áhættuskuldbindingar hafa verið gerð ítarlegri og kröfur um fjárhagslegan styrk auknar með nýjum reglum um eiginfjárauka. Þessar reglur hafa þegar tekið gildi og haft töluverð áhrif. </p><p>Fjármálastöðugleikaráði og kerfisáhættunefnd hefur jafnframt verið komið á fót og stofnanaumgjörðin skilgreind betur sem hluti af hagstjórnartækjum hins opinbera ásamt peningastefnunni og opinberum fjármálum. Bætt stofnanaumgjörð gerir mögulegt að hafa eftirlit bæði með heilbrigði einstakra fjármálastofnana og samspili þeirra á milli og við aðra þætti efnahagslífsins.</p><p>Allar þessar umbætur miða að því að stuðla að heilbrigði og stöðugleika á fjármálamarkaði og draga úr umfangi og áhættusækni þess til framtíðar litið.</p><p>Unnið er að frekari umbótum á yfirstandandi þingi og á komandi löggjafarþingi liggur fyrir að haldið verður áfram með vinnu við innleiðingu á Evrópureglum og mun þar sennilega mest fara fyrir frumvarpi til laga um slitameðferð fjármálafyrirtækja sem og frumvarpi um innstæðutryggingar, eins og ég nefndi hér áðan. </p><p>Ég vil líka nefna það hér að við innleiðingu á Evrópureglum verður alltaf að huga að sérstöðu Íslands og hef ég lagt áherslu á það í minni ráðherratíð að valkvæðar íþyngjandi reglur eigi ekki að taka upp nema sérstakt tilefni sé til þess. Á þessu sviði verður þó að hafa í huga að svigrúmið er oft á tíðum ekki mikið og að meginstefnu til miðast Evrópureglur við stærri fjármálafyrirtæki í Evrópu.</p><p>Góðir gestir! Íslenskt fjármálakerfi stendur nú á traustum grunni og margt hefur færist til betra horfa á liðnum árum en áður en vissulega bíða okkar ýmis úrlausnarefni. </p><p>Ég ætla að gera hér að umtalsefni einn veigamikinn þátt sem ræða verður og ígrunda vandlega á næstu misserum. En það er spurningin hvort þörf sé á því að aðskilja viðskiptabankastarfsemi frá fjárfestingabankastarfsemi. Eða með öðrum orðum hvernig takmarka megi áhættu af fjárfestingarbankastarfsemi í starfsemi alhliða banka. </p><p>Í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því að síðasta vor skipaði ég starfshóp til þess að yfirfara lög hér á landi með það að markmiði að draga úr kerfisáhættu vegna starfsemi alhliða banka og kerfislegra mikilvægra fjármálafyrirtækja – nánar tiltekið að auka viðnámsþrótt fjármálakefisins gegn áföllum.</p><p>Þau atriði sem hópurinn er með til skoðunar og vinnur tillögur að snúa m.a. að: </p><p>1)&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Eigin viðskiptum alhliða banka – stöðutökur, veltubók o.fl.</p><p>2)&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Eignarhaldi í fyrirtækjum í óskyldum rekstri</p><p>3)&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Takmörkunum á því að alhliða bankar (sérstaklega kerfislega mikilvægir) veiti sölutryggingar </p><p>4)&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Frekari takmörkunum á viðskiptavaka t.d. á milli kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja;</p><p>5)&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Hvort setja eigi frekari lagaskyldur um aðskilnað starfsviða í alhliða bönkum </p><p>6)&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; Hvort setja eigi lagaáskilnað um hærri eiginfjárkröfur gagnvart alhliða bönkum t.d. sérstakar hlutfallsreglur. </p><p>Öll þessi atriði tengjast en með þeim er reynt að ná sama markmiði sem er að takmarka áhættu í fjármálakerfinu. Vænti ég þessi að starfshópurinn skili tillögum í haust sem hægt verði að útfæra í lagafrumvarp.</p><p>Mín nálgun á þetta viðfangsefni er sú að ég vil ekki ganga lengra en þörf krefur. Ýmsir hafa uppi þá kröfur að það verði að aðskilja að fullu þessa starfsemi. Það er vissulega skiljanleg krafa og einföld. En ýmsu kann þó að vera fórnað með því að taka slíkt skref og ekki á að grípa til slíkra ráðstafana nema þær úrbætur sem annars er hægt að vinna að með þessa starfsemi undir sama þaki dugi ekki til. Ef niðurstaða þeirrar vinnu sem er í gangi verður sú að við sitjum engu að síður uppi með of mikla áhættu þá verður einfaldlega stíga skrefið til fulls. </p><p>Að lokum til ég nefna hér tvö önnur atriði. Annað snýr að eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum á Íslandi og þá á ég við þá staðreynd að frá árinu 2008 þá höfum við sætt okkur við eignarhald á stórum bönkum sem er á skjön við þær reglur sem kveða á um hverjir teljast hæfir eigendur til að fara með eignarhluti í fjármálafyrirtækjum. Ég vil minna á það að við búum enn við það ástand í tilviki Arion banka. Það horfir nú sem betur fer nú til betri vegar í þessum efnum. Arion banki er á leið í sölumeðferð. Íslandsbanki er kominn í eigu ríkisins og þá tekur við að ræða framtíðina hvað það atriði varðar. </p><p>Hitt atriði sem ég vil nefna eru skattar á fjármálafyrirtæki. Því ber að halda til haga, að þrátt fyrir að ekki sé verið að afnema sérstaka skatta á fjármálafyrirtæki eins hratt og áður var að stefnt, þá hefur þó verið dregin lína í sandinn og stefnt að afnámi þeirra. Ég er sammála því að við eigum ekki að vera með sérstaklega íþynjandi reglur á fjármálafyrirtæki sem á endanum lenda á almenningi í landinu og ekki er hægt að komast að annarri niðurstöðu en að viðbótar skattlagning hafi líka á endanum áhrif á vaxtakjörin. En ég bendi þó jafnframt á að þegar skattlagning var kynnt til sögunnar á sínum tíma þá var hún rökstudd á þá leið að ná þyrfti til baka þeim kostnaði sem fallið hafði á ríkið við hrun fjármálakerfisins. En þetta hefur nú breyst og því er tímabært að þessi skattar fjari út. </p><p>Góðir gestir! Á næstu árum verður rætt um eignarhald á fjármálafyrirtækjum. Ríkið er stærsti eigandi íslenskra fjármálafyrirtækja og ég er þeirrar skoðunar að það geti ekki verið framtíðarfyrirkomulag. En skapa þarf góða sátt hvernig við gerum breytingar þar á. Ég tel mikilvægt að allur almenningur sé virkjaður til umræðu og þátttöku í því ferli, meðal annars eigum við áfram að skoða þann kostinn að almenningi verði afhentir hlutir í fjármálafyrirtækjum í eigu ríkisins.&nbsp; </p><p>Takk fyrir!</p>

2016-06-16 00:00:0016. júní 2016Grein Bjarna Benediktssonar í Wall Street Journal

<div class="single-news__big-image"><figure><figcaption>Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra</figcaption></figure></div> <p>Grein Bjarna Benediktssonar&nbsp;fjármála- og efnahagsráðherra sem birtist í bandarísku útgáfu blaðsins Wall Street Journal fimmtudaginn 16 júní. Greinin er á ensku:&nbsp;</p> <p>The implication of the headline “Northern Europe's Argentina Imitator” atop James K. Glassman's June 13 op-ed is risible to anyone who is even remotely familiar with the Argentina and Iceland stories.&nbsp;</p> <p>In the years leading up to the collapse of Iceland's banking system in December 2008, the Icelandic economy overheated and the Central Bank ran a tight monetary policy. This was a beckoning finger for the carry trade. Investors would borrow in currencies with low interest rates (like Swiss francs or Japanese yen) and then invest in high-yielding debt instruments denominated in Icelandic krona. At the time, Iceland had no tools in place to manage these capital inflows.</p> <p>When the economy collapsed in 2008, Iceland—with the full approval of the IMF—was forced to impose capital controls. Among the krona-denominated assets caught by the capital controls were the so-called “offshore krona”—most of it the fruit of pre-2008 carry-trade operations. Capital controls have remained in place since 2008. Iceland is only now in a position to gradually liberalize these controls.&nbsp;</p> <p>In recent years hedge funds, like Mr. Glassman's clients, have purchased these offshore krona positions from the original investors at steep discounts. Although the investments were knowingly made into an economy with capital controls, the hedge funds now apparently believe that they are entitled to be taken out of these positions at a significant profit before Iceland even begins to lift the burden of capital controls on its residents.</p> <p>Mr. Glassman states that the Icelandic Parliament has passed legislation ordering the “conversion [of offshore krona] at between 190 and 210 krona to the dollar.” Parliament has done no such thing. The Central Bank of Iceland has announced that it will auction some of its foreign-exchange reserves to repurchase offshore krona for those holders who wish to exit their investments at this stage. Participation in the auction (the 22nd in a series of such auctions, by the way) is wholly voluntary. The bidders will decide what exchange rate they wish to bid and the Central Bank will decide what bids it can afford to accept.</p> <p>Mr. Glassman writes of “Iceland's unilateral decision to default” and suggests that this is equivalent to Argentina's default on its sovereign bonds in 2001. Iceland has not defaulted on any of its government debt and is not proposing to do so now. Mr. Glassman apparently believes that the maintenance of capital controls on local currency assets in the wake of a devastating financial collapse is tantamount to a payment default on sovereign external debt.</p> <p>There is one, but only one, similarity between Argentina and Iceland. Following the economic collapse in each country, a few hedge funds acquired distressed local assets for pennies on the dollar. If disappointed in the amount of profit they can turn on those trades, articles by hedge-fund lobbyists are sure to follow.&nbsp;</p> <p style="text-align: center;">Bjarni Benediktsson</p> <p style="text-align: center;">Minister of Finance&nbsp;and Economic Affairs</p> <p style="text-align: center;">Reykjavik, Iceland</p> <p style="text-align: left;"><a href="http://www.wsj.com/articles/iceland-shares-very-little-with-argentina-1466020824">Grein Wall Street Journal</a></p> <p>&nbsp;</p>

2016-04-14 00:00:0014. apríl 2016Ávarp fjármála- og efnahagsráðherra á ársfundi Landsvirkjunar, 14. apríl 2016

<p> </p> <p>Landsvirkjun er stöndugt fyrirtæki sem ásamt fjármálafyrirtækjunum, er ein verðmætasta eign ríkisins. Hún hefur gengið í gegnum ýmis tímabil með þjóðinni og var uppbygging Landsvirkjunar hvorki átaka- né áhættulaus og mörg verkefnin sem farið hefur verið í umdeild. Hitt má heita óumdeilt að við Íslendingar höfum - og höfum haft - ríka þörf fyrir að nýta með skynsamlegum hætti þær auðlindir sem landið hefur upp á að bjóða svo renna megi styrkari stoðum undir lífskjörin í landinu. </p> <p>Það má glöggt sjá í dag hve miklu það hefur skilað okkur sem þjóð að hafa unnið að uppbyggingu fyrirtækisins og hve miklu það varðar fyrir framtíðarkynslóðir. Allir þeir sem hafa komið að málum í gegnum tíðina eiga mikið lof skilið fyrir framsýnina, eljuna og dugnaðinn. </p> <p>Nú er yfirskrift þessa ársfundar, auðlind fylgir ábyrgð, og á hún vel við þá stefnu sem Landsvirkjun hefur markað í starfi sínu.</p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Í gegnum tíðina hafa svokölluð tilfinningarök einatt þótt léttvæg í umræðunni um orkunýtingu og orkuöflun. Sú tilfinning að þykja vænt um ákveðið svæði, telja það ómetanlegt vegna fegurðar eða sérstöðu, eða vegna samspils þess við umhverfi sitt - og vilja þess vegna vernda það þrátt fyrir rök um þjóðhagslegan ávinning, eða miklar tekjur í sveitarsjóð. Þessi rök hafa ekki á öllum tímum komist að með sanngjörnum hætti.</p> <p>Þegar við lítum í eigin barm bærast þar sjálfsagt slíkar tilfinningar til einhvers staðar eða einhverra landsvæða. Staða þar sem við getum ekki hugsað okkur, að háspennulína skeri útsýnið eða lón fylli dali. Og ekkert í heiminum gæti breytt þeirri skoðun okkar. Þannig værum við tilbúin að seinka uppbyggingu mikilvægra innviða, eða gefa til frambúðar eftir einhver efnisleg gæði til þess að halda í slíkan eftirlætisstað.</p> <p>Þannig líður mörgum Íslendingum og það er jákvætt að þessi hugsunarháttur verði æ ríkari. Það er jákvætt að svigrúm gefist til að fara ofar í þarfapýramída samfélagsins þegar ákvarðanir um framtíð okkar eru teknar.</p> <p>Það er því óþarfi að fara í einhverja flokkadrætti - og draga upp þá mynd að fólk sé annað hvort með eða á móti Íslandi, með eða á móti íslenskri náttúru - með eða á móti því að leyfa komandi kynslóðum að njóta þess sem landið hefur boðið okkur.</p> <p>Sjálfsmynd Íslendinga er nátengd náttúru landsins. Ímynd landsins út á við byggist á fegurð, víðáttu og ósnortinni náttúru. En náttúran hefur gildi í sjálfri sér, ótengt því hvaða ímynd og sjálfsmynd við viljum viðhalda. Og það er það sjónarmið sem ég tel að vegi æ þyngra í mati á því hvernig og hversu mikið við Íslendingar teljum að við getum þegið af gnægtaborði landsins - móður náttúru.</p> <p>Góðir fundargestir.</p> <p>Við Íslendingar höfum á umliðnum 17 árum, síðan vinna við fyrsta áfanga rammáætlunar hófst, lært mikið um samspil náttúru og orkuvinnslu og öðlast talsverða færni og getu til að rannsaka virkjanakosti þannig að saman fari mat á möguleikanum um aukna orkunýtingu og vernd náttúrunnar. Þessir valkostir hafa verið vegnir og metnir á grundvelli sjónarmiða um sjálfbærni, hagkvæmni og annars þjóðhagslegs gildis eins og atvinnuuppbyggingar og varðveiðslu náttúrugæða.</p> <p>Um síðustu mánaðamót lagði verkefnastjórn rammaáætlunar fram drög að lokaskýrslu að 3. áfanga verndunar- og orkuáætlunar þar sem fjallað er um og gerð tillaga um flokkun 25 virkjunarkosta og svæða. Ég tel afar brýnt að við fylgjum eftir því að sú vandaða umgjörð sem mótuð hefur verið með lögum, og byggist á rammaáætlun og mati á umhverfisáhrifum, verði ekki raskað og fagleg og ýtarleg umræða fari fram á opinberum vettvangi um þessi atriði sem leiði til niðurstöðu sem geti stuðlað að víðtækri sátt um skipan þessara mála. Það er til skaða fyrir þá góðu samstöðu sem varð til í upphafi og var grunnur að þeirri löggjöf sem öll þessi vinna byggist á hvernig okkur hefur tekist á vettvangi stjórnmálanna að takast á við þau álitaefni sem fyrirsjáanlegt væri að kæmu upp. Menn hafa farið í skotgrafirnar, en það er nauðsynlegt að huga að því að grunnhugsunin að baki allri vinnunni var að hugsa ekki til næsta árs eða þarnæsta, heldur næstu áratuga og enn lengra. Að hugsa til langs tíma þarf að verða okkur eðlislægara.</p> <p>Ég ætla að það sé svo, að yfirgæfandi meirihluti þeirra sem kemur að stjórnmálum vinni að málum með það að markmiði að þau skili skynsamlegri og heillavænlegri niðurstöðu fyrir landsmenn alla. Frekari nýting orkuauðlinda og verndun umhverfis er slíkt grundvallarmál sem snertir hagsmuni allra landsmenn, og komandi kynslóða, að við sem að stjórnun landsmálanna komum verðum að hefja okkur yfir hefðbundið pólitískt dægurþras og leiða rammaáætlun fram og til lykta á grunni þeirrar faglegu vinnu og víðtæka samráðs sem haft hefur verið að leiðarljósi. Í þeim efnum ætti ekki að þurfa að taka fram að horfa þarf til allra þátta, þ.m.t. efnahagslegra áhrifa. Mat á kostum verður líka að taka tillit til skynsamlegs mats á orkuþörf - ekki eingöngu hversu langt er hægt að ganga eða hversu hátt verð áhugasamir kaupendur væru tilbúnir að bjóða fyrir endurnýjanlega orku.</p> <p>Uppbygging raforkuflutningskerfisins er mál af svipuðum toga og snertir þætti samfélags- og umhverfis með sama hætti og mat á virkjunarkostum. Tillaga um matsáætlun um Sprengisandslínu er nú til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun. Í máli sem þessu þarf að vanda sérstaklega vel til verka. Hálendi Íslands er einstakur staður á heimsvísu og tillagan því skiljanlega umdeild. Það er áhugavert að fylgjast með hvernig við Íslendingar förum í gegnum umræðu af þessum toga og undirskriftasöfnun í þessu máli hefur vakið mikla athygli. Það er samstaða um verndun hálendisins, en stundum finnst manni sem ekki sé nógu mikið gert úr því hvað við höfum þegar verndað. Í þessu máli hlýtur að vega þungt að aðrir valkostir eru líka í boði til að byggja upp flutningsraforkukerfið - sem er sannarlega er brýnt viðfangsefni og varðar mikla þjóðhagslega hagsmuni sem má ekki dragast mikið meira að ráðist verði í. Þess vegna, vegna alls þessa, hljóta þeir kostir, þar sem aðrar leiðir eru í boði að koma fyrst til skoðunar.</p> <p>Þessi tvö mál nefni ég hér sérstaklega, rammaáætlunina og uppbyggingu raforkuflutningskerfisins, vegna þess að ég tel að þetta séu einna bestu dæmin um að góð áform á pólitíska sviðinu um að vinna málefnalega og faglega, en sú vinna mistekst oft þegar kemur að því að taka ákvarðanir um það sem lagt var upp með. Við þurfum því í þeim efnum að gera betur, gera miklu betur</p> <p>.***</p> <p>Í ríkisfjármálunum hafa veður skjótt skipast í lofti, ekki síst með uppgjöri slitabúanna og stöðugleikaframlögum þeirra í tengslum við undanþágu frá fjármagnshöftum. Fram undan er annað stórt skref, sem vænta má að verði stigið fyrir mitt þetta ár, þar sem tekið verður á kvikum krónum sem þrýst hafa á að komast út úr hagkerfinu.Þar með verður stærstu hindrunum í vegi afnáms rutt úr vegi, með talsverðum ávinningi fyrir þjóðarbúið en staða þess er nú betri en hún hefur verið um áratugaskeið. Það er einnig fyrirséð að arðgreiðslur orkufyrirtækja í eigu ríkisins, einkum Landsvirkjunar, geti vaxið mjög innan nokkurra ára vegna meiri fjárhagslegs styrks. Miklar áskoranir eru hins vegar framundan í opinberum fjármálum vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar, aukinna velferðarútgjalda og innviðauppbyggingar.</p> <p>Fyrir ári, á þessum vettvangi, varpaði ég fram þeirri hugmynd að koma á fót sérstökum sjóði um arðgreiðslur Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja ríkisins. Með slíkum sjóði mætti hefja uppbyggingu á varasjóði okkar Íslendinga, sem um leið væri hugsaður sem stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu. Ég talaði þá um að skynsamlegt væri að einungis hluti ávöxtunar sjóðsins yrði til ráðstöfunar í þjóðhagslega arðbær verkefni, fjárfestingar í innviðum, rannsóknum, þróun og menntun. Að öðru leyti gæti sjóðurinn verið mikilvægt hagstjórnartæki sem tryggði að við legðum til hliðar í uppsveiflu og gætum stutt við hagkerfið í niðursveiflu.</p> <p>Í framhaldinu hefur hópur úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu og forsætisráðuneytinu aflað gagna um markmið og uppbyggingu þjóðarsjóða og fundað með Landsvirkjun og fleiri aðilum.</p> <p>Sérstaklega hefur verið litið til Noregs þar sem slíkur sjóður hefur verið rekinn með góðum árangri, ekki á grundvelli sjálfbærrar orkunýtingar heldur með öðru sniði, en grunnhugsunin er sú sama og árangurinn hefur verið góður. Í byrjun janúar átti ég fund með norska fjármálaráðuneytinu og norska olíusjóðnum til að afla betri upplýsinga um starfsemi hans, hlutverk, fjármögnun og ráðstöfun.</p> <p>Mikilvægt er að sjóður sem þessi vinni eftir skýrum markmiðum. - Enn og aftur að okkur auðnist að hugsa til langs tíma. - Mér þykir einsýnt að meginviðfangsefni sjóðsins yrði að byggja upp viðnám til að mæta fjárhagslegum áföllum án þess að það leiði til skuldasöfnunar eða ójafnvægis í hagkerfinu. Markmiðin lúta því einkum, eins og ég kem hér ítrekað inn á, að sveiflujöfnun, varúðarsjónarmiðum og sjálfbærni opinberra fjármála. Önnur markmið, einskonar yfirmarkmið, kynnu að tengjast trausti, lánshæfi, aga og kynslóðajöfnuði.</p> <p>Hlutverk sjóðsins yrði þannig að byggja upp þjóðhagslegan sparnað með því að taka við og ávaxta fjárhagslegar eignir ríkissjóðs sem til hans yrðu lagðar og í öðru lagi, að ráðstafa fjármunum til ríkissjóðs í samræmi við ákvæði laga. Fjármögnun sjóðsins yrði með þeim hætti að til hans yrðu lagðar fjárhagslegar eignir, einkum arðgreiðslur orkufyrirtækja og þess vegna nefni ég þetta ítrekað hér á þessum fundi, en arðgreiðslur LV, vaxandi arðgreiðslugeta, er tilefni þess að þessi hugmynd fæðist. Einnig má hugsa sér að verðbréf í eigu ríkissjóðs sem tengjast orkufyrirtækjum og mögulega aðrar fjárhagslegar eignir rynnu til sjóðsins, svo sem fjármunir í eigu ríkissjóðs sem varðveittir eru í gjaldeyrisvaraforða Seðlabanka Íslands samkvæmt sérstöku samkomulagi við bankann.</p> <p>Fyrir ári sagði ég að samstaða um stofnun slíks sjóðs væri grundvallaratriði og ég myndi leita eftir henni. Það er ánægjulegt að segja frá því að á fundi mínum með fulltrúum allra stjórnmálaflokka á þingi fann ég breiðan stuðning við þá grunnhugsun sem birtist í þessum tillögum - að við Íslendingar ættum samhliða áframhaldandi uppbyggingu landsins að leggja til hliðar til að jafna út sveiflur og styrkja efnahagslega stöðu okkar.</p> <p>Ég hef lagt til við ríkisstjórn að skipaðir verði tveir hópar, annars vegar þriggja manna starfshópur sem fái það hlutverk að gera frumvarp til laga um sjóðinn og hins vegar hópur með fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi sem veiti álit sitt á vinnu frumvarpshópsins.</p> <p>Þetta er mál sem allir flokkar á Alþingi geta sameinast um og verið stoltir af að leggja grunn að fyrir komandi kynslóðir. Mál sem þetta verður að lifa ríkisstjórnir og byggja á sameiginlegum skilningi á því að hugsað er til langs tíma. </p> <p>Þrátt fyrir að sterkir vindar hafi blásið um vettvang stjórnmálanna að undanförnu er ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram með þetta mál en gert hefur verið ráð fyrir því að frumvarp yrði tilbúið til þinglegrar meðferðar næsta vetur. Æskilegt væri að flokkarnir kæmu sér saman um að halda þá áætlun.</p> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Betri skuldastaða, hærri eiginfjárstaða en nokkru sinni og vaxandi arðgreiðslugeta eru til marks um hve vel hefur verið haldið á stjórn fyrirtækisins.</p> <p>Mig langar því hér að lokum að óska stjórnendum og starfsfólki Landsvirkjunar til hamingju með árangurinn á síðasta ári, sem er það söluhæsta í sögu fyrirtækisins.</p> <p>Við Íslendingar þurfum oft að minna okkur á hve vel við stöndum í samanburði við aðra þá sem byggja þessa jörð. Um þessar mundir virðist sama hvert litið er, á nær öllum sviðum efnahagsmála er bjart framundan - opinber fjármál að færast til betri vegar og grunnstoðir hagkerfisins sterkar: Sterkir fiskistofnar í hafinu, ör uppbygging í ferðaþjónustu og fjölbreyttum iðnaði, orkuframleiðslan að skila miklum arði og vaxandi eftirspurn eftir hreinni orku.</p> <p>Við erum svo sannarlega gæfusöm þjóð</p> <p> </p> <p> </p>

2016-03-17 00:00:0017. mars 2016Ræða fjármálaráðherra á ársfundi Seðlabanka Íslands 17. mars 2016

<p style="text-align: left;"> <em>Talað orð gildir</em> </p> <p style="text-align: center;">Ræða fjármálaráðherra á ársfundi Seðlabanka Íslands 17. mars 2016</p> <p>Formaður bankaráðs, seðlabankastjóri, sendiherrar, aðrir fundargestir</p> <p>Það eru orðin tvö ár síðan ég sótti minn fyrsta ársfund sem fjármálaráðherra. Þá höfðu fyrstu skrefin þegar verið stigin í átt að haftaafnámi með skipun sérfræðingahóps, sem lauk störfum þetta sama vor en við af honum tók svokallaður framkvæmdahópur um afnám fjármagnshafta. </p> <p>***</p> <p>Fyrir ári greindi ég fundargestum frá því að stutt væri í að stórar ákvarðanir yrðu teknar sem myndu marka leiðina fram á við að losun hafta. Framkvæmdahópur um losun fjármagnshafta var þá að leggja lokahönd á tillögur til stýrinefndar um aðgerðaáætlun sem ætlað var að gera okkur kleift að losa um höft án þess að stefna efnahagsstöðugleika Íslands í hættu. </p> <p>Ekkert ríki hafði, fyrr eða síðar svo vitað sé, þurft að glíma við viðlíka greiðslujafnaðarvanda og Ísland stóð frammi fyrir. Landið hvíldi undir snjóhengju fjármagns sem leitaði útgöngu og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mat að næmi 70% af landsframleiðslu.</p> <p>Það var ljóst að þessi fordæmalausa staða kallaði á fordæmalausar aðgerðir. </p> <p>Það sem ég gat hins vegar ekki upplýst gesti ársfundarins um á þessum tíma var að tveimur dögum áður hafði aðgerðaáætlun stjórnvalda verið hrundið í framkvæmd. </p> <p>Framkvæmdahópurinn og erlendir ráðgjafar stjórnvalda höfðu þá átt fundi með fulltrúum helstu kröfuhafa Kaupþings, Glitnis og LBI þar sem þeim voru í fyrsta skipti kynntar fyrirætlanir um stöðugleikaskatt á eignir slitabúanna. Af markaðsástæðum ríkti trúnaður um samskiptin og innihald þeirra, en þarna var um algjör kaflaskil að ræða í samskiptum kröfuhafa og stjórnvalda. </p> <p>Um margra ára skeið höfðu fulltrúar slitabúanna kallað eftir stefnu um það hvernig hægt væri að ljúka skuldaskilum þeirra þannig að kröfuhafar gætu flutt sitt fé úr landi – og þarna sáu þeir svart á hvítu hver stefna íslenskra stjórnvalda var: Að afnema höft á þann hátt að um niðurstöðuna skapaðist pólitísk og samfélagsleg sátt. Í því fólst að uppgjör búanna mætti ekki hafa neikvæðar efnahagslegar afleiðingar fyrir almenning á Íslandi.</p> <p>Þann 8. júní á síðasta ári var áætlun stjórnvalda um losun hafta kynnt með ýtarlegum hætti og innan við mánuði síðar samþykkti alþingi frumvarp mitt um stöðugleikaskatt á slitabú föllnu bankanna. Samhliða kynntu stjórnvöld stöðugleikaskilyrði sem gætu orðið grundvöllur að undanþágum samhliða nauðasamningsgerð. Það er ánægjulegt að segja frá því að einmitt í dag samþykkti Alþingi svo lög um móttöku stöðugleikaframlagsins. </p> <p>Við sjáum það nú að inngrip stjórnvalda var nauðsyn. Án lagasetningar og afarkosta eru líkur til þess að við sætum enn að bíða eftir hugmyndum slitabúa að nauðsamningum. </p> <p>Öll okkar vinna, allur okkar undirbúningur hafði það markmið að skapa hér skilyrði fyrir uppgjör slitabúa samhliða efnahagslegum stöðugleika. </p> <p>Það er ástæða til þess á ársfundi Seðlabanka Íslands að þakka öllu því fólki sem hér starfar fyrir gott og árangursríkt samstarf við að vinna að framgangi þessarar áætlunar. Framlag Seðlabankans og sérfræðinga okkar, innan lands og utan, að ógleymdum öllum þeim starfsmönnum ráðuneyta og öðrum úr stjórnsýslunni sem lögðu hönd á plóg, skapaði þennan árangur. </p> <p>Réttir hvatar og tímafrestir tryggðu að stærsta snjóhengjan, 30% af landsframleiðslu, var leyst á um 10 mánuðum eftir að aðgerðir stjórnvalda hófust. Þar sem ég stóð hér fyrir ári síðan hafði ég aðeins veika von um að okkur tækist að nýta tímann til áramóta til að ganga frá málefnum allra fallinna fjármálafyrirtækja, en það tókst. </p> <p>Frágangur allra fallinna fjármálafyrirtækja er kominn í farveg með samþykktum nauðasamningum. Útistandandi lagaleg ágreiningsmál eru engin. </p> <p>Markmið heildaráætlunar okkar um afnám hafta var - og er - að uppgjör málsins yrði hlutlaust gagnvart greiðslujöfnuði þjóðarbúsins. Þetta var ekki tekjuöflunaraðgerð. </p> <p>Framsal slitabúanna á innlendum eignum sínum til ríkissjóðs ásamt ýmsum öðrum ráðstöfunum til að taka á krónuvanda þeirra hefur hins vegar þegar haft mikil og varanleg áhrif á fjárhag ríkissjóðs. </p> <p>Það helgast af því að þó að einhvern tíma muni taka að koma þessum eignum í verð og ráðstafa söluandvirði til greiðslu skulda ríkissjóðs, bera þessar eignir góða rentu á meðan, í flestum tilfellum nokkuð hærri en ríkið greiðir í vexti af skuldum sínum. </p> <p>Þannig hefur hin fordæmalausa staða sem leyst var með fordæmalausum aðgerðum nú haft fordæmalaus áhrif á framtíðarheildarjöfnuð ríkissjóðs. Umskiptin í vaxtajöfnuði ríkissjóðs og áhrifin á heildarjöfnuðin eru slík að ég get fullyrt það hér að þau standa undir byggingu nýs þjóðarsjúkrahúss eins og mun sjást í ríkisfjármálaáætlun til fimm ára, sem lögð verður fyrir Alþingi í fyrsta sinn um næstu mánaðamót.</p> <p> ***</p> <p>Í tæp sjö ár hafa fjármagnshöftin takmarkað áhættudreifingu í eignasöfnum innlendra aðila. Sparnaður innlendra aðila frestar neyslu og fjárfestingu og stuðlar því sjálfkrafa að viðskiptaafgangi innanlands. Í einfaldaðri mynd má því segja að takmörkun á erlendum fjárfestingum innlendra aðila feli í sér framtíðarráðstöfun á viðskiptajöfnuði enda er sparnaðinum ætlað að standa undir neyslu eða fjárfestingu í framtíðinni. </p> <p>Stærstur hluti neyslu- og fjárfestingarvara hér á landi er innfluttur og vegna smæðar hagkerfisins er líklegast að svo verði áfram. Þess vegna er afar mikilvægt að unnt verði að losa um fjármagnshöft á innlenda aðila sem fyrst, áður en uppsöfnuð fjárfestingarþörf fer að verða sjálfstætt vandamál við losun fjármagnshafta auk þess að bjaga eignaverð innan lands.</p> <p>Næsta skref í haftalosuninni snýr að aflandskrónunum. Okkur hefur orðið vel ágengt við að undirbúa næstu aðgerðir en seðlabankastjóri mun fara yfir stöðu þess máls hér á eftir. Farsæl framkvæmd útboðsins, sem stefnt er að, er lykillinn að næstu stóru áföngum í haftaafnámi. </p> <p>Það er eðlilegt að fólk spyrji sig hvernig efnahagslíf án hafta muni spjara sig. Við það fólk vil ég segja að það stendur ekki til að bjóða heim hættu á viðlíka ójafnvægi og hér myndaðist á árunum fyrir fall bankanna. </p> <p>Þannig munu varúðarreglur leysa fjármagnshöftin af hólmi, fjármálastöðugleikaráð er þegar starfandi og nýtt regluverk á fjármálamarkaði gerir mun strangari kröfur til þeirra sem á honum starfa en við þekktum hér áður fyrr. </p> <p>***</p> <p>Myndin sem við okkur blasti þegar við hittumst hér árið 2014, þegar ég ávarpaði ársfund seðlabankans í fyrsta sinn, var talsvert ólík því sem við sjáum nú. Mig langar einmitt til að minna ykkur á orð mín þá, þegar ég sagði að þótt við værum enn að glíma við ýmsar afleiðingar efnahagsáfallsins, væri engu að síður tímabært að við færum að búa okkur undir að vinna á móti þenslu til að tryggja varanlegan stöðugleika.</p> <p>Og það er sá veruleiki sem við er að eiga nú.</p> <p>Til að komast í gegnum þessa erfiðu tíma höfum við þurft að styðja okkur við hækjur. Þar má helstar nefna annars vegar efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrisjóðsins sem fjármagna þurfti með aðstoð vinaþjóða - og hins vegar höftin. Nú höfum við greitt upp öll neyðarlánin sem okkur voru veitt og við hyggjumst sleppa hinni hækjunni, - höftunum - síðar á árinu.</p> <p>Viðfangsefnin hafa nú gjörbreyst.</p> <p>Fyrstu fjárlög þessarar ríkisstjórnar voru í járnum. Fjárlagafrumvarpinu var skilað með um hálfs milljarðs afgangi haustið 2013, og þar munaði um skattlagningu slitabúanna, sem skipti sköpum við að rétta af fjárhag ríkissjóðs. Útkoma ársins 2014 og 2015 fór reyndar verulega fram úr væntingum, en það breytir ekki því að mikil skuldabyrði með háum vaxtagjöldum hefur reynst okkur afar íþyngjandi. En nú er tekið við skuldalækkunarferli og á síðasta ári greiddum við upp um 10% af heildarskuldum og stefnum að enn frekari uppgreiðslum á þessu ári. Staða ríkissjóðs batnar því hratt - og þegar litið er til hreinnar stöðu þjóðarbúsins hefur hún aldrei verið betri. Þessi þróun og trúverðug áætlun stjórnvalda við losun fjármagnshafta hefur skilað sér í að lánshæfisfyrirtækin þrjú hafa öll hækkað lánshæfiseinkunn ríkissjóðs á síðustu mánuðum.</p> <p> En vandi fylgir vegsemd hverri. Hagvöxtur varð meiri árið 2015 en spáð var, eða rúm 4% og á þessu ári er spáð sambærilegum vexti. Framleiðsluslakinn er horfinn og spenna tekin að myndast á vinnumarkaði. Launahækkanir hafa verið umfram það sem samræmist verðbólguviðmiði og framleiðnivexti og því eru ýmis sígild hættumerki við sjóndeildarhringinn í íslenska hagkerfinu. </p> <p>Við þessar aðstæður er mikilvægt að ríkisfjármálin styðji þétt við peningastefnuna til að draga úr þenslu og koma í veg fyrir óstöðugleika - með öðrum orðum: Það er mikilvægt að gæta aðhalds í útgjöldum hins opinbera við þessar aðstæður. Stjórnmálamenn verða að hafa það í huga að þótt kosningar séu fram undan eru ríkisfjármálin mikilvægt hagstjórnartæki sem verður að meðhöndla af varfærni. Aðhaldið er ekki síst mikilvægt til þess að koma í veg fyrir að beita þurfi vaxtatækinu með þeim hætti að efnahagsleg velferð almennings skerðist. </p> <p>***</p> <p>Viðreisn efnahagslífsins hefur gengið mun hraðar en búist var við, en leiðin til hagsældar er ekki tímabundið átaksverkefni. Það er ekki vel til árangurs fallið að taka sífellda spretti umfram getu og þurfa svo að safna kröftum á milli. Hugsa þarf til langs tíma. </p> <p> Ég er bjartsýnn á framtíð okkar og vil ganga svo langt að segja hún hafi aldrei verið jafn björt hjá okkur Íslendingum. </p> <p>Þetta eru stór orð, kann einhver að segja, og ég skal hér færa fyrir þeim rök:</p> <p>Í fyrsta lagi er ljóst að landsframleiðsla á Íslandi hefur aldrei verið meiri, þetta á við að raungildi og mælt á hvern landsmann. Gangi spár eftir lifum við nú lengsta hagvaxtarskeið seinni tíma. </p> <p>Í öðru lagi og þessu tengt - íslenska efnahagsvélin gengur vel. Fyrir ekki svo löngu hitti ég mann sem sagði:,, Bjarni, þetta var fjármálakrísa, ekki efnahagshrun - því stoðir efnahagsins stóðust þetta allt vel.” </p> <p>Þetta er vissulega bara skoðun eins manns, en það kemur sífellt betur í ljós hve vel hinar ýmsu einingar efnahagskerfisins hafa staðist þessi áföll. Með því er ég að vísa til frammistöðu Íslendinga við að skapa verðmæti úr sjávarfangi, hagkvæmum orkukostum og öflugum iðnaði í landinu - þessar og margar aðrar grunnstoðir efnahags okkar hafa staðið sterkar og verið grundvöllur verðmætasköpunar. Við erum góð í að skapa værðmæti úr auðlindum okkar en megum aldrei slá slöku við og eigum sífellt að leita leiða til að gera enn betur.</p> <p>Fjármálakerfið - sem hrundi - hefur líka rétt úr kútnum og við höfum í dag öflugar, vel fjármagnaðar stofnanir. </p> <p>Í þessu sambandi er einnig nauðsynlegt að geta þess hve mikill vöxtur hefur orðið í ferðaþjónustu á Íslandi en það hefur tekið okkur nokkurn tíma að kortleggja þau áhrif og mæla. Samandregið birtast þau okkur nú í fleiri störfum, aukinni verðmætasköpun og meiri gjaldeyristekjum. Við höfum eignast nýja öfluga grunnstoð. </p> <p>Íslenska hagkerfið hefur því aldrei hvílt á jafn mörgum öflugum stoðum. </p> <p>Í þriðja lagi vil ég nefna að skuldastaða bæði fyrirtækja og heimila hefur snarbatnað, fjármál ríkisins eru komin í jafnvægi og skuldahlutföll fara hratt lækkandi.</p> <p>Þessi þrjú atriði - kraftmikið hagvaxtarskeið, sterkt efnahagslíf reist á fleiri stoðum en áður og góður árangur við skuldalækkun heimila, fyrirtækja og ríkis - blása mér bjartsýni í brjóst um að Íslendingum muni áfram auðnast að bæta lífskjör sín. </p> <p>Þessi góða staða er gott veganesti. Höfum það hugfast. En hún er ekkert meira en það. Framhaldið er undir okkur komið. </p> <p>Hvort við getum staðið á eigin fótum er í höndunum á okkur sjálfum en ég tel að við höfum tækin til þess. Þetta er samvinnuverkefni og það krefst aga og langtímasýnar. </p> <p>Ég hef áður á þessum vettvangi talað um nýja umgjörð opinberra fjármála. Hún er nú orðin að veruleika, en það er einungis hálfur sigurinn unninn með nýjum lagaramma. </p> <p>Það sem við þurfum er hugarfarsbreyting hjá öllu stjórnkerfinu til að laga sig að meiri aga og minni skammtímareddingum. Og löggjafinn sjálfur, sjálft fjárveitingarvaldið Alþingi, þarf að beina augunum að stóru myndinni og taka minni tíma í smáatriði.</p> <p>Og - ein af stóru spurningunum sem blasir við í efnahagslegu tilliti er: Hvernig mun okkur takast að þróa sambandið og samstarfið milli stjórnvalda og vinnumarkaðar? </p> <p>Ég sé rík merki um vilja til að gera betur sem birtist t.d. Í SALEK-samkomulaginu og stofnun þjóðhagsráðs sem kemur saman í fyrsta sinn í byrjun apríl. En, – nú reynir á það á næstu misserum og árum hversu mikið við erum tilbúin að leggja á okkur til að ná langtímaárangri.</p> <p>Við skulum einsetja okkur saman að fylgja þessum jákvæðu merkjum vel eftir. Þau eru í mínum huga lykillinn að frekari efnahagslegum framförum. </p> <p>Gefist menn upp í miðri á - eða slái á frest nauðsynlegum umbótum, má vænta hærri verðbólgu og hærra vaxtastigs. Gerist þetta bið ég um eitt: Ekki skella þá skuldinni á gjaldmiðilinn, íslensku krónuna, sem allt of oft er lítið annað en blóraböggull fyrir agaleysi. Íslenska krónan mun ávallt fyrst og fremst vera mælikvarði fyrir hina undirliggjandi stöðu efnahagsmála. </p> <p> ***</p> <p>Þetta eru merkilegir tímar. Fyrir áhugamenn um hagfræði og efnahagsmál almennt verður reynsla Íslands af því að fara í gegnum krísu, setja á höft - og afnema - verðugt rannsóknarefni. Hér hafa verið mótuð fordæmi, eins og með neyðarlögunum og nálgun okkur gagnvart innistæðum í bönkunum sem þegar hafa haft áhrif á þróun alþjóðlegra réttarreglna. Hugsanlega geta fleiri atriði orðið öðrum ríkjum í vanda eitthvert leiðarljós í framtíðinni, en það er jafnlíklegt að svo verði ekki, enda er árangur Íslands að mörgu leyti einstakur. </p> <p>Það eru margir sem hafa komið að þessu verkefni, bæði innan þessarar stofnunar og víðar. Mig langar að nota tækifærið til að ítreka þakkir til starfsfólks seðlabankans og sérfræðinga sem unnið hafa að áætlun stjórnvalda um afnám fjármagnshafta, og þakka bankaráði og seðlabankastjóra fyrir ánægjulegt samstarf í þágu þjóðarhags.</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p>

2016-01-14 00:00:0014. janúar 2016Ræða fjármála- og efnahagsráðherra á skattadegi Deloitte, 14. janúar 2016

<p>Ágætu fundarmenn</p> <p> Það var mikil áskorun fyrir nýja ríkisstjórn að fylgja eftir þeirri stefnu sinni að loka fjárlagagati, sem stefndi í að verða undir 30 milljarðar þegar ný ríkisstjórn tók við 2013, og fylgja á sama tíma eftir þeirra stefnu sinni að lækka skatta. Ég man vel eftir því að menn brostu dálítið í kampinn á þinginu þegar við sögðum að við myndum lækka skatta og að áherslurnar byggðu á því að einfalda skattkerfið, gera það gegnsærra, draga úr álögum og loka fjárlagagatinu á sama tíma.</p> <p>En þetta hefur tekist. Viðsnúningurinn hefur verið kraftmeiri en flest okkar bjuggust við og svo mikill að eftir því hefur verið tekið.</p> <p>Það var líka eftirminnileg upplifun að heyra á sínum tíma að það væri ekki hægt að lækka skatta vegna stöðunnar í ríkisfjármálun og svo tveimur árum síðar að það væri óábyrgt að lækka skatta vegna þess að þenslan í hagkerfinu væri orðin slík að ekki væri hægt að auka á hana.</p> <p>Ég tel að við höfum tímasett okkar breytingar á skattkerfinu prýðilega.</p> <p>Ég ætla að fara yfir nokkur atriði til upprifjunar. Sumt af því sem ég ræddi um á skattadeginum síðast voru atriði sem við höfðum þá áform um að hrinda í framkvæmd en höfum í millitíðinni komið til leiðar. Ég nefni í þeim efnumbreytingarnar á tekjuskatti einstaklinga en þar felst meginbreytingin í því að við eyðum út einu þrepi. Mig langar að staldra aðeins við þetta. Ég er sammála því að það sé meðal annars tilgangur tekjuskattskerfis einstaklinga að jafna ráðstöfunartekjur. En svo greinir okkur í stjórnmálunum oft á um það hversu langt eigi að ganga í þeim efnum. </p> <p>En þegar við tókum af 2 prósentustig og lækkuðum í raun og veru skattbyrðina á millitekjufólk í landinu, og við erum líka að lækka skattbyrðina á lægstu tekjur, þá var því haldið fram að við værum að rústa tekjujöfnunarhlutverki tekjuskattskerfisins. Þetta er alrangt í mínum huga. Það gleymist líka að sé persónuafslátturinn tekinn með, erum við í raun með óendanlega mörg skattþrep.</p> <p>Eftir sem áður er skattbyrðikúrfan mjög svipuð og hún áður var en við höfum dregið línuna aðeins niður fyrir millitekjur og lægri tekjur. Það held ég að sé ein ástæða þess að á endanum tókust samningar á vinnumarkaði á síðasta ári. Nefna má að í samningunum á almenna markaðinum var megináherslan á lægstu laun en skattaáherslur ríkisstjórnarinnar hjálpuðu til við að ljúka samningunum fyrir millitekjufólk, til dæmis fyrir þá sem eru hjá VR.</p> <p>Svo er það umræðan um hæsta þrepið. Fólk spyr: Hvers vegna ekki að vera með hátekjuskatt hér á Íslandi, eins og alls staðar annars staðar? Sumir ganga svo langt að vísa í Warren Buffet og segja að hann vilji hátekjuskatt, hvers vegna þá ekki íslenski fjármálaráðherrann?</p> <p>Í fyrsta lagi, var Warren Buffet ekki að tala um eiginlegan hátekjuskatt. Hann var að tala um muninn á milli skattlagningar þeirra sem hafa miklar fjármagnstekjur og svo hinna sem þurfa að greiða skatt af launatekjum sínum. Það var grundvallaratriði. Hann var að segja að þeir sem byggja afkomu sína eða hafa meginhluta tekna sinna í fjármagnstekjum í Bandaríkjunum, þeir sleppa með miklu lægri skattbyrði heldur en launafólk og vísaði til ritara síns í því tilviki. Mér fannst af þeim sökum þetta dæmi ekki ganga vel upp. Í öðru lagi eru þá önnur lönd nefndtil dæmis í Evrópu. Bent er á að í Frakklandi hafi verið tekinn upp hátekjuskattur. En hvers konar hátekjuskattur er það? Ein milljón evra, meira en tíu milljónir króna á mánuði. Og þá eru menn farnir að tala um hátekjuskatt. En á Íslandi er umræðan komin á þann stað að það sé orðið sjálfsagt að vera með sérstakt, mjög íþyngjandi skattþrep, á rétt rúmlega millitekjur, eða í um 700 þúsund krónum..</p> <p>Þetta er auðvitað umræða sem ekki gengur upp ef betur er að gáð. Samanburðurinn gengur einfaldlega ekki upp. Í öðrum löndum sem menn vilja nota til samanburðar er ekki verið að tala um sérstaka, íþyngjandi viðbótarskattlagningu í tekjuskattinum fyrr en komið er aðmjög háum launum, til dæmis 1-5% allra hæstu launa.</p> <p>Og enn flækjast málin þegar sama fólkið og villað við eigum að vera með þriðja sérstaka háa skattþrepið á 700-800 þúsund króna laun, styður síðan verulegar launahækkanir til þeirra sem eru með töluvert hærri laun en það. Samanber umræðuí þinginu umkjaradeilur eins og þá sem átti sér stað á síðasta ári, þar sem í hlut eiga launþegar sem eru langt yfir efsta skattþrepinu og menn styðja kröfur sem þar koma fram en eru á sama tíma að tala fyrir sérstöku þriðja skattþrepi. Ég fæ það ekki til þess að ganga upp í mínum huga að það sé rökrétt samhengi í að það þurfi að hækka laun þeirra sem eru í efsta þrepinu en á sama tíma að tryggja að þeir launþegar falli undir sérstakt skattþrep.</p> <p>Þetta vildi ég nefna vegna þess að mér finnst það gleymast í almennri umræðu um tekjuskattskerfið að við erum með kerfi sem á grundvelli persónuafsláttarins er í raun og veru með óendanlega mörg skattþrep og það er alveg öruggt að sá Íslendingur sem hefur hæstu launin á Íslandi, hann borgar hæsta hlutfall launa sinna í skatt.</p> <p>Þessar breytingar hafa verið metnar af fjármálaráðuneytinu til tekjutaps fyrir ríkið. Við mat á tekjuáhrifum breytinga í tekjuskattskerfinu höfum við yfirleitt skoðað hlutina í tvívíðu módeli. Við tökum yfirleitt ekki með í reikninginn að það geta verið hvatar fólgnir í því að lækka skatta sem leiðir til þess að fólk vinnur meira sem á endanum skilar sér í auknum tekjum.</p> <p>Við gerðum ráð fyrir að það yrði um fimm milljarða tekjutap á þessum forsendum á árinu 2014 og síðan 11 milljarða tekjutap til viðbótar þegar milliþrepið sem fór niður um helming og fellur út á næsta ári er komið að fullu til framkvæmda. Þá hafa verið lögfestir tilteknir skattalegir hvatar með séreignasparnaðarleiðinni,frítekjumark vaxtatekna hækkað og frá og með áramótum lækkar virkur fjármagnstekjuskattur á leigutekjur á íbúðarhúsnæði úr 14% í 10% til þess að styðja betur við virkni á leigumarkaðnum.</p> <p>Að öðru leyti höfum við einbeitt okkur að einföldunar- og skilvirknimálum. Ég tel t.d. að breytingarnar sem við höfum gert á virðisaukaskattskerfinu hafi heppnast mjög vel. Þær voru ekkert óumdeildar og ég hef nú staðið á þessu sviði að ræða það oftar en einu sinni hvernig við hugsuðum þetta. Við sáum tækifæri til þess að gera breytingar sem voru til lækkunar á móti t.d. hækkun neðra þrepsins. En við fórum niður í lægsta almenna þrep virðisaukaskatts sem við höfum haft frá því virðisaukaskattskerfið var tekið í gagnið, sem er 24% og er hvergi lægra á Norðurlöndunum.</p> <p>Þess vegna hef ég alltaf sagt – þegar búið er að afnema vörugjöldin og fella niður tolla, þá er íslensk verslun komin í samkeppnislega sambærilega stöðu og verslun á Norðurlöndunum, varðandi þessa þungu þætti í opinberum gjöldum. </p> <p>Það er einmitt annar punktur, að við höfum farið í töluvert miklar breytingar á þessum málaflokkum. Vörugjöldin eru eldra mál en núna um áramótin tókum við af tolla, sérstaklega á föt og skó. Um næstu áramót ætlum við að halda áfram og afnema alla tolla þannig að ekkert standi eftir nema sumar matvörur. Það sem ég hafði í hug þegar við lögðum þetta fram var í fyrsta lagi að í heildarsamhengi hluta skiluðu þessi gjöld tiltölulega litlum tekjum. Í öðru lagi þá væri ástæða til þess að létta undir með neytendum á Íslandi og halda aftur af verðlagi. Í þriðja lagi eru frjáls viðskipti einfaldlega góð í eðli sínu. Ég held að menn verði að gæta sín á því að halda um of í prinsippið um að það megi aldrei nein tollalækkun eiga sér stað án þess að eitthvað annað fáist á móti. Það kann að eiga við á ákveðnum sviðum og kannski sérstaklega í utanríkisverslun með matvæli og þess vegna er það kannski einkum þar sem við höldum áfram í ákveðna tolla. Þar eru þjóðríkin mjög dugleg í að halda á lofti hagsmunum sínum. En í þessari miklu flóru annarra tolla tel ég að sömu sjónarmiði eigi ekki við með sama hætti.</p> <p>Þegar allt kemur til alls: Ríkið getur horft á þetta frá sínum sjónarhóli, en hver er á endanum að borga tollana? Það er auðvitað fólkið í landinu. Ég er ekki í nokkrum vafa um það, að flestir þeir sem eru hér inni kannast við umræðuna um opinber gjöld eða álagningu sem er erfitt að réttlæta. Fyrir utan það að enginn skilur heldur þessa tolla, ég hef verið í mesta basli við það sjálfur. Það eitt að fá listann yfir það sem við leggjum toll á er meiriháttar flókið mál, sem er ekki til merkis um gegnsætt, skilvirkt og skiljanlegt gjaldakerfi. Því ákáðum við einfaldlega að afnema alla þessa tolla.</p> <p>Ég nefni hér líka nokkur önnur mál eins og einföldun á stimpilgjöldum, það að auðlegðarskatturinn rann út, útvarpsgjaldið hefur aðeins lækkað, og við höfum haldið aftur af hækkunum á krónutölugjöldum og sköttum. Með þessu safnast upp heilmiklar skattalækkanir sem við höfum náð að innleiða og beita okkur fyrir það sem af er kjörtímabilinu. Á tímabilinu 2013-2017 er þetta um 33 milljarða króna skattalækkun á ársgrundvelli, þegar seinna skrefið af tekjuskattslækkuninni kemur til framkvæmda og tollaafnámið er að fullu gengið í gegn. Þetta er um 5% af áætluðum skatttekjum á árinu 2017. Ef afnám auðlegðarskattsins er talið með er talan komin í rétt um 44 milljarða króna. Hægt er að skoða þessar tölur áfram miðað við fjölda Íslendinga og fjölda fjölskyldna og færa fyrir því rök að við höfum lækkað árlega skatta á hverja fjögurra manna fjölskyldu um sem nemur 400 þúsund krónum. Þetta er nokkuð sem ég tel skipta verulega miklu máli en ég tek eftir því að samkvæmt nýlegri könnum telja flestir Íslendingar að það sé enn svigrúm til þess að lækka skatta. Okkar verkefni verður áfram að fylgja eftir þeirri stefnu. Okkar áherslur hafa verið skýrar, við höfum á þessu kjörtímabili lagt mesta áherslu á skatta sem einstaklingar bera. Við höfum þó gert smávægilegar breytingar, eins og til dæmis þær sem ég nefndi áðan og snerta verslunina. Við höfum líka stigið fyrstu skrefin til lækkunar tryggingagjalds sem munar um 4 milljörðum króna á ári. Næstu helstu áherslur tel ég að eigi að vera fyrir atvinnustarfsemina í landinu.</p> <p>Um þessar mundir er að hefjast vinna við að teikna upp langtímaáætlun í ríkisfjármálum á grundvelli nýrra laga um opinber fjármál. Við eigum líka samtal við vinnumarkaðinn um það hvernig hægt sé að lækka tryggingagjaldið frekar. Ég er mjög opinn fyrir því að ræða það taka frekari skref í þá átt á gildistíma þeirra kjarasamninga sem nú er verið að ljúka. Á sama tíma vil ég líka sjá hvernig við náum öðrum markmiðum. Þetta er svolítið eins og hjá fjöllistamanni sem er að snúa mörgum diskum. Það þarf að horfa á þá alla til þess að tapa ekki einum í gólfið og þar með ákveðnum markmiðum sem maður vill á sama tíma ná. Hér má nefna lækkun skulda ríkisins og vel fjármagnaðri samneyslu.</p> <p>Ég nefni hér í lokin að lækkun skatta skilar sér til fólks. Mín upplifun af þjóðfélagsumræðunni í dag er að það sé vaxandi krafa á að ríkið leysi alla hluti fyrir fólk. Mér finnst ágætt að hafa í huga, af því að við erum hér að ræða skattfé, að ekki er til nein sjálfbær og náttúruleg uppspretta skattfjár. Þegar allt kemur til alls er ákveðin ranghugmynd í gangi um að ég búi yfir einhverri sérstakri kistu opinbers fjár. Eins og einhvers staðar var sagt þá er ekki til neitt opinbert fé, það er bara til skattfé, sem annaðhvort er greitt af fólkinu í landinu eða lögaðilum. Því hefur það bein áhrif á þá sem eru uppspretta teknanna þegar sífellt koma fram kröfur um að ríkið leysi alla hluti með framlögum, sem allt of oft gleymist í umræðunni.</p> <p>Ég þakka kærlega fyrir tækifærið til að vera með ykkur í dag. </p>

2015-12-08 00:00:0008. desember 2015Ræða fjármála- og efnahagsráðherra á tækni- og hugverkaþingi 4. desember 2015

<p>Góðan dag, góðir fundarmenn. Ég þakka fyrir það fá tækifæri til að koma hingað til ykkar og ræða við ykkur um stöðu tækni- og hugverkafyrirtækja og þá umgjörð sem stjórnvöld geta skapað þessum mikilvægu og vaxandi atvinnugreinum.</p> <p>Ekki þarf að líta mörg ár aftur í tímann til að rifja upp hvað eldsumbrot á Suðurlandi höfðu gríðarlega mikil áhrif á flug til og frá landinu og þar með lokaðist um tíma helsta komuhlið ferðamanna til landsins.</p> <p>Síðla sumars á þessu ári lokuðust svo mikilvægir markaðir fyrir íslenskar sjávarafurðir þegar Rússar settu viðskiptabann á tiltekin matvæli frá Íslandi. Ekki sér enn fyrir endann á þeirri deilu.</p> <p>Í miðri þessari viku vofði yfir að eitt þriggja álvera í landinu myndi stöðva starfsemi sína. Á síðustu stundu var því þó sem betur fer afstýrt.</p> <p>Ég dreg þessa sérstöku atburði hér fram til að minna okkur öll á – það sem við vitum nú þegar - hvað það er mikilvægt, að í landinu séu skilyrði fyrir fjölbreytt atvinnulíf og verðmætasköpun á ólíkum sviðum. Það er og verður alltaf lítið vit í því að setja öll eggin í sömu körfuna.</p> <p>Það er ánægjulegt að staða grunnatvinnuvega landsins sé góð um þessar mundir. Það hefur gagnast útflutningsgeiranum mjög vel að fá aukna samkeppnishæfni með lækkun krónunnar. Við höfum séð mjög mikinn viðsnúning á undanförnum árum í útflutningsdrifnum greinum. Framleiðni hefur vaxið í sjávarútvegi á undanförnum áratugum, uppbygging stóriðju og raforkusölu hefur heilt yfir tekist vel og vöxtur ferðarþjónustunnar á síðustu árum er hreint út sagt með ólíkindum.</p> <p>Við erum í dag með almennt góð skilyrði í efnahagsmálum fyrir atvinnulífið. Grunnstoðirnar standa ágætlega og við erum líka með mörg dæmi um að fyrirtæki í þeim geira sem við beinum sjónum að hér standi ágætlega. Þetta gerir okkur kleift að ráðast í mikilvægasta verkefni stjórnvalda um þessar mundir sem er að afnema höftin. Þannig má segja að við séum í ákveðinni uppsveiflu í augnablikinu en það breytir ekki því að við stöndum áfram frammi fyrir mikilli áskorun um að halda áfram, verkefninu er aldrei lokið.</p> <p>Verkefnið snerist aldrei eingöngu um að koma grunnatvinnuvegunum á réttan kjöl. Við þurfum að byggja áfram upp og eigum að leggja sérstaka áherslu á að fjölga stoðum atvinnulífsins. Það er brýn forsenda aukins stöðugleika og um leið velferðar í landinu.</p> <p>Grunnatvinnuvegirnir eiga eftir sem áður mikil sóknarfæri ósótt hvort sem litið er til sjávarútvegs eða orkufreks iðnaðar. Við eigum að grípa þau tækifæri en samhliða að fá vöxt í tæknigeiranum og hátæknifyrirtækjum.</p> <p>Kosturinn við þau fyrirtæki, eins og oft er bent á , er meðal annars sá að við erum ekki háð sömu náttúrulegu takmörkunum varðandi vöxt inn í framtíðina. Að verulegu leyti byggjum við hinar grunnstoðirnar á auðlindum sem eru ekki ótakmarkaðar. Auðlindin sem við getum virkjað i þágu tækni- og hugverkageirans er annars eðlis. Þessi auðlind byggir á getu einstaklinga til skapa eitthvað nýtt, nota á sér höfuðið, þekkingu, menntun, lífsreynslu eða bara áhugamál til að búa til verðmæti – eitthvað sem bætir líf annars fólks. Nýsköpun og tækniframfarir eru það sem hér um ræðir og hin nýja stoð í atvinnulífinu eru þekkingadrifnar greinar – alþjóðlegar, söluhæfar vörur og þjónusta sem við getum flutt út. Ég þykist vita að allir hér inni séu mér sammála en við þurfum að fá fleiri Íslendinga til að taka þátt í þessari áherslubreytingu sem þarf að verða hjá okkur. Það hafa náðst mikilvægir áfangur, við höfum mörg dæmi um að vel hafi tekist til á þessum sviðum og mörg dæmi um glæsileg fyrirtæki sem hafa rutt brautina og fært okkur sjálfstraust og um leið kraft til að halda áfram og við viljum sjá fleiri fyrirtæki skjóta rótum og dafna.</p> <p>Sprotar eru viðkvæmir. Í samskiptum stjórnvalda við þetta þing og þá sem fara fyrir umræðu um þessi mál hefur maður einkum fundið fyrir þörfinni við stuðning við fyrirtækin á fyrstu skrefum þeirra. Þessir sprotar sem við viljum sjá dafna - við sættum okkur við að þeir muni ekki allir skjóta rótum, vaxa og blómstra en við eigum að gera allt sem við getum til þess að flestir þeirra eigi langlífi.</p> <p>Þar er þetta spurning um að skapa réttu skilyrðin og ég ætla að koma inn á nokkur atriði sem ég tel að við getum á næstu misserum og mánuðum sett í framkvæmd til þess að gera betur á þessu sviði.</p> <p>Fyrst nefni ég að árið 2014 var ákveðið að auka framlög í Rannsóknasjóð og Tækniþróunarsjóð um 2,8 milljarða króna. Þessi aukning er liður í því að fjármagn sem varið er til vísinda og nýsköpunar nái alls 3% af VLF árið 2016. Í fjárlögum fyrir árið 2015 voru framlög í sjóðina aukin um 800 milljónir króna og í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 voru framlög aukin um 2 milljarða króna.</p> <p>Ég tel tímabært að við hugum strax að því hvernig við getum gengið enn lengra, sett okkur enn metnaðarfyllri markmið og gert þau að hluta að heildstæðri áætlun um frekari stuðning við fyrirtæki á þessu sviði. Þetta er veruleg aukning í fjármunum en markar líka tímamót sem skilaboð um það að menn eru ekki bara hér að halda þing og með orðin tóm um hvað er mikilvægt að gera betur í framtíðinni. Strax á næsta ári sjáum við verulega mikla breytingu.</p> <p>Oft er minnst á að skattaumhverfið valdi vanda þegar kemur að rekstrarumhverfi þessara fyrirtækja. Það er alveg rétt að á sumum sviðum er skattkerfið hér þannig að það stenst ekki fyllilega samanburð við þau lönd þar sem best er gert við þennan geira. En margt er ágætt og við erum að fínstilla ýmis atriði. Það er einkum á þessu sviði sem ég ætla að koma inn á aðgerðir sem ég tel raunhæft að við grípum til á næstunni.</p> <p>Nefnt hefur verið að í fjármálakerfinu felist ekki nægir hvatar til að fjárfesta í fyrirtækjum sem starfa í þessum iðnaði. Þá hafa aðrir veikleikar verið dregnir fram er snúa að takmörkuðu aðgengi að sérfræðiþekkingu og erlendum tengslum.</p> <p>Ég hef á mínum tíma í fjármálaráðuneytinu skoðað þessi mál frá ýmsum hliðum. Við höfum verið með nokkur verkefni í gangi sem er tímabært að fara aðeins nánar yfir hér og nú.</p> <p>Það fyrsta varðar erlenda sérfræðinga.</p> <p>Það er einn liður í því að skapa gott umhverfi fyrir þennan geira að geta laðað til landsins erlenda sérfræðinga. Við erum ekki mjög fjölmennt land en við eigum samt sem áður vel menntað fólk. Til þess að bæta stöðuna frekar þurfum við að laga umhverfi fyrir erlenda sérfræðinga, en víða annars staðar gilda sérstakar „expat reglur“ um þessi mál. Ég tel að við getum gert breytingar hér sem gera það auðveldara bæði fyrir fólk að koma til landsins m.t.t. allra þátta löggjafarinnar. Eins þurfum við skoða skattalegu hvatana sem mörg lönd eru að keppa við okkur um í þessu sambandi.</p> <p>Það er gríðarlega mikilvægt ef við viljum ekki tapa spennandi fyrirtækjum og frumkvöðlum úr landi, að þessi gátt inn til landsins sé opin, að við séum ekki með of flókið regluverk fyrir sérfræðinga sem fyrirtæki geta laðað til sín. Það snýr m.a. að regluverki vegna innflytjenda, þá vísa ég bæði til EES- reglna og ekki síður og kannski fyrst og fremst til þeirra landa sem eru ekki innan þess svæðis.</p> <p>Við erum líka að skoða þetta út frá skattalegum forsendum. Ég stefni að því í vetur að leggja fram frumvörp sem tengjast okkar málefnasviðum til þess að bæta skattalegar forsendur fyrirtækja að þessu leytinu til.</p> <p>Við finnum fyrir því að þetta er mál sem teygir sig yfir marga málaflokka. Ég er nefni hér skattalega hlutann og er búinn að minnast á það sem snýr að innanríkisráðuneytinu er varðar innflutningslöggjöfina. En þetta teygir sig líka yfir í menntamálin. Erlendir sérfræðingar horfa ekki eingöngu til vinnuumhverfsins heldur þátta sem skipta alla fjölskylduna máli. Það þýðir að við þurfum að hafa menntastofnanir sem geta tekið á móti börnum fólks sem er að koma hingað til starfa í geiranum. Í menntakerfinu þurfum við að gera betur til að fólk sjái það sem raunhæfan kost að koma hingað með alla fjölskylduna.</p> <p>Annað atriði sem ég vil nefna varðar skattlagningu kaupréttar og umbreytanlegra skuldabréfa.</p> <p>Frumkvöðlahugmyndir eru gjarnan fjármagnaðar á fyrstu metrunum í gegnum útgáfu á hlutafé sem leiðir óhjákvæmilega til þeirrar erfiðu stöðu að þurfa að verðleggja hugmyndina áður en varan eða tekjuflæði liggur fyrir. Það kemur því alltof oft fyrir á Íslandi að fjármögnun brotlendir strax í upphafi því frumkvöðlar og fjárfestar geta ekki komið sér saman um verðlagningu.</p> <p>Mun algengara form sem vex sífellt í vinsældum er útgáfa umbreytanlegra skuldabréfa. Þá þurfa fjárfestarnir í raun aðeins að ákveða hvort þeim lítist vel á hugmyndina og mannskapinn á bak við hana og hvaða vaxtakjör og umbreytitímasetning eigi við.</p> <p>Þetta er lítið notað á Íslandi og ástæðan er líklega skattalegs eðlis, enda eru umbreytanleg skuldabréf skattlögð við nýtingu breytiréttar. Ef skuldabréfið ber 20% afslátt við umbreytingu þannig að milljón króna lán breytist í 1200 þúsund krónu hlutafé þá eru 200 þúsund krónurnar skattlagðar við umbreytingu sem hagnaður. Þetta getur leitt til þess að fjárfestar þurfi að taka lán til að geta nýtt breytiréttinn svo þeir geti mætt skattbyrði.</p> <p>Þetta þarf að lagfæra og mun ég beita mér fyrir því. Sama gildir í raun um kauprétti.</p> <p>Umræðan á Íslandi um kauprétti hefur eiginlega fyrst og fremst snúst um svokallaða bankabónusa í fjármálakerfinu. Það er í raun allt annað mál en það sem hér um ræðir – og við eigum að geta rætt þessi atriði án þess að henda okkur beint í skotgrafahernað.</p> <p>Kaupréttir geta nefnilega verið mikilvægt fjármögnunartól fyrir unga frumkvöðla sem vilja laða til sín hæfileikaríkt fólk, t.d. forritara, til að vinna að því að koma sprotafyrirtæki sínu á laggirnar. Frumkvöðlarnir sem eiga ekki fjármagn geta þá greitt forriturunum með kaupréttum og að sama skapi bundið hagsmuni forritarana betur við verkefnið.</p> <p>Í núverandi skattaumhverfi eru kaupréttir skattlagðir sem tekjur. Telst mismunur á kaupverði samkvæmt kaupréttarsamningi og gangverði bréfanna þegar kaupréttur er nýttur því til skattskyldra tekna.</p> <p>Á þeim tímapunkti hefur ekki myndast neinn raunverulegur hagnaður fyrir starfsmanninn þar sem mögulegur hagnaður myndast ekki fyrr en bréfin verða seld. Í þessu fyrirkomulagi getur verið erfitt fyrir einstaklinginn að þiggja kauprétt ef hann hefur ekki burði til að standa undir skattbyrðinni.</p> <p>Í þriðja lagi vil ég nefna skattaívilnanir vegna hlutabréfakaupa í sprotafyrirtækjum.</p> <p>Ég hef skoðað mögulegar útfærslur á beitingu slíkra ívilnana, sérstaklega hvernig hægt sé að koma í framkvæmd skattaívilnunum til einstaklinga vegna kaupa á hlutabréfum í litlum fyrirtækjum í vexti en í okkar vinnu komu fram hugmyndir að tilteknum skilyrðum, sem slík fjárfesting þarf að uppfylla, sem snúa að fjárfestingunni sjálfri, formi félagsins sem fjárfest er í og svo skilyrðum sem einstaklingurinn sjálfur þarf að uppfylla til að fá afsláttinn.</p> <p>Ég hef lagt á það áherslu í ráðuneytinu að unnið verið að gerð frumvarps á grunni vinnu starfshóps um þessi mál og það er á áætlun mín að leggja það fyrir þingið á þessum vetri.</p> <p>Ég tel þó mikilvægt að við nýtum okkur þann ramma sem leyfilegur er innan þessara reglna og séum samkeppnishæf við nágrannaríki okkar.</p> <p>Síðasta atriði sem ég vil draga fram snýr að endurgreiðslum vegna rannsóknar og þróunar.</p> <p>Fyrir rúmu ári lagði ég fram frumvarp á Alþingi sem framlengir til næstu fimm ára þann stuðning sem felst í lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Í daglegu er sá stuðningur kallaður endurgreiðsla á rannsókna- og þróunarkostnaði til nýsköpunarfyrirtækja.</p> <p>Í umræðu um þetta stuðningskerfi hefur verið bent á að nauðsynlegt sé að hækka þau viðmið eða þök sem gilda samkvæmt lögunum. Ég get tekið undir það að í ljósi þess árangurs sem rakinn er til þessa kerfis þá sé full ástæða til að stefna að því að hækka þau viðmið sem hér gilda. Það er hægt að gera slíkt í áföngum og við þurfum að skoða hvernig við nýtum best það svigrúm sem er til staðar á þessu sviði.</p> <p>Okkur eru einhver takmörk sett vegna EES-reglna en við eigum að láta þann góða árangur sem fengist hefur fram til þessa verða okkur hvatningu til þess að halda áfram.</p> <p>Ég tek eftir því að það er mjög misjafnt frá einum manni til annars hvaða leiðir menn velja í þessu. Þetta er ein útfærsla og við skulum ekki ganga út frá því að við höfum dottið niður á einu og langbestu lausnina. Ég nefni hér á eftir dæmi um það að við erum kannski ekki búin að finna upp síðustu bestu lausnina á þessu sviði heldur erum við í stanslausri samkeppni við önnur lönd.</p> <p>Ég ætla að ljúka mínu máli á því að segja að ég tel á Ísland sé þegar í dag á margan hátt eftirsóknarverður staður til þess að byggja upp tækni- og hugbúnaðargeirafyrirtæki. Við höfum dæmin. Við höfum líka dæmi þar sem við höfum tapað störfum og misst fyrirtæki úr landi. Við þurfum að draga lærdóm af því sem vel hefur tekist, fyrirbyggja að við missum önnur og vera sífellt vakandi, en það er ýmislegt í íslenska umhverfinu sem við skulum alltaf vera meðvituð um að færir okkur ákveðna styrkleika og kannski forskot á aðra. Við þurfum sameignilega að halda þeim á lofti til þess að draga fjárfesta að utan inn í þennan geira. Hér er til dæmis tiltölulega einfalt að stofna fyrirtæki og hefja rekstur, hér eru sterkir samfélagslegir innviðir, það eru tiltölulega stuttar boðleiðir, við erum hérna tveir ráðherrar til dæmis inni í þessum litla fundarsal. Og hér er líka aðgengi að þróuðum markaði til að láta reyna á ýmsar hugmyndir. Við erum tilbúin til þess að hlusta og við erum að sýna það í verki að við erum meðvituð um hvert stefnir.</p> <p>Á síðustu öld sáum við hvaða stakkaskiptum Ísland tók með því að fjölga stoðum undir efnahagslífið. Ísland fór úr því að vera eitt fátæktasta landið í Evrópu og byggja alla afkomu á fiskveiðum yfir í að nýta orku og loks byggja á ferðaþjónustu, sem nú er orðin þriðja stóra stoð efnahagslífsins. Velmegunin sem af þessu hefur leitt er sönnun þess að við eigum að halda áfram á þessari braut og fjölga þessum stoðunum.</p> <p>Ég nefni samkeppni og dæmi sem ég rakst á nýlega. Írar voru að breyta skattalöggjöfinni hjá sér. Þeir segja að þeir séu með eitt besta skattaumhverfi fyrirtækja í Evrópu. 12,5% skattur er þar á fyrirtæki. Jafnvel þótt Írar séu með þetta lágan tekjuskatt á fyrirtæki sáu þeir ástæðu til þess að gera betur og eru að breyta lögunum hjá sér þannig að þeir ætla að helminga tekjuskatt á fyrirtæki sem vinna í tækniþróunar- og nýsköpunargeiranum og greiða þau þá 6,25% tekjuskatt. Þetta er það sem við erum að keppa við og þetta verður að vera hluti af umræðunni. Við erum í raunverulegri samkeppni, ekki aðeins á skattasviðinu og öllu sem viðvíkur þessu breiða sviði, svo sem menntakerfinu, innflutningsreglum og tekjuskatti einstaklinga.</p> <p>Ísland á að skoða til þrautar hvernig hægt er að mæta samkeppni af þessum toga og fjölga störfum í þessum geira. Það kæmi til álita að vera með sérstakt skattþrep þar, okkar leið gæti verið 5% og 15%.</p> <p>Verkefnið framundan er að taka á veikleikum og grípa tækifærin sem eru til staðar, stappa stálinu hvert í annað, halda á lofti styrkleikum okkar og keyra á fullri ferð á það að efla þennan geira þannig að allt efnahagslíf og velmegun almennt á Íslandi njóti góðs af.</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p>

2015-05-06 00:00:0006. maí 2015Ræða fjármála- og efnahagsráðherra á ársfundi Samál 2015

<p>Ræða Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra á ársfundi Samál 28. apríl 2015.</p> <p><span>Ég þakka ykkur kærlega fyrir það tækifæri að fá að koma hingað og ræða við ykkur</span><em>.</em> <span>Eins og Ragnar fór ágætlega yfir í sínu erindi&#160; þá er sannarlega stoð í áli fyrir íslenskt efnahagslíf.</span><br /> </p> <p>Þetta er kröftugur iðnaður sem vaxið hefur myndarlega og náð miklum árangri að undanförnum árum og áratugum á sviði framleiðslu, þróunar, öryggis og umhverfismála.</p> <p>Mikil gróska er í íslenskum áliðnaði, þar sem hundruð fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum koma við sögu, og lifandi dæmi um fjölbreytileikann er sýning Össurar á stoðtækjum hérna frammi.</p> <p>En þetta er líka ungur iðnaður. Það er ótrúlegt, að ekki séu nema 50 ár frá því við vorum nánast á byrjunarreit í orkuiðnaði. Þá var tekin ákvörðun um að reisa Búrfellsvirkjun til að álverið í Straumsvík gæti tekið til starfa, Landsvirkjun var stofnuð og um leið lagður vísir að því öfluga raforkukerfi sem við Íslendingar göngum að sem vísu.</p> <p>Samningur ríkisins og Swiss Aluminium&#160; um álverið í Straumsvík markaði tímamót og um hann var talsvert deilt á Alþingi á sínum tíma þegar veita átti honum lagagildi. Það sama átti við um sambærilega fjárfestingasamninga síðar meir, jafnvel allt fram á þennan dag. Þó að aðstæður séu um ólíkar í dag, þá er góð áminning að rifja upp við hvaða veruleika við bjuggum á þeim tíma.</p> <p>Ég ætla að vitna örstutt í þingræðu forsætisráðherra um þetta mál árið 1966 sem sagði: <em>„Við höfum séð það, að sjávarútvegurinn er eilífum sveiflum háður. Hann hefur gert okkur efnaða í bili. Við skulum vona, að það standi sem lengst, en það er hygginna manna háttur að hugsa fyrir morgundeginum.“</em></p> <p>Þetta er nú sem fyrr kjarni málsins. Ál- og orkuiðnaðurinn hefur á tæpri hálfri öld treyst grundvöll íslensks efnahagslífs svo um munar, gert verðmætasköpunina fjölbreyttari, gert okkur betur kleift að kljást við sveiflur í efnahagslífinu og opnað á fleiri tækifæri til framfara á sviði tækni, vísinda og nýsköpunar almennt.</p> <p>Allt ber að sama brunni; Við þurfum sterkar stoðir fyrir efnahagslíf okkar. Áliðnaðurinn er ein slík meginstoð. Áður stóð sjávarútvegurinn nær einn undir afkomu þjóðarinnar. Nú búum við við gróskumikinn orkuiðnað, ferðaþjónustan er í örum vexti og fjölbreytni atvinnustarfseminnar fer vaxandi á fleiri sviðum. Erfðarannsóknir, lyfjarannsóknir, gagnaver og svo mætti lengi telja. Öfugt við það sem oft mætti ráða af umræðunni þá styrkir þetta hvert annað. Eftir því sem stoðunum fjölgar fáum við betri grunn undir stöðugleika og jafnvægi í þjóðarbúskapnum.&#160; Það er aftur forsenda þess að enn fjölbreyttari starfsemi skjóti rótum og verðmætasköpunin haldi áfram.&#160; Þetta er frjór jarðvegur fyrir framtíðarkynslóðir að sá í.</p> <p>Vöxtur áliðnaðar undanfarna tvo áratugi hefur verið mikill með tilkomu&#160; nýrra álvera og með stækkun álversins í Straumsvík. Ánægjulegt er að miklar framfarir hafa orðið í umhverfismálum á þessum tíma, til marks um það má nefna að losun gróðurhúsalofttegunda fyrir hvert framleitt tonn hefur dregist saman um 75% frá 1990. Álfyrirtækin hafa lagt út í mikla fjárfestingu til að ná þessum árangri og þar gegnir íslenskt hugvit og verkþekking hlutverki.</p> <p>Þetta er lofsverður árangur og mikilvægt að haldið verði áfram á sömu braut. &#160;Hér er sjálfsagt að bæta við að losun vegna raforkuframleiðslu fyrir þennan iðnað er með því minnsta sem þekkist, eins og nánar verður fjallað um hér í öðru erindi.&#160;</p> <p>Stofnun álklasans á síðasta ári og aukið samstarf við háskólasamfélagið, til að stuðla að frekari rannsóknum og tækniþróun, er mjög jákvætt skref í átt að frekari framþróun í greininni. Það stuðlar að aukinni framlegð og frekari samkeppnishæfni og mun til langs tíma skila þjóðarbúinu enn frekari ávinningi.&#160;</p> <p>Í mínum huga var það sannkallað gæfuspor fyrir Íslendinga að hefja uppbyggingu orkuiðnaðar fyrir fimmtíu árum. Nú stöndum við í þeim sporum að búa yfir einu öflugasta raforkukerfi í heiminum, orkuöryggi er með því besta sem þekkist, við vitum þó að víða er verk að vinna við að þétta kerfið enn frekar en orkuöryggið er engu að síður betra en víðast annars staðar, og vandfundið það land sem hefur lægri kostnað á framleidda einingu raforku.&#160; Þetta hefur meðal annars skilað sér í lægra orkuverði til almennings – sem er þegar öllu er á botninn hvolft ákveðið form af arðgreiðslu til þjóðarinnar.</p> <p>Uppbygging síðustu áratuga hefur skipað okkur í öfundsverða stöðu. Á grundvelli hennar erum við nú í færum til að mæta aukinni eftirspurn eftir raforku frá fjölbreyttari kaupendahópi. Fjölmörg verkefni eru nú að komast á framkvæmdastig, þetta eru verkefnin sem munu að verulegu leyti halda uppi hagvexti og fjárfestingastigi á Íslandi næstu árin, þetta sýna hagspárnar.&#160;&#160;</p> <p>Um þessar mundir standa yfir kjaraviðræður, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði - endurnýjun samninga um kaup og kjör.&#160;</p> <p>Það er því ekki úr vegi að minnast á það hér hve nátengd þessi málefni eru.&#160; Geta okkar til að bæta kjörin er háð getu okkar til að skapa aukin verðmæti.&#160; Skynsamleg nýting auðlindanna og uppbygging öflugra fyrirtækja sem skapa landinu gjaldeyristekjur, fyrirtækja sem byggja á íslensku hug- og verkviti, er ein helsta forsenda þess að við getum mætt þessum kröfum og staðið jafnfætis eða framar öðrum þjóðum.&#160;</p> <p>Okkar bíður að finna jafnvægið milli frekari nýtingar orkuauðlindanna og þess að auka fjölbreytnina í atvinnustarfseminni. Að tryggja áfram hagstæð skilyrði fyrir orkufrekan iðnað um leið og við ryðjum brautina fyrir meiri fjölbreytni og frekari uppbyggingu þekkingarfyrirtækja.&#160;</p> <p>Svarið liggur fyrst og fremst í því að treysta stöðugleika í efnahagsumhverfinu og gæta að samkeppnishæfni gagnvart öðrum þjóðum. Það er viðvarandi verkefni. &#160;&#160;</p> <p>Að því sögðu langar mig að gera hér ívilnanir stuttlega að umtalsefni.</p> <p>Það er stefna ríkisstjórnarinnar að stuðla að einfaldara, gegnsærra og skilvirkara skattkerfi. Það þýðir að draga ber úr undanþágum, afnema sérreglur og tryggja jafnræði meðal skattgreiðenda í landinu. Samhliða því verður þá skattbyrði allra lækkuð.</p> <p>Fjárfestingasamningar ganga í eðli sínu gegn þessu meginmarkmiði en fram hjá því verður ekki litið að þeir hafa í gegnum tíðina þjónað mikilvægu hlutverki í atvinnuuppbyggingu landsins og gera enn.&#160;</p> <p>Augljóst er hve miklu getur skipt fyrir stór fjáfestingaverkefni sem greiða sig upp á löngum tíma að hafa fast land undir fótum, stöðugt rekstrarumhverfi og lágmarks óvissu um lykilþætti sem áhrif geta haft á arðsemi verkefnisins.</p> <p>Án slíkra samninga er engum blöðum um það að fletta að stærstu verkefnin á sviði orkuiðnaðar hér á landi hefðu ekki orðið að veruleika.&#160;</p> <p>Í dag búum við að þessum blómlegu fyrirtækjum sem eiga sér áratugasögu.&#160; Mörg þeirra voru frá upphafi umdeild, en hverju hafa þau skilað? Samhliða vexti þeirra og viðgangi höfum við öðlast þekkingu, fengið grunn að frekari uppbyggingu, sóknarfæri sem birtast okkur í nýjum fyrirtækjum í fjölbreyttri starfsemi. Mér verður hugsað til heimsókna í mörg slík fyrirtæki þar sem ég hef séð með eigin augum hvernig þekking sem byggst hefur upp í tengslum við starfsemi álfyrirtækja er orðin að útflutningsafurð og grunnur að þátttöku Íslendinga í útboðum víða um heim þar sem reynsla, kunnátta og verkvit er það sem við höfum fram að færa.</p> <p>Fyrir Alþingi er frumvarp um nýja rammalöggjöf um þessi efni. Um leið og við fikrum okkur áfram í átt að nýjum tækifærum og áskorunum á þessu sviði skulum við hafa hugfast það meginhlutverk stjórnvalda sem ég vék að áður að treysta betur rammann fyrir atvinnustarfsemi í landinu almennt þar sem:</p> <ul> <li><span>efnahagslegur og lagalegur stöðugleiki ríkir</span></li> <li><span>menntakerfið verði í fremstu röð og styðji við þarfir atvinnulífsins</span></li> <li><span>umhverfi nýsköpunar verði eflt með áherslu á rannsóknir og þróun</span></li> <li><span>hagkerfið verði opnað frekar með endurskoðun tolla, sanngjörnu skattumhverfi&#160; og rekstrarumhverfi sem styrkir samkeppni og eykur framleiðni í hagkerfinu.&#160; Afnám raforkuskatts er forgangsmál sem fellur vel að þessari mynd.</span></li> </ul> <p>Við erum á margan hátt í öfundsverðri stöðu.&#160; Gangi hagspár eftir erum við að upplifa lengsta samfellda hagvaxtarskeið seinni tíma. Hagkerfið er í góðu jafnvægi og helstu atvinnugreinar í sterkri stöðu til að sækja fram.&#160; En það eru margir óvissuþættir sem huga þarf að. Um leið og við leysum úr þeim viðfangsefnum sem nú um stundir eru efst á baugi skulum við ekki gleyma því að það er hygginna manna háttur að hugsa fyrir morgundeginum.</p>

2015-05-05 00:00:0005. maí 2015Ræða fjármála- og efnahagsráðherra á ráðstefnu Íslensk ameríska verslunarráðsins (IACC) 

<p>Ræða fjármála- og efnahagsráðherra á ráðstefnu Íslensk ameríska verslunarráðsins (Icelandic-American Chamber of Commerce) í New York 30. apríl 2015. Ræðan er á ensku.&#160;Address of the Minister of Finance and Economic Affairs. "Opening the Arctic for Business" Conference in NYC on April 30th.&#160;</p> <div> <p><span>Mr. Chairman, esteemed guests!</span><br /> </p> <p>It falls to me to deliver to you the closing address of this interesting and highly enjoyable conference.</p> <p>I would like to begin by thanking the organisers of the conference, the Iceland American Chamber of Commerce (IACC), in co-operation with the&#160;Institute of the North and the American Icelandic Chamber of Commerce, for their initiative in holding this conference on such a vital subject, and at the same time I would like to thank all the sponsors for making this work possible. I would also like to thank the speakers for their thought-provoking lectures and the members of the panel for their contribution.</p> <p>The discussions have been constructive and useful in every regard.</p> <p>If I were to try to sum up the principal points that have emerged, there is one particular point that stands out, in my opinion. It strikes me that we appear to be more or less in agreement on all the main principles that should apply to business in the Arctic.</p> <p>It is gratifying when an international conference like this one can arrive at such a harmonious conclusion. The main thing is that there appears to be a consensus that increased business and economic progress in the Arctic must go hand in hand with the sustainable and responsible utilisation of natural resources, a stable business environment and clear, enforceable rules. And we have here today touched on few important parts, like how far can we go, and under the panel discussion even asked ourselves should we do anything at all!&#160;</p> <p>Of course, opinion is divided on individual issues and the points of focus differ among the countries that have interests at stake. But there is a general consensus on the fundamentals, as clearly revealed in the work and policies of the Arctic Council. Our principal task for the future will be to find the proper balance between utilisation and preservation in the Arctic.</p> <p>It should be noted on this occasion that just a week ago the United States took over the presidency of the Arctic Council under the theme of “One Arctic: Shared Opportunities, Challenges and Responsibilities”, where the emphasis will be on addressing the impact of climate change, supporting Arctic Ocean safety, security and stewardship, and improving economic and living conditions in Arctic communities.&#160;</p> <p>The Icelandic government wholeheartedly supports these points of focus of the United States, as in fact the core of the Icelandic government's policy in Arctic matters, is to focus its efforts on the environmental aspects and natural resources, navigation and community development, in addition to strengthening ties and co-operation with other states and stakeholders regarding the affairs of the region, guided by a vision of increased business opportunities. The establishment of the <em>Icelandic Arctic Chamber of Commerce</em> and the founding of the <em>Arctic Economic Council</em> last year are significant steps in that direction, in my opinion.</p> <p>On a related subject, the Icelandic government is of course closely monitoring the progress of negotiations between the United States and the European Union on the <em>Transatlantic trade and investment partnership</em>. If such an agreement is reached, which would be for the benefit of both parties, in my view, it is foreseeable that the agreement would have a considerable impact on the co-operation of the EFTA States and the European Union under the EEA agreement and would have meaningful impact on most of the Arctic countries in the near future, and that would be for the good. On that score there is no doubt.&#160; Enhanced freedom of trade is always for the good.</p> <p>Esteemed participants!</p> <p>The heading of this conference, “<em>Opening the Arctic for Business</em>” was a good choice of heading, and after having listened to the discussions here, talked to people from the business world and observed what is happening in Iceland and the Nordic Countries, as well as here in the United States, I am convinced that in the coming months and years we will experience significant growth in this sector in the Arctic. The opportunities are there.</p> <p>Finally, dear friends. In preparing for this westward journey I was struck by a rather remarkable fact: Business has been conducted in the Arctic continually for a long time. I don't mean just a few hundred years, but at least a millennium or more</p> <p>Since the days of the Vikings in the Nordic Countries in the ninth and tenth centuries, trade in Arctic resources has been on-going in one way or another. The trade network, at its peak, extended from Scandinavia to Russia and the Baltic, Continental Europe, Iceland, the Faroe Islands, Greenland and, very briefly, North America.</p> <p>I mention this here not only because it is a remarkable historical fact, but because I think there are things that we could learn from this history and how events turned out over the centuries and changed as a result of environmental effects and technological innovation.</p> <p>One aspect of this story is of particular interest in my mind.&#160; This is the question of why the Nordic settlements in Greenland ended near A.D. 1400, but not in Iceland nor in the Faroe Islands, which are similarly difficult countries at a similar latitude.</p> <p>The answer is not, of course, simple or definitive, but the probable explanation given by academics is, in brief, that following a significant climate change in the Arctic Region in the late 13th century the Nordic community in Greenland did not possess the resources or capabilities to adapt and change their habits in order to survive.&#160;</p> <p>At the time that Greenland was developing following the settlement of Eirik the Red, around 985 A.D., conditions are said to have been favourable in Greenland, not unlike the conditions in Iceland and Norway. Some agriculture was possible, but the principal means of survival of the Nordic people in Greenland was trade and commerce with other Nordic settlements in Europe. With the cooling climate the theory is that not only did traditional Nordic agriculture decline, but navigation routes to and from Greenland were also closed as a result of the increasing sea ice.</p> <p>This brief account reminds us that the Arctic is extremely vulnerable to even small climatic or environmental change. But it also reminds us how important it can be both to preserve the time-honoured methods that work for survival, while at the same time being prepared to take a new approach when circumstances change. I think this is a very relevant point, both for governments and business, to keep in mind. &#160;</p> <p>And is perhaps particularly appropriate when we look at the business opportunities that the Arctic might afford and the actions that may prove most likely to bring success.</p> <p>My final message is therefore that by adapting, by observing the law, and maybe also with a bit of good fortune, the Arctic will be open for business.&#160;</p> <br /> </div>

2015-05-05 00:00:0005. maí 2015Ræða fjármála- og efnahagsráðherra á ársfundi á 50. afmælisári Landsvirkjunar

<p>Ræða Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra á ársfundi á 50. afmælisári Landsvirkjunar 5. maí 2015.<br /> </p> <p>Landsvirkjun er merkilegt fyrirtæki sem nú hefur fylgt þjóðinni í hálfa öld. Það er því ríkt tilefni til að standa jafn myndarlega að ársfundi félagsins og hér er gert.</p> <p>Einu sinni fannst mér hálf öld vera allt að því eilífð, en nú þegar maður sjálfur nálgast þennan aldur sér maður að þetta fyrirtæki er enn ungt þótt það hafi löngu slitið barnsskónum - og það hefur áorkað miklu í þágu þjóðarinnar. Við sjáum á afkomu fyrirtækisins, sem í fyrra var sú besta frá upphafi, að það er mikill og vaxandi kraftur í Landsvirkjun.</p> <p align="center">xxx</p> <p>Landsvirkjun hefur í gegnum tíðina leitast við að vera opið og aðgengilegt fyrirtæki. Það er ekki nýtt fyrirbrigði, fundið upp af almannatengslaráðgjöfum, heldur hefur þetta verið samofið starfseminni svo áratugum skiptir.</p> <p>Þannig má minnast þess að á 20 ára afmælinu, árið 1985, voru landsmenn boðnir velkomnir í aflstöðvar víðsvegar um landið til að kynna sér starfsemina.</p> <p>Listsýningar eru nokkuð algengar í aflstöðvum Landsvirkjunar og gestastofur hafa verið starfræktar. &#160;</p> <p>Ég efast ekki um að hér í salnum og meðal áhorfenda eru margir sem þekkja vel hve myndarlega og glæsilega er tekið á móti fólki sem sýnir áhuga á að kynnast starfseminni og heimsækja starfsstöðvar Landsvirkjunar. Af því gætu önnur fyrirtæki í landinu dregið lærdóm.&#160;</p> <p>Þetta opna aðgengi er lífsnauðsynlegt fyrir fyrirtæki sem vill halda áfram að vaxa, dafna og þróast í sátt og samlyndi við þjóðina.</p> <p align="center">xxx</p> <p>Við stöndum sífellt frammi fyrir áskorunum um hvernig megi best ná jafnvægi milli þeirra hagsmuna sem við höfum af nýtingu annars vegar og náttúruvernd hins vegar. Þegar þjóð á auðlindir á borð við vatns- eða jarðvarmaorku, er tiltölulega auðvelt með nútímaþekkingu að skapa úr þeim auðlindum mikil verðmæti.</p> <p>En jafnvel þótt varlega sé farið og gengið um náttúruna af virðingu verður slíkt seint gert án þess að nokkru verði raskað. Á Íslandi hefur okkur auðnast að feta þessa slóð þannig að við höfum viðhaldið sterkri ímynd Íslands sem náttúrugersemi samhliða aukinni orkuframleiðslu.</p> <p>Í tengslum við langstærstu og líklega umdeildustu framkvæmd Landsvirkjunar til þessa, Kárahnjúkavirkjun, var töluvert rætt um möguleg áhrif af virkjunarframkvæmdunum á komu ferðamanna til landsins. Að meta slík áhrif er sjálfsagður og mikilvægur þáttur í heildarmati á áhrifum framkvæmda, jafnvel þótt athugun á slíkum þáttum geti aldrei orðið hárnákvæm vísindi. Að lokum varð virkjunin að veruleika. Það er athyglisvert að á þessu ári er því spáð að til landsins komi rétt um fjórum sinnum fleiri ferðamenn en heimsóttu Ísland árið 2003.</p> <p align="center">xxx</p> <p>Það eru sterk tengsl milli lífskjarasóknar íslensku þjóðarinnar og uppbyggingar Landsvirkjunar. Orkuvinnsla hefur verið forsenda aukinnar orkufrekrar atvinnustarfsemi sem hefur aukið útflutningstekjur landsins og styrkt stoðir efnahagslífsins. Um leið hefur flutningskerfi raforku eflst og orkuöryggi í landinu vaxið.</p> <p>Aðgangur að öruggri umhverfisvænni orku á sanngjörnu verði eru forréttindi sem aðrar þjóðir, sem ekki búa jafn vel hvað þetta snertir, myndu gefa mikið til að fá aðgang að.</p> <p>Slíkar hugmyndir hafa verið viðraðar, um orkuútflutning, og það er okkar að vega og meta þá kosti sem við eigum.</p> <p>Það væri ábyrgðarhlutur að kanna ekki af alvöru kosti beinnar orkusölu úr landi. Það er þó að mörgu að hyggja, áhrifum á innanlandsmarkað, hverju væri fórnað með slíku á móti mögulegum ávinningi. &#160;</p> <p>En hvort sem rætt er um orkusölu til útlanda eða nýtingu hérlendis er brýnt að til grundvallar sé lagt að verðmætin sem skapist nýtist næstu kynslóðum til jafns við þær sem nú byggja landið.</p> <p align="center">xxx</p> <p>Sterkur efnahagur félagsins á þessu 50 ára afmælisári er sérstakt fagnaðarefni. Hann er til vitnis um þá stjórnfestu, ábyrgð og framsýni sem sýnd hefur verið við stjórn og uppbyggingu fyrirtækisins. Landsvirkjun hefur í gegnum tíðina borið nokkuð þungar skuldir á móti miklum framkvæmdum og eignauppbyggingu.</p> <p>En stefnan um markvissa uppbyggingu hefur skilað miklu. Hún var í upphafi grundvöllur að fjölbreyttari efnahagsstarfsemi í hagkerfinu. Nú skapa viðskiptavinir Landvirkjunar þjóðarbúinu mikilvægar gjaldeyristekjur og í kringum orkuiðnað á Íslandi hefur myndast mikil og verðmæt þekking. Sú þekking er orðin sjálfstæð útflutningsvara.</p> <p>Við stöndum því í vissum skilningi á tímamótum í fleiri en einum skilningi. Á hálfrar aldar afmæli Landsvirkjunar eru horfur til þess að samhliða ört batnandi skuldastöðu geti arðgreiðslur í náinni framtíð verið 10-20 milljarðar á ári. Með því fengi þjóðin verulegan beinan arð af orkuauðlindinni, til viðbótar þeim óbeina arði sem við höfum notið.</p> <p>Öllu skiptir að okkur takist að nýta þessar jákvæðu horfur okkur til frekari framdráttar og framfara. Til þess þarf að horfa til langrar framtíðar, líkt og gert var við stofnun Landsvirkjunar.</p> <p>Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna.</p> <p>Með því að leggja inn í sérstakan sjóð arðgreiðslur Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja ríkisins getum við hafið uppbyggingu á varasjóði okkar Íslendinga, sem um leið væri hugsaður sem stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu.</p> <p>Að byggja upp slíkan sjóð er þolinmæðisverk og mikilvægt að hugsað sé til langrar framtíðar. Nú er að mínu mati rétti tíminn til að taka slíka ákvörðun.</p> <p>Til að byrja með kæmi til greina að orkuauðlindasjóðurinn væri gegnumstreymissjóður, nýttur til að greiða niður skuldir ríkisins og styðja við fjármögnun mikilvægra innviða á borð við framkvæmdir Landspítalans eða uppbyggingu í menntakerfinu. Afmarka þyrfti slík verkefni með skýrum hætti.</p> <p>Meginhugsunin með slíkum sjóði væri þó, eins og áður segir, að byggja upp myndarlegan höfuðstól, varasjóð okkar, og styrkja þannig efnahagslega stöðu landsins enn frekar.</p> <p>Í verkefni sem þessu næst einungis árangur ef hugsað er til langs tíma. En sé það gert, getur sjóðurinn verið mikilvægt hagstjórnartæki. Tryggt væri að við legðum til hliðar í uppsveiflu - og sjóðurinn væri til staðar til að blása lífi í hagkerfið í niðursveiflu.</p> <p>Að jafnaði væri einungis hluti ávöxtunar til ráðstöfunar í þjóðhagslega aðrðbær verkefni, fjárfestingar í innviðum, rannsóknum, þróun og menntun. Síðast en ekki síst gæti innflæði í sjóð sem fjárfesti erlendis stutt við gengi krónunnar og dregið úr yfirskoti þess.</p> <p>Það þarf vart að nefna það að traust samstaða um tilgang og tilvist sjóðasins er ein helsta forsenda þess að hann verði stofnaður. Ég mun leita eftir samstöðu um að þetta verði að veruleika.</p> <p align="center">xxx</p> <p>Áform Landsvirkjunar um orkunýtingu eru skynsamleg og til þess fallin að skapa sátt. Þar sem Landsvirkjun stendur í framkvæmdum í dag er ýtrustu umhverfissjónarmiða gætt. Það má glöggt sjá á framkvæmdunum við Þeistareyki sem ég heimsótti í fyrrasumar. Við viljum njóta kosta landsins og um leið fara vel með það.</p> <p>Við Íslendingar verðum að halda áfram uppbyggingu á öllum sviðum, bæði til að mæta þörfum stækkandi þjóðar með hækkandi meðalaldur og til að vera samkeppnisfær við önnur lönd.</p> <p>Við eigum að gefa unga fólkinu okkar loforð um að halda áfram að bæta lífsgæðin hér á landi.</p> <p>Við eigum að tryggja það að komandi kynslóðir geti búið við efnahagslegan stöðugleika í landi þar sem virðing er borin fyrir þeim verðmætum sem fólgin eru í náttúrunni og metnaður er lagður í skynsamlega orkunýtingu öllum til hagsbóta. Þar mun Landsvirkjun gegna lykilhlutverki, líkt og hingað til.</p> <p>Ég óska núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Landsvirkjunar, stjórn og stjórnendum til hamingju með afmælið, með glæsilegan ársfund, og þakka ykkur öllum fyrir vel unnin störf í þágu íslensku þjóðarinnar í fimmtíu ár.</p> <p>Megi Landsvirkjun og öllu hennar fólki farnast vel um ókomna tíð.</p>

2015-03-27 00:00:0027. mars 2015Ræða fjármála- og efnahagsráðherra á ársfundi Seðlabanka Íslands 26. mars 2015

<div class="single-news__big-image"><figure><figcaption><br /> </figcaption></figure></div> <p>Fyrir ári síðan, á þessum stað og af sama tilefni nefndi ég að vor væri í lofti í íslensku efnahagslífi – við værum hægt og örugglega að endurheimta fyrri styrk. Frá þeim tíma hefur hefur margt áunnist, staðan haldið áfram að batna og útlitið er orðið allt annað en var fyrir einungis örfáum árum.&nbsp;</p> <p>Lítum snöggt yfir efnahagssviðið;</p> <p>Umskipti hafa orðið til hins betra í rekstri ríkisjóðs. Afkomubatinn hefur verið nýttur til að loka fjárlagagatinu og stöðva skuldasöfnun ríkisins samhliða því að skuldahlutföll fara hratt lækkandi. Með öðrum orðum hefur fengist raunveruleg viðspyrna til að hefja uppbyggingu að nýju eftir erfitt samdráttarskeið.</p> <p>Landsframleiðsla hefur ekki áður verið meiri en hún var í fyrra.&nbsp; Síðast var hún í hámarki árið 2008. Hagvöxtur var um 2% árið 2014 og útlit er fyrir enn öflugri vöxt í ár og næstu ár.&nbsp; Gangi hagspár eftir verður núverandi tímabil eitt lengsta samfellda hagvaxtarskeiðið í seinni tíma hagsögu Íslands. Á sama tíma er lítill hagvöxtur í Evrópusambandinu, einkum á evrusvæðinu. Það er helst að sjá batamerki hjá þeim Evrópusambandsríkjum sem hafa haldið sig utan myntbandalagsins.</p> <p>Atvinnuleysi hefur minnkað hratt hér á landi og er með því allra minnsta sem þekkist í Evrópu. Þá hefur kaupmáttur launa og ráðstöfunartekna vaxið svo mikið að undanförnu að fá dæmi eru til um sambærilegan vöxt. Þessi aukni kaupmáttur grundvallast ekki síst á þeim mikla verðstöðugleika sem náðst hefur undanfarna mánuði, en verðbólgan mældist aðeins 0,8% í febrúar og verður ef af líkum lætur við verðbólgumarkmið Seðlabankans næstu árin.</p> <p>Mikill og viðvarandi viðskiptaafgangur einkennir stöðuna eftir halla um langt skeið.&nbsp;</p> <p>Þetta eru hröð umskipti.&nbsp; Þau fela í sér mikil tækifæri.&nbsp; En eins og ávallt&nbsp; þarf að vanda hvert skref fram á við og við getum ekki tekið neinu sem gefnu um framhaldið.&nbsp; Mörg stór úrlausnarefni bíða enn afgreiðslu.&nbsp;</p> <p>***</p> <p>Um þessar mundir er unnið hörðum höndum að afnámi fjármagnshafta.&nbsp; Aldrei hafa fleiri verið í fullu starfi við það verk.&nbsp; Vinnan er langt komin.&nbsp; Hefur í þeim efnum miklu munað um beina aðkomu Seðlabankans að framkvæmdahóp um losun fjármagnshafta að undanförnu auk þess sem fjöldi sérfræðinga í bankanum hefur lagt málinu lið með beinum og óbeinum hætti.&nbsp;</p> <p>Megininntak þeirrar vinnu sem staðið hefur yfir er að hanna áætlun sem gerir okkur kleift að losa um höft án þess að stefna efnahagsstöðugleika Íslands í hættu.&nbsp;</p> <p>Gerð hefur verið úttekt á mismunandi aðgerðum og áhrifum þeirra á stöðugleika í efnahagsmálum. Lausnirnar taka mið af þeim niðurstöðum.</p> <p>Meðan á þessari vinnu hefur staðið hefur efnahagsbatinn verið jafn og stöðugur. Er svo komið að aðstæður fyrir afnám fjármagnshafta geta vart verið betri en þær sem nú ríkja á Íslandi.&nbsp;</p> <p>Framkvæmdahópurinn leggur um þessar mundir lokahönd á tillögur til aðgerða sem innan tíðar verða lagðar fyrir stýrinefnd um losun fjármagnshafta og í framhaldinu ríkisstjórn.&nbsp; Þannig standa vonir mínar til þess að nú á fyrri hluta þessa árs verði stórar ákvarðanir teknar sem marka leiðina fram á við.&nbsp; Árið 2015 verði ár aðgerða og lausna í þessu máli.</p> <p>&nbsp;Ágætu fundargestir</p> <p>Ekki eru margir dagar frá því að ég las á forsíðu dagblaðs, skrifað með feitu letri, að skuldir heimilanna gætu hækkað verulega með afnámi hafta.&nbsp; Ég las áfram og sá að þetta var tengt því að sá möguleiki væri fyrir hendi að krónan lækkaði við afnám haftanna.&nbsp; Eftir frekari lestur sá ég að einnig var gert ráð fyrir því að krónan gæti hækkað.&nbsp; Mér sýndist því til viðbótar gert ráð fyrir að krónan gæti haldist stöðug.</p> <p>Fleiri athyglisverðar fyrirsagnir birtast reglulega um þessi mál og sitt sýnist hverjum. En raunin er sú að einmitt vegna þess að þetta er ekki einfalt úrlausnarefni hefur mikil vinna verið lögð í að leysa það.&nbsp; Meginstefna vinnunnar er, eins og áður segir, að takast á við og lágmarka eða eyða hættu á neikvæðum áhrifum haftaafnámsins á efnahagslífið. Það stendur einfaldlega ekki til að taka þátt í einhverri rúllettu með þetta mikilvæga mál og þá brýnu hagsmuni sem um er að tefla.</p> <p>Góðir fundarmenn.&nbsp; Oft er spurt:&nbsp; Hvað tekur við eftir höft?</p> <p>Horfum fyrst til umgjarðar efnahagslífsins eftir losun fjármagnshafta.</p> <p>Það er ljóst að peningastefna Íslands mun um fyrirsjáanlega framtíð byggjast á íslensku krónunni. Þrátt fyrir ýmsa ágalla hefur krónan gefist okkur vel við endurreisn hagkerfisins. Bent hefur verið á að frjálst flæði fjármagns muni leiða til aukinna gengissveiflna frá því sem nú er. Það þarf þó ekki að vera sérstakt vandamál, einkum ef hægt er að móta umgjörð til þess að gengi krónunnar endurspegli þróun raunhagkerfisins. Ef gætt er að umgjörð og framkvæmd efnahagsstefnunnar, er sjálfstæður fljótandi gjaldmiðill ákjósanlegasta lausnin fyrir íslenskt hagkerfi eftir losun fjármagnshafta.</p> <p>&nbsp;Til þess að svo geti orðið þarf stefnan í opinberum fjármálum að styðja betur við peningastefnuna en áður og stuðla að afgangi á viðskiptum við útlönd eftir því sem kostur er. Með afgangi á viðskiptajöfnuði ætti Seðlabankinn&nbsp; til lengri tíma að hafa svigrúm til virkari inngripa á gjaldeyrismarkaði, líkt og hann hefur sjálfur fjallað um, m.a. í skýrslu sinni til efnahags- og viðskiptaráðherra um peningastefnu eftir höft.</p> <p>Til þess að undirbyggja bætta framkvæmd peningastefnunnar og koma í veg fyrir að hinir jákvæðu eiginleikar sjálfstæðrar peningastefnu snúist upp í andhverfu sína hefur umgjörð efnahagsmála verið styrkt til muna sem og starfsumhverfi fjármálafyrirtækja. Þessar umbætur munu í senn styðja við framkvæmd peningastefnunnar og draga verulega úr líkum á því að bankarnir verði á ný rót efnahags- og fjármálalegs óstöðugleika.</p> <p>Þá er rétt að nefna að frumvarp til laga um opinber fjármál sem nú er til umræðu á þinginu&nbsp; mun leiða til gjörbreyttrar framkvæmdar opinberra fjármála. Með frumvarpinu er hagstjórnarlegt hlutverk opinberra fjármála styrkt með stefnumörkun til lengri tíma en áður, skýrum fjármálareglum og áætlanagerð fyrir hið opinbera í heild í stað aðeins ríkissjóðs áður. Sérstaklega er kveðið á um það að stefnan í opinberum fjármálum stuðli að jafnvægi í efnahagsmálum. Með þessum umbótum er lagður grunnur að bættri samþættingu hagstjórnar og stuðningi stefnunnar í opinberum fjármálum við peningastefnuna. Sérstakt fjármálaráð skal leggja mat á hvort fjármálastefna og fjármálaáætlun fylgi fjármálareglunum og grunngildum sem eru sjálfbærni, varfærni, stöðugleiki, festa og gagnsæi.</p> <p>Við hlið stefnu í peningamálum og opinberum fjármálum hefur verið komið þriðju stoð hagstjórnarinnar, fjármálastöðugleika, með stofnun fjármálastöðugleikaráðs, ákvæði í lögum um Seðlabankann um að hann skuli stuðla að fjármálastöðugleika og með fyrirhugaðri upptöku nýrra tækja á borð við eiginfjárauka fjármálafyrirtækja, hámark á veðhlutföll og takmarkanir á lánum í erlendri mynt.&nbsp; Bætt stofnanaumgjörð gerir mögulegt að hafa eftirlit bæði með heilbrigði einstakra fjármálastofnana og samspili þeirra á milli og við aðra þætti efnahagslífsins.</p> <p>Starfsemi fjármálastöðugleikaráðs fer vel af stað og sannar sig sem mikilvægur vettvangur fyrir samráð og upplýsingaskipti milli stjórnvalda sem&nbsp; eykur möguleika á bættri yfirsýn yfir áhættu sem finna má í hagkerfinu.</p> <p>Seðlabankinn hefur tekið mikilvæg skref með nýjum reglum um fjármögnunarhlutfall og laust fé til þess að sporna gegn því að atburðir áranna fyrir hrun endirtaki sig. Reglur bankans draga úr lausafjáráhættu í erlendum gjaldmiðlum og áhættu af óstöðugri skammtímafjármögnun til þess að fjármagna langtímaútlán í erlendum gjaldmiðlum með því að tryggja lágmark stöðugrar fjármögnunar í erlendum gjaldmiðlum.&nbsp;</p> <p>Til þess að draga úr hættunni á að íslenskir bankar sæki á ný fjármögnun frá erlendum innstæðueigendum í takmörkuðu viðskiptasambandi skilgreinir Seðlabankinn slíkar innstæður sem kvika fjármögnun og er því ekki jafnhagstætt fyrir banka að leita sér slíkrar fjármögnunar og áður. Lög um innstæðutryggingar tryggja einnig að greiðslur úr tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta verða í krónum.&nbsp;</p> <p>Eitt helsta vandamál hagstjórnarinnar fyrir hrun var mikil sókn óvarinna aðila í erlenda lántöku þegar Seðlabankinn hækkar vexti með tilheyrandi eftirspurnarþrýstingi. Þegar fjármagn tók að flæða út úr hagkerfinu að nýju snerist þessi þróun við. Ýtti það enn undir veikingu krónunnar líkt og innflæðið hafði ýtt undir styrkingu hennar áður. Í frumvarpi sem ég lagði nýlega fyrir Alþingi er tekið sérstaklega á þessum vanda. Er þar gert ráð fyrir takmörkunum á slíkum lántökum einstaklinga og Seðlabankanum veitt heimild til að setja reglur sem takmarka erlenda lántöku óvarinna aðila að undangenginni tillögu fjármálastöðugleikaráðs.</p> <p>Ég nefni hér jafnframt breytt regluverk fjármálafyrirtækja. Í kjölfar fjármálaáfallsins hefur farið fram heildarendurskoðun í Evrópusambandinu á regluverki um fjármálastarfsemi. Gerðar hafa verið breytingar sem eiga að styrkja eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækja með því að auka eigið fé og bæta gæði þess. Því meira sem eigið fé er í fyrirtæki, þeim mun meiri áhættu bera eigendur af rekstri þess og er talið æskilegt að eigendur fjármálafyrirtækja beri í auknum mæli áhættu af rekstri þeirra, og ekki síst kostnaði ef þau riða til falls.</p> <p>Þegar ríkið seldi 46% hlut sinn í Landsbankanum árið 2002 var eiginfjárhlutfall bankans rétt undir 6%.&nbsp; Eigið fé var 16,3 milljarðar.&nbsp; Fyrir skemmstu var ákveðið á aðalfundi Landsbankans að arðgreiðslur vegna ársins 2014 yrðu 23,7 milljarðar.&nbsp; Það lætur nærri að vera jafnhá fjárhæð heildarvirði bankans á árinu 2002.&nbsp; Hvernig má þetta vera?&nbsp; Jú, eigið fé er nú ekki 16,3 milljarðar heldur 250 milljarðar.&nbsp; Eiginfjárhlutfallið er ekki 6% heldur 23%.&nbsp; Þetta er gjörbreyttur banki, í samræmi við breyttar kröfur og nýja hugsun.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</p> <p>Í fjármálaráðuneytinu hefur mikil vinna verið lögð í innleiðingu reglugerða og tilskipana Evrópusambandsins um eigið fé fjármálafyrirtækja og var frumvarp til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki lagt fyrir Alþingi í upphafi þessa árs. Frumvarpið innleiðir m.a. annars eiginfjárauka sem fjármálafyrirtækjum getur verið gert að hafa til að koma til móts við kerfislægt mikilvægi þeirra, kerfisáhættu er tengist útlánum eða til jöfnunar á hagsveiflum. Þetta er ein af mikilvægustu breytingunum á stýritækjum sem stjórnvöld hafa úr að spila eftir áföll á fjármálamarkaði haustið 2008 og ætlað er að auka fjármálastöðugleika.</p> <p>Spurt var: Hvað tekur við eftir höft?&nbsp; Að öllum þessum atriðum virtum, sem ég hef hér reifað, tel ég ljóst að umgjörð peningamálastefnunnar og ríkisfjármála verði eftir afnám fjármagnshafta langtum traustari en var fyrir bankahrunið og hagstjórn til lengri tíma litið verði um leið skilvirkari og árangursríki til að bregðast við kerfisáhættum og eða sveiflum í hagkerfinu.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Höfum einnig hugfast, sem áður var nefnt, að um þessar mundir er staða hagkerfisins í góðu jafnvægi og að ýmsu leyti kjöraðstæður fyrir afnám hafta.&nbsp;</p> <p>Á næstu dögum verður lögð fram á Alþingi ríkisfjármálaáætlun til næstu fjögurra ára (2016-2019) og er það í fyrsta sinn sem það er gert. Um er að ræða pólitíska stefnumörkun um umgjörð fyrir komandi fjárlagafrumvarp sem einungis verður vikið frá ef verulegar breytingar verða á forsendum áætlunarinnar. Ríkisfjármálaáætlunin markar tímamót hvað varðar aga og festu í ríkisfjármálunum og auðveldar að greina fyrr veikleika og áhættu í ríkisrekstrinum ef forsendur breytast verulega.&nbsp;</p> <p>Í áætluninni kemur skýrt fram að verulegur bati er að verða á stöðu ríkissjóðs og í efnahagslífinu almennt næstu árin.&nbsp; Einn stærsti áhættuþátturinn sem við stöndum frammi fyrir er óróleiki á vinnumarkaðnum.</p> <p>Sú spenna sem myndast hefur á vinnumarkaði á undanförnum vikum og mánuðum með yfirboðum og kröfum um gríðarlegar launahækkanir í einni svipan gæti, ef ekki er að gáð, grafið undan þeim mikla árangri sem náðst hefur á undanförnum misserum við að drífa áfram öflugan hagvöxt samhliða verðstöðugleika og afgangi af viðskiptajöfnuði.</p> <p>Aðilar vinnumarkaðarins hafa á undanförnum árum reynt að koma á meiri aga við gerð kjarasamninga og byggja ramma um þá á raunsæju mati á efnahagsaðstæðum. Ég get tekið undir þær áherslur og hef bundið talsverðar vonir við að raunverulegan árangur væri að nást á þessu sviði en get ekki betur séð en að við séum að fjarlægjast norræna kjarasamningslíkanið sem horft hefur verið til.&nbsp; Verði það niðurstaðan eru það mikil vonbrigði.</p> <p>Enn er tími til að stilla saman strengi og tryggja með því á sama tíma mikilvægar kjarabætur til launþega og framhald á þeim stöðugleika í efnahagslífinu sem við nú njótum.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Góðir fundargestir</p> <p>Fyrir réttu ári skipaði ég nefnd&nbsp; sem hafði það verkefni að gera heildarendurskoðun á lögum um Seðlabankann. Verkefnið var nánar skilgreint þannig að hún skyldi gaumgæfa þróun á starfsemi annarra seðlabanka og löggjöf á sviði peningamála og efnahagsstjórnunar með það að markmiði að treysta trúverðugleika og sjálfstæði Seðlabankans og traust á íslenskum efnahagsmálum.</p> <p>Nefndin skilað nú í mars áfangaskýrslu sinni um markmið og stjórnskipan Seðlabankans.&nbsp; Leggur&nbsp; nefndin til grundvallar að finna jafnvægi milli þriggja ólíkra markmiða; <strong>i)</strong> að tryggja sjálfstæði Seðlabankans, <strong>ii)</strong> minnka líkur á því að stjórnendur bankans misnoti sjálfstæði sitt, og <strong>iii)</strong> hvetja til vandaðra vinnubragða og hagkvæmni í rekstri.</p> <p>Ég tel að nefndinni hafi tekist vel til í vinnu sinni og náð að samræma þessi markmið með fullnægjandi hætti í niðurstöðum sínum.</p> <p>Það er sameiginlegt með nær öllum seðlabönkum heims að stjórnir þeirra eru fjölskipaðar. Þannig er iðulega einn seðlabankastjóri talsmaður bankans út á við og talar hann að jafnaði fyrir hönd allra í bankastjórninni. Ég nefni í þessu sambandi að þótt seðlabankar Norðurlanda séu ólíkir hvað varðar stjórnskipulag og starfshætti þá eiga þeir það allir sameiginlegt að vera með fjölskipaða bankastjórn.</p> <p>Umfangsmikið valdsvið seðlabankastjóra Seðlabanka Íslands er harla óvenjulegt og tíðkast nær hvergi annars staðar. Það hefur verið nefnt að við höfum einn forsætisráðherra og það séu einhver sérstök rök sem eigi líka við um stjórnendur seðlabanka. Á það ber að líta að ríkisstjórn starfar á grundvelli þingræðisreglu og þótt hún sé ekki fjölskipað stjórnvald þá skiptir hún með sér verkum með ákveðnum hætti.&nbsp; Út á við er það forsætisráðherra sem kemur fram fyrir hönd ríkisstjórnarinnar – rétt eins og formaður bankastjórnar í þriggja manna bankastjórn seðlabanka myndi gera og er þá að jafnaði titlaður seðlabankastjóri (e. governor).</p> <p>Þetta eru aðalatriði málsins. Það er ekki verið að leggja til með þessum tillögum að horfið verði í einu og öllu til fyrra fyrirkomulags, enda er til að mynda hert á skipunarferlinu á grundvelli hlutlægra hæfnisreglna.&nbsp; En, það er verið er að leggja til að bankastjórn Seðlabankans verði fjölskipuð.</p> <p>Hér er um að ræða tillögur lagðar eru fram að vel ígrunduðu máli og að höfðu samráði við Seðlabankann, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og aðra hlutaðeigandi aðila, m.a. stjórnmálaflokkana.&nbsp; Í raun má segja að það verklag sem viðhaft var við breytingar á lögum um Seðlabankann,&nbsp; í miklum flýti árið 2009, hafi falið í sér grófa aðför að sjálfstæði Seðlabankans. Þessar tillögur sem nú liggja fyrir taka tillit til þess sem vel hefur verið gert í bankanum, litið er til reynslu annarra landa og metið hvað það helst er sem betur má fara. Þetta eru veigamikil atriði sem ég tek mið af þegar ég horfi fram á veginn um hvernig megi treysta umgjörð og sjálfstæði Seðlabanka Íslands og um leið trúverðugleika íslenskrar hagstjórnar.&nbsp;&nbsp;</p> <p>&nbsp;Ágætu fundargestir</p> <p>Ég nefndi veðrið hér í upphafi ræðu minnar. Það getur átt ágætlega við þegar fjallað er um efnahagsmál á Íslandi.</p> <p>Við getum ekki stjórnað náttúrunni og verðum að lifa við og búa okkur undir ýmsar viðsjárverðar aðstæður, jafnvel frá degi til dags. En við getum búið okkur undir ótíð og óveður og hagað ferðaplönum okkar þannig að við sitjum ekki föst á Hellisheiðinni þegar varað hefur verið við stormi og vegurinn lokast.&nbsp;</p> <p>&nbsp;Það sama gildir i efnahagsmálum. Við getum tamið okkur betri og vandaðri vinnubrögð í hagstjórninni, beitt okkur aga og horft til lengri tíma við áætlanargerð og markmiðssetningu og lagt þannig grunninn að stöðugu umhverfi til frekari sóknar á öllum sviðum mannlífsins - samfélaginu öllu&nbsp; til hagsbóta.</p> <p>Þetta er og verður krefjandi viðfangsefni.&nbsp; Það verður ávallt erfitt að glíma við sveiflur í efnahagslífinu, aflabrestur getur orðið og verðfall á erlendum mörkuðum. En með því að búa í haginn þegar vel árar til að mæta sveiflum getum við stuðlað að auknum stöðugleika og vaxandi hagsæld til lengri tíma litið.</p> <p>Það er árangursríkasta leiðin til að bæta jafnt og þétt lífskjör fólks í landinu. Við höfum þegar stigið mikilvæg skref í þá átt að styrkja undirstöðurnar og erum á réttri leið.&nbsp; Við eigum að feta okkur áfram þá slóð eitt öruggt skref í einu - hafandi hugfast að sígandi lukka er best.</p> <p>Að lokum vil ég þakka bankaráði, seðlabankastjóra og starfsliði bankans fyrir vel unnin störf á árinu.</p> <p>Þakka ykkur fyrir.</p>

2015-03-23 00:00:0023. mars 2015Hvers vegna fjármálaeftirlit? Ræða fjármála- og efnahagsráðherra á ráðstefnu FME

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/frettatengt2015/BB-litil.jpg"><img src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/frettatengt2015/BB-litil.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra." class="media-object"></a><figcaption>Bjarni Benediktsson</figcaption></figure></div><p>Íslendingar þekkja manna best mikilvægi skilvirks fjármálaeftirlits. Fjármálalegur óstöðugleiki hefur lengi einkennt íslenskt efnahagslíf og við erum enn að fást við afleiðingar hruns fjármálakerfisins árið 2008. Hrunið er eitt stærsta fjármálaáfall sem nokkurt hagkerfi hefur þurft að fást við og kostnaður hins opinbera og hagkerfisins alls óvíða meiri, enda var samanlagt greiðsluþrot stóru bankanna þriggja meðal stærstu gjaldþrota veraldarsögunnarog átti það sér stað innan eins minnsta hagkerfisins.</p> <p><span>Skýr</span> <span>lagaleg umgjörð fjármálakerfisins</span> <span>og skilvirkt fjármálaeftirlit</span> <span>eru samfélagsleg gæði. Þær stofnanir sem eftirlitið nær til sýsla með eignir almennings og fyrirtækja í landinu. Þær geyma launin á innlánsreikningum, sparnaðinn í lífeyrissjóðum og verðbréfum, fjármagna stærstu fjárfestingu flestra einstaklinga,</span> <span>íbúðarhúsnæðið</span><span>, og tryggja þá áhættu sem fylgir svo stórum eignakaupum. Þar að auki taka þær ákvarðanir um lánsfjármögnun verkefna sem skapað geta atvinnu og aukið framleiðni til lengri tíma og eru þannig</span> <span>virkir þátttakendur</span> <span>í þróun lífskjara í landinu. Samfélagið allt á því mikið undir því að þessar stofnanir séu stöndugar og rekstur þeirra burðugur</span><span>, og umfram allt – að þær njóti trausts þeirra sem eiga svo mikið undir því að þær geti gegnt hlutverki sínu</span><span>.</span></p> <p><span>Öllum rekstri fylgir ákveðin áhætta og eru þau félög sem falla undir opinbert eftirlit í engu frábrugðin</span> <span>öðrum</span> <span>hvað það varðar. Rekstrar- eða greiðsluerfiðleikum hlutafélaga í almennum rekstri er mætt með þeim eignum sem fyrir eru í fyrirtækinu og ef þær duga ekki til lendir tapið á eigendum félagsins, sem tapa sínu framlagi þegar fyrirtækið verður gjaldþrota,</span> <span>– og &#160;kröfuhöfum.</span></p> <p><span>Vegna samfélagslegs mikilvægis þeirra fyrirtækja sem falla undir lög um opinbert eftirlit kemur gjaldþrot þeirra niður á þeim sem þurfa á þjónustunni að halda, almenningi og fyrirtækjum í landinu. Þá hafa fjármálafyrirtæki löngum verið rekin með litlu</span> <span>hlutafé</span> <span>og</span> <span>því hefur tap eigenda verið hlutfallslega minna en í öðrum rekstri vegna samsetningar eiginfjár</span> <span>þeirra</span><span>;</span> <span>á</span> <span>þetta einkum við um banka.</span></p> <p><span>Hagnaðurinn sem rennur til eigendanna þegar vel árar byggir því að</span> <span>stórum</span><span>hluta á áhættu sem aðrir aðilar í hagkerfinu bera en ekki þeir sjálfir. Hér á landi, líkt og víða um heim, hefur ríkissjóður þurft að grípa inn í og leggja fjármálastofnunum til opinbert fé</span> <span>til þess að tryggja áframhaldandi rekstur þeirra þegar erfiðleikar steðja að; fé</span> <span>sem annars mætti nýta til samneyslu eða fjárfestingar til hagsbóta íbúum landsins</span><span>,.</span></p> <p><span>Þjónusta þeirra aðila sem falla undir opinbert eftirlit er sífellt að þróast og til hafa orðið margar flóknar afurðir til fjármögnunar og fjárfestingar. Þekking á fjármálamörkuðum og fjármálaafurðum er sérhæfð og til starfanna ræðst fólk með menntun og reynslu á þeim sviðum. Til þess að tryggja það að viðskiptavinir þessara stofnana, sem sjaldnast búa yfir sömu þekkingu og</span> <span>sérfræðingarnir</span><span>, standi ekki höllum fæti í viðskiptum sínum við þær er mikilvægt að tryggja að upplýsingar séu réttar, skýrar og öllum aðgengilegar.</span></p> <p><span>Hjá Fjármálaeftirlitinu er unnið öflugt starf við að tryggja heilbrigðan rekstur þeirra stofnana sem það hefur eftirlit með í samræmi við alþjóðlegar reglur þar um og að upplýsingagjöf sé með sem bestum hætti. Þannig gegnir Fjármálaeftirlitið hlutverki til þess að tryggja almannahagsmuni sem felast í góðu aðgengi að fjármálaþjónustu til miðlunar og geymslu fjármagns. Það lætur sig einnig varða að almannafé sé í sem minnstu mæli notað til þess að styrkja rekstur stofnana sem taka óásættanlega áhættu í rekstri sínum og að stofnanir geti ekki misnotað sérþekkingu sína og stærð til að hagnast</span> <span>óeðlilega</span> <span>á viðskiptum við almenning.</span></p> <p><span>Nýleg skýrsla sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um fylgni bankaeftirlits á Íslandi með tilliti til viðmiða um bestu framkvæmd sýnir þó að betur má ef duga skal. Mikilvægt er að innan FME</span> <span>sé til staðar á hverjum tíma</span><span>nauðsynleg sérþekking til þess að eftirlitið uppfylli þær kröfur sem til þess eru gerðar. Til þess að</span> <span>uppfylla þessar kröfur</span> <span>hefur Alþingi á undanförnum árum samþykkt mun hærra eftirlitsgjald en árin fyrir hrun sem hefur skilað sér í miklum vexti stofnunarinnar. Ráðist hefur verið í fjöldamörg umbótaverkefni auk þess sem miklar breytingar hafa verið gerðar á lagaumgjörðinni. Frekari breytingar standa þar fyrir dyrum.</span></p> <p><span>Síðastliðið sumar hóf fjármálastöðugleikaráð starfsemi. Fundir ráðsins eru sérstaklega mikilvægir til þess að tryggja samráð milli ráðuneytisins, FME og Seðlabankans. Á þessu þingi lagði ég líka fram viðamikið frumvarp til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Verði frumvarpið að lögum mun fjármálastöðugleikaráð hafa mikilvægu hlutverki að gegna við að beina tilmælum til FME um beitingu eiginfjárauka. Fleiri slík þjóðhagsvarúðartæki eru til skoðunar, bæði hvað varðar lán í erlendri mynt og</span> <span>fasteignalán</span><span>.</span></p> <p>Í frumvarpinu er einnig að finna mikilvægt ákvæði sem tryggja á að nýju viðvarandi eftirlit með eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum auk þess sem komið er til móts við nokkrar athugsemdir sérfræðinga AGS í úttekt þeirra á starfsemi FME. Ráðuneytið stefnir að því að ljúka á þessu ári smíði annars frumvarps og reglugerðar sem munu að fullu innleiða hið evrópska bankaregluverk í íslenskan rétt. Í kjölfarið væri líklega skynsamlegt að hefjast handa við heildarendurskoðun á lögum um fjármálafyrirtæki í ljósi þeirra miklu breytinga sem þá hafa verið gerðar á lögunum frá hruni.</p> <p><span>Í haust stefni ég svo að því að leggja fram frumvarp til laga um</span> <span>skila- og slitameðferð</span> <span>fjármálafyrirtækja. Frumvarpið mun byggja á tilskipun Evrópusambandsins og miðar að því að festa í lög til frambúðar</span> <span>ítarleg og</span> <span>bætt ákvæði um hvernig taka eigi á fjármálafyrirtækjum sem eru</span> <span>á fallanda fæti, en</span> <span>slík ákvæði birtust fyrst í íslenskum rétti með neyðarlögunum. Af mörgu er að taka í þessu frumvarpi</span> <span>en ég læt nægja að geta um lágmarkskröfu um eigið fé og hæfar skuldbindingar sem heimilt verður að breyta í eigið fé.</span></p> <p>Samhliða þessu frumvarpi hyggst ég leggja fram frumvarp um nýjan lagaramma utan um innstæðutryggingarkerfið.&#160; Þau lög munu einnig byggjast á tilskipun ESB um sama efni og verða í ýmsu frábrugðin því lagaumhverfi sem nú er.&#160; Vil ég sérstaklega geta skyldu innstæðutryggingarkerfisins og skilameðferðar til virks samstarfs um úrlausn ef fjármálafyrirtæki lenda í alvarlegum erfiðleikum. Þetta atriði er mjög mikilvægt hér á landi þar sem stærðardreifing innlánsstofnana er mjög ójöfn.</p> <p><span>Í ráðuneytinu er einnig unnið að tæknilegri útfærslu á því hvernig setja megi í lagatexta það pólitíska samkomulag sem náðist við ESB í haust um hvernig taka megi nýja evrópska umgjörð fjármálaeftirlits inn í EES-samninginn. Sú lausn sem fékkst á því máli eftir langvinnar viðræður byggist á því að FME og fjármálaeftirlit hinna EFTA/EES-ríkjanna munu fá fulla aðild án atkvæðisréttar að evrópskum</span> <span>fjármálaeftirlitsstofnunum</span><span>. Þessar stofnanir munu hins vegar ekki geta tekið bindandi ákvarðanir gagnvart íslenskum aðilum heldur verður það vald fært Eftirlitsstofnun EFTA.</span></p> <p><span>Það mun taka nokkurn tíma fyrir stjórnvöld, þar með talið FME, að læra inn á gjörbreytt regluverk og nýja umgjörð fjármálamarkaða.</span> <span>Þegar verið er að gera jafnviðamiklar breytingar á stórum og mikilvægum málefnasviðum er okkur hætt við að missa sjónar á aðalaatriðum; umræða fer þá oftlega að snúast um aukaatriði. Þetta verðum við að forðast.</span> <span>Við þurfum að vera meðvituð um að sífellt flóknara regluverk mun ekki gera okkur að fullu hólpin frá óstöðugleika á fjármálamörkuðum, nema þá að reglurnar verði svo íþyngjandi að fjármálakerfið geti ekki stutt við vöxt hagkerfisins. &#160;</span></p> <p><span>Það er sameiginlegt hagsmunamál okkar allra að eiga virkt fjármálakerfi með stöndugum fjármálafyrirtækjum, eins og ég sagði hér í upphafi, fyrirtæki sem veita brýna þjónustu og geta haft mikil áhrif á framleiðni í hagkerfinu. En það verður ekki litið fram hjá því að umsvifamikil fyrirtæki á þessu sviði geta haft verulega neikvæð áhrif á fjármála- og hagkerfið allt ef illa fer. Því verðum við að gera kröfur um nægt eigið fé og skuldbindingar sem nýtast við að takmarka – eða eyða að fullu –&#160;</span> <span>þeirri áhættu að almenningur beri kostnað af falli þeirra</span><span>, en leitast jafnframt við að tryggja skilvirkt eftirlit á fjármálamarkaði þannig að við séum fær um að nema hættumerki og bregðast við áður en svo illa fer. Þannig má koma í veg fyrir ómælt tap fjármuna og mikinn samfélagslegan kostnað. Þegar maður horfir þannig á málið, er ljóst að að við höfum af því ríka samfélagslega hagsmuni að tryggja eðlilega virkni og heilbrigði fyrirtækja á fjármálamarkaði. Líklega er það einfalda svarið við spurningunni „Hvers vegna fjármálaeftirlit?“.</span></p>

2015-01-26 00:00:0026. janúar 2015Ræða fjármála- og efnahagsráðherra við veitingu nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 

<p><strong>Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.&#160;</strong><strong>Ræða Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, 23. janúar á Grand hótel.</strong></p> <p><span>Góðir gestir.</span><br /> </p> <p>Ég vil byrja á því að þakka forsvarsmönnum ríkisstofnana og sveitarfélaga og starfsfólki þess fyrir að taka þátt og tilnefna hátt í 50 verkefni til nýsköpunarverðlaunana í ár. Einnig vil ég þakka þeim sem staðið hafa að undirbúningi verðlaunanna og aðalfyrirlesaranum, Nikolaj Lubanski fyrir að hafa gefið sér tíma til að koma hingað til landsins og fræða okkur frekar um þessi mál.</p> <p><span>Verðlaunin verða nú veitt í fjórða sinn og hafa um 190 verkefni verið tilnefnd frá því þau voru fyrst veitt. Þessi fjöldi tilnefninga gefur til kynna hversu öflugt starf hefur verið unnið hjá mörgum stofnunum og sveitarfélögum síðastliðin ár.&#160; Jafnframt segir þetta okkur að þörfin fyrir nýjungar og umbætur í opinberri þjónustu er stöðugt til staðar.</span></p> <p><span>Nýsköpun í opinberum rekstri hefur líklega aldrei verið mikilvægari en nú. &#160;Öldrun þjóðarinnar kallar á bætta framleiðni og breyttar áherslur, umhverfismálin kalla á aukna þekkingu og meiri sveigjanleika og menntun skiptir sífellt meira máli. Tímarnir eru breyttir og úr grasi er að vaxa kynslóð sem nýtir upplýsinga- og samskiptatækni með nýjum hætti. Þessu kalli verða opinberir aðilar að svara með nýrri nálgun og nýjum aðferðum.</span></p> <p><span>Það er ljóst að notkun stafrænnar tækni mun halda áfram að gjörbylta samfélaginu og hið opinbera er alls ekki ónæmt fyrir þeirri þróun. Það er á ábyrgð opinberra aðila að nýta sér þá kosti og möguleika sem tæknin býður upp á.</span></p> <p><span>Það er mjög ánægjulegt að sjá hversu samstarfið hefur verið gott og samvinnan náin meðal þeirra aðila sem standa að þessum verðlaunum.&#160; Á síðastliðnum fjórum árum hafa þeir unnið hörðum höndum að því að</span> <span>draga athygli að nýsköpun og þróunarverkefnum í starfsemi hins opinbera.&#160; Þetta hefur skilað sér í því að nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu er orðin mun sýnilegri bæði hérlendis og erlendis.&#160; Stundum er þó</span> <span>svigrúm til nýsköpunar er ekki til staðar og það er ekki óþekkt að menn hafi áhyggjur af því að mistakast og sóa fjármunum.&#160; Þessi staða er ekki auðveld, okkur ber að fara vel með opinbera fjármuni en að sama skapi munum við ekki bæta þjónustuna eða ná fram betri nýtingu fjármuna nema að þróun og nýjungar komi þar við sögu.</span></p> <p><span>Árið 2013 voru sett fram markmið um</span> <span>eflingu nýsköpunar í opinberum rekstri og var m.a. gerður samningur við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála til að vinna að þessum markmiðum.&#160; Áhersla var lögð á að bæta nýtingu og meðferð almannafjár með því að styðja við og stuðla að nýsköpun í opinberum rekstri, auka getu stofnana til að efla þjónustu við almenning og stuðla að auknu samstarfi á sviði nýsköpunar á milli ríkisstofnana og aðila á einkamarkaði svo eitthvað sé nefnt.</span></p> <p><span>Þessi markmið eru í anda</span> <span>þeirra áherslna sem&#160; fjármála- og efnahagsráðuneytið, miðstöð nýsköpunar í ríkisrekstri, hefur sett fram í fjárlögum. Þar höfum við sagt að</span> <span>styðja þurfi við samstarf ríkisstofnana og einkaaðila á sviði ný­sköpunar og þróunar opinberrar þjónustu.&#160; Jafnframt viljum við að opinber þjónustu verði öflug og leiði til nýsköpunar svo að hún geti staðið standi undir væntingum og þörfum íbúa samf</span><span>élagsins.</span> <span>Liður í því að færast nær þessum markmiðum er að tryggja áframhaldandi samstarf við alla aðila, þar á meðal Stofnun stjórnsýslufræða, í framtíðinni.</span></p> <p><span>Þó að staða ríkissjóðs fari batnandi og að miklum árangri hafi verið náð með því að ná fram heildarjöfnuði í rekstri ríkisins þá megum við ekki gleyma okkur og hugsa sem svo það sé ekkert sem kalli á frekari þróun í þessum efnum. Þvert á móti tel ég fýsilegt að leggja áherslu á að leita nýrra lausna í ríkisrekstri og leggja þar áherslu á nýsköpun</span> <span>til að sporna við auknum og óþarfa útgjöldum.</span></p> <p><span>Það er einnig mikilvægt að aðgerðir ríkisvaldsins miði að því að bæta umhverfi atvinnulífsins. Þannig sé áherslan á að auka samkeppnishæfni þess, draga úr óþarfa kostnaði, ýta undir frekari framleiðni og skapa verðmæt störf á hinum almenna markaði. Markmið nýsköpunar í ríkisrekstrinum er einmitt meðal annars að draga úr kostnaði atvinnulífsins með markvissari notkun upplýsingatækninnar.&#160; Í því augnamiði stefnum við að því að halda áfram samstarfi við einkaaðila til að stuðla að framþróun og nýsköpun sem gagnist bæði atvinnulífinu og notendum opinberrar þjónustu.</span></p> <p><span>Góðir gestir.</span> <span>Þegar litið er yfir allar þær tilnefningar sem borist hafa til nýsköpunarverðlaunanna síðastliðin fjögur ár er ljóst að það er margt spennandi að gerast hjá hinu opinbera.&#160; Það sem einkennir tilnefningarnar í ár, fyrir utan fjölbreytileikann, eru mörg verkefni sem ætlað er að bæta stöðu barna og ungmenna.&#160;</span></p> <p><span>Það er ánægjulegt að sjá metnaðinn sem lagður er í að þróa verkefni í þeirra þágu, en tilnefnd eru verkefni sem leggja áherslu á betri menntun og aukna lestrarkunnáttu, nýjar kennsluaðferðir, heilsusamlegri mat handa börnunum okkar, fjölbreyttari menningu og markvissari aðferðir í velferðarmálum barna.</span></p> <p><span>Hér að lokum vil ég þakka enn aftur öllum þeim sem tóku þátt í þessu verkefni.&#160; Þessar 50 tilnefningar eru langt í frá að vera tæmandi listi yfir alla þá nýsköpun sem er að eiga sér stað innan hins opinbera en þær eru gott sýnishorn af því kröftuga og skapandi starfi sem unnið er undir þessum merkjum nýsköpunar. Ég óska öllum hér góðs gengis og ég vona að þið njótið dagsins og farið heim uppfull af fróðleik og hvatningu til frekari afreka.</span></p> <p>Takk fyrir.</p>

2015-01-13 00:00:0013. janúar 2015Ávarp fjármála- og efnahagsráðherra á Skattadegi Deloitte, 13. janúar 2015

<p></p> <p>Fundarstjóri, góðir fundarmenn.</p> <p></p> <p>Ég vil byrja á því að þakka fyrir að fá að ávarpa Skattadaginn. Það er ágætur siður að byrja nýtt ár á því að líta yfir nýlegar breytingar á skattalögum og ræða þær á vettvangi sem þessum. Erindi um skattstofna sveitarfélaga er áhugavert sér í lagi vegna samspils útsvarsins og tekjuskattsins sem ríkið leggur á og áhrif þessarar skattlagningar hins opinbera á tekjur einstaklinga þar sem ríkið greiðir í raun útsvar þeirra sem nýta persónuafslátt til að greiða útsvar að hluta eða fullu. Af þeim sökum hef ég svarað því þannig til, þegar ég hef verið spurður að því hvort ekki standi til að lækka skatta á lægstu laun, að spurningunni hljóti öðrum þræði að vera jafnframt beint að sveitarfélögunum í landinu og hvort ekki standi til að lækka útsvarið. En að tekjuskatti einstaklinga kem ég að betur seinna í ræðu minni.&#160; &#160;&#160;</p> <p></p> <p>Í upphafi kjörtímabilsins var lagt upp með þau grundvallaráform að lækka skatta og álögur á einstaklinga og fyrirtæki. &#160;Um leið vildum við bæta og einfalda skattkerfið, m.a. með endurskoðun þess frá öllum hliðum samhliða innleiðingu jákvæðra hvata á sem flestum sviðum. Skattar eiga að vera einfaldir, sanngjarnir og lágir þannig að fólk geti ráðstafað sem stærstum hluta af eigin tekjum í samræmi við þarfir sínar og langanir.</p> <p></p> <p>Fjölmargt hefur áunnist á þessu rúmlega eina og hálfa ári sem liðið er af kjörtímabilinu.</p> <p></p> <ul> <li><span>&#160; &#160; &#160;&#160;</span><span>Fyrsti áfangi í lækkun á tekjuskatti einstaklinga kom til framkvæmda í ársbyrjun 2014 sem áætlað var að myndi auka ráðstöfunartekjur þeirra um 5 mia.kr. á ári.</span><br /> </li> <li><span>&#160; &#160; &#160;&#160;</span><span>Lækkun tryggingagjalds í áföngum á tímabilinu 2014-2016 var samþykkt á haustþingi 2013. &#160;Þegar hún er að fullu komin til framkvæmda verða fjórir milljarðar eftir hjá fyrirtækjunum árlega, sem ella rynnu í ríkissjóð. Gerðar voru samhliða innbyrðis breytingar á samsetningu gjaldsins. Ég vil halda því til haga í umræðunni um tryggingagjald, sem menn segja að sé enn of hátt, að það hefur lækkað og við lögfestum strax 2013 brúttólækkun á tryggingagjaldinu.&#160;</span><br /> </li> <li><span>&#160; &#160; &#160;&#160;</span><span>Séreignarsparnaðarleiðin svokallaða sem er hluti af aðgerðum stjórnvalda vegna húsnæðisskulda heimilanna varð að veruleika.</span><br /> </li> <li><span>&#160; &#160; &#160;&#160;</span><span>Fjársýsluskattur lækkaði úr 6,75% í 5,5%.</span><br /> </li> <li><span>&#160; &#160; &#160; &#160;</span><span>Þá hefur löggjöf um stimpilgjald tekið stakkaskiptum til einföldunar og stimpilgjöld&#160; á veðskjölum felld niður til að einfalda fólki að endurfjármagna húsnæðislán sín.</span><br /> </li> <li><span>&#160; &#160; &#160; &#160;</span><span>Einnig er að rétt að nefna brotthvarf auðlegðarskatts sem féll úr gildi í árslok 2013 og var lagður á í síðasta sinn árið 2014. Skatturinn var á sínum tíma lagður á vegna óvenjulegra aðstæðna í ríkisfjármálum og átti eingöngu að vera tímabundinn. Sú ákvörðun var látin standa þótt það hafi einhverjum ekki þótt sjálfsagt eftir kosningar.&#160;</span><br /> </li> <li><span>&#160; &#160; &#160;&#160;</span><span>Við höfum breytt ýmsum reglum um tekjuskatt lögaðila og má þar til dæmis nefna brottfall hinnar svokölluðu 20/50 arðgreiðslureglu, reglur um afleiður og lögfestingu nýrra reglna um milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.</span><br /> </li> </ul> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p></p> <p>Samanlagt eru tekjuáhrif ýmissa skattalækkana á fyrsta ári kjörtímabilsins nálægt 25 ma.kr. þegar þær eru að fullu komnar til framkvæmda. Á móti þessum skattalækkunum vegur hækkun á bankaskatti og sérstaka fjársýsluskattinum sem leiða til þess að ríkissjóður fær þrátt fyrir allt auknar tekjur. Langmest áhrif hafa þar breytingarnar sem gerðar voru á skattalegri meðferð slitabúanna. Það er því rangt sem haldið hefur verið fram að stjórnvöld séu að kasta frá sér tekjustofnum.</p> <p></p> <p>Snemma árs 2014 setti ég af stað heildarendurskoðun á virðisaukaskattslöggjöfinni og almennu vörugjöldunum. Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að fyrsta áfanga í þeirri vinnu lauk með gildistöku ýmissa lagabreytinga nú um áramót, breytinga sem ég er mjög stoltur af að hafi orðið að veruleika. &#160;</p> <p></p> <p>Með þeim náðist afar mikilvægur áfangi í að einfalda íslenskt skattkerfi, auka vægi neysluskatta í tekjuöflun ríkissjóðs í stað tekjuskatta, auk þess sem lagður er grunnur að betri skattskilum til framtíðar. Minni munur milli skattþrepa og breiðari skattstofn virðisaukaskatts er lykillinn að því.</p> <p></p> <p>Afnám almenna vörugjaldsins samhliða þessum mikilvægu breytingum á virðisaukaskattinum er stórt skref og löngu tímabær aðgerð að afnema úrelta neyslustýringu á um 800 vöruflokkum án þess að stefna markmiðum um hallaus fjárlög í hættu. &#160;&#160;</p> <p></p> <p>Þá tel ég einnig nauðsynlegt að nefna úttekt sem ég óskaði eftir á stjórnsýslu skattamála með það fyrir augum að framkvæmd skattamála væri sem virkust. Úttektin leiddi í ljós að ýmislegt mætti bæta á vettvangi skattframkvæmdar. Fyrsta áfanga í endurbótum í þá veru er þegar lokið með sameiningu yfirskattanefndar og ríkistollanefndar og fleiri lagfæringum á löggjöf um yfirskattanefnd.</p> <p></p> <p>Brautin&#160; fyrir betra og einfaldara skattkerfi hefur þannig þegar verið rudd&#160; að hluta og við blasir að halda áfram á sömu braut út kjörtímabilið.</p> <p></p> <p>Af gefnu tilefni vil ég fjalla aðeins nánar um milliverðlagningarreglurnar sem nú hafa tekið gildi og eru eitt af umræðuefnum fundarins.</p> <p></p> <p>Ég beitti mér fyrir lögfestingu þessara reglna strax á árinu 2013. Lagabreytingarnar gengu í gildi 1. janúar 2014 og í framhaldi af lögfestingunni var ráðist í það verkefni að skrifa reglugerð með nánari útfærslu á þeim. Sú reglugerð var svo birt í lok síðasta árs og tók hún gildi þann 1. janúar sl. &#160;</p> <p></p> <p>Með nýju milliverðlagningarreglunum er stigið jákvætt skref fyrir íslenskt viðskiptalíf með innleiðingu sambærilegra reglna og gilda í öðrum ríkjum OECD. Reglurnar fela þó í sér auknar skyldur fyrir stærri fyrirtæki sem nú þurfa að uppfylla skjölunarskyldu vegna viðskipta sinna við tengda aðila.</p> <p></p> <p>Ég tel að þessar reglur hafi verið innleiddar og kynntar tiltölulega hægum skrefum með það að markmiði skapa skýrari leikreglur um verðlagningu milli tengdra aðila án þess að íþyngja viðskiptalífinu um of.</p> <p></p> <p>Ég vil að lokum vekja athygli á því að nú er til meðferðar hjá Alþingi stjórnarfrumvarp þar sem lagðar eru til breytingar á núgildandi milliverðlagningarreglum, með það að markmiði að draga úr þeirri byrði sem innlend fyrirtæki kunna að verða fyrir vegna skjölunarskyldu, þannig að íslensk fyrirtæki sem einungis eiga í viðskiptum við tengda aðila á Íslandi þurfi ekki að skjala slík viðskipti sérstaklega.</p> <p></p> <p>En þá að öðru sem framundan er.</p> <p></p> <p>Tímabært er nú að huga að breytingum á tekjuskatti einstaklinga og stefna að því að lækka skatta á einstaklinga, fækka skattþrepunum og skoða samhliða samspil tekjuskattskerfisins og bótakerfið. Það er ekki einfalt að fara í grundvallarbreytingar á þriggja þrepa tekjuskattskerfi, en vilji minn stendur til þess og að leita leiða til að draga úr flækjustiginu sem því fylgir, einkum vegna tekjutengingar bótakerfanna sem við höfum innleitt. Samspil þessara atriða geta leitt til jaðarskatta sem eru yfir 50 prósent.</p> <p></p> <p>Þetta vil ég taka til sérstakrar skoðunar með það að markmiði að hvatarnir sem ég nefndi í upphafi séu ávallt réttir og að kerfið letji fólk ekki til þess að leggja meira á sig og bæta kjör sín. Ég vonast að sjálfsögðu til þess að breytingar í þessa veru geti litið dagsins ljós sem allra fyrst. Þetta er eitt af þeim forgangsverkefnum sem unnið verður að í ráðuneytinu á þessu ári.</p> <p></p> <p>Endurskoðunin á lögum um virðisaukaskatt mun halda áfram og þegar liggur fyrir áætlun um framhald vinnunnar út þetta kjörtímabil sem ég mun kynna nánar innan tíðar. Helstu atriði sem koma til skoðunar eru reglur um kaup og sölu á&#160; rafrænni þjónustu til og frá útlöndum sem og byggingastarfsemi. &#160;</p> <p></p> <p>Skattlagning á bifreiðum og bifreiðaeldsneyti er svo svið sem ég tel brýnt að verði tekið til heildarendurskoðunar, ekki síst í ljósi þeirra öru tæknibreytinga sem orðið hafa og við blasa á næstu árum.</p> <p></p> <p>Þá tel ég nauðsynlegt að fara grannt yfir tollakerfið okkar í ljósi þeirra radda sem heyrast að álagning tolla geri það að verkum að íslensk verslun standi höllum fæti.</p> <p></p> <p>Að lokum nokkur orð um tryggingagjald. Eins og áður er komið fram hafa þegar verið samþykktar breytingar á tryggingagjaldi fram til ársins 2016 en ég vil ég þrátt fyrir þær breytingar sem við höfum gert taka það til frekari skoðunar. Það var um 3% af vergri landsframleiðslu árið 2006 en 2013 var það komið í um 4%. Við munum leita leiða til að lækka tryggingagjaldið eftir því sem ástandið í ríkisbúskapnum býður upp á. Það er eitt af stóru málunum fyrir atvinnulífið í landinu að halda því eins lágu og aðstæður bjóða upp á.</p> <p>Góðir fundarmenn. Ég þakka ykkur fyrir áheyrnina.</p>

2014-10-08 00:00:0008. október 2014Ræða fjármála- og efnahagsráðherra á ráðstefnunni ,,Leiðin úr höftum” í Háskóla Íslands

<div> <span>Ræða Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra á ráðstefnunni&#160;</span><span>,,Leiðin úr höftum”&#160; sem haldin var&#160;</span><span>í Háskóla Íslands 8. október 2014 og tileinkuð Jónasi Haralz.</span><br /> </div> <div> <br /> </div> <p>Ágætu fundargestir<br /> <br /> </p> <div> Í viljayfirlýsingu um áform íslenskra stjórnvalda vegna fjárhagslegrar fyrirgreiðslu hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum segir, að til að koma í veg fyrir öldu gjaldþrota og auka enn á þann samdrátt sem þegar var kominn fram, telji stjórnvöld það forgangsverkefni að Seðlabanki Íslands komi á stöðugleika í gengi krónunnar.&#160;<br /> Vegna skammtímaþrýstings á gengi krónunnar voru vextir hækkaðir, aðgangur að lánum hjá Seðlabankanum þrengdur, gjaldeyrisforðinn styrktur og höftum komið á.&#160;<br /> <br /> </div> <div> ,,Við gerum okkur ljóst að slík höft hafa talsverð neikvæð áhrif og hyggjumst afnema þau svo fljótt sem auðið er. Þau eru nauðsynleg til bráðabirgða þar til við höfum tryggt að stjórntæki peningamálastefnu okkar séu rétt stillt til að fást við mikla óvissu og skort á trausti í kjölfar bankahrunsins,” segir í yfirlýsingunni.&#160;<br /> Gildistími haftanna var í upphafi miðaður við samstarfsáætlun stjórnvalda og AGS og áttu þau samkvæmt því að gilda í tvö ár. Það fór sem fór. Ég tel að engan hafi órað fyrir því á þessum tíma að við yrðum hér sex árum síðar, enn í höftum. Nema hvað við höfum heldur hert á þeim.&#160;<br /> <br /> </div> <div> Í heimskreppunni í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar var höftum komið á til að verja krónuna og gjaldeyrisstöðu Landsbanka Íslands. Þau áttu auðvitað sömuleiðis að vera tímabundin en vörðu, þegar allt er talið, í 60 ár.&#160;<br /> Þegar ný gjaldeyrishöft voru borin undir dr. Jónaz Haralz í Fréttablaðinu haustið 2008 sagðist hann ekki hafa áhyggjur af því að við myndum fara inn í annað eins haftatímabil. Tímarnir væru breyttir og hugsunarhátturinn annar. Íslendingar ættu líka í fleiri hús að venda og hefðu Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að bakhjarli.<br /> <br /> </div> <div> Hann bætti að vísu við að við hefðum ekki gert neitt af okkur þegar höftum var komið á í fyrra sinnið, og mikið traust hefði verið borið til Íslendinga erlendis.<br /> <br /> </div> <div> Ég tel að þessi síðustu orð megi skoða í ljósi aðstæðna á þessum tíma, í lok nóvember 2008. Það er rétt að við áttum við margvísleg vandamál að stríða, höfðum fengið á okkur hryðjuverkalög, stóðum í milliríkjadeilu við vinaþjóðir og áttum mikið verk fyrir höndum til að endurvinna traust.&#160;<br /> <br /> </div> <div> En við, og aðrir, áttum einnig enn eftir að öðlast betri yfirsýn yfir þær efnahagslegu hamfarir sem dundu yfir um þetta leyti og teygðu anga sína víða um heim.&#160;<br /> <br /> </div> <div> Reyndar verður að setja fall bankanna, afleiðingar þess fyrir íslenskt efnahagslíf og viðbrögðin við því í mannlegt samhengi. Fyrir mína kynslóð, sem hafði siglt nokkuð lygnan sjó fram til þessa, var þetta allt að því óhugsandi áfall. Að horfa upp á stórlækkun eignaverðs og verulega hækkun skulda, fyrirtækin riða og sum hver falla og þurfa við hvert fótmál að taka nýtt skref inn í óvissuna var erfitt. Atvinnuöryggi var í raun og veru ekkert. Við bættist stjórnmálalegur óróleiki, sem endaði með minnihlutastjórn og svo loks kosningum til Alþingis vorið 2009. Í október 2008 þurrkuðust tólf ár úr Kauphöll Íslands. Úrvalsvísitalan fór á svipaðar slóðir og 1996.&#160;<br /> <br /> </div> <div> Við vitum öll að þetta var verulega erfitt fyrir allan almenning, fyrir þá sem þurftu að takast á við endurreisn fjármálakerfisins, fyrir stjórnkerfið og fyrir Alþingi. Það var ekki til nein handbók um viðbrögð við allsherjarhruni fjármálakerfis, ekki frekar en nú er til handbók um afnám hafta.<br /> <br /> </div> <div> Þá var gagnlegt að hlusta á menn eins og Jónas Haralz tala um söguna, rifja upp erfiðar aðstæður og vita að við höfðum áður tekist á við erfiðleika og komist í gegnum þá. Ég minnist þess að hafa ekið eftir Miklubrautinni eitthvert síðdegið á þessum tíma, og heyrt viðtal við Jónas í útvarpinu, þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að líklega hefði íslenskt efnahagslíf orðið fyrir erfiðara áfalli í lok sjöunda áratugarins, þegar síldin hvarf.&#160;<br /> <br /> </div> <div> Þetta var á einhvern einkennilegan hátt dálítið hughreystandi. Jónas var ekki að bæta böl með því að benda á annað verra, einungis að ræða staðreyndir. Á sjöunda áratugnum var íslenskt atvinnulíf mun fábrotnara og stoðirnar sem hægt var að styðjast við veikari þegar meiriháttar aflabrestur varð.&#160;<br /> <br /> </div> <div> Þótt bólan í fjármálakerfinu spryngi með hvelli árið 2008 áttum við mikilvægar auðlindir. Aðstæður í hafinu voru góðar, það fiskaðist vel og við fengum óvæntan happdrættisvinning í formi mikillar makrílgöngu inn í fiskveiðilögsöguna. Álverð hefði mátt vera hagstæðara, en við nutum samt sem áður ágætra útflutningstekna af orkufrekum iðnaði og höfðum byggt upp á því sviði árin á undan. Eftir stuttan samdrátt skömmu eftir efnahagshrunið tók ferðaþjónustan verulegan kipp og hefur notið veikara raungengis krónunnar, eins og aðrar útflutningsgreinar.&#160;<br /> <br /> </div> <div> Þegar hér er komið sögu, árið 2014, er raunin sú að við höfum náð snarpari og sterkari viðspyrnu en flestir áttu von á og fá dæmi um viðlíka viðsnúning hjá öðrum ríkjum. Engin vafi er á því í mínum huga að fyrir utan sterka innviði og vel menntað vinnuafl hefur afar sterk skuldastaða ríkisins í upphafi kreppunnar ásamt með sjálfstæðum gjaldmiðli skipt hér sköpum. &#160;<br /> <br /> </div> <div> - - -<br /> <br /> </div> <div> Ég hef ósjaldan rætt mikilvægi þess að losna undan höftum allt frá því að málið var kynnt fyrir mér sem þingmanni í stjórnarflokki haustið 2008, öll fjögur árin í stjórnarandstöðu og í síðustu alþingiskosningum. Um nauðsyn þess að afnema höft er í sjálfu sér lítill ágreiningur, en það er tekist á um leiðir og það hefur reynst nokkuð flókið að skilja þá krafta sem búa að baki höftunum.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Í margra huga eru höftin fyrst og fremst tengd uppgjöri slitabúa föllnu bankanna, en reyndin er sú að höftin hvíla á öllu efnahagslífinu. Á mér og ykkur, heimilum, fyrirtækjunum og lífeyrissjóðum. Öllum.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Vissulega eru venjuleg heimili alla jafna ekki í miklum fjármagsviðskiptum milli landa en það er hamlandi og tímafrekt fyrir alla þá sem rekast á höftin að sækja um undanþágur og með þeim er athafnafrelsi takmarkað. Viðskiptaráð Íslands hefur metið árlegan fórnarkostnað fyrirtækja í alþjóðlegri starfsemi í tugum milljarða. </div> <div> <br /> </div> <div> Það verður heldur ekki litið fram hjá því að höftin eru ákveðið varúðarmerki fyrir erlenda fjárfesta, ég hef stundum sagt að þau séu eins og skuggi yfir efnahagslífið, eða blikkandi ljós sem sýna að hér sé eitthvað að varast, og því er ekki nema von að erlendir fjárfestar velti fyrir sér hvort þeir eigi að treysta umhverfi sem virðist ekki treysta sér til að spjara sig án haftanna. Gildir hér einu þótt nýfjárfestingar séu undanþegnar. Tilvist haftanna ein og sér sendir skilaboð um að ekki sé allt eins og það eigi að vera. Það eitt að þurfa að útskýra hvernig haftareglurnar virka og að hér sé ekki um skuldavanda ríkisins að ræða, heldur greiðslujafnaðarvanda, það eitt að standa í þessu er til tjóns. - Því má bæta við hér að það er mín reynsla af samskiptum við ýmsa erlenda aðila að margir virðast hafa gefið sér að höft séu hér á landi vegna óviðráðanlegra ríkisskulda. &#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Til að skapa ákjósanleg skilyrði til afnáms hafta skiptir viðskiptajöfnuðurinn verulegu máli. Því þarf að líta til þess hvernig liðka megi fyrir undanþáguferlinu, draga úr skaðsemi haftanna á meðan þau vara, og ýta þannig undir frekari vöxt og viðgang gjaldeyrisskapandi starfsemi.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> - - - </div> <div> <br /> </div> <div> Ég held að það megi með sönnu segja að við stöndum nú á nokkrum tímamótum.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Í efnahagslífinu ríkir stöðugleiki. Hagvöxtur, betra atvinnuástand, lítil verðbólga og batnandi vaxtakjör á erlendum mörkuðum - allt er þetta góðs viti. Með markvissum aðgerðum hefur verið unnið gegn aflandskrónuvandanum og hefur krónustabbinn lækkað um helming frá haustinu 2008.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> En þótt helstu hagvísar séu góðir er nauðsynlegt að fara mjög varlega. Þetta er langt frá því að vera einfalt verkefni.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Meginatriði í mínum huga er að við höfum þegar tekið út þá erfiðu en nauðsynlegu aðlögun sem efnahagslífið – heimilin og fyrirtækin - þurftu að fara í gegnum. Þetta höfum við þegar gert. Raungengið lækkaði verulega og við þekkjum öll afleiðingarnar. Eigendaskipti að öllum stórum fyrirtækjum. Kosningarnar 2013, þegar næstum fimm ár voru liðin frá falli bankann - snerust að verulegum hluta um afleiðingar þessara hluta fyrir heimilin. Því segi ég: Við höfum þegar tekið á okkur verulegan skell og lausn á haftamálunum þurfa að taka mið af því. </div> <div> <br /> </div> <div> Þær þurfa því ekki einungis að vera efnahagslega raunhæfar heldur þurfa þær um leið að uppfylla sanngjarnar samfélagslegar væntingar um að ekki sé von á nýrri kollsteypu. Og þær þurfa einnig að vera pólitískt framkvæmanlegar.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> <span>Við verðum jafnframt að hafa augun opin fyrir ýmsum áhættuþáttum, vera við því búin að skjótt geti skipast veður í lofti þótt vel spái um þessar mundir. Byggja ekki lausnir okkar á of mikilli bjartsýni um að hlutir hér hljóti allir að þróast á besta veg næstu árin.&#160;</span> </div> <div> <span><br /> </span> </div> <div> <span>Þrátt fyrir takmarkanir haftanna búum við ekki í lokuðu hagkerfi og hagsmunir okkar eru nátengdir efnahagslegu ástandi og hagsveiflu helstu viðskiptalanda okkar. Þróun á erlendum fjármálamörkuðum getur haft áhrif á viðskiptakjör og vaxtakostnaður getur aukist. Það beinir enn frekar augum að mikilvægi þess að draga úr skuldum hins opinbera.&#160;</span> </div> <div> <span><br /> </span> </div> <div> <span>- - -</span> </div> <div> <span><br /> </span> </div> <div> <span>Á þessu ári, undanförnum mánuðum og reyndar frá því seint á síðasta ári, hefur mikil vinna farið fram í stjórnkerfinu, meðal annars í samstarfi við þá ráðgjafa sem kallaðir hafa verið að málinu, til að skoða alla fleti málsins og þróa lausnir. Ég geri þá kröfu að á yfirstandandi ári verði mikilvægum spurningum svarað til að hægt sé að taka næstu skref. Þær snúa meðal annars að því hvort raunhæft sé leysa málefni slitabúa án beinnar aðkomu stjórnvalda.&#160;</span> </div> <div> <span><br /> </span> </div> <div> <span>Við vinnum að þessu máli á grundvelli þess að skapa megi heildstæða lausn. Um leið og þjóðarhagsmunir verða lagðir til grundvallar þarf að sama skapi, við lausn þessa máls, að virða lög, alþjóðlegar skuldbindingar og tryggja jafnræði.&#160;</span> </div> <div> <span><br /> </span> </div> <div> <span>Allir sem áhuga hafa á þessu máli og hafa reynt að skilja það til botns gera sér grein fyrir því að einn vandasamasti þáttur málsins er að stuðla að því að eftir afnám hafta muni gengi krónunnar endurspegla raunhagkerfið. Þannig þarf greiðslujöfnuður að taka tillit til raungengismarkmiða.&#160;</span> </div> <div> <span><br /> </span> </div> <div> <span>Þetta tengist því sem ég sagði áðan um að við viljum búa þannig um hnútana að við þurfum ekki að taka aðra kollsteypu.&#160;</span> </div> <div> <span><br /> </span> </div> <div> <span>Aðgerðir sem taka minni tíma, eru einfaldari og lágmarka lagalega áhættu verða teknar fram yfir flóknari, og einstakar aðgerðir munu þurfa að samrýmast heildarlausninni.</span> </div> <div> <span><br /> </span> </div> <div> <span>Ef þeir sem sækjast eftir undanþágum frá fjármagnshöftunum leggja ekki fram raunhæfar hugmyndir til að mæta þessum sjónarmiðum og fleirum sem enn er unnið að, liggur fyrir að forgangsraða verður í þágu raunhagkerfisins.&#160;</span> </div> <div> <span><br /> </span> </div> <div> <span>Með öðrum orðum þýðir þetta það að næstu skref í afnámi verða ætíð tekin með hagsmuni heimila og fyrirtækja að leiðarljósi.&#160;</span> </div> <div> <span><br /> </span> </div> <div> <span>Viðbrögð einstakra aðila, sem hér eiga mikla hagsmuni undir, eiga ekki að tefja skynsamlegar tilslakanir á höftum, sem eru afar brýnar fyrir frekari vöxt íslensks efnahagslífs og forsenda eðlilegs viðskiptaumhverfis landsins.</span> </div> <div> <span><br /> </span> </div> <div> <span>Að því sögðu tek ég fram að við erum með eyrun opin og hlustum á allar uppbyggilegar hugmyndir, sem menn hafa ekki endilega látið sér detta í hug innan stjórnkerfisins, - við hlustum á tillögur að undanþágum sem þjóna því markmiði að bæta hagkerfið og skila okkur fram á við.</span> </div> <div> <span><br /> </span> </div> <div> <span>Fyrir þá sem ábyrgð bera á framgangi málsins er að síðustu mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það verður ekki hægt að reikna út allar mögulegar útkomur, eyða allri áhættu og sjá fyrir hegðun fjárfesta langt fram í tímann. Þess vegna þarf, þegar fullnægjandi undirbúningur hefur farið fram, einfaldlega að taka ákvörðun.&#160;</span> </div> <div> <span><br /> </span> </div> <div> <span>Á endanum snýst þetta mál um bestu mögulegu niðurstöðu fyrir hagsæld íslensku þjóðarinnar í bráð og lengd og undir þeim formerkjum verður áfram unnið ötullega að afnámi gjaldeyrishaftanna.&#160;</span><br /> </div>

2014-05-28 00:00:0028. maí 2014Ræða fjármála- og efnahagsráðherra á ársfundi Fjármálaeftirlitsins

<div class="single-news__big-image"><figure>Bjarni Benediktsson</figure></div> <p>Ræða fjármála- og efnahagsráðherra á ársfundi Fjármálaeftirlitsins, 28. maí 2014:</p> <p>&nbsp;</p> <p>Stjórnarformaður FME, forstjóri og aðrir fundargestir.</p> <p>Þegar síðasti ársfundur Fjármálareftirlitsins var haldinn, fyrir sléttu ári, var ríkisstjórnin fimm daga gömul. Við skiptingu verka milli ráðuneyta voru málefni fjármálamarkaðarins færð til fjármála- og efnahagsráðuneytisins.&nbsp; Sú hugsun bjó þar að baki að umgjörð fjármálamarkaðarins er mikilvægt efnahagsmál sem fer best með öðrum þáttum hagstjórnarinnar.</p> <p>Nú eru liðin hátt í sex ár frá hruni fjármálakerfisins og miklar breytingar hafa átt sér stað. Vissulega voru þær mestar í upphafi, en Fjármálaeftirlitið hefur vakað yfir hverju skrefi. Það er mikils virði fyrir íslenskt fjármálakerfi að FME hafi í farteskinu reynslu af því að eiga við slíkar aðstæður.</p> <p>Um leið þarf að líta fram á veginn og huga að því í þróun starfseminnar sem best hentar þjóðarhag til lengri tíma.&nbsp; Ljóst er að það alþjóðlega bankakerfi sem byggt var upp hér fyrir hrun, skapaði fjölda starfa og skilaði tímabundið tekjum í þjóðarbúið, en það hafði sem skuggahlið gríðarlega áhættu fyrir landsmenn.&nbsp; Sú áhætta kom á gjalddaga haustið 2008.</p> <p>Við eigum að stefna að því að byggja hér á landi öflugt fjármálakerfi, sem getur með myndarlegum hætti þjónustað íslensk heimili og fyrirtæki, og stutt við heilbrigðan vöxt hagkerfisins, en um leið eigum við að forðast áhættusækna starfsemi, einkum þegar áhættan einangrast ekki við þá sem til hennar stofna.</p> <p>Við höfum öll dregið mikinn lærdóm af síðustu árum. Meðal annars um mikilvægi þess að hafa umgjörð um starfsemi banka sem gerir það að verkum að kostnaður af erfiðleikum og falli þeirra lendi á eigendum og lánveitendum bankanna en ekki almenningi. Í því sambandi er nýtt regluverk um aukið og bætt eigið fé banka auk nýrrar umgjarðar fyrir skilameðferð banka mikilvæg.</p> <p>Að auki þurfum við að líta til reynslu undanfarinna ára hvað varðar tímalengd slita fjármálafyrirtækja og eftirlit með virkum eignarhlut.</p> <p>Það er alls óviðunandi að stór hluti íslenska bankakerfisins sé til lengri tíma í höndum aðila sem hafa engin áform um að vera langtímafjárfestar á íslenskum bankamarkaði, heldur þvert á móti hafa lýst því yfir að þeir vilji hverfa á braut með áhættufé sitt sem fyrst. &nbsp;</p> <p>Góðir fundarmenn</p> <p>Fátt er jafnmikilvægt fyrir íslenskan fjármálamarkað og losun fjármagnshafta. Umfangsmikill undirbúningur hefur staðið yfir undanfarna mánuði fyrir þá vinnu. Nú er svo komið að tekin hefur verið ákvörðun um að ráða sérstaka framkvæmdastjórn um losun fjármagnshafta. Þetta felur í sér mikla breytingu, en hingað til hefur fjöldi fólks verið í fullu starfi við að fylgja eftir höftunum og tryggja rétta framkvæmd þeirra, en strangt tiltekið aðeins einn haft losun þeirra að meginstarfi. Framkvæmdastjórninni verða fengnir erlendir ráðgjafar sem vinna munu með stjórnvöldum að því að skilgreina nánar þau efnahagslegu viðmið sem þurfa að liggja til grundvallar þegar ákvarðanir verða teknar um næstu skref.&nbsp; Þar er einkum verið að horfa til skilyrða fyrir undanþágum frá höftunum, meðferð aflandskróna og áhrifa annarra þátta á greiðslujöfnuð landsins næstu árin.</p> <p>Í almennri umræðu um fjármagnshöft ber iðulega á því að rætt sé sérstaklega um stöðu slitabúanna og möguleika þeirra til að greiða kröfuhöfum út eignir.&nbsp; Minna er gert úr möguleikum hins almenna íslendings til sérlausna - heimilanna, fyrirtækjanna, lífeyrissjóðanna og allra hinna sem eru fastir í þessum sömu höftum og slitabúin.&nbsp; Þetta ber með sér að kröfuhafahópum hafi orðið nokkuð ágengt í því að telja fólki trú um, að skjót og farsæl lausn fyrir slitabúin gagnist heildarhagsmunum okkar.&nbsp; Fjölmiðlar spyrja sjaldnast um áhrif haftanna á heimilin og fyrirtækin en þeim mun oftar um hvort samtal hafi átt sér stað við kröfuhafa.&nbsp; Þeir virðast lítt uppteknir af stöðunni fyrir íslenskan almenning ef vanhugsaðar undanþágur yrðu veittar erlendum áhættufjárfestum.</p> <p>Heildarhagsmunir okkar liggja umfram allt í því að þróa heildstæða lausn sem skilur ekki íslenskan almenning eftir í súpunni þegar tilteknir aðilar hafa sótt það af gjaldeyri sem þeim nægir.&nbsp; Jafnræði er lykilhugtak hér.&nbsp; Að áhættu sé dreift og enginn fái sérlausn.</p> <p>Vissulega er eftirsóknarvert að flýta eins og unnt er lausn á málinu en það væri glapræði að skipta á skjótri lausn og efnahagslegum stöðugleika.&nbsp; Sjálfur hef ég oftar en einu sinni talað fyrir því að ég vildi lausn fyrr en síðar.&nbsp; Það hefur þó ávallt verið háð því að réttu skilyrðin væru til staðar. &nbsp; Fram til þessa hafa væntingar slitabúanna verið óraunhæfar.&nbsp;</p> <p>Verkefnið er að tryggja, að samhliða afnámi gjaldeyrishaftanna séu lífskjör í landinu varin, að jafnræði gildi og að þeim mikla árangri sem þegar hefur náðst verði ekki varpað fyrir róða að ástæðulausu.&nbsp;</p> <p>Segja má að við stöndum á tvenns konar krossgötum:</p> <p>Í kjölfar fjármálakreppunnar hafa áherslur á alþjóðavettvangi hvað varðar málefni fjármálamarkaða breyst. Auknar kröfur eru gerðar um samþættingu eftirlits með einstaka markaðsaðilum annars vegar og markaðnum í heild hins vegar.</p> <p>Þessi samþætting birtist skýrt í nýju, evrópsku regluverki sem gefur tækifæri til að beita nýjum stýritækjum. Þessi stýritæki hafa í senn áhrif á einstaka fjármálastofnanir og fjármála- og hagkerfið í heild. Alþingi brást við þessari þróun með því að samþykkja lög um fjármálastöðugleikaráð fyrir þinglok. Unnið er að því í fjármála- og efnahagsráðuneytinu að undirbúa starfsemi ráðsins, en vænta má fyrsta fundar þess síðla sumars.</p> <p>Í ljósi alls þessa umróts og breyttra krafna hef ég falið nefnd sem vinnur að heildarendurskoðun á lögum um Seðlabankann að skoða hvort ástæða sé til að gera breytingar á skipulagi fjármálamarkaðar og Fjármálaeftirlitsins í því skyni að efla samstarf og skýra verkaskiptingu milli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Nefndin fer í þá skoðun með opnum huga og hagsmuni íslensks efnahagslífs að leiðarljósi.</p> <p>Verulegar breytingar hafa orðið á umgjörð fjármálamarkaða í Evrópu undanfarin ár. Þessar breytingar taka bæði mið af eðlisbreytingu Evrópusambandsins eftir samþykkt Lissabon-samningsins árið 2009 og lærdómum evrópskra stofnana í kjölfar fjármálakreppunnar. Aðildarríki Evrópusambandsins hafa ákveðið að framselja í auknu mæli völd til sérstakra eftirlitsstofnana á fjármálamarkaði; stofnana sem EES-ríkin standa utan og samræmast illa eðli EES-samningsins.</p> <p>EES/EFTA-ríkin hafa leitað lausna á þessum vanda undanfarin ár með það að markmiði að tryggja virkni innri markaðarins. Það skiptir EFTA/EES-ríkin miklu máli að lausn fáist á þessum vanda en slík lausn verður annars vegar að rúmast innan heimilda stjórnarskráa EFTA-ríkjanna og hins vegar að byggja á grundvallarþáttum EES-samningsins. Í þessu sambandi heyri ég oft kallað á breytingar á stjórnarskránni en það er mikil einföldun á málinu. Ekkert ríki sem ég þekki til væri reiðubúið að framselja jafn víðtæk völd og hér um ræðir til alþjóðlegrar stofnunar sem það á ekki fulla aðilda að.</p> <p>Við munum halda áfram að leita lausnar á þessum vanda sem rúmast innan stjórnarskrárinnar og EES-samningsins&nbsp; og við hyggjumst gera þær breytingar sem nauðsynlegar eru í góðu samstarfi við Evrópusambandið. Hver sem útkoman verður er ljóst, að miklar breytingar felast í nýrri umgjörð fyrir Fjármálaeftirlitið. Nýja umgjörðin krefst hvoru tveggja í senn aukinnar einsleitni regluverks á innri markaðnum og svigrúms þjóðríkjanna til þess að beita þjóðhagsvarúðartækjum og stífari kröfum þar sem við á. Hið nýja landslag krefst því aukinnar samhæfingar, bæði við önnur EES-ríki og við aðrar þær stofnanir sem koma að málefnum fjármálamarkaðarins, ekki síst Seðlabankann og ráðuneytið.&nbsp;</p> <p>Nýlegar tillögur um framtíð Íbúðalánasjóðs og nýja umgjörð á íbúðalánamarkaði marka vatnaskil. Byggja á aðkomu ríkisvaldsins að þessum markaði á góðri greiningu á hugsanlegum markaðsbrestum, en ekki á mismunandi áherslum ólíkra stjórnmálastefna á hverjum tíma.</p> <p>Allar þær tillögur sem komið hafa fram þurfa að taka mið af því lagaumhverfi sem hér gildir um starfsemi fjármálafyrirtækja. Áður en ráðist verður &nbsp;í veigamiklar breytingar á kerfinu þyrfti að kanna hvort ná mætti markmiðum annars vegar í gegnum lög um sértryggð skuldabréf og hins vegar veðlánalög sem unnið er að í ráðuneytinu.</p> <p>Að öllu þessu sögðu er ljóst að Fjármálaeftirlitsins bíða mörg og margvísleg verkefni á næstu árum. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka stjórn, forstjóra og starfsfólki vel unnin störf og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni.</p>

2014-05-20 00:00:0020. maí 2014Ávarp fjármála- og efnahagsráðherra á ársfundi Landsvirkjunar

<p>Ávarp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Landsvirkjunar 20. maí 2014:<br /> <br /> Það eru forréttindi okkar Íslendinga að eiga og reka fyrirtæki eins og Landsvirkjun, sem nýtir gæði náttúrunnar &nbsp;á umhverfisvænan hátt í þágu okkar allra. Á næsta ári fögnum við hálfrar aldar afmæli Landsvirkjunar sem hefur í gegnum áratugina vaxið og dafnað með þjóðinni um leið og ýmis viðhorf og gildi hafa breyst.&nbsp;</p> <div> </div> <div> Áhersla Landsvirkjunar nú, á að starfa í sátt við umhverfi og samfélag er til fyrirmyndar. &nbsp;Viðhorf í þeim efnum hafa tekið miklum breytingum frá stofnun fyrirtækisins. &nbsp;Framkvæmdir frá fyrri tíð virðast stundum í l´josi dagsins, í ljósi nútímans, hafa verið unnar af miklu kappi en ef til vill minni forsjá þegar kom að því að vernda náttúruna og það sem í henni hrærðist. </div> <div> </div> <div> Umhverfismat var ekki í lög fest og fáir höfðu hugsað út í slíkt þegar Efra-Sogið var stíflað árið 1959 og Steingrímsstöð byggð, með þeim afleiðingum að árfarvegurinn þurrkaðist upp og hrygningasvæðin eyðilögðust fyrir einstakan stofn stórurriða, svonefndan ísaldarurriða. Ég nefni í fyrsta lagi vegna þess að við vorum að fjalla um þetta í þinginu í síðustu viku, en einnig til marks um breytt viðhorf og hagsmunamat, því nú á tímum myndi engum detta í hug að fara fram með slíkum hætti. &nbsp;Enda hefur Landsvirkjun í millitíðinni gripið til ráðstafana og tryggt lágmarksrennsli í Efra-Sogi til að styðja við uppbyggingu stofnsins að nýju.&nbsp; </div> <div> </div> <div> Það var í þeim sama anda sem Alþingi samþykkti ályktun í síðustu viku um endurheimt ísaldarurriðans. </div> <div> </div> <div> Samkvæmt tillögunni er ríkisstjórninni falið að tryggja gerð fiskvegar úr Þingvallavatni í Efra-Sog í samræmi við stefnumörkun þjóðgarðs á Þingvöllum 2004–2024. Samhliða því verði ráðist í endurbætur á fornum hrygningarstöðvum ísaldarurriðans í efri hluta árinnar, og fyrir mynni hennar, til að stuðla að farsælli endurheimt stofnsins. </div> <div> </div> <div> Eins og áður segir hefur Landsvirkjun nú þegar brugðist jákvætt við kröfum um aðgerðir til að vernda og treysta tilvist urriðans með því að veita vatni um gamla árfarveginn og er vatnsmagnið nægt til að standa undir verulegri seiðaframleiðslu. </div> <div> </div> <div> Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum sem ég gæti nefnt hér til vitnis um framgang þeirrar stefnu sem Landsvirkjun leggur nú til grundvallar starfsemi sinni og framkvæmdum - að starfa í sátt við umhverfi og samfélag. </div> <div> </div> <div> Ég veit að hér á eftir verður sérstaklega rætt um fjárhagslega afkomu og stöðu fyrirtækisins. Landsvirkjun hefur þurft að takast á við miklar áskoranir í erfiðu árferði eins og flest íslensk fyrirtæki. &nbsp;Við slíkar aðstæður reynir á þann mikla mannauð sem félagið býr yfir. &nbsp;Þeir sem hafa notað tækifærið nú þegar og eru kannski þrátt fyrir aðvörunarorð fundarstjóra komnir í símana að skoða ársskýrslu Landsvirkjunar, &nbsp;sjá að leiðarljósið er ráðdeild og ábyrgð í rekstri og að leitast er við að draga úr áhættu með því að greiða niður skuldir. Árið í fyrra var gott rekstrarár fyrir Landsvirkjun, þótt heildarafkoman sé með tapi vegna áhrifa lækkandi álverðs. </div> <div> </div> <div> Það minnir okkur á að það er mikilvægt til framtíðar og eftirsóknarvert að þjónusta enn fjölbreyttari starfsemi og dreifa með því áhættunni í rekstrinum. &nbsp;Fagnaðarefni er að fjárfestar í ýmis konar orkufrekum iðnaði hafa lýst áhuga á að hefja starfsemi hér á landi. Og nú er svo komið að hagspár eru beinlínis farnar að gera ráð fyrir því að þær áætlanir raungerist á næstu árum með margvíslegum jákvæðum áhrifum á hagkerfið í heild sinni. </div> <div> </div> <div> Við eigum mikil sóknarfæri í orkunni. Aukin meðvitund um uppruna orkunnar og endurnýjanlega orkugjafa, sem og aukin eftirspurn í löndunum í kringum okkur eru þættir sem hafa mikla þýðingu. Við njótum þess að vera með áreiðanlegt framboð á orku og hagstætt verð í langtímasamningum. Það gefur okkur ákveðið forskot en á sama tíma er brýnt að við gerum okkur grein fyrir því að verðmæti afurðarinnar er mikið og verðleggjum hana með langtímahagsmuni okkar í huga og í samræmi við eftirspurn.&nbsp; </div> <div> </div> <div> Sæstrengur hefur verið talsvert áberandi í umræðunni hér á landi undanfarin misseri, þó sú umræða sé reyndar ekki alveg ný af nálinni. Það er þó varla fyrr en á síðustu árum sem flutningur orku um langa vegalengd á hafsbotni hefur orðið tæknilega raunhæfur eða efnahagslega raunhæfur, ekki síður. Áhugi erlendra fjárfesta og erlendra ríkja á því að kaupa héðan orku hefur enn á ný opnað augu okkar fyrir því hversu mikil verðmæti felast í vatnsföllum og jarðvarma hér á landi. Mörg nágrannaríkja okkar þurfa að búa við sveiflur í verði á jarðefnaeldsneyti og orkuskortur er að verða raunverulegt vandamál víða í Evrópu. </div> <div> </div> <div> Athugun á tækifærum til sölu raforku um sæstreng hefur sýnt að slíkt verkefni gæti orðið verulega ábatasamt fyrir þjóðarbúið. &nbsp;En þetta mál er ekki bara einfalt reikningsdæmi. &nbsp;Á því eru margar hliðar sem ber að skoða ofan í kjölinn:&nbsp;- Hver verða áhrifin á möguleika okkar til áframhaldandi uppbyggingar í orkufrekum iðnaði á Íslandi til skamms og langs tíma?&nbsp;- Hvaðan ætti orkan að koma og mun skapast fullnægjandi sátt, nauðsynleg sátt um nýtingarkostina? &nbsp;- Hver verða áhrifin á orkuverðið, á orkumarkaðinn á Íslandi?&nbsp;- Hvaða fjárfestingar eru nauðsynlegar í innviðum innanlands vegna hugmyndarinnar og hvernig á að haga eignarhaldi og rekstri á sæstrengnum sjálfum ef til kemur? Hverjar eru horfurnar á orkumörkuðum þar sem strengurinn myndi taka land? </div> <div> Nú þegar hefur verið unnið að úttekt á framangreindum álitamálum og þótt enn sé ekki tímabært að taka af skarið um hugmyndina, eigum við ekki að draga það of lengi. </div> <div> </div> <div> Sæstrengur gæti verið liður í frekari uppbyggingu landsins og mikilvægur framtíðarviðskiptavinur Landsvirkjunar. &nbsp;<br /> Að því sögðu hljótum við alltaf að vera sammála um að það er heildarmat á áhrifum hugmyndarinnar sem ætti að ráða niðurstöðunni og sala orku um sæstreng ætti að koma til skoðunar á þeirri forsendu um fram allt að hún bæti lífskjör þjóðarinnar. </div> <div> </div> <div> Málið er stórt og allir vita að ekki síst við þær aðstæður sem við búum við í dag er það mikilvægt og ég tel rétt að hafa þennan kost með á teikniborðinu þegar við drögum upp þær mismunandi myndir sem gætu orðið grundvöllur að framtíðarsýn Íslands næstu tvo áratugina. </div> <div> </div> <div> Ég minntist hér áðan á góðan árangur stjórnenda Landsvirkjunar og hið ábyrga markmið þeirra um að bæta skuldastöðu fyrirtækisins. Landsvirkjun býr að því að eiga ríkissjóð sem traustan bakhjarl. Það er samt sem áður svo að það er mikilvægt að Landsvirkjun standi til boða alþjóðlega samkeppnishæf kjör án ríkisábyrgðar - og að lokum hljótum við að stefna að því að afnema ríkisábyrgðina.&nbsp;<br /> Hugsanlegt er að liður í að hraða því ferli væri að fá meðeigendur að félaginu. Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni. </div> <div> </div> <div> Elsta aflstöðin í safni Landsvirkjunar var gangsett á fjórða áratugnum en sú nýjasta í mars á þessu ári. Vafalaust var ekki hlaupið að því að koma Ljósafossvirkjun á fót á sínum tíma, en aðstæður voru heldur ekki auðveldar þegar framkvæmdir hófust fyrir alvöru við Búðarhálsvirkjun árið 2010.&nbsp; </div> <div> </div> <div> Það þarf enginn að fara í neinar grafgötur með það hversu miklu það skipti fyrir íslenskt efnahags- og atvinnulíf að fara í svo stóra framkvæmd, þegar fjárfestingarstigið var við frostmark. Þau 900 ársverk sem féllu til við byggingu virkjunarinnar voru mikilvæg innspýting fyrir atvinnulífið. Þar var haldið vel á spöðunum, í framkvæmdalegu og efnahagslegu tilliti, þar sem áætlanir stóðust og markmið um sátt við umhverfi og samfélag náðust. Sú sátt endurspeglast í hönnun mannvirkjanna, sem falla einstaklega vel inn í landslagið, endurspeglast einnig í viðleitni til að raska umhverfi sem minnst og mótvægisaðgerðum til að bæta fyrir gróðurland sem fer undir vatn. </div> <div> </div> <div> Við Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, fengum það ánægjulega hlutverk að ræsa vélar stöðvarinnar og fundum glöggt fyrir kraftinum í vatninu, sem er ekki einungis verðmætt í sjálfu sér, heldur gerir okkur kleift að skapa enn meiri verðmæti og breikka undirstöður atvinnulífsins. </div> <div> </div> <div> Þannig sé ég hlutverk Landsvirkjunar, sem kröftugrar og mikilvægrar stoðar í verðmætasköpun landsins og grundvöll að enn frekari efnahagslegum styrk og bættum lífskjörum þjóðarinnar um ókomin ár. </div> <div> </div> <div> Það er rétt að minnast í lokin sérstaklega á glæsilega ársskýrslu Landsvirkjunar, sem í þetta sinn kemur einungis út rafrænt og felur í sér margar skemmtilegar nýjungar sem gera umfjöllun um starf fyrirtækisins bæði upplýsandi og lifandi. &nbsp;Það er mikilvægt ekki síst fyrir fyrirtæki eins og Landsvirkjun að vera opið og aðgengilegt og tel ég að með þessu sé farin góð leið til að auðvelda fólki aðgang að greinargóðum upplýsingum um starfsemina. </div> <div> </div> <div> Að lokum þakka ég stjórnendum og starfsfólki Landsvirkjunar fyrir vel unnið starf og óska þeim velfarnaðar í öllum sínum verkefnum á komandi árum.<br /> <br /> <br /> <br /> </div>

2014-03-27 00:00:0027. mars 2014Ræða fjármálaráðherra á ársfundi Seðlabanka Íslands

<p><em>Ræða fjármála- og efnahagsráðherra á ársfundi Seðlabanka Íslands, 27. mars 2014.</em></p> <p>Það er mér sérstaklega ánægjulegt að fá tækifæri til að ræða um íslenskt efnahagslíf í víðu samhengi hér í dag. Hlutverk Seðlabankans við stjórn peningamála er þar mikilvægt og leggur bankinn sitt af mörkum við uppbyggingu og viðhald þess stöðugleika sem okkur er svo mikilvægur.</p> <p>Einn helsti akkilesarhæll íslenskra efnahagsmála í gegnum áratugina hefur verið afar sveiflukennt hagkerfi. Ein fisktegund breytir hegðun sinni og syndir inn eða út úr lögsögunni&nbsp; eða gefur eftir gagnvart öðrum í endalausri leit náttúrunnar að jafnvægi - og hagsveiflan fylgir með. Það á að vera markmið okkar að nýta uppsveiflurnar vel og reyna að dreifa áhrifum þeirra inn í framtíðina til að vinna á móti samdrættinum þegar hann kemur.</p> <p>Við erum enn að glíma við ýmsar afleiðingar efnahagsáfallsins, en það er engu að síður tímabært að við förum að búa okkur undir að vinna á móti þenslu til að tryggja varanlegan stöðugleika.</p> <p>Þetta er ánægjulegt verkefni, sem grundvallast á þeirri staðreynd að hér var 3,3% hagvöxtur á síðasta ári og að seðlabankinn spáir að meðaltali 3,1% hagvexti næstu þrjú árin. Vinnumarkaðurinn er að jafna sig og samkvæmt nýjustu tölum var atvinnuleysi í febrúar rétt um 4%.</p> <p>Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði bera vott miklum og góðum vilja til að verja kaupmátt launa með því að gera samninga sem tryggja raunverulegar launahækkanir, en ekki einungis tölur á blaði sem svo brenna upp í verðbólgubáli. Þessi ábyrga afstaða vinnumarkaðarins hefur skilað sér, bæði hvað varðar verðbólguspár og væntingavísitölu, en hún hækkar verulega samkvæmt nýjustu mælingum.</p> <p>Það er vor í lofti í íslensku efnahagslífi.</p> <p>Að því sögðu er rétt að hafa í huga að íslenska vorið getur verið hverfult og oft eru blikur á lofti. Fjármagnshöftin sem komið var á fyrir rúmum fimm árum varpa skugga á landið. Þau eru óvenjuleg í hagkerfi sem okkar, sem byggir afkomu sína á frjálsum viðskiptum og óhindruðum samskiptum við helstu markaðssvæði heimsins.</p> <p>* * *</p> <p>Afnám haftanna er lykilatriði í því að treysta samkeppnishæfni og viðskiptafrelsi Íslands á ný. Það eru ekki einungis kröfuhafar föllnu bankanna sem hér sitja í höftum, þótt oft séu þeir mest áberandi í umræðunni. Höftin hvíla á öllu efnahagslífinu, á fyrirtækjum, lífeyrissjóðum og einstaklingum. Þau vinna gegn möguleikum á því að dreifa áhættu og meðan þau vara getum við ekki tekið þátt í alþjóðlegu viðskiptalífi á eðlilegum forsendum og missum því af ýmsum tækifærum til vaxtar.</p> <p>Ýmis skref hafa verið stigin til þess að skapa jafnt og þétt aðstæður til þess að unnt verði að lyfta höftunum. Ríkisfjármál hafa verið tekin föstum tökum og miklum hallarekstri snúið í afgang. Höftum á fjármagnsflutninga til landsins hefur verið aflétt og búin til sérstök fjárfestingarleið til að laða að erlent fjármagn. Lífeyrissjóðir hafa komið með umtalsverða erlenda fjármuni til landsins, Seðlabankinn hefur notað gjaldeyrisforðann í einstökum viðskiptum til að létta af þrýstingi og ríkissjóður hefur rutt brautina með erlendum skuldabréfaútgáfum og þannig opnað á möguleika innlendra aðila til erlendrar fjármögnunar.</p> <p>Íslendingar hafa jafnframt búið við helst til lágt raungengi í sögulegu samhengi síðustu fimm ár og mun lægra fjárfestingarstig en þekkst hefur, sem hefur skilað sér í samanlögðum viðskiptaafgangi við útlönd sem nemur um fjórðungi af landsframleiðslu á þessu tímabili. Það eru ansi snögg umskipti hjá þjóð sem hafði áður búið við áratuga langan halla af viðskiptum við útlönd.</p> <p>En þrátt fyrir allar þessar aðgerðir eru heimili og atvinnulíf á Íslandi enn föst í spennitreyju haftanna og raungengi krónunnar helst lágt með tilheyrandi áhrifum á lífskjör. Af fréttaflutningi fyrr á þessu ári mátti ráða að spennitreyjan væri til komin vegna þess að Ísland væri úti í kuldanum á erlendum fjármálamörkuðum vegna ágreinings íslenskra stjórnvalda við erlenda kröfuhafa. Sú fullyrðing á sér enga stoð í veruleikanum.</p> <p>Vaxtaálag sem skuldabréf ríkissjóðs útgefin í bandaríkjadal bera hefur heldur lækkað undanfarið, sem er afar jákvætt. Alþjóðlegu lánshæfisfyrirtækin meta horfur stöðugar og hitamælar alþjóðlegra fjármálamarkaða sýna síður en svo kulda gagnvart Íslandi. Aðgangur ríkissjóðs að erlendum lánamörkuðum er þvert á móti góður um þessari mundir.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur sett afnám hafta í algeran forgang og þar skiptir uppgjör slitabúa gömlu bankanna miklu máli. Íslensk stjórnvöld eru ekki í neinum beinum viðræðum við kröfuhafa gömlu bankanna, enda eiga þeir kröfur á innlend fjármálafyrirtæki í slitameðferð, en ekki á íslenska ríkið. Það er á ábyrgð slitastjórna og kröfuhafa bankanna að leita eftir nauðasamningum um uppgjör þeirra sín á milli og hvorki Seðlabankinn né stjórnvöld hafa beina aðkomu að gerð samninganna sjálfra. Hlutverk stjórnvalda er aftur á móti að sjá til þess að að þær undanþágur frá höftunum sem slitabúin sækjast eftir vegna útgreiðslna til kröfuhafa hafi ekki neikvæð áhrif á þjóðarbúið og þar með þá sem eftir sitja.</p> <p>Vandi slitabúanna og möguleg neikvæð áhrif þeirra á stöðugleika efnahagslífsins er meðal helstu ástæðna þess að hægt hefur gengið að afnema fjármagnshöftin. Því er mjög brýnt fyrir Ísland að þetta mál leysist farsællega. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt um að ég er samt sem áður bjartsýnn á að stíga megi stór skref á þessu ári sem auðvelda afnám haftanna og tel að þess sjáist ýmis merki að væntingar um útgreiðslu krónueigna í gjaldeyri séu hófstilltari en til þessa.</p> <p>Það er samt sem áður rétt að hafa í huga að líftími slitabúanna getur ekki verið endalaus. Erlendis eru dæmi um að veittur sé 3 ára frestur, t.d. í Bandaríkjunum, til að ljúka slitum, sem hægt er að framlengja í allt að 5 ár samtals við sérstakar aðstæður. Gömlu bankarnir hafa nú þegar verið meira en 5 ár í slitaferli. Ef kröfuhafarnir ná ekki að ljúka nauðasamningum er ekki annað að gera en að fara með búin í gjaldþrot.</p> <p>Að auki verður að taka fram, að það að eignarhald íslenskra fjármálafyrirtækja sé með þeim hætti sem verið hefur, er ástand sem getur ekki orðið viðvarandi, óháð fjármagnshöftum.</p> <p>* * *<br /> Ríkisstjórnin sem tók við völdum fyrir tæpu ári setti sér það markmið að vinna hratt að því að ná tökum á ríkisfjármálunum. Fyrstu mánuðirnir fóru í að greina veikleika í áætlanagerð og rekstri hins opinbera sem voru allnokkrir þegar við tókum við. Skuldsetning er of mikil og við lögðum mikla áherslu á að stöðva sjálfvirka skuldasöfnun ríkisins. Það höfum við gert með hallalausum fjárlögum fyrir árið 2014, þeim fyrstu í sex ár.</p> <p>Það má í raun fullyrða að lækkun skulda hins opinbera sé eitt helsta grunnstef efnhagsstefnunnar og það er varla hægt að orða þá hugsun hvernig staða Íslands hefði verið haustið 2008 ef íslenska ríkið hefði ekki verið nálægt því að vera skuldlaust.</p> <p>***<br /> Lítið hagkerfi eins og okkar, sem er viðkvæmt fyrir utanaðkomandi sveiflum þarf að setja sér metnaðarfull markmið um litla skuldsetningu og leggja áherslu á langtímasýn í opinberum fjármálum. Að því er stefnt í nýjum frumvarpi um opinber fjármál sem ríkisstjórnin afgreiddi á fundi sínum í morgun. Þar eru lengri áætlanir og fastmótaðri stefnumörkun lögð til grundvallar, auk strangra fjármálareglna.</p> <p>Meðal markmiðanna er að afkoma ríkisins verði ætíð jákvæð innan hvers fimm ára tímabils og árlegur halli fari ekki&nbsp; yfir 2,5% af landsframleiðslu. Innleitt verður skuldaþak sem nemur 45% af landsframleiðslu, að frátöldum lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum en að viðbættum sjóðum og bankainnstæðum. Fela reglurnar jafnframt í sér leiðbeiningar um það hvernig settu skuldamarkmiði verður náð. Við samþykkt frumvarpsins verður innleiddur mun meiri agi við stjórn ríkisfjármála.</p> <p>***<br /> Fyrir Alþingi liggur einnig frumvarp til laga um fjármálastöðugleikaráð, sem leysa á af hólmi nefnd um fjármálastöðugleika, sem er nú vettvangur samráðs, upplýsingaskipta og tillögugerðar vegna fjármálastöðugleika og samhæfingar viðbúnaðar við hugsanlegu fjármálaáfalli.</p> <p>Með ákvæðum frumvarpsins er brugðist við einni þeirra meginveilna sem í ljós komu í kjölfar fjármálakreppunnar, þ.e. skorti á tengslum heildar- og eindaeftirlits á fjármálamörkuðum sem leiddi til þess að enginn einn aðili hafði heildaryfirsýn yfir stöðu fjármálakerfisins.</p> <p>Í frumvarpinu er lagt til að settur verði á stofn formlegur vettvangur stjórnvalda sem hafa á yfirsýn yfir stöðu og þróun fjármálamarkaðar og þeim vettvangi skapaður formlegur lagalegur grunnur.</p> <p>Gerð er tillaga um stofnun annars vegar fjármálastöðugleikaráðs og hins vegar kerfisáhættunefndar sem undirbýr umfjöllun fjármálastöðugleikaráðs.</p> <p>Hvorki fjármálastöðugleikaráði né kerfisáhættunefnd er ætlað að hrófla við sjálfstæði Seðlabanka Íslands eða Fjármálaeftirlitsins, en af fenginni reynslu hérlendis sem erlendis má ætla að áföll á fjármálamarkaði kalli á beina eða óbeina aðkomu ríkissjóðs. Er því nauðsynlegt að viðbrögð við slíkum áföllum verði undir forustu þess ráðherra sem fer með fjárreiður ríkisins.</p> <p>Verði þessi frumvörp tvö að lögum, annars vegar um opinber fjármál og hins vegar um fjármálastöðugleikaráð munu þau styrkja umgjörð efnahagsstjórnarinnar til frambúðar.</p> <p>* * *<br /> Vinnuhópur sem fjármálaráðuneyti og Seðlabanki Íslands komu á fót hefur um nokkurra missera skeið unnið að endurskoðun á fjárhagslegum samskiptum ríkissjóðs og bankans. Meðal þess sem hópurinn tók til skoðunar voru reglur um ráðstöfun árlegs hagnaðar Seðlabankans og mat á eigin fé bankans. Hópurinn hafði til hliðsjónar sérfræðiskýrslur, ráðgjöf utanaðkomandi sérfræðinga og samsvarandi löggjöf í nágrannaríkjum.</p> <p>Aðilar eru sammála um að núgildandi viðmið um eigið fé og fyrirkomulag um ráðstöfun hagnaðar SÍ tryggi ekki nægilega fjárhagslegt sjálfstæði bankans og að þau geti jafnvel í sumum tilvikum gengið gegn markmiðum peningastefnunnar. Þannig geti komið til greiðslu hagnaðar til ríkissjóðs þrátt fyrir að eiginfjárstaðan sé talin ófullnægjandi. Á sama hátt gæti núverandi umgjörð sömuleiðis leitt til þess að eiginfjárstaða SÍ yrði mun sterkari en þörf er á.</p> <p>Greining sem gerð var á fjármagnsskipan og eiginfjárstöðu bankans sýnir að hægt er að viðhalda sambærilegum eiginfjárstyrk bankans og áður en draga að sama skapi úr innborguðu eigin fé. Áætlað er að þeim fjámunum verði varið til að lækka það skuldabréf sem ríkissjóður gaf út til að styrkja eigið fé bankans í kjölfar veðtapa sem bankinn varð fyrir við fall fjármálafyrirtækja. Samhliða hefur verið endursamið um skilmála skuldabréfsins á grundvelli þess samnings sem gerður var um s.l. áramót. Skuldabréfið mun bera óverðtryggða vexti sem taka mið af innlánsvöxtum Seðlabankans og verður með föstum afborgunakjörum til 29 ára.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Meginsjónarmið sem horft var til við smíði nýrrar reglu um eigið fé og arðgreiðslur voru að efla fjárhagslegt sjálfstæði Seðlabankans, að nýta það fjármagn sem ríkissjóður hefur yfir að ráða og að færa fjárhagsleg samskipti ríkissjóðs og bankans í varanlegra horf. Þessum markmiðum verði náð með því að haga efnahagsreikningi bankans þannig að tekjur af vaxtaberandi eignum nægi fyrir rekstrarkostnaði að teknu tilliti til óvaxtaberandi skulda og að eigið féð endurspegli þá áhættu sem bankinn stendur frammi fyrir hverju sinni.</p> <p>Ábati af nýrri eiginfjár- og arðgreiðslureglu er að trúverðugleiki peningastefnunnar eykst þar sem reglan eflir trú markaðsaðila á fjárhagslegu sjálfstæði bankans og möguleikum hans til að framkvæma nauðsynlegar peningamálaaðgerðir. Betri ráðstöfun fjármuna leiðir einnig til lægri skulda ríkissjóðs og þ.a.l. minni vaxtakostnaðar. Þá verða fjárhagsleg samskipti ríkissjóðs og bankans gegnsærri, formlegri og ábyrgari.</p> <p>Verið er að leggja lokahönd á lagafrumvarp sem tekur til þeirra breytinga sem lagðar eru til á eiginfjárviðmiðum og arðgreiðslum bankans. Áformað er að það frumvarp verði lagt fyrir Alþingi á allra næstu dögum.&nbsp;&nbsp;</p> <p>* * *<br /> Nokkur reynsla hefur nú fengist á þá skipan sem ákveðin var með þeim breytingum sem gerðar voru á lögum um Seðlabanka Íslands í febrúar 2009, en þær vörðuðu fyrst og fremst skipan yfirstjórnar bankans og peningastefnunefnd, sem komið var á með þeim lögum. Að auki hefur hlutverk Seðlabankans tekið veigamiklum breytingum í kjölfar hruns fjármálakerfisins 2008 og bankinn hefur tekist á hendur verkefni sem hann ekki hafði áður. Það er tímabært að leggja mat á þær breytingar, auk þess sem rík ástæða er til að endurmeta ýmsa aðra þætti í starfsemi Seðlabanka Íslands í kjölfar þess umbrotatíma sem að baki er.</p> <p>Í þessu skyni hef ég ákveðið að skipa nefnd um heildarendurskoðun laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Nefndin skal gaumgæfa þróun á starfsemi annarra seðlabanka og löggjöf á sviði peningamála og efnahagsstjórnunar með það að markmiði að treysta trúverðugleika og sjálfstæði bankans og traust á íslenskum efnahagsmálum. Með hliðsjón af því umróti sem orðið hefur á fjármálamörkuðum á undanförnum árum skal nefndin einnig skoða hvort ástæða sé til að gera breytingar á skipulagi fjármálamarkaðar og Fjármálaeftirlitsins í því skyni að efla samstarf og skýra verkaskiptingu milli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans.</p> <p>* * *<br /> Ágætu fundargestir.</p> <p>Ég hef trú á því að Íslands sé á réttri leið. Til þess benda hefðbundnir hagvísar en um leið og ég fagna því vil ég að við höfum í huga fyrri uppgangstíma og búum okkur undir að beita ýtrustu varfærni við stjórn efnahagsmála.</p> <p>Við eigum að temja okkur að búa í haginn fyrir framtíðina, í stórum sem smáum atriðum. Þannig lítum við á hluta þeirra úrræða sem við kynntum í gær til að aðstoða fólk við að lækka höfuðstól húsnæðislána sinna, þar sem þeim sem ekki eiga nú þegar íbúð verður boðinn skattafsláttur ef þeir kjósa að nota séreignarsparnað við kaup á húsnæði. Hér áður fyrr vorum við með húsnæðissparnaðarreikninga og skyldusparnað og reynt var að stuðla að því að fólk drægi ekki skuldasængina upp fyrir höfuð þegar það keypti sér íbúð.</p> <p>Nú er ekki um að ræða neina skyldu til að spara fyrir útborgun, einungis hvata, en ég tel að þetta geti hjálpað til við ákveðna hugarfarsbreytingu þegar kemur að fasteignakaupum.<br /> Þessi hugsun á einnig að ríkja við stjórn opinberra fjármála. Við eigum að temja okkur aga og yfirsýn, gera áætlanir sem er ætlað að standa til lengri tíma og ekki gefa neinn afslátt af þeirri kröfu að nýta opinbert fé á sem bestan og máta, en ég held að allir geti verið sammála um að greiðsla himinhárra vaxtagjalda falli ekki undir þá skilgreiningu.</p> <p>Fyrirsjáanleiki, varfærni, stöðugleiki og agi eru leiðarstef efnahagsstefnu þessarar ríkisstjórnar og við vitum að við deilum þessari sýn með helstu stofnunum ríkisvaldsins sem koma að því að verja fjármálastöðugleikann. Ég er því bjartsýnn á að okkur takist það ætlunarverk okkar að skapa hér samfélag þar sem hæfilegur vöxtur og aukinn stöðugleiki verða grundvöllur batnandi lífskjara um langa framtíð.<br /> - Sígandi lukka er best.</p> <p>Að síðustu þakka ég bankaráði, seðlabankastjóra og starfsliði bankans fyrir vel unnin störf.</p> <p>&nbsp;</p>

2014-01-17 00:00:0017. janúar 2014Ræða fjármála- og efnhagsráðherra á fundi Grænlensk-íslenska viðskiptaráðsins

<p align="left">Ræða Bjarna Benediktssonar á fundi á vegum Grænlensk-íslenska viðskiptaráðsins 15. janúar 2014. Ræðan er á ensku.</p> <p align="right">Talað orð gildir/Spoken word prevails</p> <p>&#160;</p> <p>Esteemed colleague, Vittus Qujaukitsoq, Minister of Finance of Greenland –&#160; Dear participants:&#160; I would like to thank the Greenlandic-Icelandic Chamber of Commerce for arranging and calling this meeting.&#160; The role of the Chamber of Commerce is to promote trade and economic co-operation between our countries, and at the present time it is even more urgent than ever to strengthen and expand the good relations between these countries.</p> <p>Relations between Greenland and Iceland rest on a solid foundation.&#160; The two countries are close neighbours in the North Atlantic, and both countries are, each in its own way, outposts of civilisation and culture in this region.&#160; The connection between the two countries is also permanently enshrined in Iceland's literary legacy.&#160; Ari Fróði's Íslendingabók includes an account of the arrival of Erik the Red and other Nordic settlers in Greenland in the tenth century.&#160; The voyagers settled on the western coast of Greenland, more or less in direct continuation of the settlement of Iceland from Norway.&#160; They were of course preceded by the ancestors of today's Greenlanders, who embody one of the most impressive and admirable manifestations of the resourcefulness and adaptability of the human race. The struggle for life and co-habitation with nature in Greenland was no easy matter without the support of modern technology and modern equipment.</p> <p>The voyages of the Nordic explorers to Greenland and Vinland are recounted in the Saga of the Greenlanders and the Saga of Erik the Red.&#160; The Book of the Greenlanders recounts the story of the discovery of America, and archaeological finds in L'Anse aux Meadows in Newfoundland are believed to have confirmed this account.</p> <p>&#160;The voyages to Greenland stopped in the early fifteenth century, and when explorers arrived in Greenland two centuries later they found only the ruins of old farmhouses. The fate of the settlers in Greenland remains a mystery.</p> <p>I am recalling these historical facts because I believe they are important and because we need to focus increased attention on promoting cultural relations between our countries.&#160; Doing so would enhance our mutual knowledge and understanding of one and other and this would be an important element of strengthening our co-operation.</p> <p>The current relations between Greenland and Iceland are based, to be sure, on mutual interests and respect between closely linked friendly nations. However, despite the geographical proximity, these relation have been less prominent than they should have been.&#160; Possibly, the principal reason for this lies in the lack of regular transportation.&#160; Most people probably do not realise that the shortest distance between Iceland and Greenland is only about 290 km – about a three hours' drive on a good Icelandic road – and the distance between Nuuk and Reykjavik is 1430 km.</p> <p>Scheduled flights between the two countries have increased greatly in recent years and there is a desire among airline operators of both countries to increase them still further.&#160;</p> <p>Just a few years ago, Icelanders had to fly to Copenhagen and then back across the Atlantic to Greenland.&#160; This is now a thing of the past.&#160; There are now five flights each week in the summer between the capital cities of the two countries.&#160;</p> <p>I am mentioning transportation because I believe that it is a factor that has to be taken into account in any discussions about strengthening business and cultural relations between the two countries.&#160; In this context, the question of maritime transportation also needs to be addressed.&#160; In my opinion, closer co-operation on maritime transportation is of equal importance as air transport.&#160; This applies both to traditional shipping of consumer merchandise and goods, including marine products, for external markets and also to other shipping which is foreseeable in the near future.&#160; I am referring to the economic changes that will result from global warming and the receding ice in the Arctic Ocean.</p> <p>It is urgent for us to work together on research and on finding solutions to the challenges that will come with the warming of our environment.&#160; It is evident that there will be changes in the biosphere. Fish stocks will migrate further north, bringing new opportunities but also threatening an ecology that has survived in the equilibrium of the climate of past centuries.&#160; The survival of the populations and their culture will face dangers.&#160; These two opposing factors will need to be assessed in context and with judiciousness.</p> <p>Interest in the Arctic region has increased in recent years.&#160; Tourism has grown rapidly in Iceland, as in Greenland, fuelled by the unique features of the two countries.&#160; To give an example, the largest national park in the world is located in north-eastern Greenland, and the largest national park of Europe is located in Iceland.&#160; There is an old anecdote about a famous entrepreneur in Iceland who tried to sell the Northern Lights to foreigners – and now this has happened, although indirectly, as tourists flock to Iceland to experience the strong emotions aroused by the spectacle of the Aurora Borealis. Also, arrivals of cruising liners has proven a strong source of income for many of the ports around Iceland, with about 93,000 passengers visiting Iceland last year.&#160; Increased co-operation between Greenland and Iceland in marketing the Arctic based on their geographic and cultural features would strengthen both countries.</p> <p>In addition to co-operation in culture, the arts and the creative industries, I believe it is important to strengthen our co-operation in innovation and economic development.&#160; Research and innovation are flourishing in Iceland, following a surge in growth in the years of economic straits since 2008.&#160; I believe that Iceland and Greenland should explore the possibilities of developing their co-operation in research and innovation with the aim of deriving maximum benefits for economic and social progress.&#160; I am referring, among other things to eco innovation and health sciences, both fields of significant and rapid development.&#160; Also worth mentioning are research and development relating to environmentally sound sources of energy, for which there is great need in both countries, and also research into the future development of agriculture and fisheries.</p> <p>Dear participants:&#160; The opportunities for these neighbours of the north are endless.&#160; We are facing changed times which will present us with new opportunities, but also challenges to our traditional ways of life and our cultures.&#160; We need to respond to these opportunities and challenges – and the best way to do so is to combine and co-ordinate our efforts.&#160; Increased mutual knowledge of our cultures and ways of life are the key to fruitful co-operation.&#160; This meeting is an important step in setting the course that we need to take – and the Greenlandic-Icelandic Chamber of Commerce is an excellent venue to launch our efforts.&#160;<br /> </p>

2013-11-29 00:00:0029. nóvember 2013Framsöguræða fjármála- og efnahagsráðherra við fyrstu umræðu um frumvarp til fjáraukalaga fyrir 2013

<p>Virðulegur forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2013. Með frumvarpinu er lögð fyrir Alþingi endurskoðuð tekjuáætlun og tillögur um breytingar á fjárheimildum ýmissa fjárlagaliða á árinu 2013 í samræmi við endurmat á helstu forsendum fjárlaga og framvindu ríkisfjármálanna. Tillögurnar í frumvarpinu taka einnig eftir atvikum mið af nýrri lagasetningu, óvissum og ófyrirséðum útgjöldum og ákvörðunum ríkisstjórnarinnar um ný útgjöld.<br /> </p> <p>Í fjárlögum ársins 2013 var áætlað að 3,7 milljarða halli yrði á rekstri ríkissjóðs á árinu á rekstrargrunni en að frumjöfnuður yrði jákvæður um 60,2 milljarða kr. Sú áætlun hefur nú verið endurskoðuð með hliðsjón af þjóðhagsspá sem Hagstofan birti í lok júní og í ljósi nýrra upplýsinga um þróun tekjustofna og útgjalda helstu málaflokka frá þeim tíma.<br /> </p> <p>Þetta endurmat felur í sér breytingar á nokkrum helstu stærðum ríkisfjármálanna frá fyrri áætlun. Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu er nú gert ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs verði 555,6 milljarðar kr. á rekstrargrunni og heildargjöld 581,1 milljarður kr. Þannig verði heildarjöfnuður ársins neikvæður um 25,5 milljarða kr. og þar með 21,8 milljörðum lakari en gert var ráð fyrir í gildandi fjárlögum. Þarna gætir þó áhrifa af tæplega 7 milljarða kr. bata í vaxtajöfnuði þannig að frumjöfnuður verður að því frátöldu 28,7 milljörðum kr. verri en samkvæmt fjárlögum.<br /> Þannig er gert ráð fyrir að frumjöfnuður gæti orðið jákvæður sem nemur um 31,6 milljörðum kr., þ.e. sem svarar til um 2% af vergri landsframleiðslu. Samkvæmt þessari áætlun eru því horfur á að afgangur á frumjöfnuði verði nærri helmingi lægri á rekstrargrunni á þessu ári en gert var ráð fyrir í fjárlögum.<br /> </p> <p>Á greiðslugrunni er afkoman að öðru jöfnu nokkru lakari, einkum sökum mismunar á álögðum og innheimtum ríkistekjum. Nú minnkar sá munur og er reiknað með að heildarafkoman verði neikvæð um rúmlega 35 milljarða kr. á þann mælikvarða.<br /> </p> <p>Ég vek athygli á að fjárheimildir sem sótt er um í þessu frumvarpi fara ekki að öllu leyti saman við áætlaða útgjaldaútkomu ársins eins og nánar er greint frá í umfjöllun um útgjaldahorfur fyrir yfirstandandi ár í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 og að nokkru er vikið að í greinargerð með frumvarpinu sjálfu.<br /> </p> <p>Á rekstrargrunni er áætlað að heildargjöld ársins eins og þau muni birtast í ríkisreikningi verði í reynd 5,6 milljörðum kr. hærri en þær fjárheimildir sem sótt er um í frumvarpinu. Skýrist það einkum af því að í mati á endanlegri útkomu ársins, eins og áætlað er að hún verði í ríkisreikningi, getur verið reiknað með umframútgjöldum sem ekki eru gerðar tillögur um í frumvarpinu. Vitað er af einstaka veikleikum í rekstri ríkisins, hjá einstökum stofnunum, sem mun þurfa að gjaldfæra á þessu ári þegar það verður gert upp í ríkisreikningi. Eins hafa einstaka stofnanir flutt með sér uppsafnaðar fjárheimildir frá fyrri árum sem einnig þarf að taka með í þessu samhengi.<br /> </p> <p>Er því talið að heildarjöfnuður verði neikvæður um 31,1 milljarð miðað við áætlaða útkomu ársins eins og hún muni birtast í ríkisreikningi, en eins og áður segir 25,5 milljarða miðað við fjárheimildir sem sótt er um í þessu frumvarpi.<br /> Í frumvarpinu er almennt gengið út frá niðurstöðum miðað við fjárheimildirnar sem í því felast fremur en endurmetinni áætlun um útkomu ársins nema annað sé tekið fram.<br /> </p> <p>Áður en vikið er að tekjuáætlun og gjaldahlið er rétt að koma inn á hlutverk fjáraukalaga og frávik frá fjárlögum. Með setningu laga um fjárreiður ríkisins árið 1997 markaði Alþingi skýra stefnu um hlutverk og efni fjáraukalaga. Í því felst að gert er ráð fyrir að allar fyrirsjáanlegar fjárráðstafanir komi fram í fjárlögum en að í fjáraukalögum innan fjárhagsársins verði leitað eftir heimildum fyrir þeim fjárráðstöfunum sem ekki var hægt að sjá fyrir við afgreiðslu fjárlaga.<br /> Er slíkum ráðstöfunum fyrst og fremst ætlað að taka til óhjákvæmilegra málefna, einkum til ófyrirséðra atvika eins og áhrifa nýrra kjarasamninga eða nýrrar löggjafar á árinu. Þeim er ekki ætlað að ná til áforma um ný verkefni, aukins umfangs starfsemi eða til dæmis rekstrarhalla einstakra ríkisstofnana umfram setta útgjaldaramma á árinu. Raunin hefur hins vegar orðið sú að frá því að fjárreiðulögin voru sett á sínum tíma að frávik frá heildargjöldum í fjáraukalögum flest árin hafa verið yfir 5% af veltu á rekstrargrunni og sum árin nálgast 10%. Þegar uppgjör í ríkisreikningi hefur farið fram hafa frávikin yfirleitt reynst vera meiri, oftar nær 10% og jafnvel allt að 15%. Mikilvægt er að sporna við þessari tilhneigingu með því að beita agaðri vinnubrögðum við gerð og framfylgd fjárlaga.</p> <p><br /> Hér er rétt að geta þess að aukið aðhald í ríkisfjármálum sem innleiða þurfti í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 hefur stuðlað að talsvert bættu verklagi að þessu leyti undanfarin ár. Þannig er meðaltal frávika á árabilinu 2009–2013 liðlega 1,5%. Fjáraukalögin fyrir árið 2011 skera sig þar úr. Þá var frávikið nálægt 6% af frumgjöldum í fjárlögum ársins en þar af var hátt í helmingurinn vegna mjög verulegra hækkana á lífeyris- og atvinnuleysisbótum og launakjörum ríkisstarfsmanna í kjölfar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði á því ári. Hins vegar er gert ráð fyrir því að frávikið á útgjaldahlið fjárlaga verði það minnsta á tímabilinu samkvæmt þessu frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2013.</p> <p><br /> Ljóst er að breytingar á tekjuhlið frumvarpsins eru töluverðar. Tekjur ríkissjóðs eru umtalsvert lakari en áætlað var í fjárlögum, sem svarar til nálægt 24 milljörðum kr. Er nú áætlað að heildartekjur ársins 2013 verði 555,6 milljarðar kr. í stað 579,4 milljarða kr. Þar skiptir miklu að gangur efnahagslífsins á árinu 2013 hefur verið hægari en lagt var upp með þegar fjárlög voru afgreidd á Alþingi í desember 2012.</p> <p><br /> Í forsendum fjárlaga fyrir árið 2013 var spáð 2,5% hagvexti og 4,1% verðbólgu að meðaltali milli áranna 2012 og 2013. Sú mynd er nú verulega breytt þar sem Hagstofan lækkaði í júní mat sitt á hagvexti ársins í 1,7%. Verðbólguhorfur eru hins vegar lítið breyttar. Þetta þýðir, herra forseti, með öðrum orðum að þróun raunstærða hefur orðið önnur en lagt var upp með í fjárlögum 2013 og umsvif í hagkerfinu hafa verið minni á flestum sviðum en vonast hafði verið til. Þessi breytta mynd er svo staðfest af innheimtu skatta það sem af er árinu 2013, en þar kemur fram tilsvarandi frávik frá áætlun. Margir stöðugir tekjustofnar hafa sýnt viðvarandi neikvætt frávik miðað við áætlun á fyrstu sjö til átta mánuðum ársins. Samanlagt er nú reiknað með að veikari efnahagsforsendur lækki tekjuáætlun ársins 2013 um 11,6 milljarða kr.<br /> Þá hafa forsendur um aukna tekjuöflun af sérstöku veiðigjaldi lækkað um 3,2 milljarða kr. og um 0,5 milljarða vegna virðisaukaskatts á hótel- og gistináttaþjónustu. Áform í fjárlögum um 4 milljarða kr. tekjur af söluhagnaði af eignasölu munu ekki ganga eftir og einnig er gert ráð fyrir að arðgreiðslur til ríkisins lækki um 1,2 milljarða kr. miðað við áætlanir.<br /> </p> <p>Loks má nefna að breytingar á mörkuðum tekjustofnum, t.d. með niðurlagningu fóðursjóðs og lækkun framlags Happdrættis Háskóla Íslands, lækka tekjuhliðina um 2 milljarða kr. Þar sem tekjurnar eru markaðar dregur lækkunin jafn mikið úr útgjöldum og hefur hið síðastnefnda engin áhrif á afkomu ríkissjóðs.</p> <p><br /> Í þessu frumvarpi eru gerðar tillögur um breytingar á fjárheimildum vegna breyttra útgjaldaskuldbindinga. Þær eiga að stærstum hluta rætur að rekja til áhrifa af endurmati á ýmsum kerfislægum útgjaldaþáttum, svo sem útstreymi sjúkratrygginga og bóta og breytinga sem orðið hafa á forsendum ýmissa áætlana, t.d. um vaxtakostnað ríkisins og fjárhagsstöðu Íbúðalánasjóðs.</p> <p><br /> Samkvæmt þessu endurmati lækka heildarútgjöld í frumvarpinu um 1,9 milljarða miðað við gildandi fjárlög. Frumútgjöld hækka á hinn bóginn um 5,5 milljarða kr. en mismunurinn skýrist af bata í vaxtajöfnuði ríkissjóðs. Gangi þessi niðurstaða eftir verður frávikið á útgjaldahliðinni frá fjárlögum með minnsta móti og er það til marks um þá aðhaldssemi sem beitt var við undirbúning frumvarpsins.</p> <p><br /> Breytingar á útgjöldunum skiptast þannig að ýmsar útgjaldaskuldbindingar aukast um 13 milljarða kr. umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. Á móti vegur lækkun annarra útgjaldaskuldbindinga sem nemur samtals 8 milljörðum kr. og því til viðbótar lækkun vaxtagjalda um 7,5 milljarða kr.</p> <p><br /> Stærsti einstaki útgjaldaliðurinn til hækkunar í frumvarpinu er áformað 4,5 milljarða kr. rekstrarframlag til Íbúðalánasjóðs vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sjóðsins. Hér er um að ræða fjárheimild sem tekur mið af fyrirliggjandi greiningu og áætlunum en hún verður endurskoðuð á næstunni á grundvelli nýrra upplýsinga sem verður aflað frá sjóðnum og áforma um aðgerðir í málefnum hans.</p> <p><br /> Aðrir þættir sem valda hvað mestum útgjöldum umfram fjárlög eru endurmat á útgjöldum til sjúkratrygginga sem nemur um 1,4 milljörðum kr. og fjárheimildir til heilbrigðisstofnana upp á um 1,2 milljarða kr. vegna jafnlaunaátaks sem tekin var ákvörðun um fyrr á árinu.</p> <p><br /> Útgjöld almannatrygginga aukast einnig um 1,2 milljarða frá því sem reiknað var með. Þá eru horfur á að lífeyrisskuldbindingar verði 750 millj. kr. hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir vegna áhrifa kjarasamninga og launaþróunar á eftirlaunarétt lífeyrisþega.</p> <p><br /> Á móti auknum útgjöldum vegur hins vegar lækkun ýmissa útgjalda sem horfur eru á að hafi verið ofmetin í fjárlögum 2013 eða að forsendur þeirra áætlana hafa breyst. Við því er brugðist. Þar vegur þyngst 7,5 milljarða kr. lækkun vaxtagjalda en hún á að stærstum hluta rætur að rekja til breytingar á skuldabréfi til Seðlabanka Íslands sem ráðgert var að hefðu áhrif á árinu 2013 en þau áform hafa ekki gengið eftir. Þannig voru vaxtagjöld í reynd ofáætluð sem þessu nam. Þá er einnig gert ráð fyrir því í frumvarpinu að fallið verði frá ófjármögnuðum framlögum til verkefna innan svonefndrar fjárfestingaráætlunar í fjárlögum 2013 sem svara til nálægt 4 milljarða kr.</p> <p><br /> Útgjöld vegna vaxtabóta lækka talsvert, þ.e. um nærri 2 milljarða kr. miðað við endurmat á grundvelli álagningar opinberra gjalda, bæði árin 2012 og 2013.</p> <p><br /> Eins og áður var vakin athygli á er í þessu frumvarpi fjallað um breytingar á fjárheimildum fremur en áætlaða útkomu ársins, líkt og í kafla um útgjaldahorfur ársins 2013 í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014. Útgjaldatölur ársins 2013 í frumvörpunum eru því ekki að öllu leyti þær sömu en á rekstrargrunni er áætlað að heildargjöld ársins eins og þau muni birtast í ríkisreikningi verði í reynd 5,6 milljörðum kr. hærri en þær fjárheimildir sem sótt er um í frumvarpinu líkt og ég gat um áðan. Í frumvarpinu lækka greiðsluheimildir tæpum 2 milljörðum kr. meira en fjárheimildir á rekstrargrunni og það skýrist að stærstum hluta af því sem áður er nefnt sem er mismunur áfallinna og greiddra vaxtagjalda.</p> <p><br /> Ég vík einnig að endurskoðaðri áætlun um sjóðstreymi ríkissjóðs miðað við niðurstöður frumvarpsins. Hún felur í sér nokkrar breytingar frá fjárlögum. Reiknað er með að handbært fé frá rekstri verði neikvætt um 35,5 milljarða kr. og að hreinn lánsfjárjöfnuður verði neikvæður um 54,6 milljarða kr. Það er 13,7 milljörðum kr. lakari staða en áætlað var við afgreiðslu fjárlaga. Gert er ráð fyrir að þessu verði mætt með 16 milljarða kr. lántöku og með því að ganga á innstæður ríkissjóðs í Seðlabanka Íslands fyrir um 38,6 milljarða kr.</p> <p><br /> Herra forseti. Ég mun nú gera grein fyrir breytingum á lánsfjármálum ríkissjóðs, ríkisfyrirtækja og sjóða sem fram koma í 3. gr. frumvarpsins. Þar er í fyrsta lagi lagt til að lántökuheimild fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hækki um 15 milljarða kr., þ.e. úr 113 milljörðum í 128 milljarða kr. Reiknað er með að langtímalántökur ríkissjóðs á þessu ári verði 128 milljarðar kr. og að þær verði allar innan lands. Í fjárlögum var áætlað að lántökurnar yrðu samtals 113 milljarðar kr., allt innlendar lántökur. Gert er ráð fyrir að 15 milljarða kr. aukinni langtímalántöku verði mætt með jafn mikilli lækkun útistandandi ríkisvíxla þannig að skuldsetning ríkissjóðs verði óbreytt.</p> <p><br /> Í öðru lagi eru lagðar til breytingar á endurlánaheimildum ríkissjóðs til samræmis við horfur fyrir árið í ár. Farið er fram á 800 millj. kr. hækkun endurlánaheimilda, þar af 500 millj. kr. vegna lánveitinga til Lánasjóðs íslenskra námsmanna, sem við það verða 11 milljarðar kr., og 300 millj. kr. vegna lánveitinga til Vaðlaheiðarganga hf., sem við það verða 2,3 milljarðar kr.</p> <p><br /> Þá eru lagðar til breytingar á heimildum til að veita ríkisábyrgð á lántökum ríkisfyrirtækja og sjóða sem heimild hafa til lántöku í sérlögum. Breytingarnar eru fjórar og samanlagt er lögð til 818 millj. kr. lækkun heimilda frá fjárlögum.<br /> Í frumvarpinu er, eins og lög gera ráð fyrir, brugðist við ófyrirséðum atvikum og nýjum lögum en öðrum nýjum útgjaldabeiðnum vísað til ákvörðunar Alþingis í tengslum við afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár.</p> <p><br /> Núgildandi lög um fjárreiður ríkisins eru fáorð um verklag við fjárlagagerðina en frá árinu 1992 hefur verið byggt á rammaskipulagi að erlendri fyrirmynd, einkum sænskri og danskri. Rammaskipulagið hefur að mörgu leyti reynst vel, það hefur aukið ráðdeild í ríkisrekstri og leitt til aukins aga og festu í fjárlagagerðinni. Með rammaskipulaginu var stefnt að því að innleiða ofansækið ferli við fjárlagagerð sem byggist á því að allir þátttakendur í fjárlagaferlinu taki mið af stefnumörkun ríkisstjórnar og axli ábyrgð á nauðsynlegri forgangsröðun og vali milli verkefna. Það er viðvarandi verkefni að treysta framkvæmdina enn frekar.</p> <p><br /> Í drögum að frumvarpi um opinber fjármál sem kynnt voru í sumar er leitast við að styrkja allt fjárlagaferlið og tryggja efnislega umræðu um heildarframlög til málaflokka í stað umræðna um fjárheimildir til einstakra stofnana og viðfangsefna sem oft hafa reynst tafsamar og ómarkvissar.</p> <p><br /> Með því móti verður skapaður grundvöllur fyrir hnitmiðaða umræðu um almenna stefnu í ríkisfjármálum fremur en einstakar ráðstafanir, ekki síst í efnahagslegu samhengi. Markmiðið er að tryggja vandaðan undirbúning stefnumörkunar í opinberum fjármálum, breytt og skýrari ábyrgðarskil löggjafar- og framkvæmdarvalds, aukinn aga og festu við opinbera fjárstjórn og framkvæmd fjárlaga, bætt eftirlit og síðast en ekki síst skýrari sýn á langtímamarkmið í fjármálum hins opinbera.</p> <p><br /> Í drögum að frumvarpinu er lagt til að lögfest verði ítarlegri ákvæði en nú gilda um stefnumörkun í opinberum fjármálum og að þannig verði unnið með vandaðri og formfastari hætti og til lengri tíma en tíðkast hefur. Slík langtímasýn er einkennandi fyrir þau ríki sem hafa náð hvað bestum árangri í opinberum fjármálum og við eigum að setja okkur það markmið að standa jafnfætis þeim. Vinnu við frumvarpið er að ljúka og ég vonast til þess að geta mælt fyrir því hér á þinginu innan skamms.</p> <p><br /> Herra forseti. Að þessu sögðu legg ég til að málinu verðið að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. fjárlaganefndar sem fær málið til skoðunar ásamt fjárlagafrumvarpi því sem nú þegar er til meðhöndlunar þar.</p> <p>&#160;</p> <p>.</p>

2013-11-15 00:00:0015. nóvember 2013Rafræn stjórnsýsla og hagnýting upplýsingatækni

<em>Lykilræða Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á Oracle notendaráðstefnu Advania 15. nóvember 2013.</em><br /> <br /> <p>Ágætu fundarmenn!<br /> <br /> Það er ánægjulegt að vera með ykkur hér í dag og ávarpa þessa notendaráðstefnu Oracle. Orri, eða fjárhags- og&nbsp; mannauðskerfi ríkisins, er ríkinu afar mikilvægt. Ásamt skattakerfunum er Orri það kerfi sem ríkið nýtir einna mest.&nbsp; Þið sjáið því fram á áhugaverðan dag með innlendum og erlendum fyrirlestrum um nýjustu strauma og stefnur í lausnum fyrir Orra.<br /> <br /> Upplýsingatækni, sem hefur þróast hratt undanfarin ár hefur haft áhrif á líf okkar allra.&nbsp; Ég er nú ekki gamall maður, en þó nógu gamall til að muna eftir því þegar tölvupóstur ruddi sér til rúms og leiddi til þess að bréfasendingum fór smám saman að fækka. Í dag fer fólk varla út úr húsi án þess að hafa tölvupóstinn á sér, geymdan í símanum, ásamt ýmsum öðrum samskiptaforritum. Þá eykst notkun rafrænna skjala hratt. Nú eru sjö ár frá því Fjársýslan hætti að senda út launamiða í pósti sem spara ríkinu 30 milljónir króna á ári. Það munar um minna!&nbsp; Þau áhrif sem upplýsingatæknin hefur eru því ýmis og lykilatriði í mínum huga er hvernig veita megi borgaranum betri þjónustu með hagnýtingu hennar.<br /> <br /> Það er ljóst að miklir hagræðingamöguleikar liggja í þróun og notkun upplýsingatækni. Góð þekking á upplýsingatækni stuðlar að nýsköpun og vexti atvinnulífsins. Ísland stendur framarlega þegar kemur að netnotkun en á ýmsum sviðum hefur ekki tekist að nýta upplýsingatæknina sem skyldi til að einfalda og bæta opinbera þjónustu. Alþjóðlegar úttektir gefa til kynna að Ísland sé styttra á veg komið en helstu samanburðarlönd og hafi heldur dregist aftur úr á síðustu árum.<br /> <br /> Þessari þróun ætlum við að sporna við. Í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokksins og Framsókarflokksins er fjallað sérstaklega um að ríkisstjórnin muni leggja áherslu á að nýta upplýsingatækni og efla rafræna stjórnsýslu til að stuðla að hagræðingu og samhæfingu stjórnsýslukerfa. Það mun leiða til bættrar og einfaldari þjónustu.<br /> <br /> En hvað hefur hamlað framförum hér á landi? Nefna má að hér höfum við fjölda samkynja stofnana án miðlægrar yfirstjórnar í upplýsingatæknimálum. Samvinnu skortir og samhæfingu á ýmsum sviðum rafrænnar stjórnsýslu. Mikilvægt er að gera ábyrgð á ólíkum þáttum í þróun upplýsingatæknimála skýrari og vinna þannig að framgangi stefnumála um öflugt og nútímalegt upplýsingasamfélag.<br /> <br /> Við ætlum að leggja áherslu á að bæta stjórnsýslu og þjónustu ríkisins, m.a. með auknu samstarfi ríkis og sveitarfélaga, rafrænni stjórnsýslu og hagnýtingu upplýsingatækni í samskiptum við íbúa.<br /> <br /> Í frumvarpi til fjárlaga 2014 eru áformaðar margvíslegar umbætur til að þjónusta við almenning og atvinnulífið verði einfaldari og hraðvirkari. Unnið er að því að koma á samræmdu skipulagi á landsvísu með aukinni samvirkni milli upplýsingakerfa og að mótun landsarkitektúrs í upplýsingatæknimálum sem meðal annars felur í sér að yfirlit verði gert yfir upplýsingatæknikerfi ríkisins til að greina samlegðaráhrif og bæta yfirsýn.<br /> <br /> Þessi verkefni eru meðal forsendna þess að við getum hætt að gefa út vottorð og aðrar staðlaðar upplýsingar á pappírsformi. Þess í stað munu notendur veita heimild fyrir að upplýsingar séu sendar rafrænt milli kerfa og spara sér þannig ferðir til opinberra aðila.<br /> <br /> Fjármálaráðuneytið hefur um árabil stuðlað að útgáfu og útbreiðslu rafrænna skilríkja í samvinnu við atvinnulífið. Notkun skilríkjanna hefur verið minni en vonir voru bundar við í upphafi, en nú horfir betur við í þeim efnum. Undanfarið hefur vinna átt sér stað við þróun skilríkjanna á sim-kortum sem gerir þau notendavænni en áður var. Nú þegar geta viðskiptavinir Símans orðið sér út um rafræn skilríki á sim-korti og gera má ráð fyrir að önnur fjarskiptafyrirtæki bjóði í náinni framtíð&nbsp; upp á&nbsp; sömu lausn. &nbsp;<br /> <br /> Fjölmörg tækifæri eru til hagræðingar með notkun rafrænna skilríkja auk þess sem þau stuðla að bættri þjónustu við almenning.<br /> <br /> Rafræn skilríki eru í raun forsenda þess að hið opinbera geti opnað aðgang fyrir einstaklinga að upplýsingum um sig sjálfa og veitt þeim þá rafrænu opinberu þjónustu sem krafist er.<br /> <br /> Á meðal þeirra verkefna sem rafræn skilríki verða notuð við á næstu misserum má nefna rafrænar þinglýsingar. Gert er ráð fyrir að eftir um það bil&nbsp; ár verði unnt að þinglýsa veðskuldabréfum rafrænt. Áætlað er að sparnaður sem hlýst af þinglýsingu rafrænna skjala hjá sýslumannsembættum landsins sé 70 - 80 milljónir á ári og að heildarsparnaður fjármálafyrirtækja geti numið allt að 275 milljónum á ári ef mið er tekið af fjölda veðskuldabréfa undanfarin 10 ár. Auk þess er gert ráð fyrir að meðalafgreiðslutími umsókna hjá Íbúðalánasjóði styttist um tvo þriðju.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri sér fjölmörg tækifæri til hagræðingar og bættrar þjónustu við almenning með notkun rafrænna skilríkja. Um mitt næsta ár verður fyrirtækjaskrá orðin rafræn sem þýðir að unnt verður að stofna fyrirtæki á netinu og tilkynningar til fyrirtækjaskrár svo sem&nbsp; vegna stjórnaskipta fari fram með rafrænum hætti og undirritaðar með fullgildum rafrænum skilríkjum. Þá er gert ráð fyrir að rafræn skilríki verði grundvöllur samskipta fjármálafyrirtækja og ríkisskattstjóra vegna neytendalána frá og með nóvember 2014.<br /> <br /> Á komandi misserum verða rafræn skilríki notuð sem forsenda fyrir samskiptum ríkisskattstjóra við framteljendur þegar ágreiningur skapast um skattskyldur, þegar framteljendur vilja senda inn erindi til breytingar á framtölum eða vilja með öðrum hætti koma að formlegum athugasemdum við ákvarðanir ríkisskattstjóra, þar með taldar kærur vegna álagninga.<br /> <br /> Embætti landlæknis vinnur nú að því að dánarvottorð verði rafræn og ætti því starfi að ljúka innan fárra mánaða. Lyfseðlar verði jafnframt undirritaðir með rafrænum hætti auk þess sem rafræn skilríki skipta sköpun fyrir rafræna sjúkraskrá. Aðgangur einstaklinga að eigin heilbrigðisupplýsingum og lyfjagagnagrunni verður opnaður með rafrænum hætti í áföngum á næstu árum. Ekki er gert ráð fyrir öðru en að krafist verði notkunar rafrænna skilríkja til að nálgast þessar upplýsingar enda veita þau bestu vörnina gegn netglæpum.<br /> <br /> <strong>Öll þessi atriði sem hér hafa verið nefnd stuðla að bætti þjónustu ríkisins við borgara auk þess sem þau fela í sér heilmikinn fjárhagslegan sparnað.<br /> </strong><br /> Annað atriði sem hefur umtalsverða hagræðingu í för með sér fyrir rekstur stofnana eru rafrænir reikningar. Fjársýsla ríkisins hefur nú lokið uppsetningu í Orra svo hægt er að taka við reikningum á rafrænu formi. Góð reynsla er nú þegar komin af þessu fyrirkomulagi hjá Fjársýslunni og nokkrum stofnunum.Samhliða því hefur verið unnið að því að setja upp rafræna samþykktarferla hjá stofnunum og þar með fullnýta kosti þessa fyrirkomulags til hagræðingar.<br /> <br /> Árlega berast ríkinu yfir 500 þúsund reikningar og von er á yfirlýsingu um að ríkið taki aðeins við rafrænum reikningum frá fyrirtækjum og öðrum sem stunda viðskipti við opinbera aðila.<br /> <br /> Kostir rafrænna reikninga eru margvíslegir. Fjársýslan og Reykjavíkurborg hafa skoðað hagræðingu af rafrænum reikningum og má með varfærni ætla að sparnaður sé að minnsta kosti 1.000 kr fyrir hvern reikning. Hagræðingin er m.a. fólgin í:<br /> <br /> </p> <ul> <li>Sparnaði sem tengist pappír, svo sem pappírinn sjálfur, sendingar, geymsla og önnur meðhöndlun pappírs. Fyrirkomulagið er einnig umhverfisvænt.</li> <li>Rafrænir reikningar týnast ekki.</li> <li>Sparnaði sem tengist móttöku og úrvinnslu reikninga, svo sem sjálfvirk bókun, rafrænir samþykktarferlar og greiðslustýringar. Einnig eru færri mistök í skráningu og betri upplýsingar.</li> <li>Hraðari afgreiðslu,- frekar greitt á réttum tíma, færri símtöl eða eftirrekstur.</li> <li>Betra yfirlit yfir skuldbindingar stofnana og fjárstreymi.</li> <li>Bætt aðgengi fyrir aðila eins og endurskoðendur.</li> </ul> <p>Nú þegar má sjá merki hagræðingar í fækkun starfa og lækkun á öðrum kostnaði. Til dæmis hefur vaxtakostnaður Landspítalans vegna dráttar á greiðslu lækkað um tugi milljóna á ári við tilkomu rafrænar úrvinnslu.<br /> <br /> Rafræn innkaup eru rökrétt næsta skref og hefur spítalinn gengið á undan í þeim efnum. Næstu skref í hagræðingu eru því rafrænar pantanir og beiðnir, afstemmingarskjöl, einnig vörulistar og afhendingarseðlar þar sem það á við.<br /> <br /> Eitt af því sem upplýsingatæknin gerir mögulegt er birting ýmissa opinberra upplýsinga á aðgengilegu formi á netinu, sem gerir áhugasömum kleift að kynna sér þær og hagnýta. Undanfarin ár hefur orðið ör þróun í stjórnsýslu hvað varðar aðgengi að opinberum gögnum og gagnasöfnum.<br /> <br /> Mörg góð rök eru fyrir því að auka aðgengi að gögnum hins opinbera. Hér má nefna gegnsæi, þátttöku almennings og aukið traust, sjálfsafgreiðslu á fyrirspurnum, hagræðingu í opinberri stjórnsýslu og nýsköpun. Þá verður til ný þekking með samkeyrslu umfangsmikilla gagnasafna og umbætur verða í þjónustu og vöruframboði einkaaðila.<br /> <br /> Upphafsmaður Internetsins Tim Berners-Lee skoraði á fyrirtæki og stofnanir, bara fyrir fáum misserum að opna gögn í þeim tilgangi að auka gegnsæi og bæta upplýsingaflæði samfélagsins, enda myndi næsta bylting í upplýsingatækni snúast um opin gögn og samtengd gagnasöfn.<br /> <br /> Síðan hefur margt gerst á alþjóðavettvangi varðandi opnun opinberra gagnasafna. Þar hafa Bandaríkin og Bretland verið leiðandi. Á vefsvæðunum stjórnvalda í þessu löndum hafa verið birt þúsundir gagnasafna. Þar er meðal annars að finna landfræðilegar upplýsingar, skrár yfir tekjur og gjöld ýmissa stjórnsýslueininga og ótal margt annað. Þessi gögn nýtast m.a. almenningi við þekkingaröflun og þeim sem vilja þjónusta almenning og eru hreinn fjársjóður fyrir marga, ég nefni t.d. sprotafyrirtæki sem hafa geta gert sér mat úr þessum upplýsingum. Hér á landi eru fyrirtæki eins og DataMarket dugleg við að nýta gögn og setja þau fram með aðgengilegum hætti. Flest þekkjum við væntanlega myndræna útgáfu þeirra á&nbsp; fjárlagafrumvarpinu.<br /> <br /> Á skömmum tíma hafa sprottið upp gagnagáttir fyrir lönd, borgir, fyrirtæki og stofnanir og framboð upplýsinga eykst hratt.&nbsp; Jafnframt er sífellt verið að þróa öflugri tæknilausnir og vinnubrögð fyrir úrvinnslu og birtingu upplýsinga sem byggja á opnum gögnum.<br /> <br /> Þetta hefur verið töluvert í deiglunni hér á landi. Ég bendi á að upplýsingalögin voru nýlega endurskoðuð, þar sem kveðið er á um að gögn skuli gerð aðgengileg með rafrænum hætti.<br /> <br /> Ríkisstjórnin leggur áherslu á aðgengi almennings að gögnum hins opinbera, líkt og fram kemur í stefnuyfirlýsingu hennar frá í vor. Þar segir að einkum sé brýnt að auka og bæta aðgengi að upplýsingum um ráðstöfun almannafjár.<br /> <br /> Fyrstu skrefin í opnun fjárhagsupplýsinga ríkisins voru stigin á þessu ári. Starfshópur, sem skipaður var í byrjun ársins, skilaði tillögum í vor en þær lutu að því að birta upplýsingar sem snerta árshluta- og mánaðaruppgjör ríkissjóðs með ítarlegri og aðgengilegri hætti en hingað til.&nbsp; Mikilvæg grunnvinna hefur verið unnin, ég nefni til dæmis leyfisskilmála, sem eru afar mikilvægir í þessum efnum.<br /> <br /> Þannig þarf til dæmis að koma fram þar, að engar takmarkanir séu á afnotum gagnanna sem gætu komið í veg fyrir nýsköpun, eða að verðmætar afurðir sem byggja á gögnunum verði til. Fyrir utan, ef til vill það sjálfsagða atriði, að þeir séu skýrir og öllum auðskiljanlegir.<br /> <br /> Þessi vinna getur nýst okkur í framhaldinu við stefnumótun og opnun frekari gagnasafna. Það er ljóst að við stefnum í þá átt að auka aðgengi áhugasamra að opinberum fjárhagsupplýsingum, með þeim kostum sem ég hef lýst.<br /> <br /> Kæru fundarmenn!&nbsp;<br /> <br /> Dagurinn í dag snýst um Orra, fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins. Það verður ekki hjá því komist að minnast á þá gagnrýni sem ORRI varð fyrir á haustmánuðum 2012. Í kjölfar þeirrar umræðu ákvað fjármála- og efnahagsráðuneytið að láta gera óháða úttekt á kerfinu.<br /> <br /> Skemmst er frá því að segja að megin niðurstaða úttektarinnar voru þær að fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins mætir þörfum stjórnvalda og stjórnsýslu og virkni þess uppfyllir kröfur ríkisins í meginatriðum. Ekkert bendir til að betri útkoma hefði fengist fyrir ríkið með því að nýta aðra lausn en þá sem varð fyrir valinu fyrir tólf árum síðan.<br /> <br /> Úttektin leiddi í ljós að kerfið hefur skapað verulegt virði fyrir ríkið og stofnanir þess.<br /> <br /> Í skýrslunni er mælt með því að kerfið verði notað áfram, en skerpa þurfi á stefnumiðaðri stjórnun, ábyrgð og eignarhaldi kerfishluta Orra.<br /> <br /> Þessar ábendingar tekur fjármálaráðuneytið alvarlega og ljóst er að nauðsynlegt sé að fara reglubundið yfir notkun kerfisins og þróunarmöguleika. Þá þarf einnig að vinna að stefnumótun um upplýsingavinnslu ríkisins og efla miðlæga þjónustu við ríkisstofnanir í heild.<br /> <br /> Skýrslunni verður ekki stungið ofan í skúffu heldur munum við nýta hana til að hjálpa okkur að gera kerfið í heild sinni enn skilvirkara og betra en það er.<br /> <br /> Ágætu fundargestir!<br /> <br /> Á sínum tíma, fyrir meira en þúsund árum, var Guðríður Þorbjarnardóttir víðförlasti Íslendingurinn. Hún fór til Grænlands og meginlands Ameríku í vestur og alla leið til Rómar í hina áttina.<br /> <br /> Þetta ferðalag tók hana alla ævina.<br /> <br /> Í dag getum við ekki aðeins flogið þessa æviferð hennar á nokkrum klukkutímum. Við getum líka náð til fólks í ólíkum heimshlutum hvar sem við erum stödd hverju sinni með síma eða í gegnum netið. Við getum nánast komist til Rómar á örskotsstundu, óskum við þess, í gegnum nútímatækni.<br /> <br /> Upplýsingatæknin er þess eðlis að við getum ekki verið að finna upp hjólið hvað eftir annað. Ríkið mun áfram leggja sig fram við að ná góðri samvinnu við atvinnulífið með öflugri stefnumótun og notendavænum lausnum og freista þess að læra af þeim sem framast standa í þessum efnum.</p>

2013-10-24 00:00:0024. október 2013Ávarp fjármála- og efnahagsráðherra í tilefni af útgáfu nýs tíu þúsund króna seðils

<p>Ávarp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í tilefni af útgáfu nýs tíu þúsund króna seðils, 24. október 2013. Ávarpið var flutt við athöfn í Seðlabanka Íslands.</p> <p align="right">Talað orð gildir</p> <p>&#160;</p> <p>Ekki fá allir fjármálaráðherrar að taka við nýjum peningaseðli á sínum starfsferli, og líklega má segja - sem betur fer. Frá þvi nýkrónan var tekin upp við myntbreytinguna árið 1981 hefur rýrnandi gildi hennar kallað á breytingar, bæði í myntum og seðlum, eins og seðlabankastjóri talaðI um hér áðan.</p> <p>Mín fyrsta minning um peninga og gildi þeirra er frá áttunda áratugnum, sennilega upp úr honum miðjum. Ég hitti gömlu barnapíuna mína í götunni og hún gaf mér fimmtíu krónur. Ég fór með fimmtíu kallinn upp í Kaupfélag Hafnfirðinga í Garðabæ og keypti mér fyrir hann eina kókosbollu. Ekki mörgum árum síðar voru þessar fimmtíu krónur orðnar að 50 gljáandi koparaurum, sem dugðu enn fyrir dálitlu nammi í kaupfélaginu.<br /> Í dag fáum við hér í hendurnar seðil sem er 20.000 sinnum verðmeiri, að nafninu til, en fimmtíueyringurinn frá 1981, þótt mér sé það stórlega til efs að ég fengi fyrir hann 20.000 kókosbollur.</p> <p>Árið 1981 var verðmesti seðillinn 500 krónu seðilll, sem nú myndi reiknast á um 20.000 krónur. Við göngum þó ekki svo langt í seðlaútgáfunni og þykir líklega nóg að hafa náð því marki að aldrei áður í seðlasögu Íslands, sem þó nær frá 1778, hefur verið gefinn út seðill með jafnhárri krónutölu.</p> <p>Okkur þykir hann vissulega fallegur og kunnum Kristínu Þorkelsdóttur ásamt Stephen A. Fairbairn miklar þakkir fyrir hönnunina. Oft hefur verið vísað til hinna undirliggjandi verðmæta, auðlindanna, jarðhitans, búfénaðar og sjávarfangs, en að þessu sinni er það listin og náttúran, sem við metum að sjálfsögðu einnig sem hin mestu verðmæti okkar Íslendinga.&#160; Við fögnum að auki mjög tækifærinu til að heiðra þjóðskáldið - en þátt fyrir þetta allt er vonandi að hér munum við láta staðar numið. Ekki þannig að handan við hornið bíði önnur myntbreyting og enn nýrri króna, heldur að við berum gæfu til að tryggja hér stöðugleika og gildi myntarinnar með traustri efnahagsstjórn og öruggri peningastefnu.</p> <p>Það er sameiginlegt hlutverk okkar sem hér erum og okkar fólks en vitaskuld ekki okkar einna. Við treystum einnig á samhljóm við atvinnulífið og jafnvægi í samskiptum aðila vinnumarkaðarins til að stemma stigu við hinni landlægu óværu, verðbólgunni.</p> <p>Þessi stefna er mörkuð í fyrsta fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar, þar sem stefnt er að hallalausum rekstri á næsta ári. Í vetur legg ég fram frumvarp til laga um opinber fjármál sem eiga að treysta enn frekar umgjörð ríkisfjármálanna og að auki er einnig unnið að frumvarpi um fjármálastöðugleikaráð, sem verður enn eitt lóðið á vog hagstjórnarinnar. Þegar þetta allt kemur saman, traust lagaumgjörð, öflug hagstjórn og skýr pólitísk markmið um stöðugleika treysti ég því að okkur takist að vernda gildi peninganna og þetta verði síðasti seðillinn í þriðju seðlaröð Seðlabanka Íslands.<br /> </p>

2013-10-07 00:00:0007. október 2013Ræða fjármála- og efnahagsráðherra á fundi um stöðu ríkisfjármála og breytingar í opinberum rekstri

<p style="text-align: left;">Ræða fjármála- og efnahagsráðherra á fundi sem boðað var til af fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Félagi forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. Fundurinn var haldinn á Grand Hótel hinn 7. október 2013. Þar var m.a. rætt um stöðu ríkisfjármála og hvaða breytingar væru framundan í opinberum rekstri.</p> <p style="text-align: right;">Talað orð gildir</p> <p > Ágætu fundarmenn</p> <p>Þrátt fyrir erfiða stöðu ríkissjóðs undanfarin ár eru grunnstoðir ríkisrekstrarins traustar. Það er ekki síst að þakka samstilltu átaki starfsmanna og stjórnenda ríkisstofnana um allt land. Eins og allir vita hefur lækkun fjárveitinga verið töluverð undanfarin ár. Það hefur kallað á hagræðingu, það hefur kallað á ýmiss konar ráðstafanir. Þetta hefur verið gríðarlega mikil áskorun fyrir forstöðumenn og starfsmenn ríkisstofnana.&nbsp;</p> <p > &nbsp;Það á að vera öllum þeim sem starfa hjá hinu opinbera kappsmál að nýta starfskrafta og fjármuni sem best. Hins vegar er hugsanlegt að á tímum niðurskurðar, sem ekki á sér mikinn aðdraganda, eins og hefur verið undanfarin ár, skapist ekki kjöraðstæður til þess að horfa á stóru myndina og ná sem mestri hagkvæmni í rekstrinum. Ákvarðanir eru oft og tíðum teknar á öðrum forsendum. Sumir segja að það geti verið dýrt að vera fátækur. Kannski er þetta einn fórnarkostnaðurinn í kreppunni að við höfum þurft að bregðast öðruvísi við en hefði verið ákjósanlegt með meiri undirbúningi.</p> <p > Það má því segja að þótt unnið hafi verið gott starf á sviði hagræðingar er ekki ávallt hægt að ganga út frá því sem vísu að það hafi verið varanleg eða skynsamleg hagræðing. Hraður samdráttur getur leitt til bráðabirgðaráðstafana. Öllum er ljóst að vilji menn ná varanlegum langtímaávinningi þarf að huga vel að undirbúningi fyrir slíkum ákvörðunum.</p> <p > Það eru enn tækifæri til að bæta skipulag, stjórnun og þjónustu ríkisins og þá sérstaklega þegar horft er til kerfislægra og skipulagslegra ágalla ríkisrekstrarins og þess lagaramma sem settur er um rekstur og starfsemi stofnana.</p> <p > Miklar samfélagslegar breytingar&nbsp; hafa orðið frá því helstu þjónustu- og stjórnsýslukerfi ríkisins voru mótuð og skipulag, rekstur og þjónusta ríkisins hefur ekki tekið nægilegt mið af þessum breytingum.&nbsp; Auðvitað eru dæmi um það að menn hafi nýtt sér nýja tækni, tekið hana sér til gagns í þjónustunni. Mér finnst nærtækt að nefna rafræn skil, til dæmis á skattframtölum, sem hefur gengið vel, sparað mörg handtök og stóraukið hagræði í samskiptum borgaranna við þjónustustofnanir.</p> <p>Við þurfum að skoða uppbyggingu ríkiskerfisins með gagnrýnum hætti og gera nauðsynlegar breytingar til þess að mæta þörfum og kröfum samfélagsins hverju sinni. Það er forgangsmál í stefnu ríkisstjórnarinnar að auka skilvirkni stjórnsýslunnar og bæta þjónustu. Við höfum sett af stað sérstakan hagræðingarhóp til að fylgja þessum áherslum eftir.</p> <p>&nbsp;<br /> Það hrukku margir í kút þegar tilkynnt var um hagræðingarhópinn og kannski ekki furða að á hinum pólitíska vettvangi þóttist stjórnarandstaðan sjá sóknarfæri í þessu. Nú væri ríkisstjórnin að koma sjálfri sér í vandræði með hagræðingarhóp og það leið ekki á löngu þar til ég heyrði að það væri verið að vitna í einn af þeim sem tók sæti í hópnum og sagt að hann væri varaformaður niðurskurðarhóps ríkisstjórnarinnar.</p> <p > Þannig hafði umræðan þróast inn í fjölmiðlana, að þetta hét niðurskurðarhópur. En það er einmitt ekki þannig sem ég hugsa verkefni þessa hóps, heldur að horfa til þess hvar við getum gert hlutina með auknu hagræði. Það þarf ekki að þýða hreinar niðurskurðaraðgerðir, heldur á þetta að vera okkar viðvarandi verkefni, að auka hagkvæmnina í opinberri þjónustu með sama hætti og einkageirinn er stanslaust að leita leiða til að gera hlutina með hagkvæmari hætti.</p> <p > Við gerum til að mynda í fjárlögum hvers árs almenna veltutengda hagræðingarkröfu. Margir hér inni þekkja það. Spurt var í tengslum við fjárlög fyrir næsta ár hvort raunhæft væri að slík hagræðingarkrafa yrði enn og aftur uppi. Það skil ég ágætlega. Við lögðum af stað með veltutengda hagræðingarkröfu fyrir öll ráðuneyti upp á 1,5%. Það skilaði sér á endanum, eftir samskipti við ráðuneytin í hagræðingu upp á innan við 1%.&nbsp; Sumir kynnu að segja að þarna hafi fjármálaráðherrann verið alltof linur við ráðherrana. En við fórum svo í aðrar sértækar hagræðingaraðgerðir, sem skiluðu enn meira aðhaldi heldur en þessu veltutengda. En veltutengda aðhaldið er í mörgum öðrum ríkjum fastur liður upp á 1% á ári hverju, í Danmörku sem dæmi. Alltaf er gerð krafa um að þróa leiðir og finna tækifæri til þess að auka hagkvæmnina í þjónustuveitingu. Það er grunnhugsunin með hagræðingarhópnum, að við finnum slíkar leiðir og þróum þær, horfum til þess sem best er gert annars staðar og leiðum slíka aðferðafræði inn í okkar stjórnsýslu.</p> <p > Við hljótum öll að sjá að það eru hér og hvar kerfislægir ágallar og við getum gert enn betur. Ég hvet menn til að forðast það að hugsa um þessa þætti í einhvers konar niðurskurðarsamhengi. Það þarf alls ekki að gera það.</p> <p > Í fjárlagafrumvarpinu er í greinargerð sérstök umfjöllun um skilvirkari þjónustu og umbætur. Við viljum á næstunni vinna áætlun um umbóta- og hagræðingaraðgerðir sem við hyggjumst vinna að allt kjörtímabilið. Ég þykist vita að forstöðumenn ríkisstofnana hafa mikinn áhuga á þessum málum og þeir líti þannig á að þeir hafi í sínum störfum beina hagsmuni af því að stjórnun sé markviss og starfsemi ríkisins árangursrík.&nbsp; Að sjálfsögðu er það þannig að virkt samráð þarf að hafa við slíka aðila. Það verður ekki þannig að við lokum okkur af í fílabeinsturni stjórnmálanna eða í ráðuneytum og komum svo út með fullskapaðar hugmyndir og segjum fólki hvernig allt eigi að gerast.&nbsp; Það er ástæða til að taka það fram ef einhver skyldi halda að menn geri sér ekki grein fyrir því að samstarf er lykillinn að árangri í þessu.<br /> Við vildum líka opna þetta ferli og kölluðum eftir hugmyndum alls staðar að, frá almenningi og hvar sem þær kynnu að leynast, hjá stofnunum og einkaaðilum. Við fáum ábendingar frá einkaaðilum sem benda á hvar þeir geti komið við að gagni og hjálpað til við að auka skilvirknina. Við heyrum líka frá þeim sem starfa inni á stofnununum, sem og frá almenningi. Á sjötta hundrað ábendingar hafa borist hagræðingarnefnd.</p> <p > Ég nefni hér nokkur áhersluatriði sem eru á okkar lista og er ætlunin að verði viðfangsefni stefnumótunarinnar. Þar vildi ég fyrst nefna að við viljum vinna að aukinni hagkvæmni þjónustukerfa og er sérstaklega horft til heilbrigðisþjónustu og menntakerfisins í því sambandi.</p> <p > Varðandi heilbrigðisþjónustuna þekkja allir að við höfum verið að horfa til þess að sameina bæði stórar og smærri einingar.&nbsp; Allir þekkja umræðuna um Landspítalann og þá útreikninga sem sýna að við getum til lengri tíma sparað með því að sameina þar á einum stað þá þjónustu sem í dag er veitt á tveimur stórum sjúkrahúsum. Þetta á líka við úti á landi þar sem kröftum er sums staðar dreift og menn geti náð aukinni hagkvæmni með því að&nbsp;sameina.</p> <p > Áðan nefndi ég skattinn. Við höfum séð gríðarlega góðan árangur af því að gera landið að einu skattumdæmi.&nbsp; Látum vera hagræðinguna sem fylgir í rekstrarlegu tilliti. Horfum líka til annarra þátta, eins og þess hve miklu máli það skiptir að sambærileg mál fái eins úrlausn hjá sama þjónustuaðilanum, eins og í þessu tilfelli hjá skattinum.&nbsp; Með því að sameina kraftana, er hægt að tryggja með samhæfðum vinnubrögðum að eins máli fái ekki ólíka niðurstöðu. Það er einn ávinningurinn af því sem gerst hefur á skattasviðinu.</p> <p > Við höfum líka séð mikinn ávinning í framkvæmdinni hjá Tollstjóra.</p> <p > Ég nefni hér heilbrigðissviðið og ég nefni einnig menntakerfið. Þið þekkið eflaust það sem sagt hefur verið um það að undanförnu, að við viljum ná fram ákveðinni hagkvæmni. Við erum ekki að horfa til reksturs ríkisins fyrst og fremst. Við erum að horfa til þess að unga fólkið í þessu landi fái tækifæri til að undirbúa sig fyrir háskólanám á sama árafjölda og gildir í öðrum löndum. Það er aðalatriðið þar.&nbsp; Að við Íslendingar verðum samkeppnishæfari sem þjóð í því að undirbúa fólk fyrir háskólanám og koma því síðan áfram inn á vinnumarkaðinn.</p> <p > Einhverjir kynnu að halda að þegar fjármálaráðherra talar um þetta að þá sé hann bara að hugsa um ríkiskassann.&nbsp; En það er ekki svo. Ég þekki það frá mínum árum sem þingmaður að þetta eru hugmyndir sem hafa verið lengi í mótun. Það eru margar hindranir og ég er ekki í vafa um að við eigum eftir að hitta fyrir ýmis ljón í veginum. En við erum mjög ákveðin í því að vinna þessum hugmyndum framgang því við þolum það ekki að íslensk ungmenni séu að taka einum til tveimur árum lengri tíma í að undirbúa sig fyrir háskólanám.</p> <p > Annað sem ég gæti nefnt í þessu efni er einföldun með eflingu stofnana og sameiningu, til dæmis þannig að þeim fækki. Við teljum svigrúm til þess að fækka stofnunum um allt að 50. Þeim hefur fækkað þónokkuð undanfarin ár. Við horfum þannig á það að það þurfi að vera einhver lágmarksumsvif, til þess að stoðeiningarnar innan hverrar stofnunar verði ekki of veikburða. Þess vegna finnst okkur að það eigi að heyra til undantekninga að stofnanir séu með færri en 30 starfsmenn. Það kunna þó að vera gildar ástæður fyrir því að slíkar stofnanir starfi, en það eru þá undantekningar.</p> <p > Ég flyt engin ný tíðindi þegar ég segi að fjöldi sýslumanna, löggæsluembætta og eftirlitsstofnana er til skoðunar. Ég tel augljóst að við skoðum leiðir til þess að auka hagræðið þarna.</p> <p > Annað mjög stórt mál sem ég vildi nefna varðar ný lög um opinber fjármál, en drög að frumvarpi hafa legið fyrir síðan í sumar. Þetta er mál sem er mjög langt komið þegar ég kem í fjármála- og efnahagsráðuneytið og hefur verið unnið að síðan 2011, í upphafi í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn .</p> <p > Grunnhugmyndin er sú&nbsp; að þróa nútímalegustu aðferðir við að stjórna opinberum fjármálum. Hér er ekki bara átt við fjármál ríkisins heldur líka sveitarfélaganna. Ef það er eitthvað eitt sem við getum sagt um aðdraganda þess að hér varð of mikil þensla sem síðan sprakk með einum hvelli, þá er augljóst að það var allt of lítil samhæfing opinberra aðila, milli þess sem var að gerast hjá ríkinu annars vegar og sveitarstjórnunum hins vegar. Seðlabanki var með vextina þannig að menn ættu aðeins að draga úr umsvifum til að hægja á, en á sama tíma voru sveitarfélögin með framkvæmdir í algjörum botni. Sum sveitarfélög að raða út lóðum og kalla yfir sig gríðarlegt nýtt magn af byggingum. Engin samstilling var milli þess sem var að gerast í umsvifum hjá ríki og sveitarfélögum annars vegar og þess sem Seðlabankinn var að gera hins vegar.</p> <p > Það er líka margt annað í þessu máli, m.a. að treysta samhengi fjárframlaga við framleiðni og árangur stofnana.&nbsp; Það er byggt á því að Alþingi veiti fjárheimildir til málefnasviða og málaflokka.&nbsp; Það felst í þessu ákveðin grundvallarbreyting frá því sem tíðkast hefur á grundvelli laga um fjárreiður ríkisins þar sem Alþingi hefur veitt fjárheimildir á fjárlögum í um 900 fjárlagaliði.&nbsp; Í þessu frumvarpi, sem kemur fram í nóvember, er gert ráð fyrir því að ráðherra fjármála verði falið að skilgreina málefnasvið og málaflokka, að undangengnu samráði við ráðherra og að fengnu áliti ríkisreikningsnefndar.<br /> Með hliðsjón af fjölda málefnasviða má gera ráð fyrir því að þegar saman er tekið breytist ásýndin mjög. Við sjáum fyrir okkur að fjöldi málefnasviða geti verið á þriðja tug, fjöldi málaflokka verði um 5-7 að meðaltali á hvert málefnasvið. Þannig má ætla að fjöldi málaflokka geti orðið um 150-210 alls. Það er gert ráð fyrir því að einstakir ráðherrar geri grein Alþingi grein fyrir áætlaðri sundurgreiningu útgjalda á þeim liðum sem undir þá heyra, niður á einstakar stofnanir, í sérstöku fylgiriti. Það verður þá ekki hluti af fjárlögum hvers árs, hvernig því er raðað niður á einstaka liði, heldur verður það fylgirit.</p> <p > Ég er með þetta í huga því í vinnunni undnafarna mánuði höfum við hlustað eftir því hvernig umræðan í þinginu hefur þróast. Það þekkja allir umræðu um það hvort eigi að taka gjald fyrir legudaga á sjúkrahúsi til dæmis, eða framlög innan einstakra málaflokka. Þingið er mjög rótgróið fast í þá umræðu að fara niður í litlu liðina.</p> <p > Ég sat í fjárlaganefnd í fjögur ár. Við sátum þar, níu manns auk ritara og annarra og það kom inn sveitarstjórn úr ákveðnu sveitarfélagi. Við sátum með þeim yfir þeirra helstu áhyggjuefnum, við gátum yfirleitt lítið fyrir þau gert, þau voru meira að halda okkur upplýstum.&nbsp; Svo kom næstur inn maður sem hafði áhuga á því að fá ríkisstyrk til að gera upp bát sem fannst einhvers staðar í fjöru. Við sátum þarna öll yfir þessu næstu tuttugu mínúturnar. Svo kom Glímusambandið, ekki hresst með menntamálaráðherra. Svo kom kannski einhver stór stofnun og það var enginn munur gerður á litlum og stórum atriðum.</p> <p > Í þessu frumvarpi er verið að reyna að fá menn til þess að horfa á stóru myndina og fá þingið til þess að sleppa því frá sér og skilja eftir hjá ráðherranum sem þó verða hver og einn að svara fyrir sínar áherslur í þinginu. Það er lykilatriði er að hingað til hefur helst fjármálaráðherrann verið að svara fyrir fjárlögin og áherslur á einstökum málefnasviðum. Núna verður það meira gert þannig að hver og einn ráðherra ber meiri ábyrgð. Við fáum efnislegri umræðu um stefnu stjórnvalda og Alþingis í mismunandi málaflokkum.&nbsp; Það verður meira horft á heildarframlög til sérhvers málaflokks í stað þess að við verðum föst í umræðum um fjárheimildir til einstakra stofnana og viðfangsefna undir einstökum stofnunum. Þetta hafa reynst tafsamar og oft ómarkvissar umræður. Ég kveinka mér ekki undan því að taka slíka umræðu en það má velta því fyrir sér hverju það skilar.</p> <p > Við vonumst til þess að móta með þessu heilstæðair grundvöll og heilsteyptari og hnitmiðaðri umræðu um stefnu í ríkifjármálum. Bæði hvað varðar hagstjórnina og forgangsröðun útgjalda.</p> <p > Mjög mikilvægur liður er markvissara eftirlit ráðuneyta með stofnunum en hingað til hefur verið. Við sjáum þetta þannig að það verði gerðir verkferlar á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis, auk forsætisráðuneytis, sem tryggi samræmt eftirlit með ríkisaðilum.&nbsp; Mikilvægt er að fylgt sé samræmdri skráningu upplýsinga um stöðu fjármála ríkisaðila og verkefna og þær liggi ávallt fyrir. Líkur eru til þess að efla þurfi þennan þátt innan einstakra ráðuneyta.</p> <p > Grunnhugsunin er sú að menn sjái strax og það stefnir í að menn fari út fyrir fjárheimildir og að ráðherra viðkomandi málefnasviðs þurfi að gera grein fyrir því strax hvernig hann hyggist bregðast við. Það sé ekki hægt að bíða með það fram á haustið eða undir lok árs og halla sér aftur í skrifborðsstólnum og hugsa að þetta verði leyst á fundi seinna í haust, í fjármálaráðuneytinu, og að þessu verði smellt inn á fjáraukann. Við þurfum að komast út úr þeirri hugsun og grípa strax til ráðstafana til þess að bregðast við.</p> <p > Ég veit að þetta hljómar einfalt þar sem maður stendur hér, en það þarf að fá alla til þess að byrja að hugsa með öðrum hætti. Við höfum verið með að jafnaði um 12% framúrkeyrslu miðað við fjárlög. Það er meðaltalið síðustu tíu ár og það er einfaldlega allt of mikið.</p> <p > Einn liður í þessu er að ákveða hvernig eigi að fara með ónýttar fjárheimildir. Þarna er stefnt að ákveðnum breytingum. Hugsunin er sú að ónýttar fjárveitingar í lok árs falli niður en flutningur fjárveitinga yfir til næsta árs er heimill að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Annars vegar ef útgjöld hafa frestast, þá er eðlilegt að heimildin falli ekki niður. Hins vegar, ef nýting fjárveitinga hefur reynst skilvirkari en ráð var fyrir gert. Með því verður til sérstakur hvati fyrir stofnanir að ráðstafa fjárveitingum með eins skilvirkum hætti og kostur er. Þetta er miklu stærra mál en svo að ég geti gert því full skil hér, en ég hef nefnt nokkur atriði sem mér finnst skipta mjög miklu. Þetta er mál sem var undirbúið í tíð fyrri ríkisstjórnar og við viljum halda áfram með það. Mér fannst mjög mikilsvert þegar ráðuneytisstjórinn í mínu ráðuneyti sagði mér um daginn að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði fylgst vel með þessu máli, sem sjóðurinn kom að í upphafi. AGS hafi séð nýjustu drögin og sagt að ef tækist að gera þetta sæi sjóðurinn fyrir sér að þar yrði til skólabókardæmi sem hann myndi kynna annars staðar í öðrum ríkjum um hvernig eigi að haga lagasetningu um opinber fjármál.</p> <p > Góðir fundarmenn.</p> <p>Við gerum okkur öll grein fyrir því að helsta auðlind okkar í ríkisrekstrinum er starfsfólkið. Þess vegna er brýnt að móta nýja og markvissa mannauðsstefnu með áherslu á þróun og innleiðingu bestu aðferða mannauðsstjórnunar í ríkisrekstrinum. Þá þarf að vinna að því að draga úr þeim mun sem er milli opinbera vinnumarkaðarins og hins almenna þegar kemur að kjörum, réttindum og skyldum. Við áformum að endurskoða lagaramma kjara- og mannauðsmála í samráði við stéttarfélög og að skapa þannig, vonandi, bættar forsendur fyrir nútímalega mannauðsstjórnun. Þessi endurskoðun beinist líka að lagaákvæðum um forstöðumenn og aðra æðstu stjórnendur. Það þarf meðal annars að skoða fyrirkomulag ráðninga, starfsþróun og hreyfanleika. Í þessu samhengi þarf einnig að skoða aðferðir við að ákveða laun forstöðumanna og leggja aukna áherslu á frammistöðu og ábyrgð. Við höfum áhuga á að setja heildstæða löggjöf um stofnanakerfi ríkisins, móta ramma sem gefur færi á að auka fjölbreytni í rekstrarformum stofnana ríkisins.</p> <p>Ég hef áður minnst á mikilvægi þess að taka tæknina okkur til handargagns og efla þjónustu, til dæmis með innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu.&nbsp; Ég nefni oft rafræna stjórnsýslu þegar ég er á ferð um landið og fólk nefnir að það þurfi að festa störfin og tryggja það að störfin flytjist ekki öll af landsbyggð til höfuðborgarsvæðis. Ég held að rafræn stjórnsýsla sé langöflugasta tækið sem við höfum til þess að tryggja það að við getum haldið úti opinberum störfum óháð því hvar þau eru unnin. Við erum með mörg dæmi þess, eins og Fæðingarorlofssjóð og aðra slíka.</p> <p > Við erum með í undirbúningi að taka upp rafræn innkaup og útboð og það er ætlunin að leggja aukna áherslu á að samhæfa innkaup, til dæmis með aukningu örútboða sameiginlegum magninnkaupum stofnana og ráðuneyta. Þetta getur verið viðkvæmur þáttur. Það hafa allir sína skoðun á því hvernig penna er best að skrifa með, eða hvernig fartölvu maður vill ferðast með eða hvernig minnisbók og skrifborðsstól. Þið þekkið þetta öll á ykkar vinnustað. Ég og aðstoðarmaður minn erum með sitthvora þörfina í þessu. En svo þegar maður horfir heilt yfir kerfið, eins og gert hefur verið á samráðsvettvangi um aukna hagsæld, sem ég hvet ykkur öll til þess að líta á,&nbsp; þá sér maður hvað það er í raun og veru mikil sóun víða í kerfinu, þegar hið opinbera er að sækja sér aðföng. Það eru keyptar fartölvur frá tugum framleiðenda og verðið, sveiflast um tugi prósenta.&nbsp; Ríkið getur augljóslega verið í aðstöðu til þess að fá góð kjör ef menn eru tilbúnir til þess að samhæfa innkaupin.</p> <p > Þarna teljum við að sé hægt að gera betur. Það er ekki einungis skynsamlegt fyrir ríkið að taka þetta til skoðunar heldur líka fyrir þá sem veita þjónustuna og selja vöruna. Þeirra megin skiptir líka gríðarlegu máli að eiga við einhvern sem er skipulegur í sínum vinnubrögðum. Þannig geta menn mætt væntingum um þjónustu- eða vöruþörf.</p> <p > Ég er kominn að lokum hér. Ég nefni í blálokin að við sjáum fyrir okkur hagræði af því að ríkisstofnanir greiði leigu fyrir afnot af húsnæði, sem tekur mið af markaðsvirði. Dæmi eru um allt annað, en við þurfum að miða leigu ríkisstofnana við markaðsvirði. Þá opnast augu manna fyrir því að annars staðar kann að vera húsnæði sem er betri kostur fyrir ríkið þegar upp er staðið, en stofnunin er föst í húsnæði í eigu ríkisins sem viðkomandi stofnun ber ekki markaðsleigu. Þá ætti ríkið að selja viðkomandi fasteign og taka leigu annars staðar úti á markaðnum í stað þess að festa okkur við eitthvað allt annað en markaðsvirði í leigunni og hanga síðan á eigninni áratugum saman og enda svo á stórkostlegu viðhaldi þegar upp er staðið.</p> <p > Góðir fundarmenn.</p> <p>Ég læt þetta duga og vona að ekki hafi verið óskipulega rutt til ykkar alls konar punktum og hugmyndum. Þetta er heilt yfir það sem við erum að vinna að. Ég er búinn að nefna hagræðingarhópinn, sem er ekki aðeins hugsaður til þess að spara í ríkisrekstrinum heldur til þess að efla og bæta þjónustuna og ekki síst til þess að tryggja að við getum veitt þjónustu og staðið undir velferðinni eins og við hyggjumst gera í framtíðinni, en lendum ekki aftur í spíral niðurskurðar eins og við höfum verið í undanfarin ár.</p> <p > Ég nefndi líka að ég tel að enn sé svigrúm til að gera betur, þrátt fyrir að mikið hafi verið skorið niður, en þetta er samstarfsverkefni.</p> <p > Við þurfum að breyta lagarammanum eins og ég hef komið inn á. Ég er viss um að með samhentu átaki tekst okkur vel til. Þakka ykkur fyrir.</p> <p>&nbsp;</p>

2013-10-04 00:00:0004. október 2013Framsöguræða fjármála- og efnahagsráðherra við fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2014

<p>Herra forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014 sem er 1. mál þessa þings og fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar. Grundvallaratriði ríkisfjármálastefnu ríkisstjórnarinnar er ábyrg meðferð ríkisfjármála og skýr langtímasýn með ráðdeild og skynsamlega nýtingu sameiginlegra fjármuna þjóðarinnar að leiðarljósi. Jafnvægi í ríkisfjármálum stuðlar að auknum hagvexti og lægra vaxtastigi í landinu sem styrkir stöðu bæði heimila og fyrirtækja.</p> <p>Með ýmsum aðgerðum er í frumvarpinu skapað svigrúm fyrir breyttar áherslur í samræmi við stefnu nýrrar ríkisstjórnar. Stuðningur er aukinn við lífeyrisþega, tekjuskattur einstaklinga og tryggingagjald er lækkað og fé lagt í ýmsar stórframkvæmdir.</p> <p>Á grundvelli jafnvægis í ríkisfjármálum er hægt að sækja fram til bættra lífskjara. Undir þeim formerkjum er fjárlagafrumvarp fyrir árið 2014 lagt fram. Í því er gert ráð fyrir hallalausum rekstri á ríkissjóði, í fyrsta sinn frá árinu 2007.</p> <p>Útgjöld ríkisins lækka sem hlutfall af landsframleiðslu á næsta ári með almennum hagræðingaraðgerðum, með ákvörðunum um að falla frá ýmsum nýlegum verkefnum fyrri stjórnvalda og með ráðstöfunum sem leiða til lækkunar vaxtagjalda. Afkoman er einnig bætt með tekjuaðgerðum, einkum bankaskatti sem nú er hækkaður og lagður í fyrsta skipti á fjármálafyrirtæki í slitameðferð.</p> <p>Brýnasta viðfangsefni ríkisfjármálanna um þessar mundir er eins og undanfarin ár að vinna bug á hallarekstri og skuldasöfnun ríkissjóðs. Í kjölfarið á falli bankakerfisins haustið 2008 þurfti ríkissjóður að taka á sig þungar byrðar vegna endurreisnar fjármálakerfisins og efnahagsafleiðinganna sem komu fram bæði í hrapi skatttekna og stórauknum útgjöldum, einkum vegna vaxtakostnaðar og atvinnuleysisbóta.</p> <p>Hefðu ekki nánast allar skuldir ríkissjóðs verið greiddar niður árin á undan er vandséð hvernig hann hefði getað staðið af sér jafn stór áföll og raun ber vitni nema með miklu meiri aðstoð frá alþjóðaaðilum og nágrannaþjóðum en kynni að hafa verið til reiðu.</p> <p>Stór hluti af skuldaaukningunni átti rætur að rekja til erlendrar lántöku til að auka gjaldeyrisforða landsins sem nam samtals nálægt 390 milljörðum kr. Endurfjármögnun fjármálakerfisins var jafnframt verulegur hluti af áföllnum skuldbindingum. Ef talin eru með framlög til Íbúðalánasjóðs og SpKef hefur endurfjármögnun fjármálastofnana aukið skuldir ríkissjóðs um hátt í 250 milljarða kr.</p> <p>Þá þurfti að endurfjármagna Seðlabankann með útgáfu á skuldabréfi fyrir um 170 milljarða kr. í kjölfar þess að veðlán til viðskiptabankanna töpuðust, m.a. við það að forgangsröð krafna var breytt með setningu svonefndra neyðarlaga í október 2008.</p> <p>Sá þáttur sem einna mest munar þó um á þessu tímabili er samfelld árleg skuldaaukning vegna halla á greiðsluafkomu ríkissjóðs sem var orðinn 350 milljarðar kr. í lok ársins 2012 og stefnir í að verða nær 400 milljörðum í lok yfirstandandi árs.</p> <p>Þessar og aðrar skuldir ríkissjóðs eru orðnar rúmlega 1.500 milljarðar kr. sem nemur um 85% af vergri landsframleiðslu. Fyrirsjáanlegt hefur verið að þessa óheillaþróun yrði að stöðva áður en skuldastaðan færi að hamla enn frekar en orðið er getu ríkisins til að standa undir grunnþjónustu og velferðarkerfinu.</p> <p>Herra forseti. Öllum þessum skuldum fylgir gríðarlegur vaxtakostnaður. Í fjárlögum 2013 voru vaxtagjöld áætluð um 85 milljarðar kr. Frá árinu 2010 höfum við greitt 50 milljarða í vexti af lánum sem tekin voru til að endurfjármagna viðskiptabankana. Við gerum ráð fyrir rúmlega 11 milljarða vaxtakostnaði á næsta ári, bara vegna skuldsetningar sem til kom við endurreisn viðskiptabankanna. Halli undanfarinna ára sem stefnir í 400 milljarða í lok þessa árs, eins og áður segir, hefur verið fjármagnaður með innlendri skuldabréfaútgáfu og ef við horfum á vaxtagjöldin sem til falla vegna þeirrar útgáfu eru þau um 30 milljarðar árlega.</p> <p>Til að setja þessar tölur í eitthvert samhengi skulum við gera ráð fyrir því að mikill viðsnúningur yrði á rekstri ríkissjóðs, jafnvel svo góður að ríkissjóður færi að skila myndarlegum afgangi, segjum til dæmis 50 milljörðum kr. á ári. Það mundi engu að síður taka áratug að lækka skuldastöðuna um þriðjung væri honum öllum ráðstafað til að greiða niður skuldir.</p> <p>Í þessu sambandi mun því varla duga að horfa einungis til frekari ráðstafana í rekstrarreikningi ríkissjóðs, heldur mun einnig þurfa að ráðast í endurskipulagningu á efnahagsreikningnum. Árangursríkar ráðstafanir af slíkum toga gætu í senn lækkað skuldirnar og vaxtakostnaðinn sem gerði okur kleift að ráðstafa meiri afgangi til að greiða áfram niður skuldir og til að rýma til fyrir útgjöldum annarra málaflokka.</p> <p>Þar getur til dæmis komið til álita sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum til að greiða upp skuldir sem stofnað var til við endurfjármögnun þeirra og sala annarra eigna og verðmæta. Til ársloka 2012 hafði ríkissjóður greitt bönkunum um 50 milljarða kr. í vaxtagreiðslur af þeim skuldabréfum. Þær greiðslur þurfti í reynd að fjármagna með lántökum. Er því til nokkurs að vinna ef unnt verður að nýta þessar eignir til að vinda ofan af samsvarandi skuldum. Góðu fréttirnar eru þær að þessar eignir virðast ætla að standa undir því verðmati sem byggt er á í efnahagsreikningi ríkisins.</p> <p>Þá má nefna að endurskoða þarf stærð gjaldeyrisforðans með hliðsjón af þróun aðstæðna hverju sinni en hann hefur að miklu leyti verið fjármagnaður með erlendum lánum. Einnig þykir vera tilefni til að endurskoða fyrirkomulag á aðkomu ríkissjóðs að fjármögnun Seðlabankans og hvernig eiginfjárstaða bankans er ákvörðuð. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að stigið verði fyrsta skrefið í þessa átt með því að ekki verði greiddir frekari vextir til Seðlabankans með nýju skuldabréfi sem gefa þarf út í byrjun næsta árs í stað fyrra bréfs sem veitt var til að endurfjármagna bankann.</p> <p>Út af fyrir sig hafa verið góð rök til þess að bréfið, eins og það var lagt inn í bankann í upphafi, bæri hóflega vexti. Í millitíðinni hefur afkoma bankans verið með ágætum, eiginfjárstaða hans hefur byggst upp ári til árs og er nú um 100 milljarðar. Það þykja því ekki vera til staðar lengur nein sérstök rök til þess, á meðan ríkissjóður er rekinn með tuga milljarða halla en Seðlabankinn með góðum afgangi, að halda áfram miklum vaxtagreiðslum til bankans. Það sýnist ekki vera nein sérstök þörf til þess, þeim mun frekari þörf er til að bæta rekstrarafkomu ríkissjóðs.</p> <p>Samhliða áætlun um niðurgreiðslu skulda þarf að útfæra áætlun um hvernig mæta skuli um 350 milljarða skuldbindingum vegna lífeyrissjóða ríkisstarfsmanna. B-deildirnar stefna að óbreyttu í þrot árið 2026 og þyrftu þá allt að 33 milljarða árlega þegar allt er talið.</p> <p>Af öðrum skuldbindingum má nefna að ríkisábyrgðir vegna Íbúðalánasjóðs nema 940 milljörðum kr. Ríkissjóður hefur lagt Íbúðalánasjóði til 46 milljarða frá árinu 2009 sem að mestu hafa verið afskrifaðir. Reiknaður vaxtamunur útlána og lántöku sjóðsins nægir ekki til þess að standa undir rekstrarkostnaði, vanskil eru mikil við sjóðinn og uppgreiðsluvandinn er áfram til staðar. Verði þessar aðstæður óbreyttar er talið að leggja gæti þurft Íbúðalánasjóði til um 4,5 milljarða í rekstrarframlag í ár og á næsta ári, eins og gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2014. Við það mundu bætast frekari eiginfjárframlög og afskriftir ef fjárhagsstaða sjóðsins versnar enn frekar en nú eru aðgerðir í undirbúningi í ráðuneyti velferðarmála til að fyrirbyggja að það gerist.</p> <p>Ætlun fyrri ríkisstjórnar var að reka ríkissjóð réttu megin við strikið á þessu ári en það verður ekki niðurstaðan. Þó var ekki gert ráð fyrir nema 3,7 milljarða halla á fjárlögum ársins 2013 en samkvæmt endurmati verður hann 31,1 milljarður. Eins og áður segir stóðu upphaflegar áætlanir til þess að vera kominn í góðan afgang, fjárlögin fyrir yfirstandandi ár gerðu hins vegar ráð fyrir lítils háttar halla en það stefnir í að afkomubatinn verði mjög takmarkaður milli áranna 2012 og 2013. Ástæðurnar eru af ýmsum toga, tekjuáætlun ársins er lægri en til stóð og jafnframt komu fram talsverðir veikleikar á útgjaldahlið eftir samþykkt fjárlaganna.</p> <p>Vegna þessa var ljóst að án aðgerða stefndi í mikinn halla á næsta ári. Okkur reiknaðist það til að án aðgerða stefndi í um 27 milljarða halla. Auðvitað eru að baki slíkum útreikningum ýmsar forsendur sem menn geta tekist á um en svona blasti þetta við mér sem nýjum fjármálaráðherra ef ekki yrði gripið í taumana. Þetta skýrist af ýmsum þáttum, m.a. af því að við sáum fram á um 25 milljarða hækkun útgjalda frá fjárlögum 2013 vegna ýmissa skuldbindinga í tengslum við almannatryggingar og sjúkratryggingar, vegna verkefna í fjárfestingaráætlun fjárlaga 2013, framkvæmda á Bakka og margt mætti fleira nefna.</p> <p>Ýmsir veikleikar á tekjuhlið 2013 hafa auðvitað áfram áhrif á tekjuhorfurnar fyrir árið 2014 og útlit var fyrir viðvarandi halla út kjörtímabilið ef ekki yrði gripið til viðeigandi ráðstafana. Hagvöxtur hefur mjög mikil áhrif, á yfirstandandi ári er áætlað að virðisaukaskattstekjur verði um 5 milljörðum lægri en vonir stóðu til í samþykktum fjárlögum. Það skýrist að miklu leyti vegna minni umsvifa.</p> <p>Áframhaldandi hallarekstur er ekki kostur sem unnt er að taka. Því er gripið til ýmissa aðgerða til að stemma stigu við frekari halla á ríkissjóði ásamt tilheyrandi skuldasöfnun. Þar má nefna að gert er ráð fyrir að veltutengd hagræðing hjá ráðuneytum, sértækar aðhaldsaðgerðir og ákvörðun um að falla frá ýmsum nýlegum eða óútfærðum verkefnum skili samtals um 12 milljarða sparnaði.</p> <p>Eins og áður segir er einnig gripið til aðgerða á tekjuhlið. Tekjur ríkissjóðs af bankaskatti, sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki eins og hann heitir í lögunum, nema 1,1 milljarði kr. í ár. Sá skattur verður hækkaður og skattstofninn breikkaður þannig að hann nái einnig til fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Í lögum um bankaskattinn er nú að finna ákvæði sem undanþiggur fjármálafyrirtæki í slitameðferð þessum skatti. Ekki er talin ástæða til annars en að þessi fyrirtæki greiði bankaskatt með sömu rökum og önnur fyrirtæki í þessum geira hafa gert undanfarin ár. Þau rök eru tíunduð í lögunum, en þar segir að skatturinn sé meðal annars lagður á til að mæta þeim mikla kostnaði sem fallið hafi á ríkissjóð vegna hruns íslenska fjármálakerfisins.</p> <p>Gert er ráð fyrir að tekjur af skattinum á næsta ári nemi 14,2 milljörðum og að þar af komi 11,3 milljarðar frá fjármálafyrirtækjum í slitameðferð.</p> <p>Á móti kemur að almennur fjársýsluskattur verður lækkaður um 1,1 milljarð. Nettóáhrif af breytingum á sköttum á fjármálafyrirtæki eru því jákvæð um 13,2 milljarða. Meginþunginn verður hjá fyrirtækjum í slitameðferð en einnig verður tilfærsla á skattbyrði frá minni fjármálafyrirtækjum til stærri.</p> <p>Tryggingagjald verður einnig lækkað. Það lækkar í þrepum úr 7,34% í 7%. Um næstu og þarnæstu áramót lækkar það um 0,1 prósentustig í hvort sinn og um áramótin 2015/2016 um 0,14 prósentustig. Bein áhrif til lækkunar á útgjöldum fyrirtækja verða 3,8 milljarðar þegar breytingarnar verða komnar til framkvæmda að fullu. Samandregið munu skattar lækka á öll fyrirtæki nema stærri fjármálafyrirtæki. Ný ríkisstjórn hefur trú á því að minni álögur hafi jákvæð áhrif á gang efnahagslífsins, ekki síst hjá vinnuaflsfrekum atvinnugreinum og að þetta muni skapa svigrúm til fjárfestinga og kjarabóta til lengri tíma litið.</p> <p>Virðulegur forseti. Þrátt fyrir mikið aðhald og sparnað er það ásetningur ríkisstjórnarinnar að standa vörð um velferðarkerfið. Frumvarpið felur í sér aukin framlög til elli- og örorkulífeyrisþega og félagslegrar aðstoðar sem nema 5 milljörðum kr. vegna ýmissa breytinga á kjörum og réttindum þessa hóps en því til viðbótar vaxa þessi útgjöld um 3,4 milljarða vegna fjölgunar bótaþega og verðbóta á lífeyri. Að auki er lögð áhersla á að auka ráðstöfunartekjur heimilanna og í því skyni lækkum við tekjuskatt um 0,8 prósentustig í miðþrepinu, en um 80% greiða skatt af tekjum sínum í því þrepi.</p> <p>Átakið Allir vinna, með endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna byggingar og endurbóta íbúðar- og frístundahúsnæðis, verður framlengt. Frítekjumark vaxtatekna einstaklinga hækkað og með því um 200 milljónir skildar eftir hjá heimilunum sem ella hefðu runnið til ríkissjóðs í formi fjármagnstekjuskatts.</p> <p>Sömuleiðis hækkar frítekjumark barna og launaþak í fæðingarorlofi auk þess sem virðisaukaskattur á bleium lækkar. Loks verður tímabundin hækkun vaxtabóta til handa tekjulágum fjölskyldum framlengd og nýleg hækkun barnabóta varin. Lög gerðu ráð fyrir talsvert mikilli lækkun vaxtabóta við áramót þar sem hámarksvaxtabætur til hjóna hefðu getað fallið úr um 600 þús. kr. á ári niður undir um 300 þús. kr. Við þessu er brugðist með því að framlengja gildandi ákvæði og munar verulegu fyrir tekjulágar, skuldsettar fjölskyldur. Hækkun barnabóta á yfirstandandi ári var umtalsverð, um 24%. Barnabætur höfðu reyndar verið skertar nokkuð hressilega árin á undan en í þeirri þröngu stöðu sem ríkissjóður er var ekki sjálfgefið að hægt væri að standa við jafn mikla hækkun og raun ber vitni á þessu ári. Það er hins vegar niðurstaða ríkisstjórnarinnar að það skipti máli, ekki síst í ljósi upplýsinga frá Seðlabankanum um að það séu einmitt einkum barnafjölskyldur sem eiga erfitt með að ná endum saman.</p> <p>Síðustu ár hafa verið ár samfelldra skattahækkana. Það er því sérstaklega ánægjulegt að geta hafið skattalækkanir á bæði heimilin og fyrirtækin. Við stígum varlega til jarðar en við gefum fyrirheit um áframhaldandi skattalækkanir.</p> <p>Ný ríkisstjórn mun beita sér fyrir úttekt á skattkerfinu, bæði hvað varðar fyrirtæki og einstaklinga. Það verður unnið að því að auka skilvirkni kerfisins, draga úr letjandi áhrifum og skapa hvata til verðmætasköpunar. Sérstakt markmið verður að auka gegnsæi í skattlagningu einstaklinga. Flókið samspil útsvars, tekjuskatts með persónuafslætti og þremur skattþrepum, auk ýmissa bótakerfa, svo sem vaxtabóta og barnabóta með flóknum skerðingarreglum, leiðir til þess að nær útilokað er fyrir aðra en sérfróða að skilja skattkerfið.</p> <p>Farið verður í endurskoðun á vörugjöldum og virðisaukaskattskerfinu með það að markmiði að draga úr bili milli skattþrepa, fækka undanþágum og auka skilvirkni. Áhersla verður lögð á gott samráð í undirbúningi og tímasetningu breytinganna.</p> <p>Ég vil segja sérstaklega varðandi breytingar á virðisaukaskattskerfinu að hafi ég tekið rétt eftir er ágætissamhljómur á þinginu milli flokka um þær. Það er ágætissamhljómur hjá aðilum vinnumarkaðarins við hugmyndir um að gera breytingar í þessa veru. Ég bind þess vegna vonir við að við getum átt gott samstarf við að undirbúa slíkar breytingar en þær verða í eðli sínu alltaf gríðarlega viðkvæmar, bæði vegna neikvæðra áhrifa á þróun neysluverðsvísitölunnar, vegna þess að það eru svo margar nauðsynjavörur komnar í lægra þrepið, geta þessar breytingar verið erfiðar í framkvæmd og þeim mun mikilvægara að menn reyni að finna samstöðu, sérstaklega ef menn eru sammála um að breytingarnar gætu verið til góðs til lengri tíma litið. Ég horfi ekki á breytingar á virðisaukaskattskerfinu sem sérstaka tekjuöflun fyrir ríkið til skamms tíma, hins vegar trúi ég því að virðisaukaskattskerfið muni verða betra tekjuöflunarkerfi fyrir ríkið til lengri tíma ef þessar breytingar ná fram að ganga með því að fækka undanþágum og draga úr bilinu á milli þrepanna.</p> <p>Við höfum séð að illa útfærð og óhófleg skattheimta getur lamað framtak einstaklinga og dregur úr fjárfestingu og vinnuframboði auk þess sem tilviljanakenndar skattbreytingar og aðrar opinberar fjármálaaðgerðir leiða til óvissu sem aftur hamlar fjárfestingu. Af öllum þessum ástæðum þarf að vanda vel til verka þegar ríkisfjármálastefnan er mörkuð og skapa traust milli þeirra sem hafa vald til að leggja á skatta og þeirra sem greiða þá.</p> <p>Eftir framlagningu fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2014 hefur ýmislegt verið sagt í opinberri umræðu sem mér finnst ástæða til þess að staldra stuttlega við. Því er haldið fram að ný ríkisstjórn sé að kasta frá sér skattstofnum. Menn minnast sérstaklega á veiðigjöld í því sambandi. Hér er rétt að taka fram að þegar ný ríkisstjórn tók við voru lög um innheimtu veiðigjaldsins á næsta ári í raun og veru ekki framkvæmanleg. Það voru uppi hugmyndir um að taka marga milljarða til viðbótar við það sem áður hafði verið innheimt í veiðigjöld en ný ríkisstjórn stóð frammi fyrir því að lögin fyrir komandi fiskveiðiár voru óframkvæmanleg. Þegar skattstefnan fyrir sjávarútveginn var ákvörðuð í framhaldinu varð það niðurstaða ríkisstjórnarinnar að það væri ekki hægt með góðu móti að ganga lengra í þessari skattheimtu. Við höfum verið talsmenn þess allt síðasta kjörtímabil að í reynd hefði verið gengið of langt, sérstaklega þegar horft er til þess hvernig veiðigjöldin leggjast á einstök útgerðarfyrirtæki. Af þessari ástæðu finnst mér nokkuð holur hljómur í þeirri gagnrýni að ríkisstjórnin sé að kasta frá sér skattstofnum sem fyrri ríkisstjórn hafði ekki einu sinni útfært, hvað þá heldur reynt að innheimta þær háu fjárhæðir sem nefndar eru í þessu samhengi.</p> <p>Bankaskattur sem fyrri ríkisstjórn virðist ekki hafa þorað að leggja á þrotabúin tekur nú inn rúma 11 milljarða frá fjármálafyrirtækjum í slitameðferð. Eins og áður segir innheimti fyrri ríkisstjórn aldrei þessi háu gjöld af útgerðinni eins og hún segir að ný ríkisstjórn eigi að gera.</p> <p>Það er sagt að útgerðin njóti sérstakra forréttinda í skattkerfinu. Það er öðru nær, útgerðin greiðir alla skatta sem önnur fyrirtæki greiða en því til viðbótar greiðir hún um 10 milljarða í sérstakt veiðigjald. Í hverju liggja þá forréttindi þessarar greinar?</p> <p>Auðlegðarskatturinn verður lagður af á næsta ári, skattur sem leggst þungt á eldra fólk sem býr í skuldlausu húsnæði, í eðli sínu skattheimta sem gengur ekki upp nema í gjaldeyrishöftum sem við ætlum að afnema. Við erum sammála um það. Fyrrverandi hæstv. fjármálaráðherra Samfylkingarinnar hafði lýst því yfir opinberlega að hún mundi ekki vilja framlengja þennan skatt. Er það í lagi þegar sá ráðherra segir það en þegar ný ríkisstjórn tekur við og ákveður að láta skatt sem Vinstri grænir og Samfylkingin höfðu ákveðið sem tímabundinn skatt renna út er það ekki í lagi? Þá er það ekki í lagi.</p> <p>Rætt hefur verið um legugjöld sem eiga að skapa Landspítalanum tekjur upp á um 200 milljónir af 40 milljörðum sem renna til Landspítalans. Í heild fara yfir 45 milljarðar til sjúkrahúsa og sjúkrahúsþjónustu. Þetta er 0,5% af heildarupphæðinni. Ef þetta er það eina sem ágreiningurinn snýst um þegar kemur að stuðningi við spítalana hef ég svo sem ekki miklar áhyggjur. En við þurfum að skoða gjöld af þessum toga í samhengi við greiðsluþátttöku sjúklinga almennt og velta því fyrir okkur hvort eðlilegt sé að sumir sleppi án nokkurra gjalda frá sjúkrahúsþjónustu meðan aðrir sitja uppi með reikninga upp á kannski nokkra tugi þúsunda vegna svipaðrar eða algerlega sambærilegrar þjónustu og er verið að veita hinum.</p> <p>Auðvitað er gjaldheimta í heilbrigðiskerfinu alltaf sérstaklega viðkvæm og ekki neitt sérstakt ánægjuefni en ég lít svo á að tillögurnar sem snúa að heilbrigðiskerfinu séu raunhæfar. Þetta er heiðarleg tilraun til að forgangsraða í heilbrigðiskerfinu þannig að við á sama tíma getum varið grunnþjónustuna og unnið að markmiðinu um hallalaus fjárlög sem er hin eina raunverulega viðspyrna sem við getum haft til lengri tíma til að bæta í á þessu sviði og öðrum.</p> <p>Sambærileg gjöld eru lögð á í öðrum löndum, t.d. í Finnlandi, Svíþjóð og í Þýskalandi. Þar borga sjúklingar matargjöld og ég get fullyrt að hvorugur flokkanna sem situr nú í ríkisstjórn lagði þau á þar. Þess vegna kalla ég eftir því að menn taki þessa umræðu í örlítið víðara samhengi og skoði þátttöku sjúklinga í kostnaði við heilbrigðiskerfið á breiðum grunni.</p> <p>Við í stjórnarflokkunum höfum orðið fyrir gagnrýni eftir framlagningu frumvarpsins fyrir að lækka skatta ekki nægilega mikið á fyrirtæki. Eins og ég benti á hér undir stefnuræðu forsætisráðherra í gær eru stigin fyrstu skrefin, þau eru í rétta átt. Við gefum fyrirheit um að halda áfram á sömu braut og við hljótum jafnframt að horfa til þess sérstaklega þegar rætt er um tryggingagjaldið hversu mikilli byrði það veldur fyrirtækjunum í landinu. Þetta er launatengd gjaldtaka á sama tíma og fyrirtækin hafa hækkað laun um það bil tvöfalt umfram umsamdar launahækkanir. Það breytir því ekki að við trúum því að það sé rétt að halda launatengdum sköttum í hófi. Út á það gengur stefnan um lækkun tryggingagjaldsins.</p> <p>Sumir segja að það sé jafnframt röng forgangsröðun í skattalækkun á heimilin með því að lækka einungis miðþrep tekjuskattsins. Bent er á að þeir sem borga skatta í lægsta þrepinu hafi ekkert upp úr slíkri lækkun. Því er til að svara að þeir eru þegar í lægsta þrepinu. Við verjum verðtryggingu persónuafsláttarins og skattleysismörkin halda áfram að hækka í þessu frumvarpi eins og lög gera ráð fyrir. Þeir sem eru í lægsta þrepinu hafa sérstaka vernd í lögunum eins og þau eru fyrir. Þetta hljótum við að taka með í reikninginn þegar við berum saman það hvernig skattkerfið kemur við einstaka tekjuhópa.</p> <p>Virðulegi forseti. Það hefur verið halli á rekstri ríkissjóðs frá árinu 2008. Ég hef hér rakið hversu mikil skuldasöfnun ríkisins vegna hallarekstrarins er orðin. Þótt nú sé lagt fram fjárlagafrumvarp með lítils háttar afgangi er ljóst að áfram verður að herða umgjörð ríkisfjármálanna. Frá árinu 1992 hefur verið byggt á rammaskipulagi við fjárlagagerðina en nær undantekningarlaust hefur verið vikið frá upphaflegum ákvörðunum ríkisstjórnarinnar um útgjaldaramma í fjárlagaferlinu. Þá hafa umtalsverðar fjárheimildir verið veittar í fjáraukalögum ár hvert og þar með enn frekar vikið frá upphaflegum útgjaldaramma. Það virðist hafa verið allt að því ófrávíkjanleg regla að útgjöld aukist frá því sem gert er ráð fyrir í fjárlögum og að meðaltali hefur frávikið verið um 12% undanfarin tíu ár.</p> <p>Því er brýnt að þróa skýra, skilvirka og heildstæða umgjörð um opinber fjármál þar sem tekin er afstaða til þeirra þátta sem nútímalöggjöf um opinber fjármál tekur jafnan til, þar á meðal hagstjórnarlegra þátta. Unnið er að frumvarpi um opinber fjármál sem lagt verður fram á þessu þingi. Þar verður leitast við að styrkja allt fjárlagaferlið og tryggja efnislega umræðu um heildarframlög til málaflokka í stað umræðna um fjárheimildir til einstakra stofnana og viðfangsefna sem oft hafa reynst tafsamar og ómarkvissar. Með því móti verður skapaður grundvöllur fyrir hnitmiðaða umræðu um almenna stefnu í ríkisfjármálum fremur en einstakar ráðstafanir, ekki síst í efnahagslegu samhengi.</p> <p>Markmiðið er að tryggja vandaðan undirbúning stefnumörkunar í opinberum fjármálum, breytt og skýrari ábyrgðarskil löggjafar- og framkvæmdarvalds, aukinn aga og festu við opinbera fjárstjórn og framkvæmd fjárlaga, bætt eftirlit og síðast en ekki síst skýrari sýn á langtímamarkmið í fjármálum hins opinbera. Mér finnst sjálfsagt að láta þess getið að undirbúningur að gerð þessa frumvarps fór að mestu fram í tíð fyrri ríkisstjórnar, í upphafi í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þess vegna hef ég góðar væntingar um að gott samstarf geti tekist um að veita málinu framgang þegar það kemur hér fram. Ég ætla ekkert að fullyrða um að málið komi fullbúið þótt aðdragandinn hafi verið þó nokkur en veit að gott samstarf getur tekist hér í þinginu um að gera þá þær breytingar sem nauðsyn krefur og tryggja að þessi mikilvægu markmið verði í framhaldinu fest í lög.</p> <p>Það verður mælt fyrir um einfaldari framsetningu fjárlaga og að alþjóðlegum stöðlum við skýrslugerð og eftirlit verði fylgt. Það eykur gegnsæi við undirbúning, mótun og samþykki fjárlaga og gerir einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum kleift að afla sér greinargóðra upplýsinga um þróun opinberra fjármála. Áætlað er að innleiðing helstu efnisþátta frumvarpsins taki tvö til þrjú ár. Ég mundi gjarnan vilja sjá það gerast hraðar, ég mundi gjarnan vilja sjá okkur starfa sem mest í anda þeirra breytinga sem frumvarpið boðar um leið og það hefur verið samþykkt á þinginu.</p> <p>Virðulegi forseti. Samandregið er niðurstaða þessa fyrsta fjárlagafrumvarps nýrrar ríkisstjórnar að ríkissjóður verður rekinn með afgangi árið 2014 í fyrsta sinn í sex ár. Þessi niðurstaða næst með sértækum aðgerðum þrátt fyrir skattalækkanir, hærri bótagreiðslur almannatrygginga, verulegan stuðning við barnafólk og óbreyttar vaxtabætur til hinna tekjulægri. Um leið er stuðlað að fjárfestingu sem leiðir til hagvaxtar og kemur öllum Íslendingum til góða.</p> <p>Ég legg til, herra forseti, að frumvarpinu verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. fjárlaganefndar. Óska ég eftir góðu samstarfi við nefndina og vona að takast megi að afgreiða frumvarpið í samræmi við markmið þess um hallalausan rekstur ríkissjóðs á næsta ári.</p> <p>&#160;</p>

2013-06-11 00:00:0011. júní 2013Ræða fjármála- og efnahagsráðherra við stefnuræðu forsætisráðherra 10. júní 2013

<p align="right">*<em>Hið talaða orð gildir</em></p> <p>Hæstvirtur forseti, kæru Íslendingar<br /> </p> <p>Það er merkileg stund þegar þing er kemur saman í upphafi kjörtímabils. Nýir þingmenn taka sæti ásamt þeim sem hafa endurnýjað umboð sitt til að starfa í þágu almennings. Í því felst þungi starfa okkar, sem fáum notið þess heiðurs að sitja á Alþingi allra Íslendinga, að þjóna sem best við getum hagsmunum þjóðarinnar í bráð og lengd.<br /> </p> <p>Í fyrsta sinn í sögunni er mynduð ríkisstjórn þar sem enginn hefur gegnt ráðherradómi áður. Öll höfum við þó reynslu af störfum á Alþingi, þekkjum löggjafarstarfið og samspil framkvæmdar- og löggjafarvaldsins. Öll berum við einnig virðingu fyrir venjum og hefðum, en það má búast við að nýju fólki fylgi nýjar áherslur. Það á líka við um stjórnarandstöðuflokkana sem annað hvort hafa valið sér nýja forystu eða eru ný öfl í pólitíkinni.<br /> </p> <p>Af þeirra hálfu má strax finna vilja til að störf þingsins geti orðið undir merkjum meiri samstarfs og samstöðu en á nýloknu kjörtímabili. Það er mjög ánægjulegt og ég hlakka til að vinna með þingmönnum öllum að málum sem verða landsmönnum til heilla og framfara.<br /> </p> <p>Líkt og kom fram í ræðu nýkjörins forseta Alþingis, á fyrsta fundi þingsins, þurfa breytingar í vinnubrögðum þingsins að eiga sér stað og þær þurfa að koma innan frá, frá þingmönnum sjálfum.&#160; Aðbúnaður og aðstaða þingmanna skiptir hér einnig miklu.&#160; Frá því að ég tók sæti á Alþingi árið 2003 hef ég haft mikinn áhuga á því að styrkja þingið og auðvelda þingmönnum að rækja skyldur sínar.&#160; Þar er enn verk að vinna.<br /> </p> <p>Góðir landsmenn.<br /> </p> <p>Við ætlum að horfa fram á við. Verkin verða látin tala.&#160;<br /> </p> <p>Það skiptir okkur öllu að standa við gefin fyrirheit um að fylgja landinu inn í nýtt framfaraskeið. En um leið og við hugum að framtíðinni þurfum við að taka á aðkallandi málum sem eru forsenda þess að við getum farið af krafti í uppbyggingu.<br /> </p> <p>Þetta eru mál sem varða skuldir heimilanna, uppgjör við kröfuhafa og stöðu ríkissjóðs.&#160;<br /> </p> <p>Við ætlum okkur að endurskoða skattkerfið, einfalda það og lækka skatta þar sem það getur augljóslega létt undir með einstaklingum og fyrirtækjum, orðið til þess að örva hagvöxt og fjölga störfum.<br /> </p> <p>Jafnframt er mikilvægt að í fjárlagafrumvarpi ársins 2014 sjáist þess glögg merki að við ætlum okkur að stöðva hallarekstur og skuldasöfnun ríkissjóðs til þess að tryggja að afkoma hans verði aftur sjálfbær, - að við eigum fyrir fjármagnsgjöldum og lækkum þau markvisst næstu árin.&#160;<br /> </p> <p>Þótt þær tölur sem við höfum nú fengið um stöðu ríkisfjármálanna sýni verri stöðu en gert var ráð fyrir, breytir það ekki þeirri ætlan okkar að reka hér hallalausan ríkissjóð. Á yfirstandandi ári var samkvæmt fjárlögum stefnt að því að lækka hallann á ríkisrekstrinum verulega og nálgast heildarjöfnuð þegar fjárlög eru skoðuð á rekstrargrunni.<br /> </p> <p>Töluverðar breytingar hafa hins vegar orðið bæði á tekju- og útgjaldahliðinni frá því fjárlög voru afgreidd.<br /> </p> <p>Ákvarðanir sem teknar voru undir lok síðasta árs um aukin útgjöld byggðu á tekjum, s.s. arðgreiðslum og sölu eigna, sem eru ekki að skila sér að fullu, þar gæti vantað um 4 mia.kr.<br /> </p> <p>Hagvöxtur er minni en gert var ráð fyrir og má búast við lægri tekjum vegna þess um a.m.k. 4 milljarða.<br /> </p> <p>Þá er á þessu stigi útlit fyrir að ýmis umframútgjöld gætu orðið nálægt 6 mia.kr. Það verður þó tekið til skoðunar hjá ráðuneytum hvernig bregðast megi við þeirri stöðu.<br /> </p> <p>Þessu til viðbótar er rétt að gera ráð fyrir þeim möguleika að gjaldfæra þurfi verulegan hluta af fyrirhugðu 13 mia.kr. framlagi ríkisins til Íbúðalánasjóðs.<br /> </p> <p>Samanlagt breyta þessar forsendur myndinni í ríkisfjármálum allverulega og má, miðað við þessar forsendur, gera ráð fyrir að það stefni í sama halla og á fyrra ári eða rúmlega 30 milljarða.<br /> </p> <p>Til þess að vinda ofan af þessari stöðu verður ekki nóg að leggja áherslu á varfærni í ríkisútgjöldum, heldur verður hér að skapa umhverfi sem gefur af sér meiri hagvöxt en undanfarin ár.<br /> </p> <p>Vel rekinn ríkissjóður er liður í&#160; því að byggja upp traust fjárfesta á efnahagslegri endurreisn landsins, forsenda þess að hér verði hægt að aflétta gjaldeyrishöftum án þess að stefna stöðugleika í hættu og mikilvægur þáttur í því að lækka vexti, en hátt vaxtastig vinnur gegn fjárfestingu og framkvæmdum.<br /> </p> <p>Þetta eru því samrýmanleg markmið - að reka hallalausan ríkissjóð og auka hagvöxt.<br /> </p> <p>Traust er í þessu samhengi mikilvægt, traust fjárfesta á umhverfinu, traust almennings á því að við munum ekki leggja frekari byrðar á heimilin í landinu og traust okkar á að einstaklingar og fyrirtæki komi með okkur í þetta verkefni.<br /> </p> <p>Árangurinn veltur á endanum á dugnaði, heiðarleika og skynsemi. Við þurfum að leggja hart að okkur við uppbygginguna, við verðum að geta treyst því að allir taki þátt í henni og leggi sitt af mörkum til sameiginlegra sjóða og við verðum að horfast í augu við að við getum ekki gert allt í einu.<br /> </p> <p>En, við höfum mikla trú á því að byrja strax.<br /> </p> <p>Við höfum þegar lagt fram nokkur mál sem styðja við stefnu ríkisstjórnarinnar.<br /> Hæstvirtur forsætisráðherra fór yfir hér rétt áðan þingsályktunartillögu sem verður vegvísir fyrir starf næstu mánaða hvað varðar skuldir heimilanna.<br /> </p> <p>Á sviði skattamála er komið fram frumvarp um afturköllun virðisaukaskattshækkunar á ferðaþjónustu og einnig er væntanlegt frumvarp til breytingar á ýmsum skattalögum, sem miðar að lækkun eldsneytisskatta og skatta á raforku- og vatnsnotkun, svo dæmi sé tekið. Ég bind jafnframt vonir við að geta lagt fram frumvarp á sumarþingi um lægri virðisaukaskatt á barnaföt. Með þessu byrjum við að létta byrðar heimilanna og það er markmið okkar að auka ráðstöfunartekjur þeirra jafnt og þétt allt kjörtímabilið.</p> <p>Góðir Íslendingar.<br /> </p> <p>Sjálfstæðið er okkur mikilvægt. Til að ráða okkur sjálf og vera þjóð meðal þjóða. Slíkt sjálfstæði verður ekki einungis tryggt með lögum heldur þarf það einnig að endurspeglast í efnahagslegri getu og styrk. Sjálfstæði er nátengt frelsi og undanfarin ár höfum við þurft að búa við skert frelsi til athafna.<br /> </p> <p>Gjaldeyrishöftin hvíla eins og mara á íslensku efnahagslífi. Íslensk fyrirtæki standa höllum fæti gagnvart erlendum vegna þeirra, missa af mikilvægum tækifærum vegna seigju kerfisins og innlendir fjárfestar eiga erfitt með að dreifa áhættu í fjárfestingum sínum vegna takmarkana á fjármagnsflutningum.<br /> </p> <p>Meðan höftin standa erum við eins og gölluð vara í augum umheimsins. Ég hef stundum sagt að þau séu eins og blikkandi ljósaskilti yfir landinu sem á stendur: Varúð - við trúum ekki á virði gjaldmiðilsins - og það er ósanngjarnt að land sem býr yfir jafn miklum og spennandi tækifærum og Ísland skuli vera í þeirri stöðu.<br /> </p> <p>Því lengur sem við búum við þetta ástand, því óeðlilegra og veikara verður hagkerfi okkar. Flækjustig eykst, hætta skapast á bólumyndun og erfiðleikar við að aflétta höftum án verulegra áhrifa á efnahagslífið magnast stig af stigi.<br /> Ég hef þegar nefnt mikilvægi þess að ná tökum á hallarekstri ríkissjóðs, í tengslum við afléttingu gjaldeyrishafta, en fleira þarf að koma til.<br /> </p> <p>Í nánustu framtíð þarf að finna lausn vegna þrotabúa fallinna banka, sama gildir um aflandskrónuvandann og loks er þörf á endurfjármögnun stórra skuldbindinga. Undirbúningur að þessum aðgerðum er hafinn og við munum setja áætlun í þessum efnum í forgang með áherslu á að ljúka þessu verkefni sem fyrst - að því gefnu að niðurstaðan sé íslenska ríkinu hagfelld og þar með þjóðinni. Tíminn verður því ekki látinn ráða för, - það er niðurstaðan sem skiptir öllu.<br /> </p> <p>Hæstvirtur forseti - góðir landsmenn.<br /> </p> <p>Eitt af stóru málunum er að tryggja stöðugleika og sátt um kjaramál. Það er mikilvægt að stjórnvöld, vinnuveitendur, stéttarfélög og launþegar séu samstíga og samtaka í þeim aðgerðum sem farið verður í næstu ár.<br /> </p> <p>Við munum því hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir, meðal annars um lækkun tryggingagjalds og frekari lækkanir og breytingar á skattkerfinu, áður en til þeirra verður gripið.<br /> </p> <p>Með því að líta heildstætt á þessi mál má vinna gegn víxlverkun launahækkana og verðbólgu. Þannig tryggjum við að kjarabætur skili sér í raun og stuðlum að friði á vinnumarkaði.<br /> </p> <p>Á fyrstu dögum mínum í fjármálaráðuneytinu hef ég þegar orðið var við ríkan vilja á vinnumarkaði til þess að láta reyna á nýja nálgun, meiri langtímahugsun og traustari grunn að gerð kjarasamninga.&#160; Markmiðið er bætt kjör á traustum forsendum.&#160; Þetta eru jákvæð merki.<br /> </p> <p>Friður og sátt eru markmið í sjálfu sér sem eiga við í víðu samhengi. Við erum svo heppin að það er miklu fleira sem sameinar okkur en sundrar og við höfum sameiginlega hagsmuni af því að byggja hér upp framsækið samfélag sem byggir á fjölbreyttu atvinnu- og menningarlífi.<br /> </p> <p>Slíkt samfélag fagnar skapandi hugsun, framtakssemi og nýjungum, hefur í hávegum farsælar og rótgrónar atvinnugreinar og metur að verðleikum þær auðlindir sem því eru gefnar.<br /> </p> <p>Um það snúast áform okkar um að taka upp rammaætlun, að finna sameiginlegan flöt á virkjun og verndun. Að því hefur verið látið liggja að á bak við þá fyrirætlun sé einungis erindisrekstur fyrir stóriðjusinna. Það er rangt. Markmiðið er ekki að þjóna hagsmunum eins um fram annan, heldur að ná sátt um nýtingu auðlinda sem geta skapað hér græna orku um ókomna tíð - og um verndun svæða sem við erum sammála um að ekki skulu nýtt.<br /> </p> <p>Það er brýnt að höggva á hnút deilna um þessi mál. Það er skynsamlegt að leita til færustu sérfræðinga okkar um góð ráð og varanlega niðurstöðu.<br /> </p> <p>Einbeitum okkur svo að framtíðinni, að því lifa saman - og lifa af landinu, í sátt við það og hvert annað.<br /> </p>

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira