Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Friðriks Sophussonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
1998-02-18 00:00:0018. febrúar 1998Ræða á fundi um einkaframkvæmd 18. febrúar 1998

<p><strong>Fjármálaráðherratíð Friðriks Sophussonar 23. apríl 1995 - 16. apríl 1998</strong><br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong><em>Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra:</em></strong><br /> (á fundi um einkaframkvæmd 18. febrúar 1998)<br /> <br /> <strong>Um einkaframkvæmd</strong><br /> </div> <br /> <p>Góðir fundarmenn.<br /> <br /> Ég býð ykkur öll velkomin á þennan fund um einkaframkvæmdir. Líklega er þetta í fyrsta skipti sem hér á landi er haldinn fundur einvörðungu um þetta efni. Ég er hins vegar sannfærður um að umræðan um einkaframkvæmdir verður mjög fyrirferðarmikil á næstu árum eins og einkavæðingarumræðan hefur verið á þessum áratug.<br /> <br /> Mér er einnig sérstök ánægja að bjóða velkominn Henning Christophersen fyrrum fjármálaráðherra Danmerkur og framkvæmdarstjórnarmann Evrópusambandsins. Hann þekkir viðfangsefni dagsins vel og mun segja okkur frá því á eftir hvað er að gerast á þessu sviði í öðrum löndum.<br /> <br /> Markvisst hefur verið unnið að því á undanförnum árum að draga úr ríkisafskiptum hér á landi með einkavæðingu ríkisfyrirtækja og útboðum. Á þessu ári er ráðgert að selja hlutabréf ríkisins fyrir tæplega átta milljarða króna. Það er ekki hlutverk ríkisins að vera þátttakandi í atvinnurekstri sem einkaaðilar geta starfrækt betur. Það er trú mín að einkaframtakið geti einnig tekið að sér að sinna ýmsum verkefnum sem verða áfram á vegum ríkisins. Til eru leiðir sem farnar hafa verið hérlendis og má þar nefna útboð á rekstri. Nú ræðum við nýjar leiðir, sem reyndar hafa verið víða erlendis. Viðfangsefni dagsins í dag er aðferð,sem við köllum einkaframkvæmd.<br /> <br /> Á mínum vegum hefur á undanförnum mánuðum verið starfandi nefnd sem ætlað var að kanna kosti einkaframkvæmdar. Nefndinni var ætlað að kanna allar hliðar málsins og leggja línur um hvernig ríkið geti haft hag af þessari nýjung. M.a. þyrfti að skoða eftirfarandi atriði:</p> <ul> <li>Á hvaða sviðum opinbers rekstrar má nota einkaframkvæmd?</li> <li>Hverjir eru kostir og gallar einkaframkvæmdar fyrir rekstur ríkisins?</li> <li>Hvernig verður bókhaldi háttað um skuldbindingar, greiðslur og hugsanlega eignfærslu?</li> <li>Hvernig samræmist einkaframkvæmd gildandi lögum um skipan opinberra framkvæmda?</li> <li>Hvernig á að haga samningum um einkaframkvæmd?</li> </ul> <br /> <p>Nefndin er nú að ljúka störfum sínum og verður skýrsla hennar gefin út á næstunni. Samantekt úr skýrslu nefndarinnar liggur frammi hér á fundinum. Vonast ég til að umræðurnar hér á eftir, gagnist nefndinni við lokafrágang skýrslunnar.<br /> <br /> Á seinni árum hafa viðhorf til opinbers rekstrar verið að breytast. Ríkið sinnir ekki lengur eingöngu stjórnsýslu og grunnþörf í þjóðfélaginu. Ríkið er þvert á móti umfangsmikill rekstraraðili. Stjórnvöld líta því í vaxandi mæli til einkamarkaðarins til að nýta betur fé og auka afköst. Annars vegar er um að ræða almennar stjórnunaraðferðir í eigin rekstri. Hins vegar hefur ríkið tekið upp samstarf við einkamarkaðinn til að leysa verkefni sem það hefur sjálft sinnt. Lengst er gengið í þessum efnum með einkavæðingu, en þá er starfsemin eða verkefnið alfarið flutt frá ríki til einkaaðila. Má hér nefna rekstur prentsmiðju, lyfjaverslun, fiskvinnslu o.fl. Þá hafa ýmis þjónustuverkefni verið boðin út.<br /> <br /> Gerðir hafa verið samningar við sjálfseignarstofnanir eða einkaaðila um rekstur tiltekinnar starfsemi eins og umönnun aldraðra, krabbameinseftirlit og vistun barna og ungmenna. Og á allra síðustu árum hefur enn eitt form þessa samstarfs rutt sér til rúms en það er hin svonefnda einkaframkvæmd (e. private financing). Við notum hugtakið einkaframkvæmd hér á þessum fundi, en önnur heiti eins og t.d. einkafjármögnun hefur einnig heyrst.<br /> <br /> Þessari aðferð hefur verið beitt með góðum árangri í ýmsum löndum. Af þeim löndum sem næst okkur liggja hafa Bretar náð einna lengst. Þar hefur einkaframkvæmdaraðferðinni verið beitt við uppbyggingu og rekstur samgöngumannvirkja, fangelsa, sjúkrahúsa, skóla og upplýsingakerfa. Árangurinn birtist m.a. í eftirfarandi tölum:</p> <ul> <li>Í verkefnum á sviði vegagerðar hefur kostnaður verið 15% lægri að jafnaði en ef ríkið hefði annast vegalagninguna og rekstur veganna með hefðbundnum hætti.</li> <li>Með útboði á byggingu, fjármögnun og rekstri fangelsis hefur árlegur kostnaður reynst vera 10% lægri en gera hefði mátt ráð fyrir ef ríkið hefði sjálft annast málið.</li> <li>Dæmi eru um að kostnaður við að fela einkaaðilum rekstur umfangsmikilla tölvukerfa nemi allt að 60% lægri fjárhæð en sambærilegra verkefna á vegum ríkisins.</li> </ul> <br /> <p>Það er víðar en í Bretlandi sem ríkið hefur notfært sér þessa aðferð. Í Ástralíu t.d. er margt að gerast á þessu sviði. Má þar nefna að Ástralir hafa gengið lengra en aðrir í að bjóða út það sem kalla mætti kjarnastarfsemi í rekstri spítala s.s. lækningar og kennslu en ekki aðeins byggingar og stoðþjónustu fyrir slíkar stofnanir. Kanadamenn hafa sett sér metnaðarfull markmið á sviði einkaframkvæmdar en eru ekki komnir langt áleiðis. Einkaframkvæmd í vegagerð þekkist í Finnlandi, Spáni og Portúgal. Við uppbyggingu opinberrar þjónustu í Suður-Afríku hefur einkaframkvæmdaraðferðin verið notuð. Mikill áhugi er víða um heim á reynslu Breta.<br /> <br /> <strong>Hvað er einkaframkvæmd?</strong><br /> En hvað er einkaframkvæmd opinberra verkefna?<br /> <br /> Einkaframkvæmd felur það í sér að ríkið gerir samning við einkaaðila um að veita tiltekna þjónustu. Venjulega er um að ræða verkefni sem krefst umtalsverðrar fjárfestingar og er samningstíminn langur, jafnan 20-30 ár.<br /> <br /> Einkaframkvæmd er oft flokkuð eftir eðli verkefna eða samnings og hvernig greitt er fyrir þjónustu:</p> <ul> <li><em>Í fyrsta lagi eru það fjárhagslega sjálfbær verkefni.</em> Þar tekur einkafyrirtæki að sér að annast tiltekna þjónustu við almenning sem greiðir fyrir hana með notendagjaldi.</li> <li><em>Í öðru lagi er þjónusta seld ríkinu.</em> Þar tekur einkafyrirtæki að sér að annast þjónustu sem ríkið eitt er kaupandi að.</li> <li><em>Í þriðja lagi er síðan hlutaþátttaka ríkisins</em>. Í því tilfelli tekur einkafyrirtæki að sér að annast þjónustu sem að hluta til er greidd af ríkinu en að hluta með sjálfsaflafé.</li> </ul> <br /> <p>Með einkaframkvæmd verður ríkið kaupandi þjónustunnar frá einkaaðilum en ekki eigandi, framleiðslustjóri og rekstraraðili. Einkafyrirtæki verða veitendur þjónustunnar samkvæmt langtímasamningi og þau eiga þau tæki og mannvirki sem nauðsynleg eru til að veita þjónustuna. Þannig fer saman ábyrgð þess sem hannar, byggir, fjármagnar og þess sem annast rekstur þeirrar þjónustu sem óskað er eftir. Til að nefna dæmi um einkaframkvæmd í vegamálum þá byggir ríkið ekki lengur vegina heldur kaupir það aðgang að þeim. Ríkið byggir ekki og rekur fangelsi heldur kaupir það fangagæslu. Það kaupir ekki lengur tölvur og hugbúnað heldur upplýsingaþjónustu. Einkaframkvæmd snýst því ekki eingöngu um fjármögnun frá einkaaðilum eins og bein þýðing á hugtakinu Private Financing gefur til kynna heldur einnig um að notfæra sér megineinkenni og kosti einkarekstrar þar sem sparnaði er náð með hugkvæmni einkaframtaksins til að veita skilgreinda þjónustu með hagkvæmari hætti en ríkið getur. Einkaframkvæmd er þá ekki markmið í sjálfu sér heldur er hún ein af þeim leiðum sem til álita koma þegar verið er að skoða möguleika á að auka hagkvæmni og skilvirkni í rekstri ríkisins. Val á aðferð fer eftir aðstæðum og eðli þeirra verkefna sem til skoðunar eru.<br /> <br /> Möguleg hagkvæmni einkaframkvæmdar og þar með tök á að nota hana byggist á því að:</p> <ul> <li>Til staðar sé verkefni sem líklegt er að þekking einkaaðila geti leyst betur af hendi og hann getur framkvæmt án of mikilla afskipta opinberra aðila.</li> <li>Fyrirkomulag rekstrarins hafi þá eiginleika að fela megi einkaaðila að taka þá áhættu sem er til staðar og vænta má að komi upp á samningstímanum.</li> <li>Til staðar séu fyrirtæki sem hafi þekkingu og hæfni til að sjá um verkefni og áhuga á að bjóða í það.</li> </ul> <br /> <p>Mat á áhættu er sá þáttur sem erfiðast er að meta við skoðun á verkefnum til einkaframkvæmdar. Það mat ræður líka oft mestu um hagkvæmni verkefnisins. Þekktasta dæmið um áhættu er líklega við hönnun og byggingu mannvirkja þar sem reynsla ríkisins er oft sú að veruleg hækkun verður á þessum þáttum frá upphaflegri áætlun til verkloka.<br /> <br /> Meginsjónarmiðin varðandi það hvort ríki eða einkaaðili eigi að bera áhættuna er að hún liggi hjá þeim sem getur dregið úr henni með sem minnstum tilkostnaði. Þannig má það ekki verða markmið í sjálfu sér að flytja alla áhættu frá ríki til einkaaðila. Þá á að fela einkaaðila að taka þá áhættu sem ætla má að hann ráði við að lágmarka með einhverjum hætti.<br /> <br /> Hagkvæmni einkaframkvæmdar verður minni ef gengið er of langt í að færa áhættu frá ríki til einkaaðila. Ríkið greiðir fyrir það með hærra verði ef áhættunni er óskynsamlega skipt milli aðila. Til að tryggja hagkvæmni og sparnað verður því að meta hvar þessi mörk skulu liggja. Í samningi má ekki setja svo þröngar skorður að það hamli starfseminni á einhvern hátt. Ef ríkið hyggst geta haft áhrif á ýmsa rekstrarlega þætti og gerir of miklar kröfur um það hvernig starfseminni skuli háttað þá hækkar tilboðsgjafi einfaldlega verðið og möguleikum til sparnaðar fækkar. Helsti ábati af færslu áhættu til einkaaðila er að hún hvetur seljandann til að veita góða og hagkvæma þjónustu á réttum tíma. Seljandi einkaframkvæmdar fær ekki greitt fyrir þjónustuna fyrr en hún er innt af hendi og greiðslur eru háðar því að þjónustan hafi verið í samræmi við þær kröfur sem settar voru. Þannig eru dæmi þess í Bretlandi að rekstraraðili hafi lokið byggingu mörgum mánuðum fyrr en hefði gerst með hefðbundnum aðferðum. Þetta leiðir til þess að fjárfestingin nýtist fyrr með þeirri hagkvæmni sem í því kann að felast.<br /> <br /> <strong>Útbreiðsla einkaframkvæmdar</strong><br /> Framan af voru aðferðir einkaframkvæmdar fyrst og fremst notaðar í samgöngumálum. Áratugum saman hefur það tíðkast að hraðbrautir á meginlandi Evrópu hafa verið fjármagnaðar og reknar af einkaaðilum. Það sama má segja um samgöngumannvirki víðar í heiminum. Einkaframkvæmd hentar enda einkar vel á þessu sviði. Um er að ræða rekstur sem krefst umfangsmikillar fjárfestingar sem hefur langan líftíma, áhætta er nokkur og auðvelt að koma við gjaldtöku.<br /> <br /> Það er hins vegar styttra síðan farið var að nýta einkaframkvæmd á öðrum sviðum. Á undanförnum árum hefur það þó færst í vöxt og má þar nefna byggingu og rekstur sjúkrahúsa, menntastofnana og fangelsa. Nýlega hóf sænska verktakafyrirtæki Skanska rekstur fangelsis á Bretlandseyjum fyrir bresk fangelsismálayfirvöld. Skanska hafði hannað og reist fangelsisbyggingarnar og tók jafnframt að sér rekstur fangelsisins.<br /> <br /> Einkaframkvæmd má nota á nánast hvaða sviði sem er þegar saman fer rekstur og fjárfesting. Við ákvörðun á því hvort nota eigi einkaframkvæmd þarf að meta hvort aðferðin sé hagkvæmust til að leysa tiltekið viðfangsefni. Taka þarf tillit til kostnaðar við undirbúning annars vegar og hins vegar hvort koma má rekstrinum fyrir með öðrum hætti, annað hvort hjá stofnun sem fyrir er eða með því að einkavæða viðfangsefnið að öllu leyti.<br /> <br /> Seljandi þjónustu sem ríkið gerir samning við er jafnan fyrirtæki sem sérstaklega er sett á fót til að framkvæma samninginn. Samstarfsaðilar sem eiga og reka fyrirtækið koma iðulega úr ólíkum áttum. Verktakafyrirtæki og fjárfestar hafa jafnan haft frumkvæði að þátttöku í útboðum á einkaframkvæmd en í vaxandi mæli hafa rekstraraðilar frumkvæði að tilboðum eftir því sem fleiri fyrirtæki verða til á sviðum, þar sem kostir einkaframkvæmdar njóta sín best. Í sjálfu sér er æskilegast að rekstraraðilar eigi frumkvæði að tilboði og stýri hlutverki seljanda. Með því móti er megináhersla lögð á þjónustuþáttinn í verkefninu en ekki verklega framkvæmd eða lánveitingu.<br /> <br /> <strong>Einkaframkvæmd á Íslandi</strong><br /> Það er niðurstaða nefndarinnar, sem fjallað hefur um málið, að innlendur fjármagnsmarkaður ásamt opnum aðgangi að þjónustu erlendis muni veita viðunandi fjármögnun og ráðgjöf við einkaframkvæmd á Íslandi.<br /> <br /> Innlendur sparnaður mun vaxa mjög á næstu árum. Fyrirsjáanlegt er að lánsfjárþörf ríkisins muni minnka og að samtímis munu eignir lífeyrissjóða vaxa um 7-8% á ári. Lífeyrissjóðir munu því væntanlega fjárfesta í síauknum mæli í öðrum eignum en ríkisverðbréfum og ættu að taka hugmyndum um einkaframkvæmd fagnandi. Tilfærsla verkefna og hugsanlega aukin fjárfesting munu skapa ný tækifæri til ávöxtunar innanlands, þar sem í boði verða verðbréf með nokkru hærri ávöxtun en ríkisskuldabréf enda verður áhættan meiri. Öll rök hníga að þeirri niðurstöðu að innlendur fjármagnsmarkaður ætti með vaxandi sparnaði þjóðarinnar að ráða við þau verkefni sem verða til, sérstaklega þegar haft er í huga, að væntanlega verður farið hægt í sakirnar til að byrja með.<br /> <br /> Íslenskur fjármagnsmarkaður hefur tekið gífurlegum framförum á liðnum áratug. Innlendir bankar, verðbréfafyrirtæki og aðrar lánastofnanir eru burðugri og faglegri en áður og þar af leiðandi betur í stakk búnar til að takast á við slík verkefni. Samtímis hefur markaður fyrir skuldabréf og hlutabréf eflst og á fjármálamarkaði er fjárhæð markaðsverðbréfa nú nær þrefalt hærri en heildarinnlán í bönkum og sparisjóðum. Þessari þróun er á engan hátt lokið.<br /> <br /> Öflugur verðbréfamarkaður og samkeppni fjármálafyrirtækja og ráðgjafa ásamt frjálsum aðgangi að þjónustu erlendis mun standa einkaaðilum til boða við fjármögnun og rekstur verkefna. Fyrir þessa aðila verður einkaframkvæmd krefjandi viðfangsefni sem án efa getur stuðlað að frekari þróun innlenda fjármagnsmarkaðarins.<br /> <br /> Ég tel fyrirsjáanlegt að á næstu árum muni verkefnum, þar sem einkaframkvæmdaraðferðinni er beitt, fjölga verulega. En hér á landi erum við enn á undirbúningsstigi og þurfum að skoða vandlega alla kosti í þessu eins og öðru.<br /> <br /> Einkaframkvæmd er bæði tímafrek og dýr í útfærslu. Við val á verkefnum þarf að leggja megin áherslu á þau verkefni sem skila mestri arðsemi fyrir þjóðfélagið. Einkaframkvæmdarnefndin leggur til að ríkisstjórnin samþykki að stefnt verði að því að færa nokkur verkefni ríkisins til einkaaðila með einkaframkvæmd á næstu árum. Eftirfarandi verkefni sem öll eru á framkvæmdaáætlun ráðuneyta voru til skoðunar:</p> <ul> <li>Reykjavíkurflugvöllur</li> <li>Heilsugæsla á höfuðborgarsvæði</li> <li>Iðnskólinn í Hafnarfirði</li> <li>Gæsluvarðhaldsfangelsi</li> </ul> <br /> <p>Nefndin leggur til að þessi verkefni verði athuguð með tiliti til hagkvæmni þess að einkaframkvæmdaraðferðinni verði beitt.<br /> <br /> <strong>Reykjavíkurflugvöllur</strong><br /> Ég ætla nú að lýsa nánar einu þessara verkefna til að skýra hvernig einkaframkvæmd gengur fyrir sig. Ég vil taka það sérstaklega fram að hér er einungis um eitt tiltekið dæmi sem sett er fram til að sýna útfærslu einkaframkvæmdar.<br /> <br /> Samkvæmt hefðbundnum leiðum ætti ríkið að hanna og bjóða út endurbyggingu flugbrautanna á Reykjavíkurflugvelli, byggja flugstöð og fjármagna hvort tveggja með skattfé eða lántökum ríkisins. Ríkisstofnun annaðist svo reksturinn eins og verið hefur. Til hvers er ríkið að eiga og reka flugvelli og flugstöðvar? Hlutverk ríkisins er fyrst og fremst að sjá til þess að samgöngumannvirki séu til staðar og að fólk geti komist milli áfangastaða. Ef ríkið getur séð til þess að rekstrarumhverfi einkafyrirtækja sé þannig að þau geti annast þessa þjónustu er hagkvæmara að þau geri það sjálf.<br /> <br /> Hugmyndin um einkaframkvæmd fellur að mörgu leyti vel að starfseminni á Reykjavíkurflugvelli.<br /> Með einkaframkvæmd væri einkaaðilum falin bygging og rekstur flugbrauta, bygging og rekstur flugstöðvar og öll þjónusta við flugumferð.</p> <ul> <li>Í útboðslýsingu verði við það miðað að seljandi yfirtaki alla núverandi aðstöðu til flugrekstrar á Reykjavíkurflugvelli sem nú tilheyrir flugmálayfirvöldum. Ítarlegar lýsingar liggja fyrir um það frá alþjóðlegum stofnunum hvaða kröfur þarf að uppfylla við byggingu flugbrauta til að yfirvöld heimili flugumferð um flugvöllinn.</li> </ul> <br /> <p>Flugmálastjórn í Reykjavík annast nú allan rekstur á flugvellinum sem tengist flugstarfsemi. Má þar nefna snjóruðning, slökkvilið, viðhald og flugumferðarstjórn. Alla þessi þjónustuþætti mætti fela einkaaðilum.</p> <ul> <li>Flugvallarfyrirtækinu verði veitt verulegt svigrúm til að ákveða hvaða starfsemi verður í flugstöðinni og á flugvallarsvæðinu. Kröfur stjórnvalda í útboðslýsingu verði að flugfélög og flugfarþegar eigi greiðan aðgang að þjónustunni.</li> <li>Tekjur flugvallarfyrirtækisins verði fyrst og fremst þjónustugjöld sem greidd eru af notendum flugvallarins. Ætla má að þau muni ekki duga og má því gera ráð fyrir að ríkið greiði árlega fasta greiðslu til að standa undir hluta kostnaðar. Flugvallargjald renni eftir sem áður í ríkissjóð. Í útboðslýsingu liggi fyrir hvaða reglur gildi um gjaldskrá lendingargjalda, leigugreiðslur flugrekstraraðila í flugstöð og aðra gjaldtöku flugvallarfyrirtækisins sem telja má einkasölu. Til fyrirtækisins renni öll lendingargjöld af flugi um flugvöllinn auk leigutekna í flugstöð. Þá fái það allar þjónustutekjur sem kunna að verða til af starfsemi á flugvellinum. Í útboði bjóði það síðan í hvert árlegt meðlag ríkisins þurfi að vera, ef eitthvað. Gerðar verði skýrar kröfur um að engar tekjur renni til rekstrarfyrirtækis fyrr en endurbótum á flugbrautum er að fullu lokið.</li> <li>Ef farin verður hefðbundin leið við uppbyggingu Reykjavíkurflugvallar verða annars vegar endurbætur á flugbrautum gerðar í nokkrum áföngum eftir því sem flugmálaáætlun leyfir og hins vegar verður bygging flugstöðvar fjármögnuð af skattfé og lántökum ríkisins. Með því að einkaframkvæma (ef svo má að orði komast) mun rekstraraðili hafa hag af því að ljúka endurbótum flugbrauta og byggingu flugstöðvar sem fyrst. Fyrr fær hann jú ekki tekjur til að standa undir fjárfestingu sinni.</li> <li>Samningstími verði 30 ár. Að samningstíma loknum færist eignarhald flugbrauta til ríkisins. Um önnur mannvirki á flugvallarsvæðinu í eigu rekstrarfyrirækis eða á vegum þess, verði gerður lóðarleigusamningur til 50 ára og að þeim tíma liðnum geti ríkið krafist þess að hvert mannvirki verði fjarlægt eða eignarhald færist til ríkisins.</li> <li>Ætla má að undirbúningur og útboð taki 12 – 15 mánuði. Það þýðir að ef ákvörðun liggur fyrir fljótlega um að fara þessa leið gætu framkvæmdir hafist vorið 1999.</li> <li>Vafalítið mun verða áhugi á þessu verkefni hjá fjárfestum og verktökum. Þá má ætla að fyrirtæki víða um heim sem sérhæft hafa sig í rekstri flugvalla og flugstöðva muni sýna þessu útboði áhuga. Kynna verður vel þessi áform ríkisins til að tryggja víðtækan áhuga.</li> </ul> <br /> <strong>Áhætta ríkisins</strong> <br /> <p>Ég hef nú rakið hugmyndir sem uppi eru um hvernig einkaframkvæmdaraðferðin getur nýst hérlendis. Í allri umræðunni verðum við þó að hafa í huga að einkaframkvæmd getur reynst varhugaverð ef ekki er vandað til undirbúnings í hvívetna og ef þáttur ríkisins er að einhverju leyti óljós eða ábyrgð og áhætta ríkisins umtalsverð. Einkaframkvæmd verður að byggja á tveimur meginþáttum:<br /> <br /> <em>Í fyrsta lagi</em> verður reglan að vera sú að öll verkefni séu hagkvæm og fyllstu varfærni gætt í meðferð þess almannafjár sem varið er til verkefnisins til lengri og skemmri tíma.<br /> <br /> <em>Í öðru lagi</em> verður fyrirtækið að taka á sig stærstan hluta áhættu vegna verkefnisins. Þetta seinna atriði er talið vera lykillinn að vel heppnaðri einkaframkvæmd.<br /> Einkaframkvæmd getur reynst varhugaverð ef ríkið tekur á sig verulegar ábyrgðir eða skuldbindingar vegna tiltekinna verkefna eða hyggst greiða há notendagjöld, svokölluð skuggagjöld. Skuggagjöld fela í sér að t.d. einkaaðili leggur tiltekinn veg og rekur hann en ríkið greiðir ákveðið gjald fyrir hverja bifreið sem fer um veginn.<br /> <br /> Í þessari aðferð felst viss hætta: <em><u>Í fyrsta lagi</u></em> tekur ríkið umtalsverða áhættu enda þótt hún sé minni en við hefðbundnar framkvæmdir ríkisins. <em>Í öðru lagi</em> getur þessi aðferð boðið heim freistingu – ekki síst fyrir stjórnmálamenn – því að ábyrgð ríkisins er mikil. Framkvæmdir sem setið hafa á hakanum vegna fjárskorts komast allt í einu á dagskrá þar sem utanbókhaldsaðferð einkaframkvæmdar hefur síður áhrif á reikningsskil ríkisins en venjulegar opinberar framkvæmdir. Slíkt kann að leiða til þeirrar hugsunar sem við þekkjum svo vel: Framkvæmum nú og greiðum síðar. Þrátt fyrir að ríkið taki á sig töluverðar ábyrgðir eða skuldbindingar til tuttugu ára þarf slíkt ekki að hafa áhrif á ársuppgjör ríkisins fyrir viðkomandi ár. Afkoma verður óbreytt. Þannig mætti byrja með misarðbærar framkvæmdir án þess að það hefði áhrif á stöðu ríkissjóðs til skamms tíma. Þetta verðum við að hafa hugfast í allri umræðunni um einkaframkvæmd sem byggir á föstum greiðslum frá ríkinu eða skuggagjöldum. Þess vegna undirstrika ég þetta hér.<br /> <br /> <strong>Lokaorð</strong><br /> Góðir fundarmenn,<br /> <br /> Ég er sannfærður um að einkaframkvæmd mun hasla sér völl hérlendis á næstu árum og að með þessari aðferð verður hægt að hraða uppbyggingu mannvirkja, örva hagvöxt og bæta lífskjör.<br /> <br /> Hér á landi eins og annars staðar ríkir vaxandi skilningur á því að ríkið eigi ekki að vasast í atvinnurekstri. Það eru ekki nema rúm tíu ár síðan umræðan snerist um það hvort ríkið ætti að reka almenna atvinnustarfsemi. Segja má að við séum nú komin að nýjum þáttaskilum í einkavæðingarumræðunni: Einkaaðilar geta alfarið átt og rekið mannvirki og starfrækt þjónustu sem áður þótti eðlilegt að eingöngu ríkið hefði með höndum.<br /> <br /> Þessi nýja hugsun – eða hugmynd, sem við köllum einkaframkvæmd – er eðlilegt framhald af því, sem hefur verið að gerast á undanförnum tuttugu árum í verkaskiptingu ríkis og einkafyrirtækja.<br /> <br /> Mín trú er reyndar sú að enn sé vaxandi skilningur á því að færa þurfi valdmörkin til milli ríkis og einkareksturs. Það er að mínu áliti eðlileg leiðrétting á þeirri stefnuskekkju sem varð þegar okkur bar af leið á fyrri hluta aldarinnar, meðal annars vegna heimsstyrjalda og heimskreppu. Í stað þess ofmats á mætti ríkisvaldsins, sem fylgdi í kjölfar þessara áfalla, hefur komið raunsætt mat á gildi einkaframtaksins og markaðslögmálsins, sem skila bestum lífskjörum þegar leikreglurnar eru í lagi.<br /> </p>

1998-02-17 00:00:0017. febrúar 1998Afgangur á ríkissjóði í fyrsta sinn síðan 1984. Fjármálaráðherratíð Friðriks Sophussonar 23. apríl 1995 - 16. apríl 1998.

<p><strong>Fjármálaráðherratíð Friðriks Sophussonar 23. apríl 1995 - 16. apríl 1998</strong><br /> <br /> </p> <p>Sú var tíðin að íslensk fyrirtæki sem áttu í nánum samskiptum við erlend fyrirtæki, þurftu að upplýsa þau um að verðbólga væri hér mun meiri en í öðrum Evrópuríkjum, verðmæti íslensku krónunnar væri sífellt að minnka og tekjuskattar fyrirtækja væru tiltölulega háir. Eðlilega drógu slíkar fregnir úr áhuga útlendinga á að eiga samskipti við íslensk fyrirtæki.<br /> <br /> Nú hefur blaðinu verið snúið við. Verðlag og gengi er stöðugt og skattalegt umhverfi fyrirtækja vel viðunandi í samanburði við það sem er í öðrum ríkjum. Víða sjást þess merki að menn séu að "virkja stóriðjuna í kollinum" á ýmsum sviðum svo að gripið sé til líkingar Einars Más Guðmundssonar, þegar hann fjallaði nýlega um menninguna. Og möguleikarnir virðast óþrjótandi. Nægir að nefna nýlegan milljarðasamning Íslenskrar erfðagreiningar við svissneskt risafyrirtæki. Þjóðin má hins vegar ekki sofna á verðinum heldur verðum við að kappkosta að viðhalda lágri verðbólgu, stöðugu gengi og öflugu atvinnulífi. Þannig örvum við best nýsköpun í íslensku atvinnulífi og bætum lífskjörin. Eitt mikilvægasta verkefnið í því sambandi er að skila ríkissjóði með afgangi og draga úr skuldum ríkisins.<br /> <br /> <strong>Afkoma ríkissjóðs hefur batnað</strong></p> <p>Á undanförnum árum hefur afkoma ríkissjóðs batnað verulega. Árið 1991 var ríkissjóður rekinn með halla sem nemur 15 milljörðum króna á núgildandi verðlagi, en árið 1997 varð hins vegar afgangur á rekstri ríkissjóðs. Afgangurinn nam tæplega 1.200 milljónum króna, samanborið við rúmlega 100 milljón króna áætlaðan afgang í fjárlögum. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1984 að ríkissjóður er rekinn með afgangi. Reyndar er afkomubatinn enn meiri, eða nálægt 5 milljörðum, þegar tekið er tillit til 3,5 milljarða króna greiðslu vaxtagjalda vegna sérstakrar innlausnar spariskírteina, en ekki var áætlað fyrir því í fjárlögum. Afkoma ríkissjóðs árið 1997 er því í raun og veru nálægt 20 milljörðum betri en árið 1991. Góð rekstrarafkoma endurspeglast í lítilli lánsfjárþörf ríkissjóðs, en hún nam um 600 milljónum króna og þarf einnig að fara aftur til ársins 1984 til að finna minni lánsfjárþörf.<br /> <br /> Heildartekjur ríkissjóðs á síðasta ári námu 131,9 milljörðum króna, eða 5,7 milljörðum meira en áætlað var í fjárlögum. Þessi tekjuauki stafar fyrst og fremst af meiri umsvifum í efnahagslífinu en ráð var fyrir gert, meðal annars vegna aukins kaupmáttar heimilanna í kjölfar nýrra kjarasamninga, lækkunar tekjuskatts og minna atvinnuleysis. Nær helming tekjuaukans má rekja til meiri launa- og tekjubreytinga en forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir. Auk þess jukust tekjur af vörugjöldum verulega, aðallega vegna mikils innflutnings bíla.<br /> <br /> <img class="big" alt="Afkoma ríkissjóðs á verðlagi 1998" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/embedded/fr-2greinfeb98/0.C44.gif" /><br /> <br /> Heildarútgjöld ríkissjóðs á síðasta ári námu 130,7 milljörðum króna, eða 4,6 milljörðum meira en í fjárlögum. Þar af stafa 3,5 milljarðar af auknum vaxtaútgjöldum vegna sérstakrar innlausnar spariskírteina. Það sem eftir stendur má einkum rekja til aukinna útgjalda til heilbrigðis- og menntamála. Hlutfall útgjalda af landsframleiðslu var með lægsta móti á síðasta ári og hefur þá verið tekið tillit til áhrifa flutnings grunnskólans til sveitarfélaga.<br /> <br /> </p> <p><strong>Erlendar skuldir ríkissjóðs lækka</strong></p> <p>Betri rekstrarafkoma ríkissjóðs og minnkandi lánsfjárþörf skapaði svigrúm til þess að greiða niður skuldir rikissjóðs. Þannig lækkuðu erlendar skuldir ríkissjóðs um 6S milljarð króna á síðasta ári. Ennfremur hefur verðbréfaútgáfa ríkissjóðs verið endurskipulögð með það fyrir augum að stuðla að lækkun vaxta. Loks má nefna að lánskjör íslenska ríkisins erlendis hafa batnað verulega að undanförnu í kjölfar þess að bandarísku matsfyrirtækin, Moody's og Standard & Poor's, hækkuðu lánshæfismat þess.<br /> Árið 1997 er afkoma ríkissjóðs í síðasta sinn gerð upp samkvæmt eldri uppgjörsreglum (á svokölluðum greiðslugrunni). Frá og með fjárlagaárinu 1998 er afkoman metin á rekstrargrunni, auk þess sem sýndar eru sjóðshreyfingar innan ársins. Þessar breytingar torvelda samanburð milli gömlu og nýju uppgjörsaðferðanna. Áætlanir benda hins vegar til að afkoma ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum ársins 1998 muni sýna tæplega 3 milljarða króna afgang, miðað við eldri uppgjörsaðferðir. Samkvæmt því mun afkoma ríkissjóðs áfram vera góð árið 1998.<br /> <br /> <strong>Batnandi afkoma skilar sér í bættum lífskjörum</strong></p> <p>Góð hagstjórn og batnandi afkoma ríkissjóðs eiga drjúgan þátt í því að íslenskt efnahagslíf hefur styrkst verulega að undanförnu. Vextir hafa farið lækkandi, verðlag verið stöðugt og hagvöxtur verið mikill. Jafnframt hefur kaupmáttur heimilanna aukist ár frá ári, eða sem nemur 11% frá árinu 1994, og spáð er yfir 5% aukningu til viðbótar á árinu 1998.<br /> <br /> Þótt mikilvægt sé að skila afgangi á ríkissjóði má ekki gleyma því að það er ekki endanlegt markmið í sjálfu sér heldur leið til þess að ná öðrum markmiðum eins og að lækka skuldir, viðhalda lágri verðbólgu, treysta atvinnulífið og auka sparnað. Með því móti munu fyrirtæki halda áfram að treysta samkeppnisstöðu sína og renna stoðum undir aukið atvinnuöryggi og bætta afkomu heimilanna í landinu.<br /> <br /> <br /> </p>

1998-02-14 00:00:0014. febrúar 1998Ræða flutt á ársfundi Samtaka landflutningamanna 14. febrúar 1998

<p><strong>Fjármálaráðherratíð Friðriks Sophussonar 23. apríl 1995 - 16. apríl 1998</strong><br /> </p> <div align="center"> <strong>Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra:</strong><br /> (Á ársfundi Samtaka landflutningamanna 14. febrúar 1998) </div> <strong>Ágætu fundarmenn.</strong><br /> <br /> Mér er ljúft að verða við beiðni Samtaka landflutningamanna að flytja erindi hér á ársfundi samtakanna. Í ræðu minni mun ég fjalla um þau málefni sem helst hafa verið á döfinni að undanförnu og lúta að skattlagningu á stéttir atvinnubílstjóra. Tímans vegna gefst því miður ekki tækifæri til að fara ítarlega yfir einstök málefni, og mun ég því reyna að takmarka umfjöllunina við þau atriði sem mér þykir líklegast að veki áhuga manna. Ég geri hins vegar ráð fyrir því að þið hafið áhuga á að beina til mín fyrirspurnum að loknu erindi mínu, og mun ég reyna að svara þeim eftir bestu getu. Með mér á fundinum eru Bergþór Magnússon og Hermann Jónasson, en þeir hafa unnið að þessum málum á vegum ráðuneytisins.<br /> <br /> Það mál sem mest hefur verið í umræðunni að undanförnu er hugsanleg upptaka olíugjalds í byrjun næsta árs og frumvarp sem nú er til meðferðar á Alþingi í tengslum við það. Ég mun því fyrst og fremst fjalla um olíugjaldið, og þá einkum þær tillögur sem fram koma í frumvarpinu um <strong>fjárhæð olíugjalds</strong> og um <strong>sérstakt kílómetragjald</strong> á þyngri ökutæki,<strong></strong>svo og um hugsanlegt <strong>framhald málsins.</strong> Einnig mun ég fjalla nokkuð um <strong>vörugjald af atvinnubifreiðum</strong> og loks kem ég inn á <strong>samkeppnisstöðu aðila</strong> sem stunda flutninga innan lands á vörum í beinu framhaldi af flutningi varanna til landsins, eða svokallaða "door to door" flutninga. - En fyrst ætla ég að ræða um olíugjaldið.<br /> <br /> <strong>1. Olíugjald</strong><br /> Eins og ykkur er kunnugt hefur umræðan um olíugjald nú staðið yfir í mörg ár. Ein meginástæða þess að sú umræða hófst var að talið var að mjög mikil undanskot væru í þungaskattskerfinu. Þau undanskot voru talin leiða til verulegs tekjutaps ríkisins og jafnframt til þess að samkeppnisstaða aðila í akstri raskaðist mjög, þeim skilvísu í óhag. Það voru ekki síst samtök þeirra aðila sem stunda akstur sem kröfðust þess að olíugjaldi yrði komið á í stað þungaskatts, til að tryggð yrði jafnari samkeppnisstaða.<br /> <br /> Árið 1995 voru samþykkt lög um upptöku olíugjalds, með endurgreiðslu á gjaldi af olíu til gjaldfrjálsra nota, og áttu þau lög að taka gildi 1. janúar 1996. Gildistöku laganna hefur hins vegar tvívegis verið frestað og er nú miðað við að þau taki gildi 1. janúar 1999. Í millitíðinni, eða á árinu 1996, voru gerðar viðamiklar breytingar á þungaskattskerfinu. Þannig var álagning skattsins og önnur framkvæmd hans færð undir embætti ríkisskattstjóra, teknar voru upp almennar málsmeðferðarreglur skattalaga og reglur hertar hvað varðar m.a. álestra, skráningu aksturs, áætlanir o.fl. Óumdeilt er að breytingar þær sem gerðar voru á þungaskattinum hafa leitt til þess að stórlega hefur dregið úr undanskotum og hafa tekjur Vegagerðarinnar af þungaskatti aukist verulega frá því er breytingin var gerð. <br /> <br /> Þær miklu umbætur sem hafa orðið á skilum á þungaskatti hafa orðið til þess að ýmsir hafa hreyft þeirri skoðun að ekki sé lengur eins brýn þörf á að taka upp olíugjald og áður var. Það er að sjálfsögðu ánægjulegt að þær breytingar sem gerðar voru á þungaskattinum í samvinnu við hagsmunasamtök aðila sem stunda akstur hafi valdið slíkri gjörbreytingu á innheimtu skattsins. Að mati ráðuneytisins og fleiri aðila kalla þess vegna undanskot á þungaskatti ein og sér ekki lengur á upptöku olíugjalds.<br /> <br /> Það eru hins vegar önnur og að mínu mati mjög veigamikil sjónarmið sem mæla með olíugjaldinu. <br /> <br /> Þar er fyrst og fremst um að ræða umhverfissjónarmið, þar sem olíugjaldið mun stuðla að því að draga úr eldsneytisnotkun og þar með koltvísýringsmengun. <br /> <br /> Umhverfissjónarmið vega eins og kunnugt er sífellt þyngra í umræðu um skattamál. <br /> <br /> Einnig koma til sögunnar þau sjónarmið að olíugjald sé nútímalegri skattheimta heldur en þungaskattur og að það skattheimtuform að innheimta skattinn í olíuverðinu muni bæta rekstrarumhverfi atvinnubílstjóra og gera dílsilknúnar fólksbifreiðar að mun ákjósanlegri valkosti hér á landi en verið hefur. <br /> <br /> Þessi sjónarmið eru rakin í athugasemdum með lagafrumvarpi því sem nú er til meðferðar í efnahags- og viðskiptanefnd. - Einnig er nauðsynlegt, í ljósi þeirrar umræðu sem farið hefur fram á síðustu árum um olíugjald og allrar forsögu málsins, að ákvörðun um hvort og þá með hvaða hætti olíugjaldi verði komið á, verði tekin af Alþingi og þannig fengin endanleg niðurstaða í þessa umræðu. <br /> <br /> Þess vegna tel ég að málið sé nú komið í eðlilegan farveg. Að ósk minni verður farið ítarlega yfir frumvarpið í efnahags- og viðskiptanefnd og kallað verður eftir sjónarmiðum allra aðila málsins. Nefndin mun síðan væntanlega, eftir að hafa skoðað allar hliðar þessa flókna máls, gera tillögur til þingsins um framhald málsins. Því má segja að afdrif olíugjaldsins séu nú í höndum efnahags- og viðskiptanefndar og Alþingis.<br /> <br /> Olíugjaldið var til meðferðar á Alþingi síðastliðið vor, en þá var samþykkt frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar um frestun á gildistöku laganna um olíugjald til 1. janúar 1999. Í athugasemdum með frumvarpi nefndarinnar var gert ráð fyrir að fjármálaráðuneytið skoðaði málið betur í samvinnu við hagsmunaaðila og að lagt yrði fram nýtt frumvarp í þinginu að þeirri skoðun lokinni.<br /> <br /> Af hálfu fjármálaráðuneytisins var ásamt m.a. samgönguráðuneytinu og í samráði við hagsmunaaðila farið ítarlega yfir málið nú í haust. Vegna breyttra forsenda og þá fyrst og fremst sökum stóraukinna tekna af þungaskatti á síðustu árum þótti nauðsynlegt að endurmeta forsendur gjaldsins. Í þeirri skoðun var haft að leiðarljósi að breytingin gæti átt sér stað án þess að hún hefði í för með sér röskun á tekjum til vegagerðar eða á gjaldbyrði einstakra stétta atvinnubílstjóra. Þetta er mjög vandasamt, meðal annars vegna mismunandi áhrifa af virðisaukaskatti, eins og menn hér á fundinum kannast sjálfsagt við. Niðurstaðan af þessari skoðun kemur fram í frumvarpinu, en þar er lagt til að olíugjald lækki í 34 kr. lítra og að auki verði kílómetragjald lagt á ökutæki sem eru 10 tonn eða meira að þyngd. Í greinargerð sem unnin hefur verið í ráðuneytinu og send var öllum hagsmunasamtökum (og ég vænti að þið hafið séð) er reynt að skýra út þær forsendur sem lágu að baki tillögum frumvarpsins um fjárhæð gjalda. Ég vonast til að þessi greinargerð svari helstu spurningum sem menn kynnu að hafa varðandi forsendur, sem miðað var við í frumvarpinu. Ég legg áherslu á að það er vilji ráðuneytisins að allar þessar forsendur og allir útreikningar liggi fyrir á Alþingi og í einstökum hagsmunasamtökum. Þannig er auðveldara fyrir aðila að átta sig á forsendum frumvarpsins og þar af leiðandi að taka afstöðu til efnis þess. Ráðuneytið mun jafnframt leitast við að upplýsa efnahags- og viðskiptanefnd og einstök hagsmunasamtök um þau atriði sem kunna að þykja óljós, eftir því sem ástæða er til.<br /> <br /> Óhjákvæmilegt er að einhverjar breytingar verði á gjaldbyrði einstakra hópa við upptöku olíugjalds. Nauðsynlegt er að hver samtök fyrir sig reyni að meta þá breytingu sem þau telja að verði hjá félagsmönnum innan þeirra vébanda og komi þeim sjónarmiðum á framfæri við efnahags- og viðskiptanefnd. Nefndin mun yfirfara þær athugasemdir rækilega og ef hún telur ástæðu til mun hún gera tillögur um breytingar á efni frumvarpsins. Tillögurnar í frumvarpinu eru að sjálfsögðu ekki hinn eini endanlegi sannleikur í málinu. Hins vegar vil ég láta í ljós þá skoðun mína að ef menn á annað borð vilja fá olíugjaldið, þá er það ekki vænleg leið til árangurs að gera sér óraunhæfar væntingar eða kröfur um lækkun gjalda. Þeirri breytingu sem felst í upptöku olíugjalds er ekki ætlað að draga úr tekjum til vegagerðar og er því ekki raunsætt að ætla að gjaldbyrði muni minnka að neinu ráði við breytinguna. Að sjálfsögðu er æskilegast að sátt geti orðið hjá öllum eða sem flestum hópum atvinnubílstjóra um breytingu. Að mínu mati er það í raun forsenda þess að breytingin geti átt sér stað. Það er því að mínu áliti alveg ljóst að afstaða samtaka ykkar til olíugjaldsins mun ráða mjög miklu um afdrif málsins á Alþingi.<br /> <br /> Óumdeilt er að gjaldbyrði mun aukast hjá vissum hópum atvinnubílstjóra við upptöku olíugjalds frá því sem er í núverandi þungaskattskerfi. Hér er fyrst og fremst um að ræða þá sem aka mjög mikið en hafa greitt hlutfallslega lágan þungaskatt, annað hvort vegna reglna þungaskattsins um stigvaxandi afslátt með auknum akstri eða vegna þess að þeir hafa greitt fast gjald án tillits til aksturs.<br /> <br /> Hvað varðar þá aðila sem notið hafa afsláttar, þá er mér ljóst að skiptar skoðanir eru í ykkar hópi um réttmæti þeirra reglna. Hins vegar er staðreyndin sú að Samkeppnisráð hefur gefið það álit sitt að afsláttarreglurnar brjóti gegn markmiðum samkeppnislaga og skapi þeim aðilum sem keyra mikið viðskiptalegt forskot á hina sem aka minna. Jafnframt beindi ráðið tilmælum til mín sem fjármálaráðherra að þessar reglur yrðu leiðréttar eða að upptöku olíugjalds yrði flýtt. Ég tel alveg ljóst, burtséð frá því hvort olíugjald kemur eða þungaskatturinn verður áfram, að óhjákvæmilegt sé að Alþingi taki afstöðu til þess hvort afnema eigi slíkar afsláttarreglur. Í greinargerð ráðuneytisins til efnahags- og viðskiptanefndar er vakin sérstök athygli á þessu. Það er því engan veginn víst að aðilar sem keyra mikið muni áfram njóta afsláttar á þungaskatti, þ.e. ef olíugjaldi verður ekki komið á. Þetta held ég að sé nauðsynlegt að menn hafi í huga þegar þeir móta afstöðu sína til þess frumvarps sem fyrir liggur.<br /> <br /> Að því er varðar aðila sem hafa ekið mikið, en greitt hlutfallslega lágan þungaskatt þar sem þeir eru á föstu gjaldi, þá held ég að ekki sé unnt að koma á olíugjaldi öðruvísi en að aukning verði á gjaldtöku hjá þessum aðilum, enda greiða þeir nú lágan þungaskatt samanborið við aðra.<br /> <br /> Með tillögum frumvarpsins er einnig reynt að koma til móts við sjónarmið þeirra aðila sem stunda akstur fólksflutningabifreiða. Hjá þessum aðilum leggst virðisaukaskattur ofan á olíugjald, ólíkt því sem gerist hjá aðilum sem stunda vöruflutninga. Til að koma í veg fyrir eða draga úr aukinni gjaldbyrði hjá þessum aðilum var lagt til að olíugjald yrði lækkað talsvert frá því sem áður hafði verið ráðgert. Jafnframt er lagt til að þessir aðilar greiði ekki kílómetragjald. Þannig hefur verið reynt að koma til móts við sjónarmið þeirra eftir því sem unnt er.<br /> <br /> Hvað varðar þá aðila, sem samkvæmt frumvarpinu er gert að greiða kílómetragjald, þá var við ákvörðun á því gjaldi reynt að ákvarða fjárhæð gjaldsins þannig að gjaldbyrði yrði sem næst óbreytt hjá þessum aðilum. Í greinargerðinni sem send var efnahags- og viðskiptanefnd og þið hafið fengið í hendur er reynt að skýra hvernig þessar fjárhæðir voru fundnar út. Einnig eru tekin dæmi um einstakar bifreiðar og þar er byggt á upplýsingum frá Vegagerðinni og hagsmunsamtökum um raunverulega eyðslu tiltekinna bifreiða. Ég vona að þessar skýringar hjálpi mönnum til að meta hver áhrifin verða að breytingunni. Mér þætti líka áhugavert að heyra skoðanir fundarmanna á þessum útreikningum, þ.e. hvort menn telji þessar forsendur standast. Einkum væri fróðlegt að heyra skoðanir fundarmanna á því ákvæði frumvarpsins að hafa tvöfalt gjald á eftirvagna, en um það munu hafa verið nokkuð skiptar skoðanir. Reyndar skilst mér þó að þau dæmi sem sett voru upp í greinargerð til efnahags- og viðskiptanefndar bendi til þess að vöruflutningabílar með eftirvagna komi betur út en þegar eingöngu er um að ræða bílinn. En þetta atriði hafið þið sjálfsagt skoðað nákvæmlega.<br /> <br /> Eitt af því sem hefur verið nokkuð rætt í tengslum við frumvarpið og undirbúning þess er spurningin um hversu mikið sé selt af dísilolíu á ökutæki á ári. Eins og fram kemur í frumvarpinu er þar miðað við 70 millj. lítra á ári. Um þetta munu vera skiptar skoðanir og hafa ýmsir haldið því fram að árleg notkun sé meiri. Þetta er þó atriði sem ekki virðist vera hægt að fá staðfest. En í frumvarpinu er kveðið á um endurskoðun á fjárhæð gjalda að liðnum tveimur árum, í ljósi upplýsinga sem þá munu liggja fyrir um árlega sölu. Slík endurskoðun ætti að leiða til þess að leiðrétting fáist á gjaldtökunni, hafi notkunin verið vanáætluð. <br /> <br /> Við upptöku olíugjalds mun ríkissjóður fá tekjur af virðisaukaskatti vegna olíukaupa aðila sem ekki eru í virðisaukaskattskerfinu. Hér er um að ræða eigendur einkabíla svo og aðila sem stunda fólksflutninga. Áætlað hefur verið að tekjuauki af þessum sökum geti numið um 150 millj. kr. á ári hverju. Í framsöguræðu minni á Alþingi lýsti ég þeirri skoðun minni að ég teldi æskilegt að þessum tekjum yrði skilað með einhverjum hætti til baka til atvinnugreinarinnar, og þá helst með því að vörugjöld yrðu lækkuð eða felld niður og þá kannski helst af stærri ökutækjum. Með því yrði eigendum þeirra auðveldað að endurnýja ökutæki sín og þar með eignast sparneytnari bifreiðar. Þessi sjónarmið eru áréttuð í greinargerð til efnahags- og viðskiptanefndar. Ég geri ráð fyrir því að þetta verði eitt þeirra atriða sem nefndin muni skoða sérstaklega í tengslum við olíugjaldið.<br /> <br /> Enn eitt atriðið sem mig langar til að minnast á varðandi olíugjaldið er kostnaðurinn við litun á gjaldfrjálsri olíu. Í greinargerð ráðuneytisins til efnahags- og viðskiptanefndar er gerð grein fyrir mati olíufélaga á stofnkostnaði og rekstrarkostnaði við að taka upp litunarkerfi fyrir gjaldfrjálsa olíu. Það er að sjálfsögðu olíufélögin sjálf sem munu meta það með hvaða hætti þau velta þessum kostnaði út í vöruverð á þeim vörum sem þau selja. Ég sé hins vegar ekki að sérstök rök séu til þess að þessi kostnaður lendi alfarið á þeim sem hafa greitt þungaskatt. Með olíugjaldinu er í prinsippinu verið að taka upp gjald á alla gas- og dísilolíu. Hins vegar er sala á olíu sem hefur verið lituð og nýtt er til tiltekinna nota, þ.e. ekki á ökutæki, undanþegin gjaldi. Í mínum huga er ekki sérstök ástæða til að kostnaður við litun á olíu, í því skyni að geta selt hana án olíugjalds, lendi eingöngu á þeim aðilum sem ekki njóta niðurfellingar gjaldsins. Þetta er hins vegar, eins og ég hef áður sagt, olíufélaganna að svara. Fjármálaráðuneytið getur ekki gefið nein fyrirmæli til félaganna um það hvernig þau innheimti sinn kostnað og ráðuneytið getur heldur ekki gefið aðilum í akstri nein loforð um að að kostnaðinum verði ekki velt yfir á þá a.m.k. að einhverjum hluta.<br /> <br /> Eins og fram hefur komið er olíugjaldsmálið nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþings. Í framsöguræðu minni um frumvarpið á Alþingi lagði ég ríka áherslu á að nefndin færi mjög ítarlega yfir málið og kynnti sér vel afstöðu þeirra aðila sem breytingin mun hafa áhrif á. Ég ítreka það sem ég sagði áðan, að mín skoðun er sú að niðurstaða nefndarinnar muni að mestu leyti ráðast af afstöðu hagsmunasamtaka aðila sem stunda akstur. Ég vil líka undirstrika þá skoðun mína að málið verði endanlega afgreitt frá Alþingi nú á þessu vori, og þá hvort sem fallist verður á tillögur frumvarpsins eða ekki. Það er því nauðsynlegt að allir aðilar skoði málið vandlega nú á næstu vikum og komi afstöðu sinni síðan á framfæri við efnahags- og viðskiptanefnd. Þá skýrist hvort stuðningur er við frumvarpið, eftir atvikum með einhverjum breytingum, eða hvort menn hafna frumvarpinu og fallast þar með á að viðhalda þungaskattskerfinu með kostum þess og göllum. <br /> <br /> <strong>2. Vörugjald af ökutækjum</strong><br /> Þá ætla ég að fjalla stuttlega um vörugjald af atvinnubifreiðum. Almennt má segja að þróun undanfarinna ára hefur verið sú að vörugjöld af atvinnubifreiðum hafa farið lækkandi. Þannig lækkaði vörugjald af vöruflutningabílum og öðrum ökutækjum yfir 5 tonn að þyngd úr 30% í 15% á síðasta ári. Jafnframt var fellt niður vörugjald af stórum hópferðabifreiðum.<br /> <br /> Enn eru þó vörugjöld á flestum atvinnubifreiðum. Þannig er 15% vörugjald af vöruflutningabifreiðum yfir 5 tonn að heildarþyngd, 20% gjald af minni hópferðabifreiðum (þ.e. 10-17 manna), 30% vörugjald af vöruflutningabifreiðum sem eru minna en 5 tonn, og af leigubifreiðum er vörugjald lækkað um 3/4 hluta að því leyti sem gjaldið er umfram 30%, að tilteknum skilyrðum uppfylltum.<br /> <br /> Þegar rætt er um vörugjöld og hugsanlega möguleika til lækkunar á þeim, verður að hafa í huga að vörugjöldin eru mjög mikilvægur tekjstofn til ríkissjóð. Hér á landi aflar ríkissjóður hlutfallslega meiri tekna með svokölluðum neyslusköttum, þá fyrst og fremst virðisaukaskatti og vörugjöldum, heldur en gerist í nágrannalöndum okkar. Þannig mynduðu neysluskattar nærri 50% skatttekna hér á landi á árinu 1994, á sama tíma og hlutfall neysluskatta í OECD löndunum var að meðaltali um 30% skattteknanna. Þetta segir okkur það að hér á landi er stærri hluti þeirra fjármuna sem þarf til að reka ríkið, t.d. heilbrigðiskerfi, menntakerfi ofl., innheimtur með neyslusköttum heldur en í nágrannalöndum okkar og þar með minna með öðrum sköttum, einkum tekjuskatti og tryggingargjöldum heldur en hjá nágrannaþjóðum okkar. - Þessi staðreynd veldur því að fara þarf mjög varlega í að lækka eða fella niður vörugjöld og þá annað hvort finna leiðir til að draga úr kostnaði hins opinbera á móti eða finna aðrar tekjur í staðinn. Síðari leiðin var farin við lækkun vörugjalda af stórum vöruflutningabifreiðum á síðasta ári að tillögu efnhags- og viðskiptanefndar Alþingis, en þá var bifreiðagjald hækkað á móti.<br /> <br /> Eins og ég hef vikið að er nauðsynlegt, þegar rætt er um lækkun og niðurfellingu vörugjalda, að leita jafnframt leiða til að afla annarra tekna í staðinn. Í framsöguræðu minni á Alþingi um olíugjaldið benti ég á, að upptaka þess leiði til að viðbótar- virðisaukaskatttekjur komi í ríkissjóð vegna olíukaupa aðila sem ekki eru í virðisaukaskattkerfinu. Þar lýsi ég þeirri skoðun minni að athuga beri leiðir til að þessum virðisaukaskatttekjum verði skilað til atvinnugreinarinnar með einhverjum hætti og þá helst með lækkun vörugjalda. Mín skoðun er sú að þetta komi helst til greina varðandi þyngri ökutæki, og þá kannski fyrst og fremst þeim sem kílómetragjald verður greitt af samkvæmt tillögum olíugjaldsfrumvarpsins. Með olíugjaldinu skapast að mínu mati svigrúm til slíkrar lækkunar. Eitt atriði verður að hafa sérstaklega í huga varðandi minni sendibifreiðar, leigubifreiðar og hópferðabifreiðar en það er að mörk á milli þessara bifreiða og venjulegra fólksbifreiða eru oft óljós og því hætta á að mjög lág gjöld á leigu- og sendibifreiðar skapi freistingu til að fólksbifreiðar verði skráðar sem leigu-, sendi- eða hópferðabifreiðar. Að mínu mati er það alger forsenda fyrir frekari lækkun gjalda af þessum bifreiðum að tryggt verði með betri hætti en nú er að aðilar, sem fá sér bifreiðar til einkanota geti ekki skráð þær sem atvinnubifreiðar, þ.e. leigu,- sendi eða hópferðabifreiðar.<br /> <br /> <strong>3. Virðisaukaskattur á vöruflutninga.</strong> <br /> Að lokum vil ég drepa stuttlega á reglur um virðisaukaskatt af vöruflutningum í beinu framhaldi af flutningi vörunnar til landsins.<br /> <br /> Töluverðar umræður hafa verið meðal landflutningamanna um hvort virðisaukaskattslögin raski samkeppnistöðu þeirra gagnvart skipafélögunum. Í því sambandi var meðal annars lögð fram fyrirspurn á Alþingi af Guðmundi Hallvarðssyni. Í svarbréfi mínu til Alþingis hét ég því að athugað yrði á haustmánuðum hvort aðstæður í landflutningum hefðu breyst og samkeppnistaðan raskast vegna virðisaukaskattslaganna.<br /> <br /> Að lokinni ítarlegri umfjöllun í ráðuneytinu varð niðurstaðan sú að virðisaukaskattslögin röskuðu einungis samkeppnisstöðu landflutningamanna gagnvart skipafélögunum í þeim tilvikum þegar búslóðir eru fluttar alveg heim að dyrum inflytjanda á eigin bifreiðum skipafélaganna. Ef skipafélögin flytja með dótturfélögum sínum ber að heimta virðisaukaskatt af þjónustunni eins og af þjónustu landflutningamanna. Að mati ráðuneytisins var talið að þessi aðstaða raskaði samkeppnisstöðunni ekki með þeim hætti að þörf væri á breytingu á lögunum. <br /> <br /> Vissulega hefði verið hægt að fjalla hér um mörg mál til viðbótar en tímans vegna læt ég staðar numið hér. Ég er reiðubúinn, ásamt viðstöddum starfsmönnum ráðuneytisins, til að taka þátt í umræðum og svara fyrirspurnum eftir bestu getu.<br /> <br /> <br />

1998-02-11 00:00:0011. febrúar 1998Ræða flutt á fundi Verslunarráðs Íslands: Hlutverk einkavæðingar til eflingar samkeppni, 11. febrúar 1998

<P><B>Fjármálaráðherratíð Friðriks Sophussonar 23. apríl 1995 - 16. apríl 1998</B></P><B>I. Samkeppni </B><BR>Í fyrstu bókinni sem kom út um hagfræði á Íslandi segir:<BR><BR><I>"Samkeppni þýðir kapp eða keppni tveggja eða fleiri manna sín á milli um einn og hinn sama hlut, um hinn sama hagnað, sömu atvinnu, sama embætti og því um líkt. Oss er kunnugt orðið kappverslun, er þýðir samkeppni milli kaupenda og seljenda. En orðið samkeppni hefir miklu yfirgripsmeiri þýðing í auðfræðinni. Samkeppni nær eigi aðeins til þessarar einu atvinnu manna, kaupskaparins, heldur og til sérhverrar annarrar atvinnu manna og athafnar. Jafnvel enginn starfi er sá í mannlegu félagi, er samkeppnin geti eigi náð til, og enda hlýtur að ná til, ef skipun mannfélagsins er eðlileg og frjáls að lögum, enda sé mannfélagið búið að ná talsverðum menningarþroska."</I><BR><BR>Þetta er tilvitnun í Auðfræði séra Arnljótar Ólafssonar, en hún kom út árið 1880. Þótt síðan séu 118 ár á boðskapur bókarinnar vel við enn í dag. Smám saman hefur fleirum skilist hvers virði samkeppnin er fyrir lífskjörin í landinu og fyrir starfsemi fyrirtækjanna á markaði sem verður stöðugt alþjóðlegri. Þannig virðast flestir stjórnmálaflokkar aðhyllast einkavæðingu atvinnufyrirtækja í samkeppni. Hins vegar skortir enn nokkuð á að það þyki jafn eðlilegt og sjálfsagt að beita tækjum einkavæðingar og samkeppni í ríkisstarfsemi sem hingað til hefur ekki talist til almennrar samkeppnisstarfsemi. Í þessu sambandi má til dæmis nefna ýmis samgöngumannvirki, skóla, heilbrigðis- og menningarstofnanir.<BR><BR>Nú eru ekki mörg almenn atvinnufyrirtæki eftir í eigu ríkisins og þegar einkavæðingu þeirra lýkur þarf að hefjast handa um einkavæðingu á öðrum sviðum. Um þann þátt vil ég meðal annars fjalla hér á eftir.<BR><BR>Ég vil í þessu samhengi þakka Verslunarráði fyrir ágæta skýrslu um samkeppnismál sem lögð hefur verið fram hér á fundinum. Ég er í grundvallaratriðum sammála helstu niðurstöðum hennar þar sem vakin er athygli á gildi frjálsrar samkeppni fyrir íslenskt efnahagslíf. Ennfremur þakka ég ágætar ábendingar um þau atriði sem Verslunarráðið telur að betur megi fara hjá stjórnvöldum, hvort sem þær lúta að skattamálum eða öðrum atriðum. Af því tilefni vil ég einnig nefna að mörg þessara aðfinnsluatriða eru nú þegar í athugun á vegum fjármálaráðuneytisins. Mestu skiptir að menn skynji og skilji gildi frjálsrar samkeppni í atvinnulífinu og vinni af heilindum að því að koma henni við á sem flestum sviðum.<BR><BR>Ég vil einnig nefna að fyrir nokkrum árum var gerð athugun á vegum fjármálaráðuneytisins á því hvernig bæta megi samkeppnisstöðu Íslands. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB, sem talar hér á eftir mér, var einmitt formaður í nefnd á mínum vegum um bætta samkeppnisstöðu Íslands. Niðurstöður og tillögur nefndarinnar vöktu mikla og verðskuldaða athygli, ekki síst upplýsingar um hversu víða í hagkerfinu er skortur á samkeppni. Í skýrslunni var vakin athygli á því að samkeppni megi koma við á ýmsum sviðum sem áður hafa ekki talist til samkeppnisgreina. Ástæður þessa eru meðal annars breytingar í tækni og reynsla í útboðum hjá hinu opinbera og hjá einkaaðilum. Í áliti nefndarinnar kom einnig fram að með því að efla samkeppni sem víðast hér á landi styrktum við um leið alþjóðlega samkeppnisstöðu okkar.<BR><BR><B>II. Einkavæðing er leið til þess að auka samkeppni</B><BR>Einkavæðing er afar öflugt tæki til að auka samkeppni og ekki síður mikilvægt en frelsi í viðskiptum, fjármagnsflutningum og fjárfestingum. Andmælendur einkavæðingar hafa lengi haldið því fram að einkavæðing eigi ekki við á Íslandi og ekki síst heyrist það nú þegar rætt er um einkavæðingu á óhefðbundnum sviðum. Fullyrt er að íslenska hagkerfið sé of lítið til að rúma samkeppni á fjölmörgum sviðum eins og hægt er í stærri löndum og því sé ríkisrekstur eina ráðið. Ég leyfi mér hins vegar að fullyrða að okkar litla hagkerfi hefur frekar sopið seyðið af höftum og takmörkun á samkeppni en stærð sinni. <P>Þrátt fyrir það er auðvitað ekki sama hvernig staðið er að einkavæðingu hérlendis fremur en annars staðar. Það verður að leggja á það áherslu að þar sem samkeppni verður við komið skuli hún nýtt til fullnustu. Það getur meðal annars birst í því að erlend fyrirtæki taki þátt í útboðum hér heima. Slík fyrirtæki geta fært okkur nýja þekkingu og aðferðir og það er ekki sjálfgefið að þau flytji með sér starfsfólk heldur geta þau nýtt sér fagfólk hérlendis. Í öðru lagi hefur markaður á mörgum sviðum breyst úr fákeppnismarkaði í samkeppnismarkað. Þannig má nefna að í fjarskiptum keppa kapalfyrirtæki, símafyrirtæki og önnur veitufyrirtæki um sím- og vefnotendur. Þá fjölgar þeim löndum þar sem fleiri en einn aðili býður raforku til sveitarfélaga og fyrirtækja. Loks má nefna að með bættum samgöngum fjölgar valkostum og samkeppni milli ólíkra flutningsforma eykst.</P> <P>Þrátt fyrir að einungis 15 fyrirtæki hafi verið einkavædd hérlendis á síðastliðnum sjö árum höfum við aflað okkur dýrmætrar reynslu sem nýtist vel í þeirri einkavæðingu sem framundan er. Þannig hefur tekist að tryggja afkomu allra þeirra fyrirtækja sem hafa verið einkavædd. Ekkert þeirra býr við einokunarumhverfi og gagnrýni á sölu þeirra hefur verið lítil. Þeir rúmlega 3.000 einstaklingar sem keyptu hlut í þessum fyrirtækjum geta vel við sinn hlut unað. Miklu máli skiptir að einkavæðingin hefur stuðlað að því að styrkja séreignarþjóðfélagið þar sem einstaklingar taka áhættu og eru þátttakendur í atvinnurekstri.</P> <P>Enda þótt einkavæðing hafi enn ekki náð til margra stærstu ríkisfyrirtækjanna er mikilvægt að hafa í huga að breytingar þeirra í hlutafélög hefur haft jákvæð áhrif á reksturinn og það umhverfi sem fyrirtækin starfa í. Hlutafélagsbreytingar gera reikninga fyrirtækja aðgengilegri og rekstur opinberra fyrirtækja verður þannig opnari. Þá stuðlar hlutafélagsformið að skýrari aðgreiningu á milli eftirlitshlutverks ríkisins og þeirrar þjónustu sem veitt er. Á hinn bóginn er rétt að hafa í huga að hlutafélagavæðing getur ekki komið í stað einkavæðingar heldur þarf að líta á hana sem skref í átt til einkavæðingar.<BR><B></B><BR><B>III. Möguleikar á einkavæðingu sem stuðla að aukinni samkeppni</B><BR>Mig langar að fjalla hér um þá þætti í aukinni einkavæðingu og samkeppni sem ég tel að eigi að hafa forgang á næstunni.<BR><BR><B><I>Einkafjármögnun. </I></B>Fyrst vil ég gera að umtalsefni einkafjármögnun framkvæmda og reksturs, eða "private finance" eins og það hefur verið nefnt á ensku. Með þessari leið er unnt að nýta kosti einkarekstrar til að veita tiltekna þjónustu sem ríkið hefur haft á sinni könnu. Hingað til hefur þessi leið aðallega verið nýtt á sviði samgöngumála eins og Hvalfjarðargöngin hérlendis. Í þeim efnum eru miklir möguleikar, til dæmis við rekstur flugvalla og hafna, breikkun eða lagningu nýrra vega eins og Reykjanesbrautar eða Sundabrautar. Einkafjármögnun getur einnig falist í því að einkaaðilar taki að sér hönnun, byggingu og rekstur skóla, heilsugæslustöðva eða fangelsa eða eigi og reki tölvukerfi og hugbúnað fyrir ríkið og sjái alfarið um rekstur.<BR><BR>Um mitt síðasta ár skipaði ég nefnd til að skoða hvernig ríkið getur best nýtt kosti einkafjármögnunar. Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar á fundi sem ráðuneytið gengst fyrir hinn 18. febrúar næstkomandi. Á þann fund hef ég meðal annars boðið Henning Christophersen, fyrrum fjármálaráðherra Dana, en hann hefur tekið virkan þátt í að móta stefnu um einkafjármögnun innan Evrópusambandsins. Hann er okkur Íslendingum einnig að góðu kunnur síðan hann gegndi stöðu eins af framkvæmdastjórum Evrópusambandsins þegar samningar um Evrópska efnahagsvæðið stóðu yfir.<BR><BR>Einkafjármögnun getur einnig örvað samkeppni á fleiri sviðum. Þannig geta samgöngumannvirki keppt um notendur eins og til að mynda ef Sundabraut yrði lögð yfir Elliðavoginn því að þá geta vegfarendur valið milli tveggja valkosta, gömlu leiðarinnar eða Sundabrautar. Sundabraut styttir leiðina vestur á land, en um leið þyrftu vegfarendur að greiða fyrir afnotin. Úti í heimi er reyndar verið að þróa tækni sem gerir bíleigendum kleift að greiða veggjald með rafrænum hætti án þess að ökumenn þurfi að stöðva bíl sinn.<BR><BR>Einkafjármögnun getur einnig stuðlað að auknum samskiptum fyrirtækja yfir landamæri. Sænska verktakafyrirtækið, Skanska, bæði á og rekur fangelsi í Bretlandi. Þannig hefur breska ríkið nýtt sér kosti samkeppninnar út fyrir landamæri Bretlands sem skilar sér í lægri og jafnari útgjöldum ríkisins.<BR><BR><B><I>Ríkisrekstur í ríkiskaup. </I></B>Annað atriði sem ég vil nefna hér, en það er að breyta ríkisrekstrinum í ríkiskaup ef svo má að orði komast. Þessi hugmynd er af sama toga og einkafjármögnun. Á öllum sviðum nýtir ríkið kosti markaðarins og er því fremur kaupandi að þjónustu á markaði en sá aðili sem hefur þjónustuna með höndum. Ríkiskaup í stað ríkisreksturs geta átt við á fjölmörgum sviðum sem ríkið hefur haft afskipti af. Það sem hefur hamlað þessari þróun hérlendis er að mínu mati tvennt:<B><I> </I></B><BR><BR>Í fyrsta lagi hefur ríkisvaldið verið svo fyrirferðarmikið á markaðnum að einkafyrirtæki hafa ekki megnað að bjóða fram þjónustu sína jafnvel þegar ríkið hefur boðið hana út. Þegar boðin er út ýmis stoðþjónusta á vegum ríkisins eins og rekstur mötuneyta, þvottur o.fl. eru tilboðsgjafar oft fáir og sumir fjárhagslega illa í stakk búnir að takast á við þau umsvif sem krafist er. Þeir sem engu vilja breyta hérlendis segja ástæður þessa þá að markaðurinn sé svo lítill. Ég tel skýringuna hins vegar fyrst og fremst liggja í því að markaðurinn hefur aldrei fengið að spreyta sig á þessum verkefnum. Eftir því sem útboðum fjölgar og ríkið breytir starfsemi sinni úr ríkisrekstri í ríkiskaup er líklegra að markaðurinn verði betur undir það búinn að fást við margvísleg verkefni á þessum sviðum og samkeppni muni því aukast. Einmitt þess vegna tel ég að sá einkarekstur sem er til staðar á ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustunnar, menntunar og margvíslegrar stoðþjónustu fyrir ríkið sé afar mikilvægur.<BR><BR>Í öðru lagi vil ég nefna það sem hefur valdið nokkrum vonbrigðum, en það er hversu lítið fyrirtæki og atvinnulífið hafa sóst eftir að sinna verkefnum fyrir ríkið. Fyrir þremur árum hófst útgáfa á svonefndum verkefnavísum á vegum fjármálaráðuneytisins. Þar eru tilgreindir ýmsir mælikvarðar á verkefni og árangur stofnana ríkisins. Það var von mín að birting þessara upplýsinga stuðlaði að auknu aðhaldi í ríkisrekstri og það hefur að mörgu leyti gengið eftir. Hins vegar hafa þessar upplýsingar ekki skilað því að fyrirtæki eða samtök þeirra veiti ríkinu aukið aðhald með því að bjóða upp á sams konar eða betri þjónustu, jafnvel á lægra verði. Ég tel að stjórnvöld hafi með ýmsum hætti undirbúið jarðveginn fyrir aukna samkeppni í ríkisrekstri, en til þess að ná enn frekari árangri þarf atvinnulífið einnig að sýna meiri áhuga og frumkvæði.<BR><BR><B><I>Einkavæðing. </I></B>Loks vil ég fjalla um einkavæðinguna. Framkvæmd einkavæðingar hér á landi undanfarin ár hefur gengið ágætlega. Ýmsum ríkisstofnunum hefur verið breytt í hlutafélög og rekstur þeirra færður í það form sem almennt er notað í einkageiranum. Þar á meðal er Póstur og sími, sem nú er orðinn að tveimur hlutafélögum í eigu ríkisins, Sementsverksmiðjan hf., Áburðarverksmiðjan hf., Bifreiðaskoðun Íslands hf., SR-mjöl hf. og Gutenberg hf., en þrjú þau síðastnefndu hafa þegar verið seld einkaaðilum.<BR><BR>Þá hefur einkaaðilum verið falið að sjá um starfsemi sem áður var á vegum ríkisins, svo sem rekstur Ríkisskipa, bókaútgáfu Menningarsjóðs, áfengisframleiðslu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins og eftirlitsstarfsemi Ríkismats sjávarafurða. Hlutabréf ríkisins fyrir á þriðja milljarð króna hafa verið seld og megináhersla lögð á að gefa almenningi kost á að kaupa þau. Auk þess hefur starfsmönnum þeirra fyrirtækja sem hafa verið seld boðist að kaupa hlutabréf á hagstæðum kjörum. Fyrirtæki, sem áður voru í eigu ríkisins, en hafa verið seld, eru mörg skráð á Verðbréfaþingi Íslands og hefur viðurkenndum almenningshlutafélögum þannig fjölgað meira en ella.<BR><BR>Í samræmi við fjárlög er nú í undirbúningi sala hlutabréfa í Sementsverksmiðjunni, Áburðarverksmiðjunni, Íslenska járnblendifélaginu og Íslenskum aðalverktökum. Einnig er ráðgert að selja 49% hlutabréfa í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins á árinu auk þess sem nýtt hlutafé hinna ríkishlutafélagabankanna verður væntanlega boðið til sölu.<BR><BR><B>IV. Breytt verkaskipting</B><BR>Til að lífskjör hér verði með því besta sem þekkist í heiminum verðum við að halda áfram að efla markaðsbúskap á Íslandi. Aukin samkeppni og frelsi í atvinnulífinu bæta lífskjör heimilanna og styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs.<BR><BR>Langflest þeirra verkefna, sem ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á, miða að því að styrkja samkeppnisstöðu atvinnulífsins. Efling langtímasparnaðar með nýjum lífeyrislögum, afnám æviráðningar ríkisstarfsmanna, breytt vinnulöggjöf, auknar heimildir til erlendra fjárfestinga og einkavæðing eru allt mikilvægir þættir í því að bæta samkeppnisstöðuna og um leið stuðla þeir beint eða óbeint að því að auka samkeppni innanlands.<BR><BR>Það kann vel að vera rétt sem Arnljótur Ólafsson hélt fram í Auðfræði sinni að samkeppni í þjóðfélagi sé í samræmi við menningarþroska þess. Ef horft er aftur í tímann má segja að aukinn skilningur á því að ríkið eigi ekki að reka atvinnufyrirtæki sé viss menningarþroski. Á hörðum fundi fyrir tæpum tveimur áratugum með þáverandi starfsmönnum Landssmiðjunnar, en hún var þá í eigu ríkisins, orti einn fundarmanna þessa vísu:<BR><I>Á því tel ég varla von</I><BR><I>að vinni þjóð til muna,</I><BR><I>þó að Friðrik Sophusson</I><BR><I>selji Landssmiðjuna.</I><BR><BR>Í dag dytti víst fáum í hug að ríkið ætti að reka innflutningsverslun og smíðaverkstæði í samkeppni við einkafyrirtæki.<BR><BR>Tækifærin til þess að nýta kosti einkarekstrar í ríkisrekstri eru mörg. Það er hins vegar hugarfarið sem ræður mestu, bæði á vettvangi stjórnmála og í fyrirtækjum. Skilningur á því að ríkið geti fjármagnað þjónustu án þess að ríkisstarfsmenn hafi hana með höndum hefur aukist – en þó hægar en æskilegt væri. Með fjölgun einkafyrirtækja í óhefðbundnum greinum eins og rekstri mannvirkja, skóla og heilbrigðisþjónustu og auknu samstarfi fyrirtækja yfir landamæri mun það einnig gerast að fyrirtæki sækjast í auknum mæli eftir að veita þjónustu sem ríkið hefur nú alfarið á sinni könnu.<BR><BR>Ég er sammála áliti Verslunarráðsins um að hér sé verk að vinna. Stjórnvöld gera sér grein fyrir hve mikilvægt er að stíga frekari skref í átt til þess að draga úr afskiptum ríkisins, hvort sem er á fjármagnsmarkaði, á sviði raforkumála, í heilbrigðismálum og skólamálum svo dæmi séu tekin.</P> <P>Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Margaret Thatcher hóf baráttu sína fyrir sölu ríkisfyrirtækja og einkavæðingu almennt. Hér á landi hefur þróunin verið hægari enda hófst hún síðar. Hins vegar eru fáir sem andmæla gildi einkavæðingar sem leið til þess að hagræða í ríkisrekstri og treysta samkeppni í atvinnulífinu. Ég hygg að stjórnmálaumræða næstu ára muni ekki snúast um hvort einkavæðing eigi rétt á sér heldur fremur um hve víðtæk hún eigi að vera og hve hratt eigi að ganga til verka.</P> <P>Stórir samningar við erlend fyrirtæki án afskipta ríkisins, þegar mannauður, þekking og rannsóknir verða útflutningsvara í stórum stíl, hljóta einnig að ýta undir þessa þróun. Mín trú er reyndar sú að við aldarhvörf verði enn meiri skilningur á því en áður að færa þurfi valdmörkin til milli ríkis og einkareksturs. Með öðrum orðum: Að breyta verkaskiptingunni í þjóðfélaginu. Það er að mínu áliti eðlileg leiðrétting á þeirri stefnuskekkju sem varð þegar okkur bar af leið á fyrri hluta aldarinnar, meðal annars vegna heimsstyrjalda og heimskreppu. Í stað þeirrar oftrúar á ríkisvaldið, sem fylgdi í kjölfar þessara áfalla, kemur raunsætt mat á gildi markaðslögmálsins, sem skilar bestum lífskjörum þegar leikreglurnar eru í lagi.</P>

1998-02-05 00:00:0005. febrúar 1998Skattar á heimili og fyrirtæki hafa lækkað. Fjármálaráðherratíð Friðriks Sophussonar 23. apríl 1995 - 16. apríl 1998.

<p><strong>Fjármálaráðherratíð Friðriks Sophussonar 23. apríl 1995 - 16. apríl 1998</strong></p> <p>Þegar samdráttur var hvað mestur í íslensku efnahagslífi í upphafi þessa áratugar var hægt að grípa til tvenns konar aðgerða til að minnka stórfelldan halla ríkissjóðs: Annars vegar að draga úr útgjöldum og hins vegar að hækka skatta. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar valdi fyrri leiðina. Útgjöld voru lækkuð og í stað þess að hækka skatta var gripið til þess ráðs að styrkja rekstrargrundvöll atvinnulífsins með því að lækka skatta. Þetta hefur skilað sér í betri afkomu fyrirtækja og verulega minna atvinnuleysi.<br /> Stefna og aðgerðir ríkistjórnarinnar eiga því mikinn þátt í að nú horfir öðruvísi við í íslensku efnahagslífi en áður. Hagvöxtur er mikill, verðbólga hófleg og gert er ráð fyrir að rekstur ríkissjóðs verði í jafnvægi á árinu 1998. Við þessar aðstæður er brýnasta verkefni stjórnvalda að greiða niður skuldir ríkisins og bæta samkeppnisstöðu Íslands. Eitt af því sem skiptir miklu máli í því sambandi er hvernig skattlagningu er háttað. Margar þjóðir hafa þurft að horfa á eftir hæfu fólki sem farið hefur til starfa í öðrum löndum þar sem skattar eru lægri.<br /> <br /> Þótt skatttekjur hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) hér á landi sem hlutfall af landsframleiðslu séu lægri en í flestum Evrópuríkjum var orðið afar brýnt að lækka tekjuskattshlutföll. Eins og margoft hefur komið fram leiða há hlutföll til meiri undanskota og óheilbrigðara efnahagslífs.<br /> <br /> <strong>Lækkun tekjuskatta heimilanna</strong><br /> Eitt af stefnumálum núverandi ríkisstjórnar er að lækka jaðarskatta og einfalda skattkerfið. Í samræmi við það ákvað ríkisstjórnin síðastliðið vor að lækka tekjuskatt einstaklinga um 4% á árunum 1997-1999. Skatthlutfallið hefur þegar lækkað um 3% og lækkar enn um 1% í ársbyrjun 1999. Samanlagt hlutfall tekjuskatts og útsvars er því komið niður í 39% á þessu ári og fer í 38% árið 1999, samanborið við 42% 1996.<br /> <br /> Samkvæmt þessu verður staðgreiðsluhlutfall tekjuskatts og útsvars orðið svipað og á árinu 1989. Tekjuskattshlutfallið hefur hins vegar ekki verið lægra frá því að staðgreiðslukerfið var tekið upp árið 1988. eða 26,4%. Aftur á móti hefur útsvar til sveitarfélaga hækkað úr tæplega 7% árið 1988 í tæplega 12% og gætir þar annars vegar áhrifa tilflutnings verkefna frá ríki til sveitarfélaga og hins vegar niðurfellingar aðstöðugjalds. Þetta birtist einnig í því að hlutur sveitarfélaga í staðgreiðslu hefur aukist úr um það bil helmingi árið 1991 í ríflega tvo þriðju hluta nú. Á þessu ári er þannig gert ráð fyrir að sveitarfélög fái um 33 milljarða króna í sinn hlut, en ríkissjóður um 17 milljarða, þegar tekið hefur verið tillit til greiðslu barna- og vaxtabóta.<br /> <br /> Auk ákvörðunar um lækkun tekjuskattshlutfalls hefur sú breyting orðið að framlag launþega í lífeyrissjóði er nú skattfrjálst. Þessi breyting kom til framkvæmda á árunum 1995 og 1996 og jafngildir 1,5-1,7 prósentustiga lækkun tekjuskatts. Þá hefur til viðbótar verið ákveðið að gefa launþegum kost á að auka skattfrelsi lífeyrisiðgjalda enn frekar, eða um 2%, og kemur sú breyting til framkvæmda á næsta ári.<br /> <br /> Að öllu samanlögðu jafngilda ákvarðanir stjórnvalda um lækkun tekjuskattshlutfallsins og skattfrelsi lífeyrisiðgjalda 6-7% lækkun tekjuskatts. Fyrir hjón með meðaltekjur, þ.e. 250 þúsund króna mánaðartekjur, svara þessar breytingar til 15 þúsund króna skattalækkunar á mánuði, eða 180 þúsund króna skattalækkunar á ári þegar þær eru að fullu komnar fram.<br /> <br /> Þessu til viðbótar hefur einnig verið dregið úr jaðaráhrifum barnabóta og lífeyris almannatryggingakerfisins. Þá hefur endurgreiðsluhlutfall samkvæmt lögum um námslán nýverið verið lækkað úr 7% í 4,75%.<br /> <br /> <strong>Lokaorð</strong><br /> Ákvarðanir ríkisstjórnarinnar um að lækka tekjuskatt og draga úr tekjutengingu eru mikilvægar því að þær stuðla að auknu frumkvæði og efla vinnuvilja einstaklinga. Áfram þarf að halda á þessari braut og tryggja einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum starfsskilyrði og lífskjör sem jafnast á við það sem best er í öðrum löndum. Mikilvæg forsenda þess er þó að áfram verði unnið að því að draga úr ríkisútgjöldum og treysta þannig stöðu ríkissjóðs.<br /> <br /> </p>

1998-02-05 00:00:0005. febrúar 1998Ný lífeyrislög efla langtímasparnað. Grein í Morgunblaðinu í janúar 1998.

<p><strong>Fjármálaráðherratíð Friðriks Sophussonar 23. apríl 1995 - 16. apríl 1998</strong><br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Blaðagrein</strong><br /> <strong>Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra</strong><br /> (Morgunblaðið, janúar 1998):<br /> <br /> <strong>Ný lífeyrislög efla langtímasparnað</strong> </div> <br /> <p>Fyrir jól samþykkti Alþingi ný lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þessi lög eru liður í uppbyggingu þess velferðarkerfis sem við ætlum að búa íslensku þjóðinni á 21. öldinni. Skyldutryggging lífeyrisréttinda hefur bein áhrif á fjárhag hvers einasta manns því sem næst alla ævina.<br /> <br /> Málefni lífeyrssjóða hafa verið lengi í deiglunni og verið til umfjöllunar í stjórnskipuðum nefndum nær samfellt í meira en 20 ár eða allar götur frá árinu 1976. Lífeyrismál og starfsemi lífeyrssjóða hafa þó aldrei fyrr fengið jafn verðuga athygli og umfjöllun eins og á síðustu misserum.<br /> <br /> <strong>Mikilvægi langtímasparnaðar</strong><br /> Hvort sem litið er til hagsmuna einstaklingsins eða þjóðfélagsins í heild hefur langtímasparnaður mikla þýðingu. Hann gerir okkur kleift að byggja upp íslenskt atvinnulíf, draga úr erlendri skuldasöfnun og þróa frjálsa fjármagnsflutninga til og frá landinu. Langtímasparnaður er ekki síður mikilvægur frá sjónarhóli einstaklingsins. Meðalaldur fólks fer hækkandi og fleiri eru heilsuhraustir á ellilífeyrisaldri og vilja búa við fjárhagslegt sjálfstæði. Langtímasparnaður er forsenda þess. Efnahagslegt sjálfstæði okkar eykst eftir því sem langtímasparnaður verður meiri. Ráðdeild og fyrirhuggja leiða í senn til hagsældar og farsældar.<br /> <br /> <strong>Aukinn skattfrádráttur</strong><br /> Almenn samstaða náðist í þjóðfélaginu um nýju lögin sem er afar mikilvægt þegar um jafn umfangsmikið mál er að ræða og lífeyrismál landsmanna. Ég vil rekja hér nokkur helstu atriði nýju laganna:<br /> <br /> Í fyrsta lagi er lögunum ætlað að tryggja valfrelsi um aðild að lífeyrissjóðum og samsetningu lífeyris. Mikilvæg forsenda fyrir þeirri samstöðu sem náðist um nýju lögin var fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að hækka frádráttarbærni lífeyrissjóðsiðgjalda og iðgjalda vegna lífeyrissparnaðar úr 4% í 6% hjá einstaklingum frá og með næstu áramótum. Þessi hækkun mun í mörgum tilfellum þýða að einstaklingar geta ráðstafað a.m.k. 2% af launum í frjálsan lífeyrissparnað og notið til þess skattfrádráttar. Þessi skattafsláttur mun án efa hafa þau æskilegu áhrif að samið verður um aukinn lífeyrissparnað í kjarasamningum á næstu árum.<br /> <br /> Til séreignarsjóða verða gerðar sömu formkröfur og til þess lífeyrissparnaðar sem fellur undir skyldutrygginguna en lífeyrissjóðir, bankar og fjármálafyrirtæki geta boðið upp á sérstaka lífeyrissparnaðarreikninga. Fjölbreytni og frelsi í lífeyrismálum hvetja til langtímasparnaðar.<br /> <br /> <strong>Lífeyrissjóðir í lykilhlutverki</strong><br /> Annað atriði sem ég vil nefna er sjóðsöfnunin og krafan um viðvarandi jafnvægi milli eigna og skuldbindinga lífeyrissjóða. Breytingar á lögum um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna fyrir rúmu ári skiptu sköpum fyrir þá sátt sem hefur náðst um þessa mikilvægu forsendu íslenska lífeyriskerfisins. Það er grundvallaratriði og forsenda sveigjanleika á vinnumarkaði að sjóðsöfnun eigi sér stað hjá öllum lífeyrissjóðum í stað svokallaðs gegnumstreymis þar sem iðgjöld hverju sinni eru notuð til greiðslu eftirlauna. Margar Evrópuþjóðir standa frammi fyrir gríðarlegum vandræðum vegna þess að eftir því sem öldruðum fjölgar og vinnandi fólki fækkar hlutfallslega hefur þurft að hækka iðgjaldagreiðslur verulega til að standa undir lífeyrisgreiðslum.<br /> <br /> Þriðja atriðið, sem ég vil drepa á, er að nýju lögin eiga að tryggja að sjóðirnir hámarki ávöxtun eigna með tilliti til áhættu og leiðist ekki út í óskylda atvinnustarfsemi. Þetta þykir eðlileg krafa ekki síst í ljósi gríðarlegs umfangs lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðakerfið mun á næstu áratugum gegna lykilhlutverki í auknum langtímasparnaði. Framreikningar sýna að næstu 40 árin má gera ráð fyrir að lífeyrissparnaður verði meiri en útborgaður lífeyrir. Þannig er gert ráð fyrir að árið 2040 samsvari lífeyrissparnaður a.m.k. 150% af landsframleiðslu.<br /> <br /> Það eru hagsmunir þjóðarinnar allrar að efla lífeyriskerfi, sem grundvallast á sjóðsöfnun og örvar jafnframt frjálsan langtímasparnað. Aukinn langtíma- og lífeyrissparnaður opnar möguleika fyrir sveigjanlegri starfslokum en nú tíðkast. Með samþykkt þessara nýju laga hefur verið stigið stórt skref í þá átt. Ný lögin draga úr útgjaldaþörf ríkisins , stuðla aðsátt milli kynslóða og leggja þannig grunn að farsælu þjóðlífi á næstu öld.<br /> <br /> <strong>Nauðsynlegar umbætur</strong><br /> Á undanförnum árum hafa margar þjóðir gripið til róttækra aðgerða í lífeyrismálum. Samhliða aðgerðum sem lúta að útborguðum lífeyri hefur víða um heim verið ýtt undir sjóðsöfnun til að mæta fyrirsjáanlegri útgjaldaaukningu á næstu árum.<br /> <br /> Árið 1994 gaf Alþjóðabankinn út skýrslu þar sem gerð var grein fyrir þessum áhersluatriðum. Í skýrslunni var jafnframt eindregið hvatt til þess að þjóðir heims þróuðu lífeyriskerfi sín og byggðu þau upp á þremur meginstoðum. Í fyrsta lagi á almannatryggingum hins opinbera, sem væru nokkurs konar öryggisnet og ætlað að draga úr fátækt, í öðru lagi á skyldutryggingu sem frjáls félög önnuðust og byggði alfarið á sjóðsöfnun og í þriðja lagi á frjálsum lífeyrissparnaði. Margar þjóðir hafa unnið að endurskoðun og framgangi lífeyrismála sinna á þessum grundvelli. Frumvarp það sem hér er mælt fyrir byggir einnig í öllum aðilatriðum á sömu hugmyndum og lagðar voru til grundvallar tillögum Alþjóðabankans.<br /> <br /> Svigrúm til kerfisbreytinga er víða mjög takmarkað þar sem öldruðum hefur þegar fjölgað hlutfallslega mikið og litlu hefur verið safnað í sjóði á undanförnum árum. Þess vegna hefur fyrst og fremst verið reynt að lagfæra þau kerfi sem fyrir eru. Tryggingaiðgjöld hafa verið hækkuð, lífeyrisgreiðslur skertar, ellilífeyrisaldur hækkaður og samband milli iðgjalda og réttinda aukið svo helstu atriði séu nefnd.<br /> <br /> Í Svíþjóð, svo dæmi sé tekið, voru umtalsverðar breytingar samþykktar á lífeyriskerfinu árið 1994 og var gert ráð fyrir að þær tækju að fullu gildi á 20 árum. Sænska kerfið hefur fram til þessa tilheyrt opinbera almannatryggingakerfinu. Það hefur verið byggt upp sem gegnumstreymiskerfi og fjármagnað með sköttum og skyldutryggingariðgjöldum. Ákveðin sjóðsmyndun hefur þó átt sér, sem upphaflega var fyrst og fremst hugsuð til sveiflujöfnunar milli ára.<br /> <br /> Þó kerfisbreytingin í Svíþjóð sé mjög umfangsmikil felur hún aðeins í sér tiltölulega lítið skref til eiginlegs sjóðsmyndunarkerfis. Fyrsta stoð lífeyriskerfisins samkvæmt skilgreiningu Alþjóðabankans, þ.e. öryggisnet hins opinbera fyrir þá sem minnst mega sín og önnur stoðin sem lagt var til að byggðist á sjóðsöfnun og framlögum á starfsævinni eru þannig meira og minna samtvinnaðar.<br /> <br /> Frá og með árinu 1999 er ætlunin að 16,5% af launum renni til kerfisins sem skyldutryggingariðgjald. Til viðbótar er síðan gert ráð fyrir að 2% iðgjald fari til einstaklingsbundins lífeyrissparnaðar. Strangt tekið eru það einungis þessi 2% sem falla undir skilgreiningu Alþjóðabankans á annarri stoð lífeyriskerfisins, þ.e. fara til sjóðsöfnunar á grundvelli þess að beint samband sé milli innborgunar og réttinda. Þröng staða lífeyriskerfisins í Svíþjóð endurspeglast einnig í því að ekki virðist svigrúm til að láta kerfisbreytinguna ná til þriðju stoðarinnar, þ.e. frjálsa lífeyrissparnaðarins.<br /> <br /> Í nýlegri skýrslu Evrópusambandsins um lífeyriskerfið og innri markað sambandsins kemur fram að flest aðildarríkin hafa gripið til aðgerða til að verja meginmarkmið lífeyristrygginga hins opinbera og þar með velferðarkerfisins. Fyrir sambandið í heild er áætlað að 88% af útborguðum lífeyri komi frá hinu opinbera og falli undir fyrstu stoð lífeyriskerfisins samkvæmt skilgreiningu Alþjóðabankans. Til að dæmið gangi upp og hægt verði að tryggja einstaklingum viðunandi lífeyri til frambúðar er á hinn bóginn reiknað með að í auknum mæli verði treyst á sjóðsöfnun og hinar tvær stoðir kerfisins.<br /> <br /> Þær þjóðir Evrópusambandsins sem náð hafa bestum árangri við uppbyggingu sjóðsöfnunarkerfa utan ríkisgeirans eru Hollendingar og Bretar. Þar er til dæmis áætlað að um 30% útborgaðs lífeyris komi frá öðrum aðilum en ríkinu. Sjóðsmyndun í Hollandi er áætluð samsvara um 90% af VLF og í Bretlandi um 80% af VLF. Til samanburðar er áætlað að hér á landi megi rekja 40% af útborguðum lífeyri til lífeyrissjóðanna og að eignir þeirra samsvari um 60% af VLF.<br /> <br /> Fyrir Evrópusambandið í heild er áætlað að sjóðsmyndun sem fellur undir aðra stoð lífeyriskerfisins samkvæmt skilgreiningu Alþjóðabankans samsvari að meðaltali um 20% af VLF.<br /> <br /> <strong>Frumvarpið mikilvægur áfangi</strong><br /> Um hvert þessara atriða er hægt að fjalla í löngu máli<br /> Svo nokkur dæmi séu tekin er ótvíræðu fjárvörslumarkmiði og afmörkun á starfseminni ætlað að koma í veg fyrir að lífeyrissjóðir:<br /> - niðurgreiði lán til sjóðfélaga,<br /> - fjárfesti í þeim tilgangi að halda uppi atvinnu eða til að tryggja samkeppni og lágt vöruverð,<br /> - niðurgreiði ferðir til sólarlanda fyrir ellilífeyrisþega,<br /> - eða fjárfesti í fyrirtækjum sem sjóðfélagar vinna hjá í þeim tilgangi að framfylgja ákveðinni starfsmannastefnu.<br /> <br /> Í gegnum árin hefur verið þrýst á einstaka lífeyrissjóði í framangreindum tilgangi, þannig að ótti við markmiðssetningu af þessum toga er ekki úr lausu lofti gripinn.<br /> <br /> <strong>Mikilvægar málamiðlanir</strong><br /> Nokkur mikilvæg atriði frumvarpsins byggja á málamiðlun og vil ég nefna þrjú atriði í því sambandi:<br /> - ákvörðun aðildar að lífeyrissjóði og skipan stjórna,<br /> - skilgreiningu lágmarkstryggingaverndarinnar,<br /> - og fyrirkomulag eftirlits með því að lögboðin iðgjöld til skyldutryggingar lífeyrisréttinda séu innt af hendi.<br /> <br /> Um leið og virða ber þá staðreynd að ákvæði frumvarpsins um framangreind atriði byggja á málamiðlun, er jafn eðlilegt að þau séu áfram rædd og menn undir það búnir að þau komi fyrr en síðar til endurskoðunar.<br /> <br /> Þegar ákvæði 2. greinar frumvarpsins sem kveður á um aðild að lífeyrissjóði er tekið til umræðu er mikilvægt að hafa núverandi ákvæði um lífeyrissjóðsaðild til hliðsjónar og hvernig það kom til á sínum tíma. Því má ekki gleyma að lögboðin skylduaðild að tilteknum lífeyrissjóði lagði grunn að nauðsynlegri sátt milli kynslóða þegar almenna lífeyrissjóðakerfið var innleitt fyrir tæpum 30 árum. Án hennar hefði óhjákvæmileg tilfærsla fjármuna milli kynslóða, þ.e. frá þeim sem voru að byrja sinn starfsferil til þeirra sem eldri voru, ekki verið möguleg án víðtækra ríkisafskipta.<br /> <br /> Ákvæði frumvarpsins ganga út frá því að skipan skyldutryggingar lífeyrisréttinda sé málefni sem aðilar vinnumarkaðarins eiga að semja um í kjarasamningum. Þar á meðal sé þeim frjálst að semja um aðild að lífeyrissjóði fyrir sína félagsmenn. Breytingin frá gildandi lögum takmarkar á hinn bóginn umboð þeirra við þá sem sem eiga aðild að kjarasamningnum eða byggja starfskjör sín á honum, t.d. með skírskotun til hans í ráðningarsamningi.<br /> <br /> Breytingin treystir þannig stöðu lífeyrissjóðanna sem sjálfstæðra stofnana og félaga sem staðið er að með frjálsum samningum. Um leið dregur úr mikilvægi þess að ákveða með lögum hvernig skipa skuli stjórnir sjóðanna. Æskilegt er að samningsaðilar og aðrir aðstandendur sjóðanna leiði sjálfir þessi mál til lykta og fái svigrúm til að bregðast við framkominni gagnrýni.<br /> <br /> Lágmarkstryggingavernd lífeyrissjóða eins og hún er skilgreind í 4. grein frumvarpsins er lykilhugtak með hliðsjón af meginmarkmiðum lífeyriskerfisins. Fjölmörg atriði sem tengjast þessari skilgreiningu hljóta því eðli máls samkvæmt að vera til umfjöllunar á næstu árum.<br /> <br /> Margt mælir með því lágmarkstryggingaverndin verði útfærð nánar en gert er í frumvarpinu. Til dæmis mælir margt með því að hún kalli ekki einungis á ákveðið iðgjald heldur einnig tiltekin réttindaverðmæti. Eftir að verðmæti lífeyrisréttinda hafa náð ákveðnu marki mætti þannig hugsa sér að einstaklingum væri heimilt að ráðstafa öllu iðgjaldi sem greitt er þeirra vegna til viðbótartryggingaverndar.<br /> <br /> Annað umdeilt atriði sem tengist lágmarkstryggingaverndinni eru mismunandi áherslur varðandi félagsleg markmið lífeyriskerfisins. Á meðan sumir vilja alfarið byggja kerfið upp á einstaklingsbundnu tryggingamati vilja aðrir ganga mjög langt í tilfærslu fjármuna milli ákveðinna hópa. Í því sambandi má nefna tilfærslu milli starfsstétta, frá körlum til kvenna, frá ógiftum til giftra, frá þeim sem borga af háum launum til þeirra sem borga af lágum launum o.s.frv. Mikilvægt er að umræða um þessa þætti haldi áfram. Mín skoðun er á hinn bóginn sú að löggjafinn eigi að varðveita sem mestan sveigjanleika fyrir sjóðina og aðstandendur þeirra til að þróa markmiðsstetningu af þessum toga á eigin forsendum.<br /> <br /> Ákvæði 6. greinar frumvarpsins um eftirlit Ríkisskattstjóra með því að iðgjald verði greitt vegna hvers manns, sem skyldutrygging lífeyrisréttinda nær til, kallar á vandasama útfærslu. Ástæðan er ekki síst sá margbreytileiki sem gert er ráð fyrir í lífeyriskerfinu og að takmörk eru fyrir því hvað réttlætanlegt er að ganga langt í öflun upplýsinga og innheimtuaðgerðum. Um leið og það er í almannaþágu að skyldutryggingu lífeyrisréttinda sé framfylgt má aldrei gleymast að tryggingin er fyrst og fremst í þágu þess sem hún er innt af hendi fyrir.<br /> <br /> Á það hefur verið bent að eftirlit og innheimta af þeim toga sem frumvarpið gerir ráð fyrir samrýmist illa þeim verkefnum sem skattkerfinu hefur verið ætlað að sinna fram að þessu. Ég vil því hvetja efnahags- og viðskiptanefnd til að gaumgæfa þennan þátt sérstaklega. Æskilegt væri að búa þannig um hnútana að lífeyrissjóðirnir sjálfir gætu annast nauðsynlegt eftirlit og hefðu beinan hag af því að móttaka og þar með innheimta lögbundið lágmarksiðgjald.<br /> <br /> <strong>Næstu skref</strong><br /> Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða taki gildi 1. júlí á næsta ári. Jafnframt er gert ráð fyrir að starfandi lífeyrissjóðir fái eftir það eitt ár til að laga starfsemi sína að ákvæðum laganna. Einnig taka ákvæði um skiptingu lífeyrisréttinda milli hjóna ekki gildi fyrr en 1. maí 1999.<br /> <br /> Lögin munu kalla á umtalsverðar breytingar hjá mörgum aðilum. Róttækastar eru þær breytingar sem lífeyrissjóðir sveitarfélaganna þurfa að ganga í gegnum. Á sambærilegan hátt þarf einnig, svo dæmi sé tekið, að ljúka endurskoðun á fyrirkomulagi lífeyrisréttinda alþingismanna, ráðherra og hæstaréttardómara. Í framhaldi af samþykkt laga um lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins fyrir ári síðan er undirbúningur að þessum breytingum þegar hafinn, en samkvæmt því frumvarpi sem hér er mælt fyrir þarf aðlöguninni að vera lokið fyrir mitt ár 1999.<br /> <br /> Séreignasjóðir þurfa að uppfylla skilyrði laganna um lágmarkstryggingaverndina og þar með að bjóða upp á nauðsynlega samtryggingu svo sjóðfélagar geti eftir atvikum notið viðunandi örorkulífeyris og ellilífeyris til æviloka. Flestir séreignasjóðir eru þegar farnir að bjóða tryggingavernd af þessum toga, en með lögunum má gera ráð fyrir að vægi þessa þáttar í starfsemi þeirra aukist.<br /> <br /> Hvað lífeyrissjóðina varðar almennt má benda á nokkur atriði. Þannig fela lögin í sér nýja skilgreininingu á iðgjaldsstofni og kallar því á aðlögun hjá flestum sjóðunum. Jafnframt er sjóðunum gert að tilgreina þá lágmarkstryggingavernd sem þeir ætla að veita og þar með það iðgjald sem þarf til að standa undir henni. Lífeyrissjóðirnir þurfa þar með að ákveða hvort sjóðfélagarnir fái rétt til þess að ráðstafa hluta heildariðgjaldsins til viðbótartryggingaverndar. Einnig hvort þeir ætla að bjóða sjóðfélögum sínum upp á þann möguleika að samþætta lágmarkstryggingaverndina með séreign og samtryggingu.<br /> <br /> Í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á bráðabirgðaákvæði frumvarpsins, en þar er kveðið á um að endurskoða skuli lögin árið 2001. Stefnt skuli þá að breytingum á lögunum komi í ljós að lífeyrissjóðir hafi almennt ekki boðið sjóðfélögum sínum upp á fleiri valmöguleika en nú tíðkast í samsetningu lífeyrisréttinda sinna.<br /> <br /> Ákvæði frumvarpsins um jafnvægi milli eigna og skuldbindinga er mjög afdráttarlaust og kallar án efa á breytingar hjá ýmsum sjóðum. Síðast en ekki síst má gera ráð fyrir því, þó ekki sé kveðið á um það í frumvarpinu, að breytt starfsumhverfi sjóðanna flýti nauðsynlegri endurskoðun af þeirra hálfu á reglum um ávinnslu réttinda.<br /> <br /> Fyrir utan lífeyrissjóðina er öðrum fjármálastofnunum sem tilgreindar eru í 8. grein frumvarpsins nú heimilað að taka við lífeyrisiðgjöldum með samningum um viðbótartryggingavernd. Þetta mun án efa kalla á aukna fjölbreytni og bætta þjónustu í lífeyriskerfinu. Ekki minnst um vert þá er ég sannfærður um að þetta á eftir að auka áhuga almennings á lífeyrismálum. Aukin samkeppni mun þannig verða til þess að opna augu margra fyrir mikilvægi langtímasparnaðar og þeim hagsmunum sem í húfi eru bæði fyrir okkur sem einstaklinga og þjóð.<br /> <br /> <br /> </p>

1998-02-05 00:00:0005. febrúar 1998Sveigjanlegur eftirlaunaaldur. Grein í Morgunblaðinu í janúar 1998.

<p><strong>Blaðagrein</strong><br /> <strong>Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra:</strong><br /> (Morgunblaðið, janúar 1998)<br /> <br /> <strong>Sveigjanlegur eftirlaunaaldur</strong><br /> <br /> Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða sem samþykkt voru fyrir jól marka tímamót. Ég hef í fyrri grein minni um lífeyrismál lýst því hvernig ný lög auka valfrelsi fólks og tryggja festu í þessum mikilvæga málaflokki sem snertir hvert mannsbarn í landinu. Í þessari grein vil ég varpa fram nokkrum hugmyndum um aðgerðir á öðrum sviðum í þeim tilgangi að tryggja betur en nú er hagsmuni aldraðra og sátt milli kynslóða.<br /> <br /> <strong>Breytt aldurssametning</strong><br /> Eins og áður hefur komið fram er gert ráð fyrir að 3-4 vinnandi einstaklingar verði að baki hverjum eftirlaunaþega eftir rúm 30 ár, en þeir eru nú 6-7. Ljóst er að búa verður í haginn fyrir þessar breytingar og ýta undir aukinn sparnað einstaklinga til að mæta útgjaldaaukningu vegna hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra á næstu árum. Nýju lífeyrislögin leggja grunn að þessu.<br /> Aukinn sparnaður er þó ekki eina svarið við breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar. Í allri umræðu um málefni aldraðra má það ekki gleymast að aldraðir eru ekki afmarkaður einsleitur hópur. Eins og meðal ungs fólks er starfsorka aldraðra breytileg, svo og óskir, þarfir og áhugamál. Í ljósi þessa sést hversu einkennilegt það er að festa eftirlaunaaldur við tiltekið aldursmark. Mrgt fullfrískt fólk er nauðbeygt til að víkja úr vinnu þar sem það hefur náð tilteknum aldri þrátt fyrir fullt starfsþrek og að starfið veiti því ánægju. Þegar hefur svigrúm fólks til að flýta töku ellilífeyris og auka lífeyrissparnað verið rýmkað nokkuð þar sem nýju lögin treysta lagaumgjörð frjálsra samninga milli launþega og vinnuveitenda um séreignarlífeyrissjóði starfsmanna. Þannig er einstaklingum, sem til að mynda sinna mjög krefjandi störfum, gert kleift að fara fyrr á eftirlaun en ella hefði verið.<br /> Nauðsynlegt er að auka valfrelsi fólks á vinumarkaði og hætta að tengja starfslok við tiltekinn afmælisdag viðkomandi. Auka þarf sveigjanleika og svigrúm á vinnumarkaði, þannig að hár starfsaldur, starfshlé vegna endurmenntunar, ráðning í hlutastarf og tímabundið hlé á atvinnuþátttöku vegna barna eða sjúkra, séu allt þættir sem geti talist eðlilegir í lífshlaupi sérhvers manns.<br /> <br /> <strong>Bábiljan um fjölda starfa</strong><br /> Í umræðu um atvinnumál eldra fólks hefur borið á þeirri bábilju að fjöldi starfa sé einhver föst stærð. Það á ekki síst við í löndum þar sem atvinnuleysi er meira en hérlendis. Því er þá haldið fram að með því að senda eldra fólk heim skapist störf fyrir ungt, atvinnulaust fólk. Margar Evrópuþjóðir hafa snúið frá þessari stefnu þar sem hún hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Reglan á að vera sú að allir einstaklingar sem hafa fullt starfsþrek eiga að geta tekið þátt á vinnumarkaði óháð aldri. Það er engum gerður greiði með því að reka fólk úr vinnu vegna aldursins eins. Við eigum að gefa eldra fólki kost á að starfa áfram og líta fremur á hvaða gagn einstaklingar geta gert í atvinnulífinu en að spyrja um aldur þeirra.<br /> Á Nýja Sjálandi verður frá og með 1. febrúar 1999 bannað að segja fólki upp starfi vegna þess að það hefur náð tilteknum aldri. Uppsögn eða tilfærsla í starfi verður einungis heimil á grundvelli efnislegra ástæðna. Eðlilegt er að huga vel að þessu atriði hér á landi.<br /> <br /> <strong>Sveigjanlegur eftirlaunaaldur</strong><br /> Ég tel að innleiða eigi á ný sveigjanlegan ellilífeyrisaldur í almannatryggingakerfinu. Vert er að hafa í huga að frá upphafi kerfisins 1937 til ársins 1992 var ellilífeyrir hafður breytilegur eftir aldri lífeyrisþegans þegar taka lífeyrisins var hafin. Í byrjun var hann hafður breytilegur eftir aldri lífeyrisþegans á bilinu 67 til 71 árs en síðar einu ári bætt við. Sveigjanlegur ellilífeyrisaldur er einnig mikilvægt markmið í því ljósi að frá því að almannatryggingalögin voru sett hafa lífslíkur karla við fæðingu aukist um 16 ár og kvenna um 15 ár.<br /> <br /> <strong>Gefum einstaklingum aukið frelsi</strong><br /> Pólitísk umræða í velferðarríkjunum mun á næstu árum í auknum mæli snúast um viðbrögð við breyttri aldurssamsetningu. Á vettvangi stjórnmálanna hérlendis verður einnig að fara fram opinská umræða um hvernig sætta megi ólík sjónarmið milli aldurshópa og tryggja aukinn sveigjanleika á vinnumarkaði. Við megum ekki taka velferðina að láni og eigum að veita einstaklingunum frelsi og svigrúm til að safna til efri áranna og til virkrar atvinnuþátttöku óháð aldri.</p>

1998-01-30 00:00:0030. janúar 1998Áfram dregur úr umsvifum ríkisins. Fjármálaráðherratíð Friðriks Sophussonar 23. apríl 1995 - 16. apríl 1998.

<p><strong>Fjármálaráðherratíð Friðriks Sophussonar 23. apríl 1995 - 16. apríl 1998</strong></p> <p>Eitt mikilvægasta markmið ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar í ríkisfjármálum er að draga úr afskiptum ríkisins og beita markaðslausnum á þeim sviðum, sem það á við. Þannig hafa ríkisfyrirtæki verið seld einkaaðilum og útboðum verið fjölgað. Einnig hafa verið gerðir þjónustusamningar við stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkisins og á almennum markaði. Þá hafa verið gerðir sérstakir samningar þar sem kveðið er á um meira sjálfstæði og aukna ábyrgð einstakra stofnana og sett markmið um árangur. Allt miðar þetta að því að einfalda rekstur ríkisins og gera hann skilvirkari. Þessi stefna hefur jafnframt skilað sér í minni ríkisumsvifum.</p> <p><strong>Skatthlutfall lækkar</strong></p> <p>Aukin umsvif í efnahagslífinu leiða alla jafna til þess að hlutfall skatttekna ríkisins af landsframleiðslu hækka. Þetta kemur meðal annars fram í tölum frá árunum 1993-1996. Á árunum 1997 og 1998 er hins vegar gert ráð fyrir að skatttekjur ríkissjóðs lækki, sem hlutfall af landsframleiðslu. Þetta má að hluta rekja til flutnings grunnskólans til sveitarfélaganna og lækkunar tekjuskatts af þeirri ástæðu. Þyngst vegur samt sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem lögfest var á Alþingi síðastliðið vor að lækka tekjuskatt einstaklinga um 4% á árunum 1997-1999, en 3% hafa nú þegar komið til framkvæmda. Þannig hefur auknum tekjum ríkissjóðs í góðærinu verið skilað til heimilanna í landinu og birtist í meiri kaupmætti en launahækkanir skila einar sér.</p> <p><strong>Ríkisútgjöld dragast saman</strong></p> <p>Ekki er síður fróðlegt að skoða þróun útgjalda ríkisins á undanförnum árum því að hún sýnir glöggt hvernig dregið hefur úr umsvifum ríkisins. Frá árinu 1991 hefur hlutfall ríkisútgjalda af landsframleiðslu lækkað um nálægt 4%, úr rúmlega 28% í rúmlega 24% samkvæmt fjárlögum 1998, eða sem nemur meira en 20 milljörðum króna á núgildandi verðlagi. Um fjórðungur þessarar lækkunar skýrist af flutningi grunnskólans til sveitarfélaga. Meginhluta þessarar lækkunar má hins vegar rekja til margvíslegra sparnaðaraðgerða stjórnvalda á þessu tímabili. Í þessu samhengi má nefna að í nýlegri samantekt er talið að hallinn á ríkissjóði væri nú um 17 milljarðar króna, ef ekki hefði verið gripið til þessara sérstöku aðgerða á undanförnum árum.</p> <p>Þrátt fyrir öflugra aðhald og meiri sparnað á mörgum sviðum ríkisfjármála að undanförnu hafa útgjöld til velferðarmála aukist að raungildi. Hjúkrunarrýmum hefur fjölgað umtalsvert og aðstaða til heilsugæslu batnað verulega. Framlög til málefna fatlaðra hafa einnig hækkað og útgjöld til menntamála hafa aukist.</p> <p><strong>Forgangsröðun verkefna</strong></p> <p>Mikilvægasta verkefnið á sviði ríkisfjármála á næstu árum er að greiða niður skuldir ríkisins og koma þannig í veg fyrir hækkun skatta í framtíðinni. Þetta þrengir óhjákvæmilega svigrúmið til aukinna útgjalda á næstu árum. Þess vegna er brýnt að verkefnum sé raðað eftir mikilvægi þeirra. Þetta á ekki síst við um fjárfestingar á vegum ríkisins þar sem aðhalds er þörf til þess að gefa fyrirtækjum aukið svigrúm til að byggja upp atvinnulífið á næstu árum og hamla gegn þenslu. Líkt og hjá fyrirtækjum og heimilum verða stjórnvöld stöðugt að leita leiða til að gera ríkisreksturinn hagkvæmari. Skýr markmið, einkavæðing og útboð stuðla að umfangsminni, skilvirkari og hagkvæmari ríkisrekstri. Mikilvægt er að halda áfram að draga úr ríkisumsvifum á næstu árum og efla í staðinn sveitarfélög sem geta tekið við verkefnum frá ríkinu. Umfram allt er þó nauðsynlegt að tryggja öflugt atvinnulíf sem styrkir samkeppnisstöðu þjóðarinnar og bætir lífskjörin.</p>

1998-01-30 00:00:0030. janúar 1998Afgangur á ríkissjóði bætir lífskjör heimilanna. Fjármálaráðherratíð Friðriks Sophussonar.

<p>Á árunum 1996 og 1997 varð afkoma ríkissjóðs mun betri en ætlað hafði verið í fjárlögum þessara ára. Árið 1991, þegar þriggja flokka ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar fór frá völdum og ríksstjórn Davíðs Oddssonar tók við, var greiðsluhalli ríkissjóðs 15 milljarðar króna á verðlagi þessa árs. Árið 1998 er hins vegar gert ráð fyrir 3 milljarða króna afgangi. Þessi 18 milljarða króna umskipti á afkomu ríkissjóðs eru mikilvægur árangur sem fylgja þarf eftir á næstu árum.</p> <p><strong>Afgangur á fjárlögum og minni lánsfjárþörf</strong></p> <p>Batnandi afkoma ríkissjóðs á undanförnum árum á mikinn þátt auknum stöðugleika í efnahagslífinu. Eftir langvarandi hallarekstur hefur nú tekist að skila ríkissjóði með afgangi, en að því hefur markvisst verið stefnt undanfarin ár. Miðað við hefðbundnar uppgjörsaðferðir (greiðslugrunn) stefnir í rúmlega 3 milljarða króna tekjuafgang á nýbyrjuðu ári og spáð er að rekstrarafkoman verði mun betri í fyrra en fjárlög gerðu ráð fyrir. Samkvæmt nýrri framsetningu fjárlaga er einnig gert ráð fyrir lítilsháttar afgangi þrátt fyrir lækkun á tekjusköttum einstaklinga, en á undanförnum árum hefur verið verulegur halli á rekstraruppgjöri ríkisreiknings. Það er til marks um þann árangur sem náðst hefur í ríkisfjármálum að í einungis 2-3 löndum í Evrópu er afkoma hins opinbera betri en hér á landi samkvæmt áætlunum fyrir árið 1997.</p> <p>Undanfarin ár hefur lánsfjárþörf ríkissjóðs farið minnkandi samhliða batnandi afkomu ríkissjóðs. Árið 1998 verða þau kaflaskil að ríkissjóður mun ekki lengur þurfa að taka lán til að mæta skuldbindingum sínum heldur mun skuldastaðan þvert á móti batna um 5 milljarða króna. Mikilvæg skýring á þessum umskiptum er sú að nú er áformað að selja hlutabréf í eigu ríkisins í mun meira mæli en áður. Gert er ráð fyrir að heildarverðmæti sölu eigna geti numið tæplega 8 milljörðum króna. Sú fjárhæð skilar sér í minni lánsfjárþörf ríkissjóðs og fer að mestu til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs.</p> <p><strong>Grynnkað á skuldum og sparnaður efldur</strong></p> <p>Gert er ráð fyrir að heildarskuldir ríkissjóðs muni lækka á árinu 1998, þriðja árið í röð, í 43% af landsframleiðslu, en þær námu rúmlega 51% í árslok 1995. Þessi lækkun endurspeglast einnig í lækkun heildarskulda hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) úr 59% af landsframleiðslu í árslok 1995, í 51% 1998. Mikilvægt er að halda áfram á þessari braut á næstu árum til að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir og koma í veg fyrir skattahækkanir í framtíðinni.</p> <p>Afar mikilvægt er að nýta andvirði sölu ríkiseigna til þess að grynnka á skuldum en ekki til þess að auka útgjöld. Með því er stuðlað að stöðugleika og auknum sparnaði í þjóðfélaginu. Við ríkjandi aðstæður í efnahagslífinu er brýnt að efla innlendan sparnað. Þannig er hamlað gegn viðskiptahalla gagnvart útlöndum. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á lífeyriskerfi landsmanna að undanförnu stuðla að auknum sparnaði í þjóðfélaginu. Ný lífeyrislög eru því mikilvægt framlag til áframhaldandi stöðugleika í efnahagslífinu um leið og þau treysta fjárhagslega stöðu lífeyrisþega í framtíðinni.</p> <p><strong>Frekari rekstrarafgangur ríkissjóðs er nauðsynlegur</strong></p> <p>Jafnvægi í ríkisfjármálum er mikilvægur áfangi á leið til að grynnka á skuldum ríkisins. Nú, þegar því markmiði hefur verið náð, þarf að setja fram áætlun til nokkurra ára um hvernig skuldir ríkisins skuli greiddar niður. Það verður aðeins gert með því að treysta stöðu ríkissjóðs enn frekar með auknum rekstrarafgangi. Um þetta mikilvæga markmið þarf að nást víðtæk sátt í þjóðfélaginu og brýnt er að sem flestir geri sér grein fyrir þeim ávinningi sem af þessu hlýst. Um leið og skuldirnar lækka minnkar vaxtakostnaður ríkissjóðs, en hann er nú árlega nær sama fjárhæð og nemur heildarútgjöldum menntamálaráðuneytisins. Afgangur á fjárlögum bætir því lífskjör heimilanna þegar til lengri tíma er litið.</p>

1996-11-26 00:00:0026. nóvember 1996Ræða á ráðstefnu um nýskipan í ríkisrekstri - Árangur og markmið til aldamóta.

<p><strong><strong>Fjármálaráðherratíð Friðriks Sophussonar 23. apríl 1995 - 16. apríl 1998</strong></strong></p> <p><strong>Ráðstefnustjóri, góðir ráðstefnugestir!</strong></p> <p>Það er mér mikil ánægja að sjá hversu margir hafa séð sér fært að sækja þessa ráðstefnu um nýskipan í ríkisrekstri, þá fimmtu sem haldin er um þetta efni á undanförnum árum. Yfirskrift ráðstefnunnar er: "Árangur og markmið til aldamóta". Hér á eftir mun ég fara nokkrum orðum um þann árangur sem þegar hefur náðst og fjalla síðan um þá nýskipan í ríkisrekstrinum sem framundan er.</p> <p align="center"><strong>I.</strong><br /> </p> <p>Íslensk stjórnsýsla er ekki gömul. Við fengum nokkurt löggjafarvald í innanlandsmálum 1874, framkvæmdavald 1904, fullveldi 1918 og sjálfstæði 1944. Hvert þessara tímabila ber sitt svipmót. Síðustu áratugir 19. aldarinnar einkenndust af mikilli aðgát í fjármálum og framkvæmdir og uppbygging grunnstofnana einkenna áratugina eftir aldamótin. Lýðveldistíminn hefur öðru fremur einkennst af mikilli útþenslu í rekstri hins opinbera. Má sem dæmi nefna að hlutur hins opinbera í þjóðarbúskapnum var 20% árið 1950, 30% árið 1980 og 42% árið 1989. Vonandi verður dómur sögunnar sá, að yfirstandandi áratugur einkennist af viðspyrnu gegn útgjaldaþenslu og skuldasöfnun - þeim tveimur atriðum sem segja má, að verst hafi leikið ríkissjóði vestrænna ríkja á þessari öld - að styrjöldum undanskildum.</p> <p>Nýskipan í ríkisrekstri á rætur sínar í þeirri staðreynd að ekkert félag fær staðist nema að tekjur þess standi undir útgjöldum. Sífelldur hallarekstur ríkissjóðs leiðir til þess eins að smám saman brestur skuldafjötruð stjórnvöld getuna til að gera allt það góða sem kjósendur vilja gjöra, vegna sívaxandi afborgana. Ekki má heldur ofmeta hlutverk og getu ríkisvaldsins í efnahags- og atvinnumálum eins og okkur Íslendingum hefur stundum hætt til. Það eru ekki stjórnmálamenn sem búa til störf. Það eru fyrirtækin sem skapa atvinnuna. Stjórnmálamenn geta hins vegar búið fyrirtækjunum góð rekstrarskilyrði. Það er því atvinnulífið fremur en ríkissjóður sem markar velferð þjóðar. Sterk fyrirtæki, fjölbreytt atvinnulíf, arðbær atvinna, vel menntað starfsfólk og góð framleiðni eru þær stoðir sem einar megna að halda uppi þaki velmegunar.</p> <p>Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarskilyrðum fyrirtækja sem skila sér í meiri stöðugleika, athafnafrelsi og bættri afkomu. Almennar leikreglur hafa komið í stað boða og banna. Verðlagshöft hafa verið afnumin og samkeppnislög eflt samkeppnisvitund viðskiptalífsins. Vextir hafa verið gefnir frjálsir. Nær engar hömlur eru á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagnsflutningum. EES samningurinn hefur treyst starfsskilyrði, eflt samkeppni og opnað aðgang að Evrópumarkaði. Skattakerfið hefur verið endurskoðað, undanþágum fækkað, skattstofnar breikkaðir og skattkerfið samræmt því sem gerist í samkeppnislöndum okkar. Ég bendi á þetta hér til að minna okkur á mikilvægi atvinnulífsins og að fyrirtækin hafa jafnvel enn frekar en ríkisreksturinn gengið í gegnum nýskipan.</p> <p>Ég hef orðið þess var í samtölum mínum bæði við fólk sem starfar utan og innan ríkiskerfisins að sú hugmynd sem liggur að baki nýskipunar í ríkisrekstri nýtur sívaxandi skilnings. Markmið nýskipunar í ríkisrekstri eru fyrst og fremst tvö. Þau koma fram í stefnu sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir einu ári. <u>Fyrra markmiðið</u> er að skipulag og starfsemi ríkisins sé með þeim hætti að ríkið geti sinnt skyldum sínum við borgarana á eins hagkvæman, skjótvirkan og árangursríkan hátt og kostur er og vísar til þess að ríkið nýti þær rekstraraðferðir sem árangursríkastar eru hverju sinni. <u>Síðara markmiðið</u> er að opinber þjónusta sé svo skilvirk að hún gefi íslenskum fyrirtækjum forskot í vaxandi alþjóðlegri samkeppni. Þetta markmið undirstrikar að framtíðarafkoma okkar íslendinga ræðst af samkeppnisstöðu fyrirtækjanna. Sú meginleið sem farin hefur verið til að ná áðurnefndum markmiðum byggist <em>í fyrsta lagi</em> á að fækka verkefnum ríkisins. <em>Í öðru lagi á að</em> dreifa valdi og ábyrgð til þeirra sem stjórna daglegum rekstri á hverjum stað og <em>í þriðja lagi</em> að skilja ábyrgð á rekstri frá pólitískri stefnumörkun.</p> <p>Víkjum aðeins að fækkun verkefna ríkisins. Á þessu sviði hefur náðst mikill árangur. Á yfirstandandi ári mun til dæmis starfsmönnum ríkisins fækka um 20% með tilflutningi grunnskólans til sveitarfélaga og breytingu Póst- og símamálastofnunar í hlutafélag. Skipta má fækkun rekstrarverkefna í fernt eftir eðli þeirra. <u>Í fyrsta lagi</u> hafa heilir málaflokkar flust til sveitarfélaga auk þess sem nokkur sveitarfélög hafa í tilraunaskyni tekið að sér rekstur tiltekinna málaflokka sem þó eru á forræði ríkisins. Hvort tveggja, varanlegi tilflutningurinn og tilraunafærslan, tryggja að ákvarðanir færist nær neytendum og styrkja jafnframt sveitarfélögin til átaka við ný verkefni.</p> <p><u>Í öðru lagi</u> er stöðugt unnið að einkavæðingu ríkisfyrirtækja og sölu á hlutum sem ríkið á í fyrirtækjum og voru verklagsreglur um framkvæmd samþykktar í ríkisstjórn síðastliðinn vetur. Frá ársbyrjun 1992 hafa um 3000 manns keypt hlutabréf í einkavæddum fyrirtækjum fyrir um 2,1 milljarð króna. Sem betur fer hefur verulega dregið úr pólitískum átökum um einkavæðingu og virðist mér skilningur hafi aukist á því að ríkið eigi fyrst og fremst að örva samkeppni en ekki að eiga og reka atvinnustarfsemi sem aðrir geta haft með höndum. Framundan er sala á eignarhlutum ríkisins í slíkri starfsemi.</p> <p><u>Í þriðja lagi</u> má nefna breytingar á rekstrarformi þar sem ríkisfyrirtækjum er breytt í hlutafélög án þess að formbreyting sé liður í sölu í beinu framhaldi samanber breytingu á Pósti og síma nú um áramótin. Á næsta ári er áformað að breyta rekstrarformi ríkisbankanna og fjárfestingarlánasjóða þannig að fjármagnsmarkaðurinn verði sem mest í höndum einkaaðila.</p> <p><u>Í fjórða lagi</u> eru útboð. Löng hefð er fyrir útboðum á framkvæmdum hér á landi, styttri fyrir útboðum á vörukaupum og lítið hefur verið um að þjónusta og rekstur sé boðin út enn sem komið er. Umtalsverðar breytingar áttu sér stað samfara EES aðild og árið 1993 var útboðsstefna ríkisins samþykkt í ríkisstjórn og hefur hún nú verið útfærð í reglugerð. Aukin áhersla á útboð rekstrar er einn liður í að fækka rekstrarverkefnum ríkisins. Síðar í dag verður sérstaklega fjallað um þennan þátt og opinber innkaup en þar ríður á miklu að auk þess að örva samkeppni milli seljenda um viðskipti við ríkið sé verið að breyta vinnubrögðum við innkaup ríkisins.</p> <p>Þrátt fyrir að rekstrarverkefnum ríkisins fækki verður ýmsum verkefnum að sjálfsögðu áfram sinnt. Þar er megináhersla lögð á að efla völd og ábyrgð þeirra sem reka hina daglegu starfsemi. Þannig verða hin einstöku verkefni leyst á hagkvæmastan hátt og staðbundin þekking á þörfum þjónustuþegans nýtt best. Vegna þessa þarf að skapa ríkisstofnunum góð rekstrarskilyrði og búa þeim svipað rekstrarumhverfi og almennum rekstri.</p> <p>Mikilvæg breyting í þessa átt varð er framkvæmd rammafjárlaga hófst árið 1993. Þetta hefur leitt til þess að fjárhagsleg ábyrgð ráðuneytanna hefur aukist og framkvæmd fjárlaga batnað þótt gera megi enn betur. Sú ábyrgð sem rammafjárlög hafa fært yfir á ráðuneytin hafa þau síðan fært yfir á stofnanir. Þetta hefur m.a. leitt til aukinnar áherslu á gerð rekstrar- og starfsáætlana ríkisstofnana. Slík áætlanagerð hefur það m.a. í för með sér að forstöðumenn þurfa að gera það upp við sig og sína samstarfsmenn hvaða verkefni njóti forgangs og á hvaða sviðum stofnunin eigi að beita kröftum sínum.</p> <p>Á fyrstu mánuðum mínum sem fjármálaráðherra varð ég var við verulega óánægju forstöðumanna með það að ef þeir höfðu ekki nýtt alla sína fjárveitingu í lok fjárlagaárs hvarf það sem eftir stóð í ríkissjóð. Þessi sjónarmið koma m.a. glögglega fram í álitum sjö vinnuhópa með þátttakendum víða að úr ríkisrekstrinum sem störfuðu veturinn 1992-1993 og fjölluðu um afmörkuð svið ríkisrekstrarins. Þessu hefur verið breytt. Forstöðumenn geta nú samkvæmt settum reglum geymt fjárveitingu yfir áramót og nýtt hana á nýju ári. Jafnframt er ætlast til að fjárveiting næsta árs sé notuð til að greiða skuldina sé farið er fram úr fjárheimildum</p> <p>Reynt hefur verið að fjölga rekstraraðferðum ríkisins og má þar nefna samningsstjórnun. Þá gerir ráðuneyti þjónustusamning við stofnun um verkefni stofnunar, þann árangur sem hún skuldbindur sig til að ná og um fjárveitingar og sjálfræði stofnunar. Gerðir hafa verið fimm þjónustusamningar þessa eðlis og voru þeir allir til þriggja ára. Eru tvö ár samningstímans nú að baki og eitt eftir. Kostir þessarar aðferðar eru einkum þeir að hún hvetur stofnun og ráðuneyti að skilgreina verkefni stofnunar og markar starfseminni farveg til lengri tíma.</p> <p>Fyrir nokkrum dögum gaf fjármálaráðuneytið út verkefnavísa fyrir árið 1997 og er það í annað sinn sem slík útgáfa er gerð. Markmiðið er að upplýsa almenning, alþingismenn og fjölmiðla um við hvað ríkisstofnanir fást. Með þessu er leitast við að veita á einfaldan hátt upplýsingar um viðfangsefni ríkisstofnana, kostnað við þau og tölulega mælikvarða á umfang og gæði þjónustunnar. Með því að þróa verkefnavísa enn frekar og fá allar ríkisstofnanir til að taka þátt í gerð þeirra má án efa skerpa sýn stjórnenda í ríkisrekstrinum og stuðla að markvissara starfi að settum markmiðum.</p> <p>En það er ekki nóg að skapa ríkisstofnunum betri starfsskilyrði - það þarf einnig að hvetja starfsfólk og stjórnendur til dáða og veita því verðskuldaða viðurkenningu sem vel er gert. Og þar er afar margt vel gert eins og best sást af <u>hugmyndastefnu</u> sem fjármálaráðuneytið gekkst fyrir. Af þessum ástæðum skipaði ég fyrir ári nefnd til að veita þeim ríkisstofnunum viðurkenningu sem með einum eða öðrum hætti hefðu skarað fram úr í þjónustu, hagræðingu í rekstri eða hugvitssamlegum nýjungum og væru til fyrirmyndar. Eins og ykkur er kunnugt hlaut Kvennaskólinn í Reykjavík þessa viðurkenningu en hann er ein þeirra stofnana sem starfa samkvæmt þjónustusamningi. Áformað er að veita slíka viðurkenningu annað eða þriðja hvert ár.</p> <p>Eignaumsýsla ríkisins þarf jafnan að vera með eins hagkvæmum hætti og kostur er. Meginhluti eigna ríkisins er bundinn í fasteignum og á ríkið hátt í eina milljón fermetra af húsnæði. Meginverkefni ríkisins í eignamálum á næstunni verður ekki að byggja hús heldur að halda húseignum sínum við. Nú eru til skoðunar tilllögur um að ríkisstofnanir greiði leigu fyrir afnot af húsnæði og nægi hún að lágmarki fyrir viðhaldi og öðrum rekstrarkostnaði. Jafnframt verði markvisst unnið að því að fækka embættisbústöðum og nýta annað húsnæði ríkisins á eins hagkvæman hátt og kostur er.</p> <p>Á síðasta þingi mælti ég fyrir viðamiklu frumvarpi til laga um fjárrreiður ríkissjóðs. Til marks um það ákvað Alþingi að kjósa sérstaka þingnefnd til þess að fjalla um málið. Ekki náðist að afgreiða frumvarpið fyrir þingslit og hefur það nú verið endurflutt. Verði frumvarpið að lögum mun það marka verulegar breytingar á fjármálaumsýslu ríkisins og allri uppsetningu á fjárlögum, bókhaldi og ríkisreikningi. Hafa þessar breytingar einkum að markmiði að skýra og samræma fjárhagsupplýsingar og færa bókhald ríkisins nær því sem tíðkast í fyrirtækjarekstri og setja hann á rekstrargrunn sem auðveldar allan samanburð við annan rekstur og gefur á ýmsan hátt réttari mynd rekstrinum. Ríkisreikningur s.l. árs var gefinn út í myndrænna formi en áður í sama skyni.</p> <p>Ég legg sérstaklega áherslu á að forsenda þess að hægt sé að dreifa valdi og ábyrgð í ríkisrekstri er að pólitísk og lagaleg stefna sé skýr og ljós, því að viðkomandi ráðherrar bera ávallt ábyrgð á framkvæmdavaldinu samkvæmt stjórnarskrá og stjórnarráðslögum.</p> <p align="center"><strong>II.</strong><br /> </p> <p>Ég hef nú rifjað upp ýmislegt af því sem við höfum unnið kerfisbundið að undir merkjum stefnunnar um nýskipan í ríkisrekstri. Ég vil sérstaklega undirstrika að nýskipan er ekki tímabundið verkefni í þeirri merkingu að einn góðan veðurdag hafi öllum markmiðum nýskipunar verið náð. Þvert á móti. Þegar einu markmiði hefur verið náð taka önnur við. Á þann hátt einan getur ríkiskerfið þróast í takt við samfélagsbreytingarnar.</p> <p>Í ljósi þess að stærsta viðfangsefni stjórnvalda á komandi árum verður að reka ríkissjóð með tekjuafgangi og greiða niður skuldir munu meginmarkmiðin tvö, sem ég nefndi fyrr í ræðu minni, ekki breytast. Þau verða áfram að skipulag og starfsemi ríkisins sé með þeim hætti að ríkið geti sinnt skyldum sínum við borgarana á hagkvæman og árangursríkan hátt og að opinber þjónusta sé svo skilvirk að hún gefi íslenskum fyrirtækjum forskot í vaxandi alþjóðlegri samkeppni. Raunar er ástæða til að árétta það hér að með einfaldri og árangursríkri stjórnsýslu getum við auðveldlega unnið upp það óhagræði sem felst í fámenni þjóðar og fjarlægð milli byggða. Þetta staðhæfi ég eftir að hafa kynnst flókinni stjórnsýslu stærri þjóða, þar sem opinber tungumál eru tvö, stjórnsýslustigin mörg og aðild að yfirþjóðlegum bandalögum bætir enn við umfang stjórnsýslunnar og skrifræði. En hvaða leiðir munum við fara til að ná fyrrgreindum markmiðum?</p> <p>Í fyrsta lagi vil ég nefna að áfram verður leitast við að fækka viðfangsefnum ríkisins og selja eignir. Halda þarf áfram að breyta ríkisfyrirtækjum í hlutafélög og selja þau þegar aðstæður leyfa. Næsta stórverkefni á þessu sviði er að losa um tök ríkisins á fjármálastofnunum, bönkum og sjóðum. Er mikilvægt að þessu verkefni verði lokið sem allra fyrst þannig að íslenskur fjármagnsmarkaður geti lagað sig að þeim miklu breytingum sem orðið hafa á alþjóðafjármagnsmarkaði. En þótt formbreyting og sala fjármálastofnana sé brýnt verkefni þurfum við jafnframt að vinna að því að einkavæða rannsóknastofnanir, menningarstofnanir, verslunarrekstur, verktakastarfsemi, gæslu- og eftirlitsverkefni og ýmsar þjónustustofnanir á þeim sviðum, þar sem samkeppni er næg.</p> <p>Á sama hátt þarf að stefna að frekari tilflutningi verkefna til sveitarfélaga til að færa starfsemina nær fólkinu og styrkja sveitarfélögin í sessi. Þjónusta við fatlaða fellur vel að félagsþjónustu sveitarfélaga og er stefnt að því að flytja þann málaflokk frá ríkinu fyrir aldamót. Ég vek hins vegar athygli á því að ekki dregur úr opinberum rekstri við að flytja verkefni til sveitarfélaganna og að slíkur tilflutningur jafngildir ekki flutningi verkefna út á markað atvinnulífsins.</p> <p>Þess vegna þarf að efla útboð á rekstri og þjónustu svo sem stoðþjónustu, heilbrigðisþjónustu, rannsóknum og menningarstarfsemi og nota sóknarfæri sem eru samfara þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi á sviði opinberra innkaupa. Við þurfum að gera útboðsmarkað EES virkari hér á landi á sama hátt og íslenskum fyrirtækjum er frjálst að taka þátt í opinberum útboðum í löndum EES. Einnig þurfum við að gerast aðilar að þeim hluta GATT samkomulagsins sem fjallar um opinber innkaup og kynna enn frekar rétt seljenda til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri við ríkið. Ríkið þarf að vera góður kaupandi og nota markaðinn til að gera góð kaup á vörum, framkvæmdum og þjónustu.</p> <p>Sameining stofnana er ekki aðeins liður í að fækka rekstrarverkefnum ríkisins heldur getur einnig verið heppileg leið til að hagræða og lækka tilkostnað eins og reynslan hefur hefur sýnt við sameiningu atvinnufyrirtækja. Stórbættar samgöngur og byggðaþróun stuðla að þessum breytingum auk þess sem framfarir í samskipta- og tölvutækni hafa opnað ýmsa nýja möguleika á þessu sviði. Nú er verið er að stíga fyrstu skrefin í þessa átt og verið að ræða um sameiningu stofnana víða í ríkiskerfinu. Meðal annars er rætt um sameiningu framhaldsskóla, sýslumannsembætta, heilbrigðisstofnana og rannsóknastofnana. Augljóst er að nýskipunar er þörf á þessum vettvangi á næstu misserum.</p> <p>Í verkefnavísum fyrir árið 1997 kemur fram að ríkið rekur um 370 stofnanir. Margt bendir til þess að ríkið gæti sinnt viðfangsefnum sínum betur og á hagkvæmari hátt þótt fjöldi stofnana væri aðeins brot af þeirri tölu. Ég legg áherslu á að fjöldi stofnana þarf ekki að vera hinn sami og fjöldi staða þar sem þjónusta er veitt því að sama stofnunin getur haft starfsstöðvar á mörgum stöðum. Samhliða því að stofnanir eru sameinaðar er eðlilegt að endurskoða fjölda og verksvið ráðuneyta.</p> <p>Annað meginatriði í nýskipan framtíðarinnar er að koma nýjum viðhorfum í starfsmannamálum ríkisins í framkvæmd og nýta breytingar í starfsmannamálum til að ná fram breyttri stjórnun ríkisstofnana. Kjarni nýju starfsmannalaganna er hinn sami og annarrar nýskipunar í ríkisrekstri - það er að flytja vald og ábyrgð á starfsmannamálum til forstöðumann ríkisstofnana.</p> <p>Nú hefur verið skipað sérstakt samningaráð forstöðumanna stofnana og fyrirtækja ríkisins til að fylgjast með gerð þeirra kjarasamninga sem framundan eru og móta áherslur í þeim. Ef til vill verður þetta upphafið að einskonar vinnuveitendasambandi ríkisstofnana þar sem forstöðumenn þeirra munu í framtíðinni taka á beinan hátt þátt í kjarasamningum ríkisvaldsins eða fara jafnvel alfarið með samningsumboð ríkisins.</p> <p>Ekki ber að skilja það svo að forstöðumenn hafi verið ábyrgðarlausir varðandi starfsmannamálin því að markvisst hefur verið unnið að því að færa launavinnslu sem mest út til stofnana. Er svo komið að allar stærstu stofnanir ríkisins og ýmsar af minni stofnunum annast nú þegar að stærstum hluta starfsmannahald sitt, þar á meðal afgreiðslu launa og sjá fyrir hönd fjármálaráðherra um framkvæmd kjarasamninga á sínu sviði.</p> <p>Jafnréttismálin eru órjúfanlegur þáttur starfsmannastefnu ríkisins. Sérstaklega hefur verið tekið á jafnréttismálum með það að markmiði að tryggja eins og frekast er unnt jöfn laun karla og kvenna við sambærileg störf í þjónustu ríkisins og fá konum jöfn færi á við karla til að fara með vald og axla ábyrgð í ríkisrekstrinum. Verður lögð áhersla á að stofnanir starfi eftir virkum jafnréttisáætlunum til að ná þessu markmiði. Jafnréttismálin byggja ekki síður á viðhorfum og vilja en laganna bókstaf og því er mikilvægt að nýta þá viðhorfsbreytingu sem nú á sér stað. Ég dreg ekki dul á, að ég vil sjá verkin tala í þessum efnum.</p> <p>Lífeyrismálin eru einn þáttur starfsmannamála. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur um margt haft sérstöðu meðal lífeyrissjóða landsmanna. Réttindagjöf sjóðsins hefur verið önnur og meiri auk þess sem fjármögnun sjóðsins hefur verið á þann veg að miklar framtíðarskuldbindingar hvíla á ríkissjóði og vaxa ár frá ári. Fjármálaráðuneytið og stærstu félög ríkisstarfsmanna hafa orðið sammála um tillögur til breytinga og mun ég á næstu dögum mæla fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sem skipta sjóðnum í tvær deildir. Steingrímur Ari mun fjalla um þetta mikilvæga mál hér á eftir.</p> <p>Einn þáttur nýskipunar er að búa ríkisrekstrinum viðunandi lagaumhverfi. Á örfáum misserum hefur lagagrundvöllur stjórnsýslunnar verið endurnýjaður að miklum hluta. Þar vil ég fyrst minnast á stjórnsýslulögin sem gengu í gildi árið 1993. Ekki er vafi á að þessi lög hafa aukið aga og reglufestu í ríkisrekstrinum jafnframt því sem þau hafa gefið aðilum mála, sem þar eru til umfjöllunar, mikilvæga réttarbót. Upplýsingalögin sem ganga í gildi eftir mánuð hafa sömu áhrif en þau hafa að geyma ákvæði sem móta munu vinnubrögð og verklag ríkisstarfsmanna og auðvelda jafnframt aðgengi almennings og fjölmiðla að málum og málsmeðferð.</p> <p>Stjórnsýslulögin og upplýsingalögin eru bæði tengd umræðu um siðfræði og siðferði í stjórnsýslunni. Ekki verður frekar farið í þá sálma hér, en á því sviði eru sífellt gerðar nýjar kröfur til framgöngu og verka stjórnmálamanna og embættismanna.</p> <p>Ég hef hér farið yfir flesta þætti þeirrar nýskipunar sem unnið hefur verið að í ríkisrekstrinum og drepið á ýmislegt sem framundan er. Eitt hef ég þó ekki nefnt og það er árangursstjórnun. Síðar á þessum fundi kynnir dr. Guðfinna Bjarnadóttir tillögur nefndar um árangursstjórnun sem ég skipaði í febrúar s.l. Þessar tillögur hafa verið lagðar fyrir ríkisstjórnina og eru þar nú til umfjöllunar.</p> <p>Með árangursstjórnun er verið að skilgreina betur hlutverk ríkisins, leita hagkvæmustu leiða til að veita þjónustu sem kostuð er af opinberu fé og auka rekstrarlegan sveigjanleika stofnana. Í árangursstjórnun felst að athafnir ráðuneyta og stjórnenda stofnana beinast sérstaklega að því að sjá til þess að stofnanir ræki hlutverk sitt eins vel og unnt er. Árangur stofnana er metinn með tilliti til þess hverju þær skila og hve hagkvæmur reksturinn er. Til að ná sem bestum árangri eru sett skýr markmið. Reynt er að fullnægja þörfum notenda þjónustunnar sem best. Leitast er við að hindra að vandamál komi upp. Vald og ábyrgð eru framseld til þeirra sem annast framkvæmdina. Árangur er mældur á einfaldan og auðskilinn kvarða. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að vinna að stöðugum umbótum í rekstrinum.</p> <p>Hér inni sé ég marga forstöðumenn ríkisstofnana. Við ykkur vil ég segja þetta: Ég hvet ykkur til að sýna frumkvæði og að hafa forystu um þróun og breytingar í ríkisrekstrinum. Þið eruð dráttarbátarnir sem koma þurfa málum í höfn. Þið verðið með öðrum orðum að vera leiðandi afl í þessu efni, enda hafið þið betri sýn á umbótamöguleika og nýjungar heldur en við hin, sem kosin eru á þing eða störfum í ráðuneytunum. Við skulum hins vegar reyna að bæta rekstrarskilyrðin, þótt ég segi það jafnframt hreinskilnislega að fjárveitingar til stofnana munu tæpast hækka á komandi árum. Eitt meginverkefni okkar allra verður því að nýta fjármuni skattborgaranna betur. Þið verðið að hugsa um stofnun ykkar sem tæki sem samfélagið hefur útbúið til að ná markmiðum og ykkar verkefni er að nýta þetta tæki ásamt ykkar samstarfsmönnum, öllum til heilla.</p> <p>Góðir áheyrendur, ég vil að lokum nefna sérstaklega þrjú atriði í þeirri nýskipun sem framundan er:</p> <ol> <li>Við eigum alltaf að velta fyrir okkur með hvaða hætti við getum komið á samkeppni í þeirri þjónustu sem við veitum almenningi. Afleiðing raunverulegrar samkeppni er alla jafnan sú að verð lækkar og gæði aukast. Nýtum okkur það til ávinnings.</li> <li>Við eigum að halda áfram einkavæðingu, flytja verkefni til sveitarfélaga, bjóða út og vera virkir kaupendur. Sameina þarf ríkisstofnanir þar sem við á til að ná fram rekstrarlegri hagkvæmni og faglegum styrk þeirra.</li> <li>Við eigum að veita ríkisstofnunum meira sjálfstæði og betra rekstrarumhverfi. Í staðinn gerum við kröfur um betri árangur og meiri ábyrgð.</li> </ol> <p>Aðrir frummælendur munu hér á eftir fjalla ítarlega frá mismunandi sjónarhólum um þessi mikilvægu efni og ég veit að umræður í dag verða lærdómsríkar og málefnalegar.</p>

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira