Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Árna M. Mathiesen


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2009-01-13 00:00:0013. janúar 2009Ræða fjármálaráðherra á skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og viðskiptablaðs Morgunblaðsins

<p><br /> <em><img class="right" title="Árni M. Mathiesen" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg" />Árni M. Mathiesen Ræða fjármálaráðherra, Árna M. Mathiesen á skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og viðskiptablaðs Morgunblaðsins 13. janúar 2009.</em></p> <p>Fundarstjóri, ágætu gestir.<br /> <br /> Ég vil byrja á því að þakka Deloitte, Viðskiptaráði og Morgunblaðinu fyrir framtak sitt að boða til skattadagsins enn á ný. Ég þakka jafnframt fyrir að fá þetta tækifæri til að greina frá hvernig ég met núverandi ástand í efnahagsmálum og hvernig þessar breyttu aðstæður í samfélaginu kalla á endurskoðun á ríkisrekstri og tilhögun í skattamálum.</p> <p>Nefnt hefur verið að líklegast verði árið í ár það erfiðasta í yfirstandandi efnahagsþrenginum. Það er mat flestra hagfræðinga, þ. á m. Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fjármálaráðuneytisins og seðlabankans, að ástandið sé líklegt til að byrja að lagast á næsta ári. Til að flýta fyrir batanum er mikilvægt að grípa strax til nauðsynlegra aðgerða, jafnvel þótt þær kunni að verða óvinsælar um tíma.</p> <p>Og hver er þá vandi ríkisins um þessar mundir? Af nógu er að taka. Fall íslenska bankakerfisins hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Brestir hagkerfisins hafa orðið augljósari og nauðsynlegt inngrip ríkisins í bankastarfsemi skilyrði þess að hér geti dagleg starfsemi annarra fyrirtækja þrifist.</p> <p>Margir hafa spurt hvort setning neyðarlaganna hafi átt rétt á sér &ndash; hvort stjórnvöld hafi ekki hrundið af stað atburðarrás sem ekki hefði orðið annars. Þetta tel ég fráleitt. Setning neyðarlaganna var fyrst og fremst ætluð til að hér yrði áfram bankastarfsemi þar sem daglegar færslur fólks og fyrirtækjanna yrðu áfram til staðar, að greiðslukerfi og hraðbankar virkuðu áfram. Ef það er eitthvað til marks um það að neyðarlögin virkuðu er það einmitt sú staðreynd að bankarnir lokuðu aldrei. Þeim hluta starfseminnar sem átti að verja, hefur verið haldið í góðu horfi.</p> <p>En þetta er auðvitað ekki átakalaust. Kostnaður ríkisins vegna þessu hleypur á hundruðum milljarða króna vegna eiginfjármögnunar viðskiptabankanna og annarra fjárútláta vegna þeirra og sparisjóðanna. Vissulega er erfitt að meta hvernig okkur verður kleift að endurheimta þá fjármuni á nýjan leik, hvort og þá hvenær sala á bönkunum verði hagkvæm, hvernig eigi að haga kröfu um arðgreiðslur, og hvort skoða þurfi mögulega sameiningu þeirra í náinni framtíð. Allt þetta er til skoðunar hjá stjórnvöldum, og tölur um kostnað vegna bankanna til lengri framtíðar liggja því ekki fyrir Samstarf Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lánveiting á vegum sjóðsins hefur verið mikið til umræðu allt frá því að bankahrunið varð í byrjun október. Það var 24. október síðastliðinn sem IMF tilkynnti að sjóðurinn hyggðist veita íslenskum stjórnvöldum 2,1 milljarða bandaríkjadala lán á næstu tveimur árum til að styðja við efnahagslega uppbyggingu, hjálpa til við að endurreisa trúverðugleika bankakerfisins og skapa stöðugleika fyrir krónuna. Ég ætla svo sem ekki að tíunda hér hvernig það lán og önnur tengd lán frá ýmsum þjóðum verða nýtt á næstunni, hvort sem það er með inngripum og þá beinni nýtingu lánsins til gjaldeyriskaupa, eða sem nokkurkonar bakhjarl eða varaforði, slíkt verður að ráðast af öðrum þáttum. Þó er ljóst að lánafyrirgreiðlsa þessi mun kosta okkur einhverja fjármuni.</p> <p>Eins og ég kom inn á áðan, má búast við því að það líði nokkur ár þar til afkoma ríkissjóðs verði jákvæð á ný, en áætlanir eru þó um að reksturinn verði kominn í jafnvægi árið 2012 og réttu megin við núllið árið 2013. Afleiðingar hallareksturs til nokkurra ára þekkjum við frá gamalli tíð, slíkt hefur í för með sér vaxtakostnað sem enn lengir þann tíma sem tekur að snúa tekjujöfnuði ríkissjóðs í jákvætt horf.</p> <p>Sem betur fer erum við að fara inn í þetta erfiða efnahagsástand með verulega sterka stöðu ríkissjóðs - góðan sjóð í bönkum, sem nýtist okkur á þessum erfiðu tímum og við værum augljóslega í verri stöðu ef ekki hefði verið fyrir drjúgan afgang á fjárlögum og verulega niðurgreiðslu skulda á undanförnum árum.</p> <p>Þá er ekki síst vert að minnast á aðstæður í efnahagslífi heimsins, því slíkt hefur auðvitað veruleg áhrif á hvernig okkur reiðir af hér á landi, sérstaklega með tilliti til aðstæðna á mörkuðum fyrir útflutningsafurðir okkar. Sem stendur virðist fátt gefa tilefni til bjartsýni um að botninum sé náð í alþjóðakreppunni, raunar verður að gera ráð fyrir því að hún dýpki nokkuð áður en hlutirnir fari að hreifast á nýjan leik.</p> <p>Eins og skilja má af fyrrgreindu reynir nú talsvert á ríkissjóð Íslands og leiðir okkar til fjármögnunar á ýmsum þáttum sem að honum snúa.</p> <p>Það er eðlilegt að halli myndist á ríkissjóði þegar efnahagslífið stefnir í krappa lægð, en ríkissjóður hefur sveiflujöfnunarhlutverk í efnahagslífinu til að draga úr miklum sveiflum í atvinnustigi og tekjum. Um leið er mikilvægt að þegar hagkerfið fer að taka við sér á ný að hallinn sé minnkaður hratt til að skapa svigrúm fyrir lækkun skuldbindinga ríkissjóðs. Til að gera það kleyft þarf að endurskilgreina starfsemi ríkissjóðs. Annarsvegar þarf að leita leiða að auka hagkvæmni í ríkisrekstri og draga úr útgjöldum að því marki sem hægt er. Einnig getur þurft að endurmeta skattkerfið í heild sinni þar sem sumir skattstofnar eins og tekjuskattur lögaðila og fjármagnstekjuskattur virka síður í niðursveiflu. Þrátt fyrir það verður ríkissjóður að afla tekna til að greiða fyrir opinberra þjónustu og framkvæmdir. Skatttekjur eru langstærsti hluti tekna ríkissjóðs.</p> <p>Til að byrja með má nefna breytingar á skattkerfinu sem tóku gildi um nýliðin áramót. Þannig var tekjuskattur einstaklinga hækkaður úr 22,75% í 24,1%, eða um 1,35 prósentustig. Um leið var heimild veitt sveitarfélögum til að hækka útsvar um allt að 0,25 prósentustig. Þrátt fyrir þetta er skatthlutfallið nú um 37,2% sem er lægra en það var árið 2005, þeagr það nam 37,74%. Auk þess var persónuafslátturinn þá tæplega 14 þúsund krónum lægri á mánuði en hann var við breytingarnar nú um áramótin. Hækkun persónuafsláttar er tvíþætt; annarsvegar fylgir hann vísitöluhækkun síðastliðins árs en auk þess hefur hann með ákvörðun stjórnvalda í kjölfar kjarasamninga hækkað um 24 þúsund krónur á ári því til viðbótar. Við þessa breytingu hafa skattleysismörk hækkað úr 99.250 krónum í 118.182 á mánuði og langstærsti hópur launþega, þeirra með tekjur að 575 þúsund krónum á mánuði, mun hafa meira til ráðstöfunar af launum sínum nú í janúar en í desember í fyrra. Með öðrum orðum, hækkun persónuafsláttar er meiri en sem nemur hækkun tekjuskatts og útsvars hjá launþegum undir fyrrgreindum tekjumörkum.</p> <p>Þetta er ágætt að rifja upp öðru hvoru í þeirri umræðu sem fram fer nú um þessar mundir í þeim efnahagsþrengingum sem dynja á heimsbyggðinni &ndash; á þeim tímum sem allir þurfa á einn eða annan hátt að fara vel yfir fjármál sín, og á það jafnt við um heimilin, fyrirtækin, sveitarfélög og ríki.</p> <p>Ég hef áður sagt að það sé lykilatriði við núverandi aðstæður að bregðast við á ábyrgan hátt. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á sköttum og gjöldum og aðrar þær ráðstafanir sem stjórnvöld hafa gripið til eru til þess gerðar að skapa svigrúm fyrir Íslendinga til að standa af okkur veðrið, og á þann hátt að ekki séu lagðar of miklar kvaðir á fyrirtæki og einstaklinga. Nauðsynlegt er að við höfum slíkt að leiðarljósi á þeirri vegferð sem framundan er.<br /> Við endurskoðun á skattkerfinu er mikilvægt að fylgja þeirri viðleitni sem verið hefur að leiðarljósi undanfarin ár - að einfalda skattkerfið og gera það sem gegnsæjast og passa upp á að það hafi sem minnst neikvæð áhrif á efnahagslífið, eða sé sem mest hvetjandi fyrir efnahagsstarfsemi í landinu.<br /> &nbsp;<br /> Ágætu fundargestir. Ég veit að Viðskiptaráð og fleiri eru áhugasamir um að stjórnvöld beiti fyrst og fremst aðhaldsleiðinni en auki ekki skattheimtu. Ég held að það sé óhætt að segja að stjórnvöld hafi nú þegar sýnt fram á vilja sinn að draga verulega úr útgjöldum hins opinbera. Hlutverk stjórnmálamanna er einmitt að forgangsraða. Samsetning útgjaldanna fyrir árið 2009 er önnur en áður hefur verið, og endurspeglar viðbrögð stjórnvalda við þeim aðstæðum sem uppi eru. Við þurfum að reyna að komast aftur á þá braut sem við höfum verið á undanfarin ár.<br /> </p> <br /> <br />

2008-11-13 00:00:0013. nóvember 2008Ræða fjármálaráðherra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg"><img src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" class="media-object"></a><figcaption>Árni M. Mathiesen</figcaption></figure></div><p><em><img class="right" title="Árni M. Mathiesen" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg" />Hilton hótel, Reykjavík, 13. nóvember 2008.</em></p> <p>Formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, fundarstjóri, sveitarstjórnarmenn og aðrir ráðstefnugestir!</p> <p>Ótrúlega væringar hafa orðið í fjármálaheiminum á síðustu dögum og vikum bæði hér á landi sem og annars staðar í heiminum. Væringar sem enginn sá fyrir eða gat séð fyrir. Heimsbyggðin hefur gengið í gegnum fjármálakreppu sem líkja má við efnahagslegar hamfarir. Öflugir bankar bæði austan hafs og vestan hafa orðið þessari kreppu að bráð og yfirvöld í mörgum löndum hafa þurft að koma þeim til bjargar, ýmist með því að taka þá yfir eða setja til þeirra fjármagn í miklum mæli. Í þessu sambandi hafa bæði lítil og stór hagkerfi átt í mikilli baráttu við alvarlegar afleiðingar kreppunnar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nýlega endurnýjað spá sína um horfur í alþjóðlegum efnahagsmálum. Sjóðurinn telur að hagvöxtur í heiminum muni aðeins ná 2,2% 2009, sem er tæpu prósentustigi minna en gert var ráð fyrir í október, fyrir aðeins nokkrum dögum síðan. Gert er ráð fyrir samdrætti í þróuðum ríkjum á næsta ári og verður það þá í fyrsta sinn á heilsársgrundvelli frá stríðslokum. Á síðustu dögum og vikum hafa skuldatryggingarálög hækkað upp úr öllu valdi, hlutabréfavísitölur hríðfallið og gengi margra gjaldmiðla hefur lækkað hratt.</p> <p>Þótt mörg lönd hafi nú þegar beitt róttækum aðgerðum til að rétta við fjármagnsmarkaði sína eru allar líkur á að staða fjármagnsmarkaða verði áfram helsti dragbíturinn á afturbatann í heiminum. Fall eignaverða og margföldunaráhrif þess á fjármálaheiminn er slíkt að almenn spálíkön ná ekki að skýra það inn í framtíðina.</p> <p>Hér á landi hefur kreppan haft meiri áhrif en víða annars staðar enda hagkerfið lítið og viðkvæmara fyrir slíkum heimssveiflum. Vöxtur bankanna og velgengni var mikil í uppsveiflunni en um leið verður fallið meira og þyngra þegar slær í bakseglin.</p> <p>Á rétt ríflega mánuði hefur gríðarlega margt gerst. Sérstök lög hafa verið sett sem heimila fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði, allir stóru viðskiptabankarnir hafa fallið og nýir verið stofnaðir á grunni þeirra, einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir hafa tapað fjármunum í stórum stíl, bæði innlendir aðilar sem erlendir, krónan hefur fallið gríðarlega og viðskipti með hana eru takmörkuð og svo mætti áfram telja. Óhætt er að segja að á síðari árum hafi íslensk þjóð aldrei áður staðið frammi fyrir jafn miklum og erfiðum vandamálum og nú eru framundan.</p> <p>Fyrirtæki hafa á síðustu vikum verið að sjá fram á samdrátt í verkefnum og sagt upp starfsfólki. Þær uppsagnir eru fæstar komnar til framkvæmda en gera má ráð fyrir að í upphafi nýs árs muni atvinnuleysi aukast mjög hratt og verða meira en við höfum áður staðið frammi fyrir. Vinnumálastofnun birti í gær tölur um atvinnuleysi í október. Í lok mánaðarins voru rétt tæplega 4.000 manns á skrám stofnunarinnar en þeim hefur fjölgað um 1.300 frá byrjun mánaðar og þar til í dag. Sem hlutfall af áætluðum mannafla nam atvinnuleysið í október 1,9% en þegar er ljóst að það mun hækka mjög í næsta mánuði og verði um 3,5% af vinnuafli, samanborið við 0,8% atvinnuleysi í nóvember 2007. Svo mikil aukning atvinnuleysis er til marks um umtalsverðan samdrátt í landsframleiðslu miðað við sama tíma í fyrra. Fjölgunin er meiri á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu og því ljóst að sú þróun á vinnumarkaði sem nú gengur yfir leggst af mun meiri þunga á höfuðborgarsvæðið en landsbyggðina, hvað sem síðar kann að verða.</p> <p>Allar þessar breytingar leiða til mikilla umskipta á fjármálaumhverfi ríkis og sveitarfélaga. Nú er verið að reyna að leggja mat á þær breytingar sem verða á skatttekjum ríkissjóðs á þessu ári og þeim næstu og reynt að kortleggja hvaða breytingar er bæði mögulegt að gera og nauðsynlegt á útgjaldahliðinni. Ljóst er að skatttekjur munu dragast saman, útgjöld munu aukast vegna veikingar á gengi krónunnar og tímabundinnar hækkunar verðbólgu auk þess sem vaxtajöfnuður sem verið hefur jákvæður hjá ríkissjóði undanfarin ár mun verða neikvæður svo verulegum fjárhæðum skiptir.</p> <p>Þó meginlínurnar liggi fyrir um þróun bæði tekna og gjalda ríkir engu að síður gríðarleg óvissa um hvaða fjárhæðir er að tefla í þessu sambandi. Óvissa um gengi, skuldastöðu, tekjuspár og vaxtabyrði. Endurreikningur þjóðhagsspár sem lögð var fram í októberbyrjun stendur nú yfir. Þar verður meðal annars horft til þeirra breytinga sem áætlað er að þurfi að koma til vegna nýrrar lántöku ríkissjóðs, svo sem hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Við þá vinnu þarf að endurmeta allar áætlanir og forsendur sem lágu til grundvallar fjárlagafrumvarpi ársins 2009 og gera á því verulegar breytingar.</p> <h4>Tekjur hins opinbera munu dragast hratt saman árið 2009</h4> <p>Miðað við þau áföll sem dunið hafa yfir þjóðarbúið blasir við að hagvöxtur og eftirspurn muni dragast hraðar saman á komandi ári en áður var gert ráð fyrir. Fall bankakerfisins hefur skapað mikla erfiðleika sem við þurfum að vinna okkur út úr. Eitt af því sem sú þróun hefur áhrif á eru tekjur ríkissjóðs og sveitarfélaga. Eins og áður segir er óvissan mikil þegar kemur að tekjuspá næstu ára en ekki er ólíklegt að áætla að heildartekjur ríkissjóðs gætu dregist saman um fjórðung á milli áranna 2008 og 2009. Langþyngst munu þar vega tekjuskattar lögaðila og fjármagnstekjuskattur. Hvor skattstofn um sig mun sennilega dragast saman um ríflega helming á milli sömu ára. Um leið og þessir skattstofnar eru nefndir er jafnframt víst að engin skattstofn verði undanskilinn í samdrættinum þegar tekjur og velta minnka eins hratt og nú er spáð. Tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga, tryggingagjaldi, virðisaukaskatti, eignasköttum og vörugjöldum munu minnka á milli ára. Að sama skapi munu tekjur sveitarfélaga af útsvari, framlagi ríkissjóðs í Jöfnunarsjóð og af lóðasölu einnig dragast mikið saman. Á þessu stigi er áætlað að reglubundin framlög ríkisins til Jöfnunarsjóðs geti dregist saman um að minnsta kosti 10%. Í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2009 er gert ráð fyrir að þau tímabundnu framlög sem ríkissjóður hefur lagt til Jöfnunarsjóðs haldi ekki áfram þar sem samningar um þau eru nú útrunnir og því miður munu breytingartillögur við frumvarpið miða að því að skera niður fremur en að bæta við útgjöldin. Miðað við það stefnir í mjög aukinn halla á rekstri ríkissjóðs og sveitarfélaga á næstunni umfram það sem áður hefur verið spáð og gera má ráð fyrir að slík niðurstaða verði staðreynd þar til hagkerfið nær jafnvægi og hagvöxtur tekur við sér á ný. Vonandi ganga spár eftir um að samdráttarskeiðið vari stutt.</p> <h4>Skuldir aukast mikið</h4> <p>Tekjuhliðin er þó ekki eina vandamálið í stöðunni. Skuldir ríkissjóðs hafa vaxið og munu vaxa mikið á næstu mánuðum. Yfirtaka og endurfjármögnun bankanna leiðir til skuldsetningar ríkissjóðs fyrir nokkur hundruð milljarða króna auk yfirtöku margvíslegra skuldbindinga því tengdu. Tap Seðlabanka vegna endurhverfra viðskipta með skuldabréf í viðskiptabönkunum mun jafnframt nema verulegum fjárhæðum. Skuldir hins opinbera sem námu um 28% af landsframleiðslu árið 2007 eru líklegar til að vera orðnar mun meiri en 100% á árinu 2009. Enn er óljóst hvaða áhrif viðræður okkar við Breta, Hollendinga, Þjóðverja og fleiri þjóðir munu hafa á skuldastöðu ríkissjóðs til framtíðar og þar með um leið á vaxtagjöld.</p> <h4>Þörf á niðurskurði í opinberum rekstri</h4> <p>Af þeim sökum sem áður eru nefndar er ljóst að hið opinbera þarf að skera verulega niður útgjöld á komandi árum, ólíkt því sem hefur viðgengist undanfarin ár, þegar umræðan stóð um það hversu mikill vöxturinn mætti vera. Á þetta við bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Ástæðan er að vaxtabyrði af skuldum stefnir opinberum fjármálum í voða ef skuldirnar eru of miklar. Það er brýnt verkefni hins opinbera að draga úr útgjöldum, lækka skuldirnar og ná jafnvægi á ný í fjármálum bæði ríkis og sveitarfélaga.</p> <h4>Fjármálareglur hjálplegar við að lækka skuldastöðuna</h4> <p>Undanfarin ár hafa nefndir skipaðar aðilum frá sveitarfélögum, samgönguráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu starfað við að kanna möguleika þess að sveitarfélög taki upp fjármálareglur í takt við það sem ríkissjóður hefur stuðst við varðandi stjórn ríkisfjármála. Þær reglur hafa falið í sér þak á raunvöxt rekstrarútgjalda og að rekstur ríkissjóðs sé í jafnvægi yfir hagsveifluna. Þar hefur verið miðað við að hann geti safnað skuldum í niðursveiflu en á móti þurfi hann að skila góðum afgangi til að greiða niður skuldir í uppsveiflu. Í vinnu nefndanna voru jafnframt ræddar fjármálareglur um jafnan vöxt stofnframkvæmda og að sveitarfélög setji þak á skuldir í hlutfalli við tekjur. Markmiðið með slíkum fjármálareglum er að sveitarfélögin nýti öll þau tæki sem til eru til að bæta árangur í rekstri og tryggja sjálfbærni fjármála þeirra til lengri tíma litið. Í samkomulagi ríkis og sveitarfélaga frá 22.mars 2007 var samstaða um að ef sveitarfélög tækju upp slíkar reglur og færu að vinna eftir þeim myndi ríkissjóður koma að lækkun skulda þeirra að því gefnu að afkoma ríkissjóðs gæfi tilefni til.&nbsp;</p> <p>Því miður náðist aldrei niðurstaða um hvernig eða með hvaða hætti slíkar reglur ættu að vera og sjónarmið sveitarfélaganna voru nokkuð mismunandi eftir stærð þeirra. Nú er ljóst að ríkissjóður verður ekki aflögufær til að koma að niðurgreiðslu skulda sveitarfélaganna á næstu árum. Þrátt fyrir það vil ég hvetja sveitarstjórnarmenn til þess að halda áfram umræðu um fjármálareglur og gildi þeirra enda eru fá stjórntæki betri þegar kemur að gerð fjárhagsáætlana, - við að halda útgjöldum í skefjum.</p> <p>Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur metið það svo að þörf sé á að skera niður útgjöld í opinberum rekstri á næstu árum og að sú þörf sé aðkallandi í ljósi breyttrar stöðu. Þótt sveitarfélögin séu mörg og misjafnlega stór og stæð, er það orðið enn mikilvægara en áður að þau leggist á sveif með ríkissjóði og komi að því að lækka skuldir hins opinbera. Í því sambandi geta fjármálareglur verið gott stjórntæki.<br /> Á nýju ári er fyrirhuguð vinna við að útfæra nýjar fjármálareglur fyrir ríkissjóð í ljósi breyttra aðstæðna og í samhengi við rammafjárlög til fjögurra ára.</p> <h4>Ágætu sveitarstjórnarmenn</h4> <p>Verkefnið sem er framundan er erfitt. Nú er þörf að rifa seglin og draga úr opinberum rekstri til að hægt verði að lækka skuldirnar. Við þurfum öll að færa fórnir til að endurheimta þá sterku stöðu opinberra fjármála sem við nutum áður - þar til að áfall á alþjóðlegum fjármálamörkuðum reið yfir.</p> <p>Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt er að ríki og sveitarfélög eigi áfram gott samstarf um aðgerðir í efnahagsmálum og um viðbrögð við þeim vanda sem að steðjar. Ljóst er að árangur verður skjótari og betri ef við tökumst saman á við þau verkefni sem fyrir liggja. Vissulega eru sveitarfélög landsins í mismunandi stöðu eftir stærð þeirra og getu en í þessu verkefni þurfa allir að leggjast á eitt, aðgerðir verða að vera samstilltar þar sem allir leggjast á árar í sama takti og róa í sömu átt.</p> <p>Á síðustu mánuðum hafa ýmis mál verið upp á borði í samskiptum ríkis og sveitarfélaganna. Eins og staðan er nú tel ég hvorki tímabært né skynsamlegt að ræða einstök mál eða verkefni sem þar hafa verið til umræðu. Þegar vind lægir eftir þann storm sem nú geisar getum við hins vegar aftur tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið.</p> <p>Mikilvægt er að allir geri sér ljóst að svigrúmið er lítið og sérlausnir í einstökum málum á einu sviði getur bitnað á öðrum aðilum og bundið hendur hins opinbera á öðrum sviðum. Þess vegna er samstaða allra svo mikilvæg nú.&nbsp;</p> <p>Ég vil nota þetta tækifæri og óska eftir og hvetja sveitarstjórnarmenn til samstarfs á næstu misserum við að innleiða vinnubrögð og aðgerðir sem gera okkur kleift að endurheimta góða stöðu hins opinbera á komandi árum.</p> <p>Ég ítreka vonir mínar um að þær spár gangi eftir sem gera ráð fyrir að niðursveiflan verði tímabundin og skammvinn. Þó stundum hafi blásið í viðræðum ríkis og sveitarfélag og ég hafi stundum þótt þver í þeim samskiptum er það einlæg von mín að við komumst sem fyrst í þá stöðu að geta aftur farið í viðræður um góðærisdeilumál eins og við höfum lengst af verið í - á síðustu árum.</p>

2008-09-08 00:00:0008. september 2008Útþensla og vöxtur hins opinbera

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg"><img src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" class="media-object"></a><figcaption>Árni M. Mathiesen</figcaption></figure></div><p><em><img class="right" title="Árni M. Mathiesen" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg" />Ræða fjármálaráðherra, Árna M. Mathiesen, flutt á ráðstefnu viðskiptaráðs 4. september 2008.</em></p> <h3>Inngangur</h3> <p>Undanfarin ár hefur efnahagur landsmanna batnað mikið. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á grundvelli víðtækra skipulagsbreytinga í hagkerfinu. Þátttaka í EES samstarfinu hefur leitt til þess að þjóðfélagið hefur opnast til muna, bankar og fjarskiptafyrirtæki hafa verið einkavædd á meðan önnur fyrirtæki hafa verið hlutafélagavædd. Umfangsmiklar breytingar á skattkerfinu hafa einnig átt sér stað og skilvirkni og þróttur efnahagsstarfseminnar hefur aukist til muna. Þá hafa breytingarnar stuðlað að því að gera aðilum hins íslenska hagkerfis kleift að fóta sig í nýju umhverfi.</p> <h3>Mótvindar</h3> <p>Nú þegar erfiðleikar hafa komið upp í alþjóðlegu fjármálalífi er gott að vita til þess að íslenska hagkerfið er komið í raðir þeirra samkeppnishæfustu í heiminum vegna mannauðs, tæknistigs og skipulagsmála, og ekki síst vegna skattkerfisins. Íslendingar geta gert meira en að spila handbolta á heimsmælikvarða. Fyrirtækin okkar, sem búa við sveigjanleg starfsskilyrði, eru vel í stakk búin að takast á við breytilegar aðstæður. Þá má minna á að alþjóðastofnanir hafa ályktað að sterk staða ríkissjóðs og sjálfbært kerfi lífeyrissparnaðar Íslendinga séu öfundsverð í alþjóðlegum samanburði. Þá má einnig minna á að þótt skuldir heimilanna séu háar eru eignir þeirra margfalt hærri. Þótt flest bendi enn til þess að mótlætið verði ekki langvarandi er mikilvægt að við bregðumst við ástandinu af skynsemi, ekki síst til að viðhalda tiltrú erlendra aðila á efnahagsþróuninni hér á landi. Þær aðgerðir sem hafa verið kynntar á árinu eru að styrkja stöðu okkar. Það mikla þjóðhagslega ójafnvægi sem myndaðist í uppsveiflunni er á undanhaldi. Viðskiptahallinn er tekinn að minnka hröðum skrefum og mun halda áfram að gera það á komandi árum.Verðbólgan er í hámæli um þessar mundir en búist við að hún gangi hratt niður á næsta ári. Í því sambandi er mikilvægt að kjaraviðræður, bæði á almenna og opinbera markaðnum, leiði til niðurstöðu sem stuðli að áframhaldandi háu atvinnustigi í landinu og verji kaupmátt ráðstöfunartekna til lengri tíma.</p> <h3>Skattabreytingar</h3> <p>Rétt er að fara nokkrum orðum yfir helstu breytingar á skattkerfinu á undanförnum árum og horfunum framundan. Upphaflegt markmið skattlagningar er að ríkissjóður geti aflað ákveðinna tekna til að standa undir útgjöldum við almannaþjónustu og til að jafna gæði meðal þegnanna. Ljóst er að álagning skatta hefur heilmikil áhrif á ákvarðanir aðila í hagkerfinu, alþjóðlega samkeppnishæfni hagkerfisins og tekjujöfnuð milli aðila innan þess.</p> <p>Viðamiklar breytingar hafa orðið á skattkerfinu á síðustu árum og eru flestir sammála um það að skattaumhverfi fyrirtækja hér á landi sé með því besta sem gerist í heiminum. Á síðasta áratug var kerfi fjármagnstekjuskatta einfaldað og skattprósentan lækkuð. Þá hófst vinna við að einfalda kerfi tekjuskatts lögaðila og einstaklinga og lækka skattprósentur þeirra umtalsvert og hið sama á við um erfðafjárskatta þar sem skattprósenta var lækkuð en skattstofnarnir breikkaðir. Samhliða þessum breytingum var persónuafsláttur hækkaður umtalsvert til að auka ráðstöfunartekjur hinna tekjulægri hlutfallslega meira. Í mars 2007 var lægra þrep virðisaukaskatts lækkað og ýmir vöruflokkar sem áður voru í hærra þrepinu voru færðir niður í það lægra. Þá hafa framlög einstaklinga og vinnuveitenda til lífeyrissjóða verið gerð frádráttarbær frá skatti, sem hefur stuðlað að auknum sparnaði. Eignarskattar voru aflagðir og nú hafa stimpilgjöld vegna kaupa á fyrsta húsnæði verið felld niður.</p> <h3>Mikill afgangur ríkissjóðs</h3> <p>Þrátt fyrir þessar breytingar hefur ríkissjóður skilað ríkulegum afgangi undanfarin ár. Það útskýrist bæði af auknum tekjum í uppsveiflu og því að hlutfall útgjalda af landsframleiðslu lækkaði mikið milli áranna 2003 og 2006. Þær tölur hafa síðan aftur farið nokkuð upp á við á síðasta ári og á því ári sem nú er að líða. Einkum verður breyting á tilfærslum. Til þeirra teljast m.a. vaxta-, barna- og atvinnuleysisbætur, bætur almannatrygginga og persónuafsláttur í tekjuskatti eintstaklinga. Tilfærslur hafa hækkað á ný sem hlutfall af landsframleiðslu vegna aðgerða sem farið var í til að bæta kjör eldri borgara og öryrkja.</p> <h4 align="center">Rekstrargjöld og tekjutilfærslur 2003-2008 sem hlutfall af vergri landsframleiðslu<br /> <br /> </h4> <div align="center"> <table class="frame" width="420"> <tbody> <tr> <th> <div align="left"> Flokkur* </div> </th> <th> <div align="right"> 2003 </div> </th> <th> <div align="right"> 2004 </div> </th> <th> <div align="right"> 2005 </div> </th> <th> <div align="right"> 2006 </div> </th> <th> <div align="right"> 2007 </div> </th> <th> <div align="right"> 2008 </div> </th> </tr> <tr> <td>Rekstrargjöld</td> <td> <div align="right"> 14,1% </div> </td> <td> <div align="right"> 13,4% </div> </td> <td> <div align="right"> 13,1% </div> </td> <td> <div align="right"> 12,6% </div> </td> <td> <div align="right"> 12,9% </div> </td> <td> <div align="right"> 13,3% </div> </td> </tr> <tr> <td>Tekjutilfærslur</td> <td> <div align="right"> 12,9% </div> </td> <td> <div align="right"> 12,3% </div> </td> <td> <div align="right"> 11,8% </div> </td> <td> <div align="right"> 11,1% </div> </td> <td> <div align="right"> 11,5% </div> </td> <td> <div align="right"> 12,3% </div> </td> </tr> </tbody> </table> </div> <p align="center"><small>*Reikningstölur 2003 til 2007 og fjárlög 2008</small></p> <p>Þessa þróun má meðal annars rekja til þess að langtímamarkmið voru sett fyrir ríkissjóðs árið 2003 þar sem kveðið var á um að vöxtur samneyslu og tilfærslna myndi fylgja ákveðnum reglum. Þannig hefur verið miðað við að vöxtur samneyslu verði ekki umfram 2% að raunvirði á ári og tilfærslur vaxi ekki umfram 2,5% á milli ára. Markmiðin um samneyslu hafa staðist nokkurnveginn en erfiðara hefur verið að halda aftur af vexti tilfærslna. Á þessu tímabili var einnig dregið verulega úr framkvæmdum á vegum ríkissjóðs og lækkaði hlutfall fjárfestinga ríkissjóðs í landsframleiðslu meira en dæmi eru um þau ár. Árin 2003-2006 er því ljóst að hlutfall útgjalda ríkissjóðs af landsframleiðslu lækkaði til jafns við hækkandi hlutfall tekna. Bætt afkoma ríkissjóðs var háð báðum þáttum að jöfnu. Árið 2007, var ákveðið að draga úr því aðhaldi sem ríkt hafði í fjárfestingum ríkissjóðs og við það tók hlutfall útgjalda að aukast á ný og heldur áfram að hækka á yfirstandandi ári. Það er bein ákvörðun ríkisstjórnarinnar að bregðast við þeim samdrætti sem fyrirsjáanlegur var í fjárfestingum vegna stóriðju. Sú ákvörðun var því gerð með sveiflujöfnunarhlutverk ríkissjóðs í huga, þótt erfitt sé að meta hvenær hin raunverulegu skil verði í hagsveiflunni. Nú er samt ljóst að uppsveiflan varð þrautseigari en ætlað var þegar ákvarðanirnar voru teknar. Um leið eru fyrstu merki komin fram um það að væntur samdráttur sé að hefjast og þá á tímum alþjóðlegrar fjármálakreppu.</p> <p>Mikil áhersla hefur verið lögð á framlag fjármálastjórnar (e, fiscal policy) til jöfnunar hagsveiflunnar. Mjög aukin tekjuafkoma ríkissjóðs milli áranna 2003-2006 er skýr staðfesting á því að ríkissjóður hafði bein áhrif til að draga úr uppsveiflunni. Um leið er það rétt ábending að enn meira útgjaldaðhald hefði skilað meiri afgangi og sveiflujöfnun.</p> <h3>Aukin vöxtur útgjalda hins opinbera</h3> <p>Útþensla og vöxtur hins opinbera er og hefur verið stöðugt umfjöllunarefni stjórnvalda. Þar hafa margvísleg sjónarmið komið fram og sjaldan hefur ríkissjóður og sá árangur sem náðst hefur við rekstur hans notið sannmælis. Rétt er að rifja upp að stjórnvöld hafa um langt árabil fylgt rammafjárlögum og síðan 2003 hafa þau unnið að því að halda aftur af útgjaldaþenslu með innleiðingu fjármálareglna og með samdrætti í opinberum framkvæmdum. Verið er að vinna að því að styrkja fjárlagaferlið enn frekar, meðal annars með því að taka upp rammafjárlög til fjögurra ára. Þar er mikilvægt að allir þingmenn, sérstaklega þeir sem eru í stjórnarflokkum, séu meðvitaðir um þörfina á ábyrgum ríkisfjármálum. Auðvitað er ágreiningur um áherslur og umfang eins og gengur, en í grunninn þurfum við að vinna betur saman að því að tryggja að útgjöld hins opinbera fari ekki úr böndunum.</p> <p>Þegar litið er til raunvaxtar í rekstrarútgjöldum og tilfærslum undanfarin ár er ljóst að 2/3 hlutar þess vaxtar má rekja til hækkunar á launum og launaígildum innan almannatryggingarkerfisins. Hækkun á almennri launaþróun í landinu leiðir því til hækkunar á útgjöldum hins opinbera. Vegna þess hve laun eru stór hluti af ríkisútgjöldunum má segja að bættur hagur almennings í landinu leiði sjálfkrafa til aukningar á útgjöldum hins opinbera. Aukin umsvif atvinnulífisins á mörgum sviðum og nýjar og stækkandi atvinnugreinar kalla líka á aukin umsvif ríkisins m.a. á sviði fjármála- og samkeppniseftirlits. Jafnframt hefur íbúaþróun undanfarin ár verið örari en vænst var sem hefur kallað á aukin útgjöld á mörgum sviðum.</p> <p>Aðgerðir okkar við að draga úr vexti útgjalda hafa verið í takt við alþjóðlega þróun. Þannig hafa fjármálareglur fengið aukið vægi í OECD ríkjunum undanfarin ár. Ísland er því engin undantekning hvað þær varðar. Þótt vel hafi gengið að fylgja eftir þessum reglum nokkur undanfarin ár hafa komið upp varasamir tímapunktar sérstaklega í kringum kosningar. Það er vel þekkt í flestum lýðræðisríkjum og ekki er gott við það að eiga. Sú reynsla segir, ef eitthvað er, að það þurfi að herða þessar reglur enn frekar. Jafnframt er vinna í gangi við að fá sveitarfélög til að undirgangast sambærilegar fjármálareglur og taka þannig virkari þátt í efnahagsstjórn landsins. Það væri jákvætt ef þau féllust sjálfviljug á það.</p> <p>En hvernig á að bregðast við og halda frekar aftur af vexti útgjalda?<br /> Til þess geta menn beitt ýmsum aðferðum, svo sem að taka ekki upp ný verkefni, færa í auknum mæli verkefni hins opinbera til einkaaðila í þeirri trú að þeir geti veitt betri þjónustu fyrir sama eða lægri kostnað en ríkisvaldið hefur gert eða að endurskilgreina almannaþjónustuna með það fyrir augum lækka þjónustustig, fækka þjónustuþáttum og draga úr verkefnum ríkisins sem leiðir jafnframt til minnkandi þjónustu við almenning.</p> <p>Allt kallar þetta á umræðu um hlutverk ríkisins og er ekki sjálfgefið að allir séu sammála í þeim efnum eins og menn þekkja. Það er heldur ekki sjálfgefið að minni þjónusta ríkisins leiði til þjóðhagslegs sparnaðar þó það spari ríkissjóði, sé þjónustan þess eðlis að skattgreiðandinn verði að kaupa hana annarsstaðar.</p> <p>Ætla má að ákveðin umskipti séu framundan í efnahag ríkisins. Við því er alltaf að búast öðru hverju þótt sveiflurnar geti verið misstórar og komið mönnum mismikið á óvart. Líkt og ég kom inn á hér áðan eru flestir á því máli að nýta megi góða stöðu ríkissjóðs í þá veru að draga úr áhrifum efnahagslægðar með því að beita honum sem hagstjórnartæki.</p> <p>En ef vandinn reynist ekki tímabundinn, sem enn er talið, eða verður langvinnari og við sitjum uppi með aukin útgjöld sem kerfisbundinn vanda &ndash; þá er ljóst að grípa verður til annarra ráða til að tryggja styrka stöðu ríkissjóðs til framtíðar. Í því felst að beita einhverjum eða öllum þeim ráðum sem ég benti hér á áðan og jafnvel fleirum, svo allt það sem áunnist hefur á undanförnum árum glatist ekki á skömmum tíma.</p><section class="single-news__thumbnails"><div class="row"><div class="col-md-3"><figure><a href="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg" class="galleryItems"><img src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg?proc=smallerNewsImage" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" /></a><figcaption>Árni M. Mathiesen</figcaption></figure></div></div></section>

2008-05-20 00:00:0020. maí 2008Um stöðuna á húsnæðismarkaðinum og mögulegar aðgerðir

<p><em><img class="right" title="Árni M. Mathiesen" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg" />Ávarp fjármálaráðunerra Árna M. Mathiesen á félagsfundi Samtaka iðnaðarins í sýningarhöllinni í Laugardal 20. maí 2008.</em></p> <p>Ágætu fundargestir,</p> <p>Undanfarin ár hefur verið mikið uppgangstímabil í íslensku efnahagslífi meðal annars sökum erlendra fjárfestingar í stóriðju og bætts aðgengis landsmanna að ódýrara fjármagni í skjóli nýjunga á fjármálamörkuðum. Hagvöxtur síðastliðin tíu ár hefur verið að meðaltali 4,5% sem er rösklega tvöfalt meira en meðaltal OECD ríkjanna á sama tímabili auk þess sem kaupmáttur hefur vaxið stöðugt og atvinnuleysi hefur verið lágt. Á nýliðnum misserum hefur þróun efnahagsmála í auknum mæli verið háð veðrabrigðum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Fyrsta lægðin kom yfir landið á vormánuðum 2006, síðan kom önnur á haustmánuðum 2007 og nú virðist sú þriðja og dýpsta vera að ganga niður.</p> <p>Þessari þróun hafa fylgt gengissveiflur, verðbólgukúfar og skert aðgengi að erlendu fjármagni. Þannig hefur velta á fasteignamarkaði dregist saman það sem af er ári og verðhækkun fasteigna hefur stöðvast, að minnsta kosti um sinn. Sem betur fer hefur þróunin enn sem komið er ekki haft mikil áhrif á atvinnustigið í landinu. Eins og var fyrirséð, dregur nú hratt úr þeirri miklu fjárfestingu sem fór í að auka álframleiðslugetu í landinu. Jafnframt má gera ráð fyrir að dragi úr fjárfestingum í íbúðarhúsnæði á komandi árum. Á móti er útflutningur á áli að stóraukast. Þá er mögulegt að til komi fleiri stóriðjuverkefni á næstu misserum sem myndu styrkja innlenda eftirspurn þegar spáð er að atvinnuleysi aukist.</p> <p>Eins og kunngt er, hafa ríkisstjórnin og Seðlabanki Íslands að undanförnu undirbúið margvíslegar aðgerðir til að styrkja aðgang Seðlabankans að erlendu lausafé og efla traust á íslenskt fjármálakerfi og efnahagslíf. Í síðustu viku var tilkynnt um gerð þriggja tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamninga milli Seðlabanka Íslands við seðlabanka Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Áhrifin á markaði hafa verið jákvæð. Gengi krónunnar hefur styrkst um hartnær 5% og verð hlutabréfa í Kauphöllinni hækkað frá því að samningurinn var kynntur. Jafnframt hefur skuldatryggingarálag á bankanna og ríkissjóð haldið áfram að lækka, sem bendir til bættrar stöðu þeirra á alþjóðlegum lánamörkuðum. Þá er von á frekari aðgerðum til að styrkja erlenda lausafjárstöðu Seðlabankans. Ríkisstjórnin leggur einnig áherslu á þá meginstefnu sína að stuðla að auknum hagvexti og skipulagsbreytingum á íslenska hagkerfinu með það fyrir augum að treysta efnahagslegan stöðugleika. Í því samhengi hefur verið kynnt að ríkisstjórnin muni birta með haustinu trúverðuga áætlun um umbætur og breytingar á skipulagi Íbúðalánasjóðs sem hafi m.a. það markmið að bæta virkni peningamálastefnunnar. Þannig muni starfsemi Íbúðalánasjóðs og peningamálastefna ríkisstjórnarinnar vinna í sömu átt. Þá munu stjórnvöld leitast við að viðhalda jákvæðri afkomu ríkissjóðs til að viðhalda lágu skuldastigi hins opinbera og styrkja umgjörð fjármálastefnunnar til að tryggja áframhaldandi trúverðuga fjármálastjórn hins opinbera. Með þessu standa vonir til þess að gengið styrkist og dragi úr verðbólgu.</p> <p>En aðeins nánar um stöðuna á húsnæðismarkaðinum. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að veltan á íbúðamarkaðinum hefur dregist saman. Tölur síðustu vikna sýna að veltan er aðeins brot af því sem hún var fyrir ári og fer lækkandi. Enn sem komið er hefur íbúðaverð reynst tregbreytilegt niður á við, en það hefur lækkað um ein 4% frá áramótum. Er þetta í samræmi við fyrri reynslu af hegðum íbúðamarkaðarins á samdráttartímum, þ.e. að samdrátturinn hafi fyrst áhrif á veltuna en smám saman gefi verðið einnig eftir. Fjármálaráðuneytið hefur einmitt spáð í þessa verðþróun og telur að íbúðaverð muni lækka um 15% að raunvirði á næstu þremur árum og byggir þar á reynslunni af hegðun markaðarins í fyrri sveiflum. Er þetta nokkuð minni lækkun en Seðlabankinn hefur spáð, en hann talaði um 30% lækkun til ársloka 2010. Hvað sem á endanum reynist rétt, leikur ekki vafi á að íbúðamarkaðurinn hefur þanist hratt út á undanförnum árum en er nú að dragast saman á ný.</p> <p>Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði hefur sjóðurinn lánað að jafnaði um 5,2 milljarða á mánuði eftir að bankarnir hófu lánastarfsemi á íbúðamarkaðnum. Á árinu 2007 var meðaltalið svipað eða um 5,1 milljarður á mánuði en augljós samdráttur var í útlánum sjóðsins í febrúar og einnig að nokkru leyti í mars. Í apríl jukust útlán sjóðsins að nýju þrátt fyrir að vera um einum milljarði lægri en í meðalmánuði.</p> <p>Íbúðum í byggingu hefur farið fjölgandi undanfarin ár. Árið 2007 var lokið við að byggja 3.350 íbúðir á landinu öllu, nær sami fjöldi og árið áður. Hins vegar var byrjað að byggja miklu fleiri íbúðir á árinu, eða 4.450, saman borið við 3.750 íbúðir árið áður. Afleiðingin af því er því sú að íbúðir í byggingu hafa safnast upp og voru 6.250 að tölu í lok ársins 2007. Til samanburðar var fjöldi íbúða í byggingu að meðaltali um 2.650 árin 2000-2004. Því miður eru ekki til tölur yfir óseldar íbúðir, en ætla má að þær skipti nokkrum hundruðum á höfuðborgarsvæðinu einu saman</p> <p>Sérfræðingar fjármálaráðuneytisins áætla að almenn þörf fyrir nýjar íbúðir séu nær 3.000 á ári, þótt erfitt sé að meta það þegar fjölgun landsmanna hefur verið bæði ör og breytileg hin allra síðustu ár. Miðað við forsendur um íbúaþróun benda útreikningar þeirra til þess að íbúðabyggingar á síðasta ári hafi farið fram úr langtímaþörf landsmanna fyrir íbúðir. Miðað við að nú taki við rólegra tímabil, þar sem markaðurinn vinnur úr offramboði má gera ráð fyrir einhverri verðlækkun á fasteignamarkaði. Til marks um stöðuna á fasteignamarkaði þá hefur einnig dregið úr útgefnum byggingaleyfum á allra síðustu mánuðum.</p> <p>Eins og kunnugt er, gaf fjármálaráðuneytið út nýja þjóðhagsspá þann 15. apríl sl. Þar var talið að íbúðafjárfestingar myndu dragast saman um 2% á þessu ári frá því í fyrra. Það, að samdrátturinn var ekki metinn meiri, byggist á því að mikið byggingamagn er enn í pípunum, sem tekur tíma að klára. Nú á tímum er sem betur fer lítið um það að byggingar séu skildar eftir hálfkláraðar í reiðileysi þegar hægir á, þannig að gert er ráð fyrir að mikið af þeim íbúðum sem nú eru í byggingu verði kláraðar í ár og á næsta ári. Sú forsenda er gefin að ástand á lánamörkuðum lagist frá því sem verið hefur. Um leið er gert ráð fyrir að dragi úr íbúðabyggingum þegar fram í sækir. Í þjóðhagsspánni er gert ráð fyrir að íbúðafjárfestting dragist saman um 8% á næsta ári en taki svo að lifna aftur við 2010.</p> <p>Þó er ljóst að stjórnvöld geta gert ýmislegt til að styrkja fasteignamarkaðinn og að þau hafa hlutverki að gegna hvað varðar félagsleg úrræði á markaðinum. Í því sambandi gekk ríkisstjórnin frá því í yfirlýsingu sinni í tengslum við kjarasamninga 17. febrúar sl. að aukinni eftirspurn eftir leiguhúsnæði verði mætt með rýmri veðheimildum á lánum til leiguíbúða og fjölgun lánsvilyrða með niðurgreiddum vöxtum til félagslegra leiguíbúða í 750 lán á ári í fjögur ár frá og með árinu 2009. Þetta þýðir að reikna má með verulegum stuðningi við byggingu leiguíbúða á næstu árum sem koma ætti byggingariðnaðinum til góða, auk þess þar með yrði mætt húsnæðiseftirspurn ýmissra tekjuhópa í þjóðfélaginu sem ekki geta staðist þær kröfur sem gerðar eru til eignakaupa. Því verður að telja að félagslegar ráðstafanir í húsnæðismálum hafi einhver mildandi áhrif á niðursveifluna sem gengur yfir markaðinn um þessar mundir. Sú skoðun er studd með þeirri staðreynd að eftirspurn eftir lánum til leiguíbúða, bæði félagslegra og almennra, hefur aukist verulega undanförnum árum. Lán til almennra leiguíbúða nærri tvöfölduðust á milli áranna 2006 og 2007 og 60% aukning varð á útlánum til félagslegra leiguíbúða á milli þessara tveggja ára.</p> <p>Þá er rétt að minna á að stefnt er að því að fella niður stimpilgjöld í fasteignaviðskiptum á þessu kjörtímabili, þegar aðstæður á fasteignamarkaði leyfa og verður fyrsta skrefið stigið í þá átt nú í sumar þegar stimpilgjöld af lánum hjá fyrstu íbúðarkaupendum falla niður.</p> <p>Ég vil að lokum víkja nokkrum orðum að yfirlýsingu forsætisráðherra frá því á föstudaginn þar sem hann ræddi framtíð Íbúðalánasjóðs. Það þarf ekki að orðlengja að ríkið hefur á undanförnum árum verið að losa sig út úr hvers konar atvinnu- og fjármálastarfsemi á þeirri forsendu að einkaaðilar sem eiga beinna hagsmuna að gæta geta oftast gert hlutina betur en hið opinbera. Íbúðalánasjóður er nánast eina fjármálastofnunin sem eftir situr í eigu ríkisins. Stjórnarflokkarnir, bæði í fyrri ríkisstjórn og þessari, hafa haft framtíð sjóðsins í umræðu, auk þess sem alþjóðastofnanir svo sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og OECD hafa gagnrýnt það að sjóðurinn sé enn í ríkisforsjá og vinni oft á tíðum gegn peningamálastefnu Seðlabankans þegar síst skyldi. Þá hefur Eftirlitsstofnun EFTA haft umfang og starfsemi sjóðsins til nánari skoðunar og er þess að vænta að þaðan berist álit sem muni gera athugasemdir við núverandi starfsramma sjóðsins. Til að bregðast við því má telja eðliegt að farið verði út í það að skipta sjóðnum upp í tvo hluta. Annars vegar þann hluta sem lítur að félagslegu húsnæði og skyldum málum og hins vegar hinn almenna hluta sem rekin verður að fullu á markaðsgrundvelli. Með þessu er mætt því sjónarmiði að ríkið hefur tilteknum félagslegum skyldum að gegna í húsnæðismálum og að skýr mörk verði dregin milli félagslega hlutans og almenna hlutans. Sú grunnregla yrði þá í heiðri höfð að ríkið sé ekki í samkeppni við einkaaðila á markaði.</p> <p>Ágætu fundargestir, miðað er við að framboð og eftirspurn eiga eftir að vinna úr hverju því misvægi sem skapast á fasteignamarkaði á næstu misserum á eigin forsendum. Vissulega munu aðgerðir stjórnvalda mótast af því ástandi sem stefnir í. Ef ástandið verður mjög óvenjulegt er viðbúið að ríkið þurfi að bregðast við með einhverjum hætti sem hugsanlega mætti gera með sérstökum aðgerðum umfram þær sem nú þegar hafa verið ákveðnar, þ.e. með afnámi stimpilgjalda á fyrstu íbúðakaup eða með því að setja aukna fjármuni í sérstök lán vegna leiguíbúða.</p> <p>Ef ástandið á markaði helst hinsvegar innan eðlilegra marka og stefnir í jafnvægi, þó svo að það geti tekið einhvern tíma, væri betra að láta markaðinn jafna sig án sérstakra aðgerða af hálfu hins opinbera fyrir utan þær sem þegar hafa verið ákveðnar eða boðaðar samkvæmt stjórnarsáttmálanum eða öðrum yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar. </p>

2008-02-15 00:00:0015. febrúar 2008Ræða fjármálaráðherra flutt á aðalfundi Landsamtaka landeigenda á Íslandi

<p><em><img class="right" title="Árni M. Mathiesen" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg" />Ræða fjármálaráðherra flutt á aðalfundi Landsamtaka landeigenda á Íslandi, 14. febrúar 2008.</em></p> <p>Á þessu ári eru liðin 10 ár frá því að lögin um þjóðlendur og mörk eignarlanda tóku gildi. Þó svo að lögin hafi verið umdeild og leitt fram ágreining manna í millum á þessu viðkvæma sviði, þá held ég að flestir geti verið sammála um að lagasetningin hafi verið nauðsynleg til að greiða úr þeirri óvissu sem ríkt hafði um langt skeið um takmörk beins eignarréttar í landinu og þannig í reynd um inntak eignarheimilda að jörðum hér á landi. Íslendingar eru ekki þeir einu sem hafa þurft að taka á þessum vandamálum, heldur hafa t.d. nágrannar okkar í Noregi farið álíka leiðir til að afmarka mörk þessara mikilsverðu réttinda.</p> <p>Réttaróvissa sú sem hér hafði ríkt hafði komið fram í ýmsum myndum og fyrirsjáanlegt var að sú réttaróvissa myndi aukast og geta hamlað nýtingu landsins og í reynd haft neikvæð áhrif á eignarrétt að jörðum hér á landi. Er einfaldast að benda á þá dóma Hæstaréttar sem gengið höfðu fyrir setningu þjóðlendulaga varðandi rétt til fuglaveiða í eignarlöndum, en eigendur jarða gátu ekki með góðu móti tryggt rétt sinn skv. þeim lögum vegna ágreinings um takmörk eignarlanda og almennra afrétta og almenninga, eða sem síðar voru kallaðar þjóðlendur.</p> <p>Það má þó segja að þessi mál varðandi rjúpnaveiðarnar voru í reynd kannski ekki aðal málið. Þeir dómar, og reyndar einnig svokallaðir Landmannaafréttardómar, frá síðari hluta síðustu aldar, voru hins vegar ótvíræð staðfesting þess að ágreiningur væri um hinn beina eignarrrétt að landi, dómstólar voru með öðrum orðum ekki tilbúnir til að líta svo á að landamerkjalýsingar jarða og fleiri sambærileg gögn væru fullnægjandi grundvöllur eignarréttarins. Þetta hafði þannig augljóslega þau áhrif að óvissa var með öll önnur réttindi sem almennt fylgja beinum eignarrétti, s.s. réttur til jarðefna, jarðhita, vatnsréttinda, svo nokkur dæmi séu tekin.</p> <p>Ég held að eftir á að hyggja hljóti það að hafa talist skynsamleg og í reynd nauðsynleg ráðstöfun, að ráðast í þá vinnu, á grundvelli þeirrar afstöðu sem dómstólar höfðu lýst til afmörkunar eignarréttinda hér á landi, að greina eftir því sem kostur væri mörk beinna eignarlanda og þess hluta landsins, sem féll utan þeirrar skilgreiningar, þ.e. þjóðareignarinnar.</p> <p>Það má hins vegar deila um það hvernig framkvæmd slíkra mála er best fyrir komið. Á síðasta ári var staða þjóðlendumála sú, að óbyggðanefnd hafði lokið umfjöllun um suðurhluta landsins, og jafnframt voru kveðnir upp úrskurðir á Norð-Austurlandi, og tók það svæði, svokallað svæði 5, til svæðisins frá Fljótsdal og að Jökulsá á Fjöllum. Þá gengu jafnframt á síðasta ári allnokkrir dómar í Hæstarétti varðandi þjóðlendumál, sem að nokkru leyti voru stefnumarkandi, og gáfu verulegar vísbendingar um afstöðu æðsta dómstóls ríkisins til þessarar afmörkunar einkaeignarréttarins og almenninga.</p> <p>Að fengnum þessum úrskurðum og dómum Hæstaréttar á síðasta ári, og ekki hvað síst með tilliti til úrskurða óbyggðanefndar á Norð-Austurlandi, sem voru afar mikilvægir, fannst mér tilefni komið til að fara yfir stöðu þjóðlendumálanna heildstætt, ekki hvað síst með tilliti til þess hvernig háttað yrði kröfugerð ríkisins á þeim svæðum sem eftir var að fjalla um og þá að teknu tilliti til þeirra sjónarmiða, sem fram hafa komið, m.a. frá ykkur í samtökum landeigenda, hvort ekki mætti draga úr kröfugerð ríkisins á einstökum svæðum, þannig að meiri sátt geti náðst um framkvæmdina.</p> <p>Að höfðu samráði við fulltrúa í ráðgjafarnefnd ríkisins í þjóðlendumálum og lögmann þann sem fer með fyrirsvar þjóðlendumála f.h. íslenska ríkisins, var mörkuð stefna og gerðar allnokkrar tillögur varðandi framhald á framkvæmd þjóðlendumála. Á ég von á að sú stefnumörkun sem ráðist var í muni koma fram í framkvæmd þjóðlendumála á þeim svæðum sem eftir er að taka afstöðu til og vona ég að góð sátt geti orðið um þá framkvæmd. Á hinn bóginn er ljóst að ágreiningur verður ugglaust eftir sem áður um einstök svæði og mörk almenninga, en það er eðli þessara mála, að sjónarmið eru mismunandi varðandi einstök svæði, svo sem skiljanlegt er.</p> <p>Eitt af því sem ég tók til skoðunar á síðasta ári, og hafði verið gagnrýnt, var verklag við undirbúning kröfulýsinga ríkisins. Það er ekki launungarmál, að það fyrirkomulag sem viðhaft er, þ.e. að ríkið þarf að lýsa kröfum sínum í upphafi málsmeðferðar, þ.e. í reynd áður en gagnaöflun er lokið í málunum, leiðir óhjákvæmilega til þess, að kröfugerð ríkisins verður umfangsmeiri en ella þyrfti að vera. Það er skiljanlegt að þetta hafi valdið óánægju landeigenda.</p> <p>Á síðasta ári gerði fjármálaráðuneytið tillögu til óbyggðanefndar um að þessu fyrirkomulagi yrði að nokkru leyti breytt og féllst óbyggðanefnd á sjónarmið okkar að þessu leyti.</p> <p>Hið breytta verklag við undirbúning kröfulýsinga ríkisins í þjóðlendumálum byggist á því að lengdur er sá tími sem íslenska ríkið hefur til undirbúnings kröfulýsingum sínum. Mun óbyggðanefnd í því sambandi upplýsa ríkið fyrr um fyrirhugaða töku svæðis til meðferðar en nú er, þ.e. áður en hinn formlegi frestur til að lýsa þjóðlendukröfum hefst. Samhliða verður sú breyting á verklagi, að hafist verður fyrr handa við öflun gagna og skjala varðandi það svæði sem fyrirhugað er að komi til meðferðar, í samræmi við sérstakar leitaráætlanir. Í því felst að stefnt er að því að gagnaleit hefjist fyrr hjá Þjóðskjalasafni en nú er og gert er ráð fyrir að leit að þeim grundvallargögnum sem hingað til hafa verið lögð fram undir rekstri málanna hjá óbyggðanefnd hefjist nú áður en íslenska ríkinu verður gert að skila kröfulýsingum. Er markmið verklagsbreytingarinnar það að sem mest af gögnum liggi fyrir áður en til kröfulýsingar ríkisins kemur. Í þessu sambandi skal m.a. bent á að forvinna vegna næsta svæðis hefur þegar hafist á vegum íslenska ríkisins með beiðnum um leit að gögnum, í samráði við óbyggðanefnd og Þjóðskjalasafn. Er við það miðað að af þessu geti leitt að kröfulýsingar ríkisins geti þá þegar í upphafi tekið mið af helstu gögnum sem fyrir liggja um viðkomandi svæði. </p> <p>Annað sem af framangreindri endurskoðun minni á þessum málaflokki leiddi var að ákveðið var að fara að nokkru leyti hægar í sakirnar en hingað til hefur verið stefnt að. Það er ljóst að þau tímamörk sem menn settu sér í upphafi, þ.e. á árinu 1998, hafa ekki staðist og hefur frestur til að ljúka þesssari heildarvinnu verið lengdur. Það er hins vegar afstaða mín, að vegna mikilvægis þessa málaflokks og þess hversu mikilvægt er að farið sé nákvæmlega ofan í saumana á eignarheimildum o.fl., er það mat mitt að betra sé að fara sér hægar en hraðar. </p> <p>Af þessum ástæðum leitaði fjármálaráðuneytið eftir því við óbyggðanefnd sl. haust, að það svæði sem er til meðferðar, svokallað svæði 7, Mið-Norðurland, sem er í reynd gríðarstórt, og náði frá jöklum í suðri og norður allan Tröllaskaga, að því yrði skipt í tvo hluta, þannig að einungis yrði tekinn til meðferðar nú suðurhluti svæðisins, þ.e. hálendið sunnan byggðar í Eyja- og Skagafirði.</p> <p>Mat mitt er það að með þessu gefist kostur á að endurmeta þörf fyrir kröfugerð m.a. á norðanverðu landinu. Hef ég þá m.a. í huga, að enn er beðið niðurstöðu óbyggðanefndar vegna þjóðlendumála í Mývatnssveit og í Grýtubakkahreppi. Mun ég fara vandlega yfir þá úrskurði áður en ég legg til frekari kröfugerð í Eyjafirði og í Skagafirðinum.</p> <p>Að lokum má geta þess að á síðasta ári var að auki tekin sú ákvörðun af hálfu ríkisins, um að una að öllu leyti úrskurði óbyggðanefndar á Norð-Austurlandi, en málshöfðunarfrestur vegna þess úrskurðar rann út núna um síðustu áramót. Þetta eru kannski nokkur tíðindi, þar sem áður hefur ríkið jafnan borið undir dóm tiltekin atriði í úrskurðum nefndarinnar á einstökum svæðum, þ.e. þegar ekki hefur verið fallist á kröfugerð ríkisins til þjóðlendna.</p> <p>Þetta á sér þó nú ákveðnar skýringar. Meginástæða þess að ríkið taldi rétt að láta reyna á ýmsa þætti í ákvörðunum óbyggðanefndar á Suðurlandi, var til að fá fram afstöðu dómstóla til tiltekinna mikilsverðra ágreiningsefna, ekki hvað síst til að draga af lærdóm varðandi framhald málanna. Hefur Hæstiréttur þannig þegar tekið afstöðu til ýmissa mikilsverðra þátta og má draga allnokkrar ályktanir af dómunum varðandi ýmsar aðrar aðstæður, þó svo að um þær hafi ekki beinlínis verið dæmt.</p> <p>Af framangreindum ástæðum var m.a. tekin sú ákvörðun á síðasta ári, að una úrskurði óbyggðanefndar varðandi svokölluð Smjörfjöll. Þar eru aðstæður í megindráttum þær að jarðir liggja báðum megin við fjallgarðinn, sem talinn var hafa á sér allnokkurn þjóðlendublæ. Að mati óbyggðanefndar var hins vegar talið að lýsingar einstakra jarða næðu til miðfjallsins og að ekki væri ástæða til að draga eignarrétt jarða hvoru megin í efa. </p> <p>Við þessa niðurstöðu óbyggðanefndar ákvað ríkið að sætta sig við. Má að sönnu draga nokkrar ályktanir af þessu varðandi fyrirkomulag kröfugerðar ríkisins í framtíðinni. Þessi afstaða leiðir jafnframt til þess að ég tel með sama hætti mega una við þá niðurstöðu óbyggðanefndar, að því er varðar Esju-svæðið, að jarðir sem liggja hvorum megin að Esju-fjöllum, teljist ná saman í miðfjalli, í samræmi við afstöðu óbyggðanefndar. Hef ég falið lögmanni ríkisins að leitast eftir því að dómsmál sem rekið er vegna Esjunnar, verði fellt niður fyrir héraðsdómi.</p> <p>Er það trú mín, að þessi afstaða, sem hér var lýst, muni einfalda nokkuð kröfugerð af hálfu ríkisins hér eftir, en rétt er þó að ítreka að hér er sérstaklega horft til þessara aðstæðna sem þarna eru, m.a. að eignarjarðir liggi saman eins og ég var að lýsa.</p> <p>Að lokum má geta þess að fjármálaráðuneytið hefur breytt verklagi í nokkrum öðrum þáttum þjóðlendumála, sem ekki er ástæða til að fjölyrða um hér, en von mín er að verði til bóta og jafnframt til að stuðla að því að viðunandi sátt verði um framkvæmd þessara mikilvægu málefna í framtíðinni og að þjóðlendumálum megi ljúka í eins mikilli sátt og frekast er unnt.</p> <p>Athugasemdir og ábendingar varðandi framkvæmd þjóðlendumála hafa borist víða að og málin verið mjög í opinberri umræðu. Ég vil þó þakka framlag landssamtaka landeigenda til þessarar umræðu og hef ég reynt að taka tillit til þeirra sjónarmiða sem frá stjórn samtakanna hafa komið, eftir því sem frekast hefur verið talið unnt. Sú stefnumörkun sem átti sér stað á síðasta ári og ég lýsti hér áðan, hefur að mínu mati verið í anda þeirra ábendinga sem samtökin hafa komið fram með.</p> <p>Það er hins vegar ljóst og geri ég ráð fyrir að menn hér eins og annars staðar hafi á því skilning, að við framkvæmd þjóðlendumála ber mér sem fjármálaráðherra og fyrirsvarsmanni ríkissjóðs í þjóðlendumálum, að gæta þeirra almennu hagsmuna sem lög um þjóðlendur leggja mér á herðar. Með góðu samkomulagi um framkvæmd laganna tel ég að gæta megi þeirra hagsmuna en samhliða taka tillit til mikilsverðra sjónarmiða landeigenda í landinu. Fyrir því er fullur vilji af minni hálfu.</p> <p> </p> <br /> <br />

2008-01-09 00:00:0009. janúar 2008Íslenska skattkerfið á tímamótum

<p><em><img class="right" title="Árni M. Mathiesen" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg" />Ræða fjármálaráðherra á skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins miðvikudaginn 9. janúar 2008.</em></p> <p><strong>Ráðstefnustjóri, góðir ráðstefnugestir !</strong></p> <p>Íslenska hagkerfið er hluti af alþjóðlegu efnahagslífi með öllum þeim tækifærum og áskorunum sem því fylgja. Í alþjóðlegum skýrslum er íslenska hagkerfið talið með þeim samkeppnishæfustu í heiminum vegna mannauðs, tæknistigs og skipulagsmála, ekki síst vegna skattkerfisins. Fyrirtækin, sem búa við sveigjanleg starfsskilyrði, eru ábatasöm og vel í stakk búin að takast á við breytilegar aðstæður. Þá er staða ríkissjóðs sterk og þó að skuldir heimilanna séu háar eru eignir þeirra margfalt hærri en skuldir.</p> <p>Þótt að tekið hafi að blása á móti á erlendum og innlendum fjármálamörkuðum á nýliðnu ári bendir enn flest til þess að ástandið í efnahagslífinu verði vel ásættanlegt á komandi ári og árum. Í núverandi stöðu veltur þó mikið á því að við bregðumst við af skynsemi, ekki síst til að viðhalda tiltrú erlendra aðila á efnahagsþróuninni hér á landi. Ég er bjartsýnn á að okkur takist að gera það. Í því samhengi er mikilvægt að yfirstandandi og komandi kjaraviðræður, bæði á almenna og opinbera markaðnum, leiði til niðurstöðu sem stuðli að áframhaldandi háu atvinnustigi í landinu og vexti kaupmáttar ráðstöfunartekna.</p> <h4>Skattadagur</h4> <p>Á skattadegi er viðeigandi að rifja upp helstu breytingar á skattkerfinu á undanförnum árum og horfurnar framundan svo og hvert sé upphaflegt markmið skattlagningar, en það er til að ríkissjóður geti aflað ákveðinna tekna til að standa undir útgjöldum við almannaþjónustu og til að jafna gæði meðal þegnanna.</p> <p>Ljóst er að álagning skatta hefur heilmikil áhrif á ákvarðanir aðila í hagkerfinu, alþjóðlega samkeppnishæfni hagkerfisins og tekjujöfnuð milli aðila innan þess. Við mat á skattkerfisbreytingum er einkum stuðst við þrjú megin viðmið sem eru hagkvæmni, einfaldleiki og jöfnuður. Þar er skoðað hvaða áhrif ólíkar skattkerfisbreytingar koma til með að hafa á hvert þessara viðmiða fyrir sig.</p> <h4>Helstu breytingar á skattkerfinu undanfarin ár</h4> <p>Allmiklar breytingar hafa orðið á skattkerfinu á síðustu árum. Á síðasta áratug var kerfi fjármagnstekjuskatta einfaldað og skattprósentan lækkuð í 10%. Þá hófst vinna við að einfalda kerfi tekjuskatts lögaðila og einstaklinga og lækka skattprósentur þeirra umtalsvert og hið sama á við um erfðafjárskatta þar sem skattprósenta var lækkuð en skattstofnarnir breikkaðir. Í árslok 2005 var eignaskattur einstaklinga og lögaðila aflagður. Í ársbyrjun 2007 var stigið lokaskref í að lækka tekjuskatt einstaklinga í 22,75% en sá skattur hafði þá lækkað um tæplega 8 prósentustig á 10 ára tímabili og nokkru áður hafði sérstakur tekjuskattur, svokallaður hátekjuskattur verið felldur niður en hann var 7% þegar hann var hæstur. Nokkru áður hafði tekjuskattur lögaðila verið lækkaður í áföngum úr 50% í 18%.</p> <p>Samhliða þessum breytingum var persónuafsláttur hækkaður umtalsvert til að auka ráðstöfunartekjur hinna tekjulægri hlutfallslega meira. Í mars 2007 var lægra þrep virðisaukaskatts, m.a. á matvæli og tengda vöru og þjónustu, lækkað úr 14% í 7% og ýmir vöruflokkar sem áður voru í hærra þrepinu, þe. 24,5% fóru einnig niður í 7% þrepið. Þá hafa framlög einstaklinga og vinnuveitenda til lífeyrissjóða verið gerð frádráttarbær frá skatti, sem hefur stuðlað að auknum sparnaði. Í umræðu um skattakerfið má ekki gleyma að nefna að á undanförnum árum hefur bótakerfið einnig tekið umtalsverðum breytingum. Þannig hafa barnabætur verið hækkaðar og framlög til öryrkja og eldri borgara verið stóraukin.</p> <h4>Áherslur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar</h4> <p>Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á ,,trausta og ábyrga efnahagsstjórn," ,,kraftmikið atvinnulíf" og ,,hvetjandi skattaumhverfi". Varðandi áherslur í skattamálum verður stefnt ,,að frekari lækkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu, meðal annars með hækkun persónuafsláttar." Þá verður unnið ,,að endurskoðun á skattkerfi og almanna-tryggingum til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks." og hefur hluti þeirra aðgerða þegar verið kynntur. Einnig verður lögð áhersla á að fyrirtæki búi við ,,stöðugt og örvandi skattaumhverfi" og ,,leitað leiða til að lækka frekar skatta á fyrirtæki." Þá munu ,,umhverfisþættir fái aukið vægi í skattastefnunni" og að ,,kerfi óbeinna skatta, s.s. vörugjalda og virðisaukaskatts, verði endurskoðað." Að lokum er nefnt að stimpilgjald í fasteignaviðskiptum ,,verði afnumið á kjörtímabilinu þegar aðstæður á fasteignamarkaði leyfa." Það er því enn margt ógert á þessu sviði og það verður vissulega háð þróun og horfum í efnahagsmálum hvernig þessi mál skipast á komandi árum.</p> <h4>Hagkvæmni</h4> <p>Skattar hafa áhrif á hvata og móta hagræna hegðun til skemmri og lengri tíma. Með hönnun skattkerfa er leitast við að lágmarka neikvæð áhrif þeirra á ákvarðanir aðila um sparnað, fjárfestingu, neyslu og vinnuframlag. Rannsóknir sýna að skattur á fjármagn hefur mikil áhrif til að draga úr sparnaði og fjárfestingu, skattur á vinnuframlag hefur einnig umtalsverð áhrif á vinnuframboð og fjárfestingu í mannauði en skattur á neyslu hefur síður bjagandi áhrif á efnahagsstarfsemina. Því hefur verið tilhneigingin að færa skattheimtu af fjármagni og vinnuframlagi í meira mæli á neysluskatta með því að draga úr muninum á milli skattprósenta og um leið byggja upp skattkerfi á sem breiðustum skattstofnum. Með öðrum orðum, ef sömu skatttekna er aflað með almennum og víðtækum veltusköttum og í stað beinna skatta má búast við því að hagvöxtur verði meiri fyrir vikið og að alþjóðleg samkeppnishæfni hagkerfisins aukist.</p> <h4>Einfaldleiki</h4> <p>Mikilvægt er að skattkerfið sé ekki flókið. Það auðveldar ákvarðanatöku, eykur getu skattayfirvalda að fylgja skattareglum eftir og kostnaður af eftirfylgni verður minni en ella yrði. Þá leiðir einfaldleiki skattkerfisins til aukinnar hagkvæmni og jákvæðara viðhorfs almennings til réttmætis þess.</p> <h4>Jöfnuður</h4> <p>Að nokkru leyti eru skatt- og bótakerfi nýtt í þeim tilgangi að auka jöfnuð meðal borgaranna. Þannig hafa bótagreiðslur, skattaafsláttur og skattleysismörk mikil áhrif hvað þetta varðar en skattar á neyslu eru hinsvegar ekki vel til þess fallnir að auka jöfnuð. Flestar þjóðir leggja nokkuð upp úr því að auka jöfnuð með skatta- og bótakerfinu en því eru þó takmörk sett þar sem slíku fyrirkomulagi fylgir óhjákvæmilega kostnaður í formi minni hagkvæmni. Þá má ekki gleyma því að ójöfn tekjudreifing er að stórum hluta eðlileg afleiðing lífaldurs, þar sem tekjur aukast með reynslu og þekkingu og fjárfestingar í mannauði. Að jafna slíka eðlilega tekjudreifingu yrði skaðlegt fyrir hagræna hegðun og gæti dregið úr þörf ungs fólks til að mennta sig og afla sér reynslu. Framleiðni og umsvif hagkerfisins yrðu minni fyrir vikið.</p> <h4>Breiðir skattstofnar og lágir skattar</h4> <p>Í dag snýst umræðan í auknum mæli um valið á milli breikkunar skattstofna og notkunar skatta til að hvetja til ákveðinnar hegðunar. Velflestar rannsóknir benda til þess að skattkerfi sem byggja á breiðum skattstofnum með lágum skattprósentum fylgi minna hagkvæmni-tap í samanburði við skattkerfi sem byggja á háum skattprósentum en færri skattgreiðendum. Rannsóknirnar benda til að skattkerfi sem leggja áherslu á breiða skattstofna og lága skatta séu ekki í mótsögn við jafnaðar markmið þar sem gæði skattaútgjalda hafa tilhneigingu til að dreifast á mið- og efri tekjur. Því getur breikkun skattstofna aukið jöfnuðinn, þ.e. gert dreifingu ráðstöfunartekna eftir tekjubilum jafnari.</p> <h4>Lægri skattprósentur og meiri skatttekjur</h4> <p>Fyrir nokkru var staddur hér á landi bandaríski hagfræðingurinn Arthur Laffer sem sett hefur fram kenningu um skattbogann en hún gengur út á það að of há skattprósenta dragi úr efnahagsumsvifum og þar með skatttekjum ríkja. Í þeim tilfellum borgi sig að lækka álögur á fyrirtæki og einstaklinga til þess að koma hjólum efnahags- og atvinnulífisins af stað.</p> <p>Hér á landi hefur reynslan sýnt okkur svo að ekki verður um villst að kenning Laffers á rétt á sér, a.m.k. á ákveðnum skattbilum. Lækkun skatta á síðustu árum hefur nákvæmlega haft þau áhrif að umsvif í efnahagslífinu hefur aukist og við það hafa tekjur borgaranna og ríkissjóðs aukist umtalsvert, þvert ofan í sumar spár.</p> <h4>Mat á núverandi skatta- og bótakerfi</h4> <p>Á Íslandi er skatta- og bótakerfið talið samræmast bæði hagkvæmni og jöfnuðarsjónarmiðum. Jafnframt er það tiltölulega einfalt í framkvæmd og almenn sátt virðist vera um það, þótt ætíð sé einhver ágreiningur um áherslur. Skattahlutfall á fjármagn, vinnuframlag og neyslu er orðið nokkuð lágt og áþekkt, allavega í alþjóðlegum samanburði. Kerfi flatra skatta með persónuafslætti leiðir til þess að skattbyrðin eykst ofan við ákveðnar lágmarkstekjur. Þó er skatthlutfallið og jaðarskatthlutfallið ekki talið vera það hátt að það skaði vinnuframlag. Bótakerfið er hugsanlega ekki eins rausnarlegt og á hinum Norðurlöndunum en um leið er mun minni hætta talin á því að það leiði fólk í lágtekjugildru. Atvinnuþátttaka er mikil, atvinnuleysi er lítið og kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist helmingi meira á Íslandi undanfarin tíu ár en í Svíþjóð eða í Danmörku. Þá virðist kerfið vera hvetjandi til að ungt fólk sæki í æðri menntun og auki mannauð sinn. Hækkandi laun sérfræðinga endurspegla aukna þörf markaðarins fyrir starfsmenn með mikla menntun. Þrátt fyrir það er tekjudreifingin á Íslandi talinn jöfn. Bóta og skattakerfið á Íslandi er því metið vera hagkvæmara en á hinum Norðurlöndunum og um leið er jöfnuður á Íslandi mikill af því að það borgar sig að vinna á Íslandi.</p> <h4>Háir jaðarskattar óæskilegir</h4> <p>Skattar og bætur hafa sömu áhrif á hegðun einstaklinga og eru þau áhrif metin út frá reiknuðum jaðarsköttum. Það er vel þekkt að ef jaðarskattar eru háir þá dregur það úr áhuga fólks að auka tekjur sínar. Þetta á sérstaklega við þá sem þiggja bætur og eru á lægri launum. Ef skattkerfið er ekki rétt hannað geta myndast slíkar lágtekjugildrur. Við viljum forðast að lenda í slíkum gildrum þar sem lönd sem það hafa gert virðast ævinlega eiga erfitt með að losna út úr þeim aftur.</p> <h4>Þurfum að eiga borð fyrir báru</h4> <p>Aðgerðir til að lækka skatta þurfa að vera rétt tímasettar og falla að þeirri hagþróun sem er í landinu á hverjum tíma. Eins og staðan er nú er ekki tímabært að gefa út hvenær eða með hvaða hætti ríkisstjórnin muni lækka skatta á þessu kjörtímabili. Ástæða þess er sú að óvenju erfitt er að segja til um efnahagsástandið á næstu mánuðum meðal annars vegna óvissu í tengslum við kjarasamninga og sviptinga á fjármálamörkuðum.<br /> Á komandi árum er því mikilvægt að huga að því að núverandi skattkerfi þarf að hafa borð fyrir báru ef&nbsp; kemur til samdráttar, en þá er viðbúið að skattstofnar sem hafa verið gjöfulir í uppsveiflu, eins og tekjuskattur lögaðila og fjármagnstekjuskattur, gefi minna af sér í framtíðinni. Ekki er þess vegna ráðlegt að draga of mikið úr öflunargetu annarra skattstofna.</p> <p>Minnug Laffer-bogans, mun ríkisstjórnin þó, hvernig sem málin þróast, nýta það svigrúm sem til staðar er til að lækka skatta og bæta kjör almennings eins og frekast er unnt á þessu kjörtímabili.</p>

2007-11-07 00:00:0007. nóvember 2007Ræða fjármálaráðherra á innkauparáðstefnu Ríkiskaupa

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg"><img src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" class="media-object"></a><figcaption>Árni M. Mathiesen</figcaption></figure></div><p><img class="right" title="Árni M. Mathiesen" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg" />Ræða fjármálaráðherra á innkauparáðstefnu Ríkiskaupa, þriðjudaginn 6. nóvember 2007.</p> <p><strong>Ráðstefnustjóri, góðir ráðstefnugestir</strong></p> <p>Ég vil byrja á því að þakka Ríkiskaupum fyrir að efna til innkauparáðstefnu hér í dag, en ráðstefna þessi hefur verið fastur liður um þetta leyti árs í allmörg ár, og hefur hún jafnan verið vel sótt. Ég hygg að það sé bæði til gagns og hljóti að vera góð tilbreyting fyrir þá sem koma að innkaupamálum og rekstri ríkisstofnana að setjast niður dagpart og velta fyrir sér hvernig að innkaupum er staðið og eiga samræður við kollega frá öðrum stofnunum um þetta mikilvæga viðfangsefni, hvort heldur er nýjar innkaupaaðferðir, vandamál tengdum innkaupum eða lausnir á þeim.</p> <p>Stöðug þróun og umbætur er varða fyrirkomulag innkaupa sem og umræður um framkvæmd þeirra, er mikilvægur liður í þeirri viðleitni opinberra aðila að ná árangri í ríkisrekstri. Kröfur til ríkisins vaxa stöðugt, bæði hvað varðar vandaða málsmeðferð og bætta þjónustu, en jafnframt er krafist hagkvæmari rekstrar og skilvirkni. Þetta kallar á aukinn sveigjanleika við tilhögun ríkisrekstrar. Leitað er nýrra leiða til að bæta reksturinn og kanna möguleika á að fela öðrum að sinna tilteknum verkefnum ríkisins.</p> <p>Ríkisrekstur er veigamikill þáttur í atvinnulífinu og áframhaldandi þróun hans hefur áhrif á samkeppnishæfni Íslands á næstu árum. Umgjörð ríkisrekstrar þarf því að vera skýr og einföld og stjórnendur og starfsmenn reiðubúnir að tileinka sér ný vinnubrögð. Ekki aðeins þarf að meta hvort verkefni séu rétt unnin, heldur einnig hvort ríkið sjálft er að sinna réttu verkefnunum. Er rétt að það annist þá þjónustu og verkefni sem samstaða er um að ríkið tryggi þjóðfélagsþegnum sínum, en einkamarkaðurinn er fullfær um að sinna, hugsanlega með hagkvæmari hætti. Þetta eru spurningar sem ríkisstofnanir hafa nú til skoðunar, en sem kunnugt er þetta kjarni þess sem fram kemur í útvistunarstefnu ríkisins. Standa vonir okkar til að ráðuneytin öll hafi fyrir lok þessa árs, lokið við að semja eigin útfærslu á útvistunarstefnunni auk þess að gefa yfirlit yfir þau verkefni sem þegar hafa verið útvistuð með samningi. Með því móti fæst vonandi almenn vísbending og sjónarmið einstakra ráðuneyta og stofnana um eigin rekstur og þann rekstur sem falinn er einkaaðilum með samningi. Þetta felur jafnframt í sér tækifæri til að fara skipulega ofan í verkefni sem ástæða væri til að semja formlega um eða fylgja einstaka samningum enn betur eftir, ef ástæða þykir. Til þess að það gangi sem best fyrir sig þurfa ríkisaðilar að vera upplýstir kaupendur.</p> <p>Lagaleg umgjörð opinberra innkaupa tók miklum framförum árið 2001 þegar fyrstu heilsteyptu lögin um framkvæmd og fyrirkomulag opinberra innkaupa tóku gildi. Á síðasta degi þingisins í vor, hafðist það að gefa út ný lög um opinber innkaup, nr. 84/2007, en þau byggja eins og hinn fyrri á tilskipunum og reglugerðum Evrópusambandsins á þessu sviði. Þessar umbætur snúa að því að gera íslenskt regluverk enn skýrara og skilvirkara og færa það á sama tíma til samræmis við Evrópureglur á þessu sviði, þar sem opinber innkaup yfir tilteknum fjárhæðum eru útboðsskyld á þeim 500 milljóna markaði sem EES nær yfir. Ýmsar nýjungar er að finna í lögunum, einkum hvað varðar útboðsaðferðir, rafræn innkaup og útboð, en með setningu laganna var einnig hægt að stilla betur af ýmsa þætti sem reynsla undanfarinna ára hefur fært okkur frá framkvæmd fyrri laga.</p> <p>Meðal þess sem kveðið var á og fram kemur í fyrstu grein laganna, er varðar tilgang þeirra og markmið, er að efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu..<br /> Þessi viðbót við markmið laganna er ekki tilviljun. Ríkið er, eins og þið flest hver vitið, ekki eins og hver annar kaupandi þegar innkaupamáttur þess er lagður saman. En ríkið hefur einnig á ýmsum sviðum aðrar og ólíkar þarfir en aðrir kaupendur á markaði. Þetta getur m.a. varðað sérsniðin verkefni á sviði vegagerðar og annarra innviða samfélagsins, verkefni á sviði t.a.m. heilbrigðisþjónustu, orkumála og svo framvegis. Þetta geta verið þjónusta, vörur, verkefni, mannvirki og úrlausnir sem ríkið skilgreinir og vinnur saman með hönnuðum og iðnfyrirtækjum sem dæmi, en fást ekki keypt eins og hver önnur hilluvara. Með samvinnu ríkisaðila og einkamarkaðar í gegnum opinber innkaup, að því gefnu að gagnsæi og jafnræði sé viðhaft, að sjálfsögðu, má nýta þekkingu ríkisins og einkaaðila til þróunar á ýmsum sviðum.</p> <p>Þessi sýn á innkaup, varð m.a. til þess að fjármálaráðuneytið, Ríkiskaup, Samtök iðnaðarins, og atvinnulífsins ásamt iðnaðarráðuneytinu, stofnuðu til vettvangs um nýsköpun og þróun í tengslum við opinber innkaup. Það þótti því við hæfi og í anda þessarar sýnar að kveða sérstaklega á um þetta í markmiðsgrein laganna.<br /> Á því ári sem liðið er frá því þessi vettvangur var stofnaður hafa fulltrúar þessara aðila mótað stefnu og skilgreint verkefni sem ég nefndi að ofan. Þann 15. nóvember nk. mun ég, ásamt Össuri Skarphéðinsssyni iðnaðarráðherra, setja ráðstefnu um þessi efni og verður hún haldin á Hilton hótelinu.</p> <p>Viðfangsefnið opinber innkaup er enda ávallt brýnt, því segja má að þau snerti flest öll svið ríkisrekstrar með einum eða öðrum hætti. Engin ríkisstofnun, ráðuneyti eða fyrirtæki verður rekin án aðkeyptrar vöru eða þjónustu. En að greina þarfirnar rétt og hvernig á að bera sig að við að koma til móts við þær er ekki alltaf auðvelt viðfangsefni, ekki síst þar sem fylgja þarf fjárhagsrammanum. Reynslan hefur hins vegar sýnt okkur að ýmis úrræði eru til staðar til að standa sem best að kaupum.</p> <p>Í því sambandi er ekki nóg að hafa skýra löggjöf, heldur þurfa kaupendur að geta stuðst við skýra stefnu á sviði innkaupa. Innkaupastefna ríkisins var í fyrsta sinn sett fyrir réttum fimm árum, og var það einmitt á þessum vettvangi í nóvember 2002, sem Geir H. Haarde þáverandi fjármálaráðherra kynnti stefnuna. Í stefnunni voru skilgreind bæði fjárhagsleg markmið sem og áherslur í innkaupum til fjögurra ára. Þar sem gildistími stefnunnar er nú liðinn, hefur ráðuneytið í samvinnu við Ríkiskaup, undanfarið metið árangur þeirrar stefnu og jafnframt unnið að mótun nýrrar innkaupastefnu fyrir ríkið, með nýjum áherslum.</p> <p>Það er mat okkar að af þeim 2.500 mkr. ávinningi sem að var stefnt hafi um samtals 2000 milljónir króna náðst fram. Það er um 80% árangur. Ég vil leyfa mér að telja þann árangur viðunandi, enda aðeins liðið fyrsta tímaskeið stefnu af þessu tagi.</p> <p>Ég ætla engu að síður að deila með ykkur innihaldinu og þeim áherslum sem drög að stefnunni kveða á um. Uppbygging stefnunnar og forsendur hennar eru að stofni til óbreyttar. Innkaupastefnan setur ráðuneytum, ríkisstofnunum og ríkisaðilum ný fjárhagsleg markmið, sem fela í sér 3.500 mkr. ávinning á því árabili sem stefnan nær yfir, frá árinu 2008 til og með 2011 og er hér því um að ræða enn metnaðarfylltri markmið en áður.</p> <p>Fyrirhugað er að í tengslum við innkaupastefnuna verði þrjár sérgreindar stefnur, sem sömuleiðis hafa þegar fengið og munu væntanlega hljóta sérstaka samþykkt ríkisstjórnarinnar. Útvistunarstefna ríkisins hefur þegar verið sett eins og áður er rakið. Ætlunin er ennfremur að á grundvelli innkaupastefnu ríkisins verði sett stefna um rafræn innkaup og stefna um vistvæn innkaup.</p> <p>Stefna um rafræn innkaup er því sem næst tilbúin, en sú stefna var unnin í samvinnu fjármálaráðuneytisins, Ríkiskaupa og Fjársýslu ríkisins. Meðal áhersluverkefna þar, eru að ríkið geti almennt tekið á móti rafrænum reikningum í lok árs 2008 og ríkið taki eingöngu við rafrænum reikningum í árslok 2009.</p> <p>Stefna um vistvæn innkaup er í farvatninu en að mótun hennar koma Ríkiskaup og umhverfisráðuneytið. Vistvæn innkaup varða ekki aðeins virðingu fyrir umhverfinu heldur einnig hagkvæmni þegar horft er á líftímaferil innkaupanna til langs tíma.</p> <p>Þegar stefnurnar hafa verið lagðar fram og samþykktar af ríkisstjórninni, sem ég geri mér vonir um að verði innan skamms tíma, er miðað við að þær verði álitnar formlegur hluti af innkaupastefnu ríkisins sem gildir fyrir árin 2008 &ndash; 2011 sem fyrr segir. Jafnframt er lagt til að gildistími útvistunarstefnunnar verði samræmdur við sama árabil.</p> <p>Ég ætla ennfremur að upplýsa að nú stendur yfir vinna við gerð nýrrar handbókar um opinber innkaup, á vegum ráðuneytisins og Ríkiskaupa. Vonast ég til að hún verði tilbúin í byrjun næsta árs. Handbókin ásamt framangreindri stefnu á að vera þeim sem annast innkaup á vegum ríkisins leiðbeining og stuðningur í daglegum störfum við innkaupin.</p> <p><strong>Góðir ráðstefnugestir!</strong></p> <p>Rafræn innkaup er eitt af þeim tækjum sem ríksstofnanir hafa átt kost á að styðjast við á umliðnum árum. Í áður tilvitnuðum lögum um opinberum innkaupum er nú m.a. sérstök grein gerð fyrir reglum um slík innkaup og verklagi við rafrænar útboðstilkynningar og framkvæmd rafrænna útboða, eða niðurboða eins og það nefnist. Hér er um afar spennandi nýjung að ræða, sem ýmis fyrirtæki hafa verið að taka upp á síðustu árum, þar sem hægt er að keppa um að lækka verð í skilgreindum innkaupum á rauntíma.</p> <p>Innkaup gegnum rafrænt markaðstorg er mörgum hér inni að góðu kunn. Eins og væntanlega flest ykkar vitið, lauk samstarfi ríkisins og ANZA um rekstur og þróun rafræns markaðstorgs ríkisins fyrr á þessu ári. Í júnímánuði sl. ritaði ég undir samning við fyrirtækið Vörusjá ehf. um nýtt markaðstorg. Þótt leiðin hafi verið torsóttari en að var stefnt á sínum tíma, hef ég fulla trú á að þessi viðskiptamáti, þar sem hægt er að nálgast rammasamningsvörur og upplýsingar um þær með beinum hætti, verði sá máti sem flestir haga innkaupum sínum eftir innan skamms tíma. Raunar er þegar gert ráð fyrir í drögum að stefnu um rafræn innkaup, að innkaup ríkisins í almennum rekstrar- og sérvörum verði með rafrænum hætti fyrir lok árs 2008.</p> <p>Vörusjá ehf. hefur nú náð þeim áfanga í þróun torgsins að það er orðið virkt sem innkaupatæki. Það er því mér sérstakt ánægjuefni að fá að gera formlega fyrstu pöntunina á hinu nýja torgi</p> <p>Með þessum táknræna hætti segi ég ráðstefnuna setta.<br /> </p> <br /> <br />

2007-05-04 00:00:0004. maí 2007Áskorun og árangur íslenska hagkerfisins

<p><em><img class="right" title="Árni M. Mathiesen" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg" />Erindi fjármálaráðherra á Reuters Brightspot ráðstefnu á Nordica Hotel í Reykjavík.</em></p> <p><strong>Góðir ráðstefnugestir!</strong></p> <p>Það er ánægjulegt að sjá hversu margir eru saman komnir hér í dag til þess að sitja Reuters Brightspot ráðstefnuna. Í þessu erindi mun ég leitast við að fjalla um áskorun og árangur íslensks efnahagslífs í alþjóðlegu umhverfi.</p> <h4>Margir þættir höfðu áhrif á uppsveifluna</h4> <p>Íslenska hagkerfið er um þessar mundir að leita jafnvægis eftir mikinn uppgang í kjölfar stóriðjuframkvæmda og nýjunga í fjármálakerfinu, sem er vel eftir þann mikla óróleika sem skapaðist fyrir rúmu ári. Það sem skiptir ef til vill mestu máli í því sambandi er að það má draga mikinn lærdóm af nýliðinni þróun um innviði íslenska hagkerfisins, ekki síst um áhrif skipulagsbreytinga og hagstjórnar til að styrkja það og núverandi stöðu þess í alþjóðlegu samhengi.</p> <h4>Stóriðjuframkvæmdir voru fyrirséðar</h4> <p>Stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi voru fyrirséðar og framkvæmd þeirra háttað þannig að óhjákvæmileg röskun á jafnvægi hagkerfisins yrði sem minnst. Í því samhengi má benda á það mikla erlenda vinnuafl sem unnið hefur að framkvæmdunum, auk þess sem þær voru kynntar með nokkrum fyrirvara. Þá hófust þær eftir að slaki hafði myndast í hagkerfinu eftir fyrra þensluskeið. Búist er við að stærstur hluti þess vinnuafls sem hingað kom í því sambandi skili sér aftur heim að verkinu loknu, en það dregur úr atvinnuleysisvandanum sem annars fylgir.</p> <h4>Nýjungar á fjármálamarkaði voru óvæntar</h4> <p>En stóriðjan var ekki eina áskorunin. Miklar breytingar urðu á húsnæðislánamarkaði árið 2004 sem höfðu ófyrirséðar en jákvæðar afleiðingar til lengri tíma litið. Vissulega jók sú þróun á ójafnvægið í þjóðarbúskapnum tímabundið með aukinni verðbólgu og áður óþekktum viðskiptahalla. Viðbrögð stjórnvalda miðuðust við að draga úr þenslunni með hækkun stýrivaxta og miklum afgangi ríkissjóðs. Gengi krónunnar tók að styrkjast, sem hafði einnig þau áhrif að draga úr verðþrýstingi en jók viðskiptahallann. Stýrivextir voru settir til höfuðs ört vaxandi innlendri eftirspurn, sem endurspeglaði aukinn kaupmátt og eignamyndun heimilanna og bætt aðgengi þeirra að lánsfjármagni.</p> <h4>Hagur fyrirtækja og heimila hefur vænkast mikið</h4> <p>Einkaneysla og fjárfesting fyrirtækja og heimila jukust mikið í uppsveiflunni. Á sama tíma hófu íslensk fyrirtæki stórsókn á erlenda markaði, sem ágerði viðskiptahallann. En það sem skiptir meira máli er að hreinar eignir fyrirtækja og heimila hafa aukist mikið á undanförnum árum. Þróunin hefur því á heildina litið verið mjög jákvæð.</p> <h4>Efnahagslífið er orðið fjölbreyttara</h4> <p>Það er athyglisvert að landsframleiðslan undanfarin ár hefur verið samsett af verðmætasköpun í fleiri og öflugri atvinnugreinum en áður. Mælingar á hagvexti undanfarinna ára sýna að mestur virðisauki varð í fjármálaþjónustu og byggingariðnaði. Fleiri stoðir efnahagslífsins skapa betri forsendur fyrir stöðuga efnahagsframvindu og hafa eflaust áhrif til að hagkerfið nái mjúkri lendingu úr því mikla flugi sem það hefur verið á.</p> <h4>Sjónarhorn alþjóðlegra fjárfesta var annað</h4> <p>Þessi kröftuga uppsveifla vakti athygli fyrir utan landsteinana, sérstaklega í ríkjum þar sem hagvöxtur hefur verið minni. Hinn öri útlánavöxtur og aukið ójafnvægi íslenska hagkerfisins kom öðrum fyrir sjónir sem dæmi um ósjálfbæra þróun. Fyrir rúmu ári komu nokkrir alþjóðlegir greiningaraðilar fram og töldu að allt væri að fara á versta veg í íslensku efnahagslífi. Sumir gengu svo langt að fullyrða að hagkerfið fengi harða lendingu með tilheyrandi óstöðugleika fjármálakerfisins. Slík orð áttu vissulega þátt í að ókyrrð á fjármálamarkaði varð eins mikil og raun bar vitni. Margir lánveitendur héldu að sér höndum eða hækkuðu lánskjör íslenskra fyrirtækja. Verð hlutabréfa og gengi krónunnar féllu um hríð. Verðbólgan, sem hafði áður hækkað vegna fasteignaverðshækkana, rauk upp í kjölfar gengislækkunarinnar.</p> <h4>Gagnrýnisraddirnar hafa þagnað</h4> <p>Þegar óróleikinn stóð sem hæst töldum við að hagkerfið myndi bráðlega hefja að leita jafnvægis og að líkur á harðri lendingu hagkerfisins væru litlar. Margvíslegar skipulagsbreytingar undanfarinna áratuga höfðu samverkandi áhrif til að leysa úr læðingi krafta framfara. Þá var staða ríkissjóðs sterk og hagstjórnin í grunninn ábyrg. Spá okkar virðist nú vera að ganga eftir. Efnahagsþróunin hefur haldist stöðug og útlitið er, ef eitthvað er, bjartara en fyrir ári síðan. Til marks um það hafa gagnrýnisraddirnar að mestu þagnað og trúverðugleiki fjármálafyrirtækjanna hefur aukist á ný. Mat lánshæfisfyrirtækja á þeim hefur haldist gott og lánskjör þeirra hafa batnað. Að miklu leyti má þakka árangurinn aðgerðum fyrirtækjanna sjálfra. Þau hafa haldið áfram að ná glæsilegum rekstrarárangri á sama tíma og þau hafa gripið til margvíslegra aðgerða til að styrkja stöðu sína, t.d. með því að&nbsp; draga úr kross-eignatengslum, styrkja fjármögnunarleiðir og draga úr örum útlánavexti. Margir telja að það hafi einnig verið hjálplegt að stjórnvöld og aðrir hagsmunaaðilar lögðust á sveif með fjármálageiranum við að efla upplýsingagjöf til erlendra greiningaraðila og fjölmiðla um raunverulega stöðu íslenska hagkerfisins og íslenskra fyrirtækja. Þá voru enn önnur atriði sem höfðu áhrif til að róa öldurnar.</p> <h4>Hagstjórnarumhverfi og trúverðugleiki</h4> <p>Þótt margir hafi gagnrýnt hagstjórn á Íslandi undanfarin ár vegna þess að ójafnvægið í þjóðarbúskapnum varð meira en við var ráðið til skamms tíma, má ekki horfa fram hjá því að hagstjórn á Íslandi hefur að mörgu leyti verið til fyrirmyndar. Vissulega verður ekki allt fyrirséð og jafnvel hagmælingarnar geta verið breytilegar, en hvort tveggja gerir hagstjórn oft erfitt fyrir. Þrátt fyrir það hefur árangurinn verið bærilegur. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands hefur þegar grannt er skoðað reynst vera akkeri í íslensku hagstjórnarumhverfi. Óbilandi ásetningur bankans við að ná markmiði sínu ætti núorðið að vera öllum ljós. Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum, sem hófst af krafti árið 2005, er til marks um það. Erlendir aðilar trúa því að vaxtamunur við útlönd haldist hár og að þróun gengis krónunnar endurspegli þann vaxtamun. Án skuldbindingar Seðlabankans við verðbólgumarkmiðið er ólíklegt að þær væntingar væru til staðar. Þrátt fyrir umtalsverðan mótbyr hefur Seðlabankinn náð að viðhalda trúverðugleika og það verið mikilvægur liður í örri framþróun íslensks efnahagslífs. Um leið er sá trúverðugleiki forsenda áframhaldandi góðs gengis íslenskra fjármálafyrirtækja og árangursríkrar þátttöku þeirra á alþjóðlegum mörkuðum. Þegar upp er staðið er líklegt að góður árangur þeirra verði landsmönnum öllum til góðs.</p> <h4>Íslenska hagkerfið hefur opnast fyrir alþjóðlegum straumum</h4> <p>Þróun undanfarinna ára hefur sýnt okkur hversu nátengt íslenska hagkerfið er orðið hinu alþjóðlega. Við höfum öðlast dýrmæta reynslu af því á undanförnum árum. Alþjóðlegir fjármunir og vinnuafl hafa streymt til landsins. Um leið hafa Íslendingar og íslensk fyrirtæki leitað erlendis. Í opnu hagkerfi er jafnframt ljóst að staða efnahagsmála í öðrum löndum hefur áhrif á framvindu mála hér á landi í ríkari mæli en áður hefur þekkst. Í alþjóðlegu umhverfi er mikilvægt að aðstæður á markaði séu í góðu lagi til að tryggja samkeppnishæfni atvinnulífsins.</p> <h4>Árangur ríkisfjármála hefur skipt sköpum</h4> <p>Í þessu sambandi er vert að fjalla um það mikilvæga hlutverk sem ríkissjóður gegnir í heildar hagstjórninni og að skapa fyrirtækjum samkeppnishæft umhverfi. Hagstjórnin þarf að vera ábyrg og sjálfbær. Í því sambandi má nefna skuldastöðu ríkissjóðs og afkomu hans. Ríkissjóður hefur skilað góðum afgangi undanfarin ár. Ásamt tekjum af einkavæðingu ríkisfyrirtækja, hefur tekjuafgangur farið í að greiða niður skuldir ríkissjóðs sem eru orðnar afar litlar í alþjóðlegu samhengi. Staða ríkissjóðs er því orðin sterk og hann betur í stakk búinn til að takast á við áföll í efnahagslífinu en ella. Gott lánshæfismat ríkissjóðs á alþjóðamörkuðum endurspeglar þessa stöðu. Um leið má túlka álit matsaðila sem jákvætt mat þeirra á efnahagsumhverfinu til lengri tíma litið og þar með talið þeim efnahagsstjórnaráherslum sem hér ríkja.</p> <h4>Ríkissjóður hefur haft mikil sveiflujafnandi áhrif</h4> <p>Fyrir utan sterka stöðu hefur tekjuafkoma ríkissjóðs farið stighækkandi í uppsveiflunni. Hlutverk ríkissjóðs í hagstjórn síðustu ár hefur verið stórt. Gagnrýni um hið gagnstæða fær ekki staðist. Undanfarin ár hefur ríkið dregið á annað hundruð milljarða króna úr hagkerfinu, peninga sem annars hefðu aukið á eftirspurn í hagkerfinu og leitt til enn meira ójafnvægis. Aðhaldið hefur einnig reynst mikið á grundvelli hagsveifluleiðréttrar afkomu. Langtímamarkmið ríkissjóðs hafa dregið úr vexti útgjalda. Einnig var frestun opinberra framkvæmda mikilvægt innlegg í hagstjórnina. Vissulega jukust tekjur ríkissjóðs í uppsveiflunni, en þegar upp er staðið skilaði útgjaldaaðhaldið helmingnum af afganginum. Í samanburði við önnur OECD-ríki undanfarin ár var árangur ríkissjóðs með því besta. Í opnu alþjóðlegu umhverfi er afar mikilvægt að heildar hagstjórnin sé trúverðug. Segja má að það markmið hafi náðst. Jafnframt er mikilvægt að núverandi stefnu í ríkisfjármálum verði fylgt á komandi árum til að viðhalda þeim trúverðugleika sem hefur áunnist.</p> <h4>Íslenskt skattkerfi er samkeppnishæft</h4> <p>En það er ekki bara hagstjórnin sem hefur verið rétt, heldur hefur skattaumhverfinu á Íslandi verið breytt á undanförnum árum til að gera það gegnsætt, einfalt og hvetjandi fyrir atvinnusköpun og -þátttöku. Skatthlutfallið á tekjur fyrirtækja og einstaklinga hefur lækkað verulega, eignaskattur verið felldur niður og svokallaður hátekjuskattur sömuleiðis. Þessar breytingar hafa verið gerðar til að bæta hag heimilanna og skapa hagfellt umhverfi fyrir fyrirtækin í landinu. Í alþjóðlegu umhverfi skiptir hagfellt umhverfi sífellt meira máli fyrir árangur fyrirtækja. Þetta á sérstaklega við þegar helsti vaxtarbroddur efnahagslífsins er á sviði fjármálaþjónustu. Nýlega bárust fregnir af því að fjármálageirinn skapaði um 1000 störf á síðasta ári. Mikilvægi þess að vel sé hlúð að slíkum fyrirtækjum hlýtur að skoðast í því ljósi.</p> <h4>Hagur heimilanna hefur vænkast svo um munar</h4> <p>Hvað varðar hag heimilanna, þá hafa nýlegar tölur Hagstofu Íslands sýnt fram á að hagur heimilanna hefur vænkast frá ári til árs nánast sleitulaust frá árinu 1994, en frá árinu 1994 til ársins 2005 jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 56%. Gert er ráð fyrir frekari aukningu á þessu ári og komandi árum, þannig að árið 2009 er því spáð að kaupmáttaraukningin frá 1994 muni nema yfir 80%. Ríkið hefur beitt áhrifum sínum til að auka þennan kaupmátt. Bætt umhverfi fyrirtækja hefur auðveldað þeim að greiða starfsfólki hærri laun.&nbsp; Auk þess hefur ríkið komið að aukningu ráðstöfunartekna með beinum hætti og má þar nefna hækkun barnabóta, lækkun tekjuskatts einstaklinga, hækkun persónuafsláttar og aðgerðir til lækkunar matvælaverðs. Í þessu samhengi má nefna að nokkur gagnrýni kom fram um tímasetningu á lækkun tekjuskatts einstaklinga. Hvað það varðar má geta þess að lækkun tekjuskatts einstaklinga öðru óbreyttu eykur framboð vinnuafls og þar með framleiðslugetu hagkerfisins. Þá kemur stór hluti skattalækkananna til á tíma þegar fyrirséð er að hægi á í efnahagslífinu. Þrátt fyrir allt virðast þessar aðgerðir bæði vel tímasettar og líklegar til að skila þeim árangri sem eftir er sóst.</p> <h4>Ágætu fundargestir</h4> <p>Í þessu erindi hef ég horft um öxl til að draga fram þann lærdóm sem reynslan er að færa okkur. Sá lærdómur sýnir okkur að við erum á réttri braut. Mikil uppbygging í efnahagslífinu er til marks um það. Mikilvægt er að við höldum áfram á sömu braut til að bæta lífskjör landsmanna enn frekar á komandi árum. Með því getum við veitt okkur meira, bæði af einka- og almenningsgæðum, og skapað fyrirmyndar þjóðfélag þar sem draumar sem flestra rætast.</p> <p>Takk fyrir !<br /> </p> <br /> <br />

2006-08-30 00:00:0030. ágúst 2006Ræða fjármálaráðherra, Árna M. Mathiesen, á ráðstefnunni ACI Nordic Forex 2006

<p><em><img class="right" title="Árni M. Mathiesen" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg" />Speech by Icelandic Finance Minister, Mr. Árni M. Mathiesen, at the ACI Nordic Forex 2006 Forum in Reykjavik on August 25, 2006.</em></p> <p>It is a great pleasure to be with you here today to talk about the Icelandic economy, which has experienced a robust economic growth rate in recent years. From 1996 to 2005, economic growth averaged 4.5 per cent in Iceland – considerably faster than the 3% average growth rate in the OECD–area. Over the same period, the growth of per capita real disposable income averaged 4.5 per cent – also significantly more than in the OECD-area. The unemployment rate, which averaged less than 3 per cent in the past decade, is currently below 1.5%, despite growing inflows of foreign workers. Economic growth and incomes are expected to continue increasing in coming years and unemployment to stay relatively low.</p> <p>The success of the economy is no accident; it is the result of significant efforts by the authorities over the past fifteen years to enact reforms aimed at liberalising markets, increasing incentives for effective participation on the market and opening up the economy to international participation. This approach has unleashed entrepreneurial dynamism and increased growth of output and employment based on a significant diversification of the economy. The Icelandic economy has also become more integrated with the economies of our neighboring countries and Icelandic firms have expanded their activities abroad through acquisitions at an impressive rate.</p> <p>With the progress, however, have come some challenges. In recent years large scale investment projects and innovations in the financial market have combined to produce imbalances in the economy. Fortunately, these imbalances are temporary in nature and are expected to unwind to a large extent already next year. Last Spring turbulence developed in global financial markets. In view of economic figures showing that external and internal imbalances in the economy were larger than expected, Icelandic share prices and the exchange rates declined significantly, after rising at a stunning pace in prior years. A lively debate developed about the future course of the Icelandic economy, with some commentators suggesting Iceland was headed for a hard landing. Fitch downgraded its outlook from stable to negative for sovereign issues, while maintaining the high rating. Our position was then as it is now that the economy is sound and that the domestic financial market, which has grown rapidly in recent years, will remain stable.</p> <p>The reason for our confidence is rooted in our knowledge of the economy and the proven ability of our companies and workforce to flexibly adjust to changing circumstances. Indeed, Icelanders have seen numerous structural and economic policy reforms in the past fifteen years along with the further opening of the economy to the global market place in 1994 when Iceland joined the agreement on the European Economic Area. Moreover, it can be said with some certainty that earlier reforms were of profound importance. That said the cumulative impact of all of these reforms has been manifest strongly in recent years as evidenced by the vigour of economic activity since the mid 1990s.</p> <p>First allow me to mention the year 1948, when the Territorial Waters Act became law in April. This act proved to be a watershed event in Iceland’s struggle for economic independence. It established the scope for scientific management of the fishing grounds and conservation of the fish stocks on the coastal shelf. Over time it also became the basis for the expansion of the fishing limits to four miles in 1952, 12 miles in 1958, 50 miles in 1972 and finally to 200 miles in 1975.</p> <p>In the early 1980s it was clear that there was a chronic over-investment and sagging profitability of firms in the fisheries sector. As an answer to these circumstances a system of transferable catch quotas was introduced and the exports of marine products were liberalized. The catch quota system created an incentive for managers to rationalize firm operation, optimize investments in the fishing fleet and take advantage of technical innovations. At the same time, the export system of marine products was changed and restraints were removed so the export market of fish became very competitive and invigorated the export sector and improved the efficient allocation between fishing and fish processing activities, yielding benefits for all concerned.</p> <p>Efforts to harness the renewable energy sources have also paved the way for the development of an energy-intensive industry, contributing to the strengthening of the economy. The first aluminum plant, now operated by Alcan, began operation in 1970 after several years of construction activity. It was the only aluminum plant in Iceland for a long time and during that time its production capacity was expanded. Another plant, now operated by Century Aluminum, was constructed in the mid 1990s. It is currently being expanded and a third even larger plant is being constructed by Alcoa on the east coast of the country. The energy-intensive aluminum industry has thus gradually become one of the pillars of the economy.</p> <p>The financial system, which promotes saving in the economy and allocates them to worthy investment projects, was significantly boosted in 1969 when private pension funds were created. Contributions to the pension funds were made mandatory in 1974 and over time the pension funds became an important contributor of financial saving in the economy. The Icelandic private pension system is now close to being fully funded and the public pension system is also on the way to becoming fully funded. These farsighted reforms of the pension system will also make it easier to fund increased outlays associated with an aging of the population in coming decades.</p> <p>The rationalisation of the fishing industry also had a knock-on effect for the development of the financial market. As fish producers merged into larger and stronger units they become better candidates for finance. The banking system, which at the same time was undergoing a major transformation with increased competition, was able to grow stronger by funding the ongoing expansion and consolidation of the firms in the important fishing sector.</p> <p>At this point in time, it may safely be asserted that the enterprise environment in Iceland had become substantially liberalised. The basis for establishing a proper stock market had also come into place.</p> <p>After 1990, an increasingly determined effort was made to strengthen the foundations of the economy, in part with plans to privatise government-owned enterprises and to reduce taxes. The government owned a number of enterprises that had been established decades earlier at a time when the private sector was weak and under-capitalised. Similarly, banks and investment funds were almost exclusively in the government domain. The time had now come to move these enterprises over to the private sector and end the often lackluster government involvement in activity that would better be served by private actors. The privatisation effort has been ongoing since the early 1990s and culminated with the sale of Iceland Telecom last year. Under new ownership, the privatised enterprises have flourished beyond expectation and have been at the forefront of forging new trade and investment links abroad which has become the object of recent news coverage.</p> <p>The growth of Icelandic firm activity abroad also rests on the decision of the authorities to liberalise Iceland’s capital movements pursuant to the entry into force of the EEA agreement. As a result, firms could invest abroad as they wished and foreigners could invest in Iceland – albeit with a few exceptions. The Icelandic authorities have also implemented EEA regulations concerning product, services, capital and labour markets, while also developing efficient surveillance entities to ensure stable operations.</p> <p>In reviewing individual changes in the economy, the role of increased know-how in the workforce should not be overlooked. Icelanders are now at the top of societies using computers and the internet. A new generation of people has entered business and government, many of which have been educated in universities and business schools in Continental Europe, Britain and the US, returning home with fresh ideas that are being applied. The refocusing of firm’s activity to the Single Market and beyond is clearly reflected in the stock exchange, where the listed companies receive around two-thirds of their profits from foreign ventures. This also means that the stock exchange is less vulnerable to fluctuating business conditions at home as it is based on a larger foundation. This development is also helping to develop the financial market further.</p> <p>The Government has consistently directed its efforts towards creating a positive and innovative environment for business activity. In recent years, Iceland has ranked at the top of the OECD countries in terms of progress in reducing regulatory burden on the economy. In addition to the structural reforms, economic policy has been completely overhauled. The independent Central Bank adopted an inflation target and floating exchange rate in 2001 as the new monetary policy strategy. In fiscal policy, the Treasury has produced annual budget surpluses for eight of the past ten years. The result has been that government debt as share of GDP has fallen significantly and is now one of the lowest in the OECD countries. Amazingly this has been achieved while both the personal income tax and the corporate tax have been steadily reduced. The changes have helped the private sector to grow vigorously, with more activity driving the tax receipts in stead of high tax rates. Work is currently under way to simplify the tax system further. The time for an overhaul is due as the present flat-rate pay-as-you-go income tax system was introduced in 1988.</p> <p>In recent weeks, we have seen a flurry of international reports about the Icelandic economy. All of them have been very positive about the efforts of the authorities to reign in the imbalances and the prospects of the economy going forward. In its recent report, Moody’s maintained its stable outlook and positive rating for Icelandic sovereign debt. In its analysis it noted some of the key factors I have mentioned, but also emphasised the wealth and resources of the country. IMF was also quite positive about the outlook, although it wanted the government to do more on fiscal policy. The OECD report was even more positive, noting the achievements in fiscal policy, while also asking for more tightening. Well, the government has recently announced further measures aimed at reducing domestic demand this year and next, both in terms of further postponement of infrastructure investments, including at the local government level, and restricting the ability of the Housing Finance Fund to make mortgage loans.</p> <p>Interestingly, the new OECD Economic Survey for Iceland contained a wide ranging study of the financial system in Iceland, where present arrangements, including regulation and surveillance, get high marks in international comparison. Indeed, the financial services sector has been one the fastest growing and most dynamic in Iceland, following the liberalisation of capital movements and privatisation of the formerly state owned banks. The OECD and IMF were in agreement to recommend that the government enact reforms aimed at neutralising the remaining distortion in the financial market which relates to the mortgage lending of the Housing Finance Fund. The distortion primarily relates to the state guarantee on the fund’s direct lending. Presently, the government is formulating a reform strategy, also in view of the social objectives, with the relevant interest organisations. Hopefully a consensus view on such reforms will soon emerge, allowing us to move ahead with them.</p> <p>At the present time it has become clear that the banks are also mostly finished with refinancing their loans for this and next year. Concerns over a liquidity squeeze have therefore evaporated. This is in line with the good credit ratings of the banks reflecting their overall sound financial position. It is true that the cost of funds for the banks and subsequently their customers will in the future increase somewhat in line with a global trend towards more risk awareness and risk premia. However, this trend contributes to ongoing efforts to dampen domestic demand and the attainment of more balanced growth going forward.</p> <p>To conclude, let me say that it is our view that developments in Iceland are on a sustainable path. Many right choices have been made in past decades concerning the structure of the Icelandic economy, including reforms of the markets for goods, services, labour and capital, the pension system, the tax system and the design of economic policy. These reforms have been predicated on the belief in the ability of individuals to achieve their own ends and thereby advance the cause of increasing welfare. The opening up of the economy through participation in the EEA agreement has enabled the firms to participate on the Single Market and beyond. Further efforts are needed, but as things stand, Iceland is currently in a good place and the outlook is promising. The productive base of the economy, including infrastructure, financial system and production system, has vastly improved and productivity has grown faster in recent years. In our view, the present challenges to economic policy are temporary and the resilience of a market-based economy, including the sound banking institutions, will help to ensure continued strong economic development. The dynamism and successful expansion of Icelandic firms abroad in recent years is perhaps the best indication that the reforms have been well designed and farsighted.</p>

2006-08-09 00:00:0009. ágúst 2006Ávarp fjármálaráðherra vegna kynningar OECD á nýrri efnahagsskýrslu fyrir Ísland

<p><img class="right" title="Árni M. Mathiesen" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg" />Ég vil bjóða ykkur öll velkomin til þessa fundar.</p> <p>Tilefni hans er að í dag er lögð fram Efnahagsskýrsla OECD fyrir Ísland árið 2006. Helstu niðurstöður hennar liggja hér frammi, bæði á ensku og íslensku ásamt eintaki af skýrslunni í heild sinni á ensku.</p> <p>Af hálfu OECD eru staddir hér tveir virtir sérfræðingar, Val Koromzay, sem er yfirmaður landarannsókna á efnahagsdeild OECD og Hannes Suppanz, sem er hagfræðingur á skrifstofu deildarinnar sem sér um málefni Íslands og Bandaríkjanna.</p> <p>Það er mikilvægt að hér komi fram að þessi efnahagsskýrsla er liður í ,,jafningjaskoðun&rdquo; (Peer Review) hagþróunarnefndar OECD þar sem árangur hagstjórnar einstakra aðildarríkja er metinn á 12 til 18 mánaðar fresti af fulltrúum allra aðildarríkjanna. Ferlið hefst með nákvæmri upplýsingaöflun sem innifelur fundarhöld með breiðum hópi aðila sem hafa áhrif á og fylgjast með íslenskum efnahagsmálum. Uppkast að skýrslunni er rætt á fundi hagþróunarnefndarinnar þar sem starfslið OECD og fulltrúar stjórnvalda viðkomandi lands svara spurningum og fá athugasemdir. Stjórnvöldum gefst þá tækifæri til að gera athugasemdir við drögin. Hin endanlega skýrsla felur í sér sameiginlegt álit allra aðildarríkja OECD um viðkomandi land. Þetta ferli og efnahagsskýrslur fyrir löndin hafa þann tilgang að bæta umræðu um hagstjórn, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi, með því að benda á það sem stjórnvöld geta gert til að bæta árangurinn í efnahagsmálum.</p> <p>Til viðbótar við greiningu á framvindu efnahagsmála og efnahagsstjórn felur efnahagsskýrsla OECD í sér ítarlega greiningu og ráðleggingar varðandi starfsemi og áhrif einstakra markaða og/eða framkvæmd opinberrar þjónustu á mikilvægum sviðum. Að þessu sinni er að finna í skýrslunni greiningu á skipulagi fjármálamarkaðarins og menntamála.</p> <p>Ég vil nota tækifærið til að þakka starfsmönnum OECD sem hafa komið að samningu skýrslunnar og eru nú hingað komnir til að kynna helstu niðurstöður hennar og að því loknu svara spurningum um hana.</p>

2006-06-15 00:00:0015. júní 2006Ræða fjármálaráðherra, Árna M. Mathiesen, á fjármálaráðstefnu Glitnis

<p><img class="right" title="Árni M. Mathiesen" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg" /><em>Speech by Icelandic Finance Minister, Mr. Árni M. Mathiesen, at the Glitnir Finance Forum.</em></p> <h2>The Icelandic economy &ndash; the view from abroad</h2> <h3>Introductory remarks</h3> <p>It is a pleasure to be with you here today to talk about the Icelandic economy, which has experienced robust economic growth in recent years. The success of the economy is no accident; it is the result of significant efforts by the authorities over the past fifteen years to enact reforms aimed at liberalising markets, increasing incentives for effective participation on the market and opening up the economy to international participation. This approach has unleashed entrepreneurial dynamism and increased growth of output and employment based on a significant diversification of the economy. The Icelandic economy has also become more integrated with the economies of our neighboring countries. Icelandic firms have expanded their activities abroad through acquisitions at an impressive rate. With the progress have come some challenges. In recent years large scale investment projects and innovations in the financial market have combined to produce imbalances in the economy. Fortunately, these are peaking and expected to unwind to a large extent already next year. At the same time, turbulence in global financial markets arrived at our shores and Iceland became a source of lively debate about the future course of the economy, both the domestic and international economy. In this talk, I give an overview of the major issues raised by foreign commentators and my thoughts on those.</p> <h3>The basic issue is financial stability</h3> <p>Let me begin by mentioning that the central focus of the discussion has been whether the economic and financial developments in Iceland are on a sustainable path. A significant feature of the development is the substantial foreign acquisitions in recent years by Icelandic investors and entrepreneurs. These acquisitions have been motivated by the market liberalisation of the Icelandic economy, including in the financial sector. The increased integration of Iceland in the global economy has led to these acquisitions being increasingly funded on international financial markets.</p> <h3>The recent turbulence on financial markets is a global phenomenon</h3> <p>Two reasons come to mind why the issue of financial sustainability in Iceland has recently attracted so much attention. First, a lively carry trade developed in the króna from the Autumn of 2005, based on the wide interest rate spread. Second, the international financial community began to view developments in Iceland as in some sense presaging international trends. The financial press reported that declines of the króna were soon followed by drops in the currencies of emerging market countries like Hungary, Turkey and Poland. This development in itself suggests investors are classifying Iceland as an emerging market. I will have more to say about that. In recent weeks, the financial market turbulence in Iceland died down, but this week it reemerged as part of global developments, as shares on all major markets declined on fresh concerns about the future path of US inflation and interest rates.</p> <h3>The competitiveness of the Icelandic economy</h3> <p>For several years now, international reports have ranked the Icelandic economy among the most competitive in the world. According to the Global Competitiveness Report of IMD for the year 2006, Iceland was in fourth place for the second year in a row out of sixty countries. Over the past ten years, Iceland has been steadily moving up this list. The IMD report notes the outstanding human capital, high technological level and growth promoting structure of the economy. In a comparable report by the World Economic Forum from September 2005, Iceland was ranked seventh out of 117 countries, up from 38th place in 1997. In the World Economic Forum report the competitiveness is judged on the basis of future growth potential of the economy and the foundation of value-added in the business sector. In a report published by Wall Street Journal and the Heritage Foundation published in January of this year, Iceland was in fifth place in terms of commercial liberalisation. This report considers primarily the commercial policy of a country, the relative debt position, government involvement in commercial activities, the monetary policy, capital flows and foreign investment. In a new OECD report, Iceland has the sixth highest per capita income (adjusted for purchasing power) in the world. This clearly demonstrates the dynamism of the economy and how far we have come. At the same time it should remove any doubt that Iceland is not an emerging market.</p> <h3>The strong points of the Icelandic economy</h3> <p>Many reports have recently been published about the state and future prospects of the Icelandic economy. These reports, in order to offer a balanced view, consider both positive and negative aspects of the developments and offer advice on what should be done to secure the best outcome. In terms of strong points, international organisations including the OECD, IMF and WTO and the international rating agencies Moody&rsquo;s, Standard &amp; Poor&rsquo;s and Fitch have all praised the market liberalisation and integration of the Icelandic economy into global markets. The reforms have markedly increased the flexibility and resilience of the economy, due to also the increased diversification. A second positive feature that is commonly noted is the exceptionally strong fiscal position of the government, with level of public debt in Iceland now among the lowest in the OECD countries. The IMF and OECD have also noted the strong public institutions and policy frameworks in place, which include financial regulations and the financial supervisory authority. In this regard, it is worth noting that Iceland, as a member of the EEA agreement has implemented EU regulations concerning product, services, capital and labour markets, while also developing efficient surveillance entities to ensure stable operations. As a result, the Icelandic banks have become quite well capitalised, their risk assessment is considered excellent and they are rated highly by international rating agencies.</p> <h3>The weak points of the Icelandic economy</h3> <p>In terms of the main criticisms, several reports mention the volatility of the small Icelandic economy and the significant imbalances that have developed. In relation to the present bout of overheating, there is frequent mention of the policy mix not being appropriate. The concern is either that the monetary policy is insufficiently restrictive or that more could be done on the fiscal policy side. Further, the rapid rise in external debt is noted and questions raised about its sustainability, due to e.g. currency risk, over-reliance on short term funding or concerns about asset quality. Finally, concerns have been raised by Fitch, Standard &amp; Poor&rsquo;s and others about the increased risk of a hard landing for the economy as the imbalances begin to unwind. The concern there is that interest rates will have to rise too far and that the currency could subsequently drop to such a low level as to pose a challenge for the financial system.</p> <h3>The risks for the Icelandic banks</h3> <p>When the sustainability of the economy and financial system has been discussed, it has primarily been on the basis of the &ldquo;market risk&rdquo; associated with imbalances in the Icelandic economy that could undermine the soundness of the banks. What has emerged from this discussion is that the market risk of the banks is quite limited. The activities of the banks have increasingly become international in scope and the flows associated with their stock of assets and liabilities are now for the most part denominated in foreign currency. Currency risk of the banks associated with the króna only affects one fourth of their overall balance sheet. Moreover, funds re-lent to domestic firms in many cases have a natural currency hedge in terms of the firms export revenues. There are two other risks to consider. Lending risk is low and well accounted for. The asset quality of the banks is quite good and the households in Iceland have a positive net asset position, not least due to the housing wealth and substantial pension savings. Earlier this week, the governor of the Swedish central bank, Stefan Ingves, pointed out in a speech in Brussels that the investments of Icelanders in Sweden had performed well and that this should contribute to strengthen the case for financial stability in Iceland. Liquidity risk is also seen to be limited in view of the overall favourable conditions on international capital markets and the banks diverse funding sources. It is true, that the Icelandic banks are currently paying a premium on their loans, but we are hopeful that as the imbalances recede in the economy next year this will have a favourable impact on the banks lending terms.</p> <h3>Some more strong points relating to the financial system</h3> <p>There are some additional positive points concerning the sustainability of the financial system. Moody&rsquo;s is of the view that the external debt of the economy, while high, is sustainable. The IMF and Standard&amp;Poor&rsquo;s have also noted the strength and soundness of the financial system and that systemic risk is low. Many of the reports note that stress tests of the banks show their resilience to shocks, including a drop in the exchange rate. The recent decline in the exchange rate is therefore not considered a problem for the banks.</p> <h3>The economy has performed well</h3> <p>From 1996 to 2005, economic growth averaged 4.5 per cent in Iceland &ndash; considerably faster than the 3% average growth rate in the OECD&ndash;area. Over the same period, the growth of per capita real disposable income averaged 4.5 per cent &ndash; also significantly more than in the OECD-area. The growth has been to a large extent based on the ongoing tripling of capacity in the energy-intensive aluminum industry and the activities of the vibrant financial sector. Activity has also increased in other sectors of the economy, including retail, high tech manufacturing, aviation and tourism. High tech manufacturing, which includes pharmaceuticals, now accounts for 4% of GDP. It was almost non-existent 10 years ago. Over the same time, the numbers of foreign tourists has grown from around 160.000 to around 360.000. Many of the new companies have also made significant inroads on the markets of neighbouring countries.</p> <h3>Temporary imbalances are not a threat to sustainability</h3> <p>The fast growth has resulted in a large current account deficit, but it is projected to be temporary. The deficit has been driven primarily by the significant increase in foreign direct investment and imports of consumer goods reflecting growing incomes and increasing household wealth. The latter was the indirect result of recent innovations in the housing mortgage market, which led to a rise in activity on the real estate market and surging house prices. Fortunately, these imbalances appear to have peaked and are on their way to unwind. The growth in imports is now projected to end this year and decline next while sharply increasing aluminum exports bring the merchandise trade into balance.</p> <h3>Public policy reforms</h3> <p>The Government has consistently directed its efforts towards creating a positive and innovative environment for business activity. In addition to the structural reforms, economic policy has been completely overhauled. The Central Bank adopted an inflation target and floating exchange rate in 2001 as the new monetary policy strategy. In fiscal policy, the Treasury has produced annual budget surpluses for most of the past ten years. The result has been that the government debt has fallen significantly. Amazingly this has been achieved while both the personal income tax and the corporate tax have been steadily reduced. The changes have helped the private sector to grow vigorously, with more activity driving the tax receipts in stead of high tax rates. Work is currently under way to simplify the tax system further and base it on a true flat tax approach.</p> <h3>Fiscal policy has been restrictive</h3> <p>Since the Government adopted medium-term targets for Treasury finances in 2003, a determined effort has been made to reduce the growth in central government expenditure. The target was set of limiting the growth in public consumption to 2 per cent and that of transfer payments to 2.5 per cent. No target was established for investment, but a number of public investment projects were postponed in 2004-2006. Because of these measures, Treasury expenditure as share of GDP is projected to decline from 34.8 per cent in 2003 to 31.1 per cent in 2005, or by close to 4 percentage points. Treasury revenue as share of GDP has, however, risen considerably and the revenue surplus increased considerably. The surplus amounted to 1.3 per cent of GDP in 2004, 3.8 per cent in 2005, and in 2006 it is estimated to amount to 2.4 per cent of GDP. This development is quite different from the previous expansion when Treasury expenditure increased faster than GDP. The present fiscal policy strategy is close to following a fiscal rule. It is likely more effective to set expenditure targets than to apply substantial discretionary measures, as the latter carries the risk of time-inconsistency which can amplify the business cycle rather than dampen it. The fiscal policy strategy is therefore quite appropriate and fiscal restraint has been considerable in the current expansion.</p> <h3>Conclusion</h3> <p>To conclude, it is true that the Icelandic economy is facing some challenges, much like the rest of the world. The advantage Icelanders enjoy, at least compared to many countries in Europe, is the flexibility and resilience of the economy. The sudden build up of external and internal imbalances has in the past been just as quickly unwound without repercussions for the financial system. Moreover, the current imbalances have to a large extent been foreseen as has been the recent decline in the exchange, although it perhaps developed more suddenly than expected. As a result, I expect the economy to have a soft landing next year and consider the risk of a hard landing remote. If anything, such an outcome seems to be more dependent on an adverse turn in global financial markets than what is likely to happen here. Should conditions remain favourable in the global economy, I am confident the same will be the case here.</p> <p>Thank you!</p> <br /> <br />

2006-05-31 00:00:0031. maí 2006Góður árangur

<p><em>Fimmtudaginn 18. maí 2006 var haldin ráðstefna á vegum fjármálaráðuneytisins í tilefni þess að tíu ár voru liðin síðan hafin var innleiðing árangursstjórnunar í ríkisrekstri. Hér er setningarræða Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra.</em></p> <p><img class="right" title="Árni M. Mathiesen" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg" />Góðir ráðstefnugestir!</p> <p>Það er ánægjulegt að sjá hversu margir eru saman komnir hér í dag til þess að sitja ráðstefnu fjármálaráðuneytisins um árangursstjórnun í ríkisrekstri.</p> <p>Tilgangur ráðstefnunnar er að ræða reynsluna af breytingum sem hafa verið innleiddar hjá ríkinu á undanförnum árum undir merkjum árangursstjórnunar og hvetja okkur, sem vinnum hjá ráðuneytum og ríkisstofnunum, til að halda áfram á sömu braut.</p> <p>Fyrir liðlega tíu árum samþykkti ríkisstjórnin að hrinda í framkvæmd heildstæðri stefnu um nýskipan í ríkisrekstri. Markmiðin voru tvö:</p> <ul> <li>Að skipulagi og starfsemi ríkisins væri þannig háttað að það gæti sinnt skyldum sínum við landsmenn á eins hagkvæman, skjótvirkan og árangursríkan hátt og kostur væri.</li> <li>Að opinber þjónusta væri nógu skilvirk til að gefa íslenskum fyrirtækjum forskot í sívaxandi alþjóðlegri samkeppni.</li> </ul> <p>Margs konar kerfisbreytingar voru gerðar með vísan til stefnunnar. Meðal annars var ákveðið að tengja saman ýmsa stjórnunarhætti sem höfðu gefið góða raun og taka þá upp í ríkisrekstri undir heitinu árangursstjórnun. Með því að breyta stjórnunarháttum þannig að þeir mynduðu eina heild var vonast til að bæta mætti skipulagningu verkefna til lengri tíma, efla innra starf stofnana og samstarf meðal ráðuneyta og ríkisstofnana, skilgreina gagnkvæmar skyldur þessara aðila og auka svigrúm og sjálfstæði stofnana til að mæta breyttum aðstæðum. Þessi markmið og áherslur eiga öll við enn í dag.</p> <p>Árangursstjórnun ekki bara hugsuð sem aðferð til þess að bæta rekstur stofnana. Árangursstjórnun snýst um að samþykktri stefnu sé fylgt eftir með skýrum markmiðum, áætlunum og mælingum sem segja til um framvindu verkefna. Þetta á bæði við um ráðuneyti og stofnanir.</p> <p>Við stjórnmálamennirnir fáum umboð fólks í kosningum til að koma stefnumálum sem við viljum beita okkur fyrir í framkvæmd og þurfum í því sambandi að reiða okkur á gott samstarf við stjórnendur og annað starfsfólk hjá ríkinu. Þá skiptir máli að til staðar séu skilvirkar aðferðir sem tryggja yfirsýn og samstöðu um það hvernig verkefni eru leyst af hendi, svo að hægt sé að forgangsraða og skilgreina áherslur hverju sinni.</p> <p>Ætlast er til að ráðherrar og ráðuneyti móti meginlínur í málum sem ríkisvaldið sinnir á grunni laga og reglugerða. Ráðuneytin eru frekar fámenn og ýmiss konar brýn afgreiðslumál eða uppákomur taka tíma þannig að erfitt getur reynst að finna nægilegan tíma til stefnumörkunar. Til þess að efla vinnu við stefnumörkun er því mikilvægt að ráðuneytin nýti sér upplýsingar og þekkingu sem er víða til í stofnunum þeirra og annars staðar í þjóðfélaginu. Þetta hafa ráðuneytin vitaskuld gert alla tíð en með því að virkja samskiptaferil og stjórntæki árangursstjórnunar verður slík vinna mun markvissari en ella.</p> <p>Slík stefnumótun ætti að fara fram í tengslum við gerð árangursstjórnunarsamninga milli stofnana og hlutaðeigandi ráðuneyta. Viðræður um samninga gætu þannig verið vettvangur til að móta meginlínur og fjalla um forgangsröðun til næstu ára.</p> <p>Ég hafði góða reynslu af árangursstjórnunarsamningum sem sjávarútvegsráðherra en þá gerði ég samninga við þrjár stofnanir sem síðan var fylgt eftir með stöðumati, stefnumótun og áætlanagerð. Ég tel að þetta ferli hafi einfaldað samskiptin milli ráðuneytisins og stofnananna til muna og auðveldað ráðuneytinu yfirsýn yfir verkefni sem unnið var að.</p> <p>Fjármálaráðuneytið hefur gert árangursstjórnunarsamninga við stofnanir sínar þar sem áherslumál næstu ára eru skilgreind og ákveðið að taka höndum saman um að ná markmiðum sem þar eru sett fram. Segja má að stóru línurnar séu dregnar upp í samningunum og stofnunum síðan falið að móta og útfæra nánari stefnu á verkefnasviði sínu. Þegar stefna stofnunar liggur fyrir í langtímaáætlun er hún yfirfarin og tekin afstaða til hennar í ráðuneytinu. Sams konar vinnulag er viðhaft í fleiri ráðuneytum.</p> <p>Þar sem vel hefur tekist til eru hlutaðeigandi ráðuneyti og stofnun samstíga, leyst er greiðlega úr mikilvægum álitamálum sem sífellt koma upp og starfið skilar árangri. Vinnulag sem komið var á undir merkjum árangursstjórnunar á þannig að tryggja að stofnanir móti sér stefnu í samvinnu við viðkomandi ráðuneyti og unnið sé sameiginlega að því að hrinda henni í framkvæmd.</p> <p>Eins og ég nefndi í byrjun eru tíu ár síðan skipulega var hafist handa við að taka upp árangursstjórnun hjá ríkinu og því orðið tímabært að spyrja hverju það hefur skilað. Ég held að hægt sé að fullyrða að miklar framfarir hafi orðið í rekstri ríkisins á þessum tíma. Almennt er mun betur og faglegar staðið að stjórn ríkisstofnana en fyrir áratug. Sem dæmi má nefna að hjá velflestum stofnunum er unnið í samræmi við skýra stefnu og gerðar vandaðar rekstaráætlanir, fylgst er grannt með framvindu með tilliti til markmiða, afköst hafa aukist og þjónusta við notendur batnað. Almenningur hefur orðið var við margar þessara breytinga, sérstaklega þær sem snúast um gæði þjónustu, viðhorf til notenda og aukna notkun upplýsingatækni.</p> <p>Fjármálaráðuneytið hefur á þessum tíu árum haft frumkvæði að ýmiss konar úrbótum á sviði ríkisrekstrar, með breytingum á lögum og reglugerðum sem varða ríkisreksturinn og með almennum leiðbeiningum og hvatningu sem ekki er síður mikilvægt. Dæmi um slíkt er handbók um árangursstjórnun þar sem farið er yfir aðferðir við árangursstjórnun og fjallað um hvernig ráðuneyti og stofnanir beita þeim.</p> <p>Ráðuneytið hefur í gegnum árin mælst til þess að árangursstjórnunarsamningar væru notaðir til að samræma betur stefnu og áherslur ráðuneyta og stofnana en gert er í lögum og reglugerðum. Ég vil eindregið hvetja ráðuneyti til þess að beita sér fyrir gerð árangursstjórnunarsamninga við sínar stofnanir en hafa það hugfast að samningarnir sem slíkir eru engin endir í sjálfu sér heldur aðeins upphafið að lærdómsferli sem taka mun nokkur ára að þróast og slípast og lýkur aldrei.</p> <p>Fjármálaráðuneytið hefur nýverið sett sér stefnu og m.a. skilgreint hlutverk sitt sem miðstöð nýsköpunar í ríkisrekstri, enda hefur ráðuneytið á undanförnum árum lagt metnað sinn í að hvetja stofnanir og ráðuneyti til þess að bæta rekstur sinn og skoða nýjar aðferðir og leiðir til þess að sinna lögbundnum verkefnum. Með hinni nýju stefnumótun verð markmiðin enn skýrari en áður. Við höfum þegar hafið vinnu við mótun umbótastefnu ráðuneytisins á þessum grunni og leggjum áherslu á að efla enn frekar árangurshugsun sem skili sífellt betri þjónustu fyrir fólk og fyrirtæki í landinu. Stjórnsýslan er fyrir fólkið en ekki öfugt.</p> <p>Góðir ráðstefnugestir. Ég vænti mikils af ráðstefnunni sem hér er að hefjast. Þrátt fyrir að mér hafi orðið tíðrætt um fjármálaráðuneyti eru mun fleiri að gera góða hluti í þessum efnum. Því höfum við fengið bæði fyrirmyndarstofnanir og ráðuneyti á sviði árangursstjórnunar til þess að miðla okkur af reynslu sinni. Ég vona að sem flestir fari héðan fullir þróttar með nýjar hugmyndir í farteskinu.</p> <p>Fjármálaráðuneytið hefur staðið fyrir vali á ríkisstofnun til fyrirmyndar annað hvert ár frá því að skipuleg innleiðing árangursstjórnunar hófst fyrir tíu árum. Samanburður á stofnunum sem teknar hafa verið til skoðunar af þessu tilefni sýnir augljósar framfarir þeirra milli ára og allar vinna þær í anda árangursstjórnunar.</p> <p>Þrátt fyrir vísbendingar um góðan árangur af árangursstjórnun er ljóst að innleiðing árangursstjórnunar og annarra breytinga í ríkisrekstri er langhlaup sem reynir á úthaldið. Alltaf er hægt að gera betur því að væntingar fólks um opinbera þjónustu, aðstæður og tækni taka sífelldum breytingum.<br /> </p> <br /> <br />

2006-04-28 00:00:0028. apríl 2006Hagkerfið og fjármálalífið

<p><strong><img class="right" title="Árni M. Mathiesen" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg" />Góðir fundarmenn!</strong><br /> <br /> <strong>Mikið hagvaxtarskeið...</strong><br /> Íslenskt efnahagslíf hefur verið á mikilli siglingu undanfarin ár sem má meðal annars sjá af því að hagvöxtur hér hefur verið mikill og sá mesti í samanburði við þær þjóðir sem við helst berum okkur saman við. Í nýútkominni skýrslu fjármálaráðuneytisins, Þjóðarbúskapurinn vorskýrsla 2006, sem inniheldur þjóðhagsspá fyrir árin 2006-2010 kemur fram að hagvöxtur hér á landi hefur verið meiri en bráðabirgðatölur gáfu til kynna. Hagvöxtur ársins 2004 var 8,2% samkvæmt endurskoðuðu þjóðhagsuppgjöri Hagstofu Íslands eða tveimur prósentustigum hærri en bráðabirgðatölur gáfu til kynna. Jafnframt gefa bráðabirgðatölur Hagstofunnar fyrir árið 2005 upp á 5,5% til kynna að hagvöxturinn hafi verið ívið meiri en spá fjármálaráðuneytisins gerði ráð fyrir.</p> <p><img class="big" alt="Framleiðslu- og vinnumarkaðsspenna og verðbólga 1997-2007" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/Framleidslu-og-vinnumarkasspenna-og-verdbolga1997-2007.jpg" /><strong>...en um leið mikil spenna í hagkerfinu</strong><br /> Þessi mikli hagvöxtur bendir til þess að meiri framleiðsluspenna hafi verið í hagkerfinu en ráð var fyrir gert. Um leið er ljóst að hluta þeirrar spennu þarf að skrifa á ófyrirséðar breytingar í hagkerfinu, sbr. mjög aukna samkeppni fjármálafyrirtækja á íbúðalánamarkaði frá haustmánuðum 2004 og útgáfu erlendra aðila á skuldabréfum í krónum frá haustmánuðum 2005, en hvorutveggja hafði áhrif til að auka eftirspurn og vanda hagstjórnar. Í því samhengi er hins vegar þörf á að nefna tvennt. Áhrif þessara kerfisbreytinga eru þegar byrjuð að ganga niður, eins og merkja má á fasteignamarkaði og með lækkun á gengi krónunnar. Þá er mikilvægt að hafa hugfast að hér er um kerfisbreytingar að ræða sem í sjálfu sér eru jákvæðar fyrir hagkerfið og framþróun þess.</p> <p><strong>Einkaneyslu er spáð að vaxa í ár og á næst ári</strong><br /> Í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er fjallað um framvindu hagkerfisins á komandi árum. Nokkra breytingu er að merkja frá janúarspá ráðuneytisins sem rekja má annars vegar til þess að hagtölur fyrri ára hafa tekið umtalsverðum breytingum og hins vegar hefur ókyrrð á alþjóðlegum fjármálamörkuðum borist hingað til lands. Við það hefur gengi krónu og hlutabréfa lækkað, þótt lækkunin hafi nú gengið að hluta til baka. Af þessum sökum hefur vöxtur einkaneyslu á þessu ári og því næsta verið endurskoðaður til lækkunar. Spurt hefur verið hvort vöxtur einkaneyslu verði ekki minni en nú er spáð og vitnað í reynsluna af síðustu hagsveiflu í því sambandi þegar einkaneysla dróst saman árin 2001 og 2002. </p> <p><strong><img class="big" alt="Hagvöxtur, vöxtur þjóðarútgjalda og viðskiptajöfnuður sem hlutfall af VLF 1995-2007" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/Hagvoxtur-voxtur-thjodarutgajda-1995-2007.jpg" />Margt er ólíkt með núverandi og síðustu hagsveiflu<br /> </strong>Ástæða er til að fara yfir það hvað er ólíkt með núverandi og síðustu hagsveiflu. Til að byrja með er gert ráð fyrir að veiking á gengi krónunnar í ár verði helmingi minni en varð árið 2001, en gengið hefur mikil áhrif á kaupmátt landsmanna erlendis. Fasteignaverð hefur einnig hækkað meira nú en í fyrri uppsveiflu og hrein eign landsmanna, sem samanstendur m.a. af húsnæðisauði og lífeyrissparnaði, hefur aukist um 60% árin 2003-2005 en til samanburðar var aukningin árin 1998-2000 um 34%. Auðsáhrif á einkaneyslu hafa því verið meiri í þessari uppsveiflu en þeirri fyrri. Árin 2006 – 2007 er gert ráð fyrir áframhaldandi en hægari vexti fasteignaverðs og hreinnar eignar landsmanna og að auðsáhrifa gæti áfram. Lausafjárstaða heimilanna hefur batnað við það að raunvaxtakostnaður þeirra árin 2004-2005 var að meðaltali 25% lægri en árin 2000 og 2001.</p> <p><img class="big" alt="Vöxtur einkaneyslu og kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann 1991-2007" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/Voxtur-einkaneyslu-og-kaumattar-1991-2007.jpg" />Þótt hann sé nýverið tekinn að hækka er viðbúið að raunvaxtastigið verði hlutfallslega lægra í ár og á næsta ári en það var fyrir fjórum til fimm árum. Þá er spáð að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann aukist mun meira þessi ár en í niðursveiflunni, en þá var hann óbreyttur. Skattalækkanir munu auka kaupmátt ráðstöfunartekna á mann allt að 2,7% á næsta ári, en slíku var ekki til að dreifa í síðustu niðursveiflu. Að lokum er rétt að benda á þann mun að yfirstandandi stóriðjuframkvæmdir eru enn í fullum gangi í ár og lýkur á því næsta. Í fyrri uppsveiflu lauk stóriðjuframkvæmdum árið 1998, en þær voru jafnframt mun minni en núverandi framkvæmdir. Af öllu þessu athuguðu er niðurstaðan sú sem birt hefur verið.</p> <p><strong>Atvinnulífið er orðið mun fjölbreyttara en áður</strong><br /> En snúum okkur að stöðu hagkerfisins. Ein af þeim spurningum sem margir velta fyrir sér er hvort hinn mikli uppgangur sem verið hefur á Íslandi geti staðist. Hvernig standi á því að þessi mikli árangur hefur náðst. Ef við lítum aðeins 10 ár aftur í tímann þá var Ísland í raun mjög vel sett í samanburði við aðrar þjóðir. Lífskjör voru hér góð, atvinnuleysi lítið samanburði við ýmsa aðra og við ofarlega á flestum mælistikum sem mælir velferð þjóða. En hvað hefur breyst síðan þá? Í fáum orðum má segja að undirstöðurnar hafa styrkst og þeim fjölgað.</p> <p><strong><img class="big" alt="Miklar breytingar á undanförnum árum" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/Miklar-breytingar-a-undanfornum-arum.jpg" />Helstu breytingar á hagkerfinu</strong><br /> Fyrir 10 árum þá vorum við að veiða álíka mikið og við erum að veiða núna, en það er engum blöðum um það að fletta að við erum í dag að gera það með miklu hagkvæmari hætti. Framlegðin í sjávarútvegi hefur aukist til mikilla muna sem má sjá á því hversu vel fyrirtækin komust frá rekstri sínum þegar krónan var sem sterkust. Þetta er mikil breyting frá því sem var fyrir 10 árum síðan. Fyrir áratug var eitt álver í landinu sem framleiddi í kringum 120.000 tonn af áli. Nú eru álverin tvö og verið að ljúka við það þriðja og framleiðslu getan eykst næstum fjórfalt frá því sem var fyrir 10 árum síðan. Fyrir áratug komu hingað til lands um 160 þúsund ferðamenn á ári hverju, en nú nálgast þeir að verða 400 þúsund. Kominn var vísir að lyfjageira fyrir áratug en nú er Actavís eitt og sér orðið fjórða stærsta lyfjafyrirtæki á sviði samheitalyfja í heiminum. Hér áður var rekið eitt öflugt millilandaflugfélag, en nú eru þau a.m.k. þrjú og fleiri ef við horfum til flugfélaga í íslenskri eigu með höfuðstöðvar erlendis. Fyrir 10 árum var tölvu- og upplýsingageirinn að ryðja sér til rúms en nú starfa mjög öflug fyrirtæki á þessi sviði og sum þeirra afla verulegra gjaldeyristekna. Fyrir áratug voru allir íslensku bankarnir starfandi á heimamarkaði nú eru þetta orðin öflug alþjóðleg fyrirtæki auk þess sem þeim hefur verið að fjölga á undanförnum árum. Svona væri hægt að halda lengur áfram. Á þessum 10 árum hefur þjóðinni jafnframt fjölgað um 32 þúsund manns og telur nú um 300 þúsund í heildina. Það þarf því engan að undra þegar umfang atvinnulífsins er skoðað með tilliti til fólksfjöldans sem hér býr að Íslendingar hafi það gott og kaupmáttur hér sé mikill.</p> <p><strong>Ábyrg en sveigjanleg stjórn ríkisfjármála</strong><br /> En hvað á ríkið að gera til að tryggja áframhaldandi stöðugleika í efnahagsmálum og batnandi lífskjör í landinu? Eins og á undanförnum árum hefur ríkisstjórnin markað skýra stefnu í ríkisfjármálum fyrir árið sem fer í hönd, sem liggur fyrir í nýsamþykktum fjárlögum ársins. Um leið hefur verið lögð fram langtímaáætlun, en gerð þeirra hefur markað þáttaskil í vinnubrögðum við hagstjórn hér á landi á yfirstandandi kjörtímabili. Þessi stefnumótun, sem er í góðu samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og ákvæði fjárreiðulaga, hefur reynst mjög mikilvæg við að mæta þeim risavöxnu framkvæmdum við virkjanir og stóriðju, sem nú eru í hápunkti. Ríkisstjórnin hefur framfylgt ábyrgri en sveigjanlegri hagstjórn og sýnt staðfestu í ríkisbúskapnum. Það sést best á því að hin alþjóðlegu matshæfisfyrirtæki Moody´s, Standard&Poors og Fitch hafa verið að gefa okkur prýðisgóðar einkunnir ár eftir ár þrátt fyrir þann vanda sem fylgir miklum hagvexti. </p> <p><strong><img class="big" alt="Fjárfesting hins opinbera 2000-2007" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/Fjarfestin-hins-opinbera-200-2007.jpg" />Aðhald í ríkisfjármálum</strong><br /> Eins og stefnt var að, hefur ríkisfjármálunum verið beitt með þeim hætti að þau hafa dregið verulega úr innlendri eftirspurn þegar framkvæmdir hafa verið sem mestar. Stefnir í að afgangurinn í ríkisfjármálum hafi verið mestur á umliðnu ári um alllangt skeið. Jafnframt er gert ráð yfir myndarlegum afgangi í ár. Aðhald í ríkisfjármálum hefur verið aukið með því að verulega draga úr vexti samneyslu og miða hann við 2% árlegan vöxt að raungildi. Þar er m.a. miðað við að launakostnaður ríkisins hækki ekki umfram laun í samkeppnisgreinunum. Ennfremur hefur árleg hækkun tilfærsluútgjalda miðast við 2,5% að raungildi. Með aðhaldi í útgjöldum hefur tekjuaukning í uppsveiflunni skilað sér hratt í afgang sem hefur áhrif til að draga úr innlendri eftirspurn og þenslu.</p> <p><strong>Markaðsbúskapur grundvöllur aukins árangurs efnahagsstarfseminnar</strong><br /> Um leið og þetta hefur verið að gerast þá hefur mikil formbreyting átt sér stað í íslensku þjóðfélagi þar sem markvisst hefur verið dregið úr ríkisafskiptum, þjóðfélagið gert mun opnara og sveigjanlegra. Fyrir mér er því sá árangur sem náðst hefur á Íslandi ekki neitt kraftaverk heldur er hann uppskera markvissrar stefnu og aðgerða sem hafa umbreytt þjóðfélaginu og ýtt undir kraft og áræði einstaklinga og fyrirtækja. Hinn títt nefndi hagvöxtur á sér eðlilegar skýringar þar sem fámennt ágætlega sett þjóðfélag fyrir 10 árum síðan hefur ná að fjölga stoðum efnahagslífsins og efla þær sem fyrir voru. Þeir sem tala um uppganginn í íslensku efnahagslífi eins og hann sé á einhvern hátt óútskýranlegur eða óeðlilegur þurfa ekki annað en að líta til þess sem hér að framan er talið.</p> <p><strong>Sveigjanlegt og opið hagkerfi</strong><br /> En ríkisstjórnin hefur gert meira en að reka ríkissjóð af festu og ábyrgð. Hún hefur lagt áherslu á að gera atvinnulífið í stakk búið til að geta aðlagað sig að miklum hagvexti, háu raungengi og örum breytingum á markaði. Það hefur verið gert með því að koma á frelsi á fjármagnsmarkaði og afnámi hafta á fjármagnshreyfingum, stórbættri stöðu ríkisfjármála, skattkerfisbreytingum, einkavæðingu ríkisfyrirtækja, almennri markaðsvæðingu í hagkerfinu auk breytinga á stjórn peningamála. Fyrir vikið eru starfsskilyrði íslenskra fyrirtækja orðin með því besta sem þekkist í heiminum í dag.</p> <p><img class="big" alt="Skattkerfinu breytt" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/Skattkerfinu-breytt.jpg" /><strong>Skattkerfinu hefur verið breytt</strong><br /> Grundvallar skipulagsbreytingar hafa verið gerða á uppbyggingu skattkerfisins sem hefur skilað sér í samkeppnishæfari fyrirtækjum og betri afkomu allra landsmanna. Það er því sérkennilegt að ýmsir hafa viljað gera lítið úr skattalækkununum og ganga jafnvel svo langt að tala um lækkanir sem skattahækkanir, en staðreyndirnar tala sínu máli en í ljósi umræðunnar finnst mér ástæða til að rifja upp helstu breytingar sem gerðar hafa verið. Aðstöðugjald sem var sérstakur skattur á fyrirtæki hefur verið afnumið og sama má segja um sérstakan skatt á verslunar og skrifstofuhúsnæði. Tekjuskattur á fyrirtæki hefur verið lækkaður úr 45% í 18%. Raunlækkun tekjuskatta á einstaklinga verður 28% í upphafi árs 2007 þar sem tekjuskattur ríkisins verður kominn niður í 21,75%. Hátekjuskatturinn svo kallaði var lagður niður um síðustu áramót en vegna aukins kaupmáttar var hann farinn að leggjast hvað þyngst á fólk með meðaltekjur. Þá hefur fjármagnstekjuskatturinn, að undanskildum sköttum á vexti sem voru skattfrjálsir, verið lækkaður niður í 10%. Eignaskattur hefur verið afnuminn, tekið upp lægra þrep í virðisaukaskatti og erfðafjárskattur lækkaður.</p> <p><strong>Samkeppnisstaða Íslands með því besta sem þekkist</strong><br /> Allir helstu aðilar sem gera úttektir á samkeppnishæfni einstakra landa hafa sett Ísland í hóp þeirra ríkja sem búa við best skilyrði og eru hvað samkeppnishæfust. Það sem þetta þýðir er það að fyrirtækin munu bregðast við og leita leiða til að hagræða og auka verðmæti sitt, sama hvað að steðjar.</p> <p><strong><img class="big" alt="Hagvöxtur og verg landsframleiðsla á föstu verðlagi 2003-2010" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/Hagvoxtur-og-verg-landsframleidsla-a-fostu-verdlagi-2003-2010.jpg" />Aðlögunarhæfni efnahagslífsins mjög mikil</strong><br /> Árin 2001 og 2002 kom það alþjóðastofnunum á óvart hvað íslenska hagkerfið sýndi aðdáunarverða aðlögunarhæfni. Eftir að hafa uppskorið mikinn viðskiptahalla, hvarf hann á einu ári eins og hendi væri veifað. Á sama tíma reið yfir verðbólguskot sem gekk hratt til baka. Efnahagslífið náði lendingu eftir mikið uppgangsskeið. Nú er verið að spá því að við munum fá jafnvel mýkri lendingu eftir meiri uppgang og ójafnvægi. Ef það gengur eftir má að miklu leyti þakka miklu aðhaldi ríkisfjármála, aðhaldssamri stjórn peningamála, skynsamlegum skipulagsbreytingum og sveigjanlegri aðlögun atvinnulífsins.</p> <p><strong>Hægir á hagvextinum á næsta ári<br /> </strong>Í þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að efnahagsstarfsemin verði áfram mikill á næsta ári þó draga muni úr vaxtahraðanum. Ástæðan fyrir því er sú að reiknað er með að hratt dragi úr vexti fjárfestinga atvinnuveganna. Framkvæmdum við þær stóriðjuframkvæmdir sem þegar hafa verið teknar ákvarðanir um verður að stórum hluta lokið. Þá er gert ráð fyrir að áfram hægi á aukningu einkaneyslu heimilanna.</p> <p><strong>Útflutningsdrifið hagvaxtarskeið er framundan</strong><br /> Við núverandi aðstæður eru alltaf einhverjir sem spá að íslenska hagkerfið muni brotlenda og að hér skapist ófremdarástand með atvinnuleysi og óðaverðbólgu. Þær hrakspár rættust ekki í síðustu hagsveiflu, og sem betur fer. Miklu frekar er búist við að eftir þetta ár komi önnur góð ár, þótt eitthvað hægi á hagvextinum. Sterkir innviðir efnahagslífsins og mikill framfarahugur ættu að verða forsenda áframhaldandi uppgangs í atvinnulífinu. Þó þarf að halda vel á spilunum svo að það gangi eftir. Sérstaklega tel ég mikilvægt að haldið verði áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið. Hún er okkar besta trygging fyrir því að skila landsmönnum áframhaldandi velsæld.</p> <p align="center"><em>Takk fyrir !</em></p>

2006-04-04 00:00:0004. apríl 2006Erindi fjármálaráðherra á ráðstefnu um íslensk efnahagsmál

<p><em>Remarks at a conference on the Icelandic economy sponsored by the Royal Bank of Scotland and the German-Icelandic Chamber of Commerce in Frankfurt am Main.</em></p> <p><img class="right" title="Árni M. Mathiesen" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg" />Liebe Gäste, Botschafter Ólafur Davidsson,<br /> meine verehrten Damen und Herren,</p> <p>Ich danke der AHK - Island für die Einladung zu diesem Wirtschaftstag und der Royal Bank of Scotland für ihre Gastfreundschaft. Es ist das erste mal, das ich als Finanzminister nach Deutschland komme und ich freue mich sehr, zu einem so zahlreichen und hochkarätigen Publikum zu sprechen. Das Thema ist mindestens so aktuell wie es viele Fischereithemen zuvor waren. Ich bin in der glücklichen Lage, Finanzminister in Island zu sein, einer kleinen, aber äusserst prosperierenden Nation, mit einem gut aufgestellten Finanzhaushalt und soliden jährlichen Wachstumsraten. Peer Steinbrück dürfte mich darum beneiden.</p> <p>It is a great pleasure to be with you here today to talk about the Icelandic economy, which has experienced a robust economic growth rate in recent years. From 1996 to 2005, economic growth averaged 4,5 per cent in Iceland &ndash; considerably faster than the 3% average growth rate in the OECD&ndash;area. Over the same period, the growth of per capita real disposable income averaged 4,5 per cent &ndash; also significantly more than in the OECD-area. The unemployment rate, which averaged less than 3 per cent in the past decade, is currently below 2%, despite growing inflows of foreign workers. Economic growth and incomes are expected to continue increasing in coming years and unemployment to stay relatively low.</p> <p>Of course, such fast growth has not come without challenges. A large current account deficit has emerged in recent years. The reason is twofold. First, there has been a sharp increase in foreign direct investment associated with the construction of aluminium smelter plants and related energy production capacity. Second, merchandise imports have risen sharply as consumer demand reflected the growing incomes and increasing household wealth. The latter was the indirect result of recent innovations in the housing mortgage market, which led to a rise in activity on the real estate market and surging house prices. Fortunately, these imbalances appear to have peaked and are on their way to unwind. The growth in merchandise imports is now projected to taper off this year and next while sharply increasing aluminium exports bring the merchandise trade into balance.</p> <p>The more important question is what it is that explains economic dynamism in Iceland, which is all the more intriguing in view of the fact that the economy is relatively small in size and remotely located. While Iceland´s abundant fishing resources and its natural renewable energy, both waterfalls and steam in the ground, have been important for the overall economic success, the reforms of economic and structural policies over past decades have also played an important role in gradually transforming the economy and unleashing the dynamism of economic agents. This has become more evident in recent years with the surge of activity in other sectors of the economy, including in banking, retail, high tech manufacturing, aviation and tourism. High tech manufacturing, which includes pharmaceuticals, now accounts for 4% of GDP. It was almost non-existent 10 years ago. Over the same time, the numbers of foreign tourists has grown from around 160.000 to 360.000. Banks in Iceland, which were privatized some years ago, have more than quadrupled in size and their profits increased more than tenfold in recent years. But this will be discussed in more detail by other participants here today. Many of the new companies &ndash; some of which are represented here today - have also made significant inroads on the markets of neighbouring countries. In relation to this I could mention that Europe&#39;s Entrepreneurs for Growth awarded Icelandic aviation firm, Avion, second place on their Europe 500 list of most progressive firms in 2005. The question naturally arises what explains this stellar performance.</p> <p>Although structural and economic policy reforms have been pronounced in the past fifteen years along with the further opening of the economy to the global market place in 1994 when Iceland joined the agreement on the European Economic Area, it can be said with some certainty that earlier reforms were of profound importance. That said the cumulative impact of all of these reforms has been manifest strongly in recent years as evidenced by the vigour of economic activity since the mid 1990s.</p> <p>First allow me to mention the year 1948, when the Territorial Waters Act became law in April. This act proved to be a watershed event in Iceland&rsquo;s struggle for economic independence. It established the scope for scientific management of the fishing grounds and conservation of the fish stocks on the coastal shelf. Over time it also became the basis for the expansion of the fishing limits to four miles in 1952, 12 miles in 1958, 50 miles in 1972 and finally to 200 miles in 1975. The authorities showed much foresight at that time. There were subsequent important reforms with regard to the efficient operation in the fishing sector and I will turn to those later in my talk.</p> <p>Efforts to harness the renewable energy sources have also paved the way for the development of energy-intensive industry, contributing to the strengthening of the economy. The first aluminium plant, now operated by Alcan, began operation in 1970 after several years of construction activity. It was the only aluminium plant in Iceland for a long time and during that time its production capacity was expanded. Another plant, now operated by Century Aluminium, was constructed in the mid 1990s. It is currently being expanded and a third even larger plant is being constructed by Alcoa on the east coast of the country. The energy-intensive aluminium industry has thus gradually become one of the pillars of the economy.</p> <p>The financial system, which promotes saving in the economy and allocates them to worthy investment projects, was significantly boosted in 1969 when private pension funds were created. Contributions to the pension funds were made mandatory in 1974 and over time the pension funds became an important contributor of financial saving in the economy. In 1979, measures to safeguard the financial assets of the pension funds from erosion by high inflation were introduced by inflation indexing the pension funds. In 1980, self-employed persons were allowed to join the system. The pension fund system was further strengthened in 1997 when pension fund contributions were calculated on the basis of total wages instead of only day-time work. The Icelandic private pension system is now close to being fully funded and the public pension system is also on the way to becoming fully funded. These farsighted reforms of the pension system will also make it easier to fund increased outlays associated with an aging of the population in coming decades.</p> <p>In response to chronic over-investment and sagging profitability of firms in the fisheries sector, important changes were made to the operating environment of firms in this sector in the early 1980s. A system of transferable catch quotas was introduced and the exports of marine products were liberalized. The catch quota system created an incentive for managers to rationalize firm operation, optimize investments in the fishing fleet and take advantage of technical innovations. At the same time, an export system whereby two major associations of fish producers had a licence to export was changed such that smaller producers were also allowed to export. This invigorated the export sector and improved the efficient allocation between fishing and fish processing activities, yielding benefits for all concerned. Over time, these reforms produced larger more profitable fishing firms that have been more capable of withstanding temporary fluctuations in the fish catch, prices of marine products and exchange rates. In turn, the need for government or regional assistance to the fishing industry has all but been eliminated.</p> <p>The rationalisation of the fishing industry also had a knock-on effect for the development of the financial market. As fish producers merged into larger and stronger units they become better candidates for finance. The banking system, which at the same time was undergoing a major transformation with increased competition, was able to grow stronger by funding the ongoing expansion and consolidation of the firms in the important fishing sector.</p> <p>At this point in time, it may safely be asserted that the enterprise environment in Iceland had become substantially liberalised. The basis for establishing a proper stock market had also come into place. Earlier, a number of financial enterprises had joined together to establish a bond market that mostly traded domestic government and government-guaranteed bonds. After four years of operation 32 firms had been listed on the stock exchange with fisheries companies playing a leading role. The existence of the stock market encouraged further infusion of share capital for further expansion of the fisheries sector.</p> <p>Amidst all these developments, the labour market was undergoing profound changes. In the late 1980s considerable unrest had developed in the labour market due to the high and variable inflation rate and instability in the economy. This led to an initiative by the Confederation of Employers to the Confederation of Labour to join them in developing an approach to ensure rising purchasing power of wages and at the same time strengthen the foundations of market operation and economic policy. This approach became known as the national economic accord. While this new approach was not successful on the first try, the labour market parties soon realised the economy was deteriorating further and in 1990 decided to join in the agreement to arrest the wage-price spiral and lay the foundation for a more stable economy.</p> <p>After 1990, an increasingly determined effort was made to strengthen the foundations of the economy, in part with plans to privatise government-owned enterprises and to reduce taxes. The government owned a number of enterprises that had been established decades earlier at a time when the private sector was weak and under-capitalised. Similarly, banks and investment funds were almost exclusively in the government domain. The time had now come to move these enterprises over to the private sector and end the often lacklustre government involvement in activity that would better be served by private actors. The privatisation effort has been ongoing since the early 1990s and culminated with the sale of Iceland Telecom last year. Under new ownership, the privatised enterprises have flourished beyond expectation and have been at the forefront of forging new trade and investment links abroad which has become the object of recent news coverage.</p> <p>The growth of Icelandic firm activity abroad also rests on the decision of the authorities to liberalise Iceland&rsquo;s capital movements pursuant to the entry into force of the EEA agreement. As a result, firms could invest abroad as they wished and foreigners could invest in Iceland &ndash; albeit with a few exceptions.</p> <p>In reviewing individual changes in the economy, the role of increased know-how in the workforce should not be overlooked. Icelanders are now at the top of societies using computers and the internet. Financial payments and tax filings are now mostly electronic. A new generation of people have entered business and government, many of which have been educated in universities and business schools in Britain and the US, returning home with fresh ideas that are being applied. The refocusing of firm&rsquo;s activity to the Single Market and beyond is clearly reflected in the stock exchange, where the listed companies receive around two-thirds of their profits from foreign ventures. This also means that the stock exchange is less vulnerable to fluctuating business conditions at home as it is based on a larger foundation. This development is also helping to develop the financial market further.</p> <p>The Government has consistently directed its efforts towards creating a positive and innovative environment for business activity. In addition to the structural reforms, economic policy has been completely overhauled. The Central Bank adopted an inflation target and floating exchange rate in 2001 as the new monetary policy strategy. In fiscal policy, the Treasury has produced annual budget surpluses for most of the past ten years. The result has been that the government debt as share of GDP has fallen significantly and is now one of the lowest in the OECD countries. Amazingly this has been achieved while both the personal income tax and the corporate tax have been steadily reduced. The changes have helped the private sector to grow vigorously, with more activity driving the tax receipts in stead of high tax rates. Work is currently under way to simplify the tax system further and base it on a true flat tax approach. The time for an overhaul is due as the present pay-as-you-go income tax system was introduced in 1988.</p> <p>As a member of the EEA agreement, and therefore the Single Market, the authorities have implemented regulations concerning product, services, capital and labour markets, while also developing efficient surveillance entities to ensure stable operations. As a result, the Icelandic banks have become quite well capitalised and are rated highly by international rating agencies.</p> <p>Recently there has been an interesting debate in the media over the functioning of the Single Market and the revival of economic protectionism. It makes me wonder weather the recent stir about Icelandic banks in the press of some neighbouring countries isn&rsquo;t really a part of the same debate as that surrounding Enel, Suez and Gaz de France, Mittle Steel and for that matter Dubai Ports. The Press calls this Economic Nationalism. One would think that nationalism was a thing of the past, at least on the Single Market of Europe.</p> <p>To conclude, let me say that many right choices have been made in past decades concerning the structure of the Icelandic economy, including reforms of the markets for goods, services, labour and capital, the pension system, the tax system and the design of economic policy. These reforms have been predicated on the belief in the ability of individuals to achieve their own ends and thereby advance the cause of increasing welfare. The opening up of the economy through participation in the EEA agreement has enabled the firms to participate on the Single Market and beyond. Further efforts are needed, but as things stand, Iceland is currently in a good place and the outlook is promising. The productive base of the economy, including infrastructure, financial system and production system, has vastly improved and productivity has grown faster in recent years. In our view, the present challenges to economic policy are temporary and the resilience of a market-based economy, including the sound banking institutions, will help to ensure continued strong economic development. The dynamism and successful expansion of Icelandic firms abroad in recent years is perhaps the best indication that the reforms have been well designed and farsighted.<br /> </p> <p></p> <p>Die Beziehungen zwischen Island und Deutschland haben eine lange Tradition und sind sehr eng und vertrauensvoll.&nbsp; Die Handelsbeziehungen, zwischen unseren Ländern haben ihren Ursprung im Fischhandel und entwickeln sich über&nbsp; den Tourismus und andere Bereiche ausserordentlich gut. Diese unsere Zusammenarbeit wurde um so erfolgreicher, je internationaler und breiter die Aktivitäten wurden. Ich bin zuversichtlich, dass sich diese guten Beziehungen zwischen unseren Ländern in Zukunft noch vertiefen werden und sich ganz neue Bereiche und Möglichkeiten für eine Zusammenarbeit eröffnen werden.<br /> </p> <br /> <br />

2006-03-16 00:00:0016. mars 2006Ávarp fjármálaráðherra á ráðstefnunni Verk og vit

<p><bdo id="ART:Summary" collection="Article" prompt="Summary" entrytype="html"><em>Ávarp fjármálaráðherra Árna M. Mathiesen á ráðstefnunni Verk og vit í Laugardalshöll fimmtudaginn 16. mars 2006.</em></bdo></p> <p>Góðir ráðstefnugestir!</p> <p><img class="right" title="Árni M. Mathiesen" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg" />Á undanförnum áratugum hafa fasteignir og húseignir verið ein megin kjölfesta í fjárfestingum fyrirtækja og heimila í landinu. Hérlendis hefur um langt skeið þótt skynsamlegt að ráðstafa hagnaði fyrirtækja og sparnaði einstaklinga til byggingar eða kaupa á fasteignum. Sú leið hefur almennt verið farsæl enda hefur reynslan sýnt að fasteignir hafa haldið verðgildi sínu mjög vel hér á landi og vel það eins og við höfum séð að undanförnu þar sem miklar verðhækkanir hafa orðið á fasteignum um nær allt land.</p> <p>Undanfarin ár hafa talsverðar breytingar átt sér stað á fasteignamarkaðnum um leið og öðrum fjárfestingakostum hefur verið að fjölga. Breytingarnar hafa haft það í för með sér að ýmis fyrirtæki og stofnanir hafa tekið þá ákvörðun að losa alfarið um fjárbindingu sína í fasteignum og leigt húsnæði undir starfsemi sína í staðinn.&nbsp; Fyrirtækin hafa þá í framhaldinu getað nýtt þá fjármuni sem losna með öðrum og oft arðsamari hætti í þágu rekstrarins.&nbsp; Oft liggja fleiri ástæður hér að baki en einungis að losa um fjárbindingu.&nbsp; Önnur meginástæðan er einnig sú að leiga á markaði býður oft upp á aukinn sveigjanleika við að minnka og stækka húsnæði um leið og slíkar breytingar eru ódýrari.&nbsp; Þriðja meginástæðan er síðan sú að stjórnendur vilja einbeita sér að eigin kjarnarekstri sem þeir eru alla jafna góðir í en láta sérhæfða aðila sjá um viðhald og rekstur húseigna.&nbsp;</p> <p>Þessi þróun hefur leitt til þess að aðilar á markaði hafa séð tækifæri í þessum umbreytingum og haslað sér völl á sviði fasteignaútleigu og rekstri fasteigna.&nbsp; Á síðustu árum hafa nokkur öflug félög á þessu sviði rutt sér til rúms á&nbsp; sviði sérhæfðrar fasteignaumsýsla á Íslandi með það fyrir augum að eiga, reka og viðhalda fasteignum fyrir aðra aðila.&nbsp; Telja verður að þessi þróun sé afar hagfelld og æskileg fyrir bæði fyrirtækin sem og samfélagið í heild,&nbsp; enda er löngu viðurkennt að&nbsp; hagkvæmur og árangursríkur rekstur fasteigna náist fyrst og fremst ef aðilar tileinka sér hann af festu.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Ekki eru mörg ár síðan ríkið leysti flestar sínar húsnæðisþarfir með því að kaupa eða byggja þær húseignir sem þörf var á í ríkisrekstrinum.&nbsp; Oft drógust framkvæmdirnar enda ekki byggt meira á hverju ári en fjármunir fengust til á fjárlögum hvers árs og hlé gert á milli.&nbsp; Þetta leiddi til þess að oft tók það nokkur ár eða jafnvel áratugi að ljúka endanlega við sumar fasteignir.&nbsp; Eftir að húseignin var tilbúin var hún síðan afhent hlutaðeigandi ríkisstofnun sem eftir það sá um rekstur eignarinnar og viðhald.&nbsp; Eignin var ekki eignfærð í bókhaldi stofnunarinnar,&nbsp; né var hún afskrifuð,&nbsp; heldur var stofnkostnaðurinn einskiptiskostnaður sem færðist á því ári sem fjárveiting barst frá Alþingi. Stofnanirnar sátu svo í þeim leigulaust á meðan þær störfuðu í þeim. Þessi aðferðarfræði varð til þess að húsum í eigu ríkisins var illa við haldið þar sem stofnanir gerðu ekki ráð fyrir slíku í rekstri sínum.</p> <p>Til að reyna að bæta viðhaldsmál fasteigna ríkisins og til að auka gegnsæi kostnaðar varðandi ríkiseignir voru Fasteignir ríkissjóðs settar á laggirnar fyrir um 25 árum síðan.&nbsp; Hlutverk stofnunarinnar var að annast viðhald, endurbætur og breytingar á fasteignum í umsjá hennar,&nbsp; ásamt útleigu á húsnæði til ríkisstofnana.&nbsp; Fasteignir ríkissjóðs innheimtir tiltekin leigugjöld á hvern fermetra húsnæðis og rekur sig einvörðungu á innheimtu leigutekna.&nbsp; Tilkoma Fasteigna ríkissjóðs markaði tímamót í opinberum fasteignarekstri þar sem allar eignir í umsjón stofnunarinnar hafa upp frá þeim tíma fengið reglulegt og gott viðhald um leið og áhyggjum tengdum húsnæðismálum var létt af leigjendunum. Leigutekjur stofnunarinnar þurfa eins og málum er nú háttað einungis að standa undir kostnaði við viðhald, endurbætur, opinber gjöld og tryggingar þessara eigna.&nbsp; Leigan er því ekki markaðsleiga, þar sem fjármögnunarkostnaður og stofnkostnaður er tekinn með í útreikninginn.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Eignir í umsjá Fasteigna ríkissjóðs fjölgar með hverju árinu sem líður og eru þær nú um 342 þús. fm.&nbsp; og fjöldi leigjenda er um&nbsp; 220 talsins.&nbsp; Þrátt fyrir að Fasteignir ríkissjóðs hafi á undanförnum árum tekið við miklu af eignasafni ríkisins eru þó enn talsvert margar stofnanir sem sjálfar sjá um að viðhalda þeim fasteignum sem þær nota í starfsemi sinni.&nbsp; Í því sambandi má nefna fasteignir spítalanna um land allt og fasteignir Háskóla Íslands.</p> <p>Sú sérhæfing sem nú hefur skapast á hinum almenna markaði varðandi umsýslu og rekstur á fasteignum á undanförnum árum hefur leitt til þess að áhugaverðir valkostir og möguleikar hafa opnast í fasteignamálum ríkisins sem hefur nýtt sér þessar leiðir í sífellt auknum mæli.&nbsp; Það eru reyndar aðeins um 7 ár síðan að ríkið fór fyrir alvöru að nýta sér einkamarkaðinn hvað varðar húsnæðismálin.&nbsp; Þá gerði ríkið langtímaleigusamning um fasteignina Borgartún 21 í Reykjavík sem nú hýsir Ríkissáttasemjara, Lánasjóð Íslenskra námsmanna, Fasteignamat ríkisins og ýmsar fleiri opinberar stofnanir. Stuttu síðar var tekið á leigu húsnæði fyrir Ríkistollstjóra við Skúlagötu, húsnæði fyrir stjórnsýslu LSH við Eiríksgötu, fyrir Héraðsdóm Reykjaness við Fjarðargötu í Hafnarfirði og embætti Ríkislögreglustjóra við Skúlagötu.&nbsp; Sem nýleg dæmi um leiguhúsnæði á vegum ríkisins má nefna nýtt húsnæði Fiskistofu við Dalshraun í Hafnarfirði, nýtt húsnæði fyrir Landbúnaðarstofnun við Austurveg á Selfossi og fjórar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu.</p> <p>Nú er svo komið að ríkið hefur um nokkurra ára skeið ekki byggt skrifstofuhúsnæði fyrir hinn opinbera rekstur heldur hefur það nýtt sér kosti markaðarins til að leysa málið. Sama gildir að mestu leyti um ýmist annað sérhæft húsnæði eins og t.d. húsnæði heilsugæslustöðva og húsnæði fyrir sýslumenn og lögregluembætti.&nbsp; Að mati ríkisins er ekki vafi á því að ef vel er staðið að undirbúningi slíkra verkefna eru þau hagkvæmari kostur en hinar hefðbundnu opinberu framkvæmdir.&nbsp; Samstarfið við einkamarkaðinn hefur einnig leitt til þess að fjölbreyttari og skjótari úrræði bjóðast við húsnæðisöflunina en áður.&nbsp; Þá hefur samstarf við einkamarkaðinn gengið vel á byggingar- eða innréttingartíma húseignanna.&nbsp; Óhætt er að því að fullyrða að innkoma ríkisins á þennan markað hefur verið ríkinu til góðs, eflt fasteignamarkaðinn í heild og styrkt þá aðila sem hafa sérhæft sig í fasteignarekstri.</p> <p>Í framhaldi af aukinni áherslu á að leigja húsnæði hefur ríkið verið að fikra sig enn lengra í átt að samstarfi við einkamarkaðinn. Þannig hafa á síðustu árum verði gerðir nokkrir samningar um einkaframkvæmd. Slíkir samningar eru mun víðtækari og umfangsmeiri en venjulegir leigusamningar enda er viðsemjandinn að veita aðra og umfangsmeiri þjónustu og rekstur.&nbsp; Slíkir samningar hafa t.d. verið gerðir um rekstur hjúkrunarheimilisins Sóltúns,&nbsp; leigu og rekstur á Iðnskólanum í Hafnarfirði og leigu og rekstur á rannsóknarhúsi Háskólans á Akureyri.&nbsp;&nbsp; Hér má einnig nefna nýlegan samning ríkis og borgar um byggingu og rekstur Tónlistar- og ráðstefnuhúss í miðbæ Reykjavíkur sem verður umfjöllunarefni hér síðar í dag.&nbsp;</p> <p>Til viðbótar við þá stefnu stjórnvalda að leigja húsnæði í stað þess að byggja er rétt að stefna að því að leiga ríkisins taki mið af fjárbindingu og stofnkostnaði húseignanna.&nbsp; Það mun leiða til hærra verðs á þeim eignum sem ríkið leigir af sjálfu sér og mun það væntanlega taka mið af því sem almennt gildir á húsnæðismarkaði. Við þær breytingar mun rekstrarkostnaður stofnana ríkisins jafnframt verða sýnilegri og samanburðarhæfari við þær stofnanir sem nú leigja á einkamarkaði.&nbsp; Þetta mun einnig leiða til þess að&nbsp; samanburður ríkisins á kostnaði af eigin húsnæði samanborið við leigu á&nbsp; einkamarkaði mun verða mun raunhæfari og sanngjarnari gagnvart aðilum markaðarins.</p> <p>Góðir fundamenn!</p> <p>Í vikunni tilkynnti ég framlagningu frumvarps á Alþingi sem tekur mið af því að leiðréttingartímabil innskatts varðandi fasteignir verði lengt úr tíu árum í tuttugu ár. Reynslan af þessu ákvæði hefur sýnt að tíu ára leiðréttingarskylda innskatts virðisauka varðandi fasteignir getur reynst of stutt tímabil meðal annars með tilliti til frjálsrar skráningar fasteigna. Þetta er að mínu mati mikilvægt skref sem mun jafnframt styðja þá stefnu stjórnvalda að efla enn frekara samstarf ríkis og einkaaðila í húsnæðismálum.</p> <p>Að lokum vil svo að þakka fyrir þetta merka framtak sem ráðstefnan og sýningin Verk og vit er og óska ykkur góðs gengis hér í dag.<br /> </p> <br /> <br />

2006-02-21 00:00:0021. febrúar 2006Um mikilvægi opinberra fjármála fyrir efnahagslegan stöðugleika

<p><em>Erindi fjármálaráðherra flutt á samráðsfundi ríkis og sveitarfélaga 20. febrúar 2006.</em></p> <p><strong><img class="right" title="Árni M. Mathiesen" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg" />Ágætu fundarmenn!</strong><br /> Það er mér mikil ánægja að vera hjá ykkur í dag og ræða um samstarf ríkis og sveitarfélaga.</p> <p><strong>Nýr samstarfssáttmáli</strong><br /> Nýr samstarfssáttmáli milli ríkis og sveitarfélaga liggur fyrir. Sáttmálinn endurnýjar grundvöll fyrir samráð ríkis og sveitarfélaga. Lögð er áhersla á að stuðla að sameiginlegri sýn á stöðu, þróun og framtíðarsýn sveitarstjórnarstigsins. Þá ber ríki og sveitarfélögum að samræma stefnu sína í opinberum fjármálum eftir því sem kostur er. Opinber fjármál og peningamál Seðlabankans eru tvær meginstoðir hagstjórnar. Ábyrg stjórn opinberra fjármála getur haft mikil áhrif á það hvort hagvöxtur helst stöðugur eða ekki. Þátttaka sveitarfélaganna í landinu í hagstjórninni hefur ekki verið sem skyldi undanfarin ár. Eflaust eru ástæður fyrir því. Þó er vert að leita leiða til að auka þátttöku sveitarstjórna í hagstjórninni. Það yrði þjóðinni til hagsbóta. Ég vil gera það að umtalsefni mínu í dag.</p> <p><strong>Framfarir í efnahagslífinu</strong><br /> Til að byrja með er ástæða að líta yfir farinn veg. Þær stórstígu framfarir sem orðið hafa í íslensku efnahagslífi komu í kjölfar viðamikilla skipulags- og kerfisbreytinga. Skattlagningu fyrirtækja og einstaklinga hefur markvisst verið breytt, ríkisfyrirtæki á sviði fjármála- og samskiptaþjónustu hafa verið einkavædd og Ísland tekið þátt í EES-samningnum. Markmiðið hefur verið að renna traustari stoðum undir íslenskt atvinnulíf og skapa betri rekstrargrundvöll fyrir fjölbreyttar atvinnugreinar. Aukin starfsemi íslenskra fyrirtækja í fjármálaþjónustu, upplýsingatækni, hugbúnaðargerð, fjarskiptum og líftækni, hér á landi og erlendis, hefur vakið verðskuldaða athygli. Þá hefur framleiðni í atvinnulífinu aukist á undanförnum árum og afkoma fyrirtækja í mörgum greinum batnað.</p> <p><strong>Betur má ef duga skal</strong><br /> En betur má ef duga skal. Hið opinbera gegnir mikilvægu hlutverki í að tryggja að efnahagslegum stöðugleika sé viðhaldið. Í kjölfar aukinnar markaðsvæðingar hagkerfisins og uppbyggingar víða um land höfum við uppskorið kröftugan hagvöxt. Því ástandi fylgir sú áskorun til stjórnvalda að viðhalda efnahagslegum stöðugleika &ndash; hemja verðþenslu og viðskiptahalla. Þá er atvinnuleysi aftur orðið lítið og spennu farið að gæta á vinnumarkaði. Hið opinbera getur lagt sitt af mörkum með því að beita aðgerðum sem draga úr þjóðarútgjöldum. Núverandi staða gerir kröfu um áframhaldandi aðhald í hagstjórninni. Undanfarin ár hefur þáttur ríkisins og Seðlabankans að hagstjórninni verið óumdeild. Hins vegar eru margar ástæður fyrir því að sveitarfélögin taki einnig þátt í hagstjórninni. Fjármál hins opinbera í heild skipta miklu máli fyrir árangur og stöðugleika efnahagslífsins.</p> <p><strong>Stefnan í ríkisfjármálum<br /> </strong>Stefnan í ríkisfjármálum undanfarin ár hefur verið að treysta stöðu ríkissjóðs, greiða niður skuldir, stuðla að stöðugleika í efnahagslífinu, efla hagvöxt og þar með leggja grunn að bættri afkomu einstaklinga og fyrirtækja, ekki aðeins í dag heldur einnig til lengri tíma litið. Tölur um afkomu ríkissjóðs að undanförnu sem sýna mikinn tekjuafgang og stórfellda niðurgreiðslu skulda eru til vitnis um að þetta er rétt stefna og að hún hefur skilað árangri. Sömu sögu er að segja af almennri þróun efnahagsmála undanfarin ár sem einkennist af miklum hagvexti og mikilli kaupmáttaraukningu heimilanna.</p> <p><strong>Aukið aðhald í ríkisfjármálum</strong><br /> Frá árinu 2003 hefur ríkistjórnin markað langtímastefnu í ríkisfjármálum, sem hefur miðast við að draga úr örum vexti útgjalda á þenslutíma. Fyrir vikið hafa auknar tekjur í uppsveiflunni leitt af sér myndarlegan afgang, sem hefur haft mikil áhrif til að draga úr spennunni undanfarin tvö ár. Í ár er áfram stefnt af því að ríkissjóður skili tekjuafgangi.</p> <p><strong>Ríki og sveitarfélög ekki samstíga í stjórn opinberra fjármála</strong><br /> Árin 2004 - 2006, þegar uppsveiflan í efnahagslífinu er í hámarki, er áætlað að samanlagður tekjuafgangur ríkissjóðs verði 6,5% af landsframleiðslu, sem er einn besti árangur í fjármálum OECD-ríkjanna þessi ár. Á sama tímabili er gert ráð fyrir að tekjuhalli sveitarfélaga nemi rúmum 2% af landsframleiðslu. Samanlagt má því gera ráð fyrir að opinber fjármál skili tekjuafgangi upp á um 4% af landsframleiðslu þessi ár. Jafnvel sá árangur er í hættu ef útgjöld sveitarfélaganna aukast í ár umfram það sem nú er áætlað, m.a. vegna frekari launabreytinga, endurgreiðslu leikskólagjalda eða fæðikostnaðar í grunnskólum. Á meðan ríkið og Seðlabankinn, með aðhaldi í útgjöldum annars vegar og háu stýrivaxtastigi hins vegar, berjast við að draga úr þenslu auka fjármál sveitarfélaganna á spennuna í hagkerfinu. Með því draga þau úr áhrifum opinberra fjármála á eftirspurn í hagkerfinu og árangri hagstjórnarinnar í heild. Sú óæskilega þróun er áskorun til okkar allra að leita leiða til að ríki og sveitarfélög verði samstíga í stjórn opinberra fjármála í framtíðinni. Þá má benda á að tekjur sveitarfélaga aukast mikið í uppsveiflu. Samræmingar er því þörf af mörgum ástæðum.</p> <p><strong>Sveitarfélögin eru ólík</strong><br /> Eitt helsta einkenni íslenska sveitarstjórnarkerfisins er hversu ólík sveitarfélögin eru. Sum eru stór og vaxandi en önnur eiga við samdrátt að etja. Í lagalegu tilliti eru samt öll sveitarfélögin jafnt sett. Þau hafa sömu verkefni og gegna sömu skyldum gagnvart íbúum sínum. Tekjustofnar þeirra skapa þeim afar mismunandi tekjur auk þess sem þau glíma í sumum tilvikum við erfiðar ytri aðstæður sem auka á vanda þeirra. Samskipti ríkis og sveitarfélaga markast nokkuð af þessum breytileika. Skipting verkefna mótast af því að reynt er að fara hinn gullna meðalveg. Stærri sveitarfélögin vilja í mörgum tilvikum taka að sér fleiri verkefni en þau annast nú en þau minni geta ekki sinnt öllum lögbundnum verkefnum eða verða að framkvæma þau í samvinnu við önnur sveitarfélög. Til að jafna fjárhagslega stöðu þeirra verður að viðhalda flóknu tekjujöfnunarkerfi í gegnum jöfnunarsjóð, sem seint næst algjör samstaða um.</p> <p><strong>Verkefni og fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga</strong><br /> Það er ekki markmið í sjálfu sér að fækka sveitarfélögum heldur að efla sveitarstjórnarstigið. Mikilvægur þáttur í stefnumörkun í ríkisfjármálum við lok síðustu aldar var að auka hagræðingu í rekstri og tryggja sem besta nýtingu á skattfé þjóðarinnar. Einn liður í þeirri viðleitni var að endurskoða verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga í þá veru að saman fari frumkvæði, framkvæmd og fjárhagsleg ábyrgð á verkefnum. Sveitarfélögum var falið að sinna félagslegri þjónustu í ríkara mæli vegna meiri nálægðar við íbúana. Til að mæta kröfum um aukna þjónustu fengu sveitarfélögin rýmri heimildir til þess að ákvarða eigin tekjustofna. Fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga eru því mun einfaldari og skýrari en þau voru fyrir nokkrum árum þegar í gildi voru margar og flóknar reglur um skiptingu kostnaðarhlutdeildar ríkis og sveitarfélaga.</p> <p><strong>Færri og stærri sveitarfélög</strong><br /> Um þessar mundir eru íbúar landsins um 300.000 en sveitarfélögin 98. Alls búa 72%, eða 215.000 íbúanna í átta stærstu sveitarfélögunum, en rúmur fjórðungur í hinum 90. Þessi stækkun og fækkun sveitarfélaga, sem líklega mun halda áfram á komandi árum, eykur möguleikana á því að móta heildstæða og samræmda stefnu í fjármálum þeirra. Um leið eykur það möguleika á meiri samræmingu í stjórn opinberra fjármála í heild, sem mun auka áhrif efnahagsstjórnar.</p> <p><strong>Búist við frekari sameiningu sveitarfélaga</strong><br /> Búist er við áframhaldandi sameiningu á einstökum svæðum og að sveitarfélögin fækki í um 80 innan tíðar. Ganga má enn lengra í þessum efnum með frekari sameiningu sveitarfélaga. Ein leið að því marki gæti verið að stefna að tiltölulega fáum sveitarfélögum, sem væru nokkuð sambærileg að getu til að takast á við ný verkefni og fjármagna þau verkefni með staðbundnum tekjustofnum. Þannig mætti draga úr hlutverki Jöfnunarsjóðs en jafnframt að skilgreina betur lágmarksþjónustu sveitarfélaga.</p> <p><strong>Aukin umsvif sveitarstjórnarstigs</strong><br /> Tilflutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaga árið 1997 varð til að auka vægi sveitarfélaga í búskap hins opinbera. Árið 1991 voru heildartekjur og gjöld sveitarfélaganna um fimmtungur af tekjum og gjöldum hins opinbera, en árið 1998 voru hlutföllin komin upp fyrir fjórðung. En umsvif sveitarfélaga hafa haldið áfram að aukast eftir tilfærslu verkefna og í ár nálgast heildartekjur og gjöld sveitarfélaganna um 30% af tekjum og gjöldum hins opinbera. Á móti hefur hlutur ríkisins í opinberum umsvifum dregist saman. Þessi þróun gerir kröfu til sveitarfélaga um aukna þátttöku í stefnumótun við stjórn opinberra fjármála og ábyrgð á að ná fram settum markmiðum.</p> <p><strong>Launmál hins opinbera í deiglunni</strong><br /> Launamál eru stór þáttur í útgjöldum hins opinbera og þróun þeirra hefur mikil áhrif á árangur í stjórn opinberra fjármála. Meginþorri opinberra starfsmanna tekur laun sín á grundvelli kjarasamninga sem einstök stéttarfélög gera hvert út frá eigin forsendum. Þetta er ólíkt fyrirkomulagi viðast hvar annarsstaðar á Norðurlöndunum. Þar taka heildarsamtök stéttarfélaga oftast til starfsmanna á einkamarkaði og opinberum markaði. Við endurskoðun kjarasamninga eru jafnframt lagðar fram forsendur um m.a. launaþróun, starfsmannaþörf og aðrar efnahagslegar forsendur. Út frá slíkum forsendum er svo kostnaðarrammi kjarasamningsgerðarinnar ákveðinn. Þessu er ekki svo háttað hjá okkur og því þurfum við að breyta. Árið 2002 var skipuð nefnd með aðild helstu hagsmunaaðila á opinberum vinnumarkaði til að endurskoða núverandi fyrirkomulag kjarasamningsgerðar opinberra aðila. Nefnd þessi hóf störf af miklum krafti en hefur legið í dvala um nokkra hríð. Ég tel að við eigum að taka höndum saman og endurvekja hana með það að markmiði að skapa sambærilega umgjörð og grannþjóðir okkar búa við og koma þannig í veg fyrir, eða a.m.k. takmarka, álíka upphlaup og við höfum orðið vitni að á undanförnum mánuðum.</p> <p><strong>Sameiginlegt með ríki og sveitarfélögum<br /> </strong>Það verður ekki hjá því komist að samskipti ríkis og sveitarfélaga verði alltaf fremur fjölþætt og flókin og að stöku sinnum hlaupi snurða á þráðinn. Eigi að síður þarf sífellt að leita leiða til að ríki og sveitarfélög vinni saman að þjóðhagslegum markmiðum þegar til lengri tíma er litið enda eru bæði stjórnstig lýðræðislega kosin af sömu kjósendum sem í báðum tilvikum eru hinir endanlegu greiðendur þjónustunnar.</p> <p><strong>Þörf á samræmdri stefnu í opinberum fjármálum<br /> </strong>Almennt er litið svo á að á vettvangi ríkisvaldsins séu sett þjóðfélagsleg megin¬markmið og þar með talin efnahagsmarkmið til lengri tíma. Innan þess ramma þarf að takast náið samstarf m.a. við sveitarfélög um útfærslu markmiðanna. Samhæfing af þessum toga verður mikilvægari eftir því sem sveitarstjórnarkerfið á stærri hlutdeild í opinberum búskap.</p> <p><strong>Samstarf til farsældar þjóðinni</strong><br /> Þegar öllu er á botninn hvolft hljóta menn að vera sammála um það meginmarkmið að sveitarfélög og ríkisvald taki höndum saman til að tryggja stöðugleikann í efnahagslífinu með öllum tiltækum ráðum. Þetta gerir kröfu um að þessir tveir aðilar tali saman og stilli saman strengi sína eins og reyndar er kveðið á um í gildandi samstarfssáttmála milli þessara aðila. Það er von mín að okkur auðnist að efla þetta samstarf þjóðinni til farsældar.</p> <p>Þakkir fyrir gott hljóð.</p> <br /> <br />

2006-01-19 00:00:0019. janúar 2006Hagvaxtarhorfur á nýju ári

<p><em><img class="right" title="Árni M. Mathiesen" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg" />Erindi fjármálaráðherra flutt á morgunverðarfundi Sparisjóðs vélstjóra.</em></p> <p><strong>Ágætu fundarmenn<br /> </strong>Það er mér mikil ánægja að vera hjá ykkur í dag og ræða um horfurnar í efnahagsmálum.</p> <p><strong>Hagvaxtarskeið í hápunkti</strong><br /> Aðstæður í íslensku efnahagslífi hafa sjaldan verið betri en um þessar mundir. Hagvöxtur heldur áfram að vera mikill, kaupmáttur launa hefur aukist mikið undanfarin ár, atvinna í landinu er mikil og verðbólga, þótt hún sé ofan við verðbólgumarkmið Seðlabankans, er líkleg til að minnka þegar fram í sækir og ró kemst á fasteignamarkaðinn. Ríkisfjármálin eru með eindæmum góð og hafa ekki áður verið svo styrk í sögu lýðveldisins. Skattar hafa lækkað umtalsvert undanfarin ár og munu lækka frekar í ár og á næsta ári. Þrátt fyrir það hefur mikill afgangur verið á ríkissjóði ár eftir ár. Einkavæðing ríkisfyrirtækja hefur gengið vel. Afraksturinn hefur verið nýttur til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Einkavæðingin hefur einnig stuðlað að meiri samkeppni á fjármála og öðrum mörkuðum sem hefur skilað sér í bættri þjónustu og/eða lægri verðum til neytenda. Þá hefur hátt gengi aukið kaupmátt landsmanna erlendis og innflutningur á bifreiðum og varanlegum neysluvörum stóraukist. Það sem mest er um vert er að staða efnahagsmála staðfestir árangur efnahagsstefnunnar.</p> <p><strong>Hátt gengi krónunnar er þungbært<br /> </strong>En það er ekki allt dans á rósum. Hátt gengi krónunnar hefur bitnað á afkomu fyrirtækja í útflutningi eða samkeppni við innflutning. Starfsemi hefur sumstaðar dregist saman og í nokkrum tilfellum hefur hluti af starfseminni verið færður erlendis. Þó verður að segja eins og er að hluti af ákvörðuninni tengist því að fyrirtækin sjá sér hag af því að vera nær birgjum og kúnnum á hinum stóru alþjóðlegu mörkuðum.</p> <p><strong>Genginu er spáð að lækka á komandi misserum</strong><br /> Það jákvæða í stöðunni er að genginu er spáð að lækka í náinni framtíð. Vonandi gengur það eftir, en þó er óvissa með gengið eins og oft áður. Það sem hefur tafið lækkun á gengi krónunnar hefur eflaust verið sú kerfisbreyting sem varð á fjármálamarkaðinum okkar á haustmánuðum í fyrra, en þá hófu erlendir aðilar að gefa út skuldabréf í íslenskum krónum. Sú útgáfa hefur aukist jafnt og þétt og var orðin ríflega 160 milljarðar króna þegar síðast var gáð. Innflæði erlends gjaldeyris í því magni hefur haft áhrif til að styrkja gengi krónunnar. Sérfræðingar telja líklegt að slík útgáfa haldi áfram um sinn, eða þar til væntingar aukast um að vaxtamunur við útlönd fari að minnka á ný. Miðað við þensluna á fasteignamarkaði, gæti orðið einhver bið eftir því að stýrivextir hérlendis lækki svo nokkru nemi. Þó verður að hafa hugfast að það þarf að fjármagna hinn mikla viðskiptahalla með erlendu lánsfé og það setur þrýsting á gengið á móti. Það eru því sterk öfl sem togast á. En ef spár um að gengið lækki á árinu rætast yrði það strax til bóta fyrir alþjóðlegar samkeppnisgreinar okkar.</p> <p><strong>Skuldir landsmanna hafa aukist, en eignir líka</strong><br /> Í öðru lagi hafa skuldir landsmanna aukist mikið í uppsveiflum, bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Þykir mörgum nóg um skuldaaukninguna. Það verður þó að segjast eins og er að stór hluti af þessum skuldum tengist því að heimilin hafa verið að fjárfesta í bættum húsakosti, verðbréfum og í nýrri bílum. Fyrirtæki hafa verið dugleg að kaupa önnur fyrirtæki hér á landi eða erlendis, hagræða í rekstri og auka verðmæti sitt. Hvort tveggja tengist nægu framboði af ódýru fjármagni, auknum tekjum og uppganginum í þjóðfélaginu. Þá hefur aukinn kaupmáttur landsmanna erlendis ekki bara áhrif á innflutninginn heldur einnig útrásina. Það sem skiptir kannski mestu máli í þessu sambandi er að eignir landsmanna hafa verið að aukast á móti skuldum og að gengisáhættan tengd þessum skuldbindingum er þekkt og takmörkuð.</p> <p><strong>Ábyrg en sveigjanleg stjórn ríkisfjármála</strong><br /> En hvað á ríkið að gera til að tryggja áframhaldandi stöðugleika í efnahagsmálum og batnandi lífskjör í landinu? Eins og á undanförnum árum hefur ríkisstjórnin markað skýra stefnu í ríkisfjármálum fyrir árið sem fer í hönd, sem liggur fyrir í nýsamþykktum fjárlögum ársins. Um leið hefur verið lögð fram langtímaáætlun, en gerð þeirra hefur markað þáttaskil í vinnubrögðum við hagstjórn hér á landi á yfirstandandi kjörtímabili. Þessi stefnumótun, sem er í góðu samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og ákvæði fjárreiðulaga, hefur reynst mjög mikilvæg við að mæta þeim risavöxnu framkvæmdum við virkjanir og stóriðju, sem nú eru í hápunkti. Ríkisstjórnin hefur framfylgt ábyrgri en sveigjanlegri hagstjórn og sýnt staðfestu í ríkisbúskapnum. Það sést best á því að hin alþjóðlegu matshæfisfyrirtæki Moody´s, Fitch og Standard&Poors hafa verið að gefa okkur prýðisgóðar einkunnir ár eftir ár þrátt fyrir þann vanda sem fylgir miklum hagvexti.</p> <p><strong>Aðhald í ríkisfjármálum</strong><br /> Eins og stefnt var að, hefur ríkisfjármálunum verið beitt með þeim hætti að þau hafa dregið verulega úr innlendri eftirspurn þegar framkvæmdir hafa verið sem mestar. Stefnir í að afgangurinn í ríkisfjármálum hafi verið mestur á umliðnu ári um alllangt skeið. Aðhald í ríkisfjármálum hefur verið aukið með því að verulega draga úr vexti samneyslu og miða hann við 2% árlegan vöxt að raungildi. Þar er m.a. miðað við að launakostnaður ríkisins hækki ekki umfram laun í samkeppnisgreinunum. Ennfremur hefur árleg hækkun tilfærsluútgjalda miðast við 2,5% að raungildi. Með aðhaldi í útgjöldum hefur tekjuaukning í uppsveiflunni skilað sér hratt í afgang sem hefur áhrif til að draga úr innlendri eftirspurn og þenslu.</p> <p><strong>Sveigjanlegt og opið hagkerfi</strong><br /> En ríkisstjórnin hefur gert meira en að reka ríkissjóð af festu og ábyrgð. Hún hefur lagt áherslu á að gera atvinnulífið í stakk búið að geta aðlagað sig að miklum hagvexti, háu raungengi og örum breytingum á markaði. Það hefur verið gert með því að koma á frelsi á fjármagnsmarkaði og afnámi hafta á fjármagnshreyfingum, stórbættri stöðu ríkisfjármála, skattkerfisbreytingum, einkavæðingu ríkisfyrirtækja, almennri markaðsvæðingu í hagkerfinu auk breytinga á stjórn peningamála. Fyrir vikið eru starfsskilyrði íslenskra fyrirtækja orðin með því besta sem þekkist í heiminum í dag.<br /> </p> <p><strong>Samkeppnisstaða Íslands með því besta sem þekkist</strong><br /> Allir helstu aðilar sem gera úttektir á samkeppnishæfni einstakra landa hafa sett Ísland í hóp þeirra ríkja sem búa við best skilyrði og eru hvað samkeppnishæfust. Það sem þetta þýðir er það að fyrirtækin munu bregðast við og leita leiða til að hagræða og auka verðmæti sitt, sama hvað að steðjar.</p> <p><strong>Aðlögunarhæfni efnahagslífsins mjög mikil</strong><br /> Árin 2001 og 2002 kom það alþjóðastofnunum á óvart hvað íslenska hagkerfið sýndi aðdáunarverða aðlögunarhæfni. Eftir að hafa uppskorið mikinn viðskiptahalla, hvarf hann á einu ári eins og hendi væri veifað. Efnahagslífið náði lendingu eftir mikið uppgangsskeið. Nú er verið að spá því að við munum fá jafnvel mýkri lendingu eftir meiri uppgang og ójafnvægi. Ef það gengur eftir má að miklu leyti þakka miklu aðhaldi ríkisfjármála, aðhaldssamri stjórn peningamála og sveigjanlegri aðlögun atvinnulífsins.</p> <p><strong>Nýtt hagvaxtarskeið er framundan</strong><br /> Við núverandi aðstæður eru alltaf einhverjir sem spá að íslenska hagkerfið muni brotlenda og að hér skapist ófremdarástand með atvinnuleysi og óðaverðbólgu. Þær hrakspár rættust ekki í síðustu hagsveiflu, og sem betur fer. Miklu frekar er búist við að eftir þetta ár komi önnur góð ár, þótt eitthvað hægi á hagvextinum. Sterkir innviðir efnahagslífsins og mikill framfarahugur ættu að verða forsenda áframhaldandi uppgangs í atvinnulífinu. Þó þarf að halda vel á spilunum svo að það gangi eftir. Sérstaklega tel ég mikilvægt að haldið verði áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið. Hún er okkar besta trygging fyrir því að skila landsmönnum áframhaldandi velsæld.</p> <p>Þakkir fyrir gott hljóð.</p>

2005-12-12 00:00:0012. desember 2005Ávarp fjármálaráðherra flutt ræðismönnum Íslands í Danmörku

<p><em>Flutt á fundi með ræðismönnum Íslands í Danmörku sem haldinn var 1. desember í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn</em>.</p> <p><br /> <img class="right" title="Árni M. Mathiesen" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg" />Ærede konsuler,</p> <p>Det er for mig en stor fornøjelse at træffe jer for at informere jer lidt om situationen og udsigterne i Islands økonomi. Det kan i sandhed siges at vores lande bliver stadigt nærmere hinanden, både på grund af vores historiske forbindelser og samarbejdet på det europæiske økonomiske samarbejdsområde. En god forståelse af hinandens situation er derfor vigtigere end nogensinde.</p> <p>I de sidste år har man bemærket at islandske investorer er blevet meget synlige her i Danmark gennem køb af kendte virksomheder så som Magasin du Nord, Illums, FIH Erhvervsbank, Stirling Air og Maersk Air. Det må være positivt når modige investorer kommer udenad med kapital ind i et andet lands økonomi. Et gammelt nordisk ordsprog siger at en fremmed har skarpe øjne. Ganske ofte ser en som kommer udefra muligheder for at indføre nyheder som forbedrer konsumenternes kår, opmuntrer konkurrenterne og skaber værdi. Det vigtige er dog at jeg mener at den største forklaring på hvorfor dette overhovedet har været muligt ligger i de ændringer som man har indledet i den islandske økonomi i de sidste år. Disse har skabet forudsætningerne for den udvikling som vi har oplevet og som vi tror kommer at kendetegne udviklingen i de kommende år.</p> <p>Der findes et antal forklaringer på hvorfor den islandske økonomi står så stærkt som den gør og hvorfor islandske virksomheder har fået nok slagkraft til at kunne udvide sig udenfor landets grænser. Hvis man ser lidt længere tilbage kan man finde en del af forklaringen i at straks i den første halvdel af det sidste århundrede blev man overbevist at landets vigtigste naturresource var fiskebankerne rundt om Island. Året 1948 (nittenhundrede otte og fyrre) var et vendepunkt i den islandske nations kamp for økonomisk selvstændighed, da loven om en videnskabslig grundet udnyttelse af fiskebankerne på fastlandssokkelen trådte i kraft. Det endelige mål blev til sidst nået når vi fik en 200 sømil fiskerigrænse i 1975 (nittenhundrede fem og halvfjerds). Efter det kunne man bygge op et kvotesystem som ledte til en nytækning og gav nye muligheder for islandske rederier hvor man kunne rationalisere med synlige resultater, både på grund af muligheder til at ændre flådens sammensætning og gennem øgede investeringer i ny teknologi.<br /> Den anden store naturressource som vi har er fornybar energi og dens udnyttelse har ledet til udviklingen af energikrævende industri, først og fremmest smeltning af aluminium. Den første virksomhed, som i dag ejes af Alcan, startede op i 1970 (nittenhundred og halvfjerds). Den var den eneste aluminiumsfabrik i Island for en ganske lang periode selv om den blev forstørret. En anden fabrik, i dag ejet af Century Aluminum blev bygget i midten af halvfemserne. Den er ved at blive videre udbygget nu og samtidigt bygger Alcoa en endnu større fabrik i Østfjorderne. Den energi-intensive industri er på det sæt blevet en af økonomiens vigtigste søjler.</p> <p>På lidt kortere sigt er det på den anden side de ændringer som regeringen har lavet efter 1991 (nittenhundred en og halvfems) som forklarer de ændringer som man har oplevet i Island og specielt i islandsk forretningsliv. Man nedlagde et antal støtteordninger og offentlige fonde. Samtidigt blev man medlem af det europæiske økonomiske samarbejdsområde, som gav os adgang til Europas indre marked. Gennem det åbnede man for mange muligheder for islandske forretninger.</p> <p>Ifølge dette begyndte man for alvor at satse på at udvikle den islandske økonomi gennem privatisering af statslig virksomhed og skattesænkninger. Skattesænkninger på virksomheder og husholdningerne har vist at gennem disse kan man opnå en stærkere økonomi en man ellers ville men det er dog uden tvivl privatiseringen som har haft den største indflydelse på at Islands økonomi har kunnet realisere de muligheder man har gjort. Bankernes privatisering har specielt spillet en stor rolle i at muliggøre islandske virksomheders internationale ekspansion.</p> <p>Men la’ mig nu sige lidt om den islandske økonomi. Vi oplever i disse tider et opsving i økonomien der startede i 2003. Økonomisk vækst bliver stærkest i 2004 og i år (2005), op imod 6% hvert år, og man anser at den bliver også stærk næste år medens de støre pågående investeringsprojekter varer. I 2007 regner man derimod med at der bliver mindre vækst på grund af projekternes slut og mindre indenlandsk efterspørgsel.</p> <p>Væksten i 2004 og i år har været dreven af vækst i det private forbrug og investeringer til trods for stor import. Derfor regner man med at væksten bliver noget mindre i 2006 fordi man kommer at have mindre vækst i det private forbrug. Den største forklaring til dette er man regner med at kursen på den islandske krone kommer at blive lavere og det forringer vores købekraft i udlandet. Man regner med at bruttonationalproduktet forøges med 4,6% det år. I 2007, da de store investeringsprojekter er næsten færdige samtidigt som den indenlandske efterspørgsel formindsker regner man med en betydelig lavere vækst, på 2,5%.</p> <p>En uundværlig konsekvens af de store investeringsprojekter og forøget privatforbrug er et voksende underskud på betalingsbalancen som man regner med at bliver størst i år, lidt over 13% af BNP og lidt over 12% næste år. Samtidigt med øget eksport af aluminium og formindsket import kommer en fordrejning i udenrigshandelen at kendetegne den økonomiske udvikling i 2007. I vores langtidsprognose regner man med at betalingsbalancen kommer hurtigt tilbage og at den kommer at blive 2,5% af BNP i årene 2008-2010. Fordi vi regner med at det private forbrug kommer at trække tilbage er man ikke særligt bekymret over den store negative betalingsbalance som vi oplever nu. Vi tror at ifølge denne kortvarige ubalance i vores økonomi, imens de store investeringsprojekter foregår, kommer vi at opleve voksende økonomisk stabilitet.</p> <p>Jeg vil gerne pege på at den økonomiske politik har været stram. I år kommer overskuddet på statens finanser at blive omtrent 3% af BNP og 1% næste år. Jeg vil også nævne at økonomiens åbning samt international konkurrence har begrænset mulighederne for indenlandske aktører til at forhøje priser og løn. Fleksibilitet indenfor arbejdsmarkedet har ledet til øget produktivitet. Den islandske økonomis mulighed til at vokse uden at pris- og lønudvikling kommer ud af balance har derfor øget.</p> <p>Ledigheden har mindsket kraftigt og man regner nu med at den bliver 2% af arbejdskraften i 2006. Man har et pres på væksten udover økonomiens kapacitet (det så kaldte outputgab) men det kommer at formindske ganske hurtigt efter at investeringsprojekterne er færdige og da regner man med at ledigheden vokser igen.</p> <p>Den største forklaring til den inflation man har oplevet er en forhøjning af boligpriserne. Man regner med at inflationen bliver nærmest 4% i de næste år men at den kommer at formindske efter det. Det er korrekt at lønnene har vokset mere i Island en i vores nabolande i de sidste år men eftersom produktiviteten har også vokset har dette ikke skadet. De store, men tidsbundne investeringsprojekter kommer derfor ikke at lede til at stabiliteten bliver truet.</p> <p>Der er helt klart stor usikkerhed i at lave økonomiske prognoser. En af de største årsager til det er kronens kursudvikling. Med et så væsentligt underskud på betalingsbalancen kan man jo altid regne med at kursen bliver svækket. Selvom det kommer at ske, så som vi oplevede i 2000 og 2001, behøver man ikke være bange for at det kommer at have uheldige konsekvenser. I dette sammenhæng kan man pege på at til trods for husholdningernes og virksomhedernes store gæld står statens finanser særligt godt og den private formue har øget væsentligt samtidigt med øget frihed på finansmarkedet. Kursens svækkelse kan man også forudse og man kan derfor være parat for den.</p> <p>Det som er måske mest vigtigt er at økonomiens infrastruktur er stærk og dens fleksibilitet er stor. Årsagerne til det er mange. Man kan nævne at regeringen har indledet mange strukturændringer i de sidste femten år. Aktiviteten på vare- og servicehandelsmarkedet er blevet meget effektiv. Arbejdsmarkedet er meget fleksibelt. Rammen for den makroøkonomiske politik er blevet forbedret. I 2001 lod man Centralbanken tage op et inflationsmål og flydende kurs for kronen. Statens saldo har været positiv de fleste år i det sidste decennium og statens gæld har kommet ret meget ned som andel af BNP. Den er nu iblandt den laveste i OECD landene. Vores pensionssystem er for den største del bæredygtigt og det kommer at lede til mindre krav på det offentlige da vi kommer at opleve en øgning i andel ældre i de kommende årtier.</p> <p>Regeringen har i de sidste år arbejdet målbevist for at skabe en struktur for erhvervslivet som opmuntrer dets mod og kraft og som samtidigt leder til at det er til virksomhedernes gavn at holde sin lokalisering i Island selvom de er internationalt aktive og er til dels internationalt ejede.</p> <p>I kan høre at jeg ser frem til en positiv fremtid for Island. Jeg håber at forbindelserne mellem vores to nationer kommer at vokse fortsat gennem øget handel og integrering af vores økonomier.<br /> </p> <br /> <br />

2005-11-30 00:00:0030. nóvember 2005Ávarp fjármálaráðherra á málþingi Stofnunar stjórnsýslufræða

<p><img class="right" title="Árni M. Mathiesen" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg" /><em>Ávarp Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra á málþingi Stofnunar stjórnsýslufræða sem haldið var í samstarfi við starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins og félags forstöðumanna ríkisstofnana.</em></p> <p><strong>Góðir gestir!</strong></p> <p>Ég vil byrja á því að lýsa yfir ánægju minni með málþing þetta, <em>Betri stjórnendur - góðir starfshættir stjórnenda í opinberum stofnunum</em>, sem haldið er af Stofnun stjórnsýslufræða við HÍ og Félagi forstöðumanna í samstarfi við starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins og jafnframt lýsa ánægju minni með samstarf þessara aðila sem ég álít að sé samstarf sem við viljum hlúa að.</p> <p>Fyrir um 10 árum síðan settu stjórnarflokkarnir fram markmið undir samheitinu <em>Nýskipan í ríkisrekstri</em>. Þetta voru metnaðarfull markmið og til marks um það þá er enn unnið að framgangi þeirra. Gildir þá einu hvort unnið er að rafrænni stjórnsýslu, einkavæðingu, samruna stofnana eða kjarasamningum, markmiðið er alltaf hið sama, skilvirk stjórnsýsla og hagkvæmur rekstur til hagsbóta fyrir landsmenn alla.</p> <p>Til að koma þessum markmiðum í kring voru gerðar viðamiklar breytingar á lögum er snertu starfsumhverfi ríkisstofnana. Við það varð hlutverk forstöðumanna ríkisstofnana flóknara og viðameira þar sem þeim er ætlað stærra hlutverk í stjórnsýslunni en áður.<br /> <br /> Eitt helsta inntak <em>Nýskipunarinnar</em> er að heimfæra stjórnunaraðferðir einkamarkaðarins á opinberan markað og því hafa forstöðumenn ríkisstofnana ekki bara þurft að lesa ný lög heldur líka að tileinka sér nýjar og breyttar aðferðir innan nýs lagaramma. Það er því notkun nýrra aðferða á grundvelli breyttrar hugmyndafræði sem skiptir sköpum. Það er sú ögrun sem ríkisreksturinn stendur í raun frammi fyrir og er lagarammanum ætlað að styðja við það.</p> <p>Fjölmargir aðilar innan stjórnsýslunnar hafa komið að stuðningsaðgerðum við breytingarnar. Það sem einkennt hefur aðkomu þeirra er að hver og einn hefur sinnt sínu afmarkaða sviði en æskilegt er að horfa í ríkari mæli til heildarmyndarinnar.</p> <p>Eftir áratug frá framsetningu stefnunnar er að mínu mati kominn tími til að leggja mat á heildarframgang <em>Nýskipunarinnar</em>. Meta sóknarfærin og bæta úr ágöllunum. Veita stuðning þar sem hans er þörf og gera kröfur um betra starf þar sem það á við. Umbætur eru stöðugt starf, stöðug skylda stjórnsýslunnar. Við sem berum ábyrgð á stjórnsýslunni þurfum að sjá til þess að hún þróist í takt við breytingar í umhverfinu og helst að sjá breytingarnar fyrir. Í því ljósi verður áhugavert að heyra hvað Elisabeth Hvas hefur að segja um nýjustu hugmyndir Dana á þessu sviði.<br /> <br /> Margir sem hér eru kannast við þá viðamiklu viðhorfskönnun á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna sem gerð var árið 1998. Af hálfu Háskóla Íslands mun vera fyrirhugað að endurtaka að einhverju leyti þá könnun með sérstakri áherslu á hlut stjórnenda. Það er fengur að því að fá mat á því hvaða áhrif þessi stefnumörkun hefur haft á starfsemi stofnana ríkisins og því mikilvægt að fá fram sjónarmið aðila eins og Háskóla Íslands hvað varðar þróunina sem orðið hefur og næstu skref.</p> <p>Markmið okkar er að Ísland standi framarlega meðal þjóðanna, engin þjóð með ófullkomna löggjöf og stjórnsýslu nær langt í alþjóðlegu umhverfi nútímans. Í ljósi þess að nú eru ríflega 10 ár liðin frá því að <em>Nýskipan í ríkisrekstri</em> var ýtt úr vör, verður sjónum beint sérstaklega að því verkefni á ný. Það sem liggur fyrir á þeim vettvangi er að leggja fram tillögur um breytingar á stofnanakerfi og rekstri verkefna á grundvelli skilvirkni, hagkvæmni og betri þjónustu við borgarana. Jafnframt verður unnið að tillögum um mismunandi rekstrarform fyrir ríkisreksturinn eftir eðli verkefna. Þá er í fjármálaráðuneytinu unnið að aðgerðaráætlun sem ætlað er að efla ríkið sem kaupanda að þjónustu. Jafnframt er ég viss um að upp munu koma ný og spennandi úrlausnarefni eftir því sem verkefnið þróast.</p> <p>Allt þetta kallar á skarpari sýn á hlutverk og ábyrgð forstöðumanna. Ég hef sannfæringu fyrir því að málþing sem þetta hafi mikið að segja í því sambandi og muni skila okkur enn betri stjórnendum og enn betri starfsháttum stjórnenda í opinberum stofnunum.</p> <br /> <br />

2005-11-08 00:00:0008. nóvember 2005Sameiginlegur fundur fjármálaráðherra í Brussel

<p><em>Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 21/2005</em></p> <p>Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, sat fund fjármálaráðherra EFTA og ESB ríkjanna í dag þar sem fjallað var um atvinnusköpun, hagvöxt og hnattvæðingu. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, bauð EFTA ríkin velkomin á fundinn og sagði mikilvægt að ræða um hvað ríkin gætu gert til að bregðast við hnattvæðingunni, en hún gerir sömu kröfur til þeirra allra.</p> <p><img class="big" alt="Árni M. Mathiesen og Gordon Brown" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/frettir/arni-and-gordon.jpg" /></p> <p align="center"><strong>Árni M. Mathiesen og Gordon Brown</strong></p> <p>Árni veitti sendinefnd EFTA ríkjanna forystu og flutti erindi á ensku af því tilefni um sameiginlegar áherslur EFTA ríkjanna og góða reynslu Íslendinga af EES samningnum og skipulagsbreytingum í efnahagsmálum.</p> <p>Ráðherrar Noregs, Sviss og Liechtenstein tóku einnig til máls og þá Hollands, Slóveníu, Póllands og Bretlands. Það var sameiginleg niðurstaða ráðherranna að ljóst væri hvað þyrfti að gera, vandinn væri að koma því framkvæmd.</p> <ul> <li>Ræða Árna - <a href="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/frettir/Jobs-growth-and-globalisation.pdf">Jobs, growth and globalisation</a><br /> </li> </ul> <br /> <br />

2005-10-20 00:00:0020. október 2005Ávarp fjármálaráðherra á ráðstefnunni; Flatir skattar á Íslandi

<p><br /> <em>Ávarp fjármálaráðherra Árna M. Mathiesen á ráðstefnunni; Flatir skattar á Íslandi, haldin 20. október 2005.</em></p> <p><br /> <img class="right" title="Árni M. Mathiesen" alt="Mynd af Árna M. Mathiesen" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/ArniMMathiesen.jpg" />Góðir fundarmenn !</p> <p>Skattafyrirkomulag það sem við búum við á Íslandi í dag byggir á grunni þess skattkerfis sem var innleitt þegar staðgreiðsla á tekjuskatt einstaklinga var tekin upp árið 1988. Þá var innleidd sú hugmyndafræði að greidd skyldi sama tekjuskattsprósenta á allar tekjur einstaklinga og má segja að við höfum á undanförnum árum verið að sjá svipaða þróun í ýmsum löndum Austur-Evrópu. Fyrir 1988 hafði tekjuskattur einstaklinga hér á landi byggst á fjölþrepa skattkerfi þar sem tekjuskatturinn var greiddur eftir á. Þetta var mikil breyting til hins betra og er óhætt að fullyrða að þeir séu fáir, ef nokkrir, sem vildu snúa til baka.</p> <p>Við upphaf staðgreiðslukerfisins var tekjuskattshlutfall ríkisins 28,5% en hækkaði síðan jafnt og þétt næstu árin á eftir þannig að árið 1991 var þetta hlutfall orðið 32,8% og hafði því hækkað um 15%. Það var síðan með tilkomu fyrstu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar að stefnan var tekin í þá veru að snúa þessari þróun við sem hefur skilað okkur þeim árangri að skattar hafa lækkað umtalsvert á undanförnum árum og sér ekki fyrir endan á því ferli. Tekjuskattur ríkisins á einstaklinga verður kominn niður í 21,75% árið 2007 og verður því búinn að lækka um 34%. Þess ber þó að geta að á árinu 1995 var gerð breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga með yfirfærslu á hluta af tekjuskatti ríkisins yfir í útsvar sveitarfélaga sem felur þá í sér að raunlækkunin er 28%. Hátekjuskatturinn verður lagður niður frá og með næstu áramótum og sama má segja um eignaskattinn. Þá hefur fjármagnstekjuskatturinn, að undaskildum sköttum á vexti sem voru skattfrjálsir, verið lækkaður niður í 10%. Rétt er að taka það fram að útsvarið, er ekki talið með í þessum tölum en sveitarfélögin hafa í raun verið að fara í öfuga átt við ríkið í þessum efnum og mörg hver notað hvert tækifæri sem gefist hefur til hækkunar. Svo ég tali nú ekki um ólíka þróun í skuldsetningu ríkissjóðs og sumra sveitarfélaga þar sem mörg af stærri sveitarfélögum landsins hafa verið að margfalda skuldir sínar á meðan ríkið hefur verið að greiða niður sínar.</p> <p>Ef horft er til fyrirtækja þá hefur tekjuskattur á þau lækkað úr 45% niður í 18 % og eignaskattur hefur eins og hjá einstaklingum verið afnuminn. Þá heyrir sérstakur eignaskattur á fyrirtæki einnig sögunni til svo og aðstöðugjaldið sem var og hét.</p> <p>Eins og ég tæpti á hér á undan hefur umræða um svo kallaða flata skatta verið að ryðja sér til rúms að undanförnu. Hugtakið flatur skattur er reyndar talsvert fljótandi og ekki alltaf ljóst við hvað er átt. Annars vegar getur verið um að ræða hreina flata skatta þar sem tekjuskattur á einstaklinga og fyrirtæki auk skatts á virðisauka ber sömu skattprósentu. Hins vegar er líka talað um flata skatta þar sem tekjuskattur á einstaklinga ber einungis eina skattprósentu og gildir þá einu hvort skattgreiðendur njóta frítekjumarks eður ei. Hér heima hefur Viðskiptaráð Íslands verið duglegt að vekja athygli á hugmyndinni og þeirri hugmyndafræði sem flatir skattar byggja á og held ég að það sé ekki á neinn hallað að segja að þeir hafi dregið vagninn í umræðunni.<br /> <br /> Í flestum ef ekki öllum þeim blaðagreinum sem ég hef lesið að undanförnu um flata skatta hefur verið skýrt frá því að frumkvöðlar í skattlagningu af þessum toga séu fyrrum austantjaldslöndin þar sem Eistland hafi riðið á vaðið og sé nú í broddi fylkingar. Það er því ánægjulegt að við skulum fá tækifæri hér í dag að hlusta á framkvæmdastjóra viðskiptaráðs Eistland og heyra milliliðalaust hver reynsla þeirra sé og þá kannski sérstaklega hver reynsla atvinnulífsins er af þeirra kerfi.</p> <p>Það er samt engu að síður kannski svolítið kaldhæðnislegt að litið skuli til Eistlands sem frumkvöðuls á þessu sviði því um það leyti sem þeir voru að taka upp sitt kerfi flatra skatta 1994 þá vorum við að færast úr slíku kerfi yfir í fjölþrepa skattkerfi með innleiðingu hátekjuskattsins árið 1993. Það er þó ánægjulegt að vita til þess að við skulum vera komin á sporið á ný við að fella niður hátekjuskattinn.</p> <p>Í nýlegu tölublaði vikuritsins The Economist kemur skýrt fram að þær hugmyndir sem þar eru settar fram um flata skatta eru samskonar og tekjuskattskerfið á Íslandi. Það er að segja, að tekjuskattur byggi á einni skattprósenta og frítekjumarki. Í blaðinu kemur jafnframt fram að samkvæmt hugmyndum frá fulltrúa Adam Smith Institute er mögulegt að snúa frá fjölþrepaskattkerfi eins og þar er og koma á kerfi flatra skatta þannig að allir tekjuskattsgreiðendur komi betur út úr því.</p> <p>Flestir sem um þessi mál fjalla virðast vera sammála því að skattur af þessum toga virki sem vítamínssprauta inn í þau efnahagskerfi sem nú búa við hátt tekjuskattshlutfall og fjölþrepa skattkerfi. Í mínum huga er þetta engin spurning. Fjölþrepa skattkerfi og háir skattar yfir höfuð virka sem deyfilyf á þjóðfélög. Hins vegar geta rétt upp byggð skattkerfi verið hvetjandi og aukið þjóðfélögum mátt og megin. Það hefði getað orðið raunin þegar við tókum upp staðgreiðslukerfið ef menn hefðu ekki fallið í þá gryfju að hækka skatta. Umbyltingin fyrir Ísland varð fyrst við lækkun þeirra en þá má heldur ekki gleyma því að skattkerfið hér á landi er jafnframt tiltölulega einfalt, gegnsætt og skilvirkt sem er líka nauðsynlegt.</p> <p>Að baki nær öllum þeim skattabreytingum sem hér hefur verið lýst liggur eitt meginmarkmið, að gera íslenskt skattumhverfi samkeppnishæft við það&nbsp; sem er að finna í okkar helstu samkeppnislöndum og helst samkeppnishæfara. Ég leyfi mér að fullyrða að það hafi tekist, jafnvel þótt að vegna þróunar annarsstaðar hafi eitthvað dregið saman með okkur og öðrum þjóðum að undanförnu. Ekki má þó skilja orð mín þannig að engra úrbóta sé þörf á íslenskum skattumhverfi í bráð og lengd. Þvert á móti. Við verður ávallt að gæta þess að vera á tánum gagnvart nauðsynlegri aðlögun að breyttu umhverfi í síbreytilegum heimi þar sem landamæri þekkjast tæpast lengur og einstaklingar og fyrirtæki færa sig auðveldlega um set á einni nóttu.</p> <p>Vegna þeirrar miklu gerjunar sem nú á sér stað allt í kringum okkur hef ég ákveðið að skipa nefnd sem hefur það hlutverk að fara yfir skattkerfið til að varpa ljósi á hvaða þættir það eru sem gera Ísland samkeppnishæft og skilvirkt. Nefndin mun jafnframt hafa það hlutverk að skoða hvað er að gerast í þessum efnum í löndunum í kringum okkur. Ekki bara þeim löndum sem við helst berum okkur saman við, heldur líka í þeim löndum sem ekki eru föst í viðjum skattahugsana vestrænna ríkja. Í þeim ríkjum blása ferskir vinda og því ber okkur að horfa til þessara landa og taka mið af því sem þar er að gerast. Útgangspunktur í starfi nefndarinnar verður tekjuskattur einstaklinga og fyrirtækja en aðrir þættir skattkerfisins verði skoðaðir líka því ekki er hægt að gera þetta svo vel sé án þess að sjá heildar myndina.</p> <p>Formaður nefndarinnar verður Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur, jafnframt verða skipaðir sérfæðingar á sviði skattamála auk þess sem aðilar vinnumarkaðarins og viðskiptalífsins fá tækifæri til þess að tilnefna fulltrúa.</p> <p>Ég vil að lokum lýsa yfir ánægju minni með þetta framtak Viðskiptaráðsins sem hefur margoft sýnt mikið frumkvæði og áræði í störfum sínum sem nýst hefur atvinnulífinu og stjórnmálamönnum í vinnu sinni fyrir og með viðskiptalífinu.<br /> </p>

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira