Hoppa yfir valmynd

Stök ræða fyrrum fjármálaráðherra

08. nóvember 2005 Fjármála- og efnahagsráðuneytiðÁrni M. Mathiesen, fjármálaráðherra 2005-2009

Sameiginlegur fundur fjármálaráðherra í Brussel

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 21/2005

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, sat fund fjármálaráðherra EFTA og ESB ríkjanna í dag þar sem fjallað var um atvinnusköpun, hagvöxt og hnattvæðingu. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, bauð EFTA ríkin velkomin á fundinn og sagði mikilvægt að ræða um hvað ríkin gætu gert til að bregðast við hnattvæðingunni, en hún gerir sömu kröfur til þeirra allra.

Árni M. Mathiesen og Gordon Brown

Árni M. Mathiesen og Gordon Brown

Árni veitti sendinefnd EFTA ríkjanna forystu og flutti erindi á ensku af því tilefni um sameiginlegar áherslur EFTA ríkjanna og góða reynslu Íslendinga af EES samningnum og skipulagsbreytingum í efnahagsmálum.

Ráðherrar Noregs, Sviss og Liechtenstein tóku einnig til máls og þá Hollands, Slóveníu, Póllands og Bretlands. Það var sameiginleg niðurstaða ráðherranna að ljóst væri hvað þyrfti að gera, vandinn væri að koma því framkvæmd.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum