Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Steingríms J. Sigfússonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2011-12-10 00:00:0010. desember 2011Ótvíræður árangur - grein fjármálaráðherra um fjárlög ársins 2012

<p><em>Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, ritaði grein sem birtist í vikunni í Fréttablaðinu. Í greininni rekur fjármálaráðherra þann ótvíræða árangur sem náðst hefur í rekstri ríkissjóðs við afar erfið skilyrði, hvernig hefur náðst að minnka halla ríkissjóðs tífalt, hvernig sú vinna hefur skapað skilyrði til að mæta útgjöldum vegna tímabærra kjarabóta, hækkanir á bótum og lífeyri og um þá staðreynd að hvergi&#160; var hvikað frá varðstöðunni um velferðarkerfið við gerð fjármálafrumvarpsins 2012.</em><br /> </p> <div> Ánægjulegt er að nú sér senn fyrir endann á gríðarlega erfiðum árum í rekstri ríkissjóðs Íslands. Á sama tíma berast okkur fréttir um baráttu ríkisstjórna í fjölmörgum ríkjum heimsins fyrir því að koma erfiðum og í senn mikilvægum aðgerðum á sviði ríkisfjármála í framkvæmd. Þessar ríkisstjórnir eru nú margar hverjar í svipaðri stöðu og núverandi ríkisstjórn var í þegar hún tók við í byrjun febrúar 2009 þó mér sé til efs að nánast nokkrar þeirra hafa þurft að glíma við viðlíka aðstæður og komu upp hér á landi.<br /> <br /> Með fjárlögum ársins 2012 sem Alþingi samþykkti í vikunni var stigið mikilvægt skref að hallalausum ríkisrekstri. Gera fjárlögin ráð fyrir rúmlega 20 milljarða króna halla eða 1,16% af vergri landsframleiðslu. Hallinn á næsta ári verður því tífalt minni en hann var þegar núverandi ríkisstjórn tók við ríkisfjármálunum. Árið 2008 var hann 216 milljarðar, 140 árið 2009, 120 árið 2010 og 46 á þessu ári. Þessi þróun sýnir þann árangur sem náðst hefur og hversu stutt er í að ríkisfjármálin verði kominn á sjálfbæran grunn. Umbyltingin hefur þó ekki orðið án fórna því ríkisstjórnin hefur þurft grípa til mikilla aðhalds- og tekjuöflunaraðgerða sem reynt hafa á almenning í landinu.<br /> <br /> <strong>Launa- og bótahækkanir</strong> </div> <div> <br /> Sá mikli árangur sem þegar hefur náðst við að ná niður fjárlagahallanum hafa meðal annars skapað nægilegt svigrúm til að mæta útgjöldum vegna tímabærra kjarabóta. Síðastliðið vor náðist samkomulag á vinnumarkaði um talsverðar launahækkanir næstu árin. Hafa þær umtalsverðan kostnaðarauka í för með sér fyrir ríkið vegna hækkana hjá opinberum starfsmönnum auk verulegra hækkana til almannatrygginga- og atvinnuleysisbóta. Fjárlög 2012 gera ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs við þessar hækkanir og verðlags- og gengisuppfærslur nemi 26,8 milljörðum króna.<br /> <br /> Samhliða samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins var ráðist í umtalsverðar hækkanir á lífeyri, örorku- og atvinnuleysisbótum. Þannig hækkaði grunnlífeyrir, aldurstengd örorkuuppbót, tekjutrygging og heimilisuppbót um 8,1% frá 1. júní 2011. Með því hækkaði lágmarkstrygging þeirra sem hafa engar tekjur aðrar en bætur almannatrygginga um 12.000 krónur. Grunnatvinnuleysisbætur hækkuðu einnig um 12.000 krónur í tæpar 162.000 krónur á mánuði.<br /> <br /> Til viðbótar þessum bótaflokkum var ráðist í hækkanir á endurhæfingarlífeyri, barnalífeyri, uppbót á lífeyri og sérstakri uppbót til framfærslu, vasapeningum og örorkustyrk um 8,1%. Sama máli gegnir um mæðra- og feðralaun, umönnunargreiðslur, maka- og umönnunarbætur, barnalífeyri vegna menntunar, dánarbætur, foreldragreiðslur, fæðingarstyrk og ættleiðingarstyrki. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir áframhaldandi hækkunum á alla þessa flokka þ.m.t. laun umfram verðlagsþróun þannig að sú kaupmáttaraukning sem hófst með þessum aðgerðum heldur áfram, ekki síst sökum þess að persónufrádráttur verður nú að fullu verðtryggður. Til viðbótar þessu má loks geta að fjárlög 2012 gera áfram ráð fyrir útgreiðslu vaxtabóta upp á 18 milljarða króna.<br /> <br /> Ýmsir hafa spurt hvers vegna ekki sé gengið enn lengra í fyrrgreindum hækkunum en vart verður séð annað en allt það svigrúm sem ríkisstjórninni hefur tekist að skapa þrátt fyrir fordæmalausar aðstæður í ríkisfjármálum hafi verið nýtt til þessa. Þá ber að hafa í huga að ríkisstjórnir fyrri tíma og við auðveldari efnahagsaðstæður hafa ekki treyst sér til viðlíka hækkana í þessum efnum.<br /> <br /> <strong>Varðstaða um velferðarkerfið</strong> </div> <div> <br /> Ríkisstjórnin, og reyndar Alþingi allt, hefur lagt ríka áherslu á að verja velferðarsamfélagið í gegnum þessa erfiðu tíma. Við vinnslu fjárlagafrumvarps ársins 2012 var, eins og undanfarin ár, forgangsraðað í þágu velferðar og almannaþjónustu og aðferðafræði sem felur í sér flatan niðurskurð útgjalda ekki viðhöfð. Viðmið um samdrátt í útgjöldum voru 3% í almennum rekstri og stjórnsýslu, en 1,5% í velferðarmálum, s.s. heilbrigðisþjónustu, skólamálum, löggæslu, bótakerfum og sjúkratryggingum. Við meðferð Alþingis á frumvarpinu var ákveðið að ganga enn lengra í þessa átt og var dregið úr aðhaldskröfu á heilbrigðiskerfið sérstaklega líkt og gert var árið 2010. Hefur ríkt pólitísk samstaða um að sé þess kostur að draga enn frekar úr aðhaldskröfu á velferðarliði sé það fyrst gert á sviði heilbrigðismála.<br /> <br /> <strong>Sterkur efnahagsbati</strong> </div> <div> <br /> Eftir efnahagshrunið og nú síðustu misserin hefur enginn hörgull verið á spámönnum sem hrópa hátt um að allt muni eða sé að fara á versta veg. Oft eru þetta þeir sömu og lokuðu augum og eyrum fyrir öllum viðvörunarmerkjum fyrir hrun. Var því meðal annars spáð að með samþykki fjárlagafrumvarps yfirstandandi árs myndi kreppan dýpka með tilheyrandi skelfingu fyrir hið opinbera, heimili og fyrirtæki. Sem betur fer hefur sú spá ekki ræst fremur en margar aðrar í þessa veru. Um það vitna nýjustu tölur Hagstofunnar sem kynntar voru í vikunni.<br /> <br /> Efnahagsbatinn á fyrstu níu mánuðum ársins var sterkari en bjartsýnustu greiningaraðilar þorðu að spá. Í nóvember á síðasta ári var gert ráð fyrir hagvexti upp á 2% fyrir árið 2011 en nýjustu tölur Hagstofunnar benda til að hann hafi orðið 3,7% á fyrstu níu mánuðum ársins. Á milli annars og þriðja ársfjórðungs er vöxturinn nær ævintýralegur eða upp á 4,7%. Til að setja þessa tölu í samhengi þá er vöxturinn á þriðja ársfjórðungi innan ríkja ESB að meðaltali 0,3% og mesti hagvöxtur meðal þeirra mældist hjá Rúmeníu upp á 1,8%.<br /> Efniviður heimsendaspámanna til að berja í landsmenn bölmóðinn, svartsýni og sundurlyndi fer sífellt minnkandi. Á aðeins þremur árum hefur Ísland endurheimt efnahagslegt sjálfstæði sitt eftir hrunið 2008 og stefnir markvisst í átt að hallalausum ríkisbúskap og traustari forsendum fyrir sjálfbærum vexti efnahagslífsins. Því ber að fagna um leið og rétt og skylt er að viðurkenna að mörg erfið verkefni bíða engu að síður úrlausnar.<br /> <br /> Við erum sannanlega á réttri leið en ekki komin alla leið í mark. Við þurfum að örva fjárfestingu og ná niður atvinnuleysi, gera fjármál ríkis og sveitarfélaga betur og að fullu sjálfbær, treysta forsendur velferðarsamfélagsins til framtíðar litið eins og efni frekast leyfa, hlúa að umhverfinu og okkur sjálfum. En, eftir það sem á undan er gengið er okkur engin vorkunn að klára þau verkefni.<br /> <em><br /> Steingrímur J. Sigfússon</em><br /> </div>

2011-12-05 00:00:0005. desember 2011Ávarp ráðherra á Innkaupadegi Ríkiskaupa 2011

<p><em>Fjármálaráðherra flutti ávarp á Innkaupadegi Ríkiskaupa þann 29. nóvember síðastliðinn. Í ávarpi sínu fjallaði ráðherra m.a. um markmið stjórnvalda er að halda áfram að þróa aðferðir til að auka gagnsæi og hagkvæmni við opinber innkaup og þá vinnu sem fjármálaráðuneytið er að leggja af stað með í því að endurskoða innkaupastefnu ríkisins en við þá vinnu verður hugað að ýmsum nýjum þáttum á borð við hvernig unnt er að nýta opinber innkaup til nýsköpunar í atvinnulífinu og samfélagslega ábyrgð með vistvænum innkaupum. Hér má lesa ávarpið í heild sinni.</em></p> <p>Ágætu gestir</p> <p>Það er mér ánægjuefni að koma hér á Innkaupadag Ríkiskaupa. Ég vona að þið hafið átt góðan fund hér í morgun og að umræða dagsins muni styrkja umhverfi opinberra innkaupa.</p> <p>Opinber innkaup og umgjörð þeirra eru mikilvægt tæki til að efla ráðdeild og gagnsæi í opinberum rekstri og því nauðsynlegt að viðhalda stöðugri umræðu og fræðslu um þennan málaflokk. Mikilvægi opinberra innkaupa verður seint ofmetið og á&#160; dagskránni hér í dag sést hvað málaflokkurinn teygir anga sína víða.</p> <p>Rekstur opinberrar þjónustu, er eitt mikilvægasta verkefni sem stjórnmálamönnum er falið. Innkaup eru stór hluti af útgjöldum ríkisins. Talið er 14-16% af þjóðarframleiðslu falli undir opinber innkaup eða sem samsvarar 220-240 milljörðum króna og þar af séu innkaup ríkisins 150-170 milljarðar. Það er því ljóst að undirliggjandi hagsmunir af hálfu ríkisins eru miklir og mikilvægt að ítrustu hagkvæmni sé gætt og ástæða til veita málaflokknum fulla athygli í rekstri ríkisins.</p> <p>Fjármálaráðuneytið ber ábyrgð á undirbúningi löggjafar, almennri stefnumótun og eftirfylgni gagnvart ráðuneytum og stofnunum varðandi opinber innkaup. Í samskiptum ríkis og einkaaðila við innkaup þarf í meginatriðum að huga að þremur þáttum:</p> <ul> <li>Lagalegt umhverfi þarf að vera einfalt, gagnsætt og traust.</li> </ul> <ul> <li>Stefna ríkisins í innkaupamálum þarf að vera skýr og meðvituð af öllum sem annast innkaup af hálfu&#160;&#160; ríkisins</li> </ul> <ul> <li>Að lokum er nauðsynlegt að framkvæmd innkaupa sé byggð á sérhæfingu og þekkingu.</li> </ul> <p><span>Innkaup ríkisins eru stór hluti af hagkerfinu og því skiptir máli hvernig þessum innkaupamætti er beitt. Við þekkjum það að stofnanir ríkisins búa við kröfu um hagræðingu og í mörgum tilvikum lægri fjárveitingar til að sinna verkefnum sínum. Þetta umhverfi kallar&#160; á hagkvæmni í innkaupum. Af hálfu stjórnvalda er gerð krafa um að stofnanir nýti þau verkfæri sem í boði eru til að stuðla að þessu markmiði s.s. í gegnum magninnkaup með rammasamningum Ríkiskaupa. Þá hafa ýmis önnur verkfæri verið þróuð m.a. með</span> <span>lagabreytingu sem gerð var s.l. vor á lögum um opinber innkaup þar sem mótuð var umgjörð fyrir sameiginleg útboð í samstarfi við erlenda kaupendur á EES svæðinu. Slík sameiginleg útboð gera mögulegt að ná fram stærðarhagkvæmni ásamt því að afla tilboða frá fleiri fyrirtækjum og stuðla þannig að virkari samkeppni við opinber innkaup en mögulegt er við útboð hérlendis.</span></p> <p>Markmið stjórnvalda er að halda áfram að þróa aðferðir til að auka gagnsæi og hagkvæmni við opinber innkaup.</p> <p>Ríkisendurskoðun hefur á undanförnum misserum sýnt opinberum innkaupum áhuga og birt skýrslur um úttektir sínar. Í þessum skýrslum hafa komið fram margar gagnlegar og réttmætar athugasemdir. Ábendingar Ríkisendurskoðunar eru til þess fallnar að styrkja umgjörð innkaupa hjá hinu opinbera. Ríkisendurskoðun hefur m.a. lagt áherslu á að auka þurfi vægi innkaupamála í starfsemi ráðuneyta og stofnana, að efla þurfi kynningu og eftirlit, að innkaupastefnu verði beitt sem virku stjórntæki, að meta þurfi árangur reglulega, samræma þurfi reglur um notkun rammasamninga og að setja þurfi siðareglur um opinber innkaup. Margar þessara athugasemda styðja við þá stefnumörkun og áherslur sem ráðuneytið og Ríkiskaup hafa lagt, og eru okkur mjög gagnlegar í eftirfylgni við framkvæmd innkaupa.</p> <p>Ríkisendurskoðun hefur jafnframt birt skýrslur um framkvæmd innkaupa hjá ákveðnum stofnunum og bent á hvað betur má fara.</p> <p>Ljóst er að það er ekki sér íslenskt fyrirbæri að ekki sé í öllu farið eftir innkaupareglum. Þannig hefur Evrópusambandið sett fram tilskipun sem varðar eftirlit, viðurlög og fullnustu reglna á sviðið opinberra innkaupa. Hér á landi verður þessi tilskipun innleidd í íslensk lög á grundvelli EES-samningsins. Með innleiðingu þessarar tilskipunar verða miklar breytingar á umhverfi opinberra innkaupa.</p> <p>Ákvæði tilskipunarinnar fela í sér meginreglur heildstæðs réttarvörslukerfis sem segja má að byggi á eftirfarandi grunnviðhorfum:</p> <ul> <li>Kaupandi sem kaupir inn án útboðs má búast við því að samningur hans verði lýstur óvirkur með þeim afleiðingum að hann verði að endurtaka innkaup með löglegum hætti.</li> </ul> <ul> <li>Kaupandi sem gerir samning án þess að bjóðendum gefist færi á að fá skorið úr lögmæti ákvörðunar hans má búast við því að samningur hans verði lýstur óvirkur með sömu afleiðingum.</li> </ul> <ul> <li>Kaupandi sem brýtur gegn reglum með þeim hætti sem lýst er hér að framan án þess að skilyrðum sé fullnægt til að lýsa samning óvirkan má búast við álagningu stjórnvaldssekta og/eða styttingu samnings.</li> </ul> <p>Skilaboð tilskipunarinnar til kaupenda eru því einfaldlega þau að brot gegn reglum um opinber innkaup borgi sig ekki. Að því er varðar innkaup sem gerð eru alfarið án útboðsauglýsingar og viðeigandi innkaupaferils eru núgildandi lög fáorð og því munu þessu lög breyta miklu um framkvæmd innkaupa. Þær breytingar sem hér er verið að innleiða munu hafa mikil áhrif á umhverfi opinberra innkaupa og hvet ég alla til að kynna sér þær vel. Nú sem endranær er mikilvægt að framkvæmdaraðilar þekki þær reglur og verkferla sem um opinber innkaup gilda.</p> <p>Málefni opinberra innkaupa eru í stöðugri þróun. Það er hlutverk stjórnvalda að marka almenna stefnumótun en það er á ábyrgð stjórnenda og starfsmanna ríkisstofnana að innleiða markmiðin í sínum daglega rekstri.</p> <p>Fjármálaráðuneytið er&#160; nú að leggja af stað í vinnu sem miðar að því að endurskoða innkaupastefnu ríkisins. Við þá vinnu verður hugað að ýmsum nýjum þáttum sem nauðsynlegt er að skoða í samhengi við opinber innkaup. Vil ég sérstaklega nefna tvö atriði í þessu sambandi:</p> <p>Í fyrsta lagi að skoða hvernig unnt er að nýta opinber innkaup til <strong>nýsköpunar í atvinnulífinu</strong> þannig að kaupendur að opinberri þjónustu leiti eftir nýjum lausnum og gefi bjóðendum tækifæri til að þróa nýjar lausnir sem til lengri tíma leiði til aukinnar hagræðingar og þróun á þjónustu.<span>&#160;</span></p> <p>Í öðru lagi vil ég nefna <strong>samfélagslega ábyrgð</strong> þar á meðal <strong>vistvæn innkaup</strong> þar sem gerðar eru kröfur og hvatt til að lausnir sem bjóðast opinberum aðilum í innkaupum stuðli að jákvæðum áhrifum á umhverfið. Nú þegar hafa fyrstu skref verið stigin í að innleiða vistvæna innkaupastefnu hjá hinu opinbera. Á fyrsta stigi er m.a. gert ráð fyrir fræðslu til lykilfólks í innkaupum, að gerð sé innkaupagreining og á grundvelli hennar sett fram skýr markmið um vistvæn innkaup hjá hverri stofnun.</p> <p>Oft er litið til opinberra innkaupa varðandi framgang tiltekinna markmiða við uppbyggingu í atvinnulífinu. Þetta er fullkomlega eðlilegt þar sem innkaup hins opinbera eru stór hluti af hagkerfinu eins og ég kom að hér áðan. Á vettvangi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á sér stað heildarmat á evrópsku löggjöfin varðandi opinber innkaup. Meðal tillagna er að einfalda regluverkið í kringum opinber innkaup og innleiða sérstök ákvæði í lagaumhverfi innkaupa um sérstakan aðgang smærri og meðalstórra fyrirtækja í þeim tilgangi að stuðla að uppbyggingu þeirra. Fjármálaráðuneytið mun fylgjast vel með þessari þróun og miðla eins og kostur.</p> <p>Eins og við vitum öll þá er málaflokkurinn opinber innkaup stór og mikilvægur liður í rekstri ríkisins. Í ljósi umfangsins eru hagsmunir ríkisins og markaðarins umtalsverðir.&#160;</p> <p>----------------------------</p> <p><span>Á undanförnum árum hefur verið unnið ötult starf í því að auka þekkingu og skýra stefnumótun í þessum málaflokki. Þar hafa Ríkiskaup gegnt veigamiklu hlutverki. Ég vil að lokum fá að nota þetta tækifæri til að þakka Júlíusi Ólafssyni fyrir vel unnin störf sem forstjóri Ríkiskaupa en Júlíus lætur af störfum nú um áramótin. Á þeim átján árum sem Júlíus hefur stýrt Ríkiskaupum hafa orðið miklar breytingar á vettvangi opinberra innkaupa.</span> <span>Á þeim tíma hefur hann þróað Ríkiskaup frá því að vera innkaupastofnun yfir í það að vera framsækin eining sem hefur verið ötul við að þróa nýjar innkaupaleiðir og tækni. Við þá uppbyggingu skiptir miklu meðvitund hans um þau áhrif sem ríkið getur haft á markaðinn og að þær innkaupaleiðir sem valdar eru styðji við hann og efli samkeppni. Gott dæmi þar um er innleiðing rammasamningana sem þróaðar hafa verið þannig að þeir bæði styrkja ríkið sem kaupanda og stuðla jafnframt að uppbyggingu markaðarins á viðkomandi sviði. Ekki verður heldur hjá því komist að geta þess brautryðjendastarfs sem Júlíus hefur unnið í rafrænum innkaupum og lagður var með innkaupakorti og markaðstorgi.</span> <span>Sá grunnur mun gera okkur mun auðveldara að ná enn frekari frekari árangri á því sviði. Margt fleira mætti nefna en hafðu þakkir fyrir þitt framlag til þessa mikilvæga málaflokks.</span></p> <p>Góðir fundarmenn. Ég vona að innkaupadagur Ríkiskaupa styrki og efli þennan mikilvæga málaflokk og tryggi markvissan árangur og skilvirkni í innkaupum.</p> <p><br /> </p> <p>Takk fyrir.</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2011-11-10 00:00:0010. nóvember 2011Nýsköpun í atvinnumálum - grein ráðherra

<p><em>Áhrif laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki í formi skattaafsláttar eru nú að koma í ljós. Heildarfjárhæð skattaafsláttarins vegna umsvifa fyrirtækja sem starfa á sviði nýsköpunar, rannsókna og þróunar á árinu 2010 nam hátt í hálfum milljarði króna. Af því tilefni lagði fjármálaráðherra nýverið fram minnisblaði í ríkisstjórn um niðurstöðuna og skrifaði grein þann 9. nóvember í Fréttablaðið um áhrif laganna. Grein ráðherra birtist hér.</em></p> <p>Áhersla ríkisstjórnar VG og Samfylkingar í atvinnumálum hefur m.a. verið að styðja við nýsköpun og vöxt sprotafyrirtækja sem lið í að auka fjölbreytni og leggja grunn að heilbrigðum og sjálfbærum vexti efnahagslífsins. Slík nýsköpun er ekki og á ekki að vera bundinn við einkageirann og þannig voru t.d. afhent á dögunum fyrstu verðlaunin og viðurkenningar fyrir nýsköpun í starfsemi og rekstri hjá hinu opinbera. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að umhverfi sprota – og nýsköpunarfyrirtækja verði bætt með breytingu á skattalögum þannig að styðja megi við bakið á rannsóknar- og og þróunarstarfi. Við þetta hefur verið staðið og nú liggur árangurinn eftir fyrsta heila árið fyrir.</p> <p>Í október 2009 lagði undirritaður fram frumvarp til laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki í formi skattaafsláttar<a id="G1M1" name="G1M1">. Frumvarpið varð að lögum nr. 152/2009 og er markmið þeirra að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja</a>. Lögin tóku gildi á árinu 2010 og ná þá í fyrsta sinn til heils rekstrarárs. Áhrif skattafsláttarins koma hins vegar ekki fram fyrr en nú í lok október 2011 við álagningu opinberra gjalda á lögaðila vegna rekstrarársins 2010. Í grófum dráttum er afslátturinn allt að 20% af útlögðum kostnaði vegna rannsókna og þróunar hjá nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem fengið hafa staðfestingu Rannís sem slík, þó upp að ákveðnu hámarki. Afslátturinn er útborganlegur að því marki sem hann er hærri fjárhæð en þau opinberu gjöld sem lögð eru á umsækjanda skattafsláttarins eftir hefðbundna skuldajöfnun.</p> <p>&#160;Nú liggur fyrir að heildarfjárhæð skattaafsláttarins vegna umsvifa á þessu sviði á árinu 2010 nam hátt í hálfum milljarði króna.</p> <p>&#160;Alls áttu 53 lögaðilar rétt á skattafslætti vegna kostnaðar við nýsköpun á árinu 2010 samkvæmt álagningu ársins 2011. Flest fyrirtækin, eða 48 talsins, fengu alla afsláttarfjárhæðina endurgreidda, eða samtals 440,9 m.kr. Af fyrirtækjunum 53 eru 39 skráð í Reykjavík, 13 í skattumdæmi Reykjaness og eitt fyrirtæki á Vest­fjörðum. Meðalafsláttur á fyrirtæki er 9,2 m.kr sem þýðir að meðalstærð verkefnis er 46 m.kr. Þegar rýnt er í skiptingu skattafsláttarins eftir atvinnugreinum má sjá svart á hvítu þá ánægjulegu staðreynd að&#160; fyrirtæki sem starfa við nýsköpun og hlotið hafa skattaafsláttinn starfa á mjög fjölbreyttu sviði. Mjög mörg þeirra fást við hugbúnaðargerð eða hugbúnaðar tengda starfsemi og taka þau til sín yfir 40% allrar endurgreiðslnanna. Einnig er gróska t.d. í rannsóknar- og þróunarstarfi í líftækni, verkfræði og tækjaframleiðslu á búnaði til prófana og leiðsagnar og verkefnum á sviði matvælaframleiðslu og sorpsöfnunnar. Svona mætti lengi áfram telja.</p> <p>En stuðningur við nýsköpun er að sjálfsögðu ekki eingöngu fólgin í skattafslætti vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Allt starfsumhverfið og stuðningskerfið skiptir þar máli. En, skattaafslátturinn er viðbót og með honum eykst stuðningur ríkissjóðs verulega við nýsköpunarfyrirtæk, ekki síst í ljósi þess að stærstur hluti fjárhæðarinnar er greiddur út sem beinn styrkur. Til samanburðar er framlag ríkissjóðs til Tækni­þróunar­sjóðs, sem einnig hefur það hlutverk að styðja við rannsóknir, þróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins, samtals 720 m.kr. í fjárlögum ársins 2011. Það þýðir að skattafslátturinn nemur tveimur þriðju hlutum af framlagi Tækniþróunarsjóðs og eykur þar með beint framlag ríkisins til nýsköpunarfyrirtækja um rúmlega 67% á þessu ári. Samanlögð framlög ríkisins til rannsókna, þróunar og nýsköpunar í þágu atvinnulífsins gegn um þennan tvíþætta farveg, nema því 1.205,6 m.kr. á árinu 2011.</p> <p>Með öðrum orðum, það verður tæpast annað sagt en að umrædd lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki hafi náð yfirlýstum tilgangi sínum um að örva nýsköpun, fjölga störfum og stuðla að verðmætaaukningu í efnahagslífinu. Landfræðileg dreifing umsækjenda er að vísu nokkuð umhugsunarefni en vonandi fjölgar enn í hópi þeirra sem nýta sér þennan möguleika í ár og fyrirtæki út öllum landshlutum verða með þegar gert verður upp að ári.</p> <p>&#160;Á tímum þegar samfélagsleg umræða einkennist á köflum óhóflega mikið af sundurlyndi og bölmóði, ekki síst í umfjöllun um atvinnumál, er ekki úr vegi að vekja athygli á því sem vel er að takast. Hér hefur ríkisstjórnin sannarlega staðið við sitt og mætt jákvæðu andrúmslofti og samstarfsvilja þeirra sem mest sýsla við nýsköpunar- og þróunarmál. Þannig þarf að sameina kraftana á fleiri sviðum og leggja sameiginlega lóð á vogarskálar uppbyggingar og bjartsýni.</p> <p><br /> </p> <p>Höfundur er fjármálaráðherra.</p> <p>&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p><strong><em>&#160;</em></strong></p> <p><strong><em>&#160;</em></strong></p> <p><strong><em>&#160;</em></strong></p> <p><strong>&#160;</strong></p> <p><strong>&#160;</strong></p> <p>&#160;</p>

2011-10-11 00:00:0011. október 2011Ísland á tímamótum! - leggja allir sitt af mörkum?

<p><em>Grein Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, með yfirskriftinni „Ísland á tímamótum! - leggja allir sitt af mörkum?“ birtist í Fréttablaðinu 10. október. Þar fer fjármálaráðherra yfir gagnrýni sem fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2012 hefur mætt af hálfu aðila vinnumarkaðarins. Hér má lesa greinina.</em></p> <p><strong>Ísland á tímamótum ! -leggja allir sitt af mörkum á lokasprettinum?</strong></p> <p>Þrjú ár eru liðin frá hruninu. Tíminn er fljótur að líða og það fennir í sporin. Þar á meðal hefur e.t.v. gleymst að rætt var opinskátt um hættuna á þjóðargjaldþroti og sjálfur himnafaðirinn beðinn að blessa landið. Ísland var á brún þjóðargjaldþrots í reynd fram í síðari hluta aprílmánaðar 2010 og var ekki sýnt hvernig úr rættist.<br /> </p> <p>Staða okkar var erfið á þessum tíma. Öll lánafyrirgreiðsla til Íslands var frosin föst, gjaldeyrisforði takmarkaður og útbreitt vantraust og vantrú á getu Íslands, í ljósi dapurlegrar reynslu frá misserunum fyrir hrun, til að takast á við vandann. Skuldatryggingaálag á Ísland var í grískum himinhæðum og við skoruðum hátt á lista þeirra 10 þjóða sem líklegastar væru til að komast í þrot.<br /> <br /> </p> <p>En það tókst að vinna úr málum þannig að öll slík umræða er þögnuð. Enginn efast lengur um að Ísland mun hafa sig út úr erfiðleikunum og það hefur orðið alger umsnúningur í umfjöllun um Ísland á alþjóðlegum vettvangi. Í staðinn fyrir að vera hið heimsþekkta dæmi um land sem missti algerlega tökin á sjálfu sér í hrokafullri sjálfsupphafningu meints nýrikis og græðgi, í staðinn fyrir að sitja í skammarkróknum, er nú fjallað af virðingu um hvernig okkur hefur tekist að snúa hlutum til betri vegar. Og það eru allir að leggja sitt af mörkum, er það ekki?</p> <p><strong>Fjárlagafrumvarp og ríkisfjármálaáætlun</strong></p> <p>Ýmsir og þar á meðal aðilar vinnumarkaðarins, hafa tjáð sig um nýframkomið fjárlagafrumvarp. Færri hafa rætt um áætlun í ríkisfjármálum til næstu 4 ára sem birtist í ritinu Ríkisbúskapurinn 2012-2015. Hvoru tveggja sýnir þó að náðst hefur gríðarlegur árangur í að ná tökum á hallarekstri og skuldasöfnun ríkisins. Þrátt fyrir að hrunið orsakaði fall landsframleiðslu upp á rúmlega 10% hefur eftirfarandi árangur náðst: Hallinn var upp á 216 milljarða 2008, 140 milljarða 2009, 123 milljarða 2010 og er áætlaður að verði 42 milljarðar í ár og að fari niður fyrir 18 milljarða á næsta ári. Frumjöfnuður ríkissjóðs var neikvæður um 100 milljarða 2009 en stefnt er að afgangi upp á 40 milljarða á næsta ári, sem sagt 140 milljarða bati.</p> <p>Gleði vinnumarkaðsforkólfanna, Villa og Gylfa, var furðu hófstillt hvað þennan árangur varðar. Raunar nefna þeir ekki árangurinn heldur gagnrýna þeir frumvarpið fyrir þær aðgerðir sem þar eru boðaðar. Skyldi maður þó ætla að þeim væri ljóst mikilvægi þess að hin opinberu fjármál verði sem fyrst sjálfbær. Ekki hefur þetta gerst af sjálfu sér.</p> <p>Ríkisstjórn og meirihluti hennar á Alþingi hafa ein og tiltölulega óstudd þurft að axla pólitískar óvinsældir af og bera ábyrgð á erfiðum en jafnframt óumflýjanlegum aðgerðum til að gera þetta mögulegt. Henni hefur tekist að snúa við spádómum um þjóðargjaldþrot Íslands sem margir töldu óumflýjanlegt. En spyrja má hver staðan væri ef að Samtök Atvinnulífsins hefðu ráðið för í aðgerðum á tekjuhlið og Alþýðusambandið á niðurskurðarhlið? Auðvitað hefur maður skilning á því að hagsmunaaðilar sækja sína hlið mála af festu en SA og ASÍ verða jafnframt að gera sér grein fyrir því að ríkisstjórnin þarf að taka tillit til þessarar ólíku sjónarmiða og ná fram lýðræðislegri niðurstöðu milli allra þeirra ólíku hagsmuna sem takast á. Og í ljósi þess árangurs sem náðst hefur í ríkisfjármálum virðist það hafa tekist hvað sem gagnrýni aðila vinnumarkaðarins líður.</p> <p>Og nú er hagvöxtur genginn í garð sem einfaldar verkefnin framundan. Fjárfesting og einkaneysla fer umtalsvert vaxandi, sbr. til dæmis nýjar tölur um aukna verslun og kortaveltu. Atvinnuleysi er á niðurleið og staða Íslands á tímum válegra sviptivinda í heimsbúskapnum um margt betri en nokkur leið hefði verið að spá fyrir um fyrir 1-2 árum síðan. Enginn heldur því fram að við höfum sigrast á öllum okkar erfiðleikum. Þeir eru sannarlega enn til staðar og fjöldi fólks og fyrirtækja á enn í miklu basli. En okkur miðar áfram og í rétta átt. Valið snýst um að halda áfram uppbyggingarstarfinu og sigrast á erfiðleikunum eða láta bölmóðinn buga sig.</p> <p><br /> </p> <p>Steingrímur J. Sigfússon, höfundur er fjármálaráðherra</p>

2011-09-28 00:00:0028. september 2011Efnahagslegt sjálfstæði endurheimt

<p>Íslendingum er öllum kunnugt það gerningaveður sem reið yfir landið í október 2008. Fjármálakerfið var í aðalatriðum hrunið. Vextir og verðbólga voru 18%. Krónan var í frjálsu falli. Tekjur ríkissjóðs voru að hrynja og útgjöldin að stóraukast. Verkefnið var að afstýra endanlegri og algerri bráðnun íslenska hagkerfisins. En um það var talað. Hættan á algerri bráðnun hagkerfisins við fordæmalausar aðstæður, eins og sérfræðingarnir sögðu, haustið 2008 blasti við. Rætt var um hættuna á greiðslufalli og gjaldþroti þjóðarinnar. Við Íslendingar verðum að horfast í augu við það að í október 2008 glataði landið nánast efnahagslegu sjálfstæði sínu. Verkefnið hefur verið að endurheimta það sjálfstæði og nú má með mikilli vissu fullyrða að það hafi tekist.</p> <h3><strong>Algjör viðsnúningur á rekstri ríkissjóðs</strong></h3> <p>Í ríkisfjármálunum hefur óumdeilanlega náðst mjög mikill árangur. Tökum þau sem dæmi. Í upphaflegri áætlun íslenskra stjórnvalda og AGS var gert ráð fyrir að hallinn á ríkissjóði, heildarjöfnuður, yrði neikvæður um 7,3% af vergri landsframleiðslu á yfirstandandi ári. Samkvæmt fjárlögum og horfum nú í sumarlok má ætla að hallinn verði u.þ.b. 2,5%. Það munar sem sagt yfir 60 milljörðum kr. hversu ríkisfjármálin standa betur núna á yfirstandandi ári en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Frumjöfnuður næst á þessu ári á rekstrargrunni en verður e.t.v. lítillega undir strikinu á greiðslugrunni.</p> <p>Þessi mikla aðlögun í ríkisfjármálunum hefur farið fram á erfiðu samdráttarskeiði í þjóðarbúskapnum og á tiltölulega skömmum tíma. Það vekur mikla athygli. Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Paul Krugman, vekur sérstaka athygli á þessu og á því að tekist hefur að fara með íslenskt samfélag í gegnum þessa erfiðleika og ná þessum árangri án þess að kippa stoðunum undan velferðarsamfélaginu. Tekist hefur að hlífa lægstu launum við skattlagningu. Jöfnuður hefur aukist á Íslandi í staðinn fyrir ört vaxandi ójöfnuð á svokölluðum góðærisárum þar á undan. Gini-stuðullinn fyrir Ísland þróast nú í rétta átt ár eftir ár – í átt til meiri jöfnuðar.</p> <p>&#160;</p> <h3><strong>Uppbygging bankakerfisins</strong></h3> <p>Víkjum aðeins að uppbyggingu fjármálakerfisins sem mikið hefur verið rætt um. Ríkið hefur bundið samtals um 185 milljarða kr. í stóru bönkunum við endurreisn þeirra í formi eiginfjárframlaga og víkjandi lána. Ef staðan í dag er skoðuð er ljóst að ríkið hefur haft mjög góða ávöxtun á því fé sem það varð að binda í þetta verkefni sem er um 250 milljörðum minna en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Það má ætla að ríkið fái þessa peninga að fullu til baka og komist frá endurreisn stóru bankanna án nokkurs taps í þeim skilningi að arðgefandi eignir og/eða endurseljanlegar eignir standi fyllilega undir því fé sem ríkið hefur bundið í verkefnið miðað við efnahagsreikninga bankanna. Þeir standa traustum fótum með hátt eiginfjárhlutfall.</p> <p>&#160;</p> <h3><strong>Hagvöxtur tekinn við</strong></h3> <p>Nýverið birtu OECD og Eurostat lista sína yfir hagvöxt á fyrsta ársfjórðungi 2011. Kom þá í ljós að aðeins eitt land innan OECD er með meiri hagvöxt en Ísland. Á Íslandi mældist um 2% hagvöxtur sem er 1,7% yfir meðaltali OECD ríkjanna. Sterkar vísbendingar benda til þess að skriður sé að komast á hagkerfið og veitir að sjálfsögðu ekki af. Óvissa um framhaldið er nú ekki síður tengd þróun efnahagsmála í Evrópu og Norður – Ameríku en hér heima. Tíminn frá 2008 hefur sannarlega verið okkur Íslendingum erfiður og mörg ljón á veginum. Enn er enginn hörgull á vandamálum að benda á fyrir þá sem helga sig alfarið slíku. Hitt er ljóst og skiptir nú ekki litlu máli að náðst hefur að endurheimta efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, Ísland er komið út af hættusvæðinu sem við vorum á frá 2008 og fram á fyrstu mánuði síðastliðins árs. Einhvern tímann hafa menn nú látið það eftir sér að gleðjast yfir minna.</p>

2011-08-24 00:00:0024. ágúst 2011Ræða Steingríms J. Sigfússonar samstarfsráðherra á ársfundi Vestnorræna ráðsins á Bifröst 23. ágúst 2011

<p>Vestnordisk Råds årsmøde Bifröst 23. august 2011<br /> Samarbejdsminister Steingrímur J. Sigfússons indlæg</p> <p>Formand, ærede mødedeltagere!</p> <p>Som I måske ved, er det ikke første gang jeg deltager i Vestnordisk Råds årsmøde. Jeg var med til det stiftende møde i Nuuk i 1985 og i aarene derefter indtil jeg blev minister i efteraaret i 1998. Siden var jeg medlem af Rådet i 1991-1995 og havde da glæden af at arbejde med sager der er vigtige for Vestnorden. Min deltagelse i vestnordisk samarbejde startede faktisk før, nemlig i en komité der fra 1983 til 1985 forberedte oprettelsen af Vestnordens parlamentariske samarbejdsråd, der var en forløber for Vestnordisk Råd. Der deltog Erlendur Patursson, Jonathan Motzfeldt, Páll Pétursson og flere gode politikere. I denne sammenhæng har jeg&nbsp; lært mange dygtige og interessante kolleger fra Grønland og Færøerne at kende. Nu står jeg her igen, men denne gang som islandsk samarbejdsminister. I disse måneder afløser jeg min partifælle Katrín Jakobsdóttir som er på barselsorlov – jeg fremfører de bedste hilsener fra hende og ønsker om god arbejdslyst.</p> <p>&nbsp;De mange år jeg var parlamentariker i Rådet var for mig en kærkommen opgave og lejlighed til at gøre en indsats for at synliggøre Vestnorden og Vestnordens behov i Islands Alþingi og det nordiske samarbejde. Vi kan takke det vestnordiske samarbejde for at Vestnorden som region, eller útnorðrið som det så flot hedder på færøsk, lidt efter lidt er kommet på kortet som region.</p> <p>Jo større den sammenhæng bliver som vi lever i, jo mere nødvendigt er det for os også at samarbejde i mindre enheder. I takt med udvidelsen af EU bliver ønsket om regionalt samarbejde stærkere og globaliseringsprocessen har samme virkning. Det er derfor naturligt, at Vestnorden er blevet en anerkendt størrelse i det formelle nordiske samarbejde. Men det kommer ikke af sig selv og det er vigtigt vi bruger de muligheder vi har for at synliggøre Vestnorden både på hjemmefronten og i Nordisk Råd, Nordisk Ministerråd og andre internationale fora.</p> <p>Under sit formandskab i Nordisk Ministerråd 2009 tog Island et initiativ der blev starten til et samarbejde med Nordens og dermed også Vestnordens næromåder mod vest. Det danske formandskab førte sagen videre og på samarbejdsministrenes vegne blev der foretaget et grundigt udredningsarbejde. Blandt andet rejste repræsentanter fra Ministerrådet, med det daværende islandske formandskab og det påtroppende danske formandskab, sent i 2009 på en fact-finding mission til Kanadas hovedstad, Ottawa og også til St. Johns i New-Foundland. Her kunne man konstatere at interessen for samarbejde er til stede.</p> <p>&nbsp;Det mundede ud i forslag til, hvordan et nabosamarbejde med de nordatlantiske naboer kan konkretiseres. Med det menes Kanada med fokus på de kanadiske provinser ved Atlantkysten, USA med fokus på de amerikanske delstater ved Atlantkysten, samt Irland og Skotland. I februar forelå der retningslinjer for Ministerrådets nabolandssamarbejde mod vest, der viser at de nordiske lande er enige om at prioritere dette samarbejde. Retningslinjerne lægges frem som et ministerrådsforslag på sessionen i København.</p> <p>Nordisk Ministerråds formål med NORA, Nordatlantisk Samarbejde, er at det skal bidrage til at gøre Nordatlanten til en kraftfuld nordisk region med en stærk og bæredygtig økonomisk udvikling. I mange år var NORA et af næringsministrenes projekter men fra 2008 har NORA haft en egen budgetlinje i det nordiske budget – i år 6,3 millioner danske kroner. At NORA er blevet synligt i det nordiske budget har uden tvivl bidraget til at styrke dets rolle.</p> <p>&nbsp;På NORA´s initiativ foretog OECD i 2009 og 2010 en politisk-økonomisk analyse af NORA-regionen, d.v.s. Færøerne, Grønland, Island og Kyst-Norge. Analysen beskriver den udvikling der er igang, de udfordringer der foreligger og hvilke muligheder og kompetencer der findes, så den er et godt grundlag for politisk dialog på tværs af regionen. OECD lægger op til, at der i år skal foreligge en strategiplan for regionen og at arbejdet forankres hos NORA. NORA skal styrke sin rolle som forbindelsesled mellem regionerne i periferien af det nordlige Europa og de tilsvarende regioner i Nordamerika. Konklusionen er også at der bør fokuseres mere på transportnetværk, på konkret projektsamarbejde og på at udvikle NORA til en attraktiv platform for nordisk samarbejde med nabolandene. Centrale temaer bliver klimaforandringer, demografiske udfordringer i Nordatlanten og søberedskab.</p> <h3>Det arktiske område</h3> <p>Vestnordisk Råd har vist stort engagement i at forstærke samarbejdet om beredskab og redningsarbejde i Nordatlanten. Ved denne lejlighed vil jeg løfte den epokegørende aftale frem der blev indgået i Arktisk Råd i maj, da medlemslandenes udenrigsministre og ledere for oprindelige folk mødtes i Nuuk for at sætte rammerne for Rådets fremtidige politik.</p> <p>Ministrene undertegnede den første juridisk bindende aftale i Rådets historie om et fælles eftersøgnings- og redningsberedskab, også kaldet SAR-beredskabet. Denne panarktiske aftale om fælles redningsarbejde til søs i Arktis skal blandt andet gøre oplysninger lettere tilgængelige og skabe et netværk i regionen. Den er et stort og vigtigt skridt henimod sikker søfart og transport i Arktis og den vil forbedre de arktiske landes beredskab i krisesituationer. Medlemslandene skal jævnligt mødes for at deltage i fælles øvelser – den første i Kanada i oktober – og evaluere på det praktiske samarbejde.</p> <p>&nbsp;Sekretariatet i Tromsø bliver nu permanent og det udvides. En gruppe eksperter får to år til at foreslå et forpligtende samarbejde i tilfælde af oliekatastrofer. De næste to år har svenskerne formandskabet i Arktisk Råd og som udenrigsminister Carl Bildt sagde i Nuuk, så vil Sverige prioritere et styrket beredskab overfor olieudslip.</p> <p>Vore tre lande har det til fælles at vi er kystsamfund og derfor på mange måder afhængige af havet, der omgiver os. Derfor vil åbningen af Ishavet få stor indflydelse på vore samfund.</p> <p>På topmødet i Nuuk præsenterede Grønlands statsminister Kuupik Kleist en idé om at der oprettes et ansvarshavende internationalt organ i forbindelse med olieforureningsskader, der er forårsaget af offshore efterforskning og udnyttelse; en international fond, som olieindustrien skulle bidrage til, der kunne yde økonomisk sikkerhed for oprydningsaktiviteter og erstatning i forbindelse med olieforurening. Det er et forslag, som vi skal arbejde aktivt for. Når vi ser på vores små sårbare samfund, er det helt klart at det er nødvendigt at have et godt og effektivt kriseberedskab.</p> <p>Det er også værd at minde om at Nordisk Ministerråd altid har været en vigtig støttepille for Arktisk Råd og har været med til at finansiere mange af Rådets vigtigeste projekter gennem årene.</p> <p>Så vil jeg nævne at Alþingi i marts vedtog en beslutning om Islands politik i arktiske spørgsmål. Den pålægger bl.a. Islands regering på alle måder at modarbejde menneskeskabte klimaforandringer og i alle fora at arbejde for at der, i den forventede kraftige økonomiske udvikling i det arktiske område, udvises ansvarlighed over for de følsomme økosystemer. Beslutningen giver også regeringen til opgave at forøge samarbejdet med Færøerne og Grønland for at styrke de tre landes interesser og politiske vægt.</p> <h3>Risikokort over Nordatlanten</h3> <p>Det vigtigste projekt som Island igangsatte under formandskabet i Ministerrådet i 2009, var at udarbejde et risikokort over Nordatlanten. Opgaven var at samle i én data-base information om for det første de sensitive havområder som strækker sig fra Syd-Grønland til Nordpolen og fra Grønlands østkyst til Norges vestkyst, og for det andet oplysninger om risikofaktorer som f.eks. forurenende stoffer, trafik og offshore-aktiviteter. Kortsystemet bliver dermed et værktøj til at forbedre beredskabet i området.</p> <p>Det var en ambitiøs opgave, men den er nu inde i slutspurten. Risikokortet bliver præsenteret i oktober, på et opfølgningsmøde i Københavneraftalen om havforurening. Der er så planlagt en informationskampagne i Island om denne database og jeg går ud fra at det samme sker i de andre lande.</p> <h3>Vestnordisk Råd rekommandationer</h3> <p>Der er mange eksempler på at Vestnordisk Råds rekommandationer har været starten til konkrete tiltag og projekter der er til gavn for den vestnordiske region. Uforglemmelig for mig er Vestnordisk Råds kvindekonference der i 1992 blev afholdt i Egilsstaðir, mens jeg var formand i Rådet. Den blev planlagt i skyggen af krisen på Færøerne, men til trods for det var der godt fremmøde fra alle tre lande og grundlaget blev lagt til et stærkt netværk mellem vestnordiske kvinder.</p> <p>Som Islands samarbejdsminister er det mig en fornøjelse at fremlægge den årlige redegørelse for den opfølgning af Vestnordisk Råds rekommandationer, der foregår på fagministrenes ansvarsområde i de tre lande. Det sker i overensstemmelse med den aftale som samarbejdsministrene indgik med Vestnordisk Råd i 2002. Opgaven går på skift mellem landene og i år er det Islands tur. Redegørelsen foreligger som mødedokument, så jeg vil ikke gennemgå svarene i detaljer. Og det er fagministrenes ansvar at have synspunkter på rekommandationerne. Men der er forskellige ting jeg selv har bidt mærke i.</p> <p>&nbsp;På nogle punkter er de islandske svar præget af den økonomiske situation og det er jeg sikker på I har forståelse for. Men det kommer dog klart til udtryk, at der lægges et arbejde i at undersøge mulighederne for at realisere rekommandationerne.</p> <p>Det er tydeligt, at Vestnordisk Råds initiativer om redningssamarbejde i Nordatlanten virkelig har sat gang i noget. Af det islandske svar fremgår det at Islands redningstjeneste Landsbjørg er engageret og ser store muligheder i samarbejdet.</p> <p>&nbsp;Et eksempel på et godt vestnordisk initiativ der fik nordisk støtte er Vestnordisk Råds temakonference i Tórshavn i juni om søfartssikkerhed i Nordatlanten. Her var NORA, der finansieres af det fællesnordiske budget, medarrangør. Sikkerhed til søs og samarbejde om beredskab er store udfordringer i den vestnordiske region, opgaver der skal løses.</p> <p>Udgivelsen om de vestnordiske landes historie, som kulturministrene har støttet, er et meget håndgribeligt resultat af en vestnordisk rekommandation. Idéen om at oprette et center for vestnordisk historie og samfund er interessant og det er imponerende at Færøerne har taget skridtet og ydet økonomisk støtte til projektet. Jeg nævner det her, men det er naturligvis de respektive kulturministre der beslutter i den sag.</p> <p>&nbsp;Jeg lægger også mærke til at kulturministrene har gjort de vestnordiske statsradioer opmærksom på at det er vigtigt at arbejde sammen for at forbedre vores viden om hinandens sprog og kultur. At kende hinanden er nødvendigt for samhørigheden.</p> <p>Det store billede er, at rekommandationerne giver anledning til nyttigt samråd og de viser, at Vestnordisk Råd er et frugtbart forum. De idéer der fremkommer her, bliver overvejet på ministerniveau og sætter gode ting i gang. Tak for ordet og fortsat god arbejdslyst.</p> <p>&nbsp;Jeg har saa den fornøjelse at være sammen med jer til middagen i aften, og hvis jeg husker rigtigt, plejer det ikke at være kedelige begivenheder.</p>

2011-05-27 00:00:0027. maí 2011Erindi fjármálaráðherra við Trinity háskóla í Dublin

<p>Fjármálaráðherra flutti í gær erindi við Trinity háskólann í Dublin á Írlandi í fyrirlestraröð sem er tileinkuð Henry Grattan.</p> <p>Í erindi sínu fjallaði fjármálaráðherra um leið Íslands út úr kreppunni og ástæður þess að landið lenti í þeim vandræðum sem náðu hámarki með bankahruninu í október 2008 og þeim erfiðu verkefnum sem íslensk stjórnvöld hafa þurft að glíma við í kjölfar þess. Fjármálaráðherra ræddi hvaða lærdóma megi draga almennt af kreppunni og eftir atvikum þeim aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafa ráðist í þó fara yrði varlega í allan samanburð milli landa sem byggu við ólíkar aðstæður.</p> <p>Þá rakti fjármálaráðherra hvernig samspil einkavæðingar, skuldasöfnunar, útrásar og fasteignabólu endaði með þeim ósköpum á Íslandi sem heimsbyggðin fylgdist með í október 2008. Efnahagsstefnan hér eins og víða annars staðar hafi verið keyrð á hugmyndafræðilegum forsendum blindrar markaðshyggju og ónógs eftirlits í trausti þess að markaðurinn leiðrétti sig sjálfur.&nbsp; Á endanum hafi bólan sprungið með skelfilegum afleiðingum. Tók hann sem dæmi að í kjölfar einkavæðingar bankanna hafi bankakerfið vaxið úr því að vera tvöföld landsframleiðsla í tífalda á aðeins um fjórum fimm árum.</p> <p>Þá var rakið að þegar Ísland leitaði til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi útlitið verið afar dökkt enda umfang hrunsins margþætt og risavaxið. Vísað ráðherra m.a. til ummæla þáverandi yfirmanns sendinefndar sjóðsins þess efnis að staða Íslands væri fordæmalaus og þess að landið hafi í aðdraganda hrunsins verið all lengi á lista yfir þær þjóðir sem líklegastar væru taldar til að verða gjaldþrota.</p> <p>Fjármálaráðherra útskýrði sérstaklega hugmyndina að baki neyðarlögunum og með hvaða hætti sú leið sé ólík þeim sem aðrar þjóðir hafa kosið að fara í glímu sinni við bankakreppur. Umfang bankakreppunnar á Íslandi gerði það að verkum að nánast enginn önnur leið hafi verið fær. Í dag væri búið að stofna nýja banka, endurfjármagna þá og verið væri að gera upp þrotabú gömlu bankanna. Þegar því yrði lokið myndi erlend skuldastaða þjóðarbúsins hafa batnað töluvert.&nbsp;</p> <p>Í erindi sínu fjallaði fjármálaráðherra einnig um glímuna við ríkisfjármálin sem hann dró enga dul á að hún hafi verið Íslandi mjög erfið en nú væri að koma í ljós að nauðsynlegar aðgerðir hefðu forðað efnahagskerfinu frá stórhættu. Sagði hann að ef hefði ekki verið gripið strax til aðgerða um mitt ár 2009 og síðan áfram hefðu vaxtagreiðslur ríkissjóðs á endanum sett hann á hliðina og niðurskurðurinn orðið óviðráðanlegur. Á árinu 2011 væri búist við að ríkissjóður nái jákvæðum frumjöfnuði og heildarjöfnuður eða hallinn náist niður í um 2,5%.&nbsp; Þetta hafi tekist á sama tíma og helstu undirstöður velferðakerfisins hafi verið varðar.</p> <p>Sagði fjármálaráðherra ljóst að það versta væri að baki á Íslandi og hagkerfið tekið að vaxa á nýju. Því til staðfestingar vísaði hann til þess að ný spá&nbsp; Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) gerir ráð fyrir 2,2% hagvexti á árinu 2011. Stöðugleiki hafi myndast með lækkun vaxta, verðbólgu, stöðugu gengi krónunnar og því að komið hafi verið böndum á skuldasöfnun ríkissjóðs.</p> <p>Að lokum kom fjármálaráðherra inn á að hann hefði fulla trú á að Írland myndi sigrast á kreppunni. Margt væri líkt með þeim vandræðum sem Írar væru nú í og þeim sem Ísland stóð frammi fyrir október 2008. Ísland hefði lent fyrr í kreppunni en Írland og væri því komið lengra áleiðis í glímunni við hana og að vinda ofan af þeim vandamálum sem henni fylgdu.&nbsp;</p> <p>Auk erindisins í Trinity háskóla átti fjámálaráðherra m.a. fund með Patrick Honohan, seðlabankastjóra Írlands.</p> <ul> <li>Erindi fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, <a href="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/Icelands_Road_To_Recovery.pdf">Iceland's Road To Recovery: What Lessons To Be Learned</a>&nbsp;(PDF 1,23 MB)</li> <li><a href="http://www.irishtimes.com/newspaper/finance/2011/0527/1224297851905.html">Viðtal Irishtimes við fjármálaráðherra</a>&nbsp;</li> <li><a href="http://www.rte.ie/player/#v=1099363">Viðtal við fjármálaráðherra í írska ríkissjónvarpinu</a>&nbsp;(athugið að spóla þarf 16 mín áfram til að horfa á viðtalið):</li> </ul>

2011-05-18 00:00:0018. maí 2011Ísland á réttri leið - grein fjármálaráðherra um lánshæfismat ríkissjóðs

<p><strong>Ísland á réttri leið</strong></p> <p>Tölur um viðsnúning &#160;í afkomu ríkissjóðs frá árinu 2008 til ársins 2011 tala sínu máli. Halli ríkissjóðs árið 2008, eftir hrun efnahagskerfisins, varð bókfærður upp á 216 mia. kr.</p> <p>Á þessu ári er áætlaður halli samkvæmt fjárlögum komin undir 40 mia. kr. og frumjöfnuður orðinn jákvæður, þ.e. kominn er afgangur í ríkissjóð&#160; þegar horft er framhjá vaxtatekjum og vaxtagjöldum ríkissjóðs. Þessi kröftuga umbreyting, sem vakið hefur athygli utan landsteina, gerir ríkissjóði nú kleift að koma með myndarlegum hætti að gerð kjarasamninga.</p> <p>Svigrúmið sem myndast hefur í ríkisfjármálum á grunni ofangreinds árangurs gerir það mögulegt að hækka bótaflokka, efla framkvæmdir á vegum ríkisins, verðtryggja persónufrádrátt frá og með 2012, standa að baki kjarabótum til opinberra starfsmann og efla menntun, svo fátt eitt úr yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé nefnt. Hin erfiðu ár umfangsmikils niðurskurðar í ríkisfjármálum eru að baki og við tekur stíft aðhald. Vonir eru bundnar við að vöxtur hagkerfisins á þeim grunni, sem lagður hefur verið, geri okkur kleift að standa undir kjara- og velferðarsókn næstu ára og ná samtímis áframhaldandi árangri við að gera ríkisfjármálin sjálfbær. Því er þó ekki að leyna að tekjuáhrif, en einkum þó útgjaldaáhrif tengd kjarasamningum eru umtalsverð og því sætir nú efnahagsáætlun til meðallangs tíma endurskoðun. &#160;<br /> </p> <p>Það er jafnframt ánægjulegt að í apríl minnkaði atvinnuleysi um hálft prósentustig. Atvinnuleysi er þó enn of hátt miðað við það sem við þekkjum hér á landi en full ástæða er til að ætla að góðar horfur framundan um fjárfestingar í hagkerfinu taki nú að vinna á því böli. Nú þegar eru hafnar framkvæmdir við að reisa kísilflöguverksmiðju í Helguvík, stækkun í Straumsvík og bygging Búðarhálsvirkjunar er í fullum gangi. Fjölmargir fleiri aðilar hafa lýst yfir áhuga á að fjárfesta í stórum verkefnum hér á landi. Þess má geta að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir fjárfestingu upp á 80 mia kr. í Þingeyjarsýslum en fjárfestingar í heild á landinu eiga eftir, og þurfa auðvitað, að aukast verulega.</p> <p><strong>Óbreytt lánshæfismat - varnarsigur</strong></p> <p>Niðurstaða Standard &amp; Poors og áður Moody´s um óbreytt lánshæfismat og ákvörðun Fitch um að færa lánshæfishorfur Íslands af neikvæðum í stöðugar má heita varnarsigur. Auðvitað hefði verið betra að lánshæfismatsfyrirtækin hefðu hækkað lánshæfismat landsins eins og þau gáfu sterklega til kynna að yrði gert ef samningar vegna Icesave hefðu verið samþykktir. En úr því að svo varð ekki er það tvímælalaust til bóta að lánshæfismatið lækkaði ekki. Varnarsigurinn er líka mikilvægur í samhengi kjarasamninga og væntanlegra fjárfestinga því forsenda margra þeirra verkefna sem ráðist verður í er lánsfjármögnun mikilvægra aðila á borð við Landsvirkjun. Neikvæðar horfur í lánamálum ríkisins hefði því getað haft áhrif á stöðu Landsvirkjunar og því afar mikilvægt að horfurnar séu stöðugar og helst batnandi.</p> <p>&#160;</p> <p>Á bak við þennan varnarsigur er líka mikil vinna við að koma á framfæri upplýsingum um raunverulega stöðu landsins – benda á undirliggjandi styrkleika hagkerfisins og vænlegar framtíðarhorfur.</p> <p>Niðurstaða matsfyrirtækjanna, hvað sem mönnum kann að finnast um þau, er staðfesting á því að umheimurinn er meðvitaður um að Ísland er smátt og smátt að sigrast á sínum miklu erfiðleikum. Svartagallsraus ýmissa aðila hér heima fyrir breytir ekki framkominni niðurstöðu þeirra heldur er litið til þess árangurs sem náðst hefur í glímunni við hrunið. Framanaf gekk bölsýnin út á að yfirvofandi væri greiðsluþrot landsins og til voru þeir sem vildu gefast upp og leita eftir inngöngu í Parísarklúbbinn. Sá kór hefur að mestu þagnað og meira en 1½ ár er liðið síðan að Ísland hvarf af lista yfir þær þjóðir sem líklegastar eru til að stefna í greiðsluþrot.</p> <p>Þó svo að Ísland standi enn frammi fyrir margvíslegum og erfiðum úrlausnarefnum er það versta óumdeilanlega að baki. Á komandi mánuðum munu margir finna fyrir því að hagkerfið er farið að taka við sér og róðurinn á ýmsan hátt tekinn að léttast. Um leið og við látum það almennt eftir okkur að trúa þessu munu miklir kraftar leysast úr <a id="Tölvuorðabókin_15_2" name="Tölvuorðabókin_15_2">læðingi</a>. Það er komin tími til. Nú er það “samtakið”og trú á framtíðina sem gildir.</p> <p><em>Steingrímur J. Sigfússon</em></p> <p><em>Höf. er fjármálaráðherra og formaður VG. <span>&#160;</span><span>&#160;</span></em></p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2011-05-09 00:00:0009. maí 2011Lífskjarasóknin er hafin

<p>Sameiginleg blaðagrein forsætisráðherra og fjármálaráðherra vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga um skuldbindingar yfirvalda um verulegar aðgerðir til stóreflingar velferðarkerfisins og örvunar í hagkerfinu. Greinin birtist í Fréttablaðinu.</p> <p>Þáttaskil hafa nú orðið í endurreisnarferli íslensks efnahagslífs. Tveggja ára samdráttarskeiði, eftir eitt alvarlegasta efnahagshrun hagsögunnar er lokið og hagur landsmanna vænkast nú á ný. Vextir og verðbólga hafa ekki verið lægri í áraráðir og gengi krónunnar er stöðugt. Með undirritun kjarasamninga til þriggja ára á almennum vinnumarkaði hafa skapast mikilvægar forsendur til verja þennan góða árangur og hefja kraftmikla lífskjarasókn fyrir landsmenn.</p> <p>Með kjarasamningunum og þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hét að beita sér fyrir á grundvelli þeirra er launafólki, lífeyrisþegum og atvinnulausum&#160; tryggðar verulegar kjarabætur og stigið er stórt skref í að bæta kaupmátt almennings eftir þá erfiðleika sem á dundu í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008.</p> <p>Samhliða auknum kjarabótum fela samningarnir í sér skuldbindingu ríkissjóðs um að fara í verulegar aðgerðir til stóreflingar velferðakerfisins og örvunar í hagkerfinu. Góður árangur ríkisstjórnarinnar við stjórn ríkisfjármála og árangursríkar aðgerðir síðastliðin tvö og hálft ár sem dregið hafa stórlega úr hallarekstri ríkissjóðs gerir það að verkum að hann er í stöðu til að standa að baki launamönnum og atvinnulífi með umfangsmiklum aðgerðum. Með því skapast góð hagvaxtaskilyrði, bætt lífskjör og betra samfélag.</p> <p>Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamningana er viðamikil en helstu atriðin eru þessi:</p> <h4>Betri kjör- aukin menntun - meiri velferð</h4> <ul> <li>Bætur almannatrygginga verða hækkaðar til samræmis við launahækkanir.</li> <li>Atvinnuleysisbætur verða hækkaðar til samræmis við launahækkanir.</li> <li>Fjármögnun fæðingarorlofssjóðs verður tryggð og staða sjóðsins styrkt.</li> <li>Persónuafsláttur verður hækkaður og verðbættur frá og með 2012.</li> <li>Tekju – og eignatengingar barna- og vaxtabóta verða endurskoðaðar.</li> <li>Árleg framlög til menntakerfisins alls verða aukin um tæpa tvo og hálfan milljarð króna.</li> <li>Heildstætt nám í fjarkennslu verður í boði á framhaldsskólastigi.</li> <li>Sköpuð verða námstækifæri fyrir allt að 1.000 atvinnuleitendur haustið 2011 og næstu tvö skólaár þar á eftir í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og í framhaldsfræðslu.</li> <li>Starfstengdum úrræðum fyrir atvinnuleitendur verður fjölgað um allt að 1.500 árið 2011 þannig að heildarfjöldi þeirra einstaklinga sem njóta slíkra úrræða tvöfaldist.&#160;</li> <li>Lögum um vinnumarkaðsaðgerðir verður breytt á þann hátt að bótatímabil einstaklinga í starfstengdum úrræðum verður ekki skert.</li> <li>Stofnaður verður þróunarsjóður til að efla starfstengt nám á framhaldsskóla- og háskólastigi og þróa styttri námsbrautir. Í hann verða lagðar 300 m.kr. á ári næstu þrjú árin.</li> <li>Gerðar verða breytingar á lögum til að tryggja réttindi launafólks við aðilaskipti á fyrirtækjum er varða launakjör, starfsskilyrði og vernd gegn uppsögnum.</li> <li>Lögum um opinber innkaup verður breytt til þess að tryggja betur réttindi starfsmanna þeirra sem selja vöru og þjónustu til ríkissjóðs.</li> <li>Starfsendurhæfingarsjóður verður efldur.</li> <li>Nýtt húsnæðisbótakerfi útfært.</li> <li>Til viðbótar þessum kjarabótum hefur þegar verið ákveðið að greiða 18 mia. kr. í vaxtabætur fyrir árin 2011 og 2012 sem gerir í heild 36 mia. kr.</li> <li>Aðgerðum vegna skuldavanda heimila og fyrirtækja verður fylgt eftir af festu.</li> </ul> <h4>Örvun atvinnulífsins – sókn í atvinnumálum</h4> <ul> <li>Stöðugleiki á vinnumarkaði og efnahagslífi verður tryggður með kjarasamningum til þriggja ára.</li> <li>Atvinnuleysi á að lækka í 4-5% á samningstímanum.</li> <li>Útgjöld vegna opinberra framkvæmda verða aukin um 13 mia.til ársloka 2012.</li> <li>Á fjárlögum 2011 er gert ráð fyrir 21 mia.kr. í opinberar framkvæmdir.</li> <li>Atvinnutryggingagjald fyrirtækja verður lækkað úr 3,81% niður í allt að 2,15% á samningstímabilinu í takt við þróun atvinnuleysis.</li> <li>Fjármálaráðherra mun leggja fram tillögur til lagabreytingar á vorþingi sem miðar að einfaldara og bættu skattaumhverfi fyrirtækja og einstaklinga í rekstri.</li> <li>Ný fjárfestingaráætlun miðar að því að auka fjárfestingar úr 13% af landsframleiðslu í 20% á tímabilinu.</li> <li>300 m.kr. verður varið árlega næstu þrjú árin til markaðssetningar erlendis á Íslandi sem eftirsóknarverðs ferðamannastaðar.</li> <li>Rammááætlun og vatnalög verða afgreidd fyrir næsta vetur.</li> <li>Stefnt að amk tveimur umfangsmiklum fjárfestingaverkefnum í orkufrekum iðnaði.</li> <li>Átakið allir vinna framlengt, amk út árið 2012.</li> <li>Efnt til klasasamstarfs og samkeppnissjóðir á sviði menntamála, heilbrigðis- og velferðarmála, orku- og umhverfismála efldir.</li> <li>Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins efldur til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum og Tækniþróunarsjóði gert kleift að aðstoða fyrirtæki í hugbúnaðar- og hátækni til að auka útflutning.</li> </ul> <h4>Nýtum sóknarfærin</h4> <p>Hér er aðeins drepið á helstu sóknarfærin sem nýgerðir kjarasamningar og yfirlýsing ríkisstjórnarinnar fela í sér fyrir land og þjóð. Stóra tækifærið fyrir Ísland, bæði fyrirtækin, heimilin og okkur öll sem þjóð,&#160; liggur hinsvegar í því að nýta þau þáttaskil sem nú eru orðin í þróun efnahagslífins og í endurreisnarstarfinu frá hruni til að sækja sameiginlega fram. Segjum nú skilið við hugarfar kreppu og hruns, horfum bjartsýnum augum á þá óþjótandi möguleika sem Ísland býður uppá og tökum til hendinni við uppbyggingarstarfið. Nú eru sóknarfærin svo sannarlega til staðar og okkar allra er að nýta þau.</p> <p>Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra<br /> Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra</p>

2011-05-03 00:00:0003. maí 2011Steingrímur ritar grein um greiðslu sérstakra vaxtabóta

<strong>Almenn vaxtaniðurgreiðsla til stuðnings íbúðareigendum</strong><br /> <br /> <p>Hátt í þriðjungur landsmanna varð þess var nú um mánaðamótin að lögð var inn á bankareikning þeirra sérstök vaxtaniðurgreiðsla. Þann 1. maí voru greiddar út sérstakar bætur til tæplega 97 þúsund einstaklinga og eru útgjöld ríkissjóðs vegna útgreiðslunnar um 3 mia. kr. (um 5% af heildargreiðslum heimilanna á ári vegna íbúðalána). Síðari hluti útgreiðslu þessa árs verður greiddur út í ágústmánuði.<br /> <br /> Að hámarki nemur endurgreiðslan vegna sérstakrar vaxtaniðurgreiðslu 200 þ. kr. hjá einstaklingum en 300 þ. kr. hjá einstæðum foreldrum og hjónum/sambýlisfólki. Þessar greiðslur eru hluti af og í samræmi við þær aðgerðir, sem kynntar voru af hálfu ríkisstjórnar, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða þann 3. desember 2010, til að mæta skuldavanda heimilanna í kjölfar efnahagshrunsins. Viðræður standa nú yfir milli ríkisins, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða um leiðir til að tryggja fjármögnun hinna síðartöldu á þessum greiðslum í samræmi við desembersamkomulagið.<br /> <br /> Við gerð samkomulagsins var litið til þess að nauðsynlegt væri í kjölfar efnahagshrunsins að koma til móts við fólk með lán vegna húsnæðisöflunar með almennum hætti. Vandi fjölmargra húsnæðiseigenda til skamms tíma er greiðsluvandi og er því aukin útgreiðsla vaxtabóta afar áhrifarík leið til að mæta þeim vanda.<br /> <br /> Í heild er gert ráð fyrir að kostnaður vegna vaxtabóta í ár verði um 18 mia. kr. Það þýðir að niðurgreiðsla ríkissjóðs á kostnaði heimilanna vegna húsnæðislána er nálægt 1/3 af gjöldunum (í heild er hann 60 mia. kr.). Ísland er því fremst í flokki OECD-ríkja þegar kemur að vaxtaniðurgreiðslu húsnæðislána, en afar fá, ef nokkur önnur ríki innan OECD eyða rúmlega 1% af landsframleiðslu sinni í slíkar niðurgreiðslur.<br /> <br /> Eins og fram hefur komið eru hinar nýju bætur greiddar út til mikils fjölda húsnæðiseigenda. Hinn hefðbundni hluti vaxtabótakerfisins er annars eðlis þar sem í þeim hluta eru innbyggðar tekjuskerðingarreglur. Það þýðir að lág- og millitekjuhópar njóta góðs af honum en í tilviki tekjulægstu hópanna mun vaxtaniðurgreiðsla ríkisins nema um 80% af heildarvaxtagjöldum viðkomandi. Hjá hjónum getur hámarksgreiðsla vaxtabóta numið 900 þúsund krónum en áður en farið var út í skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar gat sú upphæð að hámarki verið 400 þúsund krónur. Þetta er því meiri en 120% aukning á hæstu útgreiðslu vaxtabóta. Ásakanir þess efnis að ekkert hafi verið komið til móts við skuldsetta íbúðaeigendur eru því harla innistæðulitlar þegar þessar staðreyndar eru ljósar.<br /> <br /> Hinar sérstöku vaxtaniðurgreiðslur verða við lýði á árunum 2011 og 2012. Eftir þann tíma er gert ráð fyrir að skuldaúrvinnsluaðgerðum, sbr. hin fjölþættu úrræði sem í boði eru, verði almennt lokið, húsnæðisverð verði þá tekið að hækka og hagvöxtur að skila meiri tekjum og auknum kaupmætti. Þá skiptir ekki litlu máli sá árangur sem náðst hefur við að ná niður vöxtum og verðbólgu, en hvort tveggja mældist um 18% þegar núverandi ríkisstjórn tók við. Þessir tveir þættir, háir vextir og mikil verðbólga, reyndust íbúðaeigendum mjög íþyngjandi. Húsnæðis- og bílakaupalán í erlendri mynt eða með gjaldeyrisviðmiðun eru svo kapítuli út af fyrir sig. Í því tilviki er einnig að greiðast úr málum og því ríkar ástæður til að ætla að erfiðasta tímabil efnahagshrunsins fyrir íbúðaeigendur sé senn að baki. Er það vel.<br /> <em>Höfundur er fjármálaráðherra</em><br /> </p>

2011-04-28 00:00:0028. apríl 2011Fjármálaráðherra skrifar um Evrópumál

<p>Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, birti grein um Evrópumál í vikunni á vefmiðlinum Smugan. Í greininni fjallar ráðherrann að mestu leyti um umræðuna hér á landi um málefni Evrunnar, Evrusvæðisins og Evrópusambandsins. Hér má lesa greinina í heild sinni sem birtist þann 26. apríl sl.</p> <p><strong>Víðsýn umræða um Evrópumál; -oft var þörf en nú er nauðsyn</strong></p> <p><strong>&nbsp;</strong>Efnahagslegir og sumpart pólitískir erfiðleikar á Evrusvæðinu og raunar í Evrópu í heild vekja nú áleitnar spurningar um hvert stefni. Ýmsar innri mótsagnir og veikleikar Evrópusamstarfsins verða ljósari þegar harðnar á dalnum. Í umræðu hér á landi virðist sumum fara þannig að þeir fyllast Þórðargleði og útmála allt slíkt sem sönnun þess hvað Evran sé ónýtt og vonlaust fyrirbæri, uppgangur “sannra Finna” sé til marks um hvernig andúð á Evrópusambandinu fari vaxandi þar á bæ, vandræði Íra, Grikkja og Portúgala eru umsvifalaust gerð að rökum gegn því að Ísland eigi erindi inn í Evrópusambandið.</p> <p>Fremur er óskemmtilegt að sjá þannig rætt um raunveruleg og alvarleg vandamál þjóða sem ætti fremur að fjalla um af skilningi og hógværð. Uppgangur þjóðrembu-, sérgæsku- og einangrunarsjónarmiða er nákvæmlega jafn óskemmtilegur hver sem kveikjan kann að vera. Undarritaður hefur ótal sinnum á undanförnum misserum beðist undan því í viðtölum við erlenda fjölmiðla að fara í mikinn samjöfnuð um leið Íslands út úr kreppunni borið saman við vegferð Grikkja, Íra eða annarra. Við ættum hvað síðust þjóða að setja okkur á háan hest og telja okkur geta haft vit fyrir öðrum, eða höfum við ekkert lært af heimsku og hroka útrásar- og græðgisvæðingaráranna? Auk þess er nú rétt að ljúka verkinu og koma Íslandi endanlega fyrir vind og upp úr kreppunni áður en menn fara að hælast um. Þar hefur sannanlega mikið áunnist og horfur fara jafnt og þétt batnandi, þó að glímunni sé hvergi nærri lokið. Úthald og óbilandi trú á verkefnið er allt sem þarf, það eina sem getur bilað erum við sjálf eins og dæmin sanna. Framtíðarhorfur Íslands eru einhverjar hinar bestu allra Evrópulanda og þetta er umheiminum að verða æ betur ljóst, hvað sem okkur sjálfum líður. En við erum hluti af stærri heild, ekki síst Evrópu, og erfiðleikar þar geta fljótt orðið að erfiðleikum okkar. Þangað flytjum við út stærstan hluta okkar varnings, seljum þangað þjónustu og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn til Íslands.</p> <p><strong>Ísland er Evrópuland</strong></p> <p><strong>&nbsp;</strong>Nei, það leysir engan vanda að smjatta á erfiðleikum annarra. Ekki heldur að búa til andstæðinga úr þeim sem okkur standa næst og eru okkur skyldastir hvað uppruna, menningu og þjóðskipulag snertir sem eru auðvitað hin Norðurlöndin og Vestur-Evrópa. Hitt er rétt og skylt að fara yfir og greina, málefnalega og með rökum hvort þróun mála á Evrusvæðinu og innan Evrópusambandsins að undaförnu, veikleikarnir sem nú birtast þegar taka skal á vandamálum einstakra ríkja, geri það ófýsilegara en áður virtist fyrir Ísland að ganga þangað inn. En það skulum við ræða af tillitsemi og samúð með þeim erfiðleikum sem við er glímt.</p> <p>Í grunninn eru hinar veigamiklu röksemdir gegn því að það þjóni hagsmunum Íslands að gerast aðili að Evrópusambandinu hinar sömu og áður. Þar skipta mestu sérstaða okkar og sérhagsmunir á sviði sjávarútvegsmála, landbúnaðarmála og auðlindamála. Það eru lýðræðissjónarmiðin, sjálfsákvörðunarrétturinn, sjálfstæður samningsréttur, t.d. um hlutdeild í deilistofnum og sjálfstæð hagsmunagæsla almennt. Það er gagnrýni okkar frá vinstri á markaðsvæðingar- og stórfyrirtækjahagsmuni Evrópuveldanna svo fátt eitt sé nefnt.</p> <p>Í ljósi framvindunnar bæði hér heima og úti á meginlandi Evrópu undanfarin tvö, þrjú ár má vissulega reyna að dýpka umræðuna og bætast þá við rök, e.t.v. að einhverju leyti með en þó að mínu mati ekki síður á móti aðild:</p> <p>- Sjálfstæður gjaldmiðill hefur á ýmsan hátt nýst Íslandi vel og gert óumflýjanlega aðlögun að gerbreyttum efnahagslegum veruleika aðveldari en ella væri. Gengislækkun er að sjálfsögðu ekki án fórna, gengishrunið var vissulega hluti vandans en hinu verður ekki á móti mælt að hagstæð starfsskilyrði útflutnings- og samkeppnisgreina hafa dregið raunhagkerfið áfram og án þessa væri atvinnuleysi örugglega til muna meira en ella. Mótun gjaldmiðils- og peningastefnu með sjálfstæðan gjaldmiðil sem framtíðarvalkost er vissulega krefjandi verkefni, mun kalla á mikinn aga í ríkisfjármálum og efnahagsmálum og vönduð vinnubrögð, en er það ekki það sem þarf hvort sem er? (Við ætlum ekki að endurtaka mistökin fyrir hrun, aldrei að sýna þvílíkt ábyrgðarleysi aftur eða hvað?) Framtíðina til lengri tíma litið í gjaldmiðlamálum er erfitt að sjá fyrir, ekki aðeins í tilviki Íslands heldur heimsins alls, sbr. umræður þar um.</p> <p>&nbsp;- Innri mótsagnir og veikleikar Evrusamstarfsins, þegar kemur að því að takast á við vandamál ríkja með sérstöðu, eins og þeir sem nú birtast vekja ekki bjartsýni um að Íslandi myndi reynast vel að vera þar innanborðs ef á bjátaði.</p> <p>&nbsp;- Hverra hagsmunir ráða þegar kemur að útfærslu sameiginlegara björgunaraðgerða í þágu Evru eða ESB ríkja í vanda? Landa sem í hlut eiga eða stóru hagkerfanna, stórbankanna, stóru skuldabréfaeigendanna? Er það ekki þetta sem Grikkir, Írar og Portúgalir spyrja sig nú um?</p> <p>&nbsp;- Margt bendir til að viðbrögð ESB, eða a.m.k. Evruhópsins, verði krafa um aukna miðstýringu í efnahags- og jafnvel ríkisfjármálum til að tryggja framtíð Evrunnar. M.ö.o. meiri samruni, minni sjálfsstjórn. Það verður sem sagt ekki bæði sleppt og haldið. Eru menn þá til í það?</p> <p><strong>Gengisfellum ekki málstaðinn</strong></p> <p>Hér er aðeins tæpt á nokkrum hlutum sem gagnlegt er að greina og ræða miklu betur. Það er þarft að gera en því aðeins er sú umræða boðleg að hún sé ætluð til uppbyggilegs brúks. Málstað okkar sem teljum hagsmunum Íslands betur borgið án aðildar að Evrópusambandinu er ekki greiði gerður með innihaldslausum hræðsluáróðri, ekki með gamaldags þjóðrembu, ekki með einangrunarhyggju sem mun seint laða ungt fólk til fylgis og ekki með því að reyna að koma í veg fyrir að þjóðin sjálf taki ákvörðunina skapist til þess málefnalegar forsendur.</p> <p>Sumir áköfustu talsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu gera sig seka um barnalega, næstum ja trúarlega óskhyggju um að flest ef ekki öll okkar vandamál leysist sjálfkrafa með aðild og upptöku Evru. Hefur þó sannast að það er nákvæmlega eins hægt að koma sér í vandræði og langleiðina setja sig á hausinn þó að gert sé upp í Evrum (ef ekki er tekið á krónískum fjárlagahalla, vandinn falinn með bókhaldsbrellum eða bönkum leyft að bólgna út þar til allt springur). Leyfum slíkum málflutningi að dæma sig sjálfan en föllum ekki í sömu gryfju.</p> <p>Leiði þær viðræður við Evrópusambandið sem Alþingi ákvað í ljós að ekki fáist neinn sá frágangur á grundvallarhagsmunum Íslands er boðlegur geti talist, kemur upp staða sem Alþingi þarf að takast á við. Fyrr en á það hefur reynt í eiginlegum samningaviðræðum erum við engu nær. Forðumst á meðan að sundra röðum samherja með hendurnar fullar af afdrifaríkasta verkefni lýðveldistímans, sem sagt því að reisa Ísland úr rústum einkavæðingar- og nýfrjálshyggjustefnunnar.</p> <p>Það er víðsýn og framtíðarmiðuð stefna sem sannfærir unga jafnt sem aldna með rökum um hvernig Íslandi sé best borgið er ein mun hafa sigur að lokum.</p> <p><em>Steingrímur J. Sigfússon</em></p>

2011-01-28 00:00:0028. janúar 2011Ísland á tímamótum og á réttri leið ! - grein fjármálaráðherra í Fréttablaðinu  26.janúar sl.

<p><em>Grein fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, í Fréttablaðinu 26. janúar 2011.</em></p> <p>Við áramótin 2010 – 2011 er Ísland á tímamótum í margvíslegum skilningi. Fjárlögin fyrir árið 2011 marka þáttaskil í glímunni við ríkisfjármálin og framvindu þeirrar áætlunar sem unnið er eftir til að gera hin opinberu fjármál sem fyrst sjálfbær á nýjan leik. Á því sviði hefur óumdeilanlega náðst mikill árangur, útkoman bæði árin 2009 og 2010 er betri en áætlanir og fjárlög gerðu ráð fyrir og með fjárlögum ársins 2011 næst sá árangur sem að var stefnt að frumjöfnuður á rekstrargrunni verður jákvæður svo nemur nálægt 1% af þjóðarframleiðslu. Neikvæður heildarjöfnuður upp á um eða innan við 2,5% verður sömu leiðis með því betra sem stefnt er að meðal OECD ríkja sem mörg hver glíma við erfiðleika í efnahags- og ríkisfjármálum.</p> <p>Þetta skipar Íslandi á bekk með aðeins u.þ.b. 8 OECD löndum sem stefna að jákvæðum frumjöfnuði samkvæmt fjárlögum sínum á árinu. Fjárlögin 2011 og fyrri ráðstafanir ríkisstjórnarinnar innihalda vissulega erfiðar aðgerðir, en þó er óumdeilt að þær hafa verið útfærðar á þann hátt að reynt er að verja hið norræna velferðarsamfélag eins og kostur er og hlífa hinum tekjulægri. Ísland hefur farið sína eigin leið en engu að síður náð þeim árangri sem að var stefnt. <em>Það er skoðun undirritaðs að ábyrg og sjálfbær opinber fjármál eigi að vera kjarninn í stefnu allra félagslega þenkjandi stjórnvalda. Án sjálfbærra opinberra fjármála verður velferðin ekki tryggð til frambúðar.</em></p> <p>Sá árangur sem náðst hefur við að innleiða efnahagslegan stöðugleika skapar mikilvægar forsendur fyrir áframhaldandi endurreisn og uppbyggingu Íslands í kjölfar fjármálaáfallsins sem hér varð í október 2008. Verðbólga er nú komin inn fyrir viðmiðunarmörk Seðlabanka Íslands (2,5%), vextir hafa lækkað skarpt og eru nú komnir á viðunandi ról, gengi krónunnar hefur styrkst um ein 12% á síðasta ári og helst stöðugt, atvinnuleysi er minna en spáð var og skuldir ríkissjóðs hafa náð hámarki og stöðvast við mun lægra hlutfall landsframleiðslu en áður var talið (heildarskuldir um 84%, en hreinar skuldir um 43%, án Icesave).</p> <p>Að baki er árangursrík IV. endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðin og með stuðningi Norðurlandanna fjögurra, Póllands og Færeyja. Þessi endurskoðun markar einnig tímamót og með henni opnast aðgangur að síðasta hluta gjaldeyrislána sem Ísland getur nú tekið eftir þörfum til að byggja áfram upp gjaldeyrisvaraforða og búa í haginn fyrir framtíðina. Að áfallalausu lýkur samstarfinu við AGS síðsumnars (í ágúst). Að frátöldum þeim töfum sem urðu á framkvæmd efnahagsáætlunarinna af utanaðkomandi orsökum eru allar forsendur til að áætlunin verði talið dæmi um vel heppnaða aðgerð. Ísland hefur aðlagað áætlunina að sínum aðstæðum og pólitísku áherslum og AGS getur notað árangurinn sem skrautfjöður í hattinn og til að bæta sinn orðstý.</p> <p>Þegar staða Íslands nú er metin er hún á flestan hátt betri en menn gátu gert sér vonir um fyrir tveimur árum síðan. Áhættuálagið á Ísland (cds) hefur lækkað jafnt og þétt og við erum löngu horfin af lista yfir þær þjóðir sem mest hætta er á að ekki ráði við skuldbindingar sínar. Landið er ekki lengur nefnt í því sambandi. Áframhaldandi og jákvæð þróun næstu mánuði gerir raunhæft að ætla að Íslandi opnist almennt aðgangur að alþjóðlegum fjármálamörkuðum innan skamms. Viðsnúningur er orðin í hagkerfinu og hagvöxtur hafinn en óvissan um hve kraftmikill hann verður er að nokkru bundin því hvernig tekst að örva fjárfestingar á komandi mánuðum og misserum. Í þeim efnum eru horfur þó batnandi, útlit er fyrir mikinn vöxt í ferðaþjónustu, ýmsum tækni og þekkingargreinum og hinum skapandi geira. Almennt er útflutnings- og samkeppnisstarfsemin kraftmikil eins og sést á met afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum. Góðar horfur eru á að á næstu vikum og mánuðum verði teknar endanlegar ákvarðanir um nokkur lítil og meðalstór fjárfestingaverkefni sem breikka grundvöll atvinnulífsins og auka fjölbreitni einkum á siði grænnar orkunýtingar.</p> <p>Ísland er á réttri leið þó vissulega bíði stjórnvalda að glíma áfram við mörg krefjandi verkefni.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra<span>&nbsp;</span> <span>&nbsp;</span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span><span>&nbsp;&nbsp;</span></p>

2010-09-23 00:00:0023. september 2010Erindi Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, á fundi SA og VÍ um skattamál

<p><em>Erindi Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, á fundi Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands um skattamál, 23. september 2010 (ath. að ræðan var stytt í flutningi og ýmsum ummælum bætt við).</em><br /> <br /> Það er þakka vert að samtök atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands, efna til opinnar umræðu um skattamál, í þessu tilviki skattamál fyrirtækja. Tilefni slíkrar umræðu er ærið og umræðan þörf. Til þess að svo megi verða er hins vegfar nauðsynlegt að nálgast málin á réttum forsendum, leggja opið og raunsætt mat á hlutina og hefja umræðuna upp úr hjólfari þröngra eiginhagsmuna sem einkennir umfjöllun um skattamál allt of oft.<br /> <br /> Skattar eru mikilvægir, skattar eru nauðsynlegir, skattar eru ómuflýjanlegir ef við ætlum að reka þróað nútíma samfélag. Ég legg áherslu á orðið <strong>samfélag</strong>, við erum með öðrum orðum saman í félagi. Með skattlagningu afmarkar ríkisvaldið annars vegar þann hluta þjóðarframleiðslunnar sem varið skal til samneyslu og sameiginlegra þarfa og leggur hins vegar línurnar um það hvernig kostnaðurinn af samneyslunni kemur niður á þjóðfélagshópa o.s.fr. Umræðu um þessi mikilvægu atriði er því miður oft fórnað á altari lýðskrumsins sem lofar öllu fögru, gullu og grænum skógum með einni saman lækkun skatta.<br /> <br /> Áður en komið er að þeim tillögum sem, kynntar hafa verið af SA og VÍ, er nauðsynlegt að víkja nokkuð að ýmsum ranghugmyndum, sem litað hafa umræðu um skatta á síðustu misserum og virðast því miður setja nokkuð mark sitt á ykkar tillögur.<br /> <br /> Fyrsta atriðið af þessum toga sem ég vil minnast á hefur ítrekað verið haldið fram m.a. af forystumönnum þessara samtaka í ræðu og riti. Í ræðum og skrifum þeirra sem kalla sig talsmenn atvinnulífsins hafa verið útmálaðar gífurlegar skattahækkanir sem núverandi ríkisstjórn hefur staðið fyrir og sú mikla skattpíning sem hún hefur komið á. Því er haldið blákalt fram þvert á allar staðreyndir að litlar breytingar hafi orðið í ríkisfjármálunum og að það litla sem áunnist hafi sé allt gert með skattahækkunum, lítið hafi verið dregið úr útgjöldum. Og ýmsir óþroskaðir stjórnmálamenn hafa tekið undir sönginn. En hvað er hæft í þessu? Í stuttu máli ekki neitt.<br /> <br /> Þegar þessi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum og greip til ráðstafana í ríkisfjármálum á miðju síðasta ári stefndi í að halli á frumjöfnuði ríkissjóðs, þ.e. án hinnar gífurlegu nýju vaxtabyrði, yrði um 9% af VLF. Hver er staðan nú hálfu öðru ári síðar. Hallinn á frumjöfnuði ríkissjóðs er áætlaður verða um 2,2% af VLF, þ.e. hann hefur lagast um 6,8% af VLF. Og hvernig skyldi það hafa gerst. Jú, skattar hafa vissulega hækkað og tekjur ríkissjóðs hafa aukist um sem svara 2,3% af VLF. Á sama tíma hafa frumgjöld ríkissjóðs lækkað um 4,5%. Þannig hefur lækkun útgjalda borið uppi aðhaldsaðgerðirnar og verið 2/3 hlutar þeirra en tekjubreytingar þriðjungur. Gangi áform ríkisstjórnarinnar vegna 2011 eftir að meðtöldum þeim hóflegu skattabreytingum sem í undirbúningi eru verður aðlögunin orðin nálægt 9,5% af VLF og um 78% hennar náð með gjaldalækkunum en 22% með tekjubreytingum.<br /> <br /> </p> <table class="frame" width="600" border="1"> <tbody> <tr> <th>Ár</th> <th> <div> Tekjubreyting uppsöfnuð % af VLF </div> </th> <th> <div> Gjaldabreyting uppsöfnuð % af VLF </div> </th> <th> <div> Aðlögun alls uppsöfnuð % af VLF </div> </th> <th> <div> Tekjubreyting % af heild </div> </th> <th> <div> Gjaldabreyting% af heild </div> </th> </tr> <tr> <th>2009</th> <td> <div> 1,6% </div> </td> <td> <div> - 0,8% </div> </td> <td> <div> 2,4% </div> </td> <td> <div> 68% </div> </td> <td> <div> 32% </div> </td> </tr> <tr> <th>2010</th> <td> <div> 2,3% </div> </td> <td> <div> - 4,5% </div> </td> <td> <div> 6,8% </div> </td> <td> <div> 33% </div> </td> <td> <div> 67% </div> </td> </tr> <tr> <th>2011</th> <td> <div> 2,2% </div> </td> <td> <div> - 7,5% </div> </td> <td> <div> 9,7% </div> </td> <td> <div> 22% </div> </td> <td> <div> 78% </div> </td> </tr> </tbody> </table> <p>&nbsp;</p> <p>Það er ekki síður fróðlegt að virða fyrir sér þróun gjalda og tekna ríkissjóðs frá því á árunum fyrir hrunið. Þá sést glöggt hvernig frumgjöld ríkissjóðs tóku að hækka á árinu 2007 og rjúka síðan upp á árunum 2008 og 2009. Eru vaxtagjöld og tap á eignum þó ekki meðtalin. Á árinu 2009 ná frumgjöldin um 33% af VLF og voru orðin nærri 4,5% af VLF hærri en þau voru að jafnaði á árunum 2005 - 2007. Með aðgerðum núverandi stjórnar verða frumgjöldin komin niður í um 29% á árinu 2010 og stefnt er að því að þau verði komin undir 26% á árinu 2011 og verði um 2% lægra en meðaltal áranna 2005 - 2007. Myndin sýnir einnig glöggt þróun frumtekna ríkissjóðs. Þær féllu um nálægt 7% af VLF úr 33,5% á árunum fyrir hrun í 26,3% á árinu 2009 og hafa haldist lítt breyttar síðan.</p> <p>&nbsp;</p> <p><em><img class="center" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/frumtekjur_frumgjold_2005_2011_1.gif" alt="Frumtekjur og frumgjöld ríkissjóðs, hlutfall af VLF, 2005-2011" /></em></p> <p>&nbsp;</p> <p>Þessar tölur og línurit sýna glöggt að staðhæfingar þess efnis að aðlögun ríkisfjármála hafi verið lítil og fyrst og fremst fólgin í hækkun skatta eru einfaldlega rangar.<br /> <br /> Sama er að segja um staðhæfingar um skattpíningu í tíð núverandi ríkisstjórnar. Lítum á tölur og staðreyndir. Skatttekjur ríkisins á árinu 2010 og eftir þær breytingar sem ráðgerðar eru vegna ársins 2011 verða um 25,8% af VLF. Þetta hlutfall er langtum lægra en það var á árunum fyrir hrun t. d. á árunum 2005 - 2007 þegar það var nærri 6,4 prósentustigum hærra að meðaltali eða rúmlega 32% af VLF. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt fólk úr þessum ranni ásaka stjórnvöld á þeim tíma fyrir skattpíningu. Miklu fremur voru þau lofsungin fyrir skattalækkanir enda hafði svo til tekist hjá stjórnvöldum þess tíma að skattar voru lækkaðir á fyrirtækjum, eigendum þeirra, fjármagnseigendum og hinum betur stöddu en skattahækkanirnar sem ljóslega koma fram í tölunum voru lagðar á aðra.<br /> <br /> <br /> </p> <p><em><img class="center" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/Skatthlutfall_af_VLF_2005_2011_02.gif" alt="Skatthlutfall af VLF 2005-2011" /></em></p> <p>&nbsp;</p> <p>Breytingin á sköttum til lækkunar eftir hrunið og allt til þessa dags er næsta almenn fyrir flestar skatttegundir og er hún sýnd hér á eftir fyrir stærstu tekjustofna ríkisins. Eru skatttekjurnar á föstu verðlagi ársins 2009. Á föstu verðlagi hafa skatttekjur alls lækkað um rúm 20% frá meðaltali áranna 2005 - 2007. Tekjur af&nbsp; einstökum sköttum staðið í stað eða lækkað. Undantekningin er tryggingagjaldið. Á föstu verðlagi lækkuðu tekjuskattar einstaklinga um 18%, virðisaukaskattur hefur lækkað um nærri 30% en tryggingagjald hefur hækkað um nærri 24%.</p> <p>&nbsp;</p> <p><em><img class="center" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/skattatekjur_2005_2011_03.gif" alt="Skattatekjur 2005-2011" /></em></p> <p>&nbsp;</p> <p>Skýringar á þessum breytingum eru margvíslegar og í takt við þær breytingar sem orðið hafa í efnahagslífinu en sýna einnig og staðfesta það sem áður er sagt að sama hvaða mælikvarði er notaður verður því ekki haldið fram með rökum að skattheimtan hafi aukist.<br /> <br /> Ýmsir hafa orðið til þess að fullyrða að sérstaklega hafi verið sótt að fyrirtækjum og atvinnurekstri með skattabreytingum. Erfitt er að finna því stað. Í reynd er eina breytingin sem eitthvað kveður að og sneri að atvinnurekstri sú að skatthlutfall lögaðila var hækkað í 18% úr 15% sem það hafði verið í eitt ár en&nbsp; ein helstu viðbrögð fyrri stjórnar við fyrirsjánlegu tekjufalli ríkisins eftir hrunið var að hverfa frá lækkun á tekjuskattshlutfalli einstaklinga en láta lækkun hjá lögaðilum standa. Aðrar breytingar sem gerðar hafa verið lúta að lagfæringum, m.a. til að koma í veg fyrir skattasniðgöngu, og til tryggja íslenska hagkerfinu arð af auðlindum þjóðarinnar.<br /> <br /> Þótt gjarnan sé talað um skattlagningu fyrtækja eða rekstrar er rétt að hafa það í huga að á endanum greiða eingöngu einstaklingar skatta. Á þeim lenda skattar sem fyrirtækjum er gert að skila. Óbeinu skattarnir á almenningi að mestu í gegnum vöruverð og beinu skattarnir á eigendum fyrirtækjanna. Skattlagning á fyrirtæki og rekstur er því nauðsynlegt að skoða m.t.t. þess hvaða áhrif hún hefur á grundvallaratriði í skattlagningu eins og jafnræði þegnanna og sanngjarna dreifingu skattbyrði. Ekki er vafi á því að skeytingarleysi um þessi sjónarmið við breytingar á skattlagningu lögaðila á síðustu árum hafði leitt til misræmis og ósanngirni sem ekki var við unað. Skattlagning manna réðist meira af því hvaða nafn tekjunum var gefið en hversu háar þær voru.<br /> <br /> Rauður þráður í rökstuðningi fyrir lækkun á því sem kallað er skattlagning fyrirtækja er kenning um að lágir skattar á fyrirtæki og eigendur þeirra séu jákvæðir fyrir efnahags- og atvinnulífið. Þessar kenningar eru sjaldnast rökstuddar og enn síður hefur verið sýnt fram á virkni þeirra í reynd. Skattlagning fyrirtækja og eigenda þeirra hefur á síðustu árum verið til mikilla muna lægri hér á landi en í flestum vestrænum ríkjum.&nbsp; Má sjá það m.a. í skýrslu um samkeppnishæfni íslenska skattkerfisins, sem unnin var fyrir fyrrverandi fjármálaráðherra. Breytingar skatta í þessa átt voru rökstuddar með því að fjárfestingar myndi aukast, erlendir aðilar sæju sér hag í að koma hingað með starfsemi o.s.fr. Lítið gætir þó hinna meintu jákvæðu áhrifa. Miklu fremur má ætla að þetta hafi stuðlað að neikvæðri þróun í ýmsum efnum. Árin fyrir hrun einkenndust af útstreymi fjármagns frá íslenskum fyrirtækjum til skúffufyrirtækja í útlöndum. Eignarhald á íslenskum fyrirtækjum var að stórum hluta til komið í hendur aðila sem voru erlendir að nafninu til og arður af íslenskri starfsemi fluttur til útlanda um leið og íslensk fyrirtæki voru skuldsett og notuð til að fjármagna umsvif fjárglæframanna. Því skal ekki haldið fram að skattlagningarreglur hér á landi hafi valdið þessu en svo mikið er víst að þessi þróun var í andstöðu við þau rök sem notuð eru til að réttlæta lága skattlagningu rekstrar og skattareglur voru útrásinni ekki til trafala.<br /> <br /> Það er ekki hækkun skatta eða tekjuöflunin sem slík sem ein er mikilvægust við þær skattabreytingar sem gerðar hafa verið heldur breytt viðhorf til þess hvernig sköttum skuli jafnað niður. Skattbreytingar undanfarinna ára, þ.á.m. lækkun skatta á fyrirtæki, færðu vaxandi skattbyrði yfir á laun og lífeyri og íþyngdu fólki með lág laun og miðlungstekjur á sama tíma og hálaunahópum var ívilnað eða hlíft við hækkunum. Nú þegar afla þarf aukinna tekna er það gert með öðrum hætti. Launum, lífeyri og fólki með lág laun og millitekjuhópum er hlíft en eitthvað bætt í hjá hinum tekjuhæstu. Viðbrögðin skortir ekki hjá þeim sem nutu velvildar áður fyrr. Söngurinn um skattahækkanir hljóðnar ekki.<br /> <br /> Sú breyting á dreifingu skattbyrði sem að framan er nefnd er þegar farin að koma í ljós. Við álagningu gjalda 2010 sem endurspeglar þær breytingar sem gerða voru um mitt síðasta ár kom þessi breyting glögglega í ljós. Í gögnum frá embætti ríkisskattstjóra kemur fram að tekjuskattar einstaklinga hafa lækkað í neðri hluta tekjuskalans en hækkað í efri hlutanum. Ef teknir eru saman allir tekjuskattar og auðlegðargjald sýnir sig að 60% hjóna með allt að rúmlega 9 m.kr. í árstekjur borga allt að 2,5% minna af tekjum sínum í þessa skatta við álagningu 2010 en þau gerðu 2009. Hjón með hærri tekjur borga allt að 2,5% meira nema hjá efstu 5% sem greiða um 7,5% meira en áður en ná þó ekki að vera nema 3% yfir meðaltali fyrir alla.<br /> <br /> </p> <p><em><img class="center" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/Alagning_teksk_audlegdskatt_2009_2010_04.gif" alt="Álagning tekjuskatts og auðlegðargjalds á hjón 2009 og 2010 - hlutfall af heildartekjum" /></em></p> <p>Ég hef varið nokkrum tíma í að hrekja og leiðrétta þær algengu en órökstuddu staðhæfingar að núverandi ríkisstjórn hafi lagt megináherslu á að hækka skatta og bæta þannig stöðu ríkissjóðs. Þær talanalegu staðreyndir, sem ég hef dregið fram, sýna annað.<br /> <br /> Því er stíft haldið fram að aukin skattheimta dragi sjálfkrafa úr umsvifum í hagkerfinu og að betra sé að lækka ríkisútgjöld en að hækka skatta til að ná fram nauðsynlegri aðlögun í ríkisfjármálum. Alhæfingar sem þessar standa fræðilega á brauðfótum og eiga sér enga stoð í reynd. Aukin skattheimta sem notuð er til að auka útgjöld er líkleg til að örva hagkerfi sem er í lægð. Að því leyti sem skattar sem þannig er ráðstafað draga úr sparnaði auka þeir eftirspurn. Á það ekki síst við nú þegar ekki er skortur á lánsfé. Af þessu leiðir einnig að við þessar aðstæður er líklegt að niðurskurður útgjalda&nbsp; í stað hækkunar á sköttum dragi úr umsvifum í efnahagslífinu en ekki öfugt. Allt er þetta þó háð ýmsu öðru þar á meðal útgjalda- og skattheimtustigi.<br /> <br /> Af framangreindum ástæðum hefur það verið úrræði margra þjóða í yfirstandandi kreppu að auka ríkisútgjöld og það yfirleitt verið talið virkari leið til að hvetja efnahagslífið en að lækka skatta. Fræðimenn vestan hafs sem austan hafa gagnrýnt þau stjórnvöld sem um of hafa gripið til niðurskurðar vegna neikvæðra áhrifa sem það kann að hafa á efnahagslífið. Meira að segja Breska viðskiptaráðið hefur nýlega með hagfræðilegum rökum lýst áhyggjum af áformum bresku ríkisstjórnarinnar um niðurskurð opinberrar þjónustu.<br /> <br /> Haldleysi þeirra kenninga að mikil ríkisumsvif leiði til minni hagvaxtar sést hvað best á því að í þeim löndum þar sem umsvif hins opinbera hafa verið mikil svo sem á Norðurlöndunum hefur hagvöxtur verið góður og raða þau lönd sér í efstu sæti flestra hagsældarlista. Skýringin er m.a. sú að starfsemi hins opinbera er ekki óarðbær. Stór hluti hennar er fjárfesting í menntun, og heilbrigði svo og efnislegum og félagslegum innviðum samfélagsins sem er nauðsynleg til að efnahagslíf og mannlíf dafni. Það ætti að vera orðið tímabært að leggja til hliðar gamlar kreddukenningar frjálshyggjunnar í þessum efnum.<br /> <br /> Útgjöld ríkisins eru að stærstum hluta til heilbrigðismála, menntamála og félagsmála auk almennrar stjórnsýslu og innviðagerðar. Ljóst er að krafa um að halda hér uppi velferðarkerfi, veita þegnum landsins þjónustu á sviði menntamála og heilbrigðismála og byggja upp fyrir framtíðina verður ekki uppfyllt nema að tilteknu lágmarki af landsframleiðslunni sé varið til þeirra þátta. Í þessum efnum höfum við á ýmsum sviðum staðið jafnfætis þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við. Á öðrum sviðum höfum við staðið þeim að baki. Það er ljóst að við höfum fjarlægst, t.d. Norðurlöndin og þá viðmiðun sem við viljum hafa í þessum efnum. Samdrætti opinberrar þjónustu eru sett ákveðin takmörk af lágmarkskröfum velferðarsamfélagsins. Það ásamt neikvæð áhrifum niðurskurðar á umsvif í efnahagslífinu hlýtur að vekja spurningar um það hversu langt megi ganga í að rétta fjárhag ríkisins af með niðurskurði ríkisútgjalda án þess að það valdi skaða til langs og skamms tíma. Og því skal lýst yfir hér að gangi áform um sparnað í ríkisrekstrinum á árinu 2011 sem boðuð verða í væntanlegu fjárlagafrumvarpi í grófum dráttum eftir þá tel ég að við séum komin að neðri mörkum þess sem gerlegt og efnahagslega vitrænt er.<br /> <br /> Að ósk minni gerði AGS úttekt á íslenska skattkerfinu með tillliti til tekjuöflunar og tekjujöfnunar. Í skýrslu AGS er að finna mjög gagnlegar upplýsingar, tillögur og hugmyndir. Íslenska skattkerfið hlýtur þá einkunn að grunngerð þess sé góð og styrkleikar þess margir. Hins vegar megi gera ýmislegt til að bæta virkni þess bæði til tekjuöflunar og tekjujöfnunar svo og til að losna við óhagkvæmni. Hvað varðar skattlagningu rekstrar bendir AGS á ýmis atriði sem til bóta geta orðið. Meðal þeirra eru ráðstafanir til að draga úr núverandi mismunun í skattlagningu tekna sem kemur fram í lágri skattlagningu félaga og arðs og í reglum um reiknað endurgjald. Þá mælir AGS með því að tekið verði til skoðunar að miða skattlagningu rekstrar meira en nú er gert við reikningsskil en slíkt myndi leiða til afnáms á ýmsum sérreglum einkum um fjármálagjörninga. Ennfremur er í skýrslu AGS vakin athygli á leiðum til að auka samræmi í skattalegri meðferð á arði og vöxtum. Þessar tillögur eru meðal þess sem verða mun til skoðunar hjá starfshópi á vegum fjármálaráðherra, sem vinnur að endurskoðun á skattkerfinu.<br /> <br /> Þær tillögur sem SA og VÍ hafa kynnt hér í viðamikilli umgerð koma ekki á óvart en valda að vissu leyti vonbrigðum. Í megin atriðum eru þær að skatta megi ekki hækka, hlífa á fyrirtækjum við skattlagningu o.s.fr. Þær byggjast meira og minna á þeim viðhorfum sem gerð voru að umtalsefni hér á undan og eru í reynd ekkert annað en “gömlu, þreyttu” áherslurnar sem lesa má út úr ályktunum ykkar samtaka á síðustu áratugum og voru stjórnvöldum þess tíma leiðarljós. Gallinn var bara sá að hin fögru fyrirheit gengu ekki eftir. Að minnsta kosti uppskar íslenskt samfélag ekki mikla gæfu þegar leiðangrinum lauk en breytingarnar leiddu til mismununar og ójafnaðar. Engu að síður er það svo að ég hef farið rækilega í gegn um “óskalistann” ykkar og að sjálfsögðu er þar á köflum verið að ræða tæknileg atriði eða vandamál sem sjálfsagt er að skoða og ráðuneytið og skattayfirvöld eru sér vel meðvituð um að eru til staðar.<br /> <br /> </p> <ul> <li>Bætt verklag við breytingar á skattalöggjöf</li> <li>Skattaleg meðferð skuldaniðurfellinga fyrirtækja við okkar erfiðu aðstæður</li> <li>Ívilnanir fyrir nýsköpunarfyrirtæki</li> <li>Skattlagning gengishagnaðar á innlánsreikningum í erlendri mynt</li> <li>Ákvæði um þunna eiginfjármögnun</li> </ul> <p> Þetta og fleira get ég nefnt sem allt er fullgilt að þarfnast skoðunar. Ég er heldur ekkert feiminn við að endurskoða hluti sem breytt hefur verið á mínum tíma sem fjármálaráðherra ef í ljós kemur að eitthvað hefur verið misráðið eða aðrar leiðir eru betri til að ná settum markmiðum.<br /> <br /> Hrunið og kreppan hefur opnað augu flestra fyrir því að kominn er tími til að horfast í augu við veruleikann og láta óskhyggju lönd og leið. Staðreyndin er sú að við þurfum að afla ríkissjóði tekna til að standa undir samfélagslegum verkefnum. Gerum við það ekki er framtíð okkar stefnt í voða. Þessara tekna öflum við ekki með því að setja upp gleraugu nýfrjálshyggjunnar á nýjan leik og halda að allt leysist af sjálfu sér. Við þurfum að setja okkur raunhæf og réttlát markmið í skattamálum og vinna að breytingum á skattkerfinu í samræmi við þau. Með það í huga verða tillögur SA og VÍ skoðaðar og úr þeim unnið. Við erum reiðubúin til samvinnu við samtökin og aðra í því verki. Ég fagna hressilegum skoðanaskiptum og reyni að leggja mitt af mörkum tæpitungulaust, eða hvað. Ég kem ekki hingað sem skoðanalaus maður til að hlýða á einhvern óskeikulan erkibiskupsboðskap, en ég virði ykkar sjónarmið, ég hlusta á efnisleg rök og ég er fús til uppbyggilegs samstarfs því hver hefur til síns ágætis nokkuð. Það gildir um ykkur og ætli geti ekki bara verið að það gildi líka eitthvað örlítið um mig.<br /> <br /> Ég þakka áheyrnina!</p>

2010-09-09 00:00:0009. september 2010Landið að rísa ! Greinaflokkur fjármálaráðherra

<p>Fjármálaráðherra skrifaði greinaflokk í lok ágústmánaðar sem birtist samtímis í Fréttablaðinu, Vísi, Viðskiptablaðinu og á Smugunni.<br /> <br /> Í greinunum fór ráðherrann yfir aðdraganda efnahagshrunsins, stöðuna í efnahagsmálum, helstu verkefni yfirvalda sem eru framundan og samskipti Íslands við umheiminn.</p> <ul> <li>Landið tekur að rísa! Grein 1. Orsakir og afleiðingar bankahrunsins</li> <li>Landið tekur að rísa! Grein 2. Aðgerðir ríkisstjórnar og árangur</li> <li>Landið tekur að rísa! Grein 3. Staða þjóðarbúsins og horfur á miðju sumri</li> <li>Landið tekur að rísa! Grein 4. Verkefnin framundan</li> <li>Landið tekur að rísa! Grein 5. Ísland og umheimurinn</li> <li>Landið tekur að rísa! Grein 6. Land tækifæranna</li> </ul>

2010-08-27 00:00:0027. ágúst 2010Landið tekur að rísa ! Lokagrein í greinaflokki fjármálaráðherra - Land tækifæranna

<p><strong>Landið tekur að rísa</strong><span>&nbsp;</span> <strong>!<br /> </strong></p> <p>- Land tækifæranna, grein 6.</p> <p>Í greinarflokki þessum undir heitinu „Landið tekur að rísa” hefur verið fjallað um aðdraganda og orsakir hrunsins sem hér varð, aðgerðir ríkisstjórnarinnar því tengdu, árangur aðgerðanna, hin ærnu verkefni framundan og stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Ég tel mig hafa fært fyrir því traust og tölfræðilega studd rök að það gríðarmikla verkefni sem núverandi ríkisstjórn fékk í fangið er á góðri leið með að takast. Við erum á réttri leið þó heilmiklar brekkur séu eftir. Og þá að framtíðinni og þeirri staðreynd að tækifærin sem landið hefur til að endurreisa sig og skila okkur á ný lífskjörum eins og best þekkjast í heiminum eru óteljandi.</p> <p><strong>Ríkidæmi auðlindanna</strong></p> <p>Þó mikill styr hafi iðulega staðið um nýtingu og eignarhald á auðlindum landsins breytir það ekki þeirri staðreynd að fá dæmi þekkjast í veröldinni um 320 þúsund manna þjóð sem fengið hefur til búsetu og varðveislu land jafn ríkulega búið auðlindum. Íslensk efnahagslögsaga er gríðarstór með gjöfulustu fiskimiðum Atlantshafsins og landið er stórbrotið hlaðið náttúruperlum með mikla framtíðarmöguleika til búskapar og ferðamennsku . Við eigum ríkulegan orkuforða í vatnsafli og jarðhita sem býður upp á einstæða möguleika til þróunar sjálfbærs orkubúskapar. Hér er gnótt ferskvatns og lega landsins skapar fjölmörg tækifæri þegar sjónir beinast í auknum mæli að norðurslóðum.&nbsp; Við erum lýðfræðilega ung og vel menntuð þjóð í nýuppbyggðu þróuðu samfélagi sem býr að sterkum innviðum. Allt eru þetta auðlindir sem ásamt öðru gera það að verkum að enginn ástæða er til að kvíða framtíðinni á Íslandi.</p> <p><strong>Sjávarútvegur</strong></p> <p>Eftir hrun hefur sjávarútvegurinn tryggilega sannað stöðu sína sem mikilvægasta undirstöðugrein þjóðarbúsins. Á árum útrásarvíkinga þótti fremur lítið til sjávarútvegsins koma en nú er öldin önnur. Tölur um aflaverðmæti fyrir árið 2009 liggja fyrir og endaði það í rúmum 115 milljörðum króna, þrátt fyrir ýmis áföll eins og sýkingu í síld og hálfgerðan loðnubrest. Veiði og vinnsla á makríl hefur orðið mikil búbót en aflaverðmæti makrílsins voru vel á fimmta milljarð árið 2009. Hjálpaði það til við að mæta áföllum í öðrum stofnum. Í ár hafa um 53% makrílaflans farið til manneldisvinnslu í stað 20% í fyrra og heildarverðmæti stefnir vel á annan tug milljarða.</p> <p><strong>Landbúnaður</strong></p> <p>Íslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða einstaka gæðavöru. Á árinu 2009 varð veruleg aukning á útflutningi landbúnaðarafurða en flutt var út fyrir vel á áttunda milljarð. Vaxandi eftirspurn og hagstæð gengisskráning skýra þennan vöxt. Landbúnaðurinn er útflutningsgrein í mikilli sókn sem skilar miklum hreinum gjaldeyristekjum. Vatnsútflutningur hefur einnig verið að sækja í sig veðrið og margir telja að vatnið verði brátt okkar mikilvægasta auðlind, okkar olía .&nbsp;</p> <p><strong>Orkan</strong></p> <p>Í vatnsafli og jarðhita og öðrum hreinum náttúrulegum orkugjöfum eins og vindi og sjávarföllum eiga Íslendingar varanlegar auðlindir. Svo fremi sem við semjum ekki af &nbsp;okkur geta þær á komandi áratugum skilað okkur milljarðatuga auknum ávinningi. Ekki með því að virkja allt sem eftir er til einhæfrar orkufrekrar stóriðju. Þvert á móti með því að sækja aukinn arð gegnum endurnýjun samninga til framleiðslu sem er til staðar. Með því að beina sjónum að minni og meðalstórum kaupendum sem að jafnaði greiða hærra verð en fæst í risaheildsölusamningunum. Sjálfbær þróun okkar eigin orkubúskapar á þó að vera í öndvegi og gagnvart öllum nýtingarhugmyndum verður að setja þann fortakslausa fyrirvara að umhverfisáhrif séu í lágmarki, nýting ekki ágeng og ekki sé hróflað við þeim vatnasviðum og háhitasvæðum sem rétt er að vernda. Tryggja þarf að orkuauðlindir verði í samfélagslegri eigu og að rentan af þeim renni til þjóðarinnar sjálfrar. Orkufyrirtækin þurfa að einbeita sér að því að gera styttri orkusölusamninga og við fleiri og fjölbreyttari aðila. Orkuverð í heiminum er á sífelldri uppleið og fátt bendir til annars en sú þróun haldi áfram. Gagnaver, ylrækt, kísilflöguvinnsla, koltrefjavinnsla og álþynnuframleiðsla eru allt dæmi um starfsemi sem krefst hóflegrar orku og skilar mörgum störfum</p> <p><strong>Lífeyrissjóðir</strong></p> <p>Íslendingar eiga eitt best uppbyggða og öflugasta lífeyrissjóðakerfi í heiminum.<span>&nbsp;</span> Eignir lífeyrissjóðanna á hvert mannsbarn eru taldar fullkomið ígildi þess sem Norðmenn eiga í sínum olíusjóði.&nbsp;Í<span>&nbsp;</span> árslok 2009 var hrein eign lífeyrissjóðanna 119% af VLF. Ísland, Holland og Sviss skara fram úr í þessum efnum með hreina eign <span>&nbsp;</span>lífeyrissjóða uppá um 120–130% af VLF. Til samanburðar eiga Grikkir 0%. Miklir erfiðleikar bíða margra annarra þjóða sem ekki eiga uppbyggðan lífeyrissparnað og þurfa auk þess að takast á við <span>&nbsp;</span>breyttra aldurssamsetningu.</p> <p><strong>Ferðaþjónusta og flugrekstur</strong></p> <p>Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem vaxið hefur mest undanfarna áratugi, skilar þjóðarbúinu gífurlega miklum hreinum gjaldeyristekjum (svipuðum brúttótekjum og stóriðjan en mun meiri nettótekjum) og dreifir afrakstri sínum mjög víða um samfélagið. Gosið í Eyjafjallajökli minnti okkur á mikilvægi ferðaþjónustunnar. Með vel heppnuðu sameiginlegu markaðsátaki tókst að snúa tímabundinni vörn í<span>&nbsp;</span> sókn á nýjan leik og margir telja möguleika Íslands nú meiri en nokkru sinni á sviði ferðaþjónustu.<span>&nbsp;</span> Flugrekstur hefur lengi verið hlutfallslega stór í íslensku hagkerfi . Ánægjulegt er að sjá að öll íslensku flugfélögin eru nú að auka umsvif sín. Verði allt áfallalaust segir undirrituðum svo hugur að árið 2011 verði metár í íslenskum flugrekstri og ferðaþjónustu.</p> <p><strong>Skýr menntastefna til framtíðar</strong></p> <p>Á Íslandi er öflugt menntakerfi í anda félagshyggju. Hátt menntunarstig þjóðarinnar og aðgangur allra að góðri grunnmenntun leggja sterkann grunn að uppbyggingu og endurmótun samfélagsins. Við stöndum framarlega á heimsvísu í rannsóknum og kennslu á sviði, jarðfræði og jarðhita, sjávarútvegs og fleiri greina. Hugbúnaðargeirinn íslenski hefur vakið athygli víða um heim og íslenskt hugvit sækir fram. Tækni- og þekkingargreinar eru í sókn.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur einsett sér að standa þétt að baki menntakerfinu og ný og skýr menntastefna hefur verið mörkuð þar sem lögð er meiri áhersla á gagnrýna hugsun, lýðræði, jafnrétti, sjálfbærni og skapandi starf en áður hefur verið gert. Hér verður látið staðar numið þó nægir séu möguleikarnir og tækifærin til að reifa. Ekki er tilviljun að endað er á menntamálum, þar leggjum við grunninn.</p> <p><strong>Land tækifæranna með bjarta framtíð</strong></p> <p>En hvernig samfélag viljum við svo í raun og veru byggja upp úr rústum efnahagsáfallsins fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir? Hvaða gildi viljum við leggja til grundvallar þegar við endurmótum samfélagsgerðina, hvernig á sjálfsmynd okkar að vera? Eitt er skýrt. Ekkert okkar vill sjá hliðstæða atburði og þá sem gerðust hér haustið 2008 endurtaka sig. Ef einhverjir sakna tíðarandans frá 2007 er undirritaður í öllu falli ekki þeirra á meðal. Skiljum græðgisvæðinguna, óhófið og hrokafullar hugmyndir um okkur sjálf og ímyndaða yfirburði okkar eftir á öskuhaugum sögunnar. Það er manneskjulegt, heiðarlegt og hófsamlegt velferðarsamfélag sem við viljum, opið og lýðræðislegt, byggt á valddreifingu og góðri sátt við náttúruna og aðra menn. Þangað viljum við stefna og landið er að rísa !</p> <p>Steingrímur J. Sigfússon<br /> höfundur er fjármálaráðherra</p> <br />

2010-08-26 00:00:0026. ágúst 2010Landið tekur að rísa ! Grein 5. í greinaflokki fjármálaráðherra - Ísland og umheimurinn

<p>Meginmál</p> <p><strong>Landið tekur að rísa !&nbsp;</strong> Ísland og umheimurinn, grein 5.</p> <p>Íslendingar eru sjálfstæð og fullvalda þjóð með eigin örlög í sínum höndum. Þannig viljum við hafa það og það er stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. En maðurinn er aldrei einn og eins er það með þjóðirnar. Stjórnmála- og viðskiptasambönd, þátttaka í margskonar tvíhliða og marghliða samstarfi, aðild að alþjóðastofnunum og sáttmálum eru óaðskiljanlegur hluti þess að vera til og þróast sem sjálfstætt ríki meðal ríkja, sem þjóð meðal þjóða. Við úrlausn mála eftir efnahagshrun er sjálfstæðið áfram mikilvægur útgangspunktur allrar okkar vinnu. Við ætlum sem sjálfstæð þjóð, ekki síst efnahagslega sjálfstæð, að endurreisa hér það sem hrundi og sanna okkur á ný sem ráðvant og ábyrg fólkt. Þar höfum við verk að vinna því orðspor okkar er laskað. Svo gripið sé til sögulegrar líkingar þá má segja að ótrúlega fáir hafi valdið ótrúlega mörgum, þ.e. heilli þjóð, ótrúlega miklum skaða. Í reynd heyjum við sjálfstæðisbaráttu sem nú og sennilega nokkur næstu árin mun fyrst og fremst miða að því að tryggja fullt efnahagslegt sjálfstæði landsins. Án þess að endurreisa hér traustan efnahag, tryggja góð lífskjör og fulla atvinnu verðum við ekki sjálfstæð í reynd eða að minnta kosti ekki á þann hátt sem við viljum.</p> <p>&nbsp;<strong>Ísland og Evrópusambandið&nbsp;</strong></p> <p><strong>&nbsp;</strong>Mörgum kann að virðast það sem hér að ofan er sagt í mótsögn við þá staðreynd að meirihluti alþingismanna og undirritaður þar með talinn stóð að því að lögð var inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu fyrir ári síðan. Það var erfið ákvörðun að taka en rökin voru þau - fyrir utan stjórnmálalegar ástæður þ.e. málamiðlun milli samstarfsflokka í ríkisstjórn, - að fá botn í það hvað er í boði og fá einhverja niðurstöðu í áratuga langa umræðu um hvernig framtíðartengslum Íslands við Evrópusambandið skuli háttað. Um leið skýrist hvert verður framtíðarumhverfið í gjaldmiðilsmálum okkar og við getum hagað<span>&nbsp;</span> efnahagsuppbyggingunni í samræmi við það. <span>&nbsp;</span>Fari svo að samningsniðurstaða náist sem þykir á borð leggjandi verður það þjóðin sjálf sem ræður úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er hin lýðræðislega nálgun í þessu stórmáli, og sem á að viðhafa í öðrum slíkum, að okkar mati í VG. Til að taka af öll tvímæli hefur ekki orðið nein breyting á afstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Evrópumálum. Við erum andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu en við óttumst ekki opna lýðræðislega umræðu og þá niðurstöðu sem slík umræða skilar.</p> <p><strong>Icesave hluti af mjög stórri heild</strong></p> <p><span>Enn er ófrágengið hvernig uppgjöri milli Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta á Íslandi og breskra og hollenskra gagnaðila verður háttað.</span> <span>Icesave-málið hefur sannarlega reynt á þolrifin í okkur öllum en við hljótum samt að vera sammála um að nálgast málið eins og sjálfstæðri þjóð sæmir. Hluti af sjálfstæðinu er að leysa á ábyrgan hátt úr deilumálum við aðrar þjóðir. Jafnframt fylgir sjálfstæðinu bæði réttindi og skyldur. Rétt eins og sigrarnir eru okkar þegar þeir vinnast eru ósigrarnir og mistökin það líka. Við getum ekki eignað okkur annað en afneitað hinu.</span></p> <p>Undirritaður er enn jafn eindregið þeirrar skoðunar og hann var á útmánuðum 2009, eftir að hafa kafað ofaní saumana á málinu, að samningaleiðin sé farsælust og áhættuminnst fyrir Ísland. Málið hefur valdið og mun, óleyst, valda okkur áfram margvíslegum erfiðleikum. Þeir sem nú tala digurbarkalega um að okkur hafi þó ekki gengið verr en raun ber vitni þrátt fyrir óleyst Icesave-mál vita minnst um þá baráttu sem það hefur kostað bak við tjöldin að halda hlutum í horfinu, t.d. knýja fram aðra endurskoðun samstarfsins við AGS þrátt fyrir stöðu Icesave-málsins. Eitt af verkefnum núverandi ríkisstjórnar hefur verið að endurreisa trúverðugleika Íslands út á við og sýna fram á að hér starfi ábyrg stjórnvöld. Rannsóknarskýrsla Alþingis sýnir með ótvíræðum hætti að orðspor Íslands erlendis hrundi meðal annars vegna þess að þáverandi ríkisstjórn landsins hlustaði ekki á vinaþjóðir og var algjörlega ótrúverðug í sínum aðgerðum.</p> <p>Lausn Icesave-málsins, auðvitað eins hagstæð og aðstæður frekast bjóða hverju sinni, er nauðsynleg forsenda fyrir áframhaldandi endurreisn efnahagslífsins og liður í að koma á eðlilegu ástandi í samskiptum okkar við umheiminn, opna aðgang að erlendum fjármálamörkuðum og endurreisa orðspor okkar. Icesave-málið er því ekki einangrað vandamál heldur hluti af mjög stórri heild, því að koma Íslandi áfram.</p> <strong>AGS</strong><br /> <p>Ísland hefur verið aðili að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum frá því sjóðnum var komið á laggirnar 1946. Sá sjóður á sér misjafna sögu víðs vegar um heim. Samstarf Íslands við AGS hefur verið vandræðalaust ef frá eru taldar tafir vegna óskyldra mála sem við vorum að sjálfsögðu ekki sátt við. &nbsp;Sjóðurinn er sér meðvitaður um að í tilviki Íslands er hann í samstarfi við norrænt velferðarríki og að hann á sjálfur, ekki síður en við, mikið undir í því að vel til takist. Tillögur hans í skattamálum eru til marks um þetta. Þær miðast við að hér sé hægt að halda uppi samneyslu í norrænum anda og ná fram jöfnuði í þjóðfélaginu. Samstarf okkar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hefur til þessa verið málefnalegt og það hefur reynst mögulegt að aðlaga ýmislegt í upphaflegri áætlun að okkar aðstæðum. Ef allt fer að óskum þá lýkur samstarfsáætluninni að ári og að sjálfsögðu munum við fagna þeim tímamótum.</p> <p><strong>Framtíðin er umhverfismál</strong></p> <p>Vinstrihreyfingin - grænt framboð er eins og nafnið bendir til grænn flokkur, umhverfisflokkur Við leggjum ekki áherslu á umhverfismál bara vegna okkar eigin hugsjóna eða hagsmuna sem þjóðar. Umhverfismálin og framvinda sjálfbærrar þróunar eru mikilvægustu alþjóðamál okkar tíma. Átök framtíðarinnar í heiminum verða um auðlindir á borð við vatn. Átökin verða hörðust þar sem umhverfismálin hafa verið vanrækt. Umhverfismálin snúast því um örlög mannkynsins. Það er mikilvægt fyrir Ísland, bæði fyrir landið sjálft og sem hluta af heiminum, að málstað umhverfisins og sjálfbærrar þróunar sé haldið til haga af myndugleik í ríkisstjórn og á Alþingi. Vænlegasti kosturinn til þess er Vinstrihreyfingin - grænt framboð og áframhaldandi samstarf innan núverandi ríkisstjórnar sem gert hefur umhverfismálum hærra undir höfði í áherslum sínum en nokkur önnur ríkisstjórn á Íslandi.</p> <p><strong>Hornsteinar utanríkisstefnunar</strong></p> <p>Hornsteinar utanríkisstefnu okkar eru þessir; Sjálfstæði þjóðarinnar í samvinnu innan Sameinuðu þjóðanna, í vestnorrænu, norrænu og evrópsku samstarfi og með heiminn allan undir á tímum hnattræns samruna. Svæðissamvinna við Norður - Atlantshaf og Norðurslóðasamstarf eru mikilvæg verkefni næstu áratuga. Það samstarf þarf að bygga á framsýnni umhverfisstefnu, virðingu fyrir sjálfstæði einstakra þjóða, friðarviðleitni í þágu alls mannkyns og jafnari skiptingu lífsins gæða. Öðruvísi komumst við og mannkynið allt ekki af.</p> <p>Steingrímur J. Sigfússon<br /> höfundur er fjármálaráðherra</p>

2010-08-26 00:00:0026. ágúst 2010Landið tekur að rísa ! Grein 4. í greinaflokki fjármálaráðherra - Verkefnin framundan

<strong>Landið tekur að rísa !</strong><strong>&nbsp; Verkefnin framundan, grein 4.</strong><br /> <br /> <p>Í fyrri greinum hefur verið farið yfir orsakir og afleiðingar bankahrunsins, þann árangur sem þegar hefur náðst í glímunni við kreppuna og staða þjóðarbúsins &nbsp;verið greind. Um leið og því ber að fagna sem áunnist hefur er engin ástæða til að draga dul á að mikil og erfið verkefni bíða úrlausnar. Nú verður farið yfir nokkur þau helstu hér innanlands. Þau sem bíða okkar í samskiptum við erlenda aðila verða reifuð síðar.</p> <p><strong>Aðlögun í ríkisfjármálum</strong></p> <p>Ríkisfjármálin eru tvímælalaust eitt erfiðasta verkefnið sem framundan er. Eins og áður hefur komið fram náðist strax á árinu 2009 umtalsverður árangur í þeim efnum. Almennur skilningur og samstarfsvilji hefur ríkt hvað það varðar að hagræða og spara í opinberum rekstri. Áætlaður rekstrarhalli ríkissjóðs á yfirstandandi ári er rétt undir 100 milljörðum króna. Í fjárlögum næsta árs þarf að ná honum umtalsvert niður þannig að svokallaður frumjöfnuður, þ.e. rekstur ríkisins án fjármagnskostnaðar verði jákvæður á næsta ári.</p> <p>Til þess verður ráðist í umfangsmiklar aðlögunaraðgerðir upp á 43 milljarða króna sem í grófum dráttum skiptst þannig að dregið verður úr útgjöldum um 32 milljarða frá því sem ella hefði orðið og tekna aflað að auki með sértækum aðgerðum upp á 11 milljarða. Þessar aðgerðir verða erfiðar, jafnvel beinlínis sársaukafullar, en þær eru því miður óumflýjanlegar. Góðu fréttirnar eru þær að með þeim verður hið erfiðasta afstaðið. Árin 2012 og 2013 verða auðveldari viðfangs og umfang hagræðingaraðgerða á þeim árum mun minna, gangi áætlanir um efnahagsbata í grófum dráttum eftir.</p> <p><strong>Samstarfsáætlun til nokkurra missera</strong></p> <p>Annað mikilvægt úrlausnarefni á næstu mánuðum eru kjaramálin. Undir lok árs verður staðan sú að svo til allir kjarasamningar á almennum jafnt sem opinberum vinnumarkaði verða lausir, þ.e.a.s. hafi ekki þegar samist fyrir þann tíma. Miklu skiptir hvernig til tekst. Aðilar vinnumarkaðarins, sveitarfélögin, bændasamtökin og ríkið gerðu fyrir rúmu ári svonefndan stöðugleikasáttmála. Mjög hefur verið í tísku að tala þetta samstarf niður en færri hafa rætt hversu óendanlega mikilvægt og í raun lífsnauðsynlegt það er okkur að sameina kraftana á þessum erfiðu tímum. Undirritaður ber þá von í brjósti að við verðum aftur jafngæfusöm og einhvers konar ný samstarfsáætlun verði í gildi næstu misseri þar sem stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðarins og fleiri heildarsamtök vinna á sameiginlegum vettvangi að brýnustu viðfangsefnum á sviði efnahags- og kjaramála, í baráttunni við atvinnuleysið o.s.frv. Ábyrgð þeirra sem skærust úr leik við núverandi aðstæður yrði mikil.</p> <p><strong>Sjávarútvegsstefnan</strong></p> <p>Það er jafnframt mikilvægt að leysa með farsælum hætti deilur um fyrirkomulag fiskveiðistjórnar einkum hvað varðar meðferð veiði- eða afnotaréttinda á sviði sjávarauðlindanna. Áratuga illdeilur um málið hafa engu skilað og ítrekað komið fram að þjóðin er ósátt við fyrirkomulagið. Sjávarútvegurinn er einnig skuldugur úr hófi fram að verulegu leyti vegna kvótakaupa á uppsprengdum verðum þó fleira komi til. Slíkt ástand er óviðunandi til lengdar. Sú ábyrgð hvílir sameiginlega á herðum stjórnvalda og hagsmunaaðila og í þágu allrar þjóðarinnar að finna ásættanlega lausn. Brýnt er að sá sáttafarvegur sem málið er nú í leiði til farsællar niðurstöðu, þar sem sameign þjóðarinnar á auðlindinni er fest í sessi um leið og sjávarútveginum er skapað traust rekstrarumhverfi.</p> <p><strong>Efnahagslegt vægi gjaldeyrislána</strong></p> <p>Með dómi Hæstaréttar frá því snemmsumars liggur nú fyrir að a.m.k. einhver hluti svonefndara myntkörfulána eru ólögmæt eða óskuldbindandi. Það að umfangsmikil lánastarfsemi sem hér var ástunduð um langt árabil skuli nú reynast á ólögmætum grunni er mikill áfellisdómur yfir fjármálakerfinu og eftirlitinu með því. Þeir sem tóku slík lán með gengisáhættu og önnur&nbsp; sambærileg sem dæmd kunna að verða ólögmæt munu njóta lækkunar höfuðstóls en óvissa er enn uppi varðandi það hvernig með lánin skuli farið að öðru leyti. Lækkun höfuðstóls lánanna mun hafa jákvæð áhrif á skuldastöðu margra, en áhrifin á fjármálakerfið og fjármálastöðugleika eru enn óviss. Endanleg niðurstaða, bæði um umfang málsins og vaxtaþáttinn, mun hafa geysimikið efnahagslegt vægi eins og fram hefur komið.</p> <strong>Eignarhald og arður af auðlindum<br /> </strong> <p>Til viðbótar við hin umdeildu kaup kanadíska fyrirtækisins Magma í gegnum sænskt skúffufyrirtæki á HS Orku, sem nú sæta rannsókn, bíður mikil vinna við að endurskoða og styrkja lagaumgjörð um auðlindamál með það að markmiði að treysta opinbert eignarhald á auðlindunum í sessi og forræði okkar Íslendinga sjálfra og þar með arðinn af auðlindanýtingunni. Það er eindregin skoðun undirritaðs að vaxandi arður af sameiginlegum auðlindum geti orðið og eigi að verða vaxandi hluti ríkistekna á komandi árum og áratugum. Þó ekki sé nema horft til þróunar raforkuverðs í heiminum, svo ekki sé minnst á græna orku, þá skiptir sköpum að við sjálf innleysum þann tugmilljarða aukna arð sem hægt á að vera að sækja til núverandi orkuvinnslu svo ekki sé talað um það sem við kann að bætast. Núverandi ríkissjórn hefur einsett sér það markmið til að svo verði.</p> <strong>Síðla árs 2011 lýkur samstarfi við AGS</strong><br /> <br /> <p>Samstarfsáætlunin með Alþjóða gjaldeyrissjóðnum er nú komin á rekspöl á nýjan leik og verði ekki frekari tafir lýkur henni síðsumars 2011. Vera AGS hér er eðlilega umdeild og væntanlega finnast fáir landar sem ekki hefðu mikið viljað til vinna að til hennar hefði ekki þurft að koma. Úr því sem komið er skiptir mestu að málinu ljúki með farsælum hætti og Ísland geti sem fyrst staðið algerlega á eigin fótum án slíkrar utanaðkomandi aðstoðar og íhlutunar.</p> <p><strong>Bætum allan ríkisreksturinn</strong></p> <p>Sameining ráðuneyta og stofnana og endurskipulagning opinbers rekstrar hljóta að flokkast meðal brýnustu verkefna við núverandi aðstæður. Áformaðar eru viðamiklar og áframhaldandi breytingar í opinberum rekstri í því skyni að hagræða og spara eins og kostur er, en einnig til að unnnt verði betur á niðurskurðartímum að verja nauðsynlega grunnþjónustu og störf. Liður í þessu eru áform um að sameina og fækka ráðuneytum sem aftur greiðir götu þess að stofnanir er undir þau heyra verði sameinaðar, einingum fækkað og þær styrktar sem eftir standa. Til þessa standa ekki aðeins sparnaðarrök heldur færir skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis okkur einnig heim sanninn um að meðal helstu veikleika í stjórnkerfi okkar eru of margar, dreifðar og veikburða einingar.</p> <p><strong>Glíman við atvinnuleysið</strong></p> <p>Þó svo að atvinnuleysi hafi ekki orðið eins mikið og spár gerðu ráð fyrir hlýtur glíman við þann vágest að vera forgangsverkefni. Viðgangur hins almenna atvinnulífs skiptir þar mestu þó oft sé talað eins og einstakar stórframkvæmdir séu það eina sem máli skiptir. Stöðugleiki, lækkandi vextir og verðbólga, ásamt öllum þeim hvetjandi og örvandi aðgerðum sem viðráðanlegt er að ráðast í eru sjálfsagt framlag stjórnvalda. Á þeim grunni þarf síðan að skapast andrúmsloft aukinnar bjartsýni og trúar á framtíðina. Efnahagsástand er huglægt ekkert síður en efnislegt og um leið og tiltrúin fer aftur vaxandi munu miklir kraftar leysast úr læðingi. Tækifærin eru næg og að þeim verður betur vikið síðar.</p> <p>Steingrímur J. Sigfússon<br /> <em>höfundur er fjármálaráðherra</em></p>

2010-08-24 00:00:0024. ágúst 2010Landið tekur að rísa ! Grein 2. í greinaflokki fjármálaráðherra - Aðgerðir ríkisstjórnar og árangur

<strong>Aðgerðir ríkisstjórnarog árangur, febrúar 2009 – ágúst 2010, grein 2.</strong><br /> <p>Ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingingarinnar tók við erfiðu verkefni fyrir einu og hálfu ári í kjölfar hrunsins. Ekki einungis beið hennar að reisa nýtt hagkerfi úr rústum þess gamla, heldur tók hún við í andrúmslofti mettuðu reiði og tortryggni, ekki síst í garð stjórnmálanna. Slíkt ástand var, og er kannski enn, eðlilegt í ljósi þess að þau stjórnmálaöfl sem almenningur hafði treyst og ítrekað veitt umboð sitt til þess að stjórna landinu í hartnær tvo áratugi brugðust fullkomlega. Fjölmenn mótmæli sýndu fram á mikilvægi samtakamáttarins og að breytingar væru mögulegar en vöktu um leið miklar væntingar til þeirra sem við tóku. Verkefni ríkisstjórnarinnar hefur því ekki eingöngu verið að rétta af hagkerfið heldur ekki síður að byggja upp traust, eða í það minnsta reyna að eyða tortryggni og endurheimta glataða tiltrú.<br /> <br /> </p> <p><strong>Auka trúverðugleika</strong></p> <p>Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur mikil áherslu verið lögð á að svara því kalli um endurbætur og siðbót sem ómaði í samfélaginu í kjölfar hrunsins. Það hefur m.a. verið gert með því að efla og auka trúverðugleika þeirra eftirlitsstofnana sem brugðust, t.d. með nýrri, faglegri yfirstjórn í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu. Embætti sérstaks saksóknara var stóreflt auk þess sem hin þekkti saksóknari Eva Joly var ráðin því til ráðgjafar. Að auki hafa rannsóknir á skattalagabrotum verið efldar og heimildir til þeirra auknar, sem m.a. gera mögulegt að frysta eignir á meðan rannsókn stendur yfir.</p> <p>Meðal fyrstu verka stjórnarflokkanna var að afnema með öllu eftirlaunaforéttindi ráðherra og alþingismanna, - „eftirlaunaósómann”- . Dagpeningar og risna voru skorin niður auk þess sem hæstu laun hjá ríkinu voru lækkuð. Síðastliðið vor samþykkti síðan Alþingi lög sem kveða á um faglegar ráðningar í stöður dómara við Hæstarétt og héraðsdómstóla en stöðuveitingar í þau &nbsp;embætti hafa verið mjög umdeildar. Þar með var bundinn endi á þá hefð að valdhafar skipi pólitíska vildarvini sína í þau embætti eins og alltof mörg dæmi eru um. Lög um almennar siðareglur fyrir alla ríkisstarfsmenn voru samþykkt og er nú unnið að því að setja ráðherrum og starfsmönnum stjórnarráðsins sértækar siðareglur á grunni þeirra.</p> <p><strong>Lýðræðisumbætur</strong></p> <p>Kallinu um aukið lýðræði hefur verið svarað. Lög um þjóðaratkvæðagreiðslur voru samþykkt og í haust verður kosið til stjórnlagaþings sem hefur það hlutverk að endurskoða stjórnarskránna frá grunni. Reyndar eru þessar lýðræðisumbætur einu ári á eftir áætlun vegna andstöðu Sjálfstæðismanna fyrir alþingiskosningar 2009.</p> <p><strong>Úrbætur fyrir heimili landsins</strong></p> <p>Mál heimila sem búa við erfiða fjárhags- og skuldastöðu í kjölfar efnahagshrunsins hafa verið samfellt til úrvinnslu og ríkisstjórn og Alþingi gripið til fjölmargra ráðstafana. Meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin greip strax til var efling Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, frestun á nauðungarsölum, setning laga um heimild til útgreiðslu séreignarlífeyrissparnaðar, gerð samnings við fjármálastofnanir um samræmd greiðsluerfiðleikaúrræði, tímabundin frysting gengistryggðra lána, hækkun vaxtabóta, setning laga um greiðsluaðlögun og lækkun dráttarvaxta. Síðar voru sett lög um greiðslujöfnun verðtryggðra lána, lög um ábyrgðarmenn og lög um greiðsluaðlögun hafa verið endurbætt. Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna var breytt í embætti umboðsmanns skulda sem vinnur með skuldurum, úrræði fyrir fólk með tvær eignir eru í undirbúningi og fleira. Nú þegar hafa hátt í 100 þúsund einstaklingar nýtt sér þetta á einn eða annan hátt og létt á fjárhagsvanda sínum. Auðvitað telja margir að gera þurfi enn betur, en spurningin hér er ekki um vilja heldur mat á því hvað sé viðráðanlegt við okkar þröngu aðstæður og þá ekki síst fyrir skuldum hlaðinn ríkissjóð. Þá hefur einnig verið mikið að gert til þess að taka á fjárhags- og skuldamálum fyrirtækja, t.d. með gjalddagaaðlögun og auknum sveigjanleika við uppgjör skattaskulda.</p> <p><strong>Örvun atvinnulífsins</strong></p> <p>Ríkisstjórnin hefur staðið í viðamiklum verkefnum við uppbyggingu efnahagslífsins og efnahagsáætlun stjórnvalda er á áætlun, jafnvel rúmlega það. Víkjum að því í síðari greinum.</p> <p>Mikið hefur verið gert til þess að verjast atvinnuleysi og örva atvinnulífið. Má þar fyrst nefna að áhersla hefur verið á að verja störf hjá ríkinu með því að ná fram jöfnuði í ríkisfjármálum með öðrum leiðum en fjöldauppsögnum. Ríkið er stærsti atvinnuveitandi landsins og hefur þessi áhersla skipt sköpum við að halda aftur af atvinnuleysinu. Framundan eru miklar framkvæmdir, til dæmis nýbyggingar Landspítalans, Búðarhálsvirkjun, tvöföldun Suðurlandsvegar o.s.frv.. Ríki og borg ákváðu halda áfram byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu og tryggðu þannig atvinnu um 400 starfsmanna og verkefni fyrir fjölmarga sem að koma. Þá hafa stjórnvöld stóraukið fjármagn í viðhaldsframkvæmdir við opinberar byggingar. Samtals verður varið 3,200 milljónum til slíkra verkefna á árinu 2010. Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna viðhalds- og endurbótaverkefna var hækkuð í 100% og nú hafa sérstakar skattaívilnanir bæst við sem viðbótar kvati. Í framhaldi af þessu hafa stjórnvöld unnið náið með Samtökum iðnaðarins, Alþýðusambandi Íslands og aðildarfélögum, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum verslunar - og þjónustu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að verkefninu “Allir vinna”.</p> <p><strong>Atvinnuskapandi aðgerðir</strong></p> <p>Í lok síðasta árs voru samþykkt lög sem bæta stöðu nýsköpunar- og sprotafyrirtækja með skattaívilnum. Vegna þessa er skattaumhverfið á Íslandi fyrir slík fyrirtæki með því besta sem þekkist í heiminum og er áhrifanna þegar farið að gæta.</p> <p>Neikvæðum áhrifum eldgossins í Eyjafjallajökli á ferðaþjónustuna á vormánuðum var mætt með kraftmiklu sameiginlegu markaðsátaki. Þúsundir sumarstarfa voru sköpuð með sérstökum átaksverkefnum, hlutaatvinnuleysisbætur teknar upp og gripið til víðtækra aðgerða til að tryggja virkni þeirra sem eru í atvinnuleit, því fátt er meira mannskemmandi en að sitja heima í aðgerðarleysi. Loks hefur allt verið reynt sem mögulegt er til að gera skólum landsins kleift að taka við sem flestum sem vilja nýta tímann til náms meðan núverandi ástand varir.</p> <strong>Framfarir til framtíðar</strong> <p>&nbsp;</p> <p>Ekki má heldur gleyma að fjölmörg framfaramál hafa náð fram að ganga á því eina og hálfa ári sem ríkisstjórnin hefur setið þrátt fyrir erfiðleikana. Það sýnir að stundum er viljinn allt sem þarf.</p> <p>Skal þar fyrst nefna nýtt tekjuskattskerfi sem ver hina tekjulægstu fyrir skattahækkunum og dreifir byrðunum á allt annan og réttlátari hátt en áður. Landið hefur til mikils hagræðis verið gert að einu skattaumdæmi. Þá má nefna ein hjúskaparlög óháð kynhneigð, bann við kaupum á vændi, lokun nektarstaða, hærri grunnframfærslu námslána, skýra og metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum, ákvörðun um að leggja niður óþarfa Varnarmálastofnun og svona mætti lengi telja. Allt tal um að ríkisstjórnin sé ekkert að gera er því einfaldlega rangt og hrein öfugmæli. Ríkisstjórnin hefur þvert á móti verið sérlega starfsöm og fengið miklu áorkað við afar erfiðar aðstæður.</p> <p>Steingrímur J. Sigfússon<br /> <em>höfundur er fjármálaráðherra</em></p> <em><br /> </em>

2010-08-24 00:00:0024. ágúst 2010Landið tekur að rísa ! Grein 3. í greinaflokki fjármálaráðherra - Staða þjóðarbúsins og horfur á miðju sumri

<p><strong>Landið tekur að rísa !&nbsp; Staða þjóðarbúsins og horfur á miðju sumri 2010, grein 3.</strong></p> <p>Almenningur þekkir vel af eigin raun hversu mikið högg íslenska hagkerfið hlaut við fall&nbsp; bankanna síðla árs 2008. Stærð þeirra og umsvif olli því að vandi Íslands varð mun meiri en önnur ríki hafa staðið frammi fyrir af sambærilegum ástæðum. Um orsakir þessa hef ég þegar fjallað í fyrri greinum, en sný mér nú að jákvæðum teiknum sem eru á lofti í íslensku efnahagslífi.</p> <p>Í opinberri umræðu um efnahagsmál hefur ekki skort úrtöluraddir sem lítið sjá hér nema svartnætti framundan. Iðulega eru þetta fulltrúar afla í samfélaginu sem göptu upp í útrásina og nýfrjálshyggjuna og bera mikla ábyrgð á óförum okkar. Formaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir fyrir Alþingiskosningarnar 2009 að annað efnahagshrun væri yfirvofandi. Ýmsir í þessum hópi hafa alið á ótta um landflótta, að atvinnuleysi fari í 20% eða meira og íþyngjandi skattaálögur muni sliga allt. Sannast sagna, og sem betur fer, hafa þetta reynst hrein öfugmæli.</p> <p><strong>Minni samdráttur – mikill árangur</strong></p> <p>Vissulega er það rétt að íslenskt efnahagslíf á enn langt í land að ná fullum bata en nú nærri tveimur árum eftir hrun eru komin fram skýr merki um viðsnúning. Þá hafa margar hagstærðir, sem gefa okkur glögga vísbendingu um stöðu efnahagsmála, þróast til betri vegar en spár, t.d. Seðlabanka Íslands, Hagstofunnar, hagdeildar ASÍ og AGS gáfu okkur tilefni til að ætla.</p> <p>Samspil margra þátta orsakar að staðan er ekki jafn slæm og margir óttuðust. Eitt veigamesta atriðið er að samdráttur í landsframleiðslu hefur ekki orðið eins mikill og ráð var fyrir gert. Í stað þess að verg landsframleiðsla félli niður í 1.450 ma. kr. á árinu 2009 varð hún um 1.500 ma. kr.</p> <p>Í stað þess að falla umtalsvert í viðbót á árinu 2010 eins og spáð hafði verið er nú talið að landsframleiðslan lækki óverulega og verði um 1.600 ma. kr. á verðlagi þessa árs. Gangi spár um 2,5-3% vöxt landsframleiðslu á næsta ári eftir, verður það 70 – 100 milljörðum króna stærra hagkerfi sem tekur að vaxa en spárnar á fyrstu misserum eftir hrun gerðu ráð fyrir.</p> <p>Það munar um minna.</p> <p>Raunhagkerfið hefur sýnt styrk sinn og drifið efnahagslífið áfram. Útflutnings- og samkeppnisgreinar hafa notið hagstæðrar gengisskráningar, innlend framleiðslustarfsemi hefur aukið markaðshlutdeild sína og nýjar vaxtargreinar sækja fram.Alger viðsnúningur hefur orðið á vöru- og þjónustujöfnuði frá útrásartímanum. Í stað mörg hundruð milljarða uppsafnaðs halla árin fyrir hrun er nú orðin verulegur uppsafnaður afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum frá árslokum 2008 ( nálægt 200 ma. kr. um mitt ár 2010). Þetta ásamt öðru hefur stuðlað að verulegri styrkingu og stöðugra gengis krónunnar. Áhrifanna á lífskjör almennings er þegar farið að gæta.</p> <p>Aðrir mikilvægir hagvísar gefa jafnframt til kynna verulegan viðsnúning. Hagvöxtur mældist síðustu tvo ársfjórðunga í röð - sem er þvert á allt tal um lamað hagkerfi -. Raunar er hagvöxtur að mælast mun fyrr en flestir greiningaaðilar gerðu ráð fyrir. Það sama gildir um atvinnuleysi sem mælist nú 7,5% en flestar spár gerðu ráð fyrir allt að 10% atvinnuleysi um mitt ár 2010. Um 2000 fleiri störf voru í boði á öðrum ársfjórðungi 2010 en á sama tíma 2009. Þó þessar atvinnuleysistölur séu óviðunandi miðað við það sem við þekkjum og sættum okkur við er það engu að síður athyglisvert að atvinnuleysi á Íslandi er með því lægsta sem finnst innan OECD, mun lægra en að meðaltali&nbsp; í ESB ríkjunum (10%+ ) og lægra en í Bandaríkjunum (9,5%).</p> <p>Þegar ríkisstjórnin tók við mældist verðbólga 17,8% en mælist nú um 4,8%. Síðustu þrjá mánuði hefur verið verðhjöðnun í stað verðbólgu. Stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað um 11% og eru komnir niður í 7%. Almennir vextir hafa lækkað að sama skapi. Þessi árangur í efnahagsmálum sem skiptir miklu máli fyrir kaupmátt og skuldastöðu heimila í landinu, byggist á styrkri stjórn í peninga og gjaldeyrismálum, hagstæðri niðurstöðu við endureisn fjármálakerfisins og ábyrgum ríkisfjámálum. Við erum með stefnufestu og af ábyrgð að endurheimta hægt og bítandi stöðugleika og skapa þá tiltrú sem er nauðsynleg forsenda við endurreisn efnahagslífsins.</p> <p><strong>Árangur í ríkisfjármálum</strong></p> <p>Núverandi stjórn tók við með 215 milljarðar halla á ríkissjóði. Í lok árs 2009 var hann kominn í um 140 milljarða. Það var 34 milljarða króna betri afkoma en spár gerðu ráð fyrir. Viðsnúningurinn er um heil 6%, úr -15% af vergri landsframleiðslu (VLF) í rúm -9%. Þess má geta að Þjóðverjar settu sér nýlega það markmið að ná fram 3% betri afkomu á ríkissjóði á þriggja ára tímabili sem þykir afar metnaðarfullt.</p> <p>Í stað aðgerðaleysis í ríkisfjármálum á árinu 2009, eins og áform stóðu til, ákvað ný ríkisstjórn að hefjast þegar handa og greip til aðgerða á miðju ári 2009, bæði með lækkun útgjalda og tekjuöflun upp á rúma 20 milljarða króna. Það eru alltaf þung spor að stíga að skera niður, einkum í samneyslunni, en slíkt var og er enn óhjákvæmilegt og reynt var og verður að hlífa undirstöðu velferðarþjónustunnar eins og kostur er. Útgjöld ríkissjóðs án vaxtagjalda voru þannig lækkuð úr nærri 44% af VLF á árinu 2008 í um 33% af VLF 2009 og áætlað að þau verði um 29% af VLF á yfirstandandi ári, sem er svipað hlutfall og var á árunum fyrir hrun þótt mikil óumflýjanleg útgjöld, tengd ástandinu, hafi bæst við.</p> <p>Þó tekjur ríkissjóðs yrðu nokkru meiri á árinu 2009 en áætlanir gerðu ráð fyrir eru þær engu að síður miklu lægra hlutfall af landsframleiðslu en fyrir hrun. Aðgerðir hafa því beinst að því að koma í veg fyrir enn meira tekjuhrap en ella hefði orðið. Um leið var skattkerfinu breytt í átt til aukinnar tekjujöfnunar og nú er það staðfest að hinum tekjulægstu var hlíft við skattahækkunum. Þá hafa verið stigin fyrstu skrefin í átt til umhverfis - og auðlindaskatta.</p> <p>Markmið í ríkisfjármálum eru fullkomlega samkvæmt áætlun eftir fyrstu sjö mánuði ársins 2010 og góðar vonir til þess að halli ríkissjóðs verði vel innan við 100 milljarða eða um 5,5% af VLF. Erum við þá komin langan veg frá 15% halla ársins 2008. Það óvænta er að staða okkar í þessu tilliti verður þá betri en fjölmargra Evrópuríkja sem glíma við fjárlagahalla upp á tveggja stafa prósentutölu. &nbsp;&nbsp;</p> <p>Hér að ofan hefur þróunin verið borin saman við spár. Engir, ekki einu sinni svartsýnustu heimsendaspámenn, geta borið móti því að mikill árangur hefur náðst og að við erum á réttri leið. Það eru góðu fréttirnar en hitt er ljóst að það er mikil glíma eftir. Staðreyndin er að ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í fjármálum vegna áranna 2009 og 2010 voru markvissar og hafa heppnast. Þær urðu ekki til að magna kreppuna eða kæfa atvinnulífið eins og ýmsir héldu fram heldur þvert á móti.Veruleikinn, staðreyndirnar, eiga síðasta orðið.</p> <p><strong>Glöggt er gestsaugað&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</strong></p> <p>Sumt það sem hér að ofan var lýst gæti hafa orðið kveikjan að nýlegum pistli bandaríska nóbelsverðlaunahafans í hagfræði, Paul Krugman, um það sem hann kallar íslenskt efnahagsundur eftir hrun. Að algjör breyting hafi orðið á stjórn efnahagsmála á Íslandi. Krugman er þeirrar skoðunar að hér hafi ríkt efnahagsóstjórn sem leiddi til eins hlutfallslega stærsta efnahagshruns sögunnar en að viðsnúningurinn sem orðið hafi á Íslandi,sé undraverður. Spyrjum að leikslokum, tökum ekkert út fyrirfram og munum að það er mikið eftir, segi ég. Þó er full ástæða til að draga fram það sem vel gengur í íslensku efnahagslífi um þessar mundir. Nægar vísbendingarnar eru til að segja að það sé farið að sjá til sólar og bölmóður eigi nú að víkja fyrir bjartsýni.</p> <p>Steingrímur J. Sigfússon<br /> <em>höfundur er fjármálaráðherra&nbsp;</em></p>

2010-08-20 00:00:0020. ágúst 2010Landið tekur að rísa ! Grein 1. í greinaflokki fjármálaráðherra - Orsakir og afleiðingar bankahrunsins

<p><strong>Landið tekur að rísa !</strong></p> <p>Orsakir og afleiðingar bankahrunsins, grein 1.</p> <p>Á annasömum tímum hættir eflaust fleirum en höfundi til að dragast niður í úrlausnarefnin, lokast inni við hið hversdagslega amstur daganna. Vill þá farast fyrir að lögð séu niður amboðin og gengið á sjónarhól mannlífs og atburða, skyggnst um og horft jafnt um öxl sem fram á veginn. Hér verður á eftir og í nokkrum tengdum blaðagreinum gerð tilraun til að bæta þar úr hvað undirritaðan varðar. Nokkuð er undan því kvartað og með réttu að ýmsu leyti að skortur sé á forystu og framtíðarsýn í þjóðmálum um þessar mundir. Margt veldur. Ofurþungi þeirra atburða sem skekið hafa íslenskt samfélag sl. misseri hefur gert hvoru tveggja í senn, að lesta stjórnvöld, stjórnmálin og velflesta burðarviði samfélagsins með ærnum og erfiðum verkefnum og hitt að öll erum við enn að glíma við eftirköst óskapanna, erum óviss um hvernig úr spilast og ráðvillt á köflum. Er þetta skiljanlegt í ljósi þess hversu áfallið varð mikið við hrun bankakerfisins og það tjón sem af því hlaust bæði fjárhagslegt, félagslegt og andlegt eða sálrænt. Viðskiptalífið, stjórnmálin, fjölmiðlarnir, eftirlitskerfið, allt þetta og margt fleira brást. Almenningur upplifir sig illa svikinn og því miður með réttu. Það sem á ekki að gerast og má ekki gerast, gerðist.&nbsp;</p> <p><strong>Orsakir bankahrunsins</strong></p> <p>Um orsakir hrunsins sem hér varð haustið 2008 hefur margt verið rætt og ritað. Þar er auðvitað skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis grundvallargagn. Skýrslan leiðir í ljós mikla veikleika sem stjórnmálin, stjórnsýsla og eftirlitsaðilar verða að taka háalvarlega og einsetja sér að bæta úr. Hegðun bankaforkólfa og viskiptajörva er kapítuli út af fyrir sig, en það er of einfalt og ódýrt að velta allri ábyrðinni þangað. Vandinn er djúpstæðari og á ekki síður rætur sínar að rekja til hugmyndafræðilegra þátta en einstaklinga sem brugðust.</p> <p>Hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar náði með lúmskum hætti að hreiðra um sig í íslenskum stjórnmálum og setja viðmið í opinberri umræðu. Er það einkum þrennt sem veldur því að sú skýring á við þegar litið er til orsaka bankahrunsins. Í fyrsta lagi sá áróður að einkaaðilar gerðu yfirleitt allt betur en ríkið og því væri þeim best treystandi fyrir flestum hlutum. Í öðru lagi að til væri einhver ósýnileg hönd sem stýrði markaðsgangvirkinu og það sæi um að&nbsp; leiðrétta sig sjálft. Og í þriðja lagi að sökum þessarar sjálfgefnu innbyggðu skynsemi markaðarins þyrfti ekki að hafa eftirlit með honum eða að slíkt ætti að a.m.k. að vera í algjöru lágmarki. Allar þessar þrjár forsendur höfum við nú séð að eru rangar. Til viðbótar þessu var samfélagið græðgisvætt enda er það í samræmi við hugmyndafræðina að af öllu megi hirða gróða hvort sem það eru hjartaþræðingar, heitt vatn eða mandarínur. Og loks vantaði ekki upp á yfirdrifið sjálfstraustið hjá íslenskum stjórnmála- og viðskiptamönnum. Unggæðingslegur hroki, blind trú á eigin snilli í viðskiptum, óþroskuð siðferðisvitund og alger skortur á heilbrigðri sjálfsgagnrýni bættu ekki ástandið.</p> <strong>Sofið á verðinum</strong><br /> <br /> <p>Á sinn hátt má segja að gagnrýnin hugsun hafi beðið ósigur, ekki aðeins í viðskiptum, heldur einnig í fjölmiðlun, stjórnsýslu, og almennri þjóðmálaumræðu. Þegar skuldasöfnun þjóðarbúsins komst á hættulegt stig (hreinar erlendar skuldir Íslands fóru yfir 100% af VLF fljótlega eftir aldamótin 2000), urðu sorglega fáir til að vara við þeirri staðreynd og enn færri tóku undir. Þegar viðskiptahalli fór í 26% af VLF árið 2006 töluðu menn um góðæri sem aldrei fyrr. Samt þarf ekki mikla þekkingu til að átta sig á veikleikunum þegar slíkir mælar slá yfir í rautt. Ekki er úr vegi að spyrja hvað orsakaði andvaraleysið? Aldrei fyrr voru jafn margir starfsmenn í fjármálaþjónustu og öðrum viðskiptum, margir hverjir á ofurlaunum og aldrei fyrr höfðu jafnmargir sótt sér menntun á sviði viðskipta. Þetta tvennt dugði þó greinilega ekki þegar kom að upplýstri og gagnrýnni orðræðu eða því að kunna fótum sínum forráð.<br /> <br /> </p> <p>Munurinn á umræðunni þá og nú er hins vegar sláandi. Nú er ekki lengur deilt um að stórfelld hagstjórnarmistök voru gerð á árunum upp úr aldamótum og einkum þó frá og með kosningum 2003. Litlu betra er þó andvara- og aðgerðaleysið sem rannsóknarnefndin dregur skýrt fram. Loks tók ráðleysi í bland við afneitun við og fáir kostir eftir í stöðunni&nbsp; þegar árið 2008 gekk í garð.</p> <p><strong>Ofvaxið bankakerfi</strong></p> <p>Það er erfitt en hollt að rifja upp hversu umfangsmikið hrunið á Íslandi varð, sett í samhengi við stærð hagkerfisins. Beinar afleiðingar bankahrunsins á afkomu ríkisins voru geigvænlegar. Bókfærður halli samkvæmt rekstrarreikningi varð 216 milljarðar 2008 í stað 89 milljarða afgangs 2007, sem sagt rúmlega 200 milljarða sveifla. Tap erlendra aðila vegna þess sem hér gerðist liggur ekki endanlega fyrir en verður líklegast ekki undir tölunni 7000 milljarðar. Svo háa tölu er erfitt að skilja í landi með um 1500 milljarða landsframleiðslu eða þegar talað er um að góður túr á frystitogara gefi 100 milljónir í aflaverðmæti og þegar heildarútgjöld til heilbrigðismála eru um 100 milljarðar. Enda hefur því verið fleygt fram að hrun íslensku bankanna þriggja séu sjötta, níunda og tíunda stærsta gjaldþrot heimsins. Það hlýtur að teljast einstakt og heimssögulegt hjá svo smáu hagkerfi.</p> <p><strong>Áhrif hrunsins á ríkissjóð</strong></p> <p>Hjá ríkinu liggja stærstu tölurnar í töpuðum kröfum (gjaldþrot Seðlabankans), en 192 milljarðar voru bókfærðir 2008 vegna þess. Kostnaður við endurfjármögnun banka og sparisjóða nálgast 200 milljarða auk þess sem hefur verið veitt í víkjandi lánum, en vissulega stendur þar eign á móti. Fjármagnskostnaður ríkisins hefur stóraukist (úr 22,2 milljörðum 2007 í 84 milljarða 2009) og loks er það beinn hallarekstur ríkissjóðs vegna tekjubrests og aukinna útgjalda. Þetta eru auðvitað að hluta til tengdar stærðir en skýrist allt best í þróun skulda og eignastöðu ríkisins. Heildarskuldir ríkisins í árslok 2007 voru 560,5 milljarðar króna eða 43,1%<span>&nbsp;</span> af<span>&nbsp;</span> vergri landsframleiðslu (VLF). <span>&nbsp;</span>Þær fóru í 1,198,5 milljarða árið 2008 eða 81,1% af VLF, fóru svo í 1,566,4 milljarða í árslok 2009 eða 104,4, % af VLF og stóðu í svipaðri tölu í lok 1. ársfjórðungs þessa árs eða 1,535,5 milljörðum (99,3% af VLF). Allt á verðlagi og í hlutfalli við landsframleiðslu hvers ár. Á mannamáli þýðir þetta að við hrunið stórhækkuðu skuldir og útgjöld ríkissjóðs á meðan tekjurnar gáfu allverulega eftir. Bilið milli tekna og útgjalda ríkisins varð risastórt.</p> <p>Hreinar peningalegar eignir ríkissjóðs þróuðust með eftirfarandi hætti á sama tíma: Árið 2007 voru þær jákvæðar um 22,2, milljarða eða 1,7% af VLF. Árið 2008 var staðan orðin neikvæð um 238,5 milljarða, sem sagt -16.1% af VLF, og -516,8 í lok 1. ársfjórðungs þessa ár (-33,4% af VLF).&nbsp;</p> <p><strong>Tap og vonbrigði</strong></p> <p>Ótalinn er eignabruninn, tjónið sem varð á raunverulegum verðmætum. Óhemju mikið hlutafé varð verðlaust, eignir stórlækkuðu í verði, eftir sat lemstrað og kafskuldsett atvinnulíf, skuldir heimila sem voru miklar fyrir urðu ill - eða óviðráðanlegar fyrir þúsundir fjölskyldna. Aðgangur að erlendu fjármagni nánast lokaðist, lánshæfismat og lánskjör versnuðu þ.e. ef einhver lán bjóðast, viðskipti urðu á ýmsan hátt dýrari og erfiðari (auknar tryggingar fyrir greiðslum eða staðgreiðsla). Traust hrundi til grunna og sársauki, vonbrigði og reiði, breiddust og brutust út í samfélaginu. Sem sagt, það varð margvíslegt og stórfellt mælanlegt og ekki síður ómælanlegt tjón.&nbsp;&nbsp;&nbsp;</p> <p>Steingrímur J. Sigfússon<br /> <em>höfundur er fjármálaráðherra</em></p>

2010-06-08 00:00:0008. júní 2010Ræða fjármálaráðherra um kynjaða hagstjórn, flutt á vestnorrænni ráðstefnu um jafnréttismál 7. júní sl.

<p><strong>Kæru fundargestir</strong></p> <p>Íslendingar hafa löngum státað sig af því að vera meðal fremstu þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Samt er það nú svo, hér eins og annars staðar, að jafnrétti er langt því frá náð.</p> <p>Launamunur kynjanna er enn töluverður. Verkaskipting á heimilum er ójöfn konum í óhag og enn eru viðhorf til verkaskiptingar að einhverju leyti íhaldssöm þar sem fyrirvinnuhlutverkið er sterkar tengt við karla og umönnunarhlutverkið við konur. Kynbundið ofbeldi er því miður útbreitt sem og staðalmyndir um hlutverk og áhugamál kynjanna. Náms- og starfsval er enn afar kynbundið eins og sést á kynskiptum vinnumarkaði.</p> <p>Fyir einu og hálfu ári stóðum við Íslendingar frammi fyrir mestu efnahagshremmingum í sögu þjóðarinnar þegar efnahagskerfi okkar hrundi. Síðan þá höfum við glímt við það krefjandi verkefni að reisa þjóðfélagið við aftur. Í þeirri endurreisn má ekki missa sjónar á þeim gildum sem við viljum halda í heiðri í íslensku þjóðfélagi. Sjálfsögðum gildum á borð við jafnrétti kynjanna.</p> <p>Því í sögulegu samhengi vitum við að á samdráttartímum er hætt við að niðurskurður, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum, bitni verr á konum en körlum. Stafar það að hluta til af því að þegar skorið er niður í þjónustu hins opinbera færist sú vinna oft á tíðum á herðar kvenna í formi ólaunaðrar vinnu. Þegar hjólin fara aftur að snúast hefur einnig verið tilhneiging til að leggja meiri áherslu á atvinnuskapandi aðgerðir sem þjóna hagsmunum karla betur en kvenna.</p> <p>Það er því mikið verk sem fyrir okkur liggur að stuðla að jafnrétti á Íslandi með öllum tiltækum ráðum og þar þurfum við að nýta þau verkfæri sem sýnt hefur verið að skili árangri.</p> <p>Á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking árið 1995 var samþykkt að samþætta kynjasjónarmið inn í alla ákvarðanatöku. Ísland er aðili að þessari samþykkt og í okkar jafnréttislögum er kveðið á um að kynjasamþættingar skuli <a id="" name="">&#160;„gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð sem gerð er á vegum ráðuneyta og opinberra stofnana er starfa á málefnasviði þeirra. Hið sama gildir um alla ákvörðunartöku innan ráðuneyta og stofnana eftir því sem við getur átt.</a>“</p> <p>Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð er hluti af kynjasamþættingu og á kvennaráðstefnunni í Peking var ekki eingöngu samþykkt að samþætta kynjasjónarmið í alla ákvarðanatöku, heldur voru ríkisstjórnir einnig hvattar til að fara yfir dreifingu opinberra fjármuna á kerfisbundinn hátt til að tryggja að kynin sætu við sama borð.</p> <p>Á þessum tíma, fyrir 15 árum síðan, voru nokkur lönd þegar byrjuð að nýta aðferðir kynjaðrar hagstjórnar. Fyrsta verkefnið var framkvæmt í Ástralíu árið 1984 en þá voru fjárlögin greind út frá áhrifum á kyn. Fleiri þjóðir fylgdu á eftir og nú er svo komið að kynjuð hagstjórn er notuð í einni eða annarri mynd í yfir 50 löndum. Kynjuð hagstjórn byggir á þverfaglegri nálgun þar sem sameinuð er annars vegar þekking á fjármálum og áætlunum hins opinbera og hins vegar þekking á kynjamisrétti.</p> <p>Á yfirborðinu virðast fjárlögin vera hlutlaus, þar er hvorki minnst á karla né konur. Hins vegar væri nær að &#160;tala um að fjárlögin séu kynblind, þ.e. við gerum ekki grein fyrir mismunandi áhrifum fjárlaga á stöðu karla og kvenna. Kynjaðri hagstjórn er ætlað að bæta úr þessu. Með því að greina fjárlög út frá kynjasjónarmiðum til að skera úr um mismunandi áhrif þeirra á konur og karla er hægt að endurmóta stefnu og ákvarðanir stjórnvalda þannig að skipting fjármagns samræmist markmiðum okkar um jafnrétti kynjanna.</p> <p>Eftir efnahagshrunið ákvað ríkisstjórn Íslands að setja á fót vinnuhóp til að meta áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna, enda einhuga um að við endurreisn íslensks efnahagslífs og uppbyggingu faglegra stjórnunarhátta verði jafnrétti kynjanna haft að leiðarljósi. Í vinnuhópinn, sem gengur undir nafninu Jafnréttisvaktin, voru skipaðir fulltrúar frá félags- og tryggingamálaráðuneyti, fjármálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Jafnréttisráði og Jafnréttisstofu.</p> <p>Í áfangaskýrslu Jafnréttisvaktarinnar sem kynnt var í ríkisstjórn í mars 2009 er lögð áhersla á mikilvægi þess að stjórnvöld hafi ávallt jafnréttis- og kynjasjónarmið að leiðarljósi við alla ákvarðanatöku. Þá var einnig lagt til að tekin yrði upp aðferðafræði kynjaðrar hagstjórnar í fjárlagagerð.</p> <p>Í kjölfarið á þessu skipaði ég sem fjármálaráðherra verkefnisstjórn í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð. Hlutverk hennar er að vinna álit og tillögur um aðgerðir til að innleiða leikreglur kynjaðrar fjárlagagerðar. Eftir upplýsingaöflun, fræðslu og útgáfu handbókar um kynjaða hagstjórn var ákveðið að að leggja af stað með tilraunaverkefni. Í því felst að hvert ráðuneyti eða stofnun velur eitt eða fleiri verkefni sem nú þegar er til staðar og beitir aðferðum kynjaðrar hagstjórnar á það. Þannig byrjum við að byggja upp sérfræðiþekkingu inn í hverju ráðuneyti og þeim stofnunum sem taka þátt í tilraunaverkefnunum. Búið er að ráða inn verkefnastjóra til að halda utan um tilraunaverkefnin og vera ráðuneytunum innan handar á fyrstu stigum þess. Hvert og eitt verkefni verður kynnt núna í næstu fjárlögum og niðurstöðurnar í fjárlögum 2012.</p> <p>Við vitum að okkar bíður krefjandi og erfitt verkefni. Sem fyrr segir sýnir reynsla annarra landa, sem og okkar eigin saga, að hætt er við að niðurskurður, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum, bitni meira á konum en körlum, að ólaunuð vinna kvenna aukist sem og að atvinnusköpun verði frekar miðuð að þörfum karla en kvenna. Hætt er við að kynjamisrétti aukist í kreppum, sem og kynbundið ofbeldi, eins og við erum þegar byrjuð að sjá vísbendingar um. Þetta eru víti til að varast og við verðum að gera okkar besta til að læra af sögunni og koma í veg fyrir að hún endurtaki sig.</p> <p>Eitt af þeim tækjum sem við getum og eigum að beita til að stuðla að jafnrétti er kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð. Það er ekki einvörðungu í samræmi við þá alþjóðasamninga sem við höfum skuldbundið okkur til að framfylgja heldur einnig okkar eigin löggjöf og stefnu núverandi ríkisstjórnar sem hefur að yfirlýstu markmiði að vera norræn velferðarstjórn. En innleiðing kynjaðrar hagstjórnar er ferli sem tekur tíma. Byggja þarf upp þekkingu og þróa tól og tæki sem henta fjárlagagerð hvers lands fyrir sig. Lykilþættir í að stuðla að árangursríkri innleiðingu eru að pólitískur vilji sé til staðar. Veita þarf fjármagni í málaflokkinn og byggja þarf á mannauði, rannsóknum og fræðslu. Einnig þurfa góðar kyngreindar upplýsingar að liggja fyrir sem hægt er að styðjast við þegar áhrif stefnu og aðgerða eru metin.</p> <p>Það verður að segjast eins og er að við værum betur í stakk búin til að takast á við þá erfiðu stöðu sem við nú stöndum frammi fyrir ef við hefðum byrjað fyrr að koma okkur upp þekkingu og þróa tæki og aðferðir kynjaðrar hagstjórnar sem henta fyrir Ísland. Við eigum til að mynda erfitt um vik að beita kynjaðri hagstjórn á niðurskurð í augnablikinu því okkur skortir tæki og nauðsynlega þekkingu. Okkur vantar líka ýmsar rannsóknir og kyngreind gögn sem við getum stuðst við til að meta áhrif ákvarðana. Góðu fréttirnar eru eftir sem áður þær að við erum lögð af stað í þessa vegferð og pólitískur vilji er til staðar til að sjá kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð verða að veruleika. Við gerum ráð fyrir því að við munum mæta að einhverju leyti sömu hindrunum og önnur lönd hafa staðið frammi fyrir, en þetta er ef til vill kosturinn við að byrja seint – við ættum þá að vera betur í stakk búin til að lágmarka hindranir eins frekast og kostur er.</p> <p>Það er líka staðreynd að hingað til hafa fleiri karlar en konur komið að ákvarðanatöku í ríkisfjármálum Íslands og í efnahagsmálum ríkisins. Kannski einmitt vegna þessa ójafnvægis kynjanna við ákvarðanatöku hefur jafnréttissjónarmiðum ekki verið gert eins hátt undir höfði og nauðsynlegt hefði verið. Karlar og konur verða að koma saman að borðinu og taka ákvarðanir í sameiningu um fjármálin sem snerta okkur öll. Karlar, hvar sem þeir standa í stjórnmálum, verða líka að gangast við því að ákvarðanir um kynjaða hagstjórn er svo sannarlega alvöru mál og snertir með beinum hætti framtíð samfélagsins sem við erum að leggja grunninn að hér og nú. Öll gagnrýni á kynjaða hagstjórn og kynjaða fjárlagagerð sem hefur einkum heyrst frá körlum ber vott um þekkingarleysi á mikilvægi málsins. Karlar verða að gangast við þeirri ábyrgð sem þeim er falin til að byggja hér upp sanngjarnt samfélag og þeir verða að leggja sitt á vogarskálarnar til að opna fyrir aðkomu beggja kynja að þeirri uppbyggingarvinnu.&#160;</p> <p>Það er hægt að viðhalda óbreyttri stöðu, það er hægt að stuðla að auknu kynjamisrétti með fjárlögum, en það er líka hægt að stuðla að jafnrétti kynjanna með markvissum hætti. Forsenda þess er að við vitum hvað við erum að gera þegar við tökum mikilvægar ákvarðanir. Kynjuð hagstjórn er hluti af góðri efnahagsstjórn. Hún er það tæki sem gerir okkur kleift að skapa nauðsynlega þekkingu sem hjálpar okkur að taka upplýstar, skynsamar og umfram allt, réttlátar ákvarðanir.</p>

2010-05-19 00:00:0019. maí 2010Ávarp fjármálaráðherra á aðalfundi Samtaka lífeyrissjóða 18. maí 2010

<div class="single-news__big-image"><figure>Ég vil fyrst segja að það var mikil gæfa þegar menn rötuðu inn á það spor á Íslandi að hefja uppbyggingu söfnunarsjóða.</figure></div> <p>Þar urðu mikil tímamót í maí 1969 þegar samkomulag náðist um slíkt á almennum vinnumarkaði og í framhaldinu var því fylgt eftir með lagasetningu um skylduaðild að lífeyrissjóðum upp úr 1970. Fyrir voru lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna í sérstöku kerfi og nokkrir litlir sjóðir en án skylduaðildar. Á grundvelli þessa samkomulags og með löggjöf í framhaldinu var þetta svo þróað. Atvinnurekendur komu inn um 1980 með skyldu til að greiða mótframlag. 1996 voru síðan í grófum dráttum sett þau lög sem nú gilda og kerfið fest í sessi, má segja að hringnum hafi verið lokað með því að tryggja aðild allra að lífeyrissjóðum og þannig hefur kerfið verið starfrækt síðan. Þá eru sömuleiðis uppskiptin í LSR milli framtíðarinnar og þess sem orðið var sem lokað var inni í B-deildinni.</p> <p>Ef við lítum á stöðu lífeyrissjóðakerfisins í heild um þessar mundir er hún þannig að þar hafa vissulega orðið áföll borið saman við stöðuna eins og hún var þegar hún var best í árslok 2007. Þá voru hreinar eignir lífeyrissjóðanna um 130% af vergri landsframleiðslu, sem ég hygg að sé besta viðmiðunin hér fremur en nafntölur. Í árslok 2008 er áfallið komið fram að verulegu leyti og þá er hrein eign lífeyrissjóðanna komin ofan í 109% af vergri landsframleiðslu en í árslok 2009, um síðustu áramót, hafði hlutfallið aftur hækkað í 119%. Það setur okkur á svipaðan stað í þessu og þær tvær þjóðir aðrar sem best standa í heiminum, þ.e. Ísland, Holland og Sviss skara fram úr í þessum efnum með lífeyrissjóðakerfi sem á um 120–130% af vergri landsframleiðslu í hreinar eignir. Til samanburðar eiga Grikkir 0% og margar aðrar þjóðir eru, eins og málshefjandi nefndi réttilega, í miklum erfiðleikum í þessum efnum. Almenn réttindi voru aukin umtalsvert í kerfinu hjá almennu lífeyrissjóðunum, sérstaklega á árunum 2006–2007, jafnvel í sumum tilvikum umfram skyldur með aukalífeyrisgreiðslum. Þau hafa nú verið skert aftur, því miður, og í flestum tilvikum eru menn eru aftur komnir á svipaðan stað um það bil hvað réttindin varðar og 2006 en þau hafa þó verið verðbætt síðan samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig er það t.d. hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna og ef skoðað er lengra tímabil jukust réttindin þar um 21,1% umfram verðlagsbreytingar á árunum 1997–2009 og eftir þá lækkun sem orðin er á þessu ári eru réttindin samt um 9% umfram verðlagsbreytingar á tímabilinu. Hjá lífeyrissjóðnum Gildi voru réttindi sjóðfélaga hækkuð um 10% umfram verðlagsbreytingar 2007 og 7% á árinu 2006. Með lækkunum núna og á síðasta ári hafa þessar hækkanir í raun verið teknar til baka en þó þannig að réttindin hafa haldist verðtryggð.</p> <p>Hjá A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hafa réttindin allan tímann tekið breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þau hækkuðu ekki á sama tíma og almennu lífeyrissjóðirnir juku réttindin umfram verðlagsbreytingar. Þau hafa heldur ekki lækkað núna. Í raun og veru má segja að staðan sé sú að hlutföllin milli kerfanna eru nákvæmlega þau sömu aftur og þau voru 2006 og hafa í báðum tilvikum fylgt verðlagi samkvæmt vísitölu neysluverðs. Stöðuna þekkjum við. Við vitum af þeim framtíðarskuldbindingum sem liggja í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og eru 350 milljarða áfallnar skuldbindingar og framtíðarskuldbindingar en þar við bætist Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga með um 40 og síðan vantar nokkuð upp á að A-deildin sé tryggingafræðilega rétt eins og kunnugt er. Það er sárgrætilegt þegar það er skoðað að sjá hversu lítið var greitt inn á skuldbindingarnar á árunum 2004–2007. Menn fóru vel af stað og gerðu það sem þeir ætluðu sér og greiddu umtalsvert inn á skuldbindingarnar 2000/2001 en svo dregur úr því einmitt þegar afgangur á ríkissjóði var mestur. Það er sorglegt þegar horft er til baka því að þrátt fyrir allt munar gríðarlega um þessar inngreiðslur eins og við sjáum á því að B-deildin mun eiga fyrir sínum skuldbindingum vel fram yfir 2020, án frekari inngreiðslna.</p> <p>Þó svo að nú séu, og eðlilega mjög til umræðu, skerðingar í hinu almenna lífeyrissjóðakerfi má ekki gleyma þeirri mynd sem blasir við okkur; að lífeyrissjóðirnir eru eitt helsta akkerið í íslensku efnahagslífi og mun hjálpa okkur við að vinna úr þeim erfiðleikum sem við stöndum núna frammi fyrir. Eins og ég nefndi áðan að þá er staða okkar lífeyrissjóða giska góð og í rauninni allverulega góð í alþjóðlegum samanburði.</p> <p>Þetta er mikilsverða atriði til að hafa í huga nú þegar lífeyrissjóðirnir eru harkalega gagnrýndir fyrir þátt sinn í að sprengja upp hlutabréfaverð í „útrásarfyrirtækjum” með fjárfestingamætti sínum. Ýmislegt í þeirri gagnrýni verða lífeyrissjóðir að taka til sín til að mynda óæskilegt samkrull aðila í fjárfestingum fyrir sjóðina og svo yfirmanna í þeim fyrirtækjum er fjárfest var í. Einnig að laun hafi vaxið fram úr hófi hjá yfirmönnum á þessum bóluárum. Það er nefnilega þannig að lífeyrissjóðir hafa veigamiklu samfélagslegu hlutverki að gegna. Og við núverandi aðstæður er mikilvægt að undirstrika það hlutverk og jafnframt horfa til framtíðar. Lífeyrissjóðakerfið þarf að starfa í góðri sátt við samfélagið og eigendurnir, þjóðin þarf að geti treyst því í orðið og á borði að þetta séu sjóðirnir okkar</p> <p>Lífeyrissjóðirnir geta nefnilega augljóslega gegnt lykilhlutverki í þeirri uppbyggingu sem framundan er í íslensku samfélagi. Og mín skoðun er sú að þeir eiga að gegna lykilhlutverki – það sé siðferðileg skylda þeirra og það sé einnig efnahagslega skinsamlegt fyrir þá sjálfa.</p> <p>Eins og öllum er kunnugt að þá er núverandi ríkisstjórn að glíma við einhverjar erfiðustu aðstæður sem nokkur ríkisstjórn hefur staðið frammi fyrir á lýðveldistíma. Tekjur hafa dregist saman, halli ríkissjóðs er gríðarmikill og á hann hafa fallið miklar skuldir. Þetta verkefni glímum við nú við og hefur ýmislegt lagst með okkur en annað verið mótdrægt eins og gengur. En þetta er verkefni sem við stöndum frammi fyrir er ekki eingöngu vandamál sem stjórnvöld eða stjórnmálamenn standa frammi fyrir heldur við öll.</p> <p>Lífeyrissjóðirnir hafa heitið því að koma hér að uppbyggingu efnahagskerfisins og ber að fagna því en ég vil gjarnan sjá meira frumkvæði frá sjóðunum um möguleg verkefni á vegum þeirra. Maður ehyrir víða sönginn um að beðið sé eftir ríkinu. En eftir hverju er verið að bíða og hvað er ríkið, það erum við? Staða lífeyrissjóðanna er sterk og fjárfestingargeta eða öllu heldur fjárfestingaþörf þeirra mikil. Það mikla fé þarf að vera í vinnu við að byggja efnahagslífið upp og leggja grunn að verðmætasköpun og velmegun til framtíðar. Það mun skila lífeyrissjóðunum því umhverfi sem þeim gagnast og um leið okkur öllum. Mér og ökkur öllum eru kunnar þær stífu arðsemiskröfur sem hafðar eru til viðmiðunar í fjárfestingum lífeyrissjóða, en eru þær e.t.v. of þröngt skilgeindar? Á samfélagslegur ávinningur að fá aukið vægi til hliðar við arðsemina? Á að horfa meira til langtímasjónarmiða um heildararðsemi og framtíðarvelgengni, fremur en kalt mat um metna arðsemi fjárfestinga í augnablikinu. En slíkt mat er mannanna verk eins og annað. Ekki stendur á mér að ræða þessa hluti og aðrar, þar með talið hvernig starfsemi og stjórn lífeyrissjóði verði best háttað þannig að góð sátt geti ríkt um þá og þeirra mikilvæga hlutverk.</p> <p>Ég þakka áheyrnina og óska ykkur góðs gengis í ykkar störfum.</p> <br /> <br />

2009-08-17 00:00:0017. ágúst 2009Hugleiðing um líf og sögu þjóðarinnar

<p><em>Ræða Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, flutt í Hóladómkirkju sunnudaginn 16. ágúst 2009.</em></p> <p>Í sinni mögnuðu bók, Dagur í Austurbotni, lýsir verðlaunaskálið Antti Tuuri, með ótrúlega næmum en beinskeyttum hætti lífi fólksins á þeim slóðum. Þó eins og nafn sögunnar beri með sér séu aðeins raktir atburðir eins dags, u.þ.b. 14 klukkustunda nánar tiltekið, verður hin glögga mynd sem skáldið dregur upp til þess að maður fær heilmikla innsýn í mannlíf, hugsunarhátt, lífskjör og aðstæður fólks við Austurbotninn þar sem grimm saga innbyrðis átaka og styrjalda, fasisma og kommúnisma, lúrir í bakgrunninum.</p> <p>Hins vegar tekur eitt mesta skáld rómönsku Ameríku, Gabriel García Marquez, fyrir heil hundrað ár, í sinni stórbók, 100 ára einsemd. Og þar gildir það sama, við fáum innsýn í og öðlumst skilning á og finnum til með, fólkinu sem hann fjallar um og fylgir eftir í bók sinni í heila öld.</p> <p>Risi íslenskra bókmennta, Halldór Kiljan Laxness, hefur gert enn betur, því segja má að hann hafi tekið fyrir kafla á víð og dreif úr allri okkar ellefu og tæplega hálfrar aldar sögu, í mörgum af sínum öndvegisverkum. Gerplu, frá söguöldinni, Íslandsklukkunni, síðari hluta miðalda, og hverri perlunni á fætur annarri sem lýsa lífi og högum íslendinga í aðdraganda þess að skáldið sjálft fæddist, og langt fram eftir þeim tíma sem hann lifði. Með Sjálfstætt fólk, Sölku Völku, Brekkukotsannál, Atómstöðina og fleiri öndvegisverk í broddi fylkingar dregur skáldið upp ótrúlega skarpa mynd og sér með sínum augum atburði í okkar sögu, lýsir lífi og kjörum fólks, hugsunarhætti þess og greinir þann tíðaranda sem ríkti.</p> <p>Að sjálfsögðu er það skáldið sem tjáir sína upplifun, tilfinningu og skoðanir á mönnum, málefnum og atburðum og við vitum að þar er ekki sagnfræðingur á ferð, heldur skáld, en þau þjóna líka stóru hlutverki í því að búa til vitund okkar um okkur sjálf, það hvað við vorum, hvað við erum og hvað við munum verða.</p> <p>Ég hef velt því fyrir mér á undanförnum mánuðum, já reyndar undanförnum árum, hvernig einhver Laxness framtíðarinnar, því auðvitað vonumst við til að eignast aftur aðra slíka, muni fjalla um nýliðin ár og yfirstandandi atburði Íslandssögunnar, kannski eftir 50, 100 eða 200 ár</p> <p>Hverjir þeir sem skrifa munu sögu fyrstu tveggja eða þriggja áratuga aldarinnar sem nú er hafin munu hafa úr ærnum efnivið að moða. Ýmsir eru þegar byrjaðir með nánast samtímaverkum um efnahagshrunið, stjórnmálaþróunina og afleiðingar alls þessa fyrir okkur.</p> <p>En, þegar frá líður verður skrifað um þá hluti með öðrum hætti; af yfirvegun þeirrar fjarlægðar sem þá er orðin á atburðina, og ekki síst á grundvelli þess sem þá liggur fyrir um, hvernig úr hlutunum vannst.</p> <p>En fyrst, góðir áheyrendur, þurfum við að lifa í gegnum þessa tíma. Við þurfum og erum með lífi okkar og starfi og verkum öllum að búa til efniviðinn í söguna, og sérstaklega er okkar verkefni og öllu öðru mikilvægara að leggja grunn að góðum endi.&nbsp;</p> <p>En þá aðeins að upphafinu, orsökum og aðdraganda þeirra aðstæðna sem nú eru uppi á Íslandi. Því það er að sjálfsögðu eitt af því sem við þurfum að glíma við, að greina og skilja, rannsaka og upplýsa, átta okkur á og læra af. Ég er að sjálfsögðu ekki hlutlaus greinandi í þessum efnum. Ég hef mín viðhorf og mína afstöðu til mála og dreg engan dul á það að ég horfi á þessa hluti undir heilmiklum áhrifum minna lífsskoðana, gilda og pólitísku sýnar. Þetta er því greining sjóaðs stjórnmálamanns og virks þátttakanda og sumpart geranda í atburðarrásinni sem þið fáið að heyra. En hún er u.þ.b. eftirfarandi:</p> <p>Varðandi aðdraganda og meginorsakir þeirra erfiðleika sem Íslendingar hafa ratað í, standa nokkrir hlutir upp úr:</p> <p>Í fyrsta lagi er það hugmyndafræði, gildi, afstaða, viðhorf, siðferði. Enginn vafi er á því, í mínum huga, að drjúgur sökudólgur hér er hugmyndafræði, hugsunarháttur, gildismat og tíðarandi, jafnvel má segja tíska, sem reyndist okkur ekki vel.&nbsp; Það var hin blinda efnis- og markaðshyggja, það var dýrkun græðginnar, það var það siðrof sem var að verða í íslensku samfélagi sem við erum að súpa seyðið af. Þar með er að sjálfsögðu einnig mikill þáttur þeirra stjórnmálamanna og hugsuða sem gengu þessum hlutum á hönd og voru boðberar og /eða gerendur fyrir. Athafnir banka- og viðskiptajöfranna sjálfra, hafa orðið okkur harla dýrkeyptar. Þeir sigldu ljúfan byr tíðarandans og umhverfisins sem þeim var skapað eða þeir bjuggu sér til. Glæframennska þeirra og glópsskapur, svo ekki séu notuð um það enn sterkari orð, er orðið að harmleik.&nbsp; Ég lét hafa það eftir mér á fundi með norrænum bændahöfðingjum á Hótel Sögu á dögunum, að þessi nafngift sem á þá var fundin, útrásarvíkingana, væri í raun og veru ekki sanngjörn, þ.e.a.s hún gerði gömlu víkingunum okkar órétt til. Þó ýmislegt megi nú um þá segja, víkingana hina einu og sönnu, og við skrifum ekki í dag upp á margt sem þeir aðhöfðust, þá voru þeir mætir um margt. Þeir gerðu fleira en að fara ruplandi og rænandi um hinn norð-vestlæga heim.&nbsp; Þeir skópu einnig menningu, bókmenntir, voru að yrkja landið og byggja upp sín samfélög, stunduðu kaupskap og heiðarleg viðskipti, í bland við ránsferðir og vopnaskak vissulega, en það voru nú ekki beinlínis friðardúfur á hverju bóli þá hvort sem var. Almennt var fólk víkingaaldar auðvitað fyrst og fremst að afla brauðs í svita síns andlits. Að hinu sama verðum við að hyggja í dag, að allur þorri athafnamanna og almennra starfsmanna í bönkum t.d. gerði ekkert nema að mæta í vinnuna og rækja sínar skyldur af samviskusemi.&nbsp; Við megum ekki dæma allan skóginn eftir nokkrum rotnum trjám. Við verðum líka að horfast í augu við að okkar eigin eftirlitsstofnanir og stjórnsýsla, reyndust ekki vandanum vaxin, e.t.v. líka að einhverju leyti&nbsp; blinduð af glámskyggni tíðarandans og sváfu þar á verðinum sem árvekni hefði þurft við.</p> <p>Ég hef oft nefnt fjölmiðla í þessum efnum og það hvernig þeir einnig brugðust okkur, spiluðu með og sinntu ekki sinni gagnrýnis- og aðhaldsskyldu, - ekki það að ég sé sérstakur talsmaður þess að fjölmiðlar flytji eingöngu neikvæðar fréttir og rífi niður, en málefnaleg gagnrýni og aðhald þarf alltaf að vera til staðar.&nbsp; Svipað má reyndar segja um fræðasamfélagið, og jafnvel ýmis félagasamtök.&nbsp; Hefðu menn ekki þar getað staðið sig betur, verið betur niðri á jörðinni, leyft heilbrigðri skynsemi, óbrenglaðri dómgreind og siðferðismati að ráða meiru um afstöðu sína? Hefði þá ekki betur farið? Í reynd lít ég svo á að ófarnaður okkar sé ekki síst ósigur gagnrýnnar hugsunar, og þess að að henni sé ætíð hlúð. Ef gagnrýni er sett fram með uppbyggilegum hætti og í uppbyggilegum tilgangi, þá á að leggja eyrun við, það á ekki að reyna að afgreiða þá sem á einhverjum tímum hafa efasemdir um vegferðina, tískusveiflu eða ríkjandi hugmyndafræði sem í augnablikinu virðist óumdeild, þá á ekki að afgreiða slíkt út af borðinu með því að hlæja að eða velja háðuleg orð þeim gagnrýna eða vara við.&nbsp; Slíkir eru alltaf hollir hverju samfélagi og hverri vegferð. Vinur er sá er til vamms segir. Ekki veldur sá er varar.Efinn, hinar áleitnu spurningar, prófin sem við látum hlutina undirgangast, þessu má aldrei sleppa.</p> <p>Tjónið sem við höfum orðið fyrir er mikið. Það er ekki bara efnahagslegt og ekki einu sinni allt efnislegt, þó það sé fyrirferðarmest í umræðunni, einfaldlega hið mikla tjón sem íslenskt samfélag og þjóðarbú hefur mátt taka á sig vegna efnahags- og bankahrunsins.&nbsp; Eftir sitjum við sem þjóð, með verulega þungar skuldir. Ríkissjóðurinn okkar, atvinnulífið, heimilin, sveitarfélögin, - já allar helstu máttarstoðir samfélagsins, hafa nú mátt axla og eru að axla þungar byrðar.&nbsp; Þær eru þó viðráðanlegar, fyrst og fremst vegna þess að við erum gæfusöm að vera í grunninn, ríkt, þróað samfélag með öfluga innviði og sterkar auðlindir og mikinn mannauð.&nbsp; Við erum vinnusöm og dugleg þjóð og allt þetta kemur okkur til góða þegar við nú hefjum endurreisn samfélagsins.&nbsp;</p> <p>En tjónið er líka óefnislegt. Orðstír landsins hefur skaddast. Það þykir ekki fínt lengur að flagga því í alþjóðlegum viðskiptum að vera íslenskur eða að hafa íslenska kennitölu. Við þurfum að sanna okkur, upp á hvern einasta dag, að það sé óhætt að eiga við okkur viðskipti. Að við getum staðið við samninga og skuldbindingar. Að fyrirtæki geti afgreitt vörur, tryggt afhendingu þeirra. Að unnt sé að millifæra fé til okkar banka og þar fram eftir götunum. Það er verk að vinna, góðir landsmenn, að endurheimta það annars ágæta orð sem af okkur fór og það er sárt til þess að vita, að íslenska ríkið, sem hafði fram að hruninu og er reyndar enn, einhver áreiðanlegasti greiðandi sinna erlendu skulda og alþjóðlegra skuldbindinga sem um getur, land sem ætíð greiddi á réttum tíma framlag sitt til alþjóðastofnana eins og Sameinuðu þjóðanna, sem er meira en hægt er að segja um ýmsa aðra, að þessi skuggi skuli nú hafa fallið á annars okkar ágæta orðspor. En þessu verðum við að kyngja og úr þessu verðum við að bæta.&nbsp; Við þurfum einfaldlega að sanna okkur á nýjan leik. Að við séum, þrátt fyrir það, hversu fáeinir glæframenn fóru illa með okkur, eftir sem áður, heiðarleg og vinnusöm þjóð sem vilji standa við sínar skyldur og skuldbindingar og hægt sé að eiga heiðarleg samskipti við.&nbsp; Og við höfum líka orðið fyrir tjóni hvað varðar okkar sjálfmynd og sjálfsvitund.&nbsp; Því verðum við að kyngja sömuleiðis. Við þurfum að gera upp málin, og við þurfum ekki síst að læra af þeim.&nbsp; Nógu dýrt er nú áfallið samt þó við látum ekki það tækifæri okkur úr greipum ganga að draga af þessu lærdóma, sérstaklega þá hvað við þurfum að forðast og í hverju við megum aldrei aftur lenda. Hremmingar Íslands nú er því miður mikið skólabókardæmi um það hvað þjóðir mega ekki láta henda sig.</p> <p>Og þá vil ég aðeins snúa mér að því hvað kemur næst, hvað þarf til ?</p> <p>Við þurfum augljóslega að leggja krafta okkar saman á öllum sviðum þjóðlífsins næstu misseri til þess að sigrast á erfiðleikunum. Við þurfum eftir föngum að standa vörð, að sjálfsögðu um okkar velferðarkerfi, og búa eins vel og efni þjóðfélagsins leyfa, að þeim sem höllum fæti standa og þurfa á stuðningi að halda. Og til þess verðum við hin einfaldlega að sætta okkur við að leggja meiri byrðar á okkur. Við, sem erum svo lánsöm að vera heilsuhraust, að vera í góðri vinnu og hafa sæmilegar tekjur verðum að sætta okkur við að deila meiru af okkar gæðum með hinum sem erfiðara eiga.</p> <p>Við þurfum í öðru lagi að sameinast um að viðhalda trú og bjartsýni á framtíðina.&nbsp; Það ljós má aldrei slokkna. Viljinn dregur langt í þessum efnum og það gerir líka óbilandi trú á möguleika Íslands og bjartsýni á framtíðina.&nbsp; Það er engin ástæða til annars, þrátt fyrir það áfall sem hér hefur orðið.</p> <p>Þjóðin sem með þrotlausri vinnu þriggja fjögurra kynslóða reis úr öskustó fátæktar og niðurlægingar sótti sér í áföngum sjálfstæði og einhver mestu lífsgæði sem þekkjast í heiminum er talandi dæmi um það sem getur gerst, líka hjá fámennri þjóð sem er landfræðilega einangruð og sem býr við óblíð náttúruöfl en vissulega um leið gjöful. Möguleikar Íslands eru nánast einstæðir í heimi dagsins.&nbsp; Það eru varla nokkur dæmi um þjóðir, nema ef vera skyldi Grænlendingar handan við sundið, sem þrátt fyrir allt eru jafn ríkulega búnar auðlindum og við. Fámenn þjóð sem hefur fengið stórt og gjöfult og einstakt land til varðveislu og búsetu. Með allar okkar auðlindar í sjó og á landi, fiskinn, gróðurmoldina, orkuauðlindirnar.&nbsp; Landið sjálft, landslagið og fegurðina og að eiga síðan okkur sjálf, unga, vinnusama, vel menntaða þjóð, eru allt gríðarlegar auðlindir. Við búum núna að allri þeirri uppbyggingu, öllum þeim þjóðarauði sem velmegun undangenginna áratuga hefur skapað. Við eigum glæsilegar byggingar, samgöngukerfi, skóla, sjúkrahús, innviði sem eru með því besta og ríkulegasta sem þekkist í heiminum.&nbsp; Jú, við erum vissulega skuldug. Vorum það reyndar fyrir hrunið með þeirri einu undantekningu sem var ríkissjóður, en nú hefur einnig þar orðið hastarleg breyting á. En á móti því standa gríðarleg verðmæti, og þess vegna verð ég að segja það, góðir áheyrendur, að það særir mig og mér finnst það óviðeigandi, þegar að staða okkar nú, þó við höfum orðið fyrir þessu áfalli, er borin saman við ógæfusöm, bláfátæk þróunarlönd sem eiga ekkert af því sem við eigum, þau eiga ekki einu sinni vatn til að drekka, varla nokkra gróðurmold eftir til að yrkja, litlar eða engar orkuauðlindir; eiga fátt nema blásna sanda og brennandi sól, erfiða sögu átaka og kúgunar og iðulega í klóm gerspilltra valdhafa eða harðstjóra nema hvorutveggja sé. Ólæs almenningur og börn sem deyja umvörpum vegna skorts á mat, lyfjum mannsæmandi húsnæði og heilnæmu umhverfi þetta er okkur fjarlægur veruleiki. Fólk á vergangi eða í flóttamannabúðum milljónum saman, jafnvel kynslóð fram af kynslóð þar sem engin framtíð bíður, þar sem reiðin og hatrið, ofstæki og örþrifaráðin finna frjóan jarðveg. Það er ennþá og óháð öllu krepputali gæfa að fæðast Íslendingur. Hér er og skal áfram verða gott að lifa og starfa, eldast og deyja.</p> <p>Við Íslendingar eigum líka eitt best uppbyggða og öflugasta lífeyrissjóðakerfi í heiminum. Við höfum á undanförnum fjórum áratugum eða svo, byggt jafnt og þétt upp okkar sparnað til efri áranna og tökum hann með okkur inn á eftirlaunaaldurinn og þessi auðæfi okkar eru að fróðra manna dómi, talin fullkomlega ígildi þess sem að Norðmenn eiga á hvern mann í sínum fræga olíusjóði.&nbsp; Þannig að Ísland er norrænt, ríkt og þróað velmegunarríki sem hefur lent í erfileikum, munum það.</p> <p>Við þurfum síðan að leggja mikla vinnu í úrvinnslu þessara atburða.&nbsp; Við þurfum að vinna úr og komast frá þessum kafla í okkar sögu. Því við munum þurfa að lifa með því, næstu áratugina, að Ísland rataði í ógæfu, varð fyrir miklu tjóni. Við þurfum að skýra og skilja og rannsaka hvernig það gerðist, auðvitað innan marka leikreglna réttarkerfisins, að draga þá til ábyrgðar sem ábyrgð eiga að bera og láta þá taka út sína refsingu sem það þurfa að gera, en það á ekki að vera eina markmið, og í raun og veru ekki einu sinni aðalmarkmið slíkra rannsókna, heldur hitt, að þetta þurfum við að gera og upplýsa til að komast frá þessum atburðum sem þjóð með sem minnst ör á sálinni. Við þurfum að nálgast þetta með réttu hugarfari. Besta dæmið sem ég þekki um þjóðir sem hafa lent í dapurlegum köflum í sinni sögu er frá þeim vísu mönnum sem réðu ferðinni eftir að kynþáttaaðskilnaðarstefnan leið undir lok í S-Afríku. Þeir virðingarverðu menn, sem þar réðu för, snillingar eins og Nelson Mandela og Desmond Tutu, þeir lögðu grunninn að hinni félagslegu, pólitísku og andlegu endurreisn S-Afríku. Með sannleiksnefndum, ekki bara með því að elta uppi þá sem ábyrgð báru, heldur allt eins, og jafnvel ekki síður, að fyrirgefa þeim, sem orðið höfðu á mistök, og reyna að búa til forsendur sátta í samfélaginu, þrátt fyrir þær hörmungar, mannréttindabrot og erfiðleika sem hinn grimmi tími ómennskrar kynþáttaaðskilnaðarstefnu hafði leitt yfir allan þorra almennings í S-Afríku, og ekki síst hinn þeldökka meirihluta.</p> <p>Hugsið ykkur fordæmið sem Nelson Mandela, sem eyddi, ef ég man rétt, 27 árum æfi sinnar í fangelsi, hefur gefið okkur öllum, eða Mahatma Ghandi, þess vegna, með sínum ástríðuþrungna friðarboðskap og sínum friðsamlegu aðgerðum? Það að þessi litli og horaði maður, vafinn í hvítan dúk, lagði yfirráð sjálfs breska heimsveldisins að velli á Indlandi, með friðinn og mannkærleikann einan að vopni er eitt af mestu afrekum mannsandans á síðustu öld. Af þessu öllu getum við lært.</p> <p>Ég get ekki látið hjá líða að nefna það aðeins til sögunnar að nú eru rétt hundrað ár frá því afi minn Jóhannes Árnason bóndi á Gunnarsstöðum var nemandi í Hólaskóla. Hann minntist þess tíma alltaf með mikill hlýju og ég held að dvöl hans hér hafi haft heilmikil áhrif á búskaparhætti á Gunnarsstöðum í framhaldinu, rétt eins og gerði dvöl föður hans Árna Davíðssonar í skólanum í Ólafsdal áður.</p> <p>Önnur af&nbsp; mínum fyrirmyndum í lífinu, var frændi minn á Gunnarsstöðum, Óli Halldórsson. Óli var mikill maður og stór í sniðum. Hann var hugsandi og fjölfróður, að mestu sjálfmenntaður erfiðisvinnumaður og kennari. Hann sagði reyndar að það væri hvergi betra að hugsa en í fjósinu, hann fyndi svo margar góðar hugmyndir eða vísur í flórnum. Ein hans kostulega kenning sem og ég heyrði hann útlista ungur, var þetta með hroðvirknina og dugnaðinn. Hann sagði einfaldlega þetta: &bdquo;Það er vont ef hroðvirkir menn eru duglegir, því þá gera þeir svo mikið illa&ldquo;, - mér hefur stundum orðið hugsað til þessa þegar&nbsp; banka- og útrásarvíkingarnir okkar eiga í hlut, þeir reyndust sannarlega hroðvirkir. Og það hefði vissulega verið betra ef þeir hefðu ekki verið svona afkastamiklir, þá hefðu þeir ekki gert svona mikið illa.</p> <p>Forsætisráðherra Ástralíu efndi eitt af sínum kosningaloforðum strax eftir stjórnarskipti þar í landi og bað frumbyggja landsins, Aboriginals, afsökunar á harðræði og illri meðferð liðinna áratuga og alda. Forsætisráðherra okkar Jóhanna Sigurðardóttir bað Breiðuvíkurdrengina og aðra þá sem liðu fyrir eitthvað hliðstætt afsökunar. Íslensk stjórnvöld eiga enn óaðgert í slíkum efnum. Mér finnst að það eigi að biðja þá afsökunar sem sættu óréttmætum og væntanlega ólögmætum persónunjósnum og símhlerunum vegna skoðana sinna. Mér finnst að það eigi að biðja íslensku þjóðina afsökunar að nafn hennar var lagt við ólögmætt árásarstríð í Írak og þá þjóð í leiðinni. Þá sem sættu þvingaðri vönun vegna einnar saman fötlunar ætti að biðja afsökunar. Og hvernig er það? Þurfa ekki ýmsir að biðjast afsökunar nú. Ég bíð eftir afsökunarbeiðni þeirra sem báru ábyrgð á Landsbankanum síðustu árin. Og ekki væri verra ef þeir kæmu svo með auð sinn þann sem eftir kann að standa einhvers staðar og leggðu hann í púkkið til að bæta tjónið. Hlýtur ekki að koma afsökunarbeiðni bráðum frá þeim sem einkavæddu Landsbankann, frá bankastjórum, bankaráðsmönnum og eigendum sem með atferli sínu hafa valdið þjóðinni ómældu tjóni og sálarangist. Þegar ég sá að Kjartan Gunnarsson, sem var ýmist formaður eða varaformaður bankaráðs Landsbankans gamla lengi vel, var að skrifa stórgrein á heiðursopnu Morgunblaðsins í fyrradag og fjalla um icesave málið þá datt mér ekki annað í hug en að hann væri að biðjast afsökunar. Það var nú ekki og hann af öllum mönnum undir sólinni taldi sig vera í siðferðilegri aðstöðu til annarra hluta. Nær væri að allir þeir sem mesta ábyrgð bera á hruni bankanna, ekki síst Landsbankans, bæðu þjóðina afsökunar á því mikla tjóni sem þeir hafa valdið komna krjúpandi á hnjánum.</p> <p>En úr því að hið erfiða icesave mál ber hér óvart á góma, sem alls ekki var nú ætlunin að fjalla um, þá vil ég samt nota tækifærið og fagna þeirri tiltölulega víðtæku samstöðu sem tókst í fjárlaganefnd og vonandi á þingi almennt um afgreiðslu málsins. Það eiga allir mikið hrós skilið sem þar lögðu sitt af mörkum og alveg sérstaklega þó nefndarmenn bæði stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkanna.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</p> <p>Kannski er þá tímabært að við veltum aðeins fyrir okkur óhófinu, græðginni eða lönguninni í sífellt meira, sem drífur marga áfram? Af hverju er það svoleiðis, með mannskepnuna að við skulum ekki vera nægjusamari og ánægðari með það sem við höfum, þegar það er orðið nóg, þegar við höfum, eins og við segjum mörg, allt til alls og okkur líður vel, okkur vantar í raun ekkert meira?&nbsp; Ef við eigum þak yfir höfuðið, ef við höfum vinnu, ef við höfum nóg til daglegra þarfa, og svo eitthvað aðeins í viðbót til að gera okkur dagamun, af hverju er þá þessi þörf svona sterk í manninum að samt þurfum við eitthvað meira ? Að nóg sé aldrei nóg? Ég veit það ekki. Ég held það sé ekki endilega vegna þess að við séum svona í eðli okkar, þó það geti vissulega verið þáttur, að arfur frá löngu liðnum tíma sífelldrar baráttu við skortinn frá tímum safnara- og veiðimanna menningarskeiðanna, að það sé aldrei neitt öruggt, og að þú þurfir sífellt að reyna að eiga meira, meiri forða, meiri birgðir.</p> <p>En hefur þá öll þróun samfélagsins og mannsandans um árþúsundir ekki nægt til þess að þróa okkur í burtu frá þessum aðstæðum? Eða er það vegna hins, að græðgin, efnishyggjan er sífellt nærð? Á hana er sífellt borinn áburður, hún er gyllt og henni er hampað af voldugum öflum í heiminum á sama tíma og nægjusemi og innihaldsríkt líf er talið viðeigandi hlutskipti fyrir sérvitringa. Ég veit það ekki en ég hugsa mikið um það.</p> <p>Loks held ég að eitt stórt viðbótarverkefni bíði okkar Íslendinga, sem við megum ekki vanrækja, hvorki nú né endranær, og það er að horfa fram á veginn og ræða um gildin, um samfélagið okkar, um hvers konar þjóðfélag og mannlíf við viljum? Ég hef velt því fyrir mér að ef fyrir tíu árum síðan, hefði átt sér stað þróttmikil umræða um slíka hluti og vísustu menn og almenningur allur hefðu verið með í að bollaleggja sem svo: Jæja, nú eru aldamótin að nálgast, og við ætlum að ræða það hvernig við viljum að samfélagið þróist næstu árin, hvernig þjóðfélag og mannlíf við viljum sjá hér og hvað við teljum heppilegt að leggja áherslu á?</p> <p>Er líklegt að út úr slíkri vinnu, slíkri rökræðu, slíkri umræðu, hefði komið sú niðurstaða að á næstu árum á eftir ætluðum við að þenja út bankakerfið okkar og fara með það í útrás, sem og viðskiptalífið, þangað til að þar væri komið að það skuldaði í útlöndum tólffalda - þrettánfalda landsframleiðslu ? Er líklegt að út slíkri stefnumótunar og hugmyndafræðivinnu hefði komið að á löngu árabili væri skynsamlegt að byggja þrisvar sinnum fleiri íbúðir á ári á höfuðborgarsvæðinu en þyrfti fyrir íbúafjöldann þar og eðlilega fólksfjölgun? Ég held ekki.</p> <p>Og þá hefði það kannski orðið, að þegar þessir hlutir fóru að gerast, þá hefðum við séð að okkur var að bera af leið, þá hefðum við séð að við vorum að fara út fyrir rammann, gul ljós hefðu blikkað og við hefðum fyrr getað gripið í taumana.</p> <p>Við ætlum ekki að láta hliðstæða atburði endurtaka sig og þess vegna held ég að núna sé rétti tíminn, og í framhaldinu, næstu misserin, samhliða endurreisnar - og uppbyggingarverkefnunum að leggja þessar línur inn í framtíðina, hvers konar samfélag viljum við að verði hér á Íslandi árið 2020? Örugglega ekki hið græðgivædda efnis- og neysluhyggjusamfélag sem hér myndaðist um skeið og með skelfilegum afleiðingum að lokum.</p> <p>Ég held að það eigi ekki að vera erfitt fyrir íslensku þjóðina að sameinast um markmið og leiðir í þessum efnum. Við ætlum okkur að verða, á nýjan leik myndu kannski einhverjir segja, gott jafnréttissinnað norrænt velferðarsamfélag, opið, lýðræðislegt samfélag. Samfélag samhjálpar og nægjusemi, góðrar umgengni við land og náttúru. Samfélag sjálfbærrar þróunar sem setur sér alltaf þau markmið að ganga ekki á rétt komandi kynslóða, hvorki til umhverfisgæða né annarra þátta. Samfélag þar sem hinir umhverfislegu-, félagslegu-, og efnahagslegu þættir eru samofnir og engin rétthærri öðrum</p> <p>Og auðvitað ætlum við okkur, á þessum tíma og á árunum sem þar á eftir koma, á þriðja, fjórða o.s.frv. áratug aldarinnar, að tryggja að börnin okkar og barnabörn, og auðvitað líka við, þau okkar sem ná því að koma saman á Þingvöllum árið 2030, eða jafnvel 2044, því þá læt ég mér detta í hug að þjóðin blási til samkomu, þá geti menn, með stolti litið til baka og sagt: &bdquo;Jú, vissulega lentu Íslendingar í miklum raunum, þarna í lok fyrsta áratugar aldarinnar, en menn gáfust ekki upp&ldquo;. Þeir hinir sömu, eða sama kynslóð og bar ábyrgð á hruninu, hún hafði þó manndóm í sér til að takast á við það, vinna úr því, gera það heiðarlega upp, endurreisa efnahag landsins og leggja grunn á nýjan leik að bjartri framtíð. Og þess vegna er þeim fyrirgefið, okkur öllum sem kynslóð, af því að við brugðumst ekki tvisvar, heldur bara einu sinni. Við brugðumst ekki í seinni hluta verkefnisins, að axla sjálf&nbsp; byrðar, takast á við erfiðleikana og sigrast á þeim. Það er prófið og verður næstu misserin. Ætlum við, ráðandi kynslóð í landinu, ætlum við líka að bregðast í því að takast á við erfiðleikana og hrunið sem við sjálf berum auðvitað mikla ábyrgð á, þó ýmsir utanaðkomandi þættir hafi þar spilað inn í.</p> <p>Nei, það skal ekki verða. Og ég, a.m.k. vil sem einstaklingur heita því, hér og nú, að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur og er tilbúinn til að leggja mikið á mig og færa miklar fórnir til þess að þannig verði ekki.&nbsp; Mér liggur við að segja að mér sé alveg sama hvað um sjálfan mig verður og hverju ég þarf að kosta til, sem einstaklingur og stjórnmálamaður til þess að leggja mitt litla að mörkum. Það skal takast að endurreisa Ísland og það mun takast.</p> <p>Ég sé fyrir mér blómlegt og náið samband sjálfstæðra Færeyja, Grænlands og Íslands hér í útnorðrinu eins og frændur okkar segja. Þá verður Ísland kraftmikil samgöngumiðstöð þessa svæðis þar sem ferðaþjónusta er orðin stærsta atvinnugreinin þar sem ís og eldur, elsta og yngsta berg á jörðinni, matur, menning, ný og gömul hús, hvalir og norðurljós vetrarhiminsins leika sitt hlutverk. Ég sé Ísland sem miðstöð mikillar gagnavörslu og vinnslu í krafti sinnar legu, svala veðurs, landrýmis og grænu orku. Ég sé fyrir mér tíma þar sem vatnið er orðið að einni helstu virku auðlind okkar og jöklar ár og vötn landsins eru á heimsminjaskrá sem ein af sammannlegum gersemum heimsins. Ég sé fyrir mér Ísland sem kraftmikla miðstöð matvælastóriðju þar sem fullunnar og hágæða matvörur úr hreinu umhverfi sjávarútvegs og landbúnaðar eru eftirsótt gæði sem færri fá en vilja. Ég sé fyrir mér mannlíf og athafnasemi í öllum byggðum landsins. Ég sé fyrir mér Vatnajökulsþjóðgarð sem heimsþekkt aðdráttarafl, krúnudjásn, hjarta landsins.Ég sé fyrir mér herlausa friðelskandi þjóð sem bíður fram land sitt sem hlutlausan griðastað, vettvang samningaviðræna, alþjóðaráðstefnuhalds. Ég sé krossgötur margs konar samskipta og viðskipta austurs og vestur og opið hlið til norðurslóða.</p> <p>Já, góðir gestir hér á Hólum, hér heima á Hólum okkar Norðlendinga, ég sé fagurt og frítt land með fannhvíta jöklanna tinda, enda hefur þá mannkynið gert yfirbót gagnvart náttúrunni og er hætt að grafa sér gröf með mengun og óhófi. Þar er Ísland meðal landanna löngu búið að leysa úr sínum erfiðleikum og deilumálum, virt og viðurkennt sem velferðar og menningarsamfélag. Þar býr stolt sjálfstæð þjóð og talar íslensku.</p> <p>Ég þakka þeim sem hlýddu. Gæfa fylgi Hólastað, okkur öllum og íslenskri þjóð&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;<br /> </p> <br /> <br />

2009-08-14 00:00:0014. ágúst 2009Ísland mun sigrast á erfiðleikum sínum

<p><em>Birtist í Fréttablaðinu 14. ágúst 2009.</em></p> <p>Smátt og smátt koma afleiðingar banka- og fjármálahrunsins betur í ljós. Ríkisreikningur ársins 2008 segir í raun flest sem segja þarf um höggið sem ríkissjóður tekur á sig vegna þess. Hann sýnir algjöran viðsnúning í rekstri ríkissjóðs, úr 89 milljarða króna tekjuafgangi á árinu á undan í 216 milljarða króna halla. Aðrar tölur tala líka sínu máli, svosem þær sem sýna gríðarlega skuldaukningu hins opinbera og þunga skuldabyrði þjóðarbúsins í heild.</p> <p>Samfélagið allt hefur orðið fyrir miklu tjóni og verður nú að axla miklar skuldabyrðar vegna fjölþættra mistaka sem gerð voru hér á landi, einkum frá því upp úr aldarmótum og jafnvel fram yfir bankahrunið. Það er sá raunveruleiki sem við þurfum nú öll að horfast í augu við. Um leið er mikilvægt að tapa ekki trúnni á framtíðina því íslenskt samfélag hefur alla burði til þess að sigrast erfiðleikunum þó miklir séu og í mínum huga er aðeins eitt orð sem ekki má heyrast, það er uppgjöf. Með samstöðu getum við farið í gegnum erfiðleikana og komið íslensku samfélagi á braut uppbyggingar og framfararsóknar.</p> <h4>Mikið hefur áunnist</h4> <p>Til einföldunar má skipta undanförnum mánuðum, misserum og árum upp í fjögur tímabil: 1) aðdraganda hrunsins, segjum frá og með árinu 2002 þegar bankarnir voru einkavæddir og til og með októberbyrjunar 2008. 2)Tímabil áfallsins sem kom í kjölfarið og líkur með stjórnarskiptum 1. febrúar 2009. 3)Millibilsástandið sem minnihlutastjórnin glímdi við og fól í sér fjölþættar stuðningsaðgerðir til þess að verja samfélagið og búa sem best undir kosningar í lok apríl. 4) Að lokum er það tímabil beinna aðgerða og endurreisnar frá og með stjórnarskiptum í maí. Á þeim tíma hefur margt áunnist og er ástæða að stalda við nokkur atriði:</p> <ul> <li>Víðtækar tekjuöflunar- og sparnaðaraðgerðir upp á samtals liðlega 20 milljarða króna til að aðlaga rekstur ríkissjóðs að gjörbreyttum veruleika strax í maí og júní. Í júní var kynnt áætlun um jöfnuð í rekstri ríkissjóð á árunum 2009 til 2013 og skýrsla lögð fyrir Alþingi ásamt áætlun um tekjuöflun og sparnað fyrir árið 2010 og ramma fyrir árin þar á eftir.</li> <li>Gerð stöðugleikasáttmála sem er mikilvægur til að tryggja samhæft framlag ríkisins, sveitarfélaganna, aðila vinnumarkaðarins, Bændasamtakanna og fleiri til endurreisnarstafsins.</li> <li>Samningar íslenskra stjórnvalda við bresk og hollensk stjórnvöld í byrjun júní leiddi Icesave-deiluna til lykta á þann hátt sem Alþingi fól framkvæmdavaldinu í desember. Alþingi er nú með þetta erfiða mál til umfjöllunar.</li> <li>Gengið var frá samningum við Norðurlöndin fjögur í byrjun júlí um gjaldeyrislán til þess að byggja upp gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans.</li> <li>Tímamótaárangur náðist með samkomulagi stjórnvalda við skilanefndir gömlu bankanna þriggja sem kynnt var 20. júlí. Einnig er unnið að endurskipulagningu sparisjóðakerfisins.</li> <li>Í lok júlí höfðu stjórnvöld uppfyllt öll skilyrði sem snéru að fyrstu endurskoðun stjórnar AGS á áætluninni. Þrátt fyrir það ákvað AGS að fresta endurskoðuninni og voru það vonbrigði, en öllum má vera ljóst að Icesave málið var meginorsök frestunarinnar.</li> <li>Ríkisstjórnin hefur ítrekað aukið fjárframlög til embættis sérstaks saksóknara og rannsóknar hans. Þá hafa aðgerðir á vegum skattayfirvalda verðið efldar, m.a. með frumvarpi um heimild til skattrannsóknarstjóra til að kyrrsetja eignir.</li> <li>Helstu eftirlitsstofnanir fjármálakerfissins, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið, hafa fengið nýja yfirstjórn og þær verið efldar.</li> </ul> <p>Fjölmargt annað, sem of langt mál væri að telja upp, hefur verið gert og þar má nefna mótun eigendastefnu og ákvörðun um fyrirkomulag eignarhalds ríkissins á fjármálafyrirtækjum, stofnun bankasýslu og eignarumsýslufélags.</p> <h4>Skuldir og lífskjör</h4> <p>Þegar fjallað er um þau vandamál sem við tökumst nú á við er mikilvægt að það sé gert á málefnalegan og upplýstan hátt. Hafa þarf í huga að Ísland er ríkt og þróað samfélag með öfluga innviði og gott mennta- og heilbrigðiskerfi. Ekki má heldur gleyma að við eigum öflugt lífeyrissjóðakerfi og að eignir lífeyrissjóðanna eru þrátt fyrir áfall vegna bankahrunsins svipaðar eða hærri á mann en olíusjóður Norðmanna er í Noregi. Þá er gert er ráð fyrir að þjóðartekjur á mann verði innan fárra ára aftur með þeim mestu í heiminum. Samanburður við fátæk þriðjaheimsríki er því óraunhæfur og fráleitur. Í þeim erfiðleikum sem steðja að heimilum í landinu er einnig mikilvægt að halda því til haga að eitt meginverkefna stjórnvalda og nýju bankanna er að tryggja að fólk geti haldið húsnæði sínu og lífvænleg fyrirtæki verði áfram í rekstri.</p> <p>Vísbendingar eru uppi um að samdráttur landsframleiðslu verði ívið minni en spáð var og atvinnuleysisþróun, ef eitthvað er, heldur hagstæðari.&nbsp; Þá er spáð um 2-3% hagvexti á ári næstu árin. Einnig má ekki gleyma okkar sterku útflutningsgreinum: sjávarútvegi, sífellt vaxandi ferðaþjónustu, nýsköpun, orkuiðnaði o.fl. sem njóta nú góðs af gengi krónunnar. Á þessum sviðum og fleirum eru gríðarleg tækifæri og oft er það þannig að þegar kreppir að kvikna framsæknar hugmyndir.</p> <p>Seðlbankinn áætlar að heildar skuldir þjóðarbúsins erlendis muni nema um tvöfaldri landsframleiðslu í lok þessar árs. Þó ber að hafa í huga að umtalverðar eignir standa þar á móti og því er hreina skuldastaðan lang frá því að vera jafn slæm og þessar tölur gætu gefið til kynna, eða um 85% af landsframleiðslu. Ef einungis eru teknar eignir og skuldir ríkissjóðs fyrir árið 2009 eru hreinar skuldir um 40% af landframleiðslu og er gert ráð fyrir að þær muni lækka jafnt og þétt. Í greinargerðum sem fjármálaráðuneytið, Seðlabankinn og Hagfræðistofnun Háskólans hafa kynnt að undanförnu í tengslum við Icesavemálið kemur fram, jafnvel þó þróunin verði óhagstæðari en spáð er, höfum við alla burði til þess að komast í gegnum erfiðleikana.</p> <p>Þegar tekið er mið af þeim árangri sem náðst hefur á undanförnum mánuðum og þeim möguleikum sem við höfum er engin ástæða til þess að ætla annað en að Ísland muni sigrast á erfiðleikum sínum og saman mun okkur takast það.</p> <p><em>Steingrímur J. Sigfússon<br /> höfundur er fjármálaráðherra</em></p> <br /> <br />

2009-08-07 00:00:0007. ágúst 2009Snúum okkur að framtíðinni; sem fyrst

<p><em>Birtist í Morgunblaðinu 7. ágúst 2009</em></p> <p>Söfnun Landsbankans gamla á innlánum á í útibúum sínum í Bretlandi og Hollandi er, eftir fall bankans, orðið að einu mesta óláni íslandssögunnar. Það mál verður ekki rakið hér, hvorki vítaverð glæframennska bankans né hin mikla ábyrgð, eða öllu heldur ábyrgðarleysi, þáverandi íslenskra stjórnvalda og eftirlitsaðila. Ekki er heldur ástæða til að dvelja við hversu illa íslenskum stjórnvöldum tókst til við að halda á málinu sl. haust, vissulega við erfiðar aðstæður.</p> <p>Hér verður horft til framtíðar og velt upp tveimur spurningum. Hvaða áhrif mun það hafa á íslenskan þjóðarbúskap og lífskjör að samþykkja fyrirliggjandi icesave samning og ekki síður spurningunni hvaða afleiðingar mun það hafa að gera það ekki.</p> <h4>Að samþykkja</h4> <p>Fyrri spurningunni hafa verið gerð góð skil að undanförnu. Fjármálaráðuneytið í greinargerð stjórnarfrumvarpsins, Seðlabankinn í sínu áliti og nú loks Hagfræðistofnun Háskólans. Meginniðurstaðan er að mati greinarhöfundar skýr. Það mun vissulega muna umtalsvert um icesave byrðarnar á árabilinu 2016-2023. Verði sá reikningur greiddur að fullu á því tímabili er líklegt að til þess renni að meðaltali 2,5 &ndash; 3,5% af vergri landsframleiðslu árlega, kaupmáttur gæti tímabundið orðið 1 &ndash; 2% lakari en ella vegna veikara gengis auk þess sem óvissan er umtalsverð og framhaldið veltur á hvernig endurreiss íslenskt efnahagslíf gengur næstu árin. Með öðrum orðum þetta verður að sjálfsögðu íþyngjandi reikningur, sem við vildum öll vera laus við, en viðráðanlegur samt. Veruleikinn er einnig sá að þetta er reikningur sem við komumst væntanlega ekki undan eins og æ fleiri gera sér nú af raunsæi grein fyrir. Eigum við annan skárri kost í stöðunni en reyna? Skuldari sem gerir heiðarlega tilraun til að borga en óskar svo eftir endurskoðun ef þörf krefur er í annarri stöðu en sá sem neitar að reyna strax í byrjun.</p> <h4>Að samþykkja ekki</h4> <p>Fáir ef nokkrir ræða lengur málið á þeim forsendum að við getum einfaldlega neitað ábyrgð okkar á málinu, neitað að borga og vísað þeim sem eru ósáttir á héraðsdóm Reykjavíkur. Engu að síður virðist undirliggjandi í máli margra sú hugsun að við getum með einhverjum hætti einhliða ákveðið að hvað marki við öxlum okkar ábyrgð. Af svipuðum toga eru röksemdir þeirra sem nálgast málið út frá því svartsýnishugarfari að vegna þess að hér kunni að verða lítill eða enginn hagvöxtur, gengisþróun geti orðið óhagstæð, óvissa sé með gæði eignasafns Landsbankans gamla, héðan kunni að verða brottflutningur fólks o.s.frv. þá beri að hafna samningnum. Hvort sem við viljum láta framtíðina njóta vafans og trúa á hana eða ekki stendur eftir spurningin; hvaða afleiðingar er það líklegt til að hafa að hafna samningnum eða samþykkja hann aðeins að nafninu til þannig að jafngildi höfnun og málið fari allt aftur í uppnám? Slíku má ekki rugla saman við það sem fjárlaganefnd Alþingis hefur haft til skoðunar að undanförnu að setja af sinni hálfu umgjörð um eða skilmála fyrir heimild sinni til ríkisábyrðar sem að sjálfsögðu er talsvert svigrúm til.</p> <p>Ætti kannski Seðlabankinn eða Hagfræðistofnun Háskólans líka að meta hverjar verða afleiðingar þess fyrir íslenskan þjóðarbúskap og framtíð landsins, ekki bara eftir sjö til fimmtán ár heldur strax næstu mánuði og ár ef samningnum er hafnað? Gætu afleiðingarnar orðið eftirfarandi?</p> <ul> <li>Samstarfsáætlunin með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum siglir í strand og engin frekari lán til að byggja upp gjaldeyrisvaraforðann berast þaðan.</li> <li>Engin gjaldeyrislán berast frá hinum Norðurlöndunum.</li> <li>Erlendu kröfuhafarnir samþykkja ekki að koma að endurreisn Kaupþings og Íslandsbanka.</li> <li>Alþjóðlegar lánastofnanir og erlendir bankar verða áfram lokuð bók og ný lán eða endurfjármögnun eldri lána er ógerleg.</li> <li>Hætta á að neyðarlögunum frá í október verði hnekkt vex á ný.</li> <li>Mikil neikvæð umræða verður um íslendinga á nýjan leik sem óábyrga í viðskiptum og aðila sem hlaupi frá skuldbindingum sýnum og gefnum fyrirheitum.</li> <li>Trúverðugleiki Íslands, sem hefur byrjað að endurheimtast að undanförnu, fer aftur þverrandi.</li> <li>Ef deilan opnast upp aftur kann að verða gripið til aðgerða sem geta reynst íslenskum fyrirtækjum og íslenskum hagsmunum skeinuhættar.</li> <li>Minni líkur á styrkingu gengis, minni líkur á lækkun stýrivaxta, meiri óvissa um þróun lánshæfismats ríkisins og tengdra aðila.</li> <li>Endureisnaráætlun stjórnvalda, stöðugleikasáttmálinn og ýmsir tengdir hlutir lenda í óvissu og bið.</li> <li>Aukin svartsýni grípur um sig, uppsögnum starfsfólks og gjaldþrotum fyrirtækja fer fjölgandi og fráflutningur frá landinu eykst.</li> <li>Tekjur ríkis- og sveitarfélaga dragast meira saman en ella hefði orðið.</li> <li>Eftir langt og kostnaðarsamt óvissuástand myndu aðstæður aftur neyða okkur til samninga sem engin trygging er fyrir að yrðu okkur hagstæðari, o.s.frv.</li> </ul> <p>Gæti þetta allt eða eitthvað af þessu orðið ávísun, a.m.k. tímabundið, á 2-3% meira atvinnuleysi en ella, hindrað fjármögnun nýfjárfestinga og stærri framkvæmda og dregið þar með úr hagvaxtarlíkum á næstu árum um 1-2%, aukið rekstrarvanda ríkis og sveitarfélaga og kallað á meiri niðurskurð og/eða skattahækkanir?</p> <p>Þetta er sá blákaldi veruleiki sem við okkur blasir &ndash; áhættan við að fella fyrirliggjandi samning er gríðarleg og gleymum ekki að þá er málið áfram óleyst. Þessum veruleika verður því miður ekki breytt eins mikið og við vildum hvorki með öflugu kynningarátaki eða öðrum leiðum. Orðspor Íslands er illa skaddað vegna harkalegra aðgera sem við sættum en einnig og ekki síður af völdum okkar eigin ólánsmanna. Málstaður okkar er ekki einhlýtur. Besta landkynningin er og verður fólgin í sýnilegum árangri endurreisnarstarfsins, í góðum fréttum frá Íslandi. Því fyrr sem við horfumst í augu stöðuna eins og hún raunverulega er því fyrr getum við snúið okkar að stóra verkefninu &ndash; uppbyggingu norræns velferðarsamfélags til framtíðar og endureisn efnahags- og atvinnulífs. Að öðrum kosti gæti íslenskt samfélag þurft að líða enn meiri kvalir af völdum útrásarinnar og græðgisvæðingarinnar en þegar er orðið.</p> <p>Steingrímur J. Sigfússon,&nbsp;fjármálaráðherra</p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2009-03-30 00:00:0030. mars 2009Sjálfstæðisflokkur í afneitun

<p><em>Birtist í Morgunblaðiðinu 30. mars 2009.</em></p> <p>Eftir Steingrím J. Sigfússon: &bdquo;Flokkurinn sem ber umfram alla aðra íslenska flokka ábyrgð á hruninu reynir að búa til grýlu úr þeim sem eru að taka til eftir þá. Engar lausnir, engin uppbyggileg framtíðarsýn, bara gamaldags afturhaldssamur hræðsluáróður.&ldquo;</p> <p>ÞAÐ var dapurlegt svo vægt sé til orða tekið að fylgjast með landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þessi undarlega blanda afneitunar, ráðleysis og lýðskrums sem þar var boðið upp á undirstrikar að um flokk í djúpri kreppu er að ræða. Gamaldags hræðsluáróður og veruleikafirring eru viðbrögð sjálfstæðismanna. Vinstrimenn og ekki síst sá er hér stýrir penna ætla að hækka skatta, segja þeir. Flokkurinn sem ber umfram alla aðra íslenska flokka ábyrgð á hruninu reynir að búa til grýlu úr þeim sem eru að taka til eftir þá. Engar lausnir, engin uppbyggileg framtíðarsýn, bara gamaldags afturhaldsamur hræðsluáróður.</p> <p>Hvað gerði Sjálfstæðisflokkurinn fyrir jól? Hann hækkaði skatta. Samanlögð leyfileg álagning tekjuskatts og útsvars var hækkuð um 1,6% (1,35% í tekjuskatti og allt að 0,25% í útsvari) eða um u.þ.b. 11,5 milljarða, en það var gert flatt. Engin viðleitni var sýnd til að dreifa byrðunum með réttlátari hætti. Með þessu var Sjálfstæðisflokkurinn og þáverandi ríkisstjórn auðvitað að bregðast við aðstæðum, tekjufallinu vegna bankahrunsins og afla nokkurra tekna til að draga úr hallarekstri ríkissjóðs og/eða þörfinni á enn meiri niðurskurði. Nema hvað; hallinn stefnir samt í að verða á bilinu 150-170 milljarðar króna. Þannig skilur Sjálfstæðisflokkurinn við ríkissjóð í lokin á hátt í 18 ára ráðsmennsku.</p> <p>Stóra spurningin er hins vegar þessi. Ef sjálfstæðismenn hafna því nú með öllu að einhver tekjuöflun verði hluti aðgerða til að ná 150-170 milljarða halla á ríkissjóði niður í 0 og síðan í afgang á 3-4 árum eins og stefna verður að (annars kyrkir vaxtakostnaður hið opinbera og gerir skuldabyrðina óbærilega), hvernig ætla þeir þá að gera það? Svarið virðist einfalt, með einum saman niðurskurði. Vill þá ekki Sjálfstæðisflokkurinn vera svo góður að útlista fyrir okkur hvernig sá niðurskurður á að fara fram? Hvað á að skera niður og hvernig, hvað á að verða eftir í almanntryggingakerfinu, heilbrigðis- og menntamálum o.s.frv. Er þá pólitík Sjálfstæðisflokksins sú að rústa frekar velferðarkerfið til grunna en afla nokkurra viðbótartekna? Þjóðartekjur munu dragast saman um nálægt 10% á þessu ári og u.þ.b. standa í stað á hinu næsta. Hagvöxtur mun því ekki leggjast með okkur í þessari glímu fyrr en vonandi frá og með árinu 2011.</p> <p>Auðvitað er veruleikinn sá að rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn greip til þess ráðs að hækka skatta fyrir jól þá mun hvaða ríkisstjórn sem er, og alveg eins þó að svo ólíklega og ógæfulega tækist til að þar yrði Sjálfstæðisflokkurinn innanborðs, verða að fara einhvers konar blandaða leið. Og þá skiptir öllu máli hvernig það er gert. Að annars vegar sé tekna aflað að því marki sem skynsamlegt er á félagslega réttlátan og sanngjarnan hátt. Þeim einstaklingum og fjölskyldum sé hlíft sem minnst hafa aflögu, að atvinnurekstri og nýsköpun sé tryggt lífvænlegt og samkeppnishæft umhverfi, að byrðunum sé jafnað. Á hina hliðina þarf að framkvæma aðhalds- og sparnaðaraðgerðir þannig að undirstöðuvelferðarþjónusta sé varin eins og nokkur kostur er, að vinnu sé jafnað fremur en fólki sagt upp og kreppan ekki dýpkuð með aðgerðum skammsýni í rekstri og þjónustu ríkis- og sveitarfélaga.</p> <p>Enn vakir ein spurning til sjálfstæðismanna eftir landsfund þeirra. Ætla þeir að bæta gráu ofan á svart hjá sér með því að reyna að skrökva að þjóðinni fyrir kosningar? Halda þeir að þjóðin kaupi það, og trúi um það þeim af öllum mönnum, að eitthvað sem er ekki hægt sé hægt? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn ekki að hafa burði í sér til að koma sæmilega heiðarlega fram, horfast í augu við staðreyndir, viðurkenna ábyrgð sína og axla hana eða ætlar hann að leggjast í lýðskrum og hræðsluáróður?</p> <p>Við Vinstri græn munum hér eftir sem hingað til leggja metnað okkar í að koma hreint og heiðarlega fram. Við munum segja þjóðinni það fyrir kosningar sem við teljum óhjákvæmilegt að gera eftir kosningar. Það vorum við sem sögðum þjóðinni satt á árunum 2004-2009, ruglárunum, meðan aðrir brugðust þjóðinni og lugu að henni. Ég óttast ekki samanburðinn eða það að margir verði til þess að láta glepjast af hugmyndafræðilega gjaldþrota flokki í afneitun, Sjálfstæðisflokknum.</p> <p>Steingrímur J. Sigfússon<br /> Höfundur er fjármálaráðherra.<br /> </p> <br /> <br />

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira