Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Oddnýjar Harðardóttur


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2012-09-12 00:00:0012. september 2012Almannahagur til lengri tíma

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/OddnyGHardardottir.jpg"><img src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/OddnyGHardardottir.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Oddný G. Harðardóttir" class="media-object"></a><figcaption>Oddný G. Harðardóttir</figcaption></figure></div><div> <img src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/odha.jpg" alt="Oddný G. Harðardóttir" title="Oddný G. Harðardóttir" class="right" />Langtímahagsmunir í stað skammtímalausna. Almannahagur í stað sérhagsmuna. Þessi hafa verið leiðarstef ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Þau eru líka hryggjarstykkið í fjórða fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Í frumvarpinu felst sú mikilvæga ráðstöfun að auðlindir þjóðarinnar eru nýttar til þess að styrkja innviði samfélagsins.<br /> </div> <div> <br /> </div> <div> Frumvarpið er jafnframt til marks um það að skynsöm ríkisfjármálastefna síðustu ára hefur skilað árangri. Nú þarf því ekki miklar skattbreytingar og aðhaldsmarkmið eru hófleg. </div> <div> <br /> </div> <div> Nauðsynlegt var að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem Íslendingar stóðu frammi fyrir í kjölfar bankahrunsins. Farið var í aðgerðir með það að leiðarljósi að standa vörð um grunnstoðir velferðarkerfisins þrátt fyrir að tekjur ríkissjóðs hefðu fallið umtalsvert og skuldir aukist. Því hefur skattkerfinu verið breytt þannig að fólk sem hefur meira milli handanna greiðir hlutfallslega meira í sameiginlega sjóði, en þeir sem hafa lægri tekjur. </div> <div> <br /> </div> <div> Í óhjákvæmilegum niðurskurði hefur stefnan verið sú að hlífa velferðarmálum umfram aðra málaflokka. Rannsóknaraðilar hafa bent á að sérstaklega sé brýnt að huga að barnafjölskyldum í greiðsluvanda. Því er að finna í þessu frumvarpi þá fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að grípa til sérstakra ráðstafana til stuðnings þessum hópi.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Barnabætur verða hækkaðar verulega en barnabótakerfið er skilvirkt tæki til lífskjarajöfnunar. Styrking þess mun bæta velferð barna hér á landi.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Annað sem koma mun barnafjölskyldum til góða eru auknar greiðslur í fæðingarorlofi. Eftir bankahrunið varð að draga úr halla ríkissjóðs og aðgerðir í þá veru fólust m.a. í sparnaði í útgjöldum Fæðingarorlofssjóðs. Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar er nú unnið að áætlun um að byggja aftur upp fæðingarorlofskerfið og til lengri tíma að lengja orlofið í 12 mánuði.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Efling húsnæðisbótakerfis mun einnig koma barnafjölskyldum, sem sumar hverjar hafa glímt við greiðsluvanda, til góða.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Á öll þessi atriði er lögð sérstök áhersla í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013. </div> <div> <br /> </div> <div> Einnig stendur til að leggja fram frumvarp til laga um lífeyristryggingar almannatrygginga fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins, sem stuðlar að því að kerfið verði einfaldað með fækkun bótaflokka, einfaldari reglum um útreikninga bóta og auknu jafnræði og aðgengi.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Tekjuaukning ríkissjóðs af gjöldum sem lögð eru á þá sem nýta auðlindir landsins kemur til með að skila sér strax á næsta ári og verður m.a. nýtt til þeirra velferðarmála sem ég nefndi að ofan.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Fleiri framfaramál er að finna í fjárlagafrumvarpinu. Þannig renna tæpir fimm milljarðar af veiðileyfagjaldinu til samgöngubóta, til tækni- og rannsóknasjóða og til byggðamála. Á árinu 2013 verður unnið eftir fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar og verkefnin tilgreind fyrir afgreiðslu frumvarpsins í kjölfar þess að áætlanir um arðgreiðslur til ríkissjóðs verða birtar. Auknar fjárfestingar munu styðja við viðsnúninginn í ríkisfjármálunum og stuðla enn frekar að minna atvinnuleysi. Ein af stóru tíðindunum í fjárlagafrumvarpinu eru að nú er í augsýn að heildarjöfnuður náist á ríkissjóði. Gert er ráð fyrir því að heildarjöfnuður ríkissjóðs verði neikvæður sem nemur einungis 0,1% af VLF ef óreglulegir liðir eru meðtaldir en að þeim frátöldum verði hann lítils háttar jákvæður. Ríkir almannahagsmunir felast í því að ríkissjóður nái heildarjöfnuði. Með því tekst að stöðva skuldasöfnunina og skapa grundvöll fyrir því að jákvæður heildarjöfnuður nýtist til niðurgreiðslu skulda. Á eftir velferðarmálum er vaxtakostnaður nú næststærsti útgjaldaliður ríkissjóðs. Lækkun á þeim útgjaldalið kemur öllum til góða.&#160; </div> <div> <br /> </div> <div> Fyrir ekki löngu síðan benti ég á í grein í þessu blaði að þrátt fyrir að mörgum hefði þótt ókleift fjall blasa við eftir hrun, miðaði vel í fjallgöngunni. Við ættum þó brekku eftir. Með fjárlagafrumvarpi 2013 förum við síðasta spölinn í átt að því marki að ríkissjóður standi undir öllum útgjöldum í fyrsta skipti frá hruni. Með hagvexti á næstu árum, tekjum af auðlindum og aðhaldssömum ríkisrekstri náum við að vinna á skuldafjallinu smátt og smátt. </div> <div> <br /> </div> <div> <em>Birt í Fréttablaðinu 12. september 2012</em> </div>

2012-05-21 00:00:0021. maí 2012Ávarp fjármálaráðherra við upphaf framkvæmda á nýju hjúkrunarheimili á Suðurnesjum

<p><span>Bæjarstjóri Reykjanesbæjar og aðrir sveitarstjórnarmenn, góðir gestir.</span></p> <p>Fyrir rétt um hálfu ári síðan undirrituðu velferðarráðherra, fjármálaráðherra og bæjarstjóri Reykjanesbæjar samkomulag um byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ.</p> <p>Samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu hjúkrunarheimila á landinu frá haustinu 2009 var ráðgert að byggja 30 rýma hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ. Var þá miðað við að gamli Hlévangur yrði áfram í notkun en fjölbýlum þar breytt í einbýli. Þeirri ákvörðun var breytt að ósk heimamanna og ákvörðunin um byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis<br /> innsigluð með undirritun samkomulags um framkvæmdir og fjármögnun þeirra.</p> <p>Heimamenn annast hönnun og byggingu heimilisins. Sveitarfélaginu hefur verið tryggð fjármögnun framkvæmdanna með láni frá Íbúðalánasjóði en Framkvæmdasjóður aldraðra greiðir sveitarfélaginu húsaleigu til 40 ára sem nemur 85% afborgunar af leigunni. Árlegar greiðslur Framkvæmdasjóðs eru áætlaðar um 112 milljónir króna á ári.</p> <p><span>Í fjárlögum ársins 2011 var hjúkrunarrýmum á Suðurnesjum fjölgað um 20 og ákveðið að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja myndi annast rekstur þeirra þar til nýtt hjúkrunarheimili tekur til starfa. Með byggingu nýs heimilis samkvæmt samkomulaginu fjölgar hjúkrunarrýmum á<br /> Suðurnesjum um tíu frá því sem nú er.&#160;</span> <span>Uppbygging hjúkrunarheimila í níu sveitarfélögum víðsvegar um land sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur samþykkti haustið 2009, er í samræmi við framkvæmdaáætlun sem byggð er á mati fyrir þörf fyrir hjúkrunarrými í landshlutunum.</span> <span>Hvert og eitt sveitarfélag hefur síðan fléttað þá ákvörðun inn í sína eigin áætlun um aðbúnað aldraðra og aðgerðir innan málaflokksins eins og Reykjanesbær hefur gert. Þannig er tvöfaldur ávinningur með verkinu, bættur aðbúnaður fyrir aldraða Suðurnesjamenn ásamt aukinni atvinnu á uppbyggingartíma og einnig eftir að heimilið verður að fullu tekið í notkun.</span></p> <p>„Þegar maður er ungur vill maður utan. Þegar maður er gamall vill maður heim“</p> <p><span>Það að í heimabyggð sé góður og mannsæmandi aðbúnaður fyrir þá sem skilað hafa ævistarfi, teljum við vera sjálfsögð mannréttindi á 21. öldinni. Þrátt fyrir það höfum við Íslendingar hingað til varla getað státað okkur af því, a.m.k. ekki í öllum sveitarfélögum<br /> landsins og&#160;því er það nokkuð sérstakt að einmitt í kreppunni sé hrint í framkvæmd svo metnaðarfullri áætlun, sem nýtt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ er hluti af.</span> <span>Sú áætlun hefði ekki orðið að raunveruleika nema fyrir góða samvinnu ríkis og sveitarfélaga. Það er einmitt góð samvinna þessara tveggja stjórnsýslustiga, ríkis og sveitarfélaga sem bæði snúast um almannahag og um að gæta að velferð í samfélaginu, samvinna sem er íbúunum svo mikilvæg og því eigum við sem getum haft þar jákvæð áhrif að leggja okkur fram við það.</span></p> <p>Þessi gleðilegi viðburður sem við erum nú vitni af á þessum bjarta degi í Reykjanesbæ er táknmynd góðrar samvinnu ríkis og sveitarfélaga.</p> <p>Ég vil að lokum óska ykkur öllum til hamingju með þá von í brjósti að framkvæmdir muni ganga vel og slysalaust.</p> <p>Takk fyrir</p> <br /> <br /> <p>&#160;</p> <br /> <br />

2012-05-10 00:00:0010. maí 201218 milljarðar árlega í vaxtabætur og sérstakar vaxtaniðurgreiðslur - grein fjármálaráðherra og efnahags -  og viðskiptaráðherra

<strong>Tveir og hálfur milljarður í sérstakar vaxtaniðurgreiðslur – það munar um minna</strong> <p>Tugþúsundir húseigenda um allt land fengu fjármuni frá ríkissjóði inn á bankareikninga sína nú um síðustu mánaðarmót. Mörgum í þeim hópi hefur eflaust komið þetta ánægjulega á óvart. Eðli málsins samkvæmt er fólk vanara því að meira fari út af reikningunum vegna íbúðarlána en að eitthvað skili sér inn á þá.</p> <p><span>Hvaða greiðsla er þetta ? Hverjir fengu hana og hvers vegna ? Hér er um að ræða greiðslu frá ríkissjóði Íslands til fasteignaeigenda í formi sérstakar vaxtaniðurgreiðslna vegna áhvílandi lána á íbúðarhúsnæði viðkomandi. Ríkissjóður greiddi að þessu sinni alls 2,648 milljarð króna og fengu 90,477 húseigendur sérstaka vaxtaniðurgreiðslu að þessu sinni. Meðalgreiðsla á mann var tæpar 30.000 krónur og um var að ræða helming áætlaðar niðurgreiðslu ársins.</span><span>Við útreikning á fyrirframgreiðslunni 1. maí 2012 var höfð hliðsjón af skattframtali 2012 og fyrirliggjandi upplýsingum um tekjur, eignir og skuldir. <span>Hinn helmingur niðurgreiðslunnar &#160;verður greiddur út til húseigenda við álagningu opinberra gjalda þann 1. ágúst næstkomandi</span></span></p> <p>Á sama tíma í fyrra nam heildargreiðsla ríkissjóðs til&#160; sérstakrar vaxtaniðurgreiðslur alls 2,9 milljörðum króna og var greidd út til 96,812 heimila. Ástæða þess að fleiri fengu sambærilega greiðslu á síðasta ári en nú og hærri fjárhæð er að þá var stofninn sem skapar rétt til greiðslna hærri. Með öðrum orðum; lægri fjárhæð nú og færri móttakendur endurspeglar lækkun skulda og/eða aukna eignamyndun heimila. Staða húseigenda með áhvílandi lán hefur sem sagt batnað.</p> <p>Sérstaka vaxtaniðurgreiðslan er nefnilega 0,6% af skuldum vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota eins og þær eru í árslok 2010 og 2011 samkvæmt skattframtölum 2011 og 2012. Greiðslan getur að hámarki<span>&#160;</span> <span>&#160;</span>orðið 200.000 kr. hjá einhleypingi og 300.000 kr. hjá hjónum, sambúðarfólki og einstæðum foreldrum. Vaxtaniðurgreiðslan er ekki tekjutengd, en skerðist ef <span>&#160;</span>hrein eign (eignir að frádregnum skuldum) fer umfram ákveðin mörk. Þessi mörk byrja hjá einstaklingi<span>&#160;</span> við nettóeign 10.000.000 kr. og fellur niður þegar eignin nær 20.000.000 kr. Skerðing hjá hjónum, sambúðarfólki og einstæðum foreldrum byrjar við nettóeign 15.000.000 kr. og fellur niður þegar eignin nær 30.000.000 kr. Þess má líka geta að þessi sérstaka vaxtaniðurgreiðsla sem um ræðir telst ekki til skattskyldra tekna þess sem hana fær.</p> <p><span>Vaxtaniðurgreiðslan er hrein viðbót við hefðbundnar vaxtabætur sem ríkissjóður greiðir og hefur gert lengi. Þær voru reyndar hækkaðar um á þriðja milljarð króna á fyrrihluta árs 2009 og hefur sú hækkun haldist síðan. Ríkið hefur því varið<span>&#160;</span> um eða yfir 18 milljörðum króna í vaxtabætur og í sérstaka vaxtaniðurgreiðslu árlega <span>&#160;</span>árunum 2011 og 2012. Það er nálægt þriðjungur af öllum vaxtakostnaði heimilanna vegna íbúðarlána.</span> <span>&#160;</span>Í kjölfar hinnar miklu niðursveiflu í kjölfar efnahagshrunsins, myndaðist mikil gjá á milli greiðslubyrði og greiðslugetu heimilanna í landinu sem flestir, ef ekki allir, fundu fyrir. Stjórnvöld hafa glímt við þann vanda sem þá skapaðist með margvíslegum hætti og ávallt haft að leiðarljósi að aðstoða eftir föngum þá sem mesta hafa þörfina, en með aðferðum sem ekki yrðu ríkissjóði ofviða.</p> <p>Fjölmargar leiðir hafa verið farnar með þetta markmið að leiðarljósi;</p> <p>Fjölmennur hópur hefur nýtt sér greiðslujöfnun, lán hafa verið afskrifuð hjá um fimmtungi heimila í landinu, komið var í veg fyrir að fólk missti heimili sín vegna vanskila eða nauðungarsölu, lán voru fryst og heimilum með slík lán auðveldað að fara í skuldaaðlögun. Á seinni stigum aðstoðaði embætti Umboðsmanns skuldara heimili við að endurskipuleggja lán sín við lánadrottna sína. Til að hraða ferlinu við endurskipulagningu skulda heimilanna var<span>&#160;</span> gripið til 110 prósenta leiðarinnar en með henni eru afskrifuð lán af yfirveðsettum eignum niður að 110 prósenta markinu. Þá má nefna sértæka skuldaaðlögun sem miðar að því að laga greiðslubyrði að greiðslugetu<strong>.</strong> Til að gæta samræmis og sanngirni í þessum málum, starfar á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytis sérstök nefnd með víðtækt umboð,svokölluð eftirlitsnefnd um sértæka skuldaaðlögun.<em>&#160;</em> Um þessar og fleiri aðgerðir í þágu heimilanna má meðal annars lesa um í nýútkominni skýrslu AGS. Í skýrslunni segir efnislega að hér á landi hafi tekist að afstýra fjölda-nauðungarsölum íslenskra heimila með tímabundnum greiðslufresti og samræmdum aðgerðum til að finna varanlegar lausnir fyrir heimili í skuldavanda. Það hefur verið gert með því að lækka skuldir heimilanna og draga úr greiðslubyrði þeirra. <span>&#160;</span></p> <p>Vaxtabætur og umræddar sérstakar vaxtaniðurgreiðslur sem greiddar voru út að helmingi nú um síðastliðin mánaðarmót, eru því í fullkomnu samræmi við yfirlýst markmið núverandi ríkisstjórnar um að styðja við heimilin í landinu. Þær eru hluti víðtækra aðgerða sem óumdeilanlega skipta máli og hafa hjálpað í glímunni við þann þungbæra vanda sem hrunið skóp skuldsettum heimilum. Þeirra glímu er engan veginn lokið og skuldsett heimili munu áfram þurfa á stuðningi að halda. Áframhaldandi efnahagsbati og hagvöxtur, aukin atvinna og vaxandi kaupmáttur mun hins vegar gera eftirleikinn auðveldari fyrir okkur og tryggja öruggari afkomu allra heimila í landinu.</p> <p><em>Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra.<br /> </em></p> <p><em>Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra.<br /> </em></p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2012-04-26 00:00:0026. apríl 2012Tekjur af auðlindum - grein fjármálaráðherra

<strong>Tekjur af auðlindum</strong> <p>Fasteignaeigendur geta krafist tekna af eigum sínum jafnvel þó þeir feli öðrum að nýta þær.<span>&#160;</span> Þetta þykir öllum sjálfsagt og eðlilegt.<span>&#160;</span> Ef fasteigninni fylgja hlunnindi hefur eigandinn einnig rétt á tekjum vegna nýtingu þeirra.<span>&#160;</span> Samkvæmt talsmönnum Sjálfstæðisflokksins virðist undantekningin frá þessum viðtekna skilningi á eignaréttinum vera sú að ef eigandinn er þjóðin þá er ekki jafn sjálfsagt að eigandinn njóti sanngjarna tekna af eign sinni.<span>&#160;</span> Þetta virðist m.a. vera inntak greinar sem Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar í Fréttablaðið á laugardaginn s.l.<span>&#160;</span></p> <p><strong>Tekjur og auðlindarenta</strong></p> <p>Frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðileyfagjald gerir ráð fyrir þeirri leið að leggja gjald á auðlindarentuna sem myndast í sjávarútvegi en ekki á eðlilegan hagnað fyrirtækjanna.<span>&#160;</span> Á hann verður áfram lagður venjulegur íslenskur fyrirtækjaskattur, sem er einn sá lægsti í vestrænum ríkjum eða 20%.<span>&#160;</span> Því er hér um grundvallarmisskilning Þorsteins að ræða.<span>&#160;</span> Það er mikill munur á tekjum sjávarútvegs annarsvegar og auðlindarentu hinsvegar. <span>&#160;</span></p> <p><strong>Samanburðurinn við vestræn ríki</strong></p> <p>Þorsteinn segir enn fremur að <span>&#160;</span>„Í engu öðru vestrænu ríki eru uppi viðlíka hugmyndir um ríkisforsjá í höfuðgrein atvinnulífsins“.<span>&#160;</span> <span>&#160;</span>Hið rétta er að tvær af höfuðgreinum atvinnulífsins í Noregi snúast einmitt um auðlindanýtingu.<span>&#160;</span> Olíuvinnslan þar greiðir 78% skatt af auðlindarentu og svipuðu kerfi höfum við komið okkur upp hér á Íslandi til að vera viðbúin því ef olía finnst í íslenskri lögsögu.<span>&#160;</span> Vegna mikillar tekjuaukningar hefur á undanförnum árum myndast auðlindarenta í norska orkuiðnaðinum.<span>&#160;</span> Til að bregðast við voru skattalögum þar breytt og nú greiða vatnsaflsvirkjanir fastan skatt sem nemur 11 norskum aurum á kílówattstund, 28% tekjuskatt og 30% auðlindarentuskatt ofan á það.</p> <p>Fyrrnefnd fullyrðing Þorsteins eru því í besta falli öfugmæli því almenna reglan er sú að atvinnugreinar borga fyrir aðgang sinn að takmörkuðum gæðum á Vesturlöndum, jafnvel þó þær séu kallaðar „höfuðgreinar atvinnulífsins“.&#160;</p> <p>Allar höfuðatvinnugreinar Evrópuríkjanna bera kostnað vegna aðgangs að auðlindinni sem við öndum að okkur – loftslaginu.<span>&#160;</span> Útblástursheimildir voru í fyrstu gefnar fríar til fyrirtækja sem höfðu „útblástursreynslu“ en þegar óréttlætið varð mönnum ljóst var það lagfært, fyrra kerfi fyrnt og stefnan tekin á uppboð.<span>&#160;</span> Þetta er leið vestrænna ríkja og þar með talið Íslands til að jafna aðgang nýliða að atvinnugrein og skila auðlindarentunni til almennings.<span>&#160;</span> Engin kvartar yfir álögum.<span>&#160;</span> Það munu útgerðarfyrirtækin ekki heldur gera ef þau greiða sanngjarnt afnotagjald.<span>&#160;</span></p> <p><strong>Framtíðarskipan auðlindamála</strong></p> <p>Ríkissjóður mun í framtíðinni fá tekjur af auðlindum í þjóðareign.<span>&#160;</span> Það verður gert með tveimur leiðum, uppboðum á nýtingarleyfum og gjaldtöku af auðlindarentunni.<span>&#160;</span> Frumvarp sjávarútvegsráðherra um gjaldtöku af auðlindrentu í sjávarútvegi er nú til umræðu í þinginu.<span>&#160;</span> Umhverfisráðherra mun á næstu dögum mæla fyrir lögum sem heimila uppboð á útblástursheimildum og tekjurnar renna í opinbera sjóði.<span>&#160;</span> Póst og Fjarskipastofnun hefur þegar hafið undirbúning uppboðs á tíðnisviðum fyrir fjórðu kynslóð farsíma.</p> <p>Forsætisráðherra skipaði á síðasta ári svokallaða auðlindastefnunefnd sem vinna á stefnumörkun ríkisins í auðlindamálum. Nefndin, sem er á ábyrgð fjármálaráðuneytisins, iðnaðarráðuneytis og sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytis, hefur nú mótað fyrstu tillögur, sem unnar verða áfram, um<span>&#160;</span> hvernig auðlindarentu yrði skilað til eigenda auðlindanna ef renta myndast í viðkomandi grein. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eigi síðar en 1. júní nk.<span>&#160;</span></p> <p>Í fjármálaráðuneytinu höfum við hafið vinnu við stofnun auðlindareiknings í eigu ríkissjóðs.<span>&#160;</span> Tilgangurinn er að gera sanngjarnar tekjur ríkisins af auðlindum þjóðarinnar sýnilegan.<span>&#160;</span> Menn geta þá rökrætt hvort þær komi til lækkunar skatta í framtíðinni, til eflingar velferðarkerfisins eða til uppbyggingar innviða samfélagsins.<span>&#160;</span></p> <p>&#160;</p>

2012-04-11 00:00:0011. apríl 2012„Við eigum brekku eftir“ - grein fjármálaráðherra

<p><strong>Við eigum brekku eftir</strong></p> <p>Hvernig hefur ríkissjóður það og hvernig gengur að halda kúrs ? Þetta eru&#160; spurningar sem ég fæ oft þessa dagana. Getum við ekki farið að slaka á klónni? Og svarið er: „Við eigum brekku eftir.“</p> <p>Vegna þeirrar slæmu stöðu sem íslenskri þjóð var komið í eftir algert hrun bólu- og froðuhagkerfis, urðum við að klífa saman &#160;afar bratta brekku sem mörgum þótti nánast ókleif. Okkur tókst það afrek og eigum nú aðeins síðasta spölinn eftir til að ná alla leið.</p> <p><span>Margir tekjustofnar ríkissjóðs veiktust verulega eða hurfu nær alveg í kjölfar hrunsins</span><span>. Aðhaldsaðgerðir og s</span><span>kattkerfisbreytingar reyndust því nauðsynlegar til að forða ríkissjóði frá miklu tekjutapi. Þær breytingar eru nú að mestu yfirstaðnar og í áætlunum til næstu ára er ekki gert ráð fyrir almennum skattahækkunum. Þess í stað er gert ráð fyrir nokkuð hóflegum niðurskurði næstu tvö árin. Áætlanir gera ráð fyrir að tekjur dugi fyrir gjöldum á árinu 2013 og að ríkissjóður skili afgangi árið 2014. Það eru hagsmunir okkar allra að halda þessari áætlun.</span></p> <p><span>Í stjórnmálaumræðu koma reglulega fram tillögur um mikla útgjaldaaukningu eða tillögur um skattalækkanir og þar með tekjulækkun ríkissjóðs.<span>&#160;</span> Fæstar þessara tillagna eru studdar mótvægisaðgerðum til að forða ríkissjóði frá skuldasöfnun, því sá hluti er ekki til skyndivinsælda fallinn.<span>&#160;</span> Sagan sýnir okkur að fjöldi slíkra hugmynda vex mjög þegar nær dregur kosningum og nær hámarki á kosningavetri.<span>&#160;</span> Þá skiptir máli að halda aga og staðfastri stefnu.<span>&#160;</span></span> <span>Ég mun ekki falla í þá freisni að láta skammtímahagsmuni ráða við samningu fjárlagafrumvarps fyrir árið 2013, heldur vinna af festu að þeim langtímamarkmiðum sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur sett.&#160;</span></p> <p>Við höfum þurft að reka ríkissjóð á lánum frá hruni og því fylgir gríðarlega mikill kostnaður. Í ár greiðum við Íslendingar um 77 milljarða króna í vexti. Áframhaldandi aðhald í ríkisfjármálum er því nauðsynlegt því vaxtagjöldin eru mjög íþyngjandi og enginn veit hvernig vaxtastigið í heiminum mun þróast á næstu árum en það hefur að undanförnu verið í sögulegu lágmarki. Það er forgangsverkefni að gera ríkissjóð færan um að hefja niðurgreiðslu skulda sem fyrst. Það er mikilvægt fyrir velferðina í landinu þannig að vaxtagreiðslum megi breyta í velferðaruppbyggingu þegar fram líða stundir en er einnig mikilvægt fyrir stöðu sjálfstæðrar þjóðar.</p> <p>Lán frá nágrannalöndum og alþjóðlegum stofnunum voru okkur nauðsynleg til að komast upp úr kreppunni en niðurgreiðsla þeirra lána sem fyrst styrkir stöðu okkar og trú annarra þjóða á að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar og þoli utanaðkomandi áföll.</p> <p>Lækkun skuldahlutfallsins næstu árin færir okkur að því markmiði að skuldir hins opinbera verði ekki meira en 60% af vergri landsframleiðslu. Ef sveitafélögin fylgja svipaðri aðhaldsstefnu gæti Ísland nálgast hratt hin Norðurlöndin hvað&#160; heildarskuldir hins opinbera varðar. Það er félagsskapur sem við viljum vera í.</p> <p>Stöðvun skuldasöfnunar ríkissjóðs er hagsmunamál atvinnulífsins ekki síður en alls almennings. <span>Ríkið hefur verið í samkeppni við atvinnulífið um fjármögnun.</span> Hagstæðara væri að <span>fjármagnið leitaði til atvinnulífsins frekar en til ríkissjóðs eftir ávöxtun.</span> Uppbygging fjölbreytts atvinnulífs er lykillinn að efnahagslegu öryggi. <span>Áhersla er í ríkari mæli á fjölbreytta framleiðslu og þjónustu</span> enda auka margbreyttari <span>stoðir atvinnulífsins öryggi okkar og gera samfélagið aðlaðandi og eftirsóknarvert.</span></p> <p>Ríkisfjármál hafa margar hliðar og þær eru ekki eingöngu tölulegar. Í stjórnartíð okkar jafnaðarmanna hafa grunnstefin verið réttlæti og jöfnuður. Þess vegna hefur skattkerfinu verið breytt á þann veg að þeir sem hafa meira á milli handanna greiði hlutfallslega meira til samfélagsins en hinir tekjulægri og forgangsröðunin í óhjákvæmilegum niðurskurði verið að hlífa velferðarmálum umfram aðra málaflokka.</p> <p>Hugsjónir um réttlæti og jöfnuð er sá kraftur sem drífur okkur áfram við það verk að koma ríkisfjármálum upp úr öldudalnum og hefja niðurgreiðslu neyðarlána sem fyrst. Þannig sýnum við best að Íslendingar séu traustsins verðir, samfélagið ráði við hugsanleg áföll og að hér sé öruggt og eftirsóknarvert að fjárfesta í fjölbreyttu atvinnulífi.</p> <p>Í kjölfarið skapast traustur grundvöllur fyrir gott samfélag fyrir alla.</p> <p>&#160;</p>

2012-03-09 00:00:0009. mars 2012Vaxtabætur - stuðningur við skuldug heimili. Grein fjármálaráðherra

<p>Í hruninu urðu heimili landsins og ríkissjóður fyrir miklum skakkaföllum.</p> <p>Eigið fé heimilanna rýrnaði mikið, þurrkaðist upp hjá sumum og varð neikvætt hjá öðrum eins og við þekkjum.&#160; Við þessar aðstæður urðu góð ráð dýr enda ríkissjóður alls ekki aflögufær með mikla fjármuni.&#160; Þá takmörkuðu getu til að koma til móts við skuldug heimili varð að nota vel, afskaplega vel. Tekin var sú stefna að beina sjónum að þeim hópi sem verst varð úti, heimili með háan vaxtakostnað, lítið eigið fé og lágar til meðaltekjur.&#160;</p> <p>Í Morgunblaðinu s.l. mánudag var fjallað um skerðingu vaxtabóta hjá ákveðnum hópum vegna þessara breytinga.&#160; Þar er heildarmynd málsins ekki skýrð en hér verður gerð tilraun til þess.</p> <p>Í byrjun desember 2010 gerði ríkisstjórnin víðtækt samkomulag við lánastofnanir og lífeyrissjóði sem var upphafið að því mikla átaki sem hefur staðið yfir síðan og hafði það markmið að takast á við skulda- og greiðsluvanda heimilanna. Meðal úrræða sem ríkisstjórnin boðaði þá til var að almennar vaxtabætur yrðu áfram 11,7 milljarða á árinu 2011 í stað 9,8 milljarða í fjárlagafrumvarpi. Þar með var viðhaldið tveggja milljarða viðbótarframlagi sem veitt var tvö árin þar á undan. Þar til viðbótar var samið um sérstaka niðurgreiðslu vaxta, að upphæð 6 milljarðar á ári í tvö ár. Sú upphæð yrði fjármögnuð af fjármálastofnunum og lífeyrissjóðum. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sagði ennfremur að úthlutun almennra vaxtabóta yrði breytt þannig að þær kæmu í auknum mæli til móts við heimili með þunga skuldabyrði og lágar og miðlungs tekjur.</p> <p>Tillögur fjármálaráðherra um breytingar á úthlutunarreglum almennra vaxtabóta tóku mið af þessari stefnu. Gerðar voru margháttaðar breytingar á úthlutunarreglunum en til ráðstöfunar var sama upphæð, eða 11,7 milljarðar. Það var því ljóst að ef einhverjir íbúðareigendur fengju hækkun á vaxtabótum en aðrir lækkun. Breytingunum var ætlað að ná þeim pólitísku markmiðum sem fólust í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við samkomulagið.</p> <p>Hámark vaxtagjalda sem úthlutunin byggist á var hækkað. Það er nú 800 þús kr hjá einhleypum, 1 m.kr. hjá einstæðum foreldrum og 1,2 m.kr. hjá hjónum og sambúðarfólki. Hámark vaxtabótanna sjálfra var einnig hækkað verulega eða úr rúmlega 400 í 600 þúsund hjá hjónum, um 57% í 500 þúsund hjá einstæðum foreldrum og um 62% í 400 þúsund hjá einhleypum. Þessar aðgerðir juku mjög stuðning við heimili með þunga skuldabyrði.</p> <p>Á móti þessum hækkunum þurftu að koma til breytingar í hina áttina. Áður skertust vaxtabætur um 6% af tekjum en nú var því breytt í 8%. Þrátt fyrir það geta hjón með allt að 15 m.kr. tekjur fengið vaxtabætur ef öðrum skilyrðum er fullnægt vegna þess hvað hámark vaxtagjalda hækkaði mikið. Með þessu móti var fylgt eftir þeirri stefnu að bætur næðu til fólks með lágar og miðlungs tekjur.</p> <p>Þá voru eignaskerðingarmörk bótanna lækkuð en það er sú breyting sem hefur orðið tilefni fjölmiðlaumfjöllunar að undanförnu.</p> <p>Útreikningar sem umfjöllun Morgunblaðsins byggðist á eru ættaðir frá ASÍ og eru mjög villandi. Þar eru reiknaðar bætur yfir árabil hjá hjónum sem skulda jafn mikið í krónum og eiga jafn mikla hreina eign frá því fyrir hrun og fram til dagsins í dag. Að gefa sér slíka forsendur gefur afar skakka mynd af þróuninni og fæstir fasteignaeigendur sem skulda vegna íbúðarkaupa kannast við.<br /> </p> <p><strong>Vaxtakostnaður og vaxtabætur hjóna með meðaltekjur sem áttu 35 m.kr. íbúð 2007 og skulduðu 25 m.kr. í henni.</strong><br /> </p> <img class="center" title="Úthlutun vaxtabóta" alt="Úthlutun vaxtabóta" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/uthlutun_vaxtabota_2012.gif" /> <p>Á meðfylgjandi mynd er sýnt hvernig úthlutun vaxtabóta hefur gengið fyrir sig hjá hjónum sem voru í þeirri stöðu sem útreikningar ASÍ byggðust á árið 2007. Þeim forsendum er síðan fylgt eftir til ársins í ár.&#160; Í þessari grein er ekki mögulegt að gera með nákvæmum hætti grein fyrir þeim forsendum sem þessir útreikningar byggja á í smáatriðum en nánari lýsingu er að finna á vefsíðu fjármálaráðuneytisins.</p> <p>Vaxtakostnaður og vaxtabætur hjóna með meðaltekjur sem áttu 35 m.kr. íbúð 2007 og skulduðu 25 m.kr. í henni.</p> <p>Í þeim útreikningum sem ASÍ byggði á eru tilteknar forsendur um meðaltekjur, verðmæti fasteignar og eiginfjárstöðu. Ætla mætti af þeim ályktunum sem dregnar eru af útreikningunum að um væri að ræða fjölmennan hóp fjölskyldna en svo er alls ekki ef horft er á heildarmyndina. Með vikmörkum í tekjubili, eignabili og eigin fé tókst að finna rúmlega 500 fjölskyldur sem voru í þessari stöðu í álagningarskrám RSK á árinu 2010. Hjón sem skulda í íbúðum sínum eru hins vegar yfir 44.000.</p> <p>Í árslok 2010 voru nær 13.000 hjón í þeirri stöðu að eiga ekkert í íbúðarhúsnæði sem þau voru skrifuð fyrir. Alls voru yfir 25.000 íbúðareigendur með neikvætt eigið fé í íbúðarhúsnæði sínu samkvæmt skattframtölum. Þetta eru fjórfalt fleiri en voru í sömu stöðu árið 2007. Með takmarkaða fjármuni til ráðstöfunar er eðlilegt að koma til móts við þann hóp sem eru í verstri stöðu.</p> <p>Vaxtakostnaður heimilanna vegna kaupa á íbúðarhúsnæði hefur verið um 60 milljarðar króna á ári að undanförnu. Vaxtabætur á síðasta ári voru tæpur þriðjungur af þeirri upphæð.</p> <p>Þær breytingar sem gerðar voru á úthlutun vaxtabóta voru tvímælalaust til bóta og beindu fjármunum að þeim sem voru í verstri stöðu og í samræmi við vilja og yfirlýsingar stjórnvalda.</p> <ul> <li><a href="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/Forsendur_daemi_1.pdf">Forsendur dæmi 1</a> (PDF 110 KB)</li> <li><a href="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/Forsendur_daemi_2.pdf">Forsendur dæmi 2</a> (PDF 110 KB)</li> </ul> <p>&#160;</p>

2012-02-28 00:00:0028. febrúar 2012Munnleg skýrsla ráðherra um stöðu lífeyrissjóðanna

<p>Fjármálaráðherra flutti nýverið munnlega skýrslu á Alþingi um stöðu lífeyrissjóðanna með vísan til skýrslu um úttekt á fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008. Hér má lesa skýrslu fjármálaráðherra.</p> <p>Hæstvirtur forseti!</p> <p>Ég flyt hér skýrslu um stöðu lífeyrissjóðanna, með vísan til skýrslu nefndar sem ríkissáttasemjari skipaði að ósk Landssamtaka lífeyrissjóða í júní 2010, sem felur í sér úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahruns 2008 og kynnt var föstudaginn 3. febrúar síðastliðinn.</p> <p>Í þingsályktun um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem samþykkt var með 63 samhljóða atkvæðum á Alþingi þann 28. september 2010 kemur eftirfarandi fram undir lið sem fjallar um rannsóknir og úttektir sem fara skuli fram á vegum Alþingis, með leyfi forseta:</p> <p>„Sjálfstæð og óháð rannsókn á starfsemi lífeyrissjóða á Íslandi frá setningu laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, og síðar. Í kjölfar þess fari fram heildarendurskoðun á stefnu og starfsemi lífeyrissjóðanna.“</p> <p>Ákveðið var að bíða með þá rannsókn þar til úttektin á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahruns 2008 kæmi fram.</p> <p>Ég legg því til að úttektin verði til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sem geri tillögur að frekari rannsókn á starfsemi lífeyrissjóða á Íslandi komist hún að þeirri niðurstöðu að þess sé þörf. Ég tel jafnframt að mikilvægt sé að lífeyrissjóðunum gefist ráðrúm til að fara yfir niðurstöður og ábendingar skýrsluhöfunda og setja fram umbótatillögur, bæði hvað varðar einstaka sjóði og lífeyrissjóðakerfið í heild. Ég tel þó rétt í tilefni úttektarinnar að gera grein fyrir afstöðu til tillagna nefndarinnar um heildarendurskoðun á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, svokölluðum lífeyrissjóðalögum, að gera grein fyrir áformum um endurskoðun tiltekinna ákvæða lífeyrissjóðalaganna, þ.e. um viðurlög og fjárfestingarheimildir, að setja fram yfirlit yfir helstu breytingar sem hafa verið gerðar á lífeyrissjóðalögunum á undanförnum missirum og varða lagalega umgjörð lífeyrissjóðanna, að gera grein fyrir stöðu stjórna og framkvæmdastjóra í opinberu sjóðunum, að víkja þeirri að yfirlýsingu nefndarinnar að eðlilegra kynni að vera að málefni lífeyrissjóðanna heyri undir fagráðherra viðskipta eða félagsmála.</p> <p>Virðulegi forseti. Að því er varðar lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna telur úttektarnefndin að nauðsyn standi til að heildarendurskoðun fari fram á lífeyrissjóðalögunum, einkum þeim köflum sem snúa að fjárfestingum og fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðanna. Í ljósi þess að gerð var tillaga um heildarendurskoðun á lífeyrissjóðalögunum er rétt að minna á að á grundvelli 9. gr. stöðugleikasáttmálans frá því í júní 2009 var ákveðið að skipa nefnd allra hagsmunaaðila til að fjalla sérstaklega um málefni lífeyrissjóða. Samkvæmt erindisbréfi hennar er henni ætlað í fyrsta lagi að fara yfir og meta kosti og galla núverandi fyrirkomulags og í öðru lagi að koma með tillögur um framtíðarskipan lífeyrismála.</p> <p>Í nefndinni eiga sæti 13 fulltrúar sem tilnefndir eru af aðilum vinnumarkaðarins, úr Stjórnarráðinu og frá sveitarfélögunum. Nefndin situr enn að störfum og var 20. fundur hennar haldinn 2. febrúar síðastliðinn. Auk þess hefur nefndin staðið fyrir ráðstefnu og vinnufundum með aðkomu fleiri aðila.</p> <p>Í starfi sínu ákvað nefndin að taka fyrst fyrir hvernig hún sæi fyrir sér framtíðarfyrirkomulag lífeyrismála og hefur hún í tengslum við það tekið fyrir margvísleg álitaefni. Má sem dæmi nefna: Á að byggja á gegnumstreymiskerfi eða sjóðsöfnunarfyrirkomulagi? Á að vera einn sjóður eða fleiri? Á réttindauppbygging elli-, örorku-, maka- eða barnalífeyris að vera mismunandi eða samræmd eftir sjóðum? Á réttindaáherslan að vera jöfn eða aldurstengd? Á réttindakerfið að byggja á skilgreindum réttindum eða skilgreindum iðgjöldum? Hvernig á að ákvarða ávöxtunarviðmiðið og eiga þau að vera hin sömu eða mismunandi fyrir eignir annars vegar og skuldbindingar hins vegar? Og hvernig á að taka á samspili lífeyrissjóðakerfisins við almannatryggingakerfið? Svo nokkur atriði séu nefnd hér.</p> <p>Samhliða þessu starfi hefur svo verið að störfum sérstakur starfshópur um málefni LSR skipaður annars vegar fulltrúum heildarsamtaka opinberra starfsmanna og hins vegar fulltrúum fjármálaráðherra. Þeim hópi var falið að fjalla um stöðu A- og B-deildar LSR og koma með tillögur að framtíðarlausn á vanda þeirra.</p> <p>Með bréfi til heildarsamtakanna í tengslum við kjarasamninga á síðasta ári þar sem meðal annars var sagt að ef til þess kæmi að lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði yrðu samræmd væri óhjákvæmilegt að endurmeta starfskjör opinberra starfsmanna. Var ákveðið að fela þessum hópi, til viðbótar fyrri verkefnum, að skilgreina þau úrlausnarefni sem til kæmu ef af slíkri samræmingu yrði og tillögur um hvaða skref taka þyrfti til þess að það gengi eftir.</p> <p>Ég tel rétt að gefa nefndunum færi á að ljúka störfum sínum og í framhaldi af því verði næstu skref tekin. Það er þó mat mitt að í niðurstöðu úttektar nefndarinnar felist fullt tilefni til þess að taka afmarkaða þætti lífeyrissjóðalaganna til endurskoðunar á næstu mánuðum.</p> <p>Hér á landi hefur verið valin sú leið að reisa eina meginstoð lífeyriskerfisins, lífeyristryggingu starfsfólks, á félagslegri sátt aðila vinnumarkaðarins um sjóðsöfnun frekar en með greiðslum til aldraðra fjármögnuðum með álögum á fólk á starfsaldri, svonefndu gegnumstreymiskerfi eins og víða tíðkast í Evrópu. Lífeyriskerfið felur þannig í sér söfnun fjár í samtryggingarsjóði á starfstímanum og síðan er ráðstafað fé úr sjóðnum til greiðanda eftir að hann hefur horfið af vinnumarkaði vegna aldurs eða örorku. Hið opinbera almannatryggingakerfi felur svo á hinn bóginn í sér ákveðið öryggisnet með greiðslum elli- og örorkubóta sem fjármagnaður er af ríkissjóði um farvegi gegnumstreymis. Um þessa tilhögun hefur verið almenn sátt í samfélaginu og það er ekki ætlun mín að rjúfa þá sátt.</p> <p>Lífeyrissjóðakerfið er okkur afar mikilvægt og er ætlað að tryggja þeim sem lokið hafa starfsævi framfærslu til æviloka. Þess vegna er mjög mikilvægt að taka þær úrbótatillögur sem settar eru fram af hálfu úttektarnefndarinnar alvarlega og vinna frekar úr þeim svo bæta megi tiltrú kerfisins nú eftir að það hefur beðið hnekki.</p> <p>Virðulegi forseti. Afleiðingar efnahagshrunsins 2008 voru þær í hnotskurn að allt fjármálakerfi landsins hrundi. Nær öll fyrirtæki landsins lentu í alvarlegum skuldavanda. Sama má segja um ýmis sveitarfélög landsins sem sum hver sjá ekki fyllilega til lands enn, svo ekki sé minnst á heimilin í landinu. Lífeyrissjóðir urðu sömuleiðis óhjákvæmilega fyrir miklum skakkaföllum í efnahagshruninu og töpuðu 20–30% af heildareignum sínum en standa þrátt fyrir það, einir fárra, uppréttir í dag sem mikilvæg grunnstoð í íslensku efnahagslífi. Fjárfestingar lífeyrissjóða voru í skráðum verðbréfum samkvæmt lögbundnum fjárfestingarheimildum.</p> <p>Tap lífeyrissjóða vegna efnahagshrunsins var aðallega vegna innlendra hlutabréfa og skuldabréfa banka og fyrirtækja sem vógu þriðjung af eignum sjóðanna. Í efnahagshruninu féllu flestir útgefendur skráðra verðbréfa. Til viðbótar lækkaði verðmæti skráðra hlutabréfa innan lands um 92%. Með öðrum orðum, íslenskur hlutabréfamarkaður þurrkaðist nánast út.</p> <p>Heildareignir lífeyrissjóða voru fyrir hrun þrefalt meiri en útgefin ríkisskuldabréf. Lífeyrissjóðir gátu ekki fjárfest eingöngu í ríkisskuldabréfum og öðrum öruggum skuldabréfum því að eignir sjóðanna voru langtum meiri en hin svokölluðu öruggu skuldabréf.</p> <p>Í október 2008 voru heildareignir lífeyrissjóðanna um 1.800 milljarðar kr. eða um 122% af vergri landsframleiðslu í árslok 2008. Á sama tíma var heildarverðmæti verðtryggðra ríkisskuldabréfa 600 milljarðar og skuldabréfa sveitarfélaga innan við 100 milljarðar. Af útgefnum ríkisskuldabréfum voru 400 milljarðar kr. eða um 67%, í eigu lífeyrissjóða. Með öðrum orðum, til að framfylgja almennum lögum um skuldatryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða urðu lífeyrissjóðir að fjárfesta í verðbréfum fjármálastofnana og fyrirtækja.</p> <p>Hvað varðar endurskoðun afmarkaðra þátta lífeyrissjóðalaganna lúta áhyggjur úttektarnefndarinnar fyrst og fremst að þeim köflum laganna sem snúa að fjárfestingum og fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðanna. Í úttekt nefndarinnar er ekkert sem bendir til að lífeyrissjóðir hafi farið út fyrir þann ramma sem lífeyrissjóðalögin setja um fjárfestingar sjóðanna en nefndin hefur ýmislegt við rammann að athuga.</p> <p>Nefndin vísar til þess að fjölmargar breytingar hafi verið gerðar á 36. gr. og að sammerkt sé með flestum þessum breytingum að fjárfestingarheimildir hafi verið auknar. Er það mat nefndarinnar að þær hafi margar hverjar verið illa ígrundaðar og samrýmist illa tilgangi laganna um ábyrgar fjárfestingar. Hún bendir á ýmis atriði í 36. gr. lífeyrissjóðalaganna sem hún telur að þarfnist endurskoðunar, svo sem heimildir til fjárfestinga í skráðum hlutabréfum, þ.e. hámarkshlutfall, auk heimilda til fjárfestinga í víkjandi lánum og ýmsum óhefðbundnum gjörningum, svo sem vafningum og hlutabréfastrúktúrum.</p> <p>Þá telur nefndin rétt að hugað verði nánar að fjárfestingum lífeyrissjóða í framtakssjóðum.</p> <p>Nefndin gerir jafnframt athugasemdir við framsetningu 36. gr. og það er mat nefndarinnar að hver heimild verði ekki skýr og auðskiljanleg nema takmarkanir hennar séu tíundaðar sérstaklega og fylgi henni í sama tölulið.</p> <p>Ég tel rétt að bregðast við þessum ábendingum skýrsluhöfunda strax og mun skipa sérfræðihóp til að skoða heildstætt fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða og hvaða skorður setja skuli fjárfestingum sjóðanna.</p> <p>Þá hafa tillögur til breytinga á viðurlagaákvæðum lífeyrissjóðalaganna verið í bígerð í ráðuneytinu um nokkurt skeið og stefnt er að því að skipa nefnd til að yfirfara viðurlagaákvæði lífeyrissjóðalaganna. Tilgangur þeirrar nefndar er að móta ný viðmið um beitingu viðurlaga og þvingunarúrræða við brotum gegn ákvæðum laganna með það fyrir augum að hafa áhrif á breytni þeirra sem halda utan um sjóðina. Ráðuneytið hefur leitað til Róberts R. Spanós lagaprófessors um að vera nefndinni til ráðgjafar. Gert er ráð fyrir að nefndin verði skipuð fulltrúum fjármálaráðuneytisins, efnahags- og viðskiptaráðuneytisins, Fjármálaeftirlitsins, ríkissaksóknara, Landssamtaka lífeyrissjóða og Samtaka fjármálafyrirtækja.</p> <p>Um nýlegar breytingar á lífeyrissjóðalögunum vil ég taka fram að nú þegar hafa verið gerðar nokkrar breytingar á ákvæðum lífeyrissjóðalaganna í því augnamiði að treysta starfsemi sjóðanna. Það má segja að þar hafi að einhverju leyti verið komið til móts við athugasemdir nefndarinnar er lúta að áhættumati og áhættugreiningu. Um áramótin síðustu tók gildi ákvæði þar sem mælt er fyrir um að lífeyrissjóðir móti sér eftirlitskerfi sem geri sjóðunum kleift að meta með sem skilvirkustum hætti þá áhættu sem fólgin er í starfsemi sjóðanna. Fjármálaeftirlitið hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu samtryggingardeilda lífeyrissjóðanna þar sem nánar er kveðið á um þá þætti sem eiga að liggja til grundvallar í slíku eftirlitskerfi með áhættu.</p> <p>Í öðru lagi voru á vorþingi 2011 gerðar breytingar á ákvæðum um hæfi til setu í stjórnum lífeyrissjóða og hæfi framkvæmdastjóra, sem meðal annars lutu að takmörkun krossstjórnarsetu á fjármálamarkaði, í því augnamiði að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og til að lágmarka orðsporsáhættu. Með sömu lögum var mælt fyrir um kynjakvóta í stjórnum, en það ákvæði tekur gildi í september 2013, og eins voru gerðar breytingar á ákvæði 36. gr. er lutu að hömlum í viðskiptum til skýringar.</p> <p>Hæstvirtur forseti. Ég tel sjálfsagt að skoða hvernig skipað er í stjórnir opinberu sjóðanna en samkvæmt viðkomandi lögum skipar fjármálaráðherra í stjórnir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga, Lífeyrissjóðs bænda og Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda. Skipun í stjórnir sjóðanna er þannig bundin í lög en ráðherra skipar ýmist stjórnarmenn án tilnefningar eða samkvæmt tilnefningu hagsmunaaðila. Að því er varðar framkvæmdastjóra sjóðanna eru þeir ráðnir af stjórnum lífeyrissjóðanna samkvæmt samþykktum þeirra. Ég mun beina því til stjórna viðkomandi lífeyrissjóða að þær fari yfir skýrsluna og skili greinargerð um hana þar sem fram komi viðbrögð stjórnanna við niðurstöðum og ábendingum sem þar koma fram.</p> <p>Varðandi opinberu sjóðina vil ég taka fram að LSR og LH eru samanlagt stærstu lífeyrissjóðir landsins með um 20% af heildareignum lífeyrissjóða. Þess vegna eru hæstu upphæðirnar í áætluðu tapi á skráðum verðbréfum hjá þessum sjóðum.</p> <p>Fjárhagslegt tap LSR og LH var svipað og hjá öðrum sjóðum en í samanburði stærstu sjóða komu þeir lítið eitt betur út. Horfa þarf á reiknað tap eins og úttektarnefndin reiknar það í samhengi við mikinn gróða árin þar á undan. Á árunum 2003 til ársloka 2007 voru fjárfestingartekjur LSR og LH 145 milljarðar kr. Segja má að þetta hafi að nokkru leyti verið pappírshagnaður. Ef tapið væri reiknað út frá verðmæti hlutabréfaeignar eins og það var við hrunið á haustmánuðum 2008 væri reiknað tap sjóðsins u.þ.b. 22% af heildareignum. Það er svipað tap og margra erlendra lífeyrissjóða.</p> <p>Úttektarnefndin bendir á nokkur ákvæði varðandi fjárfestingarheimildir sem eru óljós en fullyrðir hvergi að sjóðirnir hafi brotið lög eða farið í kringum verklagsreglur. Úttektarnefndin bendir einnig á að staðið hafi verið að fjárfestingum hjá LSR og LH með svipuðum hætti og hjá öðrum og ástæður fjárhagslegs tjóns svipaðar. Þetta sé hins vegar umfangsmeira hjá þessum sjóðum vegna stærðar þeirra.</p> <p>Úttektarnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að aðalástæðan fyrir því hvernig fór sé fall bankanna og afleiðingar þess. Hún setur jafnframt fram ýmsar gagnlegar ábendingar sem stjórnir LSR og LH verða að skoða gaumgæfilega og skila fjármálaráðherra greinargerð um úrbætur. Rétt er þó að nefna að sumum ábendingum úttektarnefndarinnar hefur nú þegar verið hrint í framkvæmd.</p> <p>Í úttektarnefndinni er sett fram sú skoðun, sem þó er ekki að fullu rökstudd, að eðlilegra kunni að vera að málefni lífeyrissjóðanna heyri undir ráðherra viðskiptamála eða félagsmála. Ráðherra telur rétt að forsvar þessa málaflokks verði skoðað og þá í tengslum við þá vinnu sem í gangi er varðandi breytt skipulag Stjórnarráðsins og verkaskiptingu ráðuneyta. Rökrétt væri að líta til Norðurlandanna í þessu tilliti en þar heyra lífeyrismál víðast hvar undir ráðuneyti fjármála ásamt málefnum fjármálamarkaðarins. Þess ber þó að geta að lífeyriskerfin á Norðurlöndum eru ekki að öllu leyti sambærileg.</p> <p>Virðulegi forseti. Í úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008 er fjallað um og bent á að gæta verði þess í umfjölluninni hvaða andi ríkti í íslensku fjármálalífi á þessum tíma sem stjórnaðist af áhrifum fjárfestinga- og viðskiptabankanna, viðhorfum stjórnmálaleiðtoga, máttleysi eftirlitsstofnana og þeirri stefnu Seðlabanka Íslands að halda gengi krónunnar uppi meðan stætt var án þess að tryggt væri að aðrir kraftar efnahagslífsins væru því samstiga.</p> <p>Stefna stjórnvalda var að efla útrás bankanna og skipuð var nefnd undir formennsku þáverandi stjórnarformanns KB banka sem hafði það hlutverk að kortleggja möguleika Íslands á að verða alþjóðleg fjármálamiðstöð. Nefndin fjallaði meðal annars um þá hugmynd að gera Ísland að alþjóðlegri lífeyrismiðstöð. Í skýrslu nefndarinnar kom fram að hv. þm. Tryggvi Þór Herbertsson hafi verið meðal þeirra sérfræðinga sem gerðu nefndinni grein fyrir þeirri hugmynd. Í skýrslu þeirri sem nefndin skilaði til þáverandi forsætisráðherra árið 2006 eru reifaðar allmargar hugmyndir sem nefndin telur að stuðlað geti að verulegri aukningu í alþjóðlegri fjármálaþjónustu á Íslandi og verulegri framþróun í viðskiptalífi ásamt umtalsverðri tekjuöflun fyrir þjóðarbúið. Af einstökum hugmyndum í skýrslunni má nefna: að gera Ísland að höfn fyrir höfuðstöðvar alþjóðlegra félaga með sílækkandi tekjuskatti, að leggja sérstaka áherslu á alþjóðlega eignastýringu, þar með talið starfsemi lífeyrissjóða, og nýta þá athygli sem íslenska lífeyrissjóðakerfið veki á alþjóðavettvangi vegna sjóðsöfnunar og samspils samtryggingar og séreignar í sjóðunum og um breytingar á skattlagningu fjármagnstekna til lækkunar.</p> <p>Þegar ræddar eru afleiðingar athafna lífeyrissjóða á árunum fyrir hrun og afleiðingar þeirra er nauðsynlegt að taka mið af því andrúmslofti sem sjóðirnir störfuðu í, áherslum stjórnvalda og þess lagaumhverfis sem þeim var skapað um leið og lærdómur er dreginn af þeim mistökum sem gerð voru og traust endurheimt.</p> <p>Virðulegi forseti.</p> <p>Ég vil þakka fyrir góðar og málefnalegar umræður í dag. Ég hef gert þá tillögu að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis taki til umfjöllunar úttektina á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008 og sú nefnd geri þá tillögu að frekari rannsókn á starfsemi lífeyrissjóðanna á Íslandi komist hún að þeirri niðurstöðu að þess sé þörf samanber þingsályktunartillögu sem samþykkt var í september 2010.</p> <p>Umræður sem fram hafa farið hér í dag eru gott innlegg í þá vinnu og mikilvægt er að hæstvirt &#160;fjárlaganefnd ræði einnig úttektina og velti fyrir sér hvernig megi í langtímaáætlunum koma fyrir lífeyrisskuldbindingum ríkisins og áhrif á ríkissjóð og hvernig gera megi ráð fyrir lífeyrissjóðunum í hagkerfinu til lengri tíma. Nefndin ræði einnig hvaða afleiðingar það getur haft þegar stórir hópar hefja töku lífeyris en færri greiða til sjóðanna þegar aldurssamsetning þjóðarinnar breytist. Í dag er það þannig að það eru ríflega fimm starfandi að baki hverjum eftirlaunamanni en árið 2050 verða u.þ.b. tveir starfandi að baki hverjum eftirlaunamanni ef að líkum lætur.</p> <p>Í sjálfu sér er útgangspunkturinn í lífeyrismálum einfaldur, þ.e. að tryggja þeim sem lokið hafa starfsævinni framfærslu til æviloka. Málið flækist hins vegar um leið og kemur að því annars vegar hverjum og hins vegar hvernig eigi að tryggja það. Hér á öldum áður var það hlutverk stórfjölskyldunnar eða byggðarlagsins að tryggja framfærslu þeirra sem einhverra hluta vegna gátu ekki framfleytt sér sjálfir. Það liggur í hlutarins eðli að framkvæmd þess var mjög mismunandi og fór meira eftir vilja og getu þeirra sem réðu en þörfum þeirra sem á þurftu að halda. Okkur hefur sem betur fer tekist að koma þessum málum fyrir í annan og betri farveg.</p> <p>Meginstefið í vinnunni fram undan er áherslan á samræmingu lífeyriskerfa og jöfnun réttinda. Opinberir starfsmenn þurfa að geta skipt yfir í störf á almennum vinnumarkaði án þess að hafa áhyggjur af lífeyrisréttindum sínum og öfugt. Á því hvernig hlutverkum lífeyrissjóða og almannatrygginga er háttað þarf að skerpa og eins á samspili lífeyrissjóðakerfisins og almannatryggingakerfisins.</p> <p>Virðulegur forseti. Ásamt áframhaldandi vinnu í nefnd hagsmunaaðila sem sett var á laggirnar í kjölfar stöðugleikasáttmálans árið 2009 og setja á tillögur um framtíðarskipan lífeyrismála mun ég bregðast strax við ábendingum úttektarnefndarinnar og skipa sérfræðihóp til að skoða heildstætt fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða og hvaða skorður setja skuli fjárfestingum sjóðanna.</p> <p>Að lokum vil ég aftur þakka fyrir góðar og málefnalegar umræður í dag.</p> <p><br /> </p> <p>&#160;</p>

2012-02-10 00:00:0010. febrúar 2012Lífeyriskerfið - óvissuþættir og framtíðarhorfur

<p>Ágætu fundargestir</p> <p>Ég vil byrja á því að þakka fyrir að fá að taka þátt í þessu málþingi, sérstaklega þar sem málefnið sem til umræðu er skiptir okkur öll mjög miklu máli.</p> <p>Ég hef undanfarna daga fengið aðstoð góðra manna við að setja mig betur inn í þenna frekar flókna málaflokk og það hefur komið mér hvað mest á óvart, hvað útfærslan er flókin og háð mörgum óvissuþáttum þrátt fyrir einfalda grunnhugsun. Mig langar í þessu stutta innleggi mínu að deila með ykkur nokkrum þeim atriðum sem ég staldraði við á þessari vegferð.</p> <p>Í sjálfu sér er útgangspunkturinn í lífeyrismálum einfaldur, þ.e. að tryggja þeim sem lokið hafa starfsævinni framfærslu til æviloka. Málið flækist hins vegar um leið og kemur að því að svara spurningunum, annars vegar hverjum og hins vegar hvernig eigi að tryggja þetta.</p> <p>Hér á öldum áður var það hlutverk stórfjölskyldunnar eða byggðalagsins að tryggja framfærslu þeirra sem einhverra hluta vegna gátu ekki framfleytt sér sjálfir. Það liggur í hlutarins eðli að framkvæmd þess var mjög mismunandi og fór meira eftir vilja og getu þeirra sem réðu en þörfum þeirra sem á þurftu að halda. Okkur hefur sem betur fer tekist að koma þessum málum í annan og betri farveg.</p> <p>Það kerfi sem við byggjum á í dag er þríþætt.</p> <p>Í fyrsta lagi almannatryggingakerfið, sem er gegnumstreymiskerfi, fjármagnað með sköttum og greiðir tiltölulega lágan og eftir atvikum tekjutengdan lífeyri. Hlutverk þess er fyrst og fremst að vera öryggisnet fyrir þá sem ekki eiga rétt samkvæmt öðru fyrirkomulagi.</p> <p>Í öðru lagi lífeyrissjóðakerfið, sem er bæði sjóðssöfnunar- og samtryggingarkerfi, fjármagnað með skyldubundnum iðgjöldum og greiðir að meginstofni til þann lífeyri sem viðkomandi fær.</p> <p>Í þriðja lagi séreignasjóðskerfið, sem er vinnutengt sparnaðarkerfi sem hverjum og einum er frjálst að taka þátt í.</p> <p>Þetta er í sjálfu sér tiltölulega skýr grunnmynd en vandamálið er að hún hefur orðið til á löngum tíma og að einstaka hlutar hennar hafa verið útfærðir með mismunandi hætti gagnvart mismunandi hópum.</p> <p>Þarna komum við að fyrsta álitaefninu og kemur það fram með hvað skýrustum hætti þegar borin eru saman eftirlaun ríkisstarfsmanna í B-deild LSR og annarra launamanna. Fyrir það fyrsta er B-deildin elsta formlega lífeyriskerfið og er þegar af þeirri ástæðu með meiri skuldbindingar en yngri kerfi. Eins er það blanda af gegnumstreymis- og sjóðssöfnunarkerfi sem yngri kerfi eru ekki og síðast en ekki síst þá er það fastréttindakerfi en ekki fastiðgjaldakerfi eins og yngri kerfin eru yfirleitt. Allt eru þetta þekktar staðreyndir og hafa verið lengi, en samt sem áður er í hinni opinberu umræðu og þá einkum nú í seinni tíð, oft látið eins og þetta séu nýuppgötvuð sannindi. Þetta höfum við vitað lengi og er úlausnarefni sem leggja þarf línur um sem fyrst. Að sjálfsögðu má ekki láta eins og ekkert sé.</p> <p>Ekki er hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að árið 2024 er ekkert lengur til í sjóði og ríkið þyrfti þá, ef ekkert verður aðhafst fyrr, að greiða aukalega til sjóðsins rúmlega 17 milljarða árlega í 11 ár og árið 2040 væri upphæðin komin niður í 10 milljarða aukalega og lækkar mjög hratt eftir það. Síðustu útgreiðslurnar eru á milli áranna 2060 og 2065. Eins væri hægt byrja strax að leggja fyrir og ef við legðum sjóðnum til viðbótar frá og með árinu í ár tæplega 8 milljarða á ári næstu 30 árin myndi það sleppa til.</p> <p>Þetta eru dæmi um mismunandi leiðir sem hægt væri að fara, svo kemur margt annað til greina, en þar sem þetta er eitt af þeim verkefnum sem starfshópur skipaður, m.a. fulltrúum ykkar er að kljást við um þessar mundir ætla ég mér ekki á þessar stundu að segja af eða á um hvaða leið sé best þó almennt hugnist mér að undirbúa stórar aðgerðir og stefna að því tímalega að finna leiðir sem hafa sem minnstar aukaverkanir í för með sér.</p> <p>En þetta er ekki eina álitaefnið á útfærslu lífeyrissjóðakerfa sem þarf að huga að. Þannig er það sammerkt öllum lífeyriskerfum á Íslandi að þurfa að glíma við það gleðilega mál sem er vaxandi lífslíkur á sama tíma og þeim sem greiða til sjóðanna fækkar. Þannig eru í dag ríflega fimm starfandi að baki hverjum eftirlaunamanni en árið 2050 verða u.þ.b. tveir starfandi að baki hverjum eftirlaunamanni. Á sama tíma er talið að meðalævin lengist um tæp þrjú ár. Þessu til viðbótar hefur örorka farið hraðvaxandi.</p> <p>Með samkomulagi allra aðila á vinnumarkaði og stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga árið 2009 var ákveðið að setjast yfir þessi álitamál og freista þess að finna sameiginlega framtíðarsýn. Vinna þessa hóps fór af stað í byrjun febrúar 2010 og er hann enn að störfum.</p> <p>Á ráðstefnu sem starfshópurinn stóð fyrir haustið 2010 var, samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið, meginstefið í afstöðu þátttakenda að áherslan ætti að vera á samræmingu lífeyriskerfa og jöfnun réttinda.</p> <p>Æskilegt væri að nýtt kerfi byði upp á meiri sveigjanleika og valfrelsi en núverandi kerfi en útgangspunkturinn væri að kerfið væri sjálfbært og fólk nyti ávaxta ævistarfsins sem í raun þýði að útgreiðslur úr lífeyrissjóðum haldist í hendur við inngreiðslur. Samhljómur var um að betra væri að hækka lífeyrisaldurinn en iðgjöldin og einnig voru menn almennt á þeirri skoðun að kerfið þurfi að hafa innibyggðan hvata til þess að vinna lengur. Það megi samt ekki verða til þess að skerða réttindi annarra sjóðfélaga. Þeir sem kjósi að vinna lengur eigi að geta greitt í lífeyrissjóð til starfsloka. Sveigjanleikinn þurfi líka að ná til lífeyrisgreiðslna og í því sambandi var rætt um möguleika á því að draga úr vinnu á seinni hluta starfsævinnar og fá á móti lífeyri að hluta. Þá var rætt hvort lífeyrisgreiðslur þyrftu alltaf að vera jafn háar eða hvort lækka mætti þær við ákveðin aldursmörk.</p> <p>Samkvæmt mínum heimildum voru flestir sammála um að fækkun sjóða myndi skila sér í hagkvæmari rekstri. Stærri sjóðir væru betur í stakk búnir til að mæta sveiflum á fjármálamörkuðum sem og aukinni örorkubyrði. Einnig voru flestir á þeirri skoðun að heppilegast væri að sjóðfélagar tilheyrðu ólíkum starfstéttum því þannig myndi áhætta t.d. af örorku dreifast. Samhljómur var um það meðal þeirra sem að umræðunni komu að mikilvægt væri að lífeyrisréttindi væru áfram hluti af kjarasamningsbundnum réttindum og að stefna skuli að því að lífeyrissjóðirnir séu sjálfbærir til framtíðar. Menn voru einnig á því að sjóðssöfnunarfyrirkomulag væri mun heppilegra en gegnumstreymiskerfi en þó var einnig bent á að nauðsynlegt væri að tryggja lágmarksframfærslu í gegnum almannatryggingakerfi sem flestir töldu eðlilegt að væri gegnumstreymiskerfi. Þátttakendur voru einnig á því að tryggja þyrfi samræmi í lífeyriskerfinu á öllum vinnumarkaðnum m.a. til þess að fólk geti farið á milli starfa á almenna og opinbera markaðnum án þess að það hafi áhrif á lífeyrisréttindi.</p> <p>Skiptar skoðanir voru meðal þátttakenda um það hvort byggja skyldi kerfið upp á föstum iðgjöldum eða föstum réttindum og þá með hvaða hætti hægt væri að tryggja þau réttindi. Þátttakendur voru sammála um að endurskoða þyrfti hlutverk lífeyrissjóða og samspil þeirra við almannatryggingakerfið og þá sérstaklega með tilliti til veikindaréttar og örorkulífeyris. Skoðanir voru skiptar hvað varðar örorkulífeyrinn því sumir töldu heppilegra að almannatryggingakerfið sæi alfarið um hann á meðan aðrir töldu skynsamlegra að hafa fyrirkomulagið eins og það er að því gefnu að ríkið haldi áfram að jafna byrði sjóðanna með framlögum.</p> <p>Af þessum punktum má draga þá ályktun að aðilar séu sammála um meginstefnuna en hafa mismunandi skoðanir og áherslur á útfærslunni.</p> <p>Starfshópurinn þarf að fá tækifæri til að ljúka störfum og setja fram niðurstöður sínar en markmiðið er að gera kerfin jafnstæð og finna leiðir til þess. Stefna á að einu sjálfbæru kerfi þar sem engin hindrun er á milli vinnumarkaða. Opinberir starfsmenn þurfa að geta skipt yfir í störf á almennum vinnumarkaði án þess að hafa áhyggjur af lífeyrisréttindum sínum og öfugt. Á því hvernig hlutverkum lífeyrissjóða og almannatrygginga er háttað þarf að skerpa og eins á samspili lífeyrissjóðakerfisins og almannatryggingakerfisins.</p> <p><span>Þegar öllu er á botnin hvolft er</span> <span>ljóst að þegar að kemur að útgjöldum ríkissjóðs þarf að skoða allar breytur í þessum málum sem og öðrum, í ljósi&#160; heildstæðrar áætlanagerðar. Meta þarf ákvarðanir stjórnvalda áður en þær eru teknar og áhrif þeirra á ríkisbúskapinn til lengri tíma. Skipuleggja þarf og undirbúa hvernig ríkissjóður tekst á við skuldbindingar sínar, svo sem vegna B-deildar og aldurssamsetningar þjóðarinnar og áhrif mismunandi leiða á stöðu ríkissjóðs og þar með á þjónustu ríkisins við þá sem þurfa á henni að halda.</span></p> <p>Að lokum vildi ég leggja áherslu á að málefni lífeyris- og bótakerfisins varða okkur öll og þau varða framtíð þessarar þjóðar.<span>&#160;</span> Því þarf að vanda til verka og horfa til langrar framtíðar.<span>&#160;</span> En ákvarðanir verður að taka.<span>&#160;</span> Ég hvet því þau ykkar til dáða sem vinna að tillögum um nauðsynlegar breytingar á kerfinu og óska eftir góðu samstarfi.<span>&#160;</span></p> <p>Takk fyrir og gangi ykkur vel í ykkar störfum.</p> <p>&#160;</p>

2012-02-10 00:00:0010. febrúar 2012Erindi Oddnýjar á afhendingu viðurkenninga FKA

<p>Kæru konur í atvinnurekstri !</p> <p>Ég þakka ykkur kærlega fyrir boðið á þennan góða viðburð.</p> <p>Hvatning er okkur öllum afar mikilvæg og við konur eigum að vera duglegar við að hvetja hverja aðra, líkt og þið gerið hér í dag.</p> <p>Ég vil byrja á því að hrósa Félagi kenna í atvinnurekstri fyrir bæði tilveru sína og starfsemi og hvetja ykkur áfram til góðra verka sem stuðla að samstöðu og sýnileika kvenna í viðskiptalífi.</p> <p><span>Áður en ég kom hingað rifjaði ég upp og las mér til um félagið ykkar og hnaut einmitt um markmið félagsins um að</span> <span>auka sýnileika og tækifæri kvenna í viðskiptalífinu, og einnig að stuðla að virðingu og&#160; verðskuldaðri athygli samfélagsins á framlagi fyrirtækja sem rekin eru af konum. Mér finnast þessi markmið mikilvæg og þau segja okkur svo margt.</span></p> <p>Ég hef rekið ríkisstofnun og sveitarfélag en ekki komið að fyrirtækjarekstri, en hef sem þingkona og fyrrverandi formaður fjárlaganefndar og nú fjármálaráðherra fengið að kynnast ríkisfjármálunum og fjármálakerfinu. Í umræðum um þau mál eru konur ekki áberandi. Þar höfum við verk að vinna.</p> <p>Ég vil hvetja ykkur konur til að taka aukinn þátt í samfélagsumræðunni því með ykkar reynslu hafið þið svo margt fram að færa. Það er hreinlega bráðnauðsynlegt að sjá og heyra í fleiri konum. Það gerir umræðuna líka heilbrigðari.</p> <p>Við höfum vafalaust allar rekist undir glerþakið sem ætlað er að halda konum á sínum stað, en fundið glufur og bresti sem sterkar konur hafa búið til fyrir okkur hinar að brjótast í gegnum.</p> <p>Ég get ekki nógsamlega þakkað öllum þeim konum sem rutt hafa brautina fyrir okkur. Það hefur sýnt sig hér og erlendis að menntun kvenna og mikil atvinnuþátttaka þeirra er nátengd hagvexti og betri lífsskilyrðum fólks. Frumkvöðlastarf kvenna á öllum sviðum er nauðsynlegt fyrir efnahagslíf ið.</p> <p><span>Fjölbreytni í atvinnurekstri er það sem þetta þjóðfélag þarf á að halda. Enn frekari aðkoma kvenna að ákvarðanatöku í fyrirtækjarekstri er lærdómur sem við þurfum að draga af &#160;efnahagshruninu og af því hvernig þessum málum var háttað hér fyrir hrun. Þess vegna</span> <span>þurfum við að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja eins og stefna stjórnvalda segir til um, ásamt því að hvetja fleiri til atvinnurekstrar.</span></p> <p><span>Ef við stundum svokallaða ömmuhagfræði, þar sem sú einfalda staðreynd er höfð að leiðarljósi að tekjur og gjöld passi saman. Ef við leggjum okkur fram að skapa verðmæti og eyðum ekki um efni fram og heldur ekki þeim tekjum sem við höldum að hugsanlega komi í framtíðinni, þá erum við allar í góðum málum.</span></p> <p>Ég efast ekki um að þær konur sem fá viðurkenningar hér í dag hafi lagt mikið á sig til að komast þangað sem þær eru. Þær eru vel að þeim komnar.</p> <p>Með þessum viðurkenningum í dag vottið þið sjálfar störfum ykkar og annarra kvenna virðingu.</p> <p>Það smitar út frá sér og gefur okkur hinum kraft til að halda áfram ótrauðar !<br /> Gangi ykkur öllum vel.</p>

2012-02-10 00:00:0010. febrúar 2012Erindi ráðherra á aðalfundi Félags atvinnurekanda

<p>Kæru fundargestir,<br /> <br /> </p> <p>Um leið og ég þakka gott boð um að halda hér ávarp á aðalfundi félags ykkar, fagna ég því að fá tækifæri til að tala til atvinnurekenda sem hér eru samankomnir í salnum.</p> <p>Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum fyrir 3 árum í kjölfar <span>&#160;</span>efnahagshruns<span>&#160;</span> bæði hér á landi og í alþjóðlegu samhengi, setti hún sér metnaðarfull markmið til að rífa íslenskt samfélag upp úr þeim öldudal sem hrunið leiddi okkur í.</p> <p>Meðal meginverkefna sem sett voru strax á oddinn á sviði efnahagsmála voru að ná jöfnuði í ríkisfjármálum, endurreisa fjármálageirann og ljúka endurskipulagninu fjármála fyrirtækja.</p> <p><span>Lagt var upp með að greiða úr skuldavanda fyrirtækja og heimila eins fljótt og mögulegt væri og fá bankana til liðs við stjórnvöld í því þjóðþrifaverki, leggja áherslu á að leysa vanda raunverulegra rekstrarfélaga til að draga úr skaðanum, að skapa hagstæð rekstrarskilyrði fyrir fyrirtæki landins, draga úr atvinnuleysi með markvissum aðgerðum og útrýma langtímaatvinnuleysi. Allt þetta til að skapa traustari grundvöll fyrir íslenskt atvinnulíf til framtíðar með nýsköpun og sjálfbærni að leiðarljósi með það að markmiði að skapa</span> <span>stöðugleika að nýju og endurheimta traust á landið í alþjóðasamfélaginu.</span></p> <p>Og nú, 3 árum síðar spyrja margir sig hvernig til hefur tekist ? Hvernig hafa efnahagsmálin og ytri skilyrði atvinnulífsins þróast á þessum tíma ?</p> <p>Það er engum blöðum um það að fletta að efnahagsbatinn hér á landi hefur verið góður og mun betri en bjartsýnasta fólk þorði að vona.&#160;</p> <p><span>Á</span> <span>þeim þremur árum sem liðin eru frá hruni hefur Ísland endurheimt efnahagslegt sjálfstæði sitt. Því ættum við öll að fagna þó svo að mörgum brýnum verkefnum sé ólokið enn. &#160;</span><span>Nýjustu tölur&#160; frá Hagstofunni sýna að verg landsframleiðsla hefur vaxið um 3,8% frá því á sama tíma á síðasta ári, og spáð er 2,4% hagvexti á þessu ári sem og því að kaupmáttur launa hækki um 3,7%. Nýjustu tölur sýna enda að atvinnuleysi er á niðurleið, þó enn sé það of hátt. Vísbendingar eru um að ársverkum hafi fjölgað um 2.600 á síðasta ári. Á þessu ári er spáð aukningu í störfum sem gæti numið 2.700 ársverkum sem myndi þar með lækka atvinnuleysi um 1 prósentustig og gert er ráð fyrir að atvinnuleysi haldi áfram að minnka á næstu árum.</span></p> <p>En hvað hefur svo núverandi ríkisstjórn gert í atvinnumálum á þessum 3 árum ? Til hvaða aðgerða hefur verið gripið til ?&#160;&#160;</p> <p><span>Ný könnun sem Viðskiptaráð Íslands lét framkvæma fyrir sig um viðhorf fólks til atvinnulífsins sýnir að&#160;</span> <span>94% þeirra sem svöruðu telja íslensk fyrirtæki skipta öllu eða miklu máli þegar kemur að því að skapa góð lífskjör á Íslandi. Þetta rímar afar vel við áherslur ríkisstjórnarinnar.</span> <span>Atvinnumálin hafa verið forgangsmál þessarar ríkisstjórnar og verða áfram. Enda nærist ríkissjóður á atvinnulífinu. Gott atvinnulíf stendur undir velferðinni. Þegar litið er yfir aðgerðir yfirvalda til að efla atvinnulífið frá hruni má nefna fjölda atvinnuskapandi aðgerða sem ráðist hefur verið í af hálfu hins opinbera sem hafa borið árangur. Mér stendur næst að nefna helst þær skattaívilnunaraðgerðir sem borið hafa mjög góða raun;</span></p> <p><span>Á</span><span>takið „Allir vinna“hefur skilað góðum árangri og verið framlengt</span> <span>til ársloka 2012. Lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi frá árinu 2010 hafa verið fest í sessi og nú þegar hafa</span> <span>4 fyrirtæki nýtt sér þau, má þar nefna:</span></p> <ul> <li><span>&#160;</span><strong>Álþynnuverksmiðja Becromal á Akureyri</strong> <span>– eru að skoða frekari stækkun</span></li> </ul> <ul> <li><span>&#160;</span><strong>Kísilmálmsverksmiðja Thorsil&#160;</strong> <span>- samningaviðræður við LV um orku á NA-svæðinu</span></li> </ul> <ul> <li><strong>Kísilmálmsverksmiðja Íslenska Kísilfélagsins í Helguvík</strong> <span>– framkvæmdir tafist, en hefjast vonandi í vor</span></li> </ul> <ul> <li><strong>Gagnaver Verne á Keflavíkurflugvelli</strong> <span>– sem tók formlega til starfa í gær</span></li> </ul> <p>&#160;&#160;&#160;&#160;&#160; <span>Að auki eru 10 sambærilegar umsóknir í vinnslu</span></p> <p><span>Lög voru sett um 15% endurgreiðslu til sprota og nýsköpunarfyrirtækja</span> <span>vegna rannsókna og þróunar. Í því samhengi<span>&#160;</span> má nefna fyrirtækið <span>Kerecis á Ísafirði, fyrirtæki sem</span> þróar lækningavörur úr fiskroði, <span>sem skemmtilegt dæmi – e</span>ndurgreiðslan skiptir viðlíka fyrirtæki sköpum.</span></p> <p><span>Skattaumhverfi gagnavera er í endurskoðun</span> <span>– sem gert er til að efla íslenskan iðnað í alþjóðlegri samkeppni. Fyrirtæki í kvikmyndagerð njóta nú þess að 20% af framleiðslukostnaði fæst nú endurgreiddur og þá hefur ríkisstjórnin samþykkt að stefna skuli að skattaívilnunarkerfi til að auka hlutdeild grænna samgöngutækja. Þar með leggur hún sín lóð á vogarskálar til að greiða fyrir&#160; orkuskiptum í samgöngum.</span></p> <p><span>Að auki vil ég nefna Sóknaráætlun landshluta sem hefur verið ýtt úr vör í tengslum við Sóknaráætlunina 20/20 sem er gríðarlega metnaðarfull áætlun til að draga fram</span> <span>helstu sóknarmöguleika landsins í heild sem og landshlutanna sjálfa í atvinnumálum, menntamálum og opinberri þjónustu.</span></p> <p>En það þarf líka áræðni í atvinnumálum.</p> <p><span>Það hefur núverandi ríkisstjórn sýnt þrátt fyrir mikla gagnrýni um hið andstæða. Það sanna dæmi á borð við staðfestingu Alþingis á fjárfestingasamning um álver í Helguvík áður en almenn lög um slíka samninga tóku gildi,</span> <span>&#160;s</span><span>amþykkt á fjárlögum að lána 2.000 m.kr. á þessu ári til framkvæmdar Vaðlaheiðagangna og umræða er um enn meiri aðkomu ríkisins til styrktar þess verkefnis sem er, vel að merkja, 10% af öllum áætluðum framkvæmdum á vegum hins opinbera til ársins 2015 og góð <span>&#160;</span>innspýting inn í hagkerfið<strong>.</strong> Ríkið hefur ekki krafið Landsvirkjun um arðgreiðslur s.l. ár svo fyrirtækið eigi auðveldara með að fjármagna nýjar virkjanir s.s. Búðarhálsvirkjun, og jarðvarmavirkjanir á NA-landi. Undirbúningur við framkvæmd við Landspítala gengur vel, vinna við forhönnun er að mestu lokið og nú er beðið ákvörðun skipulagsyfirvalda og síðan umfjöllun fjárlaganefndar um kostnaðarmat. Íbúðarlánasjóði hefur verið gert heimilt <span>&#160;</span>að lána til byggingar fjölda hjúkrunarheimila sem er í undirbúningi víðsvegar um landið og búið er að auglýsa hönnunarsamkeppni um nýtt gæsluvarðhalds og kvennafangelsi á Hólmsheiði.</span></p> <p><span>Svona mætti telja áfram og ljóst að stjórnvöld láta hvergi deigan síga í eflingu og uppbyggingu atvinnulífs. Fyrirhuguð stofnun nýs</span> <span>atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti rennir sterkum stoðum undir þá sýn. Það ráðuneyti mun taka til nær allra atvinnugreina og nýsköpunar og þróunar innan þeirra. Þar verða teknar ákvarðanir um nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Ég ber miklar vonir til þess að það ráðuneyti verði framsækið á sviði atvinnusköpunar og atvinnuuppbyggingar og leiti allra leiða og samráðs til að auka og styrkja við fjölbreytni íslensk atvinnulífs til frambúðar.</span></p> <p><span>Ég vil að auki minnast á opinber innkaup, því ég</span> <span>sé að á dagskránni hér í dag er það eitt af umræðuefnunum. Eins og við vitum öll, þá eru opinber innkaup stór og mikilvægur liður í rekstri hins opinbera en talið er að kaup hins opinbera á vörum, þjónustu og verkframkvæmdum nemi um 15% - 16 %&#160; af landsframleiðslu</span> <span>eða sem samsvarar 220-240 milljörðum króna og þar af séu bein innkaup ríkisins 150-170 milljarðar.</span> <span>Ljóst er því að hagsmunir ríkisins, sveitarfélaga og einkaaðila eru miklir þegar kemur að opinberum innkaupum og mikilvægt að lagalegt umhverfi sé einfalt, gagnsætt og traust. Einnig að stefna ríkisins í innkaupamálum sé skýr og framkvæmd innkaupa sé byggð á þekkingu. Það er því mikilvægt að allir þátttakendur á markaðinum þekki leikreglurnar og virði þær.</span></p> <p>Fjármálaráðuneytið er nú að leggja af stað í vinnu sem miðar að því að endurskoða innkaupastefnu ríkisins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvernig unnt er að nýta opinber innkaup til nýsköpunar í atvinnulífinu þannig að kaupendur að opinberri þjónustu leiti eftir nýjum lausnum og gefi bjóðendum tækifæri til að þróa nýjar lausnir sem leiði til aukinnar hagræðingar og þróun á þjónustu.<span>&#160;</span> Þá liggur fyrir að nauðsynlegt er að fara í stefnumótin í rafrænum innkaupum til að nýta hagræðingarmöguleika sem þar liggja. Einnig er mikilvægt að horft sé til þess hvort valið stuðli að jákvæðum áhrifum fyrir umhverfið okkar og þannig sé hugað að samfélagslegri ábyrgð.<span>&#160;&#160;</span> Mikilvægt er líka að lagarammi opinberra innkaupa sé skilvirkur og traustur og að ákvæði séu skýr í lögunum ef brotið er gegn ákvæðum þeirra. Nú á vorþingi mun ég leggja fram frumvarp til laga á Alþingi til að styrkja viðurlög við brot á lögunum. Frumvarpið felur m.a. í sér innleiðingu á<span>&#160;</span> tilskipun Evrópusambandsins er varðar eftirlit, viðurlög og fullnustu reglna á sviði opinberra innkaupa. Á vettvangi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á sér nú stað heildarmat á evrópsku löggjöfinni um opinber innkaup. Nú þegar liggja fyrir tillögur að breytingum og er megininntakið í þessum tillögum er að gera málsmeðferð einfaldari og sveigjanlegri.<span>&#160;</span> Í tillögunum er lögð áhersla á að lítil og meðalstór fyrirtæki njóti góðs af endurskoðuninni á löggjöfinni þannig að aðgangur þeirra að opinberum útboðum aukist.<span>&#160;</span></p> <p><span>Góðir fundargestir,</span> <span>þegar á botninn er hvolft þá er helsta hagsmunamál atvinnulífsins hér á landi, sem og annars staðar, að ríkissjóður sé við góða heilsu. Að áfram verði ástunduð öguð og skipulögð vinnubrögð við stjórn ríkisfjármála, að dregið verði alfarið úr skuldasöfnun ríkissjóðs og hallarekstur – sem ýtir undir vaxtastig í landinu – verði stöðvaður. Að traustum stoðum verði rennt undir atvinnulíf í landinu sem verður þar með sterkara og því fylgir að samfélagið okkar allra verði eftirsóknarverðara að tilheyra enda er u</span><span>ppbygging fjölbreytts atvinnulífs lykillinn að efnahagslegu öryggi.</span></p> <p><span>Ég tel að við séum sammála um það að við þurfum öll að leggjast á árarnar til að halda áfram því mikilvæga verkefni sem við stefnum að. Það verkefni snýst um að</span> <span>auka fjárfestingu í landinu, ná niður atvinnuleysi og reka ríkissjóð af ábyrgð. Það verkefni snýst þar með líka um að<span>&#160;</span> styrkjum<span>&#160;</span> undirstöður velferðarsamfélagsins, ekki bara þær sem við viljum sjálf búa við, heldur undirstöður sem duga eiga til framtíðar.<span>&#160;</span></span></p> <p>Takk fyrir og gangi ykkur vel.</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2012-02-10 00:00:0010. febrúar 2012Ræða fjármálaráðherra á skattaráðstefnu

<p>Ágætu fundargestir,</p> <p>Ég vil byrja á að þakka fyrir það tækifæri sem mér er veitt hér við setningu þessa morgunverðarfundar á mínum allra fyrstu dögum í starfi fjármálaráðherra. Ef marka má fjölmiðlaumfjöllun og almenna umræðu það sem af er nýju ári virðast skattamálin vera mörgum ofarlega í huga. Hef ég þegar á tilfinningunni eftir rétta 10 daga í starfi að þessi mikilvægi málaflokkur ríkisfjármálanna muni taka verulegan hluta af mínum tíma sem fjármálaráðherra og ég tek því verkefni með opnum huga.</p> <p>Skattar eru lagðir á til að fjármagna samneysluna. Einstaklingar njóta hennar í því nauðsynlega öryggisneti sem við gerum öll kröfur um; jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntastofnunum og ýmiss konar almannaþjónustu ásamt fjárhagslegum stuðningi við lífeyrisþega, öryrkja, fatlaðra og svo framvegis: þetta eru allt þættir sem greina siðmenntuð samfélög frá hinum.&#160; Rekstur fyrirtækja nýtur einnig samneyslunnar: fyrirtæki hafa aðgang að menntuðu starfsfólki, þróuðu samgöngukerfi, traustri löggæslu og svo framvegis. Það er því ljóst að allir þurfa að greiða fyrir öryggisnetið, spurningin er einungis hvað er réttlátt í þeim efnum.</p> <p>Heilbrigt skattkerfi leiðir ekki til þess að ákvarðanir í samfélaginu séu teknar einungis í þeim tilgangi að komast hjá skattlagningu. Þannig þarf að gæta jafnvægis milli skattlagningar á launum og tekjum af fjármagni á þann veg að skattlagning ráði ekki úrslitum um hvort teknar séu ákvarðanir um að fjárfesta eða fjárfesta ekki, t.d. í nýrri tækni eða öðru. Skattkerfið getur einnig gegnt félagslegum markmiðum í sjálfu sér, einkum á sviði tekjuskattlagningar einstaklinga. Það er gert með stighækkandi tekjuskatti í samspili við opinber bótakerfi. Hinir tekjuhærri greiði hlutfallslega hærri skatta af tekjum sínum en hinir tekjulægri.</p> <p>Því verður ekki á móti mælt að samþykktar lagabreytingar á íslensku skattkerfi frá árinu 2007 er mýmargar, sumir telja yfir hundrað talsins, flestar leiða til hækkunar en þó leynast lækkanir innan um sem gleymist gjarnan að nefna. Má þar nefna lög um skattaívilnanir til nýsköpunar sem þegar eru farnar að sanna sig,&#160; lög um skattalegan stuðning við nýfjárfestingar, auknar endurgreiðslur virðisaukaskatts tengdar byggingariðnaði til að sporna við frekara atvinnuleysi í greininni og örva framkvæmdir, sem og frádráttur einstaklinga frá tekjuskatti vegna viðhalds á íbúðarhúsnæði í sama skyni. Samhliða hækkun á fjármagnstekjuskatti kom til 100 þúsund króna frítekjumark vaxtatekna sem hafði það í för með sér að þeim sem greiða fjármagnstekjuskatt fækkaði um næstum 140 þúsund og hinn almenni launamaður greiðir nú engan fjármagns­tekjuskatt. Á sama tíma var gerð sú breyting að stofni leigutekna af íbúðarhúsnæði var breytt þannig að nú teljast einungis 70% teknanna til skattstofnsins.</p> <p>Þá má ekki gleyma að þrátt fyrir að flestar breytingar á skattkerfinu hafi verið gerðar í þeim tilgangi að afla ríkissjóði aukinna tekna hefur skattlagningu á ökutæki og eldsneyti verið breytt á kjörtímabilinu og byggist nú öll út frá umhverfisverndarsjónarmiðum um &#160;losun gróðurhúsalofttegunda án þess að um auknar tekjur sé að ræða.</p> <p>Einnig er mikilvægt að af þeim skattbreytingum &#160;sem tekist hefur að telja saman er stærsti hluturinn í raun ekki hækkun heldur breytingar á krónutölusköttum í þeim tilgangi að þeir haldi verðgildi sínu. Meðan verðbólgan er eins og hún hefur verið er nauðsynlegt að gera slíkar breytingar því annars er í raun um skattalækkanir að ræða sem ráðast af verðbólgunni en ekki ákvörðunum stjórnvalda.</p> <p>Ljóst er að tíðar breytingar skapa ákveðna óvissu og þar eru skattbreytingar ekki undanskildar, eins og bent hefur verið á í umræðunni að undanförnu. <span>&#160;</span>Þessar breytingar hafa hins vegar ekki komið til að ósekju eins og allir viðstaddir vita, heldur bar brýna nauðsyn til í kjölfar verstu efnahagskreppu sem gengið hefur yfir íslenskt samfélag í<span>&#160;</span> manna minnum. Tekjustofnar ríkissjóðs hrundu samhliða stórauknum útgjöldum af vaxandi atvinnuleysi sem var nánast óþekkt fyrirbæri á Íslandi. Síðast en ekki síst þurfti ríkissjóður að taka á sig fjölmörg ný verkefni vegna efnahagskreppunnar og um leið aukin útgjöld vegna hruns íslenska bankakerfisins og vaxandi erfiðleika í íslensku atvinnulífi almennt. Það eru ekki margir góðir kostir í stöðunni fyrir stjórnvöld, hvort sem er hér á landi<span>&#160;</span> eða<span>&#160;</span> annars staðar þegar þjóðargjaldþrot er yfirvofandi !!!</p> <p>Íslensk stjórnvöld brugðust hins vegar rétt við stöðunni með erfiðum ákvörðunum í formi blandaðrar leiðar niðurskurðar og tekjuöflunar. Margvíslegar breytingar voru gerðar á tekjuöflunarkerfi<span>&#160;</span> ríkissjóðs og farið var út í sársaukafullan niðurskurð á útgjaldahliðinni á nær öllum sviðum. <span>&#160;</span>En gleymum því ekki að þetta var gert til þess að koma í veg fyrir að sívaxandi skuldabyrði flyttist yfir á komandi kynslóðir, þ.e. börnin okkar og barnabörn. Í þessu erfiða verkefni var rauði þráður núverandi ríkisstjórnar þrátt fyrir allt ávallt sá að hlífa þeim sem minna mega sín og auka þannig á jöfnuð í íslensku samfélagi sem kostur er á erfiðum tímum. Dæmi um þetta er að skattleysismörk tekjuskatts og útsvars hjá einstaklingum hafa hækkað um 38,5% frá árinu 2007 á sama tíma og launavísitalan hefur hækkað um 27,5%. Þrepaskipting tekjuskattsins, þ.e. úr einu þrepi í þrjú þrep, er einnig skref í átt til aukins til jafnaðar. Aukin eignaskattlagning og skattlagning fjármagnstekna er einnig skref í þá átt, en passa þarf upp á að það skref verði ekki of stórt.</p> <p>Ísland er ekki eina ríki Evrópu sem hefur þurft að hækka skatta á undanförnum árum. Í nýlegri skýrslu frá framkvæmdastjórn ESB, um skattabreytingar í aðildarríkjum ESB kemur fram að meginhluti aðildarríkjanna hefur gripið til skattaaðgerða í formi skattahækkana af margvíslegu tagi eins og hér á landi. Fullvíst er að framundan eru fleiri skattabreytingar í mörgum Evrópuríkjum, bæði hækkanir á sköttum sem fyrir eru og ný skattlagning.</p> <p><span>Nóg um fortíðina að sinni, því það er nútíð og framtíð sem skiptir máli. Um það hljótum við öll að vera sammála. Endurreisn íslensks samfélags og þjóðarbúskapar er vel á veg komin eftir ótrúlega erfiða tíma og ýmis jákvæð teikn á lofti í íslensku efnahagslífi sem vonandi fjölgar á næstu mánuðum. Fyrir liggur áætlun um þróun ríkisfjármála fram til ársins 2015, en samkvæmt henni eru ekki fyrirhugaðar frekari breytingar á tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs sem neinu nemur. Meginmarkmiðið á tekjuhliðinni verður áfram að stöðva tekjufall ríkissjóðs vegna gríðarlegs samdráttar í hagkerfinu en áfram verður staðinn vörður um&#160; velferðarsamfélagið enda er það víðsjárvert að skera enn frekar niður</span> <span>útgjöld til velferðamála á erfiðum tímum. Aðgerðir á tekjuhlið hafa þó ekki eingöngu það að markmiði að stöðva tekjufall ríkissjóðs heldur einnig, að ná fram pólitískri forgangsröðun sem felst m.a. í markmiðum um jöfnuð, umhverfisvernd og ábyrgrar auðlindanýtingu með framsæknum áherslum í skattkerfinu.</span> <span>Í áætlun ríkisstjórnarinnar um stefnu í ríkisbúskapnum er heldur aldrei misst sjónar á markmiði ríkisstjórnarinnar um sjálfbærni í ríkisrekstri.</span></p> <p><span>Þrátt fyrir linnulausa og oft á tíðum óvægna gagnrýni á þær tekjuöflunaraðgerðir sem gripið hefur verið til á undanförnum árum er staða Íslands alls ekki svo slæm í alþjóðlegum samanburði. Þrátt fyrir nauðsynlegar aðgerðir til tekjuöflunar</span> <span>hefur samt náðst að hlífa lægstu launum við frekari skattlagningu og tekjubil á Íslandi minnkaði frá árinu 2009 til ársins 2010 þegar horft er til Gini–stuðuls og fimmtungastuðuls úr lífskjararannsókn Hagstofu Íslands. Tekjubilið hafði hins vegar breikkað árin þar á undan. Mat Hagstofunnar á frekari lífskjarajöfnun eftir hrun og minni skattbyrði</span> lægstu launa hefur einnig verið staðfest með rannsóknum fræðimanna,af fjármálaráðuneytinu sem og í úttekt í Tíund, tímariti Ríkisskattsstjóra. Til að mynda lækkaði skatthlutfall í tekjuskatti við álagningu 2010 frá því sem það hafði verið 2009 fyrir einstaklinga með árstekjur allt að 5–6 m.kr. en hækkaði þar fyrir ofan. Þessi lækkun nær til um 60% allra gjaldenda.</p> <p><span>Einnig stendur Ísland sig vel</span> <span>að því er varðar skattlagningu einstaklinga og fyrirtækja. Þannig er tekjuskattshlutfall fyrirtækja hér á landi það næst lægsta af því sem ríkir í löndunum í kring um okkur: Einungis Írland er með lægra tekjuskattshlutfall fyrirtækja. Hið sama gildir um tryggingagjöld og önnur launatengd gjöld. Þar erum við fyllilega samanburðarhæf við nágrannalöndin. Íslenskt skattkerfi hefur verið metið mjög framarlega í samanburði við önnur lönd: það einkennist af breiðum skattstofnum, lágum skatthlutföllum og fáum frádráttarliðum og gefur þannig fremur litla möguleika til skattaskipulagningar, en slíkt er talið gæðamerki.</span></p> <p>Með vísan til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar sem gefin var út í tengslum við gerð kjarasamninga í maí sl. vor er sá árangur sem náðst hefur ekki síst að þakka nánu samráði og samvinnu stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins, og mun ég ekki liggja á liði mínu<span>&#160;</span> í þeim efnum sem fjármálaráðherra<span>&#160;</span> á komandi mánuðum. Í yfirlýsingunni er meðal annars fjallað um skatta á fyrirtæki og nauðsynlegar breytingar á því sviði sem í flestu hafa gengið eftir eða eru í vinnslu í góðri sátt og samvinnu aðila. Sem dæmi er starfandi vinnuhópur aðila sem ætlað er að fjalla um reglur um þunna eiginfjármögnun, sem fjallað verður síðar um á þessum fundi, en reiknað er með að tillögur hans liggi fyrir innan fárra vikna. Mín skoðun er sú að vinna sem þessi sé fordæmi til eftirbreytni. Í því sambandi er rétt að nefna að ég hef óskað eftir stöðumati frá starfshópi sem forveri minn skipaði til að endurskoða íslenska skattkerfið, í því skyni að fá betri yfirsýn yfir það sem þegar hefur verið gert og hvort frekari breytinga sé þörf. Að henni fenginni mun ég taka ákvörðun um það hvernig á því starfi verði haldið næstu mánuði, en í mínum huga er ljóst að sú vinna eigi sér staða í nánu samráði við aðila vinnumarkaðarins, jafnt launþega sem atvinnurekendur. Þar með taldir þeir aðilar sem standa að þessum morgunverðarfundi sem ég hlakka til að vinna með á komandi mánuðum.</p> <p>Takk fyrir og gangi ykkur vel.</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p> <p>&#160;</p>

2012-02-10 00:00:0010. febrúar 2012Ræða fjármálaráðherra við opnun Verne gagnavers

<p><strong>Ágætu gestir / Ladies and gentlemen,</strong></p> <p>First I would like to say a few words in English for the English speaking stakeholders of Verne Global. On behalf of the Icelandic government I would like to congratulate you on this pleasant moment. &#160;The Data Center project at Ásbrú has been in preparation since 2007 and there have indeed been various obstacles to overcome on the way. I can for example mention one financial meltdown and two volcanic eruptions. Nevertheless you are still here and we are grateful for that and for your sincere commitment in seeing this project through. This project is indeed an inspiration for us all to continue our work on the restructuring of new industries and job creation in Iceland, in full harmony with the environment and society.</p> <p><strong>Ágætu gestir,</strong></p> <p>Oft er bent á þá staðreynd að græna orkan, sem við Íslendingar erum svo rík af hafi byggt upp tiltölulega einhæft atvinnulíf, hingað til a.m.k.<span>&#160;</span> Það má til sanns vegar færa og því er tilkoma gagnaversiðnaðar á Íslandi sérlega ánægjuleg tíðindi enda er græn orka ein helsta forsenda þess að þessi tegund iðnaðar eða þjónustu ratar hingað til lands.<span>&#160;</span> Tilkoma alþjóðlegs gagnaversiðnaðar á Íslandi er í fullu samræmi við hina nýju heildstæðu orkustefnu sem unnið hefur verið að undanfarin ár og var nýlega lögð fram til kynningar á Alþingi.</p> <p>Einnig fellur slíkur iðnaður vel að þeirri stefnumótun sem unnið er að varðandi beina erlenda fjárfestingu á Íslandi. Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum unnið markvisst að því að kynna Ísland sem áhugaverðan kost fyrir alþjóðleg gagnaver og er nú ánægjulegt að sjá þetta alþjóðlega gagnaver taka formlega til starfa. Við erum vongóð um að gagnaver Verne að Ásbrú verði ákveðinn ísbrjótur því ljóst er að möguleikar okkar eru miklir á þessu sviði.</p> <p>Önnur forsenda verkefnisins er svo blessuð norðanáttin, sem við formælum þegar hún bítur okkur hressilega í kinnarnar.<span>&#160;</span> En eins og þekkt er þá hefur búnaður þessa iðnaðar mikla kæliþörf og því er náttúrulegur kuldi honum mikill ávinningur.<span>&#160;&#160;</span> Hafandi alist upp á vindasömum stöðum, bæði yst á Snæfellsnesi og svo í Garðinum hefur mér aldrei dottið í hug að kaldviðrinu væri hægt að koma í verð með þessum hætti.<span>&#160;</span> Ætli Einari Ben hafi dottið slíkt í hug?</p> <p>Í þriðja lagi byggir gagnaversiðnaðurinn á góðum og öruggum tengingum við ummheiminn.&#160; En með lagningu Danice gagnakapalsins til Jótlands fyrir nokkrum árum var hrundið úr vegi þeirri ógn sem stafaði af ótryggri tengingu.</p> <p>Fyrir hartnær tveimur árum tóku gildi lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi.<span>&#160;</span> Fyrir þá tíð voru slíkir samningar þungir í vöfum og þurftu samþykki Alþingis í hvert sinn.<span>&#160;</span> Eingöngu allra stærstu fjárfestingarnar gátu farið þá leið.<span>&#160;</span> Með hinum nýju lögum er regluverkið orðið mun gegnsærra og með markvissari hætti stuðlað að eflingu nýfjárfestingar í landinu. Verne Global var eitt fyrstu fyrirtækjum til að nýta sér þessi lög en í september á síðasta ári undirrituðu stjórnvöld fjárfestingarsamning við Verne vegna verkefnisins. Þrír aðrir fjárfestingarsamningar hafa verið undirritaðir á grundvelli nýju laganna og eru 10 nýfjárfestingarverkefni til meðferðar í stjórnkerfinu.</p> <p>Ég vil einnig nefna að þessa dagana stendur yfir endurskoðun á löggjöf um virðisaukaskatt þessa iðnaðar til að tryggja samkeppnishæfni hans á alþjóða vettvangi.<span>&#160;</span> Fjármálaráðuneytið hefur einmitt notið liðsinnis starfsmanna Verne Global og fleiri fyrirtækja á þessu sviði við smíði þeirrar löggjafar.<span>&#160;</span> Það er von okkar að með löggjöfinni verði umgjörð þessa iðnaðar það aðlaðandi að Ísland eigi raunhæfan möguleika á að verða miðstöð gagnaversiðnaðar.<span>&#160;</span> En eins og fram hefur komið í fjölmiðlum ætlar Landsvirkjun sér stóra hlutdeild í þessum markaði.</p> <p>Þrautseigja þess fólks sem að gagnaveri Verne Global standa er aðdáunarverð.<span>&#160;</span> Heil fjármálakreppa á heimsvísu, gjaldeyrifhöft eða eldgos í tvígang hefur ekki hróflað við áætlun þeirra.<span>&#160;</span> Með áræðni og úthaldi hefur ætlunarverkið tekist, og nú erum við hér saman komin til að fagna þessum merka áfanga.</p> <p>Með tilkomu þessa gagnavers má segja að Íslenski gagnaversiðnaðurinn hafi slitið barnaskónum og orðið að unglingi.<span>&#160;</span> Það er von ríkisstjórnarinnar að við séum aðeins að byrja á langri vegferð við að byggja upp nýja tegund tækniiðnaðar.<span>&#160;</span></p> <p>Ég vil að lokum óska sveitungum mínum og nágrönnum hér á áhrifasvæði sveitafélagsins Garðs til hamingju með þessi tímamót.&#160;</p> <p>Þetta er góð byrjun.</p>

2012-01-19 00:00:0019. janúar 2012Lækkun skattbyrðar - grein fjármálaráðherra

<p>Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, birti grein í Fréttablaðinu þann 18. janúar. Greinin fjallar um samanburð á tekjuskattbyrði einstaklinga síðastliðin ár og hversu mikilvægt það er að þeir útreikningar og forsendur sem notast er við í skattaumræðunni séu réttir. Greinina má lesa hér.<br /> </p> <blockquote> <p>Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður skrifar grein í Fréttablaðið í fyrradag þar sem hann ber saman tekjuskattbyrði einstaklinga fyrir árin 2009 annars vegar og 2012 hinsvegar.&#160; Í skrifum sínum gerir Tryggvi Þór þau algengu mistök að reikna áhrif tekjuskattsþreps á þann hluta tekna sem eru undir tekjuskattsþrepinu og fær því út nokkuð bjagaða mynd.&#160; Þannig reiknar hann hæstu tekjuskattsprósentu á einstakling með 800 þúsund krónur í mánaðarlaun á alla upphæðina í stað þess að reikna hátekjuprósentuna á það sem hann fær umfram 704.367 krónur. Til viðbótar gleymir hann í útreikningum sínum hækkun persónufrádráttar sem tók gildi nú um áramótin.</p> <p>Línuritið sem Tryggvi Þór birtir er hinsvegar mjög gagnlegt fyrir umræðuna ef það er haft rétt. Þess vegna fylgir slík útgáfa hér borin saman við niðurstöður Tryggva Þórs (TÞH) &#160;</p> <p>Eins og sést á línuritinu þá hefur skatthlutfall&#160; á meðal- og lægritekjur lækkað, en aukist á hærri tekjur&#160; líkt og haldið hefur verið fram og stutt með útreikningum fjármálaráðuneytis,fræðimanna, Hagstofunnar og í úttekt Tíundar, tímariti Ríkisskattstjóra Það er því ljóst að&#160; skattbyrði flestra hefur tvímælalaust lækkað eftir að ráðist var í skattkerfisbreytingar í tíð núverandi ríkisstjórnar og auknar byrðar settar á hærri tekjur. Fullyrðingar Tryggva Þórs um að skattbyrði allra hafi aukist eru rangar.&#160; &#160;</p> <p>Umræðan um skattamál hér á landi er mikils virði ef útreikningar og forsendur&#160; sem notast er við eru réttar. Skattborgarar eiga skilið vandaða umræðu um þetta mikilvæga mál.</p> <p>Oddný G. Harðardóttir<br /> Fjármálaráðherra<br /> <br /> </p> <p><img class="borderc" src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/frettir/skattbyrdi.jpg" alt="Samanburður á skattbyrði áranna 2012 og 2009" title="Samanburður á skattbyrði áranna 2012 og 2009" /><br /> </p> </blockquote> <br />

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira