Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Katrínar Júlíusdóttur


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2005-04-07 00:00:0007. apríl 2005Ávarp fjármálaráðherra, Geirs H. Haarde á SBV deginum sem haldinn var á Hótel Nordica, 7. apríl 2005.

<p><strong>FJÁRMÁLARÁÐHERRA</strong></p> <p><strong>GEIR H. HAARDE</strong></p> <p style="text-align: right;"><strong>- Hið talaða orð gildir -</strong></p> <p style="text-align: center;"><strong>SBV dagurinn</strong></p> <p style="text-align: center;"><strong>Hótel Nordica, 7. apríl 2005</strong></p> <p style="text-align: center;"><strong>Ávarp fjármálaráðherra</strong></p> <p style="text-align: justify;">Ágætu fundargestir,</p> <p style="text-align: justify;">Ég vil byrja á því að óska ykkur til hamingju með SBV daginn. Það er ánægjulegt að fá tækifæri til að segja hér nokkur orð. Þó svo að málefni ykkar aðildarfyrirtækja heyri ekki með beinum hætti undir mitt ráðuneyti er óhjákvæmilegt að leiðir liggi saman af ýmsu tilefni. Hið almenna skattumhverfi fyrir atvinnureksturinn í landinu, sem er eitt meginviðfangsefni míns ráðuneytis, skiptir til dæmis gríðarmiklu fyrir ykkar starfsemi. Það er mikilvægt að á milli fjármálaráðuneytisins og stofnana þess og fjármálafyrirtækja landsins sé sem best samstarf og heiti ég á alla aðila að stuðla að því.</p> <h4 style="text-align: justify;">Breytingar á fjármálamarkaði</h4> <p style="text-align: justify;">Það er ekki ofsagt að mikil breyting hefur orðið á fjármálamarkaði á Íslandi undanfarin ár. Þegar hugsað er til baka er í raun með ólíkindum hversu mikil umbylting hefur orðið á skömmum tíma. Ég man sem gamall starfsmaður Seðlabankans eftir því hvernig gengi krónunnar var handstýrt frá degi til dags samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar sem ákvað jafnframt alla vexti í landinu. "Gjaldeyrisdeild bankanna", "langlánanefnd", "gjaldeyriseftirlitið" o.m.fl. af skyldum toga tilheyra liðinni tíð og svo er um fjölmargt fleira sem hamlaði eðlilegri framþróun bankakerfisins.</p> <p style="text-align: justify;">Mestu breytingarnar hafa orðið nú á allra síðustu árum, en það er aðeins rúmur áratugur síðan segja má að fjármálakerfið hafi í raun verið markaðsvætt.</p> <p style="text-align: justify;">Það gerðist í fyrsta lagi með því að frjáls verðmyndun á fjármagni, vaxtafrelsi, var innleitt og vöxtunum látið eftir að stýra framboði og eftirspurn á lánsfé. Þetta knúði á um aukna skilvirkni sem ýtti m.a. undir sameiningar fjármálastofnana, þannig að nú eru hér þrír sterkir viðskiptabankar í stað sjö áður, auk þess sem sparisjóðum hefur fækkað, fjárfestingarlánasjóðir hafa að mestu runnið inn í bankana, og lífeyrissjóðir hafa orðið sterkari og öðruvísi þátttakendur á þessum markaði.</p> <p style="text-align: justify;">Í öðru lagi hefur afnám hafta af fjármagnsflæði milli landa orðið til þess að bankarnir hafa getað sótt á erlenda markaði bæði eftir lánsfé en einnig fjárfestingum og útlánatækifærum. Hin margrómaða útrás hefur þannig ekki farið fram hjá neinum. Erlend viðskipti viðskiptabankanna eru nú meiri en innlend í heildarumsvifum þeirra og þannig hafa þeir gjörbreytt starfi sínu og mörkuðum á örfáum árum.</p> <p style="text-align: justify;">Stærsta breytingin á síðustu árum var svo án efa einkavæðing bankanna, Landsbankans og Búnaðarbankans. Hygg ég að flestir séu nú sammála um að það hafi verið stórt skref í þróun heilbrigðs fjármálamarkaðar, þó svo að hugmyndafræðin sem slík hafi á sínum tíma ekki átt upp á pallborðið hjá ýmsum stjórnmálamönnum – og eigi svo sem ekki enn. Hins vegar er fátt jafn ánægjulegt í stjórnmálum og að fylgjast með því þegar góð hugmynd nær fótfestu og sigrar í hugmyndabaráttunni. Þannig er því farið með hugmyndina að baki einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Ég tel víst að enginn vildi nú snúa aftur til þess tíma þegar fjármálastarfsemin laut pólitískum yfirráðum. Sá tími er sem betur fer liðinn. En um leið og bankarnir hafa fengið aukið frelsi og lúta nú lögmálum markaðarins og kröfum hluthafa en ekki boðum stjórnvalda, fylgir því frelsi einnig mikil samfélagsleg ábyrgð.</p> <p style="text-align: justify;">Athygli vekur að efnahagsreikningur innlánsstofnana sem nam rúmum 70% af vergri landsframleiðslu 1998 er komin í nær 240% á árinu 2004. Þetta eitt lýsir umbyltingu fjármagnsmarkaðsins betur en flest annað. Sömuleiðis hefur samsetning skuldahliðarinnar breyst mikið. Árið 1998 námu innlán um 55% af heildarniðurstöðu efnahagsreikningsins, en voru komin niður í 26% árið 2004. Á móti hefur fjármögnun í gegnum lántökur og verðbréfaútgáfu undið upp á sig, úr 41% í 63% á sama tímabili.</p> <p style="text-align: justify;">Bankarnir hafa þannig þanist út á mjög skömmum tíma og í nær hverri viku berast fréttir af nýjum, krefjandi verkefnum sem óhugsandi hefði verið að þeir hefðu getað tekið að sér fyrir ekki svo löngu síðan. Þarf ég ekki að nefna dæmi um slíkt á þessum vettvangi, en afl bankanna til stórræða hefur vaxið svo um munar og kemur það öllu atvinnulífi í landinu til góða. Það er afar mikilvægt fyrir íslenskt efnahagslíf að bankarnir séu orðnir svo sterkir og ástæða til að óska þeim til hamingju með hversu öflugir þeir eru orðnir á erlendri grund. Ég sé fyrir mér að þeir geti í framtíðinni gegnt lykilhlutverki við að laða erlenda fjárfesta til landsins og veita þeim þjónustu. Ég teldi fara vel á því að næsta stórverkefni í því efni tengdist sölunni á hlut ríkisins í Landssímanum hf. sem kynnt var í vikunni.</p> <h4 style="text-align: justify;">Íbúðalánasjóður og bankarnir</h4> <p style="text-align: justify;">Bankarnir komu á síðasta ári með myndarlegum hætti í fyrsta sinn inn á markaðinn fyrir fasteignaveðlán í beinni samkeppni við Íbúðalánasjóð. Lánsviðskipti á þessum markaði eru að mínum dómi eðlileg framþróun fyrir bankana og breikka grunn útlána þeirra á sviði, þar sem áhætta er tiltölulega lítil. Jafnframt er þessi þróun mjög í takt við það sem tíðkast hefur í nálægum löndum. Ekki er vafi á því að einkavæðing bankanna, aukin stærð þeirra og styrkur í kölfarið, á stóran þátt í því að þeir töldu sér óhætt að leggja út á þessa nýju braut. Með þeirri vaxtalækkun á langtímalánum til fasteignaviðskipta, sem þessari þróun fylgdi, má segja að einkavæðingin hafi með beinum hætti bætt lífskjörin í landinu. Það sjáum við einnig fyrir okkur varðandi sölu Símans þótt í öðru formi verði. Þess vegna er erfitt að koma auga á rökin gegn slíkum breytingum.</p> <p style="text-align: justify;">Framvindan á íbúðalánamarkaðnum vekur upp spurningar um eðlilega verkaskiptingu milli hins ríkisrekna Íbúðalánasjóðs og bankanna. Sjóðurinn mun vissulega áfram hafa mikilvægu hlutverki að gegna en ég tel eðlilegt að hlutur hans beinist í framtíðinni í meira mæli að félagslegum þáttum og þeim landshlutum sem markaðurinn sýnir minni áhuga. Slík breyting er úrlausnarefni á hinum pólitíska vettvangi og fara þarf vandlega yfir alla þætti þess máls, m.a. með hliðsjón af þeim gríðarlegu ábyrgðum sem hvíla á ríkissjóði vegna Íbúðalánasjóðs. Að mínu mati er rétt að gaumgæfa þessi mál á næstunni í ljósi þeirra miklu og ófyrirséðu breytinga sem hafa orðið á þessu sviði undanfarna mánuði. Athyglisvert verður einnig að fylgjast með næstu skrefum bankanna og hvernig þeir vinna áfram úr stöðu sinni á þessum markaði.</p> <p style="text-align: justify;">Ég vil segja um þessi mál að endingu að það verður að ætlast til þess af bönkunum – og vísa ég þá til þess sem ég áður sagði um samfélagslega ábyrgð - að þeir leggi sitt af mörkum með skynsamlegri ráðgjöf til sinna viðskiptavina, til að koma í veg fyrir að heimilin í landinu steypi sér í stórum stíl út í óviðráðanlegar skuldir til að fjármagna neyslu líðandi stundar.</p> <p style="text-align: justify;">Góðir fundarmenn,</p> <h4 style="text-align: justify;">Rafræn skilríki</h4> <p style="text-align: justify;">Ég vil hér í lokin greina frá ágætu verkefni um rafræn skilríki sem unnið hefur verið í góðri samvinnu fjármálaráðuneytisins og SBV. Á vegum ríkisins hefur verið rekið tilraunaverkefni með rafræn skilríki í á þriðja ár, þar sem safnast hefur verðmæt reynsla ásamt því að byggð hefur verið upp vottunar- og skráningarstöð rafrænna skilríkja. Í tengslum við þetta verkefni hefur verið unnið að samningu vottunarstefnu fyrir íslenskt dreifilyklakerfi að erlendri fyrirmynd. Íslenska bankakerfið hefur að sama skapi lagt í mikinn kostnað við útfærslu ýmissa tilraunaverkefna sem tengjast útgáfu og notkun rafrænna skilríkja. Í október á síðasta ári, þegar fyrir lá að bankarnir hyggðust taka í notkun greiðslukort búin örgjörvum sem gætu borið rafræn skilríki, óskaði ráðuneytið eftir samstarfi við fjármálastofnanir um útbreiðslu rafrænna skilríkja. Samtök ykkar tóku þeirri málaleitan afar vel og í kjölfarið var sett á laggirnar samstarfsnefnd ráðuneytisins og SBV. Nú hefur nefndin lokið störfum og leggur til að aðilar undirriti viljayfirlýsingu um samstarf um rafræn skilríki í tengslum við greiðslukort viðskiptabankanna og um vinnu að undirbúningi dreifilyklakerfis. Stefnt er að undirritun þessari á næstunni. Ég lýsi ánægju minni með að þetta mikilvæga mál sé komið í svo góðan farveg. Ég bind miklar vonir við að þetta muni verða til þess að auka aðgengi borgaranna að upplýsingum og þjónustu ríkisins og einnig til þess að auka skilvirkni og hagræði í opinberum rekstri, ásamt því að leggja grundvöll að auknum rafrænum viðskiptum. Ég vil þakka samtökum ykkar gott samstarf í þessu máli.</p> <p style="text-align: justify;">Ég vil að lokum óska ykkur góðs gengis í störfum ykkar hér í dag og fyrirtækjum ykkar óska ég áframhaldandi velgengni í þeirra mikilvægu störfum í þágu íslensks þjóðfélags.</p>

2005-03-09 00:00:0009. mars 2005Arðsemi opinberrar stjórnsýslu - ávarp fjármálaráðherra

<p>FJÁRMÁLARÁÐHERRA</p> <p>GEIR H. HAARDE</p> <p>- Hið talaða orð gildir -</p> <p style="text-align: center;">Setningarávarp á ráðstefnu</p> <p style="text-align: center;">fjármálaráðuneytis, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands um arðsemi opinberrar stjórnsýslu</p> <p style="text-align: center;">Grand Hótel Reykjavík, 9. mars 2005</p> <p style="text-align: justify;">Fundarstjóri, góðir ráðstefnugestir.</p> <p>Það er mér mikil ánægja að ávarpa ykkur á þessari ráðstefnu sem haldin er í samvinnu fjármálaráðuneytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða við Háskóla Íslands undir yfirskriftinni <em>"Arðsemi opinberrar stjórnsýslu"</em>. Vil ég færa aðstandendum ráðstefnunnar þakkir fyrir að efna til hennar, enda tel ég afar mikilvægt að gæði og skilvirkni opinberrar stjórnsýslu sé stöðugt til umfjöllunar og endurmats.</p> <p>Vel rekin fyrirtæki á einkamarkaði meta með reglubundnum hætti tilgang sinn, hlutverk og markmið og mæla gæði þjónustu sinnar og starfsemi. Tilgangurinn er jafnan sá að halda viðskiptavinum sínum, fjölga þeim eftir megni og jafnframt að auka tekjur sínar og beina arðsemi. Fyrirtæki beita í þessu skyni ýmsum úrræðum, eitt af þeim er aðferðafræði árangursstjórnunar og mörg hver ákveða að einbeita sér að þeirri starfsemi sem þau eru best fær um að sinna í stað þess að dreifa kröftunum.</p> <p>Fyrir meira en áratug fór að bera á auknum kröfum um að stjórnsýslan setti sér skýr markmið líkt og í einkarekstri, endurmæti tilgang sinn og þjónustu gagnvart almenningi og atvinnulífi og mæti með reglubundnum hætti árangur og afrakstur. Það sjónarmið náði fótfestu að beitt skyldi sambærilegu rekstrarfyrirkomulagi og stjórnháttum og tíðkuðust í fyrirtækjum, þar sem viðbragðsflýtir, sveigjanleiki og þjónustulund væru í hávegum höfð. Ólíkt fyrirtækjum á samkeppnismarkaði skyldi það ekki vera keppikefli hins opinbera að vaxa, auka tekjur eða ná fram beinum arði. Tilgangurinn væri miklu fremur sá að bæta þjónustuna með minni tilkostnaði, að ná fram aukinni skilvirkni og þar með bæta nýtingu skattfjár. Þetta þýddi einnig hugarfarsbreytingu í þá veru að stjórnsýslan væri fyrir almenning, en ekki öfugt.</p> <p>Í höfuðdráttum hefur þróun ríkisrekstursins síðasta áratuginn verið einmitt þessi. Krafan um stöðugar endurbætur í þessa veru er þó enn til staðar og á að sjálfsögðu að vera viðvarandi. Krafan um skilvirkari stjórnsýslu er jafnframt krafa um aukna arðsemi fyrir þjóðfélagið í heild.</p> <p>En þrátt fyrir miklar breytingar á umhverfi stjórnsýslunnar undanfarin ár hefur skort á ákveðna heildarsýn varðandi umbætur í íslenskri stjórnsýslu. Tími er kominn til þess að endurskoða og einfalda stjórnsýsluna og tryggja þannig áframhaldandi gæði hennar.</p> <p>Í dag einkennist stofnanakerfið af mörgum og fámennum stofnunum. Vegna þessa er hlutfallslegur kostnaður þeirra við yfirstjórn hár, en það hefur jafnframt í för með sér að færri starfsmenn ná að sinna kjarnaverkefnum, almennri stjórnsýslu og þjónustu í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til þjónustu stjórnsýslunnar í dag. Litlar stjórnunareiningar eiga að sama skapi erfiðara með að sinna fjármálastjórn og starfsmannamálum. Þá getur hinn mikli fjöldi stofnana hamlað því að góð og skilvirk lausn fáist á einstökum málum og leitt til tvíverknaðar varðandi þætti eins og söfnun upplýsinga. Ríkið sinnir einnig í dag fjölmörgum verkefnum sem aðrir aðilar væru færir um að sinna jafnvel eða betur, þó svo ríkið greiddi eftir sem áður fyrir verkefnin.</p> <p>Því er tímabært að endurskoða stofnanakerfið og rekstur verkefna ríkisins m.a. með það að markmiði að flytja verkefni til einkaaðila, t.d. með þjónustusamningum og útboðum, þar sem það er talið henta ásamt því að stækka stofnanir og auka samstarf þeirra í milli varðandi ýmsa þætti sem í dag er sinnt í mörgum smáum einingum. Breytingar sem þessar þurfa að taka tillit til fjölmargra sjónarmiða s.s. byggðasjónarmiða og mega ekki rýra gæði íslenskrar stjórnsýslu. Markmiðið með þeim er ekki að gera breytingar breytinganna vegna. Markmiðin þurfa að vera einfaldari og skilvirkari stjórnsýsla sem byggir á hagkvæmum lausnum, þar sem borgurum og fyrirtækjum er veitt betri þjónustu um leið og haldið er í grunngildi stjórnsýslunnar um réttsýni, jafnræði og málefnaleg sjónarmið. Þannig verður arðsöm stjórnsýsla best tryggð.</p> <p>Í ljósi þessa ákvað ríkisstjórnin að setja á fót framkvæmdanefnd sem hefur það að markmiði að endurskoða stofnanakerfi og rekstur verkefna ríkisins. Nefndinni, sem hóf störf í október sl., er ætlað að koma með tillögur og fylgja eftir ákvörðunum um breytingar innan stjórnsýslunnar með hliðsjón af þeim markmiðum sem ég nefndi hér að framan um skilvirkni, hagkvæmni og betri þjónustu. Framkvæmdanefndin hefur notað fyrstu mánuðina m.a. til þess að skoða stöðuna eins og hún er dag. Hún hefur útbúið gátlista fyrir ráðuneyti og stofnanir til þess að meta verkefni sem ráðuneyti og stofnanir eru að sinna eða til stendur að þau byrji að sinna og nefndin hefur sett vinnu í gang sem miðar að því að styrkja ríkið sem kaupanda við gerð þjónustusamninga við aðila utan ríkiskerfisins. Nefndin mun síðan með tíð og tíma í samvinnu við ráðuneyti og stofnanir vinna að sérstökum breytingum á stofnanakerfinu til hagsbóta fyrir samfélagið. Breytingar sem þessar gerast ekki á einni nóttu og þarf að skoða vel alla möguleika áður en lagt er af stað. Ekki er ráðgert að kollvarpa kerfinu sem reynst hefur í stærstum dráttum vel heldur draga lærdóm af því sem gert hefur verið, styrkja það sem vel er gert og bæta þá þætti sem betur mega fara.</p> <p>Góðir ráðstefnugestir.</p> <p>Mikilvægt er að við öll sem störfum í stjórnsýslunni vinnum saman að því að gera hana betri. Sú vinna hefur ekki skýran endapunkt heldur þarf stöðugt að sinna henni. Framsýni og þor okkar sem vinnum í stjórnsýslunni til þess að ræða og ráðast í breytingar er forsenda þess að stjórnsýslan fylgi eftir þróun þjóðfélagsins og auðveldi borgurunum og fyrirtækjum að sigla farsællega inn í framtíðina. Stjórnsýsla sem hræðist breytingar og lítur á sjálfa sig sem upphaf og endi alls sem gerist í samfélaginu er hamlandi fyrir nýsköpun og kjark. Einföld, skilvirk og framsýn stjórnsýsla sem auðveldar fólkinu og fyrirtækjunum í landinu að ná árangri stuðlar best að aukinni arðsemi í samfélaginu. Þannig stjórnsýslu viljum við halda áfram að byggja upp á Íslandi.</p> <p>Með þessum orðum lýsi ég þessa ráðstefnu setta og óska ykkur góðs gengis í störfum ykkar hér í dag.</p>

2005-03-09 00:00:0009. mars 2005Setningarræða á ráðstefnu IMG Stefnumiðað árangursmat – sýnilegur árangur í opinberum rekstri Nordica Hótel, 9. mars 2005.

<p><strong>FJÁRMÁLARÁÐHERRA</strong></p> <p><strong>GEIR H. HAARDE</strong></p> <p align="right"><strong>- Hið talaða orð gildir -</strong></p> <h2 align="center">Setningarræða á ráðstefnu IMG</h2> <h2 align="center">Stefnumiðað árangursmat &ndash; sýnilegur árangur í opinberum rekstri</h2> <h4 align="center">Nordica Hótel, 9. mars 2005</h4> <p align="justify">Góðir fundarmenn,</p> <p>Það er ánægjulegt að fá að ávarpa þessa ráðstefnu um árangur í opinberum rekstri. Á undanförnum árum hefur verið unnið markvisst að því að bæta árangur í opinberum rekstri og innleiða nýjar aðferðir við stjórnun með það að markmiði að gera ríkisreksturinn hagkvæmari og skilvirkari um leið og þjónusta við borgarana er bætt. Fjármálaráðuneytið hefur haft forgöngu um innleiðingu markvissrar árangursstjórnunar og gaf ráðuneytið m.a. á síðasta ári út leiðbeiningarrit fyrir stofnanir ríkisins um það efni.</p> <p>Ríkisstjórnin leggur áherslu á að ríkisrekstur sé árangursdrifinn, þannig að reynt sé að meta hverju starfsemin skilar og hvaða áhrif hún hefur á samfélagið. Þannig hefur verið lögð aukin áhersla á að þeir sem stýra ríkisstofnunum móti starfsemina með þeim hætti að hún skili sem mestum árangri um leið og leitast er við að ná fram jafnvægi milli þess ávinnings sem ríkisreksturinn skilar og þess fjármagns sem úthlutað er til hans.</p> <p>Þegar skilgreint er hvaða árangri sóst er eftir þarf að gæta jafnvægis milli ólíkra hagsmunahópa, fyrst og fremst notenda þjónustunnar og skattgreiðenda. Þess er því vænst að stofnanir hafi að leiðarljósi hagkvæma notkun aðfanga til rekstrarins, veiti skilvirka þjónustu og skili góðum afköstum en reyni síðast en ekki síst að tryggja framkvæmd þeirrar stefnu sem stofnuninni hefur verið falið að vinna að. Innleiðing árangursstjórnunar, sveigjanleiki í rekstri og jákvætt viðhorf auðveldar stofnunum að takast á við þessar aðstæður.</p> <p>Þegar lagt var af stað með árangursstjórnun árið 1996 var eftirfarandi tilhögun höfð að leiðarljósi.</p> <ol> <li>Markviss stefnumótun til langs tíma varðandi málaflokka ráðuneyta og rekstur stofnana á grundvelli stefnu stjórnvalda í ríkisfjármálum.</li> <li>Gerð rammasamninga milli stofnana og hlutaðeigandi ráðuneyta sem skapi stofnunum nauðsynleg skilyrði til að skipuleggja rekstur sinn til lengri tíma.</li> <li>Bætt áætlanagerð stofnana til langs og skamms tíma þar sem fram komi meðal annars markmið og forgangsröðun verkefna.</li> <li>Setning mælanlegra markmiða til nota við stjórnun og mat á árangri.</li> <li>Einföldun ársskýrslugerðar stofnana, mat á árangri og aukin hvatning.</li> </ol> <p align="justify">Þessir þættir eru enn í fullu gildi.</p> <p>Við innleiðingu árangursstjórnunar er mikilvægt að stofnanir og ráðuneyti yfirfari og móti skýran farveg fyrir samskipti sín á milli og skerpi á gagnkvæmum skyldum. Þetta hefur verið gert með því að setja á blað helstu áherslur í starfi stofnana til nokkurra ára í rammasamningi, svonefndum árangursstjórnunarsamningi. Ekki er um að ræða eiginlegan samning þar sem ábyrgð ráðherra og forstöðumanns á rekstri stofnunar breytist ekki, heldur eru þar settar fram helstu áherslur ráðuneytisins varðandi þau verkefni sem stofnuninni hefur verið falið að sinna og hlutverk hennar og nokkur helstu markmið í starfseminni eru skilgreind. Árangursstjórnunarsamningurinn verður þannig veganesti fyrir stefnumótun og áætlanagerð stofnunar.</p> <p>Hugmyndin er því sú að á grunni árangursstjórnunarsamnings vinni stofnanir að sinni innri stefnumótun og setji hana fram í langtímaáætlun til 3-5 ára. Í áætluninni skilgreini stofnunin framtíðarsýn sína ásamt því að setja fram helstu markmið og mælikvarða sem hafa áhrif á það hvort stofnunin nær þeim árangri sem stefnt er að á tímabilinu. Stefnumótun stofnunarinnar miðar fyrst og fremst að því að uppfylla hlutverk hennar í samfélaginu en er jafnframt lýsing á því hvernig stofnunin hyggst veita góða þjónustu og nýta fjármuni hins opinbera.</p> <p>Á grundvelli slíkrar langtímaáætlunar er stofnunum síðan uppálagt að gera ársáætlun með markmiðum og mælikvörðum fyrir starfsemina með hliðsjón af markaðri stefnu í langtímaáætlun og þeim fjárveitingum sem ætlaðar eru til rekstursins samkvæmt fjárlögum hverju sinni. Slík áætlanagerð kallar á forgangsröðun þar sem í flestum tilvikum er ekki hægt að sinna öllum verkefnum af sama krafti.</p> <p>Að lokum er mikilvægt að allar stofnanir taki saman í lok hvers árs stutta lýsingu á þeim árangri sem náðst hefur í starfseminni á árinu sem var að líða og beri hann saman við þær forsendur sem settar voru fram í ársáætlun og skýri frávik. Það auðveldar stofnunum að meta hversu raunhæfar áætlanirnar voru, hvernig stjórnunin hefur verið á einstökum þáttum og hjálpar stjórnendum þannig að læra af reynslunni og gera betur.</p> <p>Þótt áætlanir og skýrslur séu fyrst og fremst tæki stofnana til þess stunda faglega stjórnun þurfa þær einnig að ganga til ráðuneyta svo að þau geti uppfyllt eftirlitsskyldur sínar með því fylgjast með því hvort markaðri stefnu sé framfylgt og í kjölfarið meta árangur af starfsemi stofnana.</p> <p>Árangurstjórnun krefst þannig breyttrar nálgunar við stjórnun. En árangursstjórnun krefst jafnframt breytinga á því hvernig ráðuneytin stunda samskipti við stofnanir sínar á grundvelli þess ferlis sem að framan er lýst. Á síðustu árum hefur stefnumótunarhlutverk ráðuneyta verið að aukast um leið og dagleg afgreiðsluverkefni hafa í auknum mæli verið flutt til stofnana. Þegar talað er um árangursstjórnun innan ráðuneyta er í stórum dráttum átt við þrennt: a) Að ráðuneyti móti heildarstefnu í málaflokkum til lengri tíma sem síðan er að stærstum hluta framkvæmd og árangursmæld í stofnunum. b) Að ráðuneyti taki efnislega afstöðu til þeirra áætlana sem stofnanir leggja fram og hafi þær til hliðsjónar þegar unnið er að forgangsröðun verkefna. c) Að ráðuneyti hafi eftirlit með framvindu stefnumörkunar og endurmeti stefnuna í ljósi reynslu.</p> <p>Í upphafi var nokkur misbrestur á því að ráðuneyti sinntu þessum hlutverkum sínum og var litið á árangursstjórnun meira sem áherslumál stofnana frekar en ráðuneyta. Þetta hefur þó verið að breytast á síðustu árum og ráðuneyti eru farin að taka fullan þátt í ferli árangursstjórnunar og líta á hana sem mikilvægt tæki til þess að koma áherslum varðandi rekstur stofnana á framfæri.</p> <p>Góðir ráðstefnugestir.</p> <p>Eitt af tækjum árangursstjórnunar, sem ríkisstofnanir hér á landi hafa í auknum mæli verið tileinka sér, er kallað stefnumiðað árangursmat og er það í forgrunni þessarar ráðstefnu. Óhætt er að hvetja stofnanir til þess að kynna sér stefnumiðað árangursmat til þess að framkvæma stefnu með opnum huga, en mikilvægt er að missa um leið ekki sjónar á því af hverju við kjósum að nota eina aðferð umfram aðra. Ekki eru til neinar töfralausnir við stjórnun og það krefst vinnu og úthalds til framtíðar að ná árangri. Árangursstjórnun líkur aldrei og stöðugt þarf að endurmeta það sem gert er og skoða leiðir til þess að gera hlutina betur.</p> <p>Ég hef hér gert grein fyrir helstu áherslum ríkistjórnarinnar varðandi árangursstjórnun og mikilvægi hennar í opinberum rekstri. Allir þurfa að leggjast á eitt, starfsmenn stofnana og ráðuneyta, til þess að ferli árangursstjórnunar nái að gera stjórnsýsluna skilvirkari og betri. Þannig getur ríkið náð framúrskarandi árangri í þeim rekstri sem það sinnir hverju sinni. Ríkið sem heild sinnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu og til þess að sinna hlutverkinu af kostgæfni þurfa allar einingar þess að vinna saman að því að ná markmiðum sem mótuð eru á vettvangi stjórnmálanna. Það er von mín að þeir sem hér eru saman komnir í dag muni hafa bæði gagn og gaman af því sem hér verður rætt um.</p> <p>Með þessum orðum lýsi ég ráðstefnuna setta.</p> <br /> <br />

2005-02-03 00:00:0003. febrúar 2005Framsöguræða fjármálaráðherra á Alþingi um skýrslu starfshóps til að meta umfang skattsvika á Íslandi.

<p align="justify"><strong>FJÁRMÁLARÁÐHERRA</strong></p> <p align="right"><strong>- Hið talaða orð gildir -</strong></p> <p align="justify"><strong>GEIR H. HAARDE</strong></p> <p align="right"><strong>3. febrúar 2005</strong></p> <p align="center"><strong>Framsöguræða á Alþingi</strong></p> <p align="center"><strong>um skýrslu starfshóps til að meta umfang skattsvika á Íslandi.</strong></p> <h3>Inngangur</h3> <p align="justify">Skattsvik eru því miður ljótur blettur á okkar samfélagi. Þannig er það einnig í öðrum löndum en í okkar litla samfélagi þar sem stutt er á milli manna birtist óréttlætið sem fylgir skattsvikum með skýrari hætti en annars staðar. Skattsvik koma óorði á starfsstéttir og atvinnugreinar og gera öllum þeim sem stunda heiðarlegan atvinnurekstur erfitt fyrir í samkeppni og misbjóða heiðvirðum skattborgurum sem veigra sér ekki við að taka eðlilegan þátt í rekstri samfélagsins. Þrátt fyrir þann árangur sem þó hefur náðst í baráttu gegn svartri atvinnustarfsemi er ljóst að enn þarf að herða róðurinn.</p> <p align="justify">Í því ljósi samþykkti Alþingi ályktun í maí 2002 um að fela fjármálaráðherra að láta gera úttekt á umfangi skattsvika, skattsniðgöngu og dulinni efnahagsstarfsemi. Í þessu skyni skyldi skipa starfshóp, m.a. með aðild ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra. Í kjölfar ályktunarinnar skipaði ég þriggja manna starfshóp til að gera umrædda úttekt. Í hópinn voru skipaðir Snorri Olsen tollstjóri í Reykjavík, formaður, Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri og Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri ríkisins.</p> <p align="justify">Í erindisbréfi starfshópsins kom fram að m.a. skyldi athuga hvernig skattsvik, skattsniðganga og dulin efnahagsstarfsemi hefðu frá því að nefnd sem kannaði umfang skattsvika og skilaði skýrslu á árinu 1993, þróast eftir skatttegundum, atvinnugreinum, landsvæðum og í samanburði við aðrar þjóðir og hvert tekjutap ríkis og sveitarfélaga hefur verið af þessum sökum. Þá skyldu enn fremur kannaðar helstu ástæður skattaundandráttar og að hve miklu leyti mætti rekja hann til skattalaga annars vegar og skattframkvæmdar hins vegar. Starfshópnum var ætlað að leggja fram tillögur til úrbóta og meta hvort og á hvaða sviðum efla þurfi skatteftirlit og skattrannsóknir og hvaða ávinningi það geti skilað í auknum skatttekjum.</p> <p align="justify">Eins og erindisbréfið ber með sér var verkefnið bæði yfirgripsmikið og flókið. Upphaflega átti hópurinn að skila skýrslu fyrir 1. júlí 2003. Það tókst hins vegar ekki af ýmsum ástæðum og var skýrslan lögð fram á Alþingi þann 10. desember s.l. Ekki er unnt að rekja efni hennar í smáatriðum við þessa umræðu, heldur mun ég stikla hér á helstu atriðum og greina frá viðbrögðum við ýmsar tillögur sem í skýrslunni er að finna.</p> <h3>Helstu niðurstöður skýrslunnar</h3> <p align="justify">Ein meginniðurstaða skýrslunnar er sú að hefðbundin skattsvik í formi svartrar atvinnustarfsemi og vanframtalinna tekna hér á landi hafi farið minnkandi, en að verulegar líkur séu á að aukin skipulögð bókhaldssvik og notkun sniðgönguleiða í gegnum erlend eignarhaldsfélög og samstarfsaðila hafi aukið heildarundanskot frá skattgreiðslum. Með hinum nýju aðferðum hafa í reynd verið teknar upp nýjar skattsvikaleiðir.</p> <p align="justify">Í skýrslunni er skattsvikum skipt í þrjá flokka.</p> <p align="justify"><strong>Í fyrsta lagi</strong> er vikið að vanframtöldum tekjum og svartri atvinnustarfsemi. Talið er að skattsvik af þessum toga kunni að hafa minnkað frá síðustu úttekt. Rök fyrir þeirri ályktun eru m.a. þróun atvinnugreina, betri skattframkvæmd og upplýsingaöflun frá þriðja aðila, sem og auknar skattrannsóknir og harðari refsingar. Í skýrslunni kemur fram að áætla megi að tekjutap ríkis og sveitarfélaga vegna skattsvika í þessum flokki sé 6 &ndash; 8% af heildarskatttekjum þeirra. Á verðlagi ársins 2003 er sú fjárhæð 18 til 24 milljarðar. kr.</p> <p align="justify"><strong>Í öðru lagi</strong> er vikið að bókhalds- og framtalssvikum. Í þessum flokki eru skattsvik sem gerð eru með rangfærslum í bókhaldi og framtölum. Er það ályktun starfshópsins að slík skattsvik nemi um þriðjungi þess sem mælist sem vanframtaldar tekjur en fram kemur í skýrslunni að þess séu nokkur merki að skattsvik af þessum toga hafi aukist. Fram kemur að erfitt sé að áætla þennan þátt en talið er að undanskot vegna þessa gætu svarað til 1,5 &ndash; 2% af skatttekjum opinberra aðila sem er 4,5 &ndash; 6 milljarðar kr. á verðlagi ársins 2003.</p> <p align="justify"><strong>Í þriðja lagi</strong> er vikið að skattsvikum í gegnum erlend samskipti. Er það mat starfshópsins að skattalegt fjármálamisferli í gegnum erlenda aðila hafi aukist mikið á síðustu árum og að það valdi nú verulegu tekjutapi opinberra aðila. Telur starfshópurinn að hugsanlega geti verið unnt að áætla að skattalegt fjármálamisferli og önnur skattsvik sem tengjast fjármálaviðskiptum milli landa geti numið 1 &ndash; 1,5% af heildarskatttekjum opinberra aðila. Svarar sú fjárhæð til 3 &ndash; 4,5 milljarða kr. á verðlagi ársins 2003.</p> <p align="justify">Í skýrslunni eru settir skýrir fyrirvarar um áreiðanleika útreikninga á heildartekjutapi ríkis og sveitarfélaga. Niðurstöður starfshópsins eru byggðar á ályktunum hans um líklegar breytingar á skattsvikum hér á landi með hliðsjón af erlendum úttektum og reynslu síðustu ára í skatteftirliti og skattrannsóknum. Að gefnum þessum fyrirvörum er það niðurstaða starfshópsins að tekjutap ríkis og sveitarfélaga vegna skattsvika geti verið 8,5% til 11,5% af heildarskatttekjum. Sé miðað við verðlag og tekjur ríkis og sveitarfélaga á árinu 2003 gætu tapaðar skatttekjur hafa numið samtals 25,5 &ndash; 34,5 milljörðum kr.</p> <p align="justify">Þó að deila megi um þær aðferðir sem að baki umræddum útreikningum liggja er ljóst að um verulegar háar fjárhæðir er að ræða og það er samfélagsleg skylda okkar allra að sporna hér við fæti. Barátta við skattsvik er síður en svo einangruð við Ísland. Þetta er þvert á móti alþjóðlegt vandamál sem þjóðir heims eru að glíma við og leita leiða við að uppræta.</p> <p align="justify">Því ber að fagna ef rétt reynist að almenn skattsvik fari minnkandi. Hins vegar er ljóst af skýrslunni að langmestu hagsmunirnir liggja enn í hinni hefðbundnu svörtu atvinnustarfsemi, eða 18-24 milljarðar króna. Þetta er enn óþolandi vandamál sem taka verður á og reyna að uppræta í okkar litla þjóðfélagi. Mér þykir rétt að undirstrika þetta þar sem umfjöllun um skýrsluna og niðurstöður hennar hefur einkum snúið að öðrum þáttum, þ.e. hinum nýju skattsvikaleiðum í gegnum erlend samskipti.</p> <p align="justify">Þótt ætíð sé erfitt að hafa áhrif á viðhorf almennings til skattsvika má án efa stuðla að jákvæðara viðhorfi til skatta með fræðslu og auknum upplýsingum um ríkisfjármál. Ábyrg stefna í ríkisfjármálum, lægri skatthlutföll, sanngjörn skattheimta og skilvirk og réttlát skattframkvæmd skipta hér einnig miklu máli. Að þessu leyti hafa bæði stjórnvöld og framkvæmdaraðilar í skattkerfinu staðið sig vel. Skattframkvæmd er í grundvallaratriðum mjög góð hér á landi. Skattkerfið stendur framarlega í notkun netsins. Miklar breytingar hafa átt sér stað á síðustu árum og búast má við enn frekari umbótum í náinni framtíð. Þá hefur jafnt og þétt verið unnið að endurbótum á skattalöggjöfinni enda í raun um að ræða verkefni sem aldrei tekur enda.</p> <p align="justify">Ég vil einnig nefna nýlegar skattalækkanir ríkisstjórnarinnar á tekjuskatti einstaklinga, afnám eignarskatts og skattalækkanir á lögaðila árið 2002. Þá er fjármagnstekjuskattur lægri hér en víða annars staðar. Allt er þetta til einföldunar og ætti að stuðla að jákvæðara viðhorfi til skatta og þ.a.l. að draga úr tilhneigingu til skattsvika.</p> <p align="justify">Breytingar atvinnuhátta og sterkari fyrirtæki virðast stuðla að betri skattskilum skv. skýrslunni. Hér á landi hefur atvinnulíf verið að breytast og styrkjast á undanförnum áratug. Atvinnulífinu er nauðsynlegt að hafa svigrúm til að þróast og eflast. Að sama skapi verður skattkerfið að bregðast við breyttum aðstæðum og mikilvægt að stjórnvöld tryggi viðunandi starfsumhverfi skattyfirvalda.</p> <p align="justify">Margt af því sem í skýrslunni er nefnt sem auka kann líkur á skattsvikum verður seint á valdi stjórnvalda að sporna við. Flókin eignatengsl, alþjóðavæðing og frjálsir fjármagnsflutningar eru að flestra viti af hinu góða þó að slíkt kunni í og með að vaxa skattyfirvöldum í augum og gera þeim erfiðara fyrir. Við breyttum heimi og breyttum aðstæðum verður að bregðast og þar getur löggjafinn og framkvæmdavaldið lagt sitt af mörkum.</p> <h3 align="justify">Tillögur skýrslunnar og viðbrögð við þeim</h3> <p align="justify">Í skýrslunni er bent á ýmsar aðgerðir til að sporna við skattsvikum. Eins og ég sagði í upphafi mun ég ekki fjalla ítarlega um einstakar tillögur skýrslunnar heldur víkja almennt að nokkrum þeirra og skoða í samhengi við það starf sem unnið hefur verið í fjármálaráðuneytinu á undanförnum árum og misserum.</p> <p align="justify">Alls eru nefndar 24 tillögur um atriði sem talin eru að betur megi fara í löggjöf og skattframkvæmd. Flestar tillögurnar snúa að erlenda þættinum, þ.e. fjármálalegum samskiptum við útlönd en aðrar tillögur lúta að bættri skattframkvæmd, eftirlits- og áhættugreiningu í skattsvikamálum, breytingum á bótakerfi auk tillagna er lúta að aðgangi að upplýsingum banka um fjármálaviðskipti.</p> <p align="justify">Það er eðlilegt að margar tillögur snúi að erlenda þættinum þar sem þarna er um nýjar skattsvikaleiðir er að ræða. Þó virðist í skýrslunni gæta ákveðins ósamræmis þar sem langveigamestu hagsmunirnir lúta að hefðbundinni svartri atvinnustarfsemi, eins og fyrr var rætt. Hugsanlega er því full mikil áhersla lögð á erlenda þáttinn í skýrslunni og of lítið á þátt svartrar atvinnustarfsemi.</p> <p align="justify">Skattsvik í gegnum erlend samskipti eru ekki frekar en önnur skattsvik einangrað íslenskt fyrirbæri. Þjóðir hafa reynt að bregðast við þessu með ýmsum hætti. Þá á mikil gerjun sér stað á sviði alþjóða skattaréttar. Mikil samvinna er innan OECD um skaðlegar skattareglur sem íslensk stjórnvöld hafa tekið fullan þátt í auk alþjóðlegs samstarfs um gerð tvísköttunarsamninga, skattlagningu alþjóðafyrirtækja o.s.frv.</p> <p align="justify">Það er nauðsynlegt að fara rækilega yfir athugasemdir starfshópsins er varða flóknari reglur, misræmi og fleiri leiðir til undanskota. Ljóst er að markmið lagabreytinga á undanförnum árum hafa ekki verið að skapa leiðir til undanskota, þvert á móti hefur verið unnið að því að einfalda reglur, lækka skatthlutföll, auðvelda aðilum að skipta um rekstrarform o.s.frv.</p> <p align="center">_____________________________</p> <p align="justify">Í skýrslu starfshópsins kemur fram að með umbótum í löggjöf og skattframkvæmd sé líklegt að draga megi verulega úr skattsvikum. Breytingar á lögum og markvissar aðgerðir á sviði skattframkvæmdar geti skilað miklum fjárhagslegum ávinningi, bætt starfsskilyrði og samkeppnisstöðu heiðarlegs atvinnureksturs og aukið jafnræði meðal borgaranna.</p> <p align="justify">Í skýrslunni kemur fram að ástæða sé til að efla skattframkvæmd á ýmsan hátt. Grundvallarbreyting hafi orðið á eðli og formi skattsvika á undanförnum árum. Fram kemur í skýrslunni að skattyfirvöld hafi þegar brugðist við með breyttum áherslum í störfum sínum en sérstaklega mikilvægt sé að stjórnvöld tryggi skattyfirvöldum góð starfsskilyrði og nægilegt fjármagn til að stemma stigu við þeim undanskotum sem nú tíðkast.</p> <p align="justify">Þá er vikið að mikilvægi eftirlits- og áhættugreininga á sviði skattsvika og bent á að gera þurfi skattsyfirvöldum kleift að byggja upp gagnasöfn og þróa aðferðir til áhættugreiningar og leggja þær til grundvallar aðgerðum. Lagt er til að starfrækt verði sérstök eining innan skattkerfisins er sinni eftirliti með skattskilum stórfyrirtækja. Vinna við eftirlit með skattskilum stórfyrirtækja krefjist meiri sérhæfingar en svo að hún verði byggð upp á mörgum stöðum í skattkerfinu. Í skýrslunni kemur fram að hraða þurfi setningu svokallaðra CFC-ákvæða (Controlled Foreign Companies) í íslenska skattalöggjöf. Þá er jafnframt bent á að nokkuð algengt sé að í skattalögum annarra ríkja séu ákvæði sem takmarki heimild til að draga vaxtagjöld frá tekjum þegar skattstofn sé ákveðinn eða litið svo á að um sé að ræða arðgreiðslu ef lánveitandinn er jafnframt hluthafi í rekstrinum &ndash; þ.e. ákvæði um lága eiginfjármögnun. Lagt er til af starfshópnum að tímarammi vegna heimilda skattyfirvalda til endurákvörðunar á sköttum verði víkkaður. Í ýmsum skattsvikamálum sé því oft þannig farið að langur tími geti liðið þar til grunsemdir vakna og athugun hefst.</p> <p align="justify">Í skýrslunni er og vikið að þátttöku í alþjóðlegu samstarfi og þá einkum að samstarfi um upplýsingaskipti. Þetta samstarf þurfi að efla og gera þátttöku Íslands virkari á þeim sviðum sem snúa að því að fyrirbyggja skattsvik. Meðal þess sem leggja þurfi áherslu á í þeim efnum sé virkari upplýsingaskipti á grundvelli tvísköttunarsamninga og annarra samninga um sama efni.</p> <ul> <li>Öll þessi atriði sem hér eru nefnd eru í farvegi innan ráðuneytisins með einum eða öðrum hætti. Skattalöggjöfin er í stöðugri endurskoðun í ráðuneytinu og sjálfsagt hefur fáum lagabálkum verið breytt jafnoft hér á Alþingi á undanförnum árum og tekjuskattslögunum. Sífellt verið að bregðast við nýjum aðstæðum og bæta skattkerfið og skattframkvæmdina eins og kostur er. Í þeirri vinnu er haft náið samstarf við stofnanir skattkerfisins og aðra sem að skattframkvæmdinni koma.</li> </ul> <ul> <li>Ráðuneytið tekur einnig öflugan þátt í alþjóðlegu samstarfi á sviði skattamála. Má þar m.a. nefna þátttöku í ýmsum vinnuhópum á vettvangi OECD, m.a. í vinnuhópum gegn svokölluðum skattaparadísum, samstarf fjármálaráðuneyta á Norðurlöndum á sviði skattamála og aðild að Norræna skattrannsóknaráðinu.</li> </ul> <ul> <li>Vinnu við gerð tvísköttunarsamninga miðar jafnt og þétt áfram en Ísland hefur þegar undirritað tvísköttunarsamninga við 28 ríki, þar af eru samningar við 23 ríki komnir til framkvæmda.</li> </ul> <ul> <li>S.l. vor gerði fjármálaráðuneytið árangurstjórnunarsamninga við allar stofnanir skattkerfisins. Í öllum samningunum kom fram að sérstaka áherslu skyldi leggja á skatteftirlit og að vægi þess skyldi aukið í skattkerfinu. Í samningi við ríkisskattstjóra kom fram að sérstakt átak skyldi gera til uppbyggingar, samræmingar og eflingar á skatteftirliti og stuðla að auknu vægi þess í skattkerfinu.</li> </ul> <ul> <li>Þá hefur verið skipuð nefnd til að skoða eftirlit með skattskilum stórfyrirtækja, þ.e. hvernig slíku eftirliti verður best fyrir komið og hvar. Þá er eitt af áhersluverkefnum fjármálaráðuneytisins á yfirstandandi ári að kortleggja skattlagningu erlendra fjármálaviðskipta með það fyrir augum að meta hvort breytinga sé þörf í því efni.</li> </ul> <ul> <li>Það kann að vera nauðsynlegt að skoða framkvæmd álagningar, skattendurskoðunar og skatteftirlits í samhengi frá grunni og kanna hvort nýta megi það fjármagn sem þegar er varið til skattframkvæmdar betur en gert er. Í því sambandi verður að minna á þær umfangsmiklu breytingar sem orðið hafa á síðustu árum í skattframkvæmdinni með notkun netsins og upplýsinga á tölvutæku formi. Á sama tíma verður að hafa hugfast að skattkerfi okkar er að grunni til gott skattkerfi sem góð sátt ríkir um. Allar breytingar verða að taka mið af því svo halda megi áfram því góða starfi sem unnið hefur verið á þessum vettvangi.</li> </ul> <ul> <li>Í ráðuneytinu hefur um skeið verið starfandi hópur sérfræðinga til að undirbúa hugsanlega setningu CFC-löggjafar hér á landi og fara yfir þau lagalegu álitaefni sem slíkri löggjöf tengjast. Undirbúningur löggjafar á þessu sviði stendur því yfir og verður lokið von bráðar. Sami hópur hefur til skoðunar ákvæði um lága eiginfjármögnun.</li> </ul> <ul> <li>Í tillögum starfshópsins er lagt til að ákvæðum um fyrningu skattsvika verði breytt. Við þessu hefur þegar verið brugðist en tekjuskattslögunum var breytt að þessu leyti á síðasta haustþingi. Í lögunum er nú við það miðað að fyrningarfrestur miðist við upphaf rannsóknar.</li> </ul> <p align="justify">Nýjar skattsvikaleiðir og stærri og öflugri fyrirtæki eru partur af breyttum veruleika sem blasir við skattkerfinu. Við breyttum aðstæðum verður að bregðast. Það er hluti af frumkvæðiskyldu og sjálfstæði stofnana skattkerfisins að þróa og móta starfsaðferðir og forgangsraða í samræmi við breyttar aðstæður. Í þessu efni skipta bæði fjárframlög og kannski ekki síður áherslur hjá embættunum sjálfum máli.</p> <p align="justify">Í fjármálaráðuneytinu fer fram öflugt starf á sviði skattamála og vel er fylgst með þróun á alþjóðavettvangi. Skattalöggjöfin og skattframkvæmdin er hins vegar í stöðugri þróun. Brugðist er við breytingum með opnum huga og með tilkomu þeirrar skýrslu sem hér er til umræðu gefst einmitt tækifæri til að líta yfir farinn veg og marka stefnu til næstu framtíðar í skattamálum.</p> <p align="center">_______________________________________</p> <p align="justify">Í skýrslunni eru einnig að finna ýmsar aðrar tillögur sem ekki hafa verið teknar til sérstakrar skoðunar ennþá en ég tel vert að verði athugaðar nánar.</p> <ul> <li>Þannig telur starfshópurinn að ástæða sé til að huga að breytingum á reglum um bætur í skattkerfinu og að e.t.v. verði leitað annarra leiða til að rétta hlut einstæðra foreldra en í gegnum skattkerfið með hærri barnabótum og vaxtabótum en til sambúðarfólks. Viðkvæmt og erfitt geti verið að upplýsa brot af þessu tagi og gengið nokkuð nærri friðhelgi einkalífs með rannsókn á þeim.</li> </ul> <p>Þetta er sjálfsagt að taka undir og skoða vel. Ljóst er að það getur verið erfitt að eiga við þessi mál innan skattkerfisins. Nauðsynlegt er að kalla ýmsa opinbera aðila að málinu og móta heildstæða stefnu til að leysa þetta vandamál. Þá má nefna að nú þegar er hafin vinna við endurskoðun vaxtabótakerfisins í samvinnu við félagsmálaráðuneytið. Eðlilegt er að þessi sjónarmið verði tekin inn í það starf. Samspil almannatrygginga, félagslega kerfisins og skattkerfisins er verkefni sem brýnt er að ráðist verði í að skoða nánar.</p> <ul> <li>Þá kemur fram í skýrslunni að 57. gr. tekjuskattslaganna sem beitt sé gagnvart skattsniðgöngu, sé mjög almennt orðuð. Reglan megi vera skýrari og taka af öll tvímæli um að í skattalegu tillit beri að taka efni gjörninga umfram form þeirra.</li> </ul> <p>Taka má undir þetta og sjálfsagt að skoða þessa tillögu. Um er að ræða tiltölulega gamalt lagaákvæði í skattalögum sem sjálfsagt er að endurskoða m.t.t. túlkunar.</p> <p align="justify">Þá eru í skýrslunni að finna ýmsar aðrar tillögur sem huga verður betur að áður en farið yrði í lagabreytingar.</p> <h3>Lokaorð</h3> <p align="justify">Herra forseti,</p> <p align="justify">Ég hef rakið hér helstu atriði skýrslu starfshóps sem falið var að meta umfang skattsvika á Íslandi. Þetta er mikilvæg greinargerð sem án efa mun nýtast vel í áframhaldandi vinnu í þessum málaflokki.</p> <p align="justify">Niðurstaða skýrslunnar ber þess glögg merki að breytingar eiga sér stað í íslensku samfélagi. Í raun má segja að umbylting í atvinnlífsháttum hafi átt sér stað á s.l. áratug. Í skýrslunni er fjallað um nýjar skattsvikaaðferðir og bent á úrbætur í skattalöggjöf og skattframkvæmd svo sporna megi við. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að hin gömlu klassíku skattsvik eru enn langveigamesti hluti skattsvikanna.</p> <p align="justify">Á undanförnum árum hefur skipulega verið unnið að því að einfalda skattkerfið og gera það réttlátara um leið og skattar hafa verið lækkaðir. Mikil áhersla hefur verið lögð á að atvinnulífið búi við skattaumhverfi sem tryggi samkeppnisstöðu gagnvart útlöndum og komi í veg fyrir óeðlilegt flæði fjármagns og vinnuafls úr landi. Miklu fremur hefur verið leitað leiða til að gera umhverfi hér aðlaðandi fyrir nýja aðila sem koma hingað til starfa og staðsetja rekstur sinn hér.</p> <p align="justify">Um leið og reynt er að gera skattkerfið sjálft réttlátara og reglurnar einfaldari og gegnsærri verður að gera þá kröfu að menn sitji við sama borð. Það er eðlilegt að einstaklingar og fyrirtæki nýti sér þær leiðir sem löglegar eru til að lágmarka skattgreiðslur sínar, en skattsvik má ekki umbera. Skattsvik misbjóða réttlætiskennd fólks og þau verður að uppræta.</p> <p align="justify">Í skýrslunni eru margar góðar tillögur sem nýtast munu við þróun og úrbætur á skattkerfinu. Munu þær án efa nýtast við þá fjölbreytilegu vinnu sem fram fer í fármálaráðuneytinu á sviði skattamála, við tillögugerð í lagasetningu, þróun skattframkvæmdar og alþjóðastarfs á sviði skattamála.</p> <p align="justify">Að lokum er nauðsynlegt að ítreka að í baráttunni gegn skattsvikum reynir á krafta margra ólíkra aðila í samfélaginu, stjórnmálamanna, stofnana, einstaklinga og fyrirtækja. Nauðsynlegt er að ná samstöðu sem flestra svo draga megi stórlega úr þessu samfélagsmeini.</p> <p align="justify"><a href="http://www.althingi.is/altext/131/s/0664.html" target="_blank">Skýrslan í heild sinni er á vef Alþingis</a></p> <p align="justify"><a href="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/adrarskyrslur/Konnun-skattsvik_april2003.pdf">Nefnd um skattsvik. Könnun IMG Gallup á skattsvikum. Apríl 2003 (PDF 124K)</a></p> <br /> <br />

2004-11-23 00:00:0023. nóvember 2004Ávarp fjármálaráðherra á innkauparáðstefnu Ríkiskaupa

<p align="left"><strong>FJÁRMÁLARÁÐHERRA GEIR H. HAARDE</strong></p> <p align="right">Hið talaða orð gildir -</p> <h3 align="center">Ávarp á innkauparáðstefnu Ríkiskaupa</h3> <p align="left">Ágætu ráðstefnugestir,</p> <p align="left">Áhugi og áhersla á innkaupamálefni, útboð og aðferðir þeim tengdar sem og lagalega umgjörð og stefnu hefur vaxið mikið undanfarin ár. Innkaupamál eru orðin fastur hluti af stefnumótun opinberra stofnana, enda munu öll ráðuneyti og meginþorri stofnana þegar hafa mótað sína eigin innkaupastefnu, sem byggð er á innkaupastefnu ríkisins, sem ég kynnti á þessum vettvangi fyrir réttum tveimur árum. Sérhæfing, þekking starfsmanna og athygli stjórnenda á þessu sviði getur enda haft umtalsverða þýðingu í rekstri ráðuneyta og stofnana, þar sem um þriðjungur allra ríkisútgjalda fellur undir opinber innkaup af einu eða öðru tagi.</p> <p align="left">Eins og flestum ætti að vera í fersku minni var í stefnunni gert ráð fyrir um 1% sparnaði árlega sem afleiðingu af bættum innkaupaháttum ríkisins sem skyldi studdur mælanlegum markmiðum sem tilgreind eru í stefnunni. Nú þegar tvö ár eru liðin frá setningu stefnunnar er eðlilegt að spyrja hvort hún hafi skilað þeim árangri sem stefnt var að? Enn er of snemmt að fullyrða það. Árið 2003 fór að mestu leyti innleiðingu stefnunnar og kynningu meðal fagráðuneyta og stofnana en yfirstandandi ár er fyrsta heila rekstrarárið sem hægt verður að mæla.</p> <p align="left">Ljóst er að innleiðing stefnunnar hefur náð að skapa umræður innan ríkiskerfisins og breytt hugsunargangi um gildi faglegra og agaðra vinnubragða við innkaup hins opinbera. Ég geri mér vonir til þess að þegar mælikvarðar hafa verið smíðaðir og töluleg gögn liggja fyrir um innkaup ársins, verði árangurinn sýnilegur. En gangi það ekki eftir þarf að endurmeta vinnubrögðin og brýna stofnanirnar enn til dáða. Það er jú þeim í hag þar sem ávinningurinn á að nýtast þeim sjálfum til að bæta eigin þjónustu og rekstur.</p> <p align="left">Það er hlutverk forstöðumanna ríkisstofnana að tryggja að stefnunni sé fylgt eftir og árangur náist. Í tengslum við innleiðingu innkaupastefnunnar höfðu fjármálaráðuneytið og Ríkiskaup forgöngu um að hvert ráðuneyti og stærri stofnanir fengju tilteknum starfsmanni ábyrgð á innkaupum sinnar stofnunar. Þannig á tiltekinn starfsmaður að innleiða og fylgja eftir að innkaupastefnan nái fram að ganga, í samstarfi og með stuðningi forstöðumanns. Þessu framtaki fagna ég og vænti góðs af störfum þeirra á þessu sviði. Lykillinn að árangri er að stefnunni sé fylgt markvisst eftir og það er ákaflega mikilvægt að tiltekinn aðili leiði það starf í hverri stofnun fyrir sig.</p> <p align="center">--------</p> <p align="left">Auk skýrrar stefnu byggja opinber innkaup á traustu og gagnsæju regluverki. Lagaumhverfi opinberra innkaupa tók stakkaskiptum árið 2001 þegar í fyrsta sinn voru samþykkt heilsteypt lög um opinber innkaup og útboð opinberra aðila, ríkis og sveitarfélaga og tengdar reglugerðir um innkaup veitustofnana. Lögin frá 2001 voru miðuð við fjórar tilskipanir Evrópusambandsins frá árunum 1992-1993 um <em>kaup á þjónustu</em>, <em>vörukaup</em>, <em>opinbera verksamninga</em> og loks svonefnd <em>"veitutilskipun"</em> þ.e. - innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti.</p> <p align="left">Fyrr á þessu ári gaf Evrópusambandið út tvær nýjar tilskipanir, þar sem hinum þremur fyrst töldu um <em>vöru, þjónustu og verksamninga</em> var steypt saman í eina og hins vegar gefin út ný <em>veitutilskipun</em>. Eiga þessar breytingar að verða til einföldunar í framkvæmd og túlkun laga um opinber innkaup á hinu Evrópska efnahagssvæði. Í fjármálaráðuneytinu er þegar hafinn undirbúningur að nýjum lögum um opinber innkaup sem ráðgert er að verði lögð fram til kynningar á næsta ári.</p> <p align="left">Í þessum lögum er ætlunin að innleiða ýmsa þætti sem eru tákn fyrir nútímalega viðskiptahætti. Sumpart er búist við að þau verði sveigjanlegri en hingað til, án þess að hvikað verði frá því gagnsæi og jafnræði sem núgildandi lögum er ætlað að tryggja. Þá verða ákvæði um framkvæmd innkaupa, t.d. er lýtur að rafrænum innkaupum og útboðum, sveigjanlegri ákvæði um viðræður við bjóðendur á markaði er nefnd hafa verið samkeppniskaup, skýr ákvæði um rammasamninga og loks ákvæði um umhverfisvæn innkaup. Flestir þessara þátta sem hér eru nefndir voru reyndar þegar teknir inn í innkaupastefnu ríkisins frá 2002 og ættu því ekki að breyta verulega því umhverfi er nú þegar ríkir um opinber innkaup a.m.k. er varðar innkaup ríkisins.</p> <p align="center">----</p> <p align="left">Stefna ríkisins hefur um alllanga hríð verið sú að auka beri útboð. Þetta á annars vegar við um útboð á vörum og þjónustu sem ríkið hefur þörf fyrir og markaðurinn veitir í dag. En þetta á ekki síður við um margvísleg rekstrarverkefni sem innt eru af hendi innan stofnana ríkisins í dag. Nýverið skipaði ég <em>framkvæmdanefnd um stofnanakerfi og rekstur verkefna ríkisins</em> sem ætlað er að fara skipulega í saumana á verkefnum og hlutverkum stofnana sem starfa á vegum ríkisins og mæla með úrbótum þar sem þeirra er þörf. Ég á von á því að nefndin fari skipulega yfir rekstrarþætti og uppbyggingu stofnanakerfis ríkisins með umbætur að leiðarljósi. Útboð ýmissa rekstrarþátta sem hingað til hefur þótt sjálfsagt að ríkið hefði með höndum en einkamarkaðurinn gæti mögulega sinnt jafn vel eða betur, koma þar vafalaust til umfjöllunar.</p> <p align="center">- - - - -</p> <p align="left">Útboð á fjarskiptaþjónustu fyrir ríkið var nokkuð til umfjöllunar fyrr í hausts. Sem kunnugt er hefur umhverfi fjarskiptamála og samkeppni á þeim sviðum tekið grundvallarbreytingum á undanförnum árum. Markaðurinn er í örri þróun og samkeppnisumhverfið orðið þroskaðra en áður. Víst er að fjarskiptamál verða áfram fyrirferðarmikil í umræðunni á næstunni, ekki síst í ljósi væntanlegrar sölu Símans.</p> <p align="left">Ríkiskaup hafa að undanförnu, að beiðni fjármálaráðuneytisins, undirbúið útboð á fjarskiptaþjónustu fyrir ríkið. Um talsverða fjárhæð er að ræða, en í heild eru kaup ríkisins á fjarskiptaþjónustu um 1300 m.kr. árlega. Hluti þessara innkaupa er hjá stærstu stofnunum ríkisins og hefur þegar verið boðinn út, en með þessu útboði, sem fram mun fara í byrjun næsta árs, munu Ríkiskaup leita tilboða í tiltekna hluta fjarskiptaþjónustu fyrir allar aðrar stofnanir hvað varðar almenna talsímaþjónustu og internetþjónustu. Samkvæmt lögum um opinber innkaup ber opinberum aðilum ekki skylda til að bjóða út rekstur fjarskiptaþjónustu. Það er hins vegar í þeim anda er fram kemur í innkaupastefnu stjórnvalda að bjóða beri út þjónustu, einkum og sér í lagi ef á markaðnum ríkir samkeppni og fleiri en einn aðili getur keppt um að veita þjónustuna á viðunandi hátt.</p> <p align="left">Góðir gestir.</p> <p align="left">Nú fyrir helgi var opnuð tenging milli nýs fjárhagskerfis Landsspítala- Háskólasjúkrahúss og Rafræns markaðstorgs. Þá var fyrsta rafræna pöntunin milli spítalans og Lyfjadreifingar send. Rafræna markaðstorgið hefur verið starfrækt í rúm tvö ár. Horft hefur verið til þess að upptaka þessarar innkaupaþjónustu skilaði sér í auknu hagræði og skjótari innkaupaferlum. Notkun torgsins hefur hins vegar gengið hægar en að var stefnt. Ég bind hins vegar vonir við að þátttaka spítalans og sú mikla innkaupageta sem hann hefur yfir að ráða færi aukinn kraft á torgið. Tenging fjárhagskerfisins við torgið mun væntanlega einnig nýtast öðrum þeim ríkisstofnunum sem tekið hafa upp hið nýja fjárhagskerfi. Við skulum þó vera minnug þess að breytingar á vinnulagi á borð við þetta krefjast þolinmæði. Dæmi þess má sjá í notkun á innkaupakorti ríkisins, sem óhætt er að segja að hafi náð góðu flugi.</p> <p align="left">Ríkiskaupum vil ég þakka fyrir að halda merkjum faglegra vinnubragða við opinber innkaup á lofti og fyrir að veita okkur mikilsverðan stuðning við að innleiða innkaupastefnuna.</p> <p align="left">Að endingu óska ég ráðstefnugestum góðs gengis hér í dag.</p> <br /> <br />

2004-10-05 00:00:0005. október 2004Fjárlagaræða fyrir árið 2005. Flutt á Alþingi 5. október 2004.

<p align="justify"><strong>GEIR H. HAARDE, FJÁRMÁLARÁÐHERRA</strong></p> <p align="right"><strong>5. október 2004</strong></p> <p align="right"><strong>Talað orð gildir</strong></p> <p align="justify"><strong> </strong></p> <h2 align="center">Fjárlagaræða fyrir árið 2005</h2> <p align="justify"><strong><em>Herra forseti</em></strong></p> <p align="justify">Ég mæli hér fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2005, helstu áhersluatriðum og forsendum. Jafnframt mun ég gera grein fyrir stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum fyrir næstu ár sem liggur fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Þessi stefnumótun er afar mikilvæg í ljósi þeirra umfangsmiklu framkvæmda við virkjanir og stóriðju sem hafnar eru og gera kröfu um ábyrga en sveigjanlega hagstjórn og staðfestu í ríkisbúskapnum.</p> <p align="justify">Mikill uppgangur er nú á flestum sviðum þjóðarbúskaparins og fátt sem bendir til annars en að framhald verði á þessari þróun næstu árin. Þannig eru horfur á að landsframleiðsla aukist um nær fjórðung á árunum 2003 til 2007 og kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna aukist um 15%. Verðbólga mun verða vel innan marka verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og störfum fjölga umtalsvert. Framkvæmdir við uppbyggingu stóriðju ráða miklu um hagvöxtinn en einnig aukin einkaneysla og íbúðafjárfesting. Við þessar aðstæður er mikilvægt að beita ríkisfjármálunum til að hamla gegn innlendri eftirspurn á næstu tveimur árum þegar framkvæmdirnar eru sem mestar.</p> <p align="justify">Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2005 endurspeglar þessar áherslur. Þar er gert ráð fyrir rúmlega 11 milljarða króna tekjuafgangi eða sem nemur 1¼% af landsframleiðslu. Þetta er 3½ milljarði króna meira en síðustu áætlanir fyrir árið 2004 benda til og 17½ milljarðs króna viðsnúningur frá árinu 2003. Breytingin er enn meiri þegar leiðrétt hefur verið fyrir ýmsum óreglulegum gjalda- og tekjuliðum sem hafa ekki áhrif á rekstur ríkissjóðs, eða sem nemur 21 milljarði milli 2003 og 2005. Betri afkoma ríkissjóðs stafar annars vegar af auknum umsvifum í efnahagslífinu sem skilar meiri tekjum og hins vegar af auknu útgjaldaaðhaldi. Ég vek athygli á því að í frumvarpinu er ekki að svo stöddu gert ráð fyrir sérstökum tekjum af sölu eigna umfram það sem hefðbundið er að áætla af sölu fasteigna og jarða. Hins vegar er í frumvarpinu gert ráð fyrir fyrsta skrefi í lækkun tekjuskatts einstaklinga.</p> <p align="justify">Í fjárlagafrumvarpinu er jafnframt, annað árið í röð, lögð fram stefna ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum til næstu fjögurra ára. Slík stefnumörkun styrkir trúverðugleika efnahagsstefnunnar og stuðlar að stöðugleika í efnahagslífinu. Rauði þráðurinn í þessari stefnumörkun er, líkt og í fyrri langtímaáætlun, að ríkisfjármálunum verði beitt með öflugum hætti til að halda aftur af innlendri eftirspurn þegar stóriðjuframkvæmdirnar standa sem hæst og að sama skapi til að örva hagvöxt þegar þeim lýkur. Helstu markmið stefnunnar í ríkisfjármálum 2005-2008 eru eftirfarandi:</p> <ul> <li>Fylgt verði aðhaldssamri stefnu í ríkisfjármálum. Þannig verði árlegur vöxtur samneyslu ekki umfram 2% að raungildi. Þar verði meðal annars miðað við að launakostnaður ríkisins hækki ekki umfram laun í samkeppnisgreinunum. Enn fremur verði árleg hækkun tilfærsluútgjalda ekki umfram 2½% að raungildi.</li> <li>Dregið verði úr framkvæmdum ríkisins um 2 milljarða króna árin 2005 og 2006 frá því sem er í ár, en þær auknar aftur um sömu fjárhæðir árin 2007 og 2008.</li> <li>Á árunum 2005–2007 verði verulegum fjármunum varið til skattalækkana í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og til forgangsverkefna.</li> </ul> <p align="justify">Þessi stefnumörkun kallar á ýtrasta aðhald í almennum rekstri, bæði í launamálum og öðrum rekstrarútgjöldum. Svipaða sögu er að segja af ýmsum tilfærsluútgjöldum sem hafa aukist mjög mikið á undanförnum árum. Jafnframt er nauðsynlegt að draga úr framkvæmdum á vegum ríkisins á næstu tveimur árum þegar stóriðjuframkvæmdirnar standa sem hæst. Framkvæmdir verða síðan auknar á árunum 2007 og 2008 þegar hægir á hagvexti.</p> <p align="justify">Aðhaldssöm stefna í ríkisfjármálum er ekki einungis mikilvæg forsenda fyrir stöðugleika í efnahagsmálum næstu árin heldur einnig fyrir framgang skattalækkunaráforma í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Með hliðsjón af horfum í efnahagsmálum og tímasetningu stóriðjuframkvæmda er miðað við að meginþungi skattalækkananna komi til framkvæmda á síðari hluta kjörtímabilsins. Á næsta ári er gert ráð fyrir að fyrsti áfangi lækkunar tekjuskatts einstaklinga komi til framkvæmda og að skatthlutfallið lækki úr 25,75% í 24,75%. Ennfremur er gert ráð fyrir að eignarskattar einstaklinga og lögaðila verða felldir niður á kjörtímabilinu. Annar áfangi tekjuskattslækkunar tekur gildi árið 2006 og lokaáfanginn kemur til framkvæmda árið 2007. Með þessum breytingum mun tekjuskattur einstaklinga hafa lækkað um 8,66% frá árinu 1997, úr 30,41% í 21,75%, eða um meira en fjórðung. Stefnt er að því að lögfesta allar þessar breytingar nú á haustþingi. Auk þess verður unnið að endurskoðun virðisaukaskatts í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.</p> <p align="justify">Áður en lengra er haldið langar mig að fara nokkrum orðum um þau áform ríkisstjórnarinnar að verja hluta af tekjuafgangi ríkissjóðs á næstu árum til þess að lækka skatta. Sumir hafa gagnrýnt þessi áform og sagt þau ótímabær og að skattalækkanir geti orðið til að kynda óeðlilega mikið undir innlenda eftirspurn á næstu árum. Ég er ósammála þessu og tel þvert á móti að það sé skynsamlegast að ráðast í skattalækkanir og láta heimilin njóta þess þegar mikill afgangur er á ríkissjóði, enda eru þær tímasettar með tilliti til efnahagsaðstæðna.</p> <p align="justify">Í þessu máli eins og svo mörgum öðrum er mikilvægt að menn horfi á heildarmyndina og skoði þróun ríkisfjármálanna í heild á næstu árum. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að verja umtalsverðum fjárhæðum til að lækka skatta er tekin að vel athuguðu máli eftir að hafa skoðað alla þætti efnahagsmála vandlega, ekki síst hvernig megi auka aðhald í útgjöldum ríkissjóðs. Farið hefur verið vandlega í saumana á fjölmörgum þáttum útgjalda með það fyrir augum að hagræða og spara og verður hert á þeim áformum á næstu misserum. Þessi viðleitni endurspeglast glöggt í niðurstöðutölum fjárlagafrumvarpsins sem sýna að útgjöldin muni standa í stað að raungildi milli áranna 2004 og 2005 og lækka í hlutfalli við landsframleiðslu úr 32,2% í 30,8%. Þessi þróun heldur áfram á árinu 2006 en þá er gert ráð fyrir að hlutfall útgjalda lækki enn frekar, eða í 29,8% af landsframleiðslu. Niðurstaðan af þessu er sú að skattalækkanir munu ekki hleypa öllu í bál og brand eins og sumir hafa verið að spá. Þvert á móti er niðurstaðan sú að skattalækkunaráformin muni falla vel að áframhaldandi stöðugleika í efnahagsmálum.</p> <p align="justify">Ég tel því fyllilega tímabært að halda áfram á þeirri braut sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa markað á undanförnum árum bæði á þessu kjörtímabili og hinu næsta á undan þegar markvisst hefur verið gripið til skattalækkana, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Eins og ég nefndi áðan var tekjuskattur einstaklinga lækkaður verulega á árunum 1997-1999, eða um 4%. Því næst var tekjuskattur fyrirtækja lækkaður úr 30% í 18% árið 2002. Afleiðing þess var sú að tekjur ríkissjóðs af þeim skatti jukust en minnkuðu ekki eins og ýmsir spáðu. Á sama tíma voru eignaskattar einstaklinga og fyrirtækja lækkaðir um helming. Erfðafjárskattur var lækkaður um helming á þessu ári og einnig var nýtt skref stigið í átt til niðurfellingar hátekjuskattsins svonefnda og mun hann endanlega falla niður í lok næsta árs. Nú er röðin komin að því að stíga næstu skref í lækkun tekjuskatts einstaklinga og afnema eignarskattana.</p> <p align="justify">Meginniðurstaða langtímaáætlunar í ríkisfjármálum er sú að áfram muni ríkja stöðugleiki í efnahagslífinu þrátt fyrir aukin umsvif vegna stóriðjuframkvæmda og aukna innlenda eftirspurn meðal annars vegna breyttra aðstæðna á íbúðalánamarkaði. Gert er ráð fyrir umtalsverðum hagvexti 2005 og 2006 en hægari vexti árin 2007 og 2008. Mikill innflutningur vegna framkvæmdanna leiðir óhjákvæmilega til umtalsverðs halla á viðskiptum við útlönd en talið er að rekja megi meira en helming hallans til þeirra. Það dregur því verulega úr viðskiptahalla á nýjan leik þegar framkvæmdum lýkur og álútflutningur nýrrar verksmiðju segir til sín. Búast má við að verðbólga aukist lítillega þegar framkvæmdirnar eru í hámarki en lækki aftur þegar þeim er lokið. Kaupmáttur mun aukast verulega og atvinnuleysi minnka fyrri hluta tímabilsins. Á síðari hlutanum hægir á kaupmáttaraukningunni og atvinnuleysi eykst lítillega. Einnig verður umtalsverður afgangur á ríkissjóði þegar framkvæmdirnar eru í hámarki á árunum 2005-2006 eða sem nemur um 1¼ % af landsframleiðslu. Jafnframt lækka skuldir ríkissjóðs á sama mælikvarða. Samkvæmt framreikningunum er hins vegar gert ráð fyrir nokkrum halla árin 2007 og 2008 enda dragast þjóðarútgjöld þá beinlínis saman og verulega hægir á hagvexti.</p> <p align="justify">Rétt er að hafa nokkurn fyrirvara á framreikningum af þessu tagi sem ná yfir þetta langt tímabil. Eins er mikilvægt að hafa í huga að í forsendum langtímaáætlunar er ekki gert ráð fyrir tekjum af sölu Landssímans. Hér ráða varfærnissjónarmið ferðinni eins og eðlilegt er í slíkri áætlanagerð. Það verður hins vegar að teljast afar líklegt að Landssíminn verði seldur á kjörtímabilinu, vonandi á næstu misserum. Það mun skila umtalsverðum sölutekjum í ríkissjóð og gefa færi á lækkun skulda umfram það sem hér er gert ráð fyrir. Árlegur vaxtakostnaður ríkisins mun því geta lækkað umtalsvert sem aftur bætir afkomu ríkissjóðs. Að öllu samanlögðu má því ætla að afkoma ríkissjóðs verði að jafnaði þó nokkru betri á framreikningstímabilinu en hér er sýnt, ekki síst ef ráðist verður í enn frekari stóriðjuframkvæmdir eins og ýmislegt bendir til að geti orðið.</p> <p align="justify"><strong><em>Herra forseti</em></strong></p> <p align="justify">Ég mun nú víkja að helstu þáttum fjárlagafrumvarps næsta árs.</p> <p align="justify">Tekjuafgangur ríkissjóðs árið 2005 er áætlaður 11,2 milljarðar króna í frumvarpinu og styrkist staðan nokkuð frá áætlaðri útkomu þessa árs og verulega miðað við ríkisreikning 2003. Bætta stöðu ríkissjóðs má bæði rekja til aukinna tekna vegna meiri umsvifa í efnahagslífinu og aðhaldi að gjaldahlið frumvarpsins. Þannig er gert ráð fyrir 3 milljarða króna lægri útgjöldum en annars hefði orðið og er það í samræmi við langtímastefnumörkun ríkisstjórnarinnar. Lánsfjárafgangur styrkist ekki eins mikið og tekjuafkoman sem skýrist að mestu af því að handbært fé frá rekstri er minna árið 2005 vegna þess að stórir flokkar spariskírteina verða á gjalddaga það ár. Það veldur auknum vaxtagreiðslum umfram gjaldfærða vexti. Er því reiknað með 4 milljarða króna lánsfjárafgangi á næsta ári.</p> <p align="justify">Í tekjuáætlun fjárlagafrumvarps fyrir árið 2005 er gert ráð fyrir áframhaldandi auknum umsvifum í efnahagslífinu og að hagvöxtur haldist áfram mikill og stöðugur. Spáð er að hagvöxtur verði um 5% á árinu 2005 og verðbólgan um 3½%. Einkaneyslan er talin munu aukast um 5% og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 3¼%. Á þessum forsendum er áætlað að skatttekjur ríkissjóðs muni hækka um rúmlega 6% frá fyrra ári og fara í rúmlega 280 milljarða króna. Heildartekjur ríkissjóðs eru taldar verða tæplega 306 milljarðar króna og hækka um 16 milljarða frá árinu 2004.</p> <p align="justify">Heildargjöld ríkissjóðs árið 2005 eru áætluð 294,6 milljarðar og hækka um 12 milljarða frá áætlun 2004. Útgjöldin standa hins vegar nánast í stað að raungildi frá útgjaldaáætlun ársins 2004. Rekstrargjöld ríkissjóðs hækka aðeins um ½% að raungildi frá áætluðum útgjöldum árið 2004, einkum vegna þess að gerð er almenn 1% hagræðingarkrafa til reksturs flestra stofnana ríkisins. Viðhald og stofnkostnaður lækka að raungildi um tæp 9% en þar munar mestu um áformaða frestun framkvæmda er nemur 1,9 milljörðum króna. Loks lækka vaxtagjöld ríkissjóðs um 1,4% að raungildi milli ára.</p> <p align="justify">Lítil hækkun rekstrarútgjalda og lækkun fjárfestingaútgjalda endurspeglar aukið útgjaldaaðhald. Alls er í frumvarpinu gert ráð fyrir aðgerðum sem skila 3 milljarða króna lækkun útgjalda frá því sem annars hefði orðið. Í langtímaáætlun sem birt var í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2004 var gert ráð fyrir 3 milljarða króna frestun framkvæmda árið 2005. Þessi áform hafa nú verið endurskoðuð í ljósi stöðunnar á vinnu- og verktakamarkaði og er nú gert ráð fyrir 2 milljarða króna frestun framkvæmda og 1 milljarðs króna lækkun annarra útgjalda ríkissjóðs. Frestun framkvæmda er annars vegar 1.900 m.kr. frá vegáætlun og hins vegar 100 m.kr. í endurbótum menningarbygginga. Lækkun annarra útgjalda felst í að gerð er 1% hagræðingarkrafa á rekstur stofnana að frátöldum stóru sjúkrahúsunum tveimur í Reykjavík og á Akureyri og að frátöldum rekstri hjúkrunarheimila. Áætlað er að sú aðgerð skili 800 m.kr. lækkun rekstrarútgjalda. Loks er gert ráð fyrir að vaxtabætur verði 200 m.kr. lægri en annars hefði orðið vegna áforma um að greiddar bætur verði 95% af reiknuðum bótum samkvæmt gildandi lögum.</p> <p align="justify">Gangi áform fjárlagafrumvarpsins eftir verður samanlagður lánsfjárafgangur frá 1998 til ársins 2005 rúmlega 68 milljarðar króna og er honum ráðstafað til að bæta stöðu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, bæta stöðuna við Seðlabanka Íslands og til að halda aftur af skuldum ríkissjóðs. Þetta hefur skilað þeim árangri að skuldir ríkissjóðs hafa minnkað um nær helming frá árinu 1995. Heildarskuldir ríkissjóðs lækka úr 51,2% af landsframleiðslu árið 1995 í 27,6% samkvæmt áætlun fjárlagafrumvarps fyrir árið 2005. Hreinar skuldir ríkissjóðs lækka úr 34,3% af landsframleiðslu árið 1995 í 17,2% árið 2005. Sala á Landssíma Íslands gefur færi á að lækka skuldirnar enn frekar. Lækkun skulda leiðir eðlilega til lægri vaxtagreiðslna. Ef ekki hefði komið til skuldalækkunar ríkissjóðs frá árinu 1998 hefðu vaxtagjöld á næsta ári orðið rúmum 11 milljörðum króna hærri en áætlað er í frumvarpinu. Það munar um minna. Viðbótarframlög ríkissjóðs til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins með vöxtum nema tæplega 80 milljörðum króna á tímabilinu 1999-2005. Staða sjóðsins hefur því styrkst sem því nemur og seinkað þeim möguleika um fjölda ára að til þess komi að greiða verði lífeyri B-deildar LSR beint úr ríkissjóði.</p> <p align="justify"><strong><em>Herra forseti</em></strong></p> <p align="justify">Góð vísa er aldrei of oft kveðin. Ég hef áður gert að umtalsefni í mínum fyrri fjárlagaræðum þær breytingar sem gerðar hafa verið á íslensku efnahagslífi frá árinu 1991 enda má líkja þeim við byltingu. Markmið þessara breytinga hefur verið að gera efnahagsumhverfi heimila og fyrirtækja hér á landi eins gott og helst betra en þekkist í okkar helstu viðskiptalöndum þannig að menn þurfi ekki að leita til annarra landa til að bæta lífskjörin. Stórlega hefur verið dregið úr afskiptum hins opinbera og kröftum einkaframtaksins og einstaklinga leyft að njóta sín. Ríkisfyrirtæki hafa verið seld og samkeppni innleidd á fjölmörgum sviðum þar sem áður ríkti einokun. Frelsi hefur verið innleitt á flestum sviðum. Skattar af einstaklingum og fyrirtækjum hafa verið lækkaðir. Þannig mætti lengi telja. Árangur þessarar stefnu sést glöggt í þeirri miklu grósku sem er í atvinnulífinu. Jafnframt hefur kaupmáttur heimilanna stóraukist. Nýlegar breytingar á íbúðalánamarkaði þar sem almenningi gefst nú kostur á hagstæðum íbúðalánum hjá bönkunum eru mikilvæg viðbót á þessum markaði og er bein afleiðing þessarar stefnu, ekki síst einkavæðingar bankanna.</p> <p align="justify">Breytt skipulag efnahagslífsins hefur ekki einungis bætt stöðu heimila og fyrirtækja heldur einnig skapað grundvöll fyrir breyttar áherslur í hagstjórn. Þannig hefur skapast almennur skilningur á því að ábyrg stefna í ríkisfjármálum og traust staða þeirra er mikilvæg forsenda stöðugleika í efnahagsmálum. Sama gildir um mikilvægi sjálfstæðrar peningamálastjórnar Seðlabankans. Þessar áherslubreytingar í hagstjórn hafa stuðlað að stöðugra efnahagsumhverfi hér á landi en áður hefur þekkst og munu án efa auðvelda hagstjórnarhlutverk stjórnvalda á næstu árum.</p> <p align="justify">Ennfremur hefur bætt staða ríkisfjármála skapað skilyrði til þess að stórauka greiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega, mennta-, menningar-, samgöngu- og félagsmála, hækka atvinnuleysisbætur og auka framlög til þróunaraðstoðar. Undanfarin ár hafa verið gerðar margvíslegar breytingar á lífeyriskerfi almannatrygginga, bætur hækkaðar og dregið úr tengingu bóta við atvinnutekjur. Útgjöld almannatrygginga hafa tvöfaldast frá árinu 1998, eða úr 19,2 milljörðum króna í 38 milljarða. Þar af hafa greiðslur til öryrkja hækkað úr 4,9 milljörðum í 14,3 milljarða króna. Kaupmáttur bóta hefur vaxið hröðum skrefum frá árinu 1998 eða um 25,6% hjá einhleypum öryrkjum og um 45,2% hjá öryrkja í hjúskap eða sambúð með maka sem ekki er lífeyrisþegi.</p> <p align="justify">Ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir auknum framlögum til menntamála og rannsókna. Þannig hafa framlög til háskóla og rannsókna auk framhaldsskóla vaxið hröðum skrefum undanfarin ár. Þess sjást glögg merki í frumvarpinu þar sem framlög til menntamála aukast um tæplega 9% frá áætlun þessa árs. Framlög til rannsókna hækka áfram í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um eflingu vísinda- og rannsóknasjóða. Þannig hækka framlög í Rannsóknarsjóð hjá menntamálaráðuneyti um 85 m.kr. og verða 500 m.kr., framlög til Tækniþróunarsjóðs sem heyrir undir iðnaðarráðuneyti hækka um 140 m.kr. og verða 340 m.kr. Þá er framlag í rannsóknarsjóð til að auka verðmæti sjávarfangs tvöfaldað og verður 200 m.kr. Í samanburði við önnur ríki OECD verja Íslendingar næst mestu af opinberu fé til rannsókna á mann á eftir Bandaríkjunum en önnur ríki koma þar talsvert á eftir.</p> <p align="justify">Í frumvarpinu er stigið lokaskrefið í sérstöku átaki til að draga úr bið eftir þjónustu á sambýlum og er veitt rúmlega 200 m.kr. til málaflokksins. Þar af eru 130 m.kr. til að sambýla og nýrra búsetuúrræða fatlaðra. Í heilbrigðismálum má helst nefna að framlög til Landsspítala hækka um 500 m.kr. auk þess að framlög til heilbrigðisstofnana aukast og rekstur stofnana er styrktur. Framlög til fjölgunar hjúkrunarrúmum og til dvalarheimila aukast um 587 m.kr. og er gert ráð fyrir að taka í notkun 55 ný rými á næsta ári og 65 rými frá þessu ári verða tekin í heilsársrekstur auk þess að framlög til dagvista og hvíldarinnlagna aukast. Framlög til löggæslu eru aukin um tæplega 200 m.kr. þar eru eru rúmlega 90 m.kr. til að efla sérsveitina og 55 m.kr. vegna fjölgunar lögreglumanna í Reykjavík. Þá aukast einnig framlög til sýslumanna vegna fjölgunar lögreglumanna í embættum úti um land. Loks má nefna að framlög til þróunaraðstoðar hækka um 500 m.kr. í frumvarpinu og framlög til íslensku friðargæslunnar hækka um 125 m.kr. Hefur framlag Íslendinga til þróunaraðstoðar þá hækkað úr 0,09% af landsframleiðslu árið 1999 í 0,21% árið 2005.</p> <p align="justify">Sumir hafa dregið í efa þá staðreynd að íslenskt efnahagslíf hafi tekið eins miklum stakkaskiptum og haldið hefur verið fram. Gleggsti vitnisburðurinn í þeim efnum er að horfa til samanburðar við stöðuna í öðrum löndum. Allar alþjóðlegar hagtölur staðfesta að flestir efnahagslegir mælikvarðar sýna sterka stöðu Íslands miðað við önnur lönd. Hagvöxtur er meiri hér en annars staðar. Atvinnuleysi er langt undir því sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Staða ríkisfjármála er einnig mun betri og sama gildir um skuldastöðuna. Verðbólga er einnig svipuð þótt hún sé nær efri mörkum en það stafar alfarið af því að hagvöxtur er hér mun meiri en annars staðar. Þegar horft er lengra fram í tímann kemur í ljós að staða okkar er einnig betri en víðast hvar annars staðar. Þannig er lífeyrissjóðakerfið mun öflugra hér á landi þar sem það er að verulegu leyti byggt á sjóðssöfnun en ekki gegnumstreymi. Þetta þýðir að ekki þarf að grípa til sérstakra ráðstafana hér á landi til þess að mæta hlutfallslegri fjölgun ellilífeyrisþega, hvorki með hækkun skatta né skerðingu lífeyrisréttinda.</p> <p align="justify">Öll þessi atriði hafa orðið til þess að bæta lífskjör almennings og styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækja verulega á undanförnum árum. Þetta hefur síðan skilað sér í því að Ísland er komið í hóp þeirra ríkja sem bjóða upp á hvað bestu lífskjörin og hlúa hvað mest að atvinnulífinu. Um þetta eru menn almennt sammála eins og sést best af umsögnum alþjóðlegra stofnana eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og OECD sem og þriggja virtustu matsfyrirtækja heims sem hafa sett okkur í flokk þeirra ríkja sem njóta einna bestu lánskjara á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.</p> <p align="justify"><strong><em>Herra forseti</em></strong></p> <p align="justify">Ég vil að lokum undirstrika þá meginniðurstöðu bæði fjárlagafrumvarps fyrir árið 2005 og langtímaáætlunar í ríkisfjármálum að áfram muni ríkja stöðugleiki í efnahagslífinu á næstu árum þrátt fyrir aukin umsvif vegna stóriðjuframkvæmdanna. Ástæðan fyrir þessu er sú aðhaldsstefna í ríkisfjármálum sem ríkisstjórnin hefur markað og ætlar sér að fylgja. Þessi stefna miðar einnig að því að skapa svigrúm til lækkunar skatta og aukinna útgjalda til sérstakra forgangsverkefna í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eins og ég hef rakið hér að framan án þess að raska þeim meginmarkmiðum efnahagsstefnunnar að viðhalda stöðugleika.</p> <p align="justify">Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það er ekkert einfalt og þaðan af síður vinsælt að framfylgja slíkri stefnumörkun á sama tíma og mikill uppgangur er í efnahagslífinu. Þótt samgönguframkvæmdir hafi aukist verulega undanfarin ár er vissulega enn ýmislegt ógert og sjálfsagt má nefna margt annað sem menn gætu hugsað sér að verja auknum fjármunum til. Við stöndum hins vegar í þeim sporum að framundan eru afar umfangsmiklar framkvæmdir á okkar mælikvarða sem munu reyna mjög á innviði okkar litla hagkerfis. Við þessar aðstæður er óhjákvæmilegt að stjórnvöld axli hagstjórnarlega ábyrgð sína af fullum þunga og geri það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Þetta á sérstaklega við um stefnuna í ríkisfjármálum og peningamálum en ég tel einnig nauðsynlegt að sveitarfélögin axli sína ábyrgð því að það er ekkert síður hagsmunamál fyrir þau að hér ríki áfram stöðugleiki.</p> <p align="justify">Mér finnst þess vegna mikilvægt að umræða um fjárlagafrumvarpið og langtímaáætlunina taki mið af þeim efnahagslega raunveruleika sem við stöndum frammi fyrir. Auðvitað má alltaf deila um áherslur og forgangsmál. Það á hins vegar ekki að þurfa að deila um heildarsamhengi efnahagslífsins og þörfina fyrir aðhaldssama hagstjórn.</p> <p align="justify">Í beinu framhaldi af þessu get ég ekki látið hjá líðast að minnast á villandi málflutning um ríkisfjármálin undanfarna daga þar sem því hefur verið haldið blákalt fram að allt hafi farið úr böndunum undanfarin ár og afkoman orðið 80 milljörðum lakari en fjárlög gerðu ráð fyrir. Hér er farin sú leið að bera saman annars vegar niðurstöðutölur fjárlaga og hins vegar endanlegar tölur samkvæmt ríkisreikningi. En er það ekki eðlilegur samanburður, kann einhver að spyrja? Svarið er nei. Þetta er þvert á móti afar villandi og í rauninni ekki marktækur samanburður fylgi honum ekki eðlilegar skýringar.</p> <p align="justify">Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að hafa í huga að oft þarf að bregðast við sérstökum aðstæðum og atvikum í fjáraukalögum sem ekki voru fyrirsjáanleg þegar fjárlög voru samþykkt og raska niðurstöðum samþykktra fjárlaga. Allir þingmenn hafa tekið þátt í afgreiðslu fjáraukalaga og þekkja þetta. Árið 2003 voru þannig samþykkt tvenn fjáraukalög, hin fyrri gagngert til að auka útgjöld til byggðamála og vegaframkvæmda og draga þannig úr afgangi á fjárlögum.</p> <p align="justify">Í öðru lagi verður, þegar verið er að fjalla um ríkisfjármálin og hvernig þeim hefur verið stjórnað, að taka ákveðna liði út úr samanburðinum sem hafa ekkert að gera með hinn eiginlega og daglega rekstur ríkissjóðs og liggja yfirleitt ekki fyrir fyrr en eftir lok hvers fjárlagaárs. Hér má ekki síst nefna gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga ríkisstarfsmanna sem nemur milljarðatugum á síðustu árum, mest um 25 milljörðum á einu ári. Þetta eru hins vegar ekki greiðslur úr ríkissjóði og þær hafa því engin áhrif á hagstjórn líðandi stundar. Sama á við um afskrifaðar skattkröfur.</p> <p align="justify">Í þriðja lagi vil ég nefna tekjur af sölu eigna umfram bókfært verðmæti sem einnig flokkast með óreglulegum liðum.</p> <p align="justify">Alla þessa þætti þarf að undanskilja því að annars fæst ekki rétt mynd af þróun ríkisfjármála. Á þetta hefur verið rækilega bent í mörg ár í athugasemdum Fjársýslu ríkisins með ríkisreikningi þannig að það ætti ekki að koma á óvart, allra síst þingmönnum. Mér finnst því hægt að gera þá kröfu til þeirra að þeir fari rétt með þessar tölur. Jafnframt vil ég nefna að allar stefnumótandi ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum undanfarin ár taka mið af stöðu ríkissjóðs að frátöldum þessum óreglulegu liðum. Villandi og óábyrg umfjöllun sumra þingmanna og fjölmiðla um þessi mál að undanförnu hefur ekki orðið þeim til álitsauka. Sætir raunar furðu, að þeir sem halda því fram að fjárlög undanfarinna ára hafi verið marklaus glansmynd og staða ríkisfjármála sé í kaldakoli, skuli sömu skoðunar og ríkisstjórnin um að verulegt svigrúm sé til skattalækkana. Allir sjá að slíkur málflutningur fær ekki staðist.</p> <p align="justify">Ég get nefnt eitt tiltekið dæmi sem sýnir hversu fáranlegt er að horfa á afkomutölur ríkissjóðs án þess að undanskilja þessa óreglulegu liði. Árið 1989 voru gjaldfærðar í einu lagi lífeyrisskuldbindingar sem námu þá 61 milljarði króna sem reiknast til um 120 milljarða á verðlagi í dag. Þetta varð til þess að það varð gífurlegur halli á ríkissjóði þetta ár sem nam um 125 milljörðum króna. Þótt mörgu hafi verið ábótavant í fjármálastjórn ríkisins á þessum tíma held ég að engum hafi dottið í hug að telja þessa gjaldfærslu með í umræðu um hallarekstur ríkissjóðs.</p> <p align="justify">Og hvað leiðir þá réttur samanburður í ljós? Ef við tökum ríkisreikning áranna 1998 til 2003 og leiðréttum fyrir þessum óreglulegu liðum er niðurstaðan sú að yfir tímabilið í heild er uppsafnaður tekjuafgangur ríkissjóðs, afgangurinn af raunverulegum rekstri ríkissjóðs, um 95 milljarðar króna á verðlagi hvers árs. Þetta svarar til 16 milljarða tekjuafgangs á hverju ári. Jafnframt var afkoma ríkissjóðs 7 milljörðum króna betri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Þetta verður að teljast býsna vel af sér vikið þegar haft er í huga að á þessum árum var meðal annars gripið til sérstakra aðgerða til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. Eins hefur verið gripið til sérstakra atvinnuskapandi aðgerða, svo sem í vegamálum o.fl. Loks hafa komið til skjalanna áhrif kjarasamninga sem ekki var gert ráð fyrir í fjárlögum. Fyrir slíkum viðbótarútgjöldum er síðan leitað heimilda í fjáraukalögum hverju sinni. Niðurstaðan af þessu er því sú að hér hafi ríkt traust ríkisfjármálastjórn. Þetta hefur verið staðfest í umsögnum alþjóðlegra stofnana eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og OECD og þriggja virtustu matsfyrirtækja heims eins og ég hef þegar nefnt.</p> <p align="justify"><strong><em>Herra forseti</em></strong></p> <p align="justify">Ég vil ljúka máli mínu með því að ítreka að sú stefna sem birtist í fjárlagafrumvarpinu og langtímaáætlun í ríkisfjármálum sýnir að ríkisstjórnin er ráðin í að taka ríkisfjármálin sterkum tökum og beita þeim til þess að hamla gegn þenslu í efnahagslífinu á næstu árum. Ég er sannfærður um að þetta er rétt stefna og að hún muni, þegar upp er staðið, skila tilætluðum árangri og styrkja okkar stöðu í samfélagi þjóðanna sem land þar sem okkur finnst eftirsóknarvert er að búa í lífskjaranna vegna og þar sem fyrirtækjum finnst hagstætt að starfa í.</p> <p align="justify">Ég legg til, herra forseti, að frumvarpi þessu verði, að lokinni þessari umræðu, vísað til 2. umræðu og háttvirtrar fjárlaganefndar. Óska ég eftir góðu samstarfi við nefndina nú sem endranær og vona að takast megi að afgreiða frumvarpið í samræmi við starfsáætlun þingsins svo sem verið hefur undanfarin ár.</p> <br /> <br />

2004-04-15 00:00:0015. apríl 2004Ræða fjármálaráðherra á ráðstefnu um rafræn viðskipti - „Tími til að tengja?“

<p><strong>GEIR H. HAARDE &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</strong> (Hið talaða orð gildir)</p> <p><strong>FJÁRMÁLARÁÐHERRA</strong></p> <h2 align="center">Ráðstefna um rafræn viðskipti - &bdquo;Tími til að tengja?&ldquo;</h2> <h3 align="center">Skýrslutæknifélag Íslands og SARÍS</h3> <h3 align="center">Hótel Loftleiðir 15. apríl 2004.</h3> <p align="justify">Ágætu ráðstefnugestir,</p> <p align="justify">Yfirskrift ráðstefnunnar hér í dag gefur tilefni til fjölbreyttrar umræðu. Spurt er, hvort tími sé kominn til að tengja? Út frá þessari spurningu má spyrja; er ríkið tengt innbyrðis, er það tengt atvinnulífinu, liggja rafrænar tengingar milli stofnana ríkisins og þegna þjóðfélagsins? Þá má ennfremur velta fyrir sér hvort rétt hafi verið að verki staðið? Þótt ekki finnist algilt svar við þessum spurningum er alltaf hollt að líta yfir farinn veg, gera tilraun til að meta árangurinn og það sem mikilvægara er - að horfa fram á veginn.</p> <p align="justify">Í apríl árið 1995, lagði ríkisstjórnin í fyrsta sinn fram pólitísk markmið um nýtingu upplýsingatækni í þágu ríkis og þjónustu við borgara. Meginmarkmiðin lutu að því að örva hagkerfið, bæta stjórnsýsluna og þar með þjónustu og upplýsingagjöf ríkis við landsmenn og fyrirtæki. Ári síðar, leit útfærð stefna dagsins ljós, með útgáfu ritisins "Framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið" Í kjölfarið voru á næstu árum þróuð á þriðja tug verkefna á vegum hinna ýmsu ráðuneyta, sem lutu að því að opna nýjar leiðir til upplýsingaöflunar og samskiptaleiðir við opinberar stofnanir. Of langt mál yrði að telja þau upp, en læt ég nægja að nefna í stuttu máli þau verkefni sem fjármálaráðuneytið hefur ýmist átt frumkvæði að eða stuðlað að í samvinnu við undirstofnanir ráðuneytisins. Á þetta bæði við fyrir og eftir að upplýsingatæknistefnan kom fyrst fram.</p> <p align="justify">Að öðrum þeim verkefnum ólöstuðum, sem fjármálaráðuneytið hefur haft sérstaka forgöngu um, og segja má að hafi verið öðrum verkefnum fyrirmynd, er hin svonefnda SMT &ndash; tollþjónusta, sem verið hefur við lýði allt frá byrjun tíunda áratugarins. Óþarft er að tíunda hér á þessum vettvangi þá byltingu sem þessi þjónusta hafði í för með sér á sínum tíma, þar sem markviss og stöðluð vinnubrögð komu í stað ævaforns vinnulags. Það að senda pappír fram og til baka, með tilheyrandi margskráningu sömu gagna og löngum afgreiðslutíma, leið smám saman undir lok á einum áratug. Í dag býður tollurinn einnig upp á VEF &ndash; tollþjónustu. Það heyrir nú sögunni til að inn- og útflytjendur þurfi að eyða dýrmætum tíma sínum í útfyllingu margs konar eyðublaða og standa í löngum biðröðum eftir afgreiðslu og svo jafnvel niðurstöðu eftir ákveðinn dagafjölda.</p> <p align="justify">Önnur bylting sem vert er að minnast á varðar hin "sívinsælu" árlegu skattframtöl. Sá árangur sem náðst hefur á aðeins örfáum árum, það er, að 90% framtala berist með rafrænum hætti, ber skýran vott um að notendum líkar þessi þjónusta.</p> <p align="justify">Þriðja verkefnið sem ég nefni til sögunnar er rafræna markaðstorgið. Innkaupavefur markaðstorgsins hefur nú verið virkur í bráðum tvö ár, en það var í mars 2002 sem fjármálaráðuneytið og Ríkiskaup sömdu við ANZA um uppsetningu þess og þróun. Strax í upphafi var mótuð sú stefna að vinna með einkaaðilum við uppbyggingu á torginu og fá þannig fyrirtæki á almennum markaði til að taka þátt í kostnaði við uppbyggingu og rekstur. Þau samlegðaráhrif sem ríkið nær fram með atvinnulífinu á þennan hátt er að minni hyggju skynsamlegt fyrirkomulag. Þannig nýtur hið opinbera góðs af þekkingu og hugviti sem markaðurinn býr yfir, en á móti nýtur einkamarkaðurinn góðs af styrk og kaupgetu ríkisins. Þótt viðurkenna megi að viðtökur hafi verið heldur hægari en væntingar stóðu til í upphafi, sjást þess nú skýr merki að bæði birgjar og notendur hafa tekið vel við sér á síðustu misserum. Sem dæmi, nemur veltuaukning síðustu vikna um fimmtíu af hundraði. Hafa ber í huga að breytingar í vinnubrögðum taka tíma og krefjast úthalds. Sá hagkvæmi innkaupamáti sem torgið býður upp á skapar svigrúm til að verja tíma og fjármunum ríkisins á skynsamlegri máta og til þarfari nota en það að margskrá sömu gögnin á pappír og í ný og ný upplýsingakerfi. Í þessu sambandi má nefna að stefnt er að því að opinber innkaup á rekstrarvörum verði að mestu orðin rafræn árið 2005 og er það tilgreint í nýrri stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið sem og í innkaupastefnu ríkisins.</p> <p align="justify">Innkaupakort ríkisins, samstarfsverkefni við Europay, hefur brátt fyllt fjórða árið. Líkt og markaðstorgið fór það hægt af stað, en nýjustu tölur sýna að velta þessa innkaupamáta og fjöldi nýrra notenda hefur stórvaxið á síðustu misserum og ekki horfur að lát verði á þeim vexti. Virkir notendur eru nú um 450 talsins og er áætlað að sparnaður sem af notkun kortsins hlýst nemi um 5 milljónum á mánuði.</p> <p align="justify">Loks skal minnst á hin nýju fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins. Þetta verkefni er ein viðamesta kerfisbreyting sem stjórnsýslan hefur ráðist í. Um þessar mundir er að ljúka síðasta hluta innleiðingar kerfanna í vel flestum ríkisstofnunum. Ég er þess fullviss að sú ákvörðun að kaupa eitt kerfi fyrir allar ríkisstofnanir tryggir fullt samræmi milli framsetningar fjárhagsupplýsinga og auðveldi þannig samanburð milli mismunandi stofnana. Auk fjárhagskerfisins mun nýtt mannauðskerfi stuðla að hagræðingu og skipulagi í rekstri stofnana. Hin nýju kerfi munu auðvelda öll samskipti hvað varðar miðlun upplýsinga um rekstur ríkisins og uppgjör milli ríkisins og einkaaðila og er þess vænst að fyrstu merki breytinganna sjáist nú á allra næstu mánuðum.</p> <p align="justify">Ég hef nú rakið aðeins fá af þeim verkefnum er varða upplýsingatækni og fjármálaráðuneytið hefur haft forystu um á undanförnum árum. Öll tengjast þau rafrænni stjórnsýslu og hafa stutt vel við þá stefnu sem mörkuð var á árunum 1995 og 1996 um upplýsingasamfélagið. Vinnubrögð er varða samskipti við almenna borgara hafa gjörbreyst á þessum tíma. Innleiðing þeirra hefur þó ekki verið þrautalaus, en eins og dæmin sanna í þessum verkefnum sem öðrum kalla breytingar sem þessar á þolinmæði og úthald.</p> <p align="justify">Nýverið birtist endurskoðuð stefna um upplýsingasamfélagið er ber heitið "Auðlindir í allra þágu &ndash; Stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið". Stefnan nær til áranna 2004-2007 og er verkefnum settur tímarammi og ábyrgð á einstökum verkefnum deilt niður á ráðuneyti eftir því sem hægt er. Áhersla er lögð á verkefni á sviði rafrænnar stjórnsýslu. Ég læt hér nægja að minnast á þungamiðju þeirra verkefna sem fjármálaráðuneytinu er ætlað að framfylgja og varðar það rafrænar undirskriftir og opinber innkaup.</p> <ol> <li>Stefna ber að því að notkun rafrænna skilríkja verði almenn og útbreidd svo að unnt verði að bera með öruggum hætti kennsl á samskiptaaðila, og að komið verði við rafrænum undirskriftum og dulritun eftir því sem við á.</li> <li> <p align="justify">2. Stefna ber að opnum en stöðluðum markaði með rafræn skilríki og vottunarþjónustu. Gefnar verði út kröfur um innihald, form og meðferð rafrænna skilríkja í samskiptum við stofnanir ríkisins. Þær kröfur gætu orðið fyrirmynd að almennu dreifilyklakerfi fyrir atvinnulíf og sveitarfélög. Stefnt verði að einföldu kerfi og hagkvæmu í rekstri, og að kostnaður dreifist í hlutfalli við hag notenda.</p> </li> <li>Fylgt verði evrópskum og alþjóðlegum stöðlum og stefnt að samþættingu við dreifilyklakerfi grannlandanna þegar tímabært þykir.</li> </ol> <p align="justify">Góðir ráðstefnugestir.</p> <p align="justify">Þær fréttir bárust fyrir skemmstu, að í skýrslu sem framkvæmdastjórn ESB hefur nýlega birt um stöðu rafrænnar stjórnsýslu á EES svæðinu, væri Ísland í 14. sæti af þeim 18 löndum sem þátt tóku í könnuninni. Allt eru þar þau lönd við viljum gjarnan bera okkur saman við. Því er ekki að leyna að þessi niðurstaða hefur komið mörgum á óvart og valdið vonbrigðum, ekki síst í ljósi þess að við höfum gjarnan talið okkur standa í fararbroddi á flestum sviðum upplýsingatækninnar. Við nánari skoðun hefur þó komið í ljós að ekki er mæld sú eiginlega notkun eða gæði þeirrar rafrænu þjónustu sem stjórnsýslan hefur upp á að bjóða. Til dæmis fá Íslendingar sömu einkunn og Svíar, sem lentu í 1. sæti, fyrir rafræn skattskil einstaklinga, en þar í landi eru rafrænu skilin einungis um 5%. Engu að síður er ljóst að breytingarnar gerast hratt, og við þurfum að halda vel á spöðunum til að vera í fremstu röð. Það er krafa sem við eigum að gera til sjálfra okkar á þessum sviðum sem öðrum. Fjármálaráðuneytið mun því leitast við að hvetja eigin stofnanir sem og önnur ráðuneyti til að fylgja vel eftir þeirri nýju stefnu sem mörkuð hefur verið, en jafnframt hvet ég atvinnulífið, félagasamtök þess og einkamarkaðinn til að taka höndum saman með ríkinu og leita leiða til að tengjast enn betur með rafrænum hætti. Skýr sýn, samræming og stöðluð samskipti er lykillinn að því marki.</p> <p align="justify">Ég óska ykkur góðs gengis á ráðstefnunni í dag.</p> <p align="justify">&nbsp;</p> <br /> <br />

2003-10-15 00:00:0015. október 2003Ræða fjármálaráðherra á ráðstefnu Norrænu ráðherranefndarinnar um upplýsingatæknimál (Digital förvaltning och nordisk Integration) sem haldin var í Karlskrona í Svíþjóð.

<table cellspacing="0" cellpadding="0" width="95%" border="0"> <tbody> <tr valign="top"> <td style="width: 50%;"> <p><strong>Geir H. Haarde</strong><br /> <strong>Fjármálaráðherra</strong></p> </td> <td style="width: 45%;"> <div style="text-align: right;"><strong>- Hið talaða orð gildir -</strong></div> </td> </tr> </tbody> </table> <br /> <div style="text-align: center;"><strong>Integrasjon i den offentlige forvaltningen på Island</strong></div> <br /> Kjære konferansedeltakere.<br /> <br /> Det er en stor glede for meg å få anledning til å tale til dere som deltar på dette seminaret om informasjonsteknologi her i Karlskrona. For en finansminister er det en fin avveksling å kunne få behandle andre spørsmål enn dem som har med statens økonomi og skatter å gjøre. I dette innlegget vil jeg i korthet gjøre rede for det viktigste som er på gang når det gjelder saker som har med integrasjon og informasjonsteknologi å gjøre i det statlige islandske systemet.<br /> <br /> <strong>Landsdekkende systemer</strong><br /> Da man for alvor begynte å ta datamaskiner i bruk rundt 1980, mente man det var bare selvsagt at alle statlige institusjoner skulle bruke de samme systemene. Det ble derfor bestemt at man skulle bygge opp såkalte <strong>landsdekkende systemer</strong>. De landsdekkende systemene er sentraliserte system som brukes over hele landet og av medarbeiderne ved de fleste eller alle statlige institusjoner. <br /> <br /> Det følger en del fordeler med slike landsdekkende systemer. Noen mener for eksempel at man på denne måten kan sikre at landets innbyggere får de samme tjenester, enten de bor i hovedstaden Reykjavik eller i avsidesliggende bygder ute på landet. De trenger heller ikke å lære å bruke så mange systemer som de ellers måtte. Videre antar man at utgiftene vil bli lavere og effektiviteten av et slikt totalsystem bedre med ett integrert system enn med mange systemer som det vil være nødvendig å koble sammen innbyrdes.<br /> <br /> Som eksempel på de eldste landsdekkende systemer som fantes på 1980-tallet, kan nevnes statens lønningssystem som betalte ut lønn til de fleste ansatte i staten, statens regnskapssystem og et system for biblioteker. <br /> <br /> <strong>Departementenes saksbehandlingssystem</strong><br /> Et nyere eksempel på at ett system er i bruk for alle som yter lignende tjenester i staten, er departementenes saksbehandlingssystem. <br /> <br /> Da departementene tok sine første skritt innenfor elektronisk forvaltning, skjedde det på den måten at de innledet et samarbeid med en islandsk software-bedrift om et prosjekt der man utviklet et såkalt saksbehandlingssystem. I 1998 hadde alle departementene begynt å bruke dette nye systemet, likeledes de fleste islandske ambassader. Systemet administrerer samtlige departementers dokumenter. <br /> <br /> Systemet styrer strømmen av oppgaver slik at det er mulig å utarbeide forskrifter, definere ansvar og delegere oppgaver til de ansatte. Man kan også svært raskt finne alle dokumenter som angår et bestemt emne.<br /> <br /> Det er også grunn til å påpeke at dette saksbehandlingssystemet omfatter et så stort område, at det sammen med Office-systemet løser størstedelen av de oppgavene som skal behandles på de ansattes desktopcomputere. Derfor er det antall systemer som er i bruk hos de ansatte i departementene, svært begrenset. Det gjør både driften av datasystemene og opplæringen av nye medarbeidere mye lettere.<br /> <br /> <strong>Et integrert system for biblioteker</strong><br /> I mai i år ble det tatt nok et skritt i retning av økt integrasjon. Da ble det åpnet et nytt og svært fullkomment biblioteksystem som skal betjene alle de viktigste bibliotekene i landet. For brukeren, som søker etter opplysninger via nettet, vil alle bibliotekene i landet se ut som ett bibliotek. Det vil være mulig å søke etter innhold og bestille materiale fra alle offentlige biblioteker og spesialbiblioteker fra ett sted eller én portal. <br /> <br /> <strong>Front-office- og back-officesystemer</strong><br /> Som dere kjenner til, har Den europeiske union lagt stor vekt på at i de neste årene skal forvaltningen bestrebe seg på å bygge opp back-officesystemene. De er nemlig en forutsetning for at det skal være mulig å bygge opp gode og praktiske servicesystemer for allmennhet og bedrifter.<br /> <br /> For å forklare dette nærmere: <ul> <li><strong>Back-officesystemene </strong>er<strong> </strong>behandlingssystemer som tar seg av data og prosesser som så oftest er usynlige for kundene. </li> <li><strong>Front-officesystemene</strong> er de systemene som tar seg av kontakten med de endelige kundene, det vil si allmennhet og bedrifter. De henter informasjon fra back-officesystemene eller bringer informasjon til dem.</li> </ul> <br /> Man kan trygt si at den islandske forvaltningen har en relativt sterk posisjon når det gjelder back-officesystemene. Grunnen er blant annet den at på nittennittitallet, da mange land fulgte teorien om at all dataprosessing burde desentraliseres, og at all sentralisert drift burde unngås, hadde det ikke særlig innvirkning på den islandske forvaltningen (jamfør de landsdekkende systemene). Island hoppet egentlig over dette trinnet. Dette gjorde det betraktelig lettere å innføre det systemet som jeg nå skal fortelle litt om.<br /> <br /> <strong>Statens system for økonomi og menneskelige ressurser. </strong>Om det siste brukes gjerne den engelske benevnelsen: Human Resource Management – eller forkortelsen HRM.<br /> <br /> Statens nye <strong>Oracle E-Business Suite</strong> system for økonomi og HRM som vi nå er i ferd med å ta i bruk, hører for det meste under back-office <br /> <br /> Systemet erstatter svært gamle og foreldede systemer (De eldste har sine røtter helt tilbake til 1978.). Innføringen av dette systemet er et svært stort og vanskelig prosjekt. Det kommer nemlig til å bli brukt i 300 institusjoner; 2.500 ansatte blir nødt til å lære hvordan systemet virker, og alle statsansatte vil ha adgang til det når det er kommet skikkelig i gang. Vi har store forventninger til dette systemet som vil innebære en ny og fullkommen service overfor alle statlig ansatte og bedrifter. I tillegg vil det bety en omveltning til det bedre av alt arbeid som foregår i det statlige systemet.<br /> <br /> <strong>Indre og ytre integrasjon</strong><br /> Det burde passe å snakke om indre og ytre integrasjon i forbindelse med dette nye systemet. Den indre er integrasjonen innenfor opplysningssystemet - mellem institusjonerne som bruker det; den ytre er integrasjonen med omverdenen. <br /> <br /> Det blir lagt stor vekt på at opplysningene skal registreres bare én gang i det nye systemet, og at alle opplysningene skal være til bruk for alle. For eksempel er det bare ett personalregister i systemet for alle de 300 institusjonene. Bare det å hindre at opplysninger blir registrert mange ganger, sparer mye arbeid og dermed penger.<br /> <br /> Det nye systemet åpner også for mange nye muligheter når det gjelder integrasjon med omverdenen. Der bygges det på standarder og standardiserte arbeidsmetoder som åpner nye muligheter for blant andre statlig ansatte og bedrifter til gjensidig kontakt med systemet. Samme metoder og standarder brukes ved kontakt med alle bedrifter.<br /> <br /> Som eksempel kan nevnes at alle som får lønn fra staten, nå får muligheten til kontakt med systemet gjennom internett. Der vil de kunne få adgang til opplysninger, og likeledes kunne registrere opplysninger om seg selv.<br /> <br /> Systemets kontakt med næringslivet er svært god. Denne forbindelsen bygger for det meste på standarder for elektronisk handel (ehandel). En del av systemet er en såkalt XML-portal som gjør det mulig for oss å sende ut alle typer elektroniske dokumenter.<br /> <br /> Statens leverandører har også, for å nevne et eksempel, muligheten til å kontrollere sine driftskontoer via nettet. De kan undersøke hvor fakturaene deres befinner seg i systemet og muligens følge med i lagersituasjonen for de enkelte varer.<br /> <br /> <strong>Konklusjon</strong><br /> Med det nye systemet for økonomi og menneskelige ressurser (HRM) har man tatt et langt skritt fremover når det gjelder informasjonsteknologi og digital forvaltning på Island. Og i virkeligheten ikke bare på Island; jeg kjenner nemlig ikke til at andre land har installert et så omfattende system. <br /> <br /> Kort sagt kan man si at man med det nye systemet tar sikte på å: <ul> <li>øke effektiviteten i den statlige drift, bedre totalholdningen til den statlige drift og sikre at alle opplysninger foreligger så snart som mulig. </li> <li>gjøre service, kontakt og informasjonsflyt overfor statlig ansatte og bedrifter bedre ved å innføre elektronisk handel (ehandel) og selvbetjening via nettet. </li> <li>innføre ett integrert system for alle statlige institusjoner og departementer. </li> <li>ta i bruk den nyeste teknologi, standardiserte markedsløsninger og de åpne standarder Java, XML osv.</li> </ul> <br /> Det er derfor utsikter til at man kan ha stort utbytte av dette, og det skal bli spennende å følge med i innføringen av systemet. Det er mitt håp at etter ett år eller så, når man har fått en viss erfaring med driften av systemet, vil det bli mulig å fortelle "suksesshistorier" om dette nye systemet for økonomi og menneskelige systemer (HRM); et system som vi alle kan lære av. <br /> <br /> Takk for oppmerksomheten.<br /> <br /> <br />

2003-04-23 00:00:0023. apríl 2003Ávarp fjármálaráðherra á ráðstefnu fjármálaráðuneytis og samtaka atvinnulífsins um rafræn viðskipti 23. apríl 2003.

<TABLE WIDTH="100%" BORDER=0 CELLSPACING=0 CELLPADDING=0><TR VALIGN=top><TD WIDTH="50%"><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Geir H. Haarde</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fjármálaráðherra</FONT></B></TD><TD WIDTH="50%"><DIV ALIGN=right><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hið talaða orð gildir</FONT></B></DIV></TD></TR></TABLE><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ávarp á ráðstefnu</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">fjármálaráðuneytis og samtaka atvinnulífsins</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">um rafræn viðskipti</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">23. apríl 2003</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu ráðstefnugestir,</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er ánægjulegt að sjá hversu margir hafa séð sér fært að sækja ráðstefnuna hér í dag sem ætlað er að marka upphaf að aukinni samvinnu ríkisins og fyrirtækja á almennum markaði við eflingu rafrænna viðskipta hér á landi. Það er von mín að samhent átak þessara aðila muni leiða til sóknar í rafrænum viðskiptum sem muni skila sér í hagræðingu og eflingu viðskipta almennt. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Haft hefur verið á orði að ríkið í krafti stærðar sinnar og fjölbreytileika í verkefnum geti í sjálfu sér verið óháð hinum almenna markaði. Sumir hafa jafnvel haldið því fram að ríkið gæti staðið eitt og sér en markaðurinn sé háður því að viðurkennd stjórnvöld séu til staðar til að setja nauðsynlegar leikreglur. Hins vegar hafa þau sjónarmið einnig verið kynnt að ríkisrekstur og reglusetningar séu alsendis óþarfar enda muni hinn frjálsi markaður setja sínar eigin leikreglur og skapa öflugt samkeppnisumhverfi. Eins og svo gjarnt er með umræðu sem einkennist af skörpum andstæðum er ljóst að hagfelldasta lausnin liggur einhvers staðar þarna á milli og að ríki og einkamarkaðurinn geta á mörgum sviðum nýtt þekkingu, reynslu og styrk hvors annars til að skila betri árangri hvor á sínu sviði. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Viðfangsefni ráðstefnunnar í dag er dæmi um samvinnu ríkis og einkamarkaðar þar sem styrkur ríkisins er nýttur til að laða fram frumkvæði og afl einkaaðila. Hér verða kynnt verkefni sem unnin hafa verið að frumkvæði ríkisins en munu jafnframt nýtast á hinum almenna markaði. Stefnumótun ríkisins í þessum verkefnum tekur mið af því að reynt hefur verið að leiða saman ríki og atvinnulíf í þeim tilgangi að dreifa jafnt kostnaði og ávinningi af verkefnum sem munu til lengri tíma nýtast öllum. Við höfum talið að ríkið geti í krafti stærðar sinnar skapað tækifæri til uppbyggingar á nýrri þjónustu gegn því að lýsa sig reiðubúið til að leggja til viðskipti sín og tæknilega uppbyggingu. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með kaupum á nýjum fjárhags- og upplýsingakerfum voru stigin mikilvæg skref í því að gera ríkisstofnunum kleift að stunda rafræn viðskipti. Með innleiðingu kerfisins skapast möguleikar á umtalsverðri sjálfvirknivæðingu og hagræðingu. Hins vegar er nauðsynlegt að viðskiptavinir ríkisins, þ.e. birgjarnir, taki þátt í þessari þróun af krafti til þess að fullum ávinningi verði náð. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sem liður í að auðvelda samskipti ríkisstofnana og birgja hefur ríkið gengið fram í því að þróa rafrænt markaðstorg í samvinnu við einkaaðila með það að markmiði að sú þjónusta geti nýst starfandi fyrirtækjum á markaði. Verkefnið var unnið í samstarfi við fjölmarga aðila á markaði m.a. helstu samtök hagsmunaaðila sem er lykilatriði í því að sátt náist um tilteknar lausnir. Mikilvægt er í þessu sambandi að ríkið hefur tekið þá stefnu að skilgreina þarfir og þjónustu í stað þess að byggja sjálft upp viðkomandi þjónustu. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þrátt fyrir að þau verkefni sem kynnt verða hér í dag séu vel á veg komin er ljóst að til þess að fullur ávinningur náist verður að nást full samstaða á markaði um frekari útfærslur og þróun. Ríkið hefur sett sér markmið varðandi framgang rafrænna viðskipta sem meðal annars voru skilgreind í nýrri innkaupastefnu ríkisins sem samþykkt var af ríkisstjórn á síðasta ári. Fyrirtæki á almennum markaði hafa mörg hver sett sér markmið og unnið ötullega að verkefnum á sviði rafrænna viðskipta. Ég tel mikilvægt að ráðstefnan í dag marki upphaf að samhentu átaki helstu hagsmunaaðila með það að markmiði að efla framgang rafrænna viðskipta í landinu. Við teljum að tekist hafi að leiða fram lausnir sem tæknilega geta leitt af sér byltingar en eftir stendur að gera þarf átak í hugsunarhætti og taka af skarið varðandi það hvernig við nálgumst viðskipti almennt.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hér á ráðstefnunni eru fjölmargir fulltrúar hagsmunaaðila og fyrirtækja á almennum markaði. Tökum höndum saman og eflum veg rafrænna viðskipta. </FONT><BR><BR><BR>

2003-04-23 00:00:0023. apríl 2003Ræða fjármálaráðherra á morgunverðarfundi um ársreikninga á vegum Lánstrausts hf. 23. apríl 2003.

<TABLE WIDTH="90%" BORDER=0 CELLSPACING=0 CELLPADDING=0><TR VALIGN=top><TD WIDTH="50%"><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Geir H. Haarde</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fjármálaráðherra</FONT></B></TD><TD WIDTH="50%"><DIV ALIGN=right><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hið talaða orð gildir</FONT></B></DIV></TD></TR></TABLE><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Morgunverðarfundur um ársreikninga </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">á vegum Lánstrausts hf.</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">23. apríl 2003</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Góðir fundarmenn,</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mér er ánægja að því að setja þennan fund um ársreikninga. Yfirskrift fundarins er áhugaverð þar sem varpað er upp þeirri spurningu hvort birting og uppgjörsaðferðir leiði til gagnsæis í viðskiptum eða feluleiks? </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er sjálfsagt eins og að messa yfir sanntrúuðum að lýsa mikilvægi ársreikninga fyrir ykkur hér. Nauðsynlegt er að vel sé staðið að gerð ársreikninga og þeir séu opinberlega aðgengilegir. Tilgangur birtingar ársreikninga er að notendur reikningsskila jafnt fjárfestar, hluthafar, lánadrottnar og aðrir hafi greiðan aðgang að þeim og geti lagt sjálfstætt mat á afkomu fyrirtækja. Ársreikningar fyrirtækja eru því nú á tímum ekki einkamál þeirra. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á síðustu vikum hefur komið fram nokkur gagnrýni á íslensku ársreikningalögin, þar sem meðal annars hefur verið gagnrýnt að lögin séu ekki í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IAS) og að íslensku lögin haldi ekki í við þá þróun sem eigi sér stað erlendis. Ég fagna þessari umræðu þar sem þessi mál eru og hafa verið í mikilli þróun um nokkurt skeið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nauðsynlegt er að stjórnvöld skapi traust umhverfi fyrir fyrirtæki til að starfa í. Hluti af því er að til séu skýrar og sanngjarnar reglur um reikningsskil fyrirtækja. Vegna þeirrar þróunar sem orðið hefur erlendis er aukin krafa gerð til gegnsæis og samanburðarhæfni ársreikninga fyrirtækja. Notendur reikningsskila, til að mynda fjárfestar, verða að geta metið það sjálfstætt hvort viðkomandi fjárfesting sé vænleg og það gera þeir m.a. með því að skoða ársreikning fyrirtækis og bera saman við önnur sambærileg fyrirtæki. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ESB hefur nú ákveðið að innleiða alþjóðlegu reikningsskilastaðlana frá og með árinu 2005, og þarf Ísland væntanlega jafnframt að innleiða þá frá sama tíma vegna skuldbindinga samkvæmt EES-samningnum. Þessar samræmdar reglur munu hafa mikil áhrif hér á landi og sérstaklega fyrir skráð félög í Kauphöll Íslands. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lögin um ársreikninga voru sett í árslok 1994 á grundvelli tveggja félagatilskipana ESB, nr. 4 um ársreikninga tiltekinna félaga og nr. 7 um samstæðureikningsskil. Sem aðildarríki að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið bar Íslandi að samræma löggjöf sína á þessu sviði ákvæðum tilskipana ESB. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með skipun nefndar árið 2000 beitti ég mér fyrir því að lögin um ársreikninga yrðu endurskoðuð með hliðsjón af þeirri þróun sem orðið hefur hér á landi og annarsstaðar, meðal annars á vettvangi ESB. Enn fremur var nefndinni falið að kanna möguleika fyrirtækja á að færa bókhald sitt og semja ársreikninga í erlendum gjaldmiðli.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Vegna vinnu nefndarinnar hefur lögum um ársreikninga verið breytt tvívegis. Í fyrsta lagi hefur fyrirtækjum, með lögum frá árinu 2002, verið heimilað að færa bókhaldsbækur sínar í erlendum gjaldmiðli og semja og birta ársreikning í þeim gjaldmiðli, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Í öðru lagi voru gerðar breytingar, nú á nýloknu þingi, sem að meginefni komu til vegna athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og snerust um samstæðureikningsskil félaga auk annarra breytinga. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Næst á dagskrá hjá ráðuneytinu er að endurskoða ákvæði ársreikningalaga um matsreglur fjármálaskjala í reikningsskilum í samræmi við breytingar á vettvangi ESB á 4. og 7. félagatilskipun, sem lög um ársreikninga byggjast á. Jafnframt er verið að undirbúa innleiðingu á reglugerð ESB um innleiðingu reikningsskilastaðla Alþjóðlega reikningsskilaráðsins. Samkvæmt reglugerðinni er öllum félögum sem skráð eru á verðbréfamarkaði á EES/ESB svæðinu gert skylt að semja samstæðureikningsskil sín skv. alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Heimild er í reglugerðinni fyrir aðildarríkin að láta þessa skyldu ná til reikningsskila fleiri félaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Einnig hafa á vettvangi ESB verið samþykktar breytingar á 4. og 7. félagatilskipun, sem lúta að því að ryðja úr vegi hömlum sem kunna vera í tilskipunum, svo önnur félög en þau sem skyldan nær til, geti notað reglur Alþjóðlega reikningsskilaráðsins eftir eigin þörfum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hafa ber í huga að 4. og 7. félagatilskipun, þannig breyttar, verða áfram sá grunnur sem ársreikningalög aðildarríkja ESB og EES verða að byggjast á, að frátöldum samstæðureikningsskilum fyrrnefndra samstæðna sem eru skráð á opinberum markaði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðildarríki Evrópusambandsins eru nú hvert fyrir sig að vinna að breytingum á löggjöf sinni um reikningsskil félaga í þessa veru og erum við Íslendingar í samfloti með þeim. En hafa ber í huga að um er að ræða snúið mál og vanda þarf vel til verks.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Varðandi birtingu ársreikninga má að lokum minnast á nýgerða breytingu á 69. gr. ársreikningslaga, sem gerir það að ótvíræðri skyldu allra félaga í félagasamstæðum að leggja einnig fram ársreikning dótturfélaga, ásamt samstæðureikningi félagasamstæðunnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Góðir fundarmenn,</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vænti þess að þið verðið margs vísari eftir þau áhugaverðu ávörp sem hér á eftir fara og segi þennan morgunverðarfund settan.</FONT><BR><BR><BR>

2003-04-12 00:00:0012. apríl 2003Ræða fjármálaráðherra á ensku á fundi fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (International Monetary and Financial Committee) í Washington 12. apríl 2003.

<table cellspacing="0" cellpadding="0" width="95%" border="0"> <tbody> <tr valign="top"> <td style="width: 50%;"> <p><strong>Minister of Finance</strong><br /> <strong>Geir H. Haarde</strong></p> </td> <td style="width: 95%;"> <div style="text-align: right;"> <strong>- Check against delivery -</strong> </div> </td> </tr> </tbody> </table> <div style="text-align: left;"> <strong>Introduction</strong><br /> The pace of economic recovery continues to be sluggish and projections for world economic growth in 2003 have been revised downwards. Global markets continue to deal with the aftermath of the excesses experienced during the equity price bubble period. In addition, the current outlook is subject to unusual uncertainties in view of the geopolitical situation. In several industrialized countries, fiscal deficits have reemerged and government debt is increasing. The scope for policy measures has narrowed. The uncertain outlook has proven to be difficult for many emerging-market economies. Their success depends not only on the global environment, but even more importantly on how successful they are in strengthening confidence in their economies and institutions.<br /> <br /> Despite this gloomy short-term outlook, the world economy has shown remarkable resilience and one of the contributing factors is the growing emphasis on crisis prevention through increased surveillance, openness and transparency. Although considerable progress has been made in crisis prevention, financial crises will continue to occur and need to be resolved. The International Monetary Fund has played an important role in this area but needs to be supported by the private sector in order to successfully resolve crises. We encourage the international community to work together and build a strong crisis resolution framework.<br /> <br /> <strong>Risks and Challenges in the Global Economy</strong><br /> The current geopolitical situation has added to uncertainties and has to some extent held back the recovery of economic activity. At this juncture, developments in the price of oil are unpredictable and if geopolitical uncertainties continue, consumer demand could be significantly affected. Also, there has been a rapid growth in household debt, which might hold back consumer spending even further and thus make the upturn slower than earlier envisaged.<br /> <br /> As regards the reconstruction of Iraq after the war, we expect the multilateral institutions especially the UN to play a major role. The Fund and the World Bank should contribute in accordance to their respective mandate and jurisdiction.<br /> <br /> Prudent fiscal policies contribute to confidence and the market rewards countries that pursue sound fiscal policies with lower borrowing costs and increased investment flows. One of the major challenges in the current economic environment is the need for prudence in the use of policy instruments. Budget deficits have reemerged both within the advanced and emerging-market economies, and government debt has been on the rise. Care should be taken that economic polices are conducted in such a way that governments do not spend beyond their means and that private investment is not crowded out. Moreover, it remains important for all countries to assess fiscal policy from a medium term perspective.<br /> <br /> Financial markets have been adjusting after a period of severe asset price volatility and corporate distress, and some risks remain on the horizon. First, further price adjustments cannot be excluded, influenced <em>inter alia</em> by geopolitical developments. Second, insurance companies, especially in Europe, are experiencing significant difficulties due to mispricing of underwriting risks and poor performance of their investments. There is a need for stricter enforcement of regulations and enhanced supervision of insurance companies. Third, private companies} pension funds in some countries are estimated to have sizable funding gaps. It is necessary to address this problem, especially if these funding gaps are not narrowed soon by a rebound in financial markets.<br /> <br /> <strong>Prospects in Selected Economies</strong><br /> Monetary and fiscal policies have been utilized to mitigate the economic downturn in the <strong>United States</strong>; hence the scope for a further fiscal and monetary stimulus has been reduced. It is both understandable and prudent that the authorities use the remedies at hand, but it can be risky to provide an exceptional stimulus over a very short period of time. There has been a dramatic turnaround in US fiscal policy. At this juncture, fiscal policy is expansionary and there is a risk that fiscal deficits will become entrenched, which could have serious repercussions. We urge the authorities to return as soon as possible to a sustainable medium term fiscal path. This will help unwind the twin deficits and contribute to stability in financial markets.<br /> <br /> The <strong>European Union</strong> continues to harmonize the rules and regulations for the single market to increase efficiency and benefits are expected from its enlargement. However, the current economic outlook for Europe is clouded with growth projections having been revised downwards, consumer and business confidence is low and budget deficits are on the rise. There are certain issues that need to be addressed in particular. First, it is important that European economies deal with their structural rigidities and accelerate reforms of labor, product and capital markets in order to stimulate economic growth. These reforms will boost confidence in the economy if they are implemented promptly and decisively. Second, fiscal consolidation is necessary especially in countries that are close to or beyond the limit of the Stability and Growth Pact. Finally, as the numbers of retirees are rising fast, the current economic challenges have to be dealt with in a way that will enhance Europe's capacity to address the demographic pressures of the aging population.<br /> <br /> Economic growth in the <strong>acceding countries</strong> has been more robust than envisaged. However, there are certain imbalances emerging in some economies such as large fiscal and current account deficits that need to be tackled before they become a hindrance to growth and future prosperity.<br /> <br /> <strong>Japan</strong> needs to address its severe economic difficulties through further monetary easening and substantial structural reforms. The slight recovery of growth last year has not been sustained and the prospect of an export-led recovery has diminished. In addition, deflationary pressures reemerged in the last quarter and the authorities are running out of policy options that could ease the economic difficulties. Policy makers have to deal with the liquidity trap facing monetary policy. In the current situation, monetary policy has become ineffective in improving the economy. Government debt is high relative to GDP and the scope for fiscal measures is close to being exhausted.<br /> <br /> The economic performance of the <strong>emerging market economies</strong> has varied considerably. The economies in Asia have been doing remarkably well. Economic growth in Turkey has exceeded expectations, but the situation remains fragile and there is little room for policy slippages. Most Latin American economies experienced severe economic difficulties last year and there has been limited scope for using fiscal stimulus to mitigate the downturn, especially as government debt is high in many Latin American countries. Significant pressure has been put on public debt management due to the large amount of foreign currency denominated debt and short-term debt. In addition, some economies in Latin America find themselves in a difficult situation due to weak institutions, governance problems and inappropriate economic policies. This relates <em>inter alia</em> to Argentina. It is very important that sound economic polices are pursued. Governments must remain aware of the risks associated with their debt at all times and ideally create some room in their economic policy during good economic times. This would enable them to consolidate fiscal positions and reduce their vulnerability to volatilities in foreign capital flows. Policies aimed at making tax collection more effective should be encouraged and domestic savings increased. Furthermore, Latin American economies need to increase investor confidence in their policies and institutions by promoting transparency and good governance in addition to the necessary fiscal consolidation.<br /> <br /> <strong>The International Monetary Fund and Policy Matters</strong><br /> Fund policies are subject to continuous scrutiny and recently a great deal of progress has been made in improving the Fund's operations. This includes work on sovereign debt restructuring, strengthening the voice of developing countries and countries in transition, renewing the guidelines for surveillance and conditionality, and a review of access policy. In addition, considerable progress has been made in the area of transparency and openness. We welcome this progress and support all further efforts by the Fund in improving its policies on transparency and external communication.<br /> <br /> <strong>Strengthening Crisis Prevention: FSAP, Prolonged Use of Fund Resources and Institutional Capacity Building</strong><br /> The Nordic-Baltic Constituency believes that the quality of financial sector surveillance should be comparable to the analysis of traditional Fund surveillance areas. We welcome the recent review of the financial sector assessment program (FSAP) and we strongly support the FSAP as it has proved to be a valuable instrument in raising awareness among participants of the importance of a sound financial system, identifying weaknesses, and encouraging governments to address them. The FSAP has also contributed to increased transparency and promoted greater data availability, thereby facilitating surveillance. Most countries that have participated in the FSAP find them useful and we strongly encourage all members to participate and to publish the main reports. In addition, we welcome the integration of Financial Action Task Force (FATF) recommendations on anti-money laundering and combating terrorist financing into Reports on Observance of Standards and Codes (ROSC) modules and FSAPs.<br /> <br /> The Independent Evaluation Office (IEO) report on the Evaluation of the Prolonged Use of Fund Resources has revealed that prolonged users represent half the total number of ongoing Fund supported programs. This is worrying and the Fund has to address this issue decisively and systematically. The Nordic-Baltic Constituency is concerned that the credibility of the Fund will suffer if its facilities are extended excessively and resources continue to be made available despite policy slippages, especially since the Fund has limited resources that need to be continuously revolving. Therefore, we welcome the proposed measures that have been put forth to address the problem of prolonged use of Fund Resources. However, there are two points that we would like to underline in this context. First, the Fund is encouraged to be more selective in determining whether a country is prepared to implement a program. Second, we reiterate our view that it is necessary to clearly distinguish between habitual prolonged users and those who have used precautionary arrangements primarily as an instrument to guide policies through the challenges of reform and transition.<br /> <br /> Experience from Fund programs shows that successful program implementation depends primarily on the domestic political economy in borrowing countries. As a matter of fact, many programs are interrupted because of political or economic turmoil where it is difficult to come to an agreement on the necessary policies or revision of a program. This finding indicates that political commitment is of decisive importance for the promotion and success of Fund programs. The Nordic-Baltic Constituency, therefore, encourages the Fund not to enter into financial arrangements with countries where political commitment to effective policies is obviously insufficient.<br /> <br /> The Nordic-Baltic Constituency would like to stress the importance of institutional capacity building as one of the major contributors to economic prosperity. The Fund has an important role to play in promoting institutional reforms through its surveillance and technical assistance activities. In this context it is important to increase the transparency of government activities and strengthen the governance of the financial sector. International organizations can assist in developing stronger institutions; however, the main responsibility to improve the institutional framework lies with the countries themselves.<br /> <br /> <strong>Enhancing Crisis Resolution: Access Policy, CACs, SDRM and a Code of Good Conduct</strong><br /> The Nordic-Baltic Constituency welcomes the new framework for criteria and procedures in exceptional access cases. One of the advantages of the new framework is that it is based on more clearly defined criteria and is likely to become more transparent and efficient than earlier. Strengthening the rules of access policy is the best insurance against irregular approaches in dealing with capital account crises. Despite a more clearly defined access policy, there will nevertheless still be a need for a framework for timely and orderly restructuring of unsustainable sovereign debt.<br /> <br /> We welcome the crisis resolution framework that is emerging based on the Collective Action Clauses (CACs), an SDRM and a voluntary Code of Good Conduct. Our constituency believes that these three approaches complement each other and that they will improve debt restructuring.<br /> <br /> The Fund has presented the IMFC with a draft proposal outlining the key features of an sovereign debt restructuring mechanism (SDRM) as requested at the last meeting of the IMFC. The Nordic-Baltic Constituency fully supports an SDRM and believes that the current proposal needs to be developed further and outstanding issues clarified. Furthermore, it will be important for the Fund to further improve its debt sustainability analysis.<br /> <br /> In parallel to the work on an SDRM, considerable effort has been put into the development of model collective action clauses for international bonds. We encourage countries to include CACs in new issues of sovereign debt in foreign jurisdictions. In this respect, we welcome Mexico's initiative to include a collective action clause in its recent bond issued under New York law. We strongly encourage other governments to follow suit. Furthermore, we welcome the EU-member states intentions to use contractual provisions based on the framework developed by the G10 when issuing bonds in a foreign jurisdiction and/or governed by foreign law.<br /> <br /> Work is progressing on a voluntary Code of Good Conduct for debt restructuring; however, we believe it is necessary to clarify further the text of the draft code so the parties involved in debt restructuring negotiations will be better informed about what is expected from them. The Nordic-Baltic Constituency believes that a Code of Good Conduct could complement both an SDRM and CACs, as well as providing an important interim step until an SDRM becomes effective and CACs have become the norm.<br /> <br /> These approaches to debt restructuring all contribute in creating a comprehensive and viable framework for effective crisis resolution that will provide the international community with the benefits of a fair, rapid, and orderly resolution of unsustainable sovereign debt. It is our firm belief that an SDRM would complement the non-statutory approaches as being a more effective instrument in dealing with aggregated claims in comprehensive debt restructuring.<br /> <br /> <strong>IMF and Developing Countries</strong><br /> The international community has been joining hands in various efforts to combat poverty and promote higher living standards in developing countries. Common undertakings, such as the Heavily Indebted Poor Countries (HIPC) Initiative, the Millennium Development Goals, the Monterrey Consensus, and the WTO}s Doha commitment, are all steps in this direction. The Nordic-Baltic Constituency encourages the industrialized countries to increase their official development assistance (ODA) so that it will be possible to eradicate extreme poverty and reach the Millennium Development Goals. These joint efforts by the international community are of great importance, but in order to raise income and living standards in the medium term, it is necessary to secure sustainable growth. The challenge currently facing the international community is to fully incorporate the developing countries into the world economy through globalization and trade. Also, it is important to strengthen their voice in the Bretton Woods institutions and promote the HIPC Initiative.<br /> <br /> <strong>Trade and Market Access</strong><br /> As open economies tend to have greater growth potential, it is important to send a strong signal to consumers, producers and markets that further trade liberalization will be pursued and implemented. Small and less advanced countries especially have much to benefit from strengthened multilateral rules governing trade. Therefore, it is the necessary that the Doha Development Agenda negotiations regain momentum and that results are achieved before the WTO ministerial meeting in Cancun. Of particular importance to many developing countries are the proposals for increased market access, a reduction in or phasing out of export subsidies and substantial reduction in trade distorting domestic support. In addition, rules of origin need to become more simple and transparent. Although the onus of adjustment will be mainly on the industrialized countries, it should not be ignored that substantial benefits will emerge for consumers in these countries. While a freer trade environment, both between developing and industrial countries and among developing countries opens up new opportunities for the poorest countries, investment is needed in order to take advantage of these opportunities.<br /> <br /> <strong>Strengthening the Voice of the Developing Countries at the Fund</strong><br /> The Nordic-Baltic Constituency has traditionally both encouraged and advocated an increased say for developing countries in the international community. We believe that it is very important to implement the Monterrey Communiqué's call for a strengthened voice of developing countries in international financial institutions. Strengthening capacity building at constituency and country levels is strongly supported by our constituency. This includes adding Assistants and Advisors to Executive Director's offices, increased technological support, e.g. to facilitate communications, and additional external analytical support. Furthermore, we support giving increased weight to problems affecting developing countries in the discussions of the IMFC. Other measures that merit our support concern augmenting the voting power of developing countries through an increase in basic votes and possibly adding an Alternate ED to developing country chairs in the Executive Board.<br /> <br /> <strong>The HIPC Initiative</strong><br /> Some developing countries that have reached their decision point, now risk reaching the completion point with unsustainable levels of debt. If such a situation should arise it would defy the very purpose of the initiative. The Nordic Baltic Constituency is therefore prepared to discuss the various measures that can be taken to <em>topping up</em> debt relief at the completion point in order to ensure debt sustainability. Such extra debt relief should only be provided to countries where exogenous factors have caused fundamental changes to a country's economic circumstances that have made the originally agreed debt relief to be insufficient. Also, additional relief should first and foremost be provided to countries that have followed sound economic policies.<br /> <br /> Donor countries that have agreed to write off completely official developing loans to HIPC countries do this as an additional effort to improve the conditions of the country in question and not to reduce the debt relief provided by other creditors. The rules for calculating debt sustainability at the completion point should therefore be amended so they do not distort the burden sharing among the creditors and to ensure that such efforts really become additional debt relief.<br /> <br /> <strong>Final Remarks</strong><br /> Despite the gloomy short-term outlook, positive developments are taking place on several fronts and growth projections for 2004 point to a gradual recovery on the whole. Measures to create an environment where investors will be more willing to take risks are being implemented after a period marred by discoveries of malpractice in the corporate sector. Historic developments have taken place in Europe, with ten new countries having been invited to join the European Union. Also, the emerging-market economies in Asia are growing strongly and repaying debt. Finally, it is important to work towards a general consensus among both the developed and developing nations to reduce debt to a sustainable level in the poorest countries and to further open up trade in order to create conditions that will unleash the economic potential of the developing nations.<br /> <br /> The Nordic-Baltic Constituency believes that the International Monetary Fund has played an important role in the world economic system and that it will continue to do so by advocating sound economic policies through its surveillance and lending activities.<br /> <br /> <br /> <br /> </div>

2003-03-19 00:00:0019. mars 2003Ávarp Geirs H. Haarde á ráðstefnu fjármálaráðuneytisins um rekstur og stjórnun ríkisstofnana

<TABLE cellSpacing=0 cellPadding=0 width="95%" border=0> <TBODY> <TR vAlign=top> <TD width="50%"> <P><B>Geir H. Haarde</B><BR><B>Fjármálaráðherra</B></P></TD> <TD width="45%"> <DIV align=right><B>Hið talaða orð gildir</B></DIV></TD></TR></TBODY></TABLE><BR> <DIV align=left>Ágætu ráðstefnugestir!<BR><BR>Ég vil bjóða ykkur velkomin á þessa ráðstefnu um rekstur og stjórnun ríkisstofnana sem ber yfirskriftina – LÆRUM HVERT AF ÖÐRU. Á ráðstefnunni verður gerð grein fyrir nokkrum þeim verkefnum og áherslum sem ríkisstofnanir hafa verið að vinna að undanfarna mánuði og ár. <BR><BR>Ríkisstjórnin hefur síðastliðin 10 ár eða svo lagt ríka áherslu á að nútímavæða ríkisreksturinn. Umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar þar sem víðtækar stjórnunarheimildir hafa verið færðar til stofnana og svigrúm þeirra og sjálfstæði aukist. Samfara aukinni valddreifingu hefur verið leitast við að skýra valdsvið og ábyrgð forstöðumanna ríkisstofnana. Með breytingum á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, lögum um fjárreiður ríkisins, lögum um opinber innkaup og opinberar framkvæmdir og reglugerðum tengdum þessum lögum, ásamt breytingum á fjárlagagerð og kjarasamningum ríkisstarfsmanna, hefur ábyrgð og valdsvið forstöðumanna aukist. Þessi þróun hefur einnig leitt til þess að frelsi til athafna og forgangsröðunar verkefna hjá stofnunum er nú mun meira en áður hefur tíðkast. Heimildir forstöðumanna til breytinga, hagræðingar, launahækkana, bætts starfsumhverfis o.s.frv. hafa verið skýrðar til muna. Jafnframt hafa samfara þessum breytingum verið innleiddar nýjar stjórnunaraðferðir og kenningar eins og árangursstjórnun, mannauðsstjórnun, þekkingarstjórnun og samhæft árangursmat svo dæmi séu tekin. Aukin áhersla hefur verið lögð á markmiðssetningu og mælanlegan árangur. Tilgangurinn er að skilgreina betur hlutverk ríkisins, afmarka betur opinbera þjónustu, leita hagkvæmustu leiða til að veita þjónustu sem kostuð er af opinberu fé og auka sveigjanleika stofnana í rekstri. Í upplýsingamálum hefur verið mótuð metnaðarfull stefna sem miðar að því að Íslendingar verði í fararbroddi þjóða heims í nýtingu upplýsingatækninnar í þágu bætts mannlífs og aukinnar hagsældar. Mótaðar hafa verið reglur um framkvæmd fjárlaga þar sem leitast er við að gefa skýringar og leiðbeiningar um þau meginsjónarmið sem varða framkvæmd fjárlaga og eftirlit með þeim. Innkaupastefna hefur verið mótuð sem myndar ramma um áherslur í innkaupum ríkisins og er ætlað að skapa aðhald markaðarins gagnvart ríkisstofnunum og svo mætti lengi telja.<BR><BR>Fjármálaráðuneytið hefur áður staðið fyrir ráðstefnum og fundum þar sem ríkisstofnunum gefst kostur á að kynna þau verkefni í anda nútímavæðingar sem verið er að vinna að. Vonandi getur sú umgjörð, sem ég gat um fyrr í máli mínu, skapað grundvöll fyrir stofnanir ríkisins til að vinna að þessum málum með frjóum hætti. Ég er viss um að hér í dag verða mörg merkileg og áhugaverð verkefni kynnt sem gagnast munu í rekstri ríkisins í náinni framtíð<BR><BR>Ég segi þessa ráðstefnu um rekstur og stjórnun ríkisstofnana setta.<BR><BR><BR><A href="http://stjornendavefur.is/stjv-dagskraopnun">Dagskrá ráðstefnunnar</A><BR><BR></DIV>

2003-02-17 00:00:0017. febrúar 2003Ræða fjármálaráðherra á fundi Landsbankans í London 17. febrúar 2003. Ræðan er á ensku.

<table width="95%" border="0" cellspacing="0" cellpadding="0"> <tr valign="top"> <td width="50%"> <p><strong>Minister of Finance</strong><br /> <strong>Geir H. Haarde</strong></p> </td> <td width="45%"> <div align="right"> <strong>- Check against delivery -</strong> </div> </td> </tr> </table> <div align="center"> <strong>Landsbanki Investor Relation Meeting</strong><br /> <strong>February 17, 2003</strong><br /> <strong>Gibson Hall, Bishopsgate, London</strong> </div> <br /> <br /> <p>Ladies and Gentlemen,<br /> <br /> It is a great pleasure for me to address this Investor relation meeting, especially in light of recent development in the ownership of Landsbanki Íslands. In brief, I am particularly pleased not to be representing the majority owner of Landsbanki Islands anymore.<br /> <br /> I will first take a few minutes to discuss the current economic situation and the financial environment in Iceland and then move on to discuss the privatisation process with emphasis on the financial market.<br /> <br /> <strong>The Icelandic economic situation</strong><br /> The Icelandic economy is in good form. This is in part the result of sound fiscal and monetary policies over the last several years, as well as the direct result of important structural changes and a shift in policy towards market liberalisation, deregulation and, indeed, privatisation.<br /> <br /> All this has helped to strengthen Icelandic industries and the financial market. As a result, productivity has increased and economic growth has been higher in Iceland than in most neighbouring countries for the past several years. Real disposable income of households has increased by roughly one third since 1994.<br /> <br /> <strong>Readjustment period</strong><br /> After five years of good economic growth, where real GDP rose at an annual average of 4S per cent, the Icelandic economy went through a period of readjustment this past year. There were signs of overheating in the course of 2000 and early 2001 resulting in a considerable current account deficit and rising inflation. These trends have now been reversed with the current account returning to approximate balance and inflation rapidly moving below the OECD average, currently running at 1S per cent. The Central Bank's inflation target is 2S per cent and the Bank now forecasts price stability to prevail for the next two years.<br /> <br /> The soft landing of the economy was guided by prudent monetary and fiscal policy. The small Icelandic economy has showed great capacity for rapid adjustment in the past year, and a recession has been avoided with sensible measures, taking advantage of the greatly increased flexibility of the economy. The tight monetary and fiscal stance played a decisive role in readjusting the economy and succeeded in keeping unemployment to a minimum. This year, the economy is expected to resume its growth. Interest rates have come down and the 2003 growth rate is forecast at above 2 per cent on the basis of good export growth and resumption in domestic spending.<br /> <br /> <strong>Tax cuts improve outlook</strong><br /> The future prospects for the Icelandic economy are bright with at least a 2S-3 per cent annual growth rate forecast even in the absence of new energy-intensive industry. The planned energy investments will raise the overall level of GDP by 1-2 per cent when they come on stream and by an even larger margin during the construction period.<br /> <br /> In the face of increasing globalisation, sharper international competition and rapidly growing mobility of enterprises and labour, the Icelandic Government decided last year to aggressively slash the corporate income tax, from 30 percent to 18 percent. Furthermore, companies can now select the currency in which to do their accounts. The tax reduction will stimulate domestic industry, attract foreign investment and discourage Icelandic companies from moving abroad. It will also strengthen the balance of the economy, create better growth conditions and further raise the already high standard of living. The short-term fiscal revenue loss should be recovered in due course through increased economic activity and a broadening of the tax base.<br /> <br /> Iceland, being an island far away from the European continent, is already at a geographical disadvantage. It must therefore compensate for its location by creating a healthy business environment for strong economic growth in the long term.<br /> <br /> <strong>Privatisation policy in Iceland</strong><br /> Let me now turn to the privatisation process in Iceland and current developments in that area. As discussed earlier, the Icelandic economy has changed dramatically over the last decade both with respect to general conditions and the role of the government. A policy that was characterised by state involvement in industry, subsidies and state monopolies in various areas of business has been put aside and replaced with a policy that aims at freeing the economy of political intervention and nurturing private enterprises. Iceland's participation in the EEA agreement as of 1994 and increased globalisation have supported this development.<br /> <br /> <strong>Objectives of privatisation</strong><br /> The Icelandic Government has defined several objectives in regard to privatisation. These are:</p> <div style="margin-left: 2em"> 1. To increase economic efficiency by eliminating the distortions inherent in state-ownership. The state owned two of the three major commercial banks, various other financial institutions and funds as well as several manufacturing and service industries. The energy companies and the Post and Telecommunication companies are also public property.<br /> 2. To widen share ownership and continue to encourage development of the Icelandic stock market which came to life in the mid 1980's and has since developed rapidly. The turnover of the Icelandic stock market has over the period from 1994 to 2002, increased from less than 20 million dollars to more than 800 million dollars. Privatisation of publicly owned companies over this period has greatly influenced this development.<br /> 3. To raise capital in order to decrease Treasury debt. One of the main goals of the privatisation programme is to use income from privatisation to reduce the already relatively low Treasury debt. Earnings from privatisation will also be used to finance specific infrastructure projects and to support the development of information technology. </div> <br /> <strong>Executive Committee on Privatisation</strong><br /> <p>I now turn to the specifics of the privatisation program. At the beginning of its new term in 1999, the Cabinet reappointed an Executive Committee on privatisation to make specific recommendations on policy and to oversee the execution of the privatisation process. The Committee works on the basis of special rules on procedures regarding the implementation of privatisation that were agreed by the Cabinet in 1996 in order to ensure professional preparation of the sale of state-owned enterprises. These rules are publicly available.<br /> <br /> <strong>Proceeds from privatisation</strong><br /> The government has over a five year period received more than USD 600 million for its shares in the previously government owned banks, of which USD 250 million for Landsbanki and 170 million for Búnaðarbanki. Since 1991, twenty-eight companies have been privatised partly or wholly. The total proceeds from these sales are more than 700 million dollars. It is therefore clear that privatisation has had a very positive effect on the Treasury budget and has helped significantly to lower government debt as well as serving other important objectives.<br /> <br /> <strong>Landsbanki and Búnaðarbanki</strong><br /> The most recent privatisation project was the sale of government shares in Landsbanki Íslands and Búnaðarbanki Íslands, the Agricultural Bank. This process was launched last June when the Executive Committee called on those interested to bid for a large stake in both Landsbanki and Búnaðarbanki. In the public advertisement it was announced that the government was seeking a strategic investor to purchase at least 25% of the total shares in each of the banks. In the end 45,8% in both banks were purchased by such investors.<br /> <br /> In addition to the general objectives already mentioned two additional ones were defined: First, to seek an investor, foreign or domestic, that would contribute knowledge and know-how and that way strengthen the banks. Second, to enhance competition in the financial market in Iceland. The investors would be evaluated on the basis of financial standing, knowledge and experience of financial markets, the size of the holding sought by the party, proposed cash price, and plans regarding the future operation of the banks.<br /> <br /> The government put heavy of emphasis on the transparency of the process by publishing the notice and all relevant information. Accordingly the names of interested parties were disclosed as well as the most important milestones in the process. This was done in order to maintain the required credibility and has throughout been an essential factor in making privatisation a success, both financially and politically.<br /> <br /> <strong>Selection criteria</strong><br /> For this audience it might be interesting to review the criteria for the selection of a major investor in Landsbanki. There were five interested bidders.<br /> <br /> The selection of a candidate for negotiation was based on responses from the bidders to a number of specific questions posed by the Executive Committee on all the key aspects. Each bidder also met with the committee and had the opportunity to meet the management of Landsbanki.<br /> <br /> The criteria used for the selection of a bidder were of course in line with the objectives published by the government. The criteria relating to "financial standing", "plans regarding the future operation of the bank" and "knowledge and experience of financial markets" all relate to the objective of strengthening Landsbanki. The remaining criterion related directly to the other stated objective of strengthening competition in the Icelandic financial market. Therefore, "financial terms of offer" including the proposed size of the holding were important determinants in deciding which party should be given exclusivity. The importance of price is self evident, although it was made clear that relatively small differences in price might not be critical if other factors pointed differently.<br /> <br /> Given that exclusivity was to be granted at an early stage, the financial standing of the bidder and his plans for the bank were the two most important evaluation criteria, closely followed by the financial terms of the offer and the bidder's knowledge and experience of financial markets. The Committee, in consultation with HSBC, our outside investment bankers, decided on the relative importance of the criteria in the overall outcome.<br /> <br /> The importance of factors such as the financial standing of the bidders can be debated. The government, in this case, was of the opinion that it was necessary to provide a high level of comfort, not only that the bidder could fund the acquisition of the shareholding in Landsbanki, but also that the bidder would not be financially stretched in doing so in a way that might put the bank itself under pressure. Among the factors that were looked at in assessing the financial standing were funds available, level of external funding, and status of funding.<br /> <br /> It is clear that the selected bidder, Samson Holding Ltd, scored high on these points. They demonstrated enough financial strength to give sufficient comfort regarding the financing of the acquisition. The importance of this criterion demonstrates that government objectives can vary depending on the project involved and whether the government is seeking a strategic investor instead of just selling assets with the objective of maximising the proceeds.<br /> <br /> This particular privatisation was highly successful in my view, both for the government and hopefully also for the buyers. It is valuable for the Icelandic economy that this important financial institution, Landsbanki, has a committed strategic owner who has outlined his vision for the future operation of the bank. The same is true of the investors in Búnaðarbanki. Samson will without doubt greatly contribute to the bank as well as to the economy as a whole. In the contract, Samson have committed themselves to hold at least 33% of the total shares in the bank for two years which in itself is important and shows that the investor has a trustworthy long term plan.<br /> <br /> <strong>Government role focused</strong><br /> The withdrawal of the state from commercial banking is extremely important, both for the financial market and the Government itself. It can now concentrate on its role as regulator and on policy making, instead of holding the conflicting role of being both owner and regulator. The financial sector in Iceland is fortunately rapidly developing and very competitive in most areas. There is no longer any need to tie up government resources in financial institutions. We intend to sell all the remaining shares in the two banks within the next few weeks.<br /> <br /> The new investors who have taken over the ownership role in Landsbanki have shown that they are able business people and a lot will be expected of them in the future. I would personally like to congratulate them on their large purchase in Landsbanki and wish them every success.<br /> <br /> <br /> <strong>Iceland's privatisation programme 1991-2003</strong><br /> <br /> </p> <table border="1"> <tr valign="top"> <td width="55" bgcolor="FFFFFF"> <div align="right"> <strong>Year</strong> </div> </td> <td width="217" bgcolor="FFFFFF"><strong>Firm</strong></td> <td width="253" bgcolor="FFFFFF"> <div align="center"> <strong>Description</strong> </div> </td> <td width="72" bgcolor="FFFFFF"> <div align="center"> <strong>Proceeds</strong><br /> <strong>Million Ikr.</strong> </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1991 </div> </td> <td width="217">Skipaútgerð ríkisins<br /> (coastal shipping line)</td> <td width="253">Company disbanded. Assets sold to private lines. Services now in competitive market.</td> <td width="72"> <div align="right"> 223 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1992 </div> </td> <td width="217">ÁTVR<br /> (alcohol and tobacco monopoly)</td> <td width="253">Production facilities, trademarks and patents sold.</td> <td width="72"> <div align="right"> 15 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1992 </div> </td> <td width="217">Prentsmiðjan Gutenberg<br /> (printing plant)</td> <td width="253">Compete privatisation</td> <td width="72"> <div align="right"> 86 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1992-1996 </div> </td> <td width="217">Jarðboranir hf.<br /> (geothermal drillers)</td> <td width="253">Sale of entire 50% Treasury holding</td> <td width="72"> <div align="right"> 236 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1992 </div> </td> <td width="217">Ferðaskrifstofa Íslands hf.<br /> (travel agency)</td> <td width="253">Sale of entire 1/3 Treasury holding</td> <td width="72"> <div align="right"> 19 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1992 </div> </td> <td width="217">Menningarsjóður<br /> (arts fund)</td> <td width="253">Publishing unit sold.</td> <td width="72"> <div align="right"> 57 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1992 </div> </td> <td width="217">Þróunarfélag Íslands hf.<br /> (venture capital)</td> <td width="253">Sale of entire 29% Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 130 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1992 </div> </td> <td width="217">Íslensk endurtrygging<br /> (insurance)</td> <td width="253">Sale of entire 1/3 Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 162 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1993 </div> </td> <td width="217">Rýni hf.<br /> (fisheries quality control)</td> <td width="253">Complete privatisation.</td> <td width="72"> <div align="right"> 5 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1993 </div> </td> <td width="217">SR – mjöl hf.<br /> (herring processing)</td> <td width="253">Complete privatisation.</td> <td width="72"> <div align="right"> 725 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1994 </div> </td> <td width="217">Þormóður rammi<br /> (trawlers and fish processing)</td> <td width="253">Sale of entire 1/6 Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 88 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1994 </div> </td> <td width="217">Lyfjaverslun Íslands hf.<br /> (pharmaceutical manufacturing and distribution)</td> <td width="253">Sale of 50% Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 201 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1995 </div> </td> <td width="217">Lyfjaverslun Íslands hf.<br /> (pharmaceuticals)</td> <td width="253">Sale of remaining 50% Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 201 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1997 </div> </td> <td width="217">Skýrr hf.<br /> (data processing)</td> <td width="253">Sale of 28% Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 81 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1997 </div> </td> <td width="217">Bifreiðaskoðun hf.<br /> (automobile safety inspection)</td> <td width="253">Sale of 44% Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 91 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1998 </div> </td> <td width="217">Íslenska járnblendifélagið hf.<br /> (Ferro-silicon plant)</td> <td width="253">Sale of 26.5% Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 1033 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1998 </div> </td> <td width="217">Íslenskur markaður hf. (Retail store)</td> <td width="253">Sale of 54,6 Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 90 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1998 </div> </td> <td width="217">Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.(Investment bank )</td> <td width="253">Sale of 49% Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 4664 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1998 </div> </td> <td width="217">Skýrr hf. (data processing)</td> <td width="253">Sale of the remaining 22% Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 141 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1998 </div> </td> <td width="217">Íslenskir aðalverktakar hf.<br /> (Building contractors)</td> <td width="253">Sale of 12,1% Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 266 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1999 </div> </td> <td width="217">Stofnfiskur hf. (Fish farmer company)</td> <td width="253">Sale of 19% Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 13 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1999 </div> </td> <td width="217">Áburðarverksmiðjan hf.<br /> (Fertilizer plant)</td> <td width="253">Sale of entire 100% Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 1257 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1999 </div> </td> <td width="217">Hólalax hf. ( Fish farmer company)</td> <td width="253">Sale of entire 40% Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 9 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1999 </div> </td> <td width="217">Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. (Investment bank)</td> <td width="253">Sale of remaining 51% Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 9710 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1999 </div> </td> <td width="217">Búnaðarbanki Íslands hf.(Commercial Bank)</td> <td width="253">Sale of 13% Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 2234 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1999 </div> </td> <td width="217">Landsbanki Íslands hf. (Commercial bank)</td> <td width="253">Sale of 13% Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 3283 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 2000 </div> </td> <td width="217">Intís hf. (Internet company)</td> <td width="253">Sale of 22% Treasury holding</td> <td width="72"> <div align="right"> 64 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 2001 </div> </td> <td width="217">Kísiliðjan hf. (Diatomite plant)</td> <td width="253">Sale of entire 51% of Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 62 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 2001 </div> </td> <td width="217">Stofnfiskur hf. (Fish farmer company)</td> <td width="253">Sale of entire 33% Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 267 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 2001 </div> </td> <td width="217">Landssími Íslands hf.(Iceland Telecom)</td> <td width="253">Sale of 2,68% of Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 1087 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 2002 </div> </td> <td width="217">Steinullarverksmiðjan hf. (Rock wool company)</td> <td width="253">Sale of entire 30.11 Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 220 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 2002 </div> </td> <td width="217">Landsbanki Íslands hf.(Commercial bank)</td> <td width="253">Sale of 20% of Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 4736 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 2002 </div> </td> <td width="217">Landsbanki Íslands hf.(Commercial bank)</td> <td width="253">Sale of 45,8% of Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 12800 </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 2003 </div> </td> <td width="217">Búnaðarbanki Íslands hf.(Commercial bank)</td> <td width="253">Sale of 45,8% of Treasury holding.</td> <td width="72"> <div align="right"> 11900 </div> </td> </tr> </table> <div style="margin-left: 2em"> <br /> </div> <strong>Issue of new stock</strong> <table border="1"> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1998 </div> </td> <td width="189">Landsbanki Íslands hf.(Commercial bank)</td> <td width="283">Issue of new stock 15% 1725 ikr.</td> <td width="66"> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="55"> <div align="right"> 1998 </div> </td> <td width="189">Búnaðarbanki Íslands hf.(commercial bank)</td> <td width="283">Issue of new stock 15% 1067 ikr.</td> <td width="66"> </td> </tr> </table> <strong><br /> <br /> </strong>

2002-10-04 00:00:0004. október 2002Fjárlagaræða fyrir árið 2003

<TABLE WIDTH="100%" BORDER=0 CELLSPACING=0 CELLPADDING=0><TR VALIGN=top><TD WIDTH="50%"><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Geir H. Haarde</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fjármálaráðherra</FONT></B></TD><TD WIDTH="50%"><DIV ALIGN=right><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Flutt á Alþingi 4. október 2002</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Talað orð gildir</FONT></B></DIV></TD></TR></TABLE><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Fjárlagaræða fyrir árið 2003</FONT></B></DIV><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Herra forseti</FONT></B><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég mæli fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2003. Í ræðu minni mun ég gera grein fyrir helstu efnisatriðum frumvarpsins sem og þeim þjóðhagslegu forsendum sem það byggist á.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég hygg að það sé óumdeilt að meira jafnvægi ríkir í efnahagsmálum um þessar mundir en um árabil. Verðbólgan er á hraðri niðurleið, viðskiptahallinn sömuleiðis, kaupmáttur heimilanna hefur aukist samfellt frá árinu 1994, og er nú meiri en nokkru sinni fyrr, vextir lækka hratt og verulega hefur dregið úr skuldsetningu fyrirtækja og einstaklinga. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það bendir því flest til þess að íslenskt efnahagslíf sé að taka við sér á nýjan leik eftir skammvinna niðursveiflu og að framundan sé nýtt hagvaxtarskeið eins og fram kemur í nýrri þjóðhagsspá og ég mun fjalla nánar um hér á eftir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hið mikla hagvaxtarskeið við lok síðasta áratugar var um margt ólíkt öðrum slíkum í Íslandssögunni. Að nokkru leyti varð það til vegna hagstæðra ytri skilyrða en ábyrg efnahagsstefna stjórnvalda og jákvæðar breytingar á skipulagi efnahags- og atvinnumála réðu þar einnig miklu. Með auknu frelsi í viðskiptaumhverfinu hafa stjórnvöld hlúð að þeim vexti sem átt hefur sér stað og lagt rækt við nýja vaxtarsprota. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn raunverulegi prófsteinn á efnahagsstjórn er hins vegar í niðursveiflu. Sú væga niðursveifla sem við virðumst nú hafa gengið í gegnum sýndi að það eru breyttir tíma í efnahagsstjórn á Íslandi. Íslandssagan er full af dapurlegum dæmum um hagvaxtarskeið sem glutrast hafa niður vegna óðagots og skammsýni í efnahagsmálum. Í þetta skiptið er slíku sem betur fer ekki að heilsa.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hagsaga Íslands á síðustu áratugum virðist benda til þess að stórfelld niðursveifla í kjölfar uppsveiflu sé ófrávíkjanlegt lögmál. Þetta er sem betur fer ekki rétt. Hið ófrávíkjanlega lögmál kann að vera að slæm hagstjórn leiði til slíkra hamfara en ábyrg efnahagsstjórn á tímum góðæris og yfirvegun á tímum samdráttar getur, eins og núverandi staða ríkisfjármála bendir til, tryggt áframhaldandi uppbyggingu þótt misvindasamt gerist í efnahagsumhverfinu. Ef fyrirtæki og einstaklingar geta treyst á stöðugleika, og hagað áætlunum sínum í samræmi við það, getum við komið í veg fyrir að dýrtíð og hallæri taki við af kröftugum efnahagsuppsveiflum. Í stað þess að hrapa stjórnlaust eftir hátt flug taki efnahagslífið snertilendingu og hefji sig til lofts á ný.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í nýlegum vefpistli fjallar ungur hagfræðingur, sem er við nám og störf erlendis, um þá hröðu aðlögun sem átt hefur sér stað á Íslandi á síðustu misserum og telur að um ótrúlega mjúka lendingu sé að ræða miðað við reynslu annarra þjóða af eftirköstum jafnkröftugrar uppsveiflu og við höfum upplifað á síðustu árum. Hann segir m.a. að fjárlagafrumvarpið í ár sé til marks um að sá viðsnúningur sem orðið hefur á rekstri ríkissjóðs á síðasta áratug sé ekki afleiðing þenslu heldur sé um varanlegan viðsnúning að ræða. Fagaðilar á fjármagnsmarkaði innan lands hafa mjög tekið í sama streng.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2003 endurspeglar trausta stöðu ríkisfjármála og aðhaldssama stefnu stjórnvalda í fjármálum ríkisins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir tæplega 11 milljarða króna tekjuafgangi og 10 milljarða lánsfjárafgangi. Afgangurinn gengur sem fyrr til þess að draga úr skuldum og skuldbindingum ríkissjóðs og styrkja stöðu hans að öðru leyti m.a. með auknum innstæðum í Seðlabankanum. Nefna má að frá árinu 1999 til ársloka 2003 nema uppreiknaðar innborganir ríkissjóðs til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins samkvæmt frumvarpinu um 53 milljörðum króna, eða sem svarar til nálægt fjórðungi af heildarskuldbindingum ríkisins gagnvart sjóðnum sem áður voru ófjármagnaðar. Með þessu móti er komið í veg fyrir stórfelld framtíðarútgjöld sem ella gætu hæglega sligað ríkissjóð eftir tiltölulega fá ár. Þar er að sjálfsögðu um að tefla hagsmuni allra skattgreiðenda en ekki opinberra starfsmanna einvörðungu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hreinar skuldir ríkissjóðs verða um 19% af landsframleiðslu í árslok 2003 miðað við frumvarpið en voru 34,5% árið 1996. Árangur þessa sést vel á þeirri staðreynd að vaxtagjöld ríkisins umfram vaxtatekjur hafa lækkað um 4,4 milljarða frá 1998 til 2003. Það munar sannarlega um þessa fjármuni þegar sinna þarf mikilvægum samfélagsverkum og treysta undirstöður íslensks atvinnulífs.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðhaldssöm stefna í ríkisfjármálum að undanförnu hefur átt drjúgan þátt í því að skapa skilyrði fyrir þeirri umfangsmiklu skattalækkun sem lögfest var á síðasta þingi og kemur til framkvæmda á næsta ári án þess að raska því meginmarkmiði stefnunnar í ríkisfjármálum að skila afgangi. Meðal þeirra aðgerða var helmingslækkun eignarskatta einstaklinga og fyrirtækja og mjög veruleg lækkun á tekjuskatti lögaðila. Mikilvægt er að áfram verði haldið að lækka skatta og auka þar með samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og bæta lífskjörin í landinu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Frá árinu 1998 til 2003 stefnir samanlagður tekjuafgangur ríkissjóðs í 47 milljarða króna. Á sama tímabili mun uppsafnaður lánsfjárafgangur, eða það fé sem er til ráðstöfunar til að draga úr skuldbindingum og styrkja stöðuna við Seðlabanka, nema tæplega 67 milljörðum. Ef ekki hefði komið til sérstök lántaka til að efla Seðlabanka Íslands á síðasta ári væri samanlagður lánsfjárafgangur rúmir 92 milljarðar á tímabilinu. Það lán var að stærstum hluta endurlánað til Seðlabankans en að hluta nýtt til að auka stofnfé hans og nýtur ríkissjóður í staðinn vaxtatekna og arðgreiðslna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á næsta ári kemur til framkvæmda þriðji áfangi í þeirri hækkun barnabóta sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir á árinu 2000 en þá verður enn frekar dregið úr skerðingu bóta vegna tekna auk þess sem bótafjárhæðir og tekjumörk hækka. Þessar breytingar leiða til umtalsverðrar hækkunar ráðstöfunartekna barnafólks, ekki síst lágtekjufólks. Samanlagt hafa þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar orðið til þess að barnabætur verða um tveimur milljörðum króna hærri á árinu 2003 en ella.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á undanförnum árum hefur ríkisstjórnin beitt sér fyrir ýmsum breytingum á almannatryggingakerfinu sem miða að því að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Á síðasta ári tóku gildi lög sem kváðu á um sérstaka hækkun bóta auk þess sem dregið var úr skerðingu bóta vegna annarra tekna. Þessar breytingar hafa skilað sér í auknum kaupmætti bóta almannatrygginga. Þá ber að nefna að fyrir skemmstu ákvað ríkisstjórnin að efna til formlegs samstarfs við Landssamtök eldri borgara til þess að gera tillögur um breytingar á bótakerfi almannatrygginga og um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Vonir standa til að niðurstöður þeirrar vinnu liggi fyrir innan fárra vikna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Útgjöld ríkissjóðs hafa lækkað sem hlutfall af landsframleiðslu frá árinu 1998 og stefnt er að því að þau lækki áfram. Þessi árangur hefur náðst á sama tíma og staðið er við áform í stjórnarsáttmála um margþætt umbótamál eins og ég hef rakið. Þennan árangur má skýra með aðhaldi að rekstri og nýrra stjórnunarhátta sem hvetja til betri nýtingar á opinberu fé. Það er gleðiefni, fyrir okkur sem trúum á einstaklingsframtak og atvinnufrelsi að hlutur ríkisins í efnahagsumsvifum fari minnkandi. Jafnframt hlýtur það að vera lærdómsríkt fyrir hina, sem trúa á ríkisforsjá og efnahagsleg höft, að sjá að aukið frelsi í viðskiptum og minnkandi afskipti ríkisins í atvinnulífinu haldast í hendur við bætt lífskjör fólksins í landinu og sterkara velferðarkerfi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mikilvægt er að halda áfram á þessari braut. Aðhaldssöm og ábyrg stefna í ríkisfjármálum, sem einkum miðar að því að halda útgjaldavexti innan hóflegra marka, stuðlar að stöðugleika í efnahagsmálum. Hún skapar svigrúm til áframhaldandi skattalækkana, jafnt hjá fyrirtækjum sem einstaklingum, og er því mikilvæg forsenda áframhaldandi uppbyggingar atvinnulífs og bættra lífskjara.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég mun nú víkja nánar að helstu efnahagsforsendum fjárlagafrumvarpsins.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Forsætisráðherra hefur gert Alþingi grein fyrir niðurstöðum þjóðhagsspár eins og hún birtist í þjóðhagsáætlun sem lögð er til grundvallar í fjárlagafrumvarpinu. Ég mun því aðeins nefna helstu atriðin og einkum þau sem hafa áhrif á frumvarpið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Framvinda efnahagsmála upp á síðkastið endurspeglar fyrst og fremst mjög snarpa aðlögun í þjóðarbúskapnum í kjölfar mikillar uppsveiflu að undanförnu. Verulega hefur dregið úr verðbólgu á þessu ári og er líklegt að hún verði innan við 2% á þessu ári og innan við 2S% á því næsta, vel innan við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Atvinnuleysi hefur aukist tímabundið en flest bendir til að það fari fremur lækkandi á næstunni.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ein athyglisverðasta niðurstaða þjóðhagsspár er að viðskiptahallinn, sem hér hefur mælst samfellt frá árinu 1995, hverfur á þessu ári og horfur á að áfram verði jafnvægi í utanríkisviðskiptum árið 2003.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þessi þróun kemur mér ekki á óvart. Ríkisstjórnin hefur staðið fast við þá stefnu sína að veita markaðnum færi á að aðlagast breytingum í efnahagsumhverfinu án handaflsaðgerða. Sú stefna var gagnrýnd harðlega fyrir ekki löngu síðan. Sá málflutningur dæmir sig nú sjálfur. Styrk efnahagsstjórn í landinu hefur skapað skilyrði sem gera fyrirtækjum og einstaklingum kleift að bregðast við utanaðkomandi sveiflum án þvingunaraðgerða að hálfu ríkisins. Þannig hafa þenslueinkenni hjaðnað og jafnvægi náðst á ný.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þróun viðskiptajöfnuðar við útlönd sýnir betur en nokkuð annað hve sveigjanleiki íslenska hagkerfisins hefur aukist á undanförnum árum. Þar skipta höfuðmáli þær skipulagsbreytingar sem ég hef áður nefnt og hafa ásamt stefnu ríkisstjórnarinnar gjörbylt íslensku efnahagslífi. Rétt er að nefna sérstaklega í þessu sambandi hina nýju umgjörð peningamálastefnunnar og ný Seðlabankalög, sem þegar hafa gefið góða raun.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þeir miklu spádómar sem hafðir voru uppi um áhrif viðskiptahallans gerðu ekki ráð fyrir þeim breytingum sem hafa átt sér stað í íslensku efnahagslífi. Við, sem ekki höfum þá náðargjöf að geta séð óorðna hluti, verðum að notast við viðurkenndar hagfræðikenningar og vitneskju um stöðu og þróun mála til þess að draga ályktanir um framtíðarþróun efnahagsmála. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er því vonlegt að þeir, sem hafa meiri áhuga á að koma höggi á ríkisstjórnina en spá um hina efnahagslegu framtíð á yfirvegaðan og upplýstan hátt, séu eins og viðvaningar í pílukasti í myrkvuðu herbergi. Leikurinn gengur ef til vill ágætlega á meðan á honum stendur en þegar ljósin kvikna og árangurinn skoðaður kemur oftast í ljós að fæstar pílurnar hittu í mark.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skjót aðlögun efnhagslífsins gerir þjóðarbúinu kleift að hefja nýja sókn til aukins hagvaxtar. Flest bendir til þess að það gangi eftir á næstu árum. Þannig er gert ráð fyrir að hagvöxtur standi í stað árið 2002 í stað samdráttar í fyrri spám. Árið 2003 er síðan spáð 1S% hagvexti og nálægt 3% hagvexti að jafnaði á árunum 2004&#8211;2007. Þjóðarútgjöld eru talin dragast saman um 3% á árinu 2002. Það má einkum rekja til samdráttar í fjárfestingu en reiknað er með að fjárfesting atvinnuveganna verði fimmtungi minni en árið 2001. Árið 2003 eru þjóðarútgjöld hins vegar talin aukast um 1S%. Hér er rétt að nefna að í þessum tölum er ekki gert ráð fyrir að ráðist verði í þær stóriðjuframkvæmdir á næstu árum sem nú eru á umræðustigi. Væru þær með í jöfnunni væri vitaskuld um hærri tölur að ræða.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Einhver mikilvægasta mælistika á árangur í efnahagsmálum er kaupmáttur ráðstöfunartekna. Sú tala segir okkur meira um þróun lífskjara í landinu en flestar aðrar. Hér á landi hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna aukist samfellt frá árinu 1994 og ekkert lát er á þeirri þróun. Árið 2002 er talið að kaupmátturinn aukist um 1S% og spáð er 2% aukningu árið 2003.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þjóðhagslegur sparnaður hefur einnig aukist verulega að undanförnu í kjölfar minnkandi þjóðarútgjalda og er nú talinn verða um 19% af landsframleiðslu en hann var 14% árið 2000. Hagstæð þróun í utanríkisviðskiptum hefur skilað sér í batnandi skuldastöðu þjóðarbúsins. Hreinar erlendar skuldir þjóðarinnar hafa lækkað á þessu ári og spáð er áframhaldandi lækkun á því næsta.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég mun nú víkja nánar að sjálfu fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2003. Samkvæmt því er tekjuafgangur ríkissjóðs áætlaður 10,7 milljarðar króna. Til samanburðar má nefna að tekjuafgangur í endurskoðaðri áætlun fyrir yfirstandandi ár er 17,2 milljarðar króna, en ég mun fjalla sérstaklega um árið 2002 í umræðu um fjáraukalagafrumvarpið sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Minni tekjuafgangur á næsta ári stafar fyrst og fremst af því að hagnaður af sölu eigna er talinn verða 7 milljörðum lægri en ráð er fyrir gert í fjárlögum á þessu ári.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þess hefur verið gætt að áhrifum skattalækkana sé mætt með aðhaldi í útgjöldum og rúmast þær því innan fjármálastefnu stjórnvalda. Tekjuafgangur ríkissjóðs, að frátöldum hagnaði af sölu ríkiseigna, er talinn verða 2,8 milljarðar króna samkvæmt áætlun þessa árs en er 2,2 milljarðar í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2003. Þá verður að gæta að því að í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðstafa 1,2 milljörðum sérstaklega af söluandvirði eigna til að fjármagna framkvæmdir við jarðgöng. Sé tekið tillit til þess er tekjuafgangur árið 2003, án hagnaðar af sölu eigna og sérstakri ráðstöfun hans, 3,4 milljarðar króna. Lánsfjárafgangur í frumvarpinu er áætlaður 10,1 milljarður en hann er áætlaður 20,6 milljarðar árið 2002. Lækkunin stafar af minni tekjum af eignasölu og af minni afborgunum af veittum lánum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Tekjuáætlun fjárlagafrumvarps fyrir árið 2003 tekur mið af þeirri meginniðurstöðu þjóðhagsspár að efnahagslífið sé smám saman að taka við sér eftir veika niðursveiflu og að hagvöxtur muni aukast á nýjan leik á næsta ári. Á þessum forsendum eru skatttekjur taldar aukast um 5,3 milljarða og nema 232,5 milljörðum króna. Hækkun skatttekna milli ára má meðal annars rekja til aukinnar innheimtu tekjuskatts einstaklinga vegna hækkandi tekna þeirra og hækkunar tryggingagjalds. Á móti vegur lækkun eignaskatts einstaklinga og fyrirtækja og lækkun tekjuskatts lögaðila.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Heildargjöld ríkissjóðs árið 2003 eru áætluð 253,3 milljarðar króna og hækka um 7 milljarða frá endurskoðaðri áætlun þessa árs. Hækkunin er tæplega 3% og standa heildargjöld því í stað að raungildi milli ára. Heildarútgjöldin lækka hins vegar sem hlutfall af landsframleiðslu frá þessu ári. Reiknað á föstu verðlagi fæst sú niðurstaða að almennur rekstrarkostnaður standi nánast í stað milli ára og sama gildir um fjárfestingu og viðhald, en vaxtagjöld lækka. Neyslu- og rekstrartilfærslur aukast hins vegar að raungildi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Helstu breytingar milli ára eru að framlög til sambýla fyrir fatlaða eru aukin verulega til að stytta biðlista, rekstrargrunnur sjúkrastofnana er styrktur og framlög til háskóla aukast vegna fjölgunar nemenda. Neyslu- og rekstrartilfærslur hækka að raungildi milli ára meðal annars vegna þess að réttur karla og kvenna til fæðingarorlofs verður jafn á næsta ári, og vegna aukinna bótagreiðslna svo sem barnabóta. Stofnkostnaður og viðhald standa í stað milli ára. Framlög til nýframkvæmda í vegamálum aukast um ríflega fimmtung frá fjárlögum vegna sérstakrar fjármögnunar jarðganga af söluhagnaði eigna. Á móti kemur að mörgum stórum verkefnum lýkur í ár og næsta ár, meðal annars byggingu skála við Alþingi, barnaspítala og viðbyggingu við Kennaraháskóla Íslands. Loks er áætlað að vaxtagjöld ríkissjóðs lækki um hálfan milljarð króna á milli ára.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég hef nú kynnt meginefni fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2003. Eðli máls samkvæmt er sú umfjöllun nokkuð almenns eðlis hér við fyrstu umræðu. Sú ábyrga ríkisfjármálastefna sem þar birtist ber traustri efnahagsstefnu og styrkri hagstjórn ríkisstjórnarinnar gott vitni. Hagstjórn sem ber vott um hvort tveggja í senn: Örugga og trausta yfirsýn yfir stöðu efnahagsmála á líðandi stundu og framsækna hugsun sem miðar að því að styrkja uppbyggingu íslensks efnahagslífs, jafnt fyrirtækja sem heimila.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við skulum hafa hugfast að verðmæti og auðlegð þjóðarinnar sem eru undirstaða þeirra lífskjara sem við njótum verða ekki til af sjálfu sér. Þau þarf að skapa og til þess þarf áræði og frumkvæði einstaklinga að fá að njóta sín. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja nauðsynleg skilyrði til þess að þetta gangi eftir. Þær breytingar sem hér hafa orðið á skipulagi og stöðu efnahagsmála undanfarin ár marka einhver dýpstu framfaraspor sem hér hafa verið stigin. Breytingar sem munu skila sér í sífellt betri lífskjörum á komandi árum. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2003 er mikilvægur áfangi á leið okkar fram á veg.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég legg til, herra forseti, að frumvarpinu verði, að lokinni þessari umræðu, vísað til 2. umræðu og háttvirtrar fjárlaganefndar. Óska ég eftir nánu og góðu samstarfi við nefndina nú sem jafnan og vona að takast megi að ljúka afgreiðslu frumvarpsins í byrjun desember í samræmi við starfsáætlun þingsins.</FONT><BR><BR>

2002-09-28 00:00:0028. september 2002Ávarp fjármálaráðherra á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans í Washington. Ávarpið er á ensku.

<p><img src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/embedded/ghh82002/0.DC.gif" alt="International Monetary Fund" width="74" height="74" /></p> <table border="1"> <tr valign="top"> <td width="650"> <div align="center"> <strong>International Monetary and</strong><br /> <strong>Financial Committee</strong> </div> </td> </tr> </table> <div align="center"> <br /> </div> <table border="1"> <tr valign="top"> <td width="895"> <div align="center"> Sixth Meeting </div> </td> </tr> <tr valign="top"> <td width="650"> <div align="center"> September 28, 2002 </div> </td> </tr> </table> <div align="center"> <br /> <br /> </div> <table border="1"> <tr valign="top"> <td width="895"> <div align="right"> Statement No. 6-27 </div> </td> </tr> </table> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <table width="90%" border="1"> <tr valign="top"> <td width="90%"> <div align="center"> <strong>Statement by Mr. Haarde</strong> </div> </td> </tr> </table> <div align="center"> <br /> <br /> </div> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <div align="center"> <strong>Statement by Mr. Geir H. Haarde, Minister of Finance of Iceland,</strong><br /> <strong>on behalf of the Nordic and Baltic countries i.e.</strong><br /> <strong>Denmark, Finland, Estonia, Iceland, Latvia, Lithuania, Norway and Sweden</strong><br /> <strong>to the IMFC Meeting in Washington,</strong><br /> <strong>September 28, 2002.</strong> </div> <br /> <strong>The Global Economy: Prospects, Risks and Challenges</strong><br /> The global economy has shown substantial and noteworthy resilience in the face of various occurrences that earlier would have been likely to cause significant disturbances. While the global financial system has coped well so far, its ability to absorb additional shocks may have weakened.<br /> <br /> In recent months the world economic outlook has deteriorated and world markets have been marred by uncertainties. Economic indicators emit mixed signals on short-term developments, which tend to exacerbate uncertainty and increase risk aversion among investors. These developments are reflected in downward revisions of the growth forecasts for most countries and increased volatility in markets adding to concerns stemming from irregularities in accounting practices. Furthermore, uncertainties remain in troubled emerging markets and regional security concerns compound global uncertainty. <br /> <br /> Downside risks to global recovery have increased significantly. To underpin the recovery, policy makers are faced with the challenge of standing ready to respond in an appropriate fashion should prospects worsen, while adhering to a medium-term framework in their fiscal and monetary policy formulation.<br /> <br /> In the United States, economic growth has so far shown resilience. However, recent economic data indicate that the economic recovery is slower than expected. The resilience of the economy is not least due to the stimulative stance of both fiscal and monetary policy. But this has also meant that the fiscal position has deteriorated and a budget deficit has reemerged. With a medium-term perspective, care should be taken to keep public finances on a prudent course and to address concerns related to the low national savings rate and the large current account deficit. The United States international financial position poses a severe risk of substantial corrections in the USD exchange rate with potential serious repercussions for the global economy. <br /> <br /> In Europe, the short-term outlook remains stable but prospects are uncertain and the economic recovery more muted than anticipated. Fiscal imbalances have been on the rise, financial markets have been volatile and there are no significant signs of improvement in the labor market. The rigidities in European labor markets are likely to slow the pace of economic recovery. Additional action is needed to reform the labor market in order to decrease persistent structural unemployment. A further strengthening of the fiscal position is necessary, especially in the medium-term, due <em>inter alia</em> to problems relating to the aging population. The euro area in particular should address these deficiencies in order to reap the full benefits of the single currency. <br /> <br /> The European Union accession process and its timetable has been a major factor in promoting sound economic policies in the accession countries along with continued economic growth, structural reforms, and sustainable debt levels. It is important that enlargement by up to ten countries be agreed by the European Union at the Council meeting in Copenhagen in December 2002. <br /> <br /> Prospects for the Japanese economy continue to be volatile and perceived signs of recovery have been illusory. The same long-standing structural impediments continue to adversely affect the economy. Actions taken by the authorities to address them have so far only had a moderately positive influence. The main problems continue to be how to boost confidence and how to resolve the banking sector's deep-rooted difficulties. In particular, we find it important that the issue of non-performing loans is addressed directly by the government. Strong and decisive action is needed, especially in the banking and corporate sectors. Furthermore, the authorities should be on the alert concerning the mounting government debt, which in the medium-term has to be stabilized and eventually reduced. <br /> <br /> The emerging market economies have recently shown mixed results. Some countries have shown generally adequate export growth and improved credit ratings as reflected in narrower bond spreads. The situation in some other countries gives cause for concern. We are particularly concerned about the developments in Latin America as the continent is again experiencing financial difficulties. The comprehensiveness of the Fund programs currently envisaged places a heavy responsibility on both the Fund and the program countries. The Fund has an obligation to ensure effective program design and country authorities themselves should take full responsibility for the required action. It is of crucial importance that governments in Latin America demonstrate a determined will to implement policies that build confidence in their markets and foster stability. Good governance and sound institutions are imperative in this endeavor. The fiscal balance must be such that it will not jeopardize debt sustainability. Monetary policy should be adjusted to the prevailing economic situation and a stable monetary anchor established where it is lacking. <br /> <br /> <strong>Challenges on the Horizon</strong> <br /> Two important issues figure high on the international agenda; one relates to governance and the other to world trade.<br /> <br /> <strong>Governance</strong> <br /> As we have recently witnessed, improvements in governance are relevant in all countries. Some of the difficulties that the world economy is currently faced with can be attributed to weak governance, both in the conduct of government policy as well as within the corporate sector. <br /> <br /> Sound institutions and good governance are essential for economic and social development. Governments have the responsibility to nurture good governance and to ensure fiscal transparency. Experience has shown that countries with serious governance problems have had difficulties in attracting capital. This has limited their growth opportunities and underlines that governments have to set a good precedent in governance matters.<br /> <br /> Sound corporate governance makes the difference between success and failure, particularly at times when uncertainty prevails in the financial system. Recent problems in the United States corporate sector have sent jitters throughout world markets. The falling markets have weakened consumer confidence and spending. If stock markets are to work efficiently it is important that investors are provided with accurate and correct information. Actions taken by the United States and by European countries in order to increase transparency are important in addressing these issues. We encourage other countries to be on the alert against possible malpractice in the corporate sector and to be prepared to take appropriate action.<br /> <br /> <strong>The World Trading System</strong><strong><em></em></strong><br /> Growth in world trade has been fuelled by progress in trade liberalization. While great strides have been made, there is still much to be achieved in terms of increased welfare by freer trade in various goods and services. For the developing countries, freer trade in agricultural products and textiles would be especially beneficial in the long run. Trade in services such as tourism, banking, and insurance is of growing importance and has the potential to become a key source of income in many regions of the world. We encourage the industrial as well as the developing countries to consider the merits of further opening-up their markets and reducing trade-distorting subsidies thereby unleashing new opportunities for trade led growth. <br /> <br /> Recently, the Fund has placed greater emphasis on trade issues. The Nordic-Baltic countries welcome this, provided that the focus is kept on the macroeconomic elements of trade. This includes trade in financial services as well as trade related aspects of capital movements. <br /> <br /> <strong>The International Monetary Fund and Policy Matters</strong><br /> <br /> <strong>Fund Surveillance and Crisis Prevention</strong><br /> One of the major contributing factors in the Fund's crisis prevention is its surveillance role. The Nordic-Baltic countries welcome the increased emphasis on financial sector surveillance (FSAP). Furthermore, we welcome the renewal of the Guidelines on Surveillance and increased emphasis on the follow-up on how authorities respond to the policy advice given by the Fund. <br /> <br /> We support the Fund's efforts to strengthen its analytical tools <em>inter alia</em> aimed at determining when a country is reaching a level of unsustainable debt. Institutionally, the Fund is very well placed to monitor and forecast debt levels of individual countries, and to assess sustainability through its regular surveillance activity. A thorough debt sustainability analysis is central to the assessment of repayment capacity and thus instrumental in the Fund's lending decisions.<br /> <br /> The transparency policy that the Fund has implemented in recent years has had a beneficial influence on surveillance and made the Fund as a whole more transparent and its policies more accessible to the public. The next phase is in the hands of member countries, therefore, we encourage more members to allow the publication of International Monetary Fund reports on their country, in order to further promote transparency. <br /> <br /> <strong>Conditionality and Ownership</strong><br /> We welcome the Fund's efforts towards strengthening the effectiveness of its programs by streamlining and focusing conditionality and fostering greater national ownership of programs. We stress that measures covered by conditionality need to be clearly justified and be critical to a program's macroeconomic and financial stability objectives while preserving the strength of the programs. We believe that it is necessary to adhere to the principle of parsimony in applying conditions. <br /> <br /> <strong>Anti-Money Laundering and Combating Financing of Terrorism</strong><br /> The Fund has an important role to play in ensuring the integrity of financial markets. This includes fostering compliance with international standards in the fight against money laundering and financing of terrorism. We appreciate the Fund's contribution in the fight against money laundering and the financing of terrorism on a global scale. We believe that the Fund should primarily focus on the assessment of financial and regulatory aspects, while external experts should bear the responsibility for assessing law enforcement. We welcome the joint effort by the Bretton-Woods institutions and the Financial Action Task Force (FATF) to finalize a comprehensive Anti Money Laundering (AML) and Combating Financing Terrorism (CFT) methodology in consultation with other standard-setting bodies. We support the suggestion to add the FATF 40+8 recommendations to the list of areas and associated standards and codes useful to the operational work of the Fund and the World Bank. <br /> <br /> <strong>Quotas</strong> <br /> The Fund's size has shrunk relative to most traditional indicators, but we do not think it is necessary for the Fund to grow automatically in line with indicators such as world trade and global output. To avoid moral hazard and ensure adequate private sector involvement, the Fund should always operate under the perception of limited, albeit adequate, resources. <br /> <br /> At this juncture, the Nordic-Baltic constituency is skeptical about the need for a quota increase. The Fund has access to adequate liquidity through the large borrowing arrangements. More work is needed before we can make a conclusive assessment of the appropriate size of the Fund. <br /> <br /> <strong>Access Policy and Crisis Resolution</strong> <br /> We welcome the recent discussion in the Board on access policy in capital account crises. We would like to stress that exceptional access should only be granted after a thorough debt sustainability analysis has been made. The establishment of clearer guidelines and safeguards to ensure that lending beyond access limits is only provided in truly exceptional cases is welcome. It is important to strengthen the documentation and procedural requirements for access above normal lending limits. Furthermore, we welcome the increased emphasis placed on raising the "burden of proof" required in the Fund's documentation when access is above normal lending limits. These proposed improvements are important steps in making access policy more effective. <br /> <br /> In the context of access policy and exceptional lending, it is important to make the Prague Framework for Private Sector Involvement (PSI) operational. Private sector creditors have to be made responsible for their own actions in the financial markets. They must not expect the International Monetary Fund or other international financial institutions to bail them out. In this regard we are concerned about the lack of PSI in recent programs. <br /> <br /> <strong>Debt Restructuring in Crisis Resolution</strong><br /> The Fund has taken important steps towards addressing the problem of unsustainable debt by putting forward a twin track proposal for a new comprehensive debt-restructuring framework. <br /> <br /> Strong emphasis should be placed on the inclusion of collective action clauses (CAC}s) in sovereign bonds, as they can be advantageous for both creditors and debtors. Such clauses can increase the predictability of a possible future restructuring process and help to resolve the problems of inherent conflict between the groups of creditors. We believe that including CACs in bonds of industrial economies could be a way of changing market practice and increasing the possibility for broader progress. We also believe it is appropriate that potential first mover costs and signaling costs should be borne by strong issuers. Such an effort would increase the likelihood of emerging market issuers including collective action clauses in their bonds. In this respect, we welcome the recent decision of the European Union countries to include CACs in their international bond issues. <br /> <br /> The Fund should continue to develop the proposed sovereign debt restructuring mechanism (SDRM). The SDRM has evolved since First Deputy Managing Director Anne Krueger presented it last autumn and we welcome the progress that has been made on this very important issue. We believe that the SDRM would lead to a more orderly, prompt and predictable restructuring that would be less prolonged and damaging than the existing process. However, there are a number of outstanding issues, for example the appropriate role of the Fund, the scope of debt to be covered within the mechanism, and deciding when the proposed SDRM will be applicable. We would welcome further work by the Executive Board with a view to present a coherent proposal for an SDRM for discussion at the Spring meetings in 2003.<br /> <br /> <strong>Poverty Issues</strong><br /> One of the most important challenges facing the global economy is the ongoing struggle against poverty. This is a battle that can only be won by a joint effort. The Monterrey Consensus represents a milestone in this fight and both the industrial countries and the low-income countries have a role to play. Also, we welcome the World Trade Organization's decision in Doha to put the needs and interests of developing countries at the heart of the World Trade Organization Work Program. During the recent World Summit on Sustainable Development in Johannesburg the necessity to progress towards broad-based sustainable growth was clearly underscored. <br /> <br /> Only six of the twenty-six countries that have reached the decision point have now reached their completion points under the HIPC Initiative. Some heavily indebted poor countries (HIPCs) may not reach a sustainable debt situation at the completion point due to exogenous factors. Thus, additional financial assistance might be called on, as the current resources are not likely to be sufficient. To avoid the moral hazard that increased flexibility might entail, it is necessary to create a framework for additional finance, prior to providing it. As a first step, however, the financial gap in the HIPC Trust must be closed.<br /> <br /> The PRSP approach represents a comprehensive framework for efforts to reduce poverty. The program is constantly under review and so far these reviews have led to the conclusion that, broadly speaking, this approach is working well. It has contributed to a significant progress in eradicating poverty, not least because it is country led, comprehensive and based on broad consultations. However, there is still clear scope for improvements and continuous evaluation. We believe that participation could be enlarged and particular emphasis should be placed on the business sector, which is currently underrepresented. Care should be taken to ensure that spending priorities are focused on social welfare issues such as healthcare and education. While some degree of flexibility has been introduced to allow for prompt implementation, special attention is needed to make sure that this increased flexibility does not take place at the cost of the quality of the programs.<br /> <br /> The Fund's main objective is to promote macroeconomic and financial stability, both of which are necessary prerequisites for successfully raising living standards and for eradicating poverty. The fight against poverty can only be successful if the poor countries themselves lead the way, but with the Fund and other international organizations there to support them. <br /> <br /> <br /> <strong><a href="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/IMFC-28092002.pdf">PDF-version of the Minister's statement</a></strong><br /> <strong><a href="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/IMFC-28092002.pdf">Sækja PDF-útgáfu af ávarpi ráðherra</a></strong><br /> <br /> <br />

2002-09-16 00:00:0016. september 2002Ávarp fjármálaráðherra á afmælisráðstefnu Nýherja hf. "Nýir straumar í upplýsingatækni í upphafi aldar"

<TABLE WIDTH="100%" BORDER=0 CELLSPACING=0 CELLPADDING=0><TR VALIGN=top><TD WIDTH="50%"><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Geir H. Haarde</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fjármálaráðherra</FONT></B></TD><TD WIDTH="50%"><DIV ALIGN=right><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">13. september 2002</FONT></B></DIV></TD></TR></TABLE><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ávarp á afmælisráðstefnu Nýherja hf.</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">"Nýir straumar í upplýsingatækni í upphafi aldar" </FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu ráðstefnugestir!</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil byrja á því að þakka fyrir þetta tækifæri til að ávarpa þennan góða hóp hér í dag og um leið óska ég Nýherja til hamingju með tíu ára afmælið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nýherji byggði í upphafi á öflugum grunni fyrirrennara sinna og hefur á tíu árum náð að skapa sér afar sterka stöðu á íslenskum upplýsingatæknimarkaði. Fyrirtækið hefur sýnt að það stendur traustum fótum á hinum ótrygga og óútreiknanlega upplýsingatæknimarkaði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Yfirskrift þessarar afmælisráðstefnu er nýir straumar í upplýsingatækni. Núorðið er varla til sá maður sem ekki kann að nota tölvur í einhverjum tilgangi &#8211; og framfarirnar eru slíkar að jafnvel mestu skussar geta hagnýtt sér tæknina með meiri árangri en helstu sérfræðingar gerðu fyrir um það bil fimmtán árum. Það skal játað að það vantar nokkuð upp á að ég geti kallast sérfræðingur í upplýsingatækniiðnaði, frekar skussi, og reynsla mín einskoraðast við notendahliðina, eins og sagt er. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mín aðkoma að upplýsingatækniiðnaðinum er tvíþætt. Annars vegar sem almennur notandi og hins vegar sem stjórnmálamaður og ráðherra í ríkisstjórn.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sem notandi vil ég bara að tölvan virki og geri nokkurn veginn það sem hún á að gera &#8211; því eins og allir hér vita mætavel þá er fátt jafnóþolandi og tölva sem gerir ekki það sem henni er sagt.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sem stjórnmálamaður og ráðherra hef ég áhuga á hátækniiðnaðinum sem slíkum og ekki síst því hvernig hátæknivæðing atvinnuveganna gerir okkur kleift að framleiða sífellt verðmætari vörur á skemmri tíma og með minni tilkostnaði. Það er að segja hvernig tæknin eykur framleiðnina í hagkerfinu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sem stjórnmálamaður hef ég vitaskuld einnig áhuga á áhrifum upplýsingatækninnar á þróun samfélagsins í heild. Þessi áhrif eru ekki síður merkileg heldur en þau sem snúa að hagkvæmni í fyrirtækjarekstri og slíku &#8211; því upplýsingatæknin er tæki sem getur stuðlað að miklum samfélagslegum breytingum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar litið er til baka til upplýsingabyltingarinnar á miðöldum sést hversu miklar breytingar urðu á samfélaginu við það eitt að miðlun upplýsinga &#8211; með tilkomu prenttækninnar &#8211; varð skyndilega miklum mun auðveldari. Prentlistin gerði t.d. almenna menntun mögulega og var því undirstaða þeirra miklu framfara sem síðar urðu í heiminum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Upplýsingatæknin og kannski sérstaklega internetið er nýr kafli í þessari miklu umbyltingu. Sá sem hefur aðgang að nettengdri tölvu hefur sennilega aðgang að meira upplýsingamagni en nokkur maður hafði fyrir árið 1990. Og það sem meira er &#8211; það er hægt að nálgast þær án þess að þurfa svo mikið sem snúa sér í stólnum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Áhrifin eru hverjum manni augljós. Fréttir berast á ljóshraða um allan heim og það sem ef til vill skilur þessa byltingu frá prentbyltingunni &#8211; er að nokkurn veginn hver sem er getur komið skoðunum sínum á framfæri án tilkostnaðar, án fyrirvara og án ritskoðunar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Og rétt eins og fyrri upplýsingabyltingin gerði einræðisherrum í Evrópu lífið leitt á þeim tíma þá óttast einræðisstjórnir heimsins í dag fátt meira en hið frjálsa flæði upplýsinga sem streymir um allan heim í gegnum netið. Sums staðar hafa verið gerðar umfangsmiklar og kostnaðarsamar tilraunir til þess að hefta þann aðgang fólks að netinu. Slíkur er óttinn við þessa nýju tækni.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Slíkar tilraunir munu vafalaust gera almenningi í einræðisríkjum erfiðara um vik með að nálgast efni sem ekki er þarlendum stjórnvöldum þóknanlegt &#8211; en á endanum mun það verkefni vafalaust reynast þeim ofviða. Því það er a.m.k. eitt sem við höfum lært hingað til varðandi internetið &#8211; að það er enginn hægðarleikur að koma í veg fyrir að menn komist yfir þær upplýsingar sem þeir sækjast eftir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er því ljóst að fátt hefur aukið frelsi einstaklinganna meira og opnað samfélögin meira en upplýsingabyltingin.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Því hljóta allir frjálshuga menn að fagna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">En hvaða skilning sem menn kunna að leggja í upplýsingatæknibyltinguna og áhrif hennar þá er ljóst að ekki verður aftur snúið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Gagnaflutningar eru orðnir ein af mikilvægustu lífæðum íslensks atvinnulífs og það er án vafa eitt mikilvægasta verkefni næstu ára að sjá til þess að þau samskipti séu bæði trygg og greið. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Og upplýsingatæknin hefur að líkindum haft meiri áhrif á daglegt líf fólks á Vesturlöndum á skemmri tíma en nokkur önnur samfélagsbreyting. Tíminn sem leið frá því að fólk heyrði fyrst orðið "internet" og þar til það var farið að notfæra sér það við störf og leik er margfalt styttri en t.d. tíminn sem leið frá því fólk heyrði fyrst af rafmagni og tók að notfæra sér það.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þessar breytingar eru vitaskuld mest áberandi í starfi fólks og breytingar á starfsferlum, skipulagi og samskiptum vegna viðskipta, þjónustu og framleiðslu eru gríðarlegar. Hlutum sem áður tók marga daga að koma í kring er nú hægt að ganga frá á nokkrum mínútum og höndunum sem þarf til þess að vinna mörg verk hefur fækkað mjög.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þrátt fyrir þetta sýndu rannsóknir lengi vel ekki fram á að upplýsingatækninni hefði fylgt framleiðniaukning.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það var ekki fyrr en undir lok síðustu aldar sem hagfræðingar töldu sig geta markað að framleiðniaukning hefði átt sér stað fyrir tilstuðlan upplýsingatækninnar og komust hagfræðingar hjá Bandaríska seðlabankanum að því að rekja mætti um tvo þriðju hluta framleiðniaukingarinnar til upplýsingatækninnar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">En það er í rauninni ekki upplýsingatæknin sjálf sem veldur framleiðniaukningu heldur þær aðferðir sem við finnum til þess að nýta hana. Að sama skapi skilaði rafmagnsvæðingin engu til fyrirtækja fyrr en menn fóru að haga verklagi sínu og framleiðsluaðferðum þannig að rafmagnstæknin gæti nýst því það er ekki rafmagnstengið sjálft sem skiptir máli heldur tækin sem sett eru í samband við það.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu ráðstefnugestir!</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er óvænt ánægja þegar fyrirtæki í upplýsingatækniiðnaðinum bjóða stjórnmálamanni að taka þátt í ráðstefnum af þessu tagi. Eitt af einkennum iðnaðarins er nefnilega mikið sjálfstæði gagnvart opinberum aðilum og í raun má segja að viðkvæðið hjá þessari grein gagnvart ríkisvaldinu sé &#8211; "látið okkur bara í friði og þá spjörum við okkur".</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkeppnin á þessum markaði getur aldrei takmarkast við landamæri og þar gera menn sér grein fyrir því að í slíkri samkeppni dugir ekki að halla sér að neinu öðru en eigin hyggjuviti og hæfileikum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hins vegar er það mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að með ýmsum aðgerðum er hægt að bæta starfsskilyrði hátæknifyrirtækja jafnt sem annars atvinnureksturs t.d. á sviði skattamála. Fyrir ári var tekin ákvörðun um verulega lækkun á tekjuskatti fyrirtækja sem mun skipta miklu máli fyrir rekstur fyrirtækja í ykkar starfsgrein, ekki síst þeirra sem starfa á alþjóðamarkaði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Annað verkefni er menntun þjóðarinnar. Þar ber ríkisvaldið mikla ábyrgð og tryggja þarf að ungt fólk hér á Íslandi hafi aðgang að góðri menntun sem veitir trausta undirstöðu undir þátttöku í atvinnulífi framtíðarinnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að öðru leyti tel ég að verkefni ríkisins varðandi upplýsingatækni sé fyrst og fremst að nýta sér hana eins og aðrir og reyna eftir fremsta megni að bæta nýtingu skattfjárins með því að hagræða og gera einstaklingum auðveldara að eiga samskipti við ríkið. Að þessu hefur markvisst verið unnið undanfarin ár í fjármálaráðuneytinu og hafa rafrænar lausnir á vegum stofnanna þess hlotið ýmsar alþjóðlegar viðurkenningar. Meðal verkefnanna má nefna innleiðingu á nýjum fjárhags- og mannauðskerfum þar sem mörkuð er sameiginleg stefna ríkisins varðandi framsetningu fjárhagsupplýsinga, uppgjör og upplýsingagjöf.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í innkaupamálum og meðferð reikninga hefur frumkvæði ráðuneytisins í verkefnum um rafrænt markaðstorg og innkaupakort nýst jafnt í ríkisrekstrinum sem á hinum almenna markaði. Rafræn stjórnsýsla hefur skilað mikilli hagræðingu með einfaldari vinnuferlum og bættri upplýsingagjöf nægir þar að nefna tolla- og skattamál - en tæplega 75% einstaklingsframtaka bárust á rafrænu formi í ár og allur þorri fyrirtækjaframtala. Ríkið hefur að auki nýtt sér upplýsingatæknina í innkaupum, starfsauglýsingum og auðvitað varðandi alla innri vinnslu og gagnageymslu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil að endingu ítreka hamingjuóskir mínar til Nýherja í tilefni afmælisins. Ég vona að fyrirlestrar dagsins verði upplífgandi og uppljómandi fyrir gestina.</FONT><BR><BR><BR><BR>

2002-05-29 00:00:0029. maí 2002Ávarp á fundi fjármálaráðuneytisins með forstöðumönnum ríkisstofnana 29. maí 2002

<P>Ágætu fundargestir.<BR><BR>Það er mér ánægja að fá tækifæri til þess að ávarpa þessa ágætu samkomu, enda er efni fundarins sérstaklega áhugavert fyrir okkur sem veitum ríkisrekstrinum forstöðu. Það er að sjálfsögðu einnig mikið áhugaefni mitt sem fjármálaráðherra að gera rekstur ríkisins sífellt skilvirkari og að bæta samskipti ríkisins við einstaklinga og fyrirtæki á markaði og fagna ég því að sjá að það eru margir sem deila þeim áhuga. <BR><BR>Fyrir þremur vikum afhenti ég Þorkeli Helgasyni orkumálastjóra styttuna "Vegvísinn" sem viðurkenningu til Orkustofnunar sem ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 2002. Auk Orkustofnunar fengu ÁTVR, Fiskistofa og Ríkiskaup einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur. Þessar stofnanir voru valdar úr hópi tuttugu stofnana sem komu til greina við valið. Ég vil nota tækifærið til að óska Orkustofnun aftur til hamingju með viðurkenninguna og þakka öllum hinum stofnununum fyrir þátttökuna. <BR><BR>Þetta var í fjórða sinn sem fjármálaráðherra veitir slíka viðurkenningu og er gleðilegt að sjá þennan góða sið festast í sessi. Fyrri verðlaunahafar eru Kvennaskólinn í Reykjavík, Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Reykjanesi og Landgræðsla ríkisins. <BR><BR>Val á fyrirmyndarstofnun hefur margþættan tilgang, m.a. þann að hvetja ríkisstofnanir til þess að halda áfram að bæta rekstur sinn og þjónustu. Það er viðvarandi verkefni sem við leggjum metnað okkar í að sinna. Við erum sífellt að leita nýrra leiða við þetta verkefni, m.a. með því að heimfæra verklag og starfsaðferðir einkamarkaðarins yfir á ríkisreksturinn þar sem það á við. Hefur umtalsverður árangur náðst á því sviði á umliðnum árum. <BR><BR>En ríkisreksturinn er á margan hátt mjög frábrugðinn einkarekstri og þeir mælikvarðar sem þar eiga við eru ekki alltaf heimfæranlegir yfir á rekstur ríkisins. Einkafyrirtæki eru oftar en ekki metin á grundvelli fjárhagslegra þátta svo sem vaxtar, hagnaðar og markaðstöðu. Þar eru fjárhagslegir mælikvarðar tiltölulega einfaldir, en þeir virka vel gagnvart fyrirtækjum sem rekin eru á samkeppnismarkaði. <BR><BR>Fjárhagslegir mælikvarðar eru hins vegar sjaldnast nothæfir einir og sér til að meta frammistöðu ríkisstofnana, vegna þess að tekjur fæstra þeirra ráðast af greiðslum frá notendum. Við heyrum þess vegna því miður oftar talað um það neikvæða sem hefur farið úrskeiðis í opinberum rekstri svo sem bið eftir þjónustu og fjárhagsvanda heldur en það jákvæða. <BR><BR>Við þurfum þess vegna að beita öðrum mælikvörðum til þess að mæla árangur ríkisstofnana og er veiting fyrirmyndarverðlaunanna einmitt liður í því starfi. Við val á stofnunum var t.a.m. litið til eftirfarandi mælikvarða; þess hversu skýr stefnumótun, framtíðarsýn og markmiðssetning stofnunarinnar er, að hve miklu leyti hún beinist út á við gagnvart notendum þjónustu hennar, hversu vel henni er fylgt eftir og hversu vel starfsmenn eru meðvitaðir um hana. Jafnframt var lögð áhersla á að stjórnendur væru næmir á það umhverfi sem stofnunin starfar í, átti sig á lykilþáttum í rekstri og sjái möguleika til þess að bæta og efla þjónustu samhliða því að hagræða í rekstri. Enn fremur var lagt mat á fjármálastjórn, skýra og skjalfesta verkferla, starfsmannamál, upplýsingatækni og trúverðugleika. Rík áhersla var lögð á það að ríkisstofnun til fyrirmyndar sýni góðan árangur í starfi sínu, sé skilvirk og hafi metnað til að bæta sig. <BR><BR>Markvisst hefur verið unnið að því í ríkisrekstri á undanförnum árum að færa vald og ábyrgð til stjórnenda ríkisstofnana og gera starfsaðstæður þeirra líkari og er í fyrirtækjum. Samhliða þessu hafa kröfur um árangur stofnana aukist sem m.a. kemur fram í samningum sem ráðuneyti eru í auknum mæli að gera við stofnanir sínar. Þar er áhersla lögð á að stofnanir setji sér skýr markmið um árangur og geri síðan grein fyrir því hvernig tekst að ná settu marki. Viðurkenning til ríkisstofnunar sem er til fyrirmyndar í starfi sínu á rætur að rekja til þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað í ríkisrekstrinum á síðustu árum.<BR><BR>Sú þróun birtist m.a. í breyttum stjórnunarháttum fjölmargra ríkisstofnana. Liðlega 100 stofnanir hafa þegar gert árangursstjórnunarsamninga við sitt ráðuneyti og fleiri eru í undirbúningi. Samningarnir eru ætlaðir að vera fyrsta skref af mörgum í því að skerpa áherslur, efla skilning, bæta áætlanagerð og eftirfylgni. Þetta hefur tekist í stórum dráttum, en margt er að sjálfsögðu óunnið. Árangursstjórnunin er skipulegt lærdómsferli þar sem stöðugt er unnið að því að auka skilvirkni.<BR><BR>Einn af annmörkum opinbers rekstrar er skortur á samkeppni um hylli notenda. Oftast eru verkefnin lögbundin og ríkisstofnanir með nokkurs konar einkaleyfi til að sinna verkefnum á sínu sviði. Við verðum hins vegar vör við að einkaaðilum vex sífellt ásmegin og eru tilbúnir til að taka að sér verkefni sem opinberir aðilar hafa setið að. Því ber að fagna. Mörkin á milli þess sem hið opinbera og einkaaðilar fást við verða óskýrari. Verkefnin þurfa að geta færst á milli þessara aðila án mikillar fyrirhafnar. Af þeim ástæðum er afar mikilvægt að rekstrarumhverfi opinberra aðila sé sem líkast því sem gildir um einkarekstur. Á næstu árum þarf að leggja áherslu á að opinberir aðilar verðleggi þjónustu sína með viðlíka hætti og einkafyrirtæki þurfa að gera, þannig að verðið endurspegli allan kostnað við að veita þjónustuna.<BR><BR>Góðir fundargestir. <BR><BR>Umhverfi opinbers reksturs hefur breyst mikið á síðustu árum og það mun halda áfram að breytast. Því skiptir miklu máli að stofnanir séu sveigjanlegar og starfsfólk jákvætt gagnvart breytingum. Fjármálaráðuneytið hefur haft forystu um að koma á umbótum í ríkisrekstri með því að breyta reglum og auka sveigjanleika stjórnenda stofnana. Áfram verður haldið á sömu braut því verkefnin eru ærin. <BR><BR>Ég vona að fundurinn í dag verði okkur öllum hvatning til að halda áfram að bæta rekstur og þjónustu ríkisins.<BR></P>

2002-03-18 00:00:0018. mars 2002Ávarp fjármálaráðherra við undirritun samnings um Rafrænt markaðstorg.

<TABLE WIDTH="100%" BORDER=0 CELLSPACING=0 CELLPADDING=0><TR VALIGN=top><TD WIDTH="50%"><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Geir H. Haarde</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fjármálaráðherra</FONT></B></TD><TD WIDTH="50%"><DIV ALIGN=right><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">15. mars 2002</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">(Hið talaða orð gildir)</FONT></B></DIV></TD></TR></TABLE><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu gestir!</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er mér mikil ánægja að undirrita þennan samning um rafrænt markaðstorg ríkisins hér í dag. Samningurinn rammar inn stefnu ráðuneytisins í þessum málaflokki og er endipunktur á umfangsmiklu útboðsferli. Hann markar jafnframt upphaf samstarfs ríkis og einkaaðila um þróun rafræns markaðstorgs til nota í vörukaupum og hugsanlegra annarra rafrænna viðskipta. Um er að ræða verkefni sem er nýjung hér á landi og er óhætt að segja að það hafi verið staðið að öllum undirbúningi með miklum sóma og rétt að þakka Ríkiskaupum sérstaklega í því sambandi. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Rafrænt markaðstorg markar innleiðingu rafrænna viðskipta í ríkisrekstrinum og er í samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að stuðla að hagnýtingu upplýsingatækninnar á sem flestum sviðum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Upplýsingabyltingin er ef til vill núna fyrst að skila þeim árangri sem vonir stóðu til um. Nú fyrst er farið að bera á því að fólk og fyrirtæki séu almennt farin að nýta sér kosti internetsins &#8211; eða lýðnetsins eins og Morgunblaðið vildi kalla það &#8211; til raunverulegrar framleiðniaukningar. Upplýsingatækniiðnaðurinn hefur farið í gegnum tímabil skapandi eyðileggingar, eins og hagfræðingurinn Schumpeter kallaði það, og nú eru góðu hugmyndirnar farnar að vinsast frá hinum vondu. Það hefur alltaf legið fyrir að verslun á netinu yrði ein af þessum góðu hugmyndum og í tilfelli ríkisins, þar sem hægt er að gera stór innkaup sem nýtast mörgum smáum aðilum, er um að ræða möguleika sem felur í sér verulegan sparnað og hagræðingu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fyrir utan það að leggja áherslu á að markaðstorgið býður upp á að nýta rafræn viðskipti í innkaupum ríkisins með aukinni skilvirkni og hagræðingu, er tvennt sem ég vil sérstaklega nefna í tengslum við þennan samning. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fyrsta lagi vil ég nefna að sem fjármálaráðherra hef ég skrifað undir fjölmarga samninga vegna ólíkra verkefna. Eitt eiga þeir þó sameiginlegt en það er að flestir hafa þeir í för með aukin útgjöld fyrir ríkissjóð. Það er þó ekki þar með sagt að þau verkefni séu hvorki arðsöm né góð enda er það nú einu sinni hlutverk fjármálaráðherra að gæta ráðdeildar í ríkisbúskapnum. Það er því sérstaklega ánægjulegt að samningurinn sem við undirritum í dag hefur ekki í för með sér umtalsverð bein útgjöld fyrir ríkissjóð heldur skapar hann vettvang fyrir notendur þjónustunnar sem greiða fyrir hana í samræmi við fjölda viðskipta sem fram fara í gegnum torgið. Þannig nýta allir aðilar eigin aðstöðu og þeir sem að verkefninu standa eru sannfærðir um að fyrirkomulag viðskipta með þessum hætti skili hagræði fyrir þá sem nýta sér þessa tækni. Í hverjum viðskiptum næst ákveðið hagræði og það á því ekki við í þessu verkefni eins og í svo mörgum góðum verkefnum að það verður að byrja á því að eyða áður en maður getur farið að spara.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hitt atriðið sem ég vildi nefna sérstaklega varðandi þennan samning er hugsunin á bak við samstarf við einkaaðila um þessa þjónustu. Við ákvörðun um ný verkefna hefur ríkið nokkra valmöguleika við úrlausn þeirra. Ein leiðin er auðvitað sú að vinna verkefnið upp á eigin spýtur og byggja upp þann búnað og þekkingu sem til þarf innan ríkisins. Þessi leið hefur í gegnum tíðina verið farin með misjöfnum árangri. Önnur leið sem farin hefur verið í vaxandi mæli, er sú að leita samstarfs við hinn almenna markað um úrlausn verkefnanna. Það er sú leið sem farin er með samningnum sem verið er að undirrita og bind ég vonir við að í honum kristallist sá ávinningur sem getur náðst með slíku samstarfi. Með verkefninu hefur verið mótuð sú stefna að vinna með einkaaðilum við uppbyggingu á torginu og fá fyrirtæki á almennum markaði til að taka þátt í kostnaði við uppbyggingu og rekstur. Þannig getur ríkið í krafti magninnkaupa stuðlað að uppbyggingu rafrænna viðskipta á almennum markaði í stað þess að byggja upp sértæka þjónustu sem aðeins nýtist ríkisaðilum. Hagræðing sem hlýst af notkun rafrænna innkaupa með þessum hætti nýtist því bæði ríkinu og fyrirtækjum á almennum markaði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að lokum vil ég árétta að ég vonast til að eiga ánægjulegt samstarf um þróun verkefnisins öllum til hagsbóta, ríkisaðilum og fyrirtækjum á almennum markaði. </FONT><BR><BR><BR>

2001-11-20 00:00:0020. nóvember 2001Ávarp fjármálaráðherra á Innkauparáðstefnu Ríkiskaupa

<TABLE WIDTH="100%" BORDER=0 CELLSPACING=0 CELLPADDING=0><TR VALIGN=top><TD WIDTH="50%"><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Geir H. Haarde</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fjármálaráðherra</FONT></B></TD><TD WIDTH="50%"><DIV ALIGN=right><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">20. nóvember 2001</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">(Hið talaða orð gildir)</FONT></B></DIV></TD></TR></TABLE><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ávarp á Innkauparáðstefnu Ríkiskaupa</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu ráðstefnugestir,</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er mér mikil ánægja að ávarpa þessa ráðstefnu Ríkiskaupa sem nú er orðinn árviss viðburður á sviði opinberra innkaupa. Tilgangur ráðstefnunnar er að kynna það sem helst er markvert á sviði opinberra innkaupa nú um stundir. Að þessu sinni er lögð sérstök áhersla á innkaup á fjarskiptaþjónustu og tækjum og tækni henni tengdri. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það ár sem er liðið frá síðustu ráðstefnu Ríkiskaupa hefur verið viðburðaríkt á sviði opinberra innkaupa. Ný lög voru samþykkt í vor frá Alþingi sem mynda nýjan ramma um innkaup hins opinbera. Óhætt er að segja að með þeim hafi miklar breytingar átt sér stað sem almennt eru taldar til bóta. Samskiptareglur af því tagi sem tilgreindar eru í lögunum eru grundvöllur heilbrigðrar samkeppni og hagkvæmni í ríkisrekstrinum. Hlutverk okkar sem kjörin eru af almenningi til að fara með opinbert vald og fjármuni, er að sjá til þess að fyrirtæki og einstaklingar hafi jafnan aðgang að innkaupum hins opinbera en jafnframt að opinberum fjármunum sé varið á sem hagkvæmastan hátt. Ég tel að stórt skref hafi verið tekið í þá átt með lögunum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Markmið ríkisins við innkaup verða hins vegar ekki eingöngu uppfyllt með traustu lagalegu umhverfi heldur þarf einnig að huga að framkvæmd innkaupanna sjálfra, nýjum innkaupaaðferðum og áherslum á sérstök málefni. Ráðstefna sem þessi gegnir því hlutverki að fara yfir þau málefni sem hæst standa, hlýða á sjónarmið bæði kaupenda og seljanda sem og þær áherslur sem Ríkiskaup leggja í sínu starfi. Ráðstefnan er því mikilvægur hluti af miðlun upplýsinga til þeirra sem annast innkaup hjá ríkisstofnunum og þeirra sem eiga viðskiptahagsmuna að gæta. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sífellt er unnið að því að styrkja framkvæmd innkaupa ríkisstofnana. Fjármálaráðuneytið vinnur nú ásamt Ríkiskaupum að undirbúningi verkefnis sem felst í því að færa rammasamninga á rafrænt form. Samningarnir verða hluti af rafrænu markaðstorgi sem verður opið öllum fyrirtækjum og þar geta ríkisstofnanir gert innkaup sín að fullu með rafrænum hætti. Stefnan er sú að ákveðnir vöruflokkar verði eingöngu keyptir inn með rafrænum hætti innan fárra ára. Nú er einnig unnið að innleiðingu innkaupakorta í ráðuneyti og stofnanir og hefur það nú þegar sannað sig sem mikil einföldun á innkaupaferli og umsýslu reikninga. Vert er að nefna að bæði þessi verkefni eru unnin í samvinnu við einkaaðila og að stofnað hefur verið til þeirra með almennum útboðum. Þessi aðferðafræði er tákn um nýjar áherslur í innkaupum þar sem frumkvæði og styrkur ríkisins mun nýtast við uppbyggingu á nýrri tækni og þjónustu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á ráðstefnunni í dag er eins og fyrr segir lögð sérstök áhersla á innkaup á fjarskiptaþjónustu og ýmis konar tækni henni tengdri. Það er ekki að ástæðulausu sem lögð er áhersla á þetta efni. Á undanförnum árum hefur verið ör þróun í þessum geira með tilkomu nýrrar tækni en einnig hafa á örskömmum tíma orðið miklar breytingar á rekstrarumhverfi fjarskiptafyrirtækja. Fyrir nokkrum árum var t.a.m. einungis eitt símafyrirtæki hér á landi. Póst- og símamálastofnun var þó ekki fyrirtæki heldur ríkisstofnun og var rekin sem slík. Fyrirtæki, ríkisstofnanir og einstaklingar urðu að kaupa fjarskiptaþjónustu af þessari stofnun og því var eðlilega ekki lögð mikil áhersla á þennan málaflokk. Nú er staðan orðin allt önnur, mikil samkeppni komin á og ríkið í óða önn að draga sig út úr þessum rekstri. Landssíminn starfar á samkeppnisgrundvelli og einkavæðing hans er í fullum gangi. Fjöldi annarra fjarskiptafyrirtækja hefur sprottið upp á allra síðustu árum sem bjóða vörur og þjónustu á flestum sviðum fjarskipta. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hvað varðar hugbúnað þá var svipuð staða á þeim markaði á sínum tíma þegar Skýrsluvélar ríkisins önnuðust um mestalla hugbúnaðargerð fyrir ríkisstofnanir. Nú er hins vegar svo komið að umtalsverð reynsla hefur myndast við útboð á hugbúnaðargerð og útboð á þessari þjónustu hafa skilað miklum árangri. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Breytingar eins og þær sem ég hef lýst kalla á viðbrögð stjórnenda stofnana. Auknir valkostir í þjónustu krefjast þess að ríkisstofnanir nálgist markaðinn með skilgreindar kröfur og innkaupaaðferðir sem tryggja jafnt aðgengi, gegnsæi og hagkvæmni. Mikilvægt er í þessu sambandi að við innkaup á þjónustunni sé fylgt því verklagi sem mótast hefur við innkaup og útboð á undanförnum árum þrátt fyrir að um nýja þjónustu sé að ræða. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég óska ráðstefnugestum góðs gengis hér í dag. </FONT><BR><BR><BR>

2001-11-16 00:00:0016. nóvember 2001Erindi fjármálaráðherra á hádegisfundi Rotaryklúbbsins Reykjavík - Austurbær

<TABLE WIDTH="100%" BORDER=0 CELLSPACING=0 CELLPADDING=0><TR VALIGN=top><TD WIDTH="50%"><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Geir H. Haarde</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fjármálaráðherra</FONT></B></TD><TD WIDTH="50%"><DIV ALIGN=right><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">15. nóvember 2001</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">(Hið talaða orð gildir)</FONT></B></DIV></TD></TR></TABLE><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Erindi á hádegisfundi Rotaryklúbbsins Reykjavík - Austurbær</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">"Alþjóðaviðskipti á krossgötum"</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu Rotary-félagar</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég hef valið að tala hér um alþjóðaviðskipti, reyndar á almennum nótum. Þetta er ágætur tími til þess. Alheimsviðskiptastofnunin hefur nýlokið samningalotu í Qatar og almennt séð þá eru samskipti milli þjóða á viðkvæmu stigi vegna hefndarverkanna í Bandaríkjunum. Við þetta bætist að hagkerfi heimsins hafa siglt inn í lægð og enginn veit hversu lengi hún varir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er því að mörgu að hyggja í heiminum og sá stöðugleiki og friður sem ríkt hafði í fimmtíu ár, a.m.k. á Vesturlöndum, virðist viðkvæmari nú en áður.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ýmsir hafa orðið til þess að nefna að þeir tímar sem við upplifum nú gætu þróast á líkan hátt og um síðustu aldamót. Þá, eins og nú, hafði langvarandi friður í Evrópu hleypt af stað miklu hagvaxtarskeiði, og viðskiptafrelsi var reglan fremur en undantekningin. Fólk ferðaðist vegabréfalaust á milli landa og engan grunaði annað en að aukin tækifæri og velsæld biðu heimsins.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">En eins og vitum þá varð þróunin önnur. Í stað friðsemdar og hagsældar þá voru það stríð og kreppa sem einkenndu fyrri hluta síðustu aldar. Allt hófst þetta með voðaverki í Sarajevó þann 28. júní 1914. Nú veltum við því fyrir okkur hvort voðaverkin í New York og Washington þann 11. september verði kveikjan að svipaðri atburðarás.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég er ekki að draga upp þessa samlíkingu á milli upphafs síðustu aldar og upphafs 21. aldarinnar til þess að gerast heimsendaspámaður. Síður en svo. Ég er sannfærður um að heimurinn muni á skömmum tíma jafna sig eftir þá erfiðleika sem nú steðja að.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Meðal þeirra ráða sem þjóðir heims gripu til við upphaf kreppunnar miklu var að auka verulega höft á milliríkjaviðskipti. Miklir tollar voru lagðir á vöruinnflutning til Bandaríkjanna og viðskipti milli landa minnkuðu. Þessar aðgerðir í kreppunni urðu ekki til þess að draga úr áhrifum hennar &#8211; heldur þvert á móti urðu þær til þess að grafa enn frekar undan möguleikum hagkerfisins til þess að leiðrétta sig. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þessi þróun hélt lengi vel áfram og það var í raun ekki fyrr en nokkru eftir síðari heimsstyrjöld að verulega tók að rofa til í þessum efnum á ný.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eftir að stofnað var til GATT sáttmálans árið 1948 hefur þróunin í heimsviðskiptum verið í þá átt að frjálsræði hefur aukist. Þetta hefur átt sér stað samfara því að tiltölulega friðvænlegt hefur verið víðast í heiminum. Ég segi tiltölulega friðvænlegt því þrátt fyrir allt hafa á annað hundrað staðbundnar styrjaldir verið háðar frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Tollar á vörur hafa lækkað verulega og viðskipti á milli ríkja hafa aukist. Umfang milliríkjaviðskipta fjórtánfaldaðist frá 1950 til 1997 og hefur aukist enn síðan. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Friðsældin hér á Vesturlöndum og aukin milliríkjaviðskipti eru ekki ótengd fyrirbæri. Það er nefnilega þannig með okkur mannfólkið - að okkur finnst óþægilegra að berjast við þá sem við þekkjum og treystum á heldur en bláókunnugt fólk. Því samofnari sem hagsmunir þjóða og einstaklinga eru &#8211; þeim mun erfiðara verður að æsa fólk upp til stríðsaðgerða &#8211; og því eru viðskiptin svo nauðsynleg til þess að stuðla að friði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það má því óhikað segja að hægt sé að færa þau rök fyrir frjálsum heimsviðskiptum að þau stuðli að friði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er stundum sagt um hagfræðinga að þeir geti aldrei komist að niðurstöðu. Winston Churchill sagði t.d. eitt sinn: "Ef þú hittir fyrir tvo hagfræðinga geturðu verið viss um að fá tvær ólíkar skoðanir. Nema annar þeirra sé John Maynard Keynes. Þá færðu þrjár." Það er reyndar rétt að kennisetningar hagfræðinnar eru fæstar óumdeildar. En kenningin um gagnsemi frjálsrar verslunar er næstum því algjörlega óumdeild meðal hagfræðinga. Það er því skrýtið að einmitt sú kenning hafi ekki komist til framkvæmda með meira hraði en raun ber vitni.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hin ofureinfalda hugsun um frjáls viðskipti byggist á því að tveir einstaklingar standi betur að vígi eftir að hafa átt viðskipti heldur en þeir gerðu fyrir &#8211; annars hefðu viðskiptin ekki átt sér stað.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Um þetta deila hagfræðingar ekki &#8211; og það eru ekki hagfræðingar sem ganga um og segja að viðskipti séu þess eðlis að annar græði og hinn tapi. Það gera nú til dags aðeins gamlir Marxistar og þeim fer sem kunnugt er óðum fækkandi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">En það er dálítið merkilegt að jafnvel einstaklingar sem gera sér fulla grein fyrir gagnsemi frjálsrar verslunar á milli einstaklinga og fyrirtækja innanlands skuli ekki yfirfæra slíkan hugsunarhátt á heiminn í heild. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Gott dæmi um þetta eru ýmsir íhaldsmenn í Bandaríkjunum sem berjast fyrir sem allra mestu frjálsræði á innlendum mörkuðum en halda sig við hálfgerða einangrunarstefnu hvað varðar viðskipti við umheiminn. Málflutningur þeirra byggist á einhverri lífseigustu bábiljunni um alþjóðaviðskipti. Sú bábilja hljómar einhvern veginn þannig: Þjóðin okkar er í samkeppni við aðrar þjóðir. Til þess að sigra í þeirri samkeppni þurfum við að tryggja að innlendur framleiðendur haldi velli.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af hverju skyldi þetta nú vera? Af hverju erum við ekki komin lengra í átt til fríverslunar? </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Væntanlega er ástæðan sú að þrátt fyrir að hagsmunir heildarinnar séu klárlega að verslun á milli landa sé sem frjálsust þá hefur fjöldinn allur af fólki mikla hagsmuni af því að viðhalda ákveðinni vernd yfir tilteknum iðngreinum. Það er því nokkuð til í því sem sagt er að takmarkið um algjört viðskiptafrelsi sé líkt takmarkinu um himnaríkisvist. Það vilja allir komast þangað &#8211; bara ekki alveg strax. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Önnur bábilja er varðandi áhrif alþjóðavæðingar á þriðjaheimslöndin. Á síðustu árum hefur orðið til hreyfing sem berst hatrammlega gegn fríverslun og alþjóðavæðingu. Þessi hreyfing hefur tekið á sig sífellt ofbeldisfyllri mynd en kjarninn í málflutningi hennar, ef nokkurn kjarna má greina, er að vestræn fyrirtæki misnoti sér eymd fólks í fátækum löndum til þess að framleiða vörur á ódýrari máta en þau gætu á heimamörkuðum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sá grunur læðist að manni að þeir, sem standi fyrir slíkum mótmælum, láti hafa sig að leiksoppi. Það er ljóst að leið fátækustu ríkja heims út úr örbigðinni er í gegnum viðskipti og þótt verkamenn í Asíu og S-Ameríku fái greidd hræðileg laun á vestrænan mælikvarða þá er öruggt starf með stöðugum tekjum mikið betri kostur en allt annað sem býðst fólkinu. Það eru hins vegar hagsmunir ákveðinna hópa í þróaðri ríkjunum að halda láglaunastörfunum innan landamæra sinna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samt er ekki líklegt að andstæðingar fríverslunar hafi á endanum erindi sem erfiði. Ein helsta ástæða þess er að almenningur áttar sig sífellt betur á kostum fríverslunar. Tækniframfarir síðustu ára hafa þar gegnt lykilhlutverki, enda hefur nú í fyrsta skiptið opnast fyrir þann möguleika að einstaklingar geti átt milliliðalaus viðskipti við erlenda birgja &#8211; s.s. eins og þeir gera þegar þeir panta sér bækur á Internetinu hjá Amazon. Þægindin og hagkvæmnin verða svo augljós þegar einstaklingar njóta þess beint og milliliðalaust.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar einstaklingar upplifa slíkt þá verður sífellt erfiðara fyrir þá, sem mæla gegn viðskiptafrelsi, að hljóta hljómgrunn meðal almennings. Og það er lykilatriði. Vandinn við málflutning fríverslunarsinna hefur ætíð verið sá að þótt hagsbótin sem fylgir frelsinu sé yfirþyrmandi þá eru hagsmunir þeirra einstaklinga sem þrífast í skjóli haftanna hlutfallslega mun meiri og samþjappaðri. Þannig hafa hagsmunaaðilar getað varið miklu fé og miklum tíma í að færa rök fyrir tiltekinni vernd gegn samkeppni en einstaklingarnir sem skaðast af verndinni hafa ekki nægilega mikla hagsmuni hver um sig til þess að spyrna við fótum. Fámennir hagsmunahópar öðlast því veruleg pólitísk áhrif. Aukinn skilningur á kostum fríverslunar í heiminum mun því vonandi veita stjórnmálamönnum svigrúm til þess að taka ákvarðanir þótt þær stríði gegn vilja öflugra sérhagsmunahópa.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Alþjóðasamningar um fríverslun eru mjög mikilvægir að þessu tilliti. Þeir eiga að tryggja ákveðna sanngirni í alþjóðaviðskiptum og koma í veg fyrir mismunun. En alheimsviðskiptastofnunin gegnir einnig því hlutverki að aðstoða stjórnmálamenn til þess að koma fríverslun á í heimalöndum sínum. Á heimasíðu stofnunarinnar er það talið alþjóðasamstarfinu til tekna að það hlífi stjórnmálamönnum við því að þurfa að eiga í höggi við hagsmunahópa á heimavelli. Þar sem samningarnir á milli ríkja eru stórir þá mun hagsbótin sem þeim fylgir verða svo augljós að málflutningur verndarsinna er ólíklegri til þess að ná eyrum almennings.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Rökin fyrir fríverslun eru margþætt &#8211; og að mínu mati augljós. Fríverslun eykur tækifæri allra jarðarbúa til þess að lifa við sæmileg kjör. Fríverslun stuðlar að friði í heiminum. Og fríverslun stuðlar að aukinni samkeppni.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þá má ekki gleyma hinni gríðarlegu verðmætasköpun sem á sér stað með fríverslun. Það hefur verið áætlað af Alþjóðabankanum (World Bank) að heildarframleiðsla í heiminum jykist um 2.800 milljarða Bandaríkjadala á ári ef allar viðskiptahindranir yrðu lagðar niður. Þetta er 280 þúsund milljarðar íslenskra króna &#8211; eða u.þ.b. 50 þús. krónur á hvern jarðarbúa á ári.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það eru mikil verðmæti.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hindranirnar sem standa í veginum eru nokkrar en þeim verður væntanlega rutt úr veginum á næstu áratugum. En eins og titill erindis míns segir þá eru alþjóðaviðskipti á krossgötum. Andúð á alþjóðavæðingunni hefur skotið rótum mjög víða, friðnum á Vesturlöndum hefur verið ógnað &#8211; og hugsanlega munu samningaumleitanir Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar stranda á deilum um niðurgreiðslu landbúnaðarvara. Ef allt fer á versta veg þá gæti heimurinn átt það á hættu að viðskiptastríð brjótist út og að raddir einangrunarsinna fái aukin hljómgrunn.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Allir ábyrgir menn vona að hlutirnir muni þróast á jákvæðari hátt. Og &#8211; eins og ég hef sagt &#8211; þá hef ég fulla trú á því.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hér á Íslandi höfum við reynt að undirbúa hagkerfið og þjóðfélagið undir aukna alþjóðavæðingu. Nýlegar skattalækkunartillögur eru settar fram m.a. í því ljósi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við höfum verið þátttakendur í GATT samningnum og síðar Alþjóðaviðskiptastofnuninni frá því 1968 og það er mín trú að í gegnum slíka samninga &#8211; og öfluga tvíhliðasamninga við stór markaðssvæði &#8211; eins og EES &#8211; geti íslensk stjórnvöld skapað þjóðinni góð skilyrði til þess að taka þátt &#8211; og njóta góðs af &#8211; þróuninni í átt að síauknu frelsi í alþjóðaviðskiptum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Góðir fundarmenn!</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og ég sagði fyrr þá er takmarkið um fríverslun í heiminum líkt takmarkinu um himnaríkisvist. Og það er ljóst að það þarf sterk pólitísk bein til þess að hrinda slíkum verkefnum í framkvæmd. Það er von mín að alþjóðasamfélagið noti ekki ófriðarástandið &#8211; eða efnahagslega niðursveiflu &#8211; sem átyllu til þess að snúa af þeirri braut að auka frelsi heimsbyggðarinnar til þess að versla óhindrað sín á milli.</FONT><BR><BR><BR>

2001-11-08 00:00:0008. nóvember 2001Ræða fjármálaráðherra á haustráðstefnu Félags löggiltra endurskoðenda í Salnum í Kópavogi.

<TABLE WIDTH="100%" BORDER=0 CELLSPACING=0 CELLPADDING=0><TR VALIGN=top><TD WIDTH="50%"><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fjármálaráðherra</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Geir H. Haarde</FONT></B></TD><TD WIDTH="50%"><DIV ALIGN=right><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">8. nóvember 2001</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">(Hið talaða orð gildir)</FONT></B></DIV></TD></TR></TABLE><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ræða á haustráðstefnu Félags löggiltra endurskoðenda</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">"Nýjar áherslur í skattamálum"</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Góðir ráðstefnugestir,</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil byrja á því að fagna þessu tækifæri til þess að ræða skattamálin í þennan hóp. Tímasetning þessarar ráðstefnu er mjög góð - nú eru ákveðin tímamót þar sem stutt er síðan ríkisstjórnin lagði fram tillögur sínar um róttækar umbætur í skattamálum sem vakið hafa mikla athygli, bæði innanlands og utan.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég hef verið beðinn um að tala um nýjar áherslur í skattamálum, en eins og oft vill verða er nauðsynlegt að líta yfir farinn veg þegar hugað er að framtíðinni. Ég vil því í upphafi fara yfir þær breytingar sem orðið hafa á undanförnum árum á skattaumhverfinu hér á landi, síðan mun ég fjalla um þær breytingar sem nú standa fyrir dyrum í skattamálum og að því loknu mun ég horfa til þeirra verkefna sem ég tel brýnust á þessum vettvangi á næstu árum.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skattþróun síðasta áratugar</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á síðasta áratug hafa orðið gífurlegar breytingar í skattamálum hér á landi og áherslurnar verið skýrar. Meginmarkmiðin hafa verið þau að treysta samkeppnisstöðu atvinnulífsins, stuðla að auknum stöðugleika í efnahagslífinu og bæta lífskjör heimilanna í landinu. Að auki hefur markmiðið verið að nútímavæða íslenska skattkerfið og gera það að fullu samkeppnishæft við það sem annars staðar gerist. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Án þess að fara út í tæmandi upptalningu langar mig að fara yfir nokkur atriði í skattamálum sem komið hafa til framkvæmda á síðustu árum.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Atvinnulífið</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í upphafi tíunda áratugarins voru aðstæður erfiðar í efnahagsmálum þjóðarinnar. Framan af áratugnum var því lögð áhersla á að styrkja stöðu atvinnulífsins til þess að vinna bug á því atvinnuleysi sem þá ríkti og fór vaxandi. </FONT><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Tekjuskattar fyrirtækja</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> voru lækkaðir verulega, úr 50% í 30%, en um leið felldar niður margvíslegar undanþágur sem þá voru í gildi. Jafnframt var </FONT><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">aðstöðugjaldið</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> lagt niður, en sá skattur þótti sérstaklega ósanngjarn þar sem hann var lagður á veltu fyrirtækja án tillits til afkomu. </FONT><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Tryggingagjaldið</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> var ennfremur samræmt eftir atvinnugreinum, en það var áður mishátt eftir greinum og lagðist þyngst á ýmis ný fyrirtæki t.d. í þekkingariðnaði. Samræmdur 10% </FONT><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">fjármagnstekjuskattur</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> var tekinn upp árið 1997 og með því að stilla skattprósentunni í hóf og hafa skattinn undanþágulausan hefur skapast góð sátt um þá skattlagningu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ennfremur hafa ýmsar sérstakar umbætur verið gerðar á skattumhverfinu til frekari hagsbóta og einföldunar fyrir atvinnulífið. Þar má nefna atriði eins og heimild til samsköttunar móður- og dótturfyrirtækja og setningu sérstakra skattalegra ákvæða um kauprétt starfsfólks á hlutabréfum samkvæmt kaupréttarákvæðum. Með þessum breytingum hafa rekstrarskilyrði fyrirtækja verið bætt með markvissum hætti, skattalöggjöf samræmd milli atvinnugreina og teknar upp ýmsar nýjungar að erlendri fyrirmynd.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðrar skattbreytingar</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">En það er af fleiru að taka. Á umræddu tímabili hafa einnig verið gerðar breytingar á öðrum sköttum en þeim er snúa beint að fyrirtækjunum í landinu. Þar má meðal annars nefna að </FONT><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">tekjuskattur einstaklinga</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> var lækkaður um 4 prósentustig og er hlutdeild ríkissjóðs í staðgreiðslunni orðin lægri nú en hún var þegar staðgreiðslukerfið var tekið upp árið 1988. Samkvæmt nýframlögðu frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem rætt verður hér á eftir, mun tekjuskattshlutfallið lækka enn frekar um næstu áramót, eða um 0,33%, og verður þá 25,75%. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Einnig hefur verið lögfest að </FONT><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">persónuafsláttur</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> verði að fullu millifæranlegur á milli hjóna eða sambúðarfólks í stað 80% áður. Þetta gerist í áföngum og verður að fullu komið til framkvæmda árið 2003.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lífeyrisiðgjöld launafólks</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> voru gerð skattfrjáls á ný og kom sú breyting til framkvæmda á árunum 1995 og 1996. Jafngilti sú ákvörðun á þeim tíma 1,5-1,7 prósentustiga lækkun tekjuskatts. Einnig var árið 1999 heimilaður </FONT><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">skattfrjáls viðbótarlífeyrissparnaður</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> með mótframlagi frá ríkissjóði, og hefur heimildin nýverið verið aukin í 4% af heildarlaunum með 0,4% mótframlagi ríkisins. Markmiðið með þessum breytingum var m.a. að að auka hlutdeild almennings í þjóðhagslegan sparnaði. Einnig með það að leiðarljósi var </FONT><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> almennings framlengdur. </FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Virðisaukaskattur af matvælum</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> var lækkaður árið 1994 um nær helming, úr 24,5% í 14%. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar litið er til </FONT><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">tolla og vörugjalda</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> má sjá að einnig hefur verið tekið til hendinni þar, einkanlega að því er varðar aðföng í atvinnurekstri. Vörugjaldaflokkum á bifreiðum hefur einnig verið fækkað og þar með dregið úr neyslustýringu. Ennfremur hafa verið gerðar breytingar á vörugjaldi á öðrum ökutækjum. Árið 1999 var tekið upp fast gjald á hvern bensínlítra í stað verðtolls, m.a. til þess að draga úr verðsveiflum. FÍB heldur því fram að þessi aðgerð ein hafi sparað bíleigendum í kringum 4 milljarða króna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að lokum vil ég nefna að á undanförnum árum hefur mikilvægt starf verið unnið í skattkerfinu til að bæta það og einfalda. Þar vil ég sérstaklega nefna upptöku rafrænna skattskila hjá RSK sem yfir 130,000 framteljendur nýttu sér á síðasta ári. Það er stefna mín að skattyfirvöld haldi áfram að nýta sér nýjar leiðir til þess að auðvelda samskipti við einstaklinga og fyrirtæki í landinu.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Boðaðar skattbreytingar </FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">En víkjum þá að þeim skattbreytingum sem nú eru á döfinni. Eins og kunnugt er lagði ríkisstjórnin fram í upphafi þings viðamikið skattafrumvarp - eitt það viðamesta um árabil. Í frumvarpinu er að finna tillögur um víðtækar umbætur í skattamálum sem endurspegla vel fyrrnefnda stefnu ríkisstjórnarinnar í skattamálum þar sem höfuðáhersla er lögð á að búa íslensku atvinnulífi heilbrigt og samkeppnishæft starfsumhverfi og þegnum þessa lands góð lífskjör. Traust staða atvinnulífsins er grundvöllur öflugs velferðarkerfis og farsæls mannlífs.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sem fyrr segir varða tillögur frumvarpsins bæði skattlagningu einstaklinga og fyrirtækja, en ég mun hér leggja megináherslu á skattalegt umhverfi fyrirtækja út frá samkeppnissjónarmiðum. Í því samhengi er rétt að hafa í huga það sem áður kom fram, að nú er liðinn tæplega áratugur frá því að gripið var til umfangsmikilla skattalækkana á fyrirtæki til þess að treysta undirstöður íslensks atvinnulífs og koma efnahagslífinu upp úr þeirri lægð sem það var þá í. Með þeim aðgerðum varð skattalegt umhverfi fyrirtækja hér á landi með því besta sem þekktist í okkar helstu viðskiptalöndum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Stórfelldar breytingar á alþjóðavettvangi hafa hins vegar að nýju breytt þessari mynd innlendu atvinnulífi í óhag, eins og ykkar hópur þekkir gjörla. Með auknu frelsi í alþjóðaviðskiptum hafa augu stjórnvalda í vaxandi mæli beinst að því að treysta samkeppnisstöðu fyrirtækja, meðal annars með lækkun fyrirtækjaskatta samhliða aukinni hagræðingu af hálfu fyrirtækjanna sjálfra. Þetta hefur reynst nauðsynlegt til þess að fyrirtæki geti mætt aukinni samkeppni erlendis frá, þar sem landamæri skipta sífellt minna máli og fjármagn og fyrirtæki leita einfaldlega til þeirra landa sem bjóða hagstæðustu aðstæðurnar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ekki verður framhjá því horft að íslenskt atvinnulíf býr að mörgu leyti við erfiðari aðstæður en erlend fyrirtæki, meðal annars vegna smæðar sinnar sem og fjarlægðar okkar frá erlendum mörkuðum. Þess vegna skiptir jafnvel enn meira máli hér á landi en annars staðar að skapa atvinnulífinu starfsskilyrði sem eru ekki aðeins sambærileg við önnur lönd heldur betri. </FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Breytingar í alþjóðaumhverfi kalla á viðbrögð</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ýmislegt bendir til þess að íslenskt atvinnulíf búi ekki lengur við það forskot sem hér ríkti í skattalegu tilliti á síðasta áratug. Þetta á bæði við um tekjuskattshlutfallið, sem í dag er rétt undir meðallagi OECD-ríkjanna, en var langt fyrir neðan það fyrir tæplega áratug. Einnig er rétt að hafa í huga að samhliða lækkun skatthlutfallsins hér á landi var skattstofninn breikkaður með afnámi ýmissa frádráttarheimilda og er skattstofninn því óvíða jafn breiður og hér. Eins má halda því fram að álagning eignarskatta á fyrirtæki líkt og hér er gert sé að verða einsdæmi meðal vestrænna ríkja, enda hafa flest ríki sem enn lögðu eignarskatta á fyrirtæki á upphafi síðasta áratugar fellt þá niður. </FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Helstu skattabreytingarnar</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þetta eru hin efnahagslegu rök sem liggja að baki þeim tillögum sem nú hafa verið lagðar fram um breytingar á skattlagningu fyrirtækja. Hér eru á ferðinni einhverjar umfangsmestu skattalækkanir sem gripið hefur verið til gagnvart íslensku atvinnulífi. Enginn vafi leikur á því að þær munu örva atvinnulífið og skapa forsendur fyrir áframhaldandi uppbyggingu þess, bæði fyrir tilstilli innlendra og erlendra fyrirtækja, og þannig renna traustari stoðum undir íslenskt efnahagslíf. Þessa sjást þegar merki á verðbréfamarkaðinum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég álít að ríkisstjórnin hafi í krafti aðhaldssamrar stefnu í ríkisfjármálum verið í kjöraðstöðu nú til þess að beita jákvæðum aðgerðum til þess að gefa athafnalífinu í landinu vítamínsprautu. Það gerum við best með almennum og uppbyggilegum aðgerðum í stað fálmkenndra handaflsaðgerða sem eitt sinn þóttu allra meina bót í íslenskri hagstjórn. Þeir tímar eru sem betur fer liðnir og ég efast um að nokkur hér inni sakni þeirra.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lítum þá nánar á einstaka þætti þessara breytinga.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fyrsta</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> breytingin sem ég vil nefna, og sú veigamesta, er lækkun tekjuskatts hlutafélaga og annarra félaga með takmarkaða ábyrgð úr 30% í 18% á árinu 2002 sem kemur til framkvæmda við álagningu á árinu 2003. Á sama tíma lækkar tekjuskattur sameignarfélaga og samlagsfélaga úr 38% í 26%. Með þessari breytingu hefur Ísland tekið forystu meðal vestrænna ríkja, ásamt Írlandi, að því er viðkemur tekjuskattlagningu fyrirtækja. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samhliða þessu verður styrkt sú skattframkvæmd að skattleggja vinnu manns í atvinnurekstri sem hann eða fjölskylda hans á eignar- eða stjórnunaraðild að, með sambærilegum hætti og vinnu hans við sambærileg störf fyrir óskylda eða ótengda aðila, með það að markmiði að koma í veg fyrir að hluthafar eða hlutareigendur í fyrirtækjum ákvarði sér laun undir því sem almennt getur talist eðlilegt endurgjald. </FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í öðru lagi</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> er lögð til helmingslækkun almenna eignarskattsins, þ.e. úr 1,2% í 0,6% í árslok 2002. Jafnframt verður sérstaki eignarskatturinn afnuminn frá sama tíma. Þessi áhrif munu koma fram við álagningu ársins 2003. </FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í þriðja lagi</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> er gerð tillaga um afnám verðbólguleiðréttinga í skattskilum og reikningsskilum frá 1. janúar 2002, sem er stórt skref í átt að aðlögun okkar skattkerfis að kerfum annarra ríkja. Alþjóðavæðing íslenskra fyrirtækja og allt starfsumhverfi þeirra kallar á þessa breytingu, þ.e. að reikningsskil þeirra verði samanburðarhæf við reikningsskil erlendra keppinauta, auk þess sem erlendir viðskiptaaðilar skilja almennt ekki afkomuhugtak íslenskra fyrirtækja. </FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fjórða lagi</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> er áformað að fyrirtækjum verði heimilt að færa bókhald og ársreikninga í erlendri mynt frá og með næstu áramótum og er frumvarp þess efnis í smíðum í fjármálaráðuneytinu. </FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fimmta lagi</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> mun tillaga um lækkun stimpilgjalds frá 1. janúar 2003 líta dagsins ljós á næstunni. Óhætt er að fullyrða að gildandi lög um stimpilgjald hafa verið ýmsum þyrnir í augum, meðal annars fjármálastofnunum sem eru í harðri samkeppni við erlendar lánastofnanir. Þessi skattstofn er að ýmsu leyti úreltur.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í sjötta lagi</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> er lagt til að tryggingagjaldið hækki um 0,77% til að skapa betra svigrúm fyrir ríkissjóð í ljósi framangreindra breytinga. Hér er því valin sú leið að lækka skatta á fjármagn og hækka skatta á vinnuafl sem er rökrétt miðað við ríkjandi aðstæður og stuðlar að auknum þjóðhagslegum sparnaði. Einnig er rétt að hafa í huga að tryggingagjöld hér á landi eru lág miðað við það sem gengur og gerist í öðrum löndum jafnvel þótt tekið sé tillit til lífeyrisiðgjalda. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að lokum vil ég nefna tvö efnisatriði sem einnig er að finna í skattatillögum ríkisstjórnarinnar og eru mikilvæg fyrir íslenskt atvinnulíf. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þar ber fyrst að nefna </FONT><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">breytingu á skattskyldu við yfirfærslu á einstaklingsrekstri yfir í einkahlutafélag </FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">í þá veru að yfirfærslan hafi ekki í för með sér skattskyldar tekjur fyrir eigandann eða félagið sjálft. Markmiðið með þessari breytingu er að gera einstaklingum í atvinnurekstri kleift að breyta um rekstrarform án þess að til skattlagningar söluhagnaðar komi í samræmi við þær reglur sem gilda um yfirfærslur milli annarra rekstrarforma.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Síðara atriðið er </FONT><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">skattaleg meðferð samlagsfélaga, samlagshlutafélaga og eigenda þeirra, </FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">en í gildandi</FONT><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">lögum um tekjuskatt og eignarskatt er ekki að finna ákvæði um þessi félagsform. Í eldri lögum er að finna ákvæði um skattlagningu samlagshlutafélaga með sambærilegum hætti og hlutafélaga, en með lögum nr. 30/1971 féll það ákvæði niður. Ástæða þess er talin sú að menn hafa á þeim tíma ekki talið félagsform þetta skipta miklu máli, þar sem það tíðkaðist lítt hér á landi. Hins vegar er í auknum mæli farið að bera á áhuga á þessu félagsformi, þótt engin slík félög hafi enn verið skráð. Í ljósi þeirrar þróunar er lagt til í framkomnu frumvarpi að kveðið verði með skýrum hætti á um skattalega meðferð samlagshlutafélaga og samlagsfélaga, þ.e. að um skattalega meðferð samlagshlutafélaga fari eins og um hlutafélög, þ.m.t. um skattalega meðferð arðs til eigenda, en samlagsfélaga eins og um sameignarfélög. Þetta er gert með það að leiðarljósi að hafa lögin skýr og taka af allan vafa um skattalega meðferð þessa félagaforms.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Til viðbótar við það sem hér hefur verið nefnt gerir ríkisstjórnin ýmsar tillögur er varða skattlagningu einstaklinga. Eignarskattar einstaklinga verða lækkaðir um helming og sérstaki eignarskatturinn afnuminn miðað við árslok 2002. Tekjuskattur einstaklinga lækkar eins og áður kom fram um 0,33% 1. janúar 2002 og frítekjumörk í hátekjuskatti hækka um 15% vegna tekna á árinu 2001. Skattlagning húsaleigubóta verður afnumin frá og með árinu 2002 og fríeignarmörk í eignarskatti og sérstökum eignarskatti einstaklinga hækka um 20% vegna eigna í árslok 2001 til þess að koma í veg fyrir að hækkun fasteignamats fyrr á árinu leiði til hækkunar eignarskatta á næsta ári.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Efnahagsleg áhrif </FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eftir þessa upptalningu vaknar eflaust sú spurning hver verði efnahagsleg áhrif þessara tillagna. Þar ber kannski fyrst að nefna áhrifin á tekjur ríkissjóðs. Áætlað er að þessar breytingar geti lækkað tekjur ríkissjóðs fyrst í stað, þ.e. árið 2003, um 3,5 milljarða króna, eða sem nemur tæplega 0,5% af VLÞ, þegar tekið hefur verið tillit til veltuáhrifa og annarra þátta. Hér er hins vegar um varlega áætlun að ræða og líklegt að tekjulækkunin verði enn minni og snúist jafnvel í tekjuauka þegar fram í sækir. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég er þess fullviss að ríkissjóður muni standa vel af sér þessar breytingar. Við höfum á undanförnum árum með uppgreiðslu lána létt af honum vaxtabyrði sem varlega áætlað gæti numið í kringum 5 milljörðum króna árlega. Það má því segja að við séum búin að leggja til hliðar fyrir þessum breytingum og höfum skapað okkur svigrúm til þess að geta komið þessu í framkvæmd án þess að veikja stöðu ríkissjóðs að marki.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hin efnahagslegu áhrif skattbreytingana munu á hinn bóginn birtast í auknum fjárfestingum, meiri atvinnu og tekjumyndun og almennt auknum umsvifum í þjóðarbúskapnum. Þetta nýja skattaumhverfi er líklegt til að leiða bæði til aukinna fjárfestinga erlendra aðila hér á landi og koma í veg fyrir að íslensk fyrirtæki flytji starfsemi sína til útlanda. Dæmi eru þegar um að íslensk fyrirtæki hafi lýst slíku yfir. Jafnframt má ætla að lækkun eignarskatta skili sér að hluta í auknum þjóðhagslegum sparnaði og að hluta í aukinni veltu. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í mínum huga er enginn vafi á að þessar breytingar munu verða lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf, jafnt til sóknar innanlands sem utan. Samhliða þeim verður jafnframt lögð frekari áhersla á gerð tvísköttunarsamninga við önnur ríki, en með þeim kunna að skapast nýir markaðir fyrir íslensk fyrirtæki auk þess sem Ísland verður vænlegri fjárfestingarkostur fyrir erlenda aðila. Þannig verða forsendur skapaðar fyrir áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífsins, bæði fyrir tilstilli innlendra og erlendra fyrirtækja.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Næstu verkefni</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með þessum breytingum ljúkum við stórum áfanga í umbótum og nútímavæðingu íslensks skattkerfis. En við höfum að sjálfsögðu hvergi nærri lokið störfum. Það er enn langt í land að skattkerfi okkar sé að öllu leyti til fyrirmyndar þótt margt hafi áunnist. Skattamálin eru í eðli sínu síbreytileg og þurfa að vera til stöðugrar athugunar. Nú er hins vegar rétt að doka við um stundarsakir og láta áhrifin af þessum breytingum koma í ljós á meðan næstu skref eru undirbúin. Verkefnin eru næg og listinn langur. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil því ljúka máli mínu með því að fara nokkrum orðum um það sem ég tel mikilvægast og brýnast að ráðast í á næstu mánuðum og árum, eftir því sem fjárhagslegt svigrúm leyfir. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er grundvallaratriði að skattar séu bæði sanngjarnir og réttlátir. Sanngjarnir þannig að þeir séu ekki of háir og réttlátir þannig að þeir mismuni ekki fólki. Þannig virka þeir hvetjandi á einstaklinga og atvinnulíf, en draga ekki úr því þrótt. Slíkt skattkerfi mun að mínu viti stuðla að traustari undirstöðu undir velferðarmál og þá þjónustu sem ríkið tekur að sér að sinna. Einfalt, gegnsætt skattkerfi, án undanþága og sérstakra ívilnana er í mínum huga það sem stefna ber að. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">En víkjum þá að einstökum skatttegundum. Ef við byrjum á </FONT><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">tekjuskatti fyrirtækja</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> tel ég að með þeim áfanga sem nú er framundan séum við ágætlega sett í bili. Sem lengri tíma markmið tel ég hins vegar að við eigum að stefna að því að lækka þennan skatt í 10%.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Tekjuskattur einstaklinga</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> á að mínu mati líka að halda áfram að lækka á næstu árum, og það sem mikilvægara er, hann á að lækka án þess að útsvar sveitarfélaganna hækki á móti. Ekki er raunhæft að tímasetja slíkar lækkanir nú. En ávinningurinn af lækkun tekjuskatts fyrirtækja mun auðvelda lækkanir á þessu sviði. Sérstaka tekjuskattinn, eða svokallaðan hátekjuskatt, á að afnema við fyrsta tækifæri þar sem hann er vinnuletjandi og kemur sérstaklega illa við ungt, duglegt fólk sem leggur hart að sér t.d. við öflun eigin húsnæðis.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eignarskattar einstaklinga og fyrirtækja</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> eiga að mínu mati að hverfa á fáum árum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við þurfum að halda áfram að laga </FONT><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">stimpilgjaldið</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">. Sá gamli, danski skattur er að mörgu leyti úrelt form skattlagningar sem skerðir samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs, einkum í ljósi aukins frjálsræðis á fjármagnsmörkuðum þar sem fé streymir nánast óhindrað milli landa. Ég tel því mikilvægt að þrengja gjaldstofninn verulega, afnema stimpilgjaldið þar sem það skaðar íslenskt atvinnulíf en samræma gjaldtökuna og lækka á öðrum flokkum stimpilskyldra skjala.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fjármagnstekjuskatturinn</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> tel ég að eigi að vera óbreyttur þar sem hann er lágur í alþjóðlegum samanburði og er ekki til trafala á markaði. Það gæti hins vegar haft mjög alvarlegar afleiðingar að hækka hann.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Halda þarf áfram með umbætur á </FONT><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">vörugjöldum</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">, fækka flokkum og koma í veg fyrir neyslustýringu. Einkum þarf að huga sérstaklega að vörugjöldum er varða atvinnureksturinn til þess að koma í veg fyrir að þau skekki samkeppnisstöðu fyrirtækja og atvinnugreina.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Virðisaukaskatturinn</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> er mikilvægasti tekjustofn ríkissjóðs og að mörgu leyti sanngjarnasta skattformið því hann leggst á neysluna. Fyrir tveimur árum var gerð viðamikil úttekt á virðisaukaskattskerfinu á vegum fjármálaráðuneytisins og kom þar fram að í meginatriðum ríki almenn sátt um fyrirkomulag skattsins. Hins vegar má alltaf bæta um betur. Ég er þeirrar skoðunar að til lengri tíma skuli stefna að lækkun skatthlutfallsins og fækka undanþágum með það að markmiði að gera skattinn þannig að menn líti svo á að ekki sé fyrirhafnarinnar virði að skjóta honum undan. </FONT><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">___________________</FONT></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og á þessari upptalningu má sjá, sem er þó hvergi nærri tæmandi, eru verkefnin næg. Það er gott vegna þess að það sýnir að skattkerfið er lifandi kerfi sem tekur breytingum og aðlagar sig eftir aðstæðum hverju sinni. Meðal þess sem sérstaklega þarf að hyggja að er hvernig koma megi í veg fyrir að skattkerfið feli í sér óskynsamlega hvata sem brenglað geta ákvarðanatöku fólks. Meðal þess sem sérstaklega ber að athuga er vaxtabótakerfið sem hvetur til mikillar skuldsetningar í stað ráðdeildar og sparnaðar. Þetta þarf að taka til sérstakrar skoðunar í náinni framtíð. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Góðir fundarmenn.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég er mjög ánægður með þær breytingar á skattkerfinu sem vonandi verða að lögum fyrir jól og lít á þau viðfangsefni sem ég hef talið upp hér að framan sem ögrandi framhald sama máls. Ég trúi því að Ísland hafi alla möguleika á því að verða í fremstu röð í skattalegu tilliti. Og það sem meira er, ég tel að við verðum að vera það til þess að halda í okkar unga, vel menntaða fólk sem getur valið sér störf um allan heim ólíkt því sem áður tíðkaðist. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil að endingu þakka það góða samstarf sem ég hef átt við Félag löggiltra endurskoðenda hingað til og vænti góðs af því í framtíðinni. Ég óska ykkur velgengni á ráðstefnu ykkar hér í dag.</FONT><BR><BR><BR>

2001-10-18 00:00:0018. október 2001Ávarp fjármálaráðherra á ráðstefnu PriceWaterhouseCoopers og Teymis um rafræna stjórnsýslu (e-government).

<TABLE WIDTH="100%" BORDER=0 CELLSPACING=0 CELLPADDING=0><TR VALIGN=top><TD WIDTH="50%"><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Geir H. Haarde</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fjármálaráðherra</FONT></B></TD><TD WIDTH="50%"><DIV ALIGN=right><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">18. október 2001</FONT></B></DIV></TD></TR></TABLE><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ávarp á ráðstefnu um rafræna stjórnsýslu (e-government)</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu ráðstefnugestir,</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er mér mikil ánægja að fá tækifæri til þess að ávarpa þessa ágætu samkomu hjá ykkur hér í dag, enda er efni ráðstefnunnar ákaflega ofarlega á baugi í rekstri ríkisins og sérstakt áhugaefni fyrir okkur sem höfum það að markmiði með pólitískri þátttöku að gera ríkisvaldið þægilegra og aðgengilegra gagnvart almenningi. Ég tel að rafræn stjórnsýsla feli einmitt í sér tækifæri til þess að bæta verulega samskipti ríkis við einstaklinga og fyrirtæki. Biðraðamenningin sem svo lengi hefur loðað við samskipti við hið opinbera, og valdið mörgum hugarangri, getur vikið úr vegi fyrir nýstárlegri og einfaldari samskiptaháttum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að stefnumótun er varðar rafræn samskipti fyrirtækja og einstaklinga við stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkisins. Fjármálaráðuneytið hefur að mörgu leyti verið í fararbroddi hvað þetta snertir og ýtt úr vör mörgum verkefnum sem miða að því að auðvelda samskipti við ríkisstofnanir með innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu. Þessi verkefni hafa ekki einasta í för með sér betri og skilvirkari samskipti heldur stuðla þau einnig að aukinni hagkvæmni í rekstri hins opinbera. Slíkt er ekki síður mikilvægt markmið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ríkið gegnir lykilhlutverki í þessu sambandi sökum þess að unnt er að nýta kraft stærðarinnar og virkja einstaklinga og atvinnulífið til þátttöku. Með fyrrgreind markmið að leiðarljósi hefur fjármálaráðuneytið sýnt mikið frumkvæði við innleiðingu á rafrænni stjórnsýslu hér á landi og vil ég nefna nokkur dæmi:</FONT><BR><BR><TABLE WIDTH="100%" BORDER=0 CELLSPACING=0 CELLPADDING=0><TR VALIGN=top><TD WIDTH="3%"><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></TD><TD WIDTH="97%"><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þar ber fyrst að nefna að nýverið stóð ráðuneytið fyrir útboði og gerð samnings um ný fjárhagskerfi fyrir ríkið og stofnanir þess. Samningurinn sem gerður var við Skýrr hf. um kaup á Oracle fjárhags- og mannauðskerfi er væntanlega stærsti samningur um kaup á hugbúnaði sem gerður hefur verið af íslenskum aðilum. Með kaupum á nýju kerfi var mótuð sameiginleg stefna af hálfu ríkis og ríkisstofnana í málefnum er varða fjárhagskerfi, fjárhagsupplýsingar, uppgjör og upplýsingagjöf. Stefnumótun sem þessi hefur afgerandi áhrif á innri rekstur ríkisins og auðveldar alla stjórnun, bæði innan stofnana ríkisins sem og þeirra ráðuneyta sem stofnanirnar heyra undir. Sú ákvörðun að kaupa eitt kerfi fyrir allar ríkisstofnanir tryggir að fullt samræmi er milli framsetningu fjárhagsupplýsinga og auðveldar það allan samanburð milli ólíkra stofnana. Miklar væntingar eru gerðar til þessa samnings.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"><br></FONT></TD></TR><TR VALIGN=top><TD WIDTH="3%"><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></TD><TD WIDTH="97%"><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Opinber innkaup er annar vettvangur þar sem upplýsingatæknin nýtist vel. Að undanförnu hefur fjármálaráðuneytið mótað stefnu varðandi opinber innkaup sem stuðlar að rafrænum innkaupum ríkisstofnana. Innkaup eru stór þáttur í rekstri ríkisins. Áætlað er að 25-30% af öllum útgjöldum ríkisins falli undir opinber innkaup, eða 60-70 milljarðar króna. Hagkvæmari innkaup og innkaupaaðferðir spara ríkinu því umtalsverða fjármuni. Með slíka hagræðingu að markmiði bauð ríkið út greiðslukortaþjónustu fyrir ríki og ríkisstofnanir. Tilgangur með sérstökum innkaupakortum fyrir ríkið er að einfalda greiðsluferli reikninga, minnka umsýslukostnað við smáinnkaup og auka sýn stjórnenda yfir innkaup. Þá mun innkaupakortið styrkja rammasamningskerfi Ríkiskaupa og þannig stuðla að hagkvæmari innkaupum ríkisins. Markvisst hefur verið unnið að innleiðingu þessa kerfis í samvinnu við EUROPAY á Íslandi.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"><br></FONT></TD></TR><TR VALIGN=top><TD WIDTH="3%"><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3.</FONT></TD><TD WIDTH="97%"><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Unnið er að því að koma á fót rafrænu markaðstorgi fyrir rammasamninga Ríkiskaupa. Rammasamningskerfi Ríkiskaupa veltir í dag yfir 1 milljarði króna. Þegar markaðstorgið verður komið í notkun munu ríkisstofnanir geta gert innkaup í gegnum torgið í öllum helstu vöruflokkum. Mikilvægt er að þarna hefur verið mótuð sú stefna að vinna með einkaaðilum við uppbyggingu á torginu og eru fyrirtæki á almennum markaði þannig fengin til að taka þátt í kostnaði við uppbyggingu og rekstur. Ríkið getur því, í krafti magninnkaupa, stuðlað að uppbyggingu rafrænna viðskipta á almennum markaði í stað þess að byggja upp sértæka þjónustu sem aðeins nýtist ríkisaðilum. Hagræðing sem hlýst af notkun rafrænna innkaupa með þessum hætti nýtist því bæði ríkinu og fyrirtækjum á almennum markaði.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"><br></FONT></TD></TR><TR VALIGN=top><TD WIDTH="3%"><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4.</FONT></TD><TD WIDTH="97%"><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og kunnugt er hefur mikið starf verið unnið í samráði við ríkisskattstjóra og Tollstjórann í Reykjavík við eflingu og þróun rafrænnar miðlunar. Einstaklingum og fyrirtækjum hefur verið boðið að fylla út hið árlega skattframtal í gegnum vefinn og eru flestir sammála um að vefur ríkisskattstjóra sé lifandi dæmi um kosti rafrænnar stjórnsýslu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og ekki síst stjórnsýsluna sjálfa. Yfir 130.000 einstaklingar skiluðu skattframtölum nú í ár með rafrænum hætti eða 61% skattgreiðenda. Þar af skiluðu 75.000 í gegnum netið sem er 80% aukning frá fyrra ári, og reikna ég með að flestir hér inni hafi sjálfir kynnst því hversu mikla yfirburði þetta hefur yfir gamla kerfið. Fullyrða má að þetta hefur skapað mikið hagræði í skattkerfinu. Auk vefframtalsins var á þessu ári riðið á vaðið með áritun fjárhagsupplýsinga á framtal sem eykur enn hagræðið fyrir skattgreiðendur og áfram verður unnið að forskráningu annarra upplýsinga. Stefnt er að því að stór hluti þjóðarinnar ljúki framtalsgerð sinni með staðfestingu upplýsinga sem skattyfirvöld hafa fyrirfram fært á framtalið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hvað tollamálin varðar er í tollalögum gert ráð fyrir því að allir þeir aðilar sem stunda inn- eða útflutning í atvinnuskyni framkvæmi tollafgreiðslu með skjalasendingum milli tölva, svokallaðri SMT-tollafgreiðslu. Þá hafa verið skoðaðir möguleikar á að taka upp tollafgreiðslu í gegnum Internetið.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"><br></FONT></TD></TR><TR VALIGN=top><TD WIDTH="3%"><FONT SIZE=2 FACE="Arial">5.</FONT></TD><TD WIDTH="97%"><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Önnur atriði sem nefna má og unnið er að innan ráðuneytisins eru verkefni um dreifilyklaskipulag og verðlagningu opinberra upplýsinga, sem eru lykilatriði í því að koma á almennri rafrænni stjórnsýslu.</FONT></TD></TR></TABLE><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og sést af þeim dæmum sem ég hef hér nefnt hefur ríkið lagt mikla áherslu á að nýta sér upplýsingatæknina til þess að gera stjórnsýsluna skilvirkari og þægilegri. Það er hlutverk ykkar sem hér eruð, og okkar sem förum með stjórn ríkisins, að tryggja að sú þróun sem hafin er verði heillavænleg og skynsamlegt. Ég tel mjög mikilvægt að haldið verði áfram á sömu braut og fagna því frumkvæði sem hér er tekið með ráðstefnu af þessu tagi. Ég óska ykkur góðs gengis í störfum ykkar hér í dag.</FONT><BR><BR><BR><BR>

2001-10-09 00:00:0009. október 2001Fjárlagaræða fyrir árið 2002

<DIV align=justify> <TABLE cellSpacing=0 cellPadding=0 border=0> <TBODY> <TR vAlign=top> <TD width="50%"> <P><B>Geir H. Haarde</B><BR><B>Fjármálaráðherra</B></P></TD> <TD width="50%"> <DIV align=right><B>4. október 2001</B><BR><B>Talað orð gildir</B></DIV></TD></TR></TBODY></TABLE></DIV> <P align=justify><BR><B>Herra forseti</B><BR><BR>Ég mæli hér fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2002. Í ræðu minni mun ég fjalla um megináherslur ríkisstjórnarinnar í efnahags- og ríkisfjármálum eins og þær birtast í þessu fjárlagafrumvarpi. Auk þess mun ég gera grein fyrir helstu efnisatriðum frumvarpsins og þeim forsendum sem frumvarpið byggir á, en mun ekki fjalla um einstakar fjárveitingar í frumvarpinu.<BR><BR><B>Aðhaldssöm stefna í ríkisfjármálum</B><BR>Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2002 endurspeglar að mörgu leyti breytta stöðu efnahagsmála. Eftir kröftuga efnahagsuppsveiflu síðustu ár hefur hagkerfið færst nær jafnvægi á nýjan leik. Verulega hefur dregið úr innlendri eftirspurn og viðskiptahalli minnkar óðfluga. Einnig eru horfur á að verulega dragi úr verðbólgu á næstunni. Í kjölfarið hefur hagvöxtur minnkað. Þessi þróun leiðir óhjákvæmilega til minni tekjuauka hjá ríkissjóði. Við þessar aðstæður er eðlilegt að afgangur á ríkissjóði verði minni en verið hefur á undanförnum árum. Hins vegar er afar mikilvægt að áfram verði fylgt aðhaldssamri stefnu í ríkisfjármálum. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að afgangur á ríkissjóði á árinu 2002 verði 18,6 milljarðar króna, eða sem nemur tæplega 2S% af landsframleiðslu. Lánsfjárafgangur verður mun meiri, eða rúmlega 41 milljarður króna. Þessi niðurstaða er til marks um þann árangur sem náðst hefur í stjórn efnahagsmála hér á landi á undanförnum árum og er í fullu samræmi við þá meginstefnu ríkisstjórnarinnar að viðhalda stöðugleika, styrkja undirstöðu atvinnulífsins og stuðla að áframhaldandi lífskjarabót fyrir fólkið í landinu. Reiknað er með að hreinar skuldir ríkisins verði komnar niður í 14% af landsframleiðslu undir lok næsta árs. Þetta þýðir að í fyrirsjáanlegri framtíð má gera ráð fyrir því að ríkið verði í heildina lánveitandi, en ekki skuldari, þótt vissulega muni ríkið halda áfram að gegna hlutverki sínu á lánamarkaði með útgáfu skuldabréfa.<BR><BR><B>Svigrúm til skattalækkunar</B><BR>Við þessar aðstæður eru veigamikil rök fyrir því að lækka skatta, jafnt á fyrirtækjum sem einstaklingum. Með skynsamlegum skattaaðgerðum er hægt að koma í veg fyrir neikvæða keðjuverkun í efnahagslífinu og ríkisvaldið getur þannig verið aflvaki í jákvæðum viðbrögðum hagkerfisins við niðursveiflunni. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að beita sér fyrir umfangsmiklum skattkerfisbreytingum sem munu koma til framkvæmda á næstu tveimur árum. Þessar aðgerðir voru kynntar af fjórum ráðherrum ríkisstjórnarinnar í gær og mun ég mæla fyrir frumvarpi þess efnis á Alþingi á næstunni. Þær breytingar sem eru fyrirhugaðar eru meðal annars að tekjuskattur fyrirtækja verður lækkaður um nær helming. Sérstakur eignarskattur fyrirtækja og einstaklinga verður felldur niður og almennur eignarskattur lækkaður um helming. Stimpilgjald verður lækkað. Verðbólgureikningsskil verða afnumin og fyrirtækjum heimilað að færa bókhald og ársreikninga í erlendri mynt. Jafnframt verða fríeignamörk í eignarskatti hækkuð verulega á næsta ári til að koma í veg fyrir að nýleg hækkun fasteignamats leiði til hækkunar eignarskatta. Þá hækka viðmiðunarmörk í sérstökum tekjuskatti einstaklinga, hinum svokallaða hátekjuskatti, umtalsvert. Skatthlutfall í hinum almenna tekjuskatti einstaklinga lækkar um 0,33% og skattlagning á húsaleigubætur verður afnumin. Á móti er gert ráð fyrir smávægilegri hækkun á tryggingagjaldi til þess að geta stigið stærri skref en ella í skattalækkunum. Markmiðið með þessum skattbreytingum er að sjálfsögðu fyrst og fremst að örva atvinnulífið og skapa með því ný og meiri verðmæti í þjóðarbúið.<BR><BR><B>Ríkissjóður nú reiðubúinn</B><BR>Þessar aðgerðir eru mögulegar nú vegna þeirra umbóta sem orðið hafa í rekstri ríkissjóðs á undanförnum árum. Ríkisvaldið er nú í stakk búið til að bregðast við hinum breyttu aðstæðum efnahagslífsins á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í stað fálmkenndra handaflsaðgerða sem við Íslendingar þekkjum allt of vel. Hlutverk ríkisins sem sveiflujafnandi stjórntæki hefur verið styrkt og það er mjög í samræmi við góða hagstjórn að ríkið geri fyrirtækjum og einstaklingum auðveldara um vik með því að lækka skatta þegar efnahagsumhverfið er viðkvæmt. <BR><BR><B>Unnið er að frekari umbótum á skattkerfinu</B><BR>Ríkisstjórnin hefur að auki ákveðið að beita sér fyrir lagabreytingum til að koma í veg fyrir að stórhækkun fasteignamats leiði til hækkunar eignarskatta á næsta ári. Ennfremur tekur um næstu áramót gildi næstsíðasti áfangi þess að persónuafsláttur verði að fullu millifæranlegur milli maka. Verður á næsta ári unnt að millifæra 95% hans milli maka í stað 90% á þessu ári og árið 2003 verður persónuafslátturinn að fullu millifæranlegur. <BR><BR><B>Aðgerðirnar styrkja atvinnulífið og efla sparnað</B><BR>Þær aðgerðir sem kynntar voru í gær munu styrkja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja, gera íslenskt skattaumhverfi enn hagstæðara í alþjóðlegum samanburði og skapa þannig í senn forsendur fyrir því að erlend fyrirtæki flytji hingað starfsemi sína og draga úr líkum á því að íslensk fyrirtæki flytji starfsemi sína af landi brott af skattalegum ástæðum. Öll þessi atriði munu hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið, skapa góðar forsendur fyrir frekari uppbyggingu þess og renna traustari stoðum undir íslenskt efnahagslíf. Lækkun eignarskatta er ennfremur rökrétt miðað við ríkjandi aðstæður hér á landi og stuðlar að auknum þjóðhagslegum sparnaði.<BR><BR><B>Veigamikil rök eru fyrir þessum breytingum</B><BR>Efnahagsleg rök fyrir þessum breytingum eru margvísleg. Nú er tæplega áratugur frá því að gripið var til umfangsmikilla skattalækkana á fyrirtæki til þess að treysta stöðu atvinnulífsins og koma efnahagslífinu upp úr þeirri lægð sem þá hafði ríkt um margra ára skeið. Hæst bar verulega lækkun tekjuskatts fyrirtækja og afnám aðstöðugjalds. Með þessu varð skattalegt umhverfi fyrirtækja hér á landi með því besta sem þekktist í okkar helstu viðskiptalöndum. Íslenskt atvinnulíf býr að vissu leyti við erfiðari aðstæður en erlend fyrirtæki, meðal annars vegna smæðar markaðarins, fjarlægðar frá erlendum mörkuðum og þar með meiri flutningskostnaðar o.fl. Þess vegna skiptir jafnvel enn meira máli hér á landi en annars staðar að skapa atvinnulífinu starfsskilyrði sem eru ekki aðeins sambærileg við önnur lönd heldur betri.<BR><BR><B>Skattalegt forskot fyrri ára er að mestu horfið</B><BR>Margt bendir hins vegar til þess að íslenskt atvinnulíf búi ekki lengur við það forskot sem hér ríkti í skattalegu tilliti á síðasta áratug. Þetta á bæði við um tekjuskattshlutfallið, sem í dag er einungis um meðallag OECD-ríkjanna, en var langt fyrir neðan það fyrir tæplega áratug. Einnig er rétt að hafa í huga að samhliða lækkun skatthlutfallsins hér á landi var skattstofninn breikkaður með afnámi hvers kyns frádráttarheimilda og er hann óvíða jafn breiður og hér. Tillögur OECD í nýlegri úttekt á íslenska skattkerfinu hníga í sömu átt.<BR><BR><B>Staða atvinnulífsins er einnig þrengri en oft áður</B><BR>Ennfremur er afkoma atvinnulífsins lakari en verið hefur um nokkurt skeið sem meðal annars má rekja til minnkandi eftirspurnar, innanlands sem erlendis. Að nokkru má rekja þetta til utanaðkomandi áhrifa þar sem sú staða er nú uppi í alþjóðaefnahagsmálum að nánast öll helstu ríki heims eiga við nokkra efnahagsörðugleika að stríða og hryðjuverkin í Bandaríkjunum hafa enn frekar aukið þar við. Verulega hefur hægt á hagvexti í Bandaríkjunum og Evrópu að undanförnu og ekkert lát er á efnahagserfiðleikum í Japan. Sömu sögu er að segja af mörgum þróunarríkjum og ríkjum Asíu og Suður-Ameríku. Áhrifa þessa gætir að sjálfsögðu einnig hér á landi enda mörg þessara ríkja mikilvægir viðskiptaaðilar. Einnig hefur hægt verulega á innlendri eftirspurn eftir mikinn uppgang síðustu ára með tilheyrandi útgjaldaþenslu jafnt hjá heimilum sem fyrirtækjum. Hvort tveggja hefur skilað sér í lakari afkomu fyrirtækja og í einstaka tilvikum hefur það leitt til uppsagna starfsfólks þótt í litlum mæli sé.<BR><BR><B>Skattalækk-un skilar sér fljótt til heimila og fyrirtækja</B><BR>Að öllu samanlögðu verður því að telja afar sterk efnahagsleg rök fyrir því að grípa til slíkra aðgerða nú. Áhrif skattalækkunar hjá fyrirtækjum og einstaklingum eru jákvæð í efnahagslegu tilliti. Fyrstu áhrif slíkra aðgerða munu skila sér tiltölulega fljótt og birtast í auknum umsvifum í efnahagslífinu, meðal annars vegna aukinna fjárfestinga sem leiðir til aukinnar atvinnu og aukinna tekna heimila og betri afkomu fyrirtækja. Aukinn hagvöxtur og almenn umsvif í efnahagslífinu munu aftur skila sér í auknum skatttekjum ríkissjóðs. <BR><BR><B>Hvatning til verðmætasköpunar</B><BR>Það er því mikið gleðiefni að ríkisstjórnin geti við þessar aðstæður haldið áfram að styrkja undirstöður atvinnulífsins. Og haldið fast við þá stefnu, sem gefist hefur þjóðinni vel undanfarinn áratug, að markmið ríkisins sé að búa fyrirtækjum og einstaklingum slíkt umhverfi að það hvetji til aukinnar verðmætasköpunar. Ég trúi því að affærasælast sé að afla verðmætanna fyrst og ráðstafa þeim svo – en ekki ráðstafa verðmætunum fyrst og vona svo það besta. Við Íslendingar þekkjum slík vinnubrögð alltof vel og vitum í hvaða ógöngur þau hafa leitt okkur.<BR><BR><B>Mikilvægir áfangar í sölu ríkisfyrirtækja á næstunni</B><BR>Á þessu ári og því næsta verða stigin veigamikil skref varðandi sölu ríkisfyrirtækja. Hér vegur þyngst sala á stærstum hluta ríkisins í Landssímanum, Landsbanka og Búnaðarbanka. Þessi sala mun skila umtalsverðum tekjum í ríkissjóð og gefa færi á að lækka skuldir ríkissjóðs svo um munar. Ekki er síður mikilvægt að með þessum aðgerðum er dregið marktækt úr ríkisumsvifum og stuðlað að bættri samkeppnisstöðu atvinnulífsins á alþjóðamarkaði. Jafnframt má gera ráð fyrir að þær hleypi nýju lífi í hlutabréfaviðskipti og verði til þess að örva atvinnulífið og styrkja þannig almenna stöðu efnahagsmála.<BR><BR><B>Þáttaskil í efnahagsmálum</B><BR>Að undanförnu hafa orðið þáttaskil í efnahagsmálum. Verulega hefur hægt á hagvexti og innlendri eftirspurn eftir mikla uppsveiflu síðustu ára. Þessi þróun er að mörgu leyti jákvæð. Þannig eru ótvíræð merki um að viðskiptahallinn sem varð til á uppgangsárunum sé nú á hröðu undanhaldi og að hagkerfið sé að færast í átt til aukins jafnvægis. Nýjustu spár benda til þess að hallinn lækki umtalsvert þegar á þessu ári og hinu næsta og verði, að óbreyttu, kominn niður undir 3% af landsframleiðslu á árunum 2003-2004. Jafnframt eru horfur á að verðbólga fari ört minnkandi á næstu mánuðum og verði komin á svipað ról og í helstu nágrannaríkjunum innan fárra missera. Ennfremur er rétt að benda á að viðskiptahallinn hefur nær alfarið stafað af auknum útgjöldum einkaaðila, heimila jafnt sem fyrirtækja og sveitarfélaga, þar sem ríkissjóður hefur skilað umtalsverðum afgangi á undanförnum árum.<BR><BR><B>Ákveðin samdráttarmerki eru þó framundan</B><BR>Þótt minnkandi verðbólga og viðskiptahalli í kjölfar minni þenslu í efnahagslífinu séu fagnaðarefni er ástæða til þess að vera á varðbergi gagnvart vísbendingum um hugsanlegan samdrátt. Of hröð kæling hagkerfisins getur leitt til samdráttar sem gæti reynst erfitt að vinda ofan af á skömmum tíma. Að undanförnu hafa komið fram marktækar vísbendingar um að verulega hafi dregið úr hagvexti og er það hlutverk ríkisins að hafa sveiflujafnandi áhrif á þróunina og grípa til viðeigandi aðgerða til þess að efla atvinnulífið í landinu. <BR><BR><B>Megináherslur í hagstjórn eru að treysta hagvöxt</B><BR>Við þessar aðstæður hljóta megináherslur í hagstjórn, jafnt í ríkisfjármálum sem peningamálum, að miða að því að bæta rekstrarskilyrði atvinnulífsins, meðal annars með því að hamla gegn verðbólgu, og stuðla að auknum hagvexti. Þær aðgerðir sem boðaðar eru í þessu frumvarpi taka mið af þessum sjónarmiðum. Lækkun skatta og einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar eru mikilvægt framlag til þess að renna styrkum stoðum undir efnahagslífið og treysta atvinnu og almenn lífskjör í landinu sem eru meginmarkmið fjárlagafrumvarpsins.<BR><BR><B>Herra forseti.</B><BR><BR>Ég mun nú víkja nánar að helstu þáttum fjárlagafrumvarpsins, bæði hvað varðar einstaka efnisþætti á tekju- og gjaldahlið og helstu efnahagsforsendur þess.<BR><BR><B>Breytt staða efnahagsmála</B><BR>Eins og ég nefndi áðan hefur staða efnahagsmála breyst í ýmsum veigamiklum atriðum á þessu ári. Í stað eftirspurnarþenslu gætir nú slaka og jafnvel samdráttar í sumum atvinnugreinum. Þessi snöggu umskipti koma í kjölfar mikilla hræringa á fjármagnsmarkaði á vordögum þar sem gengi krónunnar lækkaði mikið í kjölfar þess að horfið var frá vikmörkunum. Viðbrögðin í hagkerfinu hafa einnig á margan hátt verið með líkum hætti og vænta mátti við slíkar aðstæður. Innflutningsverðlag hækkaði verulega sem aftur leiddi til aukinnar verðbólgu. Jafnframt dró mjög úr innflutningi og staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum fór batnandi. Eins og við var að búast hafði gengislækkunin hins vegar örvandi áhrif á útflutningsgreinarnar og leiddi til þess að samkeppnisstaða þeirra hefur stórbatnað.<BR><BR><B>Ekki efnahagslegar forsendur fyrir mikilli gengislækkun</B><BR>Að mínu mati voru ekki efnahagslegar forsendur fyrir jafn mikilli gengislækkun íslensku krónunnar og varð síðast liðið sumar. Gildir þar einu hvort litið er á raungengi krónunnar í sögulegu samhengi eða á stöðu og horfur í efnahagsmálum almennt. Svipaðar skoðanir hafa reyndar komið fram af hálfu Seðlabanka og fjármálafyrirtækja. Bent hefur verið á að óróleiki og óvissa á fjármálamarkaði hafi haft hér mikil áhrif og jafnvel orðið til þess að gengislækkunin varð meiri en efnahagslegar forsendur voru fyrir.<BR><BR><B>Hlutverk ríkisfjármála í hagstjórn breytist</B><BR>Við þá þróun sem orðið hefur á nýliðnum árum á íslenskum fjármagnsmarkaði og með auknu sjálfstæði Seðlabankans við mótun peningamálastefnunnar hefur orðið ákveðin breyting á hagstjórnarhlutverki ríkisfjármála. Þannig er ekki hægt að beita ríkisfjármálum með sama hætti og áður til að breyta raunstærðum í efnahagslífinu með skjótvirkum hætti. Þess í stað verður hlutverk ríkisfjármála í ríkari mæli en áður að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum þegar til lengri tíma er litið. Þetta verður best gert með því að tryggja viðunandi afgang á rekstri ríkissjóðs og að rekstrarumhverfi í landinu miði að því að ná fram sem mestri hagkvæmni hvort sem er í rekstri heimila eða fyrirtækja.<BR><BR><B>Ríkisfjármálastefnan hefur stutt við stefnuna í peningamálum</B><BR>En ríkisfjármálin snúast ekki einvörðungu um langtímamarkmið. Stuðningur við stefnuna í peningamálum er einnig mikilvægur. Á undanförnum árum hefur rekstur ríkissjóðs skilað myndarlegum afgangi, bæði þegar á heildina er litið og eins, sem ekki er síður mikilvægt, þegar áhrif hagsveiflunnar eru undanskilin. Þannig nam afgangurinn á síðast talda mælikvarðann tæplega 3S% af landsframleiðslu á árunum 1999-2000. Á þessu ári er hins vegar útlit fyrir að sveifluleiðréttur afgangur verði mun minni, eða um 1% af landsframleiðslu. Þessa breytingu má einkum rekja til fárra, en kostnaðarsamra, útgjaldatilefna, einkum á sviði félags- og tryggingamála. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2002 er aftur á móti gert ráð fyrir að sveifluleiðréttur afgangur aukist á nýjan leik og verði 2S% af landsframleiðslu. Þessi þróun sýnir svo ekki verður um villst að ríkisfjármálin hafa stutt dyggilega við stefnuna í peningamálum á undanförnum árum og þannig dregið úr áhrifum ýmissa miður æskilegra fylgikvilla efnahagsuppsveiflunnar.<BR><BR><B>Vaxtastigið og verðbólgan</B><BR>Hátt vaxtastig hér á landi hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og þær raddir orðið æ háværari sem telja tímabært að Seðlabankinn lækki vexti. Það er ljóst að það verðbólguskot sem fylgdi í kjölfar gengislækkunar krónunnar fyrr á þessu ári hefur orðið til þess að Seðlabankinn hefur beitt sér af meira afli en fyrr í því skyni að halda stýrivöxtum háum og það jafnvel þótt töluverðra samdráttareinkenna sé nú farið að gæta í efnahagslífinu. Rök bankans hafa verið að enn séu ekki komin fram nægjanlega skýr merki um að þenslan í hagkerfinu sé í rénun til þess að réttlæta lækkun vaxta og hefur í þessu samhengi einkum vísað til stöðunnar á vinnumarkaði.<BR><BR><B>Vaxtalækkun nálgast</B><BR>Að öllu samanlögðu sýnist mér að sú stund hljóti að nálgast óðfluga að vextir verði lækkaðir. Annars vegar hlýtur að þurfa að horfa til þess að verðbólgan er að ganga hratt niður í kjölfar tímabundins verðbólguskots í sumar og haust. Hins vegar er ljóst að íslenskt atvinnulíf getur ekki til lengdar lifað við það vaxtastig sem nú ríkir og það kann að hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér og jafnvel birtast í aukinni verðbólgu þegar upp er staðið.<BR><BR><B>Efnahagsforsendur fjárlagafrumvarpsins</B><BR>Sú aðlögun sem nú á sér stað í hagkerfinu mun að verulegu leyti móta efnahagsumgjörðina á næsta ári. Svigrúm til hagvaxtar er takmarkað og líkur á að heimilin og fyrirtæki í landinu verði að búa sig undir breyttar aðstæður frá því sem verið hefur á allra síðustu árum. <BR><BR>Ég vil í þessu samhengi fara nokkrum orðum um efnahagsforsendur fjárlagafrumvarpsins og þann mun sem er á þeim og nýjustu spá Þjóðhagsstofnunar sem talsvert hefur verið til umræðu síðustu daga. Fyrst vil ég segja að þessi umræða hefur verið býsna yfirlýsingakennd og borið vott um að menn hafi ekki kynnt sér staðreyndir málsins til hlítar. Þannig er að við gerð og lokafrágang tekju- og gjaldaáætlana fjárlagafrumvarps er höfð hliðsjón af nýjustu spám Þjóðhagsstofnunar eins og kveðið er á um í lögum. Hér er af ásettu ráði ekki kveðið fastar að orði enda getur auðvitað komið upp sú staða að nauðsynlegt sé að víkja frá spánni í tilteknum atriðum, meðal annars vegna þess að oft liggur endanleg þjóðhagsspá ekki fyrir þegar lokafrágangur fjárlagafrumvarpsins fer fram. Við hvaða spá á þá að miða? Það frávik sem nú er til staðar milli efnahagsforsendna fjárlagafrumvarpsins og þjóðhagsáætlunar felst reyndar fyrst og fremst í mismunandi mati á efnahagsþróuninni á árinu 2001. Það sem við í fjármálaráðuneytinu lesum út úr tölum um innheimtu skatttekna það sem af er þessu ári bendir einfaldlega til þess að samdráttur þjóðarútgjalda sé meiri en gert er ráð fyrir í þjóðhagsáætlun. Jafnframt sýnist okkur að útflutningsspá þjóðhagsáætlunar sé því miður í hærri kantinum. Samanlagt leiðir þetta til þess að hagvöxtur samkvæmt áætlunum ráðuneytisins er um 1,5%, eða tæplega 0,5% lægri en í þjóðhagsáætlun. Hvað næsta ár varðar munar mestu um mismunandi mat á verðbólguhorfum. Spá ráðuneytisins er um 5% meðalverðbólgu milli ára, sem er svipað og síðasta spá Seðlabankans gerði ráð fyrir, en tæplega 1% lægri en í þjóðhagsáætlun. Hins vegar er spá um verðbólgu frá upphafi til loka 2002 svipuð, eða nálægt 3%. Þessi munur leiðir til þess að kaupmáttur ráðstöfunartekna er talinn standa sem næst í stað á næsta ári, en hann dregst saman um 1% í þjóðhagsáætlun. Þar af leiðandi er einkaneyslan talin verða óbreytt, samanborið við 0,5% samdrátt í þjóðhagsáætlun. Ennfremur höfum við leyft okkur að vera bjartsýnni hvað varðar almennar fjárfestingarhorfur á næsta ári og byggjum það meðal annars á því að þær skattalækkanir sem ríkisstjórnin hefur nú ákveðið muni hafa jákvæð áhrif á almennar væntingar fyrirtækja og einstaklinga þegar á næsta ári. Auk þess má búast við því að þessar skattalækkanir hafi veruleg og jákvæð áhrif á sölu þeirra ríkisfyrirtækja sem nú hefur verið ákveðin. <BR><BR>Ég tel því fráleitt að hlaupa upp til handa og fóta út af því að forsendum fjárlagafrumvarpsins ber ekki að öllu leyti saman við þjóðhagsáætlun. Munurinn á þessu er óverulegur eins og sést af því að landsframleiðslan í fjárlagafrumvarpinu er í krónum talið ívið lægri á árinu 2002 en í þjóðhagsáætlun. Það er því rækilegt vindhögg að halda því fram, eins og formaður Samfylkingarinnar hefur gert, að efnahagsforsendur fjárlagafrumvarpsins feli í sér tilraun til þess að fegra afkomu ríkissjóðs. Ef eitthvað er myndi afgangurinn vera meiri á forsendum þjóðhagsáætlunar.<BR><BR><B>Hagvöxtur verður tiltölulega hægur á næsta ári</B><BR>Í forsendum fjárlagafrumvarpsins er gert ráð fyrir að hagvöxtur á árinu 2001 geti orðið um 1S%. Það þýðir í raun að tekjur þjóðarinnar standa sem næst í stað að raungildi miðað við hvern íbúa. Á næsta ári er í forsendum fjárlagafrumvarps gert ráð fyrir heldur minni hagvexti, eða nálægt 1%, en síðan mun hagvöxtur glæðast á nýjan leik og verða á bilinu 2-3% næstu árin og reyndar enn meiri ef hafist verður handa um þau stóriðjuáform sem nú eru til umræðu.<BR><BR><B>Viðskiptahallinn minnkar verulega á næstu árum</B><BR>Horfur um þróun utanríkisviðskipta í ljósi almennrar efnahagsþróunar gefa fyrirheit um jákvæða þróun viðskiptahallans á næstunni. Eins og nú horfir má fastlega gera ráð fyrir að í ár verði viðskiptahallinn töluvert lægri en fyrri spár gáfu til kynna. Í forsendum fjárlagafrumvarpsins er gert ráð fyrir að viðskiptahallinn verði um 58 milljarðar króna á þessu ári og rúmlega 40 milljarðar á árinu 2002. Þessi niðurstaða byggist meðal annars á væntingum um áframhaldandi samdrátt innflutnings eftir því sem hagkerfið lagar sig að nýju raungengi krónunnar.<BR><BR><B>Engin kreppa framundan</B><BR>Í þessu sambandi er þó mikilvægt að undirstrika að tekjur þjóðarbúsins eru nú í sögulegu hámarki og þau umskipti sem felast í þessum efnahagshorfum endurspegla fyrst og fremst aðlögun að nýju jafnvægi eftir óvenjusnarpt hagvaxtarskeið fremur en að efnahagskreppa sé skollin á. Hins vegar má gera ráð fyrir að hryðjuverkin í Bandaríkjunum hafi einhver neikvæð áhrif á efnahagsþróunina hér á landi sem annars staðar. Hversu mikil slík áhrif kunna að verða og hvenær þau koma fram er hins vegar mjög erfitt að segja til um.<BR><BR><B>Áfram traustur afgangur á ríkissjóði</B><BR>Eins og ég gat um fyrr er gert ráð fyrir að tekjuafgangur ríkissjóðs verði 18,6 milljarðar árið 2002, samanborið við um 21 milljarðs króna afgang á yfirstandandi ári. Lækkunin skýrist alfarið af minni söluhagnaði eigna. Þar sem tekjur af sölu eigna á árinu 2001 skila sér að mestu í sjóðstreymi næsta árs, verður lánsfjárafgangur árið 2002 óvenju mikill, eða sem nemur rúmlega 41 milljarði króna, samanborið við tæplega 6 milljarða neikvæða stöðu í ár. Það er því eðlilegt að skoða þessi tvö ár saman, en þau sýna að samanlagður lánsfjárafgangur verður um 35 milljarðar króna gangi áætlanir um sölu eigna eftir. Ég tel að þetta sé mjög ásættanleg niðurstaða og í raun mikið fagnaðarefni að íslenska ríkið skuli geta haldið áfram að greiða niður skuldir og búið þannig enn betur í haginn fyrir atvinnulífið og komandi kynslóðir. Þótt almenn sala á hlutabréfum í Landssímanum hafi ekki gengið sem skyldi í fyrstu umferð er ég sannfærður um að þetta er tímabundið ástand enda benda fyrstu viðbrögð kjölfestufjárfesta til þess að þeir telji Landssímann áhugaverðan fjárfestingarkost. Líklegt verður einnig að telja að breytt skattumhverfi, sem nú hefur verið kynnt, auki verðmæti fyrirtækisins.<BR><BR><B>Hver er besti mælikvarðinn á afkomu ríkissjóðs?</B><BR>Í þessu samhengi vil ég víkja nokkrum orðum að þeirri umræðu sem orðið hefur um afkomu ríkissjóðs í kjölfar birtingar á ríkisreikningi fyrir árið 2000 sem hefur vakið furðu margra. Það er til dæmis ekki með nokkurri sanngirni hægt að halda því fram að niðurstaða ríkisreiknings fyrir árið 2000 hafi verið "gríðarlegt áfall" eins og sagt hefur verið. Þótt vissulega sé hægt að lesa út úr ríkisreikningi stórt frávik frá fjárlögum síðasta árs verður að gera þá kröfu að menn horfi til þeirra sérstöku atriða sem hér búa að baki. Skýringarnar á þessu liggja ljósar fyrir og höfðu nákvæmlega ekkert með svonefnd lausatök í ríkisfjármálum að gera eins og rækilega er útskýrt í þessum sama ríkisreikningi. Þar kemur skilmerkilega fram að frávikið stafar alfarið af færslu ýmissa óreglulegra liða, svo sem lífeyrisskuldbindinga, skattaafskrifta o.fl. Að þessum liðum frátöldum fæst mun réttari mynd af rekstri ríkisins sem sýnir að tekjuafgangurinn vex milli áranna 1999 og 2000, en lækkar hins vegar aftur á árunum 2001 og 2002 í takt við minnkandi efnahagsumsvif. Sambærileg þróun sést einnig þegar skoðaðir eru útreikningar á sveifluleiðréttri afkomu ríkissjóðs eins og áður hefur komið fram.<BR><BR><B>Botni hagsveiflunnar er senn náð</B><BR>Ein meginforsenda tekjuáætlunar fjárlagafrumvarps fyrir árið 2002 er að botni hagsveiflunnar verði senn náð og að hagvöxtur muni smám saman aukast á næstu árum. Gert er ráð fyrir að verulega dragi úr verðbólgu á næsta ári og að hækkunin innan ársins verði nálægt 3%. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann er því talinn haldast nokkurn veginn óbreyttur á næsta ári. Hins vegar er gert ráð fyrir að einkaneysluútgjöld á mann dragist lítillega saman og að sparnaður heimilanna muni því aukast. Að öllu samanlögðu er gert ráð fyrir að þótt hagvöxtur verði minni á næsta ári en í ár geti hann orðið um 1%. Í þessu sambandi geta skattalækkunaráform ríkisstjórnarinnar skipt sköpum enda hljóta þau að hafa veruleg áhrif á væntingar jafnt heimila sem fyrirtækja og þar með fjárfestingaráform o.fl. Í forsendunum er ennfremur miðað við að gengi krónunnar muni heldur styrkjast á næsta ári.<BR><BR><B>Skatttekjur standa í stað að raungildi</B><BR>Á þessum forsendum eru skatttekjur ríkissjóðs taldar geta numið rúmlega 222 milljörðum króna en heildartekjur ríkissjóðs um 258 milljörðum. Samkvæmt þessum áætlunum standa skatttekjur nánast í stað að raungildi en heildartekjur lækka um tæplega 8 milljarða. Hér skiptir mestu að fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir minni tekjum af sölu eigna en á yfirstandandi ári. Tekjuskattar einstaklinga hækka í takt við hækkun launa. Tekjur af virðisaukaskatti eru óbreyttar að raungildi. Hins vegar er gert ráð fyrir að tekjuskattur lögaðila og fjármagnstekjuskattur skili mun minni tekjum en í ár vegna lakari afkomu fyrirtækja og versnandi stöðu og minni umsvifa á fjármagnsmarkaði.<BR><BR><B>Annar áfangi hækkunar barnabóta kemur til framkvæmda</B><BR>Um næstu áramót kemur til framkvæmda annar áfangi af þremur í hækkun barnabóta. Þetta er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og yfirlýsingu hennar frá 27. október á síðasta ári. Í því fólst að barnabætur hækka um meira en þriðjung á árunum 2001-2003, eða sem nemur hátt í tvo milljarða króna. Fyrsti áfangi kom til framkvæmda á þessu ári. Megininntak breytinganna er að ótekjutengdar barnabætur eru teknar upp á nýjan leik, dregið er úr skerðingu bótanna vegna tekna og skerðing vegna eigna er felld niður. Þessar breytingar leiða til verulegrar hækkunar á ráðstöfunartekjum alls barnafólks, en hinir tekjulægri bera þó mest úr býtum.<BR><BR><B>Útgjöld ríkissjóðs lækka að raungildi</B><BR>Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð 239 milljarðar króna árið 2002 og hækka um liðlega 3% frá áætlaðri útkomu árið 2001. Útgjöldin dragast saman að raungildi milli ára jafnvel þótt leiðrétt hafi verið fyrir lækkun lífeyrisskuldbindinga. Þetta endurspeglast í lækkun ríkisútgjalda í hlutfalli við landsframleiðslu um 1% frá áætlaðri útkomu þessa árs sem er í samræmi við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar. Ég vek sérstaka athygli á því að almennur rekstrarkostnaður ríkisins lækkar að raungildi á milli ára. Hins vegar hækka greiðslur lífeyris- og tryggingabóta eins og ég mun nánar víkja að hér á eftir. Í framhaldi af þessu vil ég benda á að heildarútgjöld ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu hafa lækkað á undanförnum árum og nema um 30,7% af VLF árið 2002.<BR><BR><B>Aukið aðhald að rekstrarútgjöldum</B><BR>Í kjölfar aukins kostnaðar vegna meiri launa- og verðlagsbreytinga en gert var ráð fyrir í forsendum fjárlaga fyrir árið 2001 ákvað ríkisstjórnin að rekstrarútgjöld í römmum ráðuneyta og stofnana fyrir árið 2002 skyldu lækkuð um 2% frá því sem annars hefði orðið. Það markmið hefur náðst. Að teknu tilliti til nýrra rekstrarverkefna, svo sem hjúkrunarheimilis við Sóltún o.fl., lækka rekstrargjöldin að raungildi um 0,6% frá áætlaðri útkomu þessa árs. Áfram verður strangt eftirlit með framkvæmd fjárlaga á grundvelli nýrrar reglugerðar um það efni og stefnt að því að nýjum útgjaldatilefnum verði mætt með lækkun kostnaðar á öðrum sviðum eins og kostur er.<BR><BR><B>Lífeyris- og tryggingabætur hækka</B><BR>Tekjutilfærslur til heimila aukast nokkuð að raungildi frá áætluðum útgjöldum yfirstandandi árs. Í fyrsta lagi er hækkun á útgjöldum almannatrygginga. Sú hækkun er tvíþætt og tekur bæði til almennrar hækkunar bóta um rúm 7% og tillaga nefndar um aukin bótarétt til þeirra sem höllustum fæti standa. Þær taka nú til heils árs, en breytingarnar tóku gildi um mitt ár 2001. Í öðru lagi aukast framlög til barnabóta um hálfan milljarð í samræmi við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar eins og ég hef áður nefnt. Í þriðja lagi er Fæðingarorlofssjóður nú í fyrsta sinn rekinn í heilt ár auk þess sem einn mánuður bætist við rétt feðra til töku fæðingarorlofs.<BR><BR></P> <DIV align=justify><B>Lokaorð</B></DIV> <P align=justify><BR><B>Herra forseti.</B><BR><BR><B>Breyttar aðstæður í efnahagsmálum</B><BR>Þetta fjárlagafrumvarp er lagt fram við nokkuð óvenjulegar aðstæður. Annars vegar eru aðstæður í íslensku efnahagslífi með allt öðrum hætti en var fyrir réttu ári. Verulega hefur hægt á efnahagsstarfseminni að undanförnu og víða má greina samdráttarmerki. Þótt þessi þróun hafi að nokkru leyti verið fyrirsjáanleg varð gengislækkun krónunnar enn frekar til þess að hraða þessari þróun. Hins vegar hafa aðstæður á alþjóðamarkaði einnig versnað og hryðjuverkin á Bandaríkjunum hafa ekki bætt stöðuna. Þessi atriði hafa óhjákvæmilega áhrif á stöðu ríkisfjármála, sérstaklega tekjuhliðina þar sem verulega hefur hægt á innstreymi tekna í ríkissjóð. Gjaldahliðin er ekki eins næm fyrir þessum samdráttaráhrifum, nema síður sé, og því leiðir af sjálfu sér að afkoma ríkissjóðs hlýtur að versna.<BR><BR><B>Við njótum nú fyrirhyggju undanfarinna ára</B><BR>Við þessar aðstæður njótum við þeirrar fyrirhyggju sem sýnd hefur verið við rekstur ríkissjóðs á undanförnum árum að hafa byggt upp myndarlegan afgang og jafnframt lækkað skuldirnar. Af þessum ástæðum erum við mun betur í stakk búin til þess að taka á okkur áhrif niðursveiflunnar án þess að rekstur ríkissjóðs fari á hliðina. Niðurgreiðsla skulda á undanförnum árum hefur skilað þeim árangri að vaxtakostnaður ríkissjóðs hefur lækkað að raungildi. Varlega áætlað má ætla að vaxtalegur ávinningur ríkisins af 100 milljarða króna lánsfjárafgangi síðustu fimm ára nemi um 5 milljörðum króna á ári. Þeim fjármunum tel ég sjálfsagt og eðlilegt að verja að hluta til lækkunar skatta á einstaklinga og fyrirtæki. Ég er sannfærður um að aðgerðir af því tagi samrýmast fyllilega áframhaldandi traustri og aðhaldssamri hagstjórn þar sem þær munu, þegar upp er staðið, stuðla að breikkun skattstofna sem vegur upp á móti hugsanlegri tekjulækkun ríkissjóðs. <BR><BR>Ég legg til, herra forseti, að frumvarpi þessu verði, að lokinni þessari umræðu, vísað til 2. umræðu og háttvirtrar fjárlaganefndar. Óska ég eftir nánu og góðu samstarfi við nefndina nú sem jafnan og vona að takast megi að afgreiða frumvarpið í samræmi við starfsáætlun þingsins.<BR><BR><BR><BR></P>

2001-06-01 00:00:0001. júní 2001Nordiska Investeringsbankens 25 års jubileum Helsingfors - Några framtidsperspektiv.

<p><strong>Geir H. Haarde</strong><br /> <strong>Finansminister</strong><br /> <strong>Island</strong></p> <div align="right"> <u>Talat ord gäller</u> </div> <br /> <div align="center"> <strong>Nordiska Investeringsbankens</strong><br /> <strong>25 års jubileum, Helsingfors 1. juni 2001</strong><br /> <br /> <strong>- Några framtidsperspektiv -</strong> </div> <br /> <br /> <img src="/media/fjarmalaraduneyti-media/media/Radherra/131.jpg" alt="Finansminister Geir H. Haarde" align="right" width="135" height="180" vspace="1" hspace="1" border="0" /> <p>Herr President.<br /> Det är en stor glädje att få säga några ord med anledning av Nordiska Investeringsbankens 25 års jubileum. Banken bildades som bekant året 1976 under en period som präglades av bl.a.energikris och kapitalkontroll i de nordiska länderna. Bankens huvudmål var att föra kapital från de internationella marknaderna till nordiska företag som var verksamma såväl i Norden som internationellt. Senare kom krediter till strukturrationaliseringar, investeringar över gränserna, infrastruktur och miljö m.m.<br /> <br /> Enligt min mening har banken lyckats anpassa sig till ändrade förhållanden beträffande marknadsliberalisering, fria kapitalrörelser, globalisering, integrationen i Europa, Berlinmurens fall och ny statsbild i Baltikum och Östeuropa. Man kan med all säkerhet säga att banken har som instutition klarat sig väl igenom de första 25 åren. Den har inte förlorat pengar utan tvärtom visat en bra avkastning på det ursprungliga grundkapitalet. Detta är ett tydligt bevis på den styrka och den flexibilitet som finns i det nordiska samarbetet.<br /> <br /> I huvudsak är det så att NIB:s viktigaste kundkrets är de stora nordiska företagen, vilka naturligtvis också är de företag som mest arbetar över gränserna i Norden och är verksamma internationellt. Banken har under senare år nått bättre till SME-sektorn, delvis genom en medveten satsning.<br /> <br /> Det kan inte anslås utan vidare vilket överskott NIB har bidragit till hos låntagarna genom att ha erbjudit fördelaktigare lån än andra eller genom att ha pressat ner konkurenternas räntemarginal. Detta varierar säkert mellan marknader, länder och tidsperioder. Det kan dock fastslås att på den isländska marknaden har NIB skapat ett nytteöverskott av detta slag. Banken står för ungefär 10% av Islands utlandslån och Island står för ungefär 10% av NIBs utlån i Norden.<br /> <br /> Men hur ser framtiden ut för NIB i en dynamisk omvärld där den nordiska integrationen av företag har delvis nått mättnadspunkten, affärsbankerna har blivit investeringsbanker, privatisering och projektinvesteringar ökar, marknadens villkor blir mera allmänt gällande, nya finansiella instrument används i större utstreckning och säkerheter i immateriella värden blir mer vanliga?<br /> <br /> Vilken roll kan NIB spela i fortsättningen inom Norden, Baltikum och andra delar av världen? Vilka nischer skall banken inrikta sig på och vilka instrument skall användas? Vad för slags möjligheter har banken för att bli större och starkare om detta anses befogat?<br /> <br /> Gällande de nordiska länderna kan man påstå att bankens roll inte är jämförbar med dennas tidigare viktiga position. Tillgång till kapital är inte begränsat till samma grad som förr, och skillnaden mellan affärsbankerna och investeringsbankerna har blivit alltmer mindre.<br /> <br /> Däremot är bankens roll bland de Baltiska länderna och Östeuropa av väsentlig betydelse. Här kommer investeringar inom miljö, energi och infrastruktur att få en större roll. Banken har redan förmedlat nordiska miljölån till Baltikum och Östeuropa och ett nytt initiativ är på gång i samarbete med EBRD genom "The Nordic Dimension". NIB är en naturlig förmedlare av sådana låneramar eller bidrag.<br /> <br /> Men NIB är inte bara en finansieringsinstutition, men snarare ett tecken på hur framgångsrikt det nordiska samarbetet kan vara, i såväl de nordiska länderna som i baltikum. Den nordiska finansiella insatsen, bl.a. genom NIB, har klart och tydligt bidragit till uppbyggningen av ett konkurensmässigt affärsliv i dessa länder.<br /> <br /> Banken skall arbeta enligt stadgarna "på bankmässiga villkor". Detta kan väl tolkas så att den skall jämföras med affärsbankerna lika mycket som investeringsbanker av den gamla typen. Detta innebär att den i större utstreckning måste ta nya risker och använda nya instrument och samtidigt delvis inkräkta på affärsbankernas område.<br /> <br /> I detta sammanhang anser jag att ökat samarbete med affärsbanker och exportfonder är viktigt, dels för att kunna närma sig projekt, och dels för att kunna delta i riskspridning med dessa. Med detta menas delvis att banken gör ramavtal med banker i större utsträckning för att komma åt SME-marknaden, och dels att kunna vara med i de verkligt stora satsningarna där riskspridning gynnar både NIB och affärsbankerna.<br /> <br /> Banken måste hitta en balans mellan komplementaritet och konkurrens gentemot affärsbankerna precis som den har gjort hittills, men nu inför ökad och förnyad konkurrens. Man borde också tänka på möjligheter för en synergieffekt genom ett närmare samarbete mellan NIB och exportfinansiärer. Med sina fördelaktiga villkor och förhållandevis långa lån har banken en hel del att erbjuda.<br /> <br /> Slutligen vill jag få tacka bankens styrelse, ledare och medarbetare för ett framgångsrikt arbete, och önska lycka till på bankens 25 års jubileum.<br /> <br /> <br /> </p>

2001-03-24 00:00:0024. mars 2001Aðalfundur Bílgreinasambands Íslands 2001

<P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Geir H. Haarde</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fjármálaráðherra</FONT></B><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ræða á aðalfundi Bílgreinasambands Íslands</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">24. mars 2001</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">(Talað orð gildir)</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ágætu fundarmenn,</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil byrja á því að óska félagsmönnum til hamingju með 30 ára afmæli Bílgreinasambandsins og ágætt starf þess á þessu tímabili. Ég vil einnig þakka Boga Pálssyni fráfarandi formanni sambandsins ágætt samstarf undanfarin ár. Um leið óska ég nýkjörnum formanni, Ernu Gísladóttur, til hamingju með kjörið og ykkur hinum til hamingju með hana.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í gegnum árin hafa ætíð verið mikil samskipti á milli Bílgreinasambandsins og fjármálaráðuneytisins. Innan Bílgreinasambandsins eru fagmenn sem veita ráðuneytinu nauðsynlegar upplýsingar sem og ákveðið aðhald, sérstaklega varðandi málefni er lúta að skattlagningu á greinina. Mjög mikilvægt er að samskiptin séu góð og að það ríki samvinna aðila á milli, en auðvitað er ekki óeðlilegt að upp komi álitamál í þeim tilvikum þar sem hagsmunir ríkissjóðs og félagsmanna fara ekki saman.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Bílgreinin í heild er mjög mikilvægur tekjupóstur fyrir ríkið og á því er engin fyrirsjáanleg breyting. Hins vegar er í fjármálaráðuneytinu stöðugt verið að vinna að breytingum og endurbótum á lögum varðandi þessi málefni með það að markmiði að einfalda kerfið, draga úr álögum og minnka neyslustýringu. Mikið hefur áunnist á undanförnum árnum og mun ég hér á eftir rekja helstu breytingar sem gerðar hafa verið sl. þrjú ár.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skattlagning á bifreiðar</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mikið hefur verið rætt um aukinn rekstrarkostnað bifreiða, ekki síst í ljósi tíðra hækkana á bensínverði. Þess ber þó að geta að aðeins lítill hluti þessa kostnaðarauka hefur skilað sér beint til ríkissjóðs. Álögur ríkissjóðs hafa ekki aukist umfram almenna verðlagsþróun undanfarin ár, þvert á móti hefur í mörgum tilvikum verið um verulega lækkun að ræða.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skattlagning ríkisins á bifreiðar er í stórum dráttum fjórþætt, að undanskildum virðisaukaskatti og byggist hún á vörugjaldi af bifreiðum, vörugjaldi af bensíni, þungaskatti og bifreiðagjaldi. Ég ætla að fjalla stuttlega um hvernig skattlagning á þessum þáttum hefur þróast undanfarið.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Vörugjald af ökutækjum - lækkun og fækkun flokka</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þróunin í vörugjöldum af ökutækjum hefur undanfarin ár verið til lækkunar á gjöldunum, en einnig hefur gjaldflokkum verið fækkað. Fyrir um ári síðan voru samþykktar á Alþingi umtalsverðar breytingar á lögunum um vörugjald af ökutækjum. Meðal annars var flokkum vörugjalds fækkað úr þremur í tvo, en fyrir nokkrum árum voru gjaldflokkarnir sjö. Hæsti flokkur vörugjalds er nú 45% en var fyrir breytingarnar 65% og lækkaði því gjaldið verulega af þeim flokkum bifreiða sem báru hæsta gjaldið. Tilgangurinn með þessum breytingum var að stíga enn eitt skref í átt til minni neyslustýringar og að auðvelda fleirum að kaupa öruggari og betur búnar bifreiðar sem menga minna. </FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Vörugjald af ökutækjum til atvinnurekstrar</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Einnig hafa verið stigin stór skref í því að lækka og/eða fella niður vörugjöld af ýmsum flokkum bifreiða sem notaðar eru í atvinnustarfsemi. Þannig eru t.d. ökutæki, sem aðallega eru ætluð til vöruflutninga og eru yfir fimm tonn að heildarþyngd undanþegin vörugjaldi. Vörugjöld af hópferðabílum fyrir 10-17 manns sem eru í eigu hópferða- eða sérleyfishafa hafa lækkað úr 10% í 5%, en stærri hópferðabifreiðar eru alveg undanþegnar gjaldinu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Vörugjald af leigubifreiðum og bílaleigubílum hefur jafnframt verið lækkað og er nú, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, 10 eða 13% eftir sprengirými aflvélar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Einnig vil ég nefna að ég hef hug á því að leggja fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um vörugjald af ökutækjum þar sem vörugjald af bifreiðum til ökukennslu, hafi ökukennarar kennsluna að aðalatvinnu, verður fært til samræmis við það sem gildir um leigubifreiðir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á síðasta ári voru einnig gerðar verulegar breytingar á vörugjaldi af bifhjólum, snjósleðum og fjórhjólum. Fyrir þær breytingar voru vörugjöld af þessum tækjum 70%, en voru lækkuð í 30% sem þótti í betra samræmi við gjöld á öðrum farartækjum.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Almennt vörugjald af eldsneyti - föst krónutala í stað 97% vörugjalds</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Heimsmarkaðsverðs af olíu hefur eins og öllum er kunnugt haft veruleg áhrif á bensínverð hér á landi. Miklar hækkanir byrjuðu að koma fram á fyrri hluta árs 1999. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fram til 22. október 1999 var almennt vörugjald af eldsneyti 97% af tollverði, en í ljósi fyrrgreindra hækkana var ákveðið í ríkisstjórn og á Alþingi að breyta gjaldtökunni í fasta krónutölu, kr. 10,50 af hverjum lítra. Við það lækkaði vörugjald af bensíni úr u.þ.b. 13 kr. á lítra í 10,50 kr. á lítra. Þess má geta að ef ekki hefði verið gripið til þessara aðgerða hefði vörugjald af bensíni í ágúst s.l. (þegar verðið náði hámarki) verið 21.50 kr. á lítra og bensínlítrinn þar með tæplega 14 kr. hærri en raun varð á. Miðað við meðaltal bensínverðs síðustu sex mánaða hefði vörugjaldið af sömu orsökum verið tæplega 19 kr. í stað 10.50 kr. og bensínlítrinn því um 11 kr. dýrari. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Auk almenns vörugjalds á eldsneyti er innheimt sérstakt bensíngjald sem rennur til vegagerðar. Gjaldið er föst krónutala, kr. 28,60 kr. á lítra, og hefur verið óbreytt frá 1. júní 1999. Sömu forsendur eru í fjárlögum þessa árs.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þungaskattur</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á síðasta ári voru enn gerðar breytingar á þungaskattskerfinu, nú í kjölfar álits samkeppnisráðs. Fast 100 þúsund króna árgjald var fellt niður sem og afsláttur sá sem veittur var af akstri umfram 95 þúsund km. á ári. Samhliða þessu var kílómetragjaldið hækkað til þess að vega upp á móti tekjutapi ríkissjóðs við afnám 100 þúsund króna fastagjaldsins. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nokkur gagnrýni kom fram á álagningu þungaskatts í kjölfarið og á áhrif þessara breytinga á mismunandi tegundir reksturs. Ástæða þess var að breytingarnar höfðu óhjákvæmilega í för með sér aukna gjaldbyrði mikið ekinna, þungra díselbifreiða, en á móti kom að gjaldbyrði bifreiða sem minna er ekið lækkaði samsvarandi. Síðar á árinu varð ljóst að tekjur ríkissjóðs af þungaskatti yrðu væntanlega hærri á árinu 2000 en áætlað hafði verið við breytingarnar. Ríkisstjórnin ákvað því að beita sér fyrir lækkun kílómetragjalds þungaskatts til að draga úr gjaldbyrði þeirra sem breytingin hafði mest áhrif á. Lækkaði kílómetragjald um 10% frá og með yfirstandandi álagningartímabili.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úr þungaskatti í olíugjald?</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þrátt fyrir að skil þungaskatts hafi batnað verulega eftir að lög um fjáröflun til vegagerðar voru tekin til gagngerrar endurskoðunar árið 1996 hefur gagnrýnendum þungaskattskerfisins farið fjölgandi og sífellt fleiri hallast að upptöku olíugjalds til lausnar á þeim vanda. Í kjölfar álits samkeppnisstofnunar um að fast árgjald kr. 100.000 og fyrrnefndur 95 þúsund km afsláttur stæðust ekki samkeppnislög, kallaði efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis eftir áliti samkeppnisstofnunar á því hvort fast árgjald af bifreiðum undir fjórum tonnum stæðist samkeppnislög. Samkeppnisráð taldi að fasta gjaldið gæti raskað samkeppnisstöðu þeirra sem aka bifreiðum undir fjórum tonnum og þeirra sem aka bifreiðum sem eru yfir fjögur tonn. Nefndin mæltist því til þess við fjármálaráðherra að hann léti fara fram heildarendurskoðun á lögum um fjáröflun til vegagerðar þar sem kannaðir yrðu að nýju kostir og gallar þess að taka upp olíugjald. Í kjölfarið var skipuð nefnd sem er nú að störfum og er henni ætlað að skila áfangaskýrslu í lok mánaðarins. Miðað er við að hún skili tillögum um mitt ár. </FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Bifreiðagjald</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fjórði megingjaldstofninn er eins og áður sagði bifreiðagjaldið, en það er fast gjald sem lagt er á tvisvar á ári og tekur mið af þyngd bifreiða. Gjaldið hefur ekki hækkað síðan 1. janúar 1999 og er hækkun ekki fyrirhuguð á þessu ári. Gjaldið hefur því lækkað að raungildi um liðlega 10% frá ársbyrjun 1999.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Virðisaukaskattur af hópferðabifreiðum</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að lokum vil ég fara örfáum orðum um fyrirhugaðar tímabundnar breytingar varðandi hópferðabíla. Eins og kunnugt er geta þeir sem nýta bifreiðar í virðisaukaskattsskyldri starfsemi nýtt virðisaukaskatt af rekstri og fjárfestingu sem innskatt. Hins vegar eru fólksflutningar ekki í virðisaukaskattskerfinu. Reglur um virðisaukaskatt aðila í flutningastarfsemi hafa ekki breyst undanfarin ár að öðru leyti en því að síðastliðið vor var lögfest heimild til að endurgreiða rekstraraðilum hópbifreiða, sem leyfi hafa samkvæmt lögum um skipulag á fólksflutningum með hópferðabifreiðum, 19,68% af söluverði hópbifreiða sem þeir sannanlega selja úr landi. Heimildinni var ætlað að greiða fyrir sölu notaðra hópbifreiða úr landi og auðvelda með þeim hætti endurnýjun hópbifreiða.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Endurnýjun hópferðabifreiða hefur verið mjög lítil á undanförnum árum og hefur það staðið þessari grein ferðaþjónustunnar fyrir þrifum. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að beita sér fyrir breytingum á lögunum um virðisaukaskatt, þannig að tímabundið í u.þ.b. þrjú ár verði heimilt að endurgreiða 2/3 hluta þess virðisaukaskatts sem greiddur er af kaupverði eða leiguverði hópferðabifreiða sem uppfylla ákveðin skilyrði. Þetta er eins og fyrr segir tímabundin aðgerð, byggð á öryggis- og umhverfissjónarmiðum, sem miðar að því að auðvelda rekstraraðilum hópferðabifreiða og sérleyfishöfum að endurnýja flota sinn og bæta þar með samkeppnisstöðu sína, m.a. gagnvart erlendum rekstraraðilum sem í auknum mæli eru að koma inn á íslenska markaðinn yfir sumarmánuðina.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lokaorð</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og hér hefur komið fram hafa miklar breytingar orðið á gjaldtöku ríkissjóðs á bifreiðum og eldsneyti á síðustu árum, kerfið verið einfaldað og gjaldflokkum fækkað. Brugðist hefur verið við utanaðkomandi aðstæðum eftir mætti með því að lækka gjaldtöku ríkisins. Allt miðar þetta eins og áður segir að því að einfalda kerfið og skapa atvinnurekstrinum samkeppnisfært umhverfi. Því verki er að sjálfsögðu hvergi nærri lokið og vænti ég áframhaldandi farsæls samstarfs fjármálaráðuneytis og Bílgreinasambands-ins með þau markmið að leiðarljósi.</FONT><BR><BR><BR>

2001-03-16 00:00:0016. mars 2001Ræða fjármálaráðherra á Iðnþingi - einkavæðing: forsendur og verkefnin framundan.

<p>Geir H. Haarde<br /> Fjármálaráðherra<br /> </p> <div align="center"> <br /> EINKAVÆÐING<br /> Forsendur og verkefnin framundan<br /> Ræða á Iðnþingi 16. mars 2001<br /> (Talað orð gildir ) </div> <h3><br /> <br /> Inngangur</h3> <p>Það getur verið fróðlegt að fylgjast með því hvernig pólitískar hugmyndir koma og fara. Fátt er jafnskemmtilegt í stjórnmálum og fylgjast með því þegar góð hugmynd nær fótfestu og sigrar í hugmyndabaráttunni. Þannig er því farið hér á landi með hugmyndina að baki einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Þessi hugmynd á þó rætur að rekja langt aftur í tímann og varðar að sjálfsögðu kjarnann í hugmyndafræðilegum ágreiningi um hlutverk ríkisvaldsins í atvinnurekstri, þjóðnýtingu og eignaraðild ríkisins að framleiðslutækjunum. Atriði af þessu tagi skiptu fólki í stjórnmálaflokka víða um lönd og heilt þjóðskipulag, sem nú er að vísu gjaldþrota, byggðist á hugmyndinni um ríkiseign á öllum atvinnurekstri jafnt sem landi.<br /> <br /> Í um hálfa öld átti einkavæðingarhugmyndin erfitt uppdráttar hér á landi vegna pólitískra aðstæðna. Enda varð íslenska ríkið fyrir og um miðja öldina áhrifamikill atvinnurekandi með aðild að ótrúlega fjölbreyttum rekstri. Í og með var það vegna almenns fjármagnsskorts í landinu. Ég minnist þess að á árunum 1974-78 gerði þáverandi fjármálaráðherra tilraun til þess að koma hreyfingu á þessi mál og lét vinna skýrslur um hugsanlega sölu tveggja ríkisfyrirtækja, Landsmiðjunnar og Ferðaskrifstofu ríkisins og eignarhluta ríkisins í tveimur öðrum, Slippstöðinni og Rafha í Hafnarfirði. Skemmst er frá því að segja að slík áform komust hvorki lönd né strönd á þeim tíma og iðnaðarráðherra sem var við völd skömmu síðar hafði uppi stórfelld áform um að efla ríkisvélsmiðjuna Landsmiðjuna.<br /> <br /> Nokkur hreyfing komst á málin um miðjan níunda áratuginn og voru þá seld fáein fyrirtæki, þ.m.t. umrædd smiðja, sem og eignarhlutar í öðrum. En fyrst var skipulega farið að vinna að þessum málum í upphafi tíunda áratugarins, mörkuð ákveðin stefna og vinnureglur og nú tíu árum síðar má segja að sjái fyrir endann á þessu mikilvæga verkefni: að koma samkeppnisrekstri ríkisins á hendur einkaaðila, sem yfirleitt geta sinnt honum mun betur, og leysa þar með úr læðingi þá miklu fjármuni almennings sem í slíkum rekstri eru bundnir. Nú má segja að raunverulegur pólitískur ágreiningur um þessi atriði sé í raun mjög lítill.</p> <h3>Ríkið dregur sig út úr atvinnurekstri</h3> <p>Við myndun ríkisstjórnar árið 1991 var mörkuð skýr stefna um að draga úr afskiptum ríkisins af atvinnurekstri og hefur þeirri stefnu verið framhaldið síðan. Einkum voru fjögur markmið höfð að leiðarljósi við mótun þeirrar stefnu, fyrir utan það mikilvæga verkefni að draga úr fjárbindingu ríkisins:<br /> </p> <div> 1. Að auka almennan sparnað í þjóðfélaginu. Með því að bjóða almenningi ríkisfyrirtæki til kaups í opnum hlutafjárútboðum hefur verið hvatt til þjóðhagslegs sparnaðar. Einnig hefur skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa virkað til hvatningar.<br /> 2. Að auka efnahagslegt hagræði með því að eyða skekkjum sem felast í eignarhaldi ríkisins og tryggja betri rekstur fyrirtækjanna.<br /> 3. Að hvetja til almennrar hlutabréfaeignar meðal þjóðarinnar og styrkja uppbyggingu hlutabréfamarkaðar og Verðbréfaþings.<br /> 4. Að auka tekjur ríkissjóðs til að greiða niður skuldir ríkisins. </div> <p><br /> Frá árinu 1991 hefur ríkið selt eign sína í 26 fyrirtækjum að hluta eða að öllu leyti. Þarna má nefna sem dæmi Prentsmiðjuna Gutenberg hf., Ferðaskrifstofu Íslands hf., Jarðboranir hf., Þróunarfélag Íslands hf., SR-mjöl, Þormóð Ramma hf., Lyfjaverslun Íslands hf., Skýrr hf., Íslenska járnblendifélagið hf., FBA, Íslenska aðalverktaka hf., Áburðarverksmiðjuna hf, Búnaðarbanka Íslands, Landsbanka Íslands hf., og nú síðast Kísiliðjuna við Mývatn.<br /> <br /> Þetta endurspeglar glöggt þá gífurlegu hugarfarsbreytingu sem orðið hefur hérlendis varðandi einkavæðingu og hugmyndafræðina sem þar býr að baki. Ég leyfi mér að fullyrða að flestum þætti það í hæsta máta óeðlilegt ef ríkið væri enn í dag stór eignaraðili í sjávarútvegsfyrirtækjum, ferðaskrifstofum eða hugbúnaðarfyrirtækjum. Vel hefur tekist til við að skapa raunverulegt og virkt samkeppnisumhverfi í þessum greinum þar sem hlutverk ríkisins er einungis að sjá til þess að almennum leikreglum á markaði sé fylgt. Sem dæmi um þetta má nefna þær ótrúlegu breytingar sem orðið hafa á fjarskiptamarkaði. Á örfáum árum hefur markaðurinn, þar sem áður starfaði ein ríkisstofnun í krafti einokunar, breyst í lifandi torg þar sem fjöldi fyrirtækja hefur hafið starfsemi í öflugu samkeppnisumhverfi.</p> <h3>Verkefni framundan</h3> <p>Umfang einkavæðingarverkefna hefur aukist á allra síðustu árum og er þess skemmst að minnast að á árinu 1999 voru seld hlutabréf í eigu ríkisins fyrir rúmlega 16,5 milljarða króna. Á síðasta ári hófst undirbúningur sölu á hlutabréfum í Landssíma Íslands hf. sem verður væntanlega stærsta einkavæðing hér á landi hingað til.<br /> <br /> Á þessu ári er gert ráð fyrir umtalsverðum tekjum af einkavæðingu en í ljósi þess að enn ríkir óvissa um verðmæti er óvarlegt að nefna nákvæmar tölur í því efni. Helstu verkefnin framundan eru að ljúka sölu á hlut ríkisins í Landsbanka og Búnaðarbanka, og á fyrrnefndum hlutabréfum ríkisins í Landssíma Íslands hf. Mikill undirbúningur liggur að baki einkavæðingu Landssímans m.a. með tilliti til þjónustu fyrirtækisins, samkeppni á fjarskiptamarkaði, lagalegs umhverfis og fyrirkomulags sölu. Gert er ráð fyrir að ríkið selji 49% hlutabréfanna á þessu ári og að áfram verði haldið strax á næsta ári.<br /> <br /> Með sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Landsbanka og Búnaðarbanka mun ríkið draga sig algerlega út úr starfsemi á fjármálamarkaði, þar sem ríkið hefur eins og kunnugt er áður selt hlut sinn í FBA sem samanstóð af gömlu atvinnugreinasjóðunum. Gera má ráð fyrir að þessu verkefni ljúki á yfirstandandi kjörtímabili. Þá verða tímamót sem lengi hefur verið beðið eftir.<br /> <br /> Auk þeirra verkefna sem hér hafa verið nefnd má nefna að fyrirhugað er að ríkið selji hlut sinn í Íslenskum aðalverktökum hf, Stofnfiski hf. og Fiskeldi Eyjafjarðar. Fleiri fyrirtæki koma einnig til greina svo sem Steinullarverksmiðjan. Vænti ég þess að íslensk iðnfyrirtæki sjái sér hag í að kaupa hluti í þeim fyrirtækjum sem brátt verða föl.</p> <h3>Tekjum af sölu eigna fyrst og fremst varið til lækkunar skulda</h3> <p>Tekjur af sölu eigna hafa hingað til bæði gengið til þess að lækka almennar skuldir ríkisins og eins til þess að grynnka á lífeyrisskuldbindingum með því að styrkja eiginfjárstöðu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Þessari stefnu verður fram haldið á næstu árum og stærstum hluta sölutekna varið til þess að greiða niður skuldir. Auk þessa verður hluta teknanna varið til sérstakra verkefna í samgöngumálum og til að efla upplýsingasamfélagið í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Að auki hefur verið rætt um að verja hluta til sérstakra verkefna á sviði byggðamála. Mikilvægast af öllu er að þessum tekjum, sem koma bara einu sinni í "kassann", verði ráðstafað með skynsamlegum hætti til framtíðar og alls ekki í rekstrarverkefni.</p> <h3>Breytingar á lagalegu umhverfi</h3> <p>Þegar fyrirtæki sem rekin eru í einokunarumhverfi eru einkavædd er mikilvægt að huga að hinu lagalega umhverfi og því að innleiða samkeppni. Þetta er nauðsynlegt jafnvel þó að ríkið ætli sér að verða áfram meirihlutaeigandi í fyrirtækinu. Breyting fyrirtækja í hlutafélagsform getur verið nauðsynlegur liður í þessu. Í nágrannalöndum okkar hefur þessi þróun orðið víða. Til dæmis er stærsti hluti fyrirtækja í eigu sænska ríkisins rekinn í opnu samkeppnisumhverfi og hlutverk ríkisins sem eftirlitsaðila og eiganda algjörlega aðskilið. Markmið ríkisins með eignaraðildinni er þá að mynda arð af fjárfestingunni og stjórnendur og stjórnarmenn fyrir hönd ríkisins eru gjarnan aðilar með reynslu úr viðskiptalífinu. Þessi aðferð hefur einnig verið notuð hér á landi og má sem dæmi nefna viðskiptabankana, Landssímann, og Flugstöð Leifs Eiríkssonar.<br /> <br /> Þegar kemur að því hérlendis að innleiða samkeppnisumhverfi, heimila formbreytingu fyrirtækja og undirbúning einkavæðingar í raforkugeiranum, má hugsa sér að staðið verði að því ferli með svipuðum hætti og gert var varðandi Landssímann, hvort sem endanlegar niðurstöður og útfærslur verða þær sömu. Þegar eru í undirbúningi lagabreytingar sem munu laga raforkuumhverfið hér að kröfum Evrópusambandsins, en það er aftur forsenda fyrir samkeppni á þessu sviði og mögulegri einkavæðingu síðar meir.</p> <h3>Hugarfarsbreyting</h3> <p>Atvinnurekstur á vegum ríkisins er á hröðu undanhaldi eins og hér hefur komið fram. En annar ríkisrekstur snýst eðli málsins samkvæmt um þá ábyrgð ríkisins að tryggja almenningi tiltekna þjónustu. Í því felst þó ekki endilega að ríkið þurfi sjálft að veita þjónustuna. Aðrir geta gert það jafn vel eða betur þótt ríkið greiði fyrir. Það sjáum við t.d. á hinum eftirsóttu skólum á háskólastigi sem ríkið hefur gert samninga við.<br /> <br /> Í opinberum rekstri hefur undanfarin ár orðið ákveðin hugarfarsbreyting hér á landi sem annars staðar. Með auknum útboðum á þjónustu- og rekstrarþáttum hefur tekist að ná fram hagræðingu í rekstrinum, ásamt því sem þjónusta á vegum ríkisins hefur verið skilgreind með nákvæmari hætti. Þessi áherslubreyting veldur því að það á að vera hægt er að beita hagkvæmustu aðferðum hverju sinni og hámarka þannig gæði þeirrar þjónustu sem unnt er að veita fyrir þá fjármuni sem til ráðstöfunar eru.<br /> <br /> Kostir einkareksturs geta nýst í opinberum rekstri með margvíslegum hætti. Útboð á einstökum rekstrarþáttum er sú leið sem gengur styst í því að fela einkaaðilum ábyrgð á þjónustu. Þau eru aðferð fyrst og fremst til að draga úr kostnaði.<br /> <br /> Einkaframkvæmd þar sem einkaaðilum er falið að leysa opinber verkefni gengur lengra þar sem ábyrgð á heildrænni þjónustu er falin einkaaðilum þó svo hið opinbera beri áfram fulla ábyrgð á að hún sé veitt og greiði fyrir. Við slíka framkvæmd nýtist ekki síst hugkvæmni og útsjónarsemi einkaaðila við að leita nýrra lausna. Hvalfjarðargöng eru eitt afbrigði einkaframkvæmdar.<br /> <br /> Einkavæðing þar sem þjónusta, fjármögnun og ábyrgð eru að fullu falin einkaaðila gengur lengst í þessu ferli. Þá felst hlutverk hins opinbera einkum í almennu samkeppniseftirliti.<br /> <br /> Afleiðing fyrrgreindrar þróunar er aukin samkeppni milli opinbers reksturs og einkareksturs á sviðum þar sem ríkið var áður eitt á ferð.</p> <h3>Einkavæðing í velferðarkerfinu</h3> <p>Eftir því sem stórum einkavæðingarverkefnum hefur smám saman fækkað hefur áherslan víða eðli málsins samkvæmt færst yfir í tiltölulega smærri verkefni í ríkisrekstri. Þessi þróun hefur einnig átt sér stað hér á landi m.a. með útboðum á einstökum rekstrarþáttum og með einkaframkvæmd opinberra verkefna. Má þar nefna Iðnskólann í Hafnarfirði og hjúkrunarheimilið við Sóltún, en einnig fyrirhugað útboð á rekstri leikskóla og grunnskóla í Hafnarfirði, sem er náskylt mál, þótt sveitarfélag eigi í hlut. Deilurnar um það mál minna raunar á þær deilur sem urðu fyrir u.þ.b. 15 árum um hvort heimila ætti starfsemi Tjarnarskólans í Reykjavík. Sá skóli hefur síðan fyllilega sannað tilverurétt sinn.<br /> <br /> Það eru einkum tvær ástæður fyrir aukinni áherslu á rekstrarnýjungar í velferðarkerfinu. Í fyrsta lagi stöðugar kröfur um skilvirkni og hagkvæmni í opinberum rekstri og hins vegar sífellt auknar kröfur almennings um bætta þjónustu jafnhliða kröfum um aukið aðhald og minni skattheimtu.<br /> <br /> Kröfur um aukna skilvirkni og hagkvæmni í ríkisrekstri eru að sjálfsögðu alltaf viðvarandi, enda skylda þeirra sem fara með almannafé að tryggja að því sé varið á sem hagkvæmastan hátt. Hins vegar er oft erfitt að festa hönd á hversu skilvirkur rekstur er þar sem einn aðili sinnir allri starfseminni. Með því að innleiða samkeppni og skilgreina þjónustu hefur fyrst orðið mögulegt að bera saman mismunandi rekstrarform. Þrátt fyrir að dæmi séu um að ríkisstofnanir komi vel út úr þess háttar samanburði er hitt þó algengara að einkarekstur reynist hagkvæmari kostur. Aðalatriðið er hins vegar það að samanburður af þessu tagi er nauðsynlegur til að viðunandi aðhald í rekstri ríkisstofnana sé tryggt.<br /> <br /> Hin ástæðan sem ég nefndi fyrir auknum einkarekstri í opinberri þjónustu eru auknar kröfur almennings um bætta þjónustu á hinum ýmsu sviðum. Einkaaðilar hafa víða mætt þessum kröfum, en gagnrýnin hefur ekki síst beinst að sviðum þar sem opinberir aðilar hafa verið nær allsráðandi, t.d. í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Og því er eðlilegt að spurt sé hvers vegna má ekki gefa fleirum tækifæri til að spreyta sig á þessum sviðum?<br /> <br /> Við höfum mörg dæmi um það að markaðurinn hefur tekið við af ríkisrekstri með góðum árangri og hagkvæmari rekstri í krafti samkeppni. Í raun er fátt sem lýtur öðrum lögmálum í ýmsum rekstri á sviði velferðarþjónustu ef öruggt gæðaeftirlit er fyrir hendi. En skilvirkt og öruggt aðhald með hinu lagalega og faglega umhverfi er hins vegar enn nauðsynlegra í þessari tegund þjónustu en ella. Reyndar er líklegt að hið opinbera geti sinnt eftirlitshlutverki sínu betur ef það er ekki sjálft rekstraraðili.<br /> <br /> Með því að skilgreina samskipti ríkis og einkaaðila í auknum mæli með þessum hætti er hægt að nálgast ríkisreksturinn þannig að ætíð sé valin sú leið til að veita almenningi þjónustu sem best hentar hverju sinni og skapar jafnvægi milli veittrar þjónustu og kostnaðar skattborgaranna. Nýjum leiðum og hugmyndum í þessu sambandi á að mæta opnum huga og sjá hvað reynslan leiðir í ljós. Of mörgum hættir til að láta stjórnast af tregðulögmálinu í þessu efni.</p> <h3>Lokaorð</h3> <p>Hér bíða því ýmis ónýtt tækifæri. Innan fárra ára verður væntanlega lítill sem enginn almennur atvinnurekstur á hendi ríkis eða sveitarfélaga. Öðru máli gegnir um almanna- og velferðarþjónustu. Hins vegar tel ég að það sé bæði eðlilegt og æskilegt að einkaaðilar komi þar að verki með mismunandi hætti. Ekki til þess að draga úr þjónustunni við almenning heldur til að gera hana enn betri.</p> <h2>Einkavæðing frá 1992</h2> <p><br /> </p> <table width="100%"> <tbody> <tr class="alt"> <th id="header1"> <div align="left"> Númer </div> </th> <th id="header2"> <div align="left"> Fyrirtæki </div> </th> <th id="header3"> <div align="left"> Söluár </div> </th> <th id="header4"> <div align="right"> % af heildarhlutafé </div> </th> <th id="header5"> <div align="left"> Söluverð </div> </th> </tr> <tr class=""> <td headers="header1">1</td> <td headers="header2">Prentsmiðjan Gutenberg hf.</td> <td headers="header3">1992</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 100,0 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 85,6 </div> </td> </tr> <tr class="alt"> <td headers="header1">2</td> <td headers="header2">Framleiðsludeild ÁTVR</td> <td headers="header3">1992</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 100,0 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 18,9 </div> </td> </tr> <tr class=""> <td headers="header1">3</td> <td headers="header2">Ríkisskip (eignasala)</td> <td headers="header3">1992</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 100,0 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 350,4 </div> </td> </tr> <tr class="alt"> <td headers="header1">4</td> <td headers="header2">Ferðaskrifstofa Íslands hf.</td> <td headers="header3">1992</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 33,3 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 18,7 </div> </td> </tr> <tr class=""> <td headers="header1">5</td> <td headers="header2">Jarðboranir hf.</td> <td headers="header3">1992-95</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 50,0 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 93,0 </div> </td> </tr> <tr class="alt"> <td headers="header1">6</td> <td headers="header2">Menningarsjóður</td> <td headers="header3">1992</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 100,0 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 26,0 </div> </td> </tr> <tr class=""> <td headers="header1">7</td> <td headers="header2">Þróunarfélag Íslands hf.</td> <td headers="header3">1992</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 29,0 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 130,0 </div> </td> </tr> <tr class="alt"> <td headers="header1">8</td> <td headers="header2">Íslensk endurtrygging hf.</td> <td headers="header3">1992</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 36,5 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 162,0 </div> </td> </tr> <tr class=""> <td headers="header1">9</td> <td headers="header2">Rýni hf.</td> <td headers="header3">1993</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 100,0 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 4,0 </div> </td> </tr> <tr class="alt"> <td headers="header1">10</td> <td headers="header2">SR-mjöl hf.</td> <td headers="header3">1993</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 100,0 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 725,0 </div> </td> </tr> <tr class=""> <td headers="header1">11</td> <td headers="header2">Þormóður rammi hf.</td> <td headers="header3">1994</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 16,6 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 89,4 </div> </td> </tr> <tr class="alt"> <td headers="header1">12</td> <td headers="header2">Lyfjaverlsun Íslands hf.</td> <td headers="header3">1994-95</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 100,0 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 402,0 </div> </td> </tr> <tr class=""> <td headers="header1">13</td> <td headers="header2">Þörungaverksmiðjan hf.</td> <td headers="header3">1995</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 67,0 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 16,5 </div> </td> </tr> <tr class="alt"> <td headers="header1">14</td> <td headers="header2">Skýrr hf.</td> <td headers="header3">1997</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 28,0 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 80,8 </div> </td> </tr> <tr class=""> <td headers="header1">15</td> <td headers="header2">Bifreiðaskoðun hf.</td> <td headers="header3">1997</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 50,0 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 90,0 </div> </td> </tr> <tr class="alt"> <td headers="header1">16</td> <td headers="header2">Íslenska járnblendifélagið hf.</td> <td headers="header3">1998</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 26,5 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 1.033,0 </div> </td> </tr> <tr class=""> <td headers="header1">17</td> <td headers="header2">FBA</td> <td headers="header3">1998</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 49,0 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 4.664,8 </div> </td> </tr> <tr class="alt"> <td headers="header1">18</td> <td headers="header2">Skýrr hf.</td> <td headers="header3">1998</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 22,0 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 140,8 </div> </td> </tr> <tr class=""> <td headers="header1">19</td> <td headers="header2">Íslenskir aðalverktakar hf.</td> <td headers="header3">1998</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 10,7 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 266,3 </div> </td> </tr> <tr class="alt"> <td headers="header1">20</td> <td headers="header2">Stofnfiskur (til starfsmanna)</td> <td headers="header3">1999</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 19,0 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 12,6 </div> </td> </tr> <tr class=""> <td headers="header1">21</td> <td headers="header2">Áburðarverksmiðjan hf.</td> <td headers="header3">1999</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 100,0 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 1.257,0 </div> </td> </tr> <tr class="alt"> <td headers="header1">22</td> <td headers="header2">Skólavörubúð Námsgagnastofnunar</td> <td headers="header3">1999</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 100,0 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 36,5 </div> </td> </tr> <tr class=""> <td headers="header1">23</td> <td headers="header2">Hólalax hf.</td> <td headers="header3">1999</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 33,0 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 9,0 </div> </td> </tr> <tr class="alt"> <td headers="header1">24</td> <td headers="header2">FBA</td> <td headers="header3">1999</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 51,0 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 9.710,0 </div> </td> </tr> <tr class=""> <td headers="header1">25</td> <td headers="header2">Búnaðarbanki Íslands hf.</td> <td headers="header3">1999</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 13,0 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 2.234,0 </div> </td> </tr> <tr class="alt"> <td headers="header1">26</td> <td headers="header2">Landsbanki Íslands hf.</td> <td headers="header3">1999</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 13,0 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 3.283,0 </div> </td> </tr> <tr class=""> <td headers="header1">27</td> <td headers="header2">Intís hf.</td> <td headers="header3">2000</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 22,0 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 64,0 </div> </td> </tr> <tr class="alt"> <td headers="header1">28</td> <td headers="header2">Kísiliðjan hf.</td> <td headers="header3">2001</td> <td headers="header4"> <div align="right"> 51,0 </div> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> 62,0 </div> </td> </tr> <tr class=""> <td> </td> <td><strong>Samtals</strong></td> <td> </td> <td> </td> <td headers="header5"> <div align="right"> <strong>25.065,3</strong> </div> </td> </tr> </tbody> </table>

2001-02-23 00:00:0023. febrúar 2001Ræða ráðherra á ensku við Manitoba háskóla í Kanada. The Challenge of Being Small in a Global Economy : the Case of Iceland.

<p><br /> <br /> <strong>Geir H. Haarde</strong><br /> <strong>Minister of Finance</strong><br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>The Challenge of Being Small in a Global Economy</strong><br /> <strong>The Case of Iceland</strong><br /> <strong>Address at the University of Manitoba, 23. February, 2001</strong><br /> (Check against delivery)<br /> </div> <br /> <br /> <br /> <br /> <p align="JUSTIFY">Ladies and gentlemen,</p> <p align="JUSTIFY">It is with great pleasure that I address this audience here in Winnipeg – the city which could be referred to as the Icelandic capital in Canada. The ties between the two countries go back a thousand years as we were reminded of last year with the millennium celebrations of the discovery of North America by Leifur Eiríksson, both here in Canada and in the United States.</p> <p align="JUSTIFY">It was, however, roughly 125 years ago that the systematic Icelandic migration to Canada began and laid the foundation for the strong cultural ties between the two countries. Icelanders were of course only a small fraction of the many million immigrants who came from Europe to Canada. But it is estimated that emigration from Iceland to Canada amounted to about a quarter of the total Icelandic population. So it was very significant for us. Furthermore, I am told that the total number of people of Icelandic descent living in Canada right now is close to 200 thousand, compared to the 280 thousand people living in Iceland at present. So, there is no wonder that we Icelanders feel there is a very special relationship between our countries. It is important to foster this heritage.</p> <p align="JUSTIFY">Since this is the time of the winter Olympics, I have to mention that the closest we Icelanders have come to winning an Olympic gold medal was in 1920 when the Canadian icehockey team became Olympic champions. Not only was the winning team Canadian but also from Winnipeg, called the Falcons, and all except one were of Icelandic origin. Furthermore, their captain and most talented player, Frank Frederickson, was also a pilot and as such was among the first to operate an airplane in Iceland during the summer of 1920, right after the Olympics.</p> <p align="JUSTIFY">It is also interesting to think about the effects of the emigration from Iceland to Canada on Icelandic society, both economically and socially. One aspect of this, which has received little attention up to now, relates to the inflow from Canada to Iceland of technological know-how in various industries more than one hundred years ago. Perhaps the most important innovation related to fish freezing. These methods had long been used by fishermen around the Lake of Winnipeg but only became known in Iceland when one of them returned to Iceland bringing with him this knowledge. This innovation was to revolutionise the fishing industry in Iceland and significantly contribute to the rapid economic development at the beginning of the 20th century.</p> <p align="JUSTIFY">Other important examples can be mentioned, mostly in transportation and communications. For instance, the foundation as early as 1914 of Iceland's first and by far the most important shipping company even today, The Icelandic Steamship Company Ltd, was made possible by strong participation of some of the most prominent Icelanders in the Winnipeg business community, providing about a quarter of the capital needed to establish the company.</p> <p align="JUSTIFY">But there were also missed opportunities. An Icelander, Frímann B. Arngrímsson or Freeman B. Anderson as he called himself after moving to Canada in 1874, became the first West-Icelander to graduate from University, first from Toronto University and then, yes, from the University of Manitoba! He returned to Iceland in 1894 and, having worked for General Electric, came with an offer from that very company to start utilising the enormous energy resources in Iceland, the waterfalls, in order to produce electricity and literally speaking light up the Icelandic society. This was a first in Iceland. Unfortunately, we were not ready at that time to jump on this bandwagon which probably meant several years' delay in our economic progress.</p> <p align="JUSTIFY">Turning to more recent times, Iceland and Canada have had good relations throughout the years and Canada is one of Iceland's important trading partners. Several Icelandic companies have invested here directly and have Canadian subsidiaries. Good transportation is of course important for the relationship of the two countries. That is clear to Icelandair which has increased it's service to Canada in recent years with Halifax as their Canadian hub.</p> <p align="JUSTIFY">The Icelandic Government has decided to open an embassy in Ottawa later this year, but up until now the embassy of Iceland in Washington DC has been in charge of diplomatic affairs. The new embassy in Canada will, apart from traditional activities relating to political, commercial and cultural relations, have the role of increasing still further Iceland's ties with Canadians of Icelandic descent, and build on the excellent work of the first Icelandic Consul-General in Winnipeg, Ambassador Svavar Gestsson and his wife, Guðrún. The Canadian Government will also open an embassy in Iceland this year on a reciprocal basis.</p> <p align="CENTER">______________________</p> <p align="JUSTIFY">Now to the subject, ladies and gentlemen. My subject matter is titled "The Challenge of Being Small in a Global Economy". Let me define this challenge in terms of economic objectives, political values and international responsibilities.</p> <p align="JUSTIFY">The world has developed in remarkable ways since the end of World War II. One striking feature has been the rapid increase in the number of nation states, in particular smaller states. The statistics are amazing. The number of independent nation states has risen annually by three on average during the last decade, mostly through break up of other states. There are now close to 200 independent states in the world, of which 87 have fewer than 5 million people. Of those, 35 have fewer than 500 thousand people.</p> <p align="JUSTIFY">While becoming bigger, the family of nations has at the same time become more integrated as trade and investment flows have increased manifold. Distances have become smaller and the new information technology has revolutionised the field of communication, giving true meaning to the word "globalisation" or "mondialisation" as you say in your other Canadian language.</p> <p align="JUSTIFY">But, how can smaller states pursue their own objectives in a globalised world? Is there any inherent conflict between goals pursued by larger and smaller nations, or is size perhaps irrelevant in terms of agreed success criteria?</p> <p align="JUSTIFY">These are a few of the questions that I will try to answer, mostly with reference to the case of my own country, Iceland, and by giving you examples of how we try to cope in a rapidly changing world.</p> <p align="JUSTIFY"><strong>Economic challenge<br /> </strong></p> <align> The first and maybe the most important challenge facing the authorities of a small state is the economic one. That is the responsibility of providing the population with acceptable and competitive living standards, or rather, by providing the framework for this to happen. In Iceland we strive to provide a standard of living equal to or an even better than in the countries that we compare ourselves and compete with. In other words, we try to make sure that Iceland continues to offer attractive living conditions relative to others, in particular our neighbouring countries. I consider this to be an overriding objective. In the global economy people have become increasingly mobile, and young people in our part of the world are today truly presented with multiple choices as to where they could and would like to live. Before, people used to live where they were born for all of their lives, largely because they had no other choice. Now, people can move away if they want to, permanently or temporarily. We consider it very important for our young people to study or live abroad for a period of time. Our challenge is to attract them back and take advantage of their education and experience. In fact, the real challenge is to get them to want to move back. Attractive economic conditions are key to that. Every society is expected to provide its citizens with certain basic services; education, health-care, transportation, culture, etc. Small societies cannot afford to fail in fulfilling those expectations. Many are surprised to see how smaller states manage to do this either on their own or in cooperation with others. Iceland, for example, basically has and has to have all the infrastructure and services that you expect a large country to have.<br /> <br /> <p align="JUSTIFY"><strong>Political challenge<br /> </strong></p> <align> The second challenge facing small states is a political one. The challenge of preserving national independence and sovereignty and to maintain whatever is traditionally unique in an increasingly integrated global context. Non-economic determinants of nationhood, such as language, history and cultural identity are important national treasures in most countries. Improved technology, better transportation and communication, as well as the influence of popular culture that knows no boundaries, makes it even more of a challenge than before for small states to protect their own, while at the same time avoiding being isolationist or xenophobic. A good example of this concerning Iceland is that a few years ago the Microsoft company decided to stop making special computer keyboards with the several characters unique to the Icelandic language. They had a valid reason – the market was too small to warrant the extra cost. This was strongly objected to both by our Government and private companies. In the end an agreement was reached respecting the special characteristics of our language. In return, Microsoft was promised government cooperation in uprooting software piracy. Both parties, therefore, had something to gain in this case. But in general, this political challenge can be difficult for many smaller nations to meet since it has both a cultural and a linguistic component that are hard to quantify or measure.<br /> <br /> <p align="JUSTIFY"><strong>International responsibilities<br /> </strong></p> <align> The third point I would like to mention is the importance for small states to take an active part in the community of nations – and more than that – to make a constructive contribution internationally. By this I mean taking an institutional part in the international system through the UN family, through security organisations, trade arrangements such as the WTO, or regional agreements of different types. Furthermore, by taking a responsible part in helping solve the problems of the world through humanitarian aid, development assistance, peacekeeping, etc. Iceland is an active member in the international community in this sense and so are many smaller states. One can even argue that many small countries have had more international influence than their size merits, as evidenced in the UN system. In theory, any of the smaller NATO countries could have vetoed NATO's involvement in Kosovo two years ago since the decision making process within NATO requires full consensus between the members. This could have happened despite the fact that Iceland doesn't even have a military of its own and Luxembourg hardly any to speak of. But even though everyone realises that the smaller countries will never play the same role internationally as e.g. the United States, they nevertheless have their own role to play within the international framework.<br /> <br /> <p align="CENTER">______________________</p> <p align="JUSTIFY"><strong>The economic situation in Iceland<br /> </strong></p> <align> I would now like to turn my attention in more detail to the economic situation in Iceland, and give you a chance to evaluate whether we have met the challenges of being small in a global economy.<br /> <br /> <p align="JUSTIFY">There have been dramatic changes in recent years in the economic environment in Iceland, and large steps taken to improve the economic as well as the financial system. The current center-right coalition Government is now in its second four-year term, and the Independence Party is in its third term. A decisive policy was launched in the beginning of the last decade, when we took office, towards greater liberalisation and deregulation where the overriding emphasis of the Government was to strengthen the macroeconomic stability in the economy. Privatisation of State enterprises has also been an important part of the Government's policy. Significant progress has been achieved during the past ten years, and those achievements have placed Iceland firmly among the most economically advanced nations.</p> <p align="JUSTIFY"><strong>Overview<br /> </strong></p> <align> Let me give you a brief overview of what our economy looked like a couple of decades ago. The Icelandic economy was then highly dependent on one industry, fisheries, and that resulted in an unstable economic environment subject to fluctuations in both fish prices and fish catches. This also meant that economic policy was almost entirely directed towards alleviating the immediate effects of fluctuations within the fisheries sector with little or no room for conducting a responsible fiscal and monetary policy on a more general basis. There was also admittedly a widespread lack of understanding of the possible benefits of an open market economy. The inevitable consequence of this situation was a highly unstable economic environment with rampant inflation. In addition, the economy was highly regulated and there were restrictions on trade and especially capital movements in and out of the country.<br /> <br /> <p align="JUSTIFY"><strong>EEA Agreement<br /> </strong></p> <align> Much has happened since then, and apart from the changes resulting directly from Government policy, one of the more important events was Iceland's participation in the European Economic Area along with its partners in the European Free Trade Association and the fifteen members of the European Union. By becoming a part of the European Single Market developments moved much faster than otherwise would have been the case. The EEA was the extra impetus that was needed to move the economy towards more openness, as well as deregulation and liberalisation of markets, in particular the financial markets.<br /> <br /> <p align="JUSTIFY"><strong>Impressive results<br /> </strong></p> <align> The results have been impressive, both due to more sensible fiscal and monetary policies, as well as the other aforementioned structural measures undertaken in recent years to improve economic conditions both of industry and households. Tax reforms have been enacted in order to improve the competitive position of industry by reducing marginal tax rates. The financial market has been deregulated and liberalised to increase the freedom of capital movements within the country as well as to and from abroad, thus strengthening the domestic financial market. The pension fund sector has been reorganised with the aim of strengthening the financial position of the funds and thereby of future pensioners in addition to strengthening financial saving.<br /> <br /> <p align="JUSTIFY"><strong>New industries<br /> </strong></p> <align> These measures have helped strengthen Icelandic industry and paved the way for new sectors such as information technology, telecommunications and biotechnology. Information technology is an ideal industry for a country like Iceland because modern communications technology erases the disadvantages of distance.<br /> <br /> <p align="JUSTIFY">Iceland is no longer dependent on one industry. As a result, productivity has increased and economic growth has been higher in Iceland in recent years than in most neighbouring countries. The purchasing power of households has also increased rapidly and unemployment has been all but wiped out. Stability in the labour market has been achieved by the conclusion of wage agreements running for three to four years which will contribute to a better operating environment for enterprises and wage earners as well as the economy as a whole.</p> <p align="JUSTIFY"><strong>Strong fiscal outcome<br /> </strong></p> <align> The strength of fiscal developments in the past few years has served to curb domestic demand and thereby significantly contribute towards stability in the Icelandic economy. The revenue surplus of the public sector is one of the highest in the OECD area and the same applies to the net financial surplus. There is now a structural surplus which will not disappear as the current economic upswing recedes. This enables us to systematically and rapidly reduce the Treasury debt.<br /> <br /> <p align="JUSTIFY"><strong>Continuing tight fiscal policy<br /> </strong></p> <align> The main emphasis of the Icelandic Government's economic policy is to continue along the same path and pursue a tight fiscal policy in the medium-term. The Government has recently announced its next steps in privatising government stakes in various enterprises, most significantly in the telecommunications and banking sectors, which will render considerable proceeds to the Treasury as well as fostering increased competition and productivity gains. In recent years, proceeds from the sale of government assets have been used to reduce Treasury debt as well as future government pension commitments by raising the equity of the Government Employees Pension Fund. This policy will be continued.<br /> <br /> <p align="JUSTIFY">A number of tax measures have in recent years strengthened Icelandic industry, particularly new economy sectors, and additional reforms are underway.</p> <p align="JUSTIFY"><strong>Strong and vibrant business sector<br /> </strong></p> <align> These changes and the increased economic stability that has followed have resulted in a stronger economy and a much more vibrant business sector, more competitive than ever. The improved business climate has led to more profitability, a rapidly growing export sector and a higher level of investment. As a result, Icelandic enterprises and pension funds have increased their investment activity abroad, and so have foreign enterprises in Iceland. I can add that in a 1999 study by the World Economic Forum regarding the access and quality of the business environment for start-up companies, Iceland receives a mark of 5,7 out of a possible 7,0. Iceland is there right behind the United States and New Zealand, and well ahead of the other Nordic countries.<br /> <br /> <p align="JUSTIFY">One important part of further internationalisation is a stronger link between companies across national boundaries. In this context, it is worth noting that although Iceland has decided not to apply for membership of the European Union at this time we follow with great interest what is happening in the Union, particularly the developments of the Euro. We realise that without becoming an EU member Iceland will not be able to participate directly in the European Monetary Union. While certain future possibilities have been studied carefully there is no immediate call for action with respect to the relationship between the Icelandic króna and the Euro. At this time we believe that the costs of full membership of the EU would out-weigh the benefits from joining. This has primarily to do with the Union's fisheries policy and goes beyond the scope of this talk. The EEA agreement is ideal for us at the moment but we do keep a close eye on developments.</p> <p align="CENTER">______________________</p> <p align="JUSTIFY"><strong>Conclusion<br /> </strong></p> <align> So, what is the conclusion of all of this? In the world economy you don't have to be big to be successful, but you do have to do the right things. Size is neither a necessary nor a sufficient condition for good policies or results. There are also both rich and poor small countries. Smaller countries can solve the problems required of modern society as efficiently as others, sometimes more easily and often they have fewer problems to solve. The smaller states stand to benefit more from a clearer division of labour, specialisation, and obviously from free trade. In general, from internationally accepted rules. In the case of my country, which has a rich natural endowment base in terms of fisheries and energy resources, we have managed to move away from the wasteful policies of the past into a more enlightened policy framework. Clearly, a lot depends on proper domestic policies but also on a proper political, democratic framework. Political democracy, pluralism and the rule of law, coupled with the best that the market economy has to offer is the recipe for success. We in Iceland and you in Canada are fortunate to have peacefully developed all the necessary institutions for this. The rest is up to the policy makers and the public.<br /> <br /> <br /> <br /> </align> </align> </align> </align> </align> </align> </align> </align> </align> </align> </align> </align>

2001-02-16 00:00:0016. febrúar 2001Ræða fjármálaráðherra á ensku á fundi Bresk-íslenska verslunarráðsins í London. Recent developments and future prospects for the Icelandic economy.

<p><br /> <br /> <strong>Geir H. Haarde</strong><br /> <strong>Minister of Finance</strong><br /> <br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Recent developments and future prospects for the Icelandic economy</strong><br /> <strong>Address at a meeting of the British-Icelandic Chamber of Commerce in London</strong><br /> <strong>February 16, 2001</strong><br /> (Check against delivery) </div> <br /> <br /> <br /> <p align="JUSTIFY">Ladies and Gentlemen,</p> <p align="JUSTIFY">It is with great pleasure that I address this meeting of the British-Icelandic Chamber of Commerce. There is a long history of trade and investment between the two countries and it is interesting to see from the list of members how diverse the business has become. There are of course the more traditional seafood, transportation and export/import companies who have been doing business for many decades, but the more recent increase in all sorts of financial companies, accounting firms, consultants and law firms is a clear sign of the much discussed internationalisation and globalisation that is taking place. Not to mention the rapidly increasing export product, which is the Icelandic football player. The whole nation closely follows the English football league every week and cheers for "Icelandic" teams such as Chelsea, Ipswich, Leicester, Bolton and Watford – not to mention Stoke City, which happens to be my personal favourite.</p> <p align="JUSTIFY">Iceland may not be the largest market or the biggest economy in the world, but there are interesting developments currently taking place and attractive investment opportunities arising. I will take a few minutes to discuss the current economic situation and the financial environment in Iceland and conclude with the newest developments in the Government's privatisation policy.</p> <p align="JUSTIFY"><strong>The Icelandic economic situation<br /> </strong></p> <align> The Icelandic economy is basically sound at present. This is both the result of a sensible fiscal and monetary policy, as well as the other various structural measures undertaken in recent years to improve economic conditions both of industry and households. Tax reforms have been enacted in order to improve the competitive position of industry by reducing marginal tax rates. The financial market has been deregulated and liberalised to increase the freedom of capital movements within the country as well as to and from abroad, thus strengthening the domestic financial market. The pension fund sector has been reorganised with the aim of strengthening the financial position of the funds and thereby of future pensioners in addition to strengthening financial savings.<br /> <br /> <p align="JUSTIFY">These measures have helped strengthen Icelandic industry and paved the way for new sectors such as information technology, software, telecommunications and biotechnology. As a result, productivity has increased and economic growth has been higher in Iceland in recent years than in most neighbouring countries. The purchasing power of households has also increased rapidly and unemployment has been all but wiped out. Stability in the labour market has been ensured by the conclusion of private sector wage agreements for the next three to four years which will contribute to a better operating environment for enterprises and wage earners as well as the economy as a whole. The wage agreements for the public sector are currently being negotiated and they will take notice of the policy that has been made in the private sector.</p> <p align="JUSTIFY">The unusually strong economic upswing has, however, been accompanied by a rapidly growing domestic demand, a temporary hike in inflation and a widening current account deficit. This trend has now been reversed. The latest indicators point towards a considerable slowdown in domestic demand. Thus, import demand has been levelling off, especially that of consumer durables.</p> <p align="JUSTIFY">This has also been reflected on the revenue side of the fiscal budget which records a much lower year-on-year increase than in the two preceding years. Although total tax revenue, in relation to GDP, has increased somewhat since 1998, the ratio has been more or less stable since 1999, at about 30 per cent.</p> <p align="JUSTIFY">The expenditure side shows broadly the same picture with total expenditures recording a fall in relation to GDP. In fact, expenditure growth has been below the estimated national expenditure growth between 1998 and 2001.</p> <p align="JUSTIFY"></p> <p align="JUSTIFY">The current slowdown in domestic demand has also been reflected in the trade deficit which appears to have peaked. The comparison between 1999 and 2000 is striking in this respect. In 1999, the increase in import demand was almost exclusively accounted for by a surge in consumer goods whereas last year consumer goods were more or less stagnant, with the surge in oil imports and investment goods leading the way.</p> <p align="JUSTIFY">In this context, it is also important to note that the current account deficit is not due to central government indebtedness but exclusively the result of increased private sector borrowing. This reflects the private sector's confidence in the Government's economic policy and continued economic stability. The strength of Treasury finances represents a significant counterbalance against the impact of private sector indebtedness upon domestic demand and the current account and the overall public sector saving accounts for 40-45 per cent of total saving.</p> <p align="JUSTIFY"><strong>Increased foreign assets<br /> </strong></p> <align> It should also be borne in mind that the foreign assets of Icelanders, particularly in stocks, have increased rapidly in recent years. In 1994 there was practically no investment in foreign stocks, whereas at the end of 1999 it amounted to 124 billion krónur, increasing to 155 billion, or close to a quarter of GDP, by the middle of 2000. The dividends from these investments are to an increasing extent being reflected on the revenue side of the current account and thereby mitigate the interest cost of foreign debt. It should also be noticed that the economy is gradually moving away from the "old economy" production phase towards the "new economy" era of high-tech, information and service sectors, a development which calls for substantial investments, not only in the new sectors but also in traditional sectors which are rapidly acquiring the new technology. These investments will yield ever-increasing returns to the economy in the future and in turn further reduce the current account deficit.<br /> <br /> <p align="JUSTIFY"><strong>Inflation on the decline<br /> </strong></p> <align> Finally, inflationary pressures have been declining. The doubling of the price of oil and the rapid increase in housing prices, following the stagnation of recent years, led to a rise in the consumer price index from about 2 per cent on average in 1994-1996 to 5-6 per cent in the latter half of 1999 and the first half of 2000. There is a strong indication that property prices have all ready peaked and the same seems to be true for oil prices. As a result, the twelve-month increase in the consumer price index has declined from a 5S-6 per cent annual rate in the early part of the year 2000 to 3S per cent in recent months and a further decline in inflation is expected in coming months. For the 2001 budget, the Ministry of Finance has assumed a 4S per cent average consumer price increase between 2000 and 2001 and a somewhat lower increase over the year.<br /> <br /> <p align="JUSTIFY"><strong>Strong fiscal outcome<br /> </strong></p> <align> The strength of fiscal developments in the past few years has served to curb domestic demand and thereby significantly contribute towards stability in the Icelandic economy. The revenue surplus of the public sector is one of the highest in the OECD area and the same applies to the net financial surplus. This favourable development is not, however, attributable solely to the strong economic upswing since the structural surplus has been growing and accounts for almost two-thirds of the total revenue surplus.<br /> <br /> <p align="JUSTIFY">The main emphasis of the Government's economic policy is to continue along the same path and pursue a tight fiscal policy in the medium-term. The Government has recently announced its next steps in privatising government stakes in various enterprises, most significantly in the telecommunications and banking sectors, which will render considerable proceeds to the Treasury as well as fostering increased competition and productivity gains. In recent years, proceeds from the sale of government assets have been used to reduce Treasury debt as well as future government pension commitments by raising the equity of the Government Employees Pension Fund. This policy will be continued.</p> <p align="JUSTIFY">A number of tax measures have in recent years strengthened Icelandic industry, particularly new economy sectors, and additional reforms are underway. This applies i.a. to a further lowering of corporate income taxes. In this respect, we generally favour going for a general lowering of the corporate income tax rather than granting specific tax benefits in special areas.</p> <p align="JUSTIFY"><strong>The new economy<br /> </strong></p> <align> The sharp turnaround of the stockmarket last year and the dramatic fall in share prices, especially in the ITC-sector, have called the "new economy" effects into question in many countries. Since I disagree with these sentiments, I would like to make a few comments on whether we feel the "new economy" effects in Iceland as, perhaps most noticeably, has been the case in the US. The most direct answer is "yes"; we have definitely felt the effects of the new economy in Iceland. The "new economy" sectors like the IT, the High-Tech, Bio-Tech and the Telecommunication sectors have, indeed, been moving fast.<br /> <br /> <p align="JUSTIFY">And has this development made a noticeable impact on the Icelandic economy? Yes, it has. Not only because of a rapid development in the so-called "new economy" sectors and their contribution to export growth, but also because of the catalytic effect on the development of the "old economy" sectors. The fact is that the new economy does not replace the old economy nor does it solve all the problems of the old economy. What I believe is the major contribution of the "new economy" effect in Iceland, however, is the fact that the IT-process has not only been felt in the "new" industries but also, and perhaps more significantly, in the more traditional "old" industries. I believe, these "second-round effects" if you like, will be even more important for the future development of the Icelandic economy than the first-round effects. Also, I would like to underline the importance of a flexible labour market and a highly skilled and educated labour force. In this era of ever increasing globalisation and increased competition these factors will be of growing importance.</p> <p align="JUSTIFY"><strong>Privatisation policy in Iceland<br /> </strong></p> <align> Let me now turn to the privatisation process in Iceland and current developments in that area. Since 1991 the Government has followed a clear privatisation policy with four main objectives:<br /> <br /> <ol> <li><strong>To increase private saving.</strong> This is accomplished by selling the shares in public offerings and by continuing to offer individuals a tax reduction if they invest in listed shares.</li> <li><strong>To increase economic efficiency</strong> by eliminating the distortions inherent in state-ownership.</li> <li><strong>To broaden share ownership</strong> and continue to encourage the development of the Icelandic stock market.</li> <li><strong>To raise capital</strong> in order to decrease Treasury debt. One of the main goals of the privatisation program is to use the income from privatisation to reduce Treasury debt and reduce the debt burden of future generations.</li> </ol> <p align="JUSTIFY">Organised privatisation in Iceland began in 1991-1992 although there had been individual sell-offs earlier. The first steps entailed disentangling the State from operations where it had no business being as there was a competitive market in the given field. The operation of a travel agency, a fertiliser plant, fish processing plants, a machine shop, a print shop, and alcohol production are clear examples of this. You can see from that list that the Icelandic state was involved in a wide array of activities behind each of which there usually were particular, political circumstances.</p> <p align="JUSTIFY">In the last three years, a new and long-desired chapter in privatisation opened when the State began to systematically withdraw from the financial market. Investment loan funds of the State had been merged into one limited liability bank in 1997, the FBA, or the Icelandic Investment Bank Ltd., which was later sold in two stages in 1998-1999. The newly privatised FBA then merged last year with Islandsbanki Ltd., thus becoming the largest bank in Iceland.</p> <p align="JUSTIFY">The most interesting privatisation project at present is no doubt the Icelandic Telecom Company. The Post and Telecommunications Administration was converted to a limited liability company in 1997 and then split into two companies a year later. Iceland Telecom Ltd. is not only by far the biggest telecommunications company in Iceland, but also one of the most profitable enterprises in the country, with its market value estimated around 340-500 million GBP. A few weeks ago the Government announced the privatisation of the company and the way it will be organised. This decision not only reflects the strong commitment of the Government to continue on the path of privatisation but also to attract foreign capital and ownership. I personally think it is very important to fully privatise the company as soon as possible, hopefully with the participation of a foreign investor as a strategic partner.</p> <p align="JUSTIFY">The two state-owned commercial banks, the National Bank of Iceland and the Agricultural Bank of Iceland, were converted into limited liability companies, and the sale of their shares also began in 1998. Share sales continued in 1999, and the State now owns about two-thirds of the share capital in each bank. A few weeks ago the Government decided to investigate the feasibility of merging these two banks, and planned on their privatisation to continue following the possible merger. Those plans were set back due to a ruling of the Competition Authority, which prohibited their merger. This does not mean, however, that the privatisation is off, only that it is likely to be postponed a bit. Their full privatisation is expected to be completed during the term of the present Government, which extends until 2003. It is my belief that it would be highly beneficial for the Icelandic economy if at least some part of these banks were sold to foreign investors, to diversify the Icelandic market and enhance competition. The combined market value of these two companies on the Icelandic Stock Exchange is about 50 billion ISK, or roughly 400 hundred million GBP.</p> <p align="JUSTIFY"><strong>Concluding remarks<br /> </strong></p> <align> As I have already mentioned, there are many interesting projects currently under way in Iceland. Iceland has joined the ranks of those nations that have been most successful in their economic and fiscal developments in recent years. Remarkable success has been achieved, as is attested to both in the assessment of the OECD and the IMF. The same verdict comes from international credit rating agencies that have assessed Iceland's credit rating, including Standard & Poor's, Fitch IBCA and, most recently, Moody's. The positive verdicts of these rating agencies have yielded tangible results for the Republic of Iceland in the form of lower interest rates on foreign credits, as well as for other Icelandic borrowers since the credit rating on government debt serves as a benchmark for other Icelandic debt issuers.<br /> <br /> <p align="CENTER">__________________________________</p> <p align="JUSTIFY"> </p> <p align="JUSTIFY">So what is the conclusion of this little overview of the small Icelandic economy? You don't have to be big to be successful in today's globalised economy. You only have to do the right things!</p> <br /> <br /> </align> </align> </align> </align> </align> </align> </align>

2000-11-27 00:00:0027. nóvember 2000Ráðstefna um árangursstjórnun í ríkisrekstri

<div align="center"> <p><strong>Setningarávarp fjármálaráðherra</strong><br /> <strong>Ráðstefna um árangursstjórnun í ríkisrekstri</strong><br /> <br /> (Hið talaða orð gildir)</p> </div> <br /> <p>Ágætu ráðstefnugestir<br /> <br /> Ég vil bjóða ykkur velkomin á þessa ráðstefnu þar sem ætlunin er að meta reynslu af verkefni um árangursstjórnun á undanförum árum og leggja línurnar í framtíðarsýn ráðuneytanna um stefnumörkun, áætlanagerð og mat á árangri.<br /> <br /> Á sínum tíma var meginmarkmið átaks um nýskipan í ríkisrekstri að skipulag og starfsemi ríkisins sé með þeim hætti að það geti sinnt skyldum sínum á eins hagkvæman, skjótvirkan og árangursríkan hátt og kostur er. Þetta markmið stendur fyrir sínu enn þann dag í dag og ráðstefna þessi er mikilvægur hlekkur í því að efla hugsun og umræður um árangur af starfi stofnana og ráðuneyta. Nauðsynlegt er að starfsfólk ráðuneytanna velti stöðugt fyrir sér spurningum eins og: Hverju við viljum breyta og hvað þarf helst að bæta í rekstri ríkisins. Árangursstjórnun er eitt af lykiltækjum Stjórnarráðsins til þess að ná enn betri árangri til þess að uppfylla markmið um skilvirkan rekstur ríkisins. Byggt er á ákveðinni heildarhugsun sem felst í því að stjórnendur hugi að samhengi og gæti samræmis, auk þess sem lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð. Árangursstjórnun byggir á þremur þáttum. Í fyrsta lagi markmiðssetningu bæði til langs og skamms tíma; sem byggir á stefnumörkun um starfsemi stofnana og verkefna. Í öðru lagi eru kerfisbundnar mælingar sem ætlað er að veita yfirsýn yfir starfið þannig að unnt sé að sannreyna hverju það skilar. Loks þarf að tryggja eftirfylgni þannig að bæði stjórnendur og starfsmenn fái hvatningu, með því að fá upplýsingar um hvernig stofnunin og þeir sjálfir standa sig. Festa þarf góð vinnubrögð í sessi og bæta stöðugt vinnuaðferðir. Þetta eru jafnframt þeir þættir sem við ættum að bæta á næstu árum.<br /> <br /> Vönduð stefnumótunarvinna snýr ekki aðeins að markmiðsetningu og áætlanagerð innan stofnunar, heldur ekki síður að verkaskiptingu milli stofnana og ráðuneyta, til að tryggja samræmi og forgang sameiginlegra markmiða.<br /> <br /> Í fjármálaráðuneytinu verðum við glögglega vör við nauðsyn þess að tengja betur saman fjárhagsáætlanir og umfang verkefna. Brýnt er að áætlanagerð taki mið af þeim verkefnum sem eru í gangi svo og fjárhagsramma, þannig að forgangsröðun verði skýr og og heildarumfang verkefna verði innan ramma. Kjarni velheppnaðrar árangursstjórnunar er samþætting fjármálastjórnunar og fagstjórnunar. Góðir árangursmælikvarðar byggja á samspili faglegra og fjárhagslegra upplýsinga.<br /> <br /> Tengsl árangursmælinga og umbunar til starfsmanna í formi launa er eitt vandmeðfarnasta mál sem tengja hvatningarkerfum starfsfólks. Nauðsynlegt er að bæði ráðuneytin og forstöðumenn hugi að þessum málum og dragi lærdóm af reynslu þeirra fyrirtækja sem hafa komið á árangurstengingu launa.<br /> <br /> Á undanförnum árum hefur fjármálaráðuneytið haft forgöngu um valddreifingu frá ráðuneytum til forstöðumanna. Samhliða valddreifingunni er nauðsynlegt að ráðuneytin skýri betur árangurskröfur varðandi magn og gæði þjónustunnar. Óljósar kröfur um hvað stofnunum er ætlað að skila auka líkurnar á því að útgjöldin aukist fremur en að leitað sé raunhæfra leiða til að hagræða í starfseminni. Í þessu sambandi verða ráðuneytin oft að gegna hlutverki kaupanda gagnvart þjónustu sem keypt er af ríkis- og sjálfseignarstofnunum.<br /> <br /> Í dag fáum við að heyra af mismunandi reynslu forstöðumanna tveggja stofnana, svo og viðhorfum starfsmanna ráðuneytanna til þess hvernig til hefur tekist að innleiða breytta og bætta stjórnunarhætti hjá ríkinu. Á undanförnum árum hafa ráðgjafafyrirtæki byggt upp mikilvæga þekkingu á árangursmati og höfum við boðið fulltrúum tveggja þeirra á okkar fund hér í dag og væntum þess að heyra þeirra sjónarhorn á árangursmati hjá ríkinu og hvort það sé mjög frábrugðið því sem gengur og gerist á almennum markaði. Þá vil ég bjóða Björn Bjarnason, menntamálaráðherra sérstaklega velkomin en eins og kunnugt er hefur hann verið mjög áhugasamur um gerð árangursstjórnunarsamninga milli ráðuneyta og stofnana, enda er menntamálaráðuneytið að mörgu leiti í fararbroddi í þessum málum.<br /> <br /> Tilgangur ráðstefnunnar er að gefa ráðuneytunum hugmyndir og tæki í því skyni að bæta ríkisreksturinn á þessum sviðum. Auk þess ættu ráðuneytin að verða betur í stakk búin til þess að leiðbeina og svara forstöðumönnum vegna langtímaáætlana og ársskýrslna stofnana.<br /> <br /> Að svo mæltu óska ég ykkur góðs gengis við þekkingaröflun hér í dag og vonast til þess að við sjáum öll varanlegan árangur af starfinu á næstu mánuðum og árum.<br /> <br /> <br /> </p>

2000-11-21 00:00:0021. nóvember 2000Ráðstefna Ríkiskaupa um opinber innkaup

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Setningarávarp fjármálaráðherra </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">á ráðstefnu Ríkiskaupa um opinber innkaup 2000</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">21. nóvember 2000.</FONT></B><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">(Hið talaða orð gildir)</FONT></DIV><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Komin er hefð á að Ríkiskaup haldi ráðstefnu einu sinni á ári þar sem farið er yfir það helsta sem er á döfinni á sviði opinberra innkaupa. Mikill áhugi hefur verið á þessum ráðstefnum bæði af hálfu ríkisaðila og birgja eins og mætingin hér í dag ber glöggt vitni um.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Innkaupamál eru sífellt meira í sviðsljósinu og er það ánægjuefni. Ríkið er stór kaupandi á almennum markaði hvort sem um er að ræða vörur, þjónustu eða verkframkvæmdir. Innkaup eru stór hluti af útgjöldum ríkisins og miklir hagsmunir af hálfu ríkisins að ýtrustu hagkvæmni sé gætt. Talið er 12-14% af þjóðarframleiðslu falli undir opinber innkaup eða sem samsvarar 80-90 milljörðum króna og þar af séu innkaup ríkisins 55-65 milljarðar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hagsmunir bæði ríkisins og markaðarins eru því miklir þegar kemur að samskiptum í tengslum við innkaup. Það er því eitt af verkefnum okkar sem komum að stefnumótun í ríkisrekstri, og ekki síst okkar sem kjörnir erum af almenningi til þessara verka, að skipuleggja samskipti ríkis og einkaaðila með þeim hætti að full sátt ríki. Mikilvægi þessa hefur reyndar aukist heldur á síðari árum þar sem meiri áhersla hefur verið lögð á að færa verkefni yfir á hendi markaðarins. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í samskiptum ríkis og einkaaðila við innkaup þarf í meginatriðum að huga að þremur atriðum: Lagalegt umhverfi þarf að vera einfalt, gegnsætt og traust. Stefna ríkisins í innkaupamálum þarf að vera skýr og meðvituð af öllum sem annast innkaup af hálfu ríkisins. Að lokum er nauðsynlegt að framkvæmd innkaupa sé byggð á sérhæfingu og þekkingu. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lagalegt umhverfi hefur verið í stöðugri þróun á undanförnum árum. Tilskipanir EES samningsins frá árinu 1993 áttu mikinn þátt í að móta lagalegt umhverfi sem tryggir aðgengi að innkaupum hins opinbera, jafnræði við mat tilboða og gegnsæan útboðsferil. Nú er í undirbúningi innan fjármálaráðuneytisins frumvarp til laga um breytingar á lögum um opinber innkaup sem kynnt verður á næstu vikum og er ætlað að styrkja enn frekar lagalegt umhverfi í þessum málaflokki. Þá eru á vettvangi Evrópusambandsins í undirbúningi róttækar breytingar á tilskipunum EB um opinber innkaup sem gera má ráð fyrir að verði lögleiddar innan 3 &#8211; 4 ára. Við mótun lagalegs umhverfis hefur með skipulegum hætti verið haft samráð við helstu hagsmunasamtök birgja og stærstu einstöku kaupendur af hálfu ríkisins. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Útboð á verkefnum og þjónustu af hálfu hins opinbera hefur verið eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar og óhætt er að segja að árangur hafi náðst í þessum málum á undanförnum árum. Stefna ríkisins hvað varðar opinber innkaup er skýr. Í fyrsta lagi ber að tryggja hagkvæm innkaup með útboðum á sem flestum sviðum. Í öðru lagi að efla samkeppni milli ríkisins og einkaaðila með því að gefa einkaaðilum færi á því að takast á hendur verkefni sem áður voru eingöngu unnin af ríkisaðilum og í þriðja lagi að tryggja jafnan aðgang og meðhöndlun bjóðenda við innkaup ríkisins. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Síðast en ekki síst eru mikilvægir hagmunir tengdir sjálfri framkvæmd innkaupanna. Á næstu árum verður lögð sérstök áhersla á þennan þátt við innkaup ríkisins. Á ráðstefnunni hér í dag eru einmitt kynnt verkefni af hálfu ríkisins sem ætlað er að auka hagkvæmni við framkvæmd innkaupanna. Annars vegar er um að ræða verkefni um innkaupakort ríkisins sem er komið vel á veg, og hins vegar útboð á uppbyggingu á rafrænu innkaupakerfi fyrir ríkisstofnanir í tengslum við rammasamninga Ríkiskaupa. Með þessum tveimur verkefnum er mótuð stefna varðandi innkaup á rekstrarvörum til næstu ára. Í báðum tilfellum er farin sú leið að leita samstarf við einkafyrirtæki við þróun og innleiðingu á nýjum viðskiptaháttum sem skila sér í sparnaði og hagræði fyrir ríkisstofnanir. Ríkið er með þessu að veita einkaaðilum tækifæri til að spreyta sig á þróun nýrrar tækni að uppfylltum fyrirfram skilgreindum kröfum. Sú reynsla og sérhæfing sem skapast með þessu nýtist atvinnulífinu í heild og hvetur til frekari þróunar á þessum markaði.</FONT><BR><BR><BR>

2000-10-25 00:00:0025. október 2000Þing BSRB 2000 í Bíóborginni

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ávarp fjármálaráðherra</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">á þingi BSRB í Bíóborginni </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">25. október 2000</FONT></B><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">(hið talaða orð gildir)</FONT></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Formaður BSRB, góðir þingfulltrúar og aðrir samkomugestir.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil byrja á því að óska ykur til hamingju með þessa glæsilegu samkomu. Það er mér ánægjuefni að fá tækifæri til að segja hér nokkur orð í dag.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur um áratuga skeið verið í fararbroddi í baráttu fyrir bættum kjörum og auknum réttindum opinberum starfsmönnum til handa. Sú braut hefur ekki alltaf verið greið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skipting afraksturs af atvinnustarfsemi milli launþega og atvinnurekenda hefur aldrei verið neitt sérstaklega einfalt mál. En samband vinnuveitenda og launþega í opinberri starfsemi er annars eðlis að því leyti að staðið er undir kjörum starfsmanna með skattgreiðslum almennings en ekki atvinnurekstrartekjum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn opinberi launagreiðandi fer jafnhliða vinnuveitendaskyldum sínum með ábyrgð á almannafé og sækir sitt samningsumboð til almennings en ekki hluthafa í fyrirtæki. Og hin opinbera þjónusta sem starfsmenn veita er oftar en ekki samfélagslegs eðlis og ekki sambærileg við hefðbundin markaðsviðskipti.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þessar staðreyndir einfalda ekki alltaf málið. Og vissulega hefur í gegnum árin, eftir að samtök opinberra starfsmanna fengu fullan samningsrétt, verið tekist á, bæði við samningaborð og annars staðar. En ég hygg að alla jafna hafi bestur árangur náðst þegar menn hafa litið á samninga um kaup og kjör sem sameiginlegt viðfangsefni, þraut sem væri í beggja þágu að leysa friðsamlega innan þess heildarramma sem umhverfi og ytri aðstæður setja hverju sinni.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í þessum anda hefur undanfarna mánuði verið unnið á vegum heildarsamtaka opinberra starfsmanna og fulltrúa ríkisins og annarra opinberra launagreiðenda að nýju samkomulagi um réttindamál starfsmanna. Það samkomulag náðist í gær og ég vil óska okkur öllum til hamingju með það. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með þessu samkomulagi er fundinn farvegur fyrir nýja tilhögun fæðingarorlofs í samræmi við nýsett almenn lög um það efni og ítarlega kveðið á um veikinda- og slysarétt starfsmanna. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Einnig er komið á fót nýjum fjölskyldu- og styrktarsjóði með sérstökum framlögum launagreiðenda sem á sér samsvörun í sjúkrasjóðum almennu verkalýðsfélaganna. Ég tel að félagsmenn í félögum opinberra starfsmanna geti vænst mjög góðs af þessum nýja sjóði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Segja má að í hinu nýja samkomulagi felist annars vegar aðlögun að því sem tíðkast hefur á hinum almenna vinnumarkaði en hins vegar einföldun á fyrra réttindakerfi opinberra starfsmanna. Hvort tveggja er til mikilla bóta. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil nota þetta tækifæri og þakka forystumönnum í heildarsamtökum opinberra starfsmanna fyrir gott samstarf um þessi mál að undanförnu. Ég nefni sérstaklega hversu ánægjulegt það er að fæðingarorlofsmálið skuli komið í höfn, svo flókið úrlausnar sem það mikilvæga mál var.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Annar málaflokkur þar sem orðið hafa umtalsverðar réttarbætur á undanförnum árum er á sviði lífeyrismála. Þar náðu menn afar mikilvægum árangri með nánu og góðu samstarfi. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í öllum þessum málum hafa farið saman kröfur frá verkalýðshreyfingunni, ekki síst BSRB, og ásetningur stjórnvalda. Og mér er kunnugt um að hin sameiginlega niðurstaða, bæði í lífeyrismálunum og fæðingarorlofsmálinu hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil nefna hér annað málefni þar sem þörf er á samstarfi ríkisins og heildarsamtaka opinberra starfsmanna. Það snertir endurskoðun samningsréttarlaganna frá 1986. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég hef ítrekað látið það koma fram af minni hálfu, á Alþingi og víðar, að fullt tilefni sé til slíkrar heildarendurskoðunar og ég sé fyrir mér að gömlu lögin frá 1915 um verkfall opinberra starfsmanna verði þá endanlega felld úr gildi. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í þessu efni er af ýmsu að taka. Við slíka endurskoðun þarf m.a. að leggja mat á það að hve miklu leyti þörf er á sérstökum reglum um samingsumhverfi starfsmanna hins opinbera en jafnframt tryggja að hið opinbera geti jafnan sinnt samfélagslegum skyldum sínum. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Vænti ég góðs samstarfs við heildarsamtökin um þetta mál nú þegar réttindaviðræðurnar eru frá og þegar gengið hefur verið frá nýjum kjarasamningum við félögin.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Góðir fundarmenn.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það eru sameiginlegir hagsmunir launþega, vinnuveitenda og stjórnvalda að bæta kjörin í landinu eins og kostur er. Og það hefur vissulega tekist svo um munar undanfarin ár. En það eru takmörk fyrir því hve unnt er að taka stór skref í einu og ráða þar mestu efnahagslegar forsendur og þanþol þjóðarbúsins. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ýmsir telja að nú orðið sé það aðeins tæknilegt úrlausnarefni að reikna út hvar þau mörk liggja hverju sinni. Samt sem áður má það ekki verða hlutverk sérfræðinganna einna að hafasíðasta orðið um gerð kjarasamninga, þar verða rétt kjörnir forystumenn að koma til og axla sína ábyrgð. Gömul reynsla sýnir að sígandi lukka, þegar hægt en örugglega miðar í rétta átt, er best í þessum efnum og launamanninum drýgri en þegar tímabil vaxandi og minnkandi kaupmáttar skiptast á.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nú er framundan gerð kjarasamninga við stéttarfélög opinberra starfsmanna í stað þeirra sem falla úr gildi um næstu mánaðamót. Undirbúningur er þegar hafinn fyrir nokkru síðan. Mikilvægt er að vinna að þeim samningum í sama anda og unnið hefur verið að réttindamálunum og leita sameiginlegra lausna í góðu samstarfi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ekki verður í komandi samningum litið fram hjá þeirri almennu launaþróun sem samið var um á almenna vinnumarkaðnum fyrr á þessu ári. Til lengri tíma litið er ekki eðlilegt að veruleg frávik séu í kjaraþróun opinberra starfsmanna og annarra þótt þessir aðilar geri sjálfstæða samninga og sveiflur geti verið í launaþróun innan styttri tímabila. Hins vegar eru ýmis sérmál er varða félög opinberra starfsmanna sem nú gæti verið lag að koma í höfn. Má þar nefna áframhald þeirrar þróunar að auka hlutfall dagvinnu í heildarlaunum, símenntun starfsmanna og almenna starfs- og endurmenntun, aukinn sveigjanleika í vinnutíma til að gera fólki auðveldara að samræma fjölskyldulíf og vinnu, eflingu séreignarhluta Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, tryggari stöðu trúnaðarmanna á vinnustöðum og auk margra fleiri sérmála einstakra félaga.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er von mín að okkur takist í sameiningu að finna farsæla lausn á þessum mikilvægu málum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að endingu vil ég óska þingfulltrúum á 39. þingi BSRS allra heilla í þingstörfunum. Ég hlakka til áframhaldandi samstarfs við ykkur.</FONT><BR><BR><BR>

2000-06-22 00:00:0022. júní 2000Euro og de nordiske velfærdsstater : Islands situation. De nordiske økonomi- og finansministres konference om euro og de nordiske velfærdsstater.

<div align="center"> <p><strong>De nordiske økonomi- og finansministres konference om euro og de nordiske velfærdsstater</strong><br /> <strong>København, 22. juni 2000</strong><br /> <br /> <strong>Finansminister Geir H. Haarde:</strong> <strong>Islands situation</strong><br /> </p> </div> <br /> <strong>(Hið talaða orð gildir)</strong><br /> Lad mig starte med at sige at jeg mener at ikrafttrædelsen af ØMUen sidste år har stort set været vel lykket. Selvom der har været turbulencer på kapitalmarkedet som har medført en betydelig svækkelse af euroen var dette ikke helt uforventet idet ØMUen står for en af de største ændringer på det internationale kapitalmarked i efterkrigsperioden, om ikke længere. Nu er der imidlertid tegn på at denne udvikling er ved at ændres og euroen at styrkes.<br /> <br /> <strong>Hvad betyder euroen for Island?</strong> <p>Selvom Island står udenfor ØMUen er det selvklart at vi er påvirket af Møntunionen og den fælles mønt fremover. I denne forbindelse vil jeg nævne at en-tredje del af vores udenrigshandel er med de nuværende euro-11 lande og at de resterende fire EU-lande står for en lignende andel. Dette alene gør det selvklart at vi følger nøje med udviklingen indenfor den Europæiske Møntunion og for den slags skyld også indenfor den Europæiske Union.<br /> <br /> Allerede for nogle år siden blev der af den islandske regering nedsat et udvalg for at vogte denne situation og udsigterne fremover. I en rapport som blev fremlagt for 2 år siden blev der konkluderet at ØMUen ville bidrage både positivt og negativt til den økonomiske udvikling i Island. På den positive side ventes omkostninger ved finansielle transaktioner at falde og kraftigere tilvækst og voksende efterspørgsel indenfor euroområdet ventes også at bidrage positivt til den indenlandske udvikling. På den negative side, i hvert fald på kort sigt, vil konkurrenceevnen hos islandske firmaer kunne blive forværret i forhold til euroområdet.<br /> <br /> Hvad gælder den økonomiske politik blev der konkluderet at der ikke var behov for umiddelbare ændringer af den valutakurspolitik der er blevet ført i Island siden 1993 og som i grunden går ud på at opretholde en forholdsvis stabil valutakurs overfor en valutakurv af vores vigtigste handelspartnere. Der blev imidlertid lagt størst vægt på at den økonomiske politik, både finans- og pengepolitikken, skulle bidrage til økonomisk stabilitet.<br /> <br /> Samtidig blev man enig om at eventuelle ændringer og udvidelse af medlemskabet i ØMUen, ikke mindst ved optagelse af Danmark, Storbritannien og Sverige, ville kræve en nyvurdering af den islandske situation. Denne situation er i og for sig uændret, selvom det er nu blevet besluttet at holde folkeafstemning om et eventuelt ØMU-medlemskab i Danmark i September.<br /> <br /> Med hensyn til de umiddelbare økonomiske effekter af euroen kan man sige at euroens fald siden indførelsen har påvirket den islandske økonomi i en negativ retning idet eksportindustrien er blevet hårdt ramt medens lavere importpriser ikke er blevet noteret i nogen større grad.<br /> <br /> Jeg mener imidlertid at euroens indflydelse, på ikke alene medlemslandene men også på de lande som står udenfor ØMUen, ikke bør bedømmes på kort sigt men i et længere perspektiv idet denne indebærer en så stor omvæltning eller systemskifte indenfor den europæiske økonomiske politik. Euroens indflydelse på de enkelte lande hænger derfor sammen med hvordan den og ØMEen i helhed vil bidrage til økonomisk stabilitet i Europa. Dette bliver den helt afgørende faktor.<br /> <br /> <strong>Hvad betyder euroen for den økonomiske politik?</strong><br /> <br /> Det er blevet fremhævet at ØMUen begrænser handlefriheden i den økonomiske politik, ikke kun for medlemslandene men også for de lande som står udenfor. Selvom pengepolitikken fortsat bliver af afgørende betydning er handlefriheden allerede noget indskrænket på grund af globaliseringsprocessen og liberalisering af internationale kapitalbevægelser. Mulighederne for at anvende valutapolitikken til at møde eksterne shocks er også blevet indsnævret.<br /> <br /> Dette medfører at der bør lægges endnu større vægt på finanspolitikken og strukturpolitiske indgreb. For at kunne anvende finanspolitikken til at opretholde økonomisk stabilitet må der føres ansvarlig økonomisk politik som satser på overskud på de offentlige finanser og faldende offentlig gæld. I de lande hvor råvarer eller naturresourcer spiller en større rolle i økonomien, som for eksempel Island, kræves der en endnu stærkere indsats for at sanere de offentlige finanser end i andre lande idet dette indebærer at mulighederne for eksterne shocks er større. Derfor vil der i Island fortsat blive lagt op til at opnå overskud på de offentlige finanser på længere sigt.<br /> <br /> Selvom den islandske regering har besluttet ikke at søge om medlemskab af EU på nuværende tidspunkt er vi medvidende om at ikke alene ØMUen men de internationale forhold som helhed stiller krav til alle lande, uanset om de er medlemmer af ØMUen eller ikke, om at der føres ansvarlig økonomisk politik samtidig som erhvervslivets konkurrenceforhold er forbedret.<br /> <br /> Jeg mener at den økonomiske politik som den islandske regering har ført har mødt de udfordringer som denne situation har krævet. Vi har lagt stor vægt på at forbedre erhvervslivets konkurrenceforhold for at kunne leve op til de nye og ofte hårde vilkår der globaliseringen medfører. De skattemæssige forhold er blevet ændret som medfører at de islandske firmaer er blandt de mindst beskattede i Europa. Samtidig er der blevet lagt vægt på videreuddannelse o.l. for at imødekomme større krav om uddannelse af arbejdskraften og herved bidrage til mindre arbejdsløshed. Men alfa og omega i den økonomiske politik har været at opretholde og bidrage til økonomisk stabilitet.<br /> <br /> <strong>Har denne politik været vellykket?</strong><br /> <br /> Jeg mener ja, i høj grad. Ikke alene har dette bidraget til høj og vedvarende økonomisk tilvækst der har været på 4-5 procent i gennemsnit i de sidste fem år, men også til at styrke de nye industrigrene, den såkaldte nye økonomi. Selvom ret kraftige produktivitetsstigninger indenfor den islandske økonomi i de allersidste år ikke alene skyldes kraftig fremgang i de såkaldte high-tech industrier, f.eks. informations- , telekommunikations- og bioteknologisektorerne, så er tilvæksten her mest markant. Dette gælder både investeringer og produktion som ligger langt over gennemsnittet.<br /> <br /> Stærk fremgang på det indenlandske aktiemarked har også bidraget positivt til væksten i de nye sektorer. Samtidig vil jeg også nævne en kraftig tilvækst i portfolioinvesteringer i udlandet som har vokset fra næsten nul for 5-6 år siden til omkring 20 procent af BNP i år. Dette har bidraget til et bredere grundlag for den islandske økonomi.<br /> <br /> <strong>Hvordan vil dette påvirke den økonomiske politik?</strong><br /> <br /> For det første er dette en meget positiv udvikling som har bidraget til øget tilvækst i Island. Jeg er også overbevist om at vi har kun set toppen af isbjerget idet informationsteknologien indtil nu har mest slået igennem indenfor de nye industrier. Jeg tror vi kan forvente yderligere stigninger i produktiviteten når denne teknologi for alvor gør sig gældende indenfor de "gamle og mere traditionelle" industrier. Men selvom den nye økonomi har haft betydelig indflydelse på det økonomiske forløb, ikke alene i USA men også i andre lande, f.eks. i Island, så er dette ikke ensbetydende med at alle problemer er væk. Det er de ikke. Vi må fortsat vogte de "gamle" problemer, dvs, inflationstendenser, overophedning o.s.v. Dette stiller i hvert fald de samme krav til den økonomiske politik som før, om ikke endnu større.<br /> <br /> Afslutningsvis vil jeg sige at vi vil nøje følge med den udvikling der er i gang i Europa, ikke mindst i lyset af den udvidelse af EU der formentlig vil finde sted i de allernæste år. Men vi føler ingen umiddelbar trang til at panikere selvom denne udvidelse finder sted. Til syvende og sidst mener jeg at det vigtigste økonomiske mål er at sikre erhvervslivets konkurrenceevne i en verden der i voksende grad kendetegnes af øget globalisering og integration. Disse målsætninger vil blive kernen i den økonomiske politik i Island i de kommende år.<br /> <br /> </p>

2000-04-27 00:00:0027. apríl 2000Den islandske økonomi og handelen mellem Danmark og Island i gennem tiderne. Det dansk - islandske handelskammer

<P><B><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Ávarp hjá dansk-íslenska</FONT></B><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman"> </FONT><B><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">verslunarráðinu</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Kaupmannahöfn 27. apríl 2000</FONT></B><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=5 FACE="Times New Roman">Den islandske økonomi</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=5 FACE="Times New Roman">og handelen mellem Danmark og Island</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=5 FACE="Times New Roman">i gennem tiderne</FONT></B></DIV><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">(Hið talaða orð gildir)</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Mine damer og herrer.</FONT><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Lad mig først sige tak for indbydelsen til dette møde og for at få lov til at sige nogle ord ved denne lejlighed. Oprettelsen af det dansk-islandske handelskammer er endnu et eksempel på de meget tætte kontakter der har været mellem Island og Danmark i gennem tiderne. Man kan næsten undre sig over at dette ikke er blevet gjort for længe siden.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Idet vi har nu bevæget os ind i dette århundredes allersidste år synes jeg det kunne være på plads at starte med at kigge lidt tilbage i tiden og se hvordan kontakterne mellem Danmark og Island, især på det økonomiske og handelsmæssige område, har udviklet sig. Derefter vil jeg kort redegøre for den økonomiske situation i Island, ikke mindst på de områder som vil formentlig være af størst interesse for denne forsamling. Herunder vil jeg blandt andet nævne de lovmæssige ændringer der har allerede nu fundet sted eller er under behandling i Altinget og som styrker det islandske erhvervslivs konkurrenceevne og hermed bidrager til voksende internationalisering. Tilsidst vil jeg meget kort komme ind på hvordan vi ser på situationen i Europa i lyset af den fælles mønt og Møntunionen.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=5 FACE="Times New Roman">Handelsmæssige og andre kontakter mellem Danmark og Island</FONT></B></DIV><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Som bekendt går kontakterne mellem Island og Danmark meget langt tilbage i tiden. I mellemtidsalderen kan man næsten sige at Danmark var vores eneste handelspartner idet der dengang herskede handelsmonopol mellem disse to lande. Selvom handelsmonopolen var for længst blevet afsluttet var Danmark selv i begyndelsen af dette århundrede placeret på en overbevisende første plads i dette henseende med mere end halvdelen af eksporthandelen og omkring 40 procent af vores vareimport.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Danmark er stadigvæk blandt vores vigtigste handelspartnere, men markedsandelen er selvklart faldet væsentligt og ligger nu på omkring 6-7 procent i gennemsnit. Der importeres fortsat mere fra Danmark til Island end der eksporteres fra Island til Danmark. Selvom fiskeprodukter fremstår som den vigtigste del af vores eksport er det bemærkelsesværdigt at begge lande eksporterer samme slags varer til hinanden, for eksempel maskiner, tøj og andre ting, herunder blandt andet madvarer.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Men det er ikke alene på det handelsmæssige område som tråderne ligger tæt sammen mellem Island og Danmark idet de første islandske økonomer er også blevet uddannet i Danmark. Den første Islænding, i hvert fald i den senere tid, som havde forstand på økonomiske spørgsmål var Islands største frihedskæmper, nemlig Jón Sigurðsson. Han var ikke en uddannet økonom men hans indsyn og forstand på det økonomiske område var så stort at man kan uden tvivl placere ham som den første frihandelsøkonom i Island. Det er også bemærkelsesværdigt at der i perioden inden anden verdenskrig næsten udelukkende var tale om at islandske økonomer blev uddannet i Danmark.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Jeg kan næsten ikke undlade også at nævne de særlige literære kontakter som har knyttet Island og Danmark sammen. Medens vores forældre var ivrige læsere af de kendte danske tidsskrifter, som for eksempel Familie Journalen, Hjemmet, Alt for damerne og lignende læste vi om Anders And, Joakim og hans venner.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Jeg kan endnu huske et af de guldkorne der faldt fra Anders And, det var vel i 1958, hvor han sagde meget karakteristisk, og som minder om økonomernes rådgivning i dag, at nu var der så mange svar til rede at der var ikke spørgsmål nok.</FONT><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman"> </FONT><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=5 FACE="Times New Roman">Den islandske økonomi</FONT></B></DIV><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Men al spøg til side. Lad os nu kigge lidt på dagens økonomiske situation i Island og hvordan denne har udviklet sig inden for de seneste år. Men først et kort blik tilbage i tiden. Den islandske økonomi har i gennem tiderne været kendetegnet med kraftige svingninger i bruttonationalproduktet og høj inflation. Samtidigt må man indrømme at den økonomiske politik ikke altid har været tilrettelagt på en sådan måde at denne bidrog til økonomisk stabilitet.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Disse tider er heldigvis forbi. For knap ti år siden blev der lagt op til et systemskifte indenfor det økonomiske område. I stedet for centralisering og handelsmæssige begrænsninger på flere områder blev der lagt vægt på liberalisering, decentralisering, øget frihandel og frie kapitalbevægelser, ind og ud af landet. Samtidig er der foretaget forskellige indgreb for at styrke erhvervslivets konkurrenceevne, herunder blandt andet skattelettelser. Islands deltagelse i det Europæiske økonomiske område har også bidraget til denne udvikling.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Den økonomiske politik er også blevet tilrettelagt på en sådan måde at denne bidrager til økonomisk stabilitet. Finanspolitikken er blevet strammet med det resultat at der er nu tale om et overskud på de samlede offentlige finanser i stedet for underskud gennem en længere periode. Pengepolitikken er også blevet strammet ind for at dæmpe efterspørgselsprésset ved renteforhøjelser som har bidraget til en yderligere forstærkning af den islandske króna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Denne udvikling har medført væsentlige ændringer, ikke mindst på penge- og kapitalmarkedet. Både aktie- og værdipapirmarkedet i Island har vokset eksponentielt inden for de allersidste år. Samtidig har både investeringer i udlandet og udenlandske investeringer i Island vokset enormt, eller fire- til femdoblet siden 1992.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">I denne forbindelse vil jeg også nævne at selvom fiskeriet vil fortsat blive af afgørende betydning for den islandske økonomi er der indenfor de seneste år vokset frem andre erhvervsgrene, ikke mindst indenfor software, bioteknologi, energi, telekommunikation og turism, som ventes at bidrage til fortsat øget økonomisk tilvækst nærmest uanset hvad der sker indenfor de mere traditionelle erhvervsgrene. Dette fænomen er ikke begrænset til Island idet det anses for at være ledende faktor i det kraftige og vedvarende konjunkturopsving for eksempel i USA i de senere år og som mange mener at vil vare for evigt. Med andre ord, den såkaldte nye økonomi. Der er delte meninger om denne teori men faktum er at Island har nu gået igennem en vækstperiode som har varet længere en nogen sinde før og er nu inde i det ottende år med uafbrudt tilvækst, heraf de sidste fem år med en årlig vækstrate på mellem 4-5 procent.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Denne favorable udvikling hvor der er blevet satset på øget globalisering og forbedret konkurrenceevne samt med at bidrage til økonomisk stabilitet er også blevet fremmet ved adskillige ændringer på det lovmæssige område.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Herunder vil jeg kort nævne at finansministeret har fremlagt et lovforslag der vil medføre at anvendelsen af såkaldte "stock-options" mellem lønmodtagere og arbejdsgivere vil blive smidigere end i dag. Dette vil uden tvivl bidrage til at dette bliver anvendt i en større grad end hidtil til gavn for både lønmodtageren og arbejdsgiveren. Her har vi især taget udgangspunkt i gældende regler i USA. Meget kort bliver der nu tale om to muligheder når det gælder beskatning af disse. Generelt gælder at forskellen mellem markedsværdien og den pris som lønmodtageren betaler for aktierne bliver beskattet som almindelige indtægter. Men der er også mulighed for særbehandling når bestemte kriterier er opfyldt hvor en eventuel kapitalgevinst, dvs. forskellen mellem købsværdi og salgsværdi, bliver beskattet som andre kapitalindtægter, dvs. med 10 procent skat.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Jeg vil også nævne en læmpelse af nuværende regler om fradrag fra indkomstskat ved køb af aktier fra udlandet, men hidtil har dette udelukkende dækket køb af indenlandske aktier.</FONT><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman"> </FONT><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Tilsidst vil jeg nævne at regeringen har fremlagt et lovforslag som bidrager til øget pensionsopsparing idet det indkomstskattefrie bidrag til pensionsopsparing bliver forhøjet fra 12 til 20 procent af lønnen, uanset om dette kommer fra lønmodtageren direkte eller fra arbejdsgiveren.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Jeg er overbevist om at disse ændringer vil bidrage både til et mere konkurrencedygtigt erhvervsliv, øget privat opsparing og økonomisk stabilitet.</FONT><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT SIZE=5 FACE="Times New Roman">Island og Møntunionen</FONT></B></DIV><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman"> Selvom Island står udenfor EU er det selvklart at vi vil blive påvirket af Møntunionen og den fælles mønt fremover. I denne forbindelse vil jeg nævne at en-tredje del af vores udenrigshandel er med nuværende euro-11 lande og at de resterende fire EU-lande står for en lignende andel. Dette alene gør det selvklart at vi vil nøje følge med udviklingen indenfor den Europæiske Møntunion og for den slags skyld også indenfor den Europæiske Union.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">I denne forbindelse har regeringen nedsat et udvalg for at vogte situationen og udsigterne. I en delrapport som blev fremlagt for 1S år siden blev der konkluderet at ØMUen ville bidrage både positivt og negativt til den økonomiske udvikling i Island. Endvidere blev der konkluderet at der ikke var behov for umiddelbare ændringer af den fast eller stabil valutakurspolitik der er blevet ført i Island siden 1993. Der blev lagt vægt på at den økonomiske politik, både finans- og pengepolitikken, skulle bidrage til økonomisk stabilitet.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Men samtidig blev man enig om at eventuelle ændringer og udvidelse af medlemskabet i ØMUen, dvs. ved optagelse af Danmark, Storbritannien og Sverige, ville kræve en nyvurdering af den islandske situation. Denne situation er i og for sig uændret selvom det er nu blevet besluttet at holde folkeafstemning om et eventuelt ØMU-medlemskab i Danmark henimod slutningen af September.</FONT><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman"> </FONT><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Jeg mener at spørgsmålet om at ØMUen begrænser handlefriheden i den økonomiske politik ikke kun er aktuelt for medlemslandene men også de lande som står udenfor. Handlefrihed hvad pengepolitikken angår er allerede indskrænket på grund af globaliseringsprocessen og liberalisering af kapitalbevægelser. Mulighederne for at anvende valutapolitikken til at møde eksterne shocks er også blevet indsnævret. Derfor er der faktisk kun finanspolitikken og strukturpolitiske indgreb som er tilbage. For at kunne anvende finanspolitikken for at opretholde økonomisk stabilitet må der føres ansvarlig økonomisk politik som satser på overskud på de offentlige finanser og faldende offentlig gæld. I de lande hvor råvarer eller naturresourcer spiller en større rolle i økonomien, som for eksempel Island, kræves der endnu stærkere indsats for at sanere de offentlige finanser end i andre lande idet dette indebærer at mulighederne for eksterne shocks er større. Derfor er der i Island lagt op til at opnå overskud på de offentlige finanser på længere sigt.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Selvom den islandske regering har besluttet ikke at søge om medlemskab af EU på nuværende tidspunkt er vi medvidende om at, ikke alene ØMUen men de internationale forhold som helhed, stiller krav til alle lande om at der føres ansvarlig økonomisk politik samtidig som erhvervslivets konkurrenceforhold er forbedret.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=4 FACE="Times New Roman">Jeg mener at den økonomiske politik som den islandske regering har ført har mødt de udfordringer som denne situation har krævet. Samtidig vil vi også nøje følge med den udvikling der er i gang i Europa, ikke mindst i lyset af den udvidelse af EU der formentlig vil finde sted i de allernæste år.</FONT>

2000-04-11 00:00:0011. apríl 2000Frumvarp til laga um kosningar til Alþingis. Framsaga fjármálaráðherra

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Framsaga fjármálaráðherra </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">með frumvarpi til laga um kosningar til Alþingis </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">11. apríl 2000</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Herra forseti.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég mæli hér fyrir frumvarpi til laga um kosningar til Alþingis sem hæstvirtur forsætisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi í eigin nafni, en ég hef framsögu fyrir í fjarveru hans.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Undirbúningur málsins</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á síðasta þingi voru samþykkt hér á Alþingi, öðru og síðara sinni, stjórnarskipunarlög um breytingar á því ákvæði stjórnarskrárinnar, er leggur grundvöllinn að lýðræðislegum kosningum til þess vettvangs, sem hér er saman kominn. Þegar forsætisráðherra mælti öðru og síðara sinni fyrir frumvarpi því, er varð að þessum lögum, minntist hann þess að Alþingi hafði á þinginu þar á undan, 123. [hundrað tuttugasta og þriðja] löggjafarþingi haft til meðferðar frumvarp til nýrra kosningalaga, sem þá varð ekki útrætt. Frumvarp þetta var samið af nefnd, sem fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra hafði skipað samkvæmt tilnefningum allra þingflokka, er þá áttu sæti á Alþingi, til að endurskoða kosningalöggjöfina að öðru leyti en því, er laut að kjördæmaskipan og úthlutun þingsæta, en það verkefni hafði verið í höndum sérstakrar nefndar, er forsætisráðherra skipaði í því skyni haustið 1997. Svo sem fram kom í framsöguræðu þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra með þessu frumvarpi hafði nefndinni, er hann hafði skipað, ekki unnist tími til að ljúka nema hluta endurskoðunar sinnar og skilaði því auk tillagna sinna lista yfir fjölmörg atriði, sem nefndin taldi eðlilegt að yrðu áfram til skoðunar, eftir atvikum í tengslum við þá endurskoðun, sem framkvæma þyrfti vegna þeirra breytinga á stjórnarskrá, sem þá voru til umfjöllunar. Í stað þess að leita á síðasta þingi eingöngu eftir þeim breytingum á kosningalögum, sem breytingar á stjórnarskrá útheimtu, féllst forsætisráðherra á þessi sjónarmið og bauð þingflokkunum til samstarfs um endurskoðun kosningalaganna í heild sinni þannig að unnt yrði að taka afstöðu til heildstæðrar kosningalöggjafar á því þingi sem nú situr.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í þessu skyni var síðastliðið haust skipuð sú nefnd, sem mér var falið að leiða og samið hefur frumvarp það, er nú liggur fyrir hinu háa Alþingi. Auk mín var í nefndina skipað samkvæmt tilnefningum þingflokka stjórnarflokkanna háttvirtir alþingismenn Sigríður Anna Þórðardóttir og Kristinn H. Gunnarsson og samkvæmt tilnefningum þingflokka utan ríkisstjórnar háttvirtir alþingismenn Guðmundur Árni Stefánsson og Steingrímur J. Sigfússon. Nefnd þessi skilaði forsætisráðherra tillögum sínum í frumvarpsformi í lok síðasta mánaðar og eru þær lagðar efnislega óbreyttar fyrir Alþingi. Háttvirtum alþingismönnum eiga þó ekki að vera tillögur nefndarinnar alveg ókunnar, þar eð nefndarmenn hafa, hver á sínum vettvangi, kynnt samverkamönnum sínum þær hugmyndir, sem unnið hefur verið með, eftir því sem störfum nefndarinnar miðaði áfram.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Forsendur nefndarstarfsins</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í samræmi við það sem ég hef nú rakið var hlutverk nefndarinnar samkvæmt skipunarbréfi tvískipt. Annars vegar að fylgja eftir og útfæra í lögum þær breytingar sem gerðar voru á 31. gr. stjórnarskrárinnar með stjórnarskipunarlögum nr. 77/1999, um breytingar á kjördæmaskipan og úthlutun þingsæta. Hins vegar að endurskoða kosningalögin að öðru leyti og leggja til breytingar eftir því sem ástæða þætti til.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við fyrri þátt nefndarstarfsins lagði nefndin til grundvallar að stjórnarskrárbreytingin byggðist á tillögum nefndar, er forsætisráðherra skipaði haustið 1997 samkvæmt tilnefningum allra stjórnmálaflokka, er þá áttu sæti á Alþingi, og forystumenn sömu flokka stóðu sameiginlega að við flutning málsins hér á hinu háa Alþingi. Nefndin hefur því í öllum meginatriðum útfært þær lagabreytingar, sem stjórnarskrá gerir nú ráð fyrir, í samræmi við það þverpólitíska samkomulag, er lá stjórnarskrárbreytingunni til grundvallar. Þó er í nokkrum tilvikum vikið frá þeim tillögum, er forystumenn stjórnmálaflokkanna kynntu í stjórnarskipunarlagafrumvarpi því, er Alþingi fjallaði um á 123. löggjafarþingi, en þó hvergi svo, að raski þeim markmiðum, sem þeim voru settar. Að þessum atriðum vík ég nánar við umfjöllun einstakar greinar frumvarpsins.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Síðari þáttur nefndarstarfsins var einnig tvískiptur. Annars vegar lá fyrir nefndinni lagafrumvarp það, er lagt var fyrir Alþingi á 123. löggjafarþingi en varð ekki útrætt, eins og ég hef þegar vikið að. Í því var að finna ýmsar breytingar á kosningalögum, er samstaða hafði tekist um í nefnd þeirri, er frumvarpið samdi og í áttu sæti fulltrúar allra þingflokka, er starfandi voru við upphaf þess þings, meðal annarra. Hins vegar lá fyrir nefndinni listi atriða, sem þessari fyrri nefnd hafði ekki tekist að ljúka umfjöllun um, en taldi engu að síður rétt, að yrðu áfram til skoðunar. Þar eð umfjöllun um aðrar og brýnni breytingar á kosningalögum í fyrri hluta nefndarstarfsins tók drjúgan tíma og brýnt var orðið að leggja þær fyrir Alþingi í frumvarpsformi, tók nefndin þann kostinn, að fella breytingartillögur, sem samstaða hafði tekist um í fyrri nefndinni, inn í sínar tillögur ásamt nokkrum öðrum, en leggja lista yfir óútkljáð atriði til hliðar að svo stöddu. Á þessum lista eru þó atriði sem ástæða er til að fjallað verði um áfram og eftir atvikum tekin í lög fyrir næstu kosningar. Þau varða bæði umgjörð kosninga, svo sem kynningu þeirra, aðgang að kjörskrám og vinnslu upplýsinga úr þeim, skoðanakannanir í nánd kosninga og kjósendarannsóknir á kjörstað, svo og framkvæmd kosninga, svo sem tilhögun atkvæðagreiðslu, bæði á kjörfundi og utan kjörfundar, og talningu atkvæða á fleiri stöðum í kjördæmi, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess hljóta örar framfarir í tölvu- og hugbúnaðartækni að kalla á stöðuga endurskoðun á því, hvernig þær geti best þjónað og auðveldað framkvæmd kosninga á hverjum tíma. Þessi atriði þarfnast hins vegar skoðunar á lengri tíma en þeim, sem nefnd sú, er þetta frumvarp samdi, hafði til umráða. Því lagði hún áherslu á það í skilabréfi sínu til forsætisráðherra að umfjöllun um þau yrði fram haldið á vegum hæstvirts dóms- og kirkjumálaráðherra, eftir að þingið hefur lokið meðferð þess frumvarps, sem hér er til fyrstu umræðu.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Markmið frumvarpsins</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Markmið þessa frumvarps stjórnast nokkuð af því tvískipta hlutverki sem nefndinni var falið og ég hef nú gert grein fyrir. Meginmarkmið breytinga á kjördæmaskipan og úthlutun þingsæta er eins og flestum er kunnugt að draga úr því misvægi atkvæða milli landshluta, sem búsetuþróun í landinu hefur því miður valdið og farið hefur vaxandi undanfarin ár. Þannig mældist mesta misvægi atkvæða á milli kjördæma 1:4 [einn á móti fjórum] miðað við kjósendur á kjörskrá fyrir síðustu kosningar, (þ.e. milli Reykjaness og Vestfjarða) í samanburði við 1:3,22 [einn á móti þremur komma tuttugu og tveimur] fyrir kosningarnar 1995 (milli Reykjavíkur og Vestfjarða). Allir stjórnmálaflokkar, sem lengst af síðasta kjörtímabils áttu fulltrúa hér á hinu háa Alþingi, hafa með einum eða öðrum hætti ályktað um, að þetta misvægi yrði að jafna, og eftir að tillögur um þær stjórnarskrárbreytingar, sem nú hafa verið gerðar, komu fram, sýndu mælingar á viðhorfi kjósenda, að meirihluti þeirra er sömu skoðunar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Grundvöllur þeirra breytinga, sem hér eru lagðar til í þessu skyni, var lagður með stjórnarskrárbreytingu þeirri, er fjallað hefur verið um á tveimur síðustu þingum. Ég tel því ekki ástæðu til að flytja það mál aftur hér eða gera ítarlega grein fyrir forsendum þeirra breytinga, sem þær leggja grunninn að. Þó tel ég ástæðu til að minna á, að áður en þær tillögur voru settar fram, sem nú hafa verið teknar í stjórnarskrá, var fjöldi hugmynda um breytingar á kosningakerfinu til að jafna vægi atkvæða kannaður og ýmsar leiðir þrautreyndar í því skyni. Niðurstaða þeirrar könnunar var sú, að því markmiði yrði ekki náð, þannig að um það ríkti sæmileg sátt og að uppfylltum öðrum skilyrðum, án þess að hreyfa með nokkuð afgerandi hætti við skipan landsins í kjördæmi og leita eftir gagngerum endurbótum á því kerfi, sem kosið er samkvæmt til þess vettvangs, sem hér er saman kominn.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðrar forsendur þessara breytinga voru fólgnar í því, að heildarfjöldi þingsæta yrði óbreyttur, en skipt niður á kjördæmi þannig að þingsætafjöldi í hverju þeirra yrði sem jafnastur. Jafnframt var á því byggt að jöfnuður yrði á milli stjórnmálasamtaka á landsvísu þannig að fjöldi þingsæta hvers flokks yrði í sem fyllstu samræmi við kjörfylgi. Síðast en ekki síst hefur verið leitast við að gera kosningakerfið einfaldara og auðskiljanlegra en verið hefur, enda er fátt fremur til þess fallið að draga máttinn úr frjálsum kosningum og kosningaþátttöku almennings en flókið og illskiljanlegt kosningakerfi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Markmið annarra breytinga, sem lagðar eru til í þessu frumvarpi, má segja að eigi það sammerkt, að auðvelda kjósendum að neyta kosningarréttar síns og bæta úr ýmsum ágöllum sem komið hafa fram við framkvæmd kosninga á undanförnum árum. Við gerð þeirra var hliðsjón höfð af nýlegum lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, og þá jafnframt byggt á þeirri reynslu sem fékkst af framkvæmd þeirra laga við framkvæmd síðustu sveitarstjórnarkosninga. Almennt miða þessar breytingar að því, að skapa kosningum til Alþingis umgjörð, sem gert getur framkvæmd þeirra einfaldari og greiðari án þess að draga um leið úr öryggi.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Einstakar breytingar</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mun ég nú, herra forseti, víkja að helstu breytingum, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, en um nánari greinargerð fyrir einstökum breytingum vísast að öðru leyti til athugasemda við einstakar greinar frumvarpsins. Framsetning og efnisskipan er reyndar nokkuð breytt frá núverandi lögum. Til hægðarauka er yfirlit um kafla- og greinaskipan frumvarpsins því birt í 4. kafla almennu greinargerðarinnar með því.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kosningarréttur og kjörgengi</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. kafla frumvarpsins eru tiltekin skilyrði kosningarréttar og kjörgengis. Þau ákvæði eru í öllum meginatriðum óbreytt en þó er því aukið við að umboðsmaður Alþingis skuli, eins og hæstaréttardómarar, ekki teljast kjörgengur til Alþingis. Er það og í samræmi við almenn starfsgengisskilyrði umboðsmanns.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kjördæmi</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 2. kafla frumvarpsins er komið að afmörkun landsins í kjördæmi og skiptingu þingsæta milli hvers þeirra. Samkvæmt 2. mgr. 31. gr. stjórnarskrárinnar skulu kjördæmin vera fæst sex en flest sjö að tölu. Í 6. gr. frumvarpsins er lagt til að kjördæmin verði sex, þrjú landfræðilega stærri kjördæmi á landsbyggðinni og þrjú landfræðilega minni kjördæmi á höfuðborgarsvæðinu. Með þessu móti verða kjördæmin hins vegar öll svipuð að stærð miðað við fjölda kjósenda í hverju þeirra. Það gerir að verkum að heildarfjöldi þingsæta í hverju kjördæmi getur verið áþekkur án mikils misvægis atkvæða á milli þeirra og hægt er að úthluta fleiri þingsætum í kjördæmi á grundvelli úrslita í kjördæminu sjálfu, sbr. 8. gr. frumvarpsins. Miðað við kjósendur á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum ætti mesta misvægi atkvæða á milli kjördæma samkvæmt þeirri skiptingu, sem hér er lögð til, að nema 1:1,85 [einum á móti einum komma áttatíu og fimm].</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Um staðbundna skiptingu landsins í kjördæmi vísa ég að öðru leyti til frumvarpsins. Þar er nýmæli að mörk þeirra séu dregin með vísan til þeirra sveitarfélaga, sem heyra til hverju þeirra, enda er skipting landsins í sýslur og flokkun í kaupstaði og hreppa, svo sem núverandi afmörkun tekur mið af, löngu afnumin. Í 2. mgr. 6. gr. er þó að finna ákvæði er kemur í veg fyrir að breytingar á mörkum sveitarfélaga hafi áhrif á mörk kjördæma, nema afstaða sé til þess tekin á þann hátt sem 2. mgr. 129. gr. frumvarpsins gerir ráð fyrir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sú kjördæmaskipan, sem hér er lögð til, er í öllum meginatriðum í samræmi við þá afmörkun, sem boðuð var þegar stjórnarskrárbreytingin var til meðferðar á fyrra þingi. Frá því eru þó tvö frávik. Annars vegar er lagt til að sveitarfélagið Hornafjörður teljist til Suðurkjördæmis í stað Norðausturkjördæmis, en sú tilhögun var tekin til endurskoðunar í kjölfar þess að bæjarstjórnin á Hornafirði kom á framfæri við nefndina, er frumvarpið samdi, niðurstöðum skoðanakönnunar, er bæjarstjórnin lét gera meðal kosningarbærra manna í sveitarfélaginu, og lýsti vilja yfirgnæfandi meirihluta þeirra, sem afstöðu tóku, til að heyra til Suðurkjördæminu. Þegar til þess var litið að það var og sú skipan sem upphafleg aðaltillaga svonefndrar kjördæmanefndar gerði ráð fyrir og að breyting í þessa veru raskar ekki meginmarkmiðum frumvarpsins um vægi atkvæða milli einstakra kjördæma og fjölda þingsæta í hverju þeirra, þótti ekki ástæða til að halda í fyrri skipan.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hins vegar er lagt til að mörk Reykjavíkurkjördæmanna tveggja verði dregin frá vestri til austurs, í suðurkjördæmi og norðurkjördæmi, en fyrri tillaga gerði ráð fyrir að borginni yrði skipt frá norðri til suðurs, í vesturkjördæmi og austurkjördæmi. Skipting Reykjavíkur í tvö kjördæmi er óhjákvæmileg til að fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi geti verið sem jafnastur. Til að vægi atkvæða í hvoru Reykjavíkurkjördæmanna um sig verði ennfremur sem jafnast þurfa þau einnig að vera því sem næst jafnstór með tilliti til fjölda kjósenda að baki hverju þingsæti. Mörkin milli kjördæmanna þurfa því að vera hreyfanleg eftir því sem borgin vex og íbúum hennar fjölgar. Á þessum forsendum er landskjörstjórn falið að ákveða mörk suður- og norðurkjördæmis í Reykjavík, sbr. niðurlag 1. mgr. 6. gr., eftir búsetu kjósenda innan borgarinnar samkvæmt þeim viðmiðunum sem fram koma í 7. gr. frumvarpsins. Samkvæmt þeim skulu mörkin dregin fyrir hverjar kosningar þannig að kjósendur að baki hverju þingsæti, að jöfnunarsætum meðtöldum, verði nokkurn veginn jafnmargir í hvoru kjördæmi um sig. Þegar til þess var litið hvernig skipulag borgarinnar í götur og hverfi gæti nýst í því skyni, þótti sú skipting, sem hér er lögð til, í suður- og norðurkjördæmi, til lengri tíma litið bæði geta gefið betri þverskurð af borginni m.t.t. aldursdreifingar íbúa, framtíðarþróunar borgarinnar og uppbyggingar hennar í austurátt svo og gera hvort kjördæmi um sig líkara hinu, en annars myndi verða. Í 7. gr. er einnig áréttað að hvort kjördæmi um sig ætti, eftir því sem kostur er, að vera sem samfelldust heild. Í því skyni ættu meginumferðaræðar borgarinnar um Miklubraut og Vesturlandsveg að nýtast vel til að draga mörkin milli kjördæmanna, enda þótt útlit sé fyrir að einhver frávik verði á hverjum tíma að gera þar á, til að ekki muni of miklu á fjölda kjósenda að baki hverju þingsæti í hvoru kjördæmi um sig. Horfið var frá því að festa í lögin ákveðið hlutfall á því, sem skeika má á fjölda kjósenda innan hvors þeirra um sig, en í fyrri útgáfu var það bundið við tvo af hundraði. Engu að síður er litið svo til að frávik á milli þeirra megi vart fara langt yfir það hlutfall, enda þótt ekki megi fylgja því svo strangt eftir að mörkin verði dregin gegnum hús og stigaganga. Hér skal því áréttað að mörkin ber í lengstu lög að miða við hverfaskiptingu og eftir atvikum götur í Reykjavík, rétt eins og tíðkast hefur við skiptingu borgarinnar í kjördeildir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 8. gr. frumvarpsins er þingsætum skipt á milli kjördæma innan þeirra heimilda sem stjórnarskrá veitir. Samkvæmt henni skulu kjördæmissætin að lágmarki vera sex í hverju kjördæmi og jöfnunarsæti bundin ákveðnum kjördæmum. Hér er lagt til að heildarfjöldi þingsæta í hverju þeirra verði nokkurn veginn sá sami, þ.e. tíu þingsæti í hverju landsbyggðgarkjördæmanna, en ellefu sæti í hverju þéttbýliskjördæmanna. Innan hvers kjördæmis skiptist sætin síðan þannig að kjördæmissætin verða níu talsins, en jöfnunarsæti tvö í hverju þéttbýliskjördæmanna og eitt í hverju landsbyggðarkjördæmanna. Með þessu móti verða kjördæmissæti í hverju kjördæmi jafnmörg en það þýðir að stjórnmálasamtök þurfa að fá hlutfallslega jafnmörg atkvæði í hverju þeirra til að fá úthlutað slíku sæti. Þá benda útreikningar ekki til annars en að samtals níu jöfnunarsæti í sex álíka stórum kjördæmum ættu að duga til að tryggja sæmilega vel jöfnuð milli stjórnmálasamtaka miðað við fylgi þeirra á landsvísu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Loks er í 9. gr. frumvarpsins útfærð sú regla, sem tekin var í 5. mgr. 31. gr. stjórnarskrárinnar og ætlað er að koma í veg fyrir að misvægi atkvæða fari yfir 1:2 [einn á móti tveimur] milli einstakra kjördæma. Ef kjósendur að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunarsætum, eru eftir alþingiskosningar orðnir helmingi færri í einu kjördæmi en einhverju öðru kjördæmi, er landskjörstjórn samkvæmt þessu ákvæði falið að breyta fjölda kjördæmissæta í kjördæmum til að draga úr þessum mun. Ég vek athygli á að hér er atkvæðamisvægið bundið við það hámark, sem stjórnarskrá leyfir, enda þótt hún heimili að gengið sé lengra í jöfnunarátt. Um það er þó ekki gerð tillaga hér. Hitt er hins vegar sérstaklega áréttað, svo sem fram kom við aðra umræðu um stjórnskipunarlagafrumvarpið á síðasta þingi, að heimild landskjörstjórnar til flytja kjördæmissæti undir þessum kringumstæðum er bundin við þau sæti sem eru umfram stjórnarskrárbundið lágmark í hverju kjördæmi.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kjördeildir og kjörstjórnir. Kjördagur.</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úr 3. og 4. kafla um kjördeildir og kjörstjórnir nefni ég það sérstaklega að samræmdar eru reglur um þau mál í öllum sveitarfélögum og sveitarstjórnum falið að skipta sveitarfélagi í kjördeildir og skipa undirkjörstjórnir. Í sveitarfélagi þar sem kjördeildir eru fleiri en ein getur sveitarstjórn jafnframt kosið sérstaka kjörstjórn til að hafa umsjón með starfi undirkjörstjórna. Sama á við þar sem kjördeild er fleiri en ein á sama kjörstað og ef kjörstaðir eru fleiri en einn í sama sveitarfélagi. Þá er tengslum fyrir skyldleika og mægðir bætt við vanhæfisástæður kjörstjórnarmanna, en ekki þykir ástæða og jafnvel ekki tækifæri til að láta jafnstrangar vanhæfisástæður gilda um kjörstjórnarmenn og í stjórnsýslunni að öðru leyti.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 5. kafla er það eitt nýtt að dóms- og kirkjumálaráðuneyti er gert að auglýsa hvenær reglulegar kosningar til Alþingis fara fram. Að öðrum kosti kemur það í hlut forsætisráðuneytis samhliða birtingu þingrofsúrskurðar.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kjörskrár</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ákvæði 6. kafla um kjörskrá eru í meginatriðum óbreytt um aðferðir við gerð kjörskránna enda hefur mikið átak verið gert á síðasta áratug til að færa gerð þeirra nær kjördeginum sjálfum og fækka þannig ágreinings- og kærumálum um, hvar kjósendur geti neytt kosningarréttar síns. Ákvæði um úrlausn hinna síðastnefndu eru þó fyllt og gerð skýrari að fenginni reynslu. Með því að æskilegt þykir að afmörkun kjördæmanna í Reykjavík samkvæmt 7. gr. frumvarpsins geti byggst á sömu upplýsingum og kjörskrár í borginni er hins vegar lagt til að íbúaskrá þjóðskrár verði "fryst" í þessu skyni aðeins fyrr en nú er eða fimm vikum fyrir kjördag í stað þriggja samkvæmt kosningalögunum frá 1995, enda getur kjörskrárgerð í Reykjavík ekki hafist fyrr en mörk kjördæmanna þar hafa verið dregin. Þykir þetta nauðsynleg ráðstöfun, svo sem til varúðar og fyrirhyggju, meðan reynsla er fengin af hinu nýja kerfi, enda þótt hægt kunni að vera að færa þetta svigrúm nær kjördegi aftur síðar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 2. mgr. 23. gr. er jafnframt tekin upp regla, er mælir fyrir um til hvors Reykjavíkurkjördæmanna beri að telja þá, sem eiga þar kosningarrétt, en eru óstaðsettir í hús eða búsettir í útlöndum.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Framboð og listabókstafir stjórnmálasamtaka</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 7. kafla frumvarpsins er fjallað um framboð í alþingiskosningum og í 8. kafla um listabókstafi stjórnmálasamtaka. Nýmæli í þessum köflum eiga það flest sammerkt að stuðla að því, enn frekar en nú er, að full alvara sé að baki framboðum til Alþingis og að þau eigi sér raunverulegan hljómgrunn meðal kjósenda. Þannig er í 31. gr. er gerð krafa til að á framboðslista séu ávallt nöfn tvöfalt fleiri frambjóðenda, en nemur þingsætum í kjördæminu, en hingað til hefur verið látið við það sitja, að frambjóðendur séu jafnmargir þingsætunum, sem kjósa á til. Þá er ákvæðum um fjölda meðmælenda með framboði í 32. gr. breytt og mörkin hækkuð nokkuð. Lætur nærri að lágmarksfjöldi meðmælenda nemi eftir breytinguna um einum af hundraði af kjósendum í hlutaðeigandi kjördæmi. Með sama hætti er fjöldi kjósenda, er undirrita þurfa tilkynningu um listabókstaf nýrra stjórnmálasamtaka, hækkaður í 300, en það er sami fjöldi og minnst þarf til að mæla með framboðslista. Einnig er í þessum köflum að finna ákvæði um að meðmælandi geti ekki mælt með fleiri framboðslistum en einum við sömu kosningar, um afturköllun framboðs og meðmæla með því og um ný stjórnmálasamtök, þar á meðal um að heiti þeirra megi ekki vera þannig, að villst verði á því og á heiti samtaka, sem fyrir eru.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að því leyti sem á kann að skorta að framboðslisti fullnægi þeim formkröfum, sem lýst er í þessum köflum frumvarpsins, er loks ástæða til að vekja athygli á, að í 41. gr. frumvarpsins í 10. kafla er gert ráð fyrir að umboðsmönnum lista gefist yfirleitt kostur á að bæta þar um betur, eftir því sem tími og atvik leyfa, áður en slíkir annmarkar geta haft alvarlegri afleiðingar.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Umboðsmenn. Úrskurður um framboð og auglýsing.</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að öðru leyti tel ég ekki ástæðu til að víkja sérstaklega að ákvæðum 9. kafla um umboðsmenn framboðslista og 10. kafla um úrskurð um framboð og auglýsingu þeirra. Þau eru um flest með svipuðum hætti og verið hefur.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kjörgögn. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla. Kjörstaðir. Atkvæðagreiðsla á kjörfundi.</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 11. til og með 14. kafla er að finna ákvæði um framkvæmd kosninga, bæði utankjörfundaratkvæðagreiðslu og atkvæðagreiðslu á kjörfundi. Ýmis nýmæli eru tekin í þessa kafla til að greiða fyrir atkvæðagreiðslu og gera hana einfaldari. Þessi ákvæði eru þó meðal þeirra, sem ástæða er til að verði áfram til skoðunar, enda er það sameiginlegt hagsmunamál allra stjórnmálasamtaka að kosningar geti gengið sem greiðast fyrir sig.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Meðal nýjunga í þessu frumvarpi má benda á ákvæði um framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, en hún hefur, a.m.k. hér innanlands, á stundum reynst fram úr hófi tafsöm. Í 58. gr. er nú mælt svo fyrir að framkvæmd og afgreiðslutíma utankjörfundaratkvæðagreiðslu skuli hagað þannig að kosning geti gengið sem greiðast fyrir sig. Í sömu grein er sýslumanni heimilað að ákveða að atkvæðagreiðsla geti farið fram á öðrum stað í umdæmi hans, en á embættisskrifstofu eða útibúi, og sams konar heimild er tekin í 59. gr. að því er utanríkisráðuneytið varðar, til að ákveða að atkvæðagreiðsla erlendis geti farið fram á öðrum stað, en í sendiráði, skrifstofu fastanefndar eða ræðismanns. Þá er farþegum á íslensku skipi, sem er á siglingum erlendis eða á fjarlægum miðum, heimilað að kjósa um borð í skipinu, auk áhafnarinnar eins og verið hefur. Í 58. gr. er einnig felld er niður krafa um læknisvottorð til stuðnings ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi og styttur er frestur til að koma slíkri ósk á framfæri úr einni viku í fjóra daga. Er með því móti komið á móts við tillögur er háttvirtur alþingismaður Einar K. Guðfinnssonar hefur ásamt öðrum háttvirtum þingmönnum flutt hér a.m.k. í tvígang og miða að því að stytta þennan frest til hádegis á kjördag. Að svo stöddu þótti þó ekki fært að ganga svo nærri þessum fresti og því svigrúmi er ætla verður þeim, er annast framkvæmd kosninga.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kosningaúrslit í kjördæmum. Úthlutun þingsæta og útgáfa kjörbréfa.</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 15. og 16. kafla er komið að ákvæðum um talningu atkvæða, úrslit kosninga og úthlutun þingsæta. Ákvæði í 15. kafla um kosningaúrslit í kjördæmum eru í nokkrum tilvikum fyllt og skýrð nánar að fenginni reynslu, en eru þó í meginatriðum með sama móti og verið hefur. Verkaskipting milli yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi og landskjörstjórnar er einnig óbreytt þannig að yfirkjörstjórnir annast talningu atkvæða, en landskjörstjórn úthlutar þingsætum og gefur út kjörbréf.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 107. gr. frumvarpsins er lagt til að kjördæmissætum verði úthlutað á grundvelli svonefndar </FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">d'Hondt</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> [dont]- reglu, en það er sama reikniregla og jöfnunarsætum hefur verið úthlutað samkvæmt og lengst hefð er fyrir hér á landi, bæði í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Var hún reyndar notuð við úthlutun kjördæmissæta einnig allt frá því að hlutfallskosningar voru teknar hér upp og fram til 1987 þegar regla "stærstu leifa" tók við. Þeirri reglu var ætlað að auka möguleika minni flokka í fámennari kjördæmum til að fá kosinn þingmann og ná þannig á auðveldari hátt jöfnuði milli flokka á landsvísu. Þessi regla hefur hins vegar þótt ýmsum annmörkum haldin og með því að nýskipan kjördæma miðar að því að stækka þau og draga úr misvægi atkvæða milli þeirra, þykir ekki vera sama þörf og áður á þessari reglu til að tryggja jöfnuð milli flokka. Við útfærslu breytinga á kosningakerfinu var því lagt til grundvallar að útreikningur á úrslitum kosninga og úthlutun þingsæta, bæði kjördæmissæta skv. 107. gr. og jöfnunarsæta skv. 108. gr., byggðist á [dont]-reglunni.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 108. gr. áréttuð sú regla sem fest var í stjórnarskrá og mælir fyrir um að þau stjórnmálasamtök komi ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa að minnsta kosti fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu. Skiptir þá ekki máli hvort framboð hafi náð þingsæti í kjördæmi eins og nú er, ef það hefur á annað borð náð þessu lágmarksfylgi á landsvísu. Þessum sætum verður einnig úthlutað á grundvelli [dont]-reglu, eins og áður segir, og í 109. gr. er ákvæði um hvernig þeir frambjóðendur verði fundnir, sem í þau hljóta kosningu. Þar er lögð til sú breyting að jöfnunarsætum verði úthlutað til þeirra frambjóðenda hvers flokks, sem hafa hæst hlutfall gildra atkvæða í sínu kjördæmi, en með því móti næst talsverð einföldun á því kerfi, sem jöfnunarsætum er úthlutað eftir samkvæmt núverandi kerfi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 110. gr. er svo lagt til að möguleikar kjósenda til að sýna afstöðu sína til einstakra frambjóðenda á kjörseðli, þ.e. með útstrikun eða umröðun, verði auknir nokkuð frá því sem nú er. Samkvæmt gildandi lögum þarf meira en helmingur kjósenda að breyta röð frambjóðanda á lista eða strika hann út til þess að hann falli úr sæti sínu. Hér er lagt til að þessi mörk verði færð talsvert neðar, en verði þó breytileg eftir því hve margir frambjóðendur eru kjörnir af hverjum lista. Í þessu skyni er lagt til að tekin verði upp sú regla sem gilti fram að breytingu á kosningalögunum 1959 og raunar nokkuð breytt fram til 1987 (og kennd er við </FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Borda).</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Til að mörkin verði þó ekki óeðlilega lág er lagt til að reglunni verði aðeins beitt um þá frambjóðendur á lista sem ná aðal- eða varamannssæti, þó aldrei færri en þrjá, en hafi ekki áhrif á röð annarra frambjóðenda.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kosningum frestað. Uppkosningar. Skýrslur til hagstofu. Óleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll. Kosningakærur. Úrskurður um gildi kosninga. Varamenn. Kostnaður. Refsiákvæði.</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég tel ekki ástæðu til að fjalla sérstaklega um ákvæði 18. til 25. kafla, herra forseti, enda eru þau flest með sama sniði og verið hefur og rækilega gerð grein fyrir öllum breytingum í athugasemdum.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Breytingar á lögum þessum</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 26. kafla frumvarpsins er sérstaklega áréttað að breytingar á ákvæðum laga þessara um kjördæmamörk og úthlutun þingsæta verði aðeins gerðar með atkvæðum aukins meirihluta á Alþingi, svo sem bundið er í stjórnarskrá, enda var það forsenda þess að ákvæði um þessi efni voru flutt úr stjórnarskrá í kosningalög. Einfaldur meirihluti dugir til annarra breytinga svo sem verið hefur og einfaldur meirihluti nægir reyndar einnig til að samþykkja þetta frumvarp samkvæmt bráðabirgðaákvæði er bætt var í stjórnarskrána með 2. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 77/19999, en það fellur síðan úr gildi við samþykkt þess.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Gildistaka og bráðabirgðaákvæði</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 130. gr. er lagt til að frumvarið, ef að lögum verður, öðlist gildi við birtingu, enda brýnt að til séu kosingalög er svari til þeirra breytinga, sem þegar hafa verið gerðar á stjórnarskrá landsins.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í ákvæði til bráðabirgða er þó lagt til að núverandi kosningalög haldi gildi sínu að því er varðar það forsetakjör, sem fram á að fara á sumri komanda, að svo miklu leyti sem lög um framboð og kjör forseta geyma ekki sérákvæði um kjörið. Undirbúningsferlið að kjöri forseta er lögum samkvæmt þegar hafið og þykir óvarlegt að breyta reglum um það meðan svo er. Yfirkjörstjórnir er kosnar voru á síðasta þingi halda þá einnig umboði sínu að því er það varðar, en jafnframt ber þó að kjósa nýjar yfirkjörstjórnir samkvæmt ákvæðum þessa frumvarps þegar er það er orðið að lögum.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hliðarráðstafanir og niðurlag</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Herra forseti.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég hef þá lokið greinargerð minni um helstu breytingar, er frumvarp þetta felur í sér. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar forsætisráðherra mælti fyrir þeim stjórnarskrárbreytingum, er lögðu grunninn að þessu frumvarpi, komst hann svo að orði, að í þjóðfélaginu ríki ekki lengur sú sátt, sem vera þarf um kosningakerfið, til að við það megi una. Aflvaki þessara breytinga er því fyrst og síðast sá, að draga úr því misvægi atkvæða milli landshluta, sem búsetuþróun í landinu hefur því miður valdið. Jöfnun atkvæðavægis milli landshluta leiðir óhjákvæmilega til þess að þingsæti færast frá landsbyggðinni til þéttbýlisins á suðvesturhorni landsins. Eins og jafnan þegar slíkar breytingar eru í deiglunni er eðlilegt að umræða skapist um byggðamál og byggðastefnu í víðara samhengi. Í samræmi við tillögur nefndar um endurskoðun kjördæmaskipunar og tilhögun kosninga til Alþingis skipaði hæstvirtur forsætisráðherra nefnd undir forystu háttvirts þingmanns Einars K. Guðfinnssonar til að fjalla um þá hlið málsins, sem og um starfsaðstöðu þingmanna í hinum landfræðilega stærri kjördæmum. Nefnd þessi hefur skilað tillögum þar sem ýmsum aðgerðum til að styðja og styrkja búsetu á landsbyggðinni og til að bæta starfsaðstöðu þingmanna þar er forgangsraðað. Nefnd sú er ég var formaður fyrir og vann að gerð þessa frumvarps lagði í skilabréfi sínu til forsætisráðherra ríka áherslu á að tillögum þessum verði fylgt eftir og þeim hrint í framkvæmd á skipulegan hátt. Af hálfu ríkisstjórnarinnar vil ég í þessu sambandi benda á að þegar hefur verið hafist handa um að hrinda einstökum tillögum þessarar nefndar í framkvæmd. Þar á meðal hefur framkvæmdum við vegagerð samkvæmt langtímaáætlun verið flýtt samkvæmt sérstakri áætlun til fjögurra ára og heimildir til þátttöku í ferðakostnaði sjúklinga verið rýmkaðar og endurgreiðslur auknar. Þá eru ábendingar nefndarinnar um eðlileg tölvusamskipti íbúa landsbyggðinni í fullu samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið. Aðrar tillögur nefndarinnar hljóta að koma til skoðunar við undirbúning fjárlaga hverju sinni. Ekki er því ástæða til að víkja frekar að þeim hér og nú, heldur skal það aðeins áréttað, sem hæstvirtur forsætisráðherra hefur áður lýst yfir, að tryggt megi telja, að þær hljóti að öðru jöfnu brautargengi innan þeirra tímamarka, sem nefndin sjálf setti þeim.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Herra forseti.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Enda þótt breytingar á kjördæmaskipan og úthlutun þingsæta verði sjálfsagt talið eitt meginkennimark þessa frumvarps, vil ég að lokum leggja á það sérstaka áherslu, að það miðar einnig að ýmsum umbótum á öðrum þáttum kosningakerfisins, eins og ég vænti reyndar að fram hafi komið í máli mínu. Ég hygg reyndar að þetta sé í fyrsta skipti í langan tíma, sem tekið er á svo heildstæðan hátt á því vandasama verki, sem undirbúningur breytinga á kosningakerfi er. Því vil ég nota þetta tækifæri til að færa þeim, sem að verkinu hafa komið, sérstakar þakkir, og þá á ég ekki aðeins við samstarfsmenn mína í nefnd þeirri, er ég leiddi, heldur einnig þær nefndir sem áður hafa að því unnið, annars vegar undir forystu Friðriks Sophussonar fyrrverandi alþingismanns og ráðherra og hins vegar undir forystu Ólafs W. Stefánssonar skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Frumvarp þetta byggist þannig á umfangsmiklu starfi, sem unnið hefur verið að á breiðum pólitískum grundvelli. Áfangar í því starfi hafa verið kynntir á ýmsum stigum, bæði í þingflokkum og á almennum kynningarfundum víða um land. Enda þótt frumvarpið byggist í ýmsum atriðum á málamiðlun á milli ólíkra sjónarmiða úr ýmsum áttum, e.t.v. ekki síst stjórnmálaflokkanna sjálfra, er það einlæg skoðun mín, að niðurstaðan þjóni vel þeim markmiðum, sem lagt var upp með og allir háttvirtir alþingismenn, hvar í flokki sem þeir standa, geti tekið undir. Í því ljósi vænti ég þess að breið samstaða geti tekist um framgang málsins hér á hinu háa Alþingi og að samþykkt þess megi verða landi og lýð til heilla.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að svo mæltu legg ég til, herra forseti, að frumvarpi þessu verði að lokinni þessari umræðu vísað til annarrar umræðu og háttvirtrar allsherjarnefndar.</FONT><BR><BR><BR>

2000-04-06 00:00:0006. apríl 2000Aðalfundur Sambands íslenskra viðskiptabanka

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ræða fjármálaráðherra </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">á aðalfundi Sambands íslenskra viðskiptabanka</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">6. apríl 2000 á Grand Hótel</FONT></B><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">(Hið talaða orð gildir)</FONT></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil þakka fyrir að fá tækifæri til að ávarpa þennan fund, sérstaklega þar sem nú er kjörinn tími til að koma á framfæri og kynna ýmsar nýjungar sem verið er að koma í framkvæmd um þessar mundir í ráðuneytinu. Mörg þessara atriða lúta að málum sem varða starfsemi ykkar beint og mun ég því eyða dágóðum tíma mínum hér í að kynna þessar nýjungar sem mikilvægastar eru á sviði lífeyrismála. Síðan mun ég fjalla aðeins um þann gamla danska skatt, stimpilgjaldið, sem okkur hefur reynst erfitt að losa okkur við. En víkjum þá að fyrirhuguðum breytingum:</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lífeyrismál</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Síðar í dag mun ég væntanlega mæla fyrir frumvarpi á Alþingi þar sem lagt er til að í stað þess að launþegi geti dregið frá skattskyldum tekjum sínum 4% vegna lífeyrisiðgjalda í samtryggingarsjóð og allt að 2% vegna séreignarsparnaðar, verði honum gert kleift að draga frá tekjum sínum allt að 20% samtals vegna lífeyrissparnaðar, að hámarki þó 1,5 m. króna á ári. Þetta á við um hvort heldur sem iðgjald er greitt í sameignar- eða séreignarsjóði, skv. lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þess ber að geta að annars konar sparnaðarform, svo sem innlögn á almennar bankabækur, veita ekki rétt til frádráttar. Meginbreytingin frá gildandi lögum er því sú að framlag launagreiðenda verður nú tekjufært í hendi launþega en á móti fær launþeginn mun rýmri rétt til frádráttar sem nemur allt að 20% í stað 6% áður. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sem dæmi má nefna að launþegi sem í dag getur dregið allt að 6% eigið iðgjald frá tekjum og nýtur auk þess 6% framlags frá atvinnurekanda, eða samtals 12%, mun eftir breytinguna geta notið allt að 20% frádráttar. Rýmkunin er því 8%. Hér er um umtalsverða almenna rýmkun að ræða á þeim hluta launagreiðslna sem geta verið frádráttarbærar frá skatti með skipulögðum lífeyrissparnaði og njóta því skattfrestunar þar til útborgun úr lífeyrissjóði kemur til. Í þessu felst með öðrum orðum markviss hvatning til aukins sparnaðar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Til að auka áhuga og fjárhagslegan ávinning einstaklinga á frekari lífeyrissparnaði er ennfremur lagt til að mótframlag launagreiðanda í formi lækkunar á tryggingagjaldi verði aukið úr 0,2% í allt að 0,4%. Markmiðið með hækkun mótframlagsins er fyrst og fremst að auka þjóðhagslegan sparnað, og að auka lífeyrissparnað þannig að lífeyrir verði í ásættanlegu hlutfalli við þau laun sem menn hafa yfir starfsævina. Þannig styrkja Íslendingar enn stöðu sína sem forystuþjóð á sviði lífeyrismála. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Reynst hefur erfitt að meta þátttöku almennings í viðbótarlífeyrissparnaði þar sem upplýsingar liggja ekki fyrir á einum stað, en getgátur hafa verið um að þátttakan gæti verið um 15% þegar á heildina er litið. Vitað er að rúmlega þriðjungur ríkisstarfsmanna hefur aukið við lífeyrissparnað sinn með þessum hætti. Í könnun sem sem fyrirtækið PriceWaterhouseCoopers gerði í ársbyrjun fyrir fjármálaráðuneytið á þátttöku almennings í viðbótarlífeyrissparnaði kemur sú ánægjulega staðreynd í ljós að þátttakan virðist vera meiri en framangreindar getgátur segja til um. Þar kemur fram að rúmlega 27% þjóðarinnar nýtir sér nú þegar möguleikann á tveggja prósenta viðbótarsparnaðinum. Í könnuninni kemur ennfremur fram að fleiri konur en karlar hafa sparað í þessu formi, flestir þátttakendur eru á aldursbilinu 30-49 ára og virðist dreifingin jöfn á landinu öllu. Jafnframt var í könnuninni skoðaður ásetningur fólks til þess að bæta 2% við lífeyrissparnað sinn, og í ljós kom að rúm 41% aðspurðra hefðu slíkt í hyggju. Síðast en ekki síst kom fram í könnuninni að 44% þeirra sem spurðir voru töldu mjög eða frekar líklegt að þeir myndu nýta sér þann möguleika að verja hærra hlutfalli af skattskyldum tekjum til viðbótarlífeyrissparnaðar ef slíkt væri heimilt. Það er því von okkar að ofangreind rýmkun muni leiða til þess að áhugi almennings á þessu hagstæða sparnaðarformi muni aukast enn frekar.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kaupréttur</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fyrrnefndu frumvarpi sem ég mun mæla fyrir síðar í dag, er einnig að finna ný ákvæði um skattlagningu tekna á grundvelli svokallaðra kaupréttarsamninga á hlutabréfum starfsmanna í fyrirtækjum sem þeir vinna hjá. Kaupréttur sem hluti launakjara hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi og hefur þann mikilvæga kost að veita æ fleiri launamönnum beina hlutdeild í atvinnurekstri. Í gildandi lögum er ekki sérstaklega kveðið á um skattlagningu slíkra tekna og hefur það leitt til vandkvæða við upptöku kaupréttarkerfis hér á landi. Því er lagt til í frumvarpinu að tekin verði af öll tvímæli um hvernig skattskyldu slíkra tekna skuli háttað og þessum málum komið í fastan farveg.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við samningu frumvarpsins var þess gætt að reglurnar yrðu einfaldar og skýrar og tækju mið af útfærslu reglna í þeim löndum sem mesta reynslu hafa á þessu sviði, svo sem Bandaríkjunum. Lagt er til að tvenns konar reglur gildi um skattlagningu þessara tekna, annars vegar meginregla og hins vegar sérregla. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í meginreglunni felst að til skattskyldra tekna teljist mismunur á gangverði þegar kaupréttur er nýttur og þeirri fjárhæð sem starfsmaður greiðir fyrir hlutabréfin samkvæmt kaupréttarsamningi. Með gangverði er átt við skráð gengi á þeim tíma sem kaupréttur er nýttur. Hafi félag ekki skráð gengi skal miða við gangverð í viðskiptum með bréfin, annars bókfært verð eigin fjár samkvæmt síðasta endurskoðaða uppgjöri félagsins. Skattskyldan stofnast um leið og rétturinn er nýttur, þ.e. á þeim tíma þegar starfsmaður leysir til sín bréfin og greiðir fyrir þau hið fyrirfram ákveðna verð. Samkvæmt meginreglunni er því um að ræða endurgjald til starfsmanns fyrir vinnuframlag hans sem skattlagt er hjá honum eins og aðrar launatekjur. Þegar starfsmaður selur bréfin reiknast fjármagnstekjur af mismun söluverðs og gangverðs þegar hann nýtti kaupréttinn.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í sérreglunni felst hins vegar að um tekjur starfsmanna vegna kaupréttar fari alfarið eins og um fjármagnstekjur sé að ræða að uppfylltum tilteknum skilyrðum og þær skattlagðar samsvarandi með 10% skatti. Skilyrðin eru m.a. þau að kauprétturinn nái til allra fastráðinna starfsmanna, að starfsmaðurinn verði að eiga bréfin í tvö ár eftir að hann nýtir kaupréttinn og að hámark kaupréttar hvers starfsmanns megi ekki vera hærra en 600 þúsund kr. á ári að kaupverði. Í þessu tilviki er gangverð og kaupverð hið sama. Jafnframt þarf félag sem hefur í hyggju að veita starfsmönnum sínum kauprétt samkvæmt sérreglu að senda áætlun um það fyrirfram til Ríkisskattstjóra til staðfestingar. Til skattskyldu samkvæmt sérreglunni stofnast því ekki fyrr en starfsmaðurinn selur bréf sín, en ekki þegar kauprétturinn er nýttur eins og samkvæmt meginreglunni. Er skattstofninn þá mismunur á upphaflegu kaupverði og söluverði bréfanna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með þessari lagasetningu er verið að svara kalli tímans og færa framkvæmd þessara mála í nútímalegt horf. Einnig er verið að koma til móts við óskir atvinnulífsins og er það mín von að þetta fyrirkomulag muni falla vel að þörfum þess.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Frádráttur vegna fjárfestinga í hlutabréfum</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Önnur fyrirhuguð lagabreyting sem ég vil nefna varðar hlutabréfaafsláttinn svokallaða. Eins og kunnugt er hefur mönnum um árabil verið heimilt að draga frá tekjum sínum tiltekna fjárhæð vegna fjárfestinga í atvinnurekstri og hefur þetta án efa leitt til þess að þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði hefur verið mun almennari en ella. Frádrátturinn hefur hingað til verið bundinn við fjárfestingu í innlendum hlutafélögum, en í frumvarpinu er hins vegar lagt til að frádráttarreglurnar verði rýmkaðar frá því sem nú er. Þar er lagt til að heimild til þess að draga frá tekjum einstaklinga fjárfestingu í hlutabréfum taki jafnt til innlendra sem erlendra félaga og þurfa erlendu félögin að fullnægja öllum þeim skilyrðum sem gerð eru til innlendu félaganna í lögunum. Leiðir breytingin m.a. af samningsskuldbindingum Íslands á grundvelli EES-samningsins, en Eftirlitsstofnun EFTA gerði athugasemd við íslensk stjórnvöld um núgildandi ákvæði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þessu tengt er breyting sem einnig er lagt til að ráðist verði í, en hún varðar eignarskattsfrelsi hlutabréfa að tilteknu marki. Hingað til hefur eignarskattsfrelsi verið bundið við innlend, skráð félög en það skilyrði verður nú fellt brott m.a. vegna athugasemda frá ESA.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Stimpilgjald </FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að lokum vil ég fara nokkrum orðum um stimpilgjaldið sem löngu er orðið tímabært að endurskoða, þó ekki væri nema fyrir "aldurs sakir". Gildandi lög um stimpilgjald eru frá árinu 1978 og leystu þau af hólmi lög frá 1921. Í þeim er mælt fyrir um stimpilskyldu ýmissa viðskiptaskjala, svo sem kaupsamninga, hlutabréfa, skuldabréfa, víxla og afsala fyrir fasteignum og skipum, svo eitthvað sé nefnt. Gjaldið er á bilinu 0,25 til 2% af gjaldstofni, eftir því hvers kona skjal á í hlut.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Undanfarin misseri hefur farið fram nokkur umræða um breytingar á umræddum lögum. Árið 1994 skipaði þáverandi fjármálaráðherra nefnd til að semja nýtt frumvarp til laga um stimpilgjaldið og var það lagt var fram á Alþingi vorið 1998. Tillögur frumvarpsins voru einkum þær að laga gjaldtökuna eftir lengd lánstíma og samræma eftir lánsformum, auk ýmissa annara breytinga. Efni frumvarpsins mætti mikilli andstöðu ýmissa alþingismanna og hagsmunasamtaka og fór svo að frumvarpið náði ekki fram að ganga. Síðan þá hafa einungis verið gerðar smávægilegar breytingar á lögunum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Meðal þeirra athugasemda sem gerðar voru við frumvarpið var að stimpilgjald væri úrelt form skattlagningar og að gjaldið skerti samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Í því sambandi var lögð rík áhersla á að víkkun gjaldstofnsins væri einungis til þess fallin að skerða hæfni innlendra fjármálafyrirtækja í alþjóðlegri samkeppni. Jafnframt var talsverð andstaða við þær hugmyndir sem lutu að stimpilskyldu vátryggingasamninga. Þá var bent á að frumvarpið væri í andstöðu við þróun í helstu viðskiptalöndum okkar sem stefndi í þá átt að draga úr eða afnema stimpilskyldu skjala.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég get vel tekið undir margt í þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á gildandi lög um stimpilgjald, einkum í ljósi aukins frjálsræðis á fjármagnsmörkuðum þar sem fé streymir nánast óhindrað milli landa. Gildandi reglur leiða óhjákvæmilega til ákveðinnar mismununar milli innlendra og erlendra aðila og ýta væntanlega í einhverjum mæli íslenskum fyrirtækjum út á erlendan lánsfjármarkað. Við það er hins vegar að glíma að þessi tekjustofn skilar ríkissjóði u.þ.b. 3.000 millj. kr. í tekjur á ári. Því er ljóst að ekki er hlaupið að því að fella slíkan tekjustofn niður í einum áfanga. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í ráðuneytinu hefur þegar farið fram skoðun á því með hvaða hætti unnt sé að sníða helstu agnúana af lögum um stimpilgjald með það að leiðarljósi að jafna samkeppnisstöðu innlendra aðila gagnvart erlendum keppinautum. Ljóst er að það verður vart gert öðruvísi en að tekjur ríkissjóðs af gjaldinu lækki eitthvað. Í þessu sambandi hefur verið litið til þess að samræma gjaldtökuna á einstaka flokka skjala og um leið og gjaldstofninn yrði þrengdur.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og sakir standa er óljóst hvaða breytingar verða lagðar til í þessum efnum eða hve stórt skref er unnt að stíga í lækkun gjaldsins að svo stöddu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil aftur þakka fyrir það tækifæri að fá að ávarpa þennan fund og vona að þær breytingar sem ég hef hér rakið komi ykkar starfsgrein til góða.</FONT><BR><BR><BR>

2000-04-04 00:00:0004. apríl 2000Ávarp fjármálaráðherra á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ávarp fjármálaráðherra </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">4. apríl 2000</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Arial">- Staða efnahagsmála, skattamál, evran o.fl. -</FONT></B><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">(Hið talaða orð gildir)</FONT></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil í upphafi máls míns þakka fyrir að fá enn á ný tækifæri til þess að ávarpa aðalfund Samtaka ferðaþjónustunnar, sem mér er jafnframt mikil ánægja. Mig langar fyrst til þess að fara yfir ýmsar breytingar á sviði skattamála, bæði þegar orðnar og fyrirhugaðar, sem allar munu styrkja samkeppnisstöðu ferðaiðnaðar á Íslandi, þennan mikilvæga vaxtarbrodd í íslensku efnahagslífi. Síðan mun ég fara nokkrum orðum um stöðu og horfur í íslenskum efnahagsmálum því að fáar atvinnugreinar eiga eins mikið undir stöðugu efnahagsumhverfi og ferðamannaiðnaðurinn. Í lokin kem ég inn á hugsanleg áhrif Efnahags- og myntbandalags Evrópu og upptöku evrunnar á stöðu okkar Íslendinga, þróun gengismála og annað því tengt.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. Aðgerðir í skattamálum</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Víkjum fyrst að skattamálunum. Frá því að við hittumst fyrir rúmlega 1S ári á Akureyri hafa mikilvægar breytingar verið gerðar á sviði skattamála sem koma ferðamannaiðnaði sérstaklega til góða. Þar má nefna lækkun vörugjalds úr 20% í 5% frá 1. janúar 2000 af hópbifreiðum, í eigu hópferða- eða sérleyfishafa, sem skráðar eru fyrir 10-17 manns. En ekkert vörugjald er lagt á hópbifreiðar fyrir fleiri farþega.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í gær mælti ég síðan fyrir stjórnarfrumvarpi til breytinga á lögum um vörugjald af ökutækjum. Meginbreyting frumvarpsins felst í því að lagt er til að flokkum vörugjalds á fólksbifreiðar verði fækkað úr þremur í tvo. Þannig verði lagt 30% vörugjald á allar fólksbifreiðar með minni vélar en 2000 sm3 en 45% vörugjald á bifreiðar með vélar yfir 2.000 sm3. Vörugjald af leigubifreiðum lækkar samsvarandi eða í 10% og 13%. Samkvæmt þessu verður ekki lengur gerður greinarmunur á vörugjaldi eftir því hvort um bensín- eða dísilbifreiðar er að ræða.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gildandi lögum er vörugjald á fólksbifreiðar nú 30, 40 eða 65% eftir vélarstærð og eru mörkin mismunandi eftir því hvort um bensín- eða dísilbifreið er að ræða.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sem dæmi um áhrif breytinganna má nefna að verð á öflugum jeppum sem gjarnan eru notaðir til að þjónusta ferðamenn í fjallaferðum að lækka um 9 til 13%, að öðru óbreyttu.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lækkun á vörugjaldi af bílaleigubifreiðum</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Auk framangreindra breytinga eru lagðar til breytingar með það að markmiði að bæta rekstrarumhverfi þeirra aðila í ferðaþjónustu sem bjóða upp á útleigu ökutækja.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gildandi lögum er sérstök heimild til handa bílaleigum til að kaupa bifreiðar sem bera 40% almennt vörugjald, með 30% vörugjaldi. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í framangreindu frumvarpi hins vegar lagt til að um vörugjald af bifreiðum sem ætlaðar eru til útleigu hjá bílaleigum gildi sömu reglur og um vörugjald af leigubifreiðum. Af því leiðir að bílaleigur geta keypt fólksbifreiðar til starfsemi sinnar á 10 eða 13% vörugjaldi allt eftir vélarstærð. Þessi breyting er í samræmi við þá stefnu sem fylgt hefur verið á undanförnum árum, það er að lækka vörugjald af ökutækjum sem notuð eru í atvinnurekstri. Í þessu sambandi skiptir miklu máli að þjónusta við erlenda ferðamenn sem nýta sér bílaleigubifreiðar sem samgöngutæki er arðvænleg atvinnugrein sem skilar miklum virðisauka í þjóðarbúið. Á það hefur ítrekað verið bent af hálfu Samtaka ferðaþjónustunnar að hátt verð á bifreiðum til þeirrar starfsemi hafi hamlað nokkuð uppbyggingu hennar. Með þessum breytingum er stefnt að því að koma til móts við ferðaþjónustu á þessu sviði og gera hana betur samkeppnishæfa í samanburði við slíka þjónustu í öðrum löndum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sem dæmi um áhrif þessara breytinga má nefna að gera má ráð fyrir að vörugjald og virðisaukaskattur af fólksbifreið sem kostar um 1.900.000 kr. frá umboði gæti lækkað um 570.000 kr. Sé dæmi tekið af bensínjeppa með yfir 2.000 sm3 vél, sem kostar um 4 millj. kr. frá umboði, myndu opinber gjöld af honum lækka um u.þ.b. 1.200.000 kr. ef miðað er við ákvæði gildandi laga, en 760.000 kr. ef miðað er við ákvæði frumvarpsins.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Gert er ráð fyrir því að bílaleiga verði að eiga bifreið sem keypt er á lægri gjöldum í 3 ár. Sé bifreiðin hins vegar seld fyrir þann tíma, til óskyldrar starfsemi, ber að endurgreiða eftirgefið vörugjald í réttu hlutfalli við þann tíma sem vantar upp á þriggja ára markið. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í frumvarpinu er lagt til að skilyrði fyrir lækkun vörugjalds af bílaleigubifreiðum verði nokkuð ströng, en það er gert til þess að tryggja sem best að þær bifreiðar sem bera lægra vörugjald verði eingöngu notaðar til útleigu hjá bílaleigum. Þau eiga þó í engu að hindra þá aðila sem reka bílaleigur til þess að nota sér heimildina.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">70% - vélsleðar, mótorhjól og fjórhjól</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í framangreindu frumvarpi er einnig lagt til að almennt vörugjald af bifhjólum, vélsleðum og fjórhjólum verði lækkað úr 70% í 30%. Vörugjald af þessum ökutækjum hefur verið óbreytt frá árinu 1991. Á sama tíma hefur vörugjald af öðrum ökutækjum lækkað verulega. Samhliða þessari breytingu er lagt til að sérregla varðandi lægra vörugjald af vélsleðum í eigu fyrirtækja í ferðaþjónustu verði felld brott. En samkvæmt henni var þessum aðilum heimilt að flytja inn sleða með 30% vörugjaldi. Ekki þykir ástæða til að hafa sérreglur um lægra vörugjald af þessum tækjum ef frumvarpið verður að lögum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eftir stendur hins vegar að almenn lækkun á vörugjaldi af vélsleðum, mótorhjólum og fjórhjólum skapar aðilum í ferðaþjónustu aukið svigrúm til að bjóða upp á margvíslega þjónustu í tengslum við útleigu og aðra notkun þessara tækja og auka þannig enn á fjölbreytnina í þessari starfsemi.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Áhrif almennu lækkunarinnar</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er von mín, að auk þeirra sóknarfæra sem felast í sérstakri lækkun á vörugjaldi af bifreiðum til bílaleiga muni almenn lækkun vörugjalda af fólksbifreiðum skapa aðilum í ferðaþjónustu hagstæðara rekstrarumhverfi</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Virðisaukaskattur</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í byrjun síðasta árs skipaði ég nefnd til þess að fara ofan í saumana á virðisaukaskattskerfinu meðal annars í ljósi þess að nú eru liðin 10 ár frá því kerfið kom til framkvæmda. Nefndin skilaði ágætri skýrslu nú fyrir skömmu þar sem m.a. var farið ítarlega yfir þróun tekna af virðisaukaskatti frá upphafi og þær bornar saman við þróun annarra þjóðhagsstærða. Einnig kom nefndin með tillögur um auknar áherslur í skatteftirliti og viðbótarmannafla við virðisaukaskattsframkvæmd. Nefndin telur ekki að gera þurfi neinar grundvallarbreytingar virðisaukaskattskerfinu en er þó með nokkrar tillögur um breytingar eða lagfæringar á lögum og reglugerðum. Ég mun síðar opinberlega gera nánari grein fyrir heildarniðurstöðum nefndarinnar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í gær lagði ég fram á Alþingi frumvarp sem felur í sér ýmsar lagfæringar á lögum um virðisaukaskatt. Þessar lagfæringar eru byggðar á tillögum nefndarinnar og snerta einna helst aðila í ferðaþjónustu. Ég ætla að gera hér stutta grein fyrir þessum tillögum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fyrsta lagi má nefna breytta meðferð við álagningu virðisaukaskatts á matsölu í veitingahúsum. Um er að ræða hækkun á sérstakri endurgreiðslu til veitingahúsa, mötuneyta og hliðstæðra aðila sem selja tilreiddan mat. Lagt er til að endurgreiðslan fari úr 93,75% af innskatti vegna matvælaaðfanga í 112,5% Fulltrúar ykkar hafa bent á að söluturnar, verslanir og stórmarkaðir selji í sívaxandi mæli tilbúinn mat í 14% skattþrepi í samkeppni við veitingahús sem selja mat í 24,5% skatti og gildandi endurgreiðslureglur nái ekki að jafna þann mun sem þeim er ætlað. Ég tel að með þessum breytingum sé komið verulega til móts við þær hugmyndir sem ykkar samtök hafa haft og verða til þess að styrkja samkeppnisstöðu greinarinnar. Rétt þykir að setja ákveðið hámark á endurgreiðslurnar til að koma í veg fyrir að þær leiði til þess að tilreiddur matur geti verið seldur með lægri skatti en 14%. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í öðru lagi vil ég nefna að í frumvarpinu gert ráð fyrir að fjármálaráðherra verði heimilt endurgreiða rekstraraðilum hópbifreiða 19,68% af söluverði hópbifreiða sem þeir flytja úr landi. Hér er um að ræða réttlætismál sem hópbifreiðaeigendur hafa nokkrum sinnum tekið upp við ráðuneytið, en þeir hafa bent á að hluti af verðmæti hópbifreiða er virðisaukaskattur sem ekki hefur verið endurgreiddur þar sem fólksflutningar eru utan skattskyldusviðs virðisaukaskatts. Endurgreiðslureglan ætti að greiða fyrir sölu notaðra hópbifreiða úr landi og þar með auðvelda endurnýjun þeirra.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Loks eru lagðar til breytingar sem þrengja innskattsrétt virðisaukaskattskyldra aðila að því er varðar fólksbifreiðar einkum hópbifreiðar sem notaðar eru í hinum skattskylda rekstri. Það verður að teljast óeðlilegt að virðisaukaskattskyldir aðilar hafi möguleika að innskatta hópbifreiðar þegar fólksflutningar eru utan skattskyldusviðs. </FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Staða og horfur í efnahagsmálum</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Víkjum þá að efnahagsmálunum. Ég hygg að það sé óumdeilt að staða efnahagsmála hér á landi sé að flestu leyti góð um þessar mundir. Þrátt fyrir að verðbólgan hafi látið á sér kræla upp á síðkastið og viðskiptahalli sé ef til vill meiri en góðu hófi gegnir vill oft gleymast hvers konar umskipti hafa orðið á íslensku efnahagslífi á undanförnum árum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sá áratugur sem nú er senn á enda markar líklega dýpri spor í framþróun efnahagsmála hér á landi en nokkurt annað tímabil í íslenskri hagsögu. Á þessum árum hefur íslenskt hagkerfi tekið stakkaskiptum, sem má ekki síst rekja til gjörbreyttra áherslna í hagstjórn í upphafi þessa áratugar. Í kjölfarið hefur verulega dregið úr opinberri íhlutun og afskiptum af gangi efnahagslífsins. Jafnframt hefur frelsi verið aukið á flestum, ef ekki öllum, sviðum efnahagslífsins.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðgerðir ríkisstjórnarinnar á undanförnum árum í því skyni að bæta rekstrarskilyrði og samkeppnisstöðu atvinnulífsins, bæði með lækkun og niðurfellingu skatta og öðrum aðgerðum til að treysta stöðugleikann í efnahagslífinu, eiga hér ekki síst hlut að máli. Breyttra áherslna í hagstjórn hefur ekki síst gætt á sviði peningamála og ríkisfjármála.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Algjör umskipti hafa orðið í ríkisfjármálum. Í stað langvarandi halla og skuldasöfnunar hjá ríkissjóði eru nú horfur á að unnt verði að greiða niður skuldir um nálægt fjórðung (ath.) á árunum 1998-2000. Ennfremur hafa miklar breytingar átt sér stað á fjármagnsmarkaðnum á undanförnum árum með eflingu verðbréfa- og hlutabréfamarkaðanna, auknu frjálsræði á peninga- og gjaldeyrismarkaði, einkavæðingu og sölu á hlut ríkisins í viðskiptabönkum og öðrum fjármálastofnunum svo nokkur dæmi séu nefnd. Til viðbótar má nefna þá könnun sem nú fer fram á vegum ríkisstjórnarinnar á hugsanlegri sölu á Landssímanum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fjárlög fyrir árið 2000 voru samþykkt á Alþingi um miðjan desember. Niðurstöðutölur frumvarpsins eru sögulegar þar sem það þarf að fara aftur til ársins 1962 til þess að finna sambærilegar tölur um rekstrarafgang, sem nemur um 2,3% af landsframleiðslu og tæplega 17 milljörðum króna, eða 2 milljörðum meira en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Þess eru fá, ef nokkur, dæmi að fjárlög séu afgreidd með meiri rekstrarafgangi en gert hefur verið ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Jafnframt er gert ráð fyrir meiri tekjuafgangi á árinu 1999 en áður var áætlað, eða nálægt 15 milljörðum króna, samanborið við 2S milljarðs króna afgang samkvæmt fjárlögum. Samanlagt nemur tekjuafgangur þessara tveggja ára 32 milljörðum króna sem gengur til þess að grynnka á skuldum eða styrkja stöðu ríkissjóðs með öðrum hætti.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þessar tölur segja þó ekki alla söguna um hið aukna aðhald sem felst í fjárlögum ársins 2000 í samanburði við árið 1999. Ef við undanskiljum áhrif tekna af eignasölu ríkisins, en þær eru umtalsverðar á árinu 1999, fæst sú niðurstaða að tekjuafgangurinn fari úr 4 milljörðum króna árið 1999 í 12S milljarð árið 2000. Af þessu má ráða að fjárlög fyrir árið 2000 fela í sér verulega aukið aðhald frá árinu 1999.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ýmsir hafa látið að því liggja að fjárlögin feli ekki í sér nægilega mikið aðhald með tilliti til efnahagsástandsins. Í þessu sambandi hafa menn haldið því fram að sterk staða ríkissjóðs stafi eingöngu af miklum veltu- og tekjubreytingum í þjóðfélaginu. Þessu hafna ég alfarið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þótt alltaf megi deila um hvenær aðhald í ríkisfjármálum sé nægilegt eru sérfræðingar í efnahagsmálum almennt sammála um að æskilegt sé að ríkissjóður sé rekinn með afgangi þegar áhrif hagsveiflunnar eru undanskilin. Og hvernig skyldi staðan að þessu leyti vera hjá okkur? Jú, samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum mæliaðferðum fela fjárlög ársins 2000 í sér rúmlega 1% afgang í hlutfalli af landsframleiðslu, þegar leiðrétt hefur verið fyrir áhrifum uppsveiflunnar í efnahagsmálum. Þetta er meginatriði og skiptir sköpum um aðhaldsáhrif ríkisfjármála. Einnig eru þetta veruleg umskipti frá fyrri árum þar sem tekist hefur að snúa 4-5% halla á þennan sama mælikvarða í afgang. Loks vil ég nefna að við stöndum mjög vel í samanburði við flest aðildarríki OECD hvað þetta varðar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Reyndar er málflutningurinn oft mótsagnakenndur þar sem bæði er kvartað undan því að ríkisfjármálastefnan sé of undanlátssöm og að ýmsir málaflokkar séu afskiptir. Þannig eru stjórnvöld iðulega gagnrýnd fyrir að útgjöld til heilbrigðismála séu skorin við nögl og að það standi í veginum fyrir að hið opinbera veiti eðlilega og sanngjarna þjónustu. Síðan er því haldið fram að ákvarðanir stjórnvalda um aukin útgjöld til þessa sama málaflokks, sem oftar en ekki felst í því að hækka laun starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, grafi undan stöðugleika í efnahagslífinu. Það má því með sanni segja að það sé vandlifað í henni veröld!</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ríkisstjórnin hefur lagt megináherslu á að treysta stöðu efnahagslífsins og stuðla að stöðugleika. Þetta markmið hefur verið haft að leiðarljósi við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2000 sem sýnir svo ekki verður um deilt að ríkisstjórnin hefur lagt sitt af mörkum til þess að hamla gegn þenslu og draga úr viðskiptahalla og verðbólgu. Með þessari stefnu er lagður grunnur að áframhaldandi styrkri stöðu efnahagsmála hér á landi sem er öllum landsmönnum fyrir bestu og mun, þegar til lengdar lætur, stuðla að áframhaldandi velmegun.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að treysta enn frekar stöðu ríkisfjármála við fjárlagagerð ársins 2001 og stefna að enn meiri afgangi en á yfirstandandi ári. Í þessu skyni er sérstaklega horft til sparnaðar í almennum ríkisrekstri og framkvæmdum. Jafnframt eru nú til umfjöllunar á Alþingi frumvörp sem fela í sér heimildir til verulega aukins lífeyrissparnaðar. Af þessu má ráða að ríkisstjórnin leggur ofurkapp á það að efla innlendan sparnað og búa þannig í haginn fyrir framtíðina auk þess sem þetta mun hamla gegn innlendri eftirspurn og draga úr verðbólgu og viðskiptahalla.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Loks vil ég nefna að ríkisstjórnin ákvað að koma til móts við hugmyndir Flóabandalagsins um tilteknar aðgerðir í skattamálum til þess að greiða fyrir gerð kjarasamninga. Þótt þessi ákvörðun hafi í för með sér tekjutap á árinu 2000 hjá ríkissjóði vegur þyngra að með þessu móti hefur tekist að tryggja áframhaldandi stöðugleika í launamálum næstu 3-4 ár. Mér hefur stundum þótt skorta nokkuð á almennan skilning á þessu atriði. Það er til lítils gangs að reka ríkissjóð með afgangi ef allt er í uppnámi á almenna vinnumarkaðnum. Þá fer nú stöðugleikinn fyrir lítið.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Ísland og evran</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í lokin vil ég fara nokkrum orðum um hugsanleg áhrif Efnahags- og myntbandalags Evrópu og upptöku hinnar sameiginlegu myntar, evrunnar, á þróun mála hér á landi. Stofnun myntbandalagsins og upptaka evrunnar eru einhverjar mestu breytingar sem orðið hafa á sviði alþjóðaefnahagsmála á síðari hluta tuttugustu aldarinnar. Það fer auðvitað ekki hjá því að slíkar breytingar hafi áhrif á stöðu þeirra landa sem standa utan þessara samtaka, jafnt Íslands sem annarra landa. Tveir/þriðju hlutar okkar utanríkisviðskipta eru við aðildarríki Evrópusambandsins og einn/þriðji hluti við núverandi aðildarríki EMU. Þess vegna hljóta íslensk stjórnvöld að fylgjast grannt með því sem er að gerast á vettvangi Evrópusambandsins og myntbandalagsins.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af þessu tilefni skipaði forsætisráðherra nefnd fulltrúa stjórnvalda, atvinnulífs, launafólks og fjármálastofnana til þess að fjalla um þessi mál og ræða hugsanleg viðbrögð af okkar hálfu. Nefndin skilaði áfangaskýrslu fyrir 1S ári og benti á að stofnun þessa bandalags myndi hafa ýmis jákvæð áhrif hér á landi. Þannig myndi viðskiptakostnaður íslenskra fyrirtækja minnka og aukin hagkvæmni í viðskiptum innan bandalagsins að einhverju leuti skila sér til íslenskra neytanda. Hins vegar getur myntbandalagið einnig haft neikvæð áhrif á íslenskt efnahags- og atvinnulíf. Þannig getur samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja gagnvart evrópskum keppinautum versnað.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nefndin lagði áherslu á mikilvægi þess að treysta undirstöður efnahagslífsins, ekki einungis í ljósi stofnunar myntbandalagsins heldur einnig með hliðsjón af þeirra róttæku breytinga sem orðið hafa með frjálsum fjármagnsviðskiptum. Hér gegnir stefnan í gengismálum lykilhlutverki.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nefndin taldi ekki ástæðu til beinna aðgerða eða breytinga á fyrirkomulagi gengismála, að minnsta kosti ekki fyrr en sýnt væri hvernig færi um aðild Dana, Svía og Breta að myntbandalaginu. Hins vegar væri þeim mun mikilvægara að styrkja stjórn efnahagsmála almennt, þ.e. jafnt peningamála sem ríkisfjármála þar sem markvisst væri stefnt að afgangi á rekstri hins opinbera, minnkun skulda og eflingu þjóðhagslegs sparnaðar. Með þessu móti væri unnt að treysta stöðu efnahagsmála enn frekar og mæta hugsanlegum sveiflum í efnahagslífinu án verulegra breytinga á gengi krónunnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þessi staða hefur í sjálfu sér ekki breyst. Hins vegar hafa Danir þegar ákveðið að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að EMU nú í haust og Svíar munu að öllum líkindum gera slíkt hið sama á næstu misserum. Staða Breta er enn óljós, en þó bendir flest til þess að ekki muni líða á löngu þar til ákvörðun um aðild verður tekin. Ennfremur er rétt að hafa í huga að nú standa fyrir dyrum viðræður um hugsanlega aðild fjölmargra Austur- og Mið-Evrópuríkja að Evrópusambandinu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það má því gera ráð fyrir að íslensk stjórnvöld þurfi fljótlega að meta stöðu okkar gagnvart Evrópusambandinu og hinni sameiginlegu mynt með tilliti til gengismála o.fl.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil einnig nefna að á vegum fjármálaráðuneytis og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis hafa verið til skoðunar í að undanförnu möguleikar þess að heimila fyrirtækjum að færa bókhald sitt í evrum. Af þessu hlýst augljóslega ýmislegt hagræði fyrir fyrirtækin, en jafnframt eru fjölmörg álitamál sem varða framkvæmd skattlagningar o.fl. Ég tel mikilvægt að kanna allar hliðar þessa máls vandlega og flana ekki að neinu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er mikilvægt að átta sig á því að Efnahags- og myntbandalagið er ekki takmark í sjálfu sér heldur snýst málið um að ríkin fylgi samræmdri efnahagsstefnu í því skyni að tryggja stöðugleika í verðlagsmálum og bæta þannig samkeppnisstöðu atvinnulífsins. EMU og sameiginlega myntin eru vitaskuld mikilvægir þættir í þessu samhengi, en meginatriðið er að efla samkeppni, auka hagvöxt og stuðla þannig að betri lífskjörum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með hliðsjón af þessu tel ég að íslensk stjórnvöld hafi brugðist rétt við stofnun myntbandalagsins og áhrifum þess á íslenskt efnhagslíf. Meginmálið til skamms tíma er að treysta innlenda efnahagsstjórn og búa íslensku atvinnulífi viðunandi starfskjör þannig að samkeppnisstaða þess verði styrkt. Það tel ég að hafi verið gert, bæði hvað varðar skattalegt umhverfi fyrirtækja og einstaklinga og eins og ekki síður með margvíslegum aðgerðum til þess að stuðla að áframhaldandi stöðugleika hér á landi.</FONT><BR><BR><BR>

2000-04-04 00:00:0004. apríl 2000Fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar. Fundur heilbrigðisnefndar Sjálfstæðisflokksins

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ræða fjármálaráðherra </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">á fundi heilbrigðisnefndar Sjálfstæðisflokksins </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">4. apríl 2000</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Arial">- Fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar -</FONT></B><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">(Hið talaða orð gildir)</FONT></DIV><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Inngangur</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fjármögnun og umfang heilbrigðisþjónustunnar hefur verið til umræðu í flestum iðnríkjum heims undanfarin ár. Leitað hefur verið leiða til að hagræða og finna nýjar leiðir til að fá sem bestan árangur fyrir það skattfé sem ráðstafað er til málaflokksins. Við getum því nýtt okkur mikla reynslu frá öðrum ríkjum við endurskoðun á fjármögnun íslenska heilbrigðiskerfisins, ekki síður en reynsluna hér á landi og samanburð milli ólíkra lausna innanlands.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mest áberandi í umræðunni hér á landi hefur verið rekstrarvandi einstakra sjúkrastofnana og sífelldur útgjaldavöxtur sjúkratrygginga, einkum lyfjakostnaðar. Mikil og vaxandi umræða um fjármögnun heilbrigðiskerfisins hefur þó verið innan stjórnsýslunnar, sjúkrastofnana og á vegum ýmissa fagstétta og áhugamanna um málið. Sú umræða hefur kannski ekki farið hátt en kallar með sífellt meiri þunga á breytingar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við síðustu afgreiðslu fjárlaga og fjáraukalaga var sérstök áhersla lögð á að fjámögnun sjúkrastofnana yrði tekin til endurskoðunar og ákvörðun fjárframlaga yrði með hlutlægum hætti og reiknilíkönum beitt við úthlutun fjárveitinga. Breytt fjármögnun lagfærir þó ekki ein og sér þann skipulagsvanda sem við er að glíma. Bæta þarf fjármálastjórn og almenna skilvirkni í stjórnun og rekstri, auk þess sem endurskoða þarf lög um heilbrigðisjónustu með það að markmiði að skýra stöðu stjórnenda. Mikið er í húfi um að vel takist til, því í fjárlögum yfirstandandi árs er varið tæplega 48 milljörðum króna til heilbrigðismála, eða fjórðungi af öllum útgjöldum ríkisins. Þar af eru framlög til almennrar sjúkrahúsaþjónustu 25 milljarðar króna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í þjóðfélaginu er almenn samstaða um það markmið að tryggja beri öllum greiðan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu, enda talið eitt af aðalsmerkjum velferðarkerfisins. Fjármögnun heilbrigðiskerfisins sem aðkallandi úrlausnarefni er þannig að hluta afleiðing af umfangi og mikilvægi heilbrigðisþjónustunnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við verðum alltaf að hafa í huga að þjónustan er fyrir notandann, sjúklinginn, og hann verður að fá meira um það að segja hver hún er. Við tryggjum notendanum síðan aðgang að þjónustunni með því að greiða hana niður eða eftir öðrum leiðum, svo sem með beinum ríkisrekstri.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við munum ekki leysa öll vandamál í eitt skipti fyrir öll. Mikilvægast er að okkur miði í rétta átt. Þegar litið er á fjármögnunarleiðir heilbrigðiskerfisins komum við alltaf að því sama, því það eru ekki margir möguleikar fyrir hendi. Greiðslur einstaklinga eða tryggingafélaga. Greiðsla af skattfé til stofnana, einkafyrirtækja eða beint til notenda þjónustunnar. Greiðsla miðað við fasta fjárlagaramma eða greiðsla fyrir hverja aðgerð og loks blanda af öllu saman. Það hvernig þessum tækjum er beitt hefur víðtækar afleiðingar á hvernig þjónustan er veitt og hvort við hámörkum þann árangur sem við viljum fá fyrir það fé sem fer í heilbrigðisþjónustuna. </FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fjármögnunarleiðir hins opinbera</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar talin er ástæða til að ríkið eða hið opinbera fjármagni tiltekna þjónustu hefur sá misskilningur verið ríkjandi á undanförnum áratugum að þar með þurfi ríkið einnig að veita þjónustuna. Þetta sjónarmið hefur á hinn bóginn verið á hröðu undanhaldi og í vaxandi mæli er nú viðurkennt að samningar við einkaaðila og sjálfseignarstofnanir geta komið í stað ríkisreksturs. Nauðsynlegt er að ýta undir fjölbreytileika í rekstri heilbrigðisstofnana og að til séu valkostir sem hægt er að bera saman til að finna bestu lausn. Sveigjanlegt greiðslufyrirkomulag í heilbrigðisþjónustunni getur stuðlað að þessari þróun og hvatt til samkeppni milli aðila um að veita hagkvæma og góða þjónustu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í meginatriðum má segja að fjármögnunarleiðir hins opinbera séu tvær þegar um það er að ræða að tryggja borgurunum aðgang að tiltekinni þjónustu. Hið opinbera getur tekið þátt í kostnaði annars vegar með framlögum til neytenda og hins vegar með framlögum til þess aðila sem veitir þjónustuna. Báðar leiðirnar eiga rétt á sér, en hvor um sig hefur sínar takmarkanir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í mörgum tilvikum er æskilegt að neytandinn hafi frjálst val um þjónustuaðila og þá getur beinn stuðningur við neytandann hentað betur en framlög og samningar við veitendur þjónustunnar. Þessi farvegur hentar sérstaklega vel þegar þjónustan, eðli hennar og umfang, er vel skilgreind og neytandinn sjálfur tekur þátt í kosntaðinum að einhverjum hluta. Ekki síst hentar beinn stuðningur við neytandann þegar taka þarf tillit til persónubundinna þátta, t.d. tekna, heimilisaðstæðna, aldurs, mikils lyfjakostnaðar o.s.frv. Í þessum tilvikum er eðlilegt að beina aðstoðinni milliliðalaust til neytandans og láta þessa þætti ekki hafa áhrif á verðlagningu þjónustunnar eða samningsbundin framlög til þess sem veitir hana. Hér má sem dæmi nefna fjármögnun hjúkrunarheimila og ýmsa stoðþjónustu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eftir því sem þjónustan er sérhæfðari hefur verið talið eðlilegra að beina framlögum hins opinbera beint til rekstraraðilans. Stór hluti heilbrigðisþjónustunnar á vegum ríkisstofnana er af þessum toga. Í vaxandi mæli eru menn á hinn bóginn, eins og áður segir, að átta sig á því að með þjónustusamningum við einkaaðila og á grundvelli útboða má aðgreina ákvörðun um fjármögnun frá eignarhaldi og ábyrgð á rekstri. Því er mikilvægt að þjónusta á vegum ríkisstofnana innifeli allan kostnað við framleiðslu hennaar.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Tengsl fjármögnunar og árangurs</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nú fer stærstur hluti af fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar sem föst fjárveiting til stofnana, en hlutur daggjalda og greiðslna fyrir unnin verk hefur farið minnkandi. Fjármögnun sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva er ákveðin með rammaframlögum, en sjúkratryggingar greiða niður mest alla aðra utanspítalaþjónustu, tannlækningar barna og lyfjakostnað. Þótt mikið hafi verið rætt um greiðslur notenda undanfarin ár er hlutur einkaaðila í fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar mun minni hér á landi en í öðrum ríkjum. Þannig eru framlög hins opinbera á Íslandi til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu með því hæsta sem um getur.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Helsta markmið við endurskoðun á fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar hlýtur að vera að fá sem mesta þjónustu fyrir það fé sem ráðstafað er til heilbrigðismála. Einnig þarf að tryggja valfrelsi notenda, ásættanlegt framboð á þjónustunni og fjölbreytt rekstrarform.</FONT><BR><BR><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Rammafjármögnun</FONT></I><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Flest greiðslukerfi sem reynd hafa verið hafa ákveðna kosti og galla. Þannig er auðvelt að stýra fjárframlögum með rammaframlögum og stjórnvöld geta haft bein áhrif á framboð þjónustunnar. Augljós galli á rammafjármögnun er að hún gefur stofnunum kost á að draga úr þjónustu fyrir sama framlag og getur þannig dregið úr framleiðni. Þá hefur verið gagnrýnt að breytingar komi seint og að rammar séu ósveigjanlegir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á grundvelli rammafjármögnunar er stjórnendum stofnana ætlað að hámarka þá þjónustu sem í boði er og nýta þannig takmarkaða fjármuni eins vel og hægt er. Þessi fjármögnunarleið getur þannig þrátt fyrir allt tryggt góðan árangur í þeim tilvikum sem um flókna og margbrotna starfsemi er að ræða. Með samanburði á árangri yfir tiltekin tíma og milli sambærilegra rekstraraðila má veita aðald og fá mælikvarða á árangur. Þá hefur samanburður á milli ríkja sýnt að þar sem beitt er rammafjárlögum tekst betur að halda aftur af kostnaði en í öðrum kerfum, án þess að séð verði að það hafi áhrif á árangur.</FONT><BR><BR><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Greiðslur fyrir hvert verk</FONT></I><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Greiðslur fyrir hvert verk hafa þann kost að sveigjanleiki er mikill og brugðist er fyrr við nýjungum. Greiðsla fyrir hvert verk eða legudag hefur einnig augljósa ókosti sem einkum koma fram í ofnotkun þeirra úrræða sem best er greitt fyrir og aukningu á þjónustu umfram þarfir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar rekstraraðili fær fjárveitingu eða greiðslu fyrir hvert unnið verk er ætlast til þess að hann leitist við að lágmarka þann kostnað sem þjónustunni fylgir. Með samanburði má meta árangur. Þessi leið hentar hins vegar ekki vel þegar um flókna og margbrotna þjónustu er að ræða. Í þeim tilvikum er oftast erfitt að skilgreina þjónustuna og hún í raun mjög háð þeim einstaklingum sem hlut eiga að máli. Hröð tækniþróun og framfarir á flestum sviðum kalla síðan á stöðugt endurmat bæði á þjónustunni sjálfri og því sem getur talist eðlilegur eða ásættanlegur kostnaður.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aukin samkeppni lykill að meiri og betri þjónustu</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með hliðsjón af framansögðu er sambland af mismunandi greiðslufyrirkomulagi talin besta leiðin til að ná fram markmiðum um aukna framleiðni, viðbragðsflýti og góða þjónustu. Neytandi heilbrigðisþjónustunnar þarf jafnframt að fá meiri áhrif í samræmi við aukið menntunarstig og auðveldari aðgang að upplýsingum. Vöxtur og þróun heilbrigðisþjónustunnar hefur um of ráðist af ákvörðunum stofnana og sérfræðistétta. Vaxandi kröfur almennings og aukin menntun hefur gert fólk meðvitaðra um hvaða kostir eru í boði. Réttarstaða almennings gagnvart stjórnvöldum hefur verið bætt og kallar m.a. á meiri og betri heilbrigðisupplýsingar. Þetta er jákvæð þróun en gerir um leið ákveðnar kröfur til heilbrigðiskerfisins og stjórnvalda.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með vaxandi samkeppni í íslensku atvinnulífi hefur dregið úr kostnaði, auk þess sem fjölbreytni og gæði margskonar þjónustu hefur aukist. Þessi þróun hefur ekki enn náð að marki til heilbrigðisþjónustunnar og reksturs hins opinbera. Á næstu árum eru líkur á að þetta muni breytast m.a. með auknum erlendum samskiptum í heilbrigðismálum og vaxandi þýðingu alþjóðlegra samninga sem við höfum undirgengist og auknum kröfum neytenda.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Helstu vankantar við að breyta fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar er skortur á upplýsingum um kostnað við aðgerðir og einstök verk. Samkeppni er nær óþekkt fyrirbæri. Verð og fjármögnun ræðst fyrst og fremst af samningum milli tveggja aðila og er án efa oft á tíðum í litlu samræmi bæði við raunverulegan kostnað og verðmæti þjónustunnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samanburður við gjaldskrár erlendis hefur reynst Tryggingastofnun vel við verðlagningu á þjónustu og leitt í ljóst ósamræmi af ýmsu tagi. Útboð á lyfjainnkaupum sjúkrahúsa og hjálpartækjum Tryggingastofnunar hafa einnig gefið góða raun. Þá hefur samkeppni á lyfjamarkaði orðið til þess að þjónusta hefur aukist og verð á lyfjum til neytenda lækkað, þvert á það sem sumir spáðu. Augljósir kostir markaðar og samanburðar hafa þannig komið í ljós, en við erum þó enn nánast á byrjunarreit hvað þetta varðar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við gerð þjónustusamninga við sjúkrahús er farið fram á að sjúkrahúsin skilgreini og verðleggi þjónustu sína. Eðlilega eru stofnanir mis vel undirbúnar fyrir slík kerfi en á stærri sjúkrahúsunum er það gert með svonefndu DRG-kerfi og samræmdum meðferðarlýsingum. Þá er gert ráð fyrir að ýmis hliðarstarfsemi svo sem rannsóknar- og röntgenstofur verði aðgreindar frá öðrum rekstri stærri sjúkrahúsa og færst í auknum mæli í samkeppnisrekstur. Í heilbrigðisráðuneytinu er nú tilraun með að verðleggja hjúkrunarrými eftir svonefndu RAI-mati sem gefur kost á að laga greiðslur að þörf fyrir þjónustu. Rekstur á hjúkrunarheimili í Reykjavík hefur verið boðinn út og er verið að meta reynsluna af því verkefni.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fjármálaráðuneytið hefur kynnt einkafjármögnun sem kost við framkvæmdir sem hingað til hafa verið í eigu og á vegum ríkisins. Hér koma heilbrigðisstofnanir vel til greina svo sem sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, hjúkrunarheimili og ýmis önnur utanspítalaþjónusta. Sá sem tekur að sér rekstur ákveðinnar starfsemi þarf ekki endilega að eiga eða reka húsnæðið sem þjónustan fer fram í, það geta aðrir gert með hagkvæmum hætti. Þannig er auðvelt að skilja að eignarhald og rekstur á hjúkrunarheimili eða skurðstofum. Nýir möguleikar á fjármálamarkaði og auðveldari fjármögnun gera slík verkefni æ auðveldari í framkvæmd.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég sé fyrir mér að í framhaldi af þeirri vinnu sem nú er unnin við gerð þjónustusamninga við sjúkrastofnanir opnist möguleikar á að skipta fjárveitingunum í fasta grunnfjármögnun og greiðslur sem byggjast á afköstum. Forsenda fyrir slíkum breytingum er að verð á þjónustunni sé þekkt og allur kostnaður talinn fram. Sambland slíkrar fjármögnunar er talið hagkvæmt og leiða til aukins sveigjanleika. Þegar eru gerðar tilraunir með slíkt í Noregi sem vert er aðfylgjast vel með. Þá er áhugvert að færa starfsemi sem er í samkeppni við einkarekstur hjá sjúkrahúsunum í sérstök fyrirtæki sem verði rekin á sömu forsendum og einkafyrirtæki. Slíkar lausnir hvetja til að þjónusta verði í auknum mæli keypt af aðilum utan opinbera geirans og auðveldar samanburð á milli innlendra og erlendra aðila.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil nefna sérstaklega húsnæðiskostnað og afskriftir tækja. Ef reiknuð væri markaðsleiga af húsnæði ríkisstofnana yrði húsnæði án efa betur nýtt en nú er. Sem dæmi má nefna að þegar húsnæði losnar upphefst mikil hugmyndasamkeppni um það hvernig megi nota húsnæðið til nýrrar starfsemi, í stað þess að spara þá fjárbindingu sem í því felst og telst sjálfsagt í einkarekstri. Ef sjúkrastofnanir greiddu almennt leigu fyrir húsnæði sem endurspeglaði fjárbindingu og afskriftir væri stofnunum hægara um vik við að losa sig við óhentugt húsnæði og taka nýtt á leigu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að endingu vil ég sérstaklega nefna rekstur og fjármögnun einkaaðila á heilsugæslustöðvum og göngudeildarþjónustu. Þar tel ég að séu sóknarfæri sem stjórnvöld verði að hvetja til með það að markmiði að notendur og skattgreiðendur fái meiri og betri þjónustu fyrir sama fé. Mögulegt er að einkaaðilar taki að sér að veita göngudeildarþjónustu fyrir stærri sjúkrahúsin í einkareknum fyrirtækjum og tækju að sér ýmsar aðgerðir í samvinnu eða í samkeppni við sjúkrahúsin. Þá er mögulegt að breyta fjármögnun heilsugæslustöðva og byggja hana alfarið á greiðslu á hvern þann sem skráður er á stöðina, leiðrétt eftir aldri. Einkaaðilar og ríkisreknar stöðvar gætu keppt um að veita annað hvort betri þjónustu fyrir sama verð eða boðist til að taka að sér rekstur á ákveðnu svæði fyrir lægra verð á íbúa. Ef notandinn telur þjónustuna ekki næga getur hann skráð sig á aðra stöð og flutt fjárveitinguna með sér. Þannig yrði samkeppni í verði og gæðum tryggð jafnframt að notandinn fengi val um þjónustuaðila. Niðurstöðu úr slíku kerfi yrði hægt að nota til samanburðar við stöðvar þar sem fámenni kemur í veg fyrir samkeppni. Mögulegt er að fella inn í slíka greiðslu á hvern íbúa kostnað vegna annarrar þjónustu sem heilsugæslulæknar vísa á svo sem rannsóknir eða sjúkraþjálfun.</FONT><BR><BR><BR>

1999-03-05 00:00:0005. mars 1999Ræður og greinar - Stefnan í skattamálum. Ráðstefna Verkamannasambands Íslands og Landssambands iðnverkafólks þann 5. mars 1999.

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Fjármálaráðherra</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Stefnan í skattamálum</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ráðstefna á vegum</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Verkamannasambands Íslands og Landssambands iðnverkafólks</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">5. mars 1999</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar fjallað er um stefnuna í skattamálum undanfarin ár og verkefnin framundan á því sviði er óhjákvæmilegt að horfa til þess hver helstu markmið efnahagsstefnunnar hafa verið því að þetta tvennt er bundið órjúfanlegum böndum. Þannig hafa aðgerðir stjórnvalda í skattamálum undanfarin ár ekki snúist um hvernig skattkerfið eigi að þróast í einangrun heldur hafa stjórnvöld með markvissum hætti beitt skattamálum í því skyni að ná fram ákveðnum markmiðum í efnahagsmálum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil því í upphafi máls míns fara nokkrum orðum um hver hafa verið helstu markmið stjórnvalda í efnahagsmálum að undanförnu. Því næst er ástæða til að rifja upp þær aðgerðir sem gripið hefur verið til á sviði skattamála, hvernig þær tengjast markmiðum efnahagsstefnunnar og hvaða áhrif þessar aðgerðir hafa haft, á efnahagslífið almennt, stöðu atvinnulífs, atvinnustig og kaupmátt heimilanna. Í þriðja lagi er mikilvægt að horfa til þeirrar þróunar sem hefur orðið og framundan er í skattamálum á alþjóðavettvangi. Loks mun ég freista þess að horfa til þeirra verkefna sem ég tel brýnust á þessum vettvangi á næstu árum.</FONT><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. Markmið efnahagsstefnunnar</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og allir vita hefur staða efnahagsmála hér á landi gjörbreyst á undanförnum árum. Í stað óðaverðbólgu, jafnvægisleysis og óstöðugleika ríkir nú stöðugleiki í efnahagslífinu. Gert er ráð fyrir afgangi á fjárlögum árið 1999 eftir samfelldan halla frá miðjum síðasta áratug. Hagvöxtur er meiri en í flestum nálægum ríkjum. Atvinna hefur aukist og atvinnuleysi að sama skapi minnkað og er nú minna en í nær öllum aðildarríkjum OECD. Verðbólga hefur einnig verið með minnsta móti, eða á bilinu 1S-2S% síðustu fimm ár. Kaupmáttur heimilanna hefur jafnframt aukist verulega undanfarin ár, eða um fjórðung frá árinu 1995, og gætir þar meðal annars áhrifa lækkunar tekjuskatts og skattfrelsis lífeyrisiðgjalda auk almennra launahækkana samhliða batnandi afkomu fyrirtækja. Þá hafa vextir farið lækkandi og eru nú mun lægri en var fyrir nokkrum árum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðgerðir stjórnvalda á undanförnum árum í því skyni að bæta rekstrarskilyrði og samkeppnisstöðu atvinnulífsins, bæði með lækkun og niðurfellingu skatta og öðrum aðgerðum til að treysta stöðugleikann í efnahagslífinu, eiga hér ekki síst hlut að máli. Í kjölfarið hefur traust erlendra aðila á efnahagsstefnu stjórnvalda farið vaxandi sem aftur hefur leitt til minni vaxtagreiðslna. Ennfremur hafa íslensk stjórnvöld fengið afar jákvæða umfjöllun í skýrslum OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, bæði vegna þeirra áherslubreytinga sem orðið hafa í hagstjórn og ýmissa skipulagsbreytinga sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir á mörgum sviðum efnahagslífsins, á fjármálamarkaði, í opinberum rekstri með aukinni áherslu á hagræðingu og markaðsvæðingu, í lífeyrismálum og víðar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar horft er til baka er í raun ótrúlegt hve mikið hefur breyst í íslensku efnahagslífi á tiltölulega skömmum tíma. Þetta á ekki aðeins við um skipulag efnahagsmála, sjálfa efnahagsumgjörðina, því að í kjölfarið hefur efnahagslífið rétt úr kútnum svo að um munar. Í upphafi þessa áratugar var staða efnahagsmála hér á landi um flest gjörólík því sem nú er. Rekstrarstaða fyrirtækja var afar erfið, ekki einungis í sjávarútvegi af völdum aflaskerðingar, heldur ekki síður í öðrum atvinnugreinum sem höfðu ekki lagað sig að gjörbreyttum rekstraraðstæðum, jafnt innanlands vegna aukins frjálsræðis og fráhvarfs frá fyrri tímum hafta, styrkja og opinberrar forsjár, sem erlendis samhliða auknu frelsi í milliríkjaviðskiptum og harðnandi samkeppni í kjölfar aukinnar alþjóðavæðingar. Mörg íslensk fyrirtæki áttu erfitt með að fóta sig í þessu nýja rekstrarumhverfi og við þeim blasti einfaldlega sá veruleiki að rekstrargrundvöllur starfseminnar, sem hafði virst blómlegur og traustur í skjóli styrkja og ríkisforsjár um langt skeið, var brostinn. Í kjölfarið lögðu mörg fyrirtæki upp laupana og atvinnuleysi varð hlutskipti fjölmargra einstaklinga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þessar gjörbreyttu aðstæður í íslensku efnahagslífi hlutu að kalla á ný viðhorf og önnur vinnubrögð en áður höfðu tíðkast. Meginmarkmið efnahagsstefnunnar voru því að treysta rekstrargrundvöll íslensks atvinnulífs með öllum tiltækum ráðum og freista þess að vinna bug á því atvinnuleysi sem skyndilega hafði haldið innreið sína. Þjóðarsáttarsamningarnir í upphafi áratugarins, þar sem horfið var frá áratugahefð mikilla kauphækkana án nokkurrar tryggingar fyrir því að þessar hækkanir leiddu til varanlegrar kaupmáttaraukningar, mörkuðu viss þáttaskil og voru til vitnis um víðtækan skilning á eðli þeirra erfiðleika sem íslenskt efnahagslíf átti við að etja á þessum tíma.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þess í stað var lögð megináhersla á að tryggja stöðugleika í verðlagi jafnframt því að treysta rekstrargrundvöll og samkeppnisstöðu atvinnulífsins og stuðla þannig að auknum hagvexti og minnka atvinnuleysi. Ríkisfjármál voru hér í lykilhlutverki, ekki síst með því að talið var mikilvægt að grípa til sérstakra aðgerða, einkum á sviði skattamála, til þess að ná þessum efnahagsmarkmiðum. Jafnframt var vaxandi skilningur á mikilvægi traustrar ríkisfjármálastefnu sem miðaði að því að hverfa frá skuldasöfnun margra undanfarinna ára enda var hún talin ein veigamesta forsenda þess að festa stöðugleikann í sessi og tryggja þannig lífskjör almennings. Mér finnst nauðsynlegt að vekja athygli á þessum atriðum til þess að sýna fram á hversu nátengd stefnan í skattamálum síðustu ára er hinni almennu stefnu í efnahagsmálum. Þetta vill oft gleymast í umræðunni, ekki síst þegar vel árar í íslensku efnahagslífi og erfiðleikar fyrri ára eru að baki.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Aðgerðir í skattamálum að undanförnu og áhrif þeirra</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Víkjum þá að þeim aðgerðum á sviði skattamála sem stjórnvöld hafa gripið til á undanförnum árum. Með nokkurri einföldun má segja að þessar aðgerðir hafi haft eftirfarandi fjögur meginmarkmið að leiðarljósi:</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Að treysta samkeppnisstöðu atvinnulífsins og draga úr atvinnuleysi.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Að tryggja afkomu hinna tekjulægri.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Að stuðla að auknum stöðugleika í efnahagslífinu.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Að bæta lífskjör heimilanna.</FONT><BR><BR><B><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Tekjuskattar fyrirtækja, aðstöðugjald og tryggingagjald. </FONT></I></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Framan af var lögð megináhersla á að styrkja stöðu atvinnulífsins til þess að vinna bug á því atvinnuleysi sem hafði skotið rótum og fór ört vaxandi. Í þessu skyni voru tekjuskattar á fyrirtæki lækkaðir umtalsvert, en um leið voru felldar niður margvíslegar undanþágur sem þá voru í gildi. Jafnframt var aðstöðugjald fellt niður, en það var lagt á veltu fyrirtækja án tillits til afkomu og var því mjög ósanngjarn skattur. Aðstöðugjaldið lagðist sérstaklega þungt á verslunarfyrirtæki þar sem veltan var mikil sem aftur varð til þess að hækka almennt verðlag til almennings. Niðurfelling aðstöðugjalds kom því ekki síst almenningi til góða því að í kjölfar þessa lækkaði vöruverð umtalsvert. Loks má nefna að lokaáfangi samræmingar tryggingagjalds, en það er lagt á launagreiðslur fyrirtækja, kemur til framkvæmda á næsta ári. Frá þeim tíma greiða allar atvinnugreinar jafnhátt tryggingargjald, en það var áður mishátt eftir atvinnugreinum sem bitnaði harðast á ýmsum þeim nýju fyrirtækjum sem hafa verið að hasla sér völl að undanförnu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með þessum aðgerðum hefur rekstrargrundvöllur íslenskra fyrirtækja verið treystur og samkeppnisstaða þeirra gagnvart erlendum aðilum batnað að mun. Þetta hefur í kjölfarið stuðlað enn frekar að fjölgun atvinnutækifæra og orðið til þess að draga úr atvinnuleysi. Jafnframt er með þessu búið í haginn fyrir framtíðina til að mæta auknu framboði af vinnuafli á næstu árum. Ég hygg að það sé óumdeilt að þessi stefna í skattamálum hefur skilað umtalsverðum og tilætluðum árangri enda ríkti um hana víðtæk sátt milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins á sínum tíma. Hér var ekki verið að hygla atvinnurekstrinum á kostnað launafólks eins og stundum er haldið fram heldur að skapa atvinnulífinu lífvænleg starfsskilyrði. En eins og allir vita er það grundvallarforsenda atvinnu- og verðmætasköpunar - og þar með í reynd búsetu - í landinu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Afleiðing þessarar stefnu er meðal annars sú að á undanförnum árum hafa sprottið upp ný fyrirtæki í mörgum atvinnugreinum, jafnt gömlum sem nýjum, sem hafa skapað fjölmörg ný störf og mikil verðmæti fyrir þjóðarbúskapinn. Jafnframt hafa fyrirtæki fært út kvíarnar til annarra landa og jafnvel orðið ráðandi afl í einstökum tilvikum. Þetta sýnir að íslensk fyrirtæki geta verið fyllilega samkeppnisfær við erlend fyrirtæki svo framarlega sem þeim eru búin sambærileg eða betri starfsskilyrði en annars staðar tíðkast.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><B><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Virðisaukaskattur af matvælum. </FONT></I></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">En þótt uppbygging atvinnulífsins hafi verið og sé enn mikilvægt markmið efnahagsstefnunnar var jafnframt talið brýnt að treysta afkomu og kjör almennings, ekki síst hinna verst settu og lægst launuðu. Í þessu skyni beittu stjórnvöld sér fyrir því á árinu 1994 að lækka virðisaukaskatt af matvælum um nær helming, úr 24,5% í 14%. Þessi breyting skilaði sér í verulegri lækkun matvælaverðs sem kom sér ekki hvað síst vel fyrir fjölskyldur með lágar tekjur og þunga framfærslu. Ég hygg að þessi breyting, sem vissulega var nokkuð umdeild, sé einhver veigamesta aðgerð sem gripið hefur verið til á sviði skattamála á síðari árum í því skyni að bæta kjör almennings.</FONT><BR><BR><B><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Tekjuskattur einstaklinga. </FONT></I></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">En það er af fleiru að taka. Einna mikilvægast í þessu samhengi tel ég vera þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar á árinu 1997 að lækka tekjuskatt einstaklinga um 4 prósentustig, úr 30,4% í 26,4%. Með þessu er tekjuskattshlutfallið orðið lægra en það var þegar staðgreiðslukerfið var tekið upp á árinu 1988. Lækkunin skilar sér með myndarlegum hætti í auknum ráðstöfunartekjum heimilanna og þar með auknum kaupmætti. Sem dæmi um áhrif þessara aðgerða má nefna að ráðstöfunartekjur hjóna með tekjur nokkuð undir meðallagi og tvö börn hækka um liðlega 100.000 krónur á ári, eða um 4-5%.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með þessari ákvörðun hafa verið stigin veigamikil skref í átt til þess að lækka jaðarskatta hér á landi. Ég hafna því alfarið að ekki hafi verið staðið við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá árinu 1995. Þvert á móti er þessi lækkun tekjuskatts einstaklinga einhver umfangsmesta skattalækkun sem hér hefur komið til framkvæmda á síðari árum. Ég hygg að sú leið sé vandfundin sem skilar fljótvirkari árangri í lækkun jaðarskatta en lækkun tekjuskatts. Þessi skattalækkun kemur reyndar í kjölfar fyrri ákvörðunar stjórnvalda um að undanþiggja lífeyrisiðgjöld launafólks skattlagningu, sem kom til framkvæmda á árunum 1995 og 1996, en sú ákvörðun jafngilti 1,5-1,7 prósentustiga lækkun tekjuskatts.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hér má einnig nefna til sögunnar nýlega ákvörðun Alþingis, að tillögu ríkisstjórnarinnar, að heimila enn frekari skattafrádrátt, eða sem nemur allt að 2% af launum, vegna sérstaks viðbótarframlags launafólks í lífeyrissjóði. Þessi aðgerð miðar að því að örva innlendan sparnað og gera almenningi kleift að spara sérstaklega umfram reglubundin framlög til lífeyrissjóða. Fólki er heimilt að ráðstafa þessum viðbótarsparnaði að vild. Auk þess er atvinnurekendum gert skylt að leggja fram 10% mótframlag þannig að hámarksframlag launafólks í þennan viðbótarsparnað getur numið 2,2% af heildarlaunum. Hjá þeim sem nýta sér þessa viðbótarsparnaðarleið jafngildir skattafrádrátturinn um 0,8% lækkun tekjuskatts.</FONT><BR><BR><B><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Bætur almannatrygginga og námslán. </FONT></I></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Til viðbótar þessum ákvörðunum ákvað ríkisstjórnin árið 1997 breytingar á bótum almannatrygginga sem draga verulega úr jaðaráhrifum almannatryggingakerfisins, meðal annars varðandi uppbót á lífeyri vegna lyfjakostnaðar og niðurfellingu á afnotagjaldi ríkisútvarpsins. Það er einnig ástæða til að vekja athygli á því að stjórnvöld hafa dregið úr jaðaráhrifum í námslánakerfinu með lagabreytingu sem lækkar endurgreiðsluhlutfall lána úr 7% í 4,75%.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umræðu um nauðsyn þess að lækka jaðarskatta gætir oft á tíðum nokkurs misskilnings sem ég tel ástæðu til að fara nokkrum orðum um. Þannig er oft rætt um mikilvægi þess að beina ýmsum bótagreiðslum í ríkari mæli til einstaklinga með hlutfallslega lágar tekjur, en í sömu andrá er rætt um nauðsyn þess að lækka jaðarskatta eða draga úr jaðaráhrifum. Í þessu felst viss mótsögn. Eðli tekjutengingar er einmitt að beita jaðaráhrifum til að skerða bætur til fólks með tekjur yfir tilteknum mörkum og það er því tekjutengingin sjálf sem skapar jaðaráhrifin. Þetta tvennt fer því ekki vel saman. Annað hvort beita menn tekjutengingu í tekjujöfnunarskyni eða ekki. Það er erfitt að gera hvort tveggja í senn.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af því sem ég hef nú rakið sést að stjórnvöld hafa ekki setið auðum höndum hvað varðar lækkun jaðarskatta eins og ýmsir hafa gefið í skyn. Þvert á móti hefur ríkisstjórnin ákveðið og Alþingi lögfest breytingar á sköttum og félagslegri aðstoð í bótakerfinu sem fela í sér stór skref í átt til þess að lækka jaðarskatta heimilanna og draga úr neikvæðum áhrifum tekjutengingar. Þessar aðgerðir hafa leitt til umtalsverðrar kaupmáttaraukningar heimilanna.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><B><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fjármagnstekjuskattur. </FONT></I></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sem kunnugt er hefur nú verið tekin upp samræmd skattlagning allra fjármagnstekna. Í því felst að öll sparnaðarform, hverju nafni sem þau nefnast, eru skattlögð með sambærilegum hætti að því er varðar tekjuskatt. Enn er hins vegar nokkurt misræmi hvað eignarskatt varðar eins og ég vík að síðar. Skattlagning fjármagnstekna hefur lengi verið í farvatninu. Það að loksins fékkst fram lausn í þessu máli má í reynd rekja til yfirlýsingar fyrri ríkisstjórnar í tengslum við kjarasamninga ASÍ og VSÍ á árinu 1993. Í kjölfarið var skipuð nefnd til að undirbúa málið, en afgreiðslu var þá frestað. Þráðurinn var síðan tekinn upp aftur árið 1995 með skipan nýrrar nefndar sem í sátu fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka, ASÍ og VSÍ. Nefndin skilaði sameiginlegu áliti, en stjórnarandstöðuflokkarnir - að Kvennalista frátöldum &#8211; sneru síðan við blaðinu í þinginu og voru á móti tillögunum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég tel ástæðu til að fara nokkrum orðum um þessa skattlagningu, ekki síst í ljósi nýlegra ummæla ýmissa stjórnarandstæðinga á Alþingi þar sem gætir sama misskilnings á eðli þessarar skattlagningar og áður, en það var reyndar allt hrakið á sínum tíma. Þannig hafa enn á ný heyrst raddir um að með þessari skattlagningu sé verið að hygla þeim sem betur mega sín á kostnað annarra sem verr eru settir; að hér sé um að ræða stórkostlegustu eignatilfærslu síðari ára, ef ekki alda, til stóreignamanna og fleira í þeim dúr. Þessar fullyrðingar eru rangar og eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Raunar þvert á móti. Ég rökstyð þá skoðun mína með því að vísa í álit nefndarinnar, en þar er fjallað ítarlega um áhrif þessarar skattlagningar. Þar kemur fram sú eindregna skoðun að skattlagning vaxtatekna feli í sér aukið samræmi í skattlagningu tekna. Auk þess stuðli skattlagningin að tekjujöfnun þar sem tekjuhærri og efnameiri einstaklingar hafi alla jafna meiri vaxtatekjur en hinir tekjulægri. Skattlagning annarra fjármagnstekna mun hins vegar verða léttari, enda er það beinlínis yfirlýst markmið að létta skattbyrðina frá því sem nú er til þess að örva uppbyggingu atvinnulífsins. Það er því alrangt sem haldið hefur verið fram að hér sé verið að skattleggja þá sem minnst mega sín.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nefndin taldi á sínum tíma að minni skattlagning á arði af hlutabréfum, söluhagnaði og leigutekjum myndi verða til þess að örva viðskipti með hlutabréf og draga fram í dagsljósið ýmsar tekjur sem áður höfðu farið huldu höfði ef svo má að orði komast, til dæmis húsaleigutekjur. Upplýsingar úr síðustu skattframtölum staðfesta þessa skoðun með eftirminnilegum hætti þar sem skattstofninn hefur tvö- til þrefaldast eftir þessa breytingu. Ríkissjóður fær nú umtalsvert meiri tekjur en áður af þessum fjármagnsviðskiptum sem er vitaskuld af hinu góða og nýtist til ýmissa þarfra verka. Þetta hrekur rækilega ýmsar fullyrðingar þess efnis að ríkið myndi tapa stórfé á þessum aðgerðum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég tel þess vegna engan vafa leika á því að sú skattlagningaraðferð sem var valin er besta leiðin til þess að tryggja allt í senn; samræmda skattlagningu fjármagnstekna, tekjujöfnun, sem minnsta röskun á fjármagnsmarkaði, sem einfaldasta framkvæmd og sem best skattskil. Auk þess mun samræmd skattlagning fjármagnstekna hafa jákvæð áhrif á atvinnulífið og atvinnuuppbyggingu í landinu eins og þegar hefur sýnt sig, meðal annars í stórauknum umsvifum á hlutabréfamarkaði.</FONT><BR><BR><B><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eignarskattar, bifreiðaskattar o.fl. </FONT></I></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af öðrum skattalegum aðgerðum vil ég nefna að samhliða upptöku fjármagnstekjuskatts var ákveðið að fella niður efsta þrep eignarskatts enda var það beinlínis rökstutt með því að fjármagnstekjur væru að mestu skattfrjálsar. Ennfremur hefur skattlagning bifreiða verið til ítarlegrar skoðunar um nokkurt skeið. Nú þegar hefur skattlagningin verið endurskoðuð að hluta með það að meginmarkmiði að draga úr neyslustýringu hennar, beinni eða óbeinni. Enn er nokkurt verk óunnið á þessu sviði eins og ég mun víkja að síðar.</FONT><BR><BR><B><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Bætt réttarstaða skattgreiðenda, betra skatteftirlit. </FONT></I></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og ég hef nú rakið hafa verið gerðar margvíslegar umbætur og breytingar á skattkerfinu á undanförnum árum sem fyrst og fremst hafa miðað að því að treysta stöðu efnahagslífsins, jafnt atvinnulífs sem lífskjör almennings, en þetta tvennt er vitaskuld samtvinnað. En það hefur ýmislegt fleira verið gert sem mun, þegar upp er staðið, einnig verða til hagsbóta fyrir almenning í landinu. Þannig hefur að undanförnu verið unnið að endurskoðun á ýmsum þáttum skattamála sem miðar að því að bæta réttarstöðu skattgreiðenda. Lögð er áhersla á að tryggja samræmi í störfum skattstofa, gera skattkerfið skiljanlegra og gegnsærra en nú er og styrkja starf yfirskattanefndar. Þá hefur skatteftirlit verið eflt til muna og ýmsar breytingar gerðar á fyrirkomulagi innheimtu í því skyni að einfalda hana og jafnframt gera hana hagkvæmari og þjálli. Þessar breytingar hafa þegar skilað sér í betri þjónustu við skattgreiðendur og jafnframt orðið til þess að gera skattheimtuna í skilvirkari. Ennfremur hafa skattskil batnað sem hefur skilað umtalsverðum viðbótartekjum til sameiginlegra þarfa samfélagsins eins og nýlega kom fram í upplýsingum frá tollstjóra. Þær upphæðir hlaupa á hundruðum milljóna króna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vona að þetta yfirlit yfir aðgerðir stjórnvalda í skattamálum á undanförnum árum gefi nokkra mynd af þeim megináherslum sem hafa legið til grundvallar og hvernig þær tengjast efnahagsstefnunni almennt. Þótt ég hafi eðli máls samkvæmt fyrst og fremst fjallað um það sem hefur verið efst á baugi í skattamálum hér á landi finnst mér mikilvægt að tengja þessa umfjöllun við það sem hefur verið að gerast víða erlendis. Vaxandi samskipti milli þjóða samhliða aukinni alþjóðavæðingu gefa hins vegar tilefni til að fara nokkrum orðum um það sem hefur verið að gerast á alþjóðavettvangi á þessu sviði að undanförnu.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Þróunin á alþjóðavettvangi</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það gefur auga leið að skattamál hér á landi geta ekki lengur lifað sjálfstæðu lífi án tillits þeirra breytinga sem hafa orðið og eru framundan á alþjóðavettvangi. Aukin samskipti milli ríkja kalla á aukna samræmingu á mörgum sviðum efnahagslífsins. Þess vegna hefur verið lögð áhersla á að þær breytingar sem orðið hafa hér á landi á sviði skattamála á undanförnum árum gangi ekki þvert á þá þróun sem er í okkar helstu nágrannaríkjum. Á síðustu árum hefur þátttaka okkar í alþjóðasamstarfi farið ört vaxandi, ekki síst með það fyrir augum að geta fylgst með þeirri umræðu sem þar fer fram, jafnt á sviði skattamála sem almennra efnahagsmála.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Megináherslan í þessari þróun hefur verið að lækka skatthlutföll, en á sama tíma að fækka undanþágum frá skatti og þar með í reynd stuðla að breiðari skattstofnum. Þessi þróun hefur ekki einungis miðað að því að tryggja afkomu hins opinbera, sem eins og ég hef áður vikið að er talin forsenda fyrir því að viðhalda stöðugleika í efnahagslífinu, heldur er vaxandi áhersla lögð á að skattkerfið sé gegnsætt eins og það heitir og að hvers kyns fyrirgreiðsla til einstakra aðila fari fram fyrir opnum tjöldum en sé ekki falin á bak við einhverjar undanþágur.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég tel að við stöndum að mörgu leyti nokkuð vel í alþjóðlegum samanburði á þessu sviði. Við höfum verið svo lánsöm að forðast að falla í sömu gryfju og margar nágrannaþjóðir okkar, þ.e. að reyna að leysa öll mál í gegnum skatta- og tilfærslukerfin. Fyrir vikið hefur okkur tekist að halda skattbyrðinni innan þolanlegra marka enda sýna skýrslur OECD að skattbyrði hér á landi er með því lægsta sem þekkist í aðildarríkjum þeirra samtaka. Þannig er til dæmis skattbyrði meðalfjölskyldu mun lægri hér en víðast hvar annars staðar þegar horft er til álagningar tekjuskatts. Þessu er hins vegar öfugt farið hjá frændum okkar Svíum og Dönum sem hefur valdið þeim miklum erfiðleikum og bæði lönd, ekki síst Svíar, hafa mátt sjá á bak bæði arðbærum og öflugum fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa séð þann kost vænstan að flytja búferlum og losna þannig undan skattaánauðinni. Síðustu fregnir frá Svíþjóð herma reyndar að nú sé í undirbúningi að lækka skattbyrðina til þess að reyna að stemma stigu við landflótta.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Annað atriði sem hefur verið ofarlega á baugi í hinni alþjóðlegu umræðu lýtur að því sem kallast skattasamkeppni milli landa. Hér er átt við það þegar einstök ríki bjóða erlendum fyrirtækjum sérstök vildarkjör í skattamálum til þess að fá þau til að fjárfesta í viðkomandi ríki. Írland hefur löngum verið tekið sem dæmi um ríki sem beitt hefur þessum aðferðum, með góðum árangri, alla vega séð frá bæjardyrum Íra. Hins vegar eru Írar langt því frá að vera þeir einu sem slíka starfsemi stunda. Í flestum ríkjum tíðkast að grípa til ýmiss konar gylliboða í því skyni að laða að erlenda fjárfesta. Þetta hefur verið viðvarandi vandamál innan Evrópusambandsins þar sem hver nefndin á fætur annarri hefur verið fengið það verkefni að leysa þennan vanda. Hingað til hefur þetta engan árangur borið enda skoðanir afar skiptar um mikilvægi þessa og nauðsyn þess að höggva hér á hnútinn.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hér togast á það sjónarmið annars vegar að koma verði í veg fyrir undirboð, þ.e. að einstök ríki stundi þá iðju að lokka til sín einstaklinga og/eða fyrirtæki með gylliboðum um hagstæð skattakjör, eða starfskjör almennt. Hins vegar benda menn á að samkeppni af öllu tagi sé af hinu góða, hvort sem er á sviði skattamála eða annars staðar. Mín skoðun er sú að þegar til lengdar lætur verði erfitt að beita boðum eða bönnum á þessu sviði. Slíkt er aðeins til þess fallið að menn leiti allra undanbragða til að komast framhjá slíkum hindrunum. Auðvitað hljómar það vel að nú beri að samræma skatta milli landa. Raunveruleikinn er hins vegar allt annar. Þess vegna held ég að best sé að búa sig undir harðnandi samkeppni á þessu sviði sem annars staðar. Sérgreindar útfærslur einstakra landa verða sífellt erfiðari þar sem fyrirtæki jafnt sem einstaklingar geta auðveldlega fært sig á milli landa þangað sem hagstæðustu kjörin bjóðast.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4. Verkefnin framundan á sviði skattamála</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og oft vill verða er nauðsynlegt að líta yfir farinn veg þegar hugað er að framtíðinni. "Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja" kvað þjóðskáldið Einar Benediktsson á sínum tíma. Nú líður að lokum þessa kjörtímabils og þess vegna er ekki við hæfi að fjalla um hugsanlega skattastefnu næstu ríkisstjórnar. Hins vegar finnst mér að þróun síðustu ára á sviði skattamála gefi um margt gagnlegar vísbendingar um hvert beri að stefna. Ég vil því ljúka máli mínu á nokkrum hugleiðingum um þær áherslur í skattamálum sem ég tel æskilegar og heppilegar með tilliti til þeirra efnahagsmarkmiða sem ég tel að næsta ríkisstjórn eigi að hafa að leiðarljósi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég tel óumdeilt að sú reynsla sem við höfum fengið af þeirri skattastefnu sem hefur verið fylgt lengst af þessum áratug undirstrikar mikilvægi þess að samhæfa stefnuna í skattamálum almennri efnahagsstefnu. Jafnframt er ljóst að stefnan í skattamálum hlýtur í vaxandi mæli að taka mið af þeim breytta heimi sem við nú lifum í. Þar sem frelsi í viðskiptum á öllum sviðum hefur leyst höft, boð og bönn af hólmi. Þar sem markaðsöflin hafa tekið við af forsjárhyggju hins opinbera. Þar sem einkaframtakið hefur tekið við hlutverki opinberra aðila. Skilaboðin eru skýr að mínu mati. Forsenda framfara og batnandi lífskjara er að sköpuð verði skilyrði fyrir frekari uppbyggingu efnahags- og atvinnulífs.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er æskilegt að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið í tekjuskattskerfi einstaklinga með það fyrir augum að draga enn frekar úr neikvæðum jaðaráhrifum. Það þarf að búa það þannig úr garði að það stuðli að auknu vinnuframlagi og hvetji fremur en letji vinnusemi og verðmætasköpun. Á undanförnum árum hefur margt áunnist í þessum efnum þar sem skatthlutföll hafa verið lækkuð og þannig verið dregið úr neikvæðum áhrifum skattkerfisins á vinnuframboð.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á næstu árum og áratugum blasir við hlutfallsleg aukning eldra fólks á vinnumarkaði. Ekki aðeins hér á landi heldur víðast hvar annars staðar. Að óbreyttri skipan mála mun þessi fjölgun skapa mikinn þrýsting á opinber útgjöld til lífeyris-, heilbrigðis- og umönnunarmála. Verkefni stjórnvalda mun í vaxandi mæli snúast um hvernig á að mæta þessari auknu útgjaldaþörf án þess að það leiði til aukinnar skattbyrði fólks á vinnufærum aldri. Ég tel að við séum á réttri braut hvað þetta varðar og um margt komin lengra en margar, ef ekki flestar, af okkar nágrannaþjóðum. Þær umbætur sem hafa verið gerðar í lífeyrismálum á undanförnum árum hafa án nokkurs vafa stuðlað að því að gera þennan vanda viðráðanlegri en ella.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Enn er þó margt óunnið. Þannig tel ég brýnt að taka til sérstakrar skoðunar samspil bótakerfis almannatrygginga, greiðslna úr lífeyrissjóðum, skattkerfis og sparnaðar í efnahagslífinu. Markmiðið hlýtur að vera að gera þeim öllum þeim sem geta kleift að vinna eins lengi og unnt er, en jafnframt að skapa þeim sem ekki geta framfleytt sér með sama hætti ásættanleg kjör. Þetta tel ég eigi að vera eitt af fyrstu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Annað áhersluatriði tel ég vera á sviði umhverfismála, sérstaklega að því er varðar samspil umhverfisskatta og umhverfismála. Af hálfu fjármálaráðuneytis hefur um nokkurt skeið verið lögð áhersla á sérstaka skoðun á samhengi umhverfisgjalda og umhverfismála. Hugsunin á bak við þessar vangaveltur hefur einkum verið sú að beina skattlagningu á þessu sviði, þ.e. einkum bifreiða og eldsneytis, í þann farveg að það hvetji til umhverfisvænna lausna. Þessi sjónarmið hafa ekki alltaf verið í heiðri höfð heldur hefur skattlagningin oftar en ekki tekið mið af öðrum - og oft gagnstæðum &#8211; sjónarmiðum. Ég tel brýnt að taka þessa þætti til rækilegrar endurskoðunar og hef reyndar þegar gert ráðstafanir til þess að skoða þessi mál til hlítar. Þetta má hins vegar og mun ekki verða til þess að auka álögur á skattgreiðendur frá því sem nú er heldur lít ég þannig á að þetta gefi færi á að lækka aðra skatta.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil að lokum nefna þriðja atriðið sem ég tel brýnt að taka til sérstakrar skoðunar, en það er samræming eignarskatta. Eins og staðan er í dag njóta sumar tegundir eigna skattfrelsis á meðan aðrar eignir eru að fullu skattlagðar. Þessi mismunun á engan rétt á sér í dag og ég tel brýnt að taka á þessu máli við fyrsta tækifæri enda er hér um að ræða leifar frá gömlum tíma og allt öðrum aðstæðum en nú tíðkast.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">5. Lokaorð</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil að lokum ítreka það sem ég sagði í upphafi máls míns að aðgerðir stjórnvalda í skattamálum á undanförnum árum hafa sem betur fer ekki beinst í gamalkunnan farveg fyrri ára, þ.e. að hygla tilteknum aðilum hvort sem það eru tilteknar atvinnugreinar eða ákveðnir þjóðfélagshópar. Aðgerðirnar hafa miklu frekar verið almenns eðlis þar sem hagsmunir heildarinnar hafa verið hafðir að leiðarljósi. Meginmarkmiðið hefur verið að treysta efnahagslegan grundvöll þjóðarinnar allrar og stuðla að bættum lífskjörum almennings í landinu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég tel óumdeilt að þessi markmið hafi náðst og gildir þá einu hvaða mælikvörðum er beitt. Efnahagsleg velferð þjóðarinnar hefur verið treyst. Atvinnuleysi hefur verið útrýmt. Kaupmáttur almennings og almenn velmegun hefur aldrei verið meiri og þjóðarbúið stendur traustari fótum en nokkru sinni fyrr. Þótt alltaf megi deila um áherslur og einhverjum finnist að ýmislegt megi betur fara tel ég að efnahagsstjórn undanfarinna ára þar sem áhersla hefur verið lögð á að sígandi lukka sé best hafi sannað gildi sitt svo um munar. Mín lokaorð eru þau að framhald megi verða í þeim farvegi sem hefur verið markaður með samvinnu og sameiginlegu átaki stjórnvalda og samtökum launafólks og atvinnurekenda. Það hlýtur að vera íslensku þjóðfélagi fyrir bestu.</FONT><BR><BR><BR>

1999-02-12 00:00:0012. febrúar 1999Fjárfestingarstefna lífeyrissjóða : ávöxtun og áhættudreifing. Morgunverðarfundur VÍB

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ávarp fjármálaráðherra </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">á morgunverðarfundi VÍB </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">12. febrúar 1999.</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Fjárfestingarstefna lífeyrissjóða</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Arial">- Ávöxtun og áhættudreifing -</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sá áratugur sem nú er senn á enda markar líklega dýpri spor í framþróun efnahagsmála hér á landi en nokkurt annað tímabil í íslenskri hagsögu. Á þessum árum hefur íslenskt hagkerfi tekið stakkaskiptum, sem má ekki síst rekja til gjörbreyttra áherslna í hagstjórn í upphafi þessa áratugar. Í kjölfarið hefur verulega dregið úr opinberri íhlutun og afskiptum af gangi efnahagslífsins. Jafnframt hefur frelsi verið aukið á flestum ef ekki öllum sviðum efnahagslífsins. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Afleiðingin er sú að við búum nú við meiri efnahagslegan stöðugleika en nokkru sinni fyrr. Hagvöxtur er meiri en í flestum nálægum ríkjum. Atvinna hefur aukist og atvinnuleysi að sama skapi minnkað og er nú minna en í nær öllum aðildarríkjum OECD. Verðbólga hefur einnig verið með minnsta móti, eða á bilinu 1S-2S% síðustu fimm ár. Kaupmáttur heimilanna hefur jafnframt aukist verulega undanfarin ár, eða um nálægt 20% frá árinu 1995, og hefur aldrei verið meiri. Hér gætir meðal annars áhrifa lækkunar tekjuskatts. Þá hafa vextir farið lækkandi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðgerðir ríkisstjórnarinnar á undanförnum árum í því skyni að bæta rekstrarskilyrði og samkeppnisstöðu atvinnulífsins, bæði með lækkun og niðurfellingu skatta og öðrum aðgerðum til að treysta stöðugleikann í efnahagslífinu, eiga hér ekki síst hlut að máli. Breyttra áherslna í hagstjórn hefur ekki síst gætt á sviði peningamála og ríkisfjármála. Algjör umskipti hafa orðið í ríkisfjármálum. Í stað langvarandi halla og skuldasöfnunar hjá ríkissjóði eru nú horfur á að unnt verði að greiða niður skuldir um meira en 30 milljarða króna á árunum 1998 og 1999. Stórstígar breytingar hafa einnig átt sér stað á fjármagnsmarkaðnum á undanförnum árum með eflingu verðbréfa- og hlutabréfamarkaða, auknu frjálsræði á peninga- og gjaldeyrismarkaði og einkavæðingu og sölu á hlut ríkisins í viðskiptabönkum og öðrum fjármálastofnunum svo nokkur dæmi séu nefnd.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lífeyrissjóðirnir hafa ekki farið varhluta af þessari þróun enda hefur starfsumhverfi þeirra breyst verulega á undanförnum árum. Jafnframt hefur uppbygging þeirra verið ör sem meðal annars má marka af því að eignir þeirra, mældar í hlutfalli við landsframleiðslu, hafa meira en þrefaldast á síðasta áratug eða svo. Það er reyndar til marks um hversu ör þróunin á fjármagnsmarkaði hefur orðið að nú, rúmlega einu ári eftir samþykkt Alþingis á heildstæðri löggjöf um starfsemi lífeyrissjóða, og liðlega hálfu ári eftir að lögin tóku gildi, er talin ástæða til þess að ræða frekari breytingar á þessari löggjöf. Nánar tiltekið hvort ákvæði laganna um hámark á fjárfestingu lífeyrissjóðanna í hlutabréfum sé farið að hamla gegn eðlilegri uppbyggingu og ávöxtun þeirra.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eitt veigamesta ákvæði lífeyrissjóðslaganna fjallar um nauðsyn þess að sjóðirnir móti og fylgi ákveðinni fjárfestingarstefnu með tilliti til mats á arðsemi og áhættu þeirra fjárfestingarkosta sem í boði eru. Markmiðið með þessu er að tryggja fjárhagslega stöðu sjóðanna og stuðla í senn að traustri og eðlilegri ávöxtun á inneign sjóðfélaga. Ákvæði laganna sem takmarkar möguleika lífeyrissjóðanna á að fjárfesta í hlutabréfum má rekja til sjónarmiða um eðlilega áhættudreifingu fjárfestingar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við undirbúning lagasetningar varð samkomulag um að miða við 35% hlutfallið, að minnsta kosti sem fyrsta skref. Á þeim tíma var hlutfall íslenskra hlutabréfa í eigu lífeyrissjóðanna tiltölulega lágt og fjárfesting í erlendum hlutabréfum nánast á byrjunarstigi. Þess vegna þótti 35% hlutfallið alls ekki lágt og ekki líklegt til að hamla gegn eðlilegri framþróun í eignauppbyggingu lífeyrissjóðanna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á þeim tíma sem liðinn er frá því þessi stefna var mótuð hefur þróunin hins vegar verið hröð og vægi hlutabréfa í eignum sjóðanna farið ört vaxandi. Það er mjög eðlilegt að breytt starfsumhverfi hafi áhrif á fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðanna sem og annarra fjármálastofnana. Þannig er athyglisvert að lán með veði í íbúðarhúsnæði landsmanna vega nú minna en 50% af eignum lífeyrissjóðanna enda hefur eignamyndun sjóðanna undanfarin ár fyrst og fremst verið í verðbréfum og nú allra síðustu misserin í hlutabréfum, ekki síst erlendum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þessi þróun mun vafalaust halda áfram. Íbúðarhúsnæði landsmanna er takmarkaður veðsetningarstofn auk þess sem aðrir hagstæðari fjárfestingarkostir eru fyrir hendi. Gjörbreytt staða ríkisfjármála gerir nú kleift að greiða niður skuldir og því er ekki lengur fyrir hendi sú lántökuþörf hjá ríkissjóði sem áður var. Hvort tveggja kallar á breyttar áherslur í mótun fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðanna. Aukin fjárfesting í hlutabréfum, innanlands og erlendis, og frekari kaup á erlendum verðbréfum en verið hefur eru eðlilegir kostir. Auk þess má gera ráð fyrir að lífeyrissjóðir og aðrar fjármálastofnanir eigi eftir að koma í auknum mæli inn í fjármögnun ýmissa mannvirkja sem hingað til hafa verið fjármögnuð af ríkissjóði, svo sem samgöngu- og orkumannvirkja. Þetta er eðlileg þróun.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þá er rétt að nefna þá athyglisverðu þróun sem nú er í gangi þar sem lífeyrissjóðirnir eru að hasla sér völl í fjármögnun íbúðalána í samstarfi við lánastofnanir án milligöngu ríkis og sveitarfélaga eða sjóða á þeirra vegum. Þetta framtak er bæði þarft og tímabært og eðlilegt framhald á þeim breytingum í frjálsræðisátt sem orðið hafa hér á landi síðustu ár þar sem dregið hefur úr afskiptum opinberra aðila á fjármagnsmarkaðnum.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Öll þessi atriði hníga í átt til þess að brátt þurfi að huga að endurskoðun á því ákvæði lífeyrissjóðslaganna sem takmarkar hlutabréfaeign þeirra. Þetta er fullkomlega eðlilegt og breytir í engu þeim meginmarkmiðum laganna að efla og treysta fjárhagslegan grundvöll lífeyrissjóðanna.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er mikilvægt að starfsumhverfi lífeyrissjóðanna þróist eðlilega og í takt við framvindu mála á almennum fjármagnsmarkaði, hér á landi sem erlendis. Jafnframt er nauðsynlegt að víðtæk sátt ríki milli allra aðila um þær breytingar sem kunna að verða gerðar á lögunum. Mikilvægast er þó að lífeyrissjóðirnir framfylgi ábyrgri fjárfestingarstefnu sem miðar að því að hámarka ávöxtun eigna með tilliti til áhættu. Það hlýtur að vera sameiginlegt áhugamál allra aðila að lífeyrissjóðum verði sköpuð skilyrði til þess að ná því markmiði.</FONT><BR><BR><BR>

1998-12-18 00:00:0018. desember 1998Stofnfundur Landssamtaka lífeyrissjóða

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ávarp fjármálaráðherra </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">á stofnfundi Landssamtaka lífeyrissjóða.</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">18. desember 1998</FONT></B></DIV><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Arial">Öflugir lífeyrissjóðir auðvelda endurskoðun laga um almannatryggingar og frjálsan viðbótarlífeyrissparnað</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lífeyrismál og starfsemi lífeyrissjóða er mikilvægur málaflokkur sem í raun hefur ekki fengið verðuga athygli né umfjöllun hér á landi fyrr en á síðustu árum. Samtímis árangri við að byggja upp og styrkja innviði lífeyriskerfisins er gagnger endurskoðun almannatryggingalaganna aðkallandi m.a. vegna fyrirsjáanlegra breytinga á aldurssamsetningu þjóðarinnar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lögin sem tóku gildi 1. júlí sl. um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða eru mikilvæg undirstaða fyrir það velferðarkerfi sem við ætlum að búa íslensku þjóðinni á 21. öldinni. Á grundvelli þeirra er því eðlilegt að endurskoða samspil og verkaskiptingu lífeyrissjóða og almannatrygginga. Jafnframt eru lögin farvegur fyrir aukna áherslu á frjálsan viðbótarlífeyrissparnað. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mikilvægt er að treysta það lífeyriskerfi, sem við höfum þegar byggt upp og halda uppbyggingarstarfinu áfram. Okkur ber að nýta til fulls hagstæða aldurssamsetningu þjóðarinnar og þá staðreynd að aðilum vinnumarkaðarins tókst með samningum árið 1969 að leggja grunn að fyrirmyndarlífeyriskerfi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þrátt fyrir að staða okkar Íslendinga sé hagstæð í samanburði við aðrar þjóðir kallar úrlausnarefnið á stefnufestu og árvekni. Það eru ekki nema tæpir tveir áratugir síðan flest benti til þess að markmið íslenska lífeyriskerfisins mundu ekki nást og þar með að við stæðum í sömu sporum í lífeyrismálunum og flestar aðrar þjóðir. Fjárhagsstaða lífeyrissjóða sem starfa án ábyrgðar launagreiðanda hefur gjörbreyst á undanförnum árum og samstaða hefur náðst um að byggja upp lífeyrissjóði opinberra starfsmanna sem söfnunarsjóði. Ekki eru nema níu ár síðan lögboðið atvinnurekandaframlag ríkisins til Lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna var skert með þeim rökum að sjóðurinn væri í raun gegnumstreymissjóður og iðgjöld til lífeyrissjóða jafngildi skattgreiðslna.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Endurskoðun laga um almannatryggingar</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Auk þess að huga að verkaskiptingu almannatrygginga og lífeyrissjóða þarf einnig að athuga samspil trygginga og félagsþjónustu ríkis og sveitarfélaga. Það vill oft gleymast í umræðu um þessi mál að umönnunar- og heilbrigðisþjónusta hins opinbera gegnir stóru hlutverki í þeirri afkomutryggingu sem íslenska velferðarkerfið veitir og kemur oft í staðinn fyrir beinar lífeyris- og tryggingagreiðslur.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sérstaklega þarf að huga að tekjutengingu almannatryggingakerfisins og innleiða á ný sveigjanlegan ellilífeyrisaldur. Vert er að hafa í huga að frá upphafi almannatryggingakerfisins 1937 til ársins 1992 gat einstaklingurinn hækkað þann ellilífeyri, sem hann átti rétt á með því að fresta töku hans. Sveigjanlegur ellilífeyrisaldur er einnig mikilvægt markmið í því ljósi að frá því að almannatryggingalögin voru sett hafa lífslíkur karla við fæðingu aukist um 16 ár og kvenna um 15 ár. Við endurskoðun almannatryggingalaganna er mikilvægt að styrkja hinn eiginlega tryggingaþátt umfram það sem nú er gert og efla þannig sambandið milli innborgunar og réttinda. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í allri umræðu um málefni aldraðra má það ekki gleymast að aldraðir eru ekki afmarkaður einsleitur hópur. Eins og meðal ungs fólks er starfsorka aldraðra breytileg, svo og óskir, þarfir og áhugamál. Okkur væri öllum hollt að hafa oftar í huga þá staðreynd að öldrun hefst ekki þegar einhverju tilbúnu aldursmarki er náð. Við eigum að gefa eldra fólki kost á að starfa áfram og líta fremur á hvaða gagn einstaklingar geta gert í atvinnulífinu en að spyrja um aldur þeirra. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með framangreindum hætti og öðrum tiltækum aðgerðum þarf að styrkja stöðu þeirra sem eldri eru. Almennt þarf að auka sveigjanleika og svigrúm á vinnumarkaði þannig að hár starfsaldur, starfshlé vegna endurmenntunar, ráðning í hlutastarf og tímabundið hlé á atvinnuþátttöku vegna barna eða sjúkra, séu allt eðlilegir þættir í lífshlaupi sérhvers manns.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Pólitísk umræða í velferðarríkjunum mun á næstu árum í auknum mæli snúast um viðbrögð við breyttri aldurssamsetningu. Á vettvangi stjórnmálanna hérlendis verður einnig að fara fram opinská umræða um hvernig sætta megi ólík sjónarmið milli aldurshópa og tryggja aukinn sveigjanleika á vinnumarkaði. Við megum ekki taka velferðina að láni og eigum að byggja upp öflugt lífeyriskerfi á grundvelli almannatrygginga, skyldutryggingar og frjáls viðbótarlífeyrissparnaðar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það eru sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar allrar að efla lífeyriskerfi grundvallað á sjóðsöfnun, hvetja til frjáls langtímasparnaðar og virkrar atvinnuþátttöku óháð aldri. Með aðgerðum í lífeyrismálum á undanförnum árum hafa verið stigin stór skref í þessa átt, stuðlað að sátt milli kynslóða og lagður grunnur að farsælu þjóðlífi á 21. öldinni. </FONT><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aukinn langtímasparnaður</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hvort sem litið er til einstaklingsins eða þjóðfélagsins hefur aukinn langtímasparnaður mikla þýðingu. Hann gerir okkur kleift að efla atvinnulífið, draga úr erlendri skuldasöfnun og þróa frjálsa fjármagnsflutninga til og frá landinu. Um leið og æskilegt er að fá inn í landið erlent áhættufjármagn er einnig mikilvægt að íslensk fyrirtæki hafi bolmagn til að fjárfesta í útlöndum. Með alþjóðlegum fjárfestingum flyst þekking og reynsla milli landa og tryggir æskilega áhættudreifingu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og nú horfir í efnahagsmálum okkar Íslendinga er einnig afar mikilvægt að langtímasparnaður aukist. Þannig má draga úr þenslu og neikvæðum áhrifum viðskiptahalla. Aðhald í ríkisfjármálum, öflug uppbygging íslenska lífeyrissjóðakerfisins og aukinn frjáls viðbótarlífeyrissparnaður eru mikilsverðir þættir í þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að treysta forsendur áframhaldandi hagsældar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Langtímasparnaður er að sjálfsögðu ekki síður mikilvægur frá sjónarhóli einstaklingsins. Hugmyndir og væntingar ungs fólks um elliárin eru margbreytilegar og þar með einnig áherslan á fjárhagsafkomu líðandi stundar og í framtíðinni. Í stuttu máli eykst efnahagslegt sjálfstæði okkar eftir því sem langtímasparnaður verður meiri. Aukinn langtímasparnaður styrkir frelsi einstaklinganna og leiðir bæði til hagsældar og farsældar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mikilvæg forsenda þeirrar samstöðu sem náðst hefur í lífeyrismálunum var sú samþykkt Alþingis að hækka frádráttarbærni iðgjalda vegna lífeyrissparnaðar úr 4% í 6% hjá einstaklingum. Frá 1. janúar á næsta ári verður einstaklingum þannig heimilað að verja viðbótariðgjaldi til frjáls lífeyrissparnaðar og byggja upp þriðju stoð lífeyriskerfisins til hliðar við skyldutryggingu og almannatryggingar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í gær samþykkti Alþingi frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um tryggingagjald. Þar með eiga launþegar rétt á 10% mótframlagi frá ríkinu, eða sem samsvarar 0,2% af launum, ákveði þeir að spara 2% af tekjum með þátttöku í frjálsum viðbótarlífeyrissparnaði. Ef vel tekst til á þetta mótframlag, ásamt skattalega hagræðinu, að tryggja almenna þátttöku launþega í þessum sparnaði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samtök þeirra aðila sem koma til með að taka við og ávaxta frjálsa viðbótarlífeyrissparnaðinn hafa ásamt fjármálaráðuneytinu stofnað til tímabundins samstarfs. Það hefur farið vel af stað og er kynningarátak fyrirhugað í byrjun næsta árs. Samstaða þessara aðila er ánægjuleg, en hún hefur án efa mikið að segja í þeirri viðleitni okkar að vekja fólk til umhugsunar um gildi lífeyrissparnaðar. Með auknum sparnaði og sjóðsöfnun á starfsævinni tryggjum við betur en nú að menn geti hætt eða dregið úr vinnu og jafnframt séð sér og sínum farborða með fullri reisn og sjálfsvirðingu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég hef jafnframt þá sannfæringu að aukin samkeppni um þá sparnaðarkosti sem í boði eru mun hafa jákvæð áhrif á heildarsparnaðinn í þjóðfélaginu. Með því að ýta undir frjálsan sparnað og samkeppni er skapað nauðsynlegt mótvægi við stöðuga hvatningu til eyðslu og skuldsetningar. Þetta er mikilvægt atriði og ef til vill þáttur sem við höfum vanmetið fram að þessu við uppbyggingu skyldusparnaðar- og skyldutryggingakerfisins.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lokaorð</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lögin um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða tryggja nauðsynlega umgjörð og festu fyrir heilbrigt og traust starfsumhverfi og þau eiga án efa stóran þátt í því að við erum hér stödd í dag á stofnfundi Landssamtaka lífeyrissjóða. Um leið og ég óska fundarmönnum til hamingju með daginn vil ég nota tækifærið og óska þeim gleðilegra jóla og þakka samstarfið á árinu.</FONT><BR><BR><BR><BR>

1998-12-03 00:00:0003. desember 1998Málþing Norræna stjórnsýslusambandsins. Setningarávarp fjármálaráðherra Geirs H. Haarde, 3.12.1998.

<P>Góðir málþingsgestir.<BR><BR>Eins og flestum hér er áreiðanlega kunnugt, hefur vinnuumhverfi stjórnenda opinberra stofnana, bæði ríkis og sveitarfélaga, tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum árum. Það sem sérstaklega snýr að stjórnendum ríkisstofnana eru nýleg lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, ný fjárreiðulög, rammafjárlagagerð, nýtt launakerfi, árangursstjórnun og fleira má eflaust telja. Þá hafa allir orðið þess varir að sveitarfélögin hugsa sér mjög til hreifings ekki síst vegna þess að sveitarfélagaskipunin er að breytast og á þeim hvíla skyldur opinberrar starfsemi.<BR><BR>Margar þeirra breytinga í opinberri sem einkenna þennan áratug eiga rætur að rekja í stefnu núverandi og fyrrvareandi ríkisstjórnar. Ríkisstjórnin hefur einkum unnið að umbótastarfi í ríkisrekstrinum með tvö meginmarkmið að leiðarljósi. Hið fyrra er að skipulag og starfsemi ríkisins sé með þeim hætti að ríkið sinni skyldum sínum við borgarana á eins hagkvæman og árangursríkan hátt og kostur er. Síðara markmiðið er að opinber þjónusta sé skilvirk og gefi íslenskum fyrirtækjum forskot í vaxandi alþjóðlegri samkeppni og greiði jafnframt götu erlenda aðila sem hingað leita. Einkennisorð þessa umbótastarfs eru: einföldum, ábyrgð og árangur. <BR><BR>Unnið hefur verið að einföldum á ríkisrekstrinum m.a. með einkavæðingu, með fækka stofnunum og endurskipulagningu á opinberu stasrfi. Rekstrarleg ábyrgð forstöðumanna ríkisstofnana hefur verið aukin ásamt því að þeim hefur verið gefin aukið svigrúm til stjórnunar. Ekki er lengur nægjanlegt fyrir forstöðumenn að hafa faglega þekkingu á verkefnum stofnunarinnar sinnar heldur þurfa þeir einnig að hafa haldgóða almenna þekkingu á rekstri og næma vitund um mikilvægi árangurs í starfi.<BR><BR>Í ráðherratíð forvera míns voru haldnar ráðstefnur um þetta viðfangsefni þar sem m.a. var rætt um hvert bæri að stefna í starfsmannamálum ríkisins og almennt í ríkisrekstri. Mikilvægt er að á tímum örra breytinga í stjórnun opinberra stofnana að viðhaldið sé frjórri og gagnrýnni umræðu um viðfangsefnið. Það er einkum þrennt sem kemur mér í hug í þessu samhengi.<BR><BR>Í fyrsta lagi tel ég tímabært að lögin um gerð kjarasamninga verði tekin til endurskoðunar. Atburðir síðustu missera þar sem fjölmennir og stundum fámennir starfshópar hafa beitt óhefðbundnum aðgerðum til þess að krefjast launabóta þrátt fyrir að með kjarasamningum hafi slíkt ekki verið ætlað. Við þetta er illt að una og í því felast gagnkvæmir hugsmunir, vinnuveitenda og launþega að hér verði fundnar skýrar og viðurkenndar reglur í samskiptum.<BR><BR>Í annan stað nefni ég að hinn evrópski stíll, þ.e. vinnutímatilskipun Evrópubandalagsins er nokkuð sem við þurfum að gaumgæfa. Mér finnst að þar eigi sumt vel við en annað síður.<BR><BR>Loks nefni ég að ekki alls fyrir löngu stóð fjármálaráðuneytið að viðamikilli viðhorfskönnun meðal starfsmanna ríkisstofnana. Þátttaka var ágæt og vænti ég þess að niðurstöðurnar geti gefið fjármálaráðherra og ráðuneyti góða vísbendingu um mat starfsmanna á vinnuaðstæðum sínum. <BR><BR>Ég fagna frumkvæði Íslandsdeildar norræna stjórnsýslusambandsins að efna til þessa málþings um stjórnun opinberra stofnana við upphaf 21. aldar. Það gefur tækifæri til að líta yfir farinn veg og meta hvernig til hefur tekist t.d. með breytt vinnuumhverfi stjórnenda ríkisins bæði hérlendis og erlendis. Brýnt er að ræða það hversu vel stjórnendur ríkisins eru í stakk búnir til að takast á við breytt vinnumhverfi um leið og litið er til framtíðar og skoðaðar nýjar áherslur í stjórnun og starfsmannahaldi ríkis. <BR><BR>Ég vona að málþingið verði hvati til frekari umræðna um stjórnun ríkisstofnana því viðfangsefnið er brýnt fyrir ríkisreksturinn í heild sinni og einstakar stofnanir. <BR><BR>Að svo mæltu set ég málþingin og vonast eftir líflegum skoðunaskiptum.

1998-11-26 00:00:0026. nóvember 1998Verkefni og viðhorf til samstarfs ríkis og sveitarfélaga. Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Erindi fjármálaráðherra</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">flutt á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">26. nóvember 1998.</FONT></B></DIV><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Arial">Verkefni og viðhorf til samstarfs ríkis og sveitarfélaga</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samstarf ríkis og sveitarfélaga hefur undanfarin ár í ríkum mæli snúist um tilteknar framkvæmdir eða rekstur og ákveðin útgjaldamálefni, en einnig um tekjuöflun, skattkerfið og sameiginlega tekjustofna. Samstarf um breytta verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélag og tengd málefni hefur jafnframt verið áberandi. Í dag langar mig að vekja máls á nýjum þætti sem ég tel brýnt verkefni og mikilvægt að ríki og sveitarfélög hefji samstarf um.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég er eindregið þeirrar skoðunar að það sé bæði tímabært og verðugt verkefni að ríki og sveitarfélög taki upp formlegt samstarf um efnahagsmál og axli þannig sameiginlega ábyrgð á einu mikilvægasta hagstjórnartækinu, sem er rekstrar- og fjárhagsafkoma hins opinbera. Hér á eftir er ætlun mín að rökstyðja þessa skoðun og nefna síðan dæmi um nokkur úrlausnarefni sem mér finnst mikilvægt að ræða opinskátt og leitast við að komast að sameiginlegri niðurstöðu um.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á undanförnum árum hafa sveitarfélögin tekið að sér ný og krefjandi verkefni ekki síst í kjölfar flutnings verkefna frá ríkinu. Margt mælir með því að hlutur sveitarfélaganna vaxi enn frekar í náinni framtíð. Allt bendir einnig til þess að það verði raunin enda hefur ávinningur af sameiningu sveitarfélaga, þar sem sveitarfélögin eru færri, stærri og öflugri, verið að koma í ljós á undanförnum misserum í framhaldi af yfirtöku á öllum rekstri grunnskólans.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eftir því sem sveitarfélögin taka að sér fleiri verkefni hefur rekstur þeirra meiri efnahagslega þýðingu. Afkoma þeirra getur haft afgerandi áhrif á stöðu og horfur í þjóðarbúskapnum. Þess vegna er mikilvægt að áætlanir og umfang þeirra hvað varðar tekjur, framkvæmdir og önnur útgjöld séu í samræmi við þau efnahagsmarkmið sem að er stefnt á hverjum tíma. Frekar en að tryggja þetta með valdboði og ætla ríkisvaldinu alla ábyrgð á stjórn efnahagsmálanna sýnist skipulegt samstarf ríkis og sveitarfélaga vænlegra til árangurs.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á þeim áratug sem nú er að líða hefur íslenskt efnahagsumhverfi tekið stakkaskiptum og hagur þjóðarinnar sjaldan verið eins traustur og nú. Ef við höldum árvekni okkar getur núverandi hagvaxtarskeið bæði orðið stöðugra og skilað meiri hagsæld en dæmi eru um áður. Þessum árangri erum við að ná í kjölfar markaðsvæðingar og opnunar hagkerfisins á undanförnum árum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Vaxandi samkeppni setur efnahagslífinu strangar takmarkanir, sem ekki hafa verið til staðar hér á landi síðan á fyrri hluta aldarinnar, en er jafnframt skýring og forsenda þess að við getum staðhæft að efnahagsárangurinn nú hvíli á traustum grunni. Hið nýja efnahagsumhverfi gerir á hinn bóginn ekki aðeins auknar kröfur til fyrirtækja í atvinnulífinu, heldur einnig til hins opinbera, bæði ríkis og sveitarfélaga. Um leið og boðum, bönnum og beinum afskiptum stjórnvalda af einstökum fyrirtækjum eða atvinnugreinum fækkar verða fjármál hins opinbera eitt helsta efnahagsstjórntækið. Þetta skýrist af stærð og vægi hins opinbera, en einnig sérstöðu þess m.a. hvað varðar möguleikann til skattheimtu, skuldsetningar og að skipa málum með lagaboði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og nú horfir í efnahagsmálum bendir flest til þess að meginverkefni hagstjórnar hér á landi á næstu árum verði að leita leiða til að auka þjóðhagslegan sparnað og draga úr viðskiptahalla gagnvart útlöndum. Enginn vafi er á að öruggasta og fljótvirkasta leiðin til þess að auka þjóðhagslegan sparnað er að treysta afkomu hins opinbera, jafnt ríkis sem sveitarfélaga. Alþjóðlegar athuganir sýna ótvírætt að aukinn sparnaður hins opinbera, þ.e. afgangur á rekstri, er árangurríkasta leiðin til aukins sparnaðar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í nýútkominni skýrslu nefndar um þjóðhagslegan sparnað, sem ég skipaði sl. sumar, er tekið undir þau viðhorf að öruggasta og fljótvirkasta leiðin til að auka þjóðhagslegan sparnað sé að treysta afkomu hins opinbera með aðhaldi í rekstri. Á það er bent að við ríkjandi aðstæður í efnahagslífinu sé margt sem mæli með að afkoma ríkissjóðs verði treyst umfram það sem áformað er. Jafnframt er talið mikilvægt að sveitarfélögin skili afgangi í ljósi þess að þau standa nú fyrir um fjórðungi opinbers rekstrar í landinu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og ykkur flestum er kunnugt er fjárhagsstaða ríkissjóðs góð um þessar mundir. Áætlað er að skuldir ríkissjóðs muni fara niður í 34% af landsframleiðslu á næsta ári, en þær voru 51,5% í ársbyrjun 1995. Með niðurgreiðslu skulda á þessu og næsta ári mun árlegur vaxtakostnaður ríkissjóðs lækka um 1.200 m.kr. Fyrir utan það að bæta rekstrarafkomu ríkissjóðs og styðja þannig við efnahagsstefnuna er ljóst að lækkun skulda skapar aukið svigrúm til að lækka skatta og fjármagna útgjöld sem eiga að njóta forgangs í framtíðinni. Til glöggvunar má nefna að vaxtakostnaður ríkissjóðs á þessu ári samsvarar lítið eitt lægri upphæð en samanlögð útgjöld Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fjárlagafrumvarp fyrir árið 1999 er lagt fram með 1,9 milljarða króna tekjuafgangi á rekstrargrunni. Þegar tekið hefur verið tillit til sérstakrar gjaldfærslu vegna lífeyrisskuldbindinga fyrri ára nemur afgangurinn hins vegar um 7,4 milljörðum króna, sem er heldur minna en búist er við í ár, reiknað með sama hætti. Þegar allt er talið á lánsfjárafgangur að nema allt að 15 milljörðum króna á næsta ári og verða svipaður og á þessu ári.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fjárhagur sveitarfélaganna er því miður í öðrum og varasamari farvegi um þessar mundir og samanlagður halli þeirra er áætlaður 3-4% af tekjum. Það myndi svara til 5-7 milljarða halla hjá ríkissjóði. Á þessum óhagstæða samanburði eru ýmsar skýringar, þar á meðal þær að ýmiss konar byrjunarkostnaður hefur fylgt nýjum verkefnum og ríkissjóður hefur notið meiri tekjuaukningar en sveitarfélögin.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það breytir á hinn bóginn ekki þeirri staðreynd að brýnt er að rekstur sveitarfélaganna verði á næsta ári réttu megin við strikið. Það er skynsamlegt að nýta góðærið til að greiða niður skuldir eins og nokkur er kostur. Viðskiptahalli og nauðsyn aukins þjóðhagslegs sparnaðar á við þessar aðstæður að vera sveitarfélögum, ekki síður en ríkinu, hvatning til að treysta efnahagsstöðugleikann og núverandi hagvaxtarhorfur.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hér að framan hef ég komið inn á þrennt til rökstuðnings auknu og formlegu samstarfi ríkis og sveitarfélaga um efnahagsmál. Þessi þrjú atriði eru aukin umsvif sveitarfélaga, aukið mikilvægi fjármálastjórnar ríkis og sveitarfélaga fyrir þróun efnahagsmála í kjölfar opnunar hagkerfisins og markaðsvæðingar og í þriðja lagi augljós þýðing þess að ríki og sveitarfélög nýti eftir fremsta megni núverandi góðæri til að borga niður skuldir sínar. Formlegt samstarf um þetta má hugsa sér með margvíslegum hætti.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ein nærtæk leið væri sameiginleg markmiðssetning af hálfu ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem annars vegar væri stefnt að tilteknum afkomubata og hins vegar að endurskoðun laga og reglna varðandi málefni þar sem um gagnkvæma hagsmuni er að ræða. Ég mun nú koma inn á nokkur atriði í því sambandi, en vil jafnframt undirstrika að þetta eru einungis hugmyndir sem fram að þessu hafa ekki fengið umfjöllun, hvorki í ríkisstjórn né annars staðar.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Tekjuöflun</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kveðið er á um tekjur og tekjustofna sveitarfélaga í lögum. Mörgum finnst sveitarfélögum sniðinn of þröngur stakkur hvað tekjuöflun varðar og kalla eftir auknum sveigjanleika. Innan ríkiskerfisins heyrast á hinn bóginn þær raddir að sjálfvirknin í tekjuflæðinu til sveitarfélaganna sé of mikil, t.d. hvað varðar hlutdeild í tekjuskatti og framlög til Jöfnunarsjóðsins. Í fjármála-ráðuneytinu hefur verið reiknað út að hlutdeild sveitarfélaganna í kostnaði við rekstur skattkerfisins sé of lítil og æskilegt að þau taki bæði beint og óbeint meiri þátt í innheimtu og nauðsynlegu skatteftirliti. Aðrir telja æskilegt að sveitarfélögin dragi úr vægi skatttekna og fái svigrúm til að auka vægi þjónustugjalda. Þetta eru allt atriði sem vert væri að ræða með tilliti til efnahagsmarkmiðanna. Sameiginleg niðurstaða gæti leitt af sér minni sjálfvirkni og aukinn sveigjanleika í tekjuöflun sveitarfélaganna.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Jöfnunarsjóður sveitarfélaga</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nýlega lagði Vinnuveitasamband Íslands það til við ríkisstjórnina að fallið verði frá þeirri lækkun atvinnutryggingagjalds sem boðuð var í fjárlagafrumvarpinu vegna minnkandi atvinnuleysis. Vinnuveitendur vilja að Atvinnuleysistryggingasjóður vaxi í góðæri en minnki á erfiðleikaskeiðum. Í greinargerð þeirra segir að megingalli núverandi fyrirkomulags sé að fjármögnun atvinnuleysistrygginga magni hagsveiflur í stað þess að vinna gegn þeim eins og æskilegt væri. Í samdrætti og á atvinnuleysistímum hækkar atvinnutryggingagjaldið sjálfkrafa samkvæmt núgildandi reglum og þar með launakostnað, öfugt við það sem æskilegt væri.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verða við tilmælum VSÍ og verður atvinnutryggingagjaldið því óbreytt á næsta ári eða 1,15% af gjaldstofni. Á móti kemur að ætlunin er að lækka tryggingagjaldið um sambærilega fjárhæð til að efla viðbótarlífeyrissparnað almennings. Ég nefni þetta hér vegna þess að efnahagslega má færa sömu röksemdir fyrir sjóðssöfnun og þar með sveiflujöfnun hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Í mínum huga gæti það verið sameiginlegt hagsmunamál ríkis og sveitarfélaga og um leið haft jákvæð efnahagsleg áhrif að fresta greiðslum úr Jöfnunarsjóðnum á góðæristímum og safna fyrningum til þess tíma þegar harðnar í ári.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Uppgjör lífeyrisskuldbindinga</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í framhaldi af lögum um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna frá 1996 og lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda, sem samþykkt voru fyrir ári síðan, hefur Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga verið stofnaður. Með sambærilegum hætti og hjá ríkinu hefur lífeyrisréttindum starfsmanna sveitarfélaganna þannig verið komið í ákveðinn farveg. Í því sambandi skiptir miklu máli að fyrir alla nýja starfsmenn ríkis og sveitarfélaga er nú greitt að fullu fyrir áunnin lífeyrisréttindi um leið og þau verða til. Þannig er komið í veg fyrir að kostnaði við óuppgerðar lífeyrisskuldbindingar sé velt yfir á skattgreiðendur framtíðarinnar. Þetta auðveldar einnig flutning verkefna og eykur svigrúm starfsmanna til að skipta um starf og vinnuveitanda án þess að eiga á hættu að tapa réttindum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Vegna eldri starfsmanna og gamla réttindakerfisins eru enn til staðar miklar óuppgerðar lífeyrisskuldbindingar. Ríkið hefur á undanförnum árum leitast við að færa þessar skuldbindingar í efnahagsreikning sinn og aukningu þeirra til gjalda í rekstrinum. Þrátt fyrir þetta hafa skuldbindingarnar ekki verið gerð upp formlega gagnvart lífeyrissjóðunum. Ýmislegt bendir því til þess að þetta uppgjör verði næsta stóra verkefnið í lífeyrismálum ríkisins og opinberra starfsmanna. Sambærilegt verkefni bíður margra sveitarfélaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þetta nefni ég hér því að það er margt sem mælir með því að ríki og sveitarfélög hafi samflot í þessu uppgjöri. Óháð reikningsfærslu munu greiðslur vegna skuldbindinganna að óbreyttu fara mjög hækkandi á næstu árum. Með uppgjöri á skuldbindingunum mætti hins vegar draga úr óvissu og jafna greiðslurnar, t.d. þannig að þær falli á ríki og sveitarfélög tiltölulega jafnt næstu 40 árin, en taki jafnframt að einhverju leyti mið af stöðu efnahagsmála. Þetta er fjárhagslega mjög stórt verkefni og spurning um milljarða útgjöld á hverju ári næstu áratugina bæði fyrir ríkið og sveitarfélögin.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Einkaframkvæmd</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á vegum fjármálaráðuneytisins var gefin út skýrsla sl. sumar um ýmsa þætti sem snerta einkaframkvæmdir og leitast við að svara þeirri spurningu á hvaða sviðum opinbers rekstrar má nota einkaframkvæmdir. Dæmi um umfangsmikla einkaframkvæmd sem samið hefur verið um á árinu er bygging og rekstur húsnæðis fyrir Iðnskólann í Hafnarfirði. Áætlaður sparnaður ríkisins vegna þessa eina samnings er talinn verða u.þ.b. 350 m.kr. á samningstímanum, sem er til 25 ára. Ég er ekki í neinum vafa að einkaframkvæmdir fela í sér tækifæri fyrir sveitarfélög eins og ríkið og að þau munu af auknum þunga fara inn á þau braut sem hún felur í sér.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með einkaframkvæmd gefst kostur á því að dreifa stofnkostnaði á mun lengri tíma en áður hefur tíðkast hjá hinu opinbera. Þessu fylgir margvíslegt hagræði, en einnig sú hætta að slakað sé á kröfu um arðsemi eða að los komist á forgangsröðun verkefna. Einstaka aðilar kunna með öðrum orðum að líta svo á að með einkaframkvæmd og einkafjármögnun sé hægt að flýta framkvæmdum og jafnvel að ráðast í framkvæmdir sem ella kæmu ekki til álita vegna mikils kostnaðar og lágrar arðsemi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er sameiginlegt hagsmunamál ríkis og sveitarfélaga að koma í veg fyrir þetta. Með hliðsjón af vægi opinberra framkvæmda í þjóðarbúskapnum og áhrifa á framvindu efnahagsmál er það verðugt verkefni ríkis og sveitarfélaga að vinna eftir sameiginlegum reglum þegar samið er um einkaframkvæmdir og einkafjármögnun. Í efnahagsuppsveiflu er þar að auki mikilvægt að mögulegum ávinningi og útgjaldalækkun sé mætt með því að borga niður skuldir fremur en að skapa svigrúm fyrir nýjar framkvæmdir.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Framkvæmdaáform</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á undanförnum árum hafa ríki og sveitarfélög samþykkt og gengist undir metnaðarfull framkvæmdaáform. Má í því sambandi nefna grunnskóla-byggingar, ofanflóðavarnir og fráveituframkvæmdir. Þó að aðeins sé horft til næstu fimm ára eru þetta áform um framkvæmdir sem fela í sér tugmilljarða króna útgjöld. Þær raddir hafa heyrst að þegar á heildina er litið og áætlanirnar teknar saman bendi ýmislegt til að við höfum færst of mikið í fang. Í því sambandi er bent á stöðu og horfur í atvinnu- og efnahagsmálum, en einnig að mörg sveitarfélög ráði illa við þá spennu sem þetta veldur, bæði með hliðsjón af framkvæmdum og rekstri.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég geri mér grein fyrir því að þetta er viðkvæmt mál, en það er af þeim toga og af þeirri stærðargráðu að full ástæða er til að fulltrúar ríkisvalds og sveitarfélaga eigi um það viðræður og taki það til sameiginlegrar athugunar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í byrjun þessarar viku barst mér bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir viðræðum um nokkur samskiptamál er varða skatta og skattálagningu. Auk þeirra mála sem Sambandið óskar að ræða mun ég taka upp þau mál sem ég hef nefnt hér að framan og þar með mögulegt samstarf ríkis og sveitarfélaga í efnahagsmálum.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lokaorð</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er álit okkar færustu efnahagssérfræðinga að mikilvægt sé að efla þjóðhagslegan sparnað á næstu árum um a.m.k. 2-3% af landsframleiðslu eða um 12-18 milljarða króna á ári. Jafnframt að öruggasta og fljótvirkasta leiðin til að ná þessu marki sé að treysta afkomu hins opinbera, bæði ríkis og sveitarfélaga. Mín lokaorð eru þau, að við eigum að taka þessari áskorun og kanna til þrautar á næstunni þann möguleika að hafa um þetta formlegt samstarf. Ýmislegt bendir til þess að þannig getum við náð meiri og skjótvirkari árangri en ella.</FONT><BR><BR><BR>

1998-11-26 00:00:0026. nóvember 1998Fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar. Aðalfundur deildarhjúkrunarforstjóra sjúkrahúsa

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ræða Geirs H. Haarde, fjármálaráðherra</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">flutt á aðalfundi Deildarhjúkrunarforstjóra sjúkrahúsa</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Grand Hótel Reykjavík 26. nóvember 1998</FONT></B></DIV><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Arial">Fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar</FONT></B></DIV><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">I. Mikilvægt viðfangsefni</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í ríkisrekstri er fjármögnunarvandi heilbrigðisþjónustunnar eitt mikilvægasta viðfangsefni samtímans, bæði hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Vandamálin sem við er að etja eru bæði mjög almenn og djúpstæð. Ástæðurnar eru margvíslegar og vil ég í upphafi koma inn á nokkur atriði í því sambandi.</FONT><BR><BR><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Umfang og mikilvægi heilbrigðisþjónustunnar</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með hliðsjón af umsvifum og afskiptum hins opinbera fer mikið fyrir heilbrigðisþjónustunni, hvort sem litið er til rekstrarkostnaðar eða starfs-mannafjölda. Í þjóðfélaginu er almenn samstaða um það markmið að tryggja beri öllum greiðan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu, enda talið eitt af aðalsmerkjum velferðarkerfisins. Fjármögnun heilbrigðiskerfisins sem aðkallandi úrlausnarefni er þannig að hluta afleiðing af umfangi og mikilvægi heilbrigðisþjónustunnar. </FONT><BR><BR><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Misjafnar og einstaklingsbundnar þarfir</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Um leið og flest okkar styðja góða og öfluga heilbrigðisþjónustu viljum við persónulega þurfa sem minnst á henni að halda. Mjög misjafnar þarfir og mikil óvissa varðandi það hvort og hvenær einstaklingur þarf á -þjónustunni að halda valda erfiðleikum þegar kemur að fjár-mögnun hennar. Óhjákvæmilega verður að treysta á fleiri en eina fjármögnunarleið og því eðlilegt að gera ráð fyrir greiðslum frá neytendum, trygginga-félögum þeirra að viðbættri fjármögnun með skatttekjum hins opinbera.</FONT><BR><BR><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Vaxandi sérhæfing </FONT></I><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í mörgum tilvikum kallar ákvörðun um heilbrigðisþjónustu til handa tilteknum einstaklingi á flókið og vandasamt mat lækna, hjúkrunarfræðinga og annars starfsfólks í heilbrigðiskerfinu. Bæði greining á þörf og viðeigandi meðferð eða úrlausn getur þannig kallað á mikla vinnu og þekkingu mjög sérhæfðs starfsfólks. Einstaklingurinn verður þannig í ríkum mæli að treysta öðrum til að meta það hvað honum er fyrir bestu. Það gefur auga leið að við þessar aðstæður geta neytendur einungis veitt veitendum þjónustunnar takmarkað aðhald bæði hvað varðar umfang og kostnað. Innan heilbrigðisþjónustunnar er þannig erfitt að hagnýta hefðbundin markaðslögmál til verðmyndunar og til að jafna framboð og eftirspurn.</FONT><BR><BR><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aukin þekking og ör tækniþróun </FONT></I><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Víða í heilbrigðiskerfinu eiga sér stað ótrúlegar framfarir í kjölfar nýrrar þekkingar og tækninýjunga. Ný tæki og betri lyf skila sér í betri þjónustu, en jafnframt er afleiðingin sú að þjónustan takmarkast í minna mæli en áður af tæknilegum og þekkingarlegum ástæðum. Hjúkrunarfræðingar og læknar komast æ oftar í þá aðstöðu að þurfa að neita einstaklingum um úrlausn mála vegna þess að þjónustan er talin of kostnaðarsöm, of áhættusöm eða siðferðislega óréttlætanleg. Þessar aðstæður kalla á ný vinnubrögð. Til að verja heilbrigðiskrfið og auðvelda nýjungar verðum við að laga okkkur að fjárhagslegum takmörkunum og tryggja réttindi borgaranna með skýrum leikreglum og ákveðinni verkaskiptingu. Þetta er óhjákvæmilegt en erfitt viðfangsefni þar sem við erum að fjalla um líf og heilsu fólks. </FONT><BR><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">II. Skipting kostnaðar milli ríkis og einstaklinga </FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og ég gat um hér að framan er óhjákvæmilegt að treysta á fleiri en eina leið til að fjármagna heilbrigðisþjónustuna, ef við ætlum að standa vörð um velferðarkerfið og treysta stoðir þess fyrir komandi kynslóðir. Hjá því verður ekki komist að treysta í meira mæli á beina fjármögnun frá neytendum heilbrigðisþjónustunnar og einungis að hluta á fjármögnun í formi skattheimtu. Fjölmörg rök má færa fyrir þessari skoðun. Álitaefnið snýst því ekki um það hvort þessi kostnaðarskipting á að vera til staðar í heilbrigðiskerfinu, heldur hvernig henni verður best fyrir komið og hversu langt við eigum að ganga í fjármögnun þjónustunnar með skattheimtu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þjónustugjöld eru greiðslur þeirrra sem nota tiltekna þjónustu. Þau eru til þess fallin að efla kostnaðarvitund bæði neytenda og þeirra sem veita þjónustuna. Þjónustugjöld draga úr sóun og stuðla þannig að sparnaði og betri meðferð fjármuna. Greiðslur notenda hafa jafnframt áhrif á það hvaða þjónusta er notuð og geta þannig verið virkt stjórntæki og dregið úr ofnotkun.</FONT><BR><BR><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ódýr, en mikilvæg þjónusta </FONT></I><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Margvísleg þjónusta innan heilbrigðiskerfisins er til þess að gera ódýr og þarf ekki að ofbjóða fjárhagsgetu fólks frekar en kostnaður við ýmsa aðra neyslu. Að því gefnu að góð heilsa sé eitt af því sem fólk sækist helst eftir má ætla að flestum þætti í raun eðlilegt að borga beint til heilbrigðiskerfisins hærri fjárhæð en t.d. fólk almennt ver til skemmtana eða í heimilisbílinn svo eitthvað sé nefnt.</FONT><BR><BR><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">"Lúxus" þjónusta</FONT></I><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ýmis þjónusta sem veitt er innan heilbrigðiskerfisins má flokka sem "lúxus" þjónustu. Fyrir þessa þjónustu er sjálfsagt að láta einstaklingana borga fullt verð þó að við þurfum auðvitað að vera vel á verði gagnvart undanteknartilvikum og hafa í huga að það sem er talið "lúxus" í dag kanna að þykja nauðsyn á morgun.</FONT><BR><BR><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Áhættuhegðun</FONT></I><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Okkar eigin athafnir kalla á margvíslega þjónusta af hálfu heilbrigðiskerfisins. Þannig má oft á tíðum rekja kostnaðarsama þjónustu til hegðunar sem fyrirfram var vitað að hafði ákveðna áhættu í för með sér. Í sumum tilvikum er erfitt að komast hjá þessari áhættu, en í öðrum má á hinn bóginn einfaldlega rekja áhættuna til óskynsamlegrar hegðunar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Áhætta sem við tökum vísvitandi og verður seint útilokuð tengist til dæmis störfum okkar og atvinnu. Í þeim tilvikum er margt sem mælir með því að hlutaðeigandi einstaklingar eða vinnuveitendur standi sjálfir undir kostnaðinum sem áhættunni fylgir, t.d. með kaupum á tryggingum. Þessa leið förum við nú þegar að hluta til, en margt bendir til að hægt væri að fara hana í mun ríkari mæli en gert er til að fjármagna heilbrigðisþjónustuna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Annað gildir um áhættu og kostnað sem óumdeilt er að rekja má til kæruleysis eða óskynsamlegra hegðunar, svo sem til reykinga, heilsuspillandi mataræðis og hreyfingarleysis. Ólíklegt er að hægt verði að tryggja sig fyrir þeim kostnaði sem hegðun af þessum toga kann að hafa í för með sér. Spurningin er á hinn bógin sú hvort ekki sé eðlilegt að þeir sem þannig haga sér standi sjálfir undir kostnaðinum, þegar sýnt þykr að hann má fyrirbyggja með skynsamlegri hegðun og að því marki sem hægt er að sýna fram á samhengið. Ég er viss um að krafa af þessum toga á eftir að verða hávær í náinni framtíð, enda kostnaðarþátttaka í þessum tilvikum fallin til að efla allt forvarnarstarf og auðvelda forgangsröðun innan heilbrigðiskerfisins. </FONT><BR><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">III. Fjármögnunarleiðir hins opinbera </FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar talin er ástæða til að ríkið eða hið opinbera fjármagni tiltekna þjónustu hefur sá misskilningur verið ríkjandi á undanförnum áratugum að þar með þurfi ríkið einnig að veita þjónustuna. Þetta sjónarmið hefur á hinn bóginn verið á hröðu undanhaldi og í vaxandi mæli er nú viðurkennt að samningar við einkaaðila og sjálfseignarstofnanir geta komið í stað ríkisreksturs. Nauðsynlegt er að ýta undir fjölbreytileika í rekstri heilbrigðisstofnana og að til séu valkostir sem hægt er að bera saman til að finna bestu lausn. Sveigjanlegt greiðslufyrirkomulag í heilbrigðisþjónustunni getur stuðlað að þessari þróun og hvatt til samkeppni milli aðila um að veita hagkvæma og góða þjónustu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í meginatriðum má segja að fjármögnunarleiðir hins opinbera séu tvær þegar um það er að ræða að tryggja borgurunum aðgang að tiltekinni þjónustu. Hið opinbera getur tekið þátt í kostnaði annars vegar með framlögum til neytenda og hins vegar með framlögum til þess aðila sem veitir þjónustuna. Báðar leiðirnar eiga rétt á sér, en hvor um sig hefur sínar takmarkanir. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í mörgum tilvikum er æskilegt að neytandinn hafi frjálst val um þjónustuaðila og þá getur beinn stuðningur við neytandann hentað betur en framlög og samningar við veitendur þjónustunnar. Þessi farvegur hentar sérstaklega vel þegar þjónustan, eðli hennar og umfang, er vel skilgreind og neytandinn sjálfur tekur þátt í kosntaðinum að einhverjum hluta. Ekki síst hentar beinn stuðningur við neytandann þegar taka þarf tillit til persónubundinna þátta, t.d. tekna, heimilisaðstæðna, aldurs, mikils lyfjakostnaðar o.s.frv. Í þessum tilvikum er eðlilegt að beina aðstoðinni milliliðalaust til neytandans og láta þessa þætti ekki hafa áhrif á verðlagningu þjónustunnar eða samningsbundin framlög til þess sem veitir hana.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eftir því sem þjónustan er sérhæfðari er eðlilegra að beina framlögum hins opinbera beint til rekstraraðilans. Stór hluti heilbrigðisþjónustunnar á vegum ríkisstofnana er af þessum toga. Í vaxandi mæli eru menn á hinn bóginn, eins og áður segir, að átta sig á því að með þjónustusamningum við einkaaðila og á grundvelli útboða má aðgreina ákvörðun um fjármögnun frá eignarhaldi og ábyrgð á rekstri. </FONT><BR><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">IV. Tengsl fjármögnunar og árangurs</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nú fer stærstur hluti af fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar sem föst fjárveiting til stofnana, en hlutur daggjalda og greiðslna fyrir unnin verk hefur farið minnkandi. Fjármögnun sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva er ákveðin með rammaframlögum, en sjúkratryggingar greiða niður mest alla aðra utanspítalaþjónustu og lyfjakostnað. Þótt mikið hafi verið rætt um greiðslur notenda undanfarin ár er hlutur einkaaðila í fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar mun minni hér á landi en í öðrum ríkjum. Þannig eru framlög hins opinbera á Íslandi til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu með því hæsta sem um getur.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Helsta markmið við endurskoðun á fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar hlýtur að vera að fá sem mesta þjónustu fyrir það fé sem ráðstafað er til heilbrigðismála. Einnig þarf að tryggja valfrelsi notenda, ásættanlegt framboð á þjónustunni og fjölbreytt rekstrarform.</FONT><BR><BR><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Rammafjármögnun</FONT></I><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Flest greiðslukerfi sem reynd hafa verið hafa ákveðna kosti og galla. Þannig er auðvelt að stýra fjárframlögum með rammaframlögum og stjórnvöld geta haft bein áhrif á framboð þjónustunnar. Augljós galli á rammafjármögnun er að hún gefur stofnunum kost á að draga úr þjónustu fyrir sama framlag og getur þannig dregið úr framleiðni. Þá hefur verið gagnrýnt að breytingar komi seint og að rammar séu ósveigjanlegir. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á grundvelli rammafjármögnunar er stjórnendum stofnana ætlað að hámarka þá þjónustu sem í boði er og nýta þannig takmarkaða fjármuni eins vel og hægt er. Þessi fjármögnunarleið getur þannig þrátt fyrir allt tryggt góðan árangur í þeim tilvikum sem um flókna og margbrotna starfsemi er að ræða. Með samanburði á árangri yfir tiltekin tíma og milli sambærilegra rekstraraðila má veita aðald og fá mælikvarða á árangur.</FONT><BR><BR><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Greiðslur fyrir hvert verk</FONT></I><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Greiðslur fyrir hvert verk hafa þann kost að sveigjanleiki er mikill og brugðist er fyrr við nýjungum. Greiðsla fyrir hvert verk eða legudag hefur einnig augljósa ókosti sem einkum koma fram í ofnotkun þeirra úrræða sem best er greitt fyrir og aukningu á þjónustu umfram þarfir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar rekstraraðili fær fjárveitingu eða greiðslu fyrir hvert unnið verk er ætlast til þess að hann leitist við að lágmarka þann kostnað sem þjónustunni fylgir. Með samanburði má meta árangur. Þessi leið hentar hins vegar ekki vel þegar um flókna og margbrotna þjónustu er að ræða. Í þeim tilvikum er oftast erfitt að skilgreina þjónustuna og hún í raun mjög háð þeim einstaklingum sem hlut eiga að máli. Hröð tækniþróun og framfarir á flestum sviðum kalla síðan á stöðugt endurmat bæði á þjónustunni sjálfri og því sem getur talist eðlilegur eða ásættanlegur kostnaður.</FONT><BR><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">V. Aukin samkeppni lykill að meiri og betri þjónustu</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með hliðsjón af framansögðu er sambland af mismunandi greiðslufyrirkomulagi talin besta leiðin til að ná fram markmiðum um aukna framleiðni, viðbragðsflýti og góða þjónustu. Neytandi heilbrigðisþjónustunnar þarf jafnframt að fá meiri áhrif. Vöxtur og þróun heilbrigðisþjónustunnar hefur um of ráðist af ákvörðunum stofnana og sérfræðistétta. Vaxandi kröfur almennings og aukin menntun hefur gert fólk meðvitaðra um hvaða kostir eru í boði. Réttarstaða almennings gagnvart stjórnvöldum hefur verið bætt og kallar m.a. á meiri og betri heilbrigðisupplýsingar. Þetta er jákvæð þróun en gerir um leið ákveðnar kröfur til heilbrigðiskerfisins og stjórnvalda.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með vaxandi samkeppni í íslensku atvinnulífi hefur dregið úr kostnaði, auk þess sem fjölbreytni og gæði margskonar þjónustu hefur aukist. Þessi þróun hefur ekki enn náð að marki til heilbrigðisþjónustunnar og reksturs hins opinbera. Á næstu árum eru líkur á að þetta muni breytast m.a. með auknum erlendum samskiptum í heilbrigðismálum og vaxandi þýðingu alþjóðlegra samninga sem við höfum undirgengist.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Helstu vankantar við að breyta fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar er skortur á upplýsingum um kostnað við aðgerðir og einstök verk. Samkeppni er nær óþekkt fyrirbæri. Verð og fjármögnun ræðst fyrst og fremst af samningum milli tveggja aðila og er án efa oft á tíðum í litlu samræmi bæði við raunverulegan kostnað og verðmæti þjónustunnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samanburður við gjaldskrár erlendis hefur reynst Tryggingastofnun vel við verðlagningu á þjónustu og leitt í ljóst ósamræmi af ýmsu tagi. Útboð á lyfjainnkaupum sjúkrahúsa og hjálpartækjum Tryggingastofnunar hafa einnig gefið góða raun. Þá hefur samkeppni á lyfjamarkaði orðið til þess að þjónusta hefur aukist og verð á lyfjum til neytenda lækkað, þvert á það sem sumir spáðu. Augljósir kostir markaðar og samanburðar hafa þannig komið í ljós, en við eru þó enn nánast á byrjunarreit hvað þetta varðar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við gerð þjónustusamninga við sjúkrahús er nú farið fram á að sjúkrahúsin skilgreini og verðleggi þjónustu sína. Það er gert með svonefndu DRG-kerfi og samræmdum meðferðarlýsingum. Þá er gert ráð fyrir að ýmis hliðarstarfsemi svo sem rannsóknar- og röntgenstofur verði aðgreindar frá öðrum rekstri stærri sjúkrahúsa. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir útboði á rekstri hjúkrunarheimilis í Reykjavík og í heilbrigðisráðuneytinu er unnið að svonefndu RAI-mati sem gefur kost á að laga greiðslur að þörf fyrir þjónustu. Þá hafa hjúkrunarfræðingar á ríkisspítölum tekið að sér rekstur skammtímainnlagna á sumrin sem verktakar. Allt þetta þekkja hjúkrunarfræðingar vel og hafa verið hvatamenn fyrir og ávallt verið brautryðjendur og tilbúnir til að finna nýjar lausnir. Það ber að þakka og stjórnvöld hafa fullan hug á að fá að nýta áfram þá þekkingu og það áræði sem sýnt hefur verið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fjármálaráðuneytið hefur kynnt einkafjármögnun sem kost við framkvæmdir sem hingað til hafa verið í eigu og á vegum ríkisins. Hér koma heilbrigðisstofnanir vel til greina að mínu mati svo sem heilsugæslustöðvar, hjúkrunarheimili og ýmis önnur utanspítalaþjónusta. Sá sem tekur að sér rekstur ákveðinnar starfsemi þarf ekki endilega að eiga eða reka húsnæðið sem þjónustan fer fram í, það geta aðrir gert með hagkvæmum hætti. Þannig er auðvelt að skilja að eignarhald og rekstur á hjúkrunarheimili eða skurðstofum. Nýir möguleikar á fjármálamarkaði og auðveldari fjármögnun gera slík verkefni æ auðveldari í framkvæmd.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég sé fyrir mér að í framhaldi af þeirri vinnu sem nú er unnin við gerð þjónustusamninga við sjúkrastofnanir opnist möguleikar á að skipta fjárveitingunum í fasta grunnfjármögnun og greiðslur sem byggjast á afköstum. Forsenda fyrir slíkum breytingum er að verð á þjónustunni sé þekkt. Sambland slíkrar fjármögnunar er talið hagkvæmt og leiða til aukins sveigjanleika. Þegar eru gerðar tilraunir með slíkt í Noregi sem vert er að fylgjast vel með. Þá er áhugvert að færa starfsemi sem er í samkeppni við einkarekstur hjá sjúkrahúsunum í sérstök fyrirtæki sem verði rekin á sömu forsendum og einkafyrirtæki. Slíkar lausnir hvetja til að þjónusta verði í auknum mæli keypt af aðilum utan opinbera geirans. Loks vil ég sérstaklega nefna rekstur og fjármögnun einkaaðila á heilsugæslustöðvum og göngudeildarþjónustu. Þar tel ég að séu sóknarfæri sem stjórnvöld verði að hvetja til með það að markmiði að notendur og skattgreiðendur fái meiri og betri þjónustu fyrir sama fé.</FONT><BR><BR><BR>

1998-11-11 00:00:0011. nóvember 1998Áhrif Efnahags- og myntbandalagsins á íslenskt efnahagslíf. EMU-ráðstefna í Reykjavík

<P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">FJÁRMÁLARÁÐHERRA </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">GEIR H. HAARDE </FONT></B><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri fjármálaráðuenytisins flutti ræðuna f.h. ráðherra</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ávarp á EMU-ráðstefnu í Reykjavík 11. nóvember 1998</FONT></B></DIV><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Arial">Áhrif Efnahags- og myntbandalagsins á íslenskt efnahagslíf</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil í upphafi þakka fyrir að fá hér tækifæri til að fjalla stuttlega um hugsanleg áhrif Efnahags- og myntbandalagsins á íslenskt efnahagslíf. Það er reyndar gaman að rifja það upp að þótt stofnun þessa bandalags sé án efa mesti viðburður á vettvangi alþjóðafjármála frá því að Bretton Woods samkomulagið svokallaða var gert í lok seinni heimsstyrjaldar, þegar Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn voru stofnsettir, fer því fjarri að þetta sé einsdæmi í veraldarsögunni því að á þessu sviði líkt og svo mörgum öðrum sviðum voru Norðurlöndin fyrri til. Árið 1873 var Norræna myntbandalagið stofnað með þátttöku Dana, Svía og Norðmanna og Íslendingar voru einnig aðilar vegna ríkjasambandsins við Dani. Þótt hér væri ekki um sameiginlega mynt að ræða voru norrænu krónurnar jafngildar og jafnnothæfar í öllum ríkjunum. Þetta myntbandalag leið undir lok við hrun gullfótarins svokallaða í lok fyrri heimsstyrjaldar. Að mörgu leyti verður þetta bandalag að teljast merkilegt því að þarna var í raun verið að skipa mörgum málum með líkum hætti og gert er í EMU, evrópska efnahags- og myntbandalaginu, í dag.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er ljóst að stofnun og ekki síður framþróun þessa bandalags á næstu árum mun hafa umtalsverð áhrif á jafnt aðildarríki þess og ýmis þau ríki sem standa utan bandalagsins, þar á meðal Ísland. Inngönguskilyrðin í EMU, þ.e. svokölluð Maastrichtskilyrði, gera ákveðnar kröfur til aðildarríkjanna um að hafa stjórn á efnahagsmálum sínum, meðal annars um að viðhalda stöðugleika í verðlags-, vaxta- og ríkisfjármálum. En þessar viðmiðanir eru ekki eingöngu tengdar aðildarríkjum myntbandalagsins því að þær eru orðnar að eins konar lágmarkseinkunn í efnahagslegu tilliti á alþjóðlegum vettvangi. Þau ríki sem ekki uppfylla skilyrðin fá einfaldlega ekki sæti í úrvalsdeild alþjóðaefnahagsmála. Það þýðir að þessi ríki njóta lakari lánskjara og eru á allan hátt talin ótryggari en ríkin sem uppfylla aðildarskilyrðin.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þess vegna er mikilvægt að hagstjórnin í þeim ríkjum sem standa utan myntbandalagsins standist þær kröfur sem gerðar eru til ríkja á alþjóðavettvangi. Þetta á bæði við um stefnuna í gengis- og vaxtamálum og ríkisfjármálum. Um leið og alþjóðamarkaðurinn metur stöðuna þannig að hagstjórnin sé að fara úr böndum refsar hann viðkomandi ríki með því að krefjast hærri vaxta eða setja gengið undir þrýsting.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og ykkur er auðvitað kunnugt ákvað ríkisstjórnin síðastliðið haust að efna til víðtækrar umræðu stjórnvalda og helstu samtaka atvinnulífsins til að ræða hugsanleg áhrif Evrópska myntbandalagsins á íslenskt efnahags- og atvinnulíf og var í því skyni settur á laggirnar samráðshópur þessara aðila. Hlutverk hópsins var að fjalla um þau álit og úttektir sem þegar höfðu verið gerðar um þetta efni og kanna hvort ástæða þætti til sérstakra viðbragða af hálfu stjórnvalda og atvinnulífs af þessu tilefni. Þessi samráðshópur skilaði fyrr á þessu ári áfangaskýrslu til ríkisstjórnar þar sem meðal annars er vakin athygli á því að áhrifa bandalagsins muni fyrst í stað væntanlega einkum gæta í gengis- og vaxtamálum. Áhrifin á atvinnulífið koma mest fram í þeim greinum sem eru í útflutningi eða keppa við erlend fyrirtæki á innlendum markaði. Erfitt er að meta þessi áhrif nákvæmlega á þessari stundu þar sem ljóst er að ýmis helstu viðskiptalönd Íslendinga myndu standa utan bandalagsins, að minnsta kosti á allra næstu árum. Þó má greina ákveðna þætti sem hafa vafalítið áhrif á íslenskt efnahagslíf þegar fram í sækir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þannig telur samráðshópurinn óumdeilt að stofnun myntbandalagsins muni almennt hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Viðskiptakostnaður íslenskra fyrirtækja minnkar og aukin hagkvæmni í viðskiptum innan bandalagsins mun að einhverju marki skila sér til innlendra aðila. Þessi áhrif verða þó væntanlega minni til að byrja með þar sem nokkur mikilvæg viðskiptalönd okkar Íslendinga, þ.e. Bretland, Danmörk og Svíþjóð, munu ekki taka þátt í bandalaginu, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. En stofnun myntbandalagsins mun einnig leiða til aukinnar samkeppni í Evrópu sem getur haft tvenns konar áhrif. Annars vegar getur samkeppnisstaða innlendra fyrirtækja versnað þar sem þau munu ekki njóta jafn jákvæðra áhrifa af stofnun myntbandalagsins og fyrirtæki í ríkjum innan þess. Hins vegar munu íslenskir neytendur hugsanlega njóta hagstæðari kjara með aukinni samkeppni. Niðurstaða þessara vangaveltna samráðshópsins er sú að þegar öllu er á botninn hvolft muni áhrifin á íslenskt efnahagslíf að verulegu leyti fara eftir því hvernig okkur Íslendingum tekst að halda á okkar eigin málum, ekki síst hvað varðar innlenda hagstjórn.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þess vegna er af hálfu samráðshópsins lögð megináhersla á mikilvægi þess að treysta undirstöður hagstjórnar hér á landi. Traust efnahagsstjórn er talin veigamesti þátturinn í því að festa í sessi þann stöðugleika sem hér hefur náðst í efnahagsmálum á undanförnum árum. Gengisstefnan er þar í lykilhlutverki. Samráðshópurinn er sammála um að varhugavert sé að gera grundvallarbreytingar á framkvæmd gengismála nema þær séu í tengslum við víðtækari breytingar, svo sem vegna nánari tengsla við myntbandalagið en nú eru á dagskrá.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í þessu skyni er talið nauðsynlegt að styrkja stjórn peningamála hér á landi, en sérstaklega er þó talið mikilvægt að beita ríkisfjármálunum skynsamlega. Þannig þurfi markvisst að stefna að afgangi á rekstri hins opinbera til að geta lækkað skuldir og jafnframt aukið almennan sparnað í þjóðfélaginu. Markmiðið með þessu er að unnt verði að draga úr áhrifum hugsanlegra sveiflna í þjóðarbúskapnum án þess að þurfa að grípa til gengisbreytinga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">En hvaða kostir eru í gengismálum fyrir okkur Íslendinga? Fræðilega séð má segja að ýmsar útfærslur komi til greina. Niðurstaða samráðshópsins er hins vegar sú að ekki sé ástæða til þess að hlaupa upp til handa og fóta og breyta þeirri fastgengisstefnu sem hér hefur verið fylgt um nokkurra ára skeið. Fastgengisstefnan, ásamt aðhaldssamri ríkisfjármálastefnu, hefur átt drjúgan þátt í að koma á stöðugleika hér á landi og engin ástæða sé til að hverfa frá þessari stefnu að svo stöddu. Ég er alveg sammála þessari skoðun og tel það eitt mikilvægasta hlutverk íslenskra stjórnvalda að viðhalda þeim stöðugleika sem hér hefur náðst að undanförnu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samráðshópurinn ræddi einnig hugsanleg tengsl íslensku krónunnar við evrósvæðið í framtíðinni, ekki síst í ljósi hugsanlegrar fjölgunar aðildarríkja. Niðurstaða hópsins var að heppilegasta lausnin væri ótvírætt sú að freista þess að ná samningum við hinn nýja Seðlabanka Evrópu um tvíhliða tengingu íslensku krónunnar við evróið þar sem það myndi styrkja tiltrúna á hagstjórn hér á landi. Hér eru vitaskuld ýmis ljón í veginum þar sem það er ekki sjálfgefið að með slíkri tengingu séu stjórnvöld alfarið að afsala sér réttinum til þess að fella gengið. Slík óvissa getur haft neikvæð áhrif á trúverðugleika efnahagsstefnunnar, en það er lykilatriði í að varðveita stöðugleikann hér á landi. Ég tel afar brýnt að þetta sjónarmið verði haft að leiðarljósi við hugsanlega endurskoðun á gengisfyrirkomulaginu.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í þessu sambandi vil ég nefna að á ráðstefnu sem haldin var á vegum Norðurlandaráðs síðastliðið sumar var rætt um hugsanleg áhrif stofnunar myntbandalagsins á norrænt efnahagslíf og norrænt samstarf. Þar komu fram mörg athyglisverð sjónarmið. Meðal annars kom fram í máli norsks hagfræðiprófessors að mikilvægasta viðfangsefni hagstjórnar væri að halda verðlagi stöðugu, jafnvel þótt það væri á kostnað óstöðugs gengis, enda væri afar erfitt að sameina þessi tvö markmið til lengdar. Jafnframt taldi hann að eina leiðin til að unnt væri að búa við í senn frjálsar fjármagnshreyfingar milli landa og stöðugt gengi væri að efna til myntbandalags og taka upp sameiginlega mynt.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég held að þessi sjónarmið kunni út af fyrir sig að vera hagfræðilega rétt. Það er því þeim mun mikilvægara að búa þannig um hnútana í hagstjórn að þetta tvennt, þ.e. stöðugt gengi og stöðugt verðlag, geti farið saman.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í framhaldi af þessu má nefna að samráðshópurinn skilgreindi verkefni sitt þannig að þar sem íslensk stjórnvöld hefðu þegar ákveðið að aðild að Evrópusambandinu - og þar með að Efnahags- og myntbandalaginu - væri ekki á dagskrá að svo stöddu þyrfti ekki að skoða sérstaklega áhrif aðildar með samanburði við ýmsa aðra kosti. Engu að síður taldi samráðshópurinn óhjákvæmilegt að tengja ýmsa valkosti við þann möguleika að Ísland gerðist aðili að myntbandalaginu til þess að ná fram samanburði milli þessara kosta. Í sumum tilvikum, þar á meðal í umræðu um helstu leiðir í gengismálum, var niðurstaðan sú sama og fram kom hjá norska prófessornum, þ.e. að besta leiðin til að tryggja í senn stöðugt verðlag og gengi væri aðild að myntbandalaginu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samráðshópurinn bendir á að nokkur óvissa ríki um hvort sameiginlega myntin, evróið, verði í einhverjum mæli tekin upp í viðskiptum innlendra aðila hér á landi. Hér má nefna að í ýmsum löndum sem munu standa utan bandalagsins, til dæmis í Bretlandi og Danmörku, er til alvarlegrar umræðu hvort fyrirtækjum skuli heimilað að færa bókhald sitt í evróum, í stað þess að nota pund eða danskar krónur Það myndi einfalda bókhaldið og spara mikið fé þar sem tvöfalt bókhald er auðvitað mun kostnaðarsamara en einfalt bókhald. Sömu viðhorf hafa komið upp vegna skattálagningar og skattframtala. Af hálfu samráðshópsins er því beint til stjórnvalda að þau láti fara fram könnun á kostum og göllum slíkra ráðstafana.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og nærri má geta er stofnun og hugsanleg áhrif þessa bandalags meginumræðuefni á alþjóðlegum fundum. Í októbermánuði var sameiginlegur fundur fjármálaráðherra EFTA- og ESB-ríkjanna þar sem rætt var um þessi mál. Þar var meðal annars fjallað um stöðu og hugsanleg áhrif myntbandalagsins í alþjóðlegu samhengi, ekki síst í ljósi þess óstöðugleika sem gætt hefur á alþjóðafjármálamarkaði að undanförnu. Ennfremur var rætt um mikilvægi ýmissa skipulagsbreytinga í efnahagslífinu, jafnt innan sem utan bandalagsins, og nauðsyn aukins sveigjanleika á vinnumarkaði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Stofnun Efnahags- og myntbandalagsins er mikilvægt skref í átt til aukinnar samræmingar efnahags- og peningamálastefnu í Evrópu. Atburðir síðustu vikna, sem hafa einkennst af miklum sviptingum á alþjóðafjármálamörkuðum, ekki síst í gengismálum, hafa enn frekar leitt í ljós mikilvægi traustrar efnahagsstefnu, sem byggist á jafnvægi í ríkisfjármálum og lágri verðbólgu. Við ríkjandi aðstæður er ótvírætt að styrk staða efnahagsmála í Evrópu stuðlar að auknum stöðugleika í heimsbúskapnum og dregur þannig úr neikvæðum áhrifum fjármálakreppunnar í Asíu, Rússlandi og Suður-Ameríku.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á þessum fundi voru menn sammála um nauðsyn þess að treysta upplýsingagjöf um stöðu efnahagsmála á alþjóðavettvangi í því skyni að hamla gegn neikvæðum áhrifum óstöðugleikans á alþjóðafjármálamarkaði á efnahagslífið. Menn töldu að þrátt fyrir miklar sviptingar á alþjóðafjármálamarkaði að undanförnu, sem hefðu óneitanlega veikt efnahagshorfur til skamms tíma litið, væru efnahagshorfur í aðildarríkjum ESB og EFTA almennt hagstæðar. Efnahags- og myntbandalagið myndi án efa treysta þessa stöðu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þar var einnig fjallað um leiðir til þess að efla atvinnu í Evrópu og voru menn sammála um að Stöðugleikasáttmáli Evrópusambandsins, þar sem meðal annars er kveðið á um nauðsyn þess að auka sveigjanleika á vinnumarkaði án þess að hverfa frá ábyrgri stefnu í ríkisfjármálum, stuðlaði að áframhaldandi hagvexti og stöðugleika í efnahagsmálum. Mikilvægt væri að jafnt stjórnvöld sem aðilar vinnumarkaðarins legðu sitt af mörkum til að þessi markmið gengju eftir. Atburðir síðustu vikna undirstrika enn frekar nauðsyn þessa.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í þessu samhengi benti ég meðal annars á mikilvægi þess að stjórnvöld fylgdu ábyrgri og aðhaldssamri efnahagsstefnu sem miðaði að því að treysta stöðu atvinnulífsins og stuðla þannig að auknum hagvexti og fjölgun starfa. Þetta er </FONT><U><FONT SIZE=2 FACE="Arial">enn</FONT></U><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> mikilvægara í ljósi þeirra sviptinga sem orðið hafa á undanförnu á alþjóðamarkaði. Athyglisvert er að fylgjast með því hvernig aðildarríkin að myntbandalaginu samræma stefnu sína í þessum efnum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fyrir lönd utan myntbandalagsins skiptir auðvitað miklu máli að háleit markmið þess nái fram að ganga. Lönd jafnt innan sem utan bandalagsins munu njóta góðs af auknum gengisstöðugleika, minni viðskiptakostnaði og þeim aukna hagvexti sem líklegt er að fylgi í kjölfarið. </FONT><U><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á hinn bóginn</FONT></U><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> geta önnur áhrif orðið neikvæð, a.m.k. fyrst í stað, t.d. vegna aukins vaxtamunar milli landa innan og utan svæðisins.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er athyglisvert að rifja upp hve þróunin er ör í þessum efnum. Fyrir ekki alllöngu voru menn fullir efasemda um að það yrði yfirhöfuð nokkuð af stofnun myntbandalagsins, að minnsta kosti á tilsettum tíma. Þessar efasemdarraddir hafa nú þagnað.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hins vegar eru tvö atriði sem valda vissum áhyggjum og rétt er að vekja athygli á. Annars vegar er sú staðreynd að efnahagsstaða nokkurra fyrirhugaðra aðildaríkja myntbandalagsins er misjöfn. Á meðan uppgangur ríkir í ýmsum ríkjum, sem einkennist af örum hagvexti og jafnvel þenslu, eru önnur ríki að kljást við mikið atvinnuleysi og lítinn hagvöxt. Ýmsir eru þeirrar skoðunar að þetta geti valdið erfiðleikum þegar að því kemur að fylgja samræmdri stefnu í efnahagsmálum, ekki síst í peningamálum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hitt atriðið, þessu nátengt, er að víða er þrálátt atvinnuleysi sem veldur óhjákvæmilega erfiðleikum heima fyrir og grefur undan trú almennings á mikilvægi myntbandalagsins fyrir almenna hagstjórn í Evrópu. Menn spyrja einfaldlega hvort stofnun myntbandalagsins sé virkilega einhvers virði fyrst ekki hafi tekist að ráða niðurlögum atvinnuleysisvandans. Í þessu samhengi má benda á þær umræður sem nú virðast færast í vöxt innan Evrópusambandsins um hvort ekki sé rétt að slaka á því aðhaldi í ríkisfjármálum sem hingað til hefur verið talið nauðsynlegt til að treysta undirstöður efnahagslífsins og tryggja varanlegan hagvöxt samhliða stöðugleika í verðlagsmálum. Ég minni á í þessu samhengi þá umræðu sem verið hefur í Þýskalandi í kjölfar nýlegra stjórnarskipta þar sem háværar raddir heyrast um nauðsyn þess að slaka á klónni og auka framlög til atvinnumála. Áhrif þessarar umræðu hafa þegar birst í auknum áhyggjum á alþjóðafjármálamarkaði af efnahagsstefnu þýskra stjórnvalda.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég vil að lokum segja að þótt íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu að svo stöddu gerum við okkur fyllilega grein fyrir því að ekki einungis aðild að myntbandalaginu heldur einnig alþjóðavæðingin sem slík gerir miklar kröfur um ábyrga hagstjórn til þeirra landa sem vilja láta taka sig alvarlega á alþjóðlegum vettvangi. Þetta þýðir einfaldlega, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að þau lönd sem standa utan myntbandalagsins þurfa að setja markið hærra en gert er innan þess. Þetta á ekki síst við um stefnuna í ríkisfjármálum. Ég tel mikilvægt að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar miði að þessu markmiði og að við höldum áfram að treysta stöðu ríkisfjármála. Það er mikilvægasta markmið okkar í efnahagsmálum og með því getum við best búið í haginn fyrir framtíðina og treyst lífskjörin í landinu.</FONT><BR><BR><BR>

1998-09-02 00:00:0002. september 1998Hvernig eiga stjórnvöld að auka sparnað. Morgunverðarfundiur Samtaka iðnaðarins

<DIV ALIGN=center><P><B>R</B><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">æða Geirs H. Haarde fjármálaráðherra </FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">á morgunverðarfundi Samtaka iðnaðarins þann 2. september 1998</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Arial">Hvernig eiga stjórnvöld að auka sparnað?</FONT></B><BR></DIV><BR><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Bjartar framtíðarhorfur</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar litið er yfir 20. öldina er það tvennt öðru fremur, sem einkennt hefur efnahagslíf okkar Íslendinga. Mikill hagvöxtur og miklar hagsveiflur. Þetta ber efnahagssagan með sér og sést einnig vel í samanburði við aðrar þjóðir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þrátt fyrir velgengnina, sem nánast er einsdæmi, hefur það verið keppikefli að draga úr sveiflunum. Þær eru þó aðeins að hluta á okkar valdi. Viðfangsefnið hefur því jafnframt verið að tryggja sveigjanleika og aðlögunarhæfni í framleiðslu, á vinnumarkaði og í opinberri stjórnsýslu. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nú þegar við erum að ganga í gegnum eitt blómlegasta skeið efnahagssögunnar er eðlilegt að staldra við og spyrja, annars vegar hvað við getum gert til að varðveita þann árangur sem náðst hefur og hins vegar hvernig við getum búið okkur sem best undir hið óvænta og möguleg áföll. Áður en ég kem að þessum spurningum er þó mikilvægt að víkja að þeim efnahagsárangri, sem við njótum nú góðs af. Til að takast á við framtíðina er skynsamlegt að horfa til reynslu fyrri ára, átta sig á því sem hefur fordæmisgildi, en einnig og ekki síður því sem er ólíkt og ekki til eftirbreytni.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Traustur grunnur</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á ýmsa mælikvarða hefur hagur þjóðarinnar sjaldan verið eins traustur og nú. Hagvöxtur er meiri og jafnari en áður og gera má ráð fyrir álíka hagvexti í það minnsta í tvö ár í viðbót. Núverandi hagvaxtarskeið getur þannig bæði orðið stöðugra og skilað meiri hagsæld en dæmi eru um áður. Þessum árangri erum við að ná þrátt fyrri háa raunvexti og vaxandi alþjóðlega samkeppni í kjölfar markaðsvæðingar og opnunar hagkerfisins á undanförnum árum. Þetta eru strangar takmarkanir, sem ekki hafa verið til staðar hér á landi síðan á fyrri hluta aldarinnar, en jafnframt skýring og forsenda þess að við getum staðhæft að efnahagsárangurinn nú hvíli á traustum grunni. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samhliða meiri aga í hagstjórn en áður byggir árangurinn á aukinni framleiðni, tækninýjungum og atvinnuuppbyggingu á nýjum sviðum s.s. hugbúnaðargerð og lífefnaiðnaði. Samkeppni heldur verðbólgu í skefjum og knýr á um endurbætur og lækkun rekstrarkostnaðar. Milliuppgjör, sem birst hafa að undanförnu, staðfesta síðan viðunandi afkomu og að launahækkanir hafa almennt ekki dregið úr hagnaði fyrirtækja milli ára.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Viðskiptahalli og fjárfesting</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Viðskiptahalli er að sönnu mikill, en þegar grannt er skoðað á hann ekki að koma á óvart, né vekja ótta um ofþenslu. Ríkisstjórnin stefnir að afgangi í rekstri ríkisins á næsta ári hvort heldur miðað er við greiðslugrunn eða rekstrargrunn. Á þessu og næsta ári má gera ráð fyrir að ríkissjóður geti greitt niður erlendar skuldir sínar um 20-25 milljarða króna. Árleg vaxtagreiðsla ríkisins til útlanda gæti þannig lækkað um 1-1S milljarð króna. Viðskiptahallann má með öðrum orðum rekja til einkaaðila og ekki síst til aukinnar fjárfestingar í atvinnulífinu. Engar vísbendingar eru um annað en þær verði til að auka enn á framleiðni og samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á næstu árum. Fjármunamyndun á Íslandi hefur vaxið um nær 70% á þremur árum og það er ekki að undra að slíkur vöxtur leiði til aukinnar einkaneyslu og viðskiptahalla.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Viðskiptahallinn er engu að síður áminning um nauðsyn þess að við höldum vöku okkar og gætum þess að færast ekki of mikið í fang. Það kallar á árvekni að halda fengnum hlut og nú eins og áður þegar vel árar verðum við að vera í stakk búin til að mæta mótlæti. Asíukreppan svokallaða og atburðirnir í Rússlandi undanfarna daga minna okkur á að við lifum í hverfulum heimi. Reynslan kennir okkur einnig að aflabrögð geta brugðist án fyrirvara og viðskiptakjör versnað án þess að við fáum rönd við reist. Við verðum hér eftir sem hingað til að geta brugðist skjótt og skynsamlega við aðstæðum, sem ekki er á okkar valdi að stjórna. </FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ráðdeild og sparnaður</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Til að varðveita efnahagsárangurinn og auka líkurnar á áframhaldandi hagvexti gegna ráðdeild og sparnaður lykilhlutverki. Jafnframt er hann til þess fallinn að auðvelda okkur að takast á við mögulegt mótlæti og áföll í framtíðinni. Þegar spurt er: "Hvernig eiga stjórnvöld að örva sparnað?" er þannig nauðsynlegt að hafa þetta tvíþætta hlutverk sparnaðarins í huga. Krafa um aukinn sparnað er krafa um minni lántökur og um leið áminning til heimila, fyrirtækja og hins opinbera að gera ekki um of út á framtíðina. Hins vegar snýst sparnaðurinn um að eyða ekki öllu um leið og aflað er, heldur leggja hluta af afrakstrinum til hliðar til að mæta kostnaði í framtíðinni. </FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Stjórn peningamála</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Svigrúm til aðhalds í peningamálum er ekki mikið. Þær breytingar sem átt hafa sér stað á undanförnum árum takmarka mjög mögulegar stjórnvaldsaðgerðir. Ekki verður hjá því komist að taka mið af erlendum markaðsaðstæðum og þar með eru því takmörk sett hvað vextir hér á landi geta verið mikið hærri en í helstu viðskiptalöndum okkar. Sömuleiðis eru breytingar á raungengi krónunnar takmörk sett og verða að taka mið af getu atvinnulífsins, kjarasamningum, framleiðni og þeim viðskiptakjörum sem útflutningsgreinarnar búa við.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hækkun vaxta er án efa árangursríkasta leiðin til að auka sparnað þar sem hækkunin gerir hvort tveggja í senn að auka framboð og draga úr eftirspurn eftir lánsfé. Opnun hagkerfisins setur þessari leið skorður, en gerir um leið meiri kröfur til þátttakenda á markaðnum, hvort sem þeir eru að veita eða taka lán. Ekkert bendir til annars en að við stöndum undir þessum auknu kröfum. Í sögulegu ljósi verður jafnframt ekki fram hjá því litið að vextir eru og hafa undanfarið verið mjög háir.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aukinn sparnaður almennings</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á undanförnum mánuðum hafa komið fram margvíslegar hugmyndir um leiðir til að örva sparnað einstaklinga og heimila. Í bréfi sem Samtök iðnaðarins sendu ráðherrum og alþingismönnum fyrir tæpu ári síðan er það áréttað að samtökin telja að þjóðhagslegur sparnaður á Íslandi sé of lítill. Jafnframt er bent á að þótt stjórnvöld geti ekki nema að takmörkuðu leyti stjórnað sparnaði geti þau haft áhrif á hann með margvíslegum hætti, ekki síst með hvötum tengdum skattheimtu. Í því sambandi er síðan nefndur skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa, lífeyrissparnaðar og öflunar og viðhalds húsnæðis.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í greinargerð sem Vinnuveitendasamband Íslands sendi frá sér í júní sl. er í raun tekið í sama streng og lagt til að stjórnvöld örvi sparnað almennings með því að:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> - flýta sölu ríkiseigna og veita almenningi góð greiðslukjör,</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> - beita skattalegum hvata til hlutafjárkaupa,</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> - endurvekja lög um húsnæðissparnaðarreikninga,</FONT><UL><UL><FONT SIZE=2 FACE="Arial">- gefa tímabundið kost á enn frekari frádráttarbærni lífeyrissparnaðar. </FONT></UL></UL><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Segja má að þessum hugmyndum hafi síðan verið fylgt eftir af ýmsum aðilum m.a. af Sambandi íslenskra viðskiptabanka sem hefur ítrekað tillögur sínar um endurbætta húsnæðissparnaðarreikninga eða um svo kallaðan fyrirhyggjusparnað. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í júlí sl. skipaði ég starfshóp til að fara yfir þessar hugmyndir og meta mögulegar leiðir til að örva sparnað almennings. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili áliti um næstu mánaðamót. Í framhaldi af því mun ríkisstjórnin yfirfara málið og taka ákvörðun um næstu skref. Á þessari stundu er erfitt að segja til um það hver niðurstaðan verður, en þó ljóst að áhugi er á málinu og mikill skilningur á nauðsyn þess að örva sparnað. </FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Einkavæðing </FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þær hugmyndir sem ganga út á að örva hlutabréfakaup almennings í tengslum við einkavæðingu ríkisfyrirtækja eru mjög áhugaverðar, en þurfa að samrýmast þeirri kröfu að ríkið tryggi sér sannvirði fyrir eignirnar. Þrátt fyrir þessa takmörkun eru möguleikarnir miklir þar sem ætlunin er að selja á næstunni hlutabréf í eigu ríkisins fyrir háa fjárhæð í dreifðri sölu. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Gangi áform ríkisstjórnarinnar eftir verða 30-49% hlutabréfa í Fjárfestingarbankanum seld fyrir áramót, þar af allt að 30% hlutabréfanna í dreifðri sölu til almennings. Áformað er að ljúka sölu allra bréfanna á næsta ári. Ætla má að verðmæti þeirra bréfa sem almenningi verða boðin í ár sé af stærðargráðunni 3 milljarðar króna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í síðustu viku ákvað ríkisstjórnin einnig að nýta heimildir núgildandi laga til að gefa út ný hlutabréf og auka hlutaféð um allt að 15%, annars vegar í Landsbanka Íslands og hins vegar í Búnaðarbanka Íslands. Undirbúningur að útgáfu nýrra hlutabréfa í Landsbankanum er á lokastigi og er gert ráð fyrir útgáfunni í þessum mánuði. Hvað Búnaðarbankann varðar er stefnt að útgáfu nýrra hlutabréfa eigi síðar en í febrúar 1999 og að nánari tímasetning fari eftir aðstæðum á hlutabréfamarkaði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í farvatninu er með öðrum orðum að bjóða almenningi til kaups hlutabréf í þremur fjármálastofnunum á næstu sex mánuðum að verðmæti 4S - 5 milljarða króna eða sem samsvarar um 1,3% af einkaneyslunni og ætti það eitt og sér að hafa jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuðinn. Þetta eru miklir fjármunir og áformin metnaðarfull. Mikilvægt er að talsmenn atvinnulífsins, fjölmiðlar og aðrir áhrifaaðilar styðji þessi áform og veiti góð ráð varðandi framkvæmdina. Þannig má án efa örva sparnað í þjóðfélaginu, treysta stöðugleikann í verðlagsmálum, draga úr viðskiptahalla og samtímis efla tengsl almennings og atvinnulífs. </FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Breytingar á skattareglum</FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þær hugmyndir sem hafa komið fram um aðgerðir í skattamálum til að örva sparnað almennings lúta eins og áður segir fyrst og fremst að ýmis konar skattaívilnunum. Á það hefur einnig verið bent að ýmislegt í núgildandi skattareglum mætti betur fara og því jafnframt haldið fram að reglurnar hvetji til skuldsetningar og vinni gegn sparnaði. Það er mikið til í þessari gagnrýni, en breytingarnar sem hún kallar á eru vandasamar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Brýnt er orðið að endurskoða lagaákvæði um eignarskatt og vissulega gæti það orðið til að örva sparnað og eignarmyndun í þjóðfélaginu ef skatthlutfallið yrði lækkað um leið og skattstofninn væri breikkaður. Núgildandi undanþágur ýmissa peningalegra eigna og verðbréfa fela í sér mismunun og gera kerfið bæði flókið og óréttlátt. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Annað atriði sem bent hefur verið á er vaxtabótakerfið og þá staðreynd að undir vissum kringumstæðum hvetur það til lántöku og skuldsetningar. Á undanförnum árum hafa á hinn bóginn verið gerðar margvíslegar breytingar á kerfinu og í mínum huga er mikilvægt að fara fram af varfærni, ekki síst vegna breytinganna sem gerðar voru sl. vor í tengslum við nýja Íbúðarlánasjóðinn. Áhugaverð hugmynd, sem vert er að gaumgæfa vel, lýtur að því að innleiða húsnæðisbætur sem valkost við vaxtabætur til handa þeim sem byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð. Þessar húsnæðisbætur gætu verið tengdar sparnaði, en umfram allt óháðar lántöku eða vaxtabyrði þannig að þær ýttu ekki undir skuldasöfnun.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skattaívilnanir</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hugmyndir um sérstakar skattaívilnanir til að örva sparnað tengjast flestar þeim reglum um skattafslætti sem eru nú til staðar eða hafa verið til staðar í skattkerfinu á undanförnum árum. Í fyrsta lagi eru það hugmyndir sem tengjast hlutabréfakaupum, í öðru lagi sparnaði sem fyrst og fremst tengist kaupum eða viðhaldi á íbúðarhúsnæði og í þriðja lagi lífeyrissparnaði. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skattaafsláttur vegna húsnæðissparnaðarreikninga var innleiddur árið 1985, en afnuminn í áföngum á árunum 1994 &#8211; 1997.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ákvæði um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar einstaklinga í hlutabréfum voru fyrst innleidd árið 1984, en höfðu fyrst veruleg áhrif eftir 1989. Reglurnar hafa síðan tekið ýmsum breytingum og um leið verið dregið úr afslættinum. Árið 1996 var svo ákveðið að fella hann niður í áföngum og að óbreyttu mun hann hverfa árið 2000. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á sama tíma og þessir afslættir hafa verið felldir niður hefur launamönnum verið heimilaður 4% skattafrádráttur vegna iðgjalda til lífeyrissjóða og frá og með næstu áramótum 2% frádráttur til viðbótar vegna lífeyrissparnaðar.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar fjallað er um framangreindar skattaívilnanir er nauðsynlegt að hafa hugfast að þær voru innleiddar með önnur markmið í huga en að auka þjóðhagslegan sparnað. Húsnæðissparnaðarreikningum var fyrst og fremst ætlað að vera farvegur fyrir opinberan stuðning við ungt fólk sem var að kaupa eða byggja sína fyrstu íbúð, sbr. vaxtabótakerfið í dag. Hlutabréfaafslátturinn var frá upphafi hugsaður sem tímabundin ívilnun til að efla íslenska hlutabréfamarkaðinn og áhuga almennings á hlutabréfaeign. Frádráttur vegna lífeyrisiðgjalda og lífeyrissparnaðar er í raun frestun á skattlagningu þar sem útborgaður lífeyrir er skattlagður eins og launatekjur og ekki síst ætlað að efla lífeyriskerfið og tryggja almenna þátttöku í skyldutryggingu lífeyrisréttinda. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Til að skattaívilnanir auki þjóðhagslegan sparnað benda athuganir til þess að mæta þurfi tekjuskattslækkuninni sem í þeim felst og tryggja að afkoma ríkissjóðs versni ekki. Ástæðan er sú að miklar líkur eru á að sértækar skattaívilnanir hafi fyrst og fremst þau áhrif að einstaklingar færa sparnað sinn úr einu formi í annað. Í sumum tilvikum leiða þær vissulega til viðbótarsparnaðar, en í öðrum ekki, og geta jafnvel haft þveröfug áhrif. Þannig eru dæmi um að einstaklingar hafi alfarið fjármagnað hlutabréfakaup með lánum og notað skattaafsláttinn til að drýgja ráðstöfunartekjur sínar og auka neyslu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skattaívilnanir sem ætlað er að örva sparnað verða að vera eins almennar og kostur er, verða að vera auðskiljanlegar og mega ekki flækja skattkerfið um of. Helst þurfa þær jafnframt að tengjast öðrum markmiðum sem almenn samstaða er um. Hlutabréfaafsláttur getur þannig, svo dæmi sé tekið, virkað sem mikilvæg hvatning til hlutabréfakaupa og þátttöku almennings í einkavæðingu ríkisfyrirtækja og jafnframt verið liður í átaki til að örva sparnað einstaklinga og heimila. Ríkisstjórnin hefur því til athugunar að framlengja núverandi hlutabréfaafslátt, þó að í breyttri mynd verði þar sem nauðsynlegt er að einfalda þær reglur sem um hann gilda. </FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lífeyrissparnaður</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ný lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða tóku gildi 1. júlí sl. Um þau tókst að lokum víðtæk samstaða og er óhætt að fullyrða að þau eru miklvæg umgjörð um mikla hagsmuni. Lífeyrissjóðir hafa verið að breyta samþykktum sínum og framvegis á að vera tryggt að sjóðirnir eigi jafnan fyrir þeim skuldbindingum sem til er stofnað. Þar til jafnvægi næst mun eiga sér stað mikil sjóðsöfnun og kerfið ótvírætt stuðla að auknum þjóðhagslegum sparnaði. Nú samsvara eignir sjóðanna um 66% af VLF en þegar kerfið kemst í jafnvægi eftir 40 - 50 ár má gera ráð fyrir að samanlagðar eignir lífeyrissjóðanna samsvari um 160% af VLF. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í tengslum við þessi nýju lög, sem meðal annars kveða á um 10% lágmarksiðgjald til skyldutryggingar lífeyrisréttinda, var gerð breyting á tekjuskattslögunum, sem tekur gildi 1. janúar nk. Frá þeim tíma munu einstaklingar geta dregið lífeyrissparnað frá skattskyldum tekjum, sem samsvarar allt að 2% af launum. Þessi réttur kemur til viðbótar 4% frádráttarréttinum vegna iðgjalda til lífeyrissjóða, sem tekinn var upp í áföngum í kjölfar kjarasamninga árið 1995. Til að einstaklingar geti nýtt sér þennan viðbótarrétt þarf lífeyrissparnaðurinn að uppfylla tiltekin skilyrði og vera greiddur reglulega til viðurkenndra aðila, sem auk lífeyrissjóða geta verið líftryggingafélög, bankar, sparisjóðir og verðbréfafyrirtæki. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lágmarkstryggingavernd sem lífeyrissjóðir veita samkvæmt hinum nýju lögum miðast við að útborgaður ellilífeyrir samsvari 56% af meðallaunum á starfsævinni. Þetta viðmið þykir lágt og telja margir eðlilegra að miða við 70 til 80% af lokalaunum. Til viðbótar benda útreikningar til að markmið laganna náist almennt ekki fyrr en eftir 20 til 30 ár miðað við óbreytt iðgjöld, þar sem við erum enn að byggja upp lífeyrissjóðakerfið. Líkur eru til þess að á næstu áratugum eigi ævilíkur eftir að hækka. Margt bendir því til þess að iðgjöld til lífeyrissjóða ásamt lífeyrissparnaði þyrftu að vera 15 til 20% af launum, en ekki 10 - 12%, eins og lög gera nú ráð fyrir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og áður segir hafa ýmsir aðilar hvatt stjórnvöld til að örva sparnað almennings með því að gefa kost á enn frekari frádráttarbærni lífeyrissparnaðar en þegar hefur verið ákveðið. Með hliðsjón af nauðsyn aukins lífeyrissparnaðar er þetta áhugaverð tillaga, sem ríkisstjórninn hefur til skoðunar í fullri alvöru. Niðurstaðan má á hinn bóginn ekki leiða til þess eins að sparnaður verði færður úr einu formi í annað á kostnað ríkissjóðs. </FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lokaorð</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Margir hafa nefnt nauðsyn þess að almenningur fái upplýsingar um þýðingu aukins sparnaðar og um þá sparnaðarkosti sem í boði eru. Undir þetta má taka, en aukin samkeppni á fjármálamarkaði hefur þó að hluta til leitt þetta af sér. Fram hjá því verður hins vegar ekki horft að hjá fjármálastofnunum eru tvær hliðar á peningnum. Þær geta einnig séð sér hag í auknum lánveitingum og skuldsetningu einstaklinga og heimila. Hvatning í þá veru hefur vakið athygli, því það er ótrúlega stutt síðan menn þurftu að standa í biðröð, í orðsins fyllstu merkingu, til þess að fá lán. Í þessu ljósi, ásamt því að stöðugt er verið hvetja einstaklinga til aukinnar neyslu er spurning hvaða leiðir eru færar til mótvægis. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aukin samkeppni um lífeyrissparnað landsmanna á undanförnum misserum er dæmi um jákvætt mótvægi við þá daglegu hvatningu sem dynur á okkur um að auka neyslu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það viðfangsefni að örva sparnað er margslungið og í raun langtímaverkefni. Mikilvægt er að treysta í eins ríkum mæli og kostur er á frjálsan sparnað. Traust markaðsstarfsemi og virk samkeppni eiga að tryggja varfærni í lántökum og raunsæjar væntingar um framtíðina. Bæði beint og óbeint má hagnýta skattareglur þannig að þær hvetji til ráðdeildar og sparnaðar. Stjórnvöld geta örvað sparnað, en fyrst og fremst er það ábyrg afstaða hvers og eins sem ræður úrslitum. Huga þarf að aukinni samkeppni á þeim hluta fjármálamarkaðarins sem keppir um sparifé almennings, og síðast en ekki síst þarf hið opinbera, ríki og sveitarfélög, að sýna gott fordæmi og nýta góðærið til að borga niður skuldir. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR>

1998-08-27 00:00:0027. ágúst 1998Þróun byggðar : stjórn ríkisfjármála. Akureyri

<DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ávarp fjármálaráðherra</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Þróun byggðar - Stjórn ríkisfjármála</FONT></B><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">27. ágúst 1998.</FONT></B></DIV><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aukin hagsæld</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er gömul kenning í alþjóðastjórnmálum að þjóðríki geri nágrönnum sínum mest gagn með því að hafa sín eigin efnahagsmál í góðu lagi. Svipað má segja um samskipti ríkisvaldsins og annarra virkra þátttakenda í hagkerfinu. Þeim mun betur sem ríkisvaldið vandar sína efnahagsstjórn og skilar meiri árangri á því sviði þeim mun betra fyrir alla aðra, þar með talin sveitarfélögin.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Einmitt þetta höfum við verið að upplifa hér á landi undanfarin misseri. Sú umgjörð um efnahagslífið sem ríkisvaldið og aðilar á vinnumarkaði bjuggu atvinnurekstri og annarri starfsemi með kjarasamningum og aðgerðum í tengslum við þá á síðari árum hefur skilað mjög miklum árangri. Sveitarfélögin hafa, eins og margir fleiri, notið þess ríkulega. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Efnahagsárangurinn skilar sér í bættri afkomu bæði ríkis og sveitarfélaga. Kostnaður vegna atvinnuleysis og félagslegrar aðstoðar lækkar og aukinn kaupmáttur heimilanna, meiri atvinna og aukin atvinnuþátttaka hækkar tekjuskatt og útsvar. Launaþróunin hefur sérstaka þýðingu fyrir sveitarfélögin þar sem meira en 80% tekna þeirra er undir henni komin. Við álagningu útsvars á tekjur ársins 1997 í upphafi þessa mánaðar var þannig staðfest að útsvarsstofninn hafði hækkað um rúm 7% milli ára eða um 5% umfram verðlag. Ef fram fer sem horfir gæti álagningarstofn útsvars á næsta ári hækkað um 11% til viðbótar og skilað sveitarfélögum nálægt 3,5 milljörðum króna tekjuauka. Það er því ljóst að mikið er í húfi og mikilvægt að sveitarfélög ásamt ríki leggi sitt af mörkum til að tryggja stöðugleika í verðlagsmálum og farsælt framhald þess árangurs sem náðst hefur. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ytri skilyrði þjóðarbúsins hafa batnað, en án bættrar hagstjórnar og víðtækra umbóta á leikreglum efnahagslífsins hefði sá árangur auðveldlega getað farið forgörðum. Markaðsöflin hafa á undanförnum árum komið í stað opinberra afskipta á mörgum sviðum. Stórstígar breytingar hafa átt sér stað með tilkomu fiskmarkaða og verðbréfamarkaða, aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu, aukins frjálsræðis á peninga- og gjaldeyrismarkaði og með formbreytingu og sölu ríkisfyrirtækja, svo nokkur dæmi séu nefnd.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mikilvægt er að hafa hugfast að með þeim breytingum sem orðið hafa á skipulagi og allri umgjörð efnahagslífsins á undanförnum árum eru nú litlar líkur á að hagkerfið leiti aftur í gamla verðbólgufarið. Hins vegar gera þessar breytingar auknar kröfur til ríkis, sveitarfélaga og stjórnenda fyrirtækja, sem menn mega ekki víkja sér undan. Ef ekki á að glutra árangrinum niður þarf að auka enn ráðdeild og hagræðingu í öllum rekstri og halda þannig áfram að treysta samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs og auka framleiðni. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Enginn vafi er á að aðhald í fjármálum hins opinbera er öruggasta leiðin til að treysta þann stöðugleika í sessi sem náðst hefur hér á landi að undanförnu. Afgangur í opinberum rekstri á næstu árum gerir í senn kleift að greiða niður skuldir og draga úr vaxtakostnaði ríkis og sveitarfélaga. Með því skapast einnig svigrúm fyrir frekari lækkun skatta. Þegar vel árar eins og nú er mikilvægt að búa í haginn fyrir framtíðina. Reynslan kennir okkur að uppsveiflan í efnahagslífinu mun ekki haldast að eilífu.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Afkoma ríkissjóðs </FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á síðasta ári urðu þau tíðindi í ríkisfjármálum að ríkissjóður var rekinn með 1.200 m.kr. afgangi á greiðslugrunni þrátt fyrir skattalækkanir og hækkun launakostnaðar á fyrri hluta ársins. Ef horft er fram hjá sérstakri innlausn á spariskírteinum varð 4,7 ma.kr. afgangur á ríkisbúskapnum. Á svokölluðum rekstrargrunni var tekjuafgangurinn á hinn bóginn um 700 m.kr., en þá er m.a. tekið tillit til áfallinna vaxta og lífeyrisskuldbindinga. Þetta var í fyrsta skipti síðan 1984 að ríkissjóður skilaði afgangi. Þannig gat ríkissjóður á árinu 1997 greitt upp meira af lánum en hann tók og lækkað erlendar skuldir ríkisins úr rúmum 132 ma.kr. í ársbyrjun niður í 127 ma.kr. í árslok. Vert er að vekja athygli á því að undanfarin ár hafa útgjöld ríkisins vaxið mun hægar en landsframleiðslan.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er misskilningur að meginrökin fyrir því að selja eignir ríkisins séu að ná inn tekjum í ríkissjóð til þess að standa undir auknum útgjöldum. Vissulega eru það rök fyrir slíkri sölu að hún skilar ríkissjóði og þar með landsmönnum öllum tekjum. En þessar tekjur eiga ekki að ganga til þess að fjármagna aukin útgjöld heldur til þess að lækka skuldir ríkisins og þar með lækka vaxtabyrðina á næstu árum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fyrr í þessum mánuði kynnti ég niðurstöður um afkomu ríkissjóðs fyrstu sex mánuði þessa árs og mat á horfum fyrir árið allt. Þar kom fram að greiðslustaða ríkisins er afar hagstæð um þessar mundir og horfur á að lánsfjárafgangur ríkisins verði 11-12 milljarðar króna á árinu. Þetta er um það bil tvöfalt meira en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Í árslok ættu vergar skuldir ríkisins að vera komnar niður í 41% af landsframleiðslu. Hæst fóru þetta hlutfall í 51% á árunum 1995 og 1996. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með gildistöku nýrra laga um fjárreiður ríkisins á þessu ári varð grundvallarbreyting á framsetningu fjárlaga og ríkisreiknings. Meginfrávikið er að nú eru bæði fjárlög og ríkisreikningur færð á rekstrargrunni, en fjárlög voru áður eingöngu færð á greiðslugrunni. Í þessu felst meðal annars að nú ber að færa til gjalda allar skuldbindingar sem falla á ríkissjóð á því ári sem til þeirra er stofnað. Þetta sést best á færslu lífeyrisskuldbindinga, en hækkun þeirra vegna breytinga á launakerfi ríkisstarfsmanna á þessu ári er öll bókfærð á rekstur ársins 1998 þótt hún komi til greiðslu á mörgum árum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er mikil framför að birta fjárlög á sama grunni og ríkisreikningur er gerður upp á, og hvet ég sveitarstjórnarmenn eindregið til að kynna sér þá reynslu, sem nú er að fást af þessu fyrirkomulagi hjá ríkinu. Rekstrargrunnurinn þýðir að horfast verður í augu við og bókfæra allar skuldbindingar vegna ákvarðana sem teknar eru á viðkomandi ári, jafnvel þótt þær komi ekki til greiðslu fyrr en seinna. Þar með er verið að leggja til hliðar fyrir þeim greiðslum. Þessi breyting hefur það hins vegar í för með sér að það þarf að mæta gjaldfærslunum með auknum tekjum til að afkoman verði í jafnvægi og þess vegna er erfiðara en áður að ná jafnvægi í búskapnum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Afkoma ríkissjóðs á árinu 1998 er gott dæmi um áhrif þessara breytinga. Samkvæmt fjárlögum var, eins og áður segir, gert ráð fyrir lítilsháttar rekstrarafgangi ríkissjóðs á árinu, miðað við rekstrargrunn. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun er nú gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs geti orðið tæplega 5,5 milljörðum króna meiri en í fjárlagaáætlun. Á móti vegur að bókfærð útgjöld eru talin munu fara fram úr áætlun um 13 milljarða króna. Þar vega stórauknar lífeyrisskuldbindingar þyngst, en þær eru taldar verða 9-10 milljörðum króna hærri en áætlað hafði verið. Samkvæmt þessu stefnir því í 7,5 milljarða króna halla á ríkissjóði á árinu öllu. Að lífeyrisskuldbindingunum frátöldum hefði hins vegar stefnt í 5-6 milljarða króna afgang. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er athyglisvert í þessu sambandi, nú eftir að launamál kennara eru komin til sveitarfélaga, að semji þau um hækkun dagvinnulauna kennara eykur það bókfærð útgjöld ríkisins vegna lífeyrisskuldbindinga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við undirbúning fjárlaga fyrir næsta ár stefnir ríkisstjórnin að því að rekstur ríkisins skili afgangi bæði á greiðslugrunni og rekstrargrunni. Áfram verður því tryggt svigrúm til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og er markmiðið að endurgreiðsla skulda verði enn meiri en í ár. Þannig er ætlunin að ríkissjóður lækki skuldir sínar á þessu og næsta ári um samtals allt að 25 milljarða króna. Allir vita að vaxtagreiðslur af lánum eru hrikalegur baggi á ríkissjóði. Í þær er varið svipaðri fjárhæð og í allar verklegar framkvæmdir ríkisins á ári hverju. Með þeirri skuldalækkun sem nú er fyrirhuguð má lækka árlegan vaxtakostnað um 1 &#8211; 1S milljarð króna, og enn meira ef okkur auðnast að halda áfram á sömu braut. Hluta þess fjármagns mætti verja til byggðamála, samgangna eða annarra þjóðþrifamála. Af þessu má ráða að það er samhengi á milli ábyrgrar stefnu í ríkisfjármálum og þess að geta fylgt eftir nútímalegri stefnu í byggðamálum.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Einkavæðing</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Einkavæðing á ríkisfyrirtækjum og einkaframkvæmdir eru til þess fallnar að ná fram hagræðingu í rekstri, draga úr ríkisumsvifum og auka sparnað almennings. Á þessu ári er þannig gert ráð fyrir umtalsverðum tekjum af sölu eigna. Hlutur ríkisins í Íslenska járnblendifélaginu hefur verið seldur og undirbúningur að sölu á eignarhlut ríkisins í Skýrr hf., Íslenskum aðalverktökum og á 49% hlutabréfa í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins er vel á veg kominn, en þetta eru stærstu einkavæðingaráformin á þessu ári. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ríkisstjórnin hefur sem kunnugt er þegar tekið fyrstu skref í átt til sölu viðskiptabankanna tveggja, sem eru í eigu ríkisins, með því að breyta þeim í hlutafélög. Jafnframt hefur Alþingi heimilað að auka hlutafé í Landsbanka og selja það á markaði og er undirbúningur þess á lokastigi. Þessa dagana er síðan rætt um næstu skref og má fljótlega búast við ákvörðun ríkisstjórnarinnar varðandi þau.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Meginröksemdin fyrir sölu ríkiseigna er að ríkið eigi ekki að hafa með höndum atvinnurekstur sem einkaaðilar geta sinnt betur og með hagkvæmari hætti. Þessi hugsun er ekki ný af nálinni og fjarri því að vera bundin við Ísland. Þar nægir að líta til ýmissa Evrópulanda, jafnt í vestri sem í austri. Hvarvetna eru stjórnvöld að vinna að sölu ríkiseigna til einkaaðila af þeirri grundvallarástæðu sem ég hef nefnt.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þessi rök eiga ekki síst við um ríkisbankana þrjá enda hefur ríkið óvíða jafnmikil ítök á fjármagnsmarkaði og hér á landi. Slíkt kann að hafa verið réttlætanlegt áður fyrr þegar hagkerfið var lokað og fjármagnshöft voru allsráðandi. Á tímum frjálsra fjármagnshreyfinga, jafnt innanlands sem milli landa, og aukinnar alþjóðavæðingar og samkeppni, ekki síst á fjármagnsmarkaði, eru ríkisbankar hins vegar tímaskekkja eins og margoft hefur verið bent á, af innlendum sem erlendum aðilum. Meðal annars hafa þau tvö erlendu fyrirtæki sem birta reglulega mat sitt á lánshæfi okkar erlendis nefnt að of sterk ítök ríkisins á fjármálamarkaði lækki lánshæfismatið og geri lánskjör okkar erlendis óhagstæðari en ella.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Auk sölu atvinnufyrirtækja eru miklir möguleikar fólgnir í sölu eigna, sem notaðar hafa verið fyrir hefðbundinn ríkisrekstur, og með samningum við einkaaðila um rekstur þeirra og þjónustu, sem að stórum hluta er kostuð af ríkinu. Í síðasta mánuði kom út skýrsla nefndar sem starfaði á vegum fjármálaráðherra og fjallar um þennan þátt undir yfirskriftinni: "Einkaframkvæmd". Ég hvet menn til að kynna sér efni hennar og innihald fyrsta samningsins sem byggir á sömu nálgun og skýrslan, en hann er milli ríkis og Hafnarfjarðarbæjar og tekur til uppbyggingar og reksturs Iðnskólans í Hafnarfirði. Nýir fjárfestingarkostir munu bjóðast einkaaðilum á næstu árum þar sem hið opinbera mun í vaxandi mæli leita eftir fjármögnun mannvirkja sem ríki og sveitarfélög hafa fram að þessu séð um, svo sem orkumannvirki, samgöngumannvirki og húsnæði undir opinbera starfsemi.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Flutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaga</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Flutningur á rekstri grunnskólans til sveitarfélaganna er gott dæmi um hvaða árangri má ná með góðum undirbúningi. Hækkun á útsvari og lækkun á tekjuskatti ríkisins þýðir yfir 20% hækkun á skatttekjum sveitarfélaganna og er þess vegna viss mælikvarði á aukin umsvif þeirra. Yfir 3.600 manns fengu nýjan vinnuveitanda og er áætlað að stöðugildum í sveitarfélögum hafi þar með fjölgað úr 10.200 í rúmlega 13.400 eða um 31%. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Rökin fyrir flutningi grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga eiga augljóslega við um marga þætti í opinberum rekstri. Stóru málaflokkarnir sem nefndir hafa verið í því sambandi eru málefni fatlaðra, heilsugæsla og öldrunarþjónusta. Á öðrum sviðum hefur verið rætt um aukið hlutverk og svigrúm sveitarfélaga til eigin ákvarðana og má í því sambandi nefna félagsleg húsnæðismál, samgöngumál og umhverfismál. Mögulegur verkefnaflutningur til viðbótar rekstri grunnskólans hefur þannig verið til skoðunar á undanförnum árum og má almennt fullyrða að stuðningur sé mikill við þá hugmynd, þó að jafnframt sé ljóst að einstök verkefni kalla á mismikinn undirbúning. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga má ná fram skýrari verkaskiptingu, þannig að saman fari frumkvæði, framkvæmd og fjárhagsleg ábyrgð á stofnkostnaði og rekstri. Almennt er það eftirsóknarvert að sveitarfélögin hafi með höndum staðbundin verkefni, en ríkisvaldið annist þá þjónustu sem hagkvæmara er að leysa á landsvísu. Með því að sveitarfélögin annist staðbundna þjónustu er komið í veg fyrir óþarft millifærslukerfi auk þess sem heimamönnum gefst betri kostur en ella á að laga þjónustuna að aðstæðum á hverjum stað. Slíkur sveigjanleiki opnar nýja möguleika til sparnaðar og ráðdeildar. Samhliða skapast svigrúm fyrir breyttar áherslur og bætta þjónustu. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mikilvægt er að standa vörð um einfalda og skilvirka stjórnsýslu. Fámenni íslensku þjóðarinnar gerir það að verkum að eðlilegt er að skipta verkum milli ríkis og sveitarfélaga með öðrum hætti en hjá milljóna þjóðum. Hér nægja tvö stjórnsýslustig. Hagkvæm stjórnsýsla byggir ekki síst á stuttum boðleiðum og þó að fámenni geti á sumum sviðum valdið viðbótarkostnaði fylgja því líka kostir. Stuttar boðleiðir og skýr verkaskipting er lykill að skilvirkri stjórnsýslu sem skiptir miklu máli í vaxandi alþjóðlegri samkeppni þar sem skjót afgreiðsla og fljótvirk ákvarðanataka hafa þýðingu fyrir fólk og fyrirtæki.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Einn þáttur sem vert er að undirstrika er möguleg þátttaka sveitarfélaga í opinberum rekstri þar sem áætlað þjónustusvæði tekur ekki aðeins til hlutaðeigandi sveitarfélags, heldur nær til stærra svæðis. Með þessum hætti gæti sveitarfélag annast þjónustu sem að öðrum kosti væri skilgreind þjónusta á vegum ríkisins. Þetta krefst sambærilegra samninga og gerðir hafa verið við reynslusveitarfélögin og aukinnar áherslu á að fjárveitingar fylgi einstaklingunum sem eiga rétt á þjónustunni í stað þess að renna til þeirra sem veita hana óháð eftirspurn. Í þessu sambandi má nefna rekstur framhaldsskóla, sjúkrahúsa, hafna og flugvalla. Ný lög um fjárreiður ríkisins opna nýja möguleika til þess að gera samninga um slíkan rekstur.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég tel hafið yfir allan vafa að með því að stækka sveitarfélögin, gera þau öflugri og sjálfstæðari, flytja til þeirra verkefni og tekjur er hægt draga úr umsvifum ríkisins og skapa skilyrði fyrir uppbyggingu fjölbreyttrar þjónustu á landsbyggðinni.</FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Breyttar áherslur í byggðamálum</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Búferlaflutningar til höfuðborgarsvæðisins hafa farið vaxandi. Þegar búsetuþróunin er til umræðu er engu að síður mikilvægt að halda því til haga að hún er ekki með sama hætti alls staðar á landinu. Á sumum stöðum er nokkur fjölgun meðan íbúum fækkar mikið á öðrum. Þróunin sýnist með öðrum orðum langt frá því að vera eitthvert náttúrulögmál. Auk almennra skilyrða svo sem markaðsaðstæðna og efnahagsástands ráða m.a. landfræðilegar aðstæður, frumkvæði og framtíðarsýn heimamanna miklu um framvindu mála í einstökum byggðarlögum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eðlileg búsetuþróun í landinu er og á að vera sameiginlegt viðfangsefni allrar þjóðarinnar. Búsetuskilyrði á Íslandi verða að standast samanburð við búsetuskilyrði í öðrum löndum. Því má ekki gleyma að valið stendur ekki aðeins um það hvort fólk vill búa á landsbyggðinni eða á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig um búsetu í öðrum löndum. Raunhæfir möguleikar til búferlaflutninga eru réttindi sem við viljum tryggja öllum einstaklingingum og við teljum eftirsóknarvert að gengið sé út frá slíkum réttindum í hagstjórn og við uppbyggingu efnahagslífsins. Þannig ber ekki aðeins að forðast beinar hindranir og þvingunaraðgerðir, heldur einnig þau óbeinu afskipti sem byggja á mismunun, sértækum álögum eða ívilnunum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fjölbreytt atvinnulíf og hagkvæm nýting landkosta, mannvirkja og stofnana er sameiginlegt hagsmunamál allrar þjóðarinnar. Bylting í samgöngu- og fjarskiptamálum hefur opnað ýmsa möguleika sem fylgja þarf eftir, bæði hjá hinu opinbera og í atvinnulífinu almennt. Í vaxandi mæli hafa fyrirtæki og stofnanir á landsbyggðinni bein og milliliðalaus tengsl við erlenda aðila. Með nýrri tækni skipta vegalengdir og staðsetning æ minna máli. Hagnýting þessara nýju möguleika er krefjandi verkefni og kallar á viðeigandi viðbrögð. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998-2001. Með henni er ætlunin að fylgja eftir tillögum Byggðastofnunar varðandi svokölluð vaxtarsvæði og stefnumörkuninni fyrir árin 1994-1997, sem bar yfirskriftina &quot;Breyttar áherslur í byggðamálum&quot;. Samkvæmt þeirri stefnu skal miða uppbyggingarstarf hins opinbera við þau svæði á landsbyggðinni, sem helst hafa forsendur til að vaxa og svara auknum kröfum fólks um fjölbreytta atvinnu og nútímalega þjónustu. Lögð er áhersla á að byggja upp opinbera þjónustu þar sem flestir hafa aðgang að henni og þar sem hagkvæmast er að veita hana.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Stefnumótun sem þessi er brýn í ljósi þess að á landsbyggðinni fer fækkandi þeim þéttbýlisstöðum þar sem fólki fjölgar. Í henni felst viðurkenning á því að það eru margir samverkandi þættir sem ráða ákvörðunum um búsetu. Gildismat einstaklinganna hefur breyst, fleiri afla sér menntunar af ýmsu tagi en áður og fólk vill ekki binda sig við einn stað um aldur og ævi. Þetta sést á tilflutningi fólks á undanförnum árum bæði milli byggðarlaga og til og frá landinu. </FONT><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lokaorð</FONT></B><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Áhrifamesta byggðastefnan felst í því að draga úr afskiptum ríkisins af atvinnulífinu, jafna samkeppnisskilyrði fyrirtækja og gefa heimamönnum kost á að annast, á sínum forsendum, staðbundna opinbera þjónustu. Á undanförnum árum hefur verið lagður grunnur að breytingum, sem meðal annars birtast í nýjum atvinnumöguleikum og auknum ráðstöfunartekjum heimilanna. Hagvöxtur og efnahagslegur stöðugleiki á næstu árum eru þannig þættir sem skapa skilyrði fyrir efnahagslegum framförum um allt land. Á þessari stundu er á hinn bóginn ekki hægt að segja til um áhrifin fyrir þróun byggðar á Íslandi. Eitt er þó víst, hún bæði leiðir til breytinga og kallar á breytingar. Til að snúa vörn í sókn þarf umfram allt jákvætt hugarfar, frumkvæði og framtíðarsýn</FONT><BR><BR><BR>

1998-06-26 00:00:0026. júní 1998Ráðstefna um endurvinnslu í nútíð og framtíð

<P><B><FONT FACE="Arial">Geir H. Haarde, fjármálaráðherra.</FONT></B><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Ávarp á ráðstefnu </FONT></B><P><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">um endurvinnslu í nútíð og framtíð, </FONT></B><P><B><FONT SIZE=4 FACE="Arial">26. júní 1998</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er mér sönn ánægja að setja þessa ráðstefnu um endurvinnslu í nútíð og framtíð. Endurvinnsla er mikilvægur hlekkur í umhverfisvernd og hornsteinn í þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda sem lýtur að því að stuðla að sjálfbærri þróun á Íslandi. Þetta er því kærkomið tækifæri til að fjalla um bæði endurvinnslu og umhverfismál almennt. Þessi mál eru samofin og tengjast einnig ýmsum viðfangsefnum sem fjármálaráðuneytið fæst við, enda er traustur efnahagur og fjármálastjórn mikilvæg forsenda ábyrgrar umhverfisstefnu í öllum löndum. Efnahagsstefna sem stuðlar að sjálfbærum hagvexti er nauðsynleg forsenda umhverfisverndar. Mér er það því bæði ljúft og skylt að opna þessa ráðstefnu með nokkrum orðum sem tengjast því viðfangsefni sem ætlunin er að fjalla um hér síðar í dag.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sorphirða og endurvinnsla hefur verið vaxandi atvinnugrein á Íslandi. Menn hafa í sívaxandi mæli gert sér grein fyrir því að hér er ekki bara eitthvert rusl á ferð heldur raunveruleg atvinnustarfsemi sem getur gefið góðan arð.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Velta í þessari atvinnugrein er um tveir milljarðar króna á ári og á fjórða hundrað manns hafa atvinnu af þessari starfsemi. Það gildir um þessa atvinnugrein eins og aðrar að stjórnvöld þurfa að vinna að því að skapa sem mestan stöðugleika í rekstrarumhverfi og stuðla að eðlilegri samkeppni til að tryggja hagkvæman rekstur og góða þjónustu á sanngjörnu verði. Ég tel að heppilegast sé að treysta einkaaðilum fyrir ýmsum rekstrarþáttum en jafnframt er nauðsynlegt að stjórnvöld seti almennar leikreglur. Stjórnvöld þurfa einnig að sjá til þess að það séu fyrir hendi réttir hvatar fyrir heimili og fyrirtæki til að þau dragi úr úrgangsmyndun og efli endurvinnslu. Ríkisvaldið getur að sjálfsögðu haft talsverð áhrif á það hvernig þessi mál þróast en þó er hlutverk sveitarfélaga enn mikilvægara í þessum málaflokki.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar um sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi er markmiðið að endanleg förgun á úrgangi verði 50% minni um aldamótin en árið 1990. Þessu markmiði á að ná bæði með því að draga úr úrgangi og með því að efla endurvinnslu. Þær upplýsingar sem liggja fyrir um þróun mála benda til þess að við höfum nálgast þetta markmið. Endurvinnsla hefur eflst verulega á þessu tímabili og fyrirliggjandi upplýsingar um úrgangsmagn á Íslandi benda til þess að það hafi minnkað um uþb.fimmtung síðan 1990 ef miðað er við íbúafjölda.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Forsenda fyrir árangri er jákvætt hugarfar almennings. Árangursrík endurvinnsla hefst á heimilum okkar og vinnustöðum. Byggðahverfið á Sólheimum í Grímsnesi er lýssandi dæmi um eftirtektarverðan árangur á þessu sviði. Þar hafa íbúarnir flokkað sorp og staðið að endurnýtingu og endurvinnslu með góðum árangri í þessu fyrsta vistræna byggðahverfi á Íslandi.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">SORPA hefur einnig sýnt mikið frumkvæði og verið leiðandi aðili í endurvinnslu. Nægir í þessu sambandi að nefna frumkvæði SORPU í að beisla metangas. Fyrirtækið hefur með því framtaki lagt lóð á vogarskálarnar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Vonandi verður hægt að breyta þessum úrgangi í verðmætan orkugjafa í næstu framtíð. Vil ég nota tækifærið til að þakka SORPU fyrir sérstaklega mikilvægt framlag á þessum sviði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég nefndi að stjórnvöld gætu haft áhrif á að réttir hvatar væru til staðar til að stuðla að hagkvæmri meðhöndlun á úrgangi. Í þessu sambandi vil ég nefna að ríkisstjórnin hefur haft til athugunar að beita sér enn frekar fyrir umhverfisgjöldum og umhverfissköttum en nú er gert. Hagræn stjórntæki, eins og þessi gjöld og skattar eru stundum nefnd, eru sett á til hafa áhrif á hegðun heimila og fyrirtækja með óbeinum hætti og ná fram hagkvæmni. Kostur þess að beita slíkum stjórntækjum eru helstur sá að þau gefa markaðnum tækifæri til að finna hagkvæmustu lausnir í stað þess að stjórnvöld tilgreini nákvæmlega hvaða aðferðir nota skal til að ná settu marki. Slík gjöld eiga þó ekki að leiða til hærri heildarskattheimtu ef þau verða lögð á, og mikilvægt er að á móti komi lækkun annarra gjalda og skatta. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við höfum haft góða reynslu af slíkum gjöldum vegna einnota drykkjarumbúða og eru skil á þessum umbúðum nú með því hæsta sem gerist í heiminum. Nýlega var sett á sérstakt gjald á spilliefni til að tryggja að þau komi til endurvinnslu eða ábyrgrar förgunar þegar notkun þeirra lýkur. Að sjálfsögðu þarf að fara varlega þegar slík gjöld eru innleidd og aðeins má taka þau upp ef sýna má fram á að sá umhverfisbati sem af þeim leiðir sé umtalsverður og að þau stuðli jafnframt að hagkvæmri meðferð úrgangs og jafnvel verðmætasköpun. Í þessu sambandi þarf að hafa í huga samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Þetta á ekki hvað síst við í þeirri umræðu sem hefur verið um að leggja skatt á losun koldíoxíðs, en það mál hefur lengi verið til umræðu innan Evrópusambandsins. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég get ekki látið hjá líða að minnast á þarfasta þjón Íslendinga á þessari öld - bílinn, sem einnig verður til umfjöllunar á umhverfisdögum SORPU. Bílar eru óhjákvæmilegir í okkar samfélagi og tilkoma þeirra og þróun vegasamgangna hefur haft mjög jákvæð áhrif á lífsskilyrði í þessu landi. En eins og við vitum fylgja þessum þarfa þjóni aukaverkanir sem við þurfum að reyna að draga úr. Um fjórðungur af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er vegna bíla og staðbundin mengun hér á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vaxandi vandamál. Á næstu árum eigum við von á ýmsum tækniframförum sem munu innleiða bíla sem ganga fyrir hreinum orkugjöfum. Það þarfa að skapa forsendur fyrir því að hægt verði að prófa þessar nýjungar hér á landi og eftir atvikum að taka þátt í þróun þeirra. Nýlega voru ákveðnar tímabundnar breytingar á vörugjaldi til að bæta samkeppnisstöðu rafmagnsbíla. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er að sjálfsögðu ekki hlutverk ríkisvaldsins að ákveða hvernig bílar verða notaðir á Íslandi. En ríkisvaldið getur beitt sér fyrir því að innleiða ýmsa hvata, til að mynda með því að beita hagrænum stjórntækjum, til að stuðla að jákvæðri þróun í þessum efnum. Eins og við vitum er oft ákveðin tregða til breytinga, jafnvel þó auðsýnt sé að þeim fylgi verulegur ávinningur þegar til lengri tíma er litið. Við ákveðnar aðstæður kann því að vera nauðsynlegt að ýta undir breytingar með aðgerðum af þeim toga sem gert var fyrr á þessu ári. Ég vil ekki útloka fleiri aðgerðir sem geta virkað hvetjandi á frekari þróun í þá átt að innleiða farartæki sem valda minni mengun sem og minni losun á gróðurhúsalofttegundum. Þetta kann einnig að leiða til þess að við getum í vaxandi mæli notað innlenda orkugjafa í samgöngumálum landsins. Í þessu sambandi má minna á það átak sem stjórnvöld gerðu á sínum tíma til að nýta jarðvarma til húshitunar á áttunda áratugnum. Það átak hefur bæði skilað okkur efnahagslegum og umhverfislegum ávinningi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að svo mæltu segi ég þessa ráðstefnu setta og óska þátttakendum velgengni í starfi.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><BR>

1998-05-20 00:00:0020. maí 1998Ráðstefna RUT-nefndar o.fl um upplýsingasamfélagið

<div align="center"> <p>Ávarp fjármálaráðherra á ráðstefnu<br /> Skýrslutæknifélags Íslands, RUT-nefndar og Verkefnisstjórnar um upplýsingasamfélagið<br /> 20. maí 1998 í Súlnasal Hótels Sögu</p> </div> <br /> <strong>I. Ný RUT-nefnd</strong><br /> Eins og mörgum er kunnugt hefur fjármálaráðuneytið lengi haft forystu um ýms framfaramál á sviði upplýsingatækni. Allt frá árinu 1981 hefur starfað í ráðuneytinu sérfræðingur, sem veitt hefur ráðuneytum og ríkisstofnunum ráðgjöf og beitt sér fyrir ýmsum framfaramálum.<br /> <br /> Árið 1988 var stofnuð ráðgjafanefnd um upplýsinga- og tölvumál, RUT-nefndin, sem þið þekkið eflaust öll, og kannist við verk hennar og útgáfur.<br /> <br /> Þegar skipan mála var ákveðin varðandi stefnumótun ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið varð að ráði að RUT-nefnd skyldi áfram fara með tiltekin verkefni í samvinnu við verkefnisstjórnina í forsætisráðuneytinu. Nefndin verður áfram skipuð af fjármálaráðherra. Þeirri hefð verður haldið að leita til sérfræðinga, bæði hjá einkafyrirtækjum og opinberum stofnunum um að þeir starfi í nefndinni um tiltölulega stuttan tíma, eða tvö ár að jafnaði. Undanfarið hálft annað ár hefur verið óvenju annríkt hjá nefndinni. Hún hefur, reyndar með hjálp margra góðra manna, unnið að endurskoðun Innkaupahandbókar um upplýsingatækni, sem nýkomin er út í þriðju útgáfu og verður kynnt hér á eftir. Það er ef til vill vegna þessa mikla átaks að nú stendur fyrir dyrum óvenju mikil endurnýjun í nefndinni, þar sem þrír af fjórum nefndrmönnum yfirgefa hana. Þeim Guðbjörgu Sigurðardóttur. Sigurjóni Þ Árnasyni og Laufeyju Ásu Bjarnadóttur er hér með þakkað framlag þeirra.<br /> <br /> Næsta RUT-nefnd verður svo skipuð:<br /> Halldór Kristjánsson, verkfræðingur, verður einn eftir af fyrri nefndarmönnum og tekur við formennsku, en inn koma þau Gunnar Linnet, forstöðumaður tölvumála hjá Vegagerðinni, Halla Björg Baldursdóttir forstöðumaður tölvumála á Veðurstofu Íslands og Heimir Sigurðsson, deildarstjóri í tölvudeild Olíuverslunar Íslands. Er hin nýja RUT-nefnd boðin velkomin til starfa.<br /> <br /> <strong>II. Ártalið 2000</strong><br /> Vafalaust er það öllum viðstöddum kunnugt að ártalið 2000 mun – og er þegar farið að valda vandræðum í tölvuforritum og ýmsum búnaði þar sem tölvuklukkur eru notaðar. Leggja verður áherslu á að hér er ekki eingöngu um hefðbundinn tölvubúnað að ræða heldur einnig hverskonar rafeindabúnað þar sem unnið er með tíma.<br /> <br /> Í einföldum orðum sagt er vandamálið þetta: Fram á þennan áratug hafa tölvuforritarar táknað ártöl með tveimur stöfum í stað fjögurra. Þetta var gert vegna þess að í árdaga tölvualdar var minni dýrt, og reyndar takmarkað hversu mikið af því maður gæti notað af tæknilegum ástæðum. Því varð að spara hvern staf. Auk þess má ætla að forritarar þeirra daga hafi í hógværð sinni ekki trúað svo á langlífi verka sinna að taka þyrfti tillit til atburða sem væru áratugi handan sjóndeildarhringsins.<br /> <br /> Þessi forritunarvenja rataði einnig inn í tölvuklukkurnar þegar farið var að steypa þær í fjöldaframleidda samrásarkubba. Og þar sem þessar tölvuklukkur eru öruggar, ódýrar og auðfáanlegar hafa þær verið byggðar inn í ýmsan búnað þar sem telja þarf tíma, svo sem iðnstýrikerfi, lækninga- og rannsóknartæki, heimilistæki og vélknúin farartæki. Hvarvetna þar sem dagsetningar eða ártöl eru notuð í slíkum tækjum er möguleiki á að upp komi truflanir og óeðlileg viðbrögð þegar nota þarf ártalið 2000. <br /> <br /> Menn tóku einnig upp sama sið í innri forritum einmenningstölva, sem kölluð eru BIOS. Þessvegna þarf að endurnýja eða uppfæra flestar einmenningstölvur eldri en svona eins og hálfs árs gamlar.<br /> <br /> Nú á dögum byggist allt atvinnulíf meira og minna á hátækni og tölvubúnaði. Fyrirtæki eru háð samskiptum hvert við annað og við hið opinbera. Mikill vöxtur er í tölvusamskiptum á milli landa og heimsálfa auk þess sem ýmis stór upplýsingakerfi eru hnattræn í eðli sínu. Allar truflanir af völdum rangrar meðferðar á ártalinu 2000 í einu slíku kerfi geta því haft víðtæk áhrif á stóru svæði. Víðast í grannlöndum okkar hafa yfirvöld sett á stofn nefndir eða stofnanir til að fylgjast með því að eigendur kerfanna geri viðeigandi ráðstafanir í tæka tíð gegn þessu vandamáli, sem á ensku er nefnt "millennium bug". Á þetta jafnt við um upplýsinga- og tölvukerfi atvinnulífsins sem þau er varða öyggismál og almannahag. Á fundi svokallaðra G8-ríkja, eða 8 stærstu iðnríkja heimsins í síðustu viku var ártalið 2000 meðal umræðuefna, og hafa Bretar tekist á hendur það hlutverk að fylgjast með og safna saman upplýsingum á heimsvísu um framgang aðgerða.<br /> <br /> Hér á landi hefur verið vakin athygli á málinu með ýmsum hætti og hvatt til aðgerða allt frá haustinu 1996. Svo nokkur dæmi séu nefnd þá gaf Ríkisendurskoðun á síðasta ári út vandaða skýrslu þar sem vandamálið var skýrt og bent á aðferðir til að greina og lagfæra gölluð forrit og búnað. Á þessu ári hafa Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið, Ríkiskaup og RUT-nefnd gengist fyrir samstarfi margra hagsmunaaðila um ráðstefnuhald, könnun á ástandi, bæði í ríkisstofnunm og fyrirtækjum, útgáfu upplýsinga á veraldarvefnum og fleira. <br /> <br /> En um formlega forystu af hálfu "hins opinbera" hefur ekki verið að ræða fyrr en nú í byrjun mánaðarins þegar ég skipaði nefnd "til að vara við, upplýsa og benda á hvernig standa beri að lausn þeirra vandamála sem tengjast ártalinu 2000 í upplýsingakerfum og tækjabúnaði þannig að ekki hljótist skaði af skakkri meðferð ártala á þeim tímamótum. Nefndin beini athygli sinni jafnt að einkafyrirtækjum sem opinberum stofnunum og fyrirtækjum", eins og segir í erindisbréfi hennar. <br /> Formaður nefndarinnar er Haukur Ingibergsson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu.<br /> <br /> Hér á landi hafa ýmis fyrirtæki og opinberir aðilar þegar tekið þetta vandamál til umfjöllunar og úrlausnar. Könnun sem gerð var meðal ríkisstofnana fyrr á þessu ári bendir þó til að margir hafi enn ekki hafist handa og væntanlega gildir það sama um fyrirtæki og sveitarfélög. Ef marka má reynslu annarra þjóða er sú skoðun allalgeng meðal smærri fyrirtækja að vandinn sé þeim ekki viðkomandi. Miklu máli skiptir að ná eyrum stjórnenda slíkra fyrirtækja og benda þeim á að enginn er öruggur fyrr en að hefur verið gáð. Annað sem mikilvægt er að hafa í huga er að tíminn er afmarkaður og vinnukraftur sérfræðinga af skornum skammti. Því þarf að bregðast við í tíma.<br /> <br /> Með þessari nefndarskipan vilja stjórnvöld skapa samstarfsvettvang til að fjalla um þetta mál með það að markmiði að íslenskt atvinnu- og efnahagslíf skaðist ekki af stefnumótinu við nýtt árþúsund.<br /> <br /> Að svo mæltu leyfi ég mér að segja þessa ráðstefnu setta og óska þátttakendum öllum velgengni í störfum hér í dag.<br /> <br /> <br /> <br />

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira