Hoppa yfir valmynd

Heildarendurskoðun örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfisins

Á yfirstandandi kjörtímabili hefur verið unnið að yfirgripsmiklum breytingum fyrir örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega, sem miða að því að auka velferð og virkni í samfélaginu. Um er að ræða nýja hugsun þar sem þjónustan miðast að notandanum og eykur möguleika fólks til virkni, menntunar og atvinnuþátttöku á eigin forsendum.

Frítekjumark örorkulífeyrisþega hefur þegar verið nær tvöfaldað til að setja réttan hvata til aukinnar virkni og atvinnuþátttöku. Ný lög hafa einnig tekið gildi um lengingu á tímabili endurhæfingarlífeyris. Báðir áfangarnir marka tímamót. Nú eru drög að lagafrumvarpi auk þess komin í samráðsgátt stjórnvalda.

Verið er að umbylta örkulífeyris- og starfsendurhæfingarkerfinu til að sjá til þess að það grípi okkur þegar við þurfum á því að halda.

Við viljum heyra í þér 

 

Drög að frumvarpi til laga um starfsendurhæfingu hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Frestur til að senda inn umsögn er til dags/mán 2023. 

Opna samráðsgátt

Hvað stendur í frumvarpinu?

Þú getur skoðað frumvarpsdrögin sjálf og haft á þeim skoðun. Að því búnu verður frumvarpið klárað og félags- og vinnumarkaðsráðherra mælir fyrir því á Alþingi.

Opna pdf

Spurt og svarað

Áfangar sem þegar hefur verið náð:

 
 
 

Fjölgum tækifærum og grípum snemma inn í

Í yfirstandandi breytingum er áhersla lögð á fólk með mismikla starfsgetu eða heilsubrest sem hefur áhrif á starfsgetu viðkomandi. Horft er til starfsendurhæfingar og aukna möguleika til þátttöku á vinnumarkaði. Aðgerðirnar skiptast í þrjá þætti: 


Nýtt greiðslukerfi: 

Nýtt greiðslukefi sem miðar að því að bæta sérstaklega kjör þeirra sem lakast standa og minnka skerðingar. 

Gripið snemma inn í:

Áhersla lögð á að einstaklingar geti fengið þá þjónustu sem þeir þurfa og að gripið sé snemma inn í.  

Fjölbreytt starfstækifæri:

Fjölgun sveigjanlegra starfa og fjölbreyttari starfstækifæri fyrir fólk með mismikla starfsgetu.  

Viðamikið samstarf

Kveðið er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar á um að málefni örorkulífeyrisþega skuli tekin til endurskoðunar á kjörtímabilinu með það að markmiði að bæta lífskjör og lífsgæði fólks með skerta starfsorku. 

Vinnan hefur verið undir forystu félags- og vinnumarkaðsráðherra og er unnin í nánu samstarfi og samráði við forsætisráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið. Víðtækt samráð hefur líka átt sér stað við helstu hagaðila.

Stýrihópur hefur það hlutverk að hafa yfirsýn yfir þá vinnu sem snýr að endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu í samræmi við áherslur í stjórnarsáttmála. Fyrir stýrihópinn starfar síðan sérfræðingateymi, með fulltrúum þriggja ráðuneyta, sem vinnur að undirbúningi, útfærslum og innleiðingu breytinga á greiðslu- og þjónustukerfi almannatrygginga.

Síðast uppfært: 15.9.2023
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum